Page 1


4


SJÓNLISTAMIÐSTÖÐIN varð til í ársbyrjun 2012 með samruna Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili og fer starfsemin fram í þremur ólíkum húsakynnum við sömu götu í Listagilinu svo­kallaða. Miðstöðin setur margar og fjölbreytilegar sýningar upp á hverju ári af bæði inn­lendum og erlendum toga með það að markmiði að efla og auðga menn­ingarlíf bæjarins. Þótt sjónlistirnar skipi öndvegi stendur miðstöðin einnig að öðrum viðburðum í samvinnu við ýmsa aðila, s.s. tónleikum, leikhúsi, danssýningum og fyrirlestrum, og eru þeir kynntir eftir ­hendinni. Listasafnið á Akureyri hefur löngum verið flaggskip Listagilsins, en það tók til starfa árið 1993 og er jafnframt fyrsta myndlistarstofnunin sem með sanni má segja að tilheyri landsbyggðinni. Ketilhúsið, staðsett aðeins neðan við Listasafnið, er einstakur fjölnotasalur sem hentar vel fyrir hönnun, skúlptúra og stórar innsetningar og ber sýningarhaldið þess merki. Deiglan, hinum megin götunnar, er aftur á móti aðallega ætluð ungum myndlistarmönnum og þar gefst einnig grasrótarsamtökum kostur á því að spreyta sig. The Center for Visual Arts was founded in 2012 with the merger of The Akureyri Art Museum and The Akureyri Cultural Center and is located in three separate buildings close to each other in the same street, affectionately known as the Art Channel. Every year the Center offers a wide range of exhibitons, mainly of domestic origins, with the aim of enriching Akureyri’s cultural life. Although the main activity is based on the visual arts, as the name indicates, the Center also offers a host of other events in collaboration with various groups and individuals, including concerts, theater, dance and lectures. The Akureyri Art Museum, established in 1993, has from the start been the flagship of the Art Channel and is the first and only institution of its kind outside the metropolitan area of Reykjavik. The Kettle House (Ketilhús), next to the Museum building, is a unique multifunctional facility primarily devoted to design, sculpture and large scale installations. Deiglan, which means “the melting pot”, is located across the street from the Museum and comprises a small open space where all sorts of exhibitions, experiments and happenings take place.

Sjónlistamiðstöðin – Kaupvangsstræti 12 – 600 Akureyri – Iceland Sími/Phone: (+354) 461-2610 – Netfang/Email: sjonlist@sjonlist.is Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu miðstöðvarinnar. For further information see our website. WWW.SJONLIST.IS

5


Listasafnið /Art museum Vetraropnunartími / Winter opening hours:

miðvikudaga til sunnudaga 13-17 Wednesdays to Sundays 1-5 pm Sumaropnunartími júní-ágúst / Summer opening June-August

þriðjudaga til sunnudaga 9-17 Tuesdays to Sundays 9-5 pm

Ketilhús / Kettle House Vetraropnunartími / Winter opening hours:

miðvikudaga til sunnudaga 13-17 Wednesdays to Sundays 1-5 pm Sumaropnunartími júní-ágúst / Summer opening June-August

þriðjudaga til sunnudaga 9-17 Tuesdays to Sundays 9-5 pm

Deiglan / The Melting Pot Breytilegir opnunartímar Opening hours may vary

6


Listasafnið / Art Museum 12. janúar – 3. mars Samhengi hlutanna / The context of things

11

9. mars – 21. apríl Guðrún Einarsdóttir og Ragna Róbertsdóttir 12 27. apríl – 16. júní SJÁVARSÝN / FACING THE OCEAN

13

22. júní – 11. ágúst Réttardagur / FUNDAMENTALS

14 - 15

17. ágúst – 6. október Anamnesis / Silence

16

12. október – 8. desember Einu sinni er… / ONCE THERE IS…

17

Ketilhús / Kettle House

8

19. janúar – 24. febrúar Kveikja / spark

19

2. – 31. mars Móttökustöð fyrir mannsandann / COLLECTION SITE OF THE SPIRIT

20

6. apríl – 12. maí Í skugga táknstafanna / SYMBOLIC SHADOWS

21

18. maí – 16. júní SPOR Í ÁTTINA- áfangastaður ókunnur / A STEP IN THE DIRECTION- destination unknown

22

22. júní – 4. ágúst Réttardagur / FUNDAMENTALS

15


10. ágúst – 15. september STOLNAR FJAÐRIR / STOLEN FEATHERS

23

21. september – 27. október September

24

2. nóvember – 8. desember Mandala – Munstur / Mandala – Pattern

25

Deiglan / The Melting Pot 19. janúar – 24. febrúar FERÐALAG / JOURNEY

27

2. – 31. mars VÍXLVERKUN / INTERPLAY

27

6. – 21. apríl Triangulus

28

27. apríl – 12. maí LIST ÁN LANDAMÆRA / ART WITHOUT BOUNDARIES

28

18. maí – 16. júní Ping-Pang-Púff

29

22. júní – 3. ágúst RÉTTARDAGUR / FUNDAMENTALS

15

10. ágúst – 14. september Á MÖRKUM HEIMANNA / BORDERING WORLDS

29

21. september – desember GESTSAUGAÐ / ARTISTS IN RESIDENCE

30

Aðrir salir / Other venues

32 - 33

Styrktaraðilar okkar / Our sponsors:

