Network facilitators guide is

Page 1

Handbรณk tengslanetsleiรฐtoga

1


Efnisyfirlit Hvað er Free verkefnið? .................................................................................................................................................................................................................. 3 Hvað eru Free tengslanet? .............................................................................................................................................................................................................. 4 Hvað er tengslanetsleiðtogi? .......................................................................................................................................................................................................... 6 Hvaða hæfni er nauðsynleg?........................................................................................................................................................................................................ 7 Hver er ávinningurinn? ................................................................................................................................................................................................................ 8 Fyrir fundinn .................................................................................................................................................................................................................................... 9 Að deila ábyrgð ............................................................................................................................................................................................................................ 9 Að velja stað ................................................................................................................................................................................................................................. 9 Að lokum .................................................................................................................................................................................................................................... 10 Meeting Format .............................................................................................................................................................................Error! Bookmark not defined. Setting a Date .................................................................................................................................................................................Error! Bookmark not defined. Kynning ...................................................................................................................................................................................................................................... 17 Tillögur ....................................................................................................................................................................................................................................... 17 Tékklisti ...................................................................................................................................................................................................................................... 27 Fundurinn ...................................................................................................................................................................................................................................... 28 Hvernig á að hvetja til árangursríks tengslanets ........................................................................................................................................................................ 28 Tæki og tól til að stýra ................................................................................................................................................................................................................ 28 Leiðbeiningar um Opin rými, NLP og Heimskaffi aðferðirnar ........................................................................................................................................................ 29 Eftir fundi ....................................................................................................................................................................................................................................... 40 Mikilvægt!...................................................................................................................................................................................................................................... 43 2


Persónuvernd ............................................................................................................................................................................................................................. 43 Bankareikningar ......................................................................................................................................................................................................................... 43 Næsti leiðtogi ............................................................................................................................................................................................................................. 43 Tryggingamál .............................................................................................................................................................................................................................. 43 Fyrirvari ...................................................................................................................................................................................................................................... 43

Hvað er Free verkefnið? FREE verkefnið hefur það markmið að styðja við frumkvöðlakonur í dreifðum byggðum í 5 löndum samstarfsaðila (Ísland, Bretland, Litháen, Króatía og Búlgaría) svo þær geti náð árangri með fyrirtæki eða viðskiptahugmyndir sínar. Markhópur verkefnisins eru frumkvöðlakonur í dreifbýli sem hafa viðskiptahugmynd eða hafa nýlega stofnað fyrirtæki og standa frammi fyrir áskorunum. Verkefnið býður upp á ýmis tól og tæki sem geta nýst í að leysa úr vandamálum og takast á við áskoranirnar og er markmiðið að efla hæfni og færni 3


hópsins, að hjálpa þeim að eflast og stækka og til að hvetja til frumkvæðis og sköpunar.

Hvað eru Free tengslanet? Hluti af Free verkefninu var að stofna tengslanet kvenna á þeim svæðum sem unnið var með. Þau voru hugsuð til þess að konur gætu komið saman, deilt reynslu sinni og fróðleik og til að efla tengslanetið almennt. Samstarfsaðilar höfðu það hlutverk að aðstoða leiðtoga við að skipuleggja og kynna fundi og eru hvattir til að halda vinnunni áfram eftir að verkefni lýkur. Hvert tengslanet er leitt af leiðtoga, frumkvöðlakonu sem recur fyrirtæki og eru þeir ábyrgir fyrir því að halda fundi og skipuleggja þá. Aðferðarfræði tengslaneta er byggð á hugmyndinni um ‘Samfélagsmiðað nám og þróun“ Hugtakið á við um að stýringin er á ábyrgð þátttakenda sem að þróa, skipuleggja og taka ákvarðanir um aðferðir sem nota á. Undirliggjandi er sú forsenda að samfélagið er besti dómarinn á það hvernig á að bæta úr lífsgæðum og með réttum auðlindum og upplýsingum geta tengslanetin skipulagt sig og mætt þörfum sinna meðlima.

4


5


Hvað er tengslanetsleiðtogi? Hlutverk:  Að skipuleggja og setja upp tengslanet  Að halda utan um mætingu með því að láta þátttakendur fylla út mætingarlista, taka myndir, og senda síðan til samstarfsaðila.  Á fyrsta fundi skyldi kanna bakgrunn þátttakenda og þeirra væntingar og þarfir.  Á sjötta og síðasta fundi á að leggja fram stutta könnun og taka umræðu um framhaldið.  Ef leiðtoginn þarf á aðstoð að halda þá skal hann biðja um hana.  Leiðtoginn skal vera vingjarnlegur og bjóða allar konur velkomnar og sjá til þess að þörfum þeirra sé framfylgt.

