Leiðbeiningar fyrir stefnumótunaraðila

Page 1

Stuðningur við frumkvöðlakonur á landsbyggðinni

Leiðbeiningar fyrir stefnumótunaraðila

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST Ásdís Guðmundsdóttir 26-3-2018

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

1


EFNISYFIRLIT Kynning á FREE verkefninu: Efling frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni 4 Jafnréttismál í samstarfslöndum 5 Áskoranir fyrir frumkvöðlakonur á landsbyggðinni 7 Efnahagslegar áskoranir 7 Breytingar á atvinnugreinum 8 Persónulegar áskoranir (reynsla og þekking) 8 Flækjustig þess að stofna fyrirtæki 8 Hugsanlegar leiðir og stuðningur með notkun efnisins frá FREE 1. Tengslanet 2. Netnámið 3. Hæfnihringir á netinu

9 9 11 12

Tilmæli til stefnumótunaraðila Fræðsla/þjálfun/stuðningur sem konur telja nauðsynlega

14 14

Sólskinssögur frumkvöðlakvenna Hágæða bætiefni frá Íslandi Ást,friður og jarðarber Lífrænt – frá ástríðu til fyrirtækjareksturs Heilsa er mín ástríða!

15 15 17 19 20

This project has been funded with support from the European Commission. This communication reflects the views only of the author, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.


Stuðningur við frumkvöðlakonur á landsbyggðinni

Leiðbeiningar fyrir stefnumótunaraðila

Ágæti lesandi, Í þessu riti er ætlunin að hvetja stefnumótunaraðila og stuðningskerfi atvinnulífs til að styðja við frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og benda á leiðir til að gera það með markvissum hætti. Þetta er gert með því að kynna megin niðurstöður FREE verkefnisins og þær hugmyndir, og verkfæri sem að notum geta komið við þá vegferð kvenna að stofna og reka fyrirtæki í hinum dreifðu byggðum. Markhópur FREE Evrópuverkefnis voru frumkvöðlakonur sem búa á landsbyggðinni sem voru annaðhvort að hefja rekstur fyrirtækis eða höfðu þegar hafið rekstur og þurftu aðstoð við að byggja upp hæfni og færni. Stuðningur og hvatning til frumkvöðla er mikilvæg en jafnvel enn mikilvægari á landsbyggðinni þar sem það getur verið langt að sækja fræðslu og stuðning og fáar konur eru í þessum sporum á hverjum stað. Vegna síbreytilegs vinnumarkaðar verður símenntun og fræðsla enn mikilvægari í samfélaginu. Þetta á einnig við um frumkvöðla sem þurfa á því að halda að kynna sér nýjustu tækni og þróun og efla sig í rekstri fyrirtækja. Ennfremur eru persónulegir hæfniþættir mikilvægir, að vera opin og reiðubúin að efla sig, að deila reynslu og að efla tengslanetið sem getur gert gæfumuninn í velgengni og árangri fyrirtækis. Samstarfsaðilar verkefnisins koma frá fimm löndum: Búlgaríu, Króatíu, Íslandi, Litháen og Bretlandi og hefur hópurinn þróað námsefni og verkfæri sem nýtast markhópnum. Þessar aðferðir mætti hæglega yfirfæra á önnur lönd í Evrópu. Netnám, markþjálfun, tengslanet og jafningjafræðsla er blanda af þeim aðferðum sem þróaðar voru í verkefninu og hafa skilað ágætum árangri meðal þeirra kvenna sem þátt tóku. Við sem höfum unnið að verkefninu höfum lagt okkur eftir því að hlusta og læra af þátttakendum í verkefninu og er það von okkar að þessar leiðbeiningar munu koma að að góðu gagni.

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir


Kynning á FREE verkefninu:

Efling frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni Aðalmarkmið verkefnisins var að styðja við bakið á frumkvöðlakonum á landsbyggðinni í þeim fimm löndum sem verkefnið fór fram í (Búlgaría, Króatía, Íslands, Litháen og Bretland) til að þær nái árangri í sínum fyrirtækjarekstri. Aðalmarkhópurinn voru konur með hugmynd sem þær vilja vinna með og þær sem nú þegar hafa stofnað fyrirtæki. Ýmsar áskoranir geta verið á vegferðinni að því að stofna og reka fyrirtæki, svo sem aðgangur að fjármagni, þjálfun í viðskiptatengdum þáttum, persónuleg hæfniþjálfun og skortur á tengslaneti. Í verkefninu höfum við einmitt unnið að því að koma til móts við þessar áskoranir til að yfirstíga hindranir með því að skapa heildrænar lausnir fyrir frumkvöðlakonur. Þannig hefur verið lögð áhersla á að styrkja hæfni og færni, að efla tengslanetið og hvetja til þess að reynslu sé deilt með því að bjóða upp á hæfnihringi á netinu. Í þessu er fólgin mikil reynsla og lærdómur fyrir samstarfsaðilana sem einnig hafa byggt upp hæfni sína. Á líftíma verkefnisins voru ellefu tengslanet sett upp í fjórum löndum, en þau voru leidd af frumkvöðlakonum frá viðkomandi svæðum. Þar hafa konur deilt reynslu, fengið stuðning og fræðslu sem annars hefði ekki verið í boði. Alls hafa um 250 konur tekið þátt í þessum tengslanetum í þessum fimm löndum og er það von okkar að þau muni lifa áfram eftir að verkefninu lýkur. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess: http://ruralwomeninbusiness.eu

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

4


Jafnréttismál í samstarfslöndum

• Aðild að Evrópusambandinu felur í sér að innleiða þarf stefnu þess og á þetta einnig við um stefnu þess varðandi jafnréttismál. Allir samstarfsaðilar eru aðilar að Evrópusambandinu eða EES samningi en Bretland undirbýr þó útgöngu úr því um þessar mundir. • Birtingarmynd jafnréttis er misjöfn eftir löndum, en enn virðast konur hafa að meðaltali lægri laun en karlar, þær eiga aðeins um 30% fyrirtækja, og eiga síður aðgang að fjármagni svo eitthvað sé nefnt.