9


10


SAMHENGI HLUTANNA / THE CONTEXT OF THINGS Finnur Arnar og Þórarinn Blöndal

12. janúar – 3. mars

Finnur Arnar Arnarson (f. 1965) og Þórarinn Blöndal (f. 1966) sýna hér splunkuný verk sem unnin eru með blandaðri tækni af mikilli alúð og natni. Ferill þessara góð­ vina hefur fléttast saman um áratuga skeið í bæði leik og starfi og varpar sýningin ágætu ljósi á þau margvíslegu viðfangsefni sem þeir félagar hafa tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina. Vinnuferlið hefur löngum verið Þórarni hugleikið og hefur hann endurreist vinnustofu sína í vestursal safnsins og komið henni fyrir í gegnsærri kúlu, tákni eilífðarinnar, sem hefur einnig að geyma vasaútgáfu af öllu því sem þar er að finna. Finnur Arnar teflir aftur á móti fram nokkrum sjálfstæðum verkum sem þó eiga í nánu samtali sín í milli um meginstefin í okkar tilvistarlegu vegferð; líf og dauða, sköpun og tortímingu, og hinn hverfula tíma sem heldur okkur öllum í ósýnilegum greipum. Finnur Arnarson (born 1965) and Þórarinn Blöndal (born 1966) present new works in mixed media executed with verve, delicacy and devotion. These two age-old friends and colleagues have cooperated for decades on many projects, both independently and for the theatre, but this exhibition puts their respective fields of interest into an illuminating context and sheds a light on the diversity of their works over the years. Þórarinn has always been intrigued by the work-process and has reconstructed his studio in the west-wing of the museum, placing it inside a transparent globe, the symbol of eternity, which also contains a mini-version of every object found there. Each work by Finnur operates independently while engaging in an internal dialogue that reflects on life’s most enduring questions: existence and death, creation and destruction, and the invisible grasp of time.

11


Guðrún Einarsdóttir & Ragna Róbertsdóttir

9. mars – 21. apríl

Guðrún Einarsdóttir (f. 1957) og Ragna Róbertsdóttir (f. 1945) eiga það sameiginlegt að vinna með efni sem tíminn hefur fengið að móta. Í verk­ unum Efnislandslag byggir Guðrún Einarsdóttir á áratuga löngum tilraunum með blöndun olíu- og íblöndunarefna. Á löngu þornunarferlinu birtist lands­ lag efnisins. Ragna Róbertsdóttir vinnur með náttúruleg efni, eins og hraun, skeljar og sjávarsalt. Þessi efni hafa gengist undir breytingar á löngum tíma, þar sem ágangur veðurs og sjávar hefur brotið þau niður og þau tekið á sig nýjar myndir við efnahvörf. Ragna grípur inn í þetta náttúrulega ferli með því að taka efnin og móta í listræn form sem eiga sér hverfulan líftíma í listinni. Guðrún Einarsdóttir (born 1957) and Ragna Róbertsdóttir (born 1945) share an interest in materials that have been shaped by time. The works that form part of Materia Landscape are based on experiments with mixing oils and solvents that Guðrún Einarsdóttir has been conducting over several decades. The long drying process brings to light the landscapes that are contained within the materials. Ragna Róbertsdóttir uses natural materials such as lava, shells and seasalt that have undergone changes over periods of geologial proportions; weather and sea erosion have broken them down and transformed them through slow-grinding chemical reactions. Ragna intervenes in this natural process by transporting the ingredients into an artistic context where she reshapes them into new forms of delicate, aesthetic existence.