6


Hvaða hæfni er nauðsynleg?  Að vera í rekstri – Þá hefur þú skilning á þörfum og áskorunum sem aðrar standa frammi fyrir.  Tími – Leiðtogar verja almennt um 7 tímum á mánuði í undirbúning funda og fundina.  Góð skipulagshæfni – Að geta skipulagt fundi þó mikið sé að gera. Getur þú fundið þennan tíma ?  Að geta leitt hópa – Allir fundir þarfnast stjórnunar, það þarf að passa upp á tíma og að allir fái eitthvað út úr fundunum.  Að geta unnið með fjölbreyttum hópi – Þessir fundir eru fyrir allar konur, þær sem eru hafa hugmynd og þær sem eru nú þegar að reka fyriræki. Þannig þarf fundartími og skipulag að henta báðum hópum.  Að vera með tölvuhæfni, geta sent tölvupósta, kunnað á ritvinnsluforrit og netið. – Það er ekki hægt að forðast tæknina, hún er hér! Við nýtum hana til fulls til að spara tíma og ná til fleiri.

7


Að njóta þess að hitta fólk – Það er nauðsynlegt að hafa áhuga á fólki. Þegar þú byrjar að kynna netið þá þarft þú að fá konur til að mæta.

 Góð samskiptahæfni – Samskipti eru hjartað í tengslanetunum!  Sjálfshvatning – Það fer eftir þér hvað gerist í tengslanetunum.  Útsjónarsemi – Tengslanetin þurfa að vera sjálfbær. Þetta getur verið áskorun og þarf útsjónarsemi til að halda um alla þræði.

Hver er ávinningurinn? Hann er margskonar! Hér má nefna dæmi:  Það er gaman!  Þú færð kynningu á fyrirtækinu þínu  Þú hjálpar samfélaginu  Þú hittir áhugavert fólk  Þú aðstoðar hagkerfiðHelp your local rural economy

 Þú þróar sjálfstraust  Verður sýnilegri í samfélaginu  Aðstoðar aðrar konur  Þróar leiðtogahæfni  Tækifæri til að nota hæfni og færni

8


Fyrir fundinn Að deila ábyrgð Við mælum með því að deila ábyrgð með öðrum í hópnum, sem geta verið til aðstoðar. Það er einnig nauðsynlegt að leyfa öðrum að eiga hlut í hópnum, virkja og láta fólk finnast það vera einhvers virði.  Spurðu hvað þátttakendur vilja fá út úr netinu  Finndu sjálfboðaliða til að vinna ákveðna hluti

 Deildu eignarhaldi og nýttu þér færni allra í hópnum  Hvettu alla til þátttöku

Að velja stað Gott er að velja fundarstað í nærsamfélaginu, að það sé vinalegt og hlýlegt andrúmsloft, að það sé auðvelt að finna og næg bílastæði. Ef fundir eru haldnir að kvöldi til þarf að tryggja að bílastæði séu nálægt og upplýst.

Sumir hópar nota alltaf sama fundarstað en aðrir ekki. Hver hópur er mismunandi eftir því hvað býðst og hver kostnaðurinn er.

9


Ennfremur gæti staðarvalið breyst til að uppfylla þarfir hópsins. Til dæmis væri hægt að byrja fundi á veitingastað en þegar hópurinn stækkar þá þarf að finna stærri stað.

FREE verkefnið miðar að því að tengja saman frumkvöðlakonur með mismunandi þarfir. Vinsamlegast hafið það í huga þegar þið veljið staðinn og verið sveigjanlegar ef það eru sérstakar þarfir til staðar.

Dæmi um staðarval: Fundarsalir, barir, hotel, búðir, kaffihús, skrifstofur.

Að lokum Mikilvægt er að hafa í huga að tengslanetin eru sjálfbær – svo að þau muni halda áfram eftir að verkefni lýkur. Þannig verður kostnaðurinn sem til verður að vera borinn uppi af þátttakendum (Fundarkostnaður, kaffi, fyrirlesarar). Þátttakendur þurfa því að greiða aðgangseyri og fyrir veitingar.

