Kosningablað 2022

Page 1

Á-listinn Rangárþingi ytra 2022 Listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál Við ætlum að: ● Ráða faglegan og ópólitískan sveitarstjóra ●● Stofna hverfaráð ●● Innleiða frístundastyrki ●● Byggja upp heilsustíga ●● Styrkja þá sem kjósa að setja upp varmadælur ●● Setja upp grenndargámastöðvar ●● Efla stuðning við börn með sérþarfir ●● Bæta þjónustu við eldri borgara ●● Byggja upp bílaþvottaplan

Er ekki kominn tími á breytingar? X við Á þann 14. maí

Kosningaskrifstofa Þrúðvangi 6

(Hótel Hellu)

Föstudagur 6. maí kl. 18-21 Opnunargleði - grillum og höfum gaman! Öll velkomin

Við getum ekið þér á kjörstað Eggert Valur s: 864 5712 Margrét Harpa s: 868 2543 Erla Sigríður s: 773 4708 Þórunn Dís s: 778 3223 Magnús s: 691 1849 Fylgist með okkur á www.facebook.com/alistinnry alisti@alisti.is - www.alisti.is

If you have lived in Iceland for more than three years, you have the right to vote in local elections. By all means - vote! Please contact us for further information. Jeżeli mieszkasz na Islandii co najmniej trzy lat, masz prawo głosowania w wyborach samorządowych. Za wszelką cenę zagłosuj! Możesz się z nami skontaktować po dalsze informacje.


Eggert Valur Guðmundsson skipar 1. sæti Á-listans

Hvað er það sem dregur þig að sveitarstjórnarstörfum? Ég hef lengi haft áhuga fyrir að hafa áhrif á það samfélag sem ég bý í, og þátttaka í sveitarstjórn er mín leið til þess að leggja mitt af mörkum til þess að gera samfélagið betra. Einnig hef ég trú á að sú reynsla sem ég bý yfir geti nýst Rangárþingi ytra á jákvæðan hátt á næsta kjörtímabili. Hver gætu orðið stærstu mál næsta kjörtímabils? Það eru fjölmörg mál sem bíða nýrrar sveitar­ stjórnar. Framkvæmdir við nýtt skólahúsnæði á Hellu er eitt af stóru málunum og samhliða

STJÓRNSÝSLA OG FJÁRMÁL Sýnum ábyrgð í fjármálum og gerum stjórnsýsluna skilvirkari

Hugsum til framtíðar: • Tryggjum trausta og ábyrga fjármálastjórnun • Opnum bókhald og komum á beinum útsendingum frá fundum sveitarstjórnar • Opnum stjórnsýsluna betur með því að gera opinber fundargögn aðgengilegri • Nýtum skjalakerfi sveitarfélagsins svo að íbúar geti fylgst með framgangi einstakra mála • Höfum heimasíðu sveitarfélagsins upplýsandi, aðgengilega og aðlaðandi • Gætum hófs í álagningu gjalda • Styttum boðleiðir og flýtum fyrir úrvinnslu aðsendra erinda • Samræmum öll innkaup sveitarfélagsins með betra vinnulagi • Drögum úr húsnæðiskostnaði eldra fólks með hóflegri álagningu gjalda • Auglýsum starf sveitarstjóra laust til umsóknar

2

því þarf sveitarstjórn að setja í gang markvissa vinnu við hönnun á nýju íþróttavallarsvæði. Og svo það stóra verkefni að standa vörð um öflugt fræðslustarf á öllum skólastigum í skólum sveit­ arfélagsins. Þá er eitt af stóru málunum að byggja hentugar leiguíbúðir fyrir ungt fólk án hagnaðar­ sjónarmiða. Það þarf að leita eftir samstarfi við leigufélög eins og t.d Bjarg um uppbyggingu á hagstæðu húsnæði fyrir þau sem eru með lægri tekjur og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum. Svo má nefna við þurfum að leita allra leiða til þess að tryggja meiri fjölbreytni í atvinnulífinu. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun eru innan seilingar og er það mín skoðun að samhliða þeim framkvæmdum eigum við að fara fram á við Landsvirkjun að fyrirtæk­ ið setji upp og starfræki starfsstöðvar í sveitar­ félaginu. Landsvirkjun er í eigu okkar allra og ég veit að fjölmörg störf á þeirra vegum er auðveldlega hægt að stunda úti á landi.

Eitthvað annað sem brennur á þér? Rekstur sveitarfélaga er enginn dans á rósum, kröfur um aukin lífsgæði og að sinna lögbundn­ um skyldum opinberra aðila gerir verkefnið stórt, krefjandi og skemmtilegt. Það er eitt af stóru málunum á næsta kjörtímabili að þeir sem veljast í sveitarstjórn gæti að því að þjónustustigið gagn­ vart íbúunum sé gott, en það hefur því miður ver­ ið á niðurleið í þessu sveitarfélagi undanfarin ár. Þau sem stjórna sveitarfélaginu hverju sinni verða að hlusta á raddir fólksins sem er sjálfsögð krafa íbúanna. Á-listinn er skipaður fólki með áralanga reynslu af sveitarstjórnarmálum auk ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í pólitíkinni. Ég er sannfærður um að kjósendur veiti okkur góðan stuðning þann 14. maí n.k.

Hver eru þín helstu áhugamál? Mest af mínum frítíma undanfarin ár hefur farið í að sinna sveitar­ stjórnarstörfum, svo hef ég ver­ ið virkur í Oddfellowreglunni frá árinu 2007. Ég hef einnig gaman af að leika mér í skógrækt og spila einn og einn golfhring. Svo erum við hjónin að byggja okkur íbúðar­ hús svo líklega kemur það til með taka til sín eitthvað af frítímanum á næstunni.

