

Í samfélagi nútímans er trúin tortryggð. Við sem tökum undir með þjóðskáldinu og trúum á tvennt í heimi; Guð í alheimsgeimi og Guð í okkur sjálfum, erum sögð einfeldningar og af sumum jafnvel hættuleg. Mörg okkar hrekjumst undan trúleysi veraldarhyggjunnar og horfum þögul álengdar á þegar flest sem er heilagt, er troðið undir og eyðilagt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup, minnti okkur á að hætta væri sú að við tækjum upp siði Bakkabræðra sem töldu sig geta bjargað gluggaleysi með því að bera sólarljósið inn í bæinn. „Maður hvorki kaupir né gleypir sólina en hún skín inn á mann, ef glugginn gleymist ekki. Maður gómar ekki hamingju sína eða lífslán sitt með neinum tæknibrögðum eða fjármunum, þar er allt komið undir því að hafa gluggann í lagi eða hjartað opið og þiggja. Og láta svo aftur í té eitthvað úr þeim sjóði, sem hjartað þiggur,“ sagði herra Sigurbjörn í predikun á öðrum degi jóla árið 2002. Þegar líður að jólum erum við minnt á hve mikilvægt það er að hafa hjartað opið og þiggja en um leið að gefa af því sem hjartað hefur þegið. Séra Valdimar Briem orti:
Þaðenginerdyggðþóttþúelskirþáheitt semástríkimestaþérveita. Efsjálfureileggurísölurnarneitt þásístmáþaðkærleikurheita.
Þegar við fögnum fæðingu Krists og minnumst gjafmildi Guðs, fáum við staðfestingu þess að boðskapurinn er hinn sami og hið heilaga orð og kristin gildi hafa staðist tímans tönn í umróti aldanna. Í trúnni á hið góða – hið æðra – fáum við andlega næringu. Kærleikurinn er grundvöllur alls þess góða sem við viljum tileinka okkur í samskiptum við vini, nágranna og fjölskyldu. En um leið og við fögnum jólum með okkar nánustu eigum við að hafa orð herra Sigurbjörns í huga:
„Trúin sem við eigum, kristnir menn, hún er ekkert að miklast af, hún er ekkert annað en að við viljum lofa Guði að lýsa á gluggann, inn í hjartað.
Óli Björn Kárason, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Það má með sanni segja að Hafnarfjörður standi undir nafni sem Jólabærinn. Fólk streymir að til að njóta jólaljósanna og skreytinganna sem verða fallegri með hverju árinu. Jólaþorpið, Hjartasvellið og ævintýralandið í Hellisgerði skapa einstaka heild og fallegar verslanir, kaffi – og veitingahús miðbæjarins hafa mikið aðdráttarafl á aðventunni. Það er hvergi betra að upplifa fallega jólastemningu en í miðbæ Hafnarfjarðar.
Það er ómissandi á aðventunni og jólunum sjálfum að gera vel við sig í mat og drykk og stemning sem fylgir því að bjóða heimilisfólki og gestum upp á eitthvað sérlega girnilegt. Thelma Þorbergsdóttir félagsráðgjafi og listakokkur skipaði fimmtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hún var ekki lengi að bregðast við ósk Hamars um uppskriftir að gómsætum aðventuveitingum. Hér gefur hún uppskriftir að hinum einu sönnu Sörum sem gaman er að spreyta sig á og Karamellulatte sem hljómar einstaklega spennandi aðventudrykkur.
Innihald Marengs
4 eggjahvítur 250 g flórsykur ½ tsk möndludropar 300 g möndlur, án hýði
Krem
6 eggjarauður 150 g sykur 150 ml vatn 370 g smjör við stofuhita 2 ½ tsk kakó
1 ½ tsk instant kaffi
Súkkulaðihjúpur 300 g dökkt súkkulaði 1 msk ólifuolía
Aðferð 300 g dökkt súkkulaði 1 msk ólifuolía
Krem
1. Setjið vatn og sykur saman í pott yfir meðal háan hita og látið suðuna koma upp. Hrærið af og til, þetta tekur ca, 5-7 mínútur og þykknar og verður að sírópi þegar það kólnar. Takið pottinn af og kælið sírópið.
