Tímarit Vodafone, sumar 2013

Page 1

4G

ERTU TIL Í STÓRA STÖKKIÐ? TÍMAFLAKK Í VODAFONE SJÓNVARPI MEIRA INNIFALIÐ Í NÝJUM FARSÍMALEIÐUM


Bylting í fjarskiptaþjónustu Það eru spennandi tímar framundan á íslenska fjarskiptamarkaðnum. Í júlíbyrjun hóf Vodafone að bjóða 4G þjónustu sína á fyrstu svæðunum – stærstu sumarbústaðasvæðum landsins – sem er bylting fyrir þá sem verja miklum hluta af sínum frítíma í sumarbústaðnum. Það er engin tilviljun að Vodafone fer í loftið með 4G á þessum svæðum, því við sjáum fyrir okkur að 4G muni í upphafi valda mestum straumhvörfum í hinum dreifðu byggðum landsins þar sem hefðbundnar nettengingar eru ekki í boði. Því mun uppbygging 4G kerfis Vodafone verða öflug á landsbyggðinni ekki síður en á höfuðborgarsvæðinu næstu misserin.

11

Í þéttari byggð mun 4G kerfið nýtast sérstaklega vel fyrir þá sem eru á ferðinni, í vinnu eða frítíma, og vilja vera með góða og stöðuga nettengingu. Með ofurhröðu þráðlausu sambandi munum við taka næsta skrefið inn í þráðlausa framtíð þar sem við erum ekki lengur háð því að vera heima eða í vinnunni til að geta gert það sem við viljum á netinu á örskotsstund. Árið 2013 er stórt ár fyrir Vodafone og viðskiptavini okkar. Auk innleiðingar 4G höfum við hafið hraða uppbyggingu á ljósnetsþjónustu um allt land, þar sem viðskiptavinum sem ekki hafa ljósleiðaratengingu heim býðst miklu hraðvirkari nettenging en áður. Við höfum kynnt nýjar og hagkvæmari þjónustuleiðir í farsíma sem taka mið af breyttu notkunarmynstri Íslendinga. Þjónustan Vodafone EuroTraveller hefur reynst frábærlega fyrir fólk sem vill geta nýtt kosti snjallsímans síns á ferð um Evrópu án þess að kostnaðurinn rjúki upp úr öllu valdi. Í Vodafone Sjónvarpi kynnum við til leiks nýja þjónustu, Tímaflakk, þar sem sjónvarpsdagskráin er aðgengileg í sólarhring eftir útsendingu. Það er því af nógu að taka og við erum hvergi nærri hætt. Þróunin mun áfram verða hröð í fjarskiptaþjónustu á komandi mánuðum og árum og þar mun Vodafone verða í fararbroddi með nýjungar og þjónustu, viðskiptavinum til hagsbóta.

Kjartan Briem

framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone

2

vodafone | júlí, 2013

EFNISYFIRLIT 04 05 06 08 09 10 12 13 14 16 17 18 20 21 22 23 24

Öryggisnet fjölskyldunnar Nýjar farsímaáskriftarleiðir Vodafone EuroTraveller Einfaldara og betra frelsi Flott LG farsímatilboð 4G: Taktu stökkið Símar frá Samsung Heimasíminn hagkvæmastur Enn öflugra internet Ljósnetið breiðist út Sparnaðarráð Vodafone Tíu ástæður til að velja Vodafone Vodafone Gull Nýtt og betra netspjall Tímaflakk Vodafone Meira sjónvarp Úrvalið er í Leigunni



Öryggisnet fjölskyldunnar Ef inniföldu mínúturnar í nýju áskriftarleiðunum fyrir farsíma klárast greiðir þú ekkert fyrir símtöl innan fjölskyldu.

Þ

ú vilt ekki þurfa að vera á skeiðklukkunni og hafa áhyggjur af símkostnaði þegar þú ræðir við makann eða börnin. Þess vegna kynnum við til leiks nýja þjónustu sem tryggir að fjölskyldur geti átt í meiri og betri samskiptum sér að kostnaðarlausu. Öryggisnet fjölskyldunnar er nú hluti af öllum nýjum áskriftarleiðum Vodafone.

Ö

ryggisnet fjölskyldunnar virkar þannig að þegar inniföldu mínúturnar í áskriftarleiðinni þinni klárast kostar ekkert aukalega að hringja í þá sem eru á sömu fjölskyldukennitölu. Hvorki er gjaldfært upphafsgjald né mínútugjald. Þetta gildir fyrstu 500 mínúturnar eftir að inniföldu mínúturnar klárast og getur því komið sér verulega vel

4

vodafone | júlí, 2013

fyrir fjölskyldur sem vilja ræða málin. Öryggisnetið tekur gildi um leið og inniföldu mínúturnar klárast – fram að því eru símtöl innan fjölskyldu talin á sama hátt og önnur símtöl. Allir í nýju áskriftarleiðum Vodafone hringja á 0 kr. í fjölskyldumeðlimi: • •

með farsíma í áskrift hjá Vodafone með fyrirtækjanúmer hjá Vodafone svo framarlega sem fjöskyldumeðlimur er skráður notandi á fyrirtækjanúmerinu með skráð frelsi hjá Vodafone

N

úmer í frelsi geta ekki nýtt sér Öryggisnet fjölskyldunnar. Við bjóðum hins vegar Krakkafrelsi sem Gull-ávinning, þar sem börn yngri en 18 ára fá 1.500 kr. inneign án endurgjalds í hverjum mánuði. Kynntu þér Vodafone Gull á blaðsíðu 20.

