__MAIN_TEXT__

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Opnunartími

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM BARN BEINDI LEISERGEISLA AÐ UMFERÐ

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Áætla að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða í kísilverinu

Sterkum grænum leisergeisla var beint að umferð í Reykjanesbæ um helgina. Geislanum var meðal annars beint að bifreið lögreglumanns sem var á ferðinni og lék enginn vafi á hvaðan geislinn kom. Lögregla ræddi við húsráðendur í viðkomandi húsi og kom þá í ljós að fjögurra ára sonur þeirra hafði verið að leika sér með leiserbendilinn í glugganum um kvöldið. Fólkinu var tjáð að styrkur bendilsins væri það mikil að geislinn gæti beinlínis verið hættulegur. Fólkið bað lögreglu að taka hann og farga honum. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekar varnaðarorð sín vegna þeirrar hættu sem skapast getur ef leisergeislum er beint að umferð á landi eða í lofti.

Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Úrbæturnar miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birt á vef Skipulagsstofnunar í dag en frestur til að skila inn athugasemdum við hana er til 5. desember 2018.

SAUTJÁN ÁRA Í HRAÐAKSTRI

Úrbætur sem vinna gegn lyktar- og loftmengun Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur kísilverksmiðjunnar í Helgvík í september 2017 og setti þá ákveðin skilyrði fyrir því að hún yrði gangsett á ný. Í kjölfarið var unnin úrbótaáætlun sem Umhverfisstofnun hefur samþykkt og felur í sér aðgerðir sem miða að því að bæta rekstur verksmiðjunnar og vinna gegn lyktar- og loftmengun. Meðal þess sem stofnunin gerir kröfu um er að komið verði upp sérstökum skorsteini til að draga úr lyktarmengun og að hreinsun á útblæstri og meðhöndlun á ryki verði bætt. Að auki felur úrbótaáætlun Stakksbergs í sér að allur frágangur á lóð verksmiðjunnar verði bættur sem og aðstaða fyrir starfsfólk. Þá verður sérstakt umhverfisstjórnunarkerfi innleitt og þjálfun starfsfólks bætt. Áætlanir Stakksbergs gera ráð fyrir að fjárfesta þurfi 4,5 milljörðum króna í úrbótum til að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu.

Sossa lendir Súlunni og heldur jólaboð Myndlistakonan Sossa Björnsdóttir er handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar árið 2018. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Duus safnahúsum á föstudag. Þetta var í 22. skiptið sem menningarverðlaun bæjarins voru afhent. Á myndinni hér að ofan má sjá Sossu taka við verðlaunagripnum, Súlunni, úr hendi Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

Sossa mun venju samkvæmt halda jólaboð á vinnustofu sinni á aðventunni. Opnunarboð verður laugardaginn 1. desember kl. 14:00 til 20:00. Anton Helgi Jónsson flytur ljóð og Klassart verður með tónlist. Að auki verður Sossa með opið sunnudaginn 2. desember á sama tíma. Nánar má lesa um afhendingu Súlunnar á síðum 16-17 í blaðinu í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Nánar er fjallað um málið og íbúafund um kísilverið á vef Víkurfrétta, vf.is.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

FRÁBÆR NÓVEMBERTILBOÐ

Tillaga að matsáætlun kynnt á vef Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun samþykkti í apríl á þessu ári ósk Stakksbergs um að framkvæmt verði nýtt umhverfismat á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Með nýju umhverfismati vill Stakksbergs sérstaklega skoða hvaða áhrif starfsemi verksmiðjunnar hefur á loftgæði, meðal annars með nýjum útreikningum á dreifingu útblásturs.

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaðurinn umræddi var aðeins sautján ára gamall og var forráðamönnum hans gert viðvart um hraðaksturinn. Þá hafa fáeinir ökumenn verið teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefna- eða ölvunarakstur og reyndist einn þeirra vera sviptur ökuréttindum. Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæminu á síðustu dögum en þau voru öll minni háttar.

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ

31%

26%

896

398

KR

Dagný & Co hot wings með sósu Verð áður: 1.298 kr.

50% 150

KR/STK

KR

Samloka með skinku og osti - 2 stk + gos

AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ HELGAR

Croissant hreint Verð áður: 299 kr.

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Samkaup kaupa tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu

Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10–11 verslanir. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaupin. „Við hjá Samkaupum erum gríðar­ lega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heillaskref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgar­ svæðinu,“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa. Staðsetningarnar sem um ræðir eru: 10–11 verslanir í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykja­ vík. „Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu ætlum við að fara yfir kaupin með því góða fólki sem mun starfar hjá okkur og kynna fyrir þeim hvaða breytingar koma til með að eiga sér stað. Það er

samt ljóst að öllu starfsfólki verður boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, fram­ kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam­ kaupa.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Samkaup starfa á íslenskum dag­ vörumarkaði og byggir rekstur sinn á gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ er á. Félagið rekur fyrir kaupin um 50 verslanir á 33 þremur stöðum víðsvegar um land og eru helstu vöru­ merki Samkaupa Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin. Þar starfa yfir 1.000 manns. „Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Kaupin á versl­ unum Baskó styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur enn nær íbúum þar,“ segir Ómar. Jafnframt er búið að undirrita samn­ ing þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Sam­ keppniseftirlitsins og vænta má úr­ skurðar á næsta ári. Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskipta­ vina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins.

Töluvert tjón varð þegar þak fauk af húsi sem unnið er að endurbótum á við Sjávargötu í Njarðvík í óveðri um síðustu helgi. Stór hluti fauk af þakinu og olli tjóni. Ekki varð slys á fólki. Á myndinni má sjá gröfu og sendibíl halda niðri brakinu af þakinu í veðrinu.

Þrjátíu og þrjú fyrirtæki á Suðurnesjum

„FRAMÚRSKARANDI“

Þrjátíu og þrjú fyrirtæki á Suðurnesjum eru meðal „Framúrskarandi fyrirtækja árið 2018“. Creditinfo tilkynnti í sl. viku hvaða fyrirtæki á landinu væru í þessum hópi. Alls fengu á áttundahundrað fyrirtæki á landinu þessa viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á landinu. Fyrirtæki sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Þau þurfa m.a. að hafa sýnt rekstrarhagnað síðustu þrjú árin, vera með 20% eiginfjárhlutfall á sama tíma og eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð.

Fyrirtæki á Suðurnesjum sem komast á listann 2018: • • • • • • • • • • • • • • • •

Bláa lónið hf. HS Veitur hf. Samkaup hf. Fríhöfnin ehf. Lagnir og þjónusta ehf. Nesbúegg ehf. Blue Car Rental ehf. Einhamar Seafood Icemar ehf. TSA ehf. Melás ehf. Happy Campers K&G ehf. Verkfræðistofa Suðurnesja Bragi Guðmundsson ehf. Eldsneytisafgreiðslan á Kefla­ víkurflugveli EAK ehf.

• • • • • • • • • • • • • • • • •

H.H. Smíði ehf. OMR verkfræðistofa ehf. Ice Fish ehf. A. Óskarsson verktaki ehf. Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf. SI Raflagnir ehf. Bústoð ehf. Útgerðarfélag Sandgerðis ehf. Veiðafæraþjónustan ehf. Bílrúðuþjónustan ehf. Eignarhaldsfélagið Áfangar ehf. Víkurás ehf. Fitjar vörumiðlun ehf. Bergraf ehf. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Skólamatur ehf. Rekan ehf.

Útlendingastofnun flytur í stærra húsnæði á Ásbrú – Aukið rými og möguleiki á að þjónusta mismunandi hópa umsækjenda –

Útlendingastofnun tekur á næstu vikum í notkun húsnæði við Lindarbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þá mun Útlendingastofnun hætta leigu núverandi húsnæðis, Airport Inn, við Klettatröð um áramótin. Fram að áramótum verða því bæði húsnæðin í notkun. Nýja húsnæði Útlendingastofnunar á Ásbrú er skammt frá grunnskólanum Háaleitisskóla. Núverandi húsnæði á Airport Inn rúmar allt að 90 einstaklinga en nýja húsnæðið að Lindarbraut getur tekið við rúmlega 100 einstaklingum í nú­ verandi útfærslu. „Nýja húsnæðið gefur stofnuninni aukið rými en einnig möguleika á að þjónusta mismunandi hópa um­ sækjenda,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofn­ unar, í skriflegu svari til Víkurfrétta. Útlendingastofnun er með samning við Reykjanesbæ um þjónustu við umsækj­ endur um alþjóðlega vernd en þar er fyrst og fremst um að ræða fjölskyldur sem þiggja þjónustu af sveitarfélaginu. „Stofnunin leitaði eftir því hvort vilji væri fyrir því hjá sveitarfélaginu að koma að þjónustu við umsækj­ endur í húsnæðinu að Lindarbraut en sveitarfélagið hafnaði því. Eftir sem áður þjónustar Reykjanesbær þá sem falla undir samninginn við Útlendingastofnun en stofnunin sjálf mun sjá um þjónustu við þá sem

koma til með að búa að Lindarbraut með sama hætti og í öðrum úrræðum á vegum stofnunarinnar, bæði á Ásbrú og höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þór­ hildur í svari til Víkurfrétta. Lögreglan á reglulega erindi í úrræði á vegum Útlendingastofnunar þar

SKIPA VINNUHÓP VEGNA HÚSNÆÐISSTUÐNINGS SVEITARFÉLAGSINS Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt skipun starfshóps til að fara yfir húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Er það gert með hliðsjón af þeim breytingum sem hafa orðið m.a. á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem og ábendingum í ályktun umboðsmanns Alþingis í áliti hans vegna húsnæðisvanda utangarðsfólks í Reykjavík og stöðu og þróun húsnæðismála eins og hún kemur fram í skýrslu Íbúðalánasjóðs og Velferðarráðuneytisins sem kynnt var á nýliðnu Húsnæðisþingi 2018. Starfshópurinn verður samsettur af þremur fulltrúum úr velferðarráði, tveimur starfsmönnum úr úthlutunarhópi velferðarráðs í húsnæðis­ málum, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og framkvæmdastjóra Fasteigna Reykjanesbæjar.

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

sem hún er einn af þeim aðilum sem kemur að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Í fyrirspurn Víkur­ frétta til Útlendingastofnunar var spurt hvort stofnunin hafi áhyggjur af því að hafa starfsemi sem þarf tíð afskipti lögreglu við hlið grunnskóla. „Stofnunin vill minna á að umsækj­ endur um alþjóðlega vernd eru ekki öðruvísi en annað fólk þrátt fyrir að staða þeirra og aðstæður séu aðrar en vanalega gerist,“ segir í svari Út­ lendingastofnunar.

REYKJANESBÆR

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

GRINDAVÍK

VOGAR

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

12°

4kg

40kg

-20°

150kg

14°

1250kg

12°

75kg


Ný Krambúðarverslun opnar í Innri — Njarðvík Glæsileg opnunartilboð!

