Page 1

Knowledge grows

KORNIÐ Nr. 1 - Desember 2019 - 15, árgangur

Sigurvegarar í Gróffóðurkeppni Yara 2019

Sláturfélag Suðurlands svf. - Fossháls 1 - 110 Reykjavík - www.ss.is Yara áburður - www.yara.is Verslun Búvörur SS - www.buvorur.is


Efnisyfirlit 4. Kölkun 6. Hagkvæmni gróffóðuröflunar 8. Yara áburður 9. Niðurstöður heysýna 2019 10. Gróffóðurkeppni Yara 2019 Kynning á keppendum

12. Gróffóðurkeppni Yara 2019 Merkurbúið sigurvegarar

14. Rétt meðhöndlun og flutningur áburðar 15. Fljótandi áburður Yara Vita 16. Yara einkorna áburður 18. Verðskrá og áburðartegundir Sláturfélag Suðurlands svf. Fossháls 1, 110 Reykjavík 575 6000 www.yara.is | yara@yara.is

Umbrot og prentun: Skyndiprent slf. Prentað á Svansvottaðan pappír

2

Búvörur SS - www.buvorur.is Verslanir opnunartími Ormsvöllur 4, 860 Hvolsvelli: 9-17 Fossháls 1, 110 Reykjavík: 10.30-18


ÁB U R AT

R

R YA

R

ÐU

A NÍT

Minnkum kolefnasporið saman

EIN HR ring næ

Áburðartegundir sem hafa nítrat sem undirstöðuefni eins og ammóníumnítrat, kalsíumammóníumnítrat og NPK-blöndur eru með hreinum næringarefnum sem bjóða upp á þá nákvæmni, skilvirkni og áreiðanleika sem þörf er á, út frá jarðræktar-, umhverfis- og sjálfbærnissjónarmiðum í landbúnaði. Nítratáburðartegundir Yara hafa mjög lítið kolefnisspor og eru því besta lausnin fyrir bændur sem vilja uppskeru en ekki CO2. 3


Kölkun Hvers vegna þarf að kalka? Nytjaplöntur þrífast illa við lágt sýrustig, einkum vegna þess að aðgengi að næringarefnum verður takmarkað, sem hamlar vexti. Næringarefni bindast fastar í jarðvegi eftir því sem sýrustigið er lægra. Lágt sýrustig dregur mjög úr starfsemi sveppa og baktería sem brjóta niður lífræn efni í jarðvegi. Það dregur verulega úr umsetningu lífræns efnis í jarðvegi og þar með losun næring-

arefna. Í súrum jarðvegi losnar auðveldar um álog manganjónir sem valda eitrunaráhrifum sem draga úr rótarvexti plantna. Lágt sýrustig hefur neikvæð áhrif á jarðvegsbyggingu auk þess sem það dregur úr niturbindingu örvera, sem vaxa í samlífi með smára. Þá dregur lágt sýrustig í jarðvegi úr áburðarnýtingu. Kölkun jarðvegs stuðlar að aukinni frjósemi jarðvegs, eykur uppskeru og bætir efnainnihald uppskeru.

1.

Kölkun eykur endingu sáðgresis í túnum sem stuðlar að aukinni uppskeru og lystugra fóðri.

2. 3.

Kölkun eykur kalsíum innihald fóðurs og stuðlar að hagstæðum hlutföllum steinefna.

4.

Kölkun eykur aðgengi plantna að nærinarefnum í jarðvegi og stuðlar að bættri frjósemi og góðri nýtingu næringarefna úr áburði. Kölkun bætir jarðvegslíf og stuðlar þar með að aukinni umsetningu lífrænna efna í jarðvegi sem losar um næringarefni eins og köfnunarefni.

Kjörsýrustig Jarðvegur súrnar af tveimur megin ástæðum. Annars vegar vegna notkunar á tilbúnum áburði og hins vegar vegna niðurbrots á lífrænum efnum. Í tilbúnum áburði er að finna kalsíum og magnesíum sem vinna gegn súrnun jarðvegs, en ekki í nægu magni. Þess vegna þarf, með reglubundum hætti, að kalka jarðveg til að tryggja

ákjósanlegt sýrustig. Sýrustig er mælt með því að taka jarðvegssýni og láta greina það á rannsóknarstofu. Ef sýrustig er lágt þarf að kalka. Til kölkunar er best að nota Dolomit Mg-kalk sem er ríkt af kalsíum og magnesíum. Kalsíum hækkar sýrustig í jarðvegi og magnesíum er gott fyrir gróður og búfé.

Franzefoss Minerals Franzefoss er leiðandi framleiðandi á kalki í Noregi. Franzefoss Minerals er norskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1919 og fagnaði því 100 ára afmæli á þessu ári. Stefna fyrirtækisins er byggð á áherslum á umhverfismál þar sem ábyrg nýting á auðlindum er höfð að leiðarljósi. Fyrirtækið framleiðir kalk sem nýtt er til ýmissa verkefna, þar á meðal í landbúnaði. 4


Nytjaplöntur gera mismunandi kröfur hvað varðar sýrustig. Bygg, smári og nytjajurtir af krossblómaætt þola illa súra jörð. Ekki er óalgengt að sjá sýrustig niður undir pH 5,0 í jarðvegssýnum hjá bændum. Við slíkar aðstæður bindast næringarefni fast í jarðvegi og aðgengi plantna að þeim verður mjög takmarkað. Til að hámarka aðgengi og upptöku næringarefna í jarðvegi er ákjósanlegast að sýrustig sé á bilinu pH 6,0-6,5

Hvernig á að kalka? Nokkur munur getur verið á gæðum kalkgjafa eftir því hvað þeir innihalda mikið kalsíum og magnesíum og ekki síður eftir grófleika kalksins og leysanleika þess. Búvöurdeild SS flytur inn Dolomit Mg-kalk frá norska framleiðandanum Franzefoss Minerals. Dolomit Mg-kalkið hentar afar vel sem kalkgjafi, hefur skjóta virkni og inniheldur einnig magnesíum. Hægt er að fá Dolomit Mg-kalk í stórsekkjum sem hægt er að dreifa með áburðardreifara. Einnig er hægt að fá kalkið í lausu en þá þarf að dreifa því með sanddreifara. Áður en kölkun fer fram er mikilvægt að taka jarðvegssýni til þess að vita sýrustig jarðvegs

og meta þannig hversu mikillar kölkunar er þörf. Algengt viðmið til þess að hækka sýrustig um pH 1,0 þarf um 10 tonn/ha af Dolomit Mg-kalki. Æskilegt er að skipta magninu á tvö ár, þannig að ekki sé dreift meira en 5 tonn/ha ári. Ef dreift er á gróið tún er ekki mælt með að dreifa meira en 4 tonnum/ha ári. Mikilvægt er að láta líða að lágmarki 2 vikur frá kölkun og þar til áburði er dreift. Hentugast er að kalka samhliða jarðvinnslu en kölkun á tún getur gefið jafn góðan árangur. Best er að kalka síðari hluta sumars og fram á haustið. Í raun er í lagi að kalka allan ársins hring.