12


SJÁVARSÝN / FACING THE OCEAN Lífið við sjávarsíðuna í íslenskri myndlist

27. apríl – 16. júní

Íslenskir myndlistarmenn hafa oft sótt innblástur sinn til hafsins og veitir þessi sýning, sem byggð er á úrvali verka úr fórum Listasafns Íslands, áhugaverða yfirsýn yfir hvernig þeir hafa nálgast þetta viðfangsefni í gegnum tíðina. Þjóðin var mótuð af hugsunar­ hætti landbúnaðarsamfélagins fram undir lok síðari heimsstyrjaldar og fengust listamenn ­næstum eingöngu við landslagsmyndir fram að þeim tíma. Þegar líða tók á fjórða áratuginn viku róman­tískar náttúrulýsingar, sem hjálpuðu til við að sameina þjóðina í sjálfstæðis­ baráttunni, fyrir persónulegri og fjölbreyttari hugðarefnum um leið og sjávarútvegurinn festi sig í sessi sem aðalatvinnuvegur landsins. Þótt Íslendingar hafi lengi sótt sjóinn og búi flestir við ströndina fer ekki mikið fyrir hafinu í okkar myndlistarsögu. Á því er þó ­ýmsar merkilegar undantekningar eins og sjá má á þessari sýningu sem skartar verkum eftir­ marga af okkar þekktustu myndlistarmönnum, m.a. Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Scheving og Svavar Guðnason. This exhibition, based on selected works from The National Gallery of Iceland, provides a fascinating overview of seascapes from the last century. For the first three decades, romantic landscape paintings largely dominated all other concerns, reflecting the old agricultural society from which the nation was rapidly evolving. After World War II, when the country finally received its independence from Denmark, the subject matter became more diverse and personal as the fishing industry replaced traditional farming as the nation’s chief source of income. Although the population has relied on fishing throughout the ages and the settlement is mostly restricted to the coastline, the ocean plays a relatively minor role in Icelandic art history. There are many intriguing exceptions, however, which are highlighted in this exhibition that spans nearly a century and contains works by many of the country’s most celebrated painters.

13


RÉTTARDAGUR – 50 sýninga röð / FUNDAMENTALS Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

22. júní – 11. ágúst

Til að fagna fimmtugasta afmælisdegi sínum mun gleðigjafinn Aðalheiður S. Eysteins­dóttir (f. 1963) samtímis opna sýningar í öllum salarkynnum Sjónlista­ miðstöðvarinnar, Listasafni, Ketilhúsi og Deiglu. Sýningarnar marka hápunktinn á verkefninu Réttar­dagur – 50 sýninga röð, sem staðið hefur yfir síðan 23. júní 2008. Umfjöllunarefni sýninganna er íslenska sauðkindin og menning henni tengd þar sem markmiðið er að byggja brú milli listsköpunar og raunveruleikans með samstarfi við fjölda skapandi fólks. Listirnar ýta ekki einungis undir nýsköpun og uppfinningar, þær stappa í okkur stálinu og hvetja fjöldann til dáða. Með því að túlka bændasamfélagið og þann mikla mannauð sem það hefur að geyma vonast listakonan til að opna fyrir flóðgáttir hugmynda og færa áhorfendur nær uppsprettulindum hamingjunnar. To celebrate her fiftieth birthday the inimitable Aðalheiður S. Eysteinsdóttir (born 1963) will simultaneously open exhibitions in all the buildings belonging to the Center for Visual Arts – The Art Museum, Kettle House and Deigla – as a grand finale to her project Fundamentals, which has been ongoing since 2008. The exhibitions address the national significance of the Icelandic sheep with the aim of bridging the gap between art and the everyday through collaboration with an army of creative people. Aðalheiður considers art to be a vital force in society’s structural framework and a key element in the development of every culture. By plowing through the farming community, as it were, and the vast human resources it possesses, she hopes to generate an outpouring of concepts and ideas that will no doubt bring a happy smile to our faces.

14


Ketilhús 22. júní – 4. ágúst ÞORRABLÓT

Deiglan 22. júní – 3. ágúst Á FJALLI

15


ANAMNESIS / SILENCE Stefán Boulter og Janne Laine

17. ágúst – 6. október

Listmálarinn Stefán Boulter (f. 1970) hefur verið virkur þátttakandi innan ­hinnar svonefndu Kitsch- hreyfingar, bæði sem einn af boðberum hennar og sterkur áhrifa­ valdur. Heimspeki listlíkisins (kitsch) hefur haft það að leiðarljósi að skapa hugmyndafræðilegan grundvöll sem leggur m.a. áherslu á vandað handverk með ­aðferðum gömlu meistaranna, húmanísk viðhorf, hluthyggju og fegurð hins ljóðræna. Finninn Janne Laine (f. 1970) fæst við náttúruna og nálgast hana með hefðbundnum og nútímalegum hætti í senn. Hann umbreytir ljósmyndum sínum af landslaginu með sérstakri tækni (e. photogravure) sem á rætur að rekja til árdaga ljósmyndar­ innar snemma á 19. öld og byggist á ætingu. Í verkum hans bregður fyrir kunnuglegum þemum úr sögu landslagslistarinnar, yfirlætislaust og án allrar kaldhæðni. Áhorf­andanum er boðið á staði sem hann þekkir kannski ekki en kannast samt við á ­einhvern óræðan hátt. Stefán Boulter (born 1970) has been an active participant in the international Kitsch movement, both as an apostle and an influential artist. The Kitsch philosophy rests squarely on the ideological premise of classical humanism, espousing the values and techniques of the old masters. Although grounded in objective reality and abstaining from any kind of tounge-in-cheek irony, Boulter, like his painterly allies, celebrates the poetic beauty of existence. The approach of the Finnish artist Janne Laine (born 1970) to nature is both unconventional and traditional. The landscape is transformed through the use of photogravure, an etching technique dating back to the beginnings of photography, resulting in a high fidelity intaglio print. Familiar themes from the history of landscape art can be detected in his captivating yet unassuming and lyrical works. The observer is invited to visit places he might perhaps not know but seem strangely familiar.

