Page 1

Á-listinn

Rangárþingi ytra

...hér áttu heima


Kæru íbúar! Á-listinn býður nú fram krafta sína þriðja kjörtímabilið í röð með spennandi og frambærilega fulltrúa í hverju sæti. Við komum úr sitthvorri áttinni, búum hér og þar í sveitarfélaginu, erum á mismunandi aldri og með allskonar reynslu. Sumir eru reynsluboltar í sveitarstjórnarmálum, sumir eru byrjendur og hinir einhversstaðar þar á milli. Eitt sem við eigum sameiginlegt er að við höfum brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum og langar að taka þátt í að sveitarfélagið okkar þróist á jákvæðan hátt, því hér eigum við heima. Rangárþing ytra er sveitarfélag í örum vexti; íbúum fjölgar, tekjur hafa aukist, og tækifærin leynast á hverju horni. Það er hlutverk sveitarstjórnar að sjá til þess að grípa tækifærin og búa til ný. Nýsköpun, hvort sem hún felst í nýjum fyrirtækjum eða nýrri hugsun, er drifkrafturinn í öllum samfélögum og verðum við að vera meðvituð um kosti sveitarfélagsins og greina tækifærin sem í þeim felast. Hér eru öflug fyrirtæki sem við þurfum að hlúa vel að en jafnframt laða að nýja og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Ferðaþjónustan hefur þanist út hér sem annars staðar á landinu og er aðkallandi að leita leiða til að verja náttúruperlurnar okkar með því að bæta aðgengi að þeim, þannig að ferðamenn og íbúar hafi kost á að njóta þeirra. Húsnæðismál og leikskólamál eru án efa stærstu viðfangsefni sveitarfélagsins í dag. Hingað vilja flytja fjölskyldur, en húsnæði liggur ekki á lausu og stutt í að leikskólarnir fyllist. Sveitarfélagið þarf að vera tilbúið að taka á móti nýjum íbúum með því að hafa nægar lóðir til taks, hvort sem er undir íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. Á komandi kjörtímabili


er nauðsynlegt að hefja undirbúning byggingu nýs leikskóla og í framhaldi að ráðast í vel ígrundaðar framkvæmdir. Við þurfum að hlúa vel að því góða starfi sem fer fram í skólunum okkar og teljum við það vera hluta af byggðastefnu sveitarfélagsins að reka skóla á tveimur stöðum, því þar sem þjónusta er til staðar, þar vill fólk búa. Við erum svo lánsöm að hafa öflugt starf fyrir eldri borgara á sýsluvísu. Sveitarfélagið hefur og mun áfram standa vörð um það enda finnst okkur það sjálfsagt, þar sem þetta er jú fólkið sem byggði upp samfélagið okkar. Það er mikil ábyrgð sem felst í að stjórna sveitarfélagi og er mikilvægt að stjórnun þess sé skýr og gegnsæ. Okkur þykir mikilvægt að aðskilja pólitískar ákvarðanir sveitarstjórnar frá daglegum rekstri sveitarfélagsins og því teljum við rétt að auglýsa eftir sveitarstjóra, framkvæmdastjóra þess. Það þarf að vera á hreinu hver fer með pólitíska valdið og hver fer með framkvæmdavaldið. Rangárþing ytra er okkar sameign og eigum við öll að hafa skoðun og áhrif. Á-listinn hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að hafa upplýsingar aðgengilegar og stjórnsýsluna opna og skilvirka, því íbúar eiga rétt á því að geta fylgst með rekstri sveitarfélagsins og hafa áhrif á ákvarðanatöku. Það er gott að búa í Rangárþingi ytra og þannig viljum við hafa það áfram. Á-listinn samanstendur af breiðum hópi fólks sem á hér heima. Við lifum og hrærumst í sveitarfélaginu og höfum brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum. Við leitum eftir þínum stuðningi til að koma áherslum okkar hratt og vel í farveg. Berum virðingu fyrir lýðræðinu með því að kjósa og setjum X við Á á kjördag. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, oddviti Á-lista