5


Stærsti kostnaðarliðurinn

6

Kostnaður við öflun gróffóðurs er einn stærsti útgjaldaliður í landbúnaði. Afkoma búrekstrar ræðst af stórum hluta af því hvernig til tekst við öflun gróffóðurs. Ef kostnaður við gróffóðuröflun er borin saman milli búa kemur í ljós mikill breytileiki. Hann ræðst af ýmsum þáttum en uppskerumagn er sá einstaki þáttur sem hefur hvað mest áhrif á kostnað við gróffóður. Við framleiðslu á gróffóðri eru nær allir kostnaðarliðir óháðir uppskerumagni. Þannig að eftir því sem uppskera eykst lækkar einingakostnaður.

Frjósemi er lykillinn að hagkvæmri gróffóðuröflun Með því að tryggja frjósemi ræktarlands er stuðlað að hámarks uppskeru. Vel framræst land þar sem búið er að tryggja rétt sýrustig með kölkun hefur allt sem þarf til að skila hámarks uppskeru. Skilyrði fyrir umsetningu næringarefna í jarðvegi verða eins og best verður á kosið og að auki verða aðstæður til upptöku og nýtingar á næringarefnum í áburði ákjósanlegar. Þannig er lagður grunnur að hagkvæmni gróffóðuröflunar með því að tryggja frjósaman jarðveg og góða nýtingu næringarefna.

Gæði gróffóðurs

Bústjórn skiptir máli

Gæði gróffóðurs ráðast af fjölmörgum þáttum og skilgreinast í raun líka út frá því hlutverki sem fóðrinu er ætlað. Þó að uppskerumagnið sé sá þáttur sem flestir horfa til þá eru það ekki síður orkuinnihald, prótein og steinefnainnihald sem tryggja gott og hagkvæmt gróffóður. Ef gæði skortir í gróffóðrið þá þarf gjarnan að vinna það upp með einhverjum hætti svo sem með kaupum á kjarnfóðri, steinefnum eða óbeinum kostnaði sem fylgir fóðrunartengdum sjúkdómum.

Undanfarin ár hefur með nýrri tækni orðið bylting í búskap hér á landi. Hvert ársverk skilar aukinni framleiðslu sem gefur möguleika á stækkun búa. Þetta hefur ekki síður komið fram í auknum afköstum við gróffóðuröflun. Slík afköst kalla á mikla fjárfestingu enda er orðið mun algengara að hluti gróffóðuröflunar og jarðræktarinnar er unnin af verktökum eða með sameign tækja. Mikilvægt er að skipuleggja gróffóðuröflunina vel og hafa stjórn á búvélakostnaðinum.


Hagkvæmni gróffóðuröflunar Aukin bústærð kallar á að sækja þarf ræktunarland um lengri veg. Huga þarf vel að kostnaði vegna flutninga gróffóðurs því einhverstaðar liggja mörk þess að kostnaður við gróffóðuröflun og flutning þess er meiri en ef keypt hefði verið kjarnfóður. Það getur því verið mikill ávinningur að tryggja hámarks uppskeru ræktunarlands sem er í næsta nágrenni. Við gróffóðuröflun hér á landi er gjarnan

Þetta skiptir máli • •

• •

Hafið góða yfirsýn yfir gróffóðuröflunina. Mælið uppskeru og gæði fóðursins. Setjið ykkur markmið varðandi uppskeru, gæði hennar og framleiðslukostnað. Setjið ykkur ný markmið á hverju ári. Greinið þann þátt sem er takmarkandi í framleiðslunni og finnið hentugar lausnir. Skoðið vel alla kosti þegar kemur að fjárfestingu í búvélum. Er betri kostur að nota verktaka? Má samnýta með nágrannanum?

miðað við að hver hektari gefi af sér um 3-5 tonn þurrefnis/ha. Uppskerumælingar í gróffóðurkeppni Yara á Íslandi sýna að vel er hægt að ná mun meiri uppskeru eða um 6-10 tonn þurrefnis/ha. Þegar vel er að gáð er nefnilega oftast hægt að finna leiðir til að auka uppskeru og þar með stuðla að hagkvæmri gróffóðuröflun.


Yara áburður Á hvaða formi er köfnunarefni í Yara áburði? Köfnunarefni í Yara Mila NPK (og NP) er alltaf blanda af ammóníum (NH4) og nítrat (NO3). Urea er ekki notað í áburðarblöndur hjá Yara. Plönturnar taka ekki Urea beint upp heldur þarf Urea að breytast í aðgengilegt form köfnunarefnis til að upptaka fari fram. Sú breyting krefst hærra hitastigs. Þess vegna hentar það ekki á norðlægum slóðum.

Hver er vatnsleysanleiki fosfórs í Yara áburði? Vatnsleysanleiki fosfórs í Yara áburði er mismikill eftir áburðartegund eða á bilinu 60-93%. Sá hluti fosfórsins sem er vatnsleysanlegur verður aðgengilegur fyrir plöntur þegar áburðurinn leysist upp og uppfyllir þannig fosfórþörf plöntunnar við upphaf vaxtarskeiðsins. Hinn hluti fosfórsins (leysist upp í sítrónusýru) leysist hægar upp og verður aðgengilegur plöntum þegar líður á vaxtartímann.

Í hvaða efnasamböndum er selen í Yara áburði og hvernig er því komið í áburðinn? Selenið í Yara áburði er natríum selenat. Á því formi verður upptaka plöntunnar á seleni hvað virkust. Allur Yara áburður er einkorna og því finnast öll næringarefni í hverju áburðarkorni. Það skiptir miklu máli þegar um er að ræða snefilefni sem er að finna í mjög litlu magni í áburði. Í 600 kg stórsekk af áburði eru aðeins 9 g af seleni.

Er hægt að fá upplýsingar um dreifigæði Yara áburðar? Mikil áhersla er lögð á góð dreifigæði Yara áburðar. Leitast er við að hafa sem jafnasta stærð á áburðarkornunum í öllum tegundum. Helstu framleiðendur áburðardreifara gera mælingar á okkar áburði sem notendur dreifarana geta síðan nýtt sér til þess að tryggja rétta stillingu á áburðardreifurum. Yfirleitt er hægt að nálgast þessar upplýsingar hjá framleiðendum en líka má hafa samband við söluaðila Yara.

