Vor siður 2021

Page 25

2021

Risinn, Ægir og ég

Þ

að kom í minn hlut að sjá um landvættablótið á Suðurlandi í fyrra því Jóhanna G. Harðardóttir sem oftast hefur séð um það blót eins og nánar er fjallað um í greininni „Ár bergrisans“ í blaðinu sá um blótið á Þingvöllum á sama tíma. Landvættablót eru haldin í öllum landsfjórðungum og á Þingvöllum samtímis, kl. 18:00 á fullveldisdaginn. Fyrir þessu er áralöng hefð sem við vildum ekki brjóta þrátt fyrir að geta ekki haft blótsgesti vegna samkomubanns sem ríkti á þessum tíma — og auðvitað skynsemi, sem réði frá upphafi öllum ákvörðunum lögréttu og goðahóps varðandi starfsemi í faraldrinum. Í áðurnefndri grein fjallar Jóhanna einnig um tíða storma þennan dag. 1. desember 2020 var þar aldeilis engin undantekning. Ég ákvað því að fara ekki að Garðskagavita sem er einn algengasti blótstaður landvættablóts í þeim landsfjórðungi heldur að fara styttra. Veðrið var vitlaust og enginn blótsgestur væntanlegur svo ég ákvað að vera skynsamur. Eitt skiptið fyrir einhverjum árum þegar ég sá um sama blót var ég nefnilega ekkert sérstaklega skynsamur og barðist út í Garð í einhverju því kolvitlausasta veðri sem ég hef upplifað. Ég ólst upp á Akranesi, ég veit hvað rok

er og þetta var rok. Blindbylur, skaflar og hvítfyssandi sjór. En það var búið að auglýsa blót og þá mætir goði, annað var vart í boði. Goði var hins vegar sá eini sem mætti. Það var hreint enginn gestur sem lét sjá sig á þessu blóti enda ásatrúarmenn upp til hópa nokkuð skynsamt fólk. Ég hélt samt mitt blót, öskraði á bergrisann við gamla vitann og hann öskraði á móti. Þegar ég færði blótfórnina í formi öls fékk ég meira að segja væna gusu til baka úr óvæntri átt því það var svo undarlega hvasst að bunan feyktist í hálfhring. Ég settist hlæjandi upp í bíl að blóti loknu, líklega angandi af öli þótt ég hefði ekki drukkið dropa og vil ég meina að þetta hafi verið eitthvert það skemmtilegasta blót sem ég hef nokkurn tíma mætt á. Ég hafði því meiri reynslu af allra mögulega fámennustu blótum en nokkur annar goði og ætlaði að nýta mér það forskot á fullveldisdaginn í fyrra. Ég lagði leið mína niður að höfn og hugðist blóta til móts við Þórsnes á Viðey sunnanverðri. Fyrir einhverja stórfurðulega tilviljun beið mín þar blótsgestur, á nákvæmlega þeim bletti sem ég hafði hugsað mér að blóta. Hann var hreyfingarlaus í dulúðlegri birtu frá eina kastaranum á svæðinu íklæddur gráum lit sem minnir óneitanlega á rykfrakka. Þetta var varðskipið Ægir. 25


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.