Verslunin opnar kl: 12:00 á föstudaginn. Kaffi, bakkelsi og ís fyrir börnin á meðan birgðir endast áður 1.139 kr

683

50%

40%

kr/pk

áður 199 kr

98 kr/stk

Amerískir kleinuhringir Myllan

áður 739 kr

443

áður 959 kr

575

40%

kr/stk

SS Nautgripahamborgarar 4x120 gr 16-20% feitt

Pick Nick vefja Tikka Masala

áður 799 kr

51%

kr/pk

479

kr/kassinn

40% áður 199 kr

98

40%

kr/stk

Dagný & Co Hot Wings XL

Emerge Orkudrykkur 250 ml áður 1998 kr

34%

1159 kr/stk

áður 599 kr

395 kr/stk

Klementínur 2,3 kg

42%

áður 269 kr

169 kr/stk

Ristorante Pizza Hawaii & Pepperoni/salami

Mackintosh konfekt 1,2 kg dós

Doritos Roulette, Nacho Cheese & Cool American

Krambúðin Innri — Njarðvík Tjarnarbraut 24 Opnunartími: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Gildistími tilboða er 23.-25. nóvember

37%

Opnum snemma lokum seint


4

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Startup Tourism er frábært tækifæri fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu

Nýi veitingastaðurinn Hjá Höllu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. VF-myndir/pket

Útrás Höllu byrjar vel – Ferðamenn ánægðir með matinn frá veitingakonunni í Grindavík „Við sóttum um upp á von og óvon og vorum alveg tilbúin að taka því að vera ekki valin. Við litum á þetta sem prófraun eða æfingu og vildum leggja þá vinnu á okkur að fara í útboð á nýjum veitingastað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við höfðum mjög gott af þessu því við þurftum að skoða rekstur fyrirtækisins ofan í kjölinn en þetta gekk vel og ég var í einhvern veginn örugg á því að við myndum vinna útboðið og það varð raunin. Byrjunin á staðnum lofar mjög góðu. Þetta var mikil áskorun fyrir okkur og við erum bjartsýn á framtíðina,“ sagði Halla María Svansdóttir, stofnandi veitinga-

staðarins Hjá Höllu í Grindavík, en hún og Sigurpáll Jóhannsson, maður hennar, kynntu rekstur sinn á fundi í Reykjanesbæ nýlega þar sem verið var að kynna Startup Tourims, viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu. Halla og Sigurpáll fóru yfir þróun staðarins Hjá Höllu og sögðu frá hluta af þeirri vinnu sem átti sér stað í undirbúningi staðarins í flugstöðinni. Þau hafa sannarlega verið með nýsköpun í rekstri veitingastaðarins og nú er Halla orðin vel kynnt í sínum heimabæ Grindavík, á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur farið nýjar leiðir í matargerðinni og

Glæsilegur íbúðakostur í Vogum Skyggnisholt 2-10

lagt upp úr því að gera sína rétti frá grunni og notar eingöngu bestu hráefni. Hollusta er ofarlega á listanum hjá henni. Eitt af því sem hún býður upp á er að senda matarpoka til einstaklinga og fyrirtækja og það hefur verið mjög vinsælt. Halla segir að það sé vissulega öðruvísi að reka veitingastað í flugstöð en það sé mjög skemmtilegt. Margir ferðamenn hafi verið ánægðir og látið það í ljós. „Þetta var stórt skref en við stefnum að því að vera þarna næstu árin, jafnvel áratug ef vel gengur,“ sagði veitingakonan úr Grindavík.

Startup Tourims viðskiptahraðall var kynntur í Reykjanesbæ nýlega en það er eins og tíu vikna súpernámskeið og sérhannað fyrir ný fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, stuðla að verðmætasköpun og fagmennsku og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring,“ sagði Sunna Halla Einarsdóttir frá Icelandic Startups. Startup Tourism er einkarekið félag stutt af nokkrum stórum fyrirtækjum eins og Bláa lóninu, Vodafone og Íslandsbanka. Á kynningarfundinum kom fram að nærri hundrað fyrirtæki hafi sótt um að komast að í fyrra en á hverju ári eru sérvalin tíu sprotafyrirtæki sem fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, þeim að kostnaðarlausu. Á kynningarfundinum fór Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, yfir markaðssetningu hjá fyrirtækinu, fjölda ferðamanna og fleira tengt ferðaþjónustunni á Íslandi. Atvinnuþróunarfélagið Heklan stóð fyrir fundinum í samvinnu við Startup Tourism.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Fjögur ný hús í byggingu 6 íbúðir í hverju húsi Afhending fyrstu íbúða vorið 2019 Verð 29,5 – 38,5 mkr,Stærðir 64,4 – 99,9 fm 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir.

Söluaðilar:

Afhending fyrstu íbúða vorið 2019

Nánari upplýsingar: Aron Freyr Eiríksson, löggiltur fasteignasali s: 772-7376

35 ára

Stofnuð 1983

Nánari upplýsingar: Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali s: 698-2603 Hönnuðir:

Byggingaraðili:


Kynntu þér alla bílana á pakkadagar.kia.is

Kia Op tima Plug-i n Hyb rid

Sparn eytinn tengilt 54 km vinnbíl drægn l, i á raf og kem magni st allt að 976 fullum km á tanki o g hleð slu.

Kia Optima PHEV

Verð frá 4.750.777 kr. Vetrar- eða ferðapakki fylgir, verðmæti allt að 350.000 kr.

Fáðu þér nýjan Kia og kíktu strax í pakkann Nú er rétti tíminn til að tryggja sér nýjan Kia því veglegur kaupauki fylgir völdum bílum. Þú getur valið stútfullan vetrarpakka af aukabúnaði eða spennandi ferðapakka með gjafabréfi út í heim. Þá fá allir sem kaupa nýjan bíl frá Kia 50.000 kr. gjafabréf í Smáralind og allt að 50.000 kr. aukalega með því að snúa Lukkustýrinu. Kynntu þér málið á pakkadagar.kia.is

K. Steinarsson · Holtsgötu 52 · 260 Reykjanesbæ · 420 5000 · ksteinarsson.is Söluaðili Kia.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

VERSLUN&VIÐSKIPTI

K-sport í 25 ár við Hafnargötuna

– Siggi Björgvins hætti við að hætta. Býður upp á mikið úrval af sportvöru

VERSLUN&VIÐSKIPTI

Siggi Björgvins, fyrrum meistaraflokksmaður hjá Keflavík í fótbolta, hefur staðið sportvöru vaktina fyrir fólkið í bænum undanfarin 25 ár. Hann selur þar íþrótta- og útivistarfatnað á alla fjölskylduna. Það er gaman að segja frá því að Sigurður Björgvinsson lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 1975 þá aðeins sextán ára gamall. Hann var sæmdur silfurmerki knattspyrnudeildar Keflavíkur árið 2011 og var þá næst leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi. Siggi er kraftmikill Keflvíkingur sem komið hefur þessari flottu sportvöruverslun á kortið hjá mörgum bæjarbúum. Sjálfur fær hann útrás daglega með því að hlaupa sex til sjö kílómetra ásamt því að spila með félögum sínum fótbolta í Old Boys í hverri viku. Líklega vilja langflestir sjá sportbúðina hans Sigga lifa áfram og geta ekki hugsað sér bæinn án K-sport.

Vörn í sókn

Það er alltaf stutt í hláturinn hjá Sigga en í þessari heimsókn var oft hlegið inn á milli þess sem alvaran var einnig rædd en K-sport var næstum búið að loka í haust þegar eigandinn missti eldmóðinn og fannst bæjarbúar ekki kunna að meta lengur að versla í heimabyggð. „Ég var á leiðinni að hætta og ætlaði að selja frá mér K-sport en svo fékk ég svo mikla hvatningu frá fólki um að halda áfram að ég er hættur við að hætta. Núna er ég aftur fullur af bjartsýni og ætla að halda áfram að létta fólki lífið með því að bjóða því upp á góða sportvöruverslun hér heima. Þú átt ekki að þurfa að fara til Reykjavíkur til að kaupa eitthvað í sportið. Hér er fullt af vörum og á sambærilegu verði og innfrá. Ég er með alls konar merkjavöru eins og Nike, Under Armour, Speedo, Zo-On svo eitthvað sé nefnt. Alls staðar á landinu er merkjavaran á sama verði. Svo er ég kominn í samstarf við ótrúlega flotta danska keðju sem býður gæði sem slá algjörlega í gegn. Norðmenn sem eru mjög kröfuharðir á útivistarfatnað eru mjög hrifnir af þessari dönsku merkja-

Guðrún Eir Jónsdóttir, afgreiðslustúlka, ásamt Sigurði Björgvinssyni, verslunareiganda.

vöru sem nefnist Zig-Zag fyrir börn, Whistler og Endurance fyrir fullorðna. Norsarar eru tortryggnir á allt annað en norskt þegar kemur að útivistarfatnaði sem er sérgrein þeirra en þeir eru mjög hrifnir af þessari sportvörulínu. Þessar vörur frá Danmörku eru á gríðarlega góðu verði hjá okkur. Við erum einnig með mjög góðan sundfatnað frá Speedo og smart jógafatnað og fylgihluti

eins og flottar jógadýnur og fleira. Strigaskór eru í miklu úrvali hjá okkur, glæsilegar kuldaúlpur á börn og fullorðna, regngalla, vindgalla á allan aldur, húfur, vettlingar, góðir sportsokkar svo eitthvað sé nefnt. Svo er ég með ódýrustu skólatöskurnar í bænum en það eru stórar íþróttatöskur sem fólk hefur keypt í skólann handa krökkunum. Alls konar bakpokar eru einnig hérna í útivistina. Búðin er klár fyrir jólin, heilu veggirnir fullir af fallegri vöru. Því meira sem fólk verslar hér heima því meira úrval getum við boðið upp á. Það hangir saman. Ég vil að fólk geti verslað hér heima og þess vegna er ég að þessu. Það vilja örugglega allir halda í búðirnar sem eru hérna því það skapar einnig lifandi bæjarfélag og góða stemmningu bæjarbúa. Við erum bærinn og við getum látið alla verslun lifa ef við hugsum okkur aðeins um og verslum heima frekar en að kaupa sömu vöru í bænum eða á netinu sem jafnvel passar svo ekki,“ segir Siggi í einlægni.

Jólaúthlutun

Velferðarsjóðs Suðurnesja og Hjálparstarfs kirkjunnar á Reykjanesi Opið verður fyrir umsóknir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarf kirkjunnar í Keflavíkurkirkju 27. nóv., 29. nóv., 4. des., 6. des. og 11. des. Opnunartími er frá klukkan 9:00 til 11:00. Þeir sem hafa fengið greitt inn á kort (blátt Arionbankakort) frá Hjálparstarfi kirkjunnar geta sótt um jólaaðstoðina rafrænt á www.help.is. Allir þeir sem eru undir viðmiðunarmörkum eiga rétt á jólaaðstoð hjón, einstaklinga og barnafólk. Eftir 11. desember 2018 er lokað fyrir umsóknir í velferðarsjóð og Hjálparstarf Kirkjunnar til 15. janúar 2019. Afgreiðsla korta fer svo fram 13. desember 2018 milli klukkan 09:00 og 12:00

Christmas Allocation of the Welfare Fund of Suðurnes and the Relief Work of the Church in Reykjanes Applications will be made to the welfare fund of Suðurnesja and the Church's Relief Work at Keflavik Church, Nov. 27th, Nov. 29th, Dec. 4th, Dec. 6th and Dec. 11th.

Hefur gaman af tískufötum Íris Harðardóttir rekur ásamt syni sínum, Erlingi Birni Helgasyni, tískuvöruverslunina VIBES á Hafnargötu og hefur gert undanfarin tvö ár. „Mig langaði að vera með eigin rekstur en ég hef unnið hjá öðrum í mörg ár og verið verslunarstjóri hér og þar en nú langaði mig að prófa að reka tískuverslun sjálf. Þetta er búið að vera gaman en ég hef alltaf verið mikið fyrir tískuföt og man eftir mér þriggja ára með mömmu minni að benda á tískufatnað í gluggum. Þetta er svo stór partur af mér,“ segir Íris sem stóð vaktina ein þennan daginn í búðinni og var að aðstoða viðskiptavini þegar blaðamaður rak inn nefið til að forvitnast. Sýningargluggi VIBES hefur oft vakið athygli vegfarenda fyrir frumlega útstillingu og nú er þar gamalt lögreglumótorhjól sem prýðir gluggann.