2. Þeytið eggjarauður þar til þær verða ljósar.
3. Bætið sírópinu rólega saman við og hrærið á meðan.
4. Bætið smjörinu saman við, mikilvægt er að smjörið sé við stofuhita. Hrærið þar til kremið er orðið mjúkt og fínt.
5. Blandið kakói saman við ásamt instant kaffi, gott er að mylja kaffið aðeins svo það verði fínna.
6. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið kremið inn í ísskáp á meðan þið bakið marengsinn.
1. Hrærið eggjahvíturnar þar til þær freyða.
2. Blandið flórsykri hægt og rólega saman við og hrærið þar til marengsinn verður stífur og stendur.
3. Setjið möndludropa saman við og hrærið vel.
4. Hakkið möndlurnar þar til þær verða fínt malaðar, blandið þeim saman við og hrærið rólega með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
5. Hægt er að nota tvær skeiðar og setja ca. 1 msk fyrir hverja köku á bökunarpappír. Best er þó að setja hringlaga stút í sprautupoka eða klippa gat á sprautupoka og setja marengsinn í pokann og sprauta honum á plöturnar. Þannig verða þær fallegar í laginu og allar jafn stórar.
6. Bakið kökurnar við 180 gráðu hita í 1012 mínútur.
7. Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á þær.
8. Setjið krem á hverja köku fyrir sig, gott er að setja kremið á þá hlið sem snýr upp þegar þið takið kökurnar úr ofninum þá standa þær fallega. Þegar kremið er komið á er gott að kæla kökurnar í stutta stund áður en þeim er dýft í súkkulaði.
9. Bræðið súkkulaði við lágan hita ásamt olíu, gott er að hafa súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið er alveg bráðnað dýfið hverri köku fyrir sig ofan í og geymið inn í ísskáp eða frystið þær.
Innihald
200 ml vatn
3 msk instant kaffi 200 ml mjólk
1 tsk vanilludropar
4 msk karamella, td. Íssósa
Toppur Þeyttur rjómi Karamella
Súkkulaðispænir
Aðferð
1. Setjið vatn og kaffi saman í pott og hitið yfir meðalháum hita.
2. Blandið mjólk, vanilludropum og karamellu saman við og hrærið þar til farið er að sjóða.
3. Hellið í glös eða bolla, þeytið rjóma og setjið eina matskeið af rjóma ofan á, ásamt súkkulaðispónum og karamellu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eru fullir tilhlökkunar að halda áfram á kjörtímabilinu með þau góðu verkefni sem unnið hefur verið að síðastliðin ár. Á sama tíma er þakkað af heilum hug fyrir stuðning Hafnfirðinga og traustið sem frambjóðendum var sýnt í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hafnarfjörður er bær með djúpar rætur en er í miklum og örum vexti um þessar mundir. Við ætlum á sama tíma að standa áfram vörð um sérkenni bæjarins, hraunið, gömlu húsin og höfnina og bæjarbraginn einstaka, allt það sem gerir Hafnarfjörð að því sem hann er. Hafnarfjörður er hlýlegur bær þar sem
er gott að búa og starfa og þangað sem er gott að koma í heimsókn. Við setjum fólk í fyrsta sæti hvar sem það er statt á lífsleiðinni, hér á að vera best að vaxa úr grasi og eldast. Framundan eru spennandi tímar í okkar blómstrandi og vaxandi bæ – saman ætlum við öll að gera okkar góða bæ enn betri.
Við Sjálfstæðismenn sendum ykkur öllum bestu óskir um friðsæla og indæla hátíð.
