Page 1


ÚRVALIÐ Íslenskar ljósmyndir 1866-2009 © texti Einar Falur Ingólfsson Sögur útgáfa 2009 © Ljósmyndir: Þjóðminjasafn Íslands, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Morgunblaðið, ljósmyndararnir og handhafar höfundarréttar. Ensk þýðing: Jónas Knútsson Umbrot: Árni Torfason Kápumynd: Sigfús Eymyndsson, Reykjavíkurhöfn (um 1875). Samstarfsaðilar: Þjóðminjasafn Íslands og Listasafnið á Akureyri Sýningar með verkum bókarinnar: Listasafnið á Akureyri 29.ágúst til 18.október 2009 Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar 8.nóvember 2009 til 3.janúar 2010 Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, hvorki með ljósmyndun, prentun, hljóðritun né á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild án skriflegs leyfis útgefanda, höfundar og handhafa höfundarréttar í samræmi við íslensk lög um höfundarrétt.

The Selection Icelandic Photographs 1866-2009 © text Einar Falur Ingólfsson © Photographs: National Museum of Iceland, Reykjavík Museum of Photography, Morgunblaðið, th photographers and the holders of the copyright. English translation: Jónas Knútsson Layout: Árni Torfason Cover Photograph: Sigfús Eymyndsson, Reykjavík harbour (around 1875). Collaborators: National Museum of Iceland and Akureyri Art Museum The photographs in this book are exhibited in: Akureyri Art Museum August 29 to October 18, 2009 Hafnarborg - The Hafnarfjordur Centre of Culture and Fine Art November 8, 2009 to January 3, 2010 All rights reserved. No part of this book may be reproduced, stored in a retrieval system or transmitted in any form or by any means, electronic, mechanical, photocopying, recording or otherwise, without the prior written permission of the publisher, author and holders of the copyright. ISBN 978-9979-9887-5-5


ÚRVALIÐ The Selection

Einar Falur Ingólfsson

Íslenskar ljósmyndir 1866-2009 Icelandic Photographs 1866-2009


Landamæri ljóss og skugga The Boundaries of Light and Shadow Tilkoma ljósmyndarinnar breytti gangi listasögunnar til frambúðar. Myndir höfðu um aldaraðir verið málaðar af höfðingjum, sögulegum atburðum og landslagi. Ljósmyndin hrifsaði til sín þetta skrásetningarhlutverk, rétt eins og vélaog tækniuppfinningar gerðu handverkið að miklu leyti óþarft. Í kjölfarið breyttist tilgangur málverksins og listamenn urðu að finna sér önnur og huglægari mótív. Þeir urðu frjálsari í þeim skilningi að nú gátu þeir farið að sinna ímyndunaraflinu í ríkari mæli, útmálað eigin hugarfóstur og það sem þeir skynjuðu í umhverfi sínu á gjörbreyttum forsendum. Impressjónisminn leit dagsins ljós, síðar súrrealismi og expressjónismi og fjölmargar aðrar stefnur sem héldu sig alfarið „handan“ eða á jaðri hins áþreifanlega veruleika. Ljósmyndin varð á sama tíma geysilega vinsæl sem miðill til að varðveita útlit fólks og ýmsa atburði og leysti þar með sögulega frásagnarmálverkið af hólmi. Margir töldu ljósmyndina hafa gengið af málverkinu dauðu en um leið að hún væri fremur lágkúrulegt skrásetningartæki, ekki síst eftir að fjöldinn eignaðist ódýrar myndavélar sem hægt var að taka með í ferðalög og nota til að varðveita minningar um ættingja og vini með ljóslifandi hætti. Ljósmyndarar væru annars vegar að taka myndir fyrir fréttablöð og hins vegar portrettmyndir af fjölskyldum og 6

The advent of photography changed the course of art history permanently. Throughout the ages images of noblemen, historic events and landscapes had been preserved on canvas. Photography usurped this role of recording history, just like the industrial revolution rendered manual labor in great part obsolete. Subsequently the purpose of paintings was altered and artists forced to find new and more subjective motifs. They became less restricted in the sense that now they were able to give their imagination free rein, paint their own musings and what they sensed in their surroundings on totally different premises. Impressionism came to the fore, then surrealism, and a host of other movements that kept themselves utterly beyond tangible reality or on its periphery. Photography meanwhile enjoyed great popularity as a medium for preserving the image of people and various occasions and thereby replaced the historical painting. Many considered the advent of photography to be the death of painting but at the same time the new form was perceived as a rather vulgar mode of recording, not least after the masses acquired cheap cameras to take on holiday and use to preserve memories of friends and relatives in a life-like form. Photographers were taking snapshots for newspapers on the one hand and portraits of family and the gentry on the

fyrirfólki. En rétt eins og málverkið hefur ljósmyndin þó haldið menningarlegu vægi sínu og á síðustu áratugum hefur hún orðið að viðurkenndum listrænum miðli. Flúxus-hreyfingin, sem spratt upp sem visst andsvar við abstraktlist sjöunda áratugarins, tók ljósmyndina í þjónustu sína. Hér á landi var Dieter Roth boðberi þeirrar hreyfingar og SÚM-arar með Sigurð Guðmundsson í fararbroddi tóku feginshendi nýjum aðferðum við að tjá hugmyndir sínar.

Hin sterku tengsl ljósmyndarinnar við myndlistina hafa ekki síst styrkst vegna þeirrar stöðu sem hún hefur í samtímalistinni, ekki einungis sem heimild um einstök verk heldur sem órjúfanlegur hluti þeirra. Ljósmyndir eru uppistaðan í verkum margra hinna þekktustu myndlistarmanna í dag, ásamt kvikmyndum og sívaxandi myndvinnslu í tölvum. Sumir vinna nánast eingöngu með ljósmyndir, svo sem Cindy Sherman, eða nota þær reglulega í bland við aðra miðla og efni, til að mynda Ólafur Elíasson og Íslandsvinurinn Roni Horn. Þeir eiga það sameiginlegt að líta á ljósmyndina sem einn af mörgum miðlum til að koma sýn sinni á framfæri. Þessir listamenn kalla sig þó ekki ljósmyndara. Þeir sem hafa sérstakt ljósmyndanám að baki kalla sig líka sjaldan listamenn, en þó eru skilin þarna á milli oft býsna óljós. Sumir ljósmyndarar sýna

other. But just like painting, photography has nonetheless retained its cultural significance and has in the last decades become an accepted art form.

The Fluxus Movement, which came into being as a certain reaction to abstract art in the sixties, took full advantage of photography. In this country, Dieter Roth was the herald of this movement and the SÚM people, with Sigurður Guðmundsson in the vanguard, embraced the new techniques to express their ideas. The strong connection between photography and “high art” has not least been cemented because of its position in contemporary art, not only as a record of individual works but as an integral part of it. Photographs form the core of the works of many of today’s best-known visual artists, along with motion pictures and the growing field of computer graphics. Some of them work almost exclusively with photographs, e.g. Cindy Sherman, or use them regularly with other media and materials, Ólafur Elíasson and Roni Horn, a good friend to all things Icelandic, being a case in point. What they have in common is seeing photography as one of the many media to express their vision. Rather revealingly, these artists don’t title themselves photographers. Those who have completed specialized studies in photography rarely call themselves artists, but the boundaries 7


aðeins í galleríum og söfnum – máski til þess að forðast handverksstimpilinn og gera sig gildandi í heimi myndlistarinnar. Aðrir halda sig mestmegnis við tímaritin, til að mynda Páll Stefánsson sem með víðmyndum sínum af íslenskri náttúru ruddi brautina fyrir endurreisn hennar sem helstu táknmyndar þjóðarinnar í byrjun níunda áratugarins, rétt eins og Georg Guðni upphóf landslagið á ný nokkru síðar sem verðugt myndefni listmálara. Það er ekki augljóst hvenær ljósmynd er eftir ljósmyndara eða gæti verið ljósmyndaverk eftir myndlistarmann og hvað geri hana þá að listaverki, annað en hið stofnanabundna eða hugmyndafræðilega samhengi. Liggja mörkin aðeins á hinu félagsfræðilega plani, í átökum hinna ólíku sjónlistastétta, eða er um raunverulegan fagurfræðilegan mun að ræða? Eða liggur ef til vill mesti munurinn í hugtakinu „munur“? Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er enginn óhagganlegur listrænn miðpunktur til, hann hreyfist fram og aftur, upp og niður, eftir tíðarandanum og ræðst af því hvernig samfélagið og einstakir geirar þess meta hlutina. Hið listræna þyngdarlögmál á heima í áveitukerfum upplýsingatækninnar þar sem sannfæringarkrafturinn (þ.e. peningar og svokallaður mannauður) er mestur þá stundina. Hann sogar til sín sameiginlega tiltrú sem breiðir úr sér og leggur grunninn 8

between those two fields are pretty nebulous. Some photographers only exhibit their work in galleries and museums; perhaps to avoid being branded artisans and to make a name for themselves in the art world. Others restrict themselves mainly to magazines, e.g. Páll Stefánsson who, with his panoramas of Icelandic nature, paved the way for its resurrection as the salient symbol of the nation at the beginning of the eighties, just like Georg Guðni exalted the landscape anew a bit later as a worthy motif for painters. It is not obvious when a photograph is the work of a photographer or could be a photographic work by a visual artist and what makes it a work of art in that case, other than the institutionalized or ideological context. Do the boundaries lie only on the social level, in the struggle between the different fields of the visual arts or is there a real aesthetic difference? Or is perhaps the only difference inherent in the linguistic solecism of the word “difference”? All things being equal, there is no unassailable aesthetic epicenter, it shifts back and forward, up and down, according to the zeitgeist and is governed by how society and its various components bestow value on these things. The artistic law of gravity belongs in the irrigation systems of information technology where

að viðteknum skoðunum. Eftir það verða þær partur af kennsluprógramminu.

Hugmyndir eru hlutir, yfirleitt mjög slæmir. Skilningur okkar á list fyrri alda hefur allt með það að gera hvernig við lítum á hlutina núna. Það er bábilja að tíminn skilji endilega hismið frá kjarnanum, því samtíminn mótar ekki síður túlkun okkar á sögunni en fortíðin stjórnar framtíðinni. Þar fyrir utan, eins og alkunna mun verða á innan við öld, er tíminn ekki til. Til að mynda þótti mönnum heldur lítið til frumendurreisnarmálarans Pieros della Francesca koma þar til kúbisminn sló í gegn. Og tónlistarheimurinn sperrti ekki eyrun við J.S. Bach fyrr en gyðingurinn Moses Mendelssohn endurlífgaði hann með konsertum sínum löngu eftir andlát meistarans. Þegar kanadíski píanósúpersnillingurinn Glenn Gould sótti Rússa heim árið 1957 og bauð „kerfinu“ aðallega upp á partítur eftir Bach lá við hugmyndafræðilegu gjaldþroti kommúnismans í röðum tónlistarelítunnar sem afneitað hafði Biblíunni, enda hefur Bach löngum verið ein helsta sáluhjálp kirkjunnar manna. Hann er eitthvað svo guðdómlega mekanískur. Það sem er toppurinn í dag er úrelt á morgun og það sem úrelt var í gær gæti orðið toppurinn hinn daginn, nema listamenn starfi á yfirskilvitlega kosmískum forsendum eins og Bach. En þetta er vitanlega svolítið

the powers of conviction (i.e. money and so-called human resources) mostly lie at each moment. The power of conviction attracts to itself the common faith which in turn spreads around and lays the foundation for accepted opinions. Subsequently they become part and parcel of the curriculum, our values, outlook on life and possibilities.

Ideas are potential objects, usually bad objects. Our understanding of the art of centuries past has everything to do with how we see things now. It is a bogus notion that time will eventually separate the wheat from the chaff, because modernity forms our interpretation of history to no lesser extent than the past governs the future. To boot, as will be a matter of common knowledge within a century, time doesn’t exist. For example people were less than impressed with the Early Renaissance painter Piero della Francesca until cubism became the order of the day. And the world of music didn’t prick up its ears to J.S. Bach until the Jew Moses Mendelssohn resuscitated him with his concerts long after the master passed away. When the Canadian phenomenon of a pianist Glen Gould visited Russia in 1957 and regaled the nomenklatura mostly with partites by Bach, communism verged on ideological bankruptcy among the music world’s elite who had renounced the Bible, 9


samtímalegt viðhorf. Séð gegnum víðlinsu sögunnar virðist flest úr fókus.

Þessi bók, sem gefin er út í tengslum við samnefnda sýningu í Listasafninu á Akureyri, dregur í senn fram söguna, samfélagið og einstaklinginn. Í dag hefur ljósmyndin fyrst og fremst það hlutverk að selja okkur vörur, að innræta okkur ákveðna afstöðu og skapa ímynd, ásamt því að gera okkur kleift að eltast við lyktarlausar og ósnertanlegar leifar persónulegra minninga; hún er tæknileg sárabót fyrir það sem ekki verður endurheimt og minnir dálítið á étnu brauðmolaslóðina sem leiddi aðeins til þess að Hans og Gréta voru næstum sjálf étin í kofa vondu nornarinnar. Vélin einokar myndmálið sem höfuðstaðgengill veruleikans og prókúruhafi „sannleikans“ þrátt fyrir að hafa orðið uppvís að mörgum svikum og prettum. Og ekki hefur yfirtaka tölvunnar á flestum sviðum dregið úr myndrænum brellum og tálsýnum. Að sama skapi hefur ljósmyndin verið notuð sem pólitískt og samfélagslegt greiningartæki og uppspretta alls konar heimspekilegra vangaveltna. Ljósmyndararnir sem hér eru saman komnir hlutu faglega menntun á sínu sviði og halda sig einvörðungu við þennan miðil. Í dag starfa flestir ljósmyndarar hjá dagblöðum og tímaritum, vinna oft fyrir 10

as Bach had indeed been one of the main sources of spiritual salvation for the clergy. He is somehow so divinely mechanical, almost Newtonian. What is the cream of the crop today might be rendered obsolete tomorrow and what was obsolete yesterday could become de rigueur the day after tomorrow, unless artists operate on an extrasensory cosmic plane like Bach. But this is of course a very contemporary outlook. Through the fish-eye lens of history at large most things appear out of focus, receding back to their original state of quantum fuzziness.