ATVINNA OG MENNING

Styðjum við atvinnulíf og menningu Hugsum til framtíðar: • Þrýstum á að Landsvirkjun setji upp varanlegar starfsstöðvar í sveitarfélaginu samhliða framkvæmdum við Hvammsvirkjun • Könnum þörf og þróum lausnir til aðstöðu fyrir störf óháð staðsetningu • Látum útbúa kynningarefni til að auglýsa sveitarfélagið sem aðlaðandi kost til búsetu • Sköpum traustan jarðveg fyrir öfluga atvinnuuppbyggingu og nýsköpun, t.d. með því að tryggja nægt framboð atvinnulóða • Gerum sveitarfélagið að eftirsóttum valkosti fyrir fjölbreyttara atvinnulíf • Leitum leiða til að gera menningar starfsemi enn öflugri, m.a. með stofnun menningarsjóðs • Styðjum við hugmyndir Oddafélagsins um uppbyggingu og endurreisn Odda • Varðveitum menningararf, t.d. Djúpósstíflu og gamlar rústir um réttir frá miðöldum í Réttarnesi • Tryggjum íbúum og fyrirtækjum nægt framboð af köldu vatni

ÍBÚALÝÐRÆÐI

Virkjum íbúa til aukinna áhrifa Hugsum til framtíðar: • Komum á fót hverfaráðum til að tryggja sem best áhrif íbúa í sínu nærumhverfi • Virkjum íbúalýðræði - Til dæmis með reglulegum rafrænum skoðanakönnunum • Komum á beinum útsendingum sveitarstjórnarfunda • Bætum aðgengi að kjörnum fulltrúum með föstum viðtalstímum • Virkjum betur Öldungaráð og Ungmennaráð


Margrét Harpa Guðsteinsdóttir skipar 2. sæti Á-listans

Af hverju sveitarstjórnarmál? Ég er alin upp í litlu samfélagi þar sem ungmenna­ félagsandinn var ríkjandi og lærði fljótt að til þess að hlutir gerist þá þarf einhver að gera þá og það gengur best ef allir leggja eitthvað af mörkum. Ég hef sterkar skoðanir en er jafnframt lausna­ miðuð og með ríka þjónustulund og því finnst mér gaman að starfa við sveitarstjórnarmál. Á-listinn hefur komið mörgum góðum málum í gegn á síðustu árum en ég veit að höfum svo margt gott fram að færa sem við gætum komið áleiðis náum við meirihluta. Þó svo sveitarstjórn starfi oftast saman í sátt þá er það alltaf meiri­ hluti sem ræður för og ákveður hvaða áherslur eru í sveitarfélaginu og hvað eigi að gera hverju sinni. Hvaða málum brennur þú fyrir? Það er svo skrýtið að með setu í sveitarstjórn þá

VELFERÐ OG LÍFSGÆÐI Sköpum gott samfélag með auknum lífsgæðum

Hugsum til framtíðar: • Hlúum að starfsfólki sveitarfélagsins til að tryggja árangur og vellíðan í starfi • Könnum þörf fyrir ráðningu mannauðs stjóra • Setjum málefni barna og ungmenna í forgang við ráðstöfun fjármuna • Sköpum þær aðstæður að íbúar geti búið heima eins lengi og kostur er • Styðjum við uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara, þar sem heimili og þjónusta eru tengd saman • Látum gera úttekt á aðgengi fatlaðs fólks að stofnunum sveitarfélagsins með úrbætur í huga • Stöndum vörð um starfsemi heilsugæsl unnar í sveitarfélaginu • Sjáum til þess að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur og þjónusta við eldri borgara verði framúrskarandi

fær maður áhuga á öllum málaflokkum og hefur skoðun á nánast öllu. Ef ég þyrfti að velja einn málaflokk, þá myndi ég velja málefni barna. Ég er afar ánægð með að loksins sé byrjað á nýju skólahúsnæði á Hellu en við þurfum að fara vel með fjármuni okkar og verðum að vera raunsæ til klára fyrirhugaðar framkvæmdir. Mín upplifun síðustu mánuði er að meirihluti sveitarstjórnar vilji ekki horfast í augu við hvað byggingarkostn­ aður hefur hækkað vegna ástands í heiminum þar sem þau hafa ekki tekið ábendingum okkar um að endurreikna dæmið. Eins er ég ítrekað búin að kalla eftir stefnu varðandi íþróttaaðstöðu í sveit­ arfélaginu en án árangurs og þar vil ég m.a. gera betur. Við þurfum einnig að gera betur í menn­ ingarmálum hér í sveitarfélaginu m.a. með því að bjóða upp á fleiri tómstundamöguleika fyrir börn og fullorðna. Helst myndi ég vilja að sveitar­ félagið kæmi á fót einskonar menningarhúsi fyrir allan aldur þar sem væri aðstaða fyrir tónleika og leiklist.

er í gangi í sveitarfélaginu, s.s. skólana, íþrótta­ starfið, kórana, fjölbreytt starf eldri borgara og að héðan sé stutt í allar áttir. Við þurfum að styðja áfram við ferðaþjónustuna sem og önnur fyrirtæki sem eru í rekstri í sveitarfélaginu. Við erum með gríðarlega öflugan landbúnað, fram­ leiðum mikið af matvælum og öðrum vörum og því þarf að hampa, tel reyndar að við getum gert miklu betur í því að laða að ný fyrirtæki og frumkvöðla og hvetja til aukinnar framleiðslu á matvöru. Við getum klárlega sagt að við séum miðpunktur Suðurlands og er mitt markmið að undirbúa jarðveginn í sveitarfélaginu svo fólk og fyrirtæki líti á Rangárþing ytra sem aðlaðandi stað til búsetu.