8


Niðurstöður heysýna 2019 Búvörudeild SS tekur fjölmörg heysýni ár hvert. Nú í haust voru tekin yfir 100 sýni víðsvegar af landinu en þó mest á Suður- og Vesturlandi. Við upphaf sprettutíðar voru miklir þurrkar á Suðurog Vesturlandi sem virðist hafa haft veruleg áhrif á fóðurgæði. Á Norðurlandi var sumarið sæmilegt en á Austurlandi var sumarið mjög kalt og blautt og lentu bændur þar í vandræðum að ná heyjum sínum. Ef skoðuð eru meðaltöl fyrir fyrri slátt þá er orkan 0,89 FEm sem er svipað frá því í fyrra. Próteinið er mjög lágt í heyjum þetta árið og NDF (trénið) líka, sem veldur því að PBV (próteinjafnvægi í vömb) er neikvætt. Það er því full ástæða til að skoða kjarnfóðurgjöfina vel í vetur. Steinefnainnihaldið er heldur lakara en verið hefur. Ef meðaltölur heysýna eru skoðaðar fyrir fyrri slátt þá er bara magnesíum (Mg) og brennisteinn (S) á pari eða yfir viðmiðunargildum. Fosfór (P), kalí (K), kalsíum (Ca) og natríum (Na) er undir viðmiðunargildum. Magn fosfórs í heyjum er mjög lágt þetta árið. Meðal fosfórmagn í fyrri slætti er 2,4 g/ kg þe. Það er langt undir viðmiðunarmörkum sem er 3,0-4,0 g/kg þe. Í einhverjum tilvikum er skortur á fosfór farinn að draga úr sprettu og raska hlutföllum steinefna í fóðri. Víða er því mikil þörf á að kalka tún. 5

Hlutverk fosfórs

4,5

4 3,5

Fosfór, g/kg

3

2,5 2 1,5 1 0,5 0

• 15

25

35

45

55

65

75

85

Þurrefni Öll sýni

Miðdalur

Litli-Dunhagi

Laxamýri

Hallfreðarstaðir

Merkurbúið sf

Kolsholt

Neðri mörk

Efri mörk

Mynd 1: Viðmið fyrir fosfór (P) er 3-4 g/kg, rauðu línurnar sýna neðri og efri mörk. X-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrra slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara.

Hlutverk Kalsíum

7,0

6,0

Kalsíum, g/kg

5,0

4,0

3,0

2,0

1,0

0,0

Tekur þátt í beinabyggingu og er eitt af byggingarefnum próteina. Skortur veldur minni frjósemi, mjólkurnyt minnkar, og er lélegur vöxtur ungviðis oft rakinn til P-skorts. Mikilvægasta áburðarefni fyrir orkugeymslu og orkuflutning plöntunnar og skiptir sköpum fyrir rótarmyndun.

15

25

35

45

55

65

75

85

Þurrefni Öll sýni

Miðdalur

Litli-Dunhagi

Laxamýri

Hallfreðarstaðir

Merkurbúið sf

Kolsholt

Neðri mörk

Tekur þátt í byggingu beina og tanna, er í blóði og vöðvum. Kalsíumskortur getur t.d. valdið doða. Nauðsynlegt plöntum, gefur t.d. plöntuvefjum styrk. Kalsíum myndar kalk sem hækkar sýrustigið í jarðvegi, þ.a.l. losna mikilvæg næringarefni.

Efri mörk

Mynd 2: Viðmið fyrir kalsíum (Ca) 4-6, rauðu línurnar sýna neðri og efri mörk. X-ásinn er þurrefnisprósenta. Bláu punktarnir eru öll heysýni úr fyrra slætti. Hinir punktarnir eru keppendur í Gróffóðurkeppni Yara.

9


Gróffóðurkeppni Yara 2019

Kynning á keppendum Kolsholt ehf - Kolsholti

Spurningalisti 2019

1. Flóahreppi. 2. 300 hektarar. 3. Blandað bú með áherslu á mjólkurframleiðslu. 4. Að hafa gaman og gera sitt besta. 5. Að tækin hangi í lagi. 6. Allir. Til að ná topp fóðri skiptir máli að allir þættir í ferlinu vinni saman. Skíturinn er mikilvægur ef áburðaráætlun á að ganga upp. Það getur allt gengið upp með skít og áburð en svo getur allt klikkað ef þú slærð ekki á réttum tíma eða missir flekkinn í hrakningar. 7. Að halda ræktun áfram og fara í stæðugerð. 8. Það er nú oft talað um veðrið hér á bæ...

1.

Hvar er bærinn?

2.

Stærð jarðar?

3.

Gerð bús?

4.

Hvaða markmið hefur þú sett þér í keppninni?

5.

Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni?

6.

Hvaða þáttur er mikilvægastur að heppnist?

7.

Hvaða framtíðar áform hefur þú varðandi gróffóðuröflun á þínu búi?

8.

Áhugamál?

Guðmundur Davíðsson og Svanborg Magnúsdóttir - Miðdalur 1. Í samnefndum dal í Kjósarhreppi. 2. Óvíst, ca 500 hektarar með fjalllendi. 3. Kúabú með aðeins af sauðfé og nokkur hross. 4. Taka þátt og hafa gaman af. 5. Aga sjálfan sig. 6. Vera heppin með veðurfar og hitta á rétta tímann. 7. Gera alltaf það besta úr aðstæðum. 8. Hafa gaman af lífinu, ríða út og ferðast.

Atli Vigfússon - Laxamýri 1. Í Suður Þingeyjarsýslu. 2. 10 ferkílómetrar 3. Félagsbú með mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. 4. Markmiðið í keppninni er að hafa allar upplýsingar sem réttastar. 5. Stærsta áskorunin er auðvitað að framleiða sem best fóður. 6. Mikilvægast er að heyverkunin heppnist. 7. Framtíðaráformin eru að vera duglegri að endurrækta en hefur verið fram að þessu. 8. Íslensku kúalitirnir, túnrækt, landgræðsla, skógrækt og landbætur almennt.

10


Róbert Fanndal Jósavinsson og Elsa Ösp Þorvaldsdóttir - Litli-Dunhagi 1. Í Hörgársveit. 2. Heyjaðir eru rúmlega 100 hektarar, í Litla-Dunhaga, á Djúpárbakka og Möðruvöllum. 3. Kúabú með rúmlega 60 kýr og tilheyrandi kvíguuppeldi, ca. 100 nautgripir. 4. Að hámarka gæði, kýrnar éti sem mest af gróffóðrinu, að efnainnihald uppfylli þarfir gripanna og huga sérstaklega að snefilefnum. Einnig að komast að efnasamsetningu búfjáráburðar og jarðvegs til að geta valið áburðartegundir nákvæmar og styðja þannig við vöruþróun Yara. 5. Að hitta á réttan sláttutíma og þurrk til að ná hágæða gróffóðri sem uppfyllir þarfir gripanna. 6. Að kýrnar verði sólgnar í heyjið og éti sem mest af því. 7. Að gróffóðrið verði sem lystugast, og að ná að tengja það við þær blöndur og yrki sem við notum í okkar ræktun. 8. Fjölskyldan og á veturnar eru það ferðir á vélsleðanum til fjalla.