16


EINU SINNI ER... / 12. október – 8. desember ONCE THERE IS... Jón B. K. Ransu og Guðrún Vera Hjartardóttir Á sýningunni Einu sinni er... tefla hjónin Jón B. K. Ransu (f. 1967) og Guðrún Vera Hjartar­dóttir (f. 1966) saman málverkum og skúlptúrum í sýningarsölum Lista­ safnsins á Akureyri. Verk þeirra eru unnin með tilliti til viðtekinna einkenna listmiðlanna – sem tvívíðir abstrakt fletir og þrívíðir fígúratífir hlutir – og lúta sem slík eigin lögmálum og innri hugmyndafræði, en hér eiga þau jafnframt í fjölþættu samtali sín á milli, sem og við áhorfandann og rýmið. Titillinn Einu sinni er... varð til í samtali listamannanna um markmið sýningarinnar og bendir til þess að listaverk vísi ætíð til fortíðar (sem það byggir á), nútíðar (þar sem það er) og framtíðar (þar sem áhrifa þess gætir). In this exhibition at the Akureryri Art Museum the artist couple Jón B. K. Ransu (born 1967) and Guðrún Vera Hjartardóttir (born 1966) bring their paintings and sculptures into an intimate dialogue. Created within the historical conventions of the respective mediums as two-dimensional geometric abstractions on the one hand and three-dimensional figurative objects on the other, the works offer a rare opportunity to compare and contrast the very different traditions and movements that inform them. The title Once there is... came about when they contemplated the objective of the exhibition, hinting at the fact that art always has a reference to the past (on which it is based), the present (where it exists), and the future (where its impact is manifested).

17


18


KVEIKJA / SPARK Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

19. janúar – 24. febrúar

Hér fæst Jóhanna Helga (f. 1978) við upplifun okkar í náttúrunni og hvernig mögulegt er að endurskapa þá reynslu með neongulum plastfólíum og skjannabjörtum flúr­ lömpum þegar mesta skammdegið grúfir yfir. Hún kannar möguleikana á að líkja eftir þeirri dularfullu vellíðan sem svo oft fylgir náttúruupplifun, án aðkomu náttúrunnar sjálfrar. Rannsóknir sýna að maðurinn hefur meðfædda þörf fyrir tengsl við náttúruna og því ætti firrtur og vansæll nútímamaðurinn að hlaða batteríin úti í hinni guðsgrænu. Í athugunum sínum hefur Jóhanna hins vegar komist að raun um að jafnvel huglæg endurgerð á höfuðskepnunum getur virkað tilfinningalega á okkur svipað og náttúran sjálf og gerviefni leyst hana af hólmi með samruna listar og tækni. Here Jóhanna Helga (born 1978) addresses our perception and understanding of nature and how that experience can possibly be recreated with bright yellow plastic foils and blazing incandescent light bulbs during the darkest hours of winter. She explores the possibilities of mimicking the magically exulting sensation one often experiences in nature, without involving nature itself. Research shows that human beings are born with an innate urge to connect with nature and therefore the alienated and frustrated urbanites should be exposed directly to nature in order to recharge their batteries. Jóhanna has, however, managed to demonstrate that even the most conceptual surrogates for natural phenomena can affect us in a similar way as nature itself.

19


MÓTTÖKUSTÖÐ FYRIR MANNSANDANN / COLLECTION SITE OF THE SPIRIT Guðmundur Viborg Jónatansson

2. mars – 31. mars

Myndir alþýðulistamannsins og völundarins Guðmundar Viborg (1859-1936) eru markverð viðbót við það stóra safn myndverka eftir sjálflærða listamenn sem smám saman hefur komið fram á sjónarsviðið á Íslandi á undanförnum áratugum. Viðfangs­ efnið er óútreiknanlegur margbreytileiki lífsins, tjáður af hreinskilni og leikgleði. ­Guðmundur var undarleg blanda af praktískum handverksmanni og örgeðja sveimhuga sem var upptendraður af hugmyndum þjóðernisrómantískrar sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Myndir hans eru ekki einasta heimildir um viðhorf 19. aldar fjölhaga, heldur áhrifamikil myndgerving þeirra viðhorfa. The work of this versatile folk-artist (1859-1936) are a significant addition to the vast collection of paintings by self-taught artists that have gradually been discovered in Iceland over the last decades. Life’s unpredictable diversity is the topic, expressed with energetic honesty. Guðmundur was an odd combination of a practical craftsman and an impulsive dreamer who was kindled by romantic nationalistic ideas connected with Iceland’s struggle for independence in the 19th century. His paintings are both a source of evidence of the views of a multitalented 19th century man and a powerful metaphor for those views.