Jólin koma fyrst í sýningargluggann

Stíllinn í versluninni er retro-stíll en Íris segist leggja mikið upp úr því að fólki líði vel á meðan það er að versla. „Já, ég vil að fólki finnist gott að koma hingað inn, þess vegna er ég með allskonar skraut hér inni svo að búðin minni einnig á heimili. Mér finnst líka mjög gaman að stilla út í gluggann og bráðum fer ég í jólagluggann. Það er alltaf ákveðin stemning að fá jólin í gluggana. Einu sinni veitti Reykjanesbær viðurkenningu fyrir skemmtilegasta jólagluggann í miðbænum okkar. Því miður eru þeir hættir því en það skapaði mjög skemmtilega stemningu hjá okkur sem rekum verslanir hér í bæ og hvatti okkur til að leggja meira í sýningargluggana okkar,“ segir Íris og vonast til að bæjaryfirvöld taki þann skemmtilega sið upp aftur. Upphaflega átti VIBES eingöngu að bjóða upp á tískuföt fyrir stráka en það breyttist fljótlega þegar Íris fór að fara til útlanda að kaupa inn fatnað fyrir búðina.

Íris Harðardóttir. „Ég á þrjá stráka og mér fannst vanta föt á stráka, svona kúl streetföt, töff föt. Mig langaði að skapa sjálfri mér atvinnutækifæri. Ég fer öðru hvoru til útlanda að kaupa inn fatnað fyrir búðina til að bjóða upp á annað úrval og betra verð, en það gerist þegar ég kaupi beint af heildsala úti en ekki í gegnum milliliði hér heima. Ég komst ekki hjá því að sjá kvenfatnað í leiðinni og hann var svo flottur að ég fór að kaupa inn einnig handa konum. Það var svo erfitt að horfa á þessi flottu föt og taka þau ekki með heim. Í dag er ég með fyrir alla aldurshópa og á bæði kynin,“ segir Íris.

Vil veita persónulega þjónustu

Íris hefur sem sagt alltaf unnið í tískuverslun og segist ekki vilja vinna við neitt annað, það sé svo gaman. „Ég hef mikla þjónustulund og vil selja kúnnanum það sem klæðir hann ef ég er spurð ráða, sem er yfirleitt. Þegar fólk kemur hingað inn þá er þjónustustigið hátt því ég vil gera vel við alla. Það er prinsipp-mál hjá mér að hjálpa fólki að finna föt sem passa best,“ segir Íris og viðurkennir að dagarnir verði stundum langir þegar maður vinnur hjá sjálfum sér. „Ég er fjölskyldumanneskja og vildi einnig að yngsta barnið mitt, dóttir mín, gæti komið hingað eftir skóla og lært hérna inni hjá mér. Þannig hefur hún alltaf aðgang að mér og ég get í leiðinni einnig sinnt starfinu mínu vel,“ segir Íris og hlakkar til jólanna og að klæða bæjarbúa í flott jólaföt. marta@vf.is

Opening hours are from 09:00 to 11:00. Those who have been paid on a card (blue Arion bank card) from the Church Aid can apply for Christmas support online at www.help.is. All those who are below the threshold limit are entitled to Christmas support for couples, individuals and children. After December 11th 2018, applications for Welfare Fund and Church Relief Work are closed until January 15th 2019. Payment of cards will take place on December 13th 2018 between 09:00 and 12:00

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


HUGSAÐU Í FRAMTÍÐ MEÐ TM APPINU

TM appið er þægileg samskiptaleið fyrir viðskiptavini TM. Í appinu er aðgengilegt yfirlit yfir allar tryggingar, hvað þær innifela, iðgjöld og fleira. Með appinu er hægt að tilkynna tjón og fá bætur greiddar nánast samstundis. Þar er einnig staðfesting á ferðatryggingum og hægt að fá beint samband við neyðaraðstoð á ferðalögum erlendis.

HUGSAÐU Í FRAMTÍÐ OG NÁÐU Í APPIÐ Í APP STORE EÐA GOOGLE PLAY


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Skór á alla fjölskylduna Skóbúðin leggur áherslu á að þjóna heimafólki vel

Steinunn Ýr og Dalrós eigendur Skóbúðarinnar. VF-mynd: Marta Íbúar á svæðinu hafa alltaf getað keypt sér góða skó í gegnum árin. Þannig sérverslun hefur aldrei vantað. Fyrir margt löngu var það Erla skó sem rak einu skóverslunina í Keflavík en faðir hennar var Sigurbergur skóari. Síðar tóku Stella Baldvins og Magnúsína Guðmundsdóttir við þeirri skóverslun á Hafnargötu og ráku í mörg ár. Árið 2002 stofnuðu Hermann Helgason og Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, HH skó eða Skóbúðina. Dalrós Jóhannsdóttir kom svo inn í reksturinn árið 2012. Nú hafa þær stöllur Dalrós og Steinunn tekið við keflinu saman og bjóða upp á skó fyrir alla fjölskylduna en þær eru einmitt staðsettar við Hafnargötuna í Keflavík og hafa gert undanfarin sextán ár. Verslunin heitir einfaldlega Skóbúðin.

Gott að geta verslað heima

„Já, það er fínt að gera hjá okkur enda erum við með rosalega gott úrval fyrir alla fjölskylduna. Við leggjum mikla áherslu á að þjóna fólkinu vel hérna suðurfrá, svo að fólk þurfi ekki að fara til Reykjavíkur til að kaupa sér skó. Við erum einnig samkeppnishæfar við verðið innfrá sem skiptir alla miklu máli,“ segir Dalrós.

Þær Dalrós og Steinunn ákváðu að fara út í reksturinn saman til að auðvelda báðum reksturinn en þá geta þær skipt á milli sín dögum og átt stundum frí. Það hentar þeim vel. „Við verslum bara við íslenska heildsala og fáum gott verð hjá þeim, það skiptir miklu máli. Úrvalið hjá okkur er mikið. Við höfum einnig getað útvegað skóstærð 49 ef fólk þarf. Það er

Skóbúðin er í samtökunum Betri bær en þar eru verslanir Reykjanesbæjar að vinna saman að því að hvetja íbúa til að versla í heimabyggð. „Við erum í samtökunum Betri bær sem vilja auka verslun heimafólks. Ef þú getur keypt vöruna hér heima, þá ertu líka að spara þér tíma, eldsneytiskostnað og í leiðinni ertu umhverfisvænni. Ef fólk hugsar málið þá vilja allir hafa þessa þjónustu hér heima og ekki missa hana. Við getum skapað miklu meiri verslun með öllum þeim fjölda sem býr hérna núna og bærinn verður einnig meira lifandi. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu og koma niður í bæ, labba inn í búðir og sjá allt úrvalið. Það er svo margt sem fæst hér suður með sjó. Fullt af flottri gjafavöru, blóm, húsgögn, skartgripir, skór og fatnaður fyrir alla fjölskylduna, rafmagnstæki og fleira og fleira. Ég nefni bara brot af því,“ segir Dalrós og hvetur einnig bæjaryfirvöld til að efla lifandi bæ með verðugu átaki.

Jólalýsing í Kirkjugörðum Keflavíkur

Það er búið að vera mikið líf í Sandgerði núna þegar liðið hefur á nóvembermánuð. Mikil fjölgun á bátum sem gera þaðan út, því að nokkrir hafa bæst í hópinn þar sem gera út á línuveiðar. Má þar nefna bæði Daðey GK og Katrínu GK. Þegar þetta er skrifað hefur verið haugabræla síðan fyrir helgi og bátar ekkert komist á sjóinn.

Gísli Reynisson

AFLA

Komdu niður í bæ

Miklar breytingar í útgerð á 20 árum FRÉTTIR

VERSLUN&VIÐSKIPTI

bara að koma við hjá okkur og biðja um svoleiðis sérpöntun. Við viljum þjónusta fólk eftir bestu getu, það er alltaf markmið okkar og að vera samkeppnishæfar við skóverslun í borginni. Nú er vinsælast að kaupa kuldaskó á krakkana og kuldaskó með mannbroddum fyrir fullorðna. Spariskór, mokkasíur og háir hælar fyrir konur á árshátíðina. Sætir inniskór hafa alltaf verið vinsælir. Svo vorum við að fá inn leðurhanska fyrir konur og karla,“ segir Dalrós en hún stóð vaktina daginn sem blaðamaður rak inn nefið.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gunnar Hámundarson GK með fullfermi af fiski til hafnar í Keflavík. Myndin er tekin 2007. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Netabáturinn Erling KE er farinn á flakk því hann fór á Vestfirðina og lagði netin sín út frá Önundarfirði og landaði á Flateyri 33 tonnum í einni löndun, fór síðan annan túr og landaði í Bolungarvík. Fyrst ég byrjaði á að tala um hversu mikið hefði verið um að vera í Sandgerði núna í nóvember þá er kannski rétt að fara í smá ferðalag aftur í tímann og sjá breytingarnar sem hafa orðið. Förum aftur til ársins 1998 eða tuttugu ár aftur í tímann og í nóvember. Maður rekur strax augun í miklar breytingar. Byrjum í Grindavík. Núna árið 2018 hefur verið landað í Grindavík 275 tonnum. Árið 1998 var landað í sama mánuði 5038 tonnum. Þar af var loðna 3777 tonn. Þetta er allrosalegur munur, uppá 1650%. Fjöldi landana er líka mun meiri. Landanir árið 2018 eru ekki nema um tuttugu en árið 1998 voru 182 landanir. Ef við skoðum nokkra báta árið 1998 þá má nefna t.d. Þorstein Gíslason GK sem var með 40 tonn í sjö róðrum á línu. Reynir GK 39 tn í æatta róðrum á línu. Háberg GK, sem var á loðnu, var með 1878 tonn í þremur veiðiferðum. Skarfur GK á línu 188 tonn í þremur. Kjói GK, sem var smábátur í eigu Stakkavíkur, var með 11,3 tonn í átta á línu. Þessi bátur heitir í dag Stakasteinn GK og er gerður út af Hirti Jóhannessyni, sem var áður skipstjóri á Njál RE. Alli Vill GK var með 11,2 tonn í fimm á línu. Í Keflavík núna árið 2018 þá hefur verið landað þar um 962 tonnum og af því þá er síld 900 tonn þannig að eftir standa 62 tonn af bolfiski. Fyrir tuttugu árum síðan þá var landað í Keflavík og Njarðvík 1368 tonnum í 258 löndunum.

gisli@aflafrettir.is

Sem fyrr voru margir netabátar að landa árið 1998 og t.d. var Styrmir KE með 51 tn í tíu. Happasæll KE, sem í dag er Grímsnes GK, var með 86,5 tn í 21 róðri. Ágúst Guðmundsson GK með 56 tn í sextán róðrum. Gunnar Hámundarsson GK 31,5 tonn í átján. Þorsteinn GK sextán var með 46 tn í tólf og Skúmur GK 111 var með 47 tn í fimmtán. Þuríður Halldórsdóttir GK á trolli var með 221 tonn í fjórum. Eyvindur KE á dragnót með 29 tonn í tólf. Sandgerði hefur um árabil verið stærsta löndunarhöfn landsins og það sést vel í nóvember 1998, því þá voru landanir 674 talsins og aflinn alls 3311 tonn og af því var loðnan 908 tonn svo að bolfiskur var því 2403 tonn. Þetta voru alls 83 bátar sem lönduðu afla í Sandgerði árið 1998 í nóvember og er það ansi mikill fjöldi. Skoðum nokkra báta. Línuveiði bátanna var mjög góð og sérstaklega hjá smábátunum. Eins og t.d. Funi GK sem var með 27 tonn í fimmtán róðrum. Baddý GK 31 tn í fjórtán. Dímon KE 20 tn í níu róðrum. Staðarvík GK 20 tn í níu og heitir þessi bátur í dag Guðrún Petrína GK. Mummi GK 20 tn í tíu og voru Mummi GK og Staðarvík í eigu Stakkavíkur. Siggi Bjarna GK 42 tn í tólf. Þessi bátur er í dag Addi Afi GK frá Sandgerði. Skarfaklettur GK 38 tn í fimmtán. Togarinn Berglín GK var með 292 tn í fjórum. Ársæll Sigurðsson HF 34 tn í 22 á netum. Guðfinnur KE 50 tn í fimmtán á net. Jón Gunnlaugs GK 29 tn í fjórum á trolli. Stafnes KE 107 tn í tólf á net og Svanur KE 30 tn í sextán á net. Freyja GK 40 tn í níu á línu. Ósk KE 67 tn í átján á netum og heitir þessi bátur í dag Maron GK. Baldur KE 22 tonn í tólf róðrum á dragnót. Sigþór ÞH 116 tn í fjórtán á línu, og Siggi Bjarna GK 71 tonn í sextán á dragnót. Eins og sést á þessu stutta yfirliti þá hefur mikið breyst í útgerð á Suðurnesjunum á aðeins tuttugu árum. Breyting sem því miður er ekki jákvæð.