10


Skipulag funda Við mælum með 2 tíma fundi einu sinni í mánuði. Það er mikilvægt að byrjunin og endir fundar sé skýr, fundarkonur geta setið áfram þó að formlegum fundi sé lokið. Flestir fundir innihalda eftirfarandi:  Konur boðnar velkomnar, kynningar, endurgjöf frá síðasta fundi.  Fyrirlesari eða verkefni  Umræður  Tengslanetsvinna  Mat

Gakktu frá dagskrá og gættu þess að hafa nægan tíma fyrir allt sem gera á. Hver fundur skyldi innihalda fjölbreytt efni.

11


Að ákveða dagsetningu Dagskráin ætti ávallt að fara eftir þörfum þátttakenda, auðveldast er að spyrja hópinn. Við mælum með því að dagskrá sé skipulögð vel fram í tímann. Það er ekki alltaf auðvelt en það er betra fyrir þátttakendur að vita hvað er framundan svo hægt sé að skipuleggja tímann vel. Fyrirlesarar Þeir geta komið úr hópnum eða úr nærumhverfi. Allt sem fer fram skal vera tengt viðskiptum og það er mikilvægt að hafa það í huga að fyrirlestrar eru ekki tækifæri fyrir viðkomandi að selja vöru sína eða þjónustu (það kemur væntanlega seinna þegar tengslanetið verður orðið til) Fyrirlesarar geta deilt hæfni, upplýsingum eða bara sagt sína sögu. Hvernig á að hvetja til árangursríks tengslanets

 Stýrðu fundum, skiptu í hópa og fáðu konur til að blanda geði.  Búðu til nafnspjöld (td límmiðar með nafni)  Hvattu til þátttöku allra á fundinum.  Leggðu áherslu á að aðalmarkmið fundanna er að byggja traust samband.  Hvattu konur til að koma með vörur, bæklinga og nafnspjöld.

12


 Stýrðu hópumræðum um ákveðna þætti (td markaðssetning án peninga).

Mæting

Flest öll tengslanet hafa þetta vandamál á einhverjum tímapunkti, en ekki taka því persónulega. Gerðu öllum ljóst að nauðsynlegt er að skrá sig á fundina og láta vita ef forföll verða. Ef þarf að rukka, gerðu það þá fyrir fund eða áður (á netinu) Nýr leiðtogi Láttu alla vita að þitt hlutverk sé tímabundið. Með því að tryggja það að netið sé í allra eigu og á allra ábyrgð tryggir þú að það gangi vel þegar nýr tengslaleiðtogi tekur við.

13


FREE verkfærakistan Við höfum sett saman leiðbeiningar um ýmis tæki og tól sem geta komið að góðum notum. Allt sem hér er nefnt er gjaldfrjálst, hér má finna leiðbeiningar um hvernig á að skipuleggja fundartíma, setja upp hópa á Facebook og fleira sem að gagni getur komið.

14


FREE verkfærakistan https://doodle.com/ Doodle er skipulagstæki sem auðvelt er að nota þegar verið er að skipuleggja fundi og ráðstefnur með mörgu fólki 1. Skipulegðu viðburð Fylltu inn í formið með titli, staðsetningu og lýsingu. Allir munu sjá þetta. Þetta tengist svo sjálfkrafa við Google kort þannig að allir eiga að sjá hvar fundurinn er. 2. Leggðu til tímasetningu Veldu daga og tímasetningu 3. Lokið! Láttu þátttakendur vita um könnunina en þú getur svo fylgst með hverjir svara. Þú velur svo lokatímasetningu eins fljótt og auðið er.

Frekari upplýsingar: https://help.doodle.com/customer/portal/articles/761313-what-is-doodle-and-how-does-it-work-an-introduction

15


FREE verkfærakistan https://www.eventbrite.co.uk/ Eventbrite er form á netinu til að skipuleggja, kynna og selja/bjóða miða á viðburði. 1. Búðu til viðburð Gefðu honum nafn, dagsetningu, tíma og staðsetningu. Staðsetningin verður ljós á Google kortum. 2. Nánari lýsing Hægt er að setja inn mynd og setja inn nánari upplýsingar um Viðburðinn. 3. Miðar Búðu til miða! Hægt er að velja hvort þeir séu til sölu, eða ókeypis. 4. Opinbert/einka Við mælum með því að viðburðurinn sé merktur sem einka en þú sendir svo linkinn til þátttakenda sem geta þá boðað komu sína. Nánari upplýsingar https://www.eventbrite.co.uk/support/articles/en_GB/Multi_Group_How_To/how-to-create-an-event?lg=en_GB

16


Kynning Kynningarmálin eru mjög mikilvæg til að sem flestar taki þátt. Þú ert besta auglýsingin og notaðu því þitt tengslanet og nýttu þér samfélagsmiðla til að kynna fundina enn frekar.

Tillögur Ábyrgð allra Flestar munu væntanlega heyra um tengslanetið frá öðrum. Það þarf að vinna eins og teymi til að hægt sé að fá fleiri til að taka þátt. Hvattu allar til að segja frá því og til að koma með vini á næsta fund. Allir ættu að vera að kynna hópinn. Gakktu úr skugga um að þú sért til fyrirmyndar í þessum efnum og hrósaðu þeim sem koma með nýja meðlimi.

17


Bæklingar Farðu með bæklinga og bókamerki á opinbera staði, s.s. kaffihús, veitingahús, bókasöfn ofl. Hvar sem þú heldur að konur komi, farðu þangað með bækling Samstarf við önnur tengslanet Hvattu til samstarfs með öðrum tengslanetum og komdu þér í samband við þau. Kynntu þeirra viðburði, vertu með sameiginlegarn fund eða póstlista til að deila upplýsingum og fréttum. Dæmi: FKA á Ísafirði og TAK á Austurlandi, hugsanlega kvenfélög, Lionessur, Soroptomistar ofl. Fjölmiðlar Oft er hægt að senda fréttir og fréttatilkynningar í staðarblöð. Myndaðu samband við fréttamenn eða ritstóra, brátt verður þú hafsjór af fróðleik um frumkvöðlakonur og fyrirtæki þeirra. Notaðu dæmi um þær í fréttatilkynningum, eða vitnaðu í þær. Í hverju fyrirtæki er saga sem vill komast í fréttir. Hugsaðu skapandi um hvað gæti átt erindi í fjölmiðla. Notaðu þér fjölmiðlana til að byggja upp orðspor hópsins og efla hann í leiðinni.

18


Hvað eru fréttir? Finndu fréttina. Hugsaðu eins og blaðamaður því ef ekki þá er hætta á því að fréttatilkynningin þín fari í ruslið. Fréttamenn leita alltaf að hlutum sem lesendum eða áhorfendum finnst áhugavert, fyndið eða nytsamlegt. Hér eru nokkrar hugmyndir  Atburður sem konur geta sótt  Saga frá tengslanetsmeðlimi  Könnun eða skýrsla  Settu af stað átak / fáðu þekktan einstakling með

19


FREE verkfærakistan Við mælum með Facebook og Twitter til að kynna fundina. Ennfremur eru aðrir miðlar til, svo sem Instagram og Pinterest og jafnvel fleiri, en þetta er undir þér komið. Kannski bloggar þú og getur notað það sem vettvang til kynningar.

20


HÓPAR https://www.facebook.com/ Facebook hópar eru góð leið til að vera í sambandi og skipuleggja fundi. Þar er einnig hægt að skipuleggja viðburði (athugaðu samt að ef þeir eru stofnaðir inn í hópnum þá er ekki hægt að deila honum út fyrir hann) og deila allskyns hagnýtum upplýsingum. 1. Að setja upp hóp Smelltu á örina og veldu “create group”. 2. Veldu nafn Til dæmis: Frumkvöðlakonur á Austurlandi 3. Bjóddu í hópinn Byrjaðu á því að bjóða þeim sem þú veist að hafa áhuga og svo er hægt að bæta við fleirum seinna.

21


HÓPAR 4. Veldu “privacy” Við mælum með því að hópurinn sé lokaður, þannig geta þínir þátttakendur bara séð efnið þar inni. 5. Sérsníddu hópinn Veldu forsíðumynd sem lýsir hópnum Gerðu lýsingu – eitthvað sem vekur athygli Settu inn merki (tags) en það eru orð sem koma upp í leitarniðurstöðum. Sem dæmi má nefna; Frumkvöðlakonur, konur í viðskiptum osfrv. Settu inn staðsetningu

Frekari upplýsingar https://www.wikihow.com/Use-Facebook

22

FREE


FREE https://twitter.com/ Twitter er oft kallað smáblogg en notendur setja inn stutt skilaboð, tíst, sem allir geta séð. Twitter er ekki bara góð leið til að ná til fólks heldur einnig öflug leið til að tengjast öðrum. Settu upp Twitter fyrir hópinn þinn: 1. Veldu nafn Þú getur byrjað á að setja inn þitt nafn en breytt því seinna. Gott era ð hafa það sem líkast nafninu á Facebook svo auðvelt sé að fina það.

23


FREE

2. Sérsníddu síðuna Veldu forsíðumynd – veldu þá sem að best sýnir þitt net og passar vel í plássið. Mælt er með 400x400 pixels. Settu inn lýsingu – 160 slög – til að láta fólk vita um hvað tengslanetið þitt snýst, hafðu með hagnýtar upplýsingar um staðsetnignu og dagsetningu funda og tengdu við Facebook hópinn. Settu inn mynd í “Header” – þú getur notað myndir af tengslanetsfundum, eða frá því hvar þú átt heima. Skiptu um þetta með reglulegu millibili. Mælt er með 1500x500 pixlum. Nú getur þú tíst um þína viðburði og getur elt aðra sem gætu átt erindi í þitt tengslanet eða verið áhugaverðir fyrir þær sem þar eru.

Frekari upplýsingar: https://business.twitter.com/en/basics.html

24


FREE https://www.linkedin.com LinkedIn hefur nú um 467 milljón notendur en ólíkt Facebook og Twitter er það ætlað til notkunar á faglegum grunni fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það er góður vettvangur til að kynna tengslanetið þitt og til að fá nýja þátttakendur inn í það. Ef þú hefur ekki persónulegan aðgang þá þarftu að byrja á því , sjá hér: https://www.thebalance.com/how-to-create-a-great-linkedinprofile-1794573

3. Smelltu á

merkið og smelltu svo á ‘Create a Company Page’

4. Settu inn nafnið á tengslanetinu – þetta mun þá verða þitt url og mun líta svona út: linkedin.com/company/[YOUR NETWORK NAME]. Þú getur ekki breytt þessu eftirá svo gakktu úr skugga um að allt sé rétt skrifað.

25


FREE

5. Settu inn lýsingu – Þetta ætti að vera líkt og á Twitter og skal innihalda lýsingu á tengslanetinu, hagnýtar upplýsingar, staðsetningu og fundi og hlekki á Facebook og Twitter. 6. Notaðu síðuna til að: - Kynna tengslanetið til áhugasamra - Settu inn sögur og meðmæli þátttakenda - Settu inn uppfærslur um fundi - Taktu þátt í hópum sem tengjast þínu áhugasviði - Sendu skilaboð og boð til áhugasamra

Frekari upplýsingar: https://www.thebalance.com/the-ultimate-guide-to-linkedin-1794739

26


Tékklisti fyrir fundi

Bókaðu stað Gerðu könnun á Doodle Fáðu fyrirlesara Settu viðburð inn á Facebok Sendu áminningu í tíma Hafðu allt efni klárt fyrir fundinn meeting Mætingarlisti Sem hluti af Free verkefninu er nauðsynlegt að skrá niður mætingu til að: - Við vitum að fundir séu haldnir og allt sé í lagi - Við getum séð að nýtt fólk er að mæta - Við getum brugðist við ef þú þarft stuðning - Uppfylla skilyrði Erasmus+ og Evrópusambandsins

Trygging

27


Fundurinn Hvernig á að hvetja til árangursríks tengslanets  Stýrðu fundum, skiptu í hópa og fáðu konur til að blanda geði.  Búðu til nafnspjöld (td límmiðar með nafni)  Hvattu til þátttöku allra á fundinum.  Leggðu áherslu á að aðalmarkmið fundanna er að byggja traust samband.  Hvattu konur til að koma með vörur, bæklinga og nafnspjöld.  Stýrðu hópumræðum um ákveðna þætti (td markaðssetning án peninga).

Tæki og tól til að stýra Hér má finna ýmsar aðferðir sem geta aðstoðað þig í því að stýra tengslaneti.

28


Leiðbeiningar um Opin rými, NLP og Heimskaffi aðferðirnar Við höfum þróað leiðbeiningar um ólík tól og tæki sem geta komið að góðum notum þegar kemur að skipulagningu og stýringu funda. Þannig má finna stutta lýsingu og hvernig er hægt að nota það á fundum. Einnig fylgja með hlekkir þar sem hægt er að finna ítarlegri lýsingu á notkuninni.

Hér má finna leiðbeiningar um:  Opin rými (Open Space Methodology)  NLP (Neuro-Linguistic Programming)  Heimskaffi (World Cafe Methodology)

29


FREE leiðbeiningar um

… opin rými

Opin rými er nýstárleg leið til að stýra ráðstefnum og fundum, með því markmiði að alhliða þátttaka geri alla að fyrirlesurum. Það eru engir fyrirlesarar, dagskrá eða stigveldi, allir eiga möguleika á því að taka þátt á eigin forsendum og til jafns við aðra. Aðferðin er byggð á því að ef vandamálið er mikilvægt þá muni þátttakendur leggja sitt fram við lausn vandamála í opnu rými.