Hvað má gera betur? Yfirstandandi kjörtímabil er búið að einkennast af seinagangi og stefnuleysi og það er alltaf eins og sveitarfélagið hér sé skrefi á eftir í stað þess að vera með skýra framtíðarsýn og vera þá skrefi á undan öðrum. Það má líkja þessu við búskap, það þarf að undirbúa jarðveginn svo hægt sé að sá og uppskera. Sveitarfélagið á að undirbúa og hafa allt á hreinu sín megin svo hægt sé að taka vel á móti þeim tækifærum sem eru út um allt, en fljóta framhjá ef ekkert er að gert. Þar skiptir höf­ uðmáli að hafa skipulagsmálin í lagi og passa að vera alltaf með hæfilegt magn af lóðum í boði. Við þurfum að markaðssetja allt það góða sem

FRÆÐSLA OG UPPELDI

SKIPULAG OG UPPBYGGING

Hugsum til framtíðar: • Stöndum vörð um öflugt og framúrskarandi skólastarf og tryggjum að hver nemandi fái þjónustu og kennslu miðað við sínar þarfir, t.d. sálfræðiþjónustu og íslensku kennslu fyrir nemendur með annað móðurmál • Bætum fjarnámsaðstöðu á framhalds- og háskólastigi • Eflum sérkennslu og stuðning í leik- og grunnskólum • Vinnum markvisst að því að fjölga menntuðu starfsfólki í leikskólunum með því að bjóða upp á fyrirmyndaraðstöðu • Endurnýjum leiktækja- og leikfangakost leik- og grunnskóla • Bætum list- og verknámsaðstöðu skólanna og eflum forritun og nýsköpun • Sjáum til þess að fæði í leik- og grunn skólum sé ávallt í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði

Hugsum til framtíðar: • Sjáum til þess að alltaf verði nægt framboð lóða til úthlutunar • Setjum kraft í að markaðssetja lausar lóðir • Leggjum áherslu á að hefja uppbyggingu á þegar úthlutuðum lóðum í samræmi við reglur • Styðjum við uppbyggingu fjölbreyttra búsetuúrræða fyrir fyrstu kaupendur • Bætum aðgengi að upplýsingum um bygginga- og framkvæmdaleyfi • Komum á styrkjum til uppsetningar varmadæla á köldum svæðum • Skipum faglega byggingarnefnd vegna framkvæmda við nýtt skólahúsnæði • Styðjum áfram við hugmyndir um „Græna iðngarða“ • Aðstoðum við markaðssetningu á framleiðsluvörum í sveitarfélaginu. • Stöndum vörð um skipulagsvald sveitar félagsins til ákvarðana um skipulag og nýtingu hálendisins

Gerum fræðslu- og uppeldismálum hátt undir höfði

Skipuleggjum land með uppbyggingu og framkvæmdir í huga

3


1. sæti Eggert Valur Guðmundsson - Sjálfstætt starfandi Eggert Valur býr ásamt eiginkonu sinni á Hellu. Eggert er reynslumikill í sveitarstjórnarstörfum og hefur átt sæti sem kjör­ inn fulltrúi í fimm kjörtímabil; frá 1998-2002 í gamla Rangárvallarhreppi, frá 2002-2005 í Rangárþingi ytra þar til hann flutti í Árborg. Frá 2010 hefur hann verið bæjarfulltrúi í Árborg þar til 16. mars s.l. er hann flutti aftur í Rangárþing ytra. Eggert starfaði hjá Landsvirkjun á Þjórsár-Tungnaársvæðinu frá árinu 1980 til 2006, en síðan þá hefur hann starfað sjálfstætt í verslunarrekstri og ferðaþjónustu. Hann hefur gaman af skógrækt og hefur verið virkur félagi í Oddfellowreglunni frá árinu 2007. Eggert hefur m.a. mikinn áhuga á að virkja betur íbúalýðræði og hleypa íbúunum sjálfum að stórum ákvörðunum eins mikið og lög leyfa. 2. sæti Margrét Harpa Guðsteinsdóttir- Bóndi Margrét Harpa Guðsteinsdóttir býr í Lambhaga á Rangárvöllum ásamt manni sínum og fjórum börnum og stunda þau þar búskap. Samhliða því hefur hún setið í 8 ár í sveitarstjórn Rangárþings ytra og einnig í ýmsum nefndum og hefur því góða innsýn í málefni sveitarfélagsins. Margrét Harpa hefur mörg áhugamál, s.s. tónlist, líkamsrækt, lestur, útivist, matseld, barnauppeldi og samvera með fjölskyldu og vinum. Málefni tengd börnum og skólum eru henni afar hugleikin sem og að bæta þjónustu allra íbúa sveitarfélagsins. Margrét Harpa vill sjá til þess að sveitarfélagið sé með skýra stefnu í öllum málaflokkum og nái þannig að vaxa og dafna. 3. sæti Erla Sigríður Sigurðardóttir - Sjúkraflutningamaður Erla ólst upp í Mosfellsbæ og flutti austur á Hellu árið 2014 og býr nú í Heiðvangi með dætrum sínum tveimur. Erla hefur starfað sem sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands síðan 2016. Samhliða því hefur hún þjálfað fimleika hjá Ungmennafélaginu Heklu. Einnig hefur hún verið í stjórnendanámi við Háskólann á Akureyri síðastliðin ár. Erla hefur verið félagi í Flugbjörgunarsveit Hellu síðan hún flutti á Hellu, situr í svæðisstjórn björgunarsveita í Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auk þess að vera í aðgerðastjórn Almannavarna á Suðurlandi. Það er kraftur í Erlu og hana langar að láta til sín taka í sveit­ arstjórn. Áherslumál Erlu eru m.a. að byggja upp betra fjölskylduvænna samfélag, bæta íþrótta- og forvarnarstarf sem og um­ ferða- og öryggismál. 4. sæti Þórunn Dís Þórunnardóttir - Aðstoðarútungunarstjóri Þórunn Dís, betur þekkt sem Dísa, býr í Reiðholti í Holtum. Hún hefur búið alla sína tíð í sveitarfélaginu, með smá pásum, og starfar nú hjá Reykjagarði sem aðstoðarútungunarstjóri. Hún hefur þó lengst af verið tengd við Landvegamót, þar sem hún hefur verið viðloðandi við vinnu síðan hún var 14 ára gömul. Dísa er stúdent af náttúrufræðibraut frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og lauk BS gráðu í Búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2020. Dísa hefur verið mjög virk í ýmsum félagsmálum og er meðal annars formaður Samtaka ungra bænda á Suðurlandi. Kjör og aðstæður ungs fólks eru Dísu mjög hugleikin og vill hún leggja sitt af mörkum að gera því kleift að starfa og búa í Rangárþingi ytra. 5. sæti Viðar Már Þorsteinsson - Tæknifulltrúi Viðar Már, eða Viddi eins og hann er oftast kallaður, er fæddur og uppalinn á Hellu. Hann flutti til Reykjavíkur í kringum tvítugt til að freista gæfunnar og gegndi þar ýmsum störfum en hefur lengst af unnið sem tæknifulltrúi hjá Símanum/Mílu, eða í 26 ár. Viddi komst að því á fullorðinsárum að gæfuna var ekki að finna í Reykjavík, heldur á Hellu, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Dísu, árið 2014. Hann flutti því aftur í heimahagana og vinnur fjarvinnu hjá Mílu. Viddi hefur um árabil setið í sambands­ stjórn Rafiðnaðarsambandsins og sem varamaður í miðstjórn þess. Áhugamál Vidda eru íþróttir, aðallega golf, sem hann spilar af miklum móð þegar tækifæri gefst. Íbúalýðræði og efling íþrótta- og tómstundastarfs barna eru áherslumál sem Viddi vill berjast fyrir. 6. sæti Brynhildur Sighvatsdóttir - Tamningamaður Brynhildur er nýflutt á Hellu með maka og tveimur börnum. Hún er sjálfstætt starfandi hestakona en hefur undanfarin ár búið og starfað í Reykjavík, m.a. sem verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands og bókari hjá Félagsbústöðum. Hún hefur einnig starfað mikið með börnum, sem stuðningsfulltrúi, frístundaleiðbeinandi og verkstjóri í Vinnuskóla Reykjavíkur. Brynhildur lauk hestafræðibraut í FSU og nam skógfræði- og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Síðar fór hún í fjallamennskunám, því hún veit fátt betra en að ferðast um hálendið og njóta náttúru Íslands. Brynhildur leggur áherslu á að þjónusta við börn sé alltaf í toppstandi og þau fái næg tækifæri til að blómstra óháð aðstöðu og efnahag. Sem hestakona mun hún styðja við áframhaldandi uppbyggingu hestamannasvæðisins á Gaddstaðaflötum. 7. sæti Berglind Kristinsdóttir - Verslunareigandi Berglind er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún býr ásamt eiginmanni og dóttur. Hún gekk í Grunnskólann á Hellu og síðan í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Berglind hefur starfað á ýmsum vettvangi í sveitarfélaginu, m.a. í Reykjagarði, Olís, Leik­ skólanum Heklukoti og Grunnskólanum. Hún var verslunarstjóri í Kjarval og rak auk þess innrömmunarverkstæði í hjáverkum um árabil. Í dag á hún og rekur verslunina Litla lopasjoppan á Hellu. Berglind leggur áherslu á bætt framtíðarskipulag miðbæj­ arkjarna með áherslu á verslun og þjónustu fyrir íbúa og ferðamenn. Ferðaþjónustan er Berglindi hugleikin og henni er umhugað um að Rangárþing ytra verði áhugaverður kostur fyrir ferðamenn af öllu tagi til að staldra lengi við á sínu ferðalagi. Flestum frístundum eyðir Berglind í rólegheitastundir með fjölskyldunni og gjarnan með prjónana, gott kaffi og kisu á kantinum.