Jólaljósin verða tendruð í Kirkjugörðum Keflavíkur fyrsta sunnudag í aðventu, þann 2. desember. Ljós verða tendruð í Hólmbergsgarði kl. 16:00 og í kirkjugarðinum við Aðalgötu kl. 17:00. Verð fyrir uppsetningu og lýsingu á aðventu og fram á þrettánda er kr. 4.500.- fyrir einn kross en 3.500.- fyrir hvern kross umfram það. Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 28. nóvember kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagur 29. nóvember kl. 13:00 – 17:00 Föstudagur 30. nóvember kl. 13:00 – 17:00 Laugardagur 1. desember kl. 10:00 – 15:00 Sunnudagur 2. desember kl. 13:00 – 15:00 Opið verður frá 4. desember – 20. desember. Þriðjudaga kl. 15:00 – 17:00 Fimmtudaga kl. 15:00 – 17:00.

Ath. ekki verða sendar valkröfur í heimabanka þetta árið. Leigu- og sölukrossar verða á staðnum.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

ÓLÖF (LÓLÓ) MAGNÚSDÓTTIR Fagragarði 12, Keflavík

lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Reynir Guðmannsson Guðrún Reynisdóttir Thelma Rún Birgisdóttir Aron Ingi Guðmundsson Íris Reynisdóttir Benóný Benónýsson Viktoría Benónýsdóttir Ísabella Benónýsdóttir

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Nánari upplýsingar veitir kirkjugarðsvörður Friðbjörn Björnsson í síma 824 6191 milli kl. 10:00 og 16:00 alla virka daga.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


JÓLIN KOMA SNEMMA Í ÁR

Gámatilboð á gleðilegum jólatrjám Jólatrén koma með innbyggðri jólaseríu og eru auðveld í samsetningu. Þau koma í tveimur eða þremur hlutum, sem er einfaldlega smellt saman og síðan er bara að stinga seríunni í samband og njóta gleðilegra jóla.

Jólatré „norsk fura“ 1,8m m/100 ljósa seríu. Hvít ljós. Tvær gerðir af greinum sem gefa raunverulegra útlit.

12.990,-

Jólatré „norsk eðalfura“ 1,8m m/100 ljósa seríu. Blönduð ljós. Tvær gerðir af greinum sem gefa raunverulegra útlit.

14.990,Jólatré „hálanda fura“ 1,8m m/100 ljósa seríu. Hvít ljós

7.490,Reykjavík Reykjanesbær

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Gott verð fyrir alla, alltaf !


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Eyjólfur Helgi Þórarinsson – aldarminning Þegar lífshlaup Eyjólfs Helga Þórarinssonar, afa Eyja, er skoðað í tilefni þess að heil öld er liðin frá fæðingu hans, áttar maður sig betur á hversu mikill uppfinningamaður hann var. Hann var stórhuga og framsýnn, hafði sterkan persónuleika og var á mörgum sviðum langt á undan sinni samtíð. Afi Eyji var fæddur 26. nóvember 1918 í Keflavík. Foreldrar hans voru Þórarinn Eyjólfsson, vélstjóri og síðar trésmiður, og Elínrós Benediktsdóttir, ljósmóðir. Hann fékk barnaskólamenntun í Keflavík, nam rafvirkjun á Akureyri og rafvélavirkjun eftir að hann fluttist aftur suður og tók sveinspróf í þeirri grein árið 1963. Hann var sjálfmenntaður tungumálamaður og las þau erlendu tæknirit sem hann komst yfir. Hann teiknaði og byggði mörg íbúðarhús á Suðurnesjum og var frumkvöðull í því að setja geislahitun í íbúðarhús. Eyjólfur var einn af stofnendum Keflavíkurverktaka, stjórnarformaður rafmagnsdeildarinnar um níu ára skeið, stjórnarformaður Ramma hf. og formaður Rafverktakafélags Suðurnesja. Þá var hann virkur félagi í Frímúrarareglunni og hvatamaður að stofnun Sindra, stúku innan hreyfingarinnar, með aðsetur í Keflavík. Fyrirtæki hans Alternator hf. framleiddi alla tíð rafala (alternatora) og aðrar rafvélar auk almenns viðhalds rafvéla. Við framleiðsluna

var beitt nýjum hugmyndum og aðferðum sem Eyjólfur og starfsmenn hans útfærðu og þróuðu í samvinnu við erlenda aðila sem luku miklu lofsorði á tæknihugmyndir hins íslenska hugvitsmanns og samstarfsmanna hans. Lokaverkefni Eyjólfs, sem honum entist ekki ævin til að klára, var þróunarverkefni, rafeindastýrður riðstraumsrafall óháður snúningshraða aflvélar. Þennan rafal hafði Eyjólfur hugsað sér sem framtíðarlausn fyrir fiskiskipaflotann. Á þessum tíma skiptist hann á hugmyndum og búnaði við erlend fyrirtæki og enn í dag eru tæknihugmyndir hans notaðar í hraðastýringu á rafmótorum. Eiginkona Eyjólfs var María Hermannsdóttir og eignuðust þau fimm börn; Eydísi, Elínrósu, Guðrúnu, Þórarinn og Önnu Maríu. Fyrir átti Eyjólfur dótturina Elsu Lilju.

Við horfum til baka og minnumst afa Eyja með hlýju á 100 ára afmælisdegi hans. Hann var tíður gestur á heimili okkar, þáði oftar en ekki kaffitár með molasykri og miðlaði af visku sinni til okkar. Það var ómetanlegt á heimili, þar sem börnin voru fjögur, pabbinn á sjó og móðirin sá um heimilið, að eiga góðan afa. Afa sem ávallt var til staðar. Þetta var á þeim árum þegar allt var að gerast í Keflavík. Keflvískar hljómsveitir voru vinsælar, fótboltaliðið sigursælt, útgerð í blóma auk mikilla áhrifa frá veru hersins á vellinum. Í minningunni var stutt í húmorinn og gamansemi þó svo traust og þolinmæði væru einkennandi í fari hans. Hann var kletturinn hennar ömmu sem saknaði hans fram á sinn síðasta dag. Eyjólfur lést 30. maí 1987. Í þakkarkveðju frá aðstandendum til þeirra sem fylgdu afa Eyja var notast við ljóðlínur Gunnars Dal.

Það skilur enginn augnablikið, fyrr en það er farið. Það skilur enginn nýja sköpun, fyrr en henni er lokið. Og enginn þekkir stund hamingjunnar, fyrr en hún er liðin. Minningin um einstakan uppfinningamann og góðan afa lifir með okkur um aldur og ævi.

Bergrisinn hylltur á Garðskaga 1. desember

Sá siður hefur myndast að á Fullveldisdaginn 1. desember hefur hópur fólks komið saman og haldið Landvættablót við Garðskagavita til að hylla bergrisann sem er landvættur Suðurlands. Safnast verður saman við Garðskagavita. Athöfnin hefst klukkan 18:00 og mun Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði, stýra henni. Landvættir hafa samkvæmt fornum sögum gætt landsins síðan í árdaga og í Landnámu segir frá því þegar Haraldur konungur Gormsson sem af illa þokkaður af Íslendingum sendi njósnara sinn í hvalslíki til landsins og landvættirnir tóku á móti honum og flæmdu burt frá landinu. Þegar hann kom vestur um land segir svo: „Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Vikars-

heiði. Þar kom á móti honum bergrisi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöllin, og margir aðrir jötnar með honum.“ Þegar athöfninni sjálfri er lokið, hafa blótsgestir rifjað upp samning sinn um vernd landsins og bergrisinn hvattur til dáða. Þá safnast blótgestir saman í kaffi á Röstinni, veitingastaðnum á Garðskaga.

María, Hafdís, Björg, Guðni

FJÖLBREYTT JÓLADAGSKRÁ Á VEGUM REYKJANESBÆJAR Jóladagskrá Reykjanesbæjar hefur verið birt í viðburðadagatali á vef bæjarins. Til hægðarauka má hér sjá helstu viðburði desembermánaðar og nokkuð ljóst að engum ætti að þurfa að leiðast á aðventunni.

BESTI

Jóladagskrá í Reykjanesbæ 2018 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER KL. 16.30: BÓKASAFN

SJÓNVARPSÞÁTTUR VÍKURFRÉTTA ER

Suðurnesjamagasín öll fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

u k i v i r a ss e þ í s i n f e l Meða Öryggi og flugvernd á Keflavíkurflugvelli

Magnús Orri

fer á Special Olympics

Bókakonfekt barnanna – upplestur fyrir börn. Arndís Þórarinsdóttir les upp úr Nærbuxnaverksmiðjunni og Katrín Ósk Jóhannsdóttir upp úr Mömmugull. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ráðhúskaffi býður upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER KL. 20.00: BÓKASAFN

Bókakonfekt – upplestrarkvöld fyrir fullorðna. Dagný Gísladóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER KL. 16.30: BÓKASAFN

eldri borgara í Sandgerði

Þú getur einnig horft á Suðurnesjamagasín á vf.is

Skreytum saman í Bryggjuhúsi. Fjölskyldur búa til kramarhús, músastiga og jólahjörtu til að skreyta Stofuna í Duus fyrir gamaldags jólaball í anda Duusverslunarinnar sem haldið verður 9. desember.

SUNNUDAGUR 2. DESEMBER KL. 17.00: TJARNARGÖTUTORG

Tökum fagnandi á móti aðventunni með tendrun ljósanna á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand á Tjarnargötutorgi. Jólatónlist, skemmtiatriði fyrir börnin, jólasveinar, heitt kakó og piparkökur.

SUNNUDAGUR 9. DESEMBER KL. 14.00–15.00: DUUS SAFNAHÚS

Bókabíó. Jólamyndin The Polar Express sýnd í miðju Bókasafnsins. Myndin hentar fyrir börn frá sex ára aldri.

Jólatrésskemmtun í stíl við þær sem voru haldnar í Bryggjuhúsi Duus fyrir 100 árum. Sungið og dansað í kringum jólatré, íslenskur jólasveinn og eitthvað gott í kramarhúsi.

LAUGARDAGAR 1. DESEMBER – 6. JANÚAR KL. 12.00–17.00: DUUS SAFNAHÚS

FIMMTUDAGURINN 13. DESEMBER KL. 16.30: BÓKASAFN

Jólasveinaratleikur og óskalistar til jólasveinanna. Á aðventunni, frá 1. desember, stendur fjölskyldum til boða að fara í ratleik í Bryggjuhúsinu og leita að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hér og þar um húsið. Þá er hægt og biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna.

LAUGARDAGUR 1. DESEMBER KL. 16.00: DUUS SAFNAHÚS

Hreysti og heilsa

SUNNUDAGUR 2. DESEMBER KL. 14.00–16.00: DUUS SAFNHÚS

Sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða til fagnaðar í Bíósal Duus Safnahúsa í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Frásagnir, tónlist og gamanmál (Ari Eldjárn).

Gítartónleikar á vegum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

VIKAN 17.–22. DESEMBER: BÓKASAFN

Fjölbreytt jólaföndur á hverjum degi fyrir alla fjölskylduna.

