Vimulaus aeska - Foreldrahus 2012

Page 1


Inngangur Foreldrasamtökin Vímulaus æska eru starfandi fyrir alla lands­ byggðina. Samtökin voru stofnuð 20 september 1986. Vímulaus æska rekur Foreldrahúsið í Borgartúni 6 í Reykjavík. Samtökin sinna námskeiðahaldi og ráðgjafaþjónustu fyrir ­fjöl­skyldur sem eiga börn og unglinga í einhverskonar vanda. Þjónustan er fjölbreytt og er unnið með ýmiskonar vandamál, t.d vímuefnavanda, einelti, félagslega erfiðleika og hegðunarvanda.


Fjölskylduráðgjöf Fjölskylduráðgjöfin í Foreldrahúsi er ætluð foreldrum og börnum í vanda. Í henni starfa sálfræðingur og vímuefnaráðgjafar og lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf . Boðið er uppá sálfræðiþjónustu, ráðgjöf og meðferð barna og unglinga með hegðunar- og /eða áfengis- og fíkniefnavanda. Meðferð vegna almennrar vanlíðunar og geðraskanna depurðar, kvíða, félagslega einangrun,einelti, samskiptaerfiðleika í fjöl­ skyldunni ofl. Ráðgjöfin er annars vegar í formi einstaklingsviðtala og hins vegar í formi hópavinnu. Í Foreldrahúsi er einnig veitt ráðgjöf til unglinga sem eru að kljást við vímuefnavanda. Ráðgjöfin er í formi einstaklingsviðtala. Þar er unnið með unglingnum á þeim sem stað sem hann er staddur að hverju sinni og markmiðið að fá einstaklingin til að hætta neyslu vímuefna. Málin eru allt frá því að vera stutt inngrip í fikt unglings til langavarandi vímefnavanda. Ráðgjafinn veitir stuðning og leiðbeinir skjólstæðingum í átt að viðeigandi úrræðum að hverju sinni.


Foreldrahópar Hjá Foreldrahúsi eru stuðnings/meðferðarhópar fyrir foreldra sem eiga eða hafa átt börn í vímuefnavanda. Hóparnir hittast undir handleiðslu ráðgjafa þar sem unnið er að því að efla foreldra og styðja við þá. Markmið með stuðningshópunum er að styðja við foreldra og að efla þá í að takast á við það að eiga barn eða hafa átt barn sem notar fíkniefni. Í stuðningshópunum er unnið með þær erfiðu tilfinningar sem foreldrar fara í gegnum, sjálfsmynd foreldra elfd og foreldrum veittar þær upplýsingar sem þeir þurfa varðandi úrræði fyrir barn í vímuefnaneyslu. Í stuðningshópunum er leitast við að mæta hverjum og einum á einstaklingsmiðaðan hátt, því þó allir séu að takast á við sama vandan eru einstaklingar ólíkir og með ólíkar þarfir. Stuðnings­ hópurinn er mjög öflugt verkfæri fyrir foreldra til þess að rjúfa þá einangrun sem oft fylgir því að eiga barn í neyslu. Jafnframt eru foreldrahóparnir mikilvægur stuðningur við foreldra sem eiga barn í vímuefnameðferð eða eru að taka á móti barni heim eftir að það líkur vímuefnameðferð.


Stuðningshópur unglinga Stuðningshópurinn er úrræði fyrir unglinga á aldrinum 15-20 ára sem átt hafa við vímuefna vanda að stríða. Hér fá þau stuðning, aðhald og leiðsögn um hvernig skal takast á við lífið án vímuefna eftir að meðferð líkur. Stuðningurinn samanstendur af hópmeðferð, einkaviðtölum og samveru um helgar. Hist er einu sinni í viku í hóp þar sem borðað er saman og svo er klukkustundar grúbba þar sem farið er yfir líðan, áhættur, hindranir og aðra hluti sem koma upp í daglegu lífi. Allir skjólstæðingar hafa kost á að koma í einkaviðtal hjá sínum ráðgjafa og hafa einnig aðgang að ráðgjöfum í síma 24 stundir á dag.


Námskeið og fræðsla fyrir foreldra Vímulaus æska- foreldrahús stendur fyrir námskeiðum og fræðslu fyrir foreldra. Sjálfstyrkingarnámskeið, uppeldisnámskeið og fræðsla fyrir alla foreldra. Námskeiðin miða að því að efla sjálfsmynd og færni foreldra í uppeldishlutverkinu. Námskeið þessi eru bæði í senn mikilvæg þegar kemur að forvörnum sem og að styðja við hæfni foreldra til þess að takast á við vanda þegar hann kemur upp.


Viltu gerast félagi í Vímulausri æsku - Foreldrahúsi? Með því að fylla út einfalt form á vef samtakanna, www.vimulaus.is gerist þú félagi í Vímulausri æsku – Foreldrahúsi. Þá færðu reglulega sendar í tölvupósti, fréttir af starfseminni og viðburðum á þeirra vegum. Árgjald til samtakanna er nú krónur 2.000.

Viltu styrkja starf samtakanna? Þeir sem vilja styrkja starf Vímulausrar æsku - Foreldrahúss með fjárframlagi geta lagt beint inná reikning samtakanna í gegnum netbankann: Kennitala: 560586-1329 Banki: 0101-26-7468 Einnig er hægt að styrkja starfsemina með skuldfærslu af greiðslu­ korti gegnum örugga greiðslumiðlun hjá DalPay. Hægt er að velja um eingreiðslu eða reglubundna skuldfærslu af greiðslukorti; mánaðarlega, ársfjórðungslega, hálfsárslega eða einu sinni á ári.


Foreldrasíminn Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur foreldrasíminn 581-1799 við, en hann er opinn allan sólarhringinn. Síminn hefur verið opinn fyrir foreldra og aðstandendur barna síðan 1986 og hefur allar götur gengt sama hlutverki; að koma til aðstoðar vegna barna í vanda. Í gegnum árin hafa foreldrar hringt með hvers konar mál og hafa ráðgjafar símans leiðbeint öllum eftir bestu getu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.