The selection

Page 29

Pétur Brynjólfsson 1881-1930 Pétur var einn færasti ljósmyndari sem starfað hefur á Íslandi; vitnisburðurinn eru þær 27.000 plötur frá stofu hans sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu. Mannamyndirnar eru af umtalsverðum gæðum, og er vandað til þeirra í hvívetna, en markverðastar í heildinni má þó telja þau nokkur hundruð mynda sem Pétur tók utan stofunnar. Á þeim árum, fyrir réttri öld, er hann rak ljósmyndastofu sína með glæsibrag í Reykjavík, og um tíma með útibú á Akureyri, tók hann til að mynda ljósmyndir á berklahælinu á Vífilstöðum, í verslunum, á grímudansleik, inni á heimilum borgara, af fólki á götum og mannlífi í vaxandi höfuðstað, sem og af konungskomunni árið 1907.

56

Ferill Péturs var stuttur þótt hann hafi borist mikið á meðan á honum stóð. Hann mun hafa numið iðnina á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar veturinn 1900 til 1901 og erlendis árið þar á eftir; í Noregi, Þýskalandi og Danmörku. Haustið 1902 opnaði Pétur ,,ljósmyndaverkstofu” í Bankastræti 14. Árið 1905 byggði hann síðan hús fyrir ljósmyndastofuna, að Hverfisgötu 18. Pétur var ætíð með nokkra starfsmenn, bæði danska og íslenska ljósmyndara, og starfsstúlkur sem lærðu iðnina hjá honum. Þeirra á meðal voru þær Sigríður Zoëga og Steinunn Thorsteinsson, sem keyptu rekstur ljósmyndastofunnar af Pétri árið 1915 er hann flutti til Danmerkur.

Pétur was one of the most talented photographers to work in Iceland; a testimony to this fact are the 27,000 plates from his studio, preserved in the National Museum of Iceland. The portraits are of considerable quality and are polished pieces of work in all respects, but the ones of most note among the whole oeuvre are a few hundred photographs Pétur took beyond the confines of his studio. During those years, around a century ago, when he ran his Reykjavík studio with panache and for a spell a branch in Akureyri, he took for example photographs at a tuberculosis clinic, in stores, in the homes of his fellow citizens, of people in the street and daily life in a growing capital, in addition to the Danish king’s visit in 1907.

Pétur’s career was brief although he made quite an impression while it lasted. He studied his craft at Sigfús Eymundsson’s studio in the winter of 1900 until 1901, and abroad a year later; in Norway, Germany and Denmark. In the fall of 1902 Pétur opened a studio in Bankastræti 14. In 1905 he built a house for the studio at Hverfisgata 18. Pétur always had a handful of employees, both Danish and Icelandic photographers, and lady employees who learned their craft from him. Among those were Sigríður Zoëga and Steinunn Thorsteinsson who bought the studio from Pétur in 1915 when he moved to Denmark. 57


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.