BÚLGARÍA Búlgaría gekk í Evrópusambandið árið 2007 og hefur síðan innleitt góðar starfsvenjur í jafnréttismálum. ® Heildræn stefna um jafnréttismál var samþykkt og innleidd af velferðarráðuneytinu fyrir árin 2009 – 2015. ® Árið 2016 var ný stefna sett fram til að fylgja eftir stefnu í jafnréttismálum og aðgerðum til ársins 2021.

KRÓATÍA

ÍSLANDI

Í Króatíu hefur stefna um málefni frumkvöðlakvenna verið samþykkt og er það eitt af fáum löndum sem það hafa gert. Í stefnu áranna 2014-2020 er þó gert ráð fyrir því að hún sé endurskoðuð. ® Fjármálakreppan hefur leitt í ljós þörf á því að auka vægi jafnréttistengdra aðgerða þar sem hættan á aukinni fátækt og atvinnuleysi er meiri á krepputímum en annars. ® Króatía gekk í Evrópusambandið árið 2013. Í því ferli var stefna EU aðlöguð að regluverki landsins og sett í lög og reglugerðir. Hinsvegar er það enn óljóst hvernig á að framkvæma og fylgja eftir þeim atriðum þar sem fjármagn hefur ekki fylgt aðgerðum.

Á Íslandi hefur verið samþykkt framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019. ® Samkvæmt jafnréttislögum þurfa allar ríkisstofnanir að taka tillit til jafnréttis þegar ákvarðanir eru teknar. ® Framkvæmdaáætlun tekur til atriða sem varða stjórnsýslu, vinnumarkað, launamismun, ofbeldi, og þátttöku ® Árið 2013 tóku í gildi lög sem skylda fyrirtæki sem hafa yfir 40 starfsmenn til að hafa bæði konur og karla í stjórn og má hlutfallið ekki fara niður fyrir 40%. Árangur laganna verður æ sýnilegri og hefur hlutfall kvenna í stjórnum aukist með sýnilegum hætti

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

5


LITHÁEN

BRETLAND

Í Litháen er samþætting jafnréttissjónarmiða höfð að leiðarljósi í öllum þeim aðgerðum er snúa að stjórnvöldum, annaðhvort sem markmið eða stefna. ® Ríkisstjórnin hefur sett í framkvæmd fjögur stór verkefni á landsvísu sem tengjast jafnrétti. ® 2010-2014 var áhersla sett á frumkvöðlastarf í dreifðum byggðum, til að draga úr kynjamun og setja félagslega umræðu í forgang. ® Þrátt fyrir lagasetningu þá stendur Litháen frammi fyrir áskorunum í jafnréttismálum, þar sem að dregið hefur úr jafnrétti á undanförnum misserum.

Síðan kvenréttindahreyfingin í Bretlandi hófst árið 1867, hefur jafnréttismálum fleygt fram. Árið 2010 voru lög um jafnrétti samþykkt til að vernda fólk gegn mismunun á vinnustað og fyrir öðru ójafnrétti. ® Þrátt fyrir framfarir í jafnréttismálum er ennþá munur milli kynja þegar litið er til jafnréttissjónarmiða.

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

6


Áskoranir fyrir frumkvöðlakonur á landsbyggðinni Frumkvöðlakonur á landsbyggðinni standa frammi fyrir margskonar áskorunum, hvort sem þær eru að hefja rekstur eða hafa nú þegar stofnað fyrirtæki. Þar er einkum um að ræða þrennskonar áskoranirnar. Persónulegar. Konur eru oft enn í hefðbundnum kynhlutverkum sem þýðir að ábyrgð á fjölskyldu og heimili hvílir meira á herðum þeirra. Þannig hafa þær ekki jafnmikinn tíma til að sækja fræðslu, fyrirlestra eða til að byggja upp hæfni og færni. Samfélagslegar. Oft er skortur á þjónustu eins og barnagæslu og umönnun aldraðra en sú þjónusta er mjög mikilvæg ef við viljum stuðla að aukinni atvinnuþátttöku kvenna og þátttöku þeirra í rekstri fyrirtækja. Einnig er oft skortur á stuðningi og fræðslu í heimabyggð og þurfa þær þá jafnvel að ferðast um langan veg til að sækja fræðslu og þekkingu í fyrirtækjarekstri. Námsefni á netinu getur komið í staðinn fyrir staðbundin námskeið að einhverju leyti. Á landsvísu. Oft er tengslanet ekki til staðar á landsbyggðinni en þau eru mjög mikilvæg fyrir frumkvöðlakonur og fyrirtækjarekstur almennt. Að neðan má sjá helstu efnahagslegar, iðnaðar og persónulegar áskoranir sem konur standa frammi fyrir samkvæmt rýnihópavinnu og könnunum.

EFNAHAGSLEGAR ÁSKORANIR

Þær helstu áskoranir sem konur komu auga á voru: Skortur á fjármagni, styrkjum og lánum og skortur á sjálfstrausti til að nálgast fjármagn. Konur vilja fara varlega í að veðsetja heimili sín og eru mun varkárari en karlmenn í þeim efnum. Þannig er þörf á aðgangi á áhættufjármagni án þess að þurfa að veðsetja eignir. Ennfremur virðist vera nauðsyn á því að geta nálgast hagnýtar upplýsingar um hvað eina sem viðkemur stofnun fyrirtækja og rekstur þeirra.