Hlökkum til áframhaldandi starfa með ykkur öllum á nýju ári sem vonandi reynist okkur farsælt og gott.
okkar Hafnfirðinga, Björgvins Halldórssonar og hljómsveitar í Bæjarbíói eru orðnir árviss viðburður í hugum margra. Það er einstaklega hátíðlegt að ,,anda að sér jólunum“ með Björgvini svona rétt áður en aðfangadagur rennur upp. Sérstakir gestir hans að þessu sinni verða söngkonurnar Svala Björgvins og Margrét Eir og Kjötkompaní mun bjóða gestum upp á jólalegar veitingar við komuna og í hléi. Einstök stund framundan í okkar notalega Bæjarbíói í hjarta Hafnarfjarðar, eitthvað sem ekkert jólabarn má missa af.
Þorláksmessutónleikar
Söngur, gleði, kósíheit, jólasiðir, grín og spenna í anda Gunna og Felix er í algleymingi á jólastund þeirra félaga í Gaflaraleikhúsinu. Sýningin sem ber heitið ,,Jól á náttfötunum“ hefur slegið hressilega í gegn á aðventunni enda dásamleg sýning sem börn á öllum aldri njóta. Í sýningunni er Gunni ákveðinn í því að gefa Felix bestu jólagjöf í heimi og mikil eftirvænting fylgir því að hún komist í hans hendur.
,,Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og nú er svo komið að við ætlum að sýna líka milli jóla og nýárs,“ segir Gunnar Helgason í spjalli við Hamar. ,,Við erum náttúrlega fáránlega þakklátir öllum þeim barnafjölskyldum sem koma á sýninguna og erum eiginlega vissir um að vinsældirnar hafi eitthvað með Jólabæinn að gera. Hafnarfjörður er einfaldlega aðalstaðurinn í desember.“
,,Já það eru sannarlega áhugaverðir tímar framundan í bæjarfélaginu. Fjölmörg uppbyggingarverkefni sem hafa verið í undirbúningi undanfarin ár og misseri munu fara af stað og sum klárast á kjörtímabilinu,“ segir Rósa í samtali við Hamar.
,,Ég leyfi mér að fullyrða að óvíða á landinu eigi sér nú stað jafn mikil uppbygging og í Hafnarfirði. Íbúðarhverfi rísa og stækka með blandaðri byggð í fallegu umhverfi í Hamranesi, Skarðshlíð og Áslandi. Með nýjum hverfum og hóflegri þéttingu á eldri svæðum er áætlað að íbúum bæjarins muni fjölga um allt að fjórðung næstu þrjú til fjögur árin. Samhliða því sem æ fleiri fjölskyldur kjósa að búa sér heimili í Hafnarfirði, sækja fyrirtæki það nú fastar en nokkru sinni að koma sér upp framtíðaraðstöðu innan bæjarmarkanna. Fjölgun íbúa og aukin atvinnutækifæri munu því haldast í hendur. Þá eru ónefnd stór verkefni sem eru á teikniborðinu eða að fara af stað eins og þróun miðbæjar og Flensborgarhafnar, fyrirhugaður flutningur Tækniskólans við höfnina, þróun Krýsuvíkursvæðisins og stóraukin umsvif í Straumsvík í tengslum við Carbfix-verkefnið. Eftir mikla undirbúningsvinnu eru horfur á að þessi verkefni muni komast á verulegt skrið á komandi mánuðum og árum.“
Höldum álögum í lágmarki FyrrímánuðinumvarfjárhagsáætlunHafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2023 samþykkt. Og er athyglisvert að skuldaviðmið sveitarfélagsins helduráframaðlækkaeinsogstefnthefurverið að .
„Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðar er góð og er áætlað að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið niður í um 93% í árslok 2023. Þrátt fyrir neikvæð áhrif heimsfaraldurs í tvö ár tókst að verja hagsmuni íbúa og sækja fram án þess að skuldsetja bæjarfélagið. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er almennt krefjandi um þessar mundir, þar sem þau hafa á undanförnum árum tekið að sér aukna félagslega þjónustu án þess að fjármagn hafi fylgt frá ríkinu. Brýnt er að þetta misræmi verði lagað sem fyrst. Við leggjum líka áherslu á að halda álögum á
íbúa áfram hóflegum. Útsvarsprósenta verður óbreytt og dregið verður úr heildarálagningu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði með lækkun á vatns- og fráveitugjöldum. Skattprósenta á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði er sem fyrr ein sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu og ég finn að það hjálpar okkur við að laða til okkar fyrirtæki.“
Framkvæmt fyrir sjö milljarða á næsta ári Erueinhvejarstórarframkvæmdirádöfinni?