Þ

ú þarft ekki að skrá þig sérstaklega fyrir þessari þjónustu þar sem við notumst við fjölskyldukennitölur Þjóðskrár til að raða saman fjölskyldum.


nýtt


vodafone

eurotraveLLer – Miklu betri kjör á ferðalögum til Evrópu

Sama mínútuverð og heima 0 kr. fyrir að taka á móti símtölum og SMS Þú greiðir tæplega 95% minna fyrir netið í símann, einungis 90 kr. fyrir hver 15 MB, ekki ríflega 1.300 kr. fyrir 15 MB eins og í hefðbundnu reiki

Vodafone EuroTraveller löndin eru Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.

6

vodafone | júlí, 2013

M

argir þekkja hversu varhugavert getur verið að nota farsímann mikið á ferðalögum erlendis. Kostnaður við reikisímtöl getur verið umtalsverður, hvort sem maður hringir sjálfur eða tekur á móti símtölum og notkun á netinu í símanum erlendis getur verið mjög dýr, þannig að flestir hafa vanið sig á að hafa slökkt á gagnasendingum símans þegar þeir eru staddir í útlöndum. Vodafone EuroTraveller, ný þjónusta sem Vodafone býður viðskiptavinum með farsíma í áskrift, getur hins vegar dregið verulega úr kostnaði ferðalanga við farsímanotkun.

V

odafone EuroTraveller virkar þannig að þá daga sem síminn er notaður í Evrópu er greitt eitt daggjald, 690 kr. Eftir það er öll notkun símans þá daga samkvæmt íslenskri gjaldskrá. Það þýðir m.a. að hagkvæmara er að hringja og senda SMS í íslensk númer, að það kostar ekkert að taka á móti símtölum og SMS, og verð á gagnamagni er miklu hagkvæmara, því greiddar eru 90 kr. fyrir hver 15 MB en ekki ríflega 1.300 kr. fyrir 15

MB eins og í hefðbundnu reiki. Vodafone EuroTraveller hentar því sérstaklega vel þeim sem nota símann mikið á ferðalaginu og mestur er munurinn á verði netnotkunar.

Þ

eir sem hafa notað Vodafone EuroTraveller síðustu mánuði hafa sparað umtalsverðar fjárhæðir með þjónustunni. Á síðunni hér til hliðar má t.d. sjá raundæmi af viðskiptavini sem var sex daga á Spáni og notaði símann á svipaðan hátt og heima. Sparnaður hans með því að nota Vodafone EuroTraveller var heil 75%.

H

ægt er að skrá sig í Vodafone EuroTraveller á Vodafone.is/ eurotraveller, með því að senda SMS-ið „Euro“ í 1414 eða með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 eða netspjalli á Vodafone.is.



Einfaldara og betra frelsi Í

frelsispökkunum eru mínútur, SMS og gagnamagn innifalin. Pakkarnir gilda í 30 daga.

Þ

ú greiðir engin upphafsgjöld af inniföldum mínútum og þær gilda í heimasíma, farsíma óháð kerfi og í farsíma og heimasíma í 27 löndum.

V

eldu frelsispakka sem hentar þinni notkun: 60, 150, 300 eða 400. Nafnið segir til um hversu margar mínútur, SMS og MB eru innifalin.

E

f þú þarft meira gagnamagn getur þú bætt við gagnamagnspakka sem dugar í 90 daga!

Í

fyrsta skipti á Íslandi býður Vodafone nú áframsendingu á símtölum og SMS í bæði áskrift og frelsi. Þjónustan er gjaldfrjáls í önnur Vodafone númer. Þú stillir áframsendinguna á Mínum síðum á Vodafone.is.

8

vodafone | júlí, 2013


Þrír flottir snjallsímar á frábæru tilboði! Lækkað verð á Nokia Lumia 925, Samsung Galaxy Xcover II og Samsung Galaxy Note 8.0. Góð samskipti bæta lífið

Samsung Galaxy Note 8.0 Vinsælasta spjaldtölvan frá Samsung komin í minni útgáfu. Tilboðsverð: 99.990 kr. Almennt verð 109.990 kr.

Samsung Galaxy Xcover II

Nokia Lumia 925

Hér er næsta kynslóð af hinum geysivinsæla Galaxy Xcover síma frá Samsung. Hraðari, stærri og harðari af sér!

Mjög öflugur Windows Phone 8 snjallsími sem tekur við kyndlinum af Lumia 920.

Tilboðsverð: 44.990 kr.

Tilboðsverð: 94.990 kr.

Almennt verð 59.990 kr.

Almennt verð 109.990 kr.

Birt með fyrirvara um prentvillur, myndabrengl og uppseldar vörur.


Ertu til í stóra stökkið? 4G-kerfi Vodafone var tekið í notkun í byrjun júlí og nær það til að byrja með til stórra svæða á Suður- og Vesturlandi auk alls Eyjafjarðar. Á 4G svæðum munu íbúar og ekki síður sumarbústaðaeigendur finna ótrúlegan mun á nethraða – ertu til í stóra stökkið? Gagnahraðinn á 4G farneti Vodafone getur orðið allt að 50 Mb/s, sem þýðir að þú getur gert svo til allt á netinu – horft á myndbönd í háskerpu, sótt stórar gagnaskrár á örskömmum tíma, notað myndspjall – jafnvel allt þetta í einu! Það er einfalt að fá 4G um Vodafone Farnet. Þú kaupir 4G netbúnað í næstu verslun Vodafone, hjá umboðsmanni eða á Vodafone.is, pantar áskrift og ert tilbúinn í 4G. Ef þú ert fyrir utan 4G svæði mun búnaðurinn færa sig sjálfkrafa á 3G þannig að nettenging er til staðar svo lengi sem þú ert innan farsímaþjónustusvæðis Vodafone. Við munum halda áfram að byggja 4G-kerfið upp og á næstu misserum verður kveikt jafnt og þétt á fleiri sendum um allt land. Vodafone leggur mikinn metnað í að bjóða bestu 4G þjónustu á landinu, enda mun þessi tækni valda straumhvörfum í þjónustu við þá sem eru á ferðinni eða hafa ekki aðgang að öflugri nettengingu um fastlínu. Kynntu þér 4G þjónustu Vodafone á vodafone.is/farnet

