Tímarit Vodafone, fyrirtækjalausnir, sumar 2013

Page 1

Fyrirtækjalausnir

45% SPARNAÐUR MEÐ VODAFONE EUROTRAVELLER Nýttu alla kosti snjallsímans á ferð um Evrópu án þess að hafa áhyggjur af reikningnum

TRYGGÐU ÖRYGGI

SNJALLTÆKJANNA Með VSDM frá Vodafone

TÆKIN TALA SAMAN MEÐ M2M Einn af helstu vaxtarbroddum fjarskiptatækninnar

SÍMASKÝ VODAFONE

Símkerfi sem vex í takt við þinn rekstur


Áhyggjulausir ferðalangar Viðbrögðin við Vodafone EuroTraveller, nýrri farsímaþjónustu Vodafone fyrir þá sem eru á ferðalagi um Evrópu hafa verið ótrúlega góð. Það kom okkur ekki á óvart að þjónustan myndi mælast vel fyrir, enda vissum við að Vodafone EuroTraveller myndi spara einstaklingum og fyrirtækjum umtalsverðan kostnað við símnotkun erlendis. En Vodafone EuroTraveller gerir meira en að lækka símkostnað. Stóra breytingin við þjónustuna er að fyrir daggjald sem samsvarar einum kaffibolla í evrópskri borg upplifa viðskiptavinir okkar á ferðalögum það nú að geta notað símann eins og heima hjá sér. Þeir svara símtölum, fylgjast með tölvupósti, nota vefinn, skoða kort og fá ferðaleiðbeiningar – án þess að áhyggjur af kostnaðinum fylgi hverri einustu aðgerð. Þetta er grundvallarmunur frá því sem áður var, því kostnaðurinn við að vera í góðu síma- og gagnasambandi með snjallsímanum eða tölvunni í útlöndum hefur hingað til verið svo hár að margir hafa séð þann kost einan í stöðunni að takmarka símnotkun á ferðalögum og slökkva á gagnaflutningi. Slíkt gengur ekki í nútímaviðskiptaumhverfi þar sem starfsfólk á faraldsfæti vill vera í stöðugu sambandi við samstarfsfólk og viðskiptavini, hvort sem það er í síma, með tölvupósti eða öðrum leiðum. Vodafone EuroTraveller er gott dæmi um það hvernig íslensk fyrirtæki og einstaklingar njóta góðs af samstarfi okkar við Vodafonesamsteypuna. Í krafti sterkrar stöðu sinnar á heimsvísu hefur Vodafone þróað þjónustu og vörur á borð við Vodafone EuroTraveller sem við bjóðum svo hér heima. Fleiri dæmi um slíkar alþjóðlegar vörur sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum eru M2M-lausnir Vodafone og VSDMöryggislausnin fyrir snjallsíma, en fjallað er nánar um þær annars staðar í blaðinu. Vodafone hefur á síðustu árum styrkt stöðu sína á fyrirtækjamarkaði og þjónustar nú mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Þeirri stöðu höfum við náð m.a. í krafti nýjunga á borð við Vodafone EuroTraveller og með góða þjónustu að leiðarljósi. Við munum halda áfram á sömu braut og hlökkum til að innleiða enn fleiri framúrskarandi vörur á borð við Vodafone EuroTraveller á íslenska markaðnum, íslenskum fyrirtækjum og neytendum til hagsbóta.

Björn Víglundsson

framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs Vodafone

2

vodafone | júlí, 2013

7 EFNISYFIRLIT 04 06 08 09 10 11 11

Vodafone Firma - þjónusta sniðin að þínum þörfum Áhyggjulaus í Evrópu með Vodafone EuroTraveller M2M: Tækin tala saman Öruggari snjalltæki með VSDM frá Vodafone Símaský - vex í takt við þinn rekstur Í fyrsta flokks sambandi með MetroNeti Slökkviliðið semur við Vodafone


Réttu græjurnar fyrir vinnuna Þú nnur réttu fjarskiptatólin fyrir vinnuna hjá okkur. Vertu í góðu sambandi með þessum græjum!

Góð samskipti bæta lífið

Samsung Galaxy Note 8 Vinsælasta spjaldtölvan frá Samsung er nú komin í minni og meðfærilegri útgáfu. Lítil og nett en einstaklega öflug græja sem er tilbúin í 4G-væðinguna strax í dag! Verð: 109.990 kr.