SUNNUDAGUR 6. JANÚAR KL. 17.00: HÁTÍÐARSVÆÐI VIÐ HAFNARGÖTU 12

Þrumandi þrettándagleði. Blysför frá Myllubakkaskóla, gengið að hátíðarsvæði við Hafnargötu í fylgd álfa og púka þar sem Grýla gamla tekur á móti gestum. Brenna og flugeldasýning, heitt kakó og piparkökur til að halda hita á mannskapnum.

Jólasælkeramarkaður á Park Inn Systur úr Oddfellow-stúkunni Eldey ætla að standa fyrir jólasælkeramarkaði á Park Inn hóteli í Reykjanesbæ fimmtudaginn 6. desember. Á boðstólum verður ýmislegt tengt jólum, allt heimalagað, s.s. sörur, marengsbotnar, rauðkál, paté, brauð, leiðisgreinar, jólasápur og margt fleira. Allur ágóði rennur til líknarmála.


SVARTUR FÖSTUDAGUR Í REYKJANESBÆ BRJÁLUÐ TILBOÐ ! VIÐ OPNUM KL. 9


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson er vel kunnur fyrir glæsilegar ljósmyndir sínar af Reykjanesskaga. Hann hefur ljósmyndað náttúru og landslag Reykjanesskagans samfellt í 12 ár. Afraksturinn hefur nú komið út í veglegri ljósmyndabók sem bókaútgáfan Nýhöfn gefur út. Bókin hefur einnig fengið fljúgandi start og verið ofarlega á sölulistum frá því hún kom út á dögunum. VIÐTAL

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

NÝ LJÓSMYNDABÓK ELLERTS GRÉTARSSONAR

SÝNIR AÐRA HLIÐ Á REYKJANESSKAGANUM • Ellert Grétarsson vann í tólf ár að nýrri ljósmyndabók um náttúru og undur Reykjanesskagans •

„Þessi bók hefur verið lengi í undirbúningi. Ég byrjaði að taka myndir í hana fyrir tólf árum. Sumarið 2006 fór ég að fara í gönguferðir hér á Reykjanesskaganum. Ég þekkti Reykjanesskagann ekki mikið. Ég hafði t.a.m. aldrei komið í Eldvörp eða skoðað svæðið í Krýsuvík. Ég varð fljótt heillaður af því sem fyrir augu bar. Þetta var sífellt að koma mér á óvart og skaginn leynir á sér“.

„Útgáfa ljósmyndabókarinnar varð eitthvað sem ég vildi ekki eiga eftir þegar minn síðasti dagur myndi renna upp“.

ALLTAF VERIÐ NÁTTÚRUUNNANDI Hvað varð til að kveikja áhuga þinn á Reykjanesskaganum? „Ég hef alltaf verið náttúruunnandi en þarna var ég kannski kominn á þann stað í lífinu að ég hafði meira svigrúm til að stunda útivist. Þá fór þetta vel saman við ljósmyndaáhugann og myndavélin er alltaf með í för. Ég fór því að ljósmynda það sem fyrir augu bar og reyna að koma því á framfæri því mér fannst og hefur í raun alltaf fundist að fleiri þurfi að vita hvað Reykjanesskaginn hefur að geyma. Hann er stórlega vanmetinn sem náttúruparadís. Árið 2010 fór ég fyrst að hugsa um það að gefa út svona bók. Ég fór af stað í verkefnið en svo varð ekkert úr því. Ég hef síðan af og til verið að hugsa um þetta. Verkefnið hefur ekki látið mig í friði en mér fannst alltaf eitthvað vanta og ég næði ekki nógu vel utan um það. Það var síðan þegar ég hafði farið í alla hraunrásarhellana og myndað svæðin með dróna að mér fannst ég vera kominn með nægan efnivið í bókaútgáfuna. Þá tók reyndar við togstreita um það hvort ég ætlaði að gefa bókina út sjálfur með þeirri fyrirhöfn sem því fylgir eða hvort ég vildi fara auðveldu leiðina og fá mér útgefanda. Fyrir tæpu ári síðan varð ákveðin atburðarás í mínu lífi sem gaf mér spark í afturendann og útgáfa ljósmyndabókarinnar varð eitthvað sem ég vildi ekki eiga eftir þegar minn síðasti dagur myndi renna upp. Maður veit svo sem aldrei hvenær hann kemur. Maður hefur enga tryggingu fyrir því að maður verði hér á morgun eða

hinn. Ég ákvað því að drífa í þessu og koma bókinni frá mér.“ Þegar bókinni er flett þá sér maður að þetta eru ekki hinir hefðbundnu ferðamannastaðir á Reykjanesi sem þú hefur verið að mynda. „Nei, það var alltaf markmiðið að sýna aðra hlið á Reykjanesskaganum. Þú sérð ekki norðurljósamyndir eða álfubrúnna. Sumir staðir eru þarna eins og Reykjanesið en þá er ég að sýna önnur sjónarhorn. Ég vil með bókinni varpa öðru ljósi á Reykjanesskagann og sýna staði sem færri hafa séð og vita minna um“. Þú hefur verið að berjast fyrir Reykanesskagann og tilvist hans sem ósnortinnar náttúru. „Ég hef bent á það að vestur á Snæfellsnesi er svæði sem þótti það merkilegt og fallegt að það þótti ástæða til að stofna þar þjóðgarð. Á Reykjanesskaganum finnur þú allt sem

er í þessum þjóðgarði nema jökulinn, hann kemur kannski á næsta kuldaskeiði. Þetta svæði er bara það merkilegt, sérstaklega jarðfræðilega. Ég hef verið talsmaður þess að við gefum svæðinu betur gaum með tilliti til náttúruverndar og þessi bók er kannski viðleitni til þess. Hún er kannski ekki yfirlýsing frá mér í þá veru en vonandi eru myndirnar það áhrifamiklar að þær geti vakið einhverja til umhugsunar og þá er ég ánægður.“

STAÐA REYKJANESSKAGANS ALVEG AFLEIT Ég veit að fyrstu skrefin að þessari bók eru gönguferðir þínar um svæði sem komið hefur til tals að fórna. „Já, já. Staðan á Reykjanesskaganum í Rammaáætlun er náttúrulega alveg afleit. Að af þeim nítján svæðum sem þar hafa verið til umfjöllunar séu einungis þrjú komin í verndarflokk. Allt hitt er annað hvort komið í nýtingu eða á leiðinni þangað. Þetta er eitthvað sem ég hef viljað að fólk velti fyrir sér.“ Það er mikil vinna á bakvið þessa ljósmyndabók. Þú hefur farið í margar ljósmyndaferðir og oft um sömu svæðin. „Já. Eins og ég segi, þá er þetta tólf ára vinna. Ég fer oft á sömu svæðin því þetta er aldr-

Ívar Gissurarson útgefandi og Ellert Grétarsson ljósmyndari.

ei eins. Birtan er mismunandi. Maður finnur önnur sjónarhorn og stundum rekst maður á eitthvað sem sást ekki áður. Svæðið er alltaf að koma manni á óvart. Eins með hraunrásarhellana. Það er heimur sem flestum er hulinn og fáir vita um og fæstir hafa séð. Hellarnir geyma náttúru sem er svo stórbrotin og falleg. Með því að sýna hellana er ég að sýna hversu stórbrotin náttúra Reykjanesskagans er í öllu tilliti.“ Þessar ferðir þínar ofan í hellana hafa skilað mögnuðum myndum. Ein þeirra varð þó þannig að hún hefði getað orðið til þess að þessi bók kæmi ekki út. Þú rataðir ekki út eins og sjá má í myndskeiði sem þú settir á Youtube og hefur fengið mikið áhorf. „Maður hefur lent í ýmsum hremmingum eins og í þessari frægu hellaferð sem er reyndar orðin heimsfræg. Ég villtist neðanjarðar en þetta er

Hagavíkurlaugar á Hengilssvæðinu í nánd við Þingvallavatn.

kannski ekki eins svakalegt og myndskeiðið gefur til kynna. Það var verulega óþægilegt að vera villtur og rata ekki út. Ég var með félaga mína með mér uppi á yfirborðinu sem hefðu þá gert einhverjar ráðstafanir til að ná í mig. Við gerum þetta þannig í hellaferðum að ég fer á undan í könnunarleiðangur. Það er óþarfi að allir séu að græja sig niður ef þetta er ekkert. Þarna var ég kannski of ákafur. Ég var alltaf að gá hvað væri handan við næstu beygju. Svo var ég allt í einu lentur í einhverju völundarhúsi sem ég rataði ekki útúr. Það er reyndar sérstakt að íslenskir hellar séu svona flóknir. Þeir eru ekki eins og erlendu hellarnir sem eru margra kílómetra langir. Íslensku hellarnir eru mun smærri og yfirleitt mun einfaldari. Svo eru einn og einn sem geta verið völundarhús. Ég hefði alltaf ratað út að lokum.“

LITADÝRÐ Í MYRKRINU Hvað er það við hellana sem fær menn til að troða sér ofan í þrönga holu og hvað blasir við þarna niðri? „Það er kannski það sem felst í myrkrinu. Þetta er svo heillandi náttúra þessar hraunmyndanir sem þú finnur ekki uppi á yfirborðinu. Hellarnir eru fjölbreyttir og hver með sín sérkenni og alltaf að koma manni á óvart. Þó maður sé að fara aftur í sama hellinn þá er maður að sjá eitthvað nýtt, eitthvað sem maður sá ekki áður“. Það sést í bókinni að það er mikil litadýrð þarna niðri. „Já, hún magnast í ljósunum og það er það sem gerir það líka skemmtilegt að mynda myrkrið. Þú ert í raun ekki að vinna með ljós, heldur myrkur. Öll lýsing er þannig að þú hefur hana algjörlega í hendi þér. Hún ræðst algjörlega af þeim ljósgjafa sem þú kemur með niður í myrkrið. Það gerir þetta líka spennandi og skemmtilegt.“ Þessir hellar eru perlur sem þið látið í raun ekki vita hvar eru. „Það er ekkert sem bannar þér að fara og finna þá ef þú hefur áhuga, en ekki spyrja mig hvar þeir eru,“ segir Ellert og brosir.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

13

Heimsótti fæðingarstað sinn á HSS 60 árum síðar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk sannarlega góða heimsókn í síðustu viku þegar bandarísku mæðgurnar Anne Hemmingway og Ellen Beam litu stuttlega við. Svo skemmtilega vill til að fyrir réttum 60 árum, hinn 15. nóvember árið 1958, lenti flugvél TWA með Ellen og Gordon, eiginmann hennar, innanborðs þar eð Ellen, sem var gengin átta mánuði með sitt fyrsta barn, hafði misst vatnið. Þau voru flutt í hendingskasti niður á Sjúkrahús Keflavíkur, eins og það hét þá, þar sem Anne kom í heiminn. Sagt er frá þessu á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Eftir vikulanga sængurlegu hélt fjölskyldan aftur heim á leið vestur um haf, en nú eru þær komnar aftur á fornar slóðir, á sextugsafmæli Anne. Ellen, sem er nú 89 ára, mundi að sjálfsögðu vel eftir atburðum og þrátt fyrir að húsnæðið í gömlu byggingu HSS hafi breyst mikið í gegnum tíðina rann hún á það herbergi þar sem hún lá á þessum tíma. Þar er nú röntgendeild HSS staðsett. „Ég var á jarðhæð og horfði út um gluggann á börn að leik,“ sagði Ellen og hefur eflaust horft út að Barnaskólanum í Keflavík sem nú er Myllubakkaskóli. Saga hennar þennan dag var næstum reyfarakennd. Þau hjónin höfðu verið á ferðalagi um Evrópu og hún átti ekki von á sér fyrr en mánuði síðar. Skömmu eftir að vélin fór í loftið frá París fór hins vegar allt að gerast, hún tók sóttina en sökum slæms skyggnis gat vélin hvorki snúið við né lent á Bretlandseyjum. „Svo var eins og opnaðist niður í gegnum skýin fyrir ofan Keflavík,“ rifjaði Ellen upp, flugvélinni var lent þar og stefnan tekin á sjúkra-

húsið sem hafði verið stofnað einungis fjórum árum áður. Á leiðinni niður eftir varð svo bíllinn sem þau voru í bensínlaus, en sem betur fer gerðist það nálægt bensínstöð þannig að þau voru fljót að dæla á og koma sér á spítalann. „Það var eins og Guð hafi bara ætlað okkur að komast hingað og eignast barnið,“ sagði Ellen. Þegar þangað var komið tóku tvær konur á móti Ellen, önnur þeirra var ljósmóðirin Ásta Hermannsdóttir. „Mér leist nú ekki á að það væri enginn læknir þarna inni hjá okkur, en Gordon, maðurinn minn, samdi við lækninn um að þeir væru í dyragættinni þar sem ég sæi til þeirra. Svo voru þær alveg yndislegar og allt gekk svo vel,“ sagði Ellen sem eignaðist þarna hana Anne sína, sem var spræk og hraust þrátt fyrir að vera smávaxin, enda fæddist hún mánuði fyrir tímann eins og fyrr segir. Ellen og Anne lágu inni í eina viku eftir fæðinguna, en eftir það hélt litla fjölskyldan heim. Ævintýrið þeirra hafði þó komist í fréttirnar, bæði hér heima og vestanhafs.