This book, published in commemoration of the exhibition by the same name at the Akureyri Art Museum, conjures up history, society and the individual in a flash. Nowadays, the role of photography has mainly been to sell us products, to inculcate us with a certain point of view and to create an image, along with enabling us to chase after the ghostly remnants of personal memories beyond smell or touch; it is a technical mode of compensation for that which cannot be retrieved and smacks a bit of the line of the eaten bread crumbs which lead only to Hansel and Gretchen being almost eaten themselves in the hut of the wicked witch. The apparatus monopolizes the visual language as the chief replacement for reality and the underwriter of ”truth” in spite of being

auglýsingamaskínuna og reka gjarnan eigin ljósmyndastofur. Verk þeirra eru yfirleitt samofin daglegum störfum og rata sjaldan í söfn og gallerí. Eiginlega má segja að þeir tilheyri ekki þeim menningarkima með óyggjandi hætti, en fáir drægju í efa að allt eru þetta frambærilegir listamenn. Hörðustu fylgjendur menningarlegrar aðskilnaðarstefnu telja að „alvöru myndlist“ skapi „sjálfstæða heima“ meðan aðrar sjónlistir spegli umhverfið aðeins misvel og lagi það að markaðsþörfum tískunnar. Í þeirra augum er ljósmyndun iðnaðarfag, ekki listgrein, nær hönnun og málamiðlun lýðræðislegrar niðurstöðu (þ.e. abstrakt meðalmennsku) en „hreinni“ hugsýn. Aðeins með því að halda sig alfarið innan vébanda myndlistarinnar sé hægt að ræða um orðaleppinn „listræn ljósmyndun“. Sýningarstjórinn og höfundur bókarinnar, Einar Falur Ingólfsson, sem býr yfir góðri þekkingu á ljósmyndasögunni, er klárlega á öðru máli enda gagnmenntaður í sínu fagi og starfar öðrum þræði sem sjálfstæður listamaður. Landamærin á milli hönnunar og listar eru heldur ekki lengur neinn Berlínarmúr og þau verða sífellt þokukenndari. Einar ákvað að tefla saman bestu ljósmyndurum landsins frá upphafi, að hans persónulega mati, og stilla þeim upp líkt og landsliði í fótbolta. Þessir listamenn bætast í hóp margra fremstu ljósmyndara heims sem átt hafa verk á

caught red-handed perpetrating many frauds and deceptions. And the usurpation by the computer in most areas has merely replenished the bag of visual trickery and illusions available on demand. By the same token, photography has been used as a political and societal diagnostic measure and the source of all kinds of philosophical ruminations.

The photographers gathered here were professionally trained in their area and restrict themselves exclusively to this medium. Most photographers today are employed by newspapers and magazines, they often work for the advertisement monolith and commonly run their own studios. Their photography is normally part and parcel of their “day job” and their photos rarely end up in museums or galleries. One could say that they don’t belong incontrovertibly to that cultural realm, but few would doubt that all these are presentable artists. The staunchest supporters of cultural Apartheid posit that “real visual arts” create “worlds of their own”, while other visual arts reflect their environment with varying success and adapt this reflection to the commercial dictates of the mainstream. In their eyes photography is a craft, not an artistic discipline, more akin to design and the compromise of a democratic decision (i.e. abstract mediocrity) than a “purer” vision. 11


sýningum Listasafnsins á Akureyri, svo og listamanna sem vinna með ljósmyndir. Þeirra á meðal má nefna Nan Goldin, Roman Opalka, Orlan, Henri CartierBresson, Lucindu Devlin, Andres Serrano og Spencer Tunick.

Að fella svona þungan sögulegan dóm með því að tilnefna eins konar tímalaust landslið í ljósmyndun minnir á að listin og öll mannlífsflóran er viðstöðulaus leikur sem háður er ákveðnum reglum og fagurfræðilegu mati. Hvað væri annars varið í hinn frumstæða fótbolta ef ekki væru nein tilþrif – hjólhestaspyrna, skalli í bláhornið, þrusa frá vallarmiðju og stöngin inn, flétta og samspil? En þar með lýkur samanburðinum. Í þessu landsliði er hvorki framvörður, markmaður né fyrirliði; þetta voru og eru eintómir sólistar. Það sem skiptir er hvað er gert og hvernig. Og líka hvar og hvenær í öllu tímaleysinu. En það sem skiptir samt mestu er hver dæmir. Einar leggur sína hlutlægu sýn einarðlega á borðið. Hér er ekki einhver „fagleg“ nefnd að störfum sem skýlir sér bak við ógegnsæja meirihlutaniðurstöðu. Vegna þekkingar Einars á erlendri og íslenskri ljósmyndasögu varpa viðhorf hans ljósi á gildismat samtímans, en jafnframt hans eigin persónulegu sýn á hlutina og hvað það er sem hann hrífst af sjálfur. Þessi persónulega sýn ljær valinu 12

Only by restricting oneself exclusively within the confines of art proper can one somewhat disdainfully employ the hackneyed expression “art photography”.

The curator of this exhibition and the author of this book, Einar Falur Ingólfsson, who has extended knowledge of the history of photography is clearly of a different opinion, indeed, he is extensively educated in his field and works off and on as an independent artist. The boundaries between design and art no longer present a Berlin Wall of sorts and they constantly become more and more blurry. Einar decided to present the best photographers of the country from the beginning, in his personal opinion, and line them up like a national soccer team. These artists are an addition to the group of many of the world’s finest photographers who have already exhibited their work at the Akureyri Art Museum, as well as artists who work with photographs, inter al. Nan Goldin, Roman Opalka, Orlan, Henri Cartier-Bresson, Lucinda Devlin, Andres Serrano and Spencer Tunick. Passing such a stiff historical sentence by nominating a sort of timeless national team of photographers serves as a reminder that art and the whole spectrum of humanity is an incessant game played out according to certain rules and an aesthetic premise.

trúverðugleika sem léttir af okkur þeirri byrði að þurfa alltaf að vera með eða á móti. En á hinn bóginn er fátt sem mælir gegn því að við hrífumst með honum og verðum ríkari fyrir vikið, stækkum sjóndeildarhringinn og samsömum hans skilning okkar eigin viðhorfum. Það er að safna traustum auðæfum. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri

Of what interest would such a primitive soccer game be if not for the showcases like the bicycle kick, the header right into the corner of the goal, a thundering goal from midfield and scoring off the post, game strategy and dazzling displays? But there the comparison ends. In this team there is neither a forward, a goalkeeper nor a team captain. These were and are a bunch of solo players. What matters is what is done and how. And it’s also a matter of where and when in all this timelessness.

Yet what matters most is the referee. Einar puts his objective vision forth with riveting firmness. Here is no “professional” committee at work which shields itself behind an opaque majority decision. Because of Einar’s knowledge of foreign and Icelandic photography, his views offer insight into contemporary values, but at the same time, they are a reflection of his own personal vision and what drives him on. This personal vision lends the selection a credibility which should relieve us of the burden of always having to be for or against. On the other hand there is little that dissuades us from being swept along with him and enriching ourselves in the process, expanding our horizons as our own attitudes are merged with his understanding. This is to amass solid riches. Hannes Sigurðsson, Director

Akureyri Art Museum

13


Ólafur K. Magnússon. Við Reykjavíkurhöfn (um 1950). Ólafur K. Magnússon. Reykjavík harbour (around 1950).

Vitnisburður um líf A Testimony of Life


Saga ljósmyndunar á Íslandi á 19. öld er nokkuð óljós, sérstaklega framan af, en sú mun einnig vera raunin víða annarsstaðar. Opinbert upphaf ljósmyndunar miðast við árið 1839, þegar Frakkinn LouisJacques-Mandé Daguerre (1787-1851) kynnti hina nýju tækni fyrir frönsku vísindaakademíunni. Ljósmyndatæknin, sem Daguerre þróaði í samstarfi við landa sinn Joseph Nicéphore Niépce (17651833), var kölluð daguerreótýpa en það eru ljósmyndir á silfurhúðuðum koparplötum. Fleiri unnu að tilraunum við að festa heiminn vélrænt á tvívítt form; á svipuðum tíma tókst Englendingnum William Henry Fox Talbot (1800-1877) að taka neikvæða ljósmynd, kalótýpu, en þá varð hægt að gera jákvæðar pappírskópíur eftir frummynd. Fjölföldunarmöguleiki ljósmynda var þar með kominn til sögunnar. Ljósmyndatæknin var sannkölluð alheimsbylting. Strax á næstu árum dreifðust ljósmyndarar um löndin, margir opnuðu stofur í borgum og bæjum, en aðrir ferðuðust um heiminn með umfangsmikinn búnaðinn. Fólk þyrsti í að sjá myndir af framandi slóðum, fjarlægu fólki. Og fólkið vildi eiga myndir af sjálfu sér og þeim sem nákomnir voru; ljósmyndin staðfesti tilveru þeirra og gaf þeim nýja stöðu. Það var einn þessara ferðalanga, franski vísindamaðurinn Des Cloizeaux, sem tók 16

I

The history of Icelandic 19th century photography is somewhat nebulous, especially earlier on. The official birth of photography is considered to have taken place in 1839, when Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) introduced a new technology to the French Academy of Sciences. The technique Daguerre developed in collaboration with his countryman Joseph Nicéphore Niépce (1765-1833) was the daguerreotype, photographs developed on silver-coated copper sheets. More people were involved in experiments to capture the world in a mechanical twodimensional form; around this time the Englishman William Henry Fox Talbot (1800-1877) succeeded in producing a photographic negative, a calotype, but then it became possible to make a paper copy from the original negative. Hence, the ability to produce photographs in multiple copies. The photographic technique represented a veritable world revolution. In the very next years photographers popped up around the world, many opened studios, yet others travelled around the world. The public was hungry for photographs of distant places. And the public wanted photographs of themselves and those dear to them; photography confirmed their existence and endowed them with a new position.

fyrstu ljósmyndirnar á Íslandi sem vitað er um, sumarið 1845. Ekki er vitað um aðra ljósmyndara hér á ferð fyrr en ellefu árum síðar, 1856. Des Cloizeaux tók hér daguerreótýpur og hafa tvær mynda hans varðveist, báðar yfirlitsmyndir frá Reykjavík. Margar elstu ljósmyndirnar og myndraðirnar sem varðveist hafa frá Íslandi, voru teknar af erlendum ferðamönnum á sjötta og sjöunda áratug 19. aldar. Íslendingar voru farnir að læra iðnina í einhverjum mæli, en lítið sem ekkert hefur varðveist af myndum sem þeir fyrstu tóku. Ljósmyndatæknin varð smám saman meðfærilegri og um 1860 voru opnaðar ljósmyndastofur á Akureyri og í Reykjavík, en rekstur þeirra gekk ekki. Um miðjan sjöunda áratuginn varð breyting á er nokkrir ljósmyndarar, Íslendingar sem höfðu lært iðnina í Danmörku og Danir sem komu hingað upp, opnuðu ljósmyndastofur. Hvörf verða síðan er Sigfús Eymundsson (1837-1911) kom heim til Íslands árið 1866 eftir að hafa lokið ljósmyndanámi í Noregi. Sagt hefur verið að heimkoma Sigfúsar marki þáttaskil. Hann var fyrsti íslenski ljósmyndarinn sem náði að gera ljósmyndun að lífsstarfi – og var frábær ljósmyndari, einn sá allra merkilegasti sem hér hefur starfað, til þessa dags. Íslensk ljósmyndun var orðin til.

It was one of these travelers, the scientist Des Cloizeaux, who took the first known photographs in Iceland, in the summer of 1845. There is no other record of photographers in these parts until 1856. Des Cloizeaux made daguerreotypes here and two of his photographs have been preserved.

Many of the oldest photographs from Iceland which have been preserved were taken by foreign travelers in the seventh and eighth decades of the 19th century. Icelanders had started to learn the craft to some extent, but hardly any of the first photographs have been preserved. Around 1860 the first studios opened in Akureyri and Reykjavík, but these did not turn out to be successful ventures. In the middle of the seventh decade of the 19th century things took a new turn when a few photographers, Icelanders who had studied photography in Denmark and Danish photographers who came to the island opened studios. There was a watershed when Sigfús Eymundsson (1837-1911) returned to Iceland in 1866 having completed his photography studies in Norway. He was the first Icelandic photographer who succeeded in making a living from photography and was a photographer par excellence, one of the most noteworthy to have worked in this country, to this day. Icelandic photography had come into being.

17


Ljósmyndavélin er í eðli sínu skráningartæki og ljósmyndirnar heimildir um það sem skráð er. Hver og ein mynd er einstök og að baki henni er vilji og vitund ljósmyndarans sem skapar verkið. Þegar tíminn líður frá því mynd er tekin, má segja að flestar ljósmyndir verði merkilegar, og mikilvægar, á vissan hátt. Þær eru nefnilega heimildir. Vitnisburður um líf sem var lifað, fólk sem er ekki lengur á meðal okkar, um horfna atvinnuhætti, breytt landslag, um gleði, sorgir, um hluti sem eitt sinn voru gljáfægt stolt skapara sinna og eru nú aðeins ryk eða ryð í slóð tímans. Aðeins varðveittir á ljósmynd. Svo eru það hinir þættirnir; hvað gerir ljósmynd góða? Eða áhrifamikla? Hvaða ljósmyndari er góður og hver síðri? Þar koma margir þættir inn. Fagurfræðilegt mat, sem er huglægt og persónulegt, skiptir líklega mestu þegar myndverk eru metin út frá formrænum eigindum sínum. Og vissulega þarf að setja sköpunarverkin í sögulegt samhengi. Hugsa um stefnur og strauma í tímanum, hugmyndafræði í listum yfirleitt og afstöðu listamannanna – ljósmyndaranna. Það þarf líka að skoða heildarverkið. Hvað liggur eftir ljósmyndarana? Náðu þeir, og jafnvel fyrir tilviljun, nokkrum góðum myndum, en voru annars þokkalegir iðnaðarmenn. Eða lögðu þeir mikinn metnað í sköpunina, stefndu að því að skapa einstæð myndverk? 18

II

The camera is in essence a recording device and the photographs a record of what is registered. Each and every photograph is special and behind it is the will and consciousness of the photographer. With the passing of time, from the time the photograph is taken, it could be said that most photographs are of interest, and importance, in a certain respect. They are, in fact, records. A testimony of a life that was lived, people no longer among us, of altered landscapes, of joys, sorrows, of possession that were once the shining pride of their creators and are now only just debris in the wake of time. Only preserved in photographs.

And then there are the other considerations; what makes a photograph a good one? Or an impressive one? Which photographer is good and which one less so? Here many factors enter into the equation. An aesthetic appraisal, which is subjective and personal, is probably the most important thing. And certainly the creative work must be placed in a historical context. To think about movements and vogues of the time, ideology in arts overall, and the attitude of the artists, the photographers. One also needs to look at the overall work. What is the legacy of these photographers? Did they make, even by coincidence, a few good photographs, but were otherwise presentable artisans? Or did they endeavor

Það eru slíkir gripir sem við viljum sjá, vissulega, myndir sem láta okkur staldra við og benda: Ssvona var þetta og enginn gat sýnt það betur.

Þegar ljósmyndun var komin til Íslands til að vera, þróaðist hún á svipaðan hátt og við sjáum í nágrannalöndum – þótt fólkið hafi verið færra hér og ljósmyndararnir færri, og fagið því líklega einsleitara á ýmsan hátt. Við höfum samt eignast marga góða og athyglisverða ljósmyndara, eins og hér má sjá dæmi um.

Mannamyndatökur á stofum voru í marga áratugi undirstaða ljósmyndara hér á landi. Sumir okkar bestu ljósmyndara helguðu sig mannamyndum á stofunni nær eingöngu og náðu á þeim frábærum tökum. Jón Kaldal (1896-1981) og Sigríður Zoëga (18891968) voru portrettljósmyndarar í fremstu röð og leituðu lítið út fyrir veggi stúdíóa sinna að myndefni. Persónulegar myndir Jóns Kaldal eru einstakar hvað varðar stíl og dramatíska nálgun. Oft eru þetta myndir af listamönnum, eða síðskeggjuðum bændum; ásjónur sem stíga fram í birtuna

III

to create a unique work of visual art? Those are the kind of artifacts we wish to see, certainly, photographs that make us stop and point: This was so and no one can illustrate this better.

When photography came to Iceland and gained foothold, it developed in a similar manner as we see in neighboring countries even though the population here is smaller and the photographers fewer, and the craft therefore more one-dimensional in many ways. We still have had many talented and interesting photographers. Studio portraits were for many decades the mainstay of photography in this country. Some of our best photographers dedicated themselves exclusively to studio portraiture and had a magnificent grasp of that craft. Jón Kaldal (1896-1981) and Sigríður Zoëga (18891968) were portrait photographers of the first rank. The personal photographs of Jón Kaldal are unique in their style and dramatic approach. Often these are portraits of artists and farmers with long beards; the visages spring into the brightness from a dark background. The beginning of Sigríður’s career is one of the 19


úr dökkum bakgrunni í ljósmyndum sem hafa orðið táknmyndir listsköpunar þeirra eða lífsgöngunnar. Upphaf ferils Sigríðar er síðan eitt af áhugaverðustu ævintýrum íslenskrar ljósmyndasögu, en hún lærði hjá einum merkasta ljósmyndara 20. aldar, hinum þýska August Sander, og var samstarfskona hans um tíma. Þótt stíll Sanders hafi haft ótvíræð áhrif á verk Sigríðar, var hún sjálfstæður ljósmyndari. Myndir hennar eru formhreinar, afar vel lýstar og byggðar og búa yfir fágætum þokka. Aðrir ljósmyndarar lögðust í ferðalög um landið með myndavélar sínar og búnað. Sigfús Eymundsson myndaði ýmsa þéttbýlisstaði landsins og reyndi um tíma markvisst að selja slíkar ljósmyndir. Eftir Sigfús liggur meira af staðamyndum en eftir nokkurn annan íslenskan ljósmyndara á 19. öld. Hann myndaði þekkta ferðamannastaði og var brautryðjandi í að selja erlendum ferðamönnum ímynd landsins í ljósmyndum. Gullni hringurinn, sem ferðamenn renna enn eftir í dag, var meðal viðfangsefna Sigfúsar: Þingvellir, Geysir og Gullfoss, með útúrdúrum, Brúarhlöð, Brúará og Marardalur í Henglinum. Sá síðastnefndi vinsæll áfangastaður ríðandi dagsferðalanga frá Reykjavík. Meðan Sigfús ferðaðist um landið sá starfsfólk hans um rekstur ljósmyndastofunnar. Nicoline Weywadt (1848-1921) var fyrst 20

most interesting adventures in the history of Icelandic photography. She studied with one of the most remarkable photographers of the 20th century, the German August Sander, and was his assistant for a spell. Even though Sander’s style exercised an indubitable influence on Sigríður’s work, she was a photographer in her own right. Her pictures have a clarity of form, are extremely well lit and composed, and wrought with a rare grace.

íslenskra kvenna til að læra ljósmyndun. Hún starfaði fyrst á Djúpavogi, þar sem faðir hennar var faktor, og síðan á heimili sínu á Teigarhorni skammt utan við plássið. Nicoline tók aðallega portrett en hún tók einnig stórmerkilegar ljósmyndir af austfirskum byggðarlögum; dramatískar ljósmyndir af mannvirkjum, húsum og bátum, í stórfenglegri náttúru. Þar má segja að ægifegurðin, hið ,,súblíma” birtist fyrst í íslenskri ljósmyndun.

raphy. She first operated in Djúpivogur, where her father ran a store, and later from her home at Teigarhorn near the township. Nicole was mainly engaged in portraits but she also took remarkable photographs of the eastern townships; dramatic photographs of edifices, houses and boats, in magnificent natural settings. It can be said that breathtaking beauty, the sublime, here manifests itself for the first time in Icelandic photography.

Nicoline Weywadt (1848-1921) was the first Icelandic woman to study photog-

Þegar Magnús Ólafsson (1862-1937) opnaði ljósmyndastofu sína í Templarasundi árið 1901, varð framleiðsla stereóskópmynda hluti af starfsemi hans. Voru

When Magnús Ólafsson (1862-1937) opened his studio in Reykjavík in 1901, the production of stereoscopic photographs

Other photographers travelled around the country with their cameras and equipment with varying goals in mind. Sigfús Eymundsson photographed various townships of the country and for a while attempted meaningfully to sell such photographs. Sigfús leaves behind more location photographs than any other 19th-century Icelandic photographer. He photographed known tourist locations and pioneered the practice of selling the photographic image of the country to tourists. The Golden Circle which tourists still follow to this day was among Sigfús’ subjects: Þingvellir, Geysir and Gullfoss, with deviations, Brúarhlöð, Brúará and Marardalur in the Hengill area. The last location was a popular destination for daytrippers from Reykjavík on horseback.

Pétur Brynjólfsson (1881-1930) var áberandi í bæjarlífinu í Reykjavík á fyrstu árum 20. aldar. Hann rak glæsilega ljósmyndastofu við Hverfisgötu, í húsi sem var byggt sérstaklega fyrir reksturinn, en viðfangsefni hans voru fjölbreytileg. Á iðnsýningu árið 1911 sýndi hann auk mannamynda, staða- og landslagsmyndir, og myndir innan úr húsum í Reykjavík. Bestu myndir Péturs eru afar vandaðar og bera í sér mót strauma sem voru áberandi erlendis á þeim tíma; hann var að skrá mannlífið og sitt nánasta umhverfi og gefa myndirnar áhugaverðar upplýsingar um heim vaxandi borgarastéttar í Reykjavík fyrir réttri öld, auk þess að vera áhrifaríkar myndrænt séð.

Pétur Brynjólfsson (1881-1930) was a town fixture in Reykjavík at the dawn of the 20th century. He ran a splendid studio in a house that was specially constructed for that operation, but his subjects varied. During an industrial exhibition in 1911 he exhibited location and landscape photographs in addition to portraits, and interior photographs from Reykjavík households. Pétur’s best photographs are very well crafted and offer a testimony to the movements that were afoot in other countries at that time; he was recording daily life and his nearest environs and the photographs offer interesting insights into the world of the burgeoning middle class in Reykjavík almost a century ago, in addition to being visually impressive.

21


það tvær myndir saman á spjaldi, sem voru gjarnan skoðaðar í sérstökum skoðara til að ná fram þrívíddaráhrifum. Slíkar myndir voru vinsæl eign á þeim tíma, alþjóðleg söluvara, en þessar myndir Magnúsar sýndu til dæmis vinsæla viðkomustaði ferðamanna, náttúru sem var þeim ef til vill ekki aðgengileg í stuttri heimsókn, og bæjarlífið. Fleiri fetuðu í fótspor Magnúsar og framleiddu stereóskópmyndir hér, en hann gaf út skrá með á fimmta hundrað ljósmynda allsstaðar að af landinu. Mun enginn ljósmyndari á þeim tíma hafa farið jafn víða um landið eða hafa einsett sér að skrá það í myndum á jafn metnaðarfullan hátt. Magnús hefur stundum verið kallaður ljósmyndari Reykjavíkur, en hvort sem hann tók myndir í þéttbýlinu eða úti á landi er útkoman iðulega aðdáunarverð, enda Magnús einn merkasti ljósmyndari sem hér hefur starfað. Sonur Magnúsar, Ólafur (1889-1954), rak einhverja vinsælustu ljósmyndastofuna í Reykjavík fyrir miðja 20. öld, kenndi mörgum fagið og hafði alla tíð starfsmenn sem tóku mannamyndir fyrir hann og unnu vandvirknislega eftir forskrift hans. Ólafur myndaði einnig mikið víða um land. Hann hélt sýningar á verkum sínum og tók að stækka myndir upp, handlita og markaðssetja sem myndlistarverk, í samkeppni við listmálara þess tíma. Ólafur sýndi myndir sínar einnig erlendis og taldi 22

became a part of his services. These were two almost identical photographs of the same scene mounted side by side which were often viewed in a binocular device to create the illusion of depth. Such photographs en-joyed great popularity at the time, but these photographs by Magnús showed inter al. popular tourist attractions and the town life. More people followed Magnús’ example and produced stereoscopic photographs in this country, but he published a catalogue with fifteen hundred photographs from all over the country. No photographer at the time travelled so extensively in Iceland or endeavored to capture it all in photographs in such an ambitious manner. Magnús has sometimes been called the town photographer of Reykavík, but whether he took photographs in town or in the countryside the results were invariably admirable; indeed Magnús was one of the most remarkable photographers to work in Iceland. Magnús’ son Ólafur (1889-1954) ran one of the most popular studios in Reykjavík before the middle of the 20th century, taught the craft to many and employed at all times a staff that took portraits for him and according to his precepts. Ólafur also took photographs all over the country. He held exhibitions of his works and started enlarging photographs, coloring them by

ljósmyndir sérlega vel til þess fallnar að kynna landið fyrir öðrum þjóðum.

Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984) sýndi einnig ljósmyndir sínar erlendis, í Þýskandi og í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum og var titlaður listljósmyndari. Hann hélt þá gjarnan fram stílhreinum og formföstum landslagsmyndum. Vigfús hafði mikinn metnað sem ljósmyndari, rétt eins og Ólafur Magnússon. Sú afstaða birtist vel í ljósmyndum hans af íslensku atvinnu- og þjóðlífi á þeim árum, og eftir stofnun íslenska lýðveldisins árið 1944, en þá ferðaðist hann reglulega um landið með forseta lýðveldisins. Vigfús var opinber ljósmyndari ríkisins. Auk þess að skrá þær móttökur sem forsetinn fékk, myndaði hann plássin og fólkið, og sjómenn, bændur og verkamenn við störf. Selaveiðar við Staðarfell, fýlaveiðar í Fagradal, ullarþvottur á Skútustöðum og síldarsöltun á Siglufirði; sem heimildir eru þessar myndir einstakar, og fagurfræðilega eru þær líka afar merkilegar. Um og eftir síðari heimsstyrjöldina má segja að landslagið í íslenskri ljósmyndun taki miklum breytingum. Heimurinn opnast og skreppur um leið saman, með tilheyrandi fjölmiðlun, auglýsingum og markaðssetningu. Á þessum sviðum leika ljósmyndarar stórt hlutverk. Atvinnumöguleikar íslenskra ljósmyndara urðu

hand and marketing them as works of art, in competition with contemporaneous painters. Ólafur also exhibited his photographs abroad and considered them particularly well suited for presenting Iceland to other nations.

Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984) also exhibited his photographs abroad in the thirties and was titled artistic photographer. He generally presented landscape photographs that evinced a clarity and formality of style. Vigfús was a very ambitious photographer, just like Ólafur Magnússon. This attitude is manifest in his photographs of Icelandic industries and daily life from those years and after the foundation of the Republic in 1944, but then he travelled regularly around the country with the President of the Republic. Vigfús was the official state photographer. In addition to recording the receptions the President attended, he photographed the townships and the people, and the sailors, farmers and workers at their tasks. As records these photographs are unique, and of remarkable aesthetic value. Around and after the second world war it can be said that the landscape in Icelandic photography undergoes great changes. The world opens up and shrinks at the same time, with attending media, advertisements and marketing. In these

23


mun fjölbreytilegri. Þótt tímarit á borð við hin bandarísku LIFE og Look hafi ekki náð að dafna hér á eftirstríðsárunum, í þessu litla samfélagi, þá hafði fólk hér sem annarsstaðar mikinn áhuga á að lesa um náungann og sjá heiminn í ljósmyndum. Þá styrktist útgáfa íslenskra dagblaða og árið 1947 var ráðinn að Morgunblaðinu fyrsti ljósmyndarinn sem gerði blaðaljósmyndun að ævistarfi hér. Ólafur Magnússon (1926-1997) tók upp millistafinn K. til að greina sig frá nafna sínum og forvera í faginu. Hann tók líka upp merki fréttaljósmyndarans og hóf það hærra en aðrir á því sviði höfðu gert hér, og enn þurfa þeir sem reyna fyrir sér á sviði blaða- og fréttaljósmyndunar á Íslandi að bera sig saman við Ólaf K. Ekki var hann aðeins fréttamaður í fremstu röð, með ríka tilfinningu fyrir þeim vindum sem blésu um þjóðlífið, heldur hafði hann lifandi áhuga á stjórnmálalífinu, menningarlífinu, mannlífinu – á fólki yfirleitt. Allt nýttist það honum í erilsömu starfi, við að sýna lesendum hvað var að gerast hverju sinni. Eins og blaðaljósmyndarinn verður að vera, var Ólafur K. meðvitaður um að auk þess að sýna núið í myndum, þá var hann að skrá sögu þjóðarinnar, og hann gerði það af mikilli fagmennsku og metnaði. Einn af lærisveinum Ólafs K. á Morgunblaðinu er Ragnar Axelsson (fæddur 24

areas the photographers play a big role. The employment opportunities for Icelandic photographers became more varied. Even if magazines akin to the American LIFE Magazine didn’t prosper here in the post-war years, in this small community, people here as elsewhere were still very interested in reading about their fellow men and seeing the world in photographs. Then the publication of Icelandic newspapers became more vigorous and in 1947 Morgunblaðið hired the first photographer who made a life-long career of photojournalism in this country.

Ólafur Magnússon (1926-1997) took the middle initial “K” to distinguish himself from his namesake. He also took up the title of photojournalist and exalted it to a higher plane than others had done in this country. To this day those who want to try their hand at photojournalism feel compelled to compare themselves with Ólafur K. Not only was he a journalist of the first rank, with an acute feeling for current trends in society, he also had a robust interest in politics, culture, daily life, and in people in general. He succeeded in making use of all this in his busy job, when showing his readers what was happening at the time. As behooves a photojournalist, Ólafur K. was conscious of the fact that in addition to illustrating the present in photographs, he was recording the history of the nation,

1958). Segja má að hann hafi tekið við kyndlinum sem fréttamaður í fremstu röð, en hann er jafnframt ljósmyndari með afgerandi persónulegan stíl. Ragnar hefur í síauknum mæli einbeitt sér að því að skrá í persónulegum ljósmyndafrásögnum sögu svæða og einstaklinga; segja frá fólki og aðstæðum þess, oft yfir langan tíma í áhrifaríkum ljósmyndum. Ragnar hefur hlotið viðurkenningar heima og erlendis, myndir hans verið sýndar víða og óhætt er að fullyrða að hann sé einn af áhrifamestu ,,fótójournalistum” og félagslegum heimildaljósmyndurum í norðanverðri Evrópu í dag.

Guðmundur Ingólfsson (fæddur 1946) er ólíkur Ragnari að mörgu leyti, enda hlutlægari í sinni nálgun við heiminn, en ekki síður athyglisverður sem heimildaljósmyndari. Guðmundur hefur um langt árabil starfað sem auglýsingaog iðnaðarljósmyndari en hefur samhliða því unnið að persónulegri skráningu á mannvirkjum í sínu nærumhverfi, einkum í Reykjavík, en einnig í öðrum byggðarlögum og erlendis. Þá hefur hann myndað talsvert úti í náttúrunni og er afraksturinn oft annar en sést í meginstraumum náttúruljósmyndunar hér; myndheimur Guðmundar er formrænni og kaldhamraðri en gengur og gerist meðal kolleganna á því sviði.

and he did so with great professionalism and ambition.

One of the disciples of Ólafur K. at Morgunblaðið was Ragnar Axelsson (born in 1958). It could be said that he assumed the mantle of photojournalist of the first rank, but he is also a photographer with a distinct personal style. Ragnar has focused more and more on recording in personal photographic narratives the history of places and individuals; telling stories of people and their circumstances, often over extended periods in gripping photographs. Ragnar has been the recipient of many acknowledgments at home and abroad, his photographs have been exhibited far and wide and it is safe to say that he is one of the most influential photojournalists in northern Europe today.

Guðmundur Ingólfsson (born 1946) differs from Ragnar in many ways, he is indeed more objective in his approach to the world at large, but no less interesting as a documentary photographer. Guðmundur has long worked as a commercial and industrial photographer. In addition he has worked on a personal record of edifices in his environs, especially in Reykjavík but also in other municipalities and abroad. He has also done nature photography and the result is different from what is usually seen in mainstream nature photography 25


Þegar Guðmundur sneri heim frá námi rak hann um tíma ljósmyndastofu ásamt Sigurgeiri Sigurjónssyni (fæddur 1948) og báru þeir ferska strauma inn í íslenska samtímaljósmyndun. Sigurgeir nam fagið í Reykjavík og starfaði um tíma sem blaðaljósmyndari, áður en hann hélt til framhaldsnáms við hinn virta skóla Christer Strömholms í Svíþjóð. Sigurgeir hefur síðan verið í fremstu röð íslenskra auglýsingaog iðnaðarljósmyndara, og hefur næmur skilningur hans á ljósbrigðum og formrænni uppbyggingu haft mikið um það að segja. Þeir hæfileikar hafa nýst vel eftir að Sigurgeir fór í síauknum mæli að einbeita sér að viðameiri skráningarverkefnum, einkum á íslenskri náttúru og mannlífinu og hefur myndheimur hans, eins og hann birtist hreinn og tær í bókum á borð við Íslendingar, frá 2004, notið mikillar hylli. Eftir að Páll Stefánsson (fæddur 1958) kom heim frá námi í Svíþjóð og var ráðinn til starfa við útgáfu Iceland Review, þar sem hann hefur unnið síðan sem ljósmyndari og myndritstjóri, má segja að hann hafi breytt íslenskri náttúruljósmyndun – og jafnvel íslenskri náttúrusýn. Má það teljast umtalsvert afrek. Ekki hefur Páll einungis skráð ásýnd allra landshorna, á öllum árstímum og á öllum tímum sólarhringsins, í nær þrjá áratugi, heldur var nálgun hans við landið ný og fersk. Í litmyndum hans er tæknilegur tærleiki og persónuleg formvísi; 26

in this country; the photographic world of Guðmundur is more formal and reserved than is often the case with his colleagues in that area.

When Guðmundur returned from his studies in Germany he ran a studio for a while with Sigurgeir Sigurjónsson (born in 1948) and they brought with them a fresh vibration to contemporary Icelandic photography. Sigurgeir studied in Reykjavík before continuing his studies at the respected Christer Strömholm School of Photography in Sweden. Sigurgeir went on to become a commercial and industrial photographer of the first rank in Iceland, and his acute understanding of shades of light and formal composition have been a decisive factor in his success. These attributes have been a great boon after Sigurður started increasingly to concentrate on more comprehensive recording projects, especially in Icelandic nature and daily life and his world of photography has enjoyed great popularity as it appears in its purity and clarity in books like “Icelanders” from 2004. Since Páll Stefánsson (born in 1958) returned from his studies in Sweden and was hired as a photographer at Iceland Review Magazine, where he has worked as a photographer and picture editor, it can be said that he has changed the face

í mörgum bestu myndanna verður náttúra landsins að byggingarefni sem Páll mótar eftir eigin höfði í stíl sem hann getur kallað sinn eigin – og hefur haft mikil áhrif á marga þá sem hafa ljósmyndað náttúruna hér.

Staða þess einstaklings sem velur í landslið eða úrvalslið í íþróttum er að margra mati eftirsóknarverð, en hún getur verið erfið og umdeilanleg. Hann þarf að velja í liðið. Skipa í allar stöður eins og hann telur að skili bestum árangri. Þessi einvaldur þarf að vega og meta marga þætti; aldur, reynslu, styrkinn sem býr í hverjum og einum fyrir liðsheildina, líka tæknina og frumleikann. Yfir hverju býr leikmaðurinn sem lætur

of Icelandic nature photography and even the Icelandic vision of nature. That must a considered a considerable feat. Not only has Páll recorded images of all corners of the country, in all seasons and at all hours, for over three decades, but his approach towards the country is new and fresh. His color photographs evince a technical clarity and a personal sense of form; in many of the best photographs the nature of the country becomes construction material which Páll has shaped according to his own design with a style he can call his own and he has been a source of influence for many nature photographers in this country.

IV

The position of someone selecting a national team in sports is an enviable one to many, but it can also be difficult and controversial. He needs to pick a team. All positions must be manned in such a way which he believes will yield the best results. This tyrant must take many things into account; age, experience, the individual’s contribution to the team as a whole, also technique and originality. Which of the 27


hann skera sig úr hópnum, gerir hann einfaldlega betri en aðra? Aðrir hafa ólíkar skoðanir en einn ræður. Hann stendur og fellur með sínum ákvörðunum.

Það sama má segja um sýningarstjórann. Mér hefur verið falið að velja úrval íslenskra ljósmyndara. Landsliðsþjálfarar í íþróttum vinna í núinu og þurfa að velja úr þeim hópi sem er í leikformi á hverjum tíma – ég horfi á söguna og tíni ljósmyndara og verk þeirra út úr henni. Við kennslu í ljósmyndun og ljósmyndasögu hef ég iðulega notað líkinguna við landslið í íþróttum þegar ég fjalla um tiltekna ljósmyndara og legg áherslu á mikilvægi þeirra og styrk. Hann eða hún væri örugglega í byrjunarliðinu, hef ég oft sagt. Í landsliðinu. Ég ákvað að valið í þetta úrval hér byggði á eftirfarandi forsendum:

- Ellefu ljósmyndarar áttu að mynda hópinn - eins og byrjunarlið í knattspyrnu. Upphaflega ætlaði ég líka að hafa varamenn með, en hver vill vera varamaður í svona liði? Það er ekki víst að þeir gæfu kost á sér. Ég geymi þá því bara í huga mér. Hinsvegar bönkuðu fleiri en ellefu svo sterkt á dyrnar, eða neituðu að láta strika sig af listanum, að ég endaði með þrettán manna úrval. Enda er það fallegri tala og minnir 28

player’s attributes distinguish him from the rest of the team? Opinions vary, but one person is in charge. He stands and falls with his decisions.

The same can be said of the curator. I have been assigned to make a selection of Icelandic photographers. The coaches of national sport teams work in the present and they need to pick players from the group which is in competitive form at each time. I look at history and pick photographers and their work on that basis. When teaching photography and the history of photography I have often resorted to a comparison with national sport teams when I deal with certain photographers and emphasize their importance and strengths. He or she would certainly be in the starting eleven, I have often said. I decided that the choices for this selection would be based on the following criteria:

- The group should consist of eleven photographers – like a soccer team. Originally I intended to include substitutes, but who wants to be a substitute on such a team? Then more than eleven were banging so forcefully at my door, or refused to be struck off the list, so I ended up with a selection of thirteen. Indeed that is a prettier number and more reminiscent of

meira á jólasveina en knattspyrnumenn; jólasveinarnir taka hver við af öðrum, í sögulegri framvindu, en mynda líka lið...

- Ljósmyndararnir hafa starfað markvisst og af metnaði að ljósmyndun hér á landi, flestir í lengri tíma, frá því miðillinn náði fótfestu og til dagsins í dag. Hinsvegar setti ég aldursmörk; þeir einir væru gjaldgengir sem væru fæddir fyrir árið 1960. Ljósmyndararnir hefðu því talsvert langan tíma til að sanna sig. Ég viðurkenni þó að eftir því sem ljósmyndararnir sem ég valdi eru eldri og reynslumeiri, er vera þeirra í hópnum tryggari. Þeir látnu eiga færri tækifæri til að kynna sig en þeir lifandi – fjórir lifandi ljósmyndarar eru í hópnum. - Viðfangsefni ljósmyndaranna skiptir máli. Ég kaus að velja fyrst og fremst ljósmyndara sem kjósa sér manninn og ummerki manna sem viðfangsefni. Manngert umhverfi. Landslag og náttúra er það sem kemur fyrst upp í huga margra þegar talað er um íslenska ljósmyndun. Og ekki að undra; hér hefur alltaf búið fátt fólk í stóru og myndrænu landi. Skráningarfólk menningarinnar, og um leið mannsins í þessari náttúru, varð hinsvegar fyrir valinu sem grunnþáttur, og það hvernig þetta fólk sýnir okkur samtíma sinn. Hinsvegar eru líka í hópnum ljósmyndarar sem hafa lagt mikla áherslu á náttúruljósmyndun, ekki síst þeir Páll Stefánsson og Sigurgeir

the thirteen Icelandic Santa Clauses than soccer players; the Santa Clauses replace one another, in a historical progress, but also they form a team...

- The photographers selected have all worked in a meaningful and ambitious manner at their craft, most for a long time, since the medium took foot to the present day. On the other hand, I set an age limit; only those who were born before 1960 would be eligible. The photographers therefore had quite a while to prove themselves. I still admit that the older and more experienced the photographers I selected are, the more secure their place becomes. The departed have fewer opportunities to put themselves forward but there are four living photographers in the group.

- The subject of the photographers is important. I decided to choose first and foremost photographers who make man and his vestiges their subject. Landscape and nature are the first things that come to the mind where many people are concerned when the talk turns to Icelandic photography. And this should come as a small surprise; in this country a small population has always lived in a big and picturesque country. Those who record the culture and, at the same time, man in this nature, were selected as a core factor 29


Sigurjónsson, en þeir hafa báðir haft talsvert áhrif á, eða staðfest, sýn fólks á landið á síðustu áratugum. Þá unnu sumir eldri ljósmyndaranna, eins og Sigfús, Vigfús og feðgarnir Magnús Ólafsson og Ólafur umtalsvert með ásýnd íslenskrar náttúru.