LAGALEGAR ÁSKORANIR STJÓRNVALDA (FRÁ RÝNIHÓPUM)

LEYFISVEITINGAR

Huga þarf að ýmsum lagalegum þáttum þegar kemur að fyrirtækjarekstri sem krefst ýmissa leyfisveitinga. Þetta á t.d. við um ferðaþjónustu, matvælaiðnað, snyrti- og hárgreiðsluiðnað, tryggingar og framleiðslu af ýmsu tagi. AÐGANGUR AÐ UPPLÝSINGUM

Í Búlgaríu, Króatíu og Litháen getur verið erfitt að nálgast nauðsynlegar upplýsingar um hvernig á að hefja rekstur, til dæmis um félagaform. Þetta á sérstaklega við um þá frumkvöðla sem ekki hafa bakgrunn í viðskiptum. SALA Á NETINU

Það er talsverð áskorun að skipuleggja sölu á netinu og þarf að huga að ýmsu hvað það varðar. Þar má nefna skattamál og reglur sem gilda um milliríkjaviðskipti

BÓKHALD

Mikilvægt er að hafa reynslumikið fólk í að aðstoða við t.d. bókhald fyrirtækja. Oft hafa frumkvöðlar ekki þá þekkingu sem til þarf og því er betra að leita til utanaðkomandi aðila um aðstoð. Mikilvægt er að bókhald sé fært í samræmi við lög og reglur sem um það gilda. STARFSMANNAHALD

Að hafa fólk í vinnu þarfnast mikillar pappírsvinnu og utanumhalds og að ýmsu er að huga þegar kemur að starfsmannahaldi.

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

7


BREYTINGAR Í ATVINNUGREINUM

Nokkur munur er á þátttöku kvenna og karla þegar kemur að því að skoða í hvaða atvinnugrein þær hasla sér völl. Þær virðast fremur sækja fram í þjónustu og skapandi greinum. Þjónustugeirinn fer ört vaxandi, einkum í ferðaþjónustu og á þetta við um öll samstarfslöndin og eru í því fólgin mikil tækifæri. Þessari þróun fylgja miklar áskoranir, til dæmis hvað varðar ferðatímabil; vetrarferðarþjónusta minnkar á sumrin og öfugt. Þannig er mikilvægt að auka fjölbreytni og framboð í þjónustu og nýta þær auðlindir sem til staðar eru. Konur upplifa oft fordóma þegar kemur að styrkjum til atvinnusköpunar í dreifðum byggðum en þeir eru oftar en ekki sniðnir fyrir hefðbundnar atvinnugreinar landbúnaðar og sjávarútvegs en ekki fyrir nýjar hugmyndir t.d. á sviði þjónustu. Þá er það erfiðara fyrir lítil fyrirtæki að nálgast styrki til nýrra verkefna.

Fyrirmyndir eru einnig mikilvægar í þessum efnum, að sjá og kynnast konum sem hafa náð langt og sigrast á erfiðleikum og hindrunum. Rannsóknir okkar frá mati kvenna og viðtölum sýna að aðgangur að fræðslu, markþjálfun og handleiðslu er nauðsynleg auk þess sem mikilvægt er að vera hluti af stærri hóp þ.e. tengslaneti af einhverju tagi. FLÆKJUSTIG ÞESS AÐ STOFNA FYRIRTÆKI

Þegar fyrirtæki er stofnað þarf frumkvöðullinn að vera meðvitaður um þau lög og reglur sem starfssemin þarf að uppfylla. Fyrirtækjaformið hefur mikil áhrif á skattlagningu og fjárhagslega ábyrgð þeirra. Hér eru kostir og gallar sem þarf að meta og ættu frumkvöðlar að huga að ráðgjöf hjá sérfræðingi sem gæti ráðlagt um hvaða leið á að fara. Í þessu sambandi má nefna sérfræðiráðgjöf og þjónustuatvinnuþróunarfélaga og NMÍ vítt og breitt um landið.

PERSÓNULEGAR ÁSKORANIR (REYNSLA OG ÞEKKING)

Almennt má segja að frumkvöðlakonur hafi góða þekkingu og hæfni í sinni atvinnugrein en skortir oft sjálfstraustið. Þetta kemur fram í minni áhuga á því að þróa hugmyndir og meiri áhættufælni. Konur þurfa að horfa inn á við, efla tengslanetið í dreifðum byggðum til að vinna á móti einangrun og til að fá stuðning og hvatningu frá öðrum konum.

Taflan hér að ofan sýnir tölur frá Heimsbankanum sem hafa metið það hversu auðvelt/erfitt er að stofna fyrirtæki eftir löndum og eru tölurnar frá árinu 2015. Númerin tákna hve auðvelt það er að stunda rekstur, eftir því sem talan er lægri talan táknar það að regluverkið er sveigjanlegra og að auðveldara sé stofna fyrirtæki og reka það.

BÚLGARÍA

KRÓATÍA

ÍSLAND

LITHÁEN

BRETLAND

Auðveldleiki í viðskiptum

38

40

19

20

6

Að stofna fyrirtæki

52

83

40

8

17

Byggingarleyfi

51

129

45

18

23

Rafmagn

100

66

8

54

15

Að skrá eignir

63

60

15

2

45

Að fá lán

28

70

59

28

19

Vernd smárra fjárfesta

14

29

20

47

4

Að greiða skatta

88

38

36

49

15

Millilandaviðskipti

20

1

64

19

38

Að halda samninga

52

10

35

3

33

Gjaldþrot

48

59

15

70

13

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

8


Hugsanlegar leiðir og stuðningur með notkun efnisins frá FREE FREE verkefnið hefur boðið þátttakendum upp á fræðslu, handleiðslu, markþjálfun, tengslanet, og annan stuðning. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um þær megin afurðir og aðferðir sem við höfum notað.