Mæðgurnar Anne Hemingway og Ellen Beam heimsóttu HSS 60 árum eftir að Anne fæddist þar.

Það var eins og Guð hafi bara ætlað okkur að komast hingað og eignast barnið ...

Mæðgurnar höfðu sérstaka ánægju af því að hitta Sólveigu Þórðardóttur sem vann á Sjúkrahúsinu í Keflavík og HSS um áratugaskeið. Hún sagði mæðgunum frá starfseminni á sjúkrahúsinu um það leyti sem Anne fæddist þar.

Lausar kennarastöður vegna forfalla Staða umsjónarkennara í 1. bekk og umsjónarkennara í 9. bekk þar sem aðalkennslugreinar eru íslenska og danska. Umsóknarfrestur er til 1. desember en ráðið er í stöðurnar frá 1. janúar 2019 og út skólaárið.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með 510 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn. Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðarfullir, og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200.

Ellen og Anne hittu meðal annarra Jónínu Birgisdóttur, deildarstjóra Ljósmæðravaktar HSS. Hér eru þær saman í herberginu þar sem Anne fæddist, 60 árum áður. Á meðan heimsókninni stóð hittu þær mæðgur Halldór Jónsson, forstjóra HSS, og Jónína Birgisdóttir, deildarstjóri ljósmæðravaktar, fylgdi þeim um salarkynnin. Sérstaklega þótti þeim þó ánægjulegt að hitta Sólveigu Þórðardóttur, sem starfaði hjá HSS um áratugaskeið, frá árinu 1956 allt fram til ársloka 2010. Sólveig, sem var lengst af deildarstjóri fæðingadeildarinnar, var sjálf ekki viðstödd fæðingu Anne en gat meðal annars borið kennsl á starfsfólk sem var á ljósmyndum sem mæðgurnar höfðu með sér og sagt frá starfseminni þessi fyrstu ár Sjúkrahússins. Þegar Sólveig spurði Ellen hvort henni hafi liðið illa eftir fæðinguna, verandi svo langt að heiman þar sem

þau þekktu engan, þvertók Ellen fyrir það. Dvölin hafi verið yndisleg. Hún hafi kynnst íslenskri konu sem átti barn sjúkrahúsinu á sama tíma. Sú átti amerískan mann, ofan af herstöð, sem útvegaði Gordon svefnstað og Ellen fékk hjá þeim útvarp til að hlusta á tónlist og þess háttar. Ellen og Anne voru sammála um að heimsóknin hafi haft mikil áhrif á þær og voru afar þakklátar fyrir móttökurnar sem þær fengu. „Okkur fannst eins og við þyrftum að koma hingað,“ sagði Ellen. „Við eigum merkilega sögu sem okkur fannst við þurfa að segja.“ Starfsfólk HSS þakkaði þeim einnig fyrir yndislega heimsókn og bauð þær velkomnar aftur hvenær sem er.


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Þau búa í heilsueflandi bæ Nýtt líf segja þeir sem byrja að hreyfa sig reglulega. Það er aldrei of seint að byrja. Í Sandgerði er hópur eldri borgara sem hittist nokkrum sinnum í viku og hreyfir sig saman, karlarnir mæta í einhverja tíma en konur í þá alla. Sumir hafa svo gaman af þessari heilsurækt og mæta í alla tímana á meðan aðrir velja það sem hentar þeim. Boðið er upp á stafgöngu utandyra, rólega leikfimi með teygjuæfingum innandyra, stóla-Zumba og einnig æfingar með lóð í tækjasal íþróttahússins. Það er ekki síður þetta félagslega sem rekur fólk út úr húsi, það er svo gaman að hitta annað fólk.

Frábært framtak bæjaryfirvalda

Lilja Karlsdóttir, 70 ára:

„Ég er í Zumba á mánudögum, stafgöngu á þriðjudögum og fimmtudögum og lyfti lóðum á miðvikudögum. Um helgar fer ég í sund eða út að ganga, eða bæði. Svo hvíli ég mig einnig. Það breytir svo miklu að taka þátt. Vellíðan og miklu betri heilsa. Við erum líka með svo góðan þjálfara hana Ragnheiði Ástu sem er svo ofboðslega dugleg. Þetta er bara svo skemmtilegur félagsskapur líka. Svo gaman að hittast og stundum höfum við gert eitthvað annað saman, farið eitthvert saman.“

„Ég byrjaði 66 ára í hópnum. Alltaf þegar ég er búin að æfa þá er ég svo miklu orkumeiri og svo ofboðslega ánægð, ég endurnærist á sál og líkama. Viltu láta það koma fram að við erum ótrúlega þakklát bæjaryfirvöldum fyrir að hugsa svona vel um okkur. Það er svo frábært hvað bærinn gerir til þess að efla heilsu bæjarbúa. Stundum hef ég verið köflótt í mætingu. Maður er stundum að ammast eða upptekin við eitthvað annað. Þetta á að vera gaman en ekki kvöð, þess vegna mæti ég eins oft og ég get og langar til að hreyfa mig. Þetta er ekki síður félagslegt, það er svo gaman að hitta fólkið í hópnum. Ég mæti í göngur, leikfimina og teygjur hjá Ragnheiði Ástu. Við viljum bara eiga hana, hún er svo frábær.”

Kristín Kristjánsdóttir, 76 ára:

„Ég er nýbyrjuð með hópnum, er búin að mæta fjórum sinnum. Ég finn mikinn mun hvað ég er hressari strax og andlega líka. Ég er búin að prófa Zumba og leikfimi með teygjum og svo þetta hér að lyfta lóðum í ræktinni. Ég er ekki með í stafgöngunni því ég er að byggja mig upp en hnéð og mjaðmir eru ekki ennþá alveg tilbúin í göngur en ég er að stefna í gönguhópinn þegar ég verð tilbúin. Þjálfarinn okkar hún Ragnheiður Ásta er frábær og hugar svo vel að manni, mér líður eins og ég sé í einkaþjálfun hjá henni.“

VIÐTAL

Regluleg hreyfing hægir á öldrun og getur haft góð áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan á efri árum. Bæjaryfirvöld nýs sameinaðs sveitarfélags styðja við heilsueflingu íbúa bæjarins. Það er frítt í sund fyrir alla aldurshópa, þá sem eru skráðir með lögheimili í Garði og Sandgerði. Frítt í leikfimi fyrir eldri borgara einnig í íþróttamiðstöðvum bæjarins.

Kolbrún Leifsdóttir, 69 ára:

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Björgvin Jensson, 72 ára:

„Ég geng með félögum mínum fimm daga vikunnar og tek aukalega á því miðvikudagsmorgna eftir gönguna með þeim. Við erum að ganga svona sjö til átta kílómetra hvern dag. Hingað kem ég svo til að lyfta lóðum, maður er að fara í þessi tæki. Ég finn mikinn mun á sjálfum mér eftir að ég byrjaði í þessu reglulega. Þegar ég var ennþá að vinna þá hreyfði ég mig um helgar en núna hreyfi ég mig alla daga. Já ég er orðinn háður þessu og finnst þetta mjög gott, líður vel.

Sigurlína Sveinsdóttir, 71 árs:

„Ég var að ganga með hópnum, fór í mjaðmaaðgerð og fékk nýjan lið og er að bíða með hinn, er á biðlista. Ég var hjá sjúkraþjálfara eftir aðgerð en svo var það búið og þá kom ég hingað. Mér finnst mjög gott að koma og vera með hópnum og æfa saman. Það er ekki spurning að allir eigi að hreyfa sig reglulega. Þetta hefur hjálpað mér mjög mikið. Líka svo góður félagsskapur. Ég var lengi að fara af stað, að byrja en svo var tekið mjög vel á móti mér þegar ég mætti.“

Hrefna Magnúsdóttir, 71 árs:

„Ég byrjaði í hópnum í fyrra og líkar mjög vel. Það var tekið hlýlega á móti mér, allir eru velkomnir. Aldrei of seint að byrja. Ég hef alla ævi verið að hreyfa mig eitthvað en langaði í félagsskap sem væri að hreyfa sig saman eftir að ég hætti að vinna. Það breytist svo margt þegar maður hættir að vinna. Mér finnst gott að finna hvað ég styrkist í skrokknum við þessar æfingar. Skilar sér einnig andlega.“

Fanney Ingibjörg Sæbjörnsdóttir, 95 ára:

„Ég fer í teygjuæfingarnar tvisvar í„viku í Miðhúsum því mér finnst það gera mér gott. Ég mæti yfirleitt í þessa tíma þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 10:30. Ég reyni svo sjálf að teygja mig heima og beygja mig. Leikfimin er góð og svo er félagsskapurinn frábær. Hefur svo mikið að segja að hitta fólk.“

RAGNHEIÐUR ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR, ÞJÁLFARI HÓPSINS, 69 ÁRA:

„Ég byrjaði hérna fyrst með stafgöngu árið 2014, var beðin að koma hingað fyrst í heilsuviku með fyrirlestur og ræða um þriðja æviskeiðið sem byrjar þegar við hættum að vinna. Hvað ætlarðu að gera við tímann þinn? Hvernig viltu nýta allan þennan tíma? Fólkið sem mætti á fyrirlesturinn vildi prófa stafgöngurnar áfram og svona þróaðist þetta heilsueflandi starf. Nú hefur þetta verið í boði í Miðhúsum í nokkur ár. Fólkið vildi halda áfram að hreyfa sig. Ég hef farið á námskeið til þess að styðja mig sem leiðbeinanda. Bæjaryfirvöld styrkja þetta starf eldri borgara svo allir eldri borgarar bæjarins Garðs og Sandgerðis, geti mætt ókeypis. Ég starfa eingöngu við þetta í dag en var áður grunnskólakennari. Bara svo gaman að vinna við að efla fólkið. Þegar við hættum að vinna þurfum við að ákveða hvernig við viljum verja tíma okkar. Ætlum við að vera í náttfötunum fram að hádegi eða mæta í morgunhreyfingu og hressa okkur við? Að koma saman, hreyfa okkur, mýkja okkur og styrkja. Mér finnst dásamlegt að finna kraftinn í þessu fólki sem er ennþá að lifa lífinu lifandi. Þú hættir ekkert að lifa þegar þú ert komin á eftirlaun. Karlarnir sem mæta hafa sumir aldrei prófað að teygja vöðvana og verða svo ánægðir þegar þeir finna hvað það gerir þeim gott. Já það eru allir velkomnir með okkur, bara mæta.“


r u t r a v S dagur FOöstu

2N3óv..

