Tímarit Bændablaðsins 2018

Page 95

Matís ohf. og markaðs­ setningar til að undirbyggja aukna neyslu, hafa á örfáum áratugum snúist í andhverfu sína, myndað heilar eyjar af fljótandi plasti og komið Rakel Halldórsdóttir starfar sem plastögnum ráðgjafi hjá Matís ohf. í míkrómynd inn í líffæri sjávarlífvera – og okkar. Þetta er bara eitt dæmi um breytingar sem ef til vill eru unnar með hag manna að leiðarljósi, en voru vanhugsaðar til langs tíma með tilliti til virðingar fyrir jörðinni og vernd hennar. Í dag kallast það vafalaust langtíma umhverfismat og ætti að vera í gildi fyrir allar nýjungar, sama af hvaða toga. Mér verður oft hugsað til orða Lao Tzu, sem talinn er hafa verið samtímamaður Konfúsíusar fyrir um 2500-2600 árum, um Tao, innsta eðli heimsins: „Viltu bæta heiminn? Ég trúi ekki að það sé mögulegt. Heimurinn er heilagur. Hann getur ekki orðið betri. Ef þú reynir að eiga við hann, eyðileggurðu hann.“ Það eru sannindi í þessum forna texta. Því meira sem við reynum að bæta jörðina með breytingum sem þjóna eiga okkar sérhagsmunum, því verri verður staða jarðar og okkar sjálfra. Því meira sem við virðum og verndum upprunalegt eðli jarðar og aðlögum framþróun markvisst að því, því betri verður staðan. Stríð, átök, hungur, matarsóun, ofnýting auðlinda, græðgi, auðsöfnun og misskipting er ekki eðli heimsins. Nú sem aldrei fyrr er áríðandi að vinda ofan af breytingum sem hafa orðið af manna völdum án nægilegs tillits til móður náttúru. Að bregðast við plasteyjum og fyrirbyggja þær – hvaða birtingarform sem þær hafa. Að byggja upp í sátt við jörðina. Ofnýting og arðrán Aukin neysla er markmið og stefna þess sem leitar gróða, það liggur í hlutarins eðli. Möguleiki á gróða leiðir af sér tilraunir og aðgerðir til að auka neyslu, sem aftur leiðir af sér hættu á því að einhver mörk verði ofþanin, einhver ofnýting eigi sér stað, auðlindir jarðar ofnýttar/börnum þrælkað út í vinnu/fólki vangreitt fyrir framlag sitt/ neytendur látnir greiða langt umfram eiginlegt verðmæti afurða/neytendur blekktir

um gæði og uppruna vöru. Ég heyrði eitt sinn sagt að ef hreinn arður af rekstri fyrirtækis/ félags færi umfram 10% væri það merki um að verið væri að ofnýta/arðræna einhverja auðlind, mannauð þar meðtalinn. Fyrirtæki sem rekin eru með miklum gróða eru samkvæmt þessu óhjákvæmilega að stuðla að ofnýtingu. Ofnýting auðlinda jarðar er eitt af stóru heimsmálunum í dag, sem menn átta sig nú á að er afar áríðandi að bregðast hratt og víðtækt við, ef tryggja á framtíð jarðar, lífs og mannkyns á jörðu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett 17 heimsmarkmið um sjálfbærni fyrir öll ríki jarðar fyrir 2030, sem eiga að tryggja þetta. Sérhagsmunir duga ekki lengur. Hvað stuðlar að sjálfbærni okkar? Hvað getum við gert? Við þurfum í fyrsta lagi að gera okkur grein fyrir því hvað stuðlar að sjálfbærni okkar og hvernig við sjálf viðhöldum og tryggjum þessa sjálfbærni í sátt við náttúruna. Frumframleiðsla er grunnur sjálfbærni. Ísland er eyja og samfélag okkar ekki ýkja stórt, sem gerir okkur auðvelt fyrir þegar kemur að skrásetningu frumframleiðslu í landinu, en frumframleiðendur eru allir þeir sem tryggja okkur sjálfbærni með afurðum sem koma beint úr auðlindum okkar, lands og sjávar. Við hjá Matís höfum undanfarið unnið að gerð heildarskrár yfir frumframleiðslu á Íslandi, sem koma mun út í vefsíðuformi og kallast Matarlandslagið/Eat Iceland. Skráin mun sýna fjölda frumframleiðenda og dreifingu þeirra yfir landið myndrænt, unnt verður að flokka þá eftir ýmsum breytum og fletta upp nánari upplýsingum. Slíkt heildaryfirlit yfir þennan grundvöll sjálfbærni lands okkar er mikilvægur grunnur upplýsinga og stefnumótunar um framtíð okkar, sem mun meðal annars gera okkur kleift að vinna á markvissari hátt að markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk Matís í stuðningi við frumframleiðslu í landinu og uppbyggingu hennar í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er gífurlega mikilvægt og fer fram með margs konar hætti í samvinnu við frumframleiðendur. Nefna má hér sérstaklega nýjung sem nýst getur sauðfjárbændum, sem eru námskeið; Heimavinnsla afurða og Smáframleiðsla matvæla, sérstaklega hönnuð með uppbyggingu framleiðslu þeirra fyrir augum, aðgengileg á matis.online. Rakel Halldórsdóttir starfar sem ráðgjafi hjá Matís ohf. Hún er annar stofnenda og fyrrverandi eigandi Frú Laugu bændamarkaðar og stjórnarmaður í Slow Food Reykjavik. Hún starfar í Skagafirði.

95


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.