„Já það má nú segja. Næsta ár verður mikið framkvæmdaár og verður forgangsraðað í þágu grunnþjónustu, svo sem umhverfismála, samgangna, íþróttaaðstöðu, húsnæðis og fráveitumála,“ segir Rósa. „Áfram verður unnið að frágangi á nýbyggingarsvæðum víðs vegar um bæinn, svo sem malbikun, gerð stétta, stíga og leiksvæða. Unnið verður að endurgerð gatnamóta og gönguleiða og sérstakt átak í að efla hjólreiðaleiðir. Fjármagn verður sett í að auka gróður í hverfum bæjarins þar sem hugað verður að skjólmyndun og átak verður í grænkun Valla.
Sérstöku fjármagni verður varið til þess að fegra Hellisgerði á aldarafmæli garðsins á næsta ári. En stærstu framkvæmdirnar verða bygging knatthúss á Ásvöllum og ný reiðhöll á félagssvæði Sörla. Einnig er stefnt að því að ljúka við gerð „hybrid“knattspyrnuvallar á félagssvæði FH á árinu. Farið verður í lagfæringar á aðstöðu í Íþróttahúsinu við Strandgötu og áætlað að hefja endurgerð innanhúss í Sundhöllinni sem verður 80 ára á næsta ári. Þá verður farið í fjölmargar aðrar framkvæmdir, m.a. í skólum, leikskólum, leiksvæðum og ferðamannastöðum, auk frekari uppbyggingar á Suðurhöfninni og framkvæmda Vatnsveitu og Fráveitu. Þannig að það er í mörg horn að líta varðandi væntanlegar framkvæmdir.“
Jólaljósin og fallegar skreytingar laða að
Nú styttist heldur betur í jólin og bærinn hefur skinið skært á aðventunni. Margir hafa á orði að bærinn hafi aldrei verið jafnfallega skreytturogprýddurljósumogfólk flykkist að til að njóta jólaljósanna og góðrar stemningar. Ertu ekki ánægðmeðþessaþróun?
„Jú það er ótrúlega gaman að sjá þá stemningu sem hefur verið að myndast hjá okkur á aðventunni. Undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á hlýleikann, jólaljósin og skreytingarnar á þessum árstíma og fólk kann með sanni að meta það. Upplýst ævintýraland í Hellisgerði og Hjartasvellið gegnt Bæjarbíói hafa verið frábær viðbót við Jólaþorpið og miðbæinn sjálfan. Fólk streymir í bæinn okkar og við erum alsæl með viðtökurnar. Bæjarbúum og gestum líkar lágstemmd og notaleg stemningin sem hér hefur skapast. Menningarhúsin okkar og Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið hafa verið með jólasýningar og viðburði sem notið hafa mikilla vinsælda og allt hjálpar þetta hvert öðru. Hafnarfjörður hefur verið að festa sig í sessi sem hinn eini sanni Jólabær. Segja má að hér svífi rétti jólaandinn yfir vötnum,“ segir Rósa að lokum og notar tækifærið og óskar lesendum Hamars gleðilegra jóla og farsæls nýs ár.
Kristín Thorodssen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs og hafnarstjórnar lýsir því hvernig ilmur af smákökum, púsluspil og góð tónlist koma henni í hátíðarskap.
Skarphéðinn Orri Björnsson bæjarfulltrúi og formaður Skipulags- og byggingarráðs hefur haldið jól við ólíkar aðstæður. En mikilvægast sé að haga sér vel og vera góður við náungann.