1. TENGSLANET FRÁBÆR LEIÐ TIL AÐ KOMA SAMAN !

Aðferðarfræði tengslaneta er byggð á hugmyndinni um ‘Samfélagsmiðað nám og þróun“ Hugtakið á við um að stjórn þess er á ábyrgð þátttakenda sem að þróa, skipuleggja og taka ákvarðanir um aðferðir sem nota á. Undirliggjandi er sú forsenda að samfélagið (meðlimir tengslanetsins) sé besti dómarinn um það hvernig eigi að bæta úr lífsgæðum og að með réttum auðlindum og upplýsingum geta tengslanetin skipulagt sig og mætt þörfum sinna meðlima. Tengslanetsleiðtogar, sem fengnir voru til samstarfs, fengu stuðning og fræðslu um aðferðarfræðina og sóttu 5 daga þjálfun í Sheffield haustið 2016 til að kynna sér aðferðina og undirbúa verkefnið. Þegar heim var komið settu þeir síðan upp hópa, tengslanet frumkvöðlakvenna, á sínum svæðum með stuðningi samstarfaðila á hverjum stað. Þegar á hólminn var komið, var hver hópur ólíkur og veitti nýja innsýn inn í verkefnið. Hvert svæði var ólíkt og hver leiðtogi setti sinn persónulega stíl á sitt starfssemi samstarfsnetsins.

Tengslanetsleiðtogar eru mikilvægur hlekkur í að virkja tengslanetin á svæðunum. Hér á eftir má finna ráðleggingar frá þeim m.a. um hvað má betur fara.

“Þorðu að vera leiðtogi! Að vera leiðtogi og geta hvatt aðra áfram er ánægjulegt ferli bæði persónulega og faglega.” GORDANA

“Að skilja það að stuðningur við eina eða tvær konur getur gert gæfumuninn fyrir dreifðar byggðir. Fjöldinn í tengslanetinu skiptir ekki öllu máli“. SUSAN

“Ég myndi skipuleggja sérstök net fyrir tengslanetsleiðtogana sjálfa svo þær geti stutt hvor aðra og deilt reynslu og hugmyndum um hvernig á að skapa og viðhalda hvatningu og styrkleika netsins.” TATJANA

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

9


Nokkur góð ráð: 1. Vertu þolinmóð – konur þurfa tíma áður en þær geta slakað á og talað opinskátt um sína reynslu eða fyrirtæki. 2. Að hlusta – gakktu úr skugga um að þú talir minna en aðrir í hópnum. Notaðu virka hlustun. 3. Hafðu það stutt og einfalt – byrjaðu með stuttum fundum og hvettu þátttkakendur að hittast oftar. 4. Ekki dæma sjálfa þig – hvað sem þú gerir þá muntu ekki gera öllum til geðs alltaf

• • • • • •

Að fá ráð; Að hitta aðrar frumkvöðlakonur á svæðinu; Að þróa hugmyndir; Að læra frá öðrum reyndum konum; Að öðlast sjálfstraust til að stofna fyriræki; Að fá stuðning og hvatningu.

Konur sögðu að fundirnir væru vel skipulagðir, að leiðtogar væru vel undirbúnir, styðjandi, opnir fyrir hugmyndum og að þær myndu taka þátt ef boðið væri upp á svipað í framtíðinni. Þær höfðu áhuga á því að vita meira um styrkmöguleika, markaðsmál, sjálfsstyrkingu, samskipti og tímastjórnun. Þær myndu kjósa vinnustofur og aðgerðarnám og myndu allar mæla með tengslaneti við aðrar konur.

5. Fjöldinn er ekki allt – Hver einstaklingur skiptir máli! Alls tóku um 150 konur þátt í tengslanetunum. Hér að neðan má finna meginástæður þess að þær tóku þátt voru: • • • •

Að öðlast reynslu; Að bæta viðskiptin; Að efla tengsl við aðra sem þær hitta ekki oft ; Að öðlast hæfni til að verða betri frumkvöðull;

Við erum hreykin af því að hafa fengið tækifæri til að vinna með fjölbreyttum hópi kvenna í tengslanetunum!

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

10


2. NETNÁMIÐ OG UPPBYGGING ÞESS

Námsefnið á netinu inniheldur tvo aðskilda þætti, þar sem boðið er upp á námsþætti sem tengjast viðskiptum og hins vegar þátt sem ætlað er að auka persónulega hæfni og færni frumkvöðlakvenna. Fyrsti hlutinn inniheldur námsþætti sem tengjast fyrirtækjarekstri svo sem vöruþróun, markaðsmálum, samfélagsmiðlum, fjármálum, stefnumótun og útflutningi. Hinn hlutinn inniheldur gagnvirk verkefni og æfingar sem tengjast persónulegri hæfni s.s. lausn vandmála, markmiðasetningu, að kortleggja fyrirtækið og sjálfshvatningu en allir þessi þættir hafa það markmið að þróa og auka við persónulega hæfni og færni þátttakandans. Efnið á síðunni er aðgengilegt á öllum tungumálum samstarfsaðila (enska, búlgarska, króatíska, íslenska og litháenska) og inniheldur auk þess ýmiskonar ítarefni sem að gagni getur komið. 50 konur tóku þátt í prufukeyrslu efnisins og þótti það vera mjög gagnlegt og auðvelt í notkun, innihaldið nytsamlegt og eins þótti gott að hafa sýnidæmi til staðar til að auka við skilning á efninu. Þó nefndu þátttakendur að þeir hefðu viljað getað verið í sambandi við aðra notendur í öðrum löndum. Nálgast má efnið hér en stofna þarf notendanafn og lykilorð í upphafi: www.ruralwomenacademy.eu