4


8. sæti Magdalena Przewlocka - Grunnskólakennari og stærðfræðingur Magdalena er stærðfræðingur og grunnskólakennari að mennt. Hún hefur búið á Hellu ásamt eiginmanni sínum síðan árið 2006 og er pólsk að uppruna. Hún er starfandi sem stærðfræði- og umsjónarkennari í Grunnskólanum á Hellu. Magda hefur gaman af að föndra tækifæriskort, fara í gönguferðir með hundinn og er mikill lestrarhestur. Hún hefur áhuga á skólamálum og vill bæta aðgengi nemenda að tækni og þjónustu sérfræðinga. Hún er með mjög mikla reynslu í innflytjendamálum og starfar að hluta við að leiðbeina nýbúum um íslenskt samfélag. Magda vill vinna í að efla þjónustu við innflytjendur sem hjálpar innflytjendum að aðlagast samfélaginu okkar. 9. sæti Jón Ragnar Björnsson - Formaður félags eldri borgara Jón Ragnar býr á Hellu, er upphaflega úr Borgarfirði en starfaði lengi og bjó í Reykjavík. Hann lærði búvísindi í Danmörku og markaðs- og viðskiptafræði hjá Endurmenntun HÍ. Starfaði sem sérfræðingur hjá ýmsum landbúnaðarstofnunum, síðast hjá Land­ græðslunni í Gunnarsholti. Hann starfrækti gistiheimilið Guesthouse Nonni og hitti þar margt skemmtilegt fólk sem auðgaði líf hans. Ferðalög og ljósmyndun eru meðal áhugamála hans. Jón er talsmaður fjölbreyttrar atvinnusköpunar til að styrkja sveitar­ félagið, því með fjölbreyttari atvinnu, fjölgar íbúum. Jón Ragnar brennur fyrir málefnum eldri borgara og er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. “Við verðum flest eldri borgarar, tökum því höndum saman og berjumst öll fyrir bættum hag fólks á efri árum!” 10. sæti Fjóla Kristín B. Blandon - Grunnskólakennari Fjóla býr í Skarði í Landsveit og hefur búið þar alla tíð, fyrir utan nokkur ár í Reykjavík og Skotlandi í tengslum við nám. Hún er með BS gráðu í sálfræði og MS í íþróttasálfræði og er í námi til kennsluréttinda hjá Háskólanum á Akureyri. Hún starfar sem grunnskólakennari í Laugalandsskóla og er líka með annan fótinn í sveitastörfum. Fjóla hefur gaman af líkamsrækt s.s. kraftlyft­ ingum, bókalestri og fimmaurabröndurum. Henni finnst mjög mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri í leik og starfi og aðgengi að sálfræði- og félagsþjónustu sé fyrsta flokks. Hún brennur fyrir umhverfisvernd, sjálfbærni og heilbrigðu líferni.