- Í íþróttum er yfirleitt skipað í úrvalslið eftir kyni. En hæfileikar og árangur í ljósmyndun hefur ekkert með kyn að gera. Hinsvegar harma ég að hafa ekki fleiri konur í þessu íslenska liði. Þær eru einungis tvær, Nicoline Weywadt og Sigríður Zoëga. En miðað við þær forsendur að velja fólk sem hefur gert ljósmyndun að lífsstarfi og unnið á markvissan hátt með miðilinn yfir lengri tíma, þá er það staðreynd að þótt margar efnilegar konur, fæddar fyrir árið 1960, hafi spreytt sig við ljósmyndun tímabundið, þá hafa þær langflestar hætt innan nokkurra ára. Oft þegar þær gengu í hjónaband og börn komu í heiminn. Það segir sína sögu, að þær Nicoline og Sigríður eignuðust ekki eiginmenn, þótt sú síðarnefnda yrði einstæð móðir. Í dag er breytt staða hvað þetta varðar og hlutfall kvenna í hópi metnaðarfullra ljósmyndara er hærra – þótt þær megi enn gera betur til að ná yfirhöndinni hlutfallslega.

30

on the one hand and how these people present their own age. Conversely, there are also photographers who have placed great emphasis on nature, not least Páll Stefánsson and Sigurgeir Sigurjónsson, but both have exerted considerable influence on, or confirmed, people’s vision of the country in recent decades. Then some of the older photographers, such as Sigfús, Vigfús and father and son Magnús and Ólafur, worked extensively with the image of Icelandic nature. - I regret that not more women were included in this Icelandic team. There are only two of them, Nicoline Weywadt and Sigríður Zoëga. But in view of the circumstances under which people make photography their life’s work and dedicate themselves to the craft in a meaningful way over extended periods of time, then in spite of the fact that the many promising women, born before 1960, have been active photographers for a spell, most of them relinquished photography within a few years, often when they were married or had children. It speaks volumes that Nicoline and Sigríður were unmarried. Today the situation has changed in this respect and the ratio of women among ambitious photographers is much higher.

Og hvernig eru svo íslenskir ljósmyndarar? Vonandi svara þessar myndir spurningunni. Þeir bestu eru góðir. Fyllilega sambærilegir við það sem vel hefur verið gert hinumegin hafsins. Ísland var lengi einangrað, og er það enn landfræðilega, en ljósmyndavélin gerir það sama á Íslandi og annarsstaðar. Þetta er bara skráningartæki. Það eru afstaða og sýn ljósmyndarans á heiminn sem skipta öllu máli.

V

And how are Icelandic photographers then? Hopefully these photographs will answer the question. The best are good, fully comparable with what has been done well on the other side of the ocean. Iceland was isolated for a long time, and still is geographically, but the camera does the same thing in Iceland as elsewhere. This is just a recording instrument. It is the attitude and world view of the photographer that is all-important.

31


SIGFÚS EYMUNDSSON 1837-1911 Sigfús var einn helsti brautryðjandi íslenskrar ljósmyndunar. Þótt hann hafi fengist við ýmislegt, þá hafði hann ljósmyndun sem aðalatvinnu um nokkurra ára skeið og náði framúrskarandi árangri á því sviði.

Sigfús was a leading pioneer photographer in Iceland. Even though he tried his hand at many things in life, photography was his main profession over a period of some years and he excelled in that field.

Sigfús fór í marga ljósmyndaleiðangra út á land og eftir hann liggja margar eftirtektarverðar ljósmyndir frá bæjum og þorpum í kringum landið. Flestar staða- og bæjarlífsmynda hans eru þó frá Reykjavík. Sigfús tók einnig framúrskarandi landslagsmyndir, þar sem sjónum er beint að stöðum sem ferðamönnum þóttu mikilfenglegir og var hann brautryðjandi á því sviði hér. Í ljósmyndum Sigfúsar birtist rík tilfinning fyrir ljósi og stílhreinni myndbyggingu. Í safni Sigfúsar, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu, eru um 14.000 mannamyndaplötur og um 830 útimyndaplötur.

Sigfús embarked on a number of excursions to photograph the countryside and he leaves behind many photographs, which are pure of form and of great interest, from towns and villages around the country. Yet most of his location and urban photographs are from Reykjavík. Sigfús also took outstanding landscape photographs, where the focus is on places travellers found impressive and in this field he was a pioneer in this country.

Sigfús nam ljósmyndun í Bergen frá 1864 til 1865 en árið 1866 hóf hann að stunda ljósmyndun á Íslandi og var ljósmyndari í Reykjavík frá 1871. Ljósmyndastofu rak hann að Lækjargötu 2 til ársins 1909. Sigfús fól Daníel Daníelssyni (1866-1937), mági sínum, rekstur stofunnar lengst af. Þrátt fyrir að margt ágætra mynda hafi verið tekið á stofunni eru það útimyndirnar sem halda nafni Sigfúsar á lofti sem eins fremsta ljósmyndara sem hér hefur starfað.

32

Sigfús studied photography in Norway from 1864 to 1865. In 1866 he embarked on a career as a photographer in Iceland and became a photographer in Reykjavík in 1871. He ran his studio at Lækjargata 2 until 1909. Sigfús often assigned the operation of his studio to his brother-inlaw Daníel Daníelsson. In spite of many fine photographs that were taken at the studio it is the exteriors that keep Sigfús’ name alive, as that of one of the leading photographers to work in this country.

Sigfús’ collection, preserved at the National Museum, contains about 14,000 portrait plates and 830 plates of exteriors.

33


Líkfylgd í Aðalstræti í Reykjavík (1880). A funeral procession in Aðalstræti in Reykjavík (1880).

34

Reykjavíkurhöfn (um 1875). Reykjavík harbour (around 1875).

35


Hvalfjörður (um 1885). Hvalfjörður (around 1885).

36

Marardalur í Hengli (um 1885). Marardalur-valley in Mt. Hengill (around 1885).

37


Reykjavík séð frá Skólavörðunni (1877). Reykjavík seen from the Skólavarða-hill (1877).

38

Aðalstræti í Reykjavík (um 1874). Aðalstræti in Reykjavík (around 1874).

39


NICOLINE WEYWADT 1848-1921 Allnokkrar konur fengust við ljósmyndaiðn á fyrstu áratugunum sem Íslendingar tókust á við þessa ungu grein myndsköpunar. Ein þeirra, sú fyrsta til að læra fagið og sú sem hvað bestum árangri náði, var faktorsdóttir á Djúpavogi, Nicoline Weywadt. Kunnustu ljósmyndir hennar eru myndir af þorpum við vogskorna strönd Austfjarða; landslag sem er í senn ægifagurt, stórbrotið og ógnvekjandi. Augljóslega hefur Nicoline haft næma sýn á nærumhverfi sitt, og þroskað myndræna skynjun sína á athyglisverða hátt. Það birtist til að mynda í því hvernig hún sýnir fólk, byggingar og skip í náttúrunni sem virðist allt að því ágeng og ógnandi í hrikaleika sínum. Nicoline lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn á árunum 1871 til 1872 en þá tók hún til starfa sem ljósmyndari á Djúpavogi. Árið 1881 flutti hún ljósmyndastofuna heim að Teigarhorni í Berufirði, þar sem hún starfaði til aldamótanna. Nicoline giftist aldrei og hélt heimili með móður sinni. Systurdóttir Nicoline, Hansína Björnsdóttir (18841973), nam undirstöðuatriði ljósmyndunar af henni áður en hún hélt til náms í Kaupamannahöfn árið 1902. Hún sneri aftur ári síðar og rak stofuna til 1911. 750 mannamyndaplötur Nicoline eru varðveittar á Þjóðminjasafni Íslands ásamt um 80 útimyndaplötum þeirra Hansínu.

40

Quite a few women were engaged in photography during the first decades when Icelanders were dealing with this new visual field. One of them, and the first one to study the craft and attain most success, was the daughter of a storeowner in Djúpivogur, Nicoline Weywadt. Her best known photographs show villages by the estuaries on the Austfirðir coastline; a landscape that is at once hauntingly beautiful, impressive and frightening. Obviously, Nicoline had a keen vision of her environs, and developed her visual sense in an interesting manner. This is apparent in how she shows people, buildings and ships in a nature that seem almost obtrusive and intimidating. Nicoline studied photography in Copenhagen from 1871 to 1872 but then started working as a photographer in Djúpivogur, until 1881. Subsequently she moved her studio to her home at Teigarhorn in Berufjörður, where she worked until the turn of the century. Nicoline never married. Nicoline’s niece, Hansína Björnsdóttir (1884-1973) studied the rudiments of photography with Nicoline before going on to study in Copenhagen. She ran the studio until 1911. Nicoline’s portrait plates, 750 in all, are preserved at the National Museum of Iceland along with around 80 plates of exteriors by her and Hansína.

41


Aldamótahátíð á hótelsbalanum, á Djúpavogi (sumarið 1901). A festival to celebrate the new century, at Djúpavogur (the summer of 1901).

42

Bonnesan, hákarlaskúta Nielsar P.E. Weywadt á Djúpavogi (um 1875). A boat for shark-fishing, owned by Niels P.E. Weywadt at Djúpavogur (around 1875).

43


Óþekkt kona og barn. Unknown woman and child.

44

Sólhóll á Djúpavogi (um 1890). Sólhóll at Djúpavogur (around 1890).

45


Sauðfjárslátrun á blóðvellinum við Löngubúð á Djúpavogi. (Glerplatan er brotin). Butchering sheep by Langabúð in Djúpavogur. (The glass-plate is broken).

46

Útsýni yfir Djúpavog og inn eftir Berufirði (ísaveturinn 1873-1874). A view of Djúpavogur and Berufjörður (the winter of 1873-74).

47


Magnús Ólafsson 1862-1937 Magnús Ólafsson var ljósmyndari Reykjavíkur en enginn samtímaljósmyndari hans mun heldur hafa myndað jafn víða um landið. Magnús hafði ástríðufullan áhuga á miðlinum og möguleikum hans. Hann bjó ótvírætt yfir því sem kalla má listrænan streng sem fékk útrás í áhrifamiklum ljósmyndum er virðast spretta af köllun manns sem hafði valið sér verslunarrekstur sem lífsstarf en ljósmyndun kallaði hann af þeirri leið.

Magnús starfaði við verslun í Stykkishólmi og á Akranesi áður en hann lærði undirstöðuatriði ljósmyndunar á stofu Sigfúsar Eymundssonar. Hann gerði fagið að atvinnu eftir að hafa fullnumað sig hjá Peter Elfelt í Kaupmannahöfn árið 1901. Magnús var því tæplega fertugur er hann opnaði stofu árið 1901 í Templarasundi 3. Jafnframt því að taka myndir á stofunni var Magnús mættur út í bæinn með myndavél sína þegar eitthvað gekk á. Magnús fangar líka hversdagslífið; hestinn við þvottasnúruna, mannlífið við höfnina og þvottalaugarnar. Hann er einskonar íslenskur Eugene Atget (1857-1927), en á svipuðum tíma og Magnús starfaði fór sá franski um afkima Parísarborgar með hljóðlátri næmni – báðir skildu eftir sig hrífandi heimildir um mannlíf og umhverfi. Stærstur hluti filmusafns Magnúsar er varðveittur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 48

Magnús Ólafsson was the Reykjavík town photographer but he also paid tribute to the countryside in his photographs; none of his contemporaries traveled as extensively over the country to take photographs. Magnús was passionately interested in the medium and its potential and was indubitably of what can be called an artistic bent.

At the outset Magnús worked as a store steward and manager, before studying the rudiments of photography at Sigfús Eymundsson’s studio. He turned professional after having completed his studies with Peter Elfelt in Copenhagen in 1901, when he was almost forty years old. In addition to taking portraits of people in the studio, Magnús was present with his big camera when something was going on in Reykjavík. He also celebrates everyday life; the horse by the washing line, people milling about the harbor, women by the washing pools. Magnús is a kind of Icelandic Eugene Atget (1857-1927), but about the same time that Magnús worked here the Frenchman wandered the back streets of Paris with a quiet sensitivity – both men left behind charming records of the daily life and the milieu of their time. The bulk of Magnús’ collection of plates and negatives is preserved at the Reykjavík Museum of Photography.

49


Systkini (1910-1920). Siblings (1910-1920).

50

Útför frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Talið er að áhöfn á breskum togara fylgi skipsfélaga til grafar (1925-1930). A funeral from the Reykjavík Cathedral. Probably the crew of a british trawler is seeing off a shipmate (1925-1930).

51


Reykjavíkurhöfn (um 1930). Reykjavík harbour (around 1930).

Húsasund við Templarasund 3 í Reykjavík. Sörli, hestur Ólafs Magnússonar ljósmyndara (1925-1930). An alley behind Templarasund 3 in Reykjavík. The horse, Sörli, was owned by photographer Ólafur Magnússon (1925-1930).

Við Tjörnina í Reykjavík (1927). By the Pond in Reykjavík (1927).

52

53


Skoskt sauðfé á Austurvelli í Reykjavík (1932). Scottish sheep on Austurvöllur in Reykjavík (1932).

54

Fimleikar á Melavellinum í Reykjavík (1911). Gymnastics at Melavöllur in Reykjavík (1911).

55


Pétur Brynjólfsson 1881-1930 Pétur var einn færasti ljósmyndari sem starfað hefur á Íslandi; vitnisburðurinn eru þær 27.000 plötur frá stofu hans sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu. Mannamyndirnar eru af umtalsverðum gæðum, og er vandað til þeirra í hvívetna, en markverðastar í heildinni má þó telja þau nokkur hundruð mynda sem Pétur tók utan stofunnar. Á þeim árum, fyrir réttri öld, er hann rak ljósmyndastofu sína með glæsibrag í Reykjavík, og um tíma með útibú á Akureyri, tók hann til að mynda ljósmyndir á berklahælinu á Vífilstöðum, í verslunum, á grímudansleik, inni á heimilum borgara, af fólki á götum og mannlífi í vaxandi höfuðstað, sem og af konungskomunni árið 1907.

56

Ferill Péturs var stuttur þótt hann hafi borist mikið á meðan á honum stóð. Hann mun hafa numið iðnina á ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar veturinn 1900 til 1901 og erlendis árið þar á eftir; í Noregi, Þýskalandi og Danmörku. Haustið 1902 opnaði Pétur ,,ljósmyndaverkstofu” í Bankastræti 14. Árið 1905 byggði hann síðan hús fyrir ljósmyndastofuna, að Hverfisgötu 18. Pétur var ætíð með nokkra starfsmenn, bæði danska og íslenska ljósmyndara, og starfsstúlkur sem lærðu iðnina hjá honum. Þeirra á meðal voru þær Sigríður Zoëga og Steinunn Thorsteinsson, sem keyptu rekstur ljósmyndastofunnar af Pétri árið 1915 er hann flutti til Danmerkur.

Pétur was one of the most talented photographers to work in Iceland; a testimony to this fact are the 27,000 plates from his studio, preserved in the National Museum of Iceland. The portraits are of considerable quality and are polished pieces of work in all respects, but the ones of most note among the whole oeuvre are a few hundred photographs Pétur took beyond the confines of his studio. During those years, around a century ago, when he ran his Reykjavík studio with panache and for a spell a branch in Akureyri, he took for example photographs at a tuberculosis clinic, in stores, in the homes of his fellow citizens, of people in the street and daily life in a growing capital, in addition to the Danish king’s visit in 1907.

Pétur’s career was brief although he made quite an impression while it lasted. He studied his craft at Sigfús Eymundsson’s studio in the winter of 1900 until 1901, and abroad a year later; in Norway, Germany and Denmark. In the fall of 1902 Pétur opened a studio in Bankastræti 14. In 1905 he built a house for the studio at Hverfisgata 18. Pétur always had a handful of employees, both Danish and Icelandic photographers, and lady employees who learned their craft from him. Among those were Sigríður Zoëga and Steinunn Thorsteinsson who bought the studio from Pétur in 1915 when he moved to Denmark. 57


Járnvöruverslun Jes Zimsen á Thomsentorgi í Reykjavík (1902). Jes Zimsen hardware store on Thomsentorg in Reykjavík (1902).

58

Hornleikaraflokkur í flóabátnum Reykjavík á leið til útihátíðar í Hvalfirði á frídegi verslunarmanna (2. ágúst 1902). A brass band aboard MS Reykjavík, heading for a festval in Hvalfjörður (2 August, 1902).

59


Mannfjöldi á Thomsentorgi í Reykjavík (1902). A crowd on Thomsentorg in Reykjavík (1902).

60

Klúbbfundur í Reykjavík. A club meeting in Reykjavík.

61


Heimili Geirs Zoëga við Vesturgötu í Reykjavík. The home of Geir Zoëga at Vesturgata in Reykjavík.

62

Berklasjúklingar í sjúkraskýlinu á Vífilstöðum (1912). Patients in the tuberculosis-clinic at Vífilstaðir (1912).

63


Sigríður Zoëga 1889-1968 Núningur íslensks ljósmyndara við ljósmyndasögu Vesturlanda varð líklega hvergi meiri en hjá Sigríði Zoëga, er nam hjá einum af stórmeisturum ljósmyndunar, hinum þýska August Sander, og var aðstoðarkona hans. Sander er víðfrægur fyrir portrettmyndaröð sína af Þjóðverjum af öllum stigum, Andlit 20. aldar. Greinilegt er að Sigríður, sem var vandaður fagmaður og sinnti starfi sínu af mikilli alvöru, hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá lærimeistaranum. Hún tók að langmestu leyti uppstilltar portrettmyndir á stofu sinni, stundum þó á heimilum fólks, og eitthvað er til af myndum úr fyrirtækjum og af félagslífi manna, en þær myndir eru þó fáar. Sigríður hefur verið kallaður ljósmyndari hinnar vaxandi borgarastéttar í landinu. Hún kunni þá list að stilla fólki upp, mynda formrænt samband milli manna á hópmyndum; lýsingin og andblær mynda hennar, hvort sem þær eru af systkinum, vinnufélögum eða stökum fyrirsætum, bera afar sterk karaktereinkenni. Sigríður Zoëga rak stofu í Reykjavík á árunum 1914 til 1955, ásamt Steinunni Thorsteinsson en þær höfðu starfað saman hjá Pétri Brynjólfssyni á fyrsta áratug 20. aldar, þar sem Sigríður nam fagið. Hún sótti námskeið í ljósmyndun í Danmörku árið 1911 og var í framhaldsnámi hjá Sander í Köln á árunum 1911 til 1914. 64

The friction between Icelandic photographers and the Western history of photography was nowhere more pronounced than in the case of Sigríður Zoëga, who studied with one of the masters of photography, the German August Sander, and served as his assistant. Sander was famous for his portraits of Germans from all walks of life. It is obvious that Sigríður who was a thorough professional and took her work seriously indeed, had been greatly influenced by her mentor. She concentrated mostly on formal portraits in her studio, yet sometimes in peoples’ homes, and there are some photographs from companies and others in social settings but those are few. Sigríður has been called the photographer of the burgeoning middle class. She knew the art of posing people, to create a visually formal relationship between the subjects in group photographs; the lighting and ambience of these photographs, whether between siblings, colleagues or individual models, have an extremely strong character.

Sigríður Zoëga ran a studio in Reykjavík from 1914 to 1955, with Steinunn Thorsteinsson but they had both worked for Pétur Brynjólfsson during the first decade of the 20th century. She attended courses in Denmark in 1911 and continued her studies with Sander in Köln from 1911 to 1914.

65


Þrír skósmiðir (1917). Three shoemakers (1917).

66

Anna Þórdís Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir (1918). Anna Þórdís Sigurðardóttir and Sigríður Ólafsdóttir (1918).

67


Starfsmenn á beykisverkstæði Jóns Jónssonar á Klapparstíg 26 í Reykjavík (1917). Workers from Jón Jónsson’s cooperage at Klapparstígur 26 in Reykjavík (1917).

68

Fimm ónefndar konur með barn í skírnarkjól. Five unknown women with a child in batismal dress.

69


Hjörtur Snorrason alþingismaður (1918). Hjörtur Snorrason, a Member of Parliament (1918).

70

Lára Jónsdóttir, fermingarstúlka (1935). Lára Jónsdóttir, confirmee (1935).

71


Jón Kaldal 1896-1981 Jóns Kaldal er minnst sem eins helsta meistara stúdíóportrettsins sem fram hefur komið hér á landi. Bestu mannamyndir hans eru látlausar en þó dramatískar; ljósmyndarinn leggur áherslu á að draga fram karaktereinkenni fyrirsætunnar.

Jón Kaldal is celebrated as one of the greatest masters of the studio portrait to appear in this country. His best portraits are subdued yet dramatic; the photographer emphasizes the main characteristics of his subject.

Margar kunnustu myndir Jóns Kaldal eru af listamönnum sem komu á ljósmyndastofuna til hans, en ljósmyndarinn naut þess að draga fram persónuleika listafólksins. Margar þessara mynda eru þær kunnustu sem til eru af listamönnunum; myndir sem áttu þátt í að skapa ímynd þeirra. Einnig eru rómaðar myndir hans af svipmiklum bændahöfðingjum.

Many of the best known photographs of Kaldal are of artists who visited his studio, but the photographer enjoyed bringing out the personality of the artists. Many of these photographs are the best known ones of the artists in existence. His portraits of the sweeping faces of Icelandic country chieftains are also renowned.

Tækni Jóns Kaldals byggði á einfaldri en áhrifamikilli lýsingu, þar sem háljósin sem falla á fyrirsætuna eru notuð til að teikna upp andlitsfall, hár og skegg og draga áhersluatriði út úr rökkurtónum myndarinnar, oft á meistaralegan hátt. Líkja mætti aðferð Kaldals við ,,chiaroscuro”tækni listmálara á barrok-tímanum, sem hinn ítalski Caravaggio (1571-1610) fullkomnaði.

72

Jón Kaldal lærði ljósmyndun hjá Carli Ólafssyni í Reykjavík á árunum 19151919. Næstu sex árin starfaði hann á ljósmyndastofum í Kaupmannahöfn en árið 1925 keypti Kaldal ljósmyndastofu sem var á Laugavegi 11 og þar rak hann stofu sína til ársins 1974. Plötu- og filmusafn Jóns Kaldal er varðveitt í Þjóðminjasafninu.

Jón Kaldal’s technique was based on simple but effective lighting where the highlights which fall on the subject are used to bring out the contours of sitter and underline certain features from the darker shades of the photograph, often in a masterly fashion. Kaldal’s technique may be compared with the “chiaroscuro” technique of the baroque painters, which the Italian Caravaggio (1571-1610) perfected.

Jón Kaldal studied photography with Carl Ólafsson in Reykjavík from 1915 to 1919. The next six years he worked for various studios in Copenhagen but in 1925 Kaldal bought a studio at Laugavegur 11 and there he ran his studio until 1974. Jón Kaldal’s vast collection of plates and films is preserved at the National Museum. 73


Bjarni Bjarnason bóndi frá Geitabergi. Bjarni Bjarnason, farmer from Geitaberg.

74

Ásta Sigurðardóttir rithöfundur. Writer Ásta Sigurðardóttir.

75


Vilhjálmur Jónsson. Vilhjálmur Jónsson.

76

Finnur Jónsson listmálari. Painter Finnur Jónsson.

77


Jóhannes S. Kjarval listmálari. Painter Jóhannes S. Kjarval.

78

Halldór Laxness rithöfundur. Writer Halldór Laxness.

79


Ólafur Magnússon 1889-1954 Ólafur var mikilvirkur stofuljósmyndari í Reykjavík. Landslagsmyndir voru þó sérstaða hans, iðulega teknar af næmni og hrifningu á mikilfengleika landsins og halda þær nafni hans á lofti. Þá lagði Ólafur sig eftir því að stækka myndir sínar upp og handlitaði hann þær stundum; hann tefldi ljósmyndaverkum sínum fram sem sjálfstæðri myndsköpun, jafngildi þess sem landslagsmálarar unnu að. Þá framleiddi hann póstkort með landslagsmyndum og telst hann til frumkvöðla á því sem fleiri sviðum.

Ólafur nam ljósmyndun hjá Magnúsi Ólafssyni, föður sínum, fyrir árið 1908. Hann var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn og Berlín. Árið 1913 opnaði hann ljósmyndastofu að Templarasundi 3 og rak stofuna til dauðadags. Var hann með umfangsmikinn rekstur enda naut stofa hans mikilla vinsælda og vandað var til verka. Ólafur lagði áherslu á að sýna persónulegar ljósmyndir sínar undir listrænum formerkjum. Sýndi hann til að mynda nokkrum sinnum í Kaupmannahöfn náttúru- og landslagsmyndir, margar handlitaðar, og hlutu sýningarnar ágæta dóma. Þá sýndi hann á heimssýningunni í New York árið 1939.

80

Plötu- og myndasafn Ólafs er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands, hátt í 50.000 myndir. Þá eru um 1.200 filmur hans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Ólafur was an active studio photographer in Reykjavík. Yet he distinguished himself with his landscape photography and these, crafted with sensitivity and an affection for the greatness of the country, keep his name alive. Ólafur often set about enlarging his photographs and sometimes colored them by hand; he presented his photographs as independent artistic creations, the equivalent of landscape painting. Ólafur studied photography with Magnús Ólafsson, his father, before 1908. He continued his studies in Copenhagen and Berlin. In 1913 he opened a studio in Templars’ Alley 3 and ran it there for the rest of his days. It was a comprehensive operation; his studio enjoyed great popularity and was known for professional workmanship.

Ólafur placed great emphasis on exhibiting his personal photographs in an artistic context. On several occasions, for example, he held an exhibition of nature and landscape photographs in Copenhagen, many of them hand-colored and these exhibitions were held to splendid reviews. Ólafur’s collection of plates and photographs is preserved at the National Museum, almost 50,000 photographs. In addition, the Reykjavík Museum of Photography houses 1,200 of his photographs, mostly exteriors.

81


Fjárrekstur í Þjórsárdal (1938). Sheep-round up in Þjórsárdalur-valley (1938).

82

Öxará í Almannagjá á Þingvöllum (1936). Öxará-river in Almannagjá at Þingvellir (1936).

83


Þórsmörk (1942). Þórsmörk (1942).

84

Hekla (1938). Mt. Hekla (1938).

85


Norðurá (1930). Norðurá-river (1930).

86

Kárastígur í Almannagjá á Þingvöllum (1915). Kárastígur in Almannagjá at Þingvellir (1915).

87


Vigfús Sigurgeirsson 1900-1984 Vigfús lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni (1878-1948) á Akureyri á árunum 1920 til 1923. Hann lagði áherslu á að kynna sér nýjungar í faginu, enda frjór og listrænn maður sem vildi fylgjast með ferskum straumum. Þannig kynnti hann sér nýjar áherslur í ljósmyndun í Danmörku og Þýskalandi og nam einnig kvikmyndagerð.

Vigfús studied photography with Hallgrímur Einarsson (1878 -1948) in Akureyri from 1920 to 1923. He took pains to be keep abreast of new developments in the field. Thus he acquainted himself with new ideas and techniques in photography in Denmark and Germany in 1935 and studied filmmaking as well.

Ljósmyndir Vigfúsar af landi og þjóð birtust í mörgum bókum, þar á meðal átti hann allar myndir í Myndir frá Íslandi, árið 1930, og Iceland and the Icelanders, árið 1945. Þá hélt Vigfús nokkrar sýningar á ljósmyndum sínum heima og erlendis.

Vigfús’ photographs of the nation and its people appeared in many books. In addition he held exhibitions of his photographs at home and abroad.

Vigfús starfaði sem ljósmyndari á Akureyri á árunum 1923-1936. Frá árinu 1936 starfaði hann í Reykjavík, en hann var meðal annars sérlegur ljósmyndari opinberra stofnana og ljósmyndari forsætisembættisins var hann frá upphafi árið 1944. Auk þess að starfa sem ljósmyndari tók hann kvikmyndir af byggðum landsins og þjóðinni við leik og störf frá árinu 1937. Á ferðalögum sínum um landið tók Vigfús einstakar heimildaljósmyndir af fólki við störf; myndir sem sýna handbragð og verklag til sjávar og sveita, stílhreinar hrífandi myndir.

Meðal nema Vigfúsar var sonur hans, Gunnar Geir, sem rekur stofu í nafni föður síns. 88

Vigfús worked as a photographer in Akureyri from 1923 to 1936. From 1936 onwards he worked in Reykjavík but he was inter al. a designated photographer for official institutions and a presidential photographer since 1944. In addition to working as a photographer he shot motion pictures of the municipalities around the country and of the nation at work and play from 1937 onwards. On his travels around the country Vigfús took unique documentary photographs of people at work; photographs that show working methods and techniques at sea and in the countryside, charming, stylistically pure photographs.

Throughout his career Vigfús had many assistants and students. Among them were his son Gunnar Geir who still runs a studio in his father’s name. 89


Við fýlaveiði í Mýrdal. Catching fulmar in Mýrdalur.

90

Róið til að vitja um sel á Staðarfelli í Dölum (1938). Going on sealhunt in Staðarfell in Dalir (1938).

91


Forseti Íslands, Sveinn Björnsson, flytur ávarp í heimsókn til Akraness (1944). President of Iceland, Sveinn Björnsson, makes a speach while vising Akranes (1944).

92

Sigurjón Pétursson iðnrekandi ávarpar Svein Björnsson forseta Íslands í heimsókn að Álafossi í Mosfellssveit (1944). Factory owner Sigurjón Pétursson addresses Sveinn Björnsson president of Iceland at Álafoss in Mosfellssveit (1944).

93


Eiríkur Sigmundsson bóndi í Fagranesi við bjargsig í Drangey (1938). Eiríkur Sigmundsson farmer from Fagranes collecting eggs in the fowling cliffs in Drangey-island (1938).

94

Regnboginn. Í Vatnsdal (1938). The rainbow. In Vatnsdalur-valley (1938).

95


Ólafur K. Magnússon 1926-1997 Ólafur K. var fyrstur Íslendinga til að gera blaðaljósmyndun að ævistarfi sínu og skilaði óviðjafnanlegu verki á því sviði. Enda var hann stundum kallaður ,,ljósmyndari þjóðarinnar”.

Ólafur nam ljósmyndun í New York árið 1944 og kvikmyndagerð í Los Angeles á árunum 1945 til 1946. Ári síðar varð hann fyrsti ljósmyndari Morgunblaðsins í fullu starfi og starfaði þar í nær hálfa öld.

Eins og tíðkast hjá blaðaljósmyndurum myndaði Ólafur K. allt það sem þurfti að mynda, enda var hann eini ljósmyndari blaðsins fyrstu árin. En eftir því sem ljósmyndurum fjölgaði, gat hann sérhæft sig meira og sinnt einkum efnisþáttum sem stóðu huga hans næst. Ólafur K. var einstakur fréttamaður, næmur á atburði og hvernig best væri að sýna það sem var að gerast, hvort sem um pólitískar hræringar var að ræða, sjóslys eða Jóhannes Kjarval á vinnustofu sinni. Segja má að hann hafi lagt sérstaka alúð í að ljósmynda fólk í listalífinu, allt sem tengdist flugi og stjórnmálum. Þá er dægurlífið áberandi í myndasafni hans.

96

Fyrir utan að hafa ríkan skilning á því sem hann myndaði, sem nákvæmur fréttamaður, hafði Ólafur K. þroskað formskyn og bestu ljósmyndir hans bera sterk persónuleg einkenni, hvað varðar formræna uppbyggingu og afstöðu til myndefnisins.

Ólafur K. was the first Icelander to make photojournalism a life-time career and produced incomparable work as a photojournalist and documentary photographer. Indeed, in his day he was sometimes called “the nation’s photographer.” Ólafur studied photography in New York in 1944 and filmmaking in Los Angeles in 1945 and 1946. He signed on at the daily Morgunblaðið in 1947 as the newspaper’s first full-time photographer. As is the case with photojournalists, Ólafur K. photographed everything that needed to be photographed. But as more photographers signed on, he was able to specialize more and more and attend to projects closer to his heart. Ólafur was a unique reporter, endowed with a knack for events and how best to illustrate and show what was happening, be it political turmoil, accidents at sea or artists in their studio. It can be said that he photographed people from the artistic community with a unique affection and application, and everything to do with aviation and politics. The hustle and bustle of daily life is also prominent in his photographs.

In addition to being endowed with an acute sense of his subjects, Ólafur K. had a highly developed sense of form and his best photographs bear his strong personal hallmarks, in regard to formal composition and his attitude towards the subject.

97


Óeirðir á Austurvelli við Alþingishúsið þegar Ísland gekk í NATO (30. mars 1949). Opponents clash on Austurvöllur in front of the parliament building when Iceland joined NATO (30 March, 1949).

98

Jóhannes S. Kjarval listmálari teiknar í leigubíl á Þingvöllum (á sjöunda áratugnum). Artist Jóhannes S. Kjarval draws in a taxi at Þingvellir (in the sixties).

99


Hafnarfjarðarstrætó á hvolfi (um 1950). The bus between Reykjavík and Hafnarfjörður upside down (around 1950).

100

Síldarstúlkur fá sér kaffisopa á Húsavík (á sjötta áratugnum). Herring picklers take a coffee break in Húsavík (in the fifties).

101


Rokkdans á tónleikum í Austurbæjarbíói (seint á sjötta áratugnum). Rock-dancing at a concert in Austurbær Theatre in Reykjavík (in the late fifties).

102

Fólk fylgist með sólmyrkva í gegnum svört spjöld við Dyrhólaey (1. júlí 1954). People watching a solar eclipse through dark cardboard by Dyrhólaey-island (1 July, 1954).

103


Guðmundur Ingólfsson fæddur/born 1946 Guðmundur hefur um árabil verið í fararbroddi íslenskra ljósmyndara, fjölhæfur fagmaður sem hefur samhliða iðnaðar- og auglýsingaljósmyndun unnið markvisst að persónulegri heimildaljósmyndun.

Guðmundur nam hjá hinum kunna kennismið og ljósmyndara Otto Steinert (19151978) við Folkwangschule für Gestaltung í Essen í Þýskalandi, á árunum 1968 til 1971. Þá var Guðmundur aðstoðarmaður Steinerts um skeið. Ríkjandi hugmyndafræði í þýskri ljósmyndun á þeim tíma hafði áhrif á þróun Guðmundar sem ljósmyndara og mótaði myndræna sýn hans á heiminn. Sýn sem segja má að sé í anda þeirra hugmynda sem spruttu upp í Þýskalandi, um hvernig sýna eigi heiminn í myndum, sem kallast ,,Ný hlutlægni” – Neue Sachlichkeit. Þar var byggt á áherslum módernismans, um hrein og klár form, og að tilfinningasemi eða huglæg afstaða ætti ekki að skyggja á hið myndræna – þótt tilfinningar listamannsins til myndefnisins geti skipt máli við nálgun hans að öðru leyti.

104

Í þrjá áratugi hefur Guðmundur tekið þátt í ljósmyndasýningum heima og erlendis og sýnt sín persónulegu ljósmyndaverk. Hann hefur jöfnum höndum lagt áherslu á að mynda landslag og náttúru á formrænan hátt, og að skrá ummerki manna innan ýmissa byggðarlaga en þó einkum í miðborg Reykjavíkur.

For years Guðmundur has been in the vanguard of Iceland photographers, a versatile professional who has been active in personal documentary photography in addition to commercial and industrial photography.

Guðmundur studied with the famous theorist and photographer Otto Steinert (1915-1978) at the Folkwangschule für Gestaltung in Essen, Germany, from 1968 to 1971. The reigning ideology in German photography at the time influenced Guðmundur’s development as a photographer and formed his visual sense of the world. A vision which can be said to be in the spirit of the ideas which cropped up in Germany and were termed New Objectivity. This was based on modernistic emphases concerning clear and pure forms, and that an emotional and subjective stance shouldn’t overshadow the pictorial attributes – even if the feelings of artist towards the subject are important to his approach in other ways.

Guðmundur has participated in exhibitions at home and abroad for over three decades. He places equal emphasis on photographing landscapes and nature in a formal manner and recording the vestiges of men within various municipalities, yet mainly in the center of Reykjavík.

105


Skúlagata í Reykjavík (október 2008). Skúlagata in Reykjavík (October 2008).

106

Himnasending. Við Geitháls í Reykjavík (1999). Sent from Heaven. Outskirts of Reykjavík (1999).

107


Úr syrpunni Sögur úr síðasta stríði. Hverfisgata í Reykjavík (apríl 2009). From the series Stories From the Last War. Hverfisgata in Reykjavík (April, 2009)

108

Djúpavík (1993). Djúpavík (1993).

109


Bleikur sumarbústaður (1999). A pink vacation home (1999).

110

Sumarbústaður án veðbanda (1999). A dream without mortgage (1999).

111


Sigurgeir Sigurjónsson fæddur/born 1948 Sigurgeir nam ljósmyndun í Reykjavík á síðari hluta sjöunda áratugarins. Hann var í framhaldsnámi við ljósmyndaskóla hins virta sænska ljósmyndara Christer Strömholm í Stokkhólmi, á árunum 1970 til 1971, og stundaði framhaldsnám í San Diego í Bandaríkjunum.

Sigurgeir studied photography in Reykjavík during the latter part of the fifties. He continued his studies at the school of the respected Swedish photographer Christer Strömholm í Stockholm in 1970 and 1971 and also completed further studies in San Diego in the United States.

Í fyrstu bók Sigurgeirs, Svip myndum, frá 1982, eru einkum portrett- og mannlífsmyndir. Þótt þetta sé lítil bók eru margar ljósmyndanna áhrifaríkar, til dæmis myndir af ólíkum listamönnum. Fyrsta bók Sigurgeirs með landslagsmyndum í lit, Íslandslag, kom út í stóru broti árið 1992 og vakti verðskuldaða athygli fyrir glæsilegan myndheiminn og heildstæða sýn. Önnur kunn stórvirki hans, þar sem Ísland er í sviðsljósinu, eru Lost in Iceland, 2002, og Landið okkar, 2006. Bók Sigurgeirs og Unnar Jökulsdóttur, Íslendingar, frá 2004, náði metsölu fyrir íslenska ljósmyndabók, en í henni er myndum Sigurgeirs af fólki úti á landsbyggðinni og af mikilfenglegri náttúru fléttað saman við texta Unnar.

Sigurgeir’s first book Svip myndir from 1982 contains mainly portraits and photographs of daily life. Sigurgeir’s first book of color landscape photographs, Icelandscape appeared in large volume in 1992 and aroused deserved interest for his sweeping visual world and the unified vision. Other well-know epic projects of Sigurgeir’s are Lost in Iceland, 2002, and Our Country, 2006. The book Icelanders by Sigurgeir and writer Unnur Jökulsdóttir from 2004 was a best-seller among Icelandic books of photography, but the book contains Sigurgeir’s photographs of people in the countryside and imposing nature photographs.

Blaðaljósmyndun var starfsvettvangur Sigurgeirs um tíma en síðan starfaði hann um langt skeið einkum við auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun. Á síðustu árum hefur hann einbeitt sér að bókaútgáfu; að sköpun umfangsmikilla myndaraða þar sem íslensk náttúra hefur verið í sviðsljósinu, en einnig mannlíf og náttúra heima og erlendis.

112

Photojournalism was Sigurgeir’s chosen venue for a spell, but subsequently he concentrated on commercial and industrial photography over a long period. In recent years he has concentrated on publishing books of photography; the creation of a comprehensive series of photographs where Icelandic nature has been in the forefront, but also people and daily life.

113


Ăšr serĂ­unni Minni. From the series Catalyst.

114

115


116

117


118

119


Ragnar Axelsson fæddur/born 1958 Ragnar var á unglingsaldri þegar hann hóf störf sem ljósmyndari á Morgunblaðinu. Á blaðinu þroskaði hann myndræna sýn, sem hefur með tímanum orðið afar persónuleg, og naut þar samstarfsins með lærimeistaranum Ólafi K. Magnússyni. Um langt árabil hefur Ragnar verið áhrifamesti blaðaljósmyndari landsins, framúrskarandi fréttamaður sem hefur jafnframt verið óþreytandi við að túlka andrúm daganna.

Ragnar hefur lengi unnið að persónulegum heimildaverkefnum með frásagnarívafi, sem hann kýs að mynda í svarthvítu. Hann segir í myndum sögur af stöðum og fólki, sem hann sækir oft heim aftur og aftur, yfir langan tíma. Viðamesta verkefni Ragnars, og það sem hefur borið hróður hans víða um lönd, birtist í bókinni Andlit norðursins, sem kom út árið 2004. Þar eru ljósmyndir sem hann tók á 20 ára tímabili á Grænlandi, Íslandi og Færeyjum, og er viðfangsefnið mannlíf, verklag og siðir sem hafa tekið örum breytingum. Myndirnar sýna fólk sem lifir af landinu í sátt við harða náttúru. Form- og birtutilfinning Ragnars er sterk og hann byggir upp áhrifaríkar ljósmyndir með samspili manna og náttúrunnar, sem oft er köld og jafnvel fráhrindandi – þótt ljósmyndirnar séu hrífandi. Meðal annarra verkefna Ragnars er skráning á göngum á Landamannaafrétti og bók um þær breytingar sem eru að verða á norðurslóðum vegna hlýnunar jarðar. 120

As a teenager Ragnar started working as a photojournalist at the daily Morgunblaðið. At the paper Ragnar developed a visual sense which has become a very personal one, and there he had the advantage of working with his mentor Ólafur K. Magnússon. Over a long period of time Ragnar has been Iceland’s most influential photojournalist, a reporter par excellence.

Ragnar has long been engaged with personal documentary projects with a narrative strain. In his photographs he chooses to tell the stories of people and places he visits time and again. Ragnar’s most expansive project to date, which has made his reputation in many countries, is revealed in the book Faces of the North, published in 2004. This includes photographs he took in Greenland, Iceland and the Faroe Islands and the subject is the daily life, working methods and habits which have been subject to rapid changes. The photographs often show people who live off the land in harmony with a harsh nature. Ragnar’s sense of form and light is strong and he constructs impressive photographs with the collusion of man and nature. Among Ragnar’s other personal works is the record of sheep round-ups and a book on the subject of the changes which are occurring in the northern parts of the world because of global warming.

121


Sundriðið við smölun á Landmannaafrétti (2007). Swimming while rounding up the sheep in Landmannaafréttur (2007).

122

Guðjón Þorsteinsson frá Garðakoti, við Dyrhólaey (1995). Farmer Guðjón Þorsteinsson from Garðakot, by Dyrhólaey (1995).

123


Þorsteinn Einarsson frá Ytri-Sólheimum II í Mýrdal (2004). Þorsteinn Einarsson from Ytri-Sólheimar II in Mýrdalur (2004).

124

Björn Halldórsson gefur hrossum við Holt undir Eyjafjöllum (1993). Björn Halldórsson feeds horses in a winter storm. Holt by Eyjafjöll-mountains (1993).

125


Guðmann Magnússon frá Vindhæli í Austur-Húnavatnssýslu við smölun (1991). Guðmann Magnússon from Vindhæli in Austur-Húnavatnssýsla rounding up sheep (1991).

126

Axel Thorarensen á Gjögri (1986). Farmer and fisherman Axel Thorarensen from Gjögur (1986).

127


Páll Stefánsson fæddur/born 1958 Páll nam ljósmyndun í Gautaborg í Svíþjóð. Lauk þar námi árið 1982 og var ráðinn sem ljósmyndari að Iceland Review-útgáfunni. Páll hefur einnig verið myndritstjóri útgáfunnar og myndað ólík verkefni víða um heim á hennar vegum. Hann var líka valinn til að ljósmynda ýmsa staði sem eru á Heimsminjaskrá Sameinu þjóðanna, fyrir bókaútgáfu. Segja má að Páli hafi á starfstíma sínum auðnast að breyta áherslum og ásýnd íslenskrar landslags- og náttúruljósmyndunar, á athyglisverðan hátt, en á sama tíma hefur mátt sjá endurkomu landslagsins í íslensku málverki. Páll vinnur ætíð í lit, í ýmsum filmustærðum, en myndir hans búa yfir ríkulegri tilfinningu fyrir litog ljósblæ, og formum í náttúrunni, og það nýtir Páll sér á stílhreinan hátt. Í meðförum hans hætta örnefni og staðsetning oft að skipta máli, heldur mynda nafnlaust rennsli vatns, sprungur í jökli eða skærgrænar mosaþembur í svörtu hrauni form sem segja um leið sögur um hina stærri náttúru og eigindir hennar. Myndir Páls hafa verið áberandi í íslenskri útgáfu, auk þess sem hann hefur sýnt þær víða. Margar veglegar bækur hafa verið gefnar út með ljósmyndum Páls.

128

Páll studied photography in Sweden. He completed his studies in 1982 and was hired as a photographer at Iceland Review Publishing, which has published the eponymous magazine about Icelandic issued for decades as well as the magazine Atlantica. Páll has also been the picture editor of the publication and worked as a photographer on different assignments all over the world. It can be said that in his career Páll has succeeded in changing the emphases and face of Icelandic landscape and nature photography in an interesting manner, but around the same time the resurgence of the landscape in Icelandic paintings can be discerned. Páll works in color, in different film formats, but in his photographs there is an acute feeling for shades of color and light and forms in nature, and Páll makes use of these in a very stylistically pure manner. In his handling, the place names and location often no longer matter, rather they form an anonymous flow of water over the frame, cracks in a glacier or bright-green clusters of moss on a black bed of lava, forms that tell stories of the vaster aspects of nature and its attributes. Páll’s photographs have been prominent in the Icelandic world of publishing. In addition he has exhibited his photographs widely, at home and abroad.

129


Breiรฐamerkursandur (2008). Breiรฐamerkursandur (2008).

130

Lundey (2009). Lundey (2009).

131


Bakkafjörður (2009). Bakkafjörður (2009).

132

Vatnajökull (2005). Vatnajökull (2005).

133


Reykjafjörður (2008). Reykjafjörður (2008).

134

Eyjafjöll (2008). Eyjafjöll (2008).

135


HEIMILDASKRÁ Inga Lára Baldvinsdóttir: Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. JPV útgáfa og Þjóðminjasafn Íslands, 2001.

Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Þór Magnússon valdi myndirnar og skrifaði myndatexta. Almenna bókafélagið, 1976.

Inga Lára Baldvinsdóttir: Myndasafn frá Teigarhorni. Ljósmyndasýning í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands 13. mars-31. maí 1982. Þjóðminjasafn Íslands. (Sýningarskrá)

Inga Lára Baldvinsdóttir: Pétur Brynjólfsson 1882-1930. Sýning í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands febrúar-apríl 1985. (Sýningarskrá) Inga Lára Baldvinsdóttir: Magnús Ólafsson og framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 2000.

Eiríkur Guðmundsson, Guðmundur Ingólfsson: Magnús Ólafsson ljósmyndari. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 2003. Inga Lára Baldvinsdóttir: Ólafur Magnússon. Þjóðminjasafn Íslands, 2003.

Æsa Sigurjónsdóttir: Sigríður Zoëga – Ljósmyndari í Reykjavík. Þjóðminjasafn Íslands, 2000. Thor Vilhjálmsson: Kaldal. Ljósmyndir. Lögberg, Bókaforlag, 1982.

Einar Falur Ingólfsson: Jón Kaldal – Aldarminning. Jón Kaldal III & Bjartur, 1996.

Guðmundur Ingólfsson – Óðöl og innréttingar. Sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, febrúar-mars 2002. (Sýningarskrá)

Ragnar Axelsson: Andlit norðursins. Mál og menning, 2004.

Æsa Sigurjónsdóttir: Ísland í sjónmáli – Franskir ljósmyndarar á Íslandi 1845-1900. JPV forlag og Þjóðminjasafn Íslands, 2000. Þjóðin, landið og lýðveldið : Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Inga Lára Baldvinsdóttir, ritstjóri. Þjóðminjasafn Íslands, 2008.

Guðmundur Ingólfsson: Ólafur K. Magnússon – Sjónarvottur samtímans. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, 2003. Sigurgeir Sigurjónsson: Svip myndir. Iðunn, 1981.

Sigurgeir Sigurjónsson: Lost in Iceland. Forlagið, 2002. Sigurgeir Sigurjónsson: Landið okkar. Forlagið, 2006.

Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir: Íslendingar. Mál og menning, 2004. Páll Stefánsson: Ísland. Iceland Review, 1991. Páll Stefánsson: Land. Iceland Review, 1999.

Páll Stefánsson: 1881 km. Iceland Review, 2000. Páll Stefánsson: PS. Mál og menning, 2006.

Guðmundur Ingólfsson og Wayne Gudmundsson: Heimahagar – Homeplaces, pARTS Photographic Arts, Minnesota, 1998.

Einar Falur Ingólfsson: ,,Þetta gerist hratt” – Myndlistarmaður Skírnis, Guðmundur Ingólfsson. Skírnir, vor 2009. 136

137


SOURCES Inga Lára Baldvinsdóttir: Photographers in Iceland 1845-1945. JPV Publishing and the National Museum of Iceland, 2001.

The Photographs of Sigfús Eymundsson. Þór Magnússon selected the photographs and wrote the text. Almenna bókafélagið, 1976.

Inga Lára Baldvinsdóttir: A Collection of Photographs from Teigarhorn. A Photo Exhibition at Bogasalur in the National Museum of Iceland 13 March-31 May 1982. The National Museum of Iceland. (Catalogue)

Inga Lára Baldvinsdóttir: Pétur Brynjólfsson 1882-1930. Exhibition in Bogasalur National Museum of Iceland February-April 1985. (Catalogue) Inga Lára Baldvinsdóttir: Magnús Ólafsson and his contribution to Icelandic photography. The Reykjavík Museum of Photography, 2000.

Eiríkur Guðmundsson, Guðmundur Ingólfsson: Magnús Ólafsson Photographer. The Reykjavík Museum of Photography, 2003. Inga Lára Baldvinsdóttir: Ólafur Magnússon. National Museum of Iceland, 2003.

Æsa Sigurjónsdóttir: Sigríður Zoëga – A Reykjavík Photographer. The National Museum of Iceland, 2000. Thor Vilhjálmsson: Kaldal. Photographs. Lögberg Publishing, 1982.

Einar Falur Ingólfsson: Jón Kaldal – A Centennial Commemoration. Jón Kaldal III and Bjartur, 1996. Guðmundur Ingólfsson – Estates and Interiors. A Photo Exhibition at the Reykjavík Museum of Photography, February-March 2002. (Catalogue)

Guðmundur Ingólfsson and Wayne Gudmundsson: Heimahagar Photographic Arts, Minnesota, 1998. 138

Einar Falur Ingólfsson: “This happens fast” – On the Art of Guðmundur Ingólfsson. Skírnir, spring 2009. Ragnar Axelsson: The Face of the North. Mál og menning, 2004.

Æsa Sigurjónsdóttir: Iceland Within Sight – French Photographers in Iceland. 1845 - 1900. JPV Publishing and The National Museum of Iceland, 2000. The Nation, the Country and the Republic: Vigfús Sigurgeirsson: Photographer and Filmmaker. Inga Lára Baldvinsdóttir, editor. National Museum of Iceland, 2008.

Guðmundur Ingólfsson: Ólafur K. Magnússon – A Witness to His Time. Reykjavík Museum of Photography, 2003. Sigurgeir Sigurjónsson: Visages. Iðunn, 1981.

Sigurgeir Sigurjónsson: Lost in Iceland. Forlagið, 2002. Sigurgeir Sigurjónsson: Our Country. Forlagið, 2006.

Sigurgeir Sigurjónsson and Unnur Jökulsdóttir: Icelanders. Mál og menning, 2004. Páll Stefánsson: Iceland. Iceland Review, 1991. Páll Stefánsson: Land. Iceland Review, 1999.

Páll Stefánsson: 1881 km. Iceland Review, 2000.

Páll Stefánsson: PS Iceland. Mál og menning Publishing, 2006.

– Homeplaces, pARTS

139


Verk ljósmyndaranna Sigfúsar Eymundssonar, Nicoline Weywadt, Péturs Brynjólfssonar, Sigríðar Zoëga, Ólafs Magnússonar, Vigfúsar Sigurgeirssonar og Jóns Kaldal sem hér birtast eru varðveitt í Ljósmyndasafni Íslands innan Þjóðminjasafns Íslands. Myndir Magnúsar Ólafssonar koma frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndasafn Ólafs K. Magnússonar er hluti af Ljósmyndasafni Morgunblaðsins. Verk ljósmyndaranna Guðmundar Ingólfssonar, Sigurgeirs Sigurjónssonar, Ragnars Axelssonar og Páls Stefánssonar sem hér eru birt eru öll í þeirra eigu. Er hlutaðeigandi ljósmyndurum og umsjónarmönnum safnanna þakkað innilega fyrir lánið á verkunum og samstarfið við undirbúning sýningarinnar og þessarar bókar.

140

The works of the photographers Sigfús Eymundsson, Nicoline Weywadt, Pétur Brynjólfsson, Sigríður Zoëga, Ólafur Magnússon, Vigfús Sigurgeirsson and Jón Kaldal featured here are preserved at the Icelandic Museum of Photography in the National Museum of Iceland. The photographs of Magnús Ólafsson are from the Reykjavík Museum of Photography. The works of the photographers Guðmundur Ingólfsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Ragnar Axelsson and Páll Stefánsson which appear here are all in their possession. The photographers and the curators of the museums in question are sincerely thanked for lending out these works and for their collaboration in the preparation of the exhibition and this book.

Höfundur vill þakka þeim Ingu Láru Baldvinsdóttur, fagstjóra Ljósmyndasafns Íslands innan Þjóðminjasafns Íslands, Ívari Brynjólfssyni ljósmyndara og starfsmanni myndadeildar Þjóðminjasafns Íslands, Maríu Karen Sigurðardóttur, forstöðumanni Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Kristínu Hauksdóttur starfsmanni Ljósmyndasafns Reykjavíkur, fyrir aðstoðina við undirbúning sýningarinnar og þessarar bókar. Jóni Kalman Stefánssyni og Ingibjörgu Jóhannsdóttur er þakkaður vandaður yfirlestur. Það var Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, sem hratt verkefninu af stað.

The author wishes to thank Inga Lára Balvinsdóttir, manager of the Icelandic Museum of Photography within the National Museum of Iceland, Ívar Brynjólfsson, photographer and curator with the Department of Photography at the National Museum of Iceland, María Karen Sigurðardóttir, director of the Reykjavík Museum of Photography and Kristín Hauksdóttir at the Reykjavík Museum of Photography, for the help with the preparation for the exhibition and this book. Jón Kalman Stefánsson and Ingibjörg Jóhannsdóttir are thanked for reading the manuscript over with great care. It was Hannes Sigurðursson, the director of the Akureyri Art Museum who instigated this project. 141


142

143


144

The selection  
The selection  

Á Akureyrarvöku laugardaginn 29. ágúst 2009 opnaði sýningin Úrvalið: íslenskar ljósmyndir 1866–2009 í Listasafninu á Akureyri. Einar Falur I...

Advertisement