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

11


3. HÆFNIHRINGIR Á NETINU OG HVERNIG ÞEIR GETA EFLT HÆFNI FRUMKVÖÐLAKVENNA

Þriðja afurð verkefnisins voru hæfnihringir á netinu (Virtual Enterprise CirclesTM ). Upphaflega var aðferðin þróuð af Inova í Bretlandi og notuð augliti til auglitis en hefur verið aðlöguð að þörfum frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni til að skoða hvort að sama árangri mætti ná, hvað varðar hópstuðning og hvatningu á netinu. Þannig hefur aðferðarfræðin verið aðlöguð þannig að hægt sé að nota hana með samskiptaforritum á veraldarvefnum. Í þessu verkefni var lögð áhersla á að nýta aðferðina þannig að unnt væri að styðjast aðeins við fundi á netinu með því að nota Google hangouts eða Skype. Hæfnihringjunum er stýrt af reyndum leiðbeinendum og gerir konum á landsbyggðinni kleift að hittast á netinu, deila reynslu og læra af hvor annarri. Mismunandi var þó milli aðila hvernig þetta var útfært og voru hringirnir sums staðar blanda af fundum á netinu og augliti til auglitis. Fundirnir voru keyrðir fá maí 2017 til og með mars 2018. Á fundunum leiðir leiðbeinandi hópinn og hvetur til umræðu, þátttakendur fara yfir áskoranir sínar, setja sér markmið og vinna áætlun um hvernig á að ná þeim. Margskonar verkefni og æfingar eru gerðar, allt eftir þörfum hópsins. Einnig eru þátttakendur hvattir til að nýta sér námsefnið á netinu og þær gagnvirku æfingar sem þar er að finna. 60 konur tóku þátt í hringjunum á meðan á verkefninu stóð og munu samstarfsaðilar halda áfram að nota aðferðina eftir að verkefni lýkur.

HVAÐ SEGJA ÞÁTTTAKENDUR EFTIR AÐ HAFA TEKIÐ ÞÁTT Í HÆFNIHRING?

“Ég hef lært að ég er að fara minn veg, ég hef komist yfir mínar fyrstu hindranir. Ég hef einnig lært að það eru mismunandi þarfir til staðar hjá hverjum og einum“. “Við höfum allar hindranir til að takast á við í okkar fyrirtækjarekstri“. “Netfundirnir gera það að verkum að við hlustum meira og tökum betur eftir“. “Ég upplifi tilfinningu um frelsi, frelsi hinnar sjálfstæðu konu, frelsi til að tjá hugmyndir mínar án þess að eiga á hættu að vera gagnrýnd“. “Ég veit meira um mína hæfni og hvernig ég get nýtt hana í fyrirtækjarekstri“. “Ég hef núna gert áætlun og hef sýn fyrir framtíðina“. “Ég hef sett mér markmið og gert aðgerðaráætlun. Ég er þegar byrjuð að leita að fjármögnun og sýn mín er mun skýrari en áður“.

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

12


HVAÐ SEGJA LEIÐBEINENDUR UM HÆFNIHRINGI Á NETINU?

“Að stýra fundum í gegnum netið er mikil áskorun. Þú þarft að ganga úr skugga um að allir séu virkir og hvetja til samtals með því að spyrja hvort að það sé einhver sem hafi eitthvað meira að segja. Það er einnig áskorun að útbúa þau eyðublöð sem til þarf, en samt einfalt að gera það með Google eyðublöðum“. “Fyrir mig sem leiðbeinanda þá var það mjög ánægjulegt að vinna með konunum og ég var hrifin af því hversu þátttakendur báru mikla virðingu fyrir öðrum í hópnum. Það var mjög gagnlegt að nota spurningar frekar en að gefa ráð og það breytti þeirra viðhorfum.“ “Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég aðeins taugaóstyrk um það hvernig fundirnir myndu ganga en er mjög sátt við niðurstöðurnar og hvernig gekk. Ég lærði heilmikið um hvernig á að stýra fundum sem mun koma að góðum notum í framtíðinni“. “Flestar kvennanna sem tóku þátt hafa nú þegar stofnað fyrirtæki. Þær deildu sínum hugmyndum og áskorunum með opnum hætti. Sumar þeirra hafa upplifað ýmsa erfiðleika og hafa til dæmis upplifað skort á sjálfstrausti og hvatningu. Þær sem enn hafa ekki hafið rekstur vilja gjarnan finna innblástur, deila hugmyndum og fá að vita um reynslu annarra.“

ÞÁTTTAKENDUR Í FREE VERKEFNINU HAFA KOMIÐ AUGA Á EFTIRFARANDI ÞARFIR:

• Aðgangur að fjármagni; • Aðgangur að sértækum stuðningi; • Fleiri fyrirmyndir sem hvetja aðra; • Góðar upplýsingar um styrki og fjármagn; • Aðgangur að fjölbreyttri þjálfun hvað varðar fyrirtækjarekstur; • Fjármálalæsi í menntakerfinu má efla; • Góður aðgangur að upplýsingum stjórnvalda um hvernig á að stofna fyrirtæki • Ráðgjöf um hvernig á að byggja upp fyrirtæki ef viðkomandi er atvinnulaus; • Markþjálfun og handleiðsla er mikilvæg; • Þróun efnis á netinu í sýndarveruleika, og innleiða nám í frumkvöðlafræði; • Námskeið/þjálfun í að skrifa umsóknir um styrki og lán

“Að stýra fundum er mikil ábyrgð, þú verður að vera mjög einbeittur allan tímann, sjá heildarmyndina af hópnum, sýna samhygð en leiða hópinn af ákveðni á sama tíma“.

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

13


Ábendingar til stefnumótunaraðila Hér að neðan má finna nokkrar tillögur um hvernig best er að leiða og aðstoða frumkvöðlakonur á landsbyggðinni. Við vonum að þær uppfylli þarfir hópsins og muni ekki eingöngu gagnast þeim heldur einnig samfélaginu í heild. 1. Smávægilegur fjárhagsstuðningur myndi gera gæfumuninn til að aðstoða konur við að koma hugmynd sinni á framfæri. 2. Nauðsynlegt er að efla tengslanet kvenna til að auka áhrif þeirra. 3. Frumkvæði að stuðningi ætti að koma frá stuðningskerfinu. 4. Meiri stuðningur og lagasetning er nauðsynleg. Í sumum tilfellum þá eiga konur sem starfa sjálfstætt ekki rétt á barnsburðarleyfi og það getur hamlað þeim á vinnumarkaði.