11. sæti Yngvi Harðarson - Vélstjóri Yngvi er búsettur í Hábæ 1a í Þykkvabæ og stundar þar kartöflurækt með bróður sínum. Hann er fæddur og uppalinn í Þykkva­ bænum og hefur búið þar lengst af. Hann er menntaður vélstjóri, stundaði sjómennsku og er mikill áhugamaður um jarðrækt. Yngvi var einn af þremur fulltrúum Á-listans í sveitarstjórn á kjörtímabilinu sem er að líða. Yngvi vill taka þátt í að styrkja samfélag­ið þannig að bæði í þéttbýli og dreifbýli verði öflugt mannlíf og félagslíf til framtíðar, þannig að ungt fólk telji það góð­ an kost að setjast hér að.

12. sæti Daníel Freyr Steinarsson - Vélamaður Daníel hefur búið í sveitarfélaginu alla sína tíð á Brekkum í Holtum. Hann hefur starfað sem vélamaður hjá Nautási ehf. með hléum síðan 2015 og Slökkviliði Rangárvallasýslu frá 2020. Hann hefur mikinn áhuga á að ferðast um í náttúru Íslands og taka ljósmyndir. Hann hefur einnig mikinn áhuga á vinnuvélum af ýmsum toga, landbúnaðarvélum sem öðrum, og finnst fátt skemmti­ legra en að taka gott spjall við fólk. Í sveitarstjórnarmálum hefur Daníel mikinn áhuga á að skapa meira og fjölbreyttara atvinnu­ líf auk þess að bæta heimahjúkrun. Hann vill gera sorpþjónustuna betri og stuðla að því að sveitavegir komist í gott stand.

13. sæti Jóhanna Hlöðversdóttir - Sauðfjárbóndi Jóhanna býr að Hellum í Rangárþingi ytra ásamt sambýliskonu sinni, börnunum þeirra fimm, móður, tveimur hundum, einum ketti og tæplega 300 kindum. Frá árinu 2014 hefur hún hefur verið stöðvarstjóri í fiskeldi Matorku í Fellsmúla ásamt því að vera bóndi og námsmaður í frítíma sínum. Jóhanna hefur verið varamaður í sveitarstjórn á kjörtímabilinu sem er að líða, en tók við sem aðalmaður snemma árs 2022. Jóhanna hefur mikið snúist í kringum íþrótta- og félagsmál, en skólamál og ferðaþjónusta leika stórt hlutverk á hennar áhugasviði.

14. sæti Magnús Hrafn Jóhannsson - Teymisstjóri Magnús er líffræðingur að mennt með PhD gráðu í grasa- og vistfræði og starfar sem teymisstjóri hjá Landgræðslunni í Gunn­ arsholti. Hann býr á Hellu ásamt fjölskyldu sinni. Síðan 2006 hefur Magnús unnið að sveitarstjórnarmálum í Rangárþingi ytra, var aðalfulltrúi í sveitarstjórn 2010-2014 og varamaður síðustu tvö kjörtímabil. Á líðandi kjörtímabili var hann einnig fulltrúi listans í hálendisnefnd. Umhverfismál og málefni tengd hringrásarhagkerfi eiga hug hans allan þessi misserin. Allskyns útivist heillar Magnús, sérstaklega stangveiðiferðir og ferðir um hálendið sem hann nær að sameina í rekstri fyrirtækis síns, “Mudshark ecotours and angling”.

5


Erla Sigríður Sigurðardóttir skipar 3. sæti Á-listans og sérstaklega þeirra barna sem búa í dreifbýli. Öll börn eiga að hafa sama aðgang að íþróttum og tómstundum, óháð búsetu þeirra í sveitar­ félaginu. Einnig vantar fleiri fyrirtæki á svæðið og það er mikilvægt að fjölga atvinnutækifærum. Samhliða þurfum við að takast á við húsnæðismálin og auka fjölbreytni í úrvali húsnæðis. Afhverju ertu að bjóða þig fram fyrir Á-listann? Á-listinn er fjölbreyttur hópur af fólki víða að úr samfélaginu sem gerir hópinn mjög öflugan. Við erum sameinuð um að vilja bæta sveitarfélagið okkar og gera það besta fyrir alla íbúa í sveitar­ félaginu. Erla Sigríður Sigurðardóttir heiti ég og er 29 ára gömul, ólst upp í Mosfellsbæ og flutti þaðan austur á Hellu árið 2014. Ég er búsett í Heið­vangi með dætrum mínum Önnu Guðbjörgu og Eyrúnu Höllu. Ég hef starfað sem sjúkraflutningamaður utan spítalaþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suður­ lands síðan 2016. Samhliða því hef ég verið að þjálfa fimleika hjá Umf. Heklu. Síðustu ár hef ég verið að stunda stjórnendanám við Háskólann á Akureyri. Eftir að ég flutti á Hellu hef ég verið virkur félagi í Flugbjörgunarsveit Hellu, fékk það tækifæri að vera formaður sveitarinnar frá 2018-2020 var það mjög lærdómsríkt og skemmtilegt verkefni. Einn­ ig sit ég í svæðisstjórn björgunarsveita í Rangár­ valla- og Vestur Skaftafellsýslu auk þess að vera í aðgerðastjórn Almannavarna á Suðurlandi.

