Tímarit Bændablaðsins 2018

Page 76

Nesbúegg ehf. á Vatnsleysuströnd

Ágæt staða í eggjaframleiðslu en blikur gætu verið á lofti Margrét Þóra Þórsdóttir

Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd, segir stöðu í eggjaframleiðslu góða og svo hafi verið undanfarin ár. Til framtíðar litið gætu blikur verið á lofti, einkum þá og sér í lagi varðandi nýlega genginn EFTA-dóm þess efnis að innflutningstakmarkanir á ferskum matvælum hér á landi samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Þá sjái menn heldur ekki fyrir hver áhrif verða af samningum sem taka gildi 1. maí næstkomandi og varða niðurfellingu á tollum og eða lækkun tolla á fjölda landbúnaðarafurða.

Nesbúegg rekja sögu sína til ársins 1971, en það ár hófst starfsemi fyrirtækisins. Hún hefur vaxið og dafnað í áranna rás og er Nesbúegg nú annað af tveimur stærstu eggjabúum landsins. Höfuðstöðvarnar eru á Vatnsleysuströnd, þar er skrifstofa félagsins og bróðurpartur framleiðslunnar fer þar fram. Þá er félagið einnig með bú í Miklholtshelli í Flóahreppi þar sem starfsemin snýst um framleiðslu á lífrænum eggjum. Í Vogunum hefur félagið rekið eggjavinnslu frá árinu 2002. Starfsemin fer því fram á þremur stöðum. Starfsmenn félagsins eru um 20 talsins. „Staðan í eggjaframleiðslunni er með ágætum og hefur svo verið undanfarin ár, hún hefur verið okkur eggjabændum hagstæð. Markaðurinn hefur stækkað, landsmenn hafa í auknum mæli tekið egg inn á sinn matseðil, enda um hollan og heilnæman mat að ræða, og eftirspurn hefur því aukist jafnt og þétt í takt við breytt viðhorf til matvæla. Þá skiptir líka máli að hin síðari ár hefur ferðamönnum fjölgað mjög hér á landi og eiga þeir sinn þátt í því að stækka markaðinn,“ segir Stefán Már. Stígandi í framleiðslu lífrænna eggja Hann segir að félagið hafi á undanförnum árum fjárfest töluvert í mannvirkjum, reist ný hús og endurbætt önnur, m.a. til að svara kalli nýlegrar reglugerðar um dýravelferð. Áform séu að auki uppi um enn frekari fjárfestingar á því 76

sem og kokkum lífið léttara, en þar eru í boði soðin egg, eggjakökumix, heilegg, bakaraegg, eggjahvítur og rauður, sem hafa í för með sér vinnusparnað fyrir þessar atvinnugreinar. Á meðal helstu viðskiptavina eru einmitt bakarí, hótel, veitingastaðir og stór mötuneyti. sviði. Í Flóanum sé til að mynda nýleg bygging, en Nesbúegg reisti þar hús undir framleiðslu á lífrænum eggjum árið 2015. Nesbúegg reið á vaðið í þeim efnum, var fyrsta íslenska eggjabúið til að bjóða upp á lífræn egg. Viðtökur á markaði voru góðar og ljóst að eftirspurn sé eftir vöru af því tagi í bland við hina hefðbundnu. „Það hefur verið stígandi í þeirri framleiðslu,“ segir Stefán Már. Ströngum gæðakröfum er fylgt við framleiðslu eggjanna sem og eftirliti. Fuglarnir nærast á lífrænu fóðri og hafa góðan aðgang að útisvæði. Nesbúegg hefur að auki framleitt svonefnd hamingjuegg, sem koma frá hænum í lausagöngu. Eggjavinnslan í Vogum býður upp á nokkra vöruflokka sem gera bökurum

Viðbúin að mæta nýjum áskorunum „Til framtíðar litið er ég hæfilega bjartsýnn á stöðu eggjaframleiðslu hér á landi, með þeim fyrirvara þó að við okkur blasir nokkur óvissa um hver framgangur EFTA-dómsins verður. Við sjáum enn ekki að fullu fyrir hver áhrif hans verða í okkar starfsemi. Hið sama má segja um tollasamninginn milli Íslands og Evrópusambandsins sem tekur gildi í vor og felur í sér að tollkvótar verða auknir og tollar felldir niður eða lækkaðir á mörgum landbúnaðarafurðum. Áhrif þessa munu koma í ljós þegar líður á árið og við erum viðbúin því að mæta þeim áskorunum sem þau geta haft á okkar starfsemi,“ segir Stefán Már.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.