FRÆÐSLA/ÞJÁLFUN/STUÐNINGUR SEM KONUR TELJA NAUÐSYNLEGAN

Hér fyrir neðan eru tillögur sem safnað var saman frá þátttakendum í rýnihópum og í rafrænni könnun hjá samstarfsaðilum verkefnisins. Það sem mest var rætt var að stuðningur/ráðgjöf þyrfti að taka tillit til þarfa kvenfrumkvöðla. Nauðsynlegt er að stuðningskerfið sé þannig uppbyggt að það efli sjálfstraust þeirra sem hafa hugmyndir sem þær vilja setja í framkvæmd. • Hagnýt fræðsla og handleiðsla fyrir þær sem vilja byggja upp fyrirtæki og þróa þau. Þetta myndi hvetja til þess að konur yrðu meiri gerendur og auka löngun þeirra til að mennta sig í rekstri fyrirtækja og auka hæfni þeirra og færni.

þar sem hægt er að fá upplýsingar um góðar starfsvenjur fyrirtækja sem hægt er að læra af. • Markþjálfun til að efla sjálfshvatningu og til að byggja upp sjálfstraust. • Aðgangur að grunnhæfni í s.s.markaðsmálum og fjármálum.

viðskiptum,

• Að tengja frumkvöðla saman með reglubundnum hætti og að kenna þeim að nýta tengslanetið í þágu þeirra sjálfra og fyrirtækisins. • Nauðsynlegt er að horfa til kynjabundinna þátta í stuðningskerfinu, til dæmi að skoða styrkveitingar, að gera konum kleift að fá styrki til tækjakaupa og að veita minni styrki til gerðar viðskiptaáætlana. • Samræmis er þörf, bæði hvað varðar hvatningu og þjálfun til að byggja upp þekkingu. • Nauðsynlegt er að kenna skapandi hugsun í dreifðum byggðum, til að huga að fjölbreyttri þjónustu og vörum og tengja við skapandi atvinnugreinar svo sem hönnun. • Nauðsynlegt er að skipuleggja vettvang þar sem frumkvöðlakonur geta skipst á að deila reynslu með því að innleiða jafningjafræðslu og að gera þeim kleift að kynna verkefni sín og fyrirtæki fyrir öðrum. • Þörf er á þjálfun, ráðgjöf og stuðningi í gegnum netið.

• Þjálfun í því hvernig á að setja upp og reka fyrirtæki er nauðsynleg. • Fundir og ráðstefnur þar sem konur geta komið saman og hlustað á fyrirmyndir segja sínar sögur, er hvetjandi. Einnig að mynda vettvang

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

14


Sólskinssögur frumkvöðlakvenna

HÁGÆÐA FÆÐUBÓTAREFNI FRÁ ÍSLANDI

Pure Natura er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á fæðubótarefnum úr lamba-innmat, -kirtlum og jurtum. Fyrirtækið var stofnað í september 2015 af frumkvöðlunum Hildi Þóru Magnúsdóttur, Rúnu Kristínu Sigurðardóttur og Sigríði Ævarsdóttur og er staðsett á Sauðárkróki. Hildur Þóra er framkvæmdastjóri fyrirtækisins: “Hugmyndina að baki fyrirtækisins má rekja til þess að ég sótti námskeið sem Sigríður Ævarsdóttir kenndi og snerist um það hvað konur geta gert til að bæta heilsu sína og líðan. Sigríður fór yfir það á námskeiðinu hversu viðkvæm hormónastarfsemi kvenna er fyrir ýmsum eiturefnum í umhverfinu og mikilvægi þess að velja rétt þegar kemur að fæðu, snyrtivörum og öðru sem kann að innihalda þessi efni. Þessa hugmynd má einnig rekja til hugmyndafræði sem nú er að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum og víðar og snýr að því að betri og nýtanlegri vítamín og bætiefni komi fremur úr mat en úr gervi efnum sem búin eru til á tilraunastofnum”. Þær vörur sem fyrirtækið hefur sett á markað eru: Pure Liver sem er hugsað sem blanda af lifur og völdum jurtum til styrkingar fyrir lifrina, Pure Heart er samskonar blanda nema fyrir hjartað, Pure Nutrition sem hentar vel sem næringaruppbót fyrir alla og Pure Power sem sérstaklega er hugsuð fyrir fólk sem vill meiri orku, er í líkamlegri erfiðisvinnu eða líkamsrækt. “Við viljum að sjálfsögðu gefa fólki kost á því að hugsa sem best um sig sjálft og þá sem því þykir vænt um. Það gerum við með því að bjóða upp á hágæða bætiefni sem innihalda mikið magn næringarefna í bland við þekktar lækningajurtir sem eru án allra aukaefna og lyfjaresta” segir Hildur. “Einnig hefur það skipt okkur máli að í dag eyða sláturhús töluverðu fjármagni árlega í förgun á hráefni eins og innmat og kirtlum sem Pure Natura vill nýta í vörur sínar. “ Í stað þess að farga þessu hráefni er hægt að vinna úr því hágæða fæðubót og búa þar með til pening í stað sóunar. “Við viljum styðja við aukna sjálfbærni í dilkaslátrun. Minnka sóun, auka meðvitund neytenda og stuðla að fullnýtingu afurðanna í heimabyggð”.

Frumkvöðull: Hildur Þóra Magnúsdóttir Fyrirtæki: Pure Natura Starfsemi: Fæðubótarefni Staðsetning: Sauðárkrókur, Ísland Nánari upplýsingar: https://www.purenatura.is

Hvað er mest hvetjandi fyrir þig í þinni vinnu? Hvað er skemmtilegast? “Mér finnst allt í minni vinnu skemmtilegt, frá því að standa í hvítum sloppi með hárnet og prófa vinnsluaðferðir á hinum ýmsu hráefnum, yfir í vöruhönnun, umbúðir, markaðssetningu, áætlanagerð og fl. Ég reyni mikið að sækja í fræðslu og tengslanet, enda held ég að slíkt

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

15


skipti miklu máli fyrir velgengni í starfi. “Ætli skemmtilegasti tíminn sé ekki akkúrat þessa dagana” eftir að hafa lokið við þróun á fyrstu fjórum vörunum okkar og fá loksins að sýna fólki afrakstur þeirrar vinnu” Hvað er erfiðast að takast á við sem frumkvöðull? “Það eru nokkrir þættir sem ég held að reynist frumkvöðlum almennt erfiðir en það er í fyrsta lagi fjármögnun verkefnanna og hinsvegar úthaldið. Eins og stundum hefur verið sagt, þá geta allir fengið góða hugmynd. En það að koma hugmyndinni þannig frá sér að eitthvað verði úr, það er allt annað mál. Það eru svo endalaust margir nýjir hlutir sem maður þarf að læra og má segja að þetta ferli í heild sinni sé bara einn besti skóli sem hægt er að fara í :) Mjög erfitt getur svo reynst mörgum að vinna jafnvel launalaus í lengri tíma, en það er raunveruleiki sem frumkvöðlar þekkja vel. Það að fá fjárfesta eða fá lánastofnanir að borðinu með sér getur einnig reynst þrautinni þyngri og það þyrfti að bæta, ef tryggja á framgang nýsköpunar í landinu”. Getur þú gefið öðrum frumkvöðlakonum góð ráð? „Ég myndi segja að seigla er það sem skiptir mestu máli. Leitaðu aðstoðar, þú þarft ekki alltaf að finna upp hjólið. Svo er um að gera að reyna að hafa gaman af því sem þær gera og ekki má gleyma því að það er nauðsynlegt að trúa á og brenna fyrir verkefnið sitt”. Ég segi bara áfram stelpur!!!!

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

16


ÁST,FRIÐUR OG JARÐARBER

Ég á lítið fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem ég rækta jarðarber með fjölskyldu minni, við elskum náttúruna og landbúnað! Ég vann hjá öðrum þangað til árið 2012, og fór þá til vina minna í Kutina, sem er smábær í suðurhluta landsins, til að hjálpa þeim að tíma jarðarber. Ég hafði nægan tíma, enda atvinnulaus og naut þess að vinna við jarðarberjatínslu. Ég elskaði lyktina og bragðið og vinnan var ekki svo erfið. Þau gáfu mér mikið af upplýsingum um jarðarber og hvernig ætti að rækta þau og ég varð alveg hugfangin!Það virtist ekki vera auðvelt en þar sem fjölskylda mín vann við landbúnað var ég handviss um að við gætum gert þetta. Vinir mínir hlógu að mér, þar sem að ég ólst upp í borginni en hafði nú ákveðið að vinna við landbúnað. Við hófum ræktun árið 2012 á landi nálægt fjölskyldunni. Maðurinn minn sá um að undirbúa jarðveginn og ég sá um allt hitt. Við áttum ekki þau verkfæri sem til þurfti, en við tókum bara skóflu og byrjuðum. Að lokum fengum við fræin afhent og urðum fyrir áfalli. Þau voru öll frosin, eins og litlir ísjakar! Við bjuggumst ekki við þessu. Við byrjuðum að aðskilja þau og settum í jörðina. Þetta þau voru komin ofaní þá leit þetta ekki beint vel út, svart nælon yfir brúleitum jarðaberjum. En eftir tvo daga var allt búið að jafna sig og allt var orðið grænt. Við vorum svo lukkuleg! Hver dagur leið og alltaf urðu jarðaberjaplönturnar fallegri og fallegri. Fyrsta uppskeran gaf okkur meira en ætlað var en næstu árin voru erfið vegna þess hve veðurfarið var skrykkjótt. En við gáfumst ekki upp! Á næstu árum stækkaði akurinn og við keyptum gróðurhús. Jarðarberin endurnýja okkur. Í maí er bakgarðurinn fullur af börnum, unglingum, gömlu fólki, bílum og hjólum. Allir vita að okkar ræktun er laus við áburð og alltaf bíður bolli af jarðarberjum.

Frumkvöðull: Snježana Ljubić Fyrirtæki: OPG Ljubić Starfsemi; Strawberry cultivation Staðsetning: Hrvatsko zagorje, Zabok, Croatia Nánari upplýsingar: https://www.facebook. com/pages/OPG-LJUBI%C4%86/1818922651757507?pnref=story

Oft kemur fólk og hjálpar okkur að tína og kaupir svo afraksturinn. Börn elska þetta því þau geta borðað berin beint af plöntunni. Núna er hvíldartími þar sem uppskeran er búin. Hitastigið var hátt í ár og því uxu plönturnar vel og við þurftum stöðugt að tíma ber. Fólk kom og keypti alla uppskeruna ! Nú eigum við akur með 3000 fræjum en eftirspurnin er orðin svo mikil að við erum að undirbúa frekari vöxt, akur sem gæti tekið allt að 5000 fræ. Okkur langar líka að búa til afurðir úr jarðaberjum, sultu og marmelaði, en það er mikil eftirspurn eftir því. En þar sem við seljum alltaf öll berin þá eru engin eftir til að búa til afurðir úr!

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

17


Mér finnst jarðarberin gefa mér frið: fuglar syngja, býflugur fljúga um og í ár var mikið um krybbur. Við göntumst oft með þetta og segjumst hafa sauna, leikfimissal, hollan mat og tónlist allt í einu. Það er ekki svo flókið að rækta jarðarber, í maí er uppskera og eftir það er ræktað í gróðurhúsi. Allt hefur sína kosti og galla. Eftir uppskeruna fáum við oft í bakið en lyktin, bragðið og hagnaðurinn af sölunni læknar verstu bakverki! Ef þú átt smá landsskika, þá skaltu rækta það sem þú elskar, því að náttúran gefur miklu meira af sér en þú gefur henni!