Hvað vilt þú geta sagt við sjálfa þig í lok næsta kjörtímabils? Ég væri til í að geta sagt við mig ,,þetta tókst!“ Að við höfum náð að uppfylla sem flest atriði á málefnaskrá listans. Mig langar til að fá tækifæri til að nota krafta mína og metnað til að þjóna sveitarfélaginu mínu og ná fram breytingum sem íbúar hafa kallað eftir. Hvað dregur þig að pólitíkinni? Ætli það sé ekki helst að vilja sjá frekari breyt­ ingar hjá okkur. Ákvarðanir eiga að vera teknar af þeim sem eru virkir þátttakendur í samfélaginu

okkar. Það gerist ekkert nema við leggjum metn­ að okkar og kraft í að gera gott sveitarfélag enn betra. Hvað þykir þér það besta við að búa í Rangárþingi Ytra? Öll sú fallega náttúra sem við höfum hér í kring­ um okkur heillar mikið. Samheldni fólksins sem hér býr heillar líka. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég átti mér þann draum að verða heilaskurðlækn­ ir, það rættist nú ekki alveg úr því, a.m.k. ekki enn­ þá! En ég fékk þó það tækifæri að vinna við það að hjálpa fólki þegar mest á reynir, það eru for­ réttindi að fá að gefa af sér á því sviði. Fyrir hverju brennur þú? Ég brenn fyrir æskulýðs- og íþróttamálum í sveitarfélaginu, það er grunnforvarnarstarf í því fyrir börnin sem alast hér upp. Einnig eru örygg­ is- og umferðarmálin mér ofarlega í huga. Ég á sjálf börn á grunnskóla- og leikskólaaldri og finn hversu mikið vantar upp á á þessum sviðum. Við þurfum líka að efla menntastarfið okkar þannig að hvert einasta barn í sveitarfélaginu fái þann stuðning og aðhald sem það þarf á að halda. Við eigum að leggja allt í það að bæta utanumhald og öryggi barna okkar í samfélaginu, þau eru framtíðin.

Hvað finnst þér hafa vantað hjá okkur hér í sveitarfélaginu? Umferðar- og öryggismálum er mjög ábótavant hér í sveitarfélaginu, það vantar mun fleiri gang­ brautir, að göngustígar séu í lagi og að umferð­ arhraði verði lækkaður á Hellu. Eins þarf að gefa verulega í varðandi æskulýðs- og íþróttamál. Það er sannarlega hægt að auka notkun á íþróttahús­ inu í Þykkvabæ og Laugalandi og bjóða upp á frístunda­rútu á milli sveitarfélaga og íþróttahúsa. Það myndi létta töluvert undir hjá foreldrum

HEILSUEFLING

Sköpum góðar aðstæður til eflingar á andlegri og líkamlegri heilsu Hugsum til framtíðar: • Komum á frístundastyrkjum fyrir börn og unglinga svo að öll börn í sveitarfélaginu njóti jafnræðis óháð efnahag og búsetu • Bjóðum upp á fræðslu og forvarnir gegn vímuefnaneyslu og eflum þekkingu aðstandenda í forvarnarmálum • Komum til móts við ungmenni, 16 ára og eldri, með því að starfrækja ungmennahús sem þróað verði í samráði við þennan aldurshóp • Skipum vinnuhóp sem gerir tillögur að tímasettri verkáætlun um framtíðarskipulag íþróttasvæða í samráði við starfandi íþróttafélög • Komum á „frístundarútu“ á sýsluvísu í tengslum við íþrótta- og tómstundastarf • Beitum okkur fyrir því, í samráði við hagsmunaaðila, að Gaddstaðaflatir verði áfram miðpunktur hestamennsku á Íslandi • Endurskoðum samninga við íþróttafélög og frjáls félagasamtök • Bætum göngu- og heilsustígakerfi í Aldamótaskóginum í samvinnu við Skógræktarfélag Rangæinga

6

FERÐAÞJÓNUSTA

Nýtum kraftinn í ferðaþjónustunni Hugsum til framtíðar: • Vinnum með ferðaþjónustuaðilum með það að markmiði að gera sveitarfélagið að eftirsóttum áfangastað • Markaðssetjum sveitarfélagið sem „Grunnbúðir Suðurlands“ • Bætum aðgengi að ferðamannastöðum og náttúruperlum • Beitum okkur fyrir uppsetningu hraðhleðslustöðva • Uppfærum stöðugt heimasíðu sveitarfélagsins og höfum upplýsingar á Wikipedia ávallt til fyrirmyndar • Látum hanna og byggjum bílaþvottaaðstöðu fyrir sumarið 2023


Þórunn Dís Svövudóttir skipar 4. sæti Á-listans hjartans mál, sem allir hafa það sameiginlegt að vilja það besta fyrir sveitarfélagið. Öll saman ætl­ um við að gera frábæra hluti fyrir sveitarfélagið.

Hvað dregur þig að stjórnmálum? Það er svo magnað þegar fólk kemur saman og ákveður eitthvað með hagsmuni og ávinning allra að leiðarljósi. Það er mikilvægt fyrir alla að nýta sér röddina sem hver og einn hefur í lýðræðislegu samfélagi. Eldhúsborðsumræðurnar þurfa ekki endilega að stoppa við eldhúsborðið og mig lang­ ar að gera mitt að besta til að raddir allra heyrist þegar kemur hagsmunamálum sveitarfélagsins.