4G

3G

GSM

Nákvæmt þjónustusvæðiskort er að finna á vodafone.is


Vodafone Farnet með 4G og 3G FARNET

1GB

FARNET

5GB

FARNET

FARNET

15GB

30GB

3G áskrift

3G áskrift 3G netfrelsi

4G áskrift 3G áskrift 3G netfrelsi

4G áskrift 3G áskrift

1.190 KR.

2.190 KR.

3.990 KR.

5.190 KR.

Veldu þann búnað sem hentar þér:

Ferðanetbeinir

Nettengill

Netbeinir

Notar rafhlöðu og fer vel í vasa. Nettengir mörg tæki í einu.

Lítill og nettur til að tengja eina fartölvu.

Öflugur beinir fyrir heimilið eða bústaðinn.

4G Ferðanetbeinir 12.990 kr.

4G Nettengill 7.990 kr.

4G Netbeinir 22.990 kr.

Með 6 mánaða áskriftarsamningi Staðgreitt: 22.990 kr.

Með 6 mánaða áskriftarsamningi Staðgreitt: 15.990 kr.

Með 6 mánaða áskriftarsamningi Staðgreitt: 36.990 kr.

Virkar líka á 3G og GSM

Virkar líka á 3G og GSM

Virkar líka á 3G og GSM

3G Ferðanetbeinir 7.990 kr.

3G Nettengill 3.990 kr.

3G Netbeinir 15.990 kr.

Með 6 mánaða áskriftarsamningi Staðgreitt:15.990 kr.

Með 6 mánaða áskriftarsamningi Staðgreitt: 6.990 kr.

Með 6 mánaða áskriftarsamningi Staðgreitt: 24.990 kr.


Þrír góðir frá Samsung Samsung snjallsímarnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár, enda eru þeir bæði vel hannaðir og öugir.

Góð samskipti bæta lífið

Samsung Galaxy S4 Samsung Galaxy S4 er nýjasta flaggskipið frá Samsung. Hraðari örgjörvi, stærri og flottari skjár í fullri háskerpu og 13 MP myndavél - þeir verða varla betri en S4. Tilboðsverð: 109.990 kr. Almennt verð: 124.990 kr.

Samsung Galaxy S4 Mini

Samsung Galaxy S4 Active

Minni útgáfa af Samsung Galaxy S4. Það er enginn sem segir að minna þurfi endilega að vera verra.

Einn besti snjallsími ársins, og nú ryk- og rakavarinn. Hraður örgjörvi, 8 MP myndavél og 16 gb vinnsluminni.

Almennt verð: 89.990 kr.

Almennt verð: 104.990 kr.

Væntanlegur

Birt með fyrirvara um prentvillur, myndabrengl og uppseldar vörur.

Væntanlegur


Heimasíminn hagkvæmastur

H

já Vodafone er hagkvæmast að hringja í heimasíma með því að vera í Vodafone Gull. Þá færðu 1000 mínútur innifaldar í mánaðargjaldinu í alla heimasíma á landinu. Við bjóðum fimm þjónustuleiðir sem innihalda mismikið af inniföldum mínútum í farsíma. Veldu þjónustuleið í takt við þína notkun – það er langhagstæðast!

Ódýrari útlandasímtöl

Þ

Þú getur fengið tvær tegundir heimasíma:

ú getur minnkað kostnaðinn við útlandasímtöl með tvennum hætti. Þú getur bætt útlandapakka við heimasímaáskriftina, sem lækkar mínútugjaldið til úumtalsvert. Við bjóðum tvo útlandapakka með 50 og 100 mínútum inniföldum í bæði heimasíma og farsíma á mánuði. Útlandapakkarnir gilda til 24 landa, en landalista má finna á Vodafone.is.

• Hefðbundinn heimasíma – þennan gamla góða • Heimasíma um ljósleiðara – ef þú ert með ljósleiðaratengingu

E

ins má lækka verð á útlandasímtölum með því að nota forskeytið 1010 í stað 00 þegar hringt er til útlanda. Sem dæmi lækkar 1010 mínútuverð fyrir símtal í heimasíma í Danmörku úr 20,90 kr. í 8,90 kr. sem er rúmlega 57% lækkun. Mundu eftir 1010 næst þegar þú hringir til útlanda!

Á

1000 mínútur í aðra heimasíma innifaldar á mánuði í Vodafone Gull!

Vodafone.is má fletta upp hvaða landi sem er og sjá kostnað við að hringja þangað, hvort sem það er í heimasíma eða farsíma, með 00 eða 1010.

vodafone | júlí, 2013

13


Enn öflugra Internet Internetþjónusta Vodafone er ört vaxandi um allt land og jafnt og þétt fjölgar þeim stöðum þar sem Vodafone býður hröðustu nettengingar sínar – ljósleiðara og ljósnet. Hjá Vodafone færðu hröðustu nettengingar sem bjóðast á hverjum stað: Þar sem er ljósleiðari getur þú fengið ljósleiðara, þar sem ljósnetið býðst bjóðum við þér ljósnet og þar sem ADSL-tengingar eru þær hröðustu bjóðum við ADSL-tengingar. Sjónvarpsþjónusta í sérflokki

Hvaða netþjónusta býðst mér?