Við fjölskyldan höldum ekkert sérstaklega í hefðir svona heilt yfir árið en þegar kemur að jólum þá erum við sérlega vanaföst. Ætli ég sé ekki að halda í hefðir sem voru viðhafðar þegar amma var ung eða á fyrrihluta síðustu aldar, alveg ómeðvitað, baka sömu sortir og amma, mamma og tengdamamma. Fyrir mér snúast jólin því svolítið um að draga fram gamlar uppskriftir og baka mig inn í hátíðarnar og ég er ekki frá því að þannig finni ég fyrir tengingunni við ömmu og afa og barnið í mér. Okkur finnst voða gott að vera heima, kveikja á kertum og finna bakstursilminn liðast um húsið, jú og borða bakkelsið að sjálfsögðu en þær geymast ekki vel þessar smákökur, eða það hefur reyndar ekki reynt á það.
Það kemur alltaf upp sama spurningin á hverju ári hvað eigi að vera í matinn yfir hátíðarnar sem er svolítið skondin spurning því við höfum aldrei breytt út af vananum sem er þessi ofur klassíski jólamatur, hamborgarhryggurinn með brúnuðum kartöflum og fleiru girnilegu. Svo er það ísinn hennar mömmu sem enginn í fjölskyldunni gerir betur en hún og það hættir sér enginn inn í þá framleiðslu.
En auðvitað snúast jólin fyrst og fremst fyrir mér að ná ákveðinni jarðtengingu og hitta fólkið sitt og það þarf ekki að vera svo flókið. Annars er ég frekar nægjusöm þegar kemur að hátíðunum, góð bók eða hæfilega stórt púsluspil með góðu kaffi, jazz plötu á fóninum og smá konfekt er líklega það besta við jólin.
Það er áhugavert að rifja upp jólahefðirnar og siðina þegar lífið er rúmlega hálfnað. Þegar horft er til baka kemur í ljós að fyrstu 20 til 25 árin voru hefðirnar og siðirnir í föstum skorðum. Alltaf sama dagskrá og oftast sami maturinn, sumum (þeim eldri) gaf maður alltaf sömu gjafirnar. Jólin voru skemmtileg og góð. Allir lögðu sig fram um að vera góðir og hjálplegir við jólahaldið.
Síðustu 20-30 árin hefur þetta verið með allt öðru móti. Ég hef varið aðfanga- og jóladagskvöldi í flugvél, um borð í skemmtiferðaskipi, í múslímsku landi oft í orthodox löndum, sem hefur svo sem virkað vel þar sem jólin hafa þá komið aftur sjöunda janúar. Jólin hafa stundum verið með einfaldasta móti sérstaklega þegar ferðalagið heim hefur dregist inn í jólahátíðina.
Þó auðvitað skorti alla festu og íhaldssemi í þetta þá er samt mikilvægt að muna hvers vegna við höldum upp á jólin. Það getur og má vera misjafnt eftir einstaklingnum. Mitt jólahald snýst um það að minnast þess hversu gæfusamur maður er. Að vera góður við sína nánustu og ekki síður vandalausa. Slappa af og og átta sig á því að jólin fara alltaf vel ef maður vill það og lætur ekki smáatriðin, siðina og hefðirnar trufla sig í því að reyna að haga sér sæmilega og vera góður við aðra.
Sú
mér er sú þegar við systur fórum með afa okkar, Jónas Bjarnasyni á hverjum aðfangadegi kl. 12 á hádegi upp á St. Jósefsspítala og tókum þátt í guðþjónustu á göngum spítalans. Afi Jónas hafði verið læknir á spítalanum og þó hann hefði lokið störfum hélt hann í hefðina að fara þangað og taka þátt í guðþjónustu fyrir sjúklingana. Afi tók okkur systurnar með til að stytta biðina eftir pökkunum og gefa foreldrum okkar næði til að undirbúa jólamatinn.
Guðþjónustan var hátíðleg en jafnframt látlaus – hún fór fram á gangi spítalans á 2. hæð og þar var prestur sem fór með guðspjallið og nunnurnar stjórnuðu söng. Viðstaddir voru í bland sjúklingar sem þurftu að eyða jólunum á spítalanum, starfsfólk og aðrir gestir. Þetta var yndisleg stund og falleg minning sem ég rifja alltaf upp á aðfangadag.