Hvað brennur helst á þér? Kjör ungs fólks eru mér mjög hugleikin. Unga fólkið flytur á höfuðborgarsvæðið eða erlendis til að sækja sér menntun á því sviði sem þeirra áhugi liggur. En þegar náminu líkur, hvað tekur þá við? Húsnæði, bæði atvinnu- og leiguhúsnæði, hafa verið af skornum skammti hér í sveitarfélaginu sem gerir það að verkum að unga fólkið er ekkert endilega að koma heim aftur. Með unga fólkinu kemur kraftur og nýsköpun í sveitarfélagið og því mikilvægt að búa svo um að allir sem vilja geti flutt í sveitarfélagið. Margar leiðir eru í boði fyrir sveitarfélagið til að gera unga fólkinu kleift að koma heim. Með­ al annars með samningum við óhagnaðardrifin leigufélög er hægt að koma upp íbúðum fyrir fólk sem eru að feta sín fyrstu skref á húsnæðismark­ aði. Einnig væri hægt að semja við verktaka um

að byggja íbúðir sem eru gjaldgengar fyrir hlut­ deildarlán fyrir fyrstu kaupendur. Atvinna án staðsetningar - allskonar tölvutengd atvinna til dæmis - er ein leið til að fá fjölbreyttari atvinnnutækifæri í sveitarfélagið. Væri því kjörið tækifæri fyrir sveitarfélagið að koma upp hús­ næði sem væri hentungt fyrir svoleiðis störf. Við stöndum einmitt svo vel að vígi að vera búin að ljósleiðaravæða allt sveitarfélagið. Með auknum tækifærum í atvinnu og fjölgun fólks, opnast ennþá fleiri dyr með fleiri tækifær­ um, svo lengi sem að við höldum rétt á spöð­ unum. Hvað vilt þú geta sagt við sjálfa þig í lok næsta kjörtímabils? Að hafa séð Rangárþing ytra vaxa og dafna sem samfélag, bæði þéttbýli og dreifbýli. Ég ætla mér að geta litið yfir farinn veg vitandi það að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að gera Rangárþing ytra að blómstrandi sveitarfélagi sem býður alla velkomna, enda er það fyrir alla.

Afhverju ertu að bjóða þig fram fyrir Á-listann? Síðan 2018 hef ég verið gjaldkeri Félags ungra bænda á Suðurlandi og núna orðin formaður þess félags. Árið 2019 var ég kosin í stjórn Samtaka ungra bænda og gegndi ritarastöðu þar í fjögur ár. Sit nú í stjórn SUB sem varaformaður. Sem fulltrúi SUB hef ég setið í leiðtogaráði Landssam­ taka ungmennafélaga og tekið þátt í leiðtogaskóla á þeirra vegum. Verandi nokkuð heimakær að eðl­ isfari fannst mér því kominn tími til að berjast fyr­ ir hagsmunum heimasvæðisins. Hjá Á-listanum er fjölbreyttur hópur fólks þar sem hver hefur sín

SAMGÖNGUMÁL

Byggjum upp trausta innviði Hugsum til framtíðar: • Beitum okkur fyrir stórbættu viðhaldi á héraðs- og tengivegum með áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á Hagabraut, Árbæjarvegi, vegum á neðri hluta Rangárvalla og vegtengingu úr Þykkvabæ í Sandhólaferju • Lagfærum göngustíga og gangstéttir og skerpum verulega á umferðaröryggismálum • Komum gangbrautarmerkingum inn á umferðarskipulag til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda • Mótum skýrar reglur um snjómokstur • Stefnum að uppsetningu á göngubrú á gamla brúarstæðinu yfir Ytri-Rangá • Styðjum við uppbyggingu reiðstíga og varðveitum gamlar þjóðleiðir

UMHVERFI OG NÁTTÚRA

Hugsum vel um umhverfið og náttúruna Hugsum til framtíðar: • Vinnum umhverfis- og auðlindastefnu fyrir sveitarfélagið þar sem auðlindir sveitarfélagsins verði skilgreindar og verðmæti þeirra metið • Meðhöndlum auðlindir með því hugarfari að vernda og auka verðmæti þeirra og bæta lífsgæði íbúa og komandi kynslóða • Stuðlum að því að sveitarfélagið verði í fararbroddi í umhverfismálum og stefnum að því að Rangárþing ytra verði fyrsta sveitarfélag landsins sem verði kolefnisjafnað • Fegrum aðkomu að þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins svo ferðafólki þyki eftirsóknarvert að dvelja og njóta • Gerum fjáröflunarsamning við nemendur grunnskólanna um tiltekt á opnum svæðum • Höfum árlegan tiltektardag þar sem íbúar hjálpast að við að fegra umhverfi sitt • Eflum fræðslu um sorpmál með það að markmiði að auka flokkun og minnka sorp • Komum upp grenndargámastöðvum í dreifbýlinu og endurskoðum sorphirðuþjónustu

7


Berglind Kristinsdóttir skipar 7. sæti Á-listans

skipar 9. sæti Á-listans

Við hvað starfar þú? Ég rek verslunina Litla lopasjoppan á Hellu

Jón Ragnar er aldursforsetinn á Á-listanum og því nærtækt að spyrja hann:

Hvernig eru fjölskylduhagir þínir? Ég er gift Baldri Erni Árnasyni, kafara og við eigum tvö börn, Braga Fannar 24 ára og Ólöfu Báru 12 ára. Svo á ég líka 16 mánaða ömmu­ dreng og yndislega tengdadóttur.

Af hverju ertu ekki löngu sestur í helgan stein? Ég veit ekkert hvar þessi helgi steinn er og aldur er mjög afstæður. Ég er svo lánsamur að hafa góða heilsu og hvers vegna ekki að njóta og reyna jafnvel að láta eitthvað gott af sér leiða?

Hvað hefurðu búið lengi í Rangárþingi ytra? Ég er fædd og uppalin á Hellu og hef búið hér alla tíð fyrir utan um það bil þriggja ára tímabil á yngri árum.

Einblínir þú á málefni aldraðra eða eru önnur mál þér hugleikin? Nei, það skiptir að mínu mati svo miklu máli hlúa að öllum aldurshópum, frá vöggu til grafar. Saman myndum við samfélag og okkur þarf að geta liðið vel. En tölum samt dálítið um málefni aldraðra. Flest okkar eiga því láni að fagna að verða hraustir eldri borgarar sem vilja njóta lífsins eftir erilsama ævi í vinnu og við barnauppeldi. Húsnæðisþarfir breytast. Sumir vilja minnka við sig og aðrir óska sér að komast í „lífsgæðakjarna“ þar sem heimili og þjónusta eru tengd saman. Ég sé svona lífsgæðakjarna fyrir mér í tengslum við Lund. Litlar fullbúnar íbúðir í tengslum við sameiginleg svæði þar sem fólk getur hist og sinnt sínum hugðarefnum. Sumir vilja búa áfram á sínu gamla heimili og þá er mikilvægt að eiga kost á heimaþjónustu fyrir þá sem þess þurfa.

