Á-listinn kosningabæklingur 2018

Page 3

er nauðsynlegt að hefja undirbúning byggingu nýs leikskóla og í framhaldi að ráðast í vel ígrundaðar framkvæmdir. Við þurfum að hlúa vel að því góða starfi sem fer fram í skólunum okkar og teljum við það vera hluta af byggðastefnu sveitarfélagsins að reka skóla á tveimur stöðum, því þar sem þjónusta er til staðar, þar vill fólk búa. Við erum svo lánsöm að hafa öflugt starf fyrir eldri borgara á sýsluvísu. Sveitarfélagið hefur og mun áfram standa vörð um það enda finnst okkur það sjálfsagt, þar sem þetta er jú fólkið sem byggði upp samfélagið okkar. Það er mikil ábyrgð sem felst í að stjórna sveitarfélagi og er mikilvægt að stjórnun þess sé skýr og gegnsæ. Okkur þykir mikilvægt að aðskilja pólitískar ákvarðanir sveitarstjórnar frá daglegum rekstri sveitarfélagsins og því teljum við rétt að auglýsa eftir sveitarstjóra, framkvæmdastjóra þess. Það þarf að vera á hreinu hver fer með pólitíska valdið og hver fer með framkvæmdavaldið. Rangárþing ytra er okkar sameign og eigum við öll að hafa skoðun og áhrif. Á-listinn hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að hafa upplýsingar aðgengilegar og stjórnsýsluna opna og skilvirka, því íbúar eiga rétt á því að geta fylgst með rekstri sveitarfélagsins og hafa áhrif á ákvarðanatöku. Það er gott að búa í Rangárþingi ytra og þannig viljum við hafa það áfram. Á-listinn samanstendur af breiðum hópi fólks sem á hér heima. Við lifum og hrærumst í sveitarfélaginu og höfum brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum. Við leitum eftir þínum stuðningi til að koma áherslum okkar hratt og vel í farveg. Berum virðingu fyrir lýðræðinu með því að kjósa og setjum X við Á á kjördag. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, oddviti Á-lista

...hér áttu heima


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.