Nú undirbý ég jólin með börnunum mínum og margar skemmtilegar hefðir að verða til. Minningarnar þeim tengdum munu án efa verða um okkur að njóta í Jólabænum Hafnarfirði. Það hefur verið leitast við að auka upplifun gesta okkar í Jólabænum með því til dæmis að breyta Hellisgerði í jólaævintýri til að gefa gestum og gangandi tækifæri til að upplifa jólaandann í hrauninu með fallega skreyttum trjám. Hjartasvellið var góð viðbót þegar það opnaði í fyrra og hefur verið vel sótt. Börnin elska að spóka sig um í jólaljósunum út um allan bæ og til verða góðar minningar fyrir okkur.
Ef til er fólk sem kalla mætti jólabörn, þá tilheyri ég trúlega þeim hópi. Jólin ná alltaf að snerta einhvern streng í hjartanu með kærum minningum frá æsku, um tindrandi jólasnjó undir stjörnubjörtum himni, birtu og hlýju sem hátíð ljóssins færir okkur í svartasta skammdeginu.
Minningar rifjast upp frá æskuárum í Hlíðunum í Reykjavík, kannski um aldurinn 8-10 ára. Ég var svo einstaklega lánsamur að hafa barnabókahöfundinn Ármann Kr. Einarsson sem bekkjarkennara og ef hann var með jólabók á leiðinni mætti hann í kennslustofuna með kassa af ilmandi eintökum úr prentsmiðjunni af nýjustu bókunum um þá Óla og Magga og ævintýri þeirra.
Þegar við lágum ekki inni yfir bókunum í skammdeginu vorum við krakkarnir úti, þar sem við fundum okkur snjóbrekkur í hverfinu til að renna niður eða tókum strætó niður að Tjörn þar sem skautað var langt fram á kvöld í flóðlýstu næturhúminu. Komum um síðir heim með loppna fingur, kuldabitnar og rjóðar kinnar, sátum af okkur yfirlesturinn heima fyrir að vera svona lengi úti og sofnuðum fljótt út af með snjóbrekkur og skautasvell líðandi fyrir augunum. Samofin minningum um jólin eru gamlárskvöld og áramót. Á síðustu dögum ársins stakk afi jafnan að mér aur til að kaupa flugelda og arkaði ég þá einbeittur um bæinn til að finna mér sem mest púður fyrir peninginn. Svipmyndir frá nýársnótt eru enn ljóslifandi fyrir mér í skærbleiku ljósinu af sólunum sem svifu yfir bænum, ilmi eftir sprengingar næturinnar og tilhlökkun fyrir nýju ári sem tæki við. Þetta eru ljúfar minningar um jól og áramót sem ég bý alltaf að.
Tvö stærstu íþróttafélög bæjarins, Haukar og FH, undirbúa nú þorrablót eftir hátíðirnar. FH ríður á vaðið og ætlar að blóta þorrann þann 13. janúar í Kaplakrika með tilheyrandi húllumhæi. Þar koma fram meðal annarra Jóhanna Guðrún og Stebbi Hilmars, veislustjórn verður í höndum Gísla Einarssonar og hljómsveitin Albatross og Stefanía Svavars slær síðan upp balli. Haukar blása svo til sinnar þorragleði þann 11. febrúar á Ásvöllum. Þar verður ekki síður glæsileg dagskrá en á
meðal þeirra sem skemmta eru Jóhanna Guðrún, Guðrún Árný og sjálfur Björgvin Halldórsson. Veislustjórar verða Auddi og Steindi og Stuðlabandið sér síðan um að halda uppi fjörinu. Hamar fagnar því að glæsileg þorrablót verði nú aftur haldin í bæjarfélaginu eftir nokkurt hlé og því ljóst að við höfum eitthvað til að hlakka til eftir jólahátíðirnar. En fátt er betra en að lyfta sér upp í góðra vina hópi á meðan skammdegið gengur yfir.