í ormsson og samsung-setrinu

EKKI MISSA AF STÆRSTU TILBOÐSVEISLU ÁRSINS ! Hér er aðeins brot af úrvalinu!


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Leiðsögn um sýninguna Líkami, efni og rými – Oft var þörf ...

Sossa fékk Súluna

Oft var þörf en nú gæti verið nauðsyn að fá leiðsögn um nýopnaða sýningu Listasafnsins „Líkami, efni og rými.“ Það er nú einu sinni þannig að list er misaðgengileg fólki en getur stundum verið spurning um þjálfun. Þetta þekkjum við vel í tengslum við tónlist. Öll hlustum við á tónlist af einhverju tagi en getum eflaust verið sammála um að það þurfi ákveðna þjálfun til að læra að meta klassíska tónlist, djass, blús eða aðrar tónlistarstefnur sem eru okkur ekki eins tamar. Það sama gildir um myndlist og því getur okkur brugðið við þegar við sjáum sýningu sem virðist okkur mjög framandi. Að sama skapi er það líka mjög spennandi og ákveðin áskorun í því falin að reyna að upplifa eða skilja hverju listamaðurinn vill reyna að koma á framfæri með list sinni. Þannig eru allir þeir sem áhuga hafa hvattir til að mæta á leiðsögn listakonunnar Eyglóar Harðardóttur og sýningarstjórans Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur n.k. sunnudag, 25. nóvember, kl. 15 í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum.

LJÓS OG NÁTTÚRA REYKJANESSKAGA Í BÍÓSAL DUUS

Nýjar ljósmyndir eftir Jón Rúnar Hilmarsson eru á sýningu í Bíósal Duus Safnahúsa. Sýningin stendur til 13. janúar 2019. Á sýningunni eru myndir sem sýna landslag og náttúru Reykjanesskagans. Myndirnar voru teknar á mismunandi árstíðum og tímum dags á síðustu tveimur árum. Höfundur stefnir að útgáfu ljósmyndabókar næsta vor og verða þessar myndir í þeirri bók sem kemur til með að dekka allt Ísland.

BLACK

FRIDAY

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent í 22. sinn

Afslátturinn gildir ekki af merktri tilboðsvöru.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Listakonan Sossa fékk Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir árið 2018. Afhending verðlaunanna fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum sl. föstudag. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og annað sinn sem Súlan var afhent. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg. Sossa Björnsdóttir er fædd 9. febrúar árið 1954 og uppalin í Keflavík. Hún lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, fór í framhaldsnám í listaháskóla í Kaupmannahöfn og lauk svo mastersgráðu við listaháskóla í Boston árið 1993. Hún hefur í áraraðir unnið við list sína og haldið sýningar víða um heim, s.s. í Danmörku, Bandaríkjunum, Portúgal og Kína. Sossa hefur lengi verið öflug í menningarlífi Reykjanesbæjar og leyft bæjarbúum að njóta með margvíslegum hætti. Hún hefur sýnt í Listasafni Reykjanesbæjar, bæði ein og með öðrum, hún hefur haldið sýningar á vinnustofu sinni tvisvar á hverju ári, á Ljósanótt og fyrir jólin, og einnig tekið þátt í alls kyns menn-

ingarverkefnum í bæjarfélaginu, m.a. tónleikaröðinni Heimatónleikar og List án landamæra. Hún hefur kennt myndlist í skólum og á opinberum námskeiðum og tekið nemendur til sín á vinnustofuna og það oft án greiðslu. Hún hefur einnig tekið á móti fjölda hópa á vinnustofuna, sýnt verkin og sagt frá starfi sínu. Sossa hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína, m.a. var hún útnefnd sem Listamaður Reykjanesbæjar árið 1997 og hún fékk Fullbright-styrk til að vinna við og kenna myndlist í Seattle árið 2013. Verk eftir hana má sjá í flestum opinberum byggingum og fjölda heimila í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, afhenti Sossu verðlaunin og sagði við það tilefni: „Sossa

er fyrsta flokks listamaður sem Reykjanesbær getur verið stoltur af. Aldrei verður metið að fullu hve mikilvægt það er fyrir hvert bæjarfélag að hafa svona lifandi listamann innan sinna vébanda. Bæjarstjórn og menningarráð vilja þakka henni fyrir áralanga vinnu og stuðning við menningarlíf bæjarins og hlýtur hún Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir árið 2018.“ Við sama tækifæri var styrktar- og stuðningsaðilum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykja-

17

nesbæjar, sem nú var haldin í nítjánda sinn, þakkaður stuðningurinn. Fram kom í máli Kjartans Más að bæjarbúar sjálfir yrðu virkari í viðburðahaldinu með hverju árinu sem liði og þeirra framlag, ásamt fjárhagslegum stuðningi, gerði það að verkum að Ljósanótt væri í hópi helstu menningarhátíða landsins. Helstu styrktaraðilar Ljósanætur í ár, bæði fjárhagslegir og þeir sem studdu við hátíðina með öðru móti, voru 95 og þeir stærstu voru Isavia, Landsbankinn, Lagardére, Toyota Reykjanesbær, Securitas, Nettó og Skólamatur og voru þeim öllum færðar bestu þakkir.

Einföld og örugg þjónusta á verði sem kemur á óvart Dattaca Labs hefur aðstoðað tugi sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja við innleiðingu á nýju persónuverndarlögunum.

Til að lágmarka kostnað fólum við Dattaca Labs hlutverk persónuverndarfulltrúa. Ég mæli hiklaust með þjónustu þeirra. Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar

www.dattacalabs.com contact@dattacalabs.com


18

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Tímabundið leyfi til sölu skotelda í smásölu og leyfi til skoteldasýninga Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2018 til og með 6. janúar 2019. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjanesbæ, Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum fyrir og eftir áramót 2018-2019, ber að sækja um slíkt leyfi til lögreglustjórans á Suðurnesjum í síðasta lagi föstudaginn 30. nóvember 2018 fyrir kl. 15:00. Hægt er að nálgast umsóknirnar á logreglan.is og á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Víkurbraut 25. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Athugið: • Umsóknaraðilar skila inn umsókn fyrir 30. nóvember 2018, í þjónustuver lögreglu að Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ. • Fylgigögn umsókna skulu berast slökkviliði viðkomandi sveitarfélags. • Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 30. nóvember 2018 verða ekki teknar til afgreiðslu. • Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur föstudaginn 21. desember 2018. • Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum leyfisbréf frá lögreglu. • Söluaðilar sæki leyfisbréf á lögreglustöðina við Hringbraut föstudaginn 21. desember 2018, kl. 09:00. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, föstudaginn 14. desember 2018 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags.

Barði í Ban

orðinn safngrip Moss í Bláa lóninu á lista Lonely Planet yfir bestu nýju matarupplifunina

Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2018 til og með 6. janúar 2019. Gjald fyrir sölustað er kr. 5.000, skoteldasýningar er kr. 8.300 og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Athugið: Kynningarfundur með væntanlegum umsækjendum verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvember 2018, kl. 18:00 í húsakynnum Brunavarna Suðurnesja að Hringbraut 125, Reykjanesbæ. Reykjanesbær 20. nóvember 2018. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

Sex bónorð á dag í Bláa lóninu – Huffington Post í heimsókn á Reykjanesi Reykjanesið er sérstaklega tekið fyrir í nýrri grein sem birtist á vef fjölmiðlarisans Huffington Post. Í greininni, sem Markaðsstofa Reykjaness vekur athygli á, er spjallað við Suðurnesjamanninn Atla Sigurð Kristjánsson, markaðsstjóra Bláa lónsins, auk þess sem forsetafrúin Eliza Reid ræðir um sundlaugamenningu Íslendinga. Að sögn Atla má gera ráð fyrir um sex bónorðum á dag í Bláa lóninu, en þessi perla Reykjaness er fyrir löngu orðin heimsfrægur áningarstaður.

„Ef þig langar að fá kraft náttúrunnar beint í æð þá er tilvalið að fara í útsýnisferð um Reykjanesið, sem er í bakgarði Keflavíkurflugvallar,“ segir í grein Huffington post. Þar segir einnig að svæðið sé UNESCO Geopark og því suðupottur jarðhita og jarðfræði, auk þess sem finna má þar svartar strendur og frekari fegurð. Hvatt er til þess að heimsækja Brúna milli heimsálfa þar sem hægt er standa milli Evrópu- og Ameríkuflekanna. Greinarhöfundur heimsótti einnig Gunnuhver og Reykjanes-

vita. Steinsnar frá er svo veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík, sem höfundur gefur góð meðmæli.

Veitingastaðurinn Moss á Retreat, í Bláa lóninu, er á lista ferðavefsins Lonely Planet yfir bestu nýju matarupplifunina fyrir ferðamenn árið 2019. Í umfjöllun Lonely Planet segir að Bláa Lónið sé nú þegar vinsæll staður meðal ferðamanna sem sækist eftir því að baða sig upp úr heitu lóninu en nú hafi annar heitur reitur fyrir matarunnendur bæst við á svæðinu með opnun veitingastaðarins Moss, inn af nýja Retreat-hótelinu. Frá opnun staðarins í apríl hafi verið boðið upp á hefðbundinn íslenskan mat og mælir Lonely Planet með því að fólk splæsi á sig sjö rétta smakkmatseðlinum á tíu sæta borði matreiðslumeistarans, með einstöku útsýni yfir hraunið og víni úr einstökum

hraunkjallaranum, sem hafði verið í frosti síðan 1226. Í umfjöllun Lonely Planet segir að matarferðamennska verði vinsælli með hverju árinu þar sem fólk leiti uppi hverja matarupplifunina á fætur annarri á spennandi stöðum. Á lista Lonely Planet yfir bestu nýju matarupplifunina eru staðir út um allan heim, þar á meðal í Ástralíu, Perú, Tælandi sem og veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn, sem hefur opnað aftur eftir endurbætur, en hann hefur verið álitinn einn besti veitingastaður heims.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

19

Það kom í hlut Barða Jóhannssonar og Tómasar Young, framkvæmdastjóra Rokksafns Íslands, að afhjúpa styttuna af Barða sem nú er á Rokksafninu. VF-myndir: Hilmar Bragi Rokksafni Íslands hefur formlega verið afhent stytta af Barða Jóhannssyni, aðalsprautu hljómsveitarinnar Bang Gang. Styttan var upprunalega framleidd fyrir og sýnd í Triennale sem er hönnunarsafn í Milano á Ítalíu. Styttan er nú komin til landsins og kemur til með að standa í Rokksafni Íslands. Hljómsveitin Bang Gang með tónlistarmanninn Barða Jóhannssyni fremstan í fararbroddi fagnar um þessar mundir afmælisári þriggja platna sinna en Ghosts from the Past er tíu ára, Something Wrong er fimmtán ára og platan You er tuttugu ára.

Af þessu tilefni var efnt til boðs á Rokksafni Íslands í Hljómahöll. Á viðburðinum var nýtt myndband Bang Gang frumsýnt og hljómsveitin flutti jafnframt nokkur af sínum bestu lögum. Við þetta tækifæri var Bang Gang skipuð að hluta af landsliðinu í tónlist. Það eru þau Hrafn Thoroddsen, Steingrímur Teague, Kristinn Snær Agnarsson, Bjarni Þór Jensson, Esther Talía Casey og Barði Jóhannsson. Verndari kvöldsins og kynnir var Óttarr Proppé en þeir Helgi Sæmundur (Úlfur Úlfur) og Henrik (Singapore Sling) sáu um hljóðmyndina á meðan á partýinu stóð.

ng Gang

pur í Reykjanesbæ

Gagnvirk sýning um Barða Jóhannsson er nú aðgengileg á Rokksafni Íslands.

Bang Gang kom í fyrsta skipti fram á Íslandi í um tvö ár þegar efnt var til örtónleika í Stapa á föstudagskvöld.