Með netþjónustu hjá Vodafone getur þú einnig fengið Vodafone Sjónvarp, sem veitir aðgang að yfir 100 sjónvarpsstöðvum, þúsundum kvikmynda í Leigunni, frelsisefni sjónvarpsstöðvanna og Tímaflakki. Háskerpusjónvarp og kvikmyndir á Leigunni í háskerpu fást á ljósleiðara, ljósneti og stórum hluta ADSL-tenginga. Með ljósleiðara getur þú fengið allt að sjö myndlyklum, fimm með ljósneti og einn með ADSL. Með sjónvarpi yfir nettengingar fylgir einn Digital Ísland myndlykill án endurgjalds.

Það er einfalt að komast að því hvaða netþjónusta Vodafone býðst á þínu heimili. Með því að smella á „Internet“ á Vodafone.is

Netvörnin tryggir öryggi Viðskiptavinir í Vodafone Gull fá Netvörn Vodafone sér að kostnaðarlausu, en með henni má stýra netnotkun heimilisins og loka á óæskilegt efni á borð við klám, fjárhættuspil og skráaskiptiforrit, svo dæmi sé tekið. Að auki lokar Netvörnin á vírusa og alls kyns skaðlegan hugbúnað og stöðvar utanaðkomandi tilraunir til að tengjast tölvunni þinni. Auðvelt er að kveikja og slökkva á netvörninni í gegnum Mínar síður á Vodafone.is.

14 vodafone | júlí, 2013

opnast valmynd þar sem þú getur slegið inn heimilisfang og fengið um hæl upplýsingar um hvaða nettenging er í boði. Er Ljósnet Vodafone ekki komið? Ekki örvænta, því það mun breiðast hratt út á næstu mánuðum. Lestu meira um útbreiðslu ljósnetsins á bls. 16.

Enn stærri netpakki Netnotkun eykst hröðum skrefum, enda eru sífellt fleiri tæki á heimilum landsmanna farin að nýta nettenginguna. Má þar nefna tæki sem streyma myndefni af netinu eins og t.d. Apple TV sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir, auk þess sem gögn eru í meiri mæli geymd í „skýinu“. Aukin internetnotkun kallar á stærri internetþjónustuleiðir og við svörum kallinu með nýjum og risastórum pakka með 250 GB inniföldu niðurhali.


v

Hvaða nettengingar getur þú fengið? Flettu heimilisfanginu þínu upp á Vodafone.is og veldu bestu tenginguna sem þér býðst.

LJÓSLEIÐARI

*

*

*

*

*

*Við bætist aðgangsgjald til gagnaveitu. Gagnaveita Reykjavíkur: 2.610 kr./mán., Skeiða- og Gnúpverjanet og Tengir, Akureyri: 2.950 kr./mán Gagnaveita Skagafjarðar: 2.975 kr./mán

Ljósnet

5

5

5

5

5

ADSL

vodafone | júlí, 2013

15


Ljósnet Vodafone breiðist út Útbreiðsla Ljósnets Vodafone er nú hafin af fullum krafti en stefnt er að opnun þjónustunnar víðsvegar um landið á þessu ári. Vodafone hóf fyrst að bjóða ljósnet á svæðum 104 og 108 í Reykjavík fyrr á árinu, en fjölmörg svæði hafa bæst við síðan og munu bætast við síðar á árinu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og í hinum ýmsu bæjarfélögum úti á landi. Yfirlit yfir þau bæjarfélög sem verða ljósnetsvædd á árinu má sjá á meðfylgjandi korti. Að auki getur þú ávallt flett upp þínu heimilisfangi á Vodafone.is til að sjá hvaða nettengingar Vodafone standa þér til boða.

Enn hraðara internet Ljósnetið er umtalsverð framför frá hefðbundinni ADSL-tengingu. Með ljósnetstengingu má fá allt að 50 Mb/s niðurhalshraða og 25 Mb/s upphalshraða, en hraðinn á á hefðbundinni ADSL-tengingu er allt að 12 Mb/s niðurhal og 1 Mb/s

16 vodafone | júlí, 2013

upphal. Mesti hraðinn er þó á ljósleiðara, eða allt að 100 Mb/s bæði upphal og niðurhal. Að auki er völ á enn meiri sjónvarpsþjónustu yfir ljósnet en hefðbundna ADSL-tengingu. Völ er á allt að fimm myndlyklum á hvert heimili með ljósnetstengingu auk þess sem tryggt er að háskerpa náist á ljósneti, en háskerpa næst ekki á öllum ADSLtengingum í dag af tæknilegum ástæðum. Að sjálfsögðu fylgir Leigan í Vodafone

Sjónvarpi með aðgangi að þúsundum kvikmynda, fjölda sjónvarpsþátta, sjónvarpsefni í frelsi og Tímaflakki, sem bætist við í júlí. Það besta er að Ljósnet Vodafone er á sama verði og hefðbundin ADSL-tenging. Fylgist með á Vodafone.is til að fá frekari fréttir af útbreiðslu Ljósnets Vodafone.


sparnaðarráð Á Vodafone.is birtum við einföld ráð sem geta hjálpað þér að spara. Hér er yfirlit yfir nokkur þeirra.

1

Skoðaðu notkunina og veldu pakka við hæfi

Það skiptir máli að velja pakka sem passa við notkunina, því það getur aukið kostnað að vera í þjónustuleiðum sem gera ráð fyrir annað hvort minni eða meiri notkun en raunin er. Fylgstu með þinni notkun á Mínum síðum eða fáðu ráðgjöf hjá þjónustufulltrúum Vodafone.