Nokia Lumia 820

4G ferðanetbeinir

Öflugur snjallsími með hið margrómaða Windows Phone 8 stýrikerfi, sem veitir bestu mögulega tengingu við helstu samskiptakerfi fyrirtækja.

Nettengdu allar græjurnar þínar hvar og hvenær sem er. Með 4G ferðanetbeini getur þú nettengt allt að 10 tæki í einu yfir farnet Vodafone og fengið allt að 50 Mb/s gagnahraða á 4G svæðum!

Verð: 74.990 kr.

Verð: 12.990 kr.

með 6 mánaða áskriftarsamningi

Birt með fyrirvara um prentvillur, myndabrengl og uppseldar vörur.


Þjónusta sniðin að þínum þörfum Með Vodafone Firma velur þú þjónustu í takt við þarfir þíns fyrirtækis og nýtur ávinnings af því að vera með alla fjarskiptaþjónustu á einum stað.

Firma netpakkar Firma MetroNetspakkar eru fyrsta flokks gagnaflutningsnet

1

2

3

4

Firma

Firma

Firma

Firma

ADSL

SHDSL

SHDSL

SHDSL

40 gb

40 gb

60 gb

60 gb

MetroNet

MetroNet

12/1 mb/s* 5/5 mb/s*

MetroNet

MetroNet

10/10 mb/s* 20/20 mb/s*

*niðurhal/upphal

Firma farsímaþjónusta Alltaf hringt fyrir 0 kr.

innan fyrirtækis Firma 1

Firma 250

Firma 550

Firma 850

Firma 1650

400 sms 200 mb

250 mín 400 sms 500 mb

550 mín 850 mín 1650 mín 400 sms 400 sms 400 sms 500 mb 1000 mb 3000 mb

bæði í borðsíma og farsíma

Innifaldar mínútur gilda í

farsíma, fastlínu sem og í heimasíma

og farsíma í 27 löndum

Firma fastlína

Hefðbundin símalína 1 símalína - eitt símtal

ISDN 1 símalína - tvö símtöl

Örvar Þór Kristjánsson, viðskiptastjóri hjá Vodafone


Firma MetroNetspakkar

fullnægja kröfum viðskiptavina um háhraðatengingar, forgangsþjónustu og uppitíma

Að auki má setja upp ýmsar

1

2

3

4

aukaþjónustur svo sem

Vodafone Símaský

Endabúnaður fylgir öllum

Firma MetroNet pökkum

Eitt mínútuverð í öll farsímakerfi Vodafone EuroTraveller

Stundaðu viðskipti á

íslensku mínútverði í útlöndum

Þjónustuleið í takt við notkun

- veldu þann Firmapakka sem hentar best hverjum og einum starfsmanni

Stofntenging SIP 4, 10 og 30 símtöl

Stofntenging PRI 15 og 30 símtöl

Vodafone Símaský Vodafone hýsir og rekur símstöð Vodafone á og sér um rekstur símtækja *

*gegn mánaðargjald

Alltaf hringt fyrir 0 kr.

innan fyrirtækis


Hafdís Hrönn Reynisdóttir, vörustjóri farsíma á sölu- og þjónustusviði Vodafone

Sparað með Vodafone EuroTraveller Raunveruleg dæmi af íslensku fyrirtæki Starfsmenn á ferðalagi:

7

heildarfjöldi daga á ferðalagi:

29

heildarsímkostnaður með eurotraveller:

39.978 kr

kostnaður ef notkun hefði verið skv. almennri verðskrá:

89.458 kr.

sparnaður:

49.480 kr.

55%

6

vodafone | júlí, 2013

Áhyggjulaus í evrópu Vodafone EuroTraveller er bylting – bæði fyrir viðskiptaferðalanga og þá sem ferðast á eigin vegum. Með þessari nýju þjónustu frá Vodafone má lækka símakostnaðinn á ferðalögum um Evrópu verulega og loksins er hægt að nýta kosti snjallsímans til fullnustu. „Að geta verið á netinu erlendis án þess að eiga von á himinháum reikningi við heimkomuna er algjör bylting fyrir ferðalanga,” segir Hafdís Hrönn Reynisdóttir, vörustjóri farsíma á söluog þjónustusviði Vodafone, um nýja þjónustu sem kallast Vodafone EuroTraveller. Fyrir það er aðeins greitt daggjald, 690 krónur, fyrir þá daga sem síminn er notaður og eftir það er öll notkun símans samkvæmt íslenskri gjaldskrá. Stóri munurinn í þessu er að netnotkun í símanum verður mun ódýrari með Vodafone EuroTraveller og getur sparnaðurinn með EuroTraveller í gagnamagni farið allt upp í 95%. Þar með opnast í raun í fyrsta sinn á það að ferðalangar geti nýtt sér kosti snjallsímans á borð við tölvupóst, netnotkun, kortanotkun, notkun samfélagsmiðla og margt fleira á ferðalaginu án þess að hafa áhyggjur af himinháum reikningum. Eins og sjá má af dæminu hér til hliðar eru íslensk fyrirtæki þegar farin að spara tugi þúsunda króna með Vodafone EuroTraveller. Þetta er því einstök þjónusta fyrir fyrirtæki sem senda starfsfólk reglulega í vinnuferðir til Evrópu. „Þeir sem eru á viðskiptaferðalagi geta notað símann án þess að velta fyrir sér kostnaði. Hringd símtöl til Íslands og innan Vodafone EuroTraveller landanna sem og SMS kosta viðskiptavini okkar jafn mikið og ef þeir væru staddir á Íslandi. Það kostar okkar viðskiptavini ekkert að taka á móti símtölum en mesta byltingin er verðið á gagnamagni,“ segir Hafdís. Hafdís fagnar reglugerð ESB um verðþak á reiki en það þýðir að reikiverðin í ESB- og EESlöndunum lækkuðu þann 1. júlí síðastliðinn. „Hins vegar er enn miklu ódýrara að vera í Vodafone EuroTraveller heldur en á nýju verðskránni og er munurinn langmestur þegar kemur að gagnamagnsverði. Gagnamagnið er enn allt að 94% ódýrara í Vodafone EuroTraveller en á almennri reikiverðskrá.“ Það kostar ekkert að skrá farsíma í áskrift í Vodafone EuroTraveller, en viðskiptastjóri fyrirtækis getur skráð starfsfólk í þjónustuna með því að hafa samband við sinn tengilið hjá Vodafone eða fyrirtækjaþjónustu í síma 599 9500.



m2m: tækin tala saman Margir telja að M2M verði einn af helstu vaxtarbroddum tækniþróunar á fjarskiptamarkaði á komandi árum.

M

2M stendur fyrir Machine to Machine, sem er tækni sem gerir tækjum kleift að eiga bein samskipti sín á milli. Með þeim hætti er hægt að auka verulega sjálfvirkni á ýmsum sviðum, hvort heldur sem er í atvinnulífinu eða á heimilinu. M2M á Íslandi Hér á landi hefur M2M m.a. verið notað til að halda utan um staðsetningar bílaflota og er Rauntímakort Strætó, sem margir þekkja, gott dæmi um birtingarmynd M2M-kerfis. Vodafone á Íslandi hefur mikla reynslu af uppsetningu og þjónustu við M2Mkerfi bæði hér á landi og erlendis. Þar njótum við einnig góðs af þekkingu og þéttriðnu fjarskiptaneti Vodafone samsteypunnar á heimsvísu og getum boðið upp á lausnir og þjónustu í samvinnu við Vodafone erlendis. Nýtist M2M í þínum rekstri? M2M hefur verið í notkun í ýmsum myndum um nokkurt skeið en verið í hraðri þróun vegna framfara í þráðlausum fjarskiptum þar sem sífellt auðveldara og ódýrara er að tengja hluti við farsímakerfið og nota það til að senda upplýsingar milli tækja. Getur þitt fyrirtæki nýtt kosti M2M til að hagræða í rekstri og ná forskoti í samkeppninni? Hafðu samband við þinn viðskiptastjóra hjá Vodafone eða fyrirtækjaþjónustu okkar í síma 599-9500 og kynntu þér kosti M2M hjá Vodafone.

Sjálfvirkt gæðaeftirlit með M2M Controlant er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur á undanförnum árum þróað þráðlausar lausnir sem notaðar eru til gæðaeftirlits hér heima og erlendis, t.d. í lyfja- og matvælaiðnaði. „Viðskiptavinir okkar krefjast mikils áreiðanleika af öllum lausnum Controlant, enda er yfirleitt um að ræða verðmætar upplýsingar. Örugg miðlun þessara upplýsinga getur skipt sköpum og komið í veg fyrir tjón á viðkvæmum og verðmætum varningi. Miðlun þessara upplýsinga byggir að miklu leyti á farsímakerfinu og hefur Controlant nýtt þjónustu Vodafone í þeim tilgangi til margra ára með mjög góðum árangri.“ Stefán Karlsson, rekstrarstjóri Controlant.

8

vodafone | júlí, 2013

Með M2M er hægt að auka verulega sjálfvirkni á ýmsum sviðum, hvort heldur sem er í atvinnulífinu eða á heimilinu.


Öruggari snjalltæki með vsdm frá Vodafone Er þitt starfsfólk með vinnutölvupóst, tengiliðalista eða önnur viðkvæm gögn á snjallsímanum sínum eða spjaldtölvunni? Hvað gerist ef tækin týnast, þeim er stolið eða tölvuþrjótar hakka sig inn á þau?

S

njalltæki eru frábær vinnutól sem gera starfsfólki kleift að sinna starfi sínu hvar og hvenær sem er, efla upplýsingagjöf og auka framleiðni. En það er önnur hlið á notkun snjalltækja við vinnuna. Sífellt fleiri stjórnendur fyrirtækja átta sig nú á hættunni sem felst í að hafa fyrirtækjagögn óvarin á snjalltækjum starfsfólks. Dæmin sýna að komist snjallsímar og spjaldtölvur í hendur utanaðkomandi aðila eru gögn þeirra oft aðgengileg með því einu að kveikja á tækinu. Að auki eru öryggisholur vel þekkt vandamál í helstu stýrikerfum snjalltækja og þau geta því verið einföld gátt fyrir tölvuþrjóta sem vilja komast inn á tölvukerfi fyrirtækja.

V

SDM (Vodafone Secure Device Management) frá Vodafone er lausn á þessu vandamáli. VSDM tryggir m.a. að snjalltæki sem innihalda fyrirtækjagögn séu ávallt varin með lykilorði, að notkun þeirra hlíti öryggisreglum fyrirtækisins og að hægt sé að eyða út öllum gögnum fyrirtækisins eða símans ef tækið glatast.

M

eð VSDM hafa tæknistjórar fyrirtækisins ávallt yfirsýn yfir snjalltæki starfsfólks, ástand og öryggsstillingar. Þeir geta komið í veg fyrir að óöruggur hugbúnaður sé settur upp, slökkt á forritum ef upp koma alvarlegar öryggisholur og stöðvað óeðlilegan gagnaflutning, svo eitthvað sé nefnt.

T

ryggðu öryggi þinna gagna. Fáðu frekari upplýsingar um VSDM hjá þínum viðskiptastjóra hjá Vodafone eða hjá fyrirtækjaþjónustu í síma 599-9500.

Kostir VSDM •

Það er auðvelt að hefja notkun á VSDM

Samskiptin eru dulkóðuð og hægt er að dulkóða minniskortið

Viðbótaröryggi ofan á það sem þegar er í stýrikerfinu

Tölvupóstur, verklistar og dagatal eru varin með lykilorði

Hægt er að framkvæma fjarhreinsun á upplýsingum í tækinu ef það týnist eða því er stolið

Öryggisreglur eru uppfærðar sjálfkrafa

Tæki með opnar öryggisholur eru fundin og öryggisaðgerðir framkvæmdar sjálfvirkt

Engar hindranir á notkun símans

Gögnin vernduð með VSDM „Innleiðingin á VSDM hjá Norðuráli hefur gengið vonum framar. Það er einfalt að stofna notendur og skrá þá í kerfið, hvort heldur iPhone eða Android-notendur, og virknin er sú sem lagt var upp með. Meðal þess sem við höfum gert er að keyra öryggisreglur inn á síma starfsfólks til að tryggja öryggi viðkvæmra gagna. Það skiptir miklu máli gera starfsfólki okkar kleift að nýta kosti snjallsíma til fullnustu en geta um leið treyst því að gögn fyrirtækisins séu vel varin.“ Emil Hilmarsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar hjá Norðuráli

vodafone | júlí, 2013

9


Símaský vodafone

Fjölhæft símkerfi sem vex í takt við þinn rekstur

Þ

etta gæti varla verið einfaldara. Þú sérð um rekstur þíns fyrirtækis – við sjáum til þess að símkerfið þitt sé ávallt í toppstandi. Engin tækjakaup, engar símstöðvar til að reka – bara símaþjónusta sem fellur nákvæmlega að þörfum þíns fyrirtækis, hvort sem það er stórt eða smátt. Í Símaskýi Vodafone er símstöðin hýst hjá Vodafone þannig að við sjáum alfarið um rekstur og umsjón símkerfisins. Þú þarft ekki að kaupa búnað heldur greiðir einungis fastan rekstrarkostnað fyrir hvern notanda. Hægt er að velja þjónustuna með eða án símtækja eftir því hvað hentar þínu fyrirtæki. Einfalt er að bæta við eða loka númerum eftir þörfum og þannig getur Símaský Vodafone vaxið í takt við þitt fyrirtæki.

Með Símaskýi Vodafone ertu ekki bundinn af takmörkunum þinnar eigin símstöðvar – símkerfið er rekið miðlægt hjá Vodafone og er því með öllum mikilvægustu eiginleikum nútímasímkerfa.

Einfalt og öruggt Símaský Vodafone er einfalt í rekstri fyrir þitt starfsfólk. Ekki er þörf á sérstökum tæknimanni því allir geta stillt sinn borðsíma í gegnum vefaðgang. Kerfið býður upp á fjölmarga stillingarmöguleika, þannig að hægt er að sérsníða kerfið bæði almennt að þörfum þíns fyrirtækis og eins að þörfum hvers starfsmanns fyrir sig. Með Símaskýi Vodafone er símstöðin hýst í öruggu rekstrarumhverfi hjá Vodafone þar sem sérþjálfað starfsfólk sér um viðhald og

Traust símkerfi ef allt annað bregst Fyrir Eimskip skiptir öllu máli að ávallt sé tryggt símasamband og að viðskiptavinir nái sambandi við starfsfólk. Liður í því er að hafa traust varakerfi til staðar ef bilanir koma upp. Eimskip leitaði til Vodafone, sem notaði fyrirliggjandi símkerfislausnir sínar til að setja upp varakerfi sem tekur yfir ef aðalsímstöð Eimskips verður fyrir áfalli, s.s. rafmagnsleysi eða bilun. „Fyrir okkur var nauðsynlegt að varakerfið sæi til þess að aldrei yrði þjónusturof, jafnvel þótt aðalsímstöðin detti út. Vodafone setti saman lausn sem áframsendir símtöl í farsíma, raðar þeim sem hringja inn í biðröð og tryggir okkur fulla stjórn á allri virkni varakerfisins meðan það er í notkun. Þannig hefur Vodafone sett upp lausn sem getur tekið við aðalkerfinu ef eitthvað bjátar á og tryggt að Eimskip geti þjónustað viðskiptavini sína þrátt fyrir niðritíma á aðalsímkerfi.“ Hlynur Guðmundsson, verkefnastjóri í upplýsingatæknideild, Eimskip.

10 vodafone | júlí, 2013

rekstur. Ítrustu öryggisstöðlum er fylgt við rekstur kerfisins innan Vodafone og þurfir þú aðstoð eru sérfræðingar Vodafone til þjónustu reiðubúnir. Hvernig getur þú nýtt þér Símaský Vodafone til að einfalda símkerfi þíns fyrirtækis? Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu Vodafone í síma 599-9500 og við finnum hagkvæmasta og besta kostinn fyrir þig.

Engin tækjakaup, engar símstöðvar – bara símaþjónusta sem fellur nákvæmlega að þörfum þíns fyrirtækis.


Í stöðugu sambandi með MetroNeti Vodafone

Ávinningur af tengingu við MetroNet Vodafone

alltaf í fyrsta flokks sambandi

MetroNet Vodafone er fyrsta flokks gagnaflutningsnet sem fullnægir öllum kröfum viðskiptavina um háhraðatengingar, forgangsþjónustu og uppitíma. MetroNet Vodafone er í boði á langflestum byggðakjörnum landsins. Hafðu samband við þjónustufulltrúa Vodafone til að sjá hvernig MetroNeti getur nýst þínu fyrirtæki.

MetroNet Vodafone er fyrsta flokks gagnaflutningsnet sem fullnægir ítrustu kröfum um háhraðatengingar, forgangsþjónustu og uppitíma. Á Metroneti Vodafone er þitt fyrirtæki alltaf í fyrsta flokks sambandi. internet

MetroNet Vodafone er í boði í langflestum byggðakjörnum landsins sem þýðir að mögulegt er að tengja saman öll útibú fyrirtækis þíns á lokuðu einkaneti.

gagnagrunnur

Samtengingu útibúa

Talsímaþjónustu

Með lokuðu einkaneti milli starfsstöðva eru Stafræn talsímaþjónusta á borðallan við Símaský Vaktstöð Vodafone (NOC) starfrækt sólarhringinn gæði og öryggi tenginga tryggð. Vodafone og SIP-stofntengingar fæst yfir MetroNetið. Í Símaskýi er símstöðin hýst hjá Vodafone en þú leigir símtæki Betri nýtingu á bandvídd og greiðir einungis fast gjald fyrir hvern Háhraðatenging útibú útibú MetroNet Vodafone sameinar flutning á útibú útibú Með forgangsröðun er hægt að stýra umferð notanda. Þannig losnar þú við allan stofn- og tali, mynd og gögnum yfir eina og sömu á netinu og raða gögnum eftir mikilvægi. rekstrarkostnað við eigin símstöð. tenginguna. Þannig getur þú nýtt MetroNetið Þannig fær það kerfi sem skiptir þitt fyrirtæki fyrir Internet, talsímaþjónustu, myndfundi, mestu máli, hvort sem það er kassakerfi, höfuðstöðvar hýsingarþjónustu, flutning á upplýsingasímkerfi eða eitthvað annað, alltaf tiltekið Þjónustu og eftirlit og sjónvarpsefni og myndsendingar fyrir magn af bandvídd. Vodafone býður upp á rekstrarleigu öryggiskerfi, svo eitthvað sé nefnt. Með endabúnaðar og sér um eftirlit og þjónustu Metronet MetroNeti Vodafone færð þú: sem tryggir að enginn aukakostnaður hlýst Trausta útlandatengingu Vodafone af bilun í endabúnaði. Vodafone er tengt þremur sæstrengjum við umheiminn sem tryggir stöðugt útlandasamband. Stafræn talsímaþjónusta

Slökkviliðið semur við Vodafone Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins samdi fyrir skömmu við Vodafone um alhliða fjarskiptaþjónustu. Slökkviliðið bætist þannig í stóran hóp viðbragðs- og almannavarnaaðila sem hafa fært sín viðskipti til Vodafone, þ.m.t. Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæslan, Landspítali háskólasjúkrahús, Flugmálastjórn, Vegagerðin, Ríkisútvarpið, Landsvirkjun og fleiri.

„Samfélagslegt mikilvægi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er óumdeilt. Við erum stolt af því hafa orðið fyrir valinu sem þjónustuaðili Slökkviliðsins, eins og margra annara sem tryggja grunnþjónustu í samfélaginu. Traust fjarskipti skipta þá aðila gríðarlega miklu máli og í vali þeirra felst mikil viðurkenning fyrir okkar starfsfólk, sem

leggur hart að sér til að veita örugga og góða þjónustu. Slökkviðliðið er því hjartanlega velkomið í viðskipti,“ sagði Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, við undirritun samningsins.

Það voru slökkviliðsstjórinn Jón Viðar Matthíasson og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, sem skrifuðu undir samninginn í körfubíl Slökkviliðsins. „Þjónusta SHS stendur og fellur með því að við séum ávallt í stöðugu og öruggu sambandi, hvort sem við erum staddir í heimahúsi, lyftu, bílakjallara eða annars staðar. Bæði þurfum við að treysta á að geta hringt við erfiðar aðstæður og eins geta tekið á móti mikilvægum símtölum án vandkvæða. Verkefnið er því stórt en við höfum fulla trú á að samstarfið við Vodafone geri okkur kleift að uppfylla okkar þjónustumarkmið og viðbragðstíma á öllum tímum sólarhringsins,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við undirskriftina.

vodafone | júlí, 2013

11


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.