Starfsmaður í mötuneyti viðhaldsþjónustu Icelandair í Keflavík Við leitum að öflugum og jákvæðum starfsmanni í Eldey, nýtt mötuneyti starfsmanna í flugskýli okkar. Mötuneytið tók til starfa í haust og er öll aðstaða til fyrirmyndar. STARFSSVIÐ: | Undirbúningur máltíða og frágangur | Almenn þrif og frágangur á hráefni | Matargerð | Þátttaka í gerð matseðla

HÆFNISKRÖFUR: | Áhugi á matargerð | Reynsla úr sambærilegu starfi er kostur | Sjálfstæð og öguð vinnubrögð | Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund | Góð öryggisvitund

Gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 28. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veita: Ragnar Marinó Kristjánsson, yfirmaður mötuneytis, ragnarmarino@icelandair.is Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri, sveinaj@icelandair.is


20

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Atvinnutekjur eldri borgara skerði ekki lífeyrisgreiðslur

SPURNING VIKUNNAR

Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? BJARKI SÆÞÓRSSON:

ERNA KRISTÍN BRYNJARSDÓTTIR:

„Kertasníkir því hann er svo svakalega gjafmildur.“

Kannanir meðal eldri borgara hafa sýnt að nær öllum, eða 97%, finnst að auðvelda ætti þeim sem komnir eru á lífeyrisaldur að vera virkir á atvinnumarkaði. Atvinnuþátttaka eldri borgara færir þeim aukna virkni í samfélaginu. Aukin virkni stuðlar að vellíðan og lífsánægju og því virkara sem eldra fólk er því meiri lífsgleði upplifir það. Stjórnvöld verða að vera meðvituð um þetta. Þau verða að vera meðvituð um stöðu, væntingar og viðhorf aldraðra þegar kemur að atvinnuþátttöku og jákvæðum áhrifum hennar á líðan eldri borgara.

„Hurðaskellir af því að hann er alltaf með svo mikil læti.“

BOJANA MEDIC:

„Sá sem kemur seinastur, Kertasníkir, en ég er alltaf spenntust fyrir honum því ég veit að hann gefur mér mest í skóinn.“

KÁRI GUÐMUNDSSON:

„Kertasníkir því hann gefur alltaf mest.“

Unuhátíð í Útskálakirkju á sunnudag Unuhátíð verður haldin í Útskálakirkju í Garði sunnudaginn 25. nóvember kl. 17:00. Hátíðin er til heiðurs Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst. Hörður Gíslason frá Sólbakka minnist Unu og samferðafólks hennar í Garðinum. Veitt verða verðlaun fyrir ljóðasamkeppni Dagstjörnunnar. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran, syngur. Guðmundur Örn Jóhannsson, bassi, syngur. Einar Hugi Böðvarsson leikur á orgel og píanó. Ljósmyndabók sem Guðmundur Magnússon hefur unnið verður til sýnis og sölu Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst stendur að viðburðinum. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og hægt er að leggja inn á reikning Hollvina Unu: 0142-05-71020, kt. 590712-0190.

Varahlutir í bílinn Ve r ksmi ðjuá byrgð á þí n u m b í l er t r yg g ð m eð vottuðum va ra hlu t u m f rá St i l l i n g u

Smursíur

Rafgeymar

Kerti, háspennukefli, kveikjuþráðasett, súrefnisskynjarar og loftflæðiskynjarar

Tímareimar og vatnsdælur

Eldri borgarar nú á tímum eru betur á sig komnir líkamlega en áður fyrr, fólk getur vænst þess að lifa lengur og þess vegna er þörf á að koma á móts við aldraða til að þeir haldi áfram að vera virkir í samfélaginu og haldi sjálfræði og sjálfstæði sínu eins lengi og kostur er. Þeir sem hafa áhuga og getu til að vinna lengur ættu að fá frekari tækifæri með meiri sveigjanleika um starfslok og atvinnuþáttöku eftir að taka lífeyris hefst. Eldra starfsfólk hefur oft mikla þekkingu og starfsreynslu sem getur nýst vel á mörgum vinnustöðum og er það bæði hagur fyrir þá sem vilja halda áfram að vera á vinnumarkaðinum sem og fyrir samfélagið í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera í félagsskap með öðru fólki getur veitt eldra fólki mikla ánægju. Bætir lífsgæði og er þjóðhagslega hagkvæmt Miðflokkurinn hefur lagt ríka áherslu á það að afnema tekjutengingu bóta vegna launatekna eldri borgara og flytur flokkurinn breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem nú er til umræðu á Alþingi,

þess efnis að atvinnutekjur eldri borgara skerði ekki lífeyrisgreiðslur. Rannsóknarsetur verslunarinnar gerði rannsókn fyrir nokkrum árum um áhrif þess á ríkissjóð ef atvinnuþáttaka eldri borgara yrði aukin og ef aldurstengdar bætur yrðu ekki skertar þó að viðkomandi hefði launatekjur. Niðurstaðan var sú að ríkissjóður mundi hagnast vegna aukinna skatttekna. Ef tekjutenging á bætur eldri borgara yrði afnumin myndi það hvetja þá til að koma í auknum mæli aftur inn á vinnumarkaðinn. Skortur er á vinnuafli hér á landi eins og í verslun og þjónustu og hefur þurft að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl. Mörgum þessara starfa gætu eldri borgarar sinnt. Eldri borgarar eiga að geta tekið þátt á vinnumarkaði eins og hverjum og einum hentar án þess að þurfa að taka á sig skerðingu á lífeyri. Það bætir lífsgæði þeirra og er þjóðhagslega hagkvæmt. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – sálfræðingur í tímabundið 50% starf Akurskóli – skólaliði Heilsuleikskólinn Garðasel – leikskólakennari Njarðvíkurskóli – kennari í 80% afleysingastöðu Fræðslusvið – talmeinafræðingur í tímabundið hlutastarf Reykjaneshöfn – hafnsögumaður Málefni fatlaðs fólks – gefandi umönnunarstarf á heimili ungs manns Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Kúplingar

Viðburðir í Reykjanesbæ Demparar, gormar og stýrisendar

Hemlahlutir

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Föstudagurinn 23. nóvember kl. 16.30: Bókakonfekt barnanna – upplestur fyrir börn. Höfundar Mömmugull og Nærbuxnaverksmiðjan lesa upp úr bókum sínum. Fimmtudagurinn 29. nóvember kl. 20: Bókakonfekt 2018. Höfundarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Dagný Maggýjar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Allir velkomnir. Duus Safnahús - þrjár nýjar sýningar Þrjár nýjar sýningar hafa verið opnaðar í Duus Safnahúsum. Líkami, efni og rými: samsýning í listasafni, Ljós og náttúra: ljósmyndasýning í Bíósal og Við munum tímana tvenna: 40 ára afmælissýning byggðasafnsins í Gryfju. Verið velkomin.

G r ó fi n 1 9 | K e fl a v í k | S í m a r 4 5 6 7 6 0 0 | 8 6 1 7 6 0 0


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

21

Lionessur láta gott af sér leiða

Fjáröflunarnefndin: Ásta Einarsdóttir, Áslaug Bergsteinsdóttir, Magnúsína Guðmundsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir. Þær hafa stutt við ótalmörg verkefni í gegnum árin á Suðurnesjum og gera það af heilum hug. Jólakransarnir eru stærsta fjáröflun ársins hjá þeim Lionessum í Keflavík. Jólakransana hafa þær föndrað sjálfar undanfarin þrjátíu ár og er þeim ávallt vel tekið þegar þær byrja að heimsækja fyrirtæki og verslanir í nóvember og bjóða kransana til sölu. Margir einstaklingar vilja einnig eignast jólakransinn frá þeim til að hengja upp á vegg heima hjá sér, því hann er ekki bara girnilegur að sjá og gómsætur á bragðið, heldur er kransinn einnig fallegt jólaskraut.

Hlakka alltaf til

Lionessur er líknarfélag kvenna sem starfar í Keflavík. Konurnar eru á aldrinum frá fertugu og uppúr. Það eru alltaf að koma inn konur í klúbbinn sem hafa áhuga á að leggja sig fram til góðra starfa í samfélaginu. Þær sem eru í fjáröflunarnefnd þetta árið eru þær Hulda Guðmundsdóttir, Magnúsína Guðmundsdóttir, Ásta Einarsdóttir og Áslaug Bergsteinsdóttir

en allar félagskonur hjálpast samt að við kransagerðina og fjáröflun. „Ég hlakka alltaf til að byrja á jólakransinum og hitta Lionessu-vinkonur mínar. Það er svo skemmtilegt að koma saman og föndra kransana. Ég myndi ekki tíma því að sleppa þessari samveru og fara til útlanda. Þetta gengur fyrir hjá mér, við erum að búa til kransana frá svona 20. október til 20. nóvember en við viljum helst

tækjum og verslunum sem kaupa oft fleiri en einn sælgætiskrans því það tilheyrir jólunum að bjóða viðskiptavinum, gestum og gangandi upp á smá nammi. Við vorum svolítið hræddar í hruninu en það gekk samt vel þá að selja jólakransinn og hefur gert undanfarin 30 ár. Við erum núna byrjaðar að fara í fyrirtæki og vonumst til að fá sömu góðu móttökurnar og við höfum fengið í öll þessi ár,“ segir Hulda og brosir.

VF-myndir: Marta

Hingað fóru peningarnir síðast Þeir aðilar sem kaupa jólakrans hafa þá einnig stutt líknar- og verkefnasjóð Lionessuklúbbs Keflavíkur og í leiðinni hjálpað þeim að styðja við eftirfarandi verkefni en Lionessur úthlutuðu eftirfarandi styrkjum úr sjóðunum á starfsárinu 2017–2018 eða alls 2.301.000 krónum.

vera búnar að selja alla kransana 1. desember svo við getum sjálfar farið að huga að jólunum heima hjá okkur,“ segir Magga sem hefur starfað lengi með Lionessum. „Já, ég segi það sama. Það er alltaf gaman á vinnufundum. Okkur hefur líka alltaf verið svo vel tekið af fyrir-

1. Styrkur vegna veikinda og andláts kr. 200.000 2. Rauði Kross Íslands kr. 250.000 3. Framkvæmdasjóður Heiðarbúa kr. 200.000 4. Velferðarsjóður Keflavíkurkirkju kr. 400.000 5. Styrkur til konu vegna veikinda kr. 200.000

6. Íþróttafélagið NES kr. 51.000 7. Styrkur til kaupa á skyndihjálpardúkkum kr. 600.000 8. Styrkur vegna hjólakaupa fatlaðs manns kr. 100.000 9. Orkesta Norden kr. 50.000 10. Krabbameinsfélag Suðurnesja kr. 200.000

VILTU VAXA MEÐ OKKUR?

Sveitarfélagið Vogar er staðsett á Suðurnesjum, í u.þ.b. 20 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Stutt er í Reykjanesbæ og á Keflavíkurflugvöll. Íbúar sveitarfélagsins eru nú um 1.300 talsins, og hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Búist er við áframhaldandi vexti og mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu næstu árin, með tilheyrandi fjölgun íbúa. Nemendur í grunnskólanum eru um 175 talsins, og rúmlega 60 börn eru í leikskólanum. Áhersla er lögð á fjölbreytt og metnaðarfullt félagsstarf eldri borgara í samstarfi við félag eldri borgara í Vogum. Sveitarfélagið starfrækir einnig félagsmiðstöð unglinga, þar sem börn og ungmenni finna ýmsa afþreyingu og tómstundastarf við sitt hæfi. Ungmennafélagið Þróttur rækir öflugt íþróttaog ungmennastarf í sveitarfélaginu. Fjölmörg frjáls félagasamtök starfa í sveitarfélaginu, m.a. á vettvangi líknarmála, menningarmála og tómstunda. Sveitarfélagið skerpir nú áherslur í starfseminni, og leitar að traustum og öflugum liðsauka til að takast á við þau fjölmörgu og krefjandi verkefni sem framundan eru.

Sveitarfélagið auglýsir nú laust til umