{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Opnunartími

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

Efnt verði til bindandi íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa efnt til undirskriftasöfnunar um bindandi íbúakosningu vegna stóriðjuframkvæmda í Helguvík. Íbúar Reykjanesbæjar gera kröfu á núverandi meirihluta að standa við gefin kosningaloforð og að efnt verði til íbúakosningar um málefni Helguvíkur, segir í tilkynningu frá andstæðingum stóriðju í Helguvík. „Við undirritaðir íbúar í Reykjanesbæ förum fram á það við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að haldin verði bindandi íbúakosning um það hvort íbúar vilji eða vilji ekki kísilver Stakksbergs ehf. og Thorsils ehf. í Helguvík og hafni þar með beiðni Stakksbergs ehf. um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík,“ segir m.a. í tilkynningunni. Einnig segir: „Stjórn ASH hvetur alla íbúa og þá sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ til að skrifa undir þessa kröfu um virkt íbúalýðræði. Undirskriftasöfnun mun standa yfir að lágmarki næstu vikurnar bæði í rafrænu- og pappírsformi“. - Sjá nánar á vef Víkurfrétta, vf.is.

Fullveldishátíð Suðurnesja í Duus Safnahúsum Fullveldishátíð verður haldin í Bíósal Duus Safnahúsa laugardaginn 1. desember n.k. kl. 16.00. Sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða sameiginlega til menningardagskrár í tilefni 100 ára afmælis fullveldis íslensku þjóðarinnar. Menningarfulltrúar sveitarfélaganna ásamt verkefnisstjóra hjá Heklunni hafa undirbúið blandaða dagskrá sem samanstendur af tónlist, sögulegum fróðleik, leikþætti og gamanmálum. Þeir sem fram koma eru Karlakór Keflavíkur, Leikfélag Keflavíkur, Eiríkur Hermannsson sagnfræðingur, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og Ari Eldjárn lýkur svo samkomunni með gamanmálum eins og honum einum er lagið. Kynnir er Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Hátíðarsamkoman er opin öllum Suðurnesjamönnum á meðan húsrúm leyfir og er ókeypis aðgangur. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Skreyttu hús Það var jólaandi yfir heimili við Djúpavog í Höfnum í síðustu viku þegar þar safnaðist saman fólk á öllum aldri og skreytti piparkökuhús. Stórfjölskyldan sem stóð að viðburðinum hefur haldið í siðinn í mörg ár að hittast eitt síðdegi í aðdraganda jóla og baka piparkökur sem síðan eru skreyttar með sætindum. Í blaðinu í dag eru fleiri myndir frá viðburðinum og einnig er fjallað um þennan skemmtilega sið í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30.

Uppsagnir í vændum vegna vátíðinda af WOW

WOW air mun fækka í flota sínum um fjórar Airbus vélar. Þessi aðgerð er hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Um er að ræða tvær Airbus A320 vélar og tvær Airbus A330 vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air. Þá skal jafnframt taka fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi. Svo segir í tilkynningu frá félaginu. Sigþór Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates [APA], félags sem hafði mest 700 manns í vinnu í flugafgreiðslu í sumar, segir að fylgst sé grannt með stöðu mála á

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

hverjum degi. APA er stærsti þjónustuaðili WOW air. Víkurfréttir sögðu frá því á vf.is nýlega að WOW myndi skera niður um átta flugvélar en það

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

var staða uppi á borðinu nýlega samkvæmt áreiðanlegum heimildum VF. Vitað er að fleiri vélar eru að fara í leiguverkefni en þessar fjórar sem á að fækka um. Það er því ljóst að rekstur félagsins, ef það lifir, mun dragast saman verulega hér á landi. Forráðmenn verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum hafa einnig fengið að fylgjast með þróun mála hjá WOW air en miðað við þessi tíðindi er líklegt að einhverjar uppsagnir verði í tengslum við samdrátt eða þaðan af verra hjá WOW.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

Ljúffengur helgarmatur Ferskt rauðkál

-33% Úrbeinaður hunangsgljáður hamborgarhryggur Kjötsel

1.739 ÁÐUR: 2.898 KR/KG

KR/KG

-40%

Úrbeinaður hangiframpartur Kjötsel

1.875 ÁÐUR: 2.798 KR/KG

195

KR/KG

ÁÐUR: 389 KR/KG

-50%

KR/KG

Tilboðin gilda 29. nóvember - 2. desember 2018

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

Radmilla Medic verslunarstjóri Krambúðarinnar í Innri Njarðvík og Anna Lilja Þorvaldsdóttir, sem var fyrsti viðskiptavinur verslunarinnar. Hún er elsti íbúi Innri Njarðvíkur. VF-myndir: Hilmar Bragi

Úr nýju Krambúðinni við Tjarnabraut í Innri Njarðvík.

BÆJARSTJÓRINN OPNAÐI KRAMBÚÐINA Í INNRI NJARÐVÍK - Elsti íbúi Innri-Njarðvíkur, Anna Lilja Þorvaldsdóttir, var fyrsti viðskiptavinurinn verði að fá að taka þátt í að móta það umhverfi. „Við höfum góða reynslu af Krambúðinni í næsta nágrenni, þ.e. Reykjanesbæ og finnum að Suðurnesjamenn vilja nýta sér þjónustu Krambúðarinnar. Styrkleikar Krambúðarinnar felast m.a. í að hún er svokölluð þæg-

indaverslun með langan opnunartíma en á sama tíma með allar helstu heimilisvörur á hagstæðu verði. Við leggjum mikið upp úr að nauðsynjavörur séu á lægra verði en áður hefur sést í sambærilegum verslunum á Íslandi,” segir Gunnar Egill. Líkt og með aðrar verslanir Kram-

búðarinnar er einkunnarorðum verslunarinnar Opnum snemma - lokum seint haldið hátt á lofti en verslunin í Innri Njarðvík verður opin frá klukkan 08.00- 23.30 á virkum dögum en 09.00- 23.30 um helgar.

Anna Lilja Þorvaldsdóttir var fyrsti viðskiptavinur nýrrar Krambúðar sem opnaði að Tjarnabraut í Innri Njarðvík sl. föstudag. Hún er elsti íbúi Innri Njarðvíkur og var boðið sérstaklega til opnunarinnar af þessu tilefni og leyst út með blómum. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar opnaði Krambúðina formlega en nýja Krambúðin við Tjarnabraut er fyrsta matvöruverslunin í Innri-Njarðvík í langan tíma. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segist ánægður með að Kram-

búðin fái nú tækifæri til að blómstra í Njarðvík. Þar séu tækifæri í verslunarumhverfi fjölmörg og spennandi

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK

Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa hf., Radmilla Medic verslunarstjóri Krambúðarinnar í Innri Njarðvík, Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Jólaljósin á vinabæjarjólatrénu í Reykjanesbæ tendruð í 56. sinn Það er Leonard Ben Evertsson nemandi úr 6. bekk Akurskóla sem fær þann heiður á sunnudaginn að kveikja ljósin á jólatrénu á Tjarnargötutorgi sem er að venju gjöf frá Kristiansand í Noregi, vinabæ Reykjanesbæjar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, veitir trénu viðtöku fyrir hönd íbúa og ávarpar viðstadda.

Jóladýrin í Hálsaskógi og jólasveinar líta við

Það er næsta víst að margir bæjarbúar hafa alist upp við það að vera viðstaddir tendrunina á vinabæjarjólatrénu og það er eins með þetta

og aðrar jólahefðir, að það má alls ekki breyta þeim. Enda verður þetta skemmtileg stund. Blásarasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur jólalög við tréð á meðan gesti drífur að og dýrin í Hálsaskógi, sem öll börn

í bænum elska, eru nú komin í jólaskap og koma fram sem Jóladýrin í Hálsaskógi og ætla að skemmta börnunum eins og þeim er einum lagið. Þá koma jólasveinar í heimsókn og dansa í kringum tréð. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur til að halda hita á mannskapnum. Dagskráin hefst kl. 17 og verður lokið kl. 18.


www.kv.is

kv@kv.is

Við höfum staðið vaktina fyrir íbúa Reykjanesbæjar frá árinu 1995. Árið 2005 hófum við ljósleiðaravæðingu bæjarins. Nú bjóðum við eitt hraðasta internet á Íslandi ásamt fjölbreyttu hágæða sjónvarpi.

VIÐ BJÓÐUM

BETUR

Net + sjónvarp 15 sjónvarpsrásir fylgja öllum netpökkum

+

TV

+

TV

KTV15

6.560 kr. á mánuði

Fjölbreyttir sjónvarpspakkar

TV

15 sjónvarpsrásir með hágæða efni

1.790 kr. á mánuði

KTV15

8.000 kr. á mánuði

TV

+

TV

+

TV

+

TV

KTV15

KTV15

4.200 kr. á mánuði

8.500 kr. á mánuði

9.000 kr. á mánuði

35 sjónvarpsrásir með hágæða efni

TV

140+ sjónvarpsrásir með hágæða efni

5.950 kr. á mánuði

KTV15

9.990 kr. á mánuði

GERIÐ VERÐSAMANBURÐ

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is • www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

Risar í kísiliðnaði vilja kaupa verksmiðjuna í Helguvík

Kostnaður við kísilverksmiðjuna er kominn í 20 milljarða króna Nýtt félag Arion banka, Stakksberg, kynnti 4,5 milljarða uppbyggingu og lagfæringar. Lofar að greiða 180 millj. kr. skuld United Silicon við Reykjanesbæ. Kostnaður við byggingu kísilverksmiðju United Silicon er kominn í um 20 milljarða króna og því hafi ekki komið til greina að rífa hana niður. Það hefði verið óforsvaranlegt og þannig hefðu miklir fjármunir sem hefðu farið í uppbygginguna að engu orðið. Þetta sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, félags í eigu Arion banka á íbúafundi í Stapa sl. fimmtudag en félagið stendur að því að koma verksmiðjunni í gang aftur og áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna til að gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru. Þórður sagði að um 180 störf myndu skapast í verksmiðjunni. Um 200 manns mættu á íbúafundinn sem var hinn fjörugasti. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ spurði á fundinum hvernig bankinn stefndi að því að komast frá málinu en hann var viðskiptabanki United Silicon og tók yfir verksmiðjuna við gjaldþrot þess. „Bankinn mun ekki sleppa skaðlaus frá þessu verkefni, það eru takmarkaðar líkur á því,“ sagðir Þórður sem kynnti stöðu mála varðandi verksmiðjuna og framtíðaráform. Þá sagði hann einnig að ljóst væri að margt í uppbyggingarferlinu hefði verið „gert með rassgatinu“.

Tom Arild Olsen, norskur ráðgjafi sem komið hefur að málum kísilvera í Noregi og kom einnig að ráðgjöf síðustu mánuðina hjá United Silicon segir að kísilverksmiðjan í Helguvík og rekstur hennar hafi verið í engu samræmi við það sem hann og hans samstarfsaðilar hans séu vanir að sjá í norskum kísilmálmverksmiðjum og hafi þeir komið í þær allar. „Ný úrbótaáætlun gerir ráð fyrir að sú tækni sem kísilverið byggi á sé sambærileg við það sem þekkist í þessum iðnaði um allan heim en í

Noregi eru sjö sambærilegar verksmiðjur sem starfa í samræmi við útgefin starfsleyfi og í sátt við þar til bær yfirvöld. Eftirlitsaðilar í Noregi fylgjst grannt með þessari starfsemi og að starfsemi þeirra sé í takt við leyfi þeirra,“ sagði Tom. Í máli hans kom fram að rekstraraðili sem og Umhverfisstofnun gera ráð fyrir að vandamál geti komið upp við endurræsingu verksmiðjunnar en hár neyðarskorsteinn muni bæta stöðuna til muna Ofninn í kísilverksmiðju United Silicon var aðeins í notkun í 50% af tímanum meðan hún starfaði. Búnaður til steypunnar bilaði oft og þá þurfti að grípa til neyðarúthleypinga. Þá voru vandamál vegna lyktar tengdar óstöðugleika í rekstri ofnsins, tíðum stoppum og of lágu hitastigi á ofninum. Þetta kom fram í máli Arnar Steinars Sigurðssonar frá Verkfræðistofunni Verkís á íbúafundinum. Hann fór yfir ýmis mál úr forsögunni og einnig hvernir standa þyrfti

að málum í nýrri uppbyggingu eins og endurbætur á ofni, gerðar yrðu endurbætur á hreinsun útblásturs og meðhöndlun reyks, uppsetningu neyðarskorsteins, byggingu fleiri húsakynna á lóðinni og breytingum á meðhöndlun og geymslu framleiddrar vöru. Margir fundargestir lögðu fram spurningar á fundinum og nokkrum var heitt í hamsi. „Afsakið meðan ég æli. Ég vil sjá ykkur fara burt héðan og vil ekki kynnast ykkur betur,“ sagði ung kona og nokkur fleiri ummæli í svipuðum dúr féllu. Þá voru forráðmenn Stakksberg spurðir hvort þeir myndu greiða vandgreidda skuld United Silicon við Reykjanesbæ upp á 180 milljónir króna og ef svo væri þá mættu þeir láta upphæðina renna til Knattspyrnudeildar Keflavíkur og fékk tillaga góð viðbrögð úr salnum. Þórður Ólafur svarði því til að þessi skuld yrði greidd af Stakksbergi til Reykjanesbæj, annað væri ekki hægt í ljósi nýrra aðstæðna.