20


Í SKUGGA TÁKNSTAFANNA / SYMBOLIC SHADOWS Soffía Árnadóttir

6. apríl – 12. maí

Soffía Árnadóttir (f. 1955) er einn helsti leturmeistari landsins og kennir margra grasa á þessari fyrstu yfirlitssýningu á verkum hennar í Ketilhúsi. Tungumálið mótar skilning okkar á tilverunni að stærstu leyti og táknmerkingar stafanna eru þeir járnbrautarteinar sem flest mannleg samskipti fara eftir. Þeir birta okkur sýnir og sjónarhorn, umvefja skilning okkar og skynjun á hlutveruleikanum og mynda þar með hina stafrænu matrixu. Það er þetta skuggaspil táknmerkjanna sem Soffía gerir sér mat úr. Letrið er hennar ær og kýr og vinnur hún það í ýmis efni, s.s. vatnsliti, blaðgyllingu, skinn, keramik, stein, gler, stál og tré, en áhugi hennar á því felst þó fyrst og fremst í formgerðum bókstafanna, sjónrænum möguleikum þeirra og útfærslu. This retrospective of Soffía Árnadóttir (born 1955) contains a wide-ranging selection of works spanning numerous materials and methods, as well as new pieces made especially for the exhibition, but Soffía is one of Iceland’s leading typographers. Language underpins our understanding of the world where the symbolic meaning of letters functions as the most predominant vessel of communication. Letters, when combined into words, open up a gigantic window of visions and perspectives by shaping our awereness of reality and in so doing establish the foundation of our conceptual matrix. Soffia’s playing field are these symbolic shadows cast off by the letters, which she executes in watercolours, gilded sheets of paper, skin, ceramic, stone, glass and wood. Her main interest, though, resides in the shapes of the letters and their formalistic, visual properties.

21


18. maí – 16. júní SPOR Í ÁTTINA - áfangastaður ókunnur A STEP IN THE DIRECTION - destination unknown Hjördís Frímann Leiðangrar Hjördísar (f. 1954) um listheiminn hafa víða legið. Eftir viðkomu í ljósmyndun og grafík féll hún marflöt fyrir málverkinu fyrir tæpum 30 árum og hefur haldið sig við þann miðil allar götur síðan. Á námsárunum við Fagurlistaskólann í Boston málaði hún hömlulaust, lét allt flakka, og ekki dugði minna en risastórir flekar í sköpunina. Þótt vinnubrögðin séu nú önnur er áfangastaðurinn enn ókunnur. Formin eiga hug hennar og hjarta um þessar mundir og litagleðin vísar veginn. Farið er í ­allar áttir enda formgerðin af margvíslegum toga og blindgöturnar margar. Sjálf segist Hjördís breyta um stíl oft á dag og þegar lengra verður ekki komist á gönguleiðum andans tekur hún sér stundum far með sporvagninum eða svífur um í loftbelg, ef það hentar betur. Allt eru þetta spor í áttina að ókunnum áfangastað. Hjördís (born 1954) has travelled far and wide within the realms of art. After a brief encounter with photography and lithography she fell in love with painting and has stuck to that medium for nearly 30 years. As an art student in Boston she painted compulsively, anything was allowed and nothing short of huge would satisfy her. Although her technique and methods have changed over the years, the destination is still unknown. Formalistic concerns now rule the canvas – vibrant colours govern the exploration that sometimes leads to an impasse. Hjördís has no problem with changing her style several times a day and when she can’t get any further she takes a ride on a tram, as it were, or in a hot air balloon, if it suits her better. These are all steps in the direction, towards an unknown destination.

22


STOLNAR FJAÐRIR / STOLEN FEATHERS Þórdís Alda Sigurðardóttir

10. ágúst – 15. september

Þórdís Alda Sigurðardóttir (f. 1950) hefur starfað að myndlist frá 1984, eða síðan hún útskrifaðist frá myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, en þaðan lá leið hennar í Listaakademíuna í München í Þýskalandi (Akademie der Bildenden Künste). Uppsprettan sem Þórdís sækir efnivið og hugmyndir sínar í er ,,dótakassi samtímans‘‘ með öllum þeim efnum, hlutum, tækjum, tólum og klæðum sem er hið raunverulega daglega sjónarspil stórs hluta mannkyns. Skoðun og notkun á sammannlegum hlutum, háttum og athöfnum sem tengjast náttúrunni á einhvern hátt vega þungt í verkum hennar. Daglegum endurtekningum, sem oft hljóta litla athygli, og einföldun á því sem stundum (að nauðsynjalausu) er gert flókið er tvinnað saman í verkum hennar og innsetningum. Hlutnum er yfirleitt kippt úr sambandi við fyrri tilgang því listamaðurinn er með nýjar fyrirætlanir og annað samhengi á prjónunum um framtíð þeirra og oft fær efnið að ráða hvar numið er staðar. Þórdís Alda Sigurðarsóttir (born 1950) graduated from the Department of Sculpture of the Icelandic College of Art and Crafts in 1984 and continued her studies at the Akademie der Bildende Künste in Munich, Germany. Ever since then she has been working on and exhibiting her art. Þórdís seeks her inspiration and her raw materials in the “toy box” of contemporary life – the collection of objects, tools and clothing that serve as props in the daily drama of life for a large section of mankind. Her artistic practice focuses on the examination and reuse of objects from our shared existence, as well as elements and actions that relate us to nature. The daily repetitions of our lives, so often overlooked, are revealed in her art which usually aims to simplify that which we have rendered needlessly complicated. The objects and materials are typically removed from their habitual context as the artist unveils her new plans and contexts for their future use , but the material itself frequently determines when the process is complete.

23


SEPTEMBER Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson ásamt Ragnheiði Guðmundsdóttur

21. sept. – 27. okt.

Listmálararnir Jón Óskar (f. 1954) og Bjarni Sigurbjörnsson (f. 1966) taka hér aftur upp þráðinn með því að vinna saman stór og voldug málverk fyrir sýninguna September, en hún er að mestu leyti unnin á staðnum vikuna fyrir opnun og vísar titillinn til þess. Ólíkir hugarheimar og efnistök mætast í myndrænum áflogum og leiftrandi sköpunargleði sem einkennir verk þeirra beggja – annars vegar fígúratífur gaura­gangur Jóns Óskars og hins vegar abstrakt beljandi Bjarna – svo úr læðingi leysast þverstæðu­ kenndir kraftar. Á efri hæð Ketilhúss sýnir Ragnheiður (f. 1966) öllu yfirvegaðri verk, portrett sem leita eftir jafnvægi og innri ró og laða þannig fram þær jákvæðu birt­ ingarmyndir sem með okkur búa. Pappír, vax og nostursamlegur útsaumur – allt rifið og tætt, lagað og bætt – rennur saman við texta sem minna á möntrur ætlaðar til heilunar eða graftarkýli sem hleypt geta út sársaukanum og opnað fyrir gleðina. The painters Jón Óskar (born 1954) and Bjarni Sigurbjörnsson (born 1966) continue their collaboration by making big powerful works for this exhibition, which will be done on site during the week before the opening, hence the title September. Different mentalities and approaches collide in the pictorial fistfights and sparkling creativity which characterizes the work of both artists – Jón’s unruly figurations and Bjarni’s primordial abstractions – unleashing a potent mix of paradoxical forces.The portraits by Ragnheiður (born 1966), found on second floor, are more composed as they seek balance and inner peace geared towards activating the sun in our hearts. Paper, wax and delicate embroidery blends with various texts that resemble purifying mantras or boils that can release the pain and bring out the joy.

24


MANDALA / MUNSTUR / PATTERN Rannveig Helgadóttir og Guðbjörg Ringsted

2. nóv. – 8. des.

Guðbjörg Ringsted (f. 1957) var bæjarlistamaður Akureyrar 2012 en á því ári voru 30 ár liðin síðan hún hélt sína fyrstu einkasýningu á Akureyri. Það var við vinnu með blýantinn árið 2007 sem lauf og blóm fóru fyrst að birtast í verkum Guðbjargar. Fljótlega skipti hún blýantinum út fyrir pensil og akrýlliti og plöntumunstrin héldu áfram að blómstra með tilvísunum í þjóðbúning íslenskra kvenna. Mandalan, sem grundvallast á hringforminu og margþættum munstrum því tengdu, skipar öndvegi í málverkum Rannveigar Helga­ dóttur (f. 1971). Orðið mandala er ættað úr sanskrít og merkir „heilagur hringur“ eða hringrás eilífðarinnar og táknar alheiminn og eðli hins guðlega. Um þúsundir ára hafa frum­byggjar Norður-Ameríku, hindúar og búddistar notað mandölur við hugleiðslu til að skerpa meðvitund sína og koma á jafnvægi líkama, hugar og anda. Guðbjörg Ringsted (born 1957), who was nominated Akureyri’s municipal artist in 2012, held her first solo exhibition in Akureyri 30 years ago. The leaves and flowers characterizing her works today first started to appear in her drawings as late as 2007. Soon she traded the pencil for a paintbrush and acrylics while the flowers keep on blooming with a strong reference to the embroidery and filigree found on the Icelandic national costume for women. Mandala, which is based on a circular form and various related patterns, is a theme in Rannveig Helgadóttir’s (born 1971) paintings. The word mandala derives from Sanskrit, meaning “holy circle” or cycle of eternity, and symbolizes the universe and nature of the divine. For thousands of years the indigenous people of North America, Hindus and Buddhists have used the mandala in meditation to sharpen their consciousness and find a balance between the body, mind and spirit.

25


26


Ferðalag / journey Guðný Marinósdóttir

19. janúar – 24. febrúar

Guðný (f. 1944) sýnir hér valin verk úr BA-námi sínu í útsaumstextíl (e. embroidered textiles). Nafnið á sýningunni vísar til þess huglæga ferðalags sem lagt er upp í þegar unnið er að skapandi verkefnum, í námi sem annars staðar. Hugmyndir að verkum sínum sækir Guðný í náttúruna, tengsl mannsins við umhverfi sitt og ábyrgð hans á því. Einnig í eldri textíla og menningarlegt samhengi þeirra. Guðný hefur starfað sem textílkennari og textíllistakona í 35 ár. Guðný (born 1944) presents selected works from her BA-studies in embroidered textiles at the Middlesex University London and elsewhere. The title refers to the mental journey one embarks on when following the creative process. Her work is inspired by nature, human interaction with nature and environmental responsibility. Guðný has worked as an art teacher and textile artist for 35 years.

VÍXLVERKUN / INTERPLAY D. Íris Sigmundsdóttir og Hertha María Richardt Úlfarsdóttir

2. mars – 31. mars

Blíðlyndi, leikgleði, húmor, skelfing, ofsi, togstreita og ádeila eru nokkur orð sem lýsa myndverkum Írisar (f. 1976) og Herthu (f. 1983). Í teikningum sínum leika þær sér að þeirri mynd sem samfélagið dregur upp af kvenmönnum og kvenmannslíkamanum; þeim kröfum, þankagangi, sársauka og fegurð sem ítrekað er otað að einstaklingum. Tenderness, joy, humor, terror, frenzy, tension and criticism are but a few words that describe the art of Íris (born 1976) and Hertha (born 1983). In their drawings they toy with society’s portrayal of women and their bodies – demands, thoughts, pain and beauty – which is thrown at us on a daily basis.

27


TRIANGULUS Hekla Björt og Sara Björg

6. apríl – 21. apríl

Þríhyrndar formsmíðar eru það sem listamennirnir Hekla Björt (f. 1985) og Sara Björg (f. 1988) gera að yrkisefni sínu á sýningunni Triangulus. Þríhyrningurinn er eitt af grunnformum rúmfræðinnar og einn af hornsteinum táknfræðinnar, sem skírskotar til sambands okkar við bæði innri og ytri veruleika, enda veit þjóð þá þrír vita. Þessi óður til þríhyrningsins er einskonar sameiningartákn sýningarinnar: listakonurnar tvær og sköpunin, ástin, listin og heimurinn, þú, ég og geimurinn. Triangular shapes in all kinds of manifestations lie at the heart of this joint exhibition by Hekla Björt (born 1985) and Sara Björg (born 1988). The triangle is a fundamental element of our culture, whether in science, art or religion, and alludes simultaneously to inward and outward reality. This is an ode to the triangle, the unifying symbol of the exhibition: The two artists and creation; love, art and the universe; you, I and space.

LIST ÁN LANDAMÆRA / ART WITHOUT BOUNDARIES

27. apríl – 12. maí

List án landamæra er listahátíð fjölbreytileikans, árlegur viðburður sem miðar að því að kynna verk fatlaðs fólks og koma á samstarfi milli fatlaðs og „ófatlaðs“ listafólks. Áhersla hátíðarinnar er á sýnileika ólíkra einstaklinga og frjóa samvinnu. List án landa­ mæra er hátíð jafnréttis, möguleika, margbreytni og tækifæra öllum til handa.

28

Art Without Boundaries is an annual art festival in Iceland with the intention of promoting the art of people with disabilities and to facilitate cooperation between people with and without disabilities. Emphasis is placed on the merging of different talents and mutually rewarding experiences where everybody has an opportunity on equal footing.


PING-PANG-PÚFF María Ósk Jónsdóttir

18. maí – 16. júní

María Ósk (f. 1987) sýnir hér fígúratíf verk en í námi sínu við Designskolen Kolding í Danmörku, sem hún útskrifaðist úr sumarið 2012, lagði hún áherslu á málverk og teikningar. Nokkurs konar örsaga í léttari kantinum fylgir hverri mynd og saman skapa sagan og myndin eitt heildstætt verk. This exhibition, Ping-Pang-Púff, consists of figurative works by María Ósk (born 1987), who graduated in 2012 from Designskolen Kolding in Denmark, where she focused mainly on painting and drawing. A lighthearted anecdote unites with each picture to create a broader impression of the work as a whole.

Á MÖRKUM HEIMA / BORDERING WORLDS

Frímann Kjerúlf Björnsson

10. ágúst – 14. sept

Undur eðlisfræðinnar hafa lengi verið Frímanni (f. 1978) hjartfólgin ekki síður en hug­ leikin. Hann vinnur á mörkum lista og vísinda og sækir innblástur sinn einkum til ljósrænnar eðlisfræði. Frímann er því boðberi ljóssins eða sáttasemjari tveggja heima, sem eiga líklega meira sameiginlegt en margan kann að gruna. Í verkum sínum dregur Frímann fram ýmis upplýsandi fyrirbæri úr smiðju náttúrunnar, einangrar þau og setur á stall í fagurfræðilegt samhengi, ekki ósvipað því þegar vísindamenn beina sjónauka sínum að eiginleikum efnisheimsins við rannsóknir. Frímann Kjerúlf (born 1978) draws his inspiration from the world of physics, particularly electromagnetics and the weird quantum mechanical behaviour of light, which he scrutinizes under the microscopic lenses of art. In the process he illuminates various aesthetic properties on the borderline between art and science, two worlds that are thought to be radically different but have more in common than suspected.

29


GESTSAUGAÐ / ARTISTS IN RESIDENCE 21. september – 8. desember Gestavinnustofur listamanna eru afar mikilvægur þáttur í íslensku myndlistarlífi og heimsóknir gestalistamanna frá öðrum landshlutum og erlendis frá ­auðga og næra samfélagið á alla lund. Nokkrar slíkar vinnustofur eru ­staðsettar á Akureyri og nágrenni og býður Sjónlistamiðstöðin listamönnum sem dvalið hafa í gestavinnustofum í Listagilinu á Akureyri og Hrísey að sýna verk sín í Deiglunni. Residency for visiting artists provides a crucial stimulation for the Icelandic art scene and guest artists from other regions of the country and abroad ­enrich the community in every way. Here artists in residence in the Listagil of Akureyri and on the island Hrísey exhibit their works in Deiglan at the invitation of The Center for Visual Art.

30


31


Mjólkurbúðin Kaupvangsstræti 12 600 Akureyri Sími/phone: (+354) 895-7173 www.facebook.com/ Mjólkurbúðin Listagili Mjólkurbúðin er staðsett í Listagilinu, hjarta Akureyrarbæjar, í sama húsi og Listasafnið á Akureyri. Mjólkurbúðin er sýningarrými fyrir sjónlistir rekið af myndlistarkonunni Dagrúnu Matthías­ dóttur. Markmiðið með starf­seminni er að bjóða upp á fjölbreytt sýningar­hald með virkri þátttöku í listalífi bæjarins. Mjólkurbúðin (The Milk Store) is ­locat­ed in The Art Channel right in the heart of Akureyri, next door to the entrance of the Art Museum. Mjólkurbúðin is an art gallery, run by local artist Dagrún Matthíasdóttir, for the benefit of the art community and the general public. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 á meðan sýningum stendur. Open Saturdays and Sundays 2-5pm during each exhibition.

Populus Tremula Kaupvangsstræti 10 600 Akureyri Netfang/email: krof@simnet.is www.poptrem.blogspot.com Menningarsmiðjan Populus trem­ ula á Akureyri hefur starfað síðan haustið 2004 í kjallara Lista­safnsins á Akureyri. Þar eru haldnir tugir listog menningarviðburða ár hvert. Myndlist, tónlist og bókmenntir sitja í öndvegi. Í Populus tremula eru opnar dyr fyrir jafnt byrjendur sem fagfólk. Populus tremula tekur aldrei gjald af nein­um, hvorki lista­ mönnum né gestum. The cultural workshop Populus Tremula has been operating in the basement of the Art Museum of Akureyri since 2004. Every year it hosts 25-30 cultural events ranging from art exhibitions to literary meetings and musical perfomances of every kind. The workshop is open to beginners and professionals alike. Populus Tremula does not charge any fee, neither from the artists nor their guests.

32


MYNDLISTARFÉLAGIÐ Á AKUREYRI / THE VISUAL ARTS SOCIETY OF AKUREYRI Kaupvangsstræti 10 600 Akureyri Sími/phone: (+354) 461-1030 www.facebook.com/Myndlistarfelagid http://mynd.blog.is Myndlistarfélagið er hagsmuna- og eflingar­­félag myndlistarmanna sem telur yfir hundrað meðlimi. Félagið rekur einnig sýningarsal sem stað­settur er við hliðina á Listasafninu. The Visual Arts Society of Akureyri is an affiliation of over one hundred local artists dedicated to protecting their rights and promoting their works. The society also runs a gallery in a building adjacent to the Art Museum. Opið miðvikudaga til föstudaga kl. 10-14. Laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Open Wednesday through Friday 10am-2pm. Saturday and Sunday 2-5pm.

Flóra Hafnarstræti 99 600 Akureyri Sími/phone: (+354) 661-0168 www.floraflora.is www.facebook.com/flora.akureyri Flóra er listamannarekin verslun, við­ burðastaður og vinnustofa í miðbæ Akureyrar. Áhersla staðarins er á endur­ nýtingu, áframnýtingu, upp­ finningu og verkmenningu. Flóra stendur fyrir fjölbreyttri röð menningarviðburða allt árið, m.a. myndlistasýningum og upplestrum. Flóra is a concept store, a studio and a cultural event spot in the town center of Akureyri, run by local artists. Offering a friendly and a curiously open atmosphere, Flóra functions as a window into the local art and crafts scene. Sumaropnunartími/Summer opening hours: Mánudaga-föstudaga 12-18 / Mondays - Fridays: 12-6pm Laugardaga 12-16 /Saturdays: 12-4pm Vetraropnunartími/Winter opening hours: Mánudaga-föstudaga 11-13 og 16-18 / Mondays-Fridays 11am-1pm Laugardaga 13-16 / Saturdays 1-4pm

33


ร iรฐrum Listasafnsins

34


In the belly of the Art Museum

35


36

Hรถnnun / Design: Hekla Bjรถrt

Sjónlistamiðstöðin / Center for Visual Arts 2013  

Bæklingur fyrir viðburði í Listagilinu 2013

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you