Page 1

MEÐAL EFNIS Í ÞÆTTI VIKUNNAR

Hefur þú skoðað verðin okkar?

HANDVERK Í DUUS

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

frá 7.490 kr/mán

magasín SUÐURNESJA

FIMMTUDAG KL. 20:30

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

HRINGBRAUT OG VF.IS

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Kveður kuldaljóð, Kári jötunmóð

VF-mynd: HBB

Stjórn VSFK spyr hvort Reykjanesbær hafi tekið Lífskjarasamninginn úr sambandi

Köld vatnsgusa frá Reykjanesbæ „Um 260 félagsmenn VSFK sem starfa hjá Reykjanesbæ eru með lausan kjarasamning síðan 31. mars á þessu ári. Þessir starfsmenn eru langflestir meðal þeirra lægst launuðu hjá sveitarfélaginu. Enn fá þessir félagsmenn okkar kalda vatnsgusu í andlitið frá sveitarfélaginu,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. „Fyrst var þeim neitað um eingreiðsluna sem kom í ágúst. Sú aðgerð var sett upp til að refsa Starfsgreinasambandsfélögum vegna þess að

þau höfðu vísað deilunni til Ríkissáttarsemjara. Nú hefur Reykjanesbær hækkað laun sviðstjóra, sem þegar voru með rúmlega þreföld

Ný þjónustumiðstöð og „slökkvistöð“ opna í Vogum

magasín

laun þeirra á lægstu töxtunum hjá sveitarfélaginu og er það réttlætt með þeim rökum að þeir hafa dregist aftur úr launum sviðsstjóra í öðrum sveitarfélögum. Veltum við fyrir okkur hvort Reykjanesbær hafi tekið Lífskjarasamninginn úr sambandi og hvort við megum eiga von á sambærilegri hækkun fyrir okkar félagsmenn?

Það er líka gott, í þessu samhengi, að minna á að eftir hrun var skorið niður hjá almennum starfsmönnum svo gott sem alla aukavinnu sem gerði fólki kleift að hífa upp launin sín. Þessi niðurskurður hefur ekki gengið til baka og stór hluti starfsmanna er einungis með sín grunnlaun til að lifa af. Væri ekki nær að klára þessa samninga fyrir jólahátíðina og rétta stöðu þeirra

2

fyrir

1

329

HRINGBRAUT OG VF.IS

Opnum snemma lokum seint

kr/pk

SUÐURNESJA

FIMMTUDAG KL. 20:30

lægst launuðu fyrst, áður en hafist er handa við hækkun hjá þeim sem þegar hafa há laun? Væri ekki nær að pressa á samninganefnd sveitarfélaga að klára þessa samninga og sýna með því almennu starfsfólki sveitarfélaga þá virðingu sem það á skilið?“ segir jafnframt í yfirlýsingunni sem Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður, undirritar fyrir hönd stjórnar VSFK.

áður 479 kr Coca Cola 0,5 l

Chicago Town Pizza 2x170 gr - 3 tegundir

Fljótlegt og þægilegt!

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Draga til baka launa­ hækkanir bæjarfulltrúa

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Grindavíkur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna launahækkanna bæjarfulltrúa sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. „Við teljum sanngjarnt að bæjarfulltrúar Grindavíkurbæjar séu á svipuðum launum og bæjarfulltrúar sambærilegra sveitarfélaga á landinu. En í ljósi kjaramála á vinnumarkaði munum við leggja til á næsta bæjarstjórnarfundi að draga til baka þær

launahækkanir bæjarfulltrúa sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarstjórnar þann 26. nóvember síðastliðinn,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af fulltrúum D-, B- og S-lista.

60 rýma hjúkrunarheimili byggt á Nesvöllum

Alhliða veisluþjónusta Rétturinn matstofa býður upp á ljúffengan heimilismat í hádeginu Opið frá 11:00 – 14:00 Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ

retturinn.is

Fyrirhugað er að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Þetta kom fram í máli Ásu Eyjólfsdóttur, forstöðumanns öldrunarþjónustu, þegar hún kynnti stöðu mála varðandi byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Nesvöllum, á fundi öldrunarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Hjúkrunarheimilinu Hlévangi verður

lokað og munu þau 30 rými sem þar eru flytjast að Nesvöllum þannig að um er að ræða aukningu um 30 rými. Öldungaráð Reykjanesbæjar fagnar aukningu hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. Ráðið minnir þó á að nauðsynlegt sé að hugsa til framtíðar og að fjöldi hjúkrunarrýma haldist í hendur við fjölgun íbúa.

Breytingar í yfirstjórn Keflavíkurflugvallar

DAGBÓK LÖGREGLU

Fataþjófur á ferðinni Þjófnaður úr fataverslun var tilkynntur lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Sást til aðila sem hafði stungið inn á sig fatnaði í versluninni og gengið út án þess að borga. Vitað er til þess að viðkomandi náði að taka með sér fatnað samtals að verðmæti tólf þúsund krónum en ekki liggur fyrir hvort hann hafði meiri verðmæti á brott með sér. Lögregla rannsakar málið.

Óvenju mikið um umferðaróhöpp

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, og Þröstur Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugvallarins, hafa látið af störfum hjá Isavia. Þetta kemur fram í bréfi sem Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, sendi starfsmönnum Keflavíkurflugvallar í síðustu viku og Túristi.is greinir frá. Þar segir að tekin hafi verið ákvörðun um skipulagsbreytingar á Keflavíkurflugvelli með það að markmiði að tengja betur saman þjónustu við viðskiptavini og þróun flugvallarins, bæði núverandi og til framtíðar. Guðmundur Daði Rúnarsson sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflug-

vallar, mun nú leiða þann hluta sem snýr að þjónustu við viðskiptavini, vöruframboð og þróun flugvallarins. Þá mun Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, taka tímabundið við verkefnum sem snúa að rekstri hans samkvæmt því sem segir í bréfinu. Sú staða sem snýr að rekstri Keflavíkurflugvallar verður auglýst fljótlega.

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Óvenju mikið var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið, en engin alvarleg slys á fólki. Má þar nefna að ökumaður sem var að aka Byggðaveg við Sandgerði missti skyndilega stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún byrjaði að snúast og stöðvaðist á ljósastaur. Annar ökumaður blindaðist af sól sem er lágt á lofti þessa dagana og ók á bifreið sem verið var að bakka út úr stæði á Njarðvíkurbraut. Bifreiðin sem ekið var á lenti á þriðju bifreiðinni sem var kyrrstæð og mannlaus.

Rúmlega 200 þúsunda króna hraðasekt Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Sá sem hraðast ók mældist á 143 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Hans bíður 210 þúsunda króna sekt og svipting ökuréttinda í einn mánuð. Þá reyndist ökumaður, sem staðinn var að því að virða ekki stöðvunarskyldu, sviptur ökuréttindum.

Bifreið valt út í móa

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR

Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Bílvelta varð í Brekadal í Reykjanesbæ um helgina. Ökumaðurinn hafði misst af beygju sem hann hugðist taka og ætlaði því að hemla og snúa við. Ekki tókst betur til en svo að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt út í móa. Ökumaður kenndi eymsla og ætlaði að leita til læknis. Bifreiðin var óökufær eftir veltuna. Enn fremur rann rúta út af Norðurljósavegi í hálku og vóg salt þar sem hún var komin. Dráttarbifreið var fengin til að draga hana upp á veginn. Engir farþegar voru um borð. Þá kærði lögreglan á Suðurnesjum nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Um var að ræða erlendan ferðamann. Fáeinir voru svo teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.


FRÁBÆR JÓLATILBOÐ Í NETTÓ! Léttreyktur lambahryggur Kjötsel

2.962

KR/KG

ÁÐUR: 3.898 KR/KG

-40%

-40% -24%

Kölnarhryggur Hágæða skinka með gljá

1.799

KR/KG

ÁÐUR: 2.999 KR/KG

Humar 800 gr - án skeljar

2.399

KR/KG

3.499 ÁÐUR: 4.999 KR/PK

-30%

KR/PK

ÁÐUR: 1.199 KR/PK

Croissant með súkkulaði

146

Úrbeinað hangilæri Kjötsel

2.290 ÁÐUR: 2.899 KR/KG

JÓLABLAÐ NETTÓ ER KOMIÐ ÚT

Jólagjafir Viðtöl í jólaskapi Tilboðin í blaðinu gilda frá 5. - 15. desember

fullt af kræsingum, gjöfum og uppskriftum fyrir jólin

KR/KG

Appelsínur

ÁÐUR: 209 KR/STK

Jólakræsingar

KR/PK

-21%

KR/STK

Uppskriftir

958

-30%

Reyktur magáll KEA

JÓL ABL AÐ NETTÓ 2019

Hreindýraborgari 120 gr - 2 stk

LJÚFFENGT HANGILÆRI Á GÓÐU VERÐI!

-20%

ÁÐUR: 2.999 KR/KG

-20%

-20%

125

KR/KG

ÁÐUR: 249 KR/KG

-50%

Cheddar ostur Applewood

663

KR/STK

ÁÐUR: 829 KR/STK

Tilboðin gilda 5. - 8. desember Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

í jólaskapi

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


4

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Jólalukka VF í átjánda sinn í 20 verslunum 58“ Philips UHD TV, 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó og Icelandair flugmiðar meðal þúsunda vinninga Tuttugu verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í Jólalukku Víkurfrétta 2019 en þetta er í nítjánda skipti sem Víkurfréttir standa fyrir þessum vinsæla skafmiðaleik í samvinnu við verslanir og þjónustuaðila í desember. Nærri sex þúsund vinningar eru í Jólalukkunni en auk þess verða glæsilegir vinningar dregnir út þrisvar sinnum í desember, m.a. þrjú 58“ Philips Smart sjónvörp, tvö 100 þúsund kr. gjafabréf í Nettó og átján 15 þúsund króna gjafabréf í Nettó og þá verða samtals sjö Evrópuferðir með Icelandair í Jólalukkunni þetta árið. Jólalukkan hefst laugardaginn 6. nóvember en í þessum vinsæla jólaleik sem gengur út á það að fyrir 6000 kr. viðskipti fæst afhentur skafmiði í tuttugu verslunum á Suðurnesjum. Vinningar eru frá 54 fyrirtækjum á Suðurnesjum, allt frá tveggja lítra Coca Cola eða Egils Appelsíni upp í Icelandair ferðavinninga og nánast allt þar á milli.

tertur, tíu kalkúnar og fimmtán ostakörfur frá Nettó, einnig fjölda bóka frá vinsælustu rithöfundum landsins eins og Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur. Þá eru veglegar úttektir frá tuttugu verslunum sem taka þátt í jólaleiknum.

a k k u l 9 1 a 0 l 2 ó J Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

Tvö hundruð heppnir munu fá ís á Bitanum og í Ungó, á Pulsuvagningum bíða eitt hundrað pulsur og kók, Sigurjónsbakarí gefur 50 snúða og Héðinsbollur, tugir af pítsum eru frá Langbest og Fernando’s, hádegisverðir frá KEF resturant, Réttinum, Soho og Hjá Höllu og gjafabréf frá Serrano, Library Bistro Bar, Orange Street Food og KFC. Einn heppinn mun fá gistingu á Junior svítu á Hótel Keflavík. Þá munu

Þúsundir skemmtilegra vinninga

Auk fyrrnefndra vinninga má nefna fleiri eins og vegleg gjafakort frá Bláa lóninu, tíu mánaðarkort frá Sporthúsinu, átta tíu skiptakort frá Vatnaveröld, 3D mælingu frá einka.is, bílaþrif frá Bílahóteli og þá eru 50 útleigur á sendibíl frá Sendibílaþjónustu Suðurnesja, sendibilinn.is. Þá má nefna 30 KEA hamborgarhryggi, 30 KEA hangilæri og 50 Emmess hátíðarís-

50 bíómiðar frá Sambíóunum renna út í leiknum, sem og fjöldi aðgöngumiða að körfubolta- og knattpyrnuleikja Keflavíkur. Tuttugu og fimm aðilar munu geta riggað upp frostljósaseríu í glugga frá Húsasmiðjunni. Hundrað vinningar eru frá Líkama og Boost í Sporthúsinu. Frá Múrbúðinni eru jólatré og ferðagasgrill.

Skila vinningslausum miðum í Nettó

Punkturinn yfir i-ið er svo útdráttur skafmiða sem skilað er í Nettó í Keflavík, Njarðvík og Grindavík.

Í desember verða dregnir út þrjú 58“ Philips Smart TV, þrír Icelandair ferðavinningar, tvö 100 þús. króna gjafakort frá Nettó auk átján 15 þús. kr. gjafakorta frá sömu verslun. Útdrættir verða þrisvar í desember og verða nöfn vinningshafa kynnt á vf.is og í blaðinu. Það er því vissara að skila miðum sem fyrst, því til mikils er að vinna.

lindex.is Náttföt frá

15999


Frábær tilboð í desember! 2

2

fyrir

31%

fyrir

1

1

89 kr/stk

áður 129 kr

Coca Cola 0,5 l

Nói Síríus lengja 25 gr

26%

Pepsi eða Pepsi Max 0,5 l

31%

3

fyrir

199

1

kr/stk

329

áður 269 kr

áður 479 kr

Nicks 40 gr - coconut eða peanuts n’ fudge

20%

kr/pk

Coca Cola Energy 0,25 l - með eða án sykurs

Chicago Town pizza 2x170 gr - 3 tegundir

23%

29%

979 kr/pk

479

áður 1.379 kr

199 kr/pk

kr/pk

áður 259 kr

áður 599 kr

Nice’n Easy pönnukökur 600 gr

Te & Kaffi French Roast 400 gr - malað eða ómalað

Nói Háls 100 gr - 4 tegundir

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Finndu Krambúðina á Facbook.com/krambudin Krambúðirnar eru 15 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Byggðarvegur, Firði, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Lönguhlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxsl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Vox Felix með þrenna jólatónleika Vox Felix er hópur hæfileikafólks sem saman myndar kraftmesta kór landsins, þótt víðar væri leitað. Kórinn hefur verið starfandi frá árinu 2012 og jafnt og þétt vaxið ásmegin í gegnum árin og telur nú yfir 35 meðlimi, sem hver og einn kemur með eitthvað sérstakt í blönduna og myndar Vox Felix hljóminn. Nú rennur kórinn inn í jólahátíðina með tilheyrandi tónleikahaldi og er óhætt að segja að jólatónleikar Vox Felix hafi vaxið með kórnum síðustu sjö ár og mörg þekkt nöfn í tónlistarbransanum stigið á stokk

með kórnum á þessum tíma við frábærar undirtektir. „Í ár mun Jón Jósep Snæbjörnsson taka slaginn með okkur en óþarfi er að fjölyrða um þann kraft og hæfileika sem Jónsi býr yfir og lofum við því tímamóta tónleikum sem verða lengi í minnum hafðir,“ segir í tilkynningu frá Vox Felix. Kórinn mun halda þrenna tónleika í desember, tvenna í Keflavíkurkirkju, þann 10. og þann 11. desember, og í Grafarholtskirkju þann 16. desember. Miðasala er á Tix.is.

Orkuverk HS Orku í Svartsengi er appelsínugult um þessar mundir. VF-myndir: Hilmar Bragi

ROÐAGYLLA HEIMINN Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Þann dag hófst árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið nær hámarki sínu mánudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn. Þann dag er einnig alþjóðlegur dagur So-

roptimista en það er einmitt fyrir tilstuðlan þeirra samtaka og áskorunar frá þeim sem fjöldi fyrirtækja og stofnanna á Suðurnesjum hafa tekið þátt í átakinu „Roðagyllum heiminn“. Á myndum með fréttinni má sjá orkuver HS Orku í Svartsengi lýst með appelsínugulum ljósum og

einnig listaverkið Álög í Sandgerði. Fleiri mannvirki hafa verið lýst upp appelsínugul. Þannig er ráðhúsið í Garði upplýst, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Keflavíkurkirkja, YtriNjarðvíkurkirkja og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo einhver mannvirki séu nefnd.

Listaverkið Álög við Sandgerði er lýst upp með appelsínugulum ljósum.

Frá jólatónleikum Vox Felix í fyrra. VF-mynd: Sólborg Guðbrandsdóttir.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd - Verð miðast við gengi 3. desember, 2019.

898 2222 MIKILVÆGAST AF ÖLLU ER FJÖLSKYLDAN

L200 2020 Verð frá 5.490.000 kr.

Outlander PHEV Verð frá 4.590.000 kr.

Mitsubishi fjölskyldan samanstendur af fjölbreyttum tegundum gæðabíla sem henta við allar aðstæður. Það er gott að vera hluti af góðri fjölskyldu, komdu í heimsókn.

BÍLAKJARNINN

ASX

Verð frá 3.990.000 kr.

Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/mitsubishisalur

Bílakjarninn ehf · Njarðarbraut 13 · 260 Reykjanesbæ · Sími: 421 2999 · elli@bilakjarninn.is


HÖRÐU PAKKARNIR FÁST Í SINDRA REYKJANESBÆ SLÍPIROKKUR 18V

HLEÐSLUBORVÉL 18V

Kolalaus mótor Rafhlöðugerð: 18V Skífu stærð: 125mm Kemur án rafhlaðna og hleðslutækis.

Kolalaus mótor, með höggi 13 mm patróna Þyngd: 1,8 Kg Mesta hersla 75 Nm Tvær 5.0 Ah rafhlöður, hleðslutæki og taska fylgja.

vnr 94DCG405N

vnr 94DCD796P2

32.746

m/vsk

Fullt verð 39.934

48.900

m/vsk

Fullt verð 60.029

GIPS SKRÚFVÉL 18V

FJÖLNOTA SÖG 18V

Kolalaus mótor. Þyngd: 1.8 Kg Rafhlöðugerð: 18V Kemur með tvær 2.0 Ah rafhlöður og hleðslutæki. Taska fylgir.

Frábær fjölnotasög Fljótvirk blaðaskipting & stilling, engin þörf á sexkants Lykli Þægilegt handfang Stiglaus rofi 0-20.000 OPM

vnr 94DCF620D2K

vnr 94DCS355D2

60.425

m/vsk

Fullt verð 73.689

57.761

m/vsk

Fullt verð 70.440

HLEÐSLUBORVÉL 10.8V

SLÍPIROKKUR MEÐ AFSOGI

Kolalaus mótor, með höggi 10 mm patróna Þyngd: 1,1 Kg Mesta hersla 24 Nm Tvær 2.0 Ah rafhlöður, hleðslutæki og taska fylgja.

Hraðastilltur slípirokkur tengjanlegur við ryksugu. 125mm turbo bollaskífa, handfang og hlíf fyrir ryksugu fylgir. Afl: 1500W

vnr 94DCD710D2

vnr 94DWE4257KT

30.826

m/vsk

Fullt verð 36.265

49.041

m/vsk

Fullt verð 59.807

PRJÓNAHÚFA MEÐ ENDURSKINI

SLÍPIROKKUR 900W

Prjónahúfa með endurskinsþráðum fyrir aukinn sýnileika í myrkri.

Afl: 900W Fyrir 125mm skífur Snú/min: 11.800 Þyngd: 2,05kg

vnr BLA-202728029291

vnr 94DWE4157

2.690

m/vsk

Fullt verð 3.569

10.744

m/vsk

Fullt verð 13.102

TASKA T-STAK

HEYRNARHLÍFAR MEÐ ÚTVARPI

Góð taska sem hentar vel sem hirsla undir rafmagnsverkfæri. Taskan er 13,5 ltr að rúmmáli og mælist 440x176x331 mm að innanmáli. Taskan er sterkbyggð og hægt er að læsa henni með hengilás.

Nær AM og FM digital stilling. Leitar sjálfkrafa af útvarpstöðum með LCD skjá.

vnr 94DWST1-70703

vnr 1030330

7.825

m/vsk

Fullt verð 9.781

www.sindri.is / sími 575 0000

9.990

m/vsk

Fullt verð 12.990

Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Skútuvogi 1 - Reykjavík Sími / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði Bolafæti 1 Reykjanesbæ 575 0050


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

G A M A L D A G S J Ó L AT R É S S K E M M T U N Í D U U S S A F N A H Ú S U M N Æ S TA S U N N U D A G

Með þessum orðum kvaddi kaupmannsfrúin Ása Olavsen börnin í Keflavík sem hún hafði boðið til sín í veislu, í fínasta hús bæjarins Fischershús, einn fagran sumardag í kringum aldamótin 1900. Frú Ása var eiginkona Ólafs Olavsens forstjóra og meðeiganda Duusverslunar. Og frú Ása stóð við sitt. Upp frá þessu stóð Duusverslunin fyrir glæsilegum jólatrésskemmtunum í Bryggjuhúsinu um tuttugu ára skeið. Þar komu saman öll börn bæjarins og úr nágrannabyggðum, allt upp undir 300 börn og sáu þá mörg þeirra jólatré í fyrsta sinn. Skemmtunin hófst seinnipartinn og stóð fram undir miðnætti. Dansað var í kringum jólatréð, söngvar sungnir og veitingar reiddar fram. Um miðnætti tók fullorðna fólkið við og skemmti sér fram eftir nóttu. Ljóst er að þessar skemmtanir hafa verið mikil upplyfting á þeim

tíma þegar Keflavík var aðeins fátækt þorp og fátt við að vera.

Frú Ása Olavsen tekur á móti börnunum

Nú lítum við um öxl og rifjum upp þennan 100 ára gamla merkilega viðburð með jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu í anda gömlu skemmtananna sunnudaginn 8. desember. Frú Ása Olavsen tekur á móti börnunum eins og forðum og dansað verður í kringum jólatréð. Auðvitað mætir jólasveinn af gamla skólanum

á svæðið. Við hvetjum fjölskyldur til að koma saman og njóta þess að líta til baka á gamlar hefðir og upplifa einfaldleika jólanna og hinn sanna jólaanda. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir 8. desember og er aðgangur ókeypis. Jólaballið hefst stundvíslega kl. 14, dagskrá lýkur kl. 15.

Ratleikur og óskalistar til jólasveinanna

Á aðventunni stendur fjölskyldum einnig til boða að fara í ratleik í Bryggjuhúsinu og leita að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hingað og þangað um húsið. Þá er hægt og biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í desember Glæsilegar gjafir í jólapakkana fyrir alla fjölskylduna. Hlökkum til að sjá ykkur. Apótekarinn Keflavík

Apótekarinn Fitjum

Aðfangadagur 24. desember kl. 9–12

Gamlársdagur 31. desember kl. 9–12

Aðfangadagur 24. desember kl. 10–12

Gamlársdagur 31. desember kl. 10–12

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

Annar í jólum 26. desember kl. 10–14

2. janúar kl. 10–19

Annar í jólum 26. desember LOKAÐ

27. desember kl. 10–19

Apótekarinn Keflavík Suðurgötu 2 S: 421 3200

Apótekarinn Fitjum Fitjum 2 S: 534 3010

- lægra verð


AÐVENTUKVÖLD Í KROSSMÓA TAKIÐ FORSKOT Á JÓLAUNDIRBÚNINGINN! Fimmtudaginn 5. desember kl: 17:00 - 21:00 verður aðventugleði í Krossmóa. Fullt af frábærum tilboðum og flottum kynningum í verslunum. Jólasveinar mæta kl. 18:00. Mummi Hermanns spilar ljúfa tóna frá kl. 19:00 - 21:00. Gunnar Helgason áritar nýju bókina sína.

Nýttu rið tækifæ ðu sla r e v g o ní i l ó j r i fyr gð! g y b a heim


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

SÍÐASTA TRÉÐ frá Kristiansand uppljómað á ráðhústorgi

Ljósin á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand voru tendruð í fimmtugasta og áttunda sinn sl.laugardag á ráðhústorgi í Reykjanesbæ. Þetta var jafnframt í síðasta skiptið sem Reykjanesbær fær tré að gjöf frá norska bænum. Ástæðan er sú að fyrr á þessu ári sleit Kristiansand formlegu vinabæjarsamstarfi við norræna vinabæi sína Reykjanesbæ, Kerava og Trollhättan en bærinn sameinast á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum og endurskoðar af því tilefni alþjóðlegt samstarf sitt. Eftir sem áður verður gott á milli bæjanna eins og bæjaryfirvöld í Kristiansand sýndu í verki með því að senda Reykjanesbæ þessa kærkomnu jólagjöf í síðasta sinn. Dagskráin á ráðhústorginu var hefðbundin í ár. Mats Benestad sendiráðsritari í sendiráði Noregs á Íslandi flutti bæjarbúum kveðju frá Kristiansand á fínni íslensku. Mats kemur frá norska bænum og tók við þakkarskjölum sem Jóhann Friðrik

lúðrasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar jólalög og allir sem vildu gátu fengið heitt kakó og piparkökur. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi ljósmyndir í jólagleðinni á ráðhústorginu.

Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, afhenti honum eftir að hafa tekið formlega á móti trénu. Leikhópurinn Lotta sá svo um að skemmta yngstu bæjarbúunum og jólasveinar komu í heimsókn og dönsuðu í kringum jólatréð. Þá lék

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í desember.

Reykjanesbær 16. desember

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Jólabasar FEBS Hinn árlegi jólabasar FEBS verður haldinn á Nesvöllum föstudaginn 6. desember kl. 14. Hverskonar handverk, kökur og fleira verður til sýnis og sölu. Þá er boðið upp á huggulega tónlist og kaffi og rjómaterta í kaffihúsinu á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest (vinsamlega athugið að ekki er tekið við greiðslukortum). Skemmtinefndin.


R Ö J F A

Opið

n n i g a mtud

m fi 1 2 . til kl

Tilboð gilda þennan eina dag!

25% afsláttur

Öll rafmagnsverkfæri (BOSCH, Ryobi, Einhell, Dremel, Skil) • Pottar & pönnur Glös • Eldhústæki • Handlaugartæki Jólaljós • Inni- og útiljós* • Gæludýrafóður* Bílafylgihlutir* • Bílahreinsivörur* • Mottur* Föndurvörur* • Flísar* • Matar- & kaffistell* • Leikföng*

20% afsláttur

Inni- og útimálning (ekki viðarvörn) • Vöfflujárn Kaffivélar • Ryksugur*

Jólagjafahandbókin er á www.byko.is Auðvelt að versla á netinu á byko.is

*Stjörnumerktir afslættir haldast til 11. desember

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda 5. desember eða á meðan birgðir endast.

L Ó J

r e b m e 5. des


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Vafstrið í kringum jól

Það er skemmtilegt jólalandið sem gleður viðskiptavini, bæði stóra sem smáa, í Krossmóa, Reykjanesbæ. Þetta er ein af þessum jólahefðum sem fólk hefur gaman af að skoða, sérstaklega litlu börnin sem geta staðið heillengi og dáðst að jólasveinunum, það er að segja, ef fullorðna fólkið þarf ekki að flýta sér, gefur sér tíma til að stoppa og anda. Magdalena Sirrý Þórisdóttir, ávallt kölluð Sirrý, hefur séð um að skreyta anddyri verslunarmiðstöðvarinnar undanfarin tuttugu ár. Sirrý lærði útstillingu og hönnun en í náminu lærði hún jafnframt sölusálfræði og markaðsfræði. Það er því heilmikil hugsun á bak við hverja útstillingu þegar þú færð faglærða manneskju til að stilla út vörum fyrir þig. Við hittum Sirrý í smá jólaspjalli í Krossmóa. „Ég lærði útstillingu og hönnun í Iðnskólanum í Hafnarfirði sem er tveggja ára nám en þar lærðum við allt mögulegt sem tengist því að stilla vörum fallega fram. Jólasveinalandið er verkefni sem ég tók að mér í kringum árið 2000, þegar Kaupfélag Suðurnesja hafði samband við mig út af afmæli sem þá var, og hef tekið að mér á hverju ári síðan. Á þessum tíma var hér aðeins Samkaupsverslun og við settum upp lítið jólaland í gamla anddyrinu en var síðan í horninu þar sem skósmiðurinn var. Svo stækkaði verslunarmiðstöðin og jólalandið stækkaði og stækkaði og nú erum við komin hingað í miðjuna. Þetta eru allt jólasveinar í eigu Kaupfélagsins, sumir orðnir yfir 50

VIÐTAL

Jólaland í tuttugu ár

Sirrý og jólalandið í Nettó.

Sirrý býr ekki bara til jólakort heldur einnig tækifæriskort sem hún selur.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

ára gamlir, og notaðir voru til útstillingar í gömlu Kaupfélagsbúðunum í bæjarfélaginu. Þú manst kannski eftir þessum hérna sem andaði einu sinni en er nú hættur því, orðinn svo gamall,“ segir Sirrý og brosir um leið og hún bendir á einn gamlan jólasvein sem liggur kyrr á bakinu og sefur, allar rafmagnsleiðslur sjálfsagt bilaðar. Við göngum hringinn í kringum jólalandið og stoppum þegar hún bendir á öldungana í hópnum. Maður sér það dálítið á andlitum þeirra hvað þeir eru sumir gamlir en þeir eru misgamlir.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Laugardagur 7. desember: Notaleg sögustund kl. 11:30. Jólasögustund þar sem Halla Karen les og syngur á jólalegu nótunum. Heimskonur/Women of the World hittast í kaffispjalli í Ráðhúskaffi kl. 12.-14. Börn velkomin. Duus Safnahús - jólaviðburðir framundan Jólaboð Ásu. Gamaldags jólaball í anda liðins tíma sunnudaginn 8. desember kl. 14:00. Dansað í kringum jólatré í fallegu gamaldags umhverfi. Jólasveinaratleikur fjölskyldunnar og óskalistar til jólaveinanna alla daga frá 2. desember til 6. janúar 2020. Sjáumst í jólaskapi í Duus Safnahúsum allan desember. Nánari upplýsingar á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is

... ég stillti upp fallegu jólaborði í glugganum, skreytti það og notaði þessar skeiðar, stillti þeim upp við hlið matardiskana og þær fóru að rokseljast. Flottir búðargluggar laða að meiri viðskipti

„Það skiptir miklu máli fyrir verslanir að kynna vöruna sína vel. Þú sérð alltaf þegar verslanir stilla upp vörum með fagmanneskju. Ég sé það. Þegar ég horfi í búðarglugga þá sé ég strax hvernig verslunin hefði betur getað nýtt gluggann til að stilla út vörunum sínum. Fólk áttar sig almennt ekki á þessu og stillir einhverju fram en það er ákveðin hugsun eða þema á bak við hverja útstillingu. Þegar þú ferð til útlanda og sérð glugga í verslunum þar, þá sérðu hvað þetta skiptir miklu máli. Þegar ég fer til London, New York eða annarra borga þá finnst mér gaman að sjá þessar stóru verslanir, hvað þær leggja mikið upp úr útstillingum í gluggum og hversu lokkandi það getur verið að sjá eitthvað fallegt í glugganum. Þú ferð jafnvel inn í búðina vegna vöru sem þú sást úti í glugganum,“ segir Sirrý og blaðakona samsinnir þessu hjá henni og rifjar upp til dæmis gluggana á Strikinu í Köben sem fólk stoppar við til að virða fyrir sér. Þar er allt svo vel framsett. Þetta skiptir máli.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Skeiðarnar rokseldust Leikskólinn Garðasel – leikskólakennari Skrifstofa fjármála – deildarstjóri reikningshalds Fræðslusvið – sálfræðingur Leikskólinn Garðasel – matráður Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

„Í Stapafelli þegar ég stillti þar upp í glugga á sínum tíma þá man ég eftir desertskeiðum sem ekkert seldust fyrr en ég stillti upp fallegu jólaborði í glugganum, skreytti það og notaði þessar skeiðar, stillti þeim upp við hlið matardiskana og þær fóru að rokseljast. Konur komu inn í búðina og báðu um þessar skeiðar sem voru úti í glugganum. Þarna sá maður svo vel sölumátt framsetningar vörunnar í gluggum og verslunum. Það er hægt að gera svo miklu meira þegar verslun er með glugga eða rými til að stilla upp vörum sínum og fær fagmanneskju til að hjálpa sér. Salan getur aukist. Þetta er ljóslifandi dæmi um hvað útstilling getur gert fyrir vöruna sem þú ert að selja,“ segir Sirrý.

Finnst gaman að skapa

Það heyrist á öllu að Sirrý er smekkmanneskja, mjög fær í höndunum og hefur gott auga fyrir hlutunum en er hún ekki einnig lærður handavinnukennari? „Jú, ég lærði handavinnukennarann á sínum tíma, eitthvað sem heitir í dag textílmennt, og kenndi handavinnu í nokkur ár. Sú menntun hefur breyst mikið. Þegar ég var að kenna þá lærðu börn að prjóna, hekla, sauma út og sauma fatnað í saumavél en nú er þetta í miklu minna mæli þar sem kennslustundum í verklegum greinum hefur fækkað svo að það er ekki eins mikill tími til að kenna börnunum flókið og krefjandi handverk. Ég man þegar ég var tólf ára þá bjó ég til borðrenning, löber, sem ég saumaði út með harðangur og klaustri. Þennan dúk er ég með á borði uppi í sumarbústað og horfi stundum á hann og get ekki alveg ímyndað mér að tólf ára barn gæti þetta í dag en auðvitað vorum við þjálfuð upp í því að gera svona á þeim tíma. Það er hægt að kenna börnum allt mögulegt. Ég prjóna mikið í dag,

hekla og sauma og hef því alltaf eitthvað fyrir stafni, sit aldrei auðum höndum. Svo smíða ég í bústaðnum ásamt eiginmanninum en þar er allt meira og minna smíðað af okkur hjónum. Ég hef gaman af því að smíða og smíðaði til dæmis trégirðinguna utan um jólasveinalandið, sem var létt verk. Í útstillingunum þarf maður nefnilega að geta gert nánast allt sjálfur. Svo spila ég golf í frístundum og hef gaman af því,“ segir Sirrý en eiginmanninn, sem smíðar með henni, þekkja sjálfsagt margir en hann heitir Jón Björn og er tannlæknir í Keflavík.

Föndrar með barnabörnunum „Þegar ég búin að stilla upp jólalandinu hér fyrir Nettó, rétt áður en aðventan hefst, þá byrja ég að undirbúa jólin heima hjá mér. Nú byrja

ég að búa til jólakortin sem ég sendi vinum og vandamönnum en þau eru um 90 talsins, hefur eitthvað fækkað en samt ekkert mjög. Mér finnst það skapa jólastemningu hjá mér að búa til jólakortin sjálf og hef alltaf gert. Ég nota til dæmis jólakortin frá árinu áður og bý til ný kort úr þeim eða nota alls konar efni sem ég á bæði pappír, tuskur, tölur og alls konar glingur. Það er gaman að endurvinna og sjá hvað verður úr þeirri sköpun, ekkert jólakort eins. Ég var einu sinni með námskeið heima hjá okkur, í bílskúrnum, þar sem ég kenndi fólki að búa til ný kort úr gömlum og jólamerkimiða. Núna eru það barnabörnin sem koma til ömmu að búa til jólakort og föndra, svo útbúum við jól í skókassa í nóvember. Þá tölum við um að það sé í lagi að gefa dót sem þau ekki nota lengur, ég kenni þeim að vera örlát. Þau fara í gegnum dótið sitt heima og koma með dót sem þau vilja senda börnum úti í heimi sem eiga ekkert. Við eigum saman góðar stundir í kringum þetta hjá okkur, ég og þau.“

Kyrrð og friður um jól

„Vafstrið í kringum jól finnst mér skemmtilegt. Ég hugsa þá til bernskujólanna þegar ég var að alast upp í Hafnarfirði, rétt hjá nunnuklaustrinu. Þegar mamma var að útbúa matinn á aðfangadag kom afi og fór með okkur í kirkju. Ég hef verið svona tíu ára þegar við vinkonurnar fórum að stunda messu hjá nunnunum í klaustrinu á aðfangadagskvöld en þar var kvöldmessa klukkan tíu. Ég man hvað það var mikill hátíðleiki hjá þeim þetta kvöld, það var þessi kyrrð og ró. Við stelpurnar skildum ekkert af því sem sagt var en það var bara svo fallegt að sitja þarna í litlu kapellunni þeirra og finna jólaandann svífa yfir vötnum,“ segir Sirrý og bætir við: „Þetta einfalda líf er svo fallegt og ég sæki meira í það með árunum. Ég fer á jólatónleika þar sem ég á von á þessari kyrrð og ró, til dæmis í Dómkirkjunni í Reykjavík um sexleytið á Þorláksmessu sem er einstaklega jólaleg kirkjustund. Þá er kirkjan oft lýst upp með kertaljósum og nokkrir strengjahljóðfæraleikarar, jafnvel nokkrar söngraddir, sem sjá um tónlistina í rökkrinu. Svona tónleika myndi ég vilja fara á í Keflavíkurkirkju á Þorláksmessu, það væri yndislegt að upplifa þessa tónleikakyrrð þar í þeirri fallegu umgjörð kirkjunnar.“


Farþegaafgreiðsla Icelandair á Keflavíkurflugvelli

Icelandair passenger service at Keflavík International Airport

Icelandair leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytilegt starf við þjónustu og afgreiðslu flugfarþega á Keflavíkurflugvelli.

Icelandair is seeking passionate individuals for the diverse role of passenger service at Keflavík International Airport.

Mikil áhersla er lögð á þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum til að tryggja jákvæða upplifun farþega.

We place great emphasis on strong customer service and good communication skills to guarantee our passengers a welcoming and positive experience.

Ráðningartími getur verið frá febrúar/mars og fram í október.

The employment period is from February/March into October.

Starfssvið ■ Innritun farþega ■ Byrðing og móttaka flugvéla ásamt annarri þjónustu ■ Almenn þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina ■ Önnur tilfallandi verkefni ■ Unnið er á vöktum

Job details ■ Passenger check-in ■ Boarding and de-boarding of aircraft along with other services ■ Providing general service and information to passengers ■ Other duties as requested ■ The work is shift-based

Hæfnikröfur ■ Stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði ■ Áhugi og reynsla af þjónustustörfum er mikilvæg ■ Mjög góð enskukunnátta er skilyrði ■ Þriðja tungumál er kostur ■ Góð tölvukunnátta ■ Almenn ökuréttindi ■ 19 ára lágmarksaldur

Qualifications ■ High school diploma preferred ■ Experience and interest in the service industry are important ■ Full proficiency in English, verbal Icelandic is preferable ■ A third language is desirable ■ Good computer skills ■ Driver’s licence ■ Applicants must be at least 19 years old

Þeir sem valdir verða úr hópi umsækjenda þurfa að sækja undirbúningsnámskeið og hafa hreint sakavottorð.

Applicants chosen for the role will have to complete a job training seminar and must have a clean criminal record.

Nánari upplýsingar veita: Sólveig Steinunn Bjarnadóttir, deildarstjóri, solveigb@icelandair.is Svala Guðjónsdóttir, mannauðsstjóri, svala@icelandair.is

For further information please contact: Sólveig Steinunn Bjarnadóttir, Manager, solveigb@icelandair.is Svala Guðjónsdóttir, HR Manager, svala@icelandair.is

Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á career.icelandair.is eigi síðar en 5. janúar 2020.

Please submit application and CV at career.icelandair.is no later than January 5th, 2020.


14

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

n Fallega skreytt jólatré í Aragerði. Leikskólabörn tóku þátt í að skreyta tréð. n Séð yfir stærsta salinn í húsinu þar sem hið eiginlega áhaldahús verður.

n Þjónustumiðstöðin og nánasta umhverfi hennar sé

Ný þjónustumiðstö gjörbylting fyrir sv n Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju söng jólalög.

Jólatré úr Skorradal baðað jólaljósum í Aragerði í Vogum Íbúar í Vogum fengu sitt bæjarjólatré úr Skorradal. Jólaljósin á því voru tendruð í Aragerði á fyrsta sunnudegi í aðventu, síðastliðinn sunnudag. Þrátt fyrir slagveðursrigningu þá létu yngstu bæjarbúarnir sig ekki vanta á svæðið þegar ljósin voru kveikt, því jólasveinn hafði boðað komu sína á svæðið. Hann mætti með fullan poka af mandarínum og fengu allir sem vildu.

Ný þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga var vígð við formlega athöfn á fullveldisdaginn sl. sunnudag. Þjónustumiðstöðin er tæplega 436 fermetra stálgrindarhús með 126 fermetra millilofti. Húsið stendur við Iðndal 4 í Vogum, í næsta húsi við bæjarskrifstofurnar. Lóðin undir þjónustumiðstöðina hafði lengi staðið auð en þar var fyrir sökkull sem aldrei hafði verið byggt á. Aðalverktaki við bygginguna var Sparri ehf. í Reykjanesbæ en Tækniþjónusta SÁ ehf. í Reykjanesbæ hannaði mannvirkið og hafði eftirlit með framkvæmdinni. Húsið mun uppfylla þarfir umhverfisdeildar sveitarfélagsins með öllum þeim tólum, tækjum og búnaði sem þeirri starfsemi fylgir. SÉRHÖNNUÐ BYGGING FYRIR UMHVERFISDEILD Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum,

segir að nýja þjónustumiðstöðin sé gjörbylting fyrir sveitarfélagið en byggingin sé sérhönnuð fyrir um-

Dagskráin við tréð var stutt. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju söng jólalög og flutt var stutt jólasaga. Þá sáu tvær ungar hnátur, Máney Kamilla og Hulda Ieva, um það að kveikja ljósin á jólatrénu sem tekur sig vel út baðað jólaljósum. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi myndum við þetta tækifæri.

hverfisdeildina. Í húsinu eru þrír salir. Einn er hugsaður fyrir það sem almennt er kallað áhaldahús sveitarfélags. Einn salur er hugsaður til viðhalds og þrifa á tækjum og þá er þriðji salurinn slökkvistöð fyrir Brunavarnir Suðurnesja. Þar er nú varanlega staðsettur léttur slökkvibíll sem áður þjónaði á slökkvistöðinni í Reykjanesbæ. Staðsetning bílsins í Vogum mun stytta til muna viðbragð slökkviliðs í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Nú er verið að fá inn mannskap í Vogum til að sjá um fyrstu viðbrögð ef brunaútkall berst úr Vogum eða af Vatnsleysuströnd. Stefnt er að því að fá inn átta einstaklinga úr sveitarfélaginu sem munu hljóta viðeigandi þjálfun í slökkvistörfum. Í nýju þjónustumiðstöðinni er einnig góð starfsmannaaðstaða fyrir þá fjóra starfsmenn umhverfisdeildar sveitarfélagsins. Þá er einnig aðstaða vinnuskóla sveitarfélagsins í húsinu. Á millilofti er svo góð aðstaða til

n Gestir við opnun þjónustumiðstöðvarinnar.

n Máney Kamilla og Hulda Ieva kveiktu ljósin á trénu.

n Fulltrúar Brunavarna Suðurnesja við slökkvibílinn sem verður varanlega staðsettur í Vogum.

n Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar og Arnar Jónsson aðalverktaki frá Sparra ehf. við vígslu hússins.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Café

15

Komdu í kaffi

éð úr flygildi Víkurfrétta. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi

öð í Vogum er veitarfélagið geymslu á árstíðabundnum búnaði. Við nýju þjónustumiðstöðina er góð afgirt lóð þar sem eru einnig yfirbyggðar geymslur fyrir bæði salt og sand sem notað er til hálkueyðingarog varna. Þá er við húsið aðstaða til bílaþvottar, sem verður opin yfir sumarmánuðina. SPARRI VANN VERKIÐ FYRIR 98% AF KOSTNAÐARÁÆTLUN Eins og fyrr segir var Sparri ehf. aðalverktaki við byggingu hússins. Verktakinn vann verkið fyrir um 98% af kostnaðaráætlun eða um 135 millj-

ónir króna. Arnar Jónsson frá Sparra ehf. afhenti svo Vigni Friðbjörnssyni, forstöðumanni umhverfis og eigna, mannvirkið og féllust þeir í faðma við það tækifæri við lófaklapp gesta. Fjallað er um þjónustumiðstöðina í Suðurnesjamagasíni í þessari viku og þar er rætt við Ásgeir Eiríksson bæjarstjóra og Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, sem fagnaði sérstaklega þeim áfanga að loks er búið að setja upp varanlega aðstöðu fyrir slökkvilið í Vogum en hugmyndin er orðin a.m.k. 35 ára gömul.

REYKJANESBÆ KROSSMÓA 4

koma út 12. og 19. desember. Verið tímanlega með auglýsingar!

JÓ L ATÓN LE IKAR

7. des. Tjarnarsalurinn – Vogar 12. des. Keflavíkurkirkja – Reykjanesbær

Miðasala inn á tix.is/jolatonleikar og við innganginn Miðaverð aðeins 4.990 kr.


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Glíma Daða við gredduna Ný bók eftir kynfræðinginn Siggu Dögg

Daði er nýjasta afkvæmi Siggu Daggar kynfræðings. Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mótsagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar um land allt undanfarin tíu ár. Daði er sjálfstætt framhald bókarinnar kynVeru sem kom út árið 2018. VIÐTAL

Það er algengt að nota dæmisögur í kynfræðslu en í bókinni um Daða er það form tekið lengra. „Hér tvinnar höfundur saman raunveruleika íslenskra drengja og kynfræðslu í eina sögu þar sem lesandinn nær að spegla sig í persónunum en einnig að fræðast um tilfinningar, samskipti, kynhneigð og eigin kynveru,“ segir í kynningu á bókinni. Sólborg Guðbrandsdóttir ræddi við Siggu Dögg um Daða.

Hver er Daði? Daði er gaur sem við kynnumst í fyrstu bókinni sem heitir kynVera. Daði er sjálfstætt framhald af henni. Daði er svona draumagaurinn hennar Veru. Hún er æðislega skotin í honum. Hann er svolítill spaði, hann spilar svolítinn töffara og er flott týpa og hann er reynslumeiri. Vera kemur inn í þetta og veit ekki neitt. En svo enda hlutirnir ekkert voða vel á milli Daða og Veru og núna í Daða, þá eru fimm mánuðir liðnir frá því að allt fór í háaloft hjá þeim og Daði er bara svolítið krumpaður. Hann er í ástarsorg, á erfitt með að ná honum upp, hann á kærustu og hann hefur ekki einu sinni viljað fróa sér því hann er svo miður sín. Þannig að hann á hérna nýja kærustu og er að reyna að keyra allt í gang og átta sig á lífinu og tilverunni. Vinur hans, sem spilar sig líka sem algjöran spaða er líka allt í einu í ástarsorg og þeir tveir eru að reyna að finna út úr þessu, hvernig það sé að vera gaur í þessum aðstæðum og hvað þeir megi ræða án þess að fara yfir mörkin hjá hvorum öðrum og hvernig þeir megi ræða það. Við erum svolítið í samtölum og upplifunum og það er svolítið Daði, hann að reyna að sætta sig við sjálfan sig, skilja sjálfan sig og að reyna að halda áfram. Fyrir hverja er þessi bók skrifuð? Er hún aðallega fyrir unga stráka? Þetta er unglingamiðuð bók þannig að hún er hugsuð fyrir ungt fólk. Ég held samt að það hafi allir gott af því að lesa hana. Hún er hugsuð þvert á kyn og kynhneigð því hún er bara um það að vera manneskja og elska og að reyna að finna einhvern til að elska mann til baka. Ég held það sé samt gott að setja þetta í þennan strákabúning. Það

er mikilvægt að hafa Daða sem gaur því það er önnur menning þar. Það er annað sem birtist þeim og það eru aðrar kröfur og áherslur. Ég vil náttúrlega að fólk lesi báðar bækurnar. Þegar ég gaf út kynVeru þá hélt fólk að hún væri stelpubók fyrir stelpur af því hún fjallaði um stelpu. En hún fjallar bara um það sjónarhorn. Þetta fjallar bara um samskipti, ástina og kynlíf. Það á við um alla. Mér finnst þær svolítið góðar saman. Þannig að stelpur geta líka lært eitthvað af þessari bók, Daða? Já og ég held það sé bara nauðsynlegt að setja sig inn í þessar upplifanir með typpin og þeirra menningu sem maður stendur oft fyrir utan og skilur ekki alveg. Þarna færðu svolítið að fara inn í hausinn á þeim. Bókin byggir á nafnlausum spurningum sem ég hef fengið í kynfræðslu og samræðum sem ég hef átt við stráka og bara strákana í kringum mig. Ég kafa mjög djúpt í heim karlmanna því þeir eru bara allt um kring, ég er með þá stöðugt í fræðslu og ég vildi að það myndi endurspeglast í bókinni. Hverjar eru algengustu spurningarnar sem þú færð frá ungum strákum í kynfræðslu? Þeir spyrja öðruvísi en stelpurnar. Þeir spyrja hvort það sé hægt að ofrunka sér, hvort að of mikill unaður sé hættulegur og þeim finnst gaman að vita um takmarkanir líkamans, jafnvel um einhverja kynlífstækni og eitthvað sem er skrýtið eða afbrigðilegt. Þeir elska svoleiðis. Stelpurnar eru meira að spyrja um sársauka og óþægindi og skilja ekki alveg allt

þetta sjálfsfróunartal í strákunum. Það þarf ekki að vera svona mikil gjá á milli þeirra. Við verðum að reyna að búa þetta bil. Þú ert á fullu þessa dagana að lesa upp úr bókinni þinni fyrir fólk. Hvernig hefur það gengið og hvernig eru viðtökurnar? Það hefur gengið svakalega vel. Fólk er mikið að velta því fyrir sér hvort það virki að lesa fyrir unglinga en mín reynsla er sú að það verður bara grafarþögn, það má heyra saumnál detta og þau jafnvel halda niðri í sér andanum. Svo eru þau jafnvel farin að halda með sögupersónunum. Það er ótrúlega gaman að þau nái að tengjast inn í þetta. Mér finnst fólk mjög jákvætt og foreldrar eru oft að rifja upp hluti sem þeir upplifðu á sínum unglingsárum en voru búnir að gleyma. Það er líka ógeðslega gaman að lesa fyrir fullorðna því þeir skríkja og hlæja. Það brýtur líka ísinn fyrir þau að leyfa þeim að slaka á. Hvernig vandamál situr Daði upp með? Elsku Daði okkar lendir í því í samförum að litla reðurhaftið aftan á kóngnum slitnar og það kemur blóð út um allt og hann skilur ekkert hvað er í gangi. Svo er hann svolítið seinn sem unglingur að framleiða sæði. Hann er svona seinastur í vinahópnum og það er svolítið vandræðalegt. Svo er typpið hans ekkert rosalega stórt. Hann væri alveg til í að hafa það aðeins stærra og þegar kærastan mælir það og segir: „Þú ert meðalmaður í miðjunni á meðaltalinu,“ þá líður honum ekkert rosalega vel í hjartanu með það. Hann er svolítið vandræðalegur með að nálgast það hvað hann eigi að gera og kunna. Hann lendir til dæmis í því að stelpa fer

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

yfir hans mörk. Hann greinist með klamydíu og mamma hans opnar bréfið og tekur á móti honum úr skólanum. Það er til dæmis eitthvað sem kemur úr mínum unglingsárum. Ég átti vinkonu og mamma hennar beið eftir henni þegar hún kom heim úr skólanum og sat með bréfið. Ég man svo vel eftir þessu. Daði, elsku karlinn okkar, lendir í ýmsum uppákomum sem margir hafa lent í og eru ofboðslega algengar. Ég læt hann lenda í alls konar. Daði spilar sig eins og hann hafi verið með ógeðslega mörgum píum og viti allt og kunni allt í þessari karlmennskumenningu. Passar þessi bók vel í jólapakkann? kynVera var náttúrlega jólabókin í fyrra. Ég vona að þetta verði jólabókin í ár. Mér finnst þetta frábær leið til að eyða jóladegi í kósý með heitt súkkulaði að lesa. Ég er búin að fá svo mörg skilaboð frá ungu fólki sem segja hana hafa hreyft svo við sér, því það hefur ekki verið neitt svona. Þau vilja fá að fræðast meira. Við þurfum að dýpka umræðuna og nýta öll verkfæri sem til eru til að koma skilaboðunum áfram og breyta þannig menningunni, því hún er ekki alveg að virka fyrir okkur. Hvað er um að vera hjá þér fram að jólum? Skólar detta í upplestrargírinn í kringum jólin. Ég verð með bókina út um allt að lesa upp. Ég verð mest í því og vinnustaðaskemmtunum. Hvar er hægt að nálgast bókina? Í öllum verslunum Eymundsson og svo er hægt að panta hana hjá mér.


Aðventugleði 5. desember Reykjanesbær Opið til kl. 21

20% afsláttur af húð- og snyrtivörum, ilmum, gjafavöru og sokkabuxum 25% afsláttur af Ivy Bears hárvítamínum 30% afsláttur af Sothys

Kynningar

Krossmóar 4

260 Reykjanesbæ

421 6565


18

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

Augnablik gleður marga bæjarbúa Augnablik er sérlega vinsæl rás í sjónvarpi sem aðeins áskrifendur Kapalvæðingar í Reykjanesbæ geta séð. Heyrst hefur af gömlum Keflvíkingum og Njarðvíkingum, íbúum bæjarins, sem sitja límdir við skjáinn á meðan þeir horfa á persónulegar myndir úr myndaalbúmi á rásinni og rifja upp í leiðinni fyrri tíma í bæjarfélaginu, einnig hafa þeir hjá Kapalvæðingu verið með myndbönd frá Viðari Oddgeirs heitnum og Guðmundi í Garði, Steinboga, til sýningar svo eitthvað fleira sé nefnt. Stundum er helgarþema, til dæmis Kanasjónvarpið eins og það var en þá fá áhorfendur að sjá gamla þætti eins og Bonanza eða Combat og fleiri þætti. Suðurnesja­ magasín Víkurfrétta, nýjasti þátturinn rúllar einnig á Augnabliki viku í senn.

Fjarskiptafyrirtæki í Reykjanesbæ sem keppir við risana

„Kapalvæðing er lítið svæðisbundið

fjarskiptafyrirtæki, líkt og Vodafone, Síminn og Nova svo eitthvað sé nefnt en bara miklu minna í sniðum og miklu persónulegra fyrir vikið. Hingað geturðu komið til að kaupa áskrift að interneti og sjónvarpi og við þjónustum þig frá A til Ö. Við erum samt ekki í símadæminu, erum eingöngu með sjónvarp og internet sem við sendum út um ljósleiðara og Coax-tengingar

innan bæjarmarka. Við höfum verið að leggja kapla í 25 ár. Reykjanesbær hefur til dæmis verið að leigja aðgang að ljósleiðaranum okkar í mörg ár. Á sínum tíma keyptum við kapalkerfið af Kadeco á Vellinum, eða Ásbrú eins og það heitir í dag, við vorum að hugsa til framtíðar og lögðum ljósleiðara í það kerfi sem allir íbúar að Ásbrú hafa nú aðgang að og geta fengið þjónustu

Fjölskylda mín var með þeim fyrstu sem fékk svart/hvítt sjónvarp eða í kringum 1960. Tækið var auðvitað keypt á Vellinum og smyglað út en þetta gerðu margir ...

Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör aðalstjórnar samkvæmt B-lið laga um stjórnarkjör og stjórn sjómannadeildar, ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra samkvæmt lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasta lagi klukkan 16:00 föstudaginn 13. desember 2019. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi.

okkar. Við erum einnig búnir að leggja ljósleiðara í mörg hverfi í Reykjanesbæ og ætlum okkur að veita okkar bestu gæði og þjónustu. Við höfum einnig haft mikinn áhuga að bæta inn jarðarförum og brúðkaupum og einnig barnamessu og guðsþjónustu en eigum bara eftir að klára þau mál,“ segir hann.

Augnablik tengir fólk saman

„Við erum með mjög vinsæla sjónvarpsrás sem sumir kalla bæjarrásina eða Víkurfréttarás því Kapalvæðing og Víkurfréttir voru með þessa rás á sínum tíma. Þarna erum við að sýna gömul myndaalbúm frá bæjarbúum og tímasetjum ljósmyndirnar nógu lengi þannig að fólk geti horft vel á alla myndina. Gamlir Keflvíkingar og Njarðvíkingar hafa gaman af þessu og við skreytum þessar gömlu myndir með viðeigandi sígildum íslenskum dægurlögum. Það passar svo vel við tíðarandann í ljósmyndunum. Gamlar ljósmyndir vekja upp góðar minningar

VIÐTAL

Við settumst niður með Erlingi Bjarnasyni, rekstrarstjóra Kapalvæðingar við Hafnargötu í Keflavík, spurðum hann út í sérstöðu fyrirtækisins og hvaða þýðingu hún hefur fyrir bæjarbúa Reykjanesbæjar.

Erlingur Bjarnason er rekstrarstjóri Kapalvæðingar.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

og stundum fæ ég hringingar frá fólki úti í bæ sem spyr hvort það sé ekki að fara koma nýtt myndaalbúm. Við erum með samning við Byggðasafnið og höfum fengið myndir þaðan til sýninga á Augnablik og að auki fengið fullt af myndaalbúmum sem bæjarbúar hafa gefið okkur. Þá höfum við einnig fengið gefins úr dánarbúum, þetta er endalaust myndefni. Það má því segja að Augnablik sé rás sem tengir fólk saman,“ segir Elli Bjarna en það er hann oftast kallaður og segir okkur næst frá þemahelgunum sem Augnablik býður upp á.

Rifjum upp Kanasjónvarpið

„Á veturna erum við oft með þemahelgar og þá sýnum við gamlar, klassískar bíómyndir eða þætti úr Kanasjónvarpinu, sem margir kannast við frá því að AFRTS sjónvarpsstöðin var og hét og jafnvel fréttatíma frá herstöðinni sem var á Vellinum. Nokkrir vinsælir þættir fara þá í loftið eins og Bonanza, Lost in Space, Combat, Voyage to the Bottom of the Sea. Ég á meira að segja gömlu stillimyndina úr Kanasjónvarpinu. En í desember erum við með skemmtilegt jólaþema.“

Krakkar á glugganum okkar

Þeir sem aldir eru upp í Keflavík og Njarðvík muna vel eftir Kanaútvarpinu og -sjónvarpinu. Þá var hægt að horfa á sjónvarp sem byrjaði útsendingar á daginn sem var kannski ekkert allt of vinsælt fyrir foreldra keflvískra barna sem áttu að fara að læra strax eftir

Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Kjörstjórn VSFK og nágrennis

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Kapalvæðing er fyrirtæki sem starfar aðeins í Reykjanesbæ og á í samkeppni við stóru fjarskiptafyrirtækin en segist geta boðið betur og vera með persónulegri þjónustu en þau ... skóla. Langflestir íbúar Suðurnesja náðu að horfa á þetta sjónvarp frá Könunum og seinna gat höfuðborgarsvæðið einnig horft á það en svo var því lokað vegna vondra, erlendra áhrifa á íslenska tungu og þjóð. Þannig var forsjárhyggja yfirvalda í þá daga. Elli Bjarna er alinn upp í Keflavík og rifjar lítillega upp lífið í bænum fyrr á árum. „Fjölskylda mín var með þeim fyrstu sem fékk svart/hvítt sjónvarp eða í kringum 1960. Tækið var auðvitað keypt á Vellinum og smyglað út en þetta gerðu margir. Ég man að við þurftum að hafa straumbreyti við tækið því það var ekki sama rafmagn hér niður frá og á Vellinum. Þegar við kveiktum á sjónvarpinu í stofunni og settumst við tækið, þá voru einhverjir krakkar mættir á gluggana til að horfa á með okkur. Ég man eitt sinn þegar það voru tveir á glugganum og pabbi spurði hver væri á glugganum og þá hlupu þeir burt. Við vorum með þeim fyrstu sem fengum sjónvarp og það var sett loftnet á stromp hússins en það gaf til kynna að þarna innandyra væri sjónvarp. Fólk var almennt ekki með loftnet. Kaninn var með morgunsjónvarp um helgar, teiknimyndir sem gaman var að horfa á sem krakki. Lífið í bænum okkar var

19

allt öðruvísi á þessum árum. Ég man að ég fékk stundum að fara upp á Völl en báðir foreldrar mínir unnu á Vellinum hjá Kananum. Þá fór maður í sælgætissjálfsala sem voru úti um allt upp frá og notaði íslenskan fimm aur því hann var af sömu stærð og 25 cent sem þurfti í sjálfsalann. Það var svo mikið úrval af nammi hjá Kananum á þeim tíma sem var ekki hjá okkur, ekkert nema örfáar tegundir af sælgæti á Íslandi og yfirleitt íslensk framleiðsla,“ segir Elli og brosir þegar hann rifjar upp skemmtilegar minningar.

Hagstæð áskrift og góð þjónusta

Kapalvæðing er fyrirtæki sem starfar aðeins í Reykjanesbæ og á í samkeppni við stóru fjarskiptafyrirtækin en segist geta boðið betur og vera með persónulegri þjónustu en þau. „Við erum með allar íslenskar stöðvar í bestu gæðum, erum með alla flóruna, fullt af efni í pakkanum frá okkur sem við bjóðum fólki á mun lægra verði. Bíómyndarásir, til dæmis gamlar, klassískar bíómyndir. Kapalvæðing er Suðurnesjafyrirtæki og við erum búnir að vera til í um 30 ár en Viðar Oddgeirsson, heitinn, startaði þessu. Við erum að keppa um sömu viðskiptavini og Nova, Síminn og Vodafone en erum með mjög gott verð á áskriftarpökkum okkar. Við gerum sérstaklega vel við eldri borgara, leggjum metnað okkar í það. Við fáum stundum að heyra frá fólki sem leggst inn á spítalann í Keflavík hvað þeir höfðu gaman af Augnablikrásinni okkar. Fólk er einnig ánægt með þjónustu okkar og þannig viljum við hafa það. Bara velkomið að líta við og athuga hvað við getum gert fyrir ykkur. Ég kalla einnig eftir sjálfboðaliðum, einhverjum sem er kominn á eftirlaun, til að hjálpa okkur að skanna myndir inn í kerfið sem við megum nota og sýna. Það er auðvelt að læra þetta. Það eru svo margir sem hafa gaman af Augnablik og mig vantar hendur til að hjálpa mér að koma fleiri gömlum ljósmyndum inn. Við köllum eftir einhverjum sem vill vinna með okkur í þessu, það væri ofboðslega gaman,“ segir Elli að lokum.

Velkomin í jólaboð á vinnustofu minni á Mánagötu 1 í Reykjanesbæ 7.–8. desember. Opnum kl. 15. Anton Helgi Jónsson flytur okkur ljóð kl. 17 og Fríða Dís syngur nýtt efni kl. 18. Léttar veitingar. Opið sunnudag kl. 15 til 18.

Við erum við gamla aðalhliðið við Ásbrú. Komdu og skoðaðu úrvalið!

Nizzan Micra

árg. 2015, ekinn 102 þús., beinsk.

Verð 590.000 kr.

Mitsubishi Outlander

árg. 2016, bensín, sjálfskiptur, ekinn 163 þús. km.

Suzuki Swift

Tilboð: 1.890.000 kr.

Bíll vikunnar

árg. 2017, ekinn 92 þús.

Verð 1.290.000 kr.

Toyota Yaris

Renault Kangoo

Hyundai i 20

Verð 1.390.000

Verð 1.490.000 kr.

Tilboð 390.000 kr.

árg. 2017, ekinn 50 þús.

Vantar þig sendibíl?

árg. 2016, lengri týpan, ekinn 80 þús.

sendibillinn.is

árg 2010, ekinn 124 þús.

við gamla aðalhliðið á Ásbrú

sími 421 5444


20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Fallega upplýst jólatré lífga upp á skammdegið í Suðurnesjabæ Tvö fallega upplýst jólatré lífga nú upp á skammdegið og prýða sinn hvorn byggðakjarnann í Suðurnesjabæ. Íbúar í Garði fjölmenntu síðasta sunnudag á túnið við ráðhús Suðurnesjabæjar í Garði þar sem jólaljósin voru kveikt kl. 17 og svo klukkustund síðar voru ljósin kveikt á trénu í Sandgerði sem stendur við íþróttamiðstöðina og skólann. Í Garði söng barnakór undir stjórn Freydísar Kneifar, Skjóða og jólasveinar kíktu í heimsókn og glöddu

börnin með leik, góðgæti og söng. Þá voru kakó og piparkökur í boði. Barnakór Sandgerðisskóla söng undir

stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur og við undirleik Sigurgeirs Sigmundssonar þegar kveikt var á jólatrénu í Sandgerði. Þangað mættu einig Skjóða og jólasveinar og kakó og piparkökur voru í boði til að ylja sér á í kuldanum. Ljósmyndari Víkurfrétta var við athöfnina í Sandgerði og tók meðfylgjandi myndir.

Við erum flutt. Skrifstofur okkar eru fluttar frá Hafnargötu 51-55 yfir í glæsilegt húsnæði að Krossmóa 4a. Verið velkomin.

L Ö G F R Æ Ð I S T O FA S U Ð U R N E S JA LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA SÍÐAN 1960

Motus I Pacta lögmenn I Lögfræðistofa Suðurnesja I Krossmóa 4a I 260 Reykjanesbæ I Sími 440 7000


Vertu í hópi ánægðustu viðskiptavina í bankaþjónustu á Íslandi* og sæktu nýja Íslandsbankaappið á islandsbanki.is/app

* samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni

Nýtt Íslandsbankaapp Með nýja Íslandsbankaappinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu hvar og hvenær sem er á einum stað á einfaldan og öruggan hátt. Í appinu getur þú greitt reikninga, dreift greiðslum, séð allt um kortin þín, sótt um lán, stofnað sparnað, nálgast rafræn skjöl og margt fleira.


22

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Jólaljósin tendruð í Grindavík Ljósin á jólatré Grindavíkurbæjar voru tendruð á föstudaginn á torginu fyrir framan Íþróttamiðstöðina. Nemendur úr Tónlistarskóla Grindavíkur sungu í anddyri hússins og tveir hressir jólasveinar komu í heimsókn og sprelluðu í börnunum. Þá bauð Unglingadeildin Hafbjörg gestum upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og fangaði stemmninguna í nokkrar ljósmyndir.

!! pru

fur !!

Náms- og starfsráðgjafi Við Grunnskóla Grindavíkur er laus staða náms- og starfsráðgjafa Umsóknarfrestur er til 10. desember 2019 en ráðið er í stöðuna frá áramótum.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með 530 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn. Við leitum að einstaklingi með réttindi til að starfa sem námsog starfsráðgjafi. Umsækjendur þurfa að vera metnaðarfullir og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, vera sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. Skólinn vinnur í anda Uppeldi til ábyrgðar.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200.

Leikfélag Keflavíkur setur upp geysivinsæla barnasöngleikinn Benedikt Búálf í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Prufur verða laugardaginn 7. desember í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17. Klukkan 11:00 - Stelpur 15 ára og eldri (fæddar 2004 eða fyrr) Klukkan 12:00 - Strákar 15 ára og eldri (fæddir 2004 eða fyrr) Biðjum fólk um að mæta í þæginlegum fatnaði og undirbúa eitt lag úr söngleiknum til að syngja. Hægt er að nálgast lögin á spotify. Undirspil og lagatextar verða á staðnum.


d l ö v k ý ós

K

ð o b l i t ð e m ð i v m u ð r e v r . e 2 b 2 . m l e k s l e i t d . ð i 5 p n o n i – g a m d Fimmtu m og á veitingastöðu . r a g n i t i u e n v r a t t é l í verslu g o Góð tilboð ! g i þ á j s Láttu SJÓBÚÐ

SEA & SALT WORKSHOP


24

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

JÓLALJÓSIÐ KEMUR MEÐ KERTALOGA Uppistaðan í uppskriftum systranna er íslenskt grænmeti, hollustan gat ekki verið meiri en þetta var á þeim tímum sem skordýraeitri var ekki úðað á ræktunina ...

sem orðið hafa að sönglögum, verið hluti af verkum hjá Norrænu tónskáldi. Dóttir mín er sópransöngkona og býr í Danmörku, hún hefur einmitt flutt textana mína á íslensku við lög sem samin hafa verið, við hrifningu þeirra sem hlusta,“ segir Kristrún, kona sem lætur lítið yfir sér en hefur greinilega margar fjaðrir til að skreyta hattinn sinn. Vel gert.

Kristrún Guðmundsdóttir með nýútkomna bók, Uppskriftir stríðsáranna.

Barnabarn Einars Sveinssonar fiskverkanda

„Ég fæddist árið 1953 og er dóttir hjónanna Esterar Einarsdóttur og Guðmundar Lúðvíkssonar, ólst upp á Melteigi 23 í Keflavík. Ég kem af stórri fjölskyldu, börnin voru mörg og héldu hópinn. Afi minn var Einar Sveinsson, saltfiskverkandi. Maður sem allir þekktu á þeim tíma og ef maður sagðist vera barnabarn hans þá var manni treyst til góðra verka. Sextán ára fer ég að heiman í menntaskóla til Reykjavíkur og kennaranám. Eftir það bjuggum við Þórhallur í

Reykjavík en svo áttum við heima í mörg ár í Noregi. Þar lærðum við og erum með mjög góð tengsl þangað. Þórhallur lærði tréskurð og er enn með annan fótinn í Noregi, hann starfar þar að endurbyggingum gamalla húsa í Sogni. Þetta eru dæmigerð gömul, norsk timburhús sem eru öll útskorin. Hann og vinur hans endurbyggja þessi gömlu hús eins og þau voru og hafa fengið norsk konungleg verðlaun fyrir vikið,“ segir Kristrún, greinilega stolt af sínum manni, enda ekki á hverjum degi sem Íslendingur hlýtur norsk konungleg verðlaun.

Marta Eiríksdóttir

VIÐTAL

Það kom mér á óvart þegar ég settist niður, í sakleysi mínu, með Kristrúnu Guðmundsdóttur, skáldkonu og íslenskukennara, hvað hún er búin að gefa út margar bækur og meira að segja fá viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Merkileg kona sem fer ekki hátt. Nú var hún að gefa út tíundu bókina sína ásamt Önnu Dóru Antonsdóttur, vinkonu sinni, mjög óvenjulega matreiðslubók sem byggir á uppskriftum stríðsáranna. Kristrún flutti ásamt eiginmanni, Þórhalli Hólmgeirssyni, heim til Keflavíkur eftir að hafa búið bæði í Reykjavík og Noregi í mörg ár. Ég spurði hana náttúrlega fyrst hverra manna hún væri.

marta@vf.is

Götur minninganna í Keflavík

„Við fluttum til Keflavíkur fyrir sex árum og keyptum bernskuheimili Þórhalls við Brekkubraut. Þetta er ekki sami bærinn og var. Þegar ég geng núna um götur bæjarins þá geng ég um götur minninganna og rifja upp gamla tíma. Það er samt gott að vera komin hingað aftur og okkur líður vel. Hér höfum við það rólegt og gott. Ég kenni íslensku við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skrifa. Fyrsta bókin mín kom út árið 1996 og hét hugfró með litlum staf, bæði ljóð og skáldsögur. Ég hef skrifað leikrit sem ég samdi í höfundasmiðju Þjóðleikhússins, Englatrompet nefnist það og hefur verið leiklesið. Ég á nokkur leikrit í fórum mínum sem eru tilbúin. Þetta er að toga í mig núna, að skrifa fleiri leikrit. Svo hef ég samið texta

Matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð

Íslenskar, einfaldar, ódýrar, gamlar og góðar uppskriftir, allsráðandi í eldhúsum landsins eftir stríð má finna í nýjustu bók Kristrúnar sem hún gaf nýlega út ásamt vinkonu sinni. Það óvenjulega við þessa bók er að uppskriftirnar eru sóttar í smiðju systranna Sigurlaugar og Guðbjargar Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga, þetta eru handskrifaðar matreiðslubækur þeirra. Þær stunduðu nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. „Við Anna Dóra unnum síðast saman að skáldsögunni Huldur árið 2001 og okkur fannst tími til kominn að vinna saman aftur. Okkur hlotnuðust þessar gömlu bækur systranna, Sigurlaugar og Guðbjargar, sem voru í Kvennaskólanum á Blönduósi og eru skrifaðar frá árunum 1939 til 1944 en systurnar tengjast vinkonu minni, Önnu Dóru. Við skiptum bókunum á milli okkar og erum í sam-

tali í bókinni um uppskriftirnar sem eru kveikjan að því sem við skrifum. Þetta var mjög skemmtileg samvinna. Nöfnin eru óvenjuleg á uppskriftum systranna og gáfu okkur innblástur að skrifum okkar. Systurnar voru að mennta sig á stríðsárunum og bókin gefur lesendum innsýn í hvað fólk var að borða á þessum árum á Íslandi,“ segir Kristrún.

Hollar og góðar uppskriftir

„Uppistaðan í uppskriftum systranna er íslenskt grænmeti, hollustan gat ekki verið meiri en þetta var á þeim tímum sem skordýraeitri var ekki úðað á ræktunina. Uppskriftin sem kom mér verulega á óvart í þessari bók var appelsínuísinn en þar eru ekta appelsínur notaðar. Þetta verður jólaísinn í ár. Beinlausir fuglar eru einnig í bókinni en það var algengur jólamatur hjá fólki hér áður fyrr. Eplabóndinn er heiti á kafla í bókinni og þar er girnileg eplakaka, ég gerði þá köku einmitt heima hjá okkur í gærkveldi þegar við fengum krakkana í mat. Ilmandi prinsessa er nafn á súpu sem við Anna Dóra elduðum þegar við buðum mökum okkar í mat eitt kvöldið og elduðum upp úr bókinni. Þá fengu þeir þríréttaða máltíð og líkaði vel,“ segir Kristrún.

Keypti kerti í Kristínarbúð

„Ég er mjög mikið jólabarn og finnst fínt að finna frið á jólum. Þegar ég var lítil stelpa, þá var ég alltaf fljót að fara í Kristínarbúð og kaupa mér kerti fyrir jól, því mér fannst jólaljósið koma með kertaloga. Ég sækist eftir því að fá næði til að hlusta á tónlist eða að lesa í bók um jólin en sækist ekki eftir erli verslunarmiðstöðva. Jólin okkar ganga út á samverustundir fjölskyldunnar, hittast þá börn og barnabörn heima hjá okkur. Svo sameinumst við systkinin, mamma okkar og öll börnin á milli jóla og nýárs.“ Fimmtudaginn 12. desember frá klukkan 17:00 til 19:00 gefst fólki kostur á að eignast áritaða bók höfunda en þá munu Kristrún og Anna Dóra árita í bókabúðinni Penninn Eymundsson, Krossmóa.

Hvatningin:

Að hafa augun skær og brosið bjart

k a s t. is

DROPS

dur v öru G a r n , fö n

n – v e fv e r s lu lk fó i d n a fy r ir s k a p

Það getur verið pínu flókið að finna út úr því hvernig best er að halda ljósinu logandi í sálinni, að hafa augun skær og brosið bjart. Hvatningin mín til ykkar er að gera eitthvað á hverjum degi bara fyrir ykkur. Það þarf sko ekki að taka langan tíma, til dæmis bara að setjast niður með góðan kaffibolla og hlusta á fallegt lag. Já, bara að eiga fallega stund með ykkur sjálfum, að finna hvernig ykkur líður einmitt núna. Þannig eflum við sjálfið okkar svo vel og það sem gerist þegar við munum eftir því að gefa okkur tíma þá höfum við svo miklu meira að gefa þeim sem okkur þykir vænst um. Já, lífið verður bara svo miklu betra. Vona að hátíð ljóss og friðar verði ykkur öllum ljúf, að þið finnið hvernig best er fyrir ykkur halda ljósinu logandi í sálinni, að hafa augun skær og brosið bjart.

t r og skar

Kær kveðja, Bryndís Kjartansdóttir, jógakennari og markþjálfi.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

SÆVAR BRYNJÓLFSSON, skipstjóri, Pósthússtræti 3, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 10. desember kl. 13.

Skartsmiðja

n-H

afnargötu 25

Ingibjörg Hafliðadóttir Bryndís Sævarsdóttir Einar Þ. Magnússon Hafliði Sævarsson Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir Brynjólfur Ægir Sævarsson Áslaug Ármannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Mesta lífið í Sandgerðishöfn AFLA

FRÉTTIR

Nóvembermánuður liðinn og síðasti mánuður ársins 2019 byrjaður, desember. Útgerðarmál frá Suðurnesjum voru frekar róleg frá höfnunum hérna og það var helst í Sandgerði sem eitthvað var um að vera. Þar fjölgaði línubátum nokkuð mikið frá því í byrjun nóvember en þá voru Guðrún Petrína GK, Addi Afi GK sem báðir stunda línuveiðar með bölum og Alli GK sem var með stokka, voru einu línubátarnir sem voru að róa frá höfnum á Suðurnesjum. Síðustu dagana í nóvember gaf mjög vel til róðra og fiskuðu báðir þessir bátar mjög vel. Addi Afi GK endaði sem næst aflahæsti báturinn í sínum flokki með um 40 tonn í ellefu róðrum og má geta þess að Addi Afi GK fór á sjóinn á hverjum degi í fimm daga og landaði á þeim dögum alls sautján tonnum. Guðrún Petrína GK átti sömuleiðis góðan endi í nóvember, landaði alls 28 tonn í aðeins sjö róðrum og þar af fékk báturinn 9,3 tonn í síðstu tveimur róðrum sínum. Mest var báturinn með 5,4 tonn í einni löndun. Bátum fjölgaði nokkuð mikið. Beta GK kom alla leið frá Siglufirði og byrjaði að róa frá Sandgerði og var með 9,4 tonn í tveimur róðrum og þar af sjö tonn í einni löndun. Katrín GK kom frá Rifi og reri frá Sandgerði og gekk mjög vel, var með

21 tonn í fimm róðrum og þar af 5,5 tonn í einni löndun. Katrín GK reri samfleytt í fimm daga. Alli GK var með 36 tonn í ellefu róðrum og mest 4,8 tonn í einni löndun. Stærsti línubáturinn sem kom suður var Óli á Stað GK en hann kom frá Neskaupstað og kom suður til Sandgerðis og reyndi fyrir sér víða t.d í Faxaflóa, á Hólakanti sem er skammt frá Eldey. Óli á Stað GK með 29 tonn í sjö róðrum. Dragnótabátarnir frá Suðurnesjum voru nokkuð góðir og Benni Sæm GK endaði sem þriðji aflahæsti dragnótabáturinn á landinu í nóvember, var með 125 tonn í sextán róðrum og mest 31 tonn. Siggi Bjarna GK 89 tonn í fjórtán róðrum. Sigurfari GK 71 tonn í sjö, en báturinn landaði líka í Þorlákshöfn, og var hann að veiðum með suðurströndinni.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Aðalbjörg RE landaði 51 tonni í tíu róðrum en hann byrjaði í Reykjavík og var komin í Sandgerði undir lok nóvember. Ísey ÁR var með 36 tonn í átta róðrum, af þeim afla var 6,3 tonnum landað í Grindavík, Netaveiðin hjá bátunum var mjög léleg og má segja að hún hafi verið hörmung. Grímsnes GK reri og reri og var aðeins með 44 tonna afla í 23 róðrum. Þetta eru aðeins 1,9 tonn í róðri. Til samanburðar var Grímsnes GK með yfir 200 tonn í nóvember 2018 en þá var báturinn að mestu að veiða ufsa meðfram suðurströndinni. Maron GK var með 22 tonn í þrettán róðrum en hann hætti síðan veiðum og fór í slipp í Njarðvík þar sem átti að mála bátinn og gera hann fínan og flottan. Halldór Afi GK nítján tonn í nítján róðrum. Hraunsvík GK fimmtán tonn í fjórtán róðrum, landað í Grindavík. Sunna Líf GK ellefur tonn í þrettán róðrum. Frystitogarnir lönduðu í nóvember. Baldvin Njálsson GK kom með 642 tonn til Hafnarfjarðar. Tómas Þorvaldsson GK kom með 514 tonn til Grindavíkur. Hrafn Sveinbjarnarsson GK 440 tonn í einum róðri og Gnúpur GK 412 tonn í tveimur róðrum, allir að landa í Grindavík. Enginn stór línubátur landaði á höfnum á Suðurnesjum og reyndar landaði heldur enginn togari eða togbátur því allir, bæði línu- og togbátarnir voru að landa fyrir austan og norðan og mest öllum aflanum var síðan ekið suður til Grindavíkur, Garðs og Sandgerðis til vinnslu.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

BÓKARI Á FJÁRMÁLASVIÐI Helstu verkefni felast í skráningu, merkingu og bókun reikninga, afstemmingu lánadrottna og öðrum tilfallandi verkefnum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um tímabundið starf í 9 mánuði er að ræða vegna afleysinga. Nánari upplýsingar veitir Helga Erla Albertsdóttir, deildarstjóri reikningshalds, helga.albertsdottir@isavia.is.

Hæfniskröfur: • Viðurkenndur bókari eða menntun sem nýtist í starfi er kostur • Reynsla af bókhaldi er skilyrði • Reynsla af vinnu við Navision bókhaldskerfið er kostur • Kunnátta í öllum helstu tölvuforritum • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

S TA R F S S TÖ Ð : KEFLAVÍK

UMSÓKNARFRESTUR : 8.DESEMBER

UMSÓKNIR: ISAVIA.IS/ATVINNA

25

STARFSMAÐUR Á BÓKASAFNI OG Í SKJALAVÖRSLU FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar eftir því að ráða starfsmann á bókasafn skólans sem einnig gæti unnið við skjalavörslu og almenn skrifstofustörf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkissjóðs og SFR (Sameyki) skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans. Ráðningartími er frá 1. janúar 2020. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið skolameistari@fss.is eigi síðar en 16. desember 2019. Leitað er að starfsmanni sem er góður í samskiptum og getur unnið sjálfstætt. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Sakavottorð fylgi umsókn. Nánari upplýsingar má fá í síma 421-3100 eða í tölvupósti hjá Kristjáni Ásmundssyni skólameistara, skolameistari@fss.is og Guðlaugu Pálsdóttur aðstoðarskólameistara, adstodarskolameistari@fss.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má finna frekari upplýsingar og sjá myndir úr skólalífinu. Skólameistari


26

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

Lionsmenn með árlegt happdrætti og veita styrki Njarðvíkurskóli, Ösp 500.000 kr. Kristín Blöndal deildarstjóri Asparinnar, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri. Team Rynkeby Ísland 100.000 kr. Haraldur B. Hreggviðsson. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar 200.000 kr. Haraldur Á. Haraldsson skólastjóri. Velferðarsjóður Suðurnesja 200.000 kr. Hannes Friðriksson. Félag heyrnarlausra 100.000 kr. Þröstur Friðþjófsson. Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna 200.000 kr. Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir prestur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Starfsbraut 250.000 kr. Helga Jakobsdóttir, Sunna Pétursdóttir og Drífa Guðmundsdóttir.

Sala á happdrættismiðum í árlegu jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafin. Sölumenn happdrættismiða eru m.a. í Krossmóa og selja miða og þar er aðalavinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Við upphaf sölunnar veitir Lionsklúbburinn styrki til félagsmála. Að þessu sinni voru veittir styrkir upp á 1,5 milljónir króna.

Ísafjörður

Siglufjörður Húsavík Dalvík Sauðárkrókur

Akureyri

Blönduós

LÖGMENN ALLRA LANDSMANNA

Akranes Reykjavík

Egilsstaðir

Lögfræðistofa Suðurnesja gekk til liðs við Pacta lögmenn í maí 2015. Hjá Pacta Lögmönnum starfa á þriðja tug lögfræðinga á 14 starfsstöðvum víða um land. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.

Reyðarfjörður

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum um land allt vandaða lögmannsþjónustu og ráðgjöf, byggða á þekkingu, trausti og áreiðanleika.

Hafnarfjörður Keflavík

Selfoss

Við viljum ráða lögfræðing eða lögmann til starfa í Reykjanesbæ Pacta lögmenn óska eftir að ráða lögfræðing eða lögmann með héraðsdómsréttindi til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu Pacta á Suðurnesjum, með starfsstöð á Lögfræðistofu Suðurnesja í Reykjanesbæ. Meðal verkefna eru fjölbreytt viðfangsefni á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og samningagerðar, réttargæsla og verjandastörf í opinberum málum, úrlausnarefni á sviði kröfuréttar, málflutningur og ábyrgð á mætingum í héraðsdóma og hjá sýslumannsembættum. Við leitum að ábyrgum og drífandi starfsmanni sem hefur metnað til að ná árangri í starfi, getur unnið sjálfstætt og býr yfir mikilli samskiptafærni.

Nánari upplýsingar veitir Róbert Gíslason, rekstrarstjóri Pacta lögmanna, í síma 440 7900 og á netfangið robert@pacta.is. Vinsamlegast sækið um starfið á heimasíðu pacta.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2019. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarupplýsingar.

STYRKTARTÓNLEIKAR

Í GRINDAVÍK 10. DESEMBER Þriðjudaginn 10. desember næstkomandi verður blásið til stórtónleika í Netagerðinni, sal Bryggjunnar í Grindavík klukkan 19:00. Þar leiða saman hesta sína úrval grindvískra tónlistamanna og Grindavíkurvina til að safna styrkjum fyrir Sólrúnu Öldu og fjölskyldu hennar, en eins og flestir vita slösuðust Sólrún og Rahmon Anvarov illa í bruna í október síðastliðnum. Nú er Sólrún til meðferðar erlendis þar sem nánasta fjölskylda dvelur með henni, en Rahmon á Íslandi og foreldrar hans eru með honum. Fyrir liggur langt og strangt endurhæfingarferli hjá þeim báðum og auðséð að fjárhagslegt álag er mikið á fjölskyldunum á þessum erfiða tíma.

Margir tónlistarmenn

Fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk á tónleikunum, má þar nefna Dagbjart Willardsson, Pálmar Guðmundsson, Íris Kristinsdóttur, Sólný Pálsdóttur og hljómsveit, Kirkjukór Grindavíkur,

Pacta lögmenn ı Krossmóa 4a ı 260 Reykjanesbæ ı Sími 440 7900 Akranes ı Akureyri ı Blönduós ı Dalvík ı Egilsstaðir Hafnarfjörður ı Húsavík ı Ísafjörður ı Keflavík ı Reyðarfjörður Reykjavík ı Sauðárkrókur ı Selfoss ı Siglufjörður

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ

Opnunartímar: Miðvikudagar 13:00 – 17:00 Fimmtudagar 13:00 – 17:00

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Axel O, Guðjón Sveinsson og hljómsveit, ÓBÓ og Dói, og hljómsveitin Kylja. Auk þessa mun hljómsveitin ¾, þar sem innanborðs eru Halldór Lárusson, Ólafur Þór Ólafsson og Þorgils Björgvinsson, leggja tónlistarfólki lið við flutning en hljómsveitin ástsæla er best þekkt meðal Grindvíkinga fyrir að hafa haldið úti hinum vinsælu Opnu Sviðum um árabil.

Mikið um dýrðir

Skipuleggjandi tónleikanna, Sigríður María Eyþórsdóttir tónlistarkona fullyrðir að mikið verði um dýrðir, tónlistin fjölbreytt og að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi í eyrun sín. Ekki verður selt inn á tónleikana heldur verður tekið við frjálsum framlögum þar sem söfnunarkassar verða á staðnum, en einnig verður hægt að milifæra beint á söfnunarreikning og eru tónleikarnir öllum opnir. Styrktarreikningur: 0370-26-014493, Kennitala: 1911932379

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

30% afsláttur gildir til 31. janúar 2020 Rauði krossinn á Suðurnesjum

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

27

Gott golfsumar að baki í Leirunni Golfklúbbur Suðurnesja hélt aðalfund sinn á sunnudag. Viðsnúningur varð á rekstri klúbbsins frá fyrra ári sem var mjög erfitt og skilaði GS ágætis hagnaði í ár. Um 15% fjölgun félaga varð á árinu og aðsókn að golfvellinum hin fínasta, þátttaka í mótum og leiknum hringum fjölgaði einnig frá fyrra ári. Fundurinn var snarpur og fór vel fram.

Formannsskipti í Leirunni

er Ólöf Kristín Sveinsdóttir sem hefur verið ötul Á fundinum var nýr forí kvennastarfi klúbbsins. maður kjörinn en Jóhann Ólöf er jafnframt fyrsta Páll Kristbjörnsson lét af konan til að gegna stöðu embætti eftir fimm ár í Fráfarandi og nýkjör- formanns í 55 ára sögu inn formaður Golfformannssætinu. Hann Golfklúbbs Suðurnesja. klúbbs Suðurnesja. sagði við það tilefni að Hún sagðist hlakka til að hann muni áfram taka takast á við þetta verkefni þátt í sjálfboðaliðastarfi klúbbsins og myndi leggja sig fram við að halda enda næg vinna framundan. áfram því góða starfi sem hefur verið Nýr formaður Golfklúbbs Suðurnesja unnið að undanförnu.

Jólatréssala

Jólatrésalan opnar í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum 7. desember

Fjögur gull í Svíþjóð – Langbesti árangur Njarðvíkinga á erlendri grund Um þarsíðustu helgi fór fram Södra Judo Open í Haninge í Stokkhólmi. Alls tóku 49 lið frá fjórum löndum þátt í og voru keppendur tæplega 400. Mótið er liður í sænskri mótaröð sem er ætluð börnum, unglingum og fullorðnum. Njarðvíkingar sendu sex júdókappa en Njarðvíkingurinn Heiðrún Fjóla Pálsdóttir fór á vegum landsliðs Júdósambands Íslands. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og höluðu inn góðmálmum. Ingólfur Rögnvaldsson varð annar í -66 kg flokki 15–17 og 18–20 ára, Mariam Elsayd sigraði sinn flokk, Daníel Dagur Árnason sigraði í -55kg flokki 18–20 ára og varð þriðji í sama þyngdarflokki 15–17 ára, Jóhannes

Pálsson sigraði í +66kg flokki 14–15 ára en varð svo annar í -90 kg flokki 15–17 ára. Systir hans, Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, varð önnur í +78 kg flokki 18–20 ára og gerði sér lítið fyrir og sigraði +78 kg flokk kvenna. Njarðvík endaði í fimmta sæti í keppni liða og er þetta langbesti árangur júdódeildarinnar á erlendri grundu til þessa.

Opið laugardaga kl. 11–20 sunnudaga kl. 14–20 virka daga kl. 17–20 Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Árni Þór Þorgrímsson jarðsunginn Lionsklúbbi Keflavíkur. Árni kom einnig að bæjarpólitíkinni en hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum sem bæjarbæjarfulltrúi eitt kjörtímabil. Árni ólst upp í Keflavík, gekk þar í barnaskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952. Hann nam síðan flugumferðarstjórn og starfaði sem flugumferðarstjóri til ársins 1994 þegar hann fór á eftirlaun.

Það er vetur. Árið er 1972. Á fæðingarheimilinu í Reykjavík kom í heiminn lítið stúlkubarn, sem grenjaði hin ósköp. Hún var kærkomin viðbót í litlu fjölskylduna, en fyrstu mánuðina var hún ekki til friðs. Svaf lítið sem ekkert, var illa útsett af exemi og foreldrar hennar þökkuðu fyrir það á hverjum degi að eldri dóttirin væri ljúf og góð. Árin liðu og það var staðfest að yngri dóttirin var mjög fyrirferðarmikið barn. Þurfti sífellt að vera á hreyfingu. Var send á æfingar í öllum mögulegum íþróttum og fann sig svo loks í dansi. Dansaði allan sólarhringinn fyrir framan spegilinn á æskuheimilinu, eldri systur til mikillar ógleði en æfingunum fylgdu mörg tábrot og eldri systirin óskaði þess heitast að loka hana inni í herbergi, fá frið. Hún fékk útrás fyrir alla orkuna í hinum ýmsu verkefnum, var oft kölluð „Inga frekja“ og fékk ansi oft að heyra „djöfull ertu ofvirk“. Það háði henni aldrei, nema þegar hún fór yfir strikið og fólki fannst hún aðeins of en það lærðist með aldri. Í dag er þessi kona 47 ára. Hefur alltaf unnið mikið, með mismiklum árangri þó og reyndi samfara vinnu að ala upp tvö börn og sinna fjölskyldu og vinum. Þakklát fyrir að fólk hafi stundum ekki hreinlega bara gefist upp á henni. Verkefnin hafa líka verið fjölmörg, misskemmtileg en síðustu ár finnst henni hún loksins hafa fullorðnast. Stundar jóga af ástríðu, er ekkert góð í því en finnur sig sannarlega þar. Umrædd kona er undirrituð. Undanfarin ár hef ég með einhverjum hætti náð að meta lífið á annan hátt. Ég er farin að leyfa gráu hárunum að blandast fallega við hárlitinn minn, er ekki „obsessed“ af aukakílóum,

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

SUMARSTÖRF Í FLUGVERNDARDEILD K E F L AV Í K U R F L U G VA L L A R Isavia leitar að einstaklega þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Starfið felst m.a. í öryggisleit og eftirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu.

Hæfniskröfur: • Aldurstakmark 18 ár • Gott vald á íslenskri og enskri tungu bæði rituðu og mæltu máli • Rétt litaskynjun • Tveggja ára framhaldsnám eða sambærilegt nám æskilegt

Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst. Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNARFRESTUR : 19. JANÚAR

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

LOKAORÐ

Frá útför Árna Þ. Þorgrímssonar frá Keflavíkurkirkju. Oddfellowbræður og -systur stóðu heiðursvörð en Sr. Erla Guðmundsóttir jarðsöng. Félagar úr Karlakór Keflavíkur sungu sem og Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson.

Íslands í áratug, m.a. sem varaformaður og formaður landsliðsnefndar. Árni var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1981 og gullmerki KSÍ 1984. Þá var hann í stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra í tólf ár, þar af sem formaður í átta ár og starfaði í alþjóðasamtökum flugumferðarstjóra. Árni starfaði í rúm fjörutíu ár í Oddfellowhreyfingunni og var heiðursfélagi í Oddfellowstúkunni Nirði í Keflavík. Þá var hann líka félagi í

Lækna limrur gráa fiðringinn?

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Miðlífskrísa?

Fjölmenni var við útför Árna Þórs Þorgrímssonar, fyrrverandi flugumferðastjóra, frá Keflavíkurkirkju á þriðjudag. Árni lést 18. nóvember síðastliðinn 88 ára gamall. Hann var ötull félagsmálamaður í Keflavík og hóf ungur afskipti af íþróttum auk þess að leika knattspyrnu með Ungmennafélagi Keflavíkur. Hann sat síðar í stjórnum UMFK og Íþróttabandalags Keflavíkur og sat í stjórn Knattspyrnusambands

MUNDI

Ingu Birnu Ragnarsdóttur vakna brosandi og hlæ meira. Ég sagði meira að segja upp starfinu mínu fyrir nokkrum vikum, því ég fann að ég þyrfti að fara að gera eitthvað allt annað. Fór ég kannski ekki rétta braut í lífinu? Af hverju er ég með tvær háskólagráður í viðskiptum, hef ég gaman af því? En allt hefur sinn tíma og ég sé sko ekki eftir neinu. Eldri dóttir mín heldur að mamma sín sé komin í miðlífskrísu, hún hefur smá áhyggjur. Mamma ætlarðu í alvöru ekki að lita gráu hárin? Af hverju ertu alltaf að standa á höndum inni í stofu? En nýtur þess á sama tíma að dansa við mömmu sína í stofunni og syngja, þó hæfileikar mömmunar séu takmarkaðir á því sviði. Ég er hamingjusöm, hamingjusamari en ég hef nokkurn tíma verið. Ég veit ekkert hvað mig langar að gera í lífinu, í miðlífskrísu eða ekki en eitt veit ég – ég hlýt að finna hæfileika í einhverju, það bara getur ekki annað verið. Settist t.d. niður við skriftir í vikunni og skrifaði sextán limrur um mínar yndislegu veiðivinkonur fyrir jólahlaðborð. Kannski hef ég einhverja dulda hæfileika. Leyfum okkur að lifa kæra fólk, hlæja, staldra við og hugsa hvað okkur langar að gera. Eigið yndislega aðventu og munið að brosa í spegilinn, það er drullugott sko!


a k k u l a l ó

rétta f r u k í V leikur a sjum ð e i n r m f u a ð k u S aáS n a l s r e og v

J

n n i g a d r a g u a l t s Hef r e b m e s 7. de

0 0 60 Næstum

! r a g n vinni

r i n a l s r e v 0 2

i k æ t r i r y f u st u n ó j þ g o


r a g n i n n i v 0 0 0 6 r a g n vinni

Nærri

9 1 0 2 a t t é r f r u k í V u k k í Jólalu

0 0 0 6 Það getur borgað sig að gera jólainnkaupin á Suðurnesjum!

ttugu Þú færð Jólalukku VF í tu ir í verslunum. Þrír útdrætt usum la s g in n in v r ú r e b m e s e d ettó. N í r e ð a il k s m e s m u ið m

! a g n i n n i v r a t t á r d t ú a s s Sjáið þe ! a g n i n n i v r a t t á r d t ú a s s e Sjáið þ Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember, 13., 19. og 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa, Iðavöllum eða Grindavík.

Fylgist Fmyelgðisát mvef.ðisá með á

3 18

Icelandair ferðavinningar

Nettó gjafabréf 15.000 kr.

2 3 25

Nettó gjafabréf 100.000 kr.

Philips 58” UHD Smart TV sjónvarp

Nóa & Síríus konfektkassar


Glæsilegir vinningar í Jólalukku

frá 54 verslunum og fyrirtækjum á Suðurnesjum

W W W. I C E L A N D A I R . I S

körfuknattleiksdeild

knattspyrnudeild


a k k 9 1 u 0 l 2 a

l ó J

Suðurnesjum á a n la s r e v g o a íkurfrétt Skafmiðaleikur V

Þú færð Jólalukku í þessum 20 verslunum og fyrirtækjum

KROSSMÓA • NJARÐVÍK

IÐAVÖLLUM • KEFLAVÍK

GRINDAVÍK