Opin rými byggja á fjórum meginreglum og einu lögmáli: 1. Þeir sem mæta er rétta fólkið Þú þarft ekki marga, bara þá réttu 2. Það sem gerist er það eina sem getur gerst Að sleppa tökum af væntingum 3. Tíminn sem er byrjað er rétti tíminn Sköpun gerist ekki samkvæmt dagskrá 4. Þegar það er búið, þá er það búið Ef því lýkur innan 10 mínútna þá er það bara fínt. Lögmál tveggja fóta Hver sá sem finnst hann hvorki leggja til málanna né vera að læra eitthvað ætti að nota tvo fætur og finna betri umræður.

30


FREE leiðbeiningar

…opið rými

Við mælum með því að nota þessa aðferð í byrjun fundanna, þannig er hægt að koma auga á þarfir hópsins og sjá hvað þátttakendur vilja fá út úr tengslanetinu. 1. Byrjaðu á því að kynna aðferðina 2. Settu upp flettitöflu eða blöð á vegg og hafðu límmiða og penna til taks. 3. Biddu þátttakendur að skrifa niður eina tillögu á blað um hvað þær vilja ræða á fundinum 4. Raðaðu miðunum niður eftir innihaldi og inntaki: Til dæmis; Markaðsmál saman og fjármál saman. 5. Þegar þú ert komin með efnisatriðin þá skaltu ræða hvert og eitt og nota límmiða. Fáðu einn í hverjum hóp til að stýra vinnunni sem síðan gerir grein fyrir niðurstöðum síns hóps.

Frekari upplýsingar: https://www.youtube.com/watch?v=M_jhcvCYBbg http://www.evoc.org.uk/wordpress/wp-content/media/2012/08/24Aug12_TSSG_OpenSpaceTechnology-AUserGuide.pdf

31


FREE leiðbeiningar

… NLP

NLP er hugmyndarfræði sem er byggð á því að öll hegðun sé lærð og hafi ákveðið mynstur (venjur). Þetta mynstur er hægt að tileinka sér,læra eða breyta því. Það er hægt að brjóta upp hegðunina og tileinka sér nýjar venjur. Það má því segja að NLP sé fræði hegðunarmynstra og allra þeirra ótal anga sem frá þeim liggja. Með NLP er hægt að átta sig á eigin mynstri svo og annarra. NLP fræðin er ein aðferð til þess að sjá fyrir hegðun og að stjórna henni. Með NLP tileinkar maður sér sveigjanleika, skilvirkni og möguleika fyrir sálfan sig og aðra í lífinu. NLP er undirmeðvitundarfræði og er fyrir alla! Það er okkar innra tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar. Með því að þekkja okkar innra tungumál hjálpar það okkur að sjá skýrar hvað má bæta til að styrkja hegðun okkar og hugsanir á áhrifaríkari hátt dagsdaglega í samskiptum við okkur sjáf og aðra. Hver vill ekki bæta sig? Á bak við NLP liggur forvitni og hrifning, á „fólki almennt “ NLP byggir á eftirfarandi staðhæfingum:  Allir eru að gera sitt besta miðað við aðstæður og auðlindir  Allir hafa auðlindir til að bera, en aðstæður geta aftur á móti hamlað  Sú manneskja með sveigjanlegustu hegðunina hefur mest áhrif á aðra  Það eru engin mistök, aðeins endurgjöf  Allir eru við stjórnvölinn í huga sínum og þar með aðgerðum  Þýðing samskipta þinna er það sem þú færði í endurgjöf  Mótstaða sem þú mætir ber vott um skort á tengingu (rapport) Við mælum með því að læra aðeins um NLP en það getur hjálpað þér með að leiða hópinn. Hér á eftir koma þrjár æfingar/verkefni sem geta hjálpað þér að hugsa um hlutina frá öðrum sjónarhóli.

32


FREE leiðbeiningar

… NLP

Æfing 1: Alhæfingar og valmöguleikar 3. Skoðaðu setningarnar hér að neðan til vinstri og skráðu niður þær staðhæfingar sem þú hefur látið frá þér fara (til þín og annara) sem byrja á þessum orðum. Farðu svo yfir listann og spyrðu spurninganna sem fram koma til hægri.  ‘Alltaf. . .’  ‘Ég ætti að . . .’  ‘Ég verð. . .’

4. ‘Hvað myndi gerast ef ég myndi ekki? 5. ‘Hvenær ákvað ég þetta? ?’ 6. ‘Er þessi staðhæfing sönn og kemur hún mér að notum?”