Við Hafnfirðingar fögnum því sérstaklega að nú sé ákveðið að framkvæmd við 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurafleggjara og Hvassahrauns verði boðin út eftir áramót. Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en staðið hafði til að fara í útboð nú í haust. Tvöföldun þessa vegarkafla er gríðarlegt öryggisatriði
en vegna aðstæðna er einungis leyfður þar 80 km hámarkshraði en annars staðar á brautinni er hámarkshraðinn 90 km. Með framkvæmdinni lýkur þá tvöföldun leiðarinnar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Það er mjög ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að setja þetta brýna hagsmunamál í forgang.
Ilmandi jólabækur og skærbleikar sólirKristinn Andersen forseti bæjarstjórnar á ljúfar minningar úr æsku um hátíð ljóss og friðar.
,,Ég gerði ungur samkomulag við þáverandi kærustuna mína, Ellu Möggu sem er líka Hafnfirðingur, um að við myndum flytja sem fyrst aftur til heimabæjarins Hafnarfjarðar. Það var svo loks úr fyrir rúmum tveimur árum. Eitt af því fyrsta sem ég gerði var að halda tónleika í garðinum heima, Garðveislu Bjössa Thor, og lögðu um hundrað manns leið sína til okkar. Ég hef svo endurtekið leikinn og í sumar sóttu okkur heim í garðinn á bilinu 400-500 manns.
Hvernig voru jólin þegar þú varst að alast upp í Hafnarfirði?
Ég man alltaf eftir því þegar þegar jólin nálguðust að þá fékk ég yfirleitt nýja spariskó sem voru alveg sléttir á botninum, pabbi kallaði þá blankskó. Skórnir virkuðu eins og skíði í snjó en í minningunni var alltaf snjór á veturna í suðurbænum. Maður komst á ógnarhraða niður Holtsgötuna og ef maður var í góðu stuði þá var farið niður bröttu brekkuna neðst á Selvogsgötunni. Það var reyndar stórhættulegt og mamma var ekki ánægð með mig þegar hún frétti af mér þar. Einu sinni rétt fyrir jól gat ég ekki stoppað mig í brekkunni og lenti í árekstri við bíl, svartan Benz. Ég held að við ökumaðurinn höfum verið jafn hræddir og fórum báðir að grenja. Ég vonaðist eftir því að sjúkrabíllinn kæmi enda stutt í St. Jósefsspítalann en hann kom ekki. Ég held að ökumaðurinn hafi farið mun verr út úr þessu því honum leið svo illa en ég hins vegar fékk heitt kakó og nammi.
Ertu mikið jólabarn og áttu þér uppáhaldsjólalag?
Ætli ég sé ekki svona meðal jólabarn, elska gjafir, sérstaklega að gefa þær. En eftir að barnabörnin komu til sögunnar nýtur maður hátíðarinnar enn frekar og er alveg sérstaklega gaman að fá að upplifa jólin með þeim. Eitt af mínum uppáhaldsjólalögum er ,,Jólasveinar ganga um gólf“ því það eru svo margir hljómar í laginu
Jólaþorpið er bara yndislegt. Við Ella Magga eiginkona mína förum oft með barnabörnin niður í bæ og þau elska að taka rúntinn í Jólaþorpinu. Þar hittir maður mann og annan og tekur spjallið, aðallega um pólitík. Síðan er
„Ný aðstaða Parkinsonsamtakanna í Lífsgæðasetrinu í St. Jósefsspítala hefur skipt sköpum þar sem nú er unnt að bjóða heildstæðan stuðning fyrir fólk sem tekst á við Parkinson og skylda sjúkdóma, svo og aðstandendur“ segir Vilborg Jónsdóttir, formaður Parkinsonsamtakanna í spjalli á aðventunni fyrir jólablað Hamars. Í samtalinu við Vilborgu kemur fram að hún er sjálf í hópi þeirra sem kljást við Parkinson sjúkdóminn en með góðum lyfjum, og ekki síður markvissri þjálfun, tekst henni eins og svo mörgum öðrum að lifa og starfa með sjúkdómnum. Í Takti, miðstöð Parkinsonsamtakanna sem rekin er í Lífsgæðasetrinu, er boðið upp á sérhæfða og samfellda endurhæfingu fyrir fólk með Parkinson og skylda sjúkdóma og stuðning við aðstandendur. Í því felst sérhæfð sjúkraþjálfun, raddæfingar, iðjuþjálfun, jóga, stuðningshópar og slökunartímar sem eru fastir liði í dagskránni í Takti. Þar að auki er boðið upp á fræðsluerindi, námskeið og ráðgjafaviðtöl, en á okkar vegum eru fjölmargir fagaðilar sem veita bæði fólki með Parkinson og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning.