...hér áttu heima


Frambjóðendur Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

1

Margrét Harpa er einn af þremur aðalfulltrúum Á-listans í núverandi sveitarstjórn. Hún er uppalin í Flóanum en flutti í Lambhaga árið 2001 og býr þar ásamt Ómari Helgasyni og fjórum börnum þeirra. Hún er flink að “múltí taska” og vílar það ekki fyrir sér að vera bóndi, húsmóðir og sveitarstjórnarfulltrúi. Margrét lauk stúdentsprófi frá MS 1998 og á að baki þriggja ára nám við HÍ í íslensku og þýsku. Ásamt búskap hefur hún mikla starfsreynslu frá ferðaþjónustufyrirtækjum í Rangárvallasýslu. Helstu áhugamál eru tónlist, líkamsrækt, matargerð, barnauppeldi og samvera með fjölskyldum og vinum. Hún hefur alla tíð verið mjög virk í félagsmálum; syngur nú með í Kvennakórnum Ljósbrá og eftir að börnunum fjölgaði tekur hún virkan þátt í foreldrasamstarfi skólanna. Margrét Harpa hefur verið viðloðin sveitarstjórnarmál síðan 2006 og setið í ýmsum nefndum fyrir sveitarfélagið, starfar nú í sveitarstjórn Rangárþings ytra og hefur fullan hug á að leggja sveitarfélaginu lið á komandi kjörtímabili. Hún hefur mikinn áhuga á að byggja upp og veita góða þjónustu fyrir alla íbúa sveitarfélagsins og finnst mjög mikilvægt er að styðja vel við skólana og hugsa til framtíðar í aðstöðumálum þeirra. Hún vill sjá blómlegt atvinnulíf og mannlíf um allt sveitarfélagið og að hennar mati, sem fulltrúa í sveitarstjórn, er lykilatriði að vera opin fyrir tækifærum og eftir fremsta megni, skapa þau.

Steindór Tómasson

2

Steindór býr á Kambi ásamt konu og tveimur börnum. Hann hefur búið í sveitarfélaginu alla tíð, að undanskildum æskuárum í Ásahreppi. Hann vinnur sem leiðbeinandi á Leikskólanum Laugalandi auk þess að aka skólabíl. Sveitarstjórnarmál og pólitík þykja honum skemmtileg viðfangsefni, enda nær hann vel til fólks og vill hafa gaman, en umfram allt, vill vinna vel fyrir íbúa Rangárþings ytra. Eins og Steindór sagði sjálfur: “Ég fékk vel þekkta setningu lánaða og aðlagaði: Ekki spyrja hvað sveitarfélagið getur gert fyrir þig, heldur hvað ÞÚ getur gert fyrir sveitarfélagið. Ég vil leggja mitt af mörkum”.


Yngvi Harðarson

3

Yngvi er búsettur í Hábæ 1a í Þykkvabæ og fiktar þar við kart­öflu­ rækt hjá bróður sínum. Hann er fæddur og uppalinn í Þykkva­ bænum og hefur búið þar lengst af. Hann er menntaður vél­stjóri, stundaði sjómennsku og er mikill áhugamaður um jarð­rækt. Yngvi vill taka þátt í að styrkja samfélagið þannig að bæði í þéttbýli og dreifbýli verði öflugt mannlíf og félagslíf til fram­tíðar, þannig að ungt fólk telji það góðan kost að setjast hér að.

Yngvi Karl Jónsson

4

Yngvi Karl er núverandi oddviti Á-lista í sveitarstjórn. Hann hefur verið forstöðumaður á meðferðarheimilinu Lækjarbakka frá stofnun þess árið 2010. Hann býr, ásamt sambýliskonu sinni og tveimur börnum, við Lækjarbraut á Rauðalæk. Yngvi situr í byggðarráði Rangárþings ytra ásamt því að sitja í skipulags - og umferðarnefnd og stjórnum Odda bs, Húsakynnum bs og Suðurlandsvegi 1-3 hf. Hann hefur mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum, íþróttum, ferðalögum og forvarnarmálum.

Jóhanna Hlöðversdóttir

5

Jóhanna er stöðvarstjóri við seiðaeldisstöð Matorku og bóndi ásamt manni sínum og þremur börnum á Hellum, þar sem hún er fædd og uppalin. Jóhanna er formaður Íþróttafélagsins Garps og Ungmennafélagsins Merkihvols, spilar blak og syngur í kirkjukór. Uppbygging atvinnu, íþróttastarf, húsnæðis-, fræðsluog samgöngumál í sveitarfélaginu eru mál sem hún leggur mikla áherslu á. Áhugasviðið liggur út um víðan völl en fátt jafnast á við góða bók, tónlist, íþróttir, útiveru og spjall í góðum hópi.