 ‘Aldrei.’

4. Endurskoðaðu listann í ljósi spurninganna. Endurritaðu hann og settu orðin Ég vel að.. í staðinn fyrir alltaf, ég ætti, ég verð, aldrei. Með því að ljúka þessu þá ertu að skoða þær gerðir staðhæfinga sem þú gerir (sem NLP kallar modal operators) síðan spyrð þú spurninganna til hægri ( Meta Model) til að kanna. Með því að endurrita spurningarnar til vinstri þá ertu komin aftur við stjórnvölinn.

33


FREE leiðbeiningar

… NLP

Verkefni 2: Tenging (Rapport) og að byggja upp sambönd Tenging (rapport) : Náið samband við fólk eða hópa, þar sem fólk og hópar skilja tilfinningar og hugmyndir hvors annar og hafa góð samskipti. 1. Hugsaðu nú um einhvern sem þú hefur tengingu við Hvaða merki sendir þú til viðkomandi og hvaða merki færðu til baka sem segja þér að þið séuð á sömu bylgjulengd? Hvernig skapar þú þessa tengingu og hvernig viðheldur þú henni? 2. Hugsaðu nú um einhvern sem þú hefur ekki tengingu við en myndir vilja að hafa Hvaða merki sendir þú út og hvaða merki færðu til baka sem segir þér að þið séuð ekki á sömu bylgjulengd. Hvað er í veginum fyrir því að skapa þessa tengingu? 3. Hugsaðu nú um reynslu þína varðandi fyrstu manneskjunnar. Hvað getur þú gert öðruvísi í þinni hegðun með manneskjunni númer tvö til að byggja upp sterkara samband?

34


FREE leiðbeiningar

… NLP

Verkefni 3: Lausn vandamála með notkun meta spurninga Í tengslaneti getur komið upp sú staða að þátttakendur þurfi að ræða áskoranir og vandamál þar sem reynslan er oft af svipuðum toga. Gott er að nota spurningar í stað þess að veita ráð, það hjálpar fólki að komast að niðurstöðu af eigin rammleik. Skoðaðu dæmin hér að neðan: Yfirborðið “Hún er alltaf að öskrá á mig, henni líkar ekki við mig” “Ég þarf að vinna svo mikið”

‘Hann gerir mig reiða”.

Undirliggjandi

Útkoma

Hvað hafa öskrin með það að gera hvort henni líkar við þig eða ekki? Hefur þú einhverntíma öskrað á einhvern sem þér líkar við? Hvað myndi gerast ef þú gerðir það ekki? Þarftu að vinna mikið eða ? Hvernig gerir það sem hann gerir að þú velur að reiðast? Hvernig gerir hann þig reiða?

For more information about using NLP use the links below: https://www.globalnlptraining.com/blog/10-nlp-techniques-groups/ http://www.thecoachingroom.com.au/blog/the-nlp-presuppositions

35

Gefur dæmi á móti Endurskoðar áhrifin Endurskoðar valið


FREE leiðbeiningar

… heimskaffið

Heimskaffið (World Café Methodology (WCM)), þróað af Brown og Issacs, er samtal byggt á á ákveðnu ferli til að opna umræðu og til að nálgast heildrænar upplýsingar frá hópnum. Þátttakendur fara frá einu borði á annað og svara mismunandi spurningum.

36


FREE leiðbeiningar

…heimskaffið

37


FREE leiðbeiningar

…heimskaffið

Hægt er að nota aðferðina fyrir mismunandi umræður. Til dæmis;  Hverjar eru áskoranir þínar varðandi markaðsmál á netinu?  Hvaða ráð átt þú varðandi að auka sjálfstraust?  Getur þú markaðsset sjálfa þig?  Áttu ráð hvað varðar hópfjármögnun? Hlutverk Leiðbeinandi:  Skapar gott og óformlegt umhverfi  Býður fólk velkomið  Útskýrir markmið fundarins  Spyr spurninga, og gengur úr skugga um að þær séu öllum ljósar Hópstjóri:  Er til staðar á borðinu þegar aðrir fara og býður nýjan hóp velkomin.  Deilir umræðu frá fyrri hóp svo þeir geti notað hana til að byggja nýjar hugmyndir  Hvetur fólk til að skrifa niður hugmyndir og spurningar sem vakna þegar þær koma upp For more information about using World Café Methodology use the link below: http://www.theworldcafe.com/wp-content/uploads/2015/07/Cafe-To-Go-Revised.pdf

38


Fyrirlesarar á fundum Þá má velja úr hópnum eða úr nærumhverfinu. Allt sem rætt er ætti að vera af viðskiptatengdum toga og að þetta ætti ekki að vera tækifæri fyrir fyrirlesara að selja vöru eða þjónustu. Þannig geta fyrirlesara deild reynslu, hæfni eða gagnlegum upplýsingum.