Bæjarbúar komi að framtíð kísilvers - sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar

minnir á hádegishlaðborð alla virka daga frá 11 til 15

„Þetta var upplýsandi fundur og margar góðar athugasemdir sem komu fram. Það sem snýr að bæjarstjórn er að skipulagsvaldið liggur hjá bæjaryfirvöldum. Þetta er fordæmalaus staða sem liggur fyrir. Bæjarstjórn mun auðvitað skoða hvaða aðkomu hún hefur varðandi deiliskipulagsmálin. Svo er spurning hvernig aðkoma bæjarbúa verði. Það er okkar vilji að bæjarbúar komi sem mest að ferlinu og helst með íbúakosningu,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í viðtali við VF eftir fundinn í Stapa. Jóhann sagði að það hafi verið gert ráð fyrir tekjum af kísilverinu til Reykjaneshafnar og að það munaði vissulega um slíkar upphæðir. Þær hefði hins vegar ekki enn komið og ný framtíðarnefnd bæjarins væri að skoða möguleika

hafnarinnar í tekjuöflun t.d. með komu skemmtiferðaskipa. „Ég held að þetta sé erfitt ferli. Þeir gæta sinna hagsmuna og við þurfum að gæta okkar hagsmuna og bæjarbúa. Það er það sem stendur upp úr. Við vviljum auðvitað skila ferlinu í þann farveg að við getum búið hér áfram í sátt og samlyndi og það er það sem skiptir máli.“

- Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs segir stefnt að því að hefja rekstur á endurbættri verksmiðju haustið 2020. Um tuttugu aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa hana. „Það dylst mér ekki að við erum að koma hér inn í kringumstæður þar sem er mikið vantraust. Það var margt sagt áður en hlutir síðan gerðir öðruvísi og svo var líka margt sagt ósatt. Það er því eðlilegt að fólk hafi varan á sér þegar það sé nýjan rekstraraðila eins og okkur. Það eru mín von að orð séu til alls fyrsta og að við náum að eiga góðar og gagnlegar viðræður við bæjaryfirvöld og bæjarbúa og að þetta verkefni komist á laggirnar á þann veg að bæði rekstaraðilar og bæjarbúar séu sáttir með það til framtíðar,“ sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs í viðtali við Víkurfréttir eftir fundinn í Stapa. Aðspurður um hvað Arion banki, eigandi verksmiðjunnar, hafi hugsað sér með verksmiðjuna sagði Þórður: „Hann hefur lýst því yfir að hann vilji ekki verða eigandi til framtíðar, fjármálafyrirtækjum er það ekki leyfilegt. Bankinn getur ekki átt verksmiðjuna. Hann vill hins vegar koma þessu verkefni í þann farveg að verksmiðjunni verði fundinn nýr farvegur, að bætt verði á þeim ágöllum sem voru og að nýr rekstrarðili verði á þann hátt bundinn að það verði staðið að þessum rekstri eins og best verður á kosið. Þar horfum við til reynslu Norðmanna sem hafa rekið svona kísilverksmiðjur af þessum toga inni í sveitarfélögum í sátt við íbúa.“ Hefur bankinn fundið fyrir áhuga á kaupum á verksmiðjunni? „Eftirspurn eftir kísilmálmi er mikil í heiminum og er vaxandi. Um tuttugu aðilar hafa gefið sig fram við bankann um að kaupa verksmiðjuna. Í þeim hópi eru aðilar sem er risarnir í þessum iðnaði, sem eru með rekstur víða um heim, t.d. í Noregi, Svíþjóð og í Þýskalandi.“ Hver eru næstu skref hjá nýju félagi? „Tímaáætlun gerir ráð fyrir því að verksmiðjan hefji rekstur á haustmánuðum 2020 og það taki því um tvo ár að ljúka þessum úrbótum á verksmiðjunni sem þarf að gera. Fyrra umhverfismat á verksmðjuni var óforsvaranlegt en erum að vinna nýtt frá grunni og munum kynna frumdrög að nýju umhverfismati fyrir íbúum eftir áramótin og óska eftir athugasemdum við það til að tryggja að við séum að hyggja að þeim þáttum sem skipta bæjarbúa mestu.“ Þú ert sem sagt ekki hissa á neikvæðri umræðu og heitum viðbrögðum íbúa? „Staðreyndin er sú að ég á sjálfur fjölskyldu hér í bænum og úti í Garði þannig að ég skil viðhorf bæjarbúa mjög vel.“


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

JóiPé og Króli fóru á kostum á Trúnó JóiPé og Króli komu fram í Bergi í Hljómahöll fyrir troðfullum sal á sama tíma og rifist var um kísilver í Stapa en uppselt var á tónleikana fyrir löngu síðan. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni á Trúnó á vegum Hljómahallarinnar en meðal hljómsveita sem komið hafa fram á Trúnó eru Hjálmar, Prins Pólo, SSSól, KK og Úlfur Úlfur svo nokkrir séu nefndir. JóiPé og Króli fóru á kostum og var stemningin frábær á meðal tónleikagesta, sem voru á öllum aldri en stemningin lýsir sér best í því ljósi að tónleikarnir voru klukkutíma lengur en til stóð. Tónlistarmennirnir skutust upp á stjörnuhimininn haustið 2017 þegar þeir gáfu út smellinn B.O.B.A. og fylgdu laginu eftir með plötunni Gerviglingur sem varð gríðarlega vinsæl. Fyrr á þessu ári gáfu þeir út plötuna Afsakið Hlé og þeirra nýjasta verk er plata sem ber heitið 22:40 - 08:16 en hún kom út 18. október s.l. Sú plata kom óvænt frá þeim, án þess að nokkur maður vissi af og bera nöfn laganna tímasetninguna þegar þau urðu til en platan var samin á einni nóttu. Strákarnir mættu með hljómsveit með sér en þeir komu fyrst fram með henni á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nýlega. Megnið af tónlist þeirra JóaPé og Króla er gerð í samstarfi við Þormóð Eiríksson og Starra Snæ Valdimarsson en þeir búa til taktanna og hljóðblanda lögin. Báðir voru þeir hluti af hljómsveitinni sem fylgdi strákunum á þessum tónleikum. Tónleikarnir voru töluvert óhefðbundnari en rappararnir eru eflaust vanir en á milli laga töluðu þeir um lífið og tilveruna, hvernig lög þeirra urðu til, ásamt því að svara spurningum tónleikagesta. Það vakti athygli að þeir tóku bæði gömul og ný lög, en sum lögin höfðu þeir ekki spilað í allt að ár og sögðu svo sögur af upphafi tónlistarferilsins, hvernig þeir kynntust og fóru að búa til tónlist saman. Texti og myndir: Páll Orri Pálsson, pop@vf.is

Fjörugur föstudagur í Þorbirni 30. nóvember Við hjá Þorbirni ætlum að bjóða gestum og gangandi upp á “fish´n´chips” eins og við höfum gert undanfarin ár á þessum skemmtilega degi. Okkar stærsti viðskiptavinur í London sem rekur yfir 40 fish´n´chips staði sendir sína færustu djúpsteikjara að matreiða fiskinn ofan í okkur. Opið hjá okkur að Hafnargötu 12 frá klukkan 16-20. Kalt að drekka.

Hlökkum til að sjá ykkur.

SMÁAUGLÝSINGAR TIL LEIGU House for rent in Sandgerði 225 m2 Contact mystuffalways@gmail.com Need detailed information about renters. No pets allowed.


DRAUGAR t s u d reyn HAUGAR! Listakonan Rut Ingólfs heimsótt á vinn ustofuna í Höfnum

Gæi snappaði í steininum! Hvað er ofursnapparinn Gæi að gera á bakvið lás og slá á lögreglustöðinni í Keflavík? - Allt um það í þætti vikunnar...

Hafnargatan í líflegri mótun Skipulag bæjarins unnið með þátttöku íbúanna.

Suðurnesjamagasín öll fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR VÍKURFRÉTTA


8

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

VERSLUN&VIÐSKIPTI

Aníta, Lilja og Helena.

Margir föndra fyrir jólin Skartsmiðjan finnur snemma fyrir jólaverslun því viðskiptavinir þeirra búa yfirleitt til gjafirnar sjálfir en það þarf að gera tímanlega fyrir jól.

Hjónin Katrín Steingrímsdóttir og Haraldur Gunnarsson eiga einu verslunina við Hafnargötu sem býður upp á ýmsa föndurvöru, prjónavöru og skartgripi, svo eitthvað sé nefnt. Verslun þeirra Skartsmiðjan hefur verið rekin í Reykjanesbæ undanfarin átta ár. Þau finna snemma fyrir jólaverslun því viðskiptavinir þeirra búa yfirleitt til gjafirnar sjálfir en það þarf að gera tímanlega fyrir jól.

Úrvalið af bókum er stórkostlegt

Bækur ennþá á óskalista margra, segir Aníta Gunnlaugsdóttir, verslunarstjórinn í Penninn Eymundsson Bækur hafa alltaf verið vinsælar jólagjafir. Aníta Gunnlaugsdóttir, verslunarstjórinn í Penninn Eymundsson, segir bækur ennþá vera á óskalista margra. Jólatraffíkin er alveg að fara í gang. Sumir eru byrjaðir að kaupa jólagjafir. Starfsfólkið hennar finnur það. Kósíkvöld 6. desember markar þó meira upphafið að jólaverslun bæjarbúa en þá hafa langflestar verslanir opið hjá sér fram til klukkan 22:00. Margir hafa meiri tíma um jólin til að lesa bækur. Sumum finnst það notaleg tilhugsun að setjast í hægindastól með góða bók og hverfa á vit ímyndunaraflsins. „Úrvalið hjá okkur af bókum er auðvitað bara stórkostlegt, bókatitlarnir eru nokkur hundruð talsins. Allskonar bækur, barnabækur, bækur fyrir fullorðna, matreiðslubækur og fleira. Það er alltaf vinsælt að gefa bók í jólagjöf, einnig púsl og borðspil. Við þekkjum bókamarkaðinn og getum mælt með bókum fyrir mismunandi aldurshópa og kyn, þannig að persónuleg þjónusta er kannski frekar veitt í bókaverslun. Við bjóðum viðskiptavinum okkar að pakka inn ef fólk verslar vöruna hjá okkur. Barnabækur seljast alltaf mjög vel. Höfundar þeirra eru duglegir að fara í skólana og kynna bækur sínar. Við merkjum það eftir þessar

höfundaheimsóknir í skólana, því allt í einu eru krakkarnir komnir hingað til að gá að bók eftir þennan og hinn höfundinn. Þessar bækur fara þá á jólagjafalista barnanna. Það er alltaf rosagóð stemning í desember. Allir bara svo glaðir og Þorláksmessan er skemmtilegasti dagurinn finnst mér og þó að maður hafi samt nóg að gera heima hjá sér, þá er stemningin ómissandi niðri í bæ,“ segir Anita en bókabúðin er farin að selja meira en bara bækur. Þar er hægt að kaupa ýmsa gjafavöru, geisladiska og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. „Við erum líka með allskonar gjafavöru og mjög vinsælar jólavörur, ma. fyllta jólasveina sem rjúka út hjá okkur. Eftir 15. desember erum við með lengri opnunartíma eins og flestar verslanir hér í kring og þá byrjar jólastemningin fyrir alvöru. Bara gaman,“ segir Anita hress í bragði.

„Hér er alltaf fullt að gera allan ársins hring því það eru svo margir að skapa

og búa eitthvað til. Þeir sem búa til eigin jólagjafir og jólakort byrja snemma að undirbúa jólin. Annars

VERSLUN&VIÐSKIPTI

Bækur standa alltaf fyrir sínu

Föndurstund fjölskyldunnar

leggjum við mesta áherslu á að vera alltaf með mikið vöruúrval fyrir handverksfólk. Í desember eru sumar fjölskyldur með föndurdag þar sem allir koma saman og föndra saman. Við seljum föndurkassa sem fólk getur gripið með sér í svona föndurstund en þá er allt innihaldið í einum poka, allt sem þú þarft. Þetta eigum við bæði handa börnum og fullorðnum. Við erum með fullt af jólaútsaum en vinsældir hafa aukist í að sauma út. Meira að segja börnin sauma út en þá erum við með grófari útsaum handa þeim. Krakkarnir eru að læra að sauma út í skólanum en þetta er svo róandi fyrir þau og þjálfar fínhreyfingar þeirra. Svo erum við með fullt af garni, ótrúlega mikið úrval. Við eigum einnig allt sem þarf til skartgripagerðar og seljum þar að auki skartgripi sem eigandi verslunarinnar hefur búið til og skapað. Hér er svo mikið úrval að fólk verður bara að gera sér ferð hingað og skoða hjá okkur,“ segir Katrín.

Haraldur og Katrín.

Jóladagskrá framundan í stofnunum Reykjanesbæjar Bókasafn Reykjanesbæjar Bókakonfekt 29. nóv. kl. 20:00 Þrír höfundur lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Kaffi og konfekt Bókabíó 30. nóv. kl. 16:30 Polar Express. Myndin er ætluð 6 ára og eldri Notaleg jólasögustund 1. nóv. kl. 11:30 Halla Karen syngur jólalög fyrir yngstu börnin

Ásdís.

Kirkjugarður Njarðvíkur

Jólalýsing

Byrjað verður að kveikja á jólaljósum í kirkjugarði Njarðvíkur laugardaginn 1. desember kl. 13:00 Aðrir opnunartímar eru sem hér segir: Þriðjudaga frá kl. 17:30 til 19:00 ( 4., 11., og 18. des.) Fimmtudaga frá kl. 17:30 til 19:00 ( 6., 13., og 20. des.) Laugardaga frá 13:00 til 16:00 ( 1., 8., 15. des.) Síðasti opnunardagur er 20. desember. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í síma 660 3691 á milli 13 og 18 alla virka daga.

Duus Safnahús Jólasveinaratleikur og óskalistar til jólasveinanna. 1. des - 6. jan. Leitað er gamalla jólasveina. Skessan í hellinu kemur óskalistum til jólasveinanna. Duus Safnahús eru opin kl. 12:00 - 17:00 alla daga Fullveldisdagskrá 1. des. kl. 16:00 Frásagnir, tónlist og gamanmál (Ari Eldjárn) Skreytum saman Stofuna í Bryggjuhúsi 2. des. kl. 14:00 Jólaball í anda Duus fjölskyldunnar í Stofunni 9. des. kl. 14:00 Tjarnargötutorg Ljósin tendruð á jólatrénu 2. des. kl. 17:00 Fögnum aðventu saman hjá vinarbæjarjólatrénu frá Kristiansand. Skemmtiatriði, jólasveinar, heitt kakó og piparkökur Ókeypis aðgangur í allt ofangreint. Nánari upplýsingar á www.reykjanesbaer.is

Hljómahöll Aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja 5. des. kl. 20:00, ásamt Valdimar Guðmundssyni og Jönu Maríu Guðmundsdóttur Jólatónleikar Páls Óskars og Moniku 6. des. kl. 20:00 Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

9

NÆRRI HUNDRAÐ ÁRA GAMALT FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Jólatraffíkina í Ormsson að byrja en verslunin býður upp á gott vöruúrval í Reykjanesbæ

VERSLUN&VIÐSKIPTI

Fyrirtækið Bræðurnir Ormsson var stofnað 1. desember 1922 af þeim bræðrum Eiríki og Jóni Ormssyni og hefur fyrirtækið verið í eigu afkomenda þeirra meira og minna frá stofnun fram til dagsins í dag. Upphaflegur tilgangur félagsins var rekstur rafmagnsverkstæðis en fljótt þróaðist reksturinn á þann veg að hafinn var innflutningur á vörum framleiddum af AEG, en fyrirtækið hefur verið umboðsmaður þess vörumerkis frá 1923. Nú eru vörumerkin mun fleiri og verslunin heitir Ormsson í dag.

Suðurnesjamenn duglegir að versla heima

Ólöf María Karlsdóttir er verslunarstjóri í Ormsson við Hafnargötu en sú verslun hefur þjónað íbúum Suðurnesja í mörg ár. Hún segir jólatraffíkina vera að byrja en verslunin býður upp á gott vöruúrval. Það sem fæst ekki í búðinni en sem hægt er að nálgast innfrá hjá sama fyrirtæki er útvegað samdægurs eða daginn eftir.

„Við erum með frekar mikið úrval hérna en það er auðvitað mest að gera í raftækjum hjá okkur. Við seljum þvottavélar, eldavélar, hljómtæki, sjónvörp, rakvélar, straujárn, hárblásara og sléttujárn svo ég nefni eitthvað. Búsáhöld eru í miklu úrvali. Töfrasprotinn er alltaf vinsæll um jólin, pottar og pönnur. Nintendo-tölvur eru einnig alltaf jafn vinsælar fyrir krakkana. Fólk verður alltaf hissa þegar það kemur hingað inn og áttar sig á úrvalinu hérna og segir kannski: „Ó! Þetta er miklu stærri búð en ég hélt.“ Við flytjum vöruna heim til fólks en þar erum við í samstarfi við fyrirtæki sem tekur vægt gjald fyrir og hjálpar til við burðinn. Það er mjög þægilegt fyrir fólk sem getur ekki lyft sjálft. Það sparar líka fólki að þurfa að fara til Reykjavíkur til að kaupa sér sömu raftæki. Fólk getur skoðað heimasíðuna hjá okkur www.ormsson.is og komið svo til okkar og lokið viðskiptunum hérna. Við reynum að gera eins vel og við getum,“ segir Ólöf María.

Ljósin tendruð

á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand

Tökum fagnandi á móti aðventunni með tendrun ljósanna á vinabæjarjólatrénu á Tjarnargötutorgi sunnudaginn 2. desember kl. 17. Heitt kakó og piparkökur Dagskrá: • Jólatónlist blásarasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar flytur kveðju • Leonard Ben Evertsson nemandi úr 6.bekk Akurskóla kveikir ljósin á trénu • Jóladýrin í Hálsaskógi koma í heimsókn og skemmta börnunum eins og þeim er einum lagið • Dansað í kringum jólatréð með jóladýrum og jólasveinum

Ólöf María Karlsdóttir, verslunarstjóri.

Dagskrá lýkur kl. 18

SKÖTUHLAÐBORÐ Á ÞORLÁKSMESSU FRÁ KLUKKAN 11:00 TIL 15:00 MUMMI HERMANNS MUN SPILA JÓLALÖG YFIR BORÐHALDI

MARINERUÐ SÍLD, JÓLASÍLD OG KARRÝSÍLD VILLIBRÁÐARPATÉ, GRAFINN SILUNGUR OG HEITREYKT BLEIKJA KÆST SKATA, SALTFISKUR PLOKKFISKUR HANGIKJÖT OG UPPSTÚF HAMSATÓLG OG HNOÐMÖR RÚGBRAUÐ, FLATKÖKUR OG SMJÖR GRÆNAR BAUNIR OG RAUÐKÁL VOLGUR GRJÓNAGRAUTUR MEÐ KANILSYKRI OG KIRSUBERJASÓSU FRÖNSK SÚKKULAÐIKAKA MEÐ RJÓMA OG JARÐABERJUM OSTAR OG PIPARKÖKUR

VERÐ Á MANN 3.950,-

HAFNARGÖTU 90 - REYKJANESBÆ

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

VINSAMLEGAST PANTIÐ BORÐ Í SÍMA 421-8100 EÐA Á MAGGI@RETTURINN.IS


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Fólkið býr til bæinn Hver er framtíð aðal­verslunargötu Reykjanesbæjar?

Ný ásýnd Hafnargötu 12 mun taka miklum breytingum verði nýtt skipulag lóðarinnar samþykkt. Hér má sjá útlit götunnar frá hringtorgi á mótum Hafnargötu og Aðalgötu. Allar tölvugerðar myndir í umfjölluninni eru frá JEES arkitektum í Reykjanesbæ, jees.is

Reykjanesbær hefur undanfarin tíu ár gengið í gegnum miklar breytingar. Bæjaryfirvöld þurftu að herða sultarólina og fresta mörgum framkvæmdum vegna bágrar fjárhagsstöðu og óheyrilegra skulda. Næstum öll orka bæjaryfirvalda fór í að finna út hvernig rétta mátti við fjárhagsstöðu bæjarins. Nú tíu árum seinna er erfiðið farið að skila árangri og bæjaryfirvöld hafa meira tóm til að velta því fyrir sér hvert bærinn á að stefna í framtíðinni. Gæluverkefnum er farið að fjölga. Nú gefst aftur tími til að láta sig dreyma um framtíð bæjarins. Fólk spyr sig hvernig bærinn á að líta út í framtíðinni, hvers konar bæ vilja bæjarbúar eignast og hvernig menningu?

Við viljum að Hafnargatan verði miðjupunktur bæjarins og að hann verði efldur. Við trúum það sterkt á framtíð Hafnargötunnar að við viljum taka áhættuna og sjá hana þróast sem lifandi verslunargötu ...

stöðu bæjarins. Niðurskurður alls staðar. Staðan er þannig núna að við viljum sjá Hafnargötuna þróast sem skemmtilegan miðbæjarkjarna. Það er allt að breytast, verslunarhættir eru að breytast alls staðar. Við sjáum hvernig Laugavegurinn og Skólavörðustígur hafa þróast eftir hrun á sama tíma og ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Nú sérðu þarna litlar verslanir í bland við veitingahús og kaffihús. Hérna þurfum við að horfa á hvernig markaðurinn, fólkið sjálft, tekur völdin. Hvað gera íbúarnir? Styðja þeir við verslun í heimabyggð? Þar liggur grunnurinn að framtíð verslunar við Hafnargötu og í verslunarkjarna Krossmóa og að Fitjum.“

Ótrúlega smekkleg og flott Hafnargata með sitt frá efnahagshruninu. Það hefur samt ýmislegt jákvætt gerst. Nú erum við að rétta úr kútnum og nú gefst okkur meira tóm til þess að stefna í ákveðna átt. Hvert viljum við fara? Fólkið sem rekur fyrirtækin í miðbænum þarf einnig að marka sér stefnu sjálft. Bærinn hefur haft nóg með sitt við að rétta úr fjárhags-

Blaðamanni voru sýndar nýjar skipulagsteikningar af Hafnargötu sem voru einkar aðlaðandi. Þarna mátti sjá verslanir, veitingahús og kaffihús á neðri hæð og íbúðir á efri hæð. Hugmyndin er að blanda saman íbúðarbyggð og verslunarhúsnæði. Sumar byggingar voru endurgerðar eða hreinlega byggðar strax í gömlum stíl á meðan aðrar byggingar voru ný-

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar og Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar. VF-mynd: Marta

Á sama tíma og bæjaryfirvöld stóðu frammi fyrir erfiðu verkefni í fjárhagsrekstri bæjarins þá fjölgaði bæjarbúum um næstum helming á þessum tíu árum. Íbúum hefur fjölgað það mikið að Reykjanesbær verður stærri en Akureyrarbær innan skamms, ef fram fer sem horfir. Allt í einu standa menn frammi fyrir því að innviðirnir eru að þróast einhvern veginn og búa þarf til stefnu, marka leiðina sem fólkið vill fara. Um miðjan nóvember var íbúum Reykjanesbæjar boðið til opins fundar um skipulagsmál en þar gafst fólki kostur á að kynna sér hvernig bæjaryfirvöld sjá fyrir sér bæinn þróast í nánustu framtíð og leggja til málanna.

Verslanir við Hafnargötu hafa verið umfjöllunarefni Víkurfrétta undanfarið og því lék blaðamanni forvitni á að vita hvernig bæjaryfirvöld vilja sjá aðalverslunargötu bæjarins þróast. Teknir voru tali þeir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, og Gunnar K. Ottósson, skipulagsfulltrúi bæjarins. „Hafnargatan er vinsælasta samtalsefnið þegar við fáum einstaklinga á sviði hönnunar í heimsókn því margir sjá hvernig útfærsla götunnar getur verið meira skapandi og skemmtileg. Við sjáum þetta einnig. Gatan felur í sér mörg tækifæri til framtíðar bæði fyrir verslunareigendur og veitingahús. Við gerum það sem við getum til að styðja við góðar hugmyndir þeirra

VIÐTAL

Framtíð Hafnargötu

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

sem eiga hagsmuna að gæta á aðal viðskiptagötu bæjarins. Fólk þarf einnig að sýna frumkvæði og koma til okkar með hugmyndir. Bærinn rekur ekki fyrirtækin á Hafnargötu en við getum skapað ramma til stuðnings miðbænum. Hlutverk sveitarfélaga er að leggja grunn að uppbyggingu,“ segir Guðlaugur og Gunnar heldur áfram: „Já, þetta er spurning um skipulagsmál núna og til framtíðar. Á undanförnum tíu árum hafa hlutirnir jafnvel drabbast niður við Hafnargötu en við megum ekki gleyma því að á sama tíma hefur þjóðin haft nóg

Hafnargata 56 samkvæmt hugmyndum sem hafa verið kynntar.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Verslunarsamtökin Betri bær hafa gert marga góða hluti til þess að lífga upp á Hafnargötuna. Þau taka sig saman og bjóða upp á tilboðskvöld og tilboðsdaga sem lokkar íbúa niður í bæ ... tískulegri. Maður fyllist bjartsýni fyrir hönd Hafnargötu eftir að hafa séð þessar frábæru skipulagsteikningar og hvernig þær tengjast Duus-húsunum. Hafnargatan verður fallegt andlit bæjarins í framtíðinni. Reykjanesbær er að rétta úr kútnum. Fólk sér hvernig gamla hverfið í kringum Duus-húsin hefur þróast í gegnum árin en þar hefur bærinn lagt áherslu á að varðveita gömlu húsin og skapa þar í leiðinni menningarsetur bæjarins. Svona hugmyndir hefðu aldrei náð fram að ganga fyrir fimmtíu árum því þá voru gömul hús bara rifin en í dag vilja flestir varðveita gamla hluta bæja sinna. Hafnargata er á dagskrá bæjaryfirvalda. Verslunareigendur verða einnig að standa vaktina saman og marka sér spor til framtíðar. Hvernig vill fólk sjá götuna þróast? „Við viljum að Hafnargatan verði miðjupunktur bæjarins og að hann verði efldur. Við trúum það sterkt á framtíð Hafnargötunnar að við

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

11

Byggingar í gömlum stíl að Hafnargötu 22–24. Gula húsið hér að neðan er Hafnargata 22 sem stendur á mótum Hafnargötu og Klapparstígs.

viljum taka áhættuna og sjá hana þróast sem lifandi verslunargötu. En vilja þeir sem eiga húsnæði við Hafnargötu það einnig? Eru menn tilbúnir að láta verslunarhúsnæði standa tómt, þar til einhver eldhugi tekur húsnæðið á leigu og stofnar þar fyrirtæki? Eru menn tilbúnir að setja strangari kvaðir á húsnæði við Hafnargötu? Við viljum sjá verslunarhúsnæði á neðri hæð þar sem hefðbundið verslunarhúsnæði hefur verið árum saman. Vilja menn standa saman að þessari framtíðarsýn götunnar, eigendur húsnæðis og fyrirtækja? Verslunarsamtökin Betri bær hafa gert marga góða hluti til þess að lífga upp á Hafnargötuna. Þau taka sig saman og bjóða upp á tilboðskvöld og tilboðsdaga sem lokkar íbúa niður í bæ. Við höfum reynt að styðja við fyrirtækin við Hafnargötuna eftir fremsta megni. Ljósanótt er alfarið á vegum bæjarins en þar hafa verslanir verið duglegar að vera með tilboð til þeirra sem taka þátt í þessari stærstu hátíð ársins. Þorláksmessukvöld er ótrúlega skemmtilegt samtaka verkefni verslunareigenda. Við þurfum öll að standa saman, ræða saman, þeir aðilar sem eiga hagsmuna að gæta í fyrirtækjarekstri og við hjá bænum. Nú er lag,“ segir Guðlaugur.

Samstaða um að efla verslun heima

„Það þarf að vera samstaða um framtíðarsýn verslunar í heimabyggð. Við þurfum að koma saman og búa til draumsýn, t.d. um Hafnargötuna. Þetta þarf að byrja einhvers staðar og það er ágætt að byrja á því að tala saman. Það er svo margt hægt að gera. Fleiri tilboðsdagar lokkar fólk til að kaupa meira. Minni verslunarrými við Hafnargötu gæti verið farsælla. Fólk þarf líka að sýna

frumkvæði. Þegar við horfum til Hafnarfjarðar þá sjáum við hvernig þeim bæ hefur tekist að efla verslun í heimabyggð þrátt fyrir nálægðina við höfuðborgina. Við getum þetta einnig. Við getum þess vegna lokkað fólk úr Reykjavík hingað, ekki bara heimafólk. Það sjáum við svo vel á Ljósanótt þegar bærinn fyllist af fólki alls staðar frá. Þar erum við að skapa segul sem vekur athygli á bænum okkar. Það er talað um Kringlukast. Má ekki hafa einhvers konar Hafnargötukast? Það þarf að kveikja í fólki. Má ekki fjölga viðburðum við Hafnargötu? Þar getur Betri bær sýnt samstöðu og bæjaryfirvöld komið inn í ef þarf en fyrirtækin þurfa fyrst að eiga frumkvæði. Þegar ég flutti hingað 2001 þá voru tíuþúsund íbúar í Reykjanesbæ. Nú hefur allt breyst. Íbúasamsetningin er fjölbreytilegri, íbúar af erlendum uppruna eru rúmlega 20% og íbúar af höfuðborgarsvæðinu hafa flutt hingað suður. Þetta kallar á breytingar á innviðum. Fólk úr Reykjavík sem hefur t.d. vanist því að ferðast með strætó, ætlast til þess að strætó sé stundvís og að ákveðin strætómenning sé til staðar hér einnig. Vöruúrval matvöruverslanna þarf að vera jafnmikið að gæðum og í Reykjavík. Það þýðir ekkert að bjóða fólki upp á lélega

Hafnargata 56 verður mikið breytt.

ferskvöru, fólk vill t.d. fá jafn ferskt grænmeti og borgarbúar eiga kost á. Þegar íbúarnir fá jafn góða þjónustu og svipað vöruúrval og fæst í borginni, þá vill fólk versla heima. Hafnargatan og verslunarkjarnar bæjarins njóta þess að hér búa mun fleiri en áður. Það eru miklir möguleikar alls staðar, bærinn er orðinn miklu stærri. Fleiri íbúar kalla á meiri verslun. Fólk þarf að átta sig á þessu, að tækifærunum hefur fjölgað hérna,“ segir Gunnar.

Þegar íbúarnir fá jafn góða þjónustu og svipað vöruúrval og fæst í borginni, þá vill fólk versla heima ...

Draumar eru til alls fyrstir

Þegar hlustað er á þessa starfsmenn bæjarins þá getur maður ekki annað en smitast af eldmóði þeirra og áhuga á að gera elstu verslunargötu bæjarins meira lifandi. Hugmyndirnar flugu yfir borðið og reynt var að fanga þær á lofti. Farið var víða í umræðunni. Ein þeirra snéri að eflingu túristaverslunar hér niðri í bæ. Guðlaugur sagðist sjá fyrir sér skrautlega rútu eins og fólk hefur séð á Indlandi. Láta þessa rútu aka á hálftíma fresti á milli flugstöðvar og Hafnargötu til þess að gefa túristum kost á að versla niðurfrá og sjá brot af bænum í leiðinni. Fólkið gæti treyst því að rútan væri á stanslausu ferðalagi á milli þessara tveggja punkta og gæti notað tímann ofan í bæ á veitingahúsi eða

í verslunarleiðangri á meðan það biði eftir fluginu sínu. Rútan skrautlega myndi spila tónlist hátt í hátalarakerfi svo hún vekti athygli fyrir utan flugstöðina og lokkaði fólk um borð. En þarna þarf leyfi að koma til, þeirra sem stjórna útivist og öryggismálum ferðamanna í Leifsstöð. Það væri flott að ferðamenn hefðu þetta val. Er ekki allt hægt þegar viljinn er fyrir hendi? Viðtölin undanfarið við verslunareigendur hafa vakið mjög jákvæð viðbrögð lesenda Víkurfrétta. Margir átta sig nú betur á því sem í boði er við Hafnargötuna. Framtíðin götunnar mun þó líklega ráðast eftir því hvernig Suðurnesjamenn sækja hana.

Hafnargata 2, eða Fischershús, og hugmyndir um uppbyggingu á lóðinni.

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.

Reykjanesbær - 10. desember Bókaðu tíma í síma 568 6880 - www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880


n i g a d u t s ö f t s f e h n a k Jólaluk

n i n n i v d n u ús

þ x e S m u i t æ m ð r e v ð a n ó r k a n ó j l l i m ö j s a k k u l l i k i m í v þ t g l y f ð getur

u a k n n i a l að gera jó

Þa

Langar þig í nýjan

H HJ JÓL AÐ

iPhone XR64?

iðum sem eru ekki Skilaðu Jólalukkum vík, tó-verslanir í Njarð með vinning í Net r tu ge davík og þú Iðavöllum eða Grin r. nninga í desembe unnið glæsilega vi þrisvar sinnum Við munum draga ga í tölublöðum og tilkynna vinnin . .is í jólamánuðinum Víkurfrétta og á vf

3 ❱❱ iPhone XR 64GB f frá NETTÓ 2 ❱❱ 120.000 kr. gjafabréTTÓ Grindavík

10 ❱❱ 15.000 kr. matarkörfur í NE Njarðvík 10 ❱❱ 15.000 kr. matarkörfur í NETTÓ 20 ❱❱ Konfektkassar frá Nóa & Síríus

. DESEMBER ÞRÍR ÚTDRÆTTIR: 11., 18. OG 24

Ska Ska

fm

Skafm

ÞÚ FÆRÐ JÓLALUKKU VF Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:

Skafmið

a


! r e b m e v nn 30. nó

r a g n

na

m u j s e n r u ð upin á Su

JÓLALUKKA VÍKURFRÉTTA

HEFST FÖSTUDAGINN 30. JÁ YFIR 20 VERSLUNUM Í NÓVEMBER OG VERÐUR Í BOÐI LALUKKA FÆST EF KEYPT REYKJANESBÆ OG GRINDAVÍK. ER Ð HÁMARKI ÞÓ FIMM MIÐA FYRIR 5000 KR. EÐA MEIRA, . SKAL NÁLGAST HANN HJÁ SÉ VINNINGUR Á MIÐANUM VIÐKOMANDI GEFANDA.

202102810281081 8

afm

iða

leik ur

Vík urf rétt kur ao Víku gv rfré ers ðalei tta o lan kur V g aá vers íkurf Suð lana rétta ur o á g ver aleikur slana Suður nesju Víkurfr á Suð nesju m étta og u m verslan a á Suð rnesjum urnesju m

mið

alei

MEÐAL 6.000 VINNINGA: KOMDU Í FLUG ❱❱ 10 ICELANDAIR ferðavinningar DEKUR OG MATUR ❱❱ 5 vegleg gjafakort frá BLÁA LÓNINU JÓLAMATURINN ❱❱ 30 KEA hamborgarhryggir og 30 KEA hangilæri frá NETTÓ JÓLAKALKÚNNINN ❱❱ 10 4 kg. kalkúnar bíða í NETTÓ ÍSKALDUR JÓLAÍSINN ❱❱ 50 stk. Daim Emmessís hringir frá NETTÓ JÓLAOSTURINN ❱❱ Við erum að tala um 15 stórar ostakörfur frá MS MEÐ JÓLAKAFFINU ❱❱ … í des er gott að fá piparkökur. 500 jólapiparkökur 300gr. bíða eftir að vera sóttar JÓLAÖLIÐ ❱❱ … Já, þið þekkið það. 2000 2 ltr. Egils Applelsín 2000 2 ltr. Coca Cola VINSÆLUSTU JÓLABÆKURNAR ❱❱ 10 bækur: Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald 10 bækur: Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur 10 bækur: Þrekvirki í Djúpinu eftir Óttar Sveinsson GOTT Í GOGGINN ❱❱ 35 pítsutilboð og kók frá LANGBEST 40 pítsutilboð frá FERNANDO’S 200 ísar í brauðformi frá BITANUM 100 snúður og tíu Héðinsbollur í SIGURJÓNSBAKARÍI 15 OLSEN OLSEN langlokur og KÓK 50 KFC máltíðir 30 hádegisverðir á RÉTTINUM 10 súpa og brauð í SIGURJÓNSBAKARÍI 10 hádegisverðir á SOHO 10 hádegisverðir HJÁ HÖLLU í Grindavík 10 hádegisverðir fyrir tvo á CAFÉ DUUS FYRIR RÆKTINA ❱❱ 100 boost í LÍKAMI OG BOOST í Sporthúsinu 12 mánaðarkort í SPORTHÚSINU 20 FIT 60 rafbækur frá EINKA.IS VANTAR ÞIG SENDIBÍL EÐA FLUGELDA? 50 gjafabréf hjá SENDIBÍLALEIGU SUÐURNESJA 10 flugeldavinningar frá BJÖRGUNARSVEITINNI SUÐURNES BÍÓ, NETIÐ OG FJÖRIÐ ❱❱ 50 bíómiðar í SAMBÍÓUNUM í Keflavík 10 net- og áskriftir frá KAPALVÆÐINGU 4 Super WIFI sendar frá KAPALVÆÐINGU SPORTIÐ OG LEIKHÚS ❱❱ 40 miðar á leiki KEFLAVÍKUR í Inkasso-deildinni 2019 30 miðar á leiki KEFLAVÍKUR í Domino’s-deildinni 2018–2019 5 ársmiðar á leiki KEFLAVÍKUR í Domino’s-deildinni 2018–2019 20 aðgöngumiðar á sýningar LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR SEXTÍU GJAFABRÉF FRÁ TUTTUGU VERSLUNUM SEM BJÓÐA UPP Á JÓLALUKKU Í ÁTJÁNDA SINN Ef þú verslar fyrir 5000 kr. eða meira færðu skafmiða sem getur fært þér veglegan vinning. Skilaðu skafmiðanum ef hann er ekki með vinning í verslanir NETTÓ og þú átt annan möguleika á vinningi


14

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram á vef ÓJ&K.

Á þeim rúma aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun Kaffitárs hefur fyrirtækið markað djúp spor í sögu kaffiframleiðslu á Íslandi. Kaffitár selur hágæða kaffi sem keypt er beint frá kaffiræktendum eða „án krókaleiða frá býli til bolla.“ Félagið rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki. Kaffihús Kaffitárs eru fjögur talsins og bjóða úrval kaffidrykkja og meðlætis með kaffinu. Kaffitár rekur einnig Kruðerí ehf. sem er handverksbakarí með áherslu á gæði og hreinleika. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða brauð og bakkelsi í sama háa gæðaflokki og kaffi Kaffi-

társ. Kruðerí er framleiðslufyrirtæki en rekur jafnframt tvö kaffihús og bakarí sem njóta góðs af sterku vörumerki Kaffitárs. Nýja kaffibrennslan ehf. var stofnuð árið 2000 eftir samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Þar sameinuðust tvær elstu kaffibrennslur landsins sem höfðu framleitt kaffi fyrir Íslendinga frá árinu 1924. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Systurfélögin hafa það að markmiði að bjóða ætíð vörur af sem bestum gæðum á hagstæðu verði, framúrskarandi þjónustu og áreiðanleika í öllum viðskiptum. Kaup Nýju kaffibrennslunnar á Kaffitári falla því vel að markmiðum og gildum félaganna og munu styrkja rekstur þeirra til framtíðar. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Íslandsbanki var ráðgjafi seljanda og Fjármálaráðgjöf Deloitte var ráðgjafi kaupenda.

FSINGUR VIKUNNAR

Nýja kaffibrennslan kaupir Kaffitár

Júlíus Viggó sá Bohemian Rhapsody síðast í bíó en honum finnst vanta tyggjó í mötuneytið. Gott skopskyn finnst Júlíusi Viggó vera besti eiginleiki í fari fólks og ef hann væri skólameistari FS þá myndi hann breyta mætingarreglunum. Júlíus Viggó Ólafsson er 17 ára Sandgerðingur en hann er FSingur vikunnar.

Ólafur Ó. Johnson, stjórnarformaður Nýju kaffibrennslunnar: „Kaffitár er sterkt og rótgróið vörumerki á íslenskum markaði sem við teljum að verði öflug viðbót við samstæðu Ó. Johnson & Kaaber. Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp.“ Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs: „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og hlökkum til að vinna með nýjum eigendum að rekstri Kaffitárs og Kruðerís. Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini.“ Aðilar munu ekki tjá sig nánar um viðskiptin fyrr en að aflokinni skoðun Samkeppniseftirlitsins.

Íslensku jólasveinarnir fást í Stapafelli

Jólatilboð á jólasveinastyttum

STAPAFELL HAFNARGATA 50 - SÍMI 421-2300


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

15

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Langt stím gefur vel í veiði AFLA

FRÉTTIR

Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Er að læra hagfræði. Hver er helsti kostur FS? Hvað skólinn er nálægt Sandgerði. Hver eru áhugamálin þín? Hagfræði, saga og tónlist. Hvað hræðistu mest? Örugglega dauðann. Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur? Hvers vegna? Einar Hugi er listamaður og einn daginn mun öll þjóðin þekkja nafn hans. Hver er fyndnastur í skólanum? Daniel Arnar Ragnarsson Viborg. Hver er helsti galli þinn? Að taka að mér fleiri verkefni en ég hef tíma í. Hver er helsti kostur þinn? Ég get vakið fram á nótt til að klára verkefni og liðið nokkuð vel daginn eftir. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Facebook, Messenger og Gmail. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er nú bara fínt. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ætli það sé ekki bara hagfræðin. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Þetta er náttúr­ lega bara besti staðurinn á Íslandi, ekkert minna en það.

Aflaklær á Erling KE. Myndin var tekin árið 2005. Í síðasta pistli þá fór ég með ykkur í smá ferðalag til þess að sjá muninn á útgerð á Suðurnesjum þá og nú. Núna höldum við okkur bara við nútímann. Stóru línubátarnir hafa verið að mokveiða og eru sem fyrr að landa út landi. Jóhanna Gísladóttir GK er með 409 tonn í 4 og mest 149 tonn í einni löndun. Kristín GK 361 tonn í 5. Sighvatur GK 355 tonn í 4 og mest 140 tonn, sem er stærsta löndun bátsins eftir að hann kom úr breytingum. Fjölnir GK 342 tonn í 3 og mest 131 tonn. Allir þessir bátar eru Vísis-bátar og hafa landað þessum afla að mestu á Djúpavogi. Þorbjarnar-bátarnir hafa líka fiskað vel. Valdimar GK 322 tonn í 5. Sturla GK 293 tonn í 5 og mest 111 tonn. Hrafn GK 264 tonn í 5. Minni bátarnir eru margir komnir til Sandgerðis og hefur veiðin hjá þeim gengið nokkuð vel. Þó eru allir Einhamars-bátarnir ennþá á Stöðvarfirði. Vésteinn GK með 153 tn í 16. Auður Vésteins SU 133 tn í 16. Gísli Súrsson GK 129 tn í 16. Guðbjörg GK 122 tn í 11. Guðbjörg GK byrjaði á Skagaströnd, fór þaðan í Breiðarfjörðinn og landaði í Ólafsvík, kom eina löndun til Hafnarfjarðar með

Uppáhalds... ...kennari? Steini. ...skólafag? Hagfræði. ...sjónvarpsþættir? Maniac. ...kvikmynd? 2001: A Space Odyssey eða Blade Runner, get ekki valið. ...hljómsveit/-tónlistarmaður? Þursaflokkurinn. ...leikari? Harrison Ford.

um 20 tonn og er núna kominn til Sandgerðis. Óli á Stað GK 114 tonn í 17 og hefur fylgt Guðbjörgu GK nema að ekki landað í Hafnarfirði. Dóri GK 100 tn í 16 og Von GK 106 tn í 16 báðir á Neskaupstað. Ef við horfum á bátanna sem eru að landa hérna, þá er Hulda GK með 82 tn í 17. Daðey GK 54 tn í 11. Máni II ÁR 41 tn í 11. Andey GK 33 tn í 9. Katrín GK 26 tn í 7. Andey GK og Katrín GK eru báðir balabátar. Dúddi Gísla GK var á Skagaströnd en er kominn til Sandgerðis og hefur landað í heildina 45 tn í 11. Sævík GK sem er gamli Óli Gísla GK er líka komin til Sandgerðis og hefur landað alls 39 tn í 8. Benni SU 39 tn í 11. Bergur Vigfús GK 17 tn í 6. Addi Afi GK 29 tn í 8, Birta Dís GK 25 tn í 7 og Ölli Krókur GK 4,8 tn í 3. Það var minnst á það í einum pistlinum að Bergvík GK, sem er gamla Daðey GK, væri að hefja veiðar á netum. Báturinn er byrjaður á veiðum og hefur verið með netin sín í Garðsjó. Það byrjar rólega hjá þeim á Bergvík GK, hefur landað 3,4 tn í 4. Annars af netabátunum þá er veiðin hjá þeim ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Maron GK með 17 tonn í

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

12 róðrum og Halldór Afi GK 11 tonn í 13. Veiðin hjá bátunum sem róa frá Sandgerði hefur verið aðeins skárri enda eru þeir með netin skammt undan Stafnesi og Hafnarberginu. Valþór GK með 21 tn í 8 róðrum og Sunna Líf GK 12 tn í 10. Erling KE fór á mikið flakk alla leið vestur á firði til að ná í þorsk og gekk það nokkuð vel hjá honum. Landaði alls 76 tonnnum í 3 róðrum og mest 33 tonn, sem landað var á Flateyri. Hann kom líka við í Bolungarvík og Ólafsvík. Og þegar þetta er skrifað þá fór Erling KE aftur í langferð og silgdi í um 11 klukkutíma frá Njarðvík alla leið undir Látrabjarg og lagði netin þar. Talandi um langa siglingu þá hefur Grímsnes GK áfram verið á ufsaveiðunum undir suðurströndinni eða á svæðinu í kringum Vík í Mýrdal og er stímið þangað frá Þorlákshöfn ansi langt eða um 7 til 8 klukkutímar. Þetta langa ferðalag hefur borgað sig því að núna í nóvember þá hefur Grímsnes GK landað 136 tonnum í 9 róðrum og er ufsi af því um 120 tonn. Veiði dragnótabátanna er búinn að vera mjög misjöfn. Siggi Bjarna GK kominn í 82 tn í 14 og mest 11 tonn. Benni Sæm GK 79 tonn í 14 og mest 12 tonn. Báðir bátanna eru á veiðum í Faxaflóanum eða bugtarbátar eins og þeir voru oft kallaðir. Sigurfarinn GK má ekki veiða inn í Faxaflóa og hefur hann verið á veiðum undir Hafnabergi og á svæðinu í kringum Eldey. Hann hefur landað 64 tonn í 14 róðrum og mest 14 tonn. Enginn dragnótabátur hefur landað í Grindavík.

ALLAR VÖRUR*

Á S N I E AÐ G A D U T FÖS

Aðventuhelgi, sunnudagsopnun kl. 11-15

Aðventuhe lgi: Tax Free af ö ll jólavörum og um seríum, fimmtudag t il sunnudags

Allar verslanir okkar á landsbyggðinni verða opnar á sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu. Sjá nánar á husa.is

Gildir ekki af vörum í timbursölu Gildir ekki af tilboðsvörum, WEBER grillum og KitchenAid vörum * Gildir ekki af vörum merktum „lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“ * *

Tax free tilboð jafngildir 19,35% afslætti af almennum vörum og 9,91% af matvörum. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

Byggjum á betra verði

w w w. h u s a . i s


16

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

Smjör á hverju strái

Ég fékk einhvern veginn á tilfinninguna á íbúafundi Stakksbergs um kísilver í Helguvík að starfræksla kísilvera væri hollur iðnaður. Svona svipað og rjóma- og smjörframleiðsla. Enda lak heitt smjörið út um varir frummælendanna þar sem þeir stóðu keikir með glærusýningar sína og boðuðu okkur sama fagnaðarerindi sem svo oft hafði heyrst á svölum Hljómahallarinnar. Nú byggjum við nýtt fjögurra ofna kísilver sem bæði verður fallegt og mengar ekkert. Nú voru komnir nýir menn og konur sem gátu gert allt það sama og gert hafði verið áður. Bara svo miklu, miklu betur. Reykur þótt hann lyktaði var ekki lengur óhollur og háar byggingar myndu ekki lengur sjást.

KÍSILVERKSMIÐJA STAKKBERGS Í HELGUVÍK Litla gula hænan fann fræ, það var hveitifræ. Sagan kom í hugann á fundi Stakkbergs í Stapanum með íbúum Reykjanesbæjar 21. nóvelmber sl. Enginn vildi sá og þreskja fræ hænunnar og vinna það í brauð. Hundurinn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég ..... en allir vildu borða brauðið. Hundurinn sagði, það vil ég, kötturinn sagði, það vil ég. Eins er það með kísilinn. Allir þurfa hann í gemsana sína, tölvurnar, flatskjáina, sólarsellurnar, rafhlöðurnar, tölvukerfin. Bara ekki vinna kísil í bakgarðinum mínum. Fundurinn í Stapa var um yfirtöku Stakkbergs á kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Sú verksmiðja var fúsk og blekkingarvefur frá upphafi. Mannleg mengun fyrst og fremst. Fnykinn lagði yfir bæinn, þegar verksmiðjan startaði. Bærinn lét blekkjast. Bankinn lét blekkjast og lífeyrissjóðir og bæjarbúar fengu upp í kok af þessu dæmalausa rugli. Þið þekkið þá sögu. Reiðin er mikil og heit. Fullyrt er að 99% bæjarbúa séu andsnúnir verksmiðjunni. „Burt,“ sögðu menn á fundinum. Já, burt, „bíddu meðan ég æli.“ Slík var stemningin. Bæjarstjórn ályktar gegn mengandi verksmiðjum í bænum. Aldrei aftur. „Við stöndum með íbúum,“ sagði formaður bæjarráðs. Forseti bæjarstjórnar taldi ólíklegt að sátt næðist við bæjarbúa um endurgerða verksmiðju núna (Fréttir RÚV 21. nóvember). „Skipulagsmálin eru í skoðun,“ sagði hann, „þau eru á valdi bæjarins.“ Íbúakosning er kosningaloforð. Bæjarfulltrúi spurði hvort kannað hafði verið að loka verksmiðjunni. Já, stemningin var vissulega eintóna og kannski ekkert skrítið. Ég hef fullan skilning á reiðinni og þeim tilfinningahita sem ríkir í bænum varðandi verksmiðjuna. Umræðan um hættulega mengun vekur ótta. „Ég vil ekki að börnin mín bíði skaða af,“ sagði ung móðir á fundinum. Sammála. Sannleikurinn er hins vegar sá að kísilsverksmiðjur eru taldar lítið eða

ekki mengandi. Þær hafa ekkert loftþynningarrými umhverfis sig, eins og t.d. álver, til að draga úr mengun í nærumhverfi. Þess þarf ekki. Þær eru oft staðsettar í íbúðabyggð, í þröngum fjörðum í Noregi. Þar er ekkert fúsk. Engin mannleg mengun. Engin svikamilla græðginnar. Regluverkið virkar. Eftirlitið virkar. Verksmiðjurnar virka og skapa verðmæti og störf. Verksmiðja United Silicon virkaði aldrei í Helguvík. Hún var fúsk. Reykurinn úr ofnunum var aldrei nógu heitur til að brenna lyktina. Aldrei nógu heitur til að leita upp í háloftin. Hann lagðist því yfir bæinn, með lykt af bruna trjákurls. Lyktarmengun. Slíkt á ekki að koma fyrir. Þarf ekki að koma fyrir. Ef rétt er staðið að málum. Það var ekki gert. Verksmiðjan missti starfsleyfið. Hún er stopp. Eftirlitið virkaði loksins. Nú vill Stakkberg gera betur. Láta verksmiðjuna virka. Það kostar fjóra milljarða. Norðmenn sem til þekkja eru með í ráðum. Látum á það reyna. Annað væri út í hött. Ef bæjarstjórn synjar um breytingu á deiliskipulagi og/eða framkvæmdaleyfi yrði allt að engu. 180 milljóna skuld við Hafnarsjóð yrði ógreidd að eilífu. Tuttugu milljarða fjárfesting í Helguvík farin í förgun. Verksmiðjan gjaldþrota. Förgunin lendir á óhjákvæmilega á Reykjanesbæ að hluta, þó hrakið verði selt til niðurrifs. Það kostar bæinn líklega milljónatugi og mikið tekjutap.

„Nei, annars,“ segir ef til vill einhver, látum hana standa. Minnismerki um loftkastala og draumóra sem aldrei urðu að veruleika. Gott fyrir túristabransann. Tökum krók í Helguvík að skoða óklárað álver og ónýta verksmiðju áður en haldið er út í Garð til að sjá vitann, jökulinn, sólsetrið og norðurljósin. Vissulega athyglisverð hugmynd. Ég hallast fremur að hugmynd Stakkbergs. Það gera samfélagsáhrifin og traust mitt á okkur sjálfum, að stjórnsýslan virki. Að eftirlitið virki. Að verksmiðjan virki. Að verksmiðjan verði til góðs. Það er vaxandi eftirspurn eftir kísil. Við þurfum afurðina í gemsana, tölvurnar og orkusparandi tæki. Við viljum sólarorku í stað kolaeða olíuorku vegna loftslagsmála. Verksmiðjan mun hafa hátt kolefnaspor sjálf. Það er fórnarkostnaður. En hún mengar ekki. Hún brennir viðarkurli. Kaupir það af skógræktinni og stuðlar þannig að grisjun svo skógurinn þrífist. Hún styrkir þannig skógræktina, til að minnka kolefnispor landsmanna við að framleiða kísil fyrir orkusparandi tæki og tól í mikilvægu orkuskiptaverkefni Evrópu og á heimsvísu. Hún yrði hlekkur í keðju gegn hnattrænni hlýnun. Verksmiðjan yrði stórnotandi íslenskrar raforku. Hún nýtir raforku úr jarðhita, vatnsog vindafli, hreina íslenska orku til góðra verka. Skapar störf og afleidd störf. Styrkir Helguvíkurhöfn. Borgar skuld United Silicon við bæinn. Eykur tekjur bæjarins og skapar ný atvinnutækifæri. Litla gula hænan fann fræ, það var hveitifræ. Látum það vaxa og þroskast. Ég vil borða brauðið, sagði hundurinn. Ég vil borða brauðið, sagði kötturinn. Litla gula hænan sagði ... Skúli Thoroddsen, íbúi í Reykjanesbæ.

Þeim fannst það vond meðferð fjármuna að rífa það sem komið er upp niður. Það hefðu verið lagðir í þetta of miklir peningar og nánast óábyrgt gagnvart félögum þeirra lífeyrissjóða er sem þegar hafa tapað milljörðum á verkefninu, að láta ekki blautustu drauma fjárfestanna verða að veruleika. Það verða jú fjárfestarnir í Kaupþingi sem fá allt sitt til baka verði draumar þeirra að veruleika. Byggingarverktakar, bæjarfélagið, og lífeyrisjóðirnir geta svo kennt þeim pólitíkusum sem ákváðu þetta í upphafi að hafa ekki kynnt sér hverjir framkvæmdamenn verkefnisins væru. Það vissu reyndar allir. Raðhúsabyggingarfræðingur frá Rödovre i Danmörku, sem að sögn var einnig góður dýfingarmaður. Minna er þó vitað og nánast útilokað að finna út úr því hverjir þeir fjárfestar sem nú standa að baki eru enda Arion banki áður Kaupþing og þar áður Búnaðarbanki. Draumastaður þeirra sem lítið vilja láta fyrir sér við sína iðju að græða peninga í reykfylltum bakherbergjum. Þetta eru svona vogunarsjóðir sem vita lítið um rekstur kíslilvera, en þess betur um allskonar skrýtna fjármálagjörninga. Einverjir svona Dekhill Advisors vogunarsjóðir eins og

komu að sölu Búnaðarbankans sáluga. Myndefni frummælandanna var líka nokkuð sérstakt, tölvumyndir með linsu sem gátu ekki sýnt hlutina í réttum stærðum. Samt vilja þeir að við trúum því að þeir séu fagmenn til að byggja og breyta verkmiðju sem á eftir að spúa milljónum tonna af allskonar hættulegum efnum út í andrúmsloftið án þess að nokkur hætta skapist af. Væri ekki bara ágætt að þessir menn beittu sér fyrst að minni hættulegum verkefnum eins og að læra á hvernig linsurnar í tölvumódelinu virkar? Það sem mér fannst þó verst í allri smjörframleiðslu frummælenda var að þeir vildu bara ekki skilja meginatriði málsins, sem er í ljósi fenginnar reynslu þá vill stór hluti í Reykjanesbæ ekki verða hluti af lýðheilsutilraunum stóriðjunnar, né heldur að milljón metra reykháfar verði helsta kennileiti bæjarins, jafnvel þó á hinum endanum hangi loforð eins frummælandans um að skuldir fyrrum eiganda við bæinn verði borgaðar af næsta eiganda á eftir honum. Með bestu kveðju, Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ.

Að breyta Trabant í Benz

Það ríkti ekki Þórðargleði hjá fundargestum Þórðar, eða Stakksbergs, eða Arion banka í Stapa síðastliðinn miðvikudag (21. nóvember). Með böggum hildar hlustuðu áheyrendur á orð talsmanna stjórnar Arion banka og horfðu á vel uppfærða leiksýningu, án þess að greiða krónu fyrir í þetta sinn. Það læðist þó að sá grunur að í Arion banka muni ríkja Þórðargleði, þegar þeim tekst að koma því sem kallað hefur verið „kirkjuskip fjandans“ í gagnið, því þeir unna böggum Hildar, en ekki Hildi sjálfri. Það er jafn áreiðanleg fullyrðing, að segja að 99% fundargesta hafi ekkert traust eða trú á orðum frummælenda fundarins, eins og að fagurgalinn og tölulegu upplýsingar sem kynntar voru væru heilagur sannleikur. Þeir komu vel fyrir og skyggnilýsingar (afsakið skyggnulýsingar) og orðræða þeirra var óskeikul á fundinum. Eftir á að hyggja velti ég þó fyrir mér ýmsum fullyrðingum og sérstaklega fjárhagslegu samhengi þess, sem hér um ræðir. Þórður fullyrti að hingað til hafi verið lagðir til 20 milljarðar króna til að byggja einn bræðsluofn og þá „hrákasmíð“ (það lá í orðum hans og annara frummælenda um núverandi uppbyggingu verksmiðjunnar), sem þarna hefði farið af stað. Ætlunin er að gera þetta allt betur og fullkomnara með því að leggja til rúm-

lega fjóra milljarða króna (20% í viðbót) til að bæta við þrem nýjum bræðsluofnum, byggja hálfan tug nýrra bygginga á svæðinu og stækka aðrar vænti ég, auk þess að þjálfa og kenna nýju starfsfólki stafróf kísilvinnslu, uppfylla öll mengunarskilyrði og fá bæjarbúa á sitt band áður en herlegheitin verða seld einhverjum í biðröðinni. Er þetta trúverðugt? Getur verið að bæjarstjórn Reykjanesbæjar og heilbrigðisyfirvöld kaupi snákaolíuna einu sinni enn? Að hægt verði að þrefalda stærð verksmiðjunnar fyrir aðeins fjóra milljarða, eða 1/5 af stofnkostnaði er eins ótrúverðugt og hægt sé að breyta Trabant í Benz fyrir 20% af kaupverði Trabants. Reykjanesbæ 25. nóvember 2018, Tómas Lárusson.

í b úafundur Stakksbergs um kísilver í Helguvík

Sjáið upptöku frá fundinum á vefsíðu Víkurfrétta, vf.is


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

17

Fordæmi

Þann 31. mars árið 2007 kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiliskipulag sem heimilaði stækkun álversins í Straumsvík. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar taldi á þessum tíma, rétt að vísa þessari deiliskipulagsbreytingu til íbúa. Mikill áhugi var á þessari kosningu í Hafnarfirði og var kjörsókn mjög góð eða rúmlega 76%. Mjög tvísýnt var hins vegar um niðurstöðuna, en það fór svo að deiliskipulagsbreytingu var hafnað með 50,3% atkvæða en 49,3% vildu samþykkja. Hér á Suðurnesjum gæti staðan orðið með svipuðum hætti. Félagið Stakksberg hefur nú yfirtekið kísilver United Silicon í Helguvík og ætlar sér stóra hluti. Umhverfisstofnun hefur hins vegar krafist endurbóta á verksmiðjunni, sem gerir það að verkum að breyta þarf deiliskipulagi.

Hér eins og í Hafnarfirði er það í höndum sveitarfélagsins að taka ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi. Þetta er hins vegar orðið það stórt mál að það væri óeðlilegt að leggja það á ellefu bæjarfulltrúa að taka þessa ákvörðun. Það fordæmi sem Hafnfirðingar settu á sínum tíma ætti að geta orðið það leiðarljós sem við hér í Reykjanesbæ eigum að geta nýtt okkur og ættum að nýta okkur, þ. e. að kalla eftir vilja íbúa í þessu stóra máli. Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.

Heilbrigðisstofnunin okkar Íbúafjölgun á Suðurnesjum hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Íbúum hefur fjölgað um 22% á síðustu þremur árum. Um 30% frá árinu 2013. Það er gleðileg þróun sem sýnir að atvinna er hér næg og skilyrði til búsetu aðlaðandi. En skilyrðin verða ekki aðlaðandi til lengdar ef hornsteinar samfélagsins molna.

Viðburðir í Reykjanesbæ

Styrka stoðin

Hvatagreiðslur - fyrsta úthlutun á nýju ári í febrúar Íbúar takið eftir. Hvatagreiðslur verða greiddar út í fyrsta sinn á nýju ári þann 10. febrúar 2019. Ef óskað er nánari upplýsingar má senda á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is Desember í Hljómahöll! 5. des. Aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja ásamt Valdimar Guðmundssyni og Jönu Maríu 6. des. Páll Óskar & Monika jólatónleikar 19. des. Hátíðartónleikar Eyþórs Inga (aukatónleikar) 30. des. Valdimar Miðasala fer fram á hljomaholl.is, tix.is og í móttöku Hljómahallar.

Styrkasta stoðin undir velferðarsamfélög er góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla. Okkar heilbrigðisstofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, er stóra stoðin undir samfélögin á Suðurnesjum. Hana er nú markvisst verið að veikja í góðærinu, vegna þess að ekki er brugðist við fjölgun íbúa á svæðinu og álagi á starfsfólk og búnað sem henni fylgja. Aðstæðurnar kalla á aukið fjármagn úr ríkissjóði. Aðstæðurnar kalla á að ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn bregðist við eins og þeir voru búnir að lofa. Og það er enn mögulegt að gera það. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt og frágengin en það mun væntanlega gerast innan fárra daga.

Bregðast þarf við

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili fatlaðs fólks Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður Fræðslusvið – talmeinafræðingur í tímabundið hlutastarf Reykjaneshöfn – hafnsögumaður Velferðarsvið – gefandi umönnunarstarf á heimili ungs manns Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Það verður að bregðast við því að þjónustuþörf hefur aukist verulega á undanförnum árum í samræmi við fjölgun íbúa og fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna og stóraukinnar starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Heilbrigðisstofnunin hefur reynt eftir fremsta megni að mæta aukinni

þjónustuþörf og það tekist að hluta til að sögn forstöðumanns. Ýmsir flöskuhálsar takmarki það þó, t.d. of mikið álag á starfsfólk, húsnæðið setji starfseminni skorður og fjármagn til rekstrar sé að skornum skammti. Við vitum öll að gott starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja gerir allt sem það getur en álagið getur einfaldlega orðið of mikið.

Óásættanleg staða

Samkvæmt greiningu stofnunarinnar þarf að bæta 281 milljón króna við tillögur ríkisstjórnarinnar og þingmanna sem styðja hana, fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Á fundi með sveitarstjórnarmönnum úti í Garði með þingmönnum kjördæmisins lofuðu stjórnarþingmennirnir öllu fögru. Einn þeirra sagðist ekki ætla að styðja frumvarpið ef ekki fengist fjármagn til að mæta íbúafjölguninni. En loforðin hafa ekki verið efnd og það kom ekki ein króna til viðbótar í tillögum meirihlutans þegar að breytingartillögur voru samþykktar við aðra umræðu fjárlagafrumvarps-

ins. Og það er algjörlega óásættanlegt! Við Suðurnesjamenn getum ekki sætt okkur við að í bullandi góðæri sjái ríkið ekki til þess að við fáum heilbrigðisþjónustu sem mætir þörfum svæðisins. Ég hvet ykkur öll til að þrýsta á stjórnarþingmenn sem þið þekkið til að efna loforðin með breytingatillögu við fjárlög á næstu dögum um aukið fjármagn til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það er nauðsynlegt og réttlátt og ríkissjóður hefur efni á því. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

AUKAAÐALFUNDUR Aukaaðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn í húsakynnum félagsins Vatnsnesvegi 14, miðvikudaginn 12. desember nk. kl. 19:00. DAGSKRÁ Breyting á lögum félagsins sem myndu heimila að farið verði í allsherjaratkvæðagreiðslu um sameiningu við VR. Kjörstjórn

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222


SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ! VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKJA Á SUÐURNESJUM SKV. ÚTNEFNINGU CREDITINFO

TSA ehf.

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.


Hollt, gott og heimilislegt

Framúrskarandi frá árinu 2010

H

F


m u n f ö H í g o v a p ú j D ð i v i d n a a l ó J 20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

u k ö k r a p Pi

HÚSBYGGINGAR Í HÖFNUM Það var mikil jólastemmning í Höfnum í síðustu viku þegar fólk á öllum aldri safnaðist saman á heimili við Djúpavog til að skreyta piparkökuhús. Þarna var saman komin stórfjölskylda sem hefur haft þann sið til margra ára að baka og skreyta piparkökur eitt síðdegi

í aðdraganda jóla. Nú hefur piparkökubakstrinum verið hætt og þess í stað eru keypt tilbúin piparkökuhús sem síðan eru skreytt með gljáa og sælgæti. Svo er pulsum skellt í pott og allir borða saman. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. Nánar um

málið í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is þegar við tökum hús á listakonunni Rut Ingólfsdóttur sem vinnur að listsköpun í Höfnum. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson.

STARFSMAÐUR Í FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA Fjölskyldusvið Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs óskar eftir að ráða tómstundafræðing í 50 % stöðu. Starfið er fjölbreytt og kemur að tómstundastarfi aldraðra. Faglegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á vönduð og fagleg vinnubrögð, metnað og framtakssemi og hagsmunir eldri borgara hafðir að leiðarljósi.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Starfssvið

• Skipuleggur tómstundir og heilsueflingu fyrir eldri borgara og ber ábyrgð á að boðið sé upp á fjölbreytt tómstundastarf. • Vinnur í teymi með öðrum starfsmönnum í frístunda og forvarnadeild fjölskyldusviðs. • Þátttaka í stefnumótun, þróun og innleiðingu á verklagi á nýju sviði.

Menntunar og hæfniskröfur • • • •

Fagmenntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræð er kostur. Áhugi á að vinna með fólki er skilyrði. Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar. Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun.

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir í síma 420-7500. Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið sandgerdi@sandgerdi.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

21

Sjá einnig í Suðurnesjamagasíni! V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

S TA R F S M AÐ U R Í F L O TA S T Ý R I N G U Isavia óskar eftir að ráða ábyrgan aðila í flotastýringu tækja í farþegaakstri. Helstu verkefni eru að fylgjast með umferð loftfara á fjarstæðum við komur og brottfarir ásamt úthlutun stæða/hliða til starfsmanna farþegaaksturs. Einnig er um að ræða samskipti og eftirfylgni þjónustu farþegaaksturs ásamt eftirliti á flughlaði. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Arngrímsson, þjónustustjóri , gudjon.arngrimsson@isavia.is.

Hæfniskröfur: • Reynsla af stjórnun æskileg • Góð tölvuþekking • Góð tungumálakunnátta í ræðu og riti á íslensku og ensku • Nákvæm, sjálfstæð og lausnarmiðuð vinnubrögð • Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

UMSÓKNARFRESTUR: 2. DESEMBER

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Að vera hluti af

Davidson

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

Jón Axel í eldlínunni með liði sínu. Á hinum myndunum er hann með félögum sínum.

fjölskyldunni er einstakt

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hefur sannarlega vakið verðskuldaða athygli í Davidson, gamla háskóla Steph Curry leikmanns meistaraliðs Golden State. Jón hélt utan árið 2016 og hefur hægt og bítandi fest sig í sessi hjá þessum sterka skóla. Hann stefnir á atvinnumennsku að námi loknu enda hefur hann bætt sig mikið síðan hann yfirgaf heimahagana. Ingvi bróðir hans er einnig kominn í háskólaboltann og Bragi sá yngsti þykir ansi efnilegur. „Liðsfélagarnir eru alltaf jafn hissa á að sjá þau ítrekað hérna í heimsókn hjá mér, þau eru alveg einstök,“ segir Jón um foreldra sína. Vissulega var þó erfitt að ákveða að flytja út á sínum tíma.

Allir í Davidsonfjölskyldunni taka þessu mjög alvarlega og fylgja þessu eftir og þess vegna er þessi fjölskylda svo einstök ...

Deiliskipulagsbreytingar Stapabraut 21 Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreyting. Stapabraut 21 Skipulagið gerir ráð fyrir húsnæði og aðstöðu fyrir bílaleigu og aðra ferðatengda þjónustu. Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 6. desember 2018 til 17. janúar 2019. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. janúar 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ eða á netfang skipulagsfulltrúa gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Reykjanesbæ, 26. nóvember 2018. Skipulagsfulltrúi

„Þetta var dálítið erfitt í byrjun að koma í svona gjörsamlega nýtt umhverfi og vera ekki á hótel mömmu. En svo eftir fyrstu tvo mánuðina kom þetta hratt og auðveldlega og núna finnst mér alveg eins og Davidson sé heimili mitt,“ segir Grindvíkingurinn en skólinn er staðsettur í NorðurKarolínu og eru þar tæplega 2000 nemendur við nám. „Margt hefur breyst og ég er orðin vanari því að hugsa um mig núna. Þegar maður kom fyrst út þá var maður alltaf að hugsa hvað væri að gerast heima á Íslandi og hverju maður væri að missa af með vinunum. Þegar maður kemst yfir þá hugsun þá verður þetta allt miklu auðveldara.“ Á sínu fyrsta tímabili fékk Jón strax stórt hlutverk. Aðeins hefur einn nýliði spilað fleiri mínútur á sínu fyrsta ári en sá er ein skærasta stjarna körfuboltans og spilar í treyju númer 30 hjá meisturum Golden State Warriors.

CURRY DUGLEGUR AÐ MÆTA Á LEIKI

„Að vera hluti af Davidson-fjölskyldunni er einstakt. Þetta er bara ein stór fjölskylda og þú þekkir alla sem hafa spilað með henni. Það eru alltaf fyrrum leikmenn sem koma á sumrin og spila með okkur. Sumir koma á einstaka leiki hjá okkur og koma svo inn í klefa eftir leik bara að spjalla við okkur. Steph Curry er í guðatölu hérna að sjálfsögðu, ef þú lítur bara á hvað þessi maður er að gera í NBAdeildinni þá er það líka skiljanlegt. Það segir allt um þessa Davidsonfjölskyldu er að Steph kemur ennþá á leiki hjá okkur. Í hvert skipti sem hann kemur til Charlotte að spila í NBA-deildinni kíkir hann með liðsfélögum sínum á leik hjá okkur,“ segir Jón. Hann segir að einkunnarorð skólans séu traust, skuldbinding og umhyggja (Trust-Commitment-Care)

„Þetta er eitthvað sem hvert lið þarf að hafa til að spila vel saman og þetta er einnig eitthvað sem allir þurfa að hafa í lífinu sínu. Allir í Davidson-fjölskyldunni taka þessu mjög alvarlega og fylgja þessu eftir og þess vegna er þessi fjölskylda svo einstök.“ Hvernig ertu búinn að breytast sem leikmaður síðan þú fórst út? „Ég hef fyrst og fremst bara þroskað minn leik líkamlega og hef lært hvernig á að stjórna leik mínum miklu betur en ég gerði. Ég hef bætt mikið „touchið“ mitt í kringum körfuna og líka þriggjastiga skotið mitt. Ef ungir leikmenn hafa tækifæri til að komast í eitthvað háskólaprógram myndi ég eindregið mæla með því. Þetta er geggjuð upplifun og þetta kennir þér svo margt sem er kannski ekki kennt á Íslandi.“ Bakvörðurinn hefur vakið athygli þarna ytra en hann hefur eflaust komið mörgum á óvart enda ekki þekkt nafn utan Íslands áður en hann fór í Davidson. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að setja hann á lista yfir vanmetna leikmenn í háskólaboltanum. „Ég held það sé meira bara að ég hef verið gríðarlega heppinn með liðsfélaga og hvað þeim hefur gengið vel. Ég gef alltaf haft frábæra gæja með mér sem hafa fengið meiri athygli en ég. Ég hef hins vegar alltaf litið á mig sem leikmann sem gerir litlu hlutina sem sjást kannski ekki alltaf í tölfræðinni, eins og að spila vörn, skutla sér á alla lausa bolta en þannig hlutir skipta mig mestu máli. Jú, ég get skorað og gert allt hitt en þessir litlu hlutir vinna leikina.“ Hvernig leggst þetta tímabil í þig? „Þetta tímabil leggst bara vel í mig. Auðvitað er liðsmarkmiðið að vinna deildina okkar aftur og komast í March Madness og fara lengra heldur en við gerðum í fyrra. Persónulega er það bara að bæta mig með hverjum deginum,“ en Jón segist stefna á atvinnumennsku eftir að námi lýkur. Jón leiðir liðið í stigaskorun þetta tímabilið með átján stig í leik, auk þess sem hann gefur flestar stoðsendingar.

HÉLT AÐ SÍMINN ÆTLAÐI AÐ SPRINGA

Á dögunum átti Jón stórleik gegn Wichita State, þegar hann skoraði 33 stig, eða meira en helming stiga Davidson í 57-53 sigri liðsins. „Ég hélt síminn ætlaði að springa eftir leikinn. Þetta er alltaf svo ýkt og mikið hérna í Ameríkunni, þannig maður lærir fljótlega að hunsa það bara og halda áfram að gera sitt besta með hverjum leik og sýna hvað maður getur.“ Nú er Ingvi litli bróðir þinn kominn í háskólaboltann líka. Hvernig er það fyrir ykkur fjölskylduna?

„Það er bara fínt held ég, kannski erfitt fyrir Braga að vera allt í einu orðinn eini sonurinn eftir á heimilinu. Ég held það verði meiri breytingar þegar hann fer líka í skóla og enginn verður eftir. Þá held ég að foreldrar mínir muni bara flytja hingað út svo þau þurfa ekki að ferðast jafn mikið. Núna eru þau að koma til Bandaríkjanna og fljúgandi á milli mín og Ingva svo þau geti horft á sem flesta leiki hjá okkur báðum og þetta ferðalag fyrir þau er ekkert grín, það er örugglega stærsta breytingin að núna þarf að heimsækja tvo staði ekki bara einn. Þau eru einstök og liðsfélagir mínir eru alltaf jafn hissa þegar þau sjá foreldra mína hérna aftur og aftur í heimsókn hjá mér. Það hjálpar alveg gríðarlega mikið að fá þau alltaf til sín,“ segir Grindvíkingurinn öflugi að lokum. eythor@vf.is


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Myllarnir á leið til Osló Laugardaginn 10. nóvember 2018 sigraði lið Myllubakkaskóla First Lego League-keppnina öðru sinni á þremur árum. Um tuttugu íslensk lið tóku þátt í þessari keppni sem reynir á getu í hönnun og tæknilegri hugsun.

ÞRÓTTARAR FINNA FYRIR AÐSTÖÐULEYSI Í SÍNUM STÖRFUM Ungmennafélagið Þróttur hefur stækkað hratt síðustu árin og hefur verið mikill uppgangur í barna- og unglingastarfi félagsins að því er fram kemur í fundargerð félagsins 16. október s.l. Það eru 125 börn sem æfa knattspyrnu, sund, júdó, leiklist og einnig er öflugur íþróttaskóli leikskólabarna. Knattspyrnudeild félagsins rekur meistaraflokk félagsins sem hefur verið gríðarlega góð auglýsing fyrir sveitarfélagið síðustu árin og

Sigurinn er ótrúlegt afrek þessara krakka í 9. bekk Myllubakkaskóla og kennara þeirra! Eftir þrotlausar æfingar og mikinn undirbúning halda Myllarnir til Noregs fimmtudaginn 29. nóvember. Þar munu þau keppa við lið annarra Norðurlandaþjóða. Krakkarnir sem skipa Myllana, foreldrar þeirra, kennarar og annað starfsfólk Myllubakkaskóla vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem veitt hafa styrki og þannig gert ferð liðsins til Noregs mögulega. (Fréttatilkynning frá Myllunum)

23

spilar í 2. deildinni. Einnig rekur knattspyrnudeild Þróttar öflugt félagsstarf á laugardögum. Félagið hefur fundið fyrir aðstöðuleysi í sínum störfum. Samkvæmt fundargerð síðasta stjórnarfundar sem er að finna á heimasíðu félagsins bókaði félagið eftirfarandi: „Starfsemi félagsins hefur stækkað ört síðustu árin hefur félagið fundið fyrir aðstöðuleysi í sínum störfum. Stjórn samþykkir að leita eftir fundi við Sveitarfélagið Voga varðandi aðstöðuleysi.“

Góð helgi hjá Njarðvíkingum í Stokkhólmi

Myllarnir eru: Finnur Guðberg, Júlía Mist, Sæþór Elí, Gunnhildur, Hjörtur Máni, Helga Rut, María Rós, Gyða Dröfn og Aron Gauti.

BÆJARRITARI

Njarðvíkingar gerðu það gott á geysisterku móti í Stokkhólmi um helgina þar sem um 400 júdómenn öttu kappi. Njarðvíkingar kræktu í þrjú brons, eitt silfur og eitt gull. Jóhannes Pálsson varð þriðji í -66 kg. flokki 13–14 ára, Ingólfur Rögnvaldsson varð þriðji í -73 kg. flokki 15–17 ára og Gunnar Örn Guðmundsson varð þriðji í -66 kg. flokki 15–20 ára. Guðmundur Stefán Gunnarsson, þjálfari UMFN, kom öllum á óvart og sigraði í þungavigt í flokki + 30 ára en hann hafði betur í þremur

Sveitarfélagið Vogar er staðsett á Suðurnesjum, u.þ.b. miðja vega milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Suðurnesin eru í mikilli sókn og örum vexti. Íbúar sveitarfélagsins eru nú um 1.300 talsins, og hefur fjölgað talsvert undanfarið. Talsverð uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu, og búist við áframhaldandi vexti næstu ár. Rekstur sveitarfélagsins er í ágætu jafnvægi og efnahagurinn stendur vel.

viðureignum við öfluga andstæðinga. Guðmundur Stefán, sem varð 41 árs í ár, varð svo annar í opnum flokki karla eftir að hafa unnið sex erfiðar viðureignir. Í úrslitum og níundu viðureigninni glímdi hann við Emil Mattson í -100 kg. flokki. Emil Mattson þessi er einn sterkasti júdómaður Svíþjóðar og situr í 120. sæti heimslistans. Guðmundur þurfti að lúta í lægra haldi fyrir honum, þrátt fyrir góða spretti, og játa sig sigraðan enda var hann algjörlega örmagna eftir viðureignina.

Guðmundur Stefán á verðlaunapalli í Stokkhólmi.

Sveitarfélagið auglýsir nú laust til umsóknar nýtt starf bæjarritara. Bæjarritari hefur yfirumsjón með fjármálum bæjarsjóðs og stjórnsýslu sveitarfélagsins, auk þess að vera staðgengill bæjarstjóra. Verksvið: • Umsjón og ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins • Umsjón með að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé samkvæmt lögum, reglum og stefnumörkun bæjaryfirvalda. • Bæjarritari er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar. • Undirbúningur og umsjón með gerð fjárhagsáætlana • Önnur verkefni sem bæjarstjóri felur bæjarritara umsjón með

Hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun (meistaragráða) er kostur. • Reynsla af stjórnun og rekstri • Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrarog fjárhagsáætlana • Reynsla og þekking á sviði verkefnastjórnunar. • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Geta til að sýna frumkvæði og rík skipulagshæfni • Hæfni í mannlegum samskiptum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi BHM félags. Ráðið er í starfið frá og með 1. janúar 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, netfang asgeir@vogar.is Umsóknarfrestur er til 12. desember 2018, og skal þeim skilað á netfangið skrifstofa@vogar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað þegar gengið hefur verið frá ráðningu.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

LAUST ER TIL UMSÓKNAR

100% STARF VIÐ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINA SANDGERÐI Í starfinu felst klefavarsla í karlaklefa. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STFS Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Jón Hjálmarsson í síma 8946535 eða jon@sandgerdi.is

! f ö j g n jóla

i l a v l i T

STAPAFELL HAFNARGATA 50 - SÍMI 421-2300


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Vá! Jólalukkan er að fara í loftið!

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

Stærsta björgunar­ aðgerð sögunnar!

Sími: 421 0000

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Bæjarbúar fylgdust agndofa með þegar sementsskipinu Fjordvik var bjargað úr Helguvík. Björgunaraðgerðir gengu sem betur fer vel og íbúar Reykjanesbæjar þurfa ekki að sætta sig við að vera með sokkið skipsflak í flæðarmálinu. Vel gert hjá öllum sem að björguninni komu. Nú stendur yfir önnur og mun stærri björgunaraðgerð í Helguvík. Dótturfélag Arion banka, Stakksberg, glímir nú við það heljarverkefni að bjarga því sem bjargað verður úr þrotabúi Sameinaðs Silikons. Stakksberg boðaði íbúa Reykjanesbæjar til fundar til að fara yfir málin og kynna þeim hvað stæði til. Því miður ætla þeir ekki að uppfylla kosningaloforð Miðflokksins um að rífa niður ferlíkið og selja úr landi. Arion banki gerði vel með að senda einstaklega vandaðan mann, Þórð Ólaf Þórðarson, til að vera í forsvari fyrir verkefninu. Hann er ekki öfundsverður af hlutverki sínu. Margt mjög áhugavert kom fram á borgarafundinum sem haldinn var í Stapa. Meðal annars að búið væri að sökkva tuttugu milljörðum í verkefnið nú þegar og til stendur að setja aðra 4,5 í verkefnið til að koma á koppinn fullbúinni verksmiðju af bestu gerð. Alls ættu að skapast þar 180 störf. Á fundinum talaði einn sérfræðingur um að sjö verksmiðjur í

sama iðnaði og sú í Helguvík væru starfræktar í Noregi, án teljandi vandræða. Það kom verulega á óvart að helstu fyrirspyrjendur á fundinum voru menn sem eru í forsvari fyrir meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. En spurningar þeirra voru þess eðlis að það fékk mann til að hugsa hvort bæjarstjórn Reykjanesbæjar væri ekki búin að vinna neina heimavinnu í kringum þetta mjög svo óvinsæla verkefni. Hvernig væri til dæmis að skella sér til Noregs og heimsækja þar vinabæi okkar og fá að vita frá fyrstu hendi hvernig hafi gengið að vera með svona ferlíki í túnfætinum. Er þetta eitthvað sem gengur upp? Eða er þetta bara hreinn óskapnaður? Spyrja þá sem reynsluna hafa. Það er kostur þegar stór málefni ber á góma að allir geti tekið vel upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum og rannsóknum. Það er ódýr lausn að senda verksmiðjuna bara í íbúakosningu. Það er fyrirfram tapaður slagur fyrir verksmiðjuna, enda óvinsæl með afbrigðum. Komi í ljós að hún beri hingað eintómt svartnætti, mætti spyrja Arion banka hvort þeir væru tilbúnir að fjárfesta þessum 4,5 milljörðum í önnur og vænni verkefni í bænum. Af nógu er að taka. Það væri t.d. kjörið að selja þeim höfnina í Helguvík. Þá væri þeim raunum lokið fyrir bæinn.

iPhone XR og Icelandair flugmiðar meðal sex þúsund vinninga ❱❱ Jólalukka VF í átjánda sinn í 22 verslunum

Tuttugu og tvær verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í Jólalukku Víkurfrétta 2018 en þetta er í átjánda skipti sem þessi vinsæli skafmiðlaleikur er í boði í desember. Glæsilegir vinningar eru í Jólalukkunni og má þar nefna iPhone XR síma, 120 þúsund kr. gjafabréf í Nettó og tíu Evrópuferðir með Icelandair. Jólalukkan hefst föstudaginn 30. nóvember en í þessum vinsæla jólaleik sem gengur út á það að fyrir 5000 kr. viðskipti fæst afhentur skafmiði eru 6 þúsund vinningar og heildarverðmæti um sjö milljónir króna. Auk fyrrnefndra vinninga má nefna fleiri eins og vegleg gjafakort frá Bláa lóninu og Sporthúsinu, rafbækur frá einka.is og bílaþrif hjá Bílaleigunni Geysi. Þá má nefna 30 KEA hamborgarhryggi, 30 KEA hangilæri og 50 Daim íshringi frá Nettó, einnig fjölda bóka frá vinsælustu rithöfundum landsins eins og Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur. Þá eru veglegar úttektir frá verslunum sem taka þátt í jólaleiknum og 50 gjafabréf á útleigu hjá Sendibílaleigu Suðurnesja. Fjölmörg önnur fyrirtæki gefa vinninga. Tvö hundruð heppnir munu fá ís á Bitanum, á Pulsuvagningum bíða eitt hundrað pulsur og kók, Sigurjónsbakarí gefur 50 snúða og Héðinsbollur, tugir af pítsum frá Langbest og Fernando’s, hádegisverðir frá Réttinum, Soho og Hjá Höllu og fjöldi báta á Olsen Olsen. Þá munu 50 bíómiðar frá Sambíóunum renna út í leiknum. Þá eru hundrað vinningar hjá Líkama og Boost í Sporthúsinu. Svo eru sem fyrr tvö þúsund kókflöskur og jafn margar af Egils Appelsíni í Nettó auk fleiri vinninga. Punkturinn yfir i-ið er svo útdráttur skafmiða sem skilað er í Nettó í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Í desember verða dregnir út þrír

iPhone XR símar, Icelandair ferðavinningar, 120 þús. króna gjafakort frá Nettó auk tuttugu minni gjafakorta frá sömu verslun. Útdrættir verða þrisvar í desember og verða nöfn vinningshafa kynnt á vf.is og í blaðinu. Það er því vissara að skila miðum sem fyrst því til mikils er að vinna.

202102810281081 Ska

fmi

ðal

eik ur Vík urf rétt kur ao V í gv kur Skafm ers f rétt iðale lan a og ikur aá vers Víku Su rfrétt lana a og Skafmið á Su ðurne v aleikur ersla sju ðu Víkurfré na á Suðu rnesjumm tta og ve r rslana á Suðu nesjum rnesjum Ska

fmið

alei

Háskólabrú í fjarnámi Keilir býður upp á aðfaranám til háskóla í fjarnámi sem hægt er að taka á einu ári í fullu námi eða á tveimur árum fyrir þá sem vilja taka námið samhliða vinnu eða á lengri tíma. Háskólabrú er fyrir þá sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla útskrifaðir nemendur inntökuskilyrði í háskóla bæði hérlendis og erlendis. Yfir 1.700 einstaklingar hafa lokið náminu og hafa lang flestir þeirra haldið áfram í háskólanám. Umsóknarfrestur um nám á vorönn 2019 er til 3. desember. Nánari upplýsingar á www.haskolabru.is

KEILIR

// 578 4000

// www.haskolabru.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 46. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 46. tbl. 2018

Víkurfréttir 46. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 46. tbl. 2018

Advertisement