Magnús H. Jóhannsson

6

Magnús hefur búið í Rangárþingi ytra í 20 ár síðan hann lauk doktorsprófi í grasafræði og vistfræði og er nú sviðsstjóri Þróunarsviðs hjá Landgræðslu ríkisins með starfsstöð í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Magnús býr á Hellu ásamt eiginkonu og börnum. Hann hefur unnið að sveitarstjórnarmálum síðan 2006, var í sveitarstjórn fyrir Á-listann 2010-2014 og varamaður í sveitarstjórn síðan þá. Einnig hefur hann verið formaður fræðslunefndar og nefndarmaður m.a. í umhverfisnefnd og hálendisnefnd. Umhverfis- og fræðslumál eru efst á blaði hjá Magnúsi. Í “frítíma sínum” rekur Magnús lítið ferðaþjónustufyrirtæki “Mudshark ecotours and angling”.

Sigdís Oddsdóttir

7

Sigdís er deildarstjóri á leikskólanum Heklukoti. Hún er nýgift og býr á Hellu ásamt eiginmanni sínum og börnum. Sigdís er einn af þremur aðalfulltrúum Á-listans í núverandi sveitarstjórn. Hún hefur sérstakan áhuga á að styrkja stoðir grunnþjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins og vill gjarnan fá fleiri tækifæri til að beita sér á þeim vettvangi. Áhugamál Sigdísar eru nokkuð hefðbundin: stjörnufræði, breska konungsfjölskyldan og ljósmyndun himinhvolfsins að næturlagi.

Guðbjörg Erlingsdóttir

8

Guðbjörg býr á Hellu ásamt eiginmanni sínum og hefur verið með a.m.k. annan fótinn hér í sveitarfélaginu síðan 2004. Lengst af hefur hún unnið sem vímuefnaráðgjafi og vinnur nú sem ráðgjafi á Lækjarbakka. Guðbjörg hefur mikinn áhuga á útivist, fluguveiði, umhverfisvernd, lestri og allskyns misgagnlegum fróðleik. Nýlega komst hún í samband við sína innri sveitakonu og nú á sauðfé hug hennar allan þessa dagana, eins og svo margra annarra. “Ef maður gerir ekki neitt, þá gerist ekki neitt” hefur verið “mottóið” hennar lengi og skýrir afhverju henni er í mun að taka þátt í sveitarstjórnarmálum. Forvarnir, umhverfisvernd og skipulagsmál er það sem hún brennur fyrir.


Bjartmar Steinn Steinarsson

9

Bjartmar býr á Hellu ásamt sambýliskonu sinni. Hann lauk BS gráðu í sálfræði og diplóma námi í jákvæðri sálfræði á meistarastigi frá endurmenntun HÍ og nýtist honum það nám vel sem deildarstjóri á Lækjarbakka. Útivera, íþróttir og hreyfing skipta Bjartmar miklu máli. Hann hefur aðeins verið að dýfa öðrum fætinum í leiklist og finnst mikilvægt að hlúa að móður náttúru. Hann leggur mikla áherslu á nýja og bætta líkamsræktaraðstöðu þar sem hreyfing og hollusta eru mikilvæg fyrir alla í nútíma samfélagi. Honum finnst mikilvægt að styðja við áhugasamtök líkt og leikfélagið og lofar að láta til sín taka á þeim vettvangi.

Arndís Fannberg

10

Arndís er hjúkrunarfræðingur og starfar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands bæði á Selfossi og heima í héraði. Hún býr með eiginmanni og þremur börnum á Arnkötlustöðum í Holtum. Arndís er fædd og uppalin í Reykjavík en flutti hingað fyrir 18 árum og unir sér vel í sveitakyrrðinni. Hún hefur gaman af að syngja og dansa og hnoðar stundum saman tækifærisvísum. Arndís hefur starfað í fræðslunefnd og eru fræðslu- og heilbrigðismál henni hugleikin ásamt fjölskyldumálum almennt.

Anna Vilborg Einarsdóttir

11

Anna Vilborg er tiltölulega nýflutt í sveitarfélagið og býr í Gunnarsholti ásamt eiginmanni. Hún er lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og kemur með nýja þekkingu inn í samfélagið sem án efa á eftir að nýtast vel. Starfsævinni hefur Anna varið á öllum stigum skólakerfisins sem kennari og/eða skólastjórnandi. Með fjölskyldunni á Anna sínar bestu stundir en hjólreiðar og gönguferðir eru skemmtilegasta afþreyingin. Skoðanir sínar hefur hún löngum viðrað við eldhúsborðið en nú blasa nýjar áskoranir við og krafta sína býður hún fram í þágu fólksins t.d. á sviðum ferða-, fræðslu- og umhverfismála.