Hefurðu alltaf haft áhuga á sveitarstjórnarmálum? Nei get ekki sagt það en hef alltaf fylgst vel með og látið mig heimahagana varða. Það var svo fyrir kannski 15 árum sem áhuginn kviknaði fyrir alvöru. Hvaða málaflokki hefurðu mestan áhuga á? Ég vil koma þjónustustiginu í Rangárþingi ytra á hærra plan. Það er sorgleg þróun að á sama tíma og við erum að horfa upp á mikla aðsókn í bygging­ arlóðir og greinilegt að fólk hefur áhuga á að flytja til okkar, erum við að missa grunnþjónustu eins og póst- og bankaþjónustu. Ég tel að sveitarfélagið geti gert betur í að halda þessum grunnþáttum á svæðinu. Hvað viltu gera í málinu? Fyrst og fremst vil ég gera Rangárþing ytra að aðlaðandi möguleika fyrir fólk til að setja hér á fót ný fyrirtæki. Ég tel að við eigum að stefna að framtíð­ aruppbyggingu í þessum málum með því að gera “Miðju-svæðið” aðlaðandi, útbúa fallegt skjólsælt torg fyrir sunnan menningarsalinn þar sem hægt væri að tengja saman menningarstarfsemi og verslanir eða veitingastarfsemi. Þar sé ég fyrir mér markaðsstemmningu í desember, handverkssölu á sumrin og uppákomur allan ársins hring. Ég er sannfærð um að draumurinn um lág­ vöruverðsverslun sé ekki úti og tel að með því að koma upp ásættanlegu húsnæði fyrir sunnan þjóðveg myndi Rangárþing ytra verða álitlegur kostur fyrir slíka verslun. Í kjölfarið væri hægt að skipta gamla verslunarrýminu í Miðjunni upp í minni einingar og útbúa þar einskonar þjónustukjarna eins og þekkist víða. Ég sé fyrir mér betra apótek, stærri vínbúð, blómabúð, hestavör­ ur eða útivistarverslun svo dæmi séu nefnd. Möguleikarnir eru endalausir. Það er auðvitað ómögulegt að þurfa alltaf að keyra yfir í önnur sveitarfélög ef manni skyldi vanta í snatri eitthvað sem á að vera auðvelt að útvega sér, eins og til dæmis bara pensil eða skrúfu. Áttu þér lífsmottó? Þú veist ekki hvað þú getur fyrr en þú getur það ekki. Þá reynirðu betur.

Opnunartími

kosningaskrifstofu: Laugardagur 7. maí kl. 10-13 Morgunkaffi Sunnudagur 8. maí kl. 18-20 Mánudagur 9. maí kl. 16-20 Þriðjudagur 10. maí kl. 16-20 Miðvikudagur 11. maí kl. 12-13 og 16-18 Fimmtudagur 12. maí kl. 12-13 og 16-21 Föstudagur 13. maí kl. 12-22 8

Jón Ragnar Björnsson

Hafa allir eldri það gott fjárhagslega? Eldri borgarar eru þverskurður af þjóðinni, sumir eru auðugir en aðrir lepja dauðann úr skel með sífelldar fjárhagsáhyggjur. Ég er í kjaranefnd Landssam­ bands eldri borgara og við reynum að kortleggja stöðuna. Allt of margir lifa undir fátækramörkum. Það er ekki sæmandi vellauðugri þjóð. Hver getur skýringin verið? Eflaust margar skýringar. Líklega er ein þeirra að við erum máttlítill þrýstihóp­ ur, sköffum lítið til þjóðfélagsins. Alla dreymir um að ná háum aldri, þó er það staðreynd að við búum við öldrunarfordóma. Í þingsályktunartillögu um aðgerðir gegn öldrunarfordómum segir: „Fordómar gegn eldra fólki birtast í ýmsum myndum; eldra fólk er „fyrir“ á spítölum, „fyllir dýr pláss“, „kost­ ar óhemju í þjónustu“, „íþyngir félagsþjónustu sveitarfélaga“, „kann ekki að keyra“, „skilur ekki nútímann“, „fylgist ekki með“ og þannig mætti lengi telja“. Ég er alls ekki viss um að við eldri séum svo dýr í rekstri. Við þurfum t.d. ekki leik- eða grunnskóla, erum búin með þann pakka! Þú ert formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu - FEBRANG. Segðu mér frá því. Félagssvæðið er sýslan og nær því yfir sveitarfélögin þrjú. 60 ára og eldri eru um 900 en félagar tæplega 300. Við viljum fá sem flesta í félagið til að styrkja það enn frekar. Félagsstarfið er blómlegt og fjölbreytt, við erum með vefsíðuna febrang.net og síðu á Facebook og reynum að miðla sem best upp­ lýsingum til félaga okkar. Hvernig finnst þér að eldast? Það er bara frábært. Ég flutti hingað árið 2001 og ánægjulegt að sjá fullt af fólki sem var bara smá píslir þá stofna heimili og hasla sér völl í atvinnulífinu. Ég var á vorhátíð grunnskólans á Hellu. Þar sungu krakkarnir lög úr leikritinu Ávaxtakarfan. Og ég hugsaði: Samfélag sem á svona mikið af flottu ungu fólki á framtíðina fyrir sér.

Kjördagur 14. maí Kosningakaffi á kosningaskrifstofu frá kl. 10-20 Kosningagleði Á-listans í Árhúsum kl. 22:30 - léttar veitingar, opinn bar Ábyrgðarmaður: Eggert V. Guðmundsson Útgefandi: Á-listinn Rangárþingi ytra Umbrot og prentun: Svartlist


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.