Merkurbúið sf. - Stóra-Mörk 3 Eyvindur Ágústsson, Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, Ásgeir Árnason og Ragna Aðalbjörnsdóttir 1. V-Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra. 2. Túnin eru um 180 hektarar. 3. Blandað; kýr og kindur ásamt ferðaþjónustu. 4. Sama og í allri fóðuröflun, afla góðra heyja, einkum fyrir mjólkurkýr. Auka hagkvæmni með vandaðri ræktun og vali á sáðtegundum. Við reynum að nýta vel búfjáráburðinn sem að fellur til og nota niturbindandi plöntur í tún til að nota minni áburð. 5. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, en mikilvægt er að velja réttan sláttutíma. Það er stór áskorun að rækta þannig tún að góð uppskera fáist með minna af tilbúnum áburði. 6. Sáning, slátturtími, verkun. Allt er þetta mjög mikilvægt. 7. Endurrækta túnin og halda áfram að nota fóðurjurtir sem gefa góða uppskeru, endast í túnum og eru ekki áburðarfrekar. Niturbindandi fóðurjurtir eru spennandi og teljum við að þar liggi miklir möguleikar til að auka hagkvæmni. 8. Fjölskyldan, ræktunin, skógrækt, landgræðsla og lífið í sveitinni.

Stefán Fannar Steinarsson og Elva Rún Gunnarsdóttir - Hallfreðarstaðir 1. Bærinn er mitt á milli Jökulsár og Lagarfljóts í miðri Hróarstungu. 2. Um 1300 hektarar. 3. Kúabú. 4. Að búa til gott og lystugt fóður. 5. Hvernig túnin koma undan vetri, allt annað getur maður haft áhrif á sjálfur. 6. Að sláttur og hirðing gangi vel fyrir sig og taki sem styðstan tíma. 7. Mín framtíðar áform eru að gera alltaf betur en árið áður og svo að bæta og auka við ræktun hérna heima við. 8. Það væri sennilega björgunarsveitin Jökull, það getur farið drjúgur tími í að sinna henni, auk þess sem það væri gaman að vera einhverntíman búinn að gera við Fordinn minn. 11


Gróffóðurkeppni Yara 2019 Merkurbúið sigurvegarar

Yara á Íslandi stendur nú þriðja árið í röð fyrir gróffóðurkeppni. Markmið kepninnar er að vekja athygli á þeim fjölmörgu þáttum sem þarf að taka tillit til þegar gæði gróffóðurs eru skoðuð. Með góðu gróffóðri er lagður grunnur að betri arðsemi í búskapnum. Við tókum tali sigurvegara keppninnar í ár og spurðum þau út í reksturinn. 1. Ábúendur? Hjónin Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson og 3 börn þeirra ásamt Rögnu Aðalbjörnsdóttur og Ásgeiri Árnasyni. 2. Búskapur? Blandað bú, 108 árskýr, 160 aðrir nautgripir og 280 kindur. Framleiðum um 630 þús lítra af mjólk árlega með tveimur mjaltaþjónum. 3. Umfang gróffóðurframleiðslu? Slegnir 180 ha ár hvert. 4. Eru sett markmið með gróffóðuráætlun? Já. Að afla góðra heyja, einkum fyrir mjólkurkýr. Auka hagkvæmni með vandaðri ræktun og vali á sáðtegundum. Við reynum að nýta vel búfjáráburðinn sem fellur til og nota niturbindandi plöntur í tún til að nota minni áburð. 5.

Hvernig er staðið að gerð áburðaráætlunar? Við notum jörð.is til viðmiðunar auk þess að fylgjast með hvernig túnin og þá sérstaklega nýræktir koma undan vetri. Þekja smára er metin en smári bindur köfnunarefni úr andrúmslofti. Einnig tökum við tillit til jarðvegsgerðar túnanna til að meta áburðarþörf. Það er stór áskorun að rækta þannig tún að góð uppskera fáist með minna af tilbúnum áburði. 6. Hvernig fer heyskapurinn fram? Ef að þurrkurinn er góður finnst okkur besta aðferðin vera að slá með knosara slátturvél að morgni og tekið saman að kvöldi í rúllur. 12

Oftast notum við íblöndunarefni í rúllurnar til að ná sem bestri verkun í heyið. Við reynum að passa sláttuhæðina og slá ekki of neðarlega. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, en mikilvægt er að velja réttan sláttutíma. 7. Hvar sjáið þið frekari sóknarfæri í gróffóðuröflun? Endurrækta túnin og halda áfram að nota fóðurjurtir sem gefa góða uppskeru, endast í túnum og eru ekki áburðarfrekar. Niturbindandi fóðurjurtir eru spennandi og teljum við að þar liggi miklir möguleikar til að auka hagkvæmni. 8.

Hver er lykill að vel heppnaðri endurræktun? Vel heppnuð plæging, sáning og velja góð yrki og sánings tíma. Veðrið skiptir líka miklu máli til að vel heppnist. Til mikils er að vinna svo að endurræktun heppnist og sáðgresið endist í túninu. 9. Látið þið taka heysýni? Hvað með jarðvegssýni og greiningu á efnainnihaldi búfjáráburðar? Við látum alltaf taka verkuð heysýni til að meta gæðin, einnig höfum við tekið jarðvegssýni og þá aðallega til að fylgjast með sýrustigi í jarðvegi og notað það til að meta þörf á að bera kalk á túnin. 10. Hvers vegna veljið þið Yara áburð? Lítið um köggla, góð dreifing og gæði, því reiknum við með að geta notað minna af honum.


Niðurstöður gróffóðurkeppni Yara 2019 Íslenskur búskapur snýr að stærstum hluta um gróffóðuröflun.Það má beita ýmsum aðferðum við að meta gæði gróffóðurs. Í Gróffóðurkeppni Yara höfum við vegið saman uppskerumagn og efnainnihald gróffóðursins. Með þessari keppni viljum við líka undirstrika mikilvægi þess að láta greina heysýni og ekki síður að bændur meti uppskeru túna með markvissari hætti t.d. með því að vigta rúllur. Uppskera 9.000

8.400

8.000

7.401

7.351 6.535

6.028

6.000 4.894

45,0

8.000

40

40,0

7.000

35

35,0

6.000

30

5.000

25

30,5

29,0

30,0 25,0

23,5

Stig

5.000

45 41,0

7.000

Uppskera, kg þe/ha

Stig fyrir gæði gróffóðurs 9.000

4.000

4.000

20

3.000

3.000

15

2.000

2.000

10

10,0

1.000

1.000

5

5,0

-

0

0,0

-

1. sláttur 2. sláttur kg/ha. 3. sláttur Mynd I. Uppskera,

Series4

Bláu súlurnar sýna uppskeru úr 1. slætti, appelsínugult úr 2. slætti og grátt úr 3. slætti.

• • •

20,0

16,5

1. sláttur sláttur gróffóðurs. 3. sláttur Mynd II. Stig fyrir2. gæði

14,5

15,0

Series4

Gefin eru að hámarki 22 stig á hvern slátt fyrir gæði gróffóðurs. Bláu súlurnar sýna uppskeru úr 1. slætti, appelsínugult úr 2. slætti og grátt úr 3. slætti.