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

18


LÍFRÆNT – FRÁ ÁSTRÍÐU TIL FYRIRTÆKJAREKSTURS

Það er til fólk sem hvetur aðra og smitar þá með ástríðu sinni og áhuga. Þannig er saga Ani Simeonova frá Sandanski sem er nú að upplifa draum sinn um að eiga og reka eigin snyrtivöruverslun þar sem hún selur lífrænar snyrtivörur. Ani, móðir tveggja barna, hefur starfað sem verkefnastjóri síðustu 20 ár. “Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir lífrænum vörum, snyrtivörum og hreinum mat ”. Í vinnu sinni sem verkefnastjóri hefur hún tekið þátt í mörgum verkefnum sem snúa að stuðningi við framleiðendur sem eru að vinna lífrænan mat og vörur. “Þannig hef ég í gegnum mína vinnu alltaf verið að kynna þessar vörur í samfélaginu og aðstoðað marga við að finna markaði erlendis“ “Ég hef alltaf haft í huga að setja upp verslun en hafði aldrei tíma né hugrekki til að láta verða af því... eða mér fannst það vera afsökunin. Það breyttist allt þegar hún fór á fyrstu vörusýninguna fyrir lífræna vöru þar sem hún hitti margar konur sem hafa stofnað sín fyrirtæki en þær deildu með henni sínum sögum. “Þetta er alltaf erfitt í fyrstu. Ég er búin að fjárfesta mikið í tíma og orku í búðina. En þegar þú ert að vinna að einhverju sem þú hefur ástríðu fyrir þá færðu miklu meira út úr því en þú leggur inn. Ani opnaði litla búð í einu af hótelunum í Sandanski þar sem hún seldi vörur til ferðamanna, sem oftar en ekki voru erlendir og vildu kannski ekki eyða miklum pening í lífræna vöru. “Sandanski er lítið samfélag þar sem allir þekkja alla svo að orðspor og Facebook geta gert kraftaverk. Eftir smá tíma setti hún upp sölusíðu og fékk til þess góða aðstoð frá kollegum og vinum sem hjálpuðu til við tæknihlið málsins. Tveimur árum seinna á hún og rekur sölusíðu þar sem hún selur hinar ýmsu vörur um allt land. Hún hefur þar á boðstólum vöru frá þekktum framleiðendum og hyggur á frekari landvinninga.

Frumkvöðull: Ani Simeonova Fyrirtæki: Bio Family Ltd. Starfsemi; Organic cosmetics Staðsetning: Blagoevgrad, Bulgaria Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/BioCosmeticBrands www.bio-cosmetic-brands.com/

“Það er frábært að sjá hvað viðskiptavinirnir eru ánægðir og gefa þeir mér sjálfstraust til að halda áfram. Minn helsti innblástur kemur frá viðskiptavinum. Hún leggur sig fram við að hvetja aðrar konur til að fara sömu leið og fylgja sínum draumum.

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

19


HEILSA ER MÍN ÁSTRÍÐA!

Ég hef verið heppin í lífinu. Frá unga aldri uppgötvaði ég mína ástríðu: Heilsa. Þessi ástríða leiddi til þess að ég varð íþróttamaður og stundaði hlaup og vann til verðlauna. Sú hamingja og ánægja sem ég fæ út úr hreyfingu og heilsusamlegum lífsstíl ásamt þeim andlega vexti sem fylgir er eitthvað sem ég vil deila með öðrum. Þannig kviknaði hugmyndin að fyrirtækinu mínu, að lifa heilsusamlega þarf átak og ég nýt þess að hvetja fólk áfram. Ég býð upp á ýmiskonar íþróttir fyrir allan aldur og hæfni, fyrir fyrirtæki og fyrir skóla, vinnustofur og sumarbúðir fyrir börn. Grunngildi samfélagsins, valdefling og að hafa gaman eru miðja alls sem ég geri. Einnig hefur fyrirtækið siðferðisleg grunngildi og má nefna að við styrkjum góðgerðarfélög með því að láta hluta af gjaldi/sölu renna til þeirra og ég býð fyrirtækjum að styðja félög á móti okkur. Ég kom auga á upplýsingar um FREE verkefnið í fréttabréfi, og var mjög opin fyrir því að nýta mér þá hjálp og aðstoð sem þar var í boði í því skyni að byggja upp og þróa mitt fyrirtæki.

Frumkvöðull: Becky Lyne Fyrirtæki: Tryumph Health Starfssvið: Heilsa Staðsetning: Yorkshire, Englandi Frekari upplýsingar: www.tryumphhealth.com

Frá fyrsta fundi í hæfnihringjum þá fann ég að ég tilheyrði hópnum og fann stuðninginn. Mér fannst innblástur í því að vera í kringum svona flottar og greindar konur sem vinna svo ákaft í því að láta fyrirtækið sitt ganga. Mér fannst einnig huggun í því að læra um þær hindranir og áskoranir sem þær mæta þar sem þær voru ekki ólíkar mínum. Ég fékk svo mikla hvatningu og góð ráð sem að vörpuðu ljósi á það sem mig langar að afkasta. Eftir hvern fund fann ég hve mikið ég tók með mér inn í minn rekstur og sett mér enn frekari markmið. Aukaverkanirnar voru heldur ekki af verri endanum, að læra að semja og fá svo nýja viðskiptavini ! Mín sýn er að aðstoða eins marga og ég get til að lifa heilbrigðari lífi. Mín þátttaka í verkefninu hefur virkilega skipt sköpum! Einnig var gott að ræða nýjar hugmyndir í hópnum, tengslanetið og sambönd sem ég hef öðlast og hafa leitt mig á braut þess að snúa þeim upp í þjónustu sem ég get veitt. Persónulega hef ég fundið breytingu á minni afstöðu til viðskipta. Mér hefur farið fram í persónulegri hæfni og mér finnst ég ekki lengur vera eins og nýliði í viðskiptum. Ég er svo þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í hringjunum og get ekki mælt nógu mikið með þeim. Við getum gert svo mikið meira í hópi en einar sér. Það var gott að vita að eina markmiðið var að aðstoða hver aðra í að ná árangri og var einmitt sú uppörvun sem ég þurfti til að taka næstu skref í mínum rekstri. Og heppnin eltir mig áfram...

CESI - Anamarija Tkalčec & VMST - Ásdís Guðmundsdóttir

20


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.