Tímarit Bændablaðsins 2016

Page 30

byggingar verður endirinn sá að við verðum fljótt fæðulaus.“ 16 ára til í garðyrkjuskóla í Noregi Í föðurætt er Hafberg ættaður úr Langholtshverfinu í Reykjavík þar sem afi hans var bóndi ásamt því að vera prentari í Reykjavík en móðurættin frá Bæjarstæði á Akranesi. Hafberg var 16 ára þegar hann fór til náms í garðyrkjuskóla í Noregi.

Hafberg stofnaði Lambhaga árið 1977 og er garðyrkjustöðin lögbýli innan borgarmarkanna.

stað. Þetta var rétt fyrir jól og Albert því snöggur að koma málinu í gegn.“ Með flugdellu og fann staðsetninguna úr lofti Hafberg hefur verið með flugdellu frá því að hann var barn og var að læra að fljúga þegar honum var úthlutað landi. „Mig minnir að stofnunin sem ég hafði samskipti við vegna staðsetningar stöðvarinnar hafi heitið Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar. Í fyrstu sótti ég um land þar sem umferðarslaufan er frá Vesturlandsvegi inn á Suðurlandsveg hjá Keldum. Landið var innan marka öryggissvæðis rannsóknastofunnar á Keldum og það gekk ekki. Í framhaldi af því fékk ég leyfi til lágflugs upp og niður eftir Elliðaánum og fékk áhuga á Norðlingaholtssvæðinu en leist samt ekki á staðsetninguna þar sem stór hluti hennar var í einkaeigu. Því næst skoðaði ég land meðfram Úlfarsánni og fann svæðið þar sem Lambhagastöðin er í dag. Afgreiðsla 30

umsóknarinnar gekk fljótt fyrir sig. Ég fékk fyrst einn og hálfan hektara sem fljótlega urðu þrír en stöðin er sex hektarar í dag.“ Lögbýli innan borgarmarkana Lambhagi er lögbýli innan borgarmarkanna. Munurinn á lögbýli og annars konar býlum felst meðal annars í því að lögbýlum fylgir lagaleg festa og ekki er hægt að brjóta þau upp með eignarnámi nema eftir lögformlegum leiðum. Samkvæmt lögum er litið á lögbýli sem fæðuframleiðendur. Hafberg segir að staða lögbýla sé mikilsvirt í Evrópu og þar megi ekki taka þau undir byggingarland nema við mjög sérstakar aðstæður og langt og strangt ferli. „Lögbýli á Íslandi hafa einnig sterka stöðu og hún verður að vera því ef við tökum allt besta landið undir borgir og

„Frá því að ég var barn hef ég haft áhuga á náttúrunni og sérstaklega gróðri og fuglum. Ég fékk ungur vinnu á ræktunarstöð í Borgarfirði og var þar tvö sumur og ákvað þar að læra garðyrkju. Foreldrar mínir vildu að ég yrði trésmiður og ég tók einn vetur í verknámi sem undirbúning fyrir trésmíðanám. Ég hef gaman af því að smíða en námið og sú vinna átti ekki við mig. Í dag á ég í rauninni nokkur hús og er alltaf með smiði í vinnu, þetta fylgir mér. Ég minnist þess að hafa átt tvö merkileg samtöl við foreldra mína um áhuga minn á garðyrkjunámi. Í báðum tilfellum sögðu þau að ef ég lærði garðyrkju myndi ég ekki hafa neitt að gera yfir vetrarmánuðina og að helsta iðja garðyrkjumanna á veturna væri að drekka brennivín og þau vildu ekki að ég yrði þannig. Satt besta að segja vissi ég ekki hvað fyllibytta var á þeim tíma og vissi hreint ekki hvort það var vont að drekka brennivín eða ekki. Þeim fannst alveg vonlaust að ég lærði garðyrkju og hreinlega lögðust gegn því. Það fór þó svo að ég fór í Bændahöllina og talaði við Óla Val Hansson, sem var garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags Íslands, og í framhaldi auglýsti hann fyrir mig eftir starfi í Noregi. Ég fékk eitt svar frá lítilli gróðrarstöð í Vestur-Noregi og fór þangað í janúar árið 1966, mállaus á norsku og hafði satt best að segja ekki hugmynd um út í hvað ég var að fara. Auk þess að vinna þar við garðyrkju var ég einnig fjósamaður hjá yndislegri fjölskyldu sem ég held enn góðu sambandi við. Í framhaldi af því fór ég í kristinn garðyrkjuskóla, Gjennestadgartnerskole í Suður-Noregi. Hann hentaði mér vel þar sem ég hafði verið í KFUM og sem sunnudagaskólastrákur þegar ég var drengur.“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.