Að segja sögur Sagnir eru sértaklega öflug leið til að fá fólk til að tengjast og kenna öðrum um mismunandi sjónarhorn. Fólk tengir auðveldlega við aðra þegar þeir eru að segja sögu lífssíns og það verður mjög eftirminnilegt. Þín saga gerir það að verkum að það verður auðveldara að nálgast þig. Þú gætir þannig hvatt þátttekndur í þínu neti að deila sínum sögum. Það mun einnig hjálpa þeim að flokka hugmyndir og þróa þeirra samskiptahæfni og er gott tækifæri til að kynnast öðrum af meiri dýpt. Frekari upplýsingar: https://www.forbes.com/sites/work-in-progress/2013/02/05/5-secretsto-using-storytelling-for-brand-marketing-success/#4f475d297d81

39


Eftir fundina Eftir hvern fund er mikilvægt að endurskoða og meta fundinn, ekki aðeins fyrir þig heldur fyrir aðra svo að þeir geti lagt sitt að mörkum á fundum. Það er einnig hluti af verkefninu, að fá mat þátttakenda staðfest og sent.

FREE verkfærakistan Við mælum með að nota Google Forms (sjá hér að neðan) til að safna mati frá þátttakendum. Þau eru einföld í notkun og hægt að send í tölvupósti eða sem hlekk á Skype. Síðan er hægt að hlaða öllum svörum inn í Excel skjal til að vinna niðurstöður.

40


FREE Toolkit https://www.google.co.uk/forms/about/ Google Forms eru góð leið til að búa til kannanir, þú færð niðurstöðu strax og getur fengið gröf og myndir til að bera saman. Öll gögn eru geymd á Google Drive og þú getur breytt þeim í Excel skjal. Með þeim getur þú fengið einstaklingsbundna endurgjöf frá þátttakendum um þeirra upplifun á fundum

41


FREE Toolkit 1. Smelltu á linkinn hér að ofan og veldu ‘Blank’ til að búa til nýtt form. 2. Gefðu því nafn með því að rita það í vinstra hornið efst, til dæmis “Tengslanetsfundur 1” ‘Network Meeting 1 3. Bættu við lýsingu í ‘Form Description’ um markmið matsins og þökkum. 4. Bættu við spurningum, en á hægri stikunni eru ýmsir möguleikar, málsgrein eða krossaspurningar. Hægt er að gera hverja spurningu valkvæða eða ekki.

Frekari upplýsingar: https://gsuite.google.com/learning-center/products/forms/get-started/#!/

42


Mikilvægt! Persónuvernd Allar upplýsingar á netinu varða persónuvernd. Þú munt safna ýmsum persónulegum spurningum um fólk (nöfn, netföng, heimilisföng) Gakktu úr skugga um að það sé allt í samræmi við lög og reglur. help you with this. Bankareikningar Á meðan á verkefni stendur þá er verkefnið ekki hagnaðardrifið. Samt sem áður geta komið upp aðstæður þar sem tekið er á móti peningum, til dæmis aðgangseyrir. Það gæti því verið að gott væri að opna bankareiking fyrir tengslanetið þitt, annaðhvort persónulegan eða í gegnum fyrirtæki þitt. Mestu máli skiptir að hafa allt upp á borði og að gera grein fyrir öllum innborgunum. Næsti leiðtogi Láttu alla vita að þín staða er ekki til frambúðar. Með því að tryggja það að hópnum finnst hann eiga hlutdeild í netinu og að skyldum sé dreift á marga, er auðveldara að láta tengslanetið halda áfram þegar að nýr leiðtogi kemur að málum. Tryggingamál Athugaðu hvort þú þarfnast trygginga af einhverju tagi og ráðfærðu þig við þína stuðningsstofnun. Fyrirvari Hvert tengslanet ber ábyrgð á sinni starfsemi og aðgerðum. Samstarfaðilar Free bera ekki ábyrgð á hópnum, kostnaði, skemmdum, eða slysum á fólki eða hverju því sem kann að koma fyrir á meðan á fundum stendur.

43


Gangi þér vel að setja upp tengslanet og mundu að stuðningur er í boði frá samstarfaðilum !

“Þú þarft ekki að sjá allan stigann. Taktu bara fyrsta skrefið”

44


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.