Góð uppskera en miklir möguleikar á aukinni uppskeru. Veðurfarið hafði mikil áhrif á gæði fyrri sláttar. Mun betri gæði í seinni slætti. Það allra mikilvægasta – Það geta allir gert betur þrátt fyrir góðan árangur!


Rétt meðhöndlun og flutningur áburðar Gæði snúast um meira en framleiðslu. Gæði eru heildarupplifun notandans og hér getum við öll lagt okkar af mörkum. Móttökueftirlit er mikilvægt!

Undirlagið skiptir máli

Athugið alltaf vöru sem kemur í ykkar hendur. Flutningsaðilinn er alltaf ábyrgur fyrir að rétt magn af áburði komist óskemmt til skila. Setjið skemmda vöru til hliðar og hafið strax samband við söluaðila.

Verið á verði gagnvart óhreinu undirlagi. Forðist hvassar brúnir. Sópið möl og ryð af plönum áður en þið setjið áburðarsekki á þau. Lítið gat getur valdið miklum skaða.

Meðhöndlist með varúð Skemmdir á umbúðum hafa í för með sér ónýtan áburð, rýrnun og aukavinnu. Þetta leiðir til aukins kostnaðar sem í mörgum tilfellum má komast hjá ef áburðurinn er meðhöndlaður af varúð og á réttan hátt. Stórsekki má ekki setja harkalega niður eða ýta til. Sekkir sem lagðir eru á hliðina missa lögun sína. Flýtið ykkur ekki um of á kostnað góðra vinnubragða.

Stórsekkjum á að lyfta með réttum verkfærum, án skarpra brúna sem geta skemmt hankana. Óvarinn gaffallyftari er ekki hentugur. Lyftiarmurinn/-krókurinn þarf að vera sívalur og krækjast undir vafninginn á hankanum. Sé sekknum lyft utan vafningsins getur hann rifnað. Lyftiátakið á að vera jafnt og án snöggra rykkja.

Meðhöndlun sekkja Forðist að áburður komist í snertingu við húð eða augu. Lesið ávallt þær leiðbeiningar sem fylgja með, þær innihalda mikilvægar upplýsingar um mögulegar hættur og hvernig skal forðast þær.

Góður geymslustaður

Frágangur áburðarstæðu

Áburð verður að geyma á þurrum stað, helst inni þar sem hann er vel varin fyrir öllum veðrum (sól, rigningu o.s.frv.). Sé hann geymdur úti er mikilvægt að setja hann á bretti á traustu undirlagi þar sem ekki er hætta á ágangi vatns. • Geymslustaðurinn þarf að vera skjólgóður og skuggsæll. • Brettaáburð ætti alltaf að geyma inni. • Ef pappírspokar blotna verða þeir að fá að þorna áður en þeir eru hreyfðir.

Vandið hleðslu áburðarstæðna og munið að hankabinda eftir þörfum. Þegar áburður er geymdur úti er best að hlaða honum á bretti, breiða vel yfir og binda vandlega niður. Yfirbreiðslur geta nuddast við sekkina þannig að þeir rifni við frekari meðhöndlun. Þess vegna er mikilvægt að strekkja (og endurstrekkja) festingar vel til þess að koma í veg fyrir þetta. Sé ekki breitt yfir áburðinn er lágmark að tryggja að hankar pokanna geti ekki slegist í vindi. Gætið þess að börn og aðrir óviðkomandi komist ekki að áburðinum.

• • •

Gætið þess að standa aldrei undir eða of nálægt sekkjum meðan verið er að lyfta, færa eða tæma þá. Passa þarf að lyfta sekkjunum rólega þannig að þeir haldist uppréttir. Ekki láta sekkinn hanga óþarflega lengi í loftinu. Passið að ekki séu skarpar brúnir á tækjum sem notuð eru til að færa og lyfta sekkjunum til að koma í veg fyrir að hankar skemmist. Farið varlega við að opna stórsekkinn. Notið hníf á löngu skafti svo ekki þurfi að standa undir sekknum.


Fljótandi áburður áburður Yara Vita Fljótandi Yara Vita Fljótandi áburður Yara Vita

Tegund Stærð N Tegund Stærð N P Brassitrel Pro Stærð 10 L 4,5 Tegund N Brassitrel Pro 10 L 4,5

P K P

Solatrel Pro 10 L Brassitrel 4,513 134,2 Solatrel 10 L10 L Gramitrel 10 L 3,9 Solatrel 13 Gramitrel 10 L10 L 3,9 Croplift 5 kg 20 3,5 Gramitrel 10 L 20 3,93,5 11,6 Croplift 10 kg Croplift 5 kg 20 3,5

K Ca Ca Mg 5,8 K 5,8 Ca 4,6

4,2 0,7 4,2 11,6

11,6

0,7 5,8 2,7 0,7 9,1 1,2

Mg S B Cu Mn Mo Fe Zn S B Cu Mn Mo Fe Zn Zn Verð án vsk 4,6 3,9 4,6 0,3 Mg S B Cu Mn Mo Fe 12.177 Zn 3,9 4,6 0,3 2,7 4,6 9,1 2,7

3,9 0,7

0,7 4,6 9,1 0,7

0,3 0,3

3,0 3,0 9,1 4,9 1,2 5 0,04 0,2 0,26 0,006 9,1 3,0 9,1 5 0,04 0,2 0,26 0,006 0,02 0,14 1,2 5 0,04 0,2 0,26 0,006

Yara Vita Brassitrel Pro

11.431

0,3

4,9 12.177 0,3 0,02 0,14 13.171 4,9

0,02

0,14

Yara VitaVita Brassitrel Pro er fljótandi Yara Brassitrel Proáburður sem inniheldur gott jafnvægi nauðsynlegra Yara Vita Brassitrel Pro næringarefna og hentar sérstaklega vel í ræktun á grænmeti. Auðvelt að mæla og blanda í

Yara Vita Brassitrel Pro er fljótandi áburður sem inniheldur gott jafnvægi nauðsynYara Vita Brassitrel er fljótandi áburður inniheldur gott jafnvægi nauðsynlegra dreifara. Hreinleiki Pro frumefnanna sem notuðsem eru gera þaðAuðvelt að verkum að legra næringarefna og hentar sérstaklega vel íí Brassitrel ræktun á Pro grænmeti. að mæla næringarefna og hentar sérstaklega vel það í ræktun á gæði grænmeti. Auðvelt að mælaog oglangvirk blanda í öruggara er að dreifa honum og tryggir einnig afurða. Hröð upptaka og blanda í dreifara. Hreinleiki frumefnanna sem notuð eru í Brassitrel Pro gera það dreifara. frumefnanna sem notuð eruog í Brassitrel Pro gera það að verkum að áhrif. MáHreinleiki blanda með áburðarefnum, sveppavarnarefnum. að verkum að öruggara er að dreifa illgresishonum og tryggir það einnig gæði afurða. Hröð öruggara er að dreifa honum og tryggir það einnig gæði afurða. Hröð upptaka og langvirk Notkun repju,áhrif. gulrætur, rófur og grænmeti: upptaka fyrir og langvirk áhrif. Má blanda með áburðarefnum, illgresis- og sveppavarnarefnum. Má L/ha blanda með áburðarefnum, 3-4 blandað í 200 L af vatni illgresisá hektara.og sveppavarnarefnum. Notkun fyrirrepju, repju, gulrætur, og grænmeti: Notkun fyrir gulrætur, rófurrófur og grænmeti: 3-4 L/ha blandað í 200 L af vatni á hektara. 3-4 L/ha blandað í 200 L af vatni á hektara. Yara Vita Solatrel Yara Vita Solatrel er fljótandi áburður fyrir kartöflur, gulrætur og annað grænmeti. Solatrel Yara Vita Yarauppskeru VitaSolatrel Solatrel eykur og stærð kartaflna, auk þess að viðhalda gæðum. Auðvelt að mæla og

YaraVita Vita Solatreler erfljótandi fljótandi áburður fyrir kartöflur, gulrætur og annað grænmeti. Yara Solatrel áburður fyrir kartöflur, gulrætur annað grænmeti. Solatrel blanda í dreifara. Má blanda með áburðarefnum, illgresisogog sveppavarnarefnum. Solatrel eykur uppskeru og stærð kartaflna, auk þess að viðhalda gæðum. Auðvelt eykur uppskeru og stærð kartaflna, auk þess að viðhalda gæðum. Auðvelt að mæla og að Notkun fyrir kartöflur: mæla íog blanda í dreifara. með áburðarefnum, illgresis- og sveppablanda dreifara. Má blanda Má meðblanda áburðarefnum, illgresis- og sveppavarnarefnum. Til að auka uppskeru: 10 L/ha þegar kartöflur eru settar niður. varnarefnum. Notkun fyrir kartöflur: Til að auka stærð: 10 L/ha við upphaf hnýðisvaxtar (þegar þvermál er um 10 mm). Notkun fyrir kartöflur: Til uppskeru: 1010 L/ha kartöflur erueru settar niður. Blandist með 200 L af vatni áþegar hektara. Tilað aðauka auka uppskeru: L/ha þegar kartöflur settar niður. Til að auka stærð: 10 L/ha við upphaf hnýðisvaxtar (þegar þvermál er um Til að auka stærð: 10 L/ha við upphaf hnýðisvaxtar (þegar þvermál er 10 ummm). 10 mm). Notkun fyrir gulrætur, kál og annað grænmeti: Blandist vatni á hektara. Blandistmeð með200 200L Lafaf vatni á hektara. 5 L/ha blandað í 200 L af vatni, með 10-14 daga millibili. Notkun fyrir kálkál og annað grænmeti: Notkun fyrirgulrætur, gulrætur, og annað grænmeti: 5 L/ha blandað í 200 L af vatni, með 10-14 daga millibili. 5 L/ha blandað í 200 L af vatni, með 10-14 daga millibili. Yara Vita Gramitrel

Yara Vita Gramitrel er sterkur fljótandi áburður, sem inniheldur öll nauðsynleg næringarefni í

Yara Vita Yara VitaGramitrel Gramitrel góðu jafnvægi, fyrir korn. Auðvelt að mæla og blanda í dreifara.

Yara VitaGramitrel Gramitrel sterkur fljótandi áburður, inniheldur öll nauðsynleg Má blanda með áburðarefnum, illgresisog sveppavarnarefnum. Yara Vita erer sterkur fljótandi áburður, semsem inniheldur öll nauðsynleg næringarefni í næringarefni í fyrir góðukorn. jafnvægi, fyrir korn. Auðvelt að ímæla og blanda í dreifara. góðu jafnvægi, Auðvelt að mæla og blanda dreifara. Notkun fyrir korn: Máblanda blandameð meðáburðarefnum, áburðarefnum, illgresissveppavarnarefnum. Má illgresisog og sveppavarnarefnum. 1-2 L/ha blandað með 200 L af vatni, eftir að það eru komin blöð á plöntuna. Notkun fyrir korn: Notkun fyrir korn: 1-2 L/ha blandað með 200 L af vatni, eftir að það eru komin blöð á plöntuna. Yara Croplift 1-2 L/haVita blandað með 200 L af vatni, eftir að það eru komin blöð á plöntuna. Yara Vita Croplift er í duftformi og blandast í vatn. Croplift inniheldur köfnunarefni, fosfór Croplift er hannað til að bæta upp YaraVita Croplift í duftformi blandast í vanti vatn. inniheldur köfnunarefni, skort áVita þeim næringarefnum sem algengt erí að í Croplift jarðveginn. Tryggir plöntum fosfór Yara Croplift ererí duftformi ogog blandast vatn. Croplift inniheldur köfnunarefni, fosfór og kalí, en einnig brennistein, magnesíum og snefilefni. Croplift næringarefni á örum vaxtartíma eða á þeim tíma sem þörfin er mest (í upphafi sprettu og kalí, en einnig brennistein, magnesíum og snefilefni. Croplift er hannað er til hannað að bæta hjá upp til að bæta upp skort á þeim næringarefnum sem algengt er að vanti í jarðveginn. korni og repju eða á erfiðasta vaxtarskeiði kartaflna). skort á þeim næringarefnum sem algengt er að vanti í jarðveginn. Tryggir plöntum Tryggir plöntum næringarefni örum vaxtartíma eða á þeim tíma(ísem þörfin er hjá næringarefni á örum vaxtartíma áeða á þeim tíma sem þörfin er mest upphafi sprettu Notkun: mestog (í repju upphafi hjá korni og repju eða á erfiðasta vaxtarskeiði kartaflna). korni eðasprettu á erfiðasta vaxtarskeiði kartaflna). 2,5-5 kg/ha í 200 L af vatni þegar komin eru blöð á plöntuna. Notkun:

Yara Croplift Yara Vita Croplift og kalí,Vita en einnig brennistein, magnesíum og snefilefni.

Notkun: 2,5-5 kg/ha í 200 L af vatni þegar komin eru blöð á plöntuna. 6

6

2,5-5 kg/ha í 200 L af vatni þegar komin eru blöð á plöntuna.

15


Yara einkorna áburður Selenbættur áburður Jarðvegur er víða selensnauður. Notkun á Yara selenbættum áburði er hagstæðasta leiðinn til þess að auka selenmagn í gróffóðri. Með selengjöf í gegnum hey eða beit fær búfé selenið í lífrænum samböndum sem nýtist betur en ólífrænt selen úr steinefnablöndum eða lyfjum. Ávinningur að bera á selen er betra heilbrigði hjá gripum t.d. má nefna að kálfadauði hefur minnkað umtalsvert. Niðurstöður heysýna sýna að þeir bændur sem bera á selenbættan Yara áburð fá góða selenstöðu í gróffóðrinu.

Hver er selenstaðan í þínu heyi?

Kalk áburður Kalk afsýrir jarðveginn og eykur aðgengi plantnanna að næringarefnum. Rétt sýrustig gefur betri gæði og meiri uppskeru. Dolomit Mg-kalk, er góður kalkgjafi til að hækka sýrustig jarðvegs. Hægt er að nota bæði Dolomit Mg-kalk á tún og í flög. Mikilvægt er að vita sýrustig jarðvegs svo hægt sé að áætla kalkþörfina. Hægt er að bera á Dolomit Mg-kalk allt árið. Kalksaltpétur, fyrsta áburðargjöf að vorinu, inniheldur 15,5% nítrat sem hefur þann eiginleika að vera auðuppleysanlegt fyrir plönturnar við kaldar og blautar aðstæður snemma vors. Vekur plönturnar úr dvala og gefur þeim aukið start í byrjun sem gefur bændum möguleika á beit fyrr að vorinu. Áburðargjöf sem svarar til 20-30 kg/ha af N, eða sem svarar til 160 kg af kalksaltpétri, er nægjanleg og ekki er ráðlegt að fara yfir þann áburðarskammt þar sem of mikið nítrat í grasi getur verið skaðlegt fyrir grasbíta. Mikilvægt er að bæta NPK áburðargjöf við seinna á vaxtartímanum.

Hvað er sýrustigið í þínu túni?

Yara áburður - umhverfisvænn og vottaður Yara ábyrgist minna en 3,6 kg af koldioxið CO2 losun á hvert framleitt kg af köfnunarefni (N) út í andrúmsloftið. Yara er með gæðavottun frá DNV (Det Norske Veritas). Við framleiðslu á áburði hjá öðrum framleiðendum er losunin 8 kg af koldioxið CO2 á kg (N). Við 20 þúsund tonna áburðarframleiðslu er mismunurinn 21.648.000 kg CO2 sem svarar til CO2 losun fólksbíls við 144.320.000 km akstur. 16


Yara áburður er umhverfisvænn og vottaður Yara ábyrgist minna en 3,6 kg af koldioxið CO2 losun á hvert framleitt kg af köfnunarefni (N) út í andrúmsloftið. Yara er með gæðavottun frá DNV (Det Norske Veritas). Við framleiðslu á áburði hjá öðrum framleiðendum er losunin 8 kg af koldioxið CO2 á kg (N). Við 20 þúsund tonna áburðarframleiðslu er mismunurinn 21.648.000 kg CO2 sem svarar til CO2 losun fólksbíls við 144.320.000 km akstur.

Notkunarsvið og aðgreining áburðartegunda Notkunarsvið

Aðgreining tegunda

OPTI-KAS™

Tún með miklum búfjáráburði og milli slátta

OPTI-NS™

Tún og grænfóður með búfjáráburði og milli slátta þar sem þörf er á brennisteini

Köfnunarefnisáburður með kalki (Ca) og magnesíum (Mg) Köfnunarefnisáburður með Ca, Mg og miklum brennistein (S)

Áburðartegund Köfnunarefnis áburður

Selenbættur áburður NP 25-2 Selen

NPK 22-6-6 Selen

Með miklum búfjáráburði þar sem ekki þarf viðbót af kalí (K) Með búfjáráburði þar sem ekki þarf viðbót af kalí (K) Með búfjáráburði, ábót af fosfór (P) kalí (K) og selenþörf Tún með hóflegum búfjáráburði og selenþörf

Á tún, nýbrotið land og uppgræðslu með S, B, Zn og selen (Se) Á tún, nýbrotið land og uppgræðslu með S, B, Zn og selen (Se) Þrígildur köfnunarefnisáburður með selen (Se), Mg, S, og B Þrígildur áburður með miklum fosfór (P), hóflegu kalí (K), Se, S og B

NPK 20-5-10 Selen

Tún þar sem þörf er á miklum fosfór

Þrígildur áburður með miklum fosfór (P), miklu kalí (K), brennisteini (S) og Se

NPK 24-4-7

Tún með hóflegum búfjáráburði

NPK 20-4-11 NPK 15-7-12

Tún í þokkalegri rækt án búfjáráburðar – kornrækt Nýrækt, grænfóður, korn og áburðarfrek tún

Talsvert af fosfór (P) og ríkulegt kalí (K) og kalk (Ca) Þrígildur áburður. Mikið kalí (K) ásamt Mg, S og B Mikill fosfór (P) og hæfilegt kalí (K), Ca og S

Kalk áburður Kalksaltpéter™

Fyrsti áburður að vori og milli slátta

NitraBor™

Matjurtir

Auðleystur við bleytu og kulda, hátt hlutfall kalks (Ca), afsýrir jarðveg Kalksaltpétur með bór (B)

Dolomit Mg-kalk

Kölkun jarðvegs

Gefur mikið af kalki (Ca) og magnesíum (Mg)

Fosfór og garð áburður OptiStart™ NP 12-23

Bygg og kartöflur

OPTI-P™ 20

Nýrækt þar sem bæta þarf fosfórstöðu jarðvegs

Flýtiáburður með köfnunarefni (N) og miklum fosfór (P) Þar sem mikil þörf er á fosfór (P)

NPK 12-4-18 NPK 8-5-19

Kartöflur og aðrar matjurtir Kartöflur og aðrar matjurtir

NP 26-4 Selen NPK 27-3-3 Selen

Þrígildur áburður

Alhliða garðáburður – klórsnauður Garðáburður með snefilefnum til að nota með NitraBor – klórsnauður

17


Verðskrá og áburðartegundir 20 Tegundir Köfnunarefnis áburður OPTI-KAS™ OPTI-NS™ Selenbættur áburður NP 26-4 Selen NP 25-2 Selen NPK 27-3-3 Selen NPK 23-3-8 Selen1) NPK 22-6-6 Selen T NPK 20-5-10 Selen T NÝ Þrígildur áburður NPK 24-4-7 NPK 20-4-11 NPK 15-7-12 Kalk áburður Kalksaltpéter™ 1) NitraBor™ 1) 4) T NÝT Dolomit Mg-kalk fínt Dolomit Mg-kalk fínt Dolomit Mg-kalk kornað 3) Fosfór og garð áburður OptiStart™ NP 12-23 OPTI-P™ 20 2) NPK 12-4-18 1) 2) NPK 8-5-19 2) 1) Einnig í 25 kg pokum. 2) Klórsnauður, þ.e. inniheldur <2% Cl. 4) Með fyrirvara um uppskipunarhafnir.