2

Notaðu Ráðgjafann

Ef þú ert þegar með farsímaáskrift hjá Vodafone skoðar Ráðgjafinn á vodafone. is/radgjafinn farsímanotkun þína síðustu sex mánuði og ráðleggur þér hver sé hagkvæmasta farsímaáskriftin fyrir þig. Prófaðu!

3

Skráðu þig í Vodafone Gull Vodafone Gull veitir þeim sem eru með a.m.k. þrjár þjónustuleiðir meiri fríðindi og betri kjör. Þú einfaldlega velur þjónustuleiðir sem henta best þinni notkun og tryggir þér um leið meiri ávinning.

4

Ekki nota íslenska stafi í SMS

Í farsímaleiðum Vodafone eru innifalin SMS sem oft duga fyrir öllum SMS-sendingum mánaðarins og vel það. En ef innifalin SMS duga ekki er gott að hafa í huga að þegar sent er SMS með séríslenskum stöfum fækkar stöfum á hvert SMS úr 160 í 70. Þannig gæti þurft tvö til þrjú SMS-skilaboð með séríslenskum stöfum til að senda skilaboð sem annars myndu passa í eina sendingu án íslensku stafanna.

5

Kynntu þér sparnaðarráð fyrir farsíma í útlöndum

Það getur verið kostnaðarsamt að nota farsímann á ferðalagi erlendis. Á vodafone. is/gull/sparnadur/utlond höfum tekið saman sérstök sparnaðarráð fyrir þá sem ætla að nota farsíma í útlöndum og hvetjum ferðalanga til að nýta sér þau. Við minnum sérstaklega á Vodafone EuroTraveller sem getur lækkað símreikninginn í útlöndum verulega.

6

Notaðu 1010 þegar þú hringir til útlanda

7

Hagstætt að nota heimasímann

Ef þú ert í Vodafone Gull hringir þú fyrir 0 kr. í alla heimasíma á Íslandi fyrstu 1.000 mínúturnar. Ef mikið er hringt úr heimasímanum í farsíma borgar sig að fá innifaldar farsímamínútur í mánaðargjaldinu.

8

Vertu með gagnamagnsáskrift

Ef þú notar símann þinn til að skoða netið umfram það sem innifalið er í áskriftarleiðinni þinni er hagkvæmast að bæta gagnamagnsáskrift við núverandi farsímaáskrift þína.

9

Sendu VefSMS af vodafone.is

Með VefSMS af Mínum síðum greiðir þú minna fyrir hvert SMS og getur þar að auki sent SMS til margra í einu á þægilegan hátt. SMS sem send eru úr VefSMS-i á Mínum síðum er sent úr þínu númeri, móttakandinn sér því ekki muninn á þessum SMS-um og þeim sem þú sendir úr símanum.

Með 1010 forvali í stað 00 þegar þú hringir til útlanda, færð þú lægra mínútugjald til allra landa. Þetta er því einfaldasta leiðin til að spara þegar hringt er til útlanda. Með því að nota 1010 kostar til dæmis einungis 8,9 kr. að hringja úr heimasíma í heimasíma til 26 þeirra landa sem Íslendingar hringja oftast í.

vodafone | júlí, 2013

17


af hverju vodafone? Það skiptir máli að vera með fjarskiptaþjónustuna á réttum stað. Hér eru ástæðurnar fyrir því af hverju þú velur Vodafone.

Vodafone EuroTraveller Með Vodafone EuroTraveller getur þú loksins nýtt kosti snjallsímans til fulls á ferðalögum um Evrópu! Þú greiðir eitt daggjald og eftir það er notkun símans samkvæmt íslensk verðskrá. Það þýðir m.a. að gagnanotkun er allt að 95% ódýrari en hefðbundið reiki.

0 kr. heimasíma í heimasíma

Ódýrari símtöl til útlanda með 1010

Krakkafrelsi

Ef þú ert í Vodafone Gull hringir þú fyrir 0 kr. úr heimasíma í heimasíma! Það gildir í 1000 mínútur í hverjum mánuði.

Notaðu forskeytið 1010 í stað 00 þegar þú hringir til útlanda og lækkaðu þannig kostnaðinn við útlandasímtöl. Sem dæmi lækkar mínútuverð fyrir símtal til Danmerkur úr heimasíma í heimasíma um 57% með 1010! Þjónustan virkar bæði í heimasíma og farsíma í áskrift.

Ef þú ert með farsímaáskrift í Vodafone Gull getur þú fengið Krakkafrelsi fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri. Vodafone leggur 1.500 kr. inn á krakkafrelsisnúmerið í hverjum mánuði þér að kostnaðarlausu!

18 vodafone | júlí, 2013


Nýjar farsímaleiðir Þú færð innifaldar mínútur í farsíma og heimasíma, SMS og gagnamagn. Innifaldar mínútur gilda í heimasíma og farsíma til 27 landa og þú greiðir engin upphafsgjöld af inniföldum mínútum. Ef innifaldar mínútur klárast virkjast Öryggisnet fjölskyldunnar og þú hringir fyrir 0 kr. innan fjölskyldu. Þú getur jafnframt áframsent símtöl og SMS fyrir 0 kr. bæði í áskrift og frelsi!

Fleiri leiðir til að hafa samband

Ráðgjafinn til þjónustu reiðubúinn

Þín ánægja er okkar markmið. Við veitum þjónustu í síma, í hinu sívinsæla netspjalli bæði í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum, þú getur pantað símtal, sent þjónustubeiðni með SMS, notað 1414 appið eða sent tölvupóst. Notaðu þá leið sem hentar þér best!

Vodafone ráðgjafinn er þjónusta á Vodafone.is þar sem viðskiptavinir í farsímaáskrift slá inn farsímanúmerið sitt og fá ráðgjöf um hvaða þjónustuleið er hagkvæmust miðað við notkun síðustu sex mánaða. Þannig getur þú alltaf verið viss um að vera á réttri hillu!

Internet að eigin vali

Netvörn tryggir öryggið

Fjölbreytt sjónvarpsþjónusta

Veldu þá nettengingu sem hentar best fyrir þig! Vodafone býður allar tegundir nettenginga: ljósleiðara, ljósnet og ADSL. Þú velur einfaldlega hröðustu nettenginguna sem í boði er á þínu heimili og við sjáum um afganginn.

Viðskiptavinir í Vodafone Gull fá netvörn án endurgjalds með nettengingum sínum. Netvörnin hentar frábærlega fyrir foreldra, en með henni getur þú m.a. lokað á óæskilegt efni á borð við klám, fjárhættuspil og spjallforrit, forðast vírusa og stöðvað utanaðkomandi árásir.

Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Vodafone Sjónvarpi. Í Leigunni færðu fjölbreytt úrval háskerpuefnis og fullkominn Dolby Surround hljóm fyrir heimabíóið. Þú stjórnar sjónvarpsdagskránni með Tímaflakkinu og færð Digital Ísland aukamyndlykil fyrir 0 kr. með sjónvarpsáskrift um nettengingu! vodafone | júlí, 2013

19


meiri Ávinningur í voDaFone guLL Ef þú ert með þrjá eða fleiri þjónustuliði hjá Vodafone getur þú skráð þig í Vodafone Gull. Sem gullviðskiptavinur Vodafone færðu fjölbreyttan ávinning af ýmsu tagi.

Krakkafrelsi

0 kr. í heimasíma

Ef þú ert með farsíma í áskrift getur þú fengið Krakkafrelsi fyrir börn og unglinga undir 18 ára. Í Krakkafrelsi fær barnið 1.500 kr. inneign frá Vodafone á mánuði en þú greiðir ekkert aukalega. Hægt er að fá eitt Krakkafrelsi fyrir hvert farsímanúmer foreldris í áskrift og hámark tvö á fjölskyldu.

Í Vodafone Gull hringir þú fyrir 0 kr. úr heimasíma í heimasíma í allt að 1.000 mínútur á mánuði. 0 kr. í heimasíma virkar í alla heimasíma á Íslandi óháð kerfi.

Netvörn

Sex erlendar sjónvarpsstöðvar

Netvörn Vodafone fylgir án endurgjalds fyrir gullviðskiptavini. Með henni getur þú lokað á óæskilegt efni á borð við klám og fjárhættuspil, stöðvað vírusa og utankomandi árásir og margt fleira.

Gullviðskiptavinum býðst að kaupa áskrift að frábærum sjónvarpsstöðvapakka á einstöku verði: Sex af vinsælustu erlendu sjónvarpsstöðvunum á einungis 395 kr./mán. Athugið að stöðvarnar nást eingöngu í Vodafone Sjónvarpi um ljósleiðara, ljósnet, ADSL og örbylgju.

20 vodafone | júlí, 2013


nýtt og enn betra netspjall F

yrir skömmu opnaði þjónustuver Vodafone nýtt og öflugra netspjall sem er notendavænna fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Netspjall Vodafone hefur notið mikilla vinsælda meðal viðskiptavina frá því að það var tekið í notkun árið 2011, enda eiga sér þar stað hiklaus og ánægjuleg samskipti. „Með nýju útgáfunni útvíkkum við þjónustuna enn frekar og mætum betur þörfum farsíma- og spjaldtölvunotenda,“ segir Ragnheiður Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers Vodafone. Í netspjallinu geta viðskiptavinir haft beint og tafarlaust samband við þjónustufulltrúa á netinu þegar þeir þurfa úrlausn sinna mála. „Í stað þess sem áður var, þegar eina leiðin til að hafa samband var gegnum síma, er nú hægt, í samskiptum á netspjallinu, að vinna á meðan beðið er, horfa á sjónvarp eða gera hvað sem er á meðan þjónustufulltrúi lítur á vandamálið og gerir lagfæringar. Á netspjallinu er alltaf svarað um hæl og viðskiptavinurinn getur svarað á móti eins og honum hentar. Viðbrögð viðskiptavina hafa verið afar góð og þau hvetja okkur til enn frekari afreka,“ segir

Ragnheiður Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers Vodafone.

Ragnheiður. Árið 2012 tók þjónustuver Vodafone á móti 475.000 símtölum en fyrirtækið sinnir nú um 381.000 þjónustuliðum fyrir viðskiptavini sína. „Allt er þetta mikil áskorun og því viljum við þjónusta viðskiptavini á skilvirkari og skjótari hátt með netspjallinu,“ segir Ragnheiður. „Í nýju netspjalli er Vodafone með alla snertifleti, hvort sem viðskiptavinurinn er með snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu. Þar er hægt að leita aðstoðar vegna farsíma, reikninga, nets og sjónvarpsstöðva, og tæknilegrar aðstoðar til fyrirtækja,“ útskýrir Ragnheiður. „Yngri kynslóð Íslendinga er með eindæmum fjölhæf því hún er nánast alin upp í rafrænum heimi. Því fara starfsmenn nú létt með að veita viðskiptavinum Vodafone enn betri og skjótari þjónustu með hjálp nýjustu samskiptatækni. Ég hvet því viðskiptavini okkar til að prófa netspjallið næst þegar þeir hafa samband við Vodafone.“

ný þjónusta: fáðu mann heim! Tækni- og fjarskiptaheimurinn er síbreytilegur og ekki að undra að margir eigi í vandræðum með að tengja t.d. allar tölvur heimilisins á þráðlaust net eða stilla inn háskerpusjónvarp. Viðskiptavinir Vodafone geta nú fengið tæknimann heim gegn vægu gjaldi sem aðstoðar við þau tæknilegu vandamál sem glímt er við. Hvort sem það er að leggja lagnir að tölvum, sjónvörpum eða öðrum tækjum, tengja flakkara við sjónvarp, tengja myndlyka, setja upp aðgangspunkta eða önnur slík verkefni, þá geta sérfræðingar okkar aðstoðað. Þjónustan er pöntuð í þjónustuveri Vodafone í síma 1414 eða með netspjallinu á Vodafone.is og kemur þá tæknimaður eftir 4-5 daga.

vodafone | júlí, 2013

21


Stjórnaðu sjónvarpsdagskránni:

tímaflakk vodafone Í júlí hóf Vodafone nýja þjónustu í Vodafone Sjónvarpi; Tímaflakk. Það mun standa öllum viðskiptavinum með Vodafone Sjónvarp um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL til boða. Með Tímaflakkinu getur þú ferðast allt að sólarhring aftur í tímann og horft á dagskrárliði sem sýndir voru á tímabilinu.

Það er einfalt að nota Tímaflakkið!

E

f þú misstir af hluta af uppáhalds þættinum þínum getur þú líka með einföldum hætti byrjað á byrjun aftur með Tímaflakkinu – þú þarft ekki að bíða eftir að útsending þáttarins klárist áður en þú setur hann af stað aftur. Einnig getur þú spólað áfram og afturábak í þætti sem þú ert að horfa á í Tímaflakkinu, rétt eins og hægt er í öðru efni sem pantað er á Leigunni.

1. Notaðu hnappinn til að opna dagskrárflekann.

Tímaflakk á tólf stöðvum

T

il að geta notað Tímaflakkið þarf að vera með svarta Amino 140 myndlykilinn. Tímaflakk Vodafone er í boði á sex íslenskum sjónvarpsstöðvum; RÚV, Stöð 2, SkjárEinum, Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 2 og SkjáGolf og þeim sex erlendu sjónvarpsstöðvum sem í boði eru í sjónvarpsstöðvapakkanum Vodafone erlendar stöðvar; DR1, BBC Entertainment, Discovery Channel, History Channel, Sky News og JimJam.

S

jónvarpsviðmótið gefur til kynna hvort eldri dagskrárliðir séu í boði í Tímaflakki eða ekki, en einstaka dagskrárliðir eru ekki fáanlegir í Tímaflakki vegna sýningarréttar viðkomandi sjónvarpsstöðvar.

Merkir að dagskrárliður er í boði í Tímaflakki.

22 vodafone | júlí, 2013

2. Notaðu til að hefja Tímaflakk á núverandi dagskrárlið.

3. Ferðastu aftur í tímann með örvatökkunum til að horfa á fyrri dagskrárliði. Veldu upp eða niður til að sjá dagskrá annarra stöðva.

Einnig má nota EPGhnappinn til að fá yfirlit yfir dagskrá og hefja afspilun Tímaflakks.

nýt

t


Meira sjónvarp hjá Vodafone

- Tímaflakk, háskerpa, yfir hundrað sjónvarpsstöðvar og þúsundir kvikmynda

Í

Vodafone Sjónvarpi um ljósleiðara, ljósnet og ADSL færð þú aðgang að öllum opnum íslenskum sjónvarpsstöðvum og getur keypt áskrift að öllum áskriftarpökkum Stöðvar 2 og Skjásins. Alls eru þetta yfir 100 sjónvarpsstöðvar, innlendar sem erlendar. Að auki færð þú aðgang að Leigunni, sem er með þúsundir kvikmynda, mikinn fjölda sjónvarpsþátta, frelsi sjónvarpsstöðvanna og Tímaflakk.

A

ð auki býður Vodafone aðgang að sjónvarpi um loftnet með útsendingum Digital Ísland víða um land. Á suðvesturhorninu frá Akranesi að Selfossi eru örbylgjuútsendingar með aðgangi að yfir 70 sjónvarpsstöðvum og víðsvegar um landið eru hefðbundnar útsendingar með aðgangi að allt að 19 sjónvarpsstöðvum. Allir sem eru með Vodafone Sjónvarp um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL geta fengið einn Digital Ísland myndlykil sér að kostnaðarlausu. Það er kjörið fyrir þá sem vilja taka áskriftina með sér í fríið, eru með innanhússlagnir sem bera illa sjónvarpsmerki eða vilja hafa aukalykil í eldhúsinu, barnaherberginu eða annars staðar.

Myndlyklar Vodafone

Amino A140 Sjónvarpsstöðvar og Leigan í háskerpu Dolby 5.1 hljómgæði (surround) Tímaflakk Vodafone Þúsundir kvikmynda og sjónvarpsþátta í Leigunni Aðgangur að yfir 100 sjónvarpsstöðvum Allt að 5 myndlyklar á Ljósneti Allt að 7 myndlyklar á ljósleiðara Mánaðargjald: 1.280 kr.

Vissir þú að... Þú getur látið Vodafone Sjónvarp minna þig á uppáhaldsþáttinn þinn? Þú getur valið uppáhaldsstöðvarnar þínar í lista og flakkað eingöngu milli þeirra? Ef þú leigir mynd eða þátt hefurðu aðgang að honum í 48 klukkustundir? Þú getur séð kennslumyndbönd um Vodafone Sjónvarp á vodafone.is/myndlyklaadstod

Amino A110 Þúsundir kvikmynda og sjónvarpsþátta í Leigunni Aðgangur að yfir 100 sjónvarpsstöðvum Allt að 5 myndlyklar á Ljósneti Allt að 7 myndlyklar á ljósleiðara Mánaðargjald: 790 kr.

Digital Ísland myndlykill Aðgangur að yfir 70 stöðvum á örbylgju

Sjónvarpskort Vodafone Getur tekið á móti háskerpumerki Aðgangur að yfir 70 stöðvum á örbylgju 9 eða 19 stöðvar á UHF Mánaðargjald: 690 kr.

9 eða 19 stöðvar á UHF Hægt að taka með sér, t.d. í sumarbústaðinn Einn Digital Ísland myndlykill fylgir með Vodafone Sjónvarpi um nettengingu Mánaðargjald: 690 kr.

vodafone | júlí, 2013

23


enn meira úrval í leigunni Meðal væntanlegra mynda í sumar og haust 5.4

a good dayto die hard

7.8

wreck it ralph

6.4

Jack the giant slayer

7.3

flight

John McClane er mættur á svæðið í fimmtu Die Hard-myndinni og nú tekur sonur hans, Jack McClane, þátt í fjörinu sem fram fer í Moskvu þar sem rússneskir glæpamenn sýsla með kjarnorkuvopn.

Frábær teiknimynd um tölvuleikjapersónuna Wreck-It Ralph, sem er orðinn hundleiður á hlutverki sínum sem vonda kallsins í tölvuleiknum Fix-It Felix Jr. og ákveður að breyta til.

Ævintýramynd um bóndasoninn Jack sem verður ástfanginn af prinsessunni Isabelle sem tröll taka til fanga. Jack leggur af stað í tvísýnan björgunarleiðangur í ríki tröllanna.

Denzel Washington leikur flugstjóra sem tekst að bjarga lífi svo til allra farþega flugvélar úr flugslysi. Síðar kemur í ljós að hann verði mögulega ásakaður um að hafa orðið valdur að slysinu.

Leikstjóri:

Leikstjóri:

Leikstjóri:

Leikstjóri:

John Moore

Rich Moore

Bryan Singer

Robert Zemeckis

LengD:

LengD:

LengD:

LengD:

98 mínútur

108 mínútur

114 mínútur

138 mínútur

7.1

oblivion

7.6

fast & furious 6

7.5

the great gatsby

6.1

the hangover part 3

Íslendingar þekkja Oblivion, enda var Tom Cruise og samstarfsfólk hans hér á landi við tökur myndarinnar sumarið 2012. Oblivion er hörkufín vísindaskáldsaga sem enginn má missa af.

Fast and the Furious serían hefur náð gríðarlegum vinsældum og ekki að ástæðulausu. Sjötta myndin í seríunni svíkur ekki aðdáendur fyrri myndanna, enda hraðinn og spennan í hámarki.

Hér segir frá fyrrverandi hermanni sem kynnist dularfullum auðmanni sem heldur miklar veislur á setri sínu. Fyrr en varir hefur hann dregist inn í heim sjónhverfinga, ásta og svika.

Í þriðju myndinni í hinni geysivinsælu Hangover-seríu er engin gifting og ekkert steggjapartý – bara mannrán og eltingarleikur við hinn kolgeggjaða Mr. Chow, sem hefur flúið úr fangelsi.

Leikstjóri:

Leikstjóri:

Leikstjóri:

Leikstjóri:

Joseph Kosinski

Justin Lin

Baz Luhrmann

Todd Phillips

LengD:

LengD:

LengD:

LengD:

124 mínútur

130 mínútur

142 mínútur

100 mínútur

24 vodafone | júlí, 2013


barnaefni við allra hæfi Það er frábært úrval af barnaefni í Leigunni í Vodafone Sjónvarpi fyrir börn á öllum aldri.

sem þessar vinsælu söguhetjur lenda í fjölbreyttum og spennandi ævintýrum á ferðalögum sínum.

Yngstu börnin gleðjast án efa yfir því að nýlega bættust yfir 40 glænýir þættir af Stubbunum við úrvalið í Leigunni, en þeir hafa glatt yngstu kynslóðina í ríflega fimmtán ár. Í Leigunni má einnig finna fjölmarga íslenska titla sem notið hafa mikilla vinsælda. Þar má til dæmis nefna kvikmyndina Ávaxtakörfuna, sem hlaut m.a. Edduverðlaunin 2013 sem besta barnaefnið á síðasta ári. Skoppa og Skrítla enn út um hvippinn og hvappinn er nýleg þáttaröð þar

Eldri börn hafa svo úr nógu að velja. Meðal nýs efnis má t.d. nefna LEGO Batman: The Movie, þar sem kubbaútgáfan af ofurhetjunni Batman lendir í spennandi ævintýrum. Unnendur klassískra ævintýra fá svo nóg fyrir sinn snúð í sérstökum undirflokki með ævintýrum H.C. Andersen sem finna má í barnaefnisflokki Leigunnar. Það er einfalt að finna barnaefnið – ýttu á Menu-hnappinn á fjarstýringunni, veldu „Barnaefni“ og skoðaðu úrvalið!

Horfðu þegar þér hentar Með Leigunni þarft þú ekki lengur að taka frá ákveðinn tíma vikunnar til að horfa á uppáhaldsþættina – þú einfaldlega finnur þá í frelsisflokki Leigunnar og horfir þegar þér hentar. Í frelsinu finnur þú fjölmarga þætti sem sýndir eru á RÚV og þeim sjónvarpsrásum sem þú kaupir aðgang að, í nokkrar vikur eftir útsendingu.

The Newsroom er meðal vinsælla sjónvarpsþáttaraða sem áskrifendur Stöðvar 2 geta horft á í frelsinu í Vodafone Sjónvarpi.

vodafone | júlí, 2013

25


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.