Borghildur Kristinsdóttir Borghildur er bóndi í Skarði. Maður hennar er Guðmundur Þórðarson og eiga þau þrjú börn. Hún vill leggja sitt af mörkum til að sveitarfélagið verði öflugt og eftirsóknarverður staður til að búa á fyrir alla. Henni finnst gaman að ferðast, elskar fótbolta og er forfallinn Liverpool aðdáandi.

12

Jónas Fjalar Kristjánsson

13

Fjalar býr á Hellu með sambýliskonu sinni og tveimur strákum. Fjalar er Breiðdælingur en flutti á Suðurlandið 2014. Hann er smiður að mennt og vinnur sjálfstætt. Hann stofnaði fyrirtækið Buggy X-treme á þessu ári og ætlar að sýna ferðamönnum hvað okkar flotta sveitafélag hefur margt upp á að bjóða. Hann er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni og Skotfélaginu Skyttur. Áhugamálin eru skotveiðar, útivist, eldamennska og fjölskyldan. Leikskólamál og húsnæðismál brenna á Fjalari og vill láta þar til sín taka.

Seljum hlut R-ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf.

Byggjum ný


Margrét Þórðardóttir Margrét Þórðardóttir er skógarbóndi, fædd á Lýtingsstöðum í Holtum og býr á Þverlæk ásamt manni sínum og hafa þau stundað búskap í 61 ár. Þau eiga 26 afkomendur og fer þeim fjölgandi. Hún lauk gagnfræðaprófi við Skógaskóla hefur einnig lokið starfsmenntanámi frá LbhÍ, „Grænni skógar I og II“. Margrét er virk í félagsstörfum, starfar í Kvenfélaginu Einingu og tekur virkan þátt í starfi eldri borgara í sýslunni. Hún sat um skeið í stjórn Sambands sunnlenskra kvenna og hjá Félagi skógarbænda, bæði á Suðurlandi sem og hjá Landssambandi skógareigenda. Helstu áhugamál eru fjölskyldan, ýmislegt handverk, garðrækt og skógrækt. Margrét vill standa vörð um mannlíf um allt sveitarfélagið.

14

...hér áttu heima

ýjan leikskóla

Gjaldfrjáls mötuneyti


Stefnuskrá 2018-2022 Stjórnsýsla og fjármál Íbúar eiga rétt á að fylgjast með hvernig fjármunum er ráðstafað, hvernig ákvarðanir eru teknar og hvaða gögn liggja til grundvallar ákvörðunum sveitarstjórnar. Á-listinn hefur alla tíð lagt áherslu á að opinber gögn séu aðgengileg öllum sem áhuga hafa að fylgjast með framvindu mála. Stjórnsýslan öll á að vera sanngjörn, skilvirk, gegnsæ og heiðarleg. Hugsum til framtíðar: Opnum stjórnsýsluna betur með því að gera öll opinber fundargögn aðgengileg fyrir íbúa með rafrænum hætti Nýtum skjalakerfi sveitarfélagsins þannig að íbúar geti fylgst með framgangi einstakra mála í kerfinu Kappkostum að hafa heimasíðu sveitarfélagsins upplýsandi, aðgengilega og aðlaðandi Höldum að lágmarki tvo almenna íbúafundi á hverju ári; fyrir fjárhagsáætlunarvinnu að hausti og eftir útgáfu ársreiknings að vori og mótum stefnu fyrir rekstur sveitarfélagsins í heild Skipum vinnuhópa um einstök mál þar sem íbúar taka þátt samhliða kjörnum fulltrúum frá meiri- og minnihluta Könnum reglulega viðhorf íbúa til þjónustu á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti Lækkum fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði um allt að 20% á kjörtímabilinu Bjóðum nágrannasveitarfélögunum til samtals um frekari samvinnu og sameiningarmöguleika


Velferð og fjölskylda Börnin eru framtíðin og fjölskyldan hornsteinn samfélagsins. Gagnkvæm virðing fyrir breytileikanum í mannlífinu, skoðunum og trúarbrögðum skiptir okkur öll máli. Uppbygging atvinnu til framtíðar er velferðarmál en verður ekki staðreynd nema að hugað sé vel að fjölskyldum og möguleikum þeirra til búsetu í sveitarfélaginu. Hugsum til framtíðar: Bætum þremur mánuðum við hefðbundið fæðingarorlof og gefum foreldrum kost á að vera lengur heima með börnum sínum eftir að hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. Stöndum vörð um Heilsugæsluna á Hellu Þrýstum á HSU að starfrækt verði þrjú heil stöðugildi lækna í Rangárþingi Setjum forvarnir, í víðasta skilningi þess orðs, í forgang við fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins sbr. www.barnvaensveitarfelog.is Greinum og bætum aðgengi fyrir fatlaða svo öll þjónusta sveitarfélagsins sé þeim innan handar (www.bergrisi.is) Sköpum þær aðstæður að aldraðir geti búið heima eins lengi og kostur er Stuðlum að uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða Endurskipuleggjum fyrirkomulag félagslegra íbúða sveitarfélagsins

Atvinna og menning Blómlegt atvinnulíf er undirstaða búsetu og framþróunar í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að raunhæf og sanngjörn byggðastefna sé til staðar þannig að öflugt atvinnulíf geti þrifist í dreifbýli jafnt sem þéttbýli. Við viljum gera náttúru, mannlífi og menningu sveitarfélagsins hærra undir höfði og markaðssetja sveitarfélagið markvisst. Hugsum til framtíðar: Seljum hlut sveitarfélagsins í Suðurlandsvegi 1-3 hf. og nýtum í uppbyggingu á grunnþjónustu Beitum okkur fyrir sanngjarnari skiptingu arðs af orkuauðlindum sveitarfélagsins Sköpum traustan jarðveg fyrir öfluga atvinnuuppbyggingu og nýsköpun t.d. með því að tryggja nægt framboð atvinnulóða í sveitarfélaginu Kynnum sveitarfélagið með markvissum hætti fyrir íslenskum fyrirtækjum Beitum okkur fyrir því að gistináttagjöld skili sér í sveitarsjóð Bætum aðgengi að ferðamannastöðum og náttúruperlum


Fræðslu- og uppeldismál Grunnur að farsælu og kröftugu samfélagi eru öflugar menntastofnanir sem bjóða upp á fjölbreytni og sveigjanleika í skólastarfi. Við viljum styðja við þróun á heilsusamlegu og umhverfisvænu skólastarfi. Hugsum til framtíðar: Hefjum undirbúning að byggingu nýs leikskóla á Hellu Bjóðum upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólunum Könnum möguleikann á því að nágrannasveitarfélögin sameinist um samræmingu samfelludaga með það að markmiði að auðvelda öllum aðgengi að því fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfi sem sameiginlegt er á sýsluvísu Eflum stuðning við börn og kennara vegna fjölgunar tvítyngdra barna í sveitarfélaginu

Íþróttir og tómstundir Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er besta forvörnin fyrir börn og unglinga. Nauðsynlegt er að auka þátttöku allra íbúa í íþrótta- og tómstundastarfi og þannig efla samstöðu og samkennd. Við viljum styðja þétt við bakið á því góða starfi sem íþróttafélögin vinna. Hugsum til framtíðar: Stuðlum að því að öll börn geti stundað íþróttir og tómstundir óháð efnahag með frístundastyrk sem hægt er að nýta í hvaða tómstundastarf sem er Bjóðum upp á fræðslu og forvarnir gegn vímuefnaneyslu og eflum foreldra í forvarnarmálum Komum til móts við ungmenni, 16-20 ára, með því að starfrækja ungmennahús sem þróað verði í samráði við þennan aldurshóp Byggjum upp nýja aðstöðu fyrir líkamsrækt og áhaldageymslu og leysum þar með vandamál vegna búningsklefa Setjum upp heilsustíg á Hellu Könnum möguleikann á „sveitastrætó“ á sýsluvísu í tengslum við íþrótta- og tómstundastarf Stuðlum að því, í samráði við hagsmunaaðila, að Gaddstaðaflatir verði áfram miðpunktur hestamennsku á Íslandi


Stöndum vörð um hálendið

Þrjár læknastöður í Rangárþing

Lækkum fasteignaskatt


Skipulagsmál Til að tryggja hagkvæma og eðlilega uppbyggingu í sveitarfélaginu er mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum. Við munum leggja áherslu á að ávallt verði nægt framboð af byggingarlóðum, hvort sem er undir íbúðir eða atvinnustarfsemi. Við ætlum að viðhalda góðri þjónustu í skipulags- og byggingarmálum. Mikilvægt er að skipulagsmál séu ávallt vel ígrunduð og að sú vinna byggist á hagnýtingu svæða og skýrri framtíðarsýn. Við þurfum að vera vakandi fyrir nýjum tækifærum og vera skrefi á undan samkeppnisaðilum. Hugsum til framtíðar: Höfum nægt lóðaframboð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði Höldum einkennum og sérstöðu einstakra hluta sveitarfélagsins í dreifbýli og þéttbýli og stöndum vörð um hagsmuni þeirra Fylgjum eftir framtíðaráætlun um byggingu og viðhald vatnsveitna og fráveitna Endurskoðum gjaldskrár og endurskoðum skipulag gámasvæða og afsetningarsvæða úrgangs í sveitarfélaginu Beitum okkur fyrir að stórbæta viðhald á héraðs- og tengivegum með áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á Hagabraut, Árbæjarvegi og vegtengingu úr Þykkvabæ í Sandhólaferju


Stefnum að uppsetningu á göngubrú yfir Ytri-Rangá Bætum göngustíga og gangstéttir og förum yfir umferðaröryggismál í sveitarfélaginu Greinum aðgang að opinberum stofnunum og fyrirtækjum með það að markmiði að fullt aðgengi sé fyrir hreyfihamlaða Höldum áfram með öfluga skipulagsvinnu á hálendinu í samstarfi við hið opinbera Stöndum vörð um rétt sveitarfélagsins til ákvarðana um skipulag og nýtingu hálendisins Höldum árlega opinn kynningarfund um skipulagsmál sveitarfélagsins

Umhverfið Við leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar með því að hvetja íbúa, félagasamtök og aðila atvinnulífsins til öflugrar þátttöku í verkefnum sem tengjast umhverfismálum. Við gerð skipulagsáætlana og við aðra ákvarðanatöku um málefni sveitarfélagsins þarf að hafa markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi og að ekki verði gengið á rétt afkomenda okkar til að nýta og njóta náttúrunnar. Hugsum til framtíðar: Mótum umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagsins með íbúum Stuðlum að því að sveitarfélagið sé í fararbroddi í umhverfismálum í nánu samstarfi við Sorpstöðina, Landgræðslu ríkisins og Skógræktina og stefnum að því að Rangárþing ytra verði fyrsta sveitarfélag landsins sem verði kolefnisjafnað Gerum fjáröflunarsamning við nemendur grunnskólanna um tiltekt á opnum svæðum Höfum tiltektardag þar sem íbúar hjálpast að við að fegra umhverfi sitt Fegrum aðkomu að þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins þannig að ferðafólki langi til að stoppa Fjölgum sorptunnum á ljósastaurum og við göngustíga Beitum okkur fyrir því að sett verði upp bílaþvottaplan í sveitarfélaginu

...hér áttu heima


Kosningagleði Á-listans á kjördag Kosningakaffi

Verið velkomin í kosningakaffi á kjördag á 2. hæð í Miðjunni kl. 10-18. Kaffi og góðgæti.

Kosningavaka

26. maí kl. 21:00 á Hótel Stracta Þegar líður á kosningakvöldið, förum við í léttari gírinn og gleðjumst yfir árangrinum. Þetta fer bara á einn veg og verður gaman. Fögnum lýðræðinu og njótum þess að vera til! Börn frambjóðenda skemmta: - Jazz píanó - Sara Mjöll Magnúsdóttir 21:30-23:00 - DJ Stóri Tómas Steindórsson 23:00-??? Kosningasjónvarp, léttar veitingar, pub quiz - gleðjumst saman fram eftir nóttu!

Allir velkomnir!

If you have lived in Iceland for more than five years, you have the right to vote in local elections. By all means - vote!   You can contact us for further information. Jeżeli mieszkasz na Islandii co najmniej pięć lat, masz prawo głosowania w wyborach samorządowych. Za wszelką cenę zagłosuj! Możesz się z nami skontaktować po dalsze informacj

/alistinnry

Við getum ekið þér á kjörstað Margrét Harpa s: 868 2543 Steindór s: 864 6915 Yngvi s: 892 6617 Yngvi Karl s: 862 9530

...hér áttu heima

Á-listinn kosningabæklingur 2018  
Á-listinn kosningabæklingur 2018  
Advertisement