Fjöldi heimsókna á árinu kominn yfir 2.600 Á Íslandi eru um 1.100 manns greindir með Parkinsonsjúkdóminn. Parkinson er sjúkdómur sem hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn heldur alla nánustu fjölskyldu og vini og þannig hefur sjúkdómurinn víðtæk áhrif. Félagsmenn í Parkinsonsamtökunum eru nú 820 og hefur fjölgað mikið síðan við opnuðum Takt fyrr á árinu. Í ljós hefur komið að þörfin fyrir þessa þjónustu var ekki ofmetin en fjöldi heimsókna á árinu er kominn yfir 2.600. Yfir 90 eru skráðir í sjúkraþjálfunina sem opnaði í september sl. og um 220 beiðnir hafa borist í ráðgjafaviðtöl. Enn hefur starfsemin lítið verið auglýst út á við en það verður verkefni næsta árs. Að einhverju leyti er um að ræða uppsafnaða þörf eftir Covid en gera má ráð fyrir að ekki séu allir enn búnir að frétta af þessari þjónustu sem þurfa á henni að halda.
Aðstaðan í Lífsgæðsetrinu St. Jó skiptir sköpum
Mikil ánægja er meðal félagsmanna með starfsemina í St. Jó. Aðstaðan hér hefur gjörbreytt starfseminni og með Takti er hægt að bjóða góðan aðgang að sérhæfðri og faglegri endurhæfingu. Þröskuldur að aðgenginu er lágur, ekki þarf beiðni frá lækni heldur er einfaldlega hægt að hafa beint samband í síma, með tölvupósti, eða með skráningu á heimasíðunni parkinson.is.
Við höfum átt mjög gott samstarf við sjálfstætt starfandi fagaðila í húsinu sem hafa sinnt jóga, slökun, fræðslu og námskeiðum hjá Takti. Mikil hagræðing er í því að hafa fjölda fagaðila í húsinu sem við getum átt samstarf við og skjólstæðingar okkar leitað til eftir þörfum.
Starfsemin hefur farið mjög vel af stað. Þörfin er greinilega mikil og við erum strax farin að finna fyrir þörf fyrir stærri sal fyrir fræðsluerindi og námskeið og bíðum spennt eftir að kapellan verði gerð upp svo við getum nýtt hana undir starfsemina.
Fjölmargir leggja starfinu lið
Parkinsonsamtökin reka Takt en við höfum fengið gíðarlega mikinn stuðning í húsnæðismálum. Þar ber sérstaklega að nefna Hafnarfjarðarbæ og Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa sem gerðu upp 3. hæðina, sem varð til
þess að við gátum opnað Takt í Lífsgæðasetrinu. Heilbrigðisráðneytið styrkti starfsemina á árinu, sem var gífurleg hjálp við að hefja starfsemina, og við vonum að ráðuneytið geti styrkt starfsemina áfram því þörfin er svo sannarlega til staðar. Þar að auki höfum við fengið styrki frá einstaklingum, fyrirtækjum og styrktarsjóðum sem hafa komið í góðar þarfir. Við getum seint fullþakkað þann stuðning og velvilja í garð Parkinsamtakanna og Takts sem við höfum notið.