Efnainnihald %

Þyngd

N

600 kg 600 kg

27,0 27,0

600 kg 600 kg 600 kg 600 kg 600 kg 600 kg

26,0 25,0 26,6 23,0 21,6 19,6

4,0 2,0 2,6 3,0 5,9 4,6

2,6 8,0 5,8 9,6

600 kg 600 kg 600 kg

24,0 19,6 15,0

3,9 3,6 6,5

6,6 10,6 12,5

600 kg 600 kg Laust 600 kg 600 kg

15,5 15,5

25 kg 600 kg 600 kg 600 kg

12,0 11,8 8,0

P

K

Ca

Mg

S

5,0 6,0

2,4 0,7

3,7

2,0 2,5 1,0

17,6 19,0

1,0 0,5

1,4

2,0 1,9 4,0 18,8 18,5 23,2 23,2 20,5

23,0 20,0 4,0 5,0

3,6 2,5 3,0 3,0 3,0 3,0

17,0 2,0

2,0 2,2 1,5

1,0

B

0,02 0,02 0,02 0,02 0,02

0,02

0,30 12,0 12,0 12,0

1,6 2,5

1,2 9,5 11,7

3) Einnig í 12,5 kg pokum. Áburðurinn er í 600 kg sekkjum nema annars sé getið.

0,03 0,05

Kolefnispor áburða áburðurinn er komi Verðskrá er með fy

Viðskiptakjör:

Greiðslukjör:

Verðskrá er í krónum á tonn án virðisaukaskatts en 24% virðisaukaskattur leggst ofan á verð við útgáfu reiknings. Verðskrá er með fyrirvara um breytingar á gengi.

Fyrirframgreitt:

Afsláttur 8%. Pantað fyrir 15. ja laust.

Greitt fyrir 15. maí 2020

Afsláttur 5%.

Greiðsludreifing:

18

Flutningstilboð á áburði

7 jafnar vaxtalausar mánaðarle með gjalddaga 1. október 2020.

Ef pantað er fyrir 15. janúar 2020: 1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Ganga þarf frá greiðslusa

Almenn greiðslukjör miðast við að greiða í banka. Sé greitt efti


019/20

Útgefið 4. desember 2019

% Cu

Mn

Fe

Zn

0,10 0,10

0,05

0,30 0,25

0,03 0,1

Se

0,0015 0,0015 0,0015 0,0015 0,0015 0,0015

Fyrirframgreitt

Greitt fyrir 15. maí

Afsláttur 8% kr/t án vsk

Afsláttur 5% kr/t án vsk.

Greiðsludreifing kr/t án vsk

1,02 1,02

52.147 54.054

53.848 55.817

56.682 58.755

0,84 0,84 0,84 0,84 0,84 0,84

61.159 58.478 60.725 62.703 65.373 64.582

63.153 60.384 62.705 64.747 67.505 66.688

66.477 63.564 66.005 68.155 71.058 70.198

0,82 0,82 0,84

64.423 64.582 64.780

66.523 66.688 66.892

70.025 70.198 70.413

0,67 1,02 0,025 0,025 0,025

51.635 55.736 19.232 29.232 49.728

53.319 57.553 19.859 30.185 51.350

56.125 60.582 20.904 31.774 54.052

1,02 1,02 0,82 0,84

97.549 152.504 82.615 85.549

100.729 157.477 85.308 88.338

106.031 165.765 89.798 92.988

Kg CO /kg 2

ar miðast við losun CO2-ígilda við framleiðslu köfnunarefnis í áburðinum auk losun CO 2-Ígilda vegna flutninga á áburði frá verksmiðju þar til in til bónda á Íslandi. Flutningur innanlands miðar við 200 km flutningsvegalengd. *Sömu forsendur eru fyrir Dolomit Mg-kalk. yrirvara um prentvillur.

anúar 2020. Hægt að dreifa greiðslum með eindaga í janúar, 15. febrúar og 15. mars 2020 vaxta-

0:

egar greiðslur með gjalddaga 1. hvers mánaðar frá maí til nóvember eða ein vaxtalaus greiðsla .Eindagi er 14 dögum síðar.

amkomulagi fyrir afhendingu áburðar.

ð gjalddaga 1. hvers mánaðar eftir úttektarmánuð og eindaga 14. dögum síðar. Greiðsluseðla þarf ir eindaga reiknast dráttarvextir á vanskil frá gjalddaga. 19


Sölumenn og verslanir okkar um land allt Bergur Pálsson Suðurland, Kjalarnesþing S: 487-8591 / 894-0491 bergur@yara.is Sölumenn Verslun

Ingi Már Björnsson Suðurland, frá Markarfljóti að Lómagnúpi S: 487-1494 / 894-9422 ingi@yara.is

Verslun og skrifstofa Verslun

Sigfús Helgi Guðjónsson Borgarfjörður S: 437-1804 / 892-9757 sigfus@yara.is

Hafliði Viðar Ólafsson Reykhólahreppur og Dalabyggð að Búðardal S: 434-7799 / 892-5022 vidar@yara.is

Eyþór Margeirsson Kelduhverfi og Öxarfjörður S: 893-1277 eythor@yara.is

Jómundur Hjörleifsson Borgarfjörður S: 437-0025 / 893-3109 joi@yara.is

Pétur Daníelsson Húnavatnssýslur og Strandir S: 891-8626 petur@yara.is

Jón Steinar Elísson Hérað, Firðir og Breiðdalur S: 471-3001 / 471-3051 864-9301 jon@yara.is

Brynjar Hildibrandsson Snæfellsnes og Dalabyggð frá Búðardal S: 438-1582 / 893-1582 brynjar@yara.is

Þorgils Sævarsson Skagafjörður, Eyjafjörður og Suður-Þingeyjarsýsla S: 557-1313 / 860-9898 duddi@yara.is

Bjarni Hákonarson A-Skaftafellssýsla, Djúpavogshreppur S: 478-1920/894-0666 bjarniha@yara.is

Starfsmenn á skrifstofu og verslunum |

Fossháls 1, 110 Reykjavík | 575-6070 | Opnunartími: kl. 10.30-18 Ormsvelli 4, 860 Hvolsvelli | 575-6099 | Opnunartími: kl. 9-17

Elías Hartmann Hreinsson Deildarstjóri S: 575-6005 / 898-0824 elias@ss.is

Helgi J. Jóhannsson Sölustjóri S: 575-6083/ 891-6410 helgi@ss.is

Heiðar Bergur Jónsson Lager/bílstjóri S: 699-1500 heidar@ss.is

Margrét Ósk Ingjaldsdóttir Söluráðgjafi S: 575-6007 margreto@ss.is

Sigrún Edda Halldórsdóttir Söluráðgjafi / Markaðsmál S: 575-6027 sedda@ss.is

Alexander Áki Felixson Fulltrúi á skrifstofu S: 575-6017 alexander@ss.is

Lára Kristjánsdóttir Bændabókhald S: 575-6031 lara@ss.is

Jenný Gunnarsdóttir Fulltrúi á skrifstofu S: 575-6022 jenny@ss.is

Erla Magnúsdóttir Söluráðgjafi S: 575-6007 erlam@ss.is

Brynhildur Sighvatsdóttir Verslunarstjóri Fosshálsi S: 575-6071 bufoss@ss.is

Jónína Rakel Gísladóttir Verslunarstjóri Hvolsvelli S: 575-6099 rakel@ss.is

Guðrún Hreinsdóttir Fulltrúi á skrifstofu S: 575-6038 gudrun@ss.is

Profile for Yara iceland

Kornið 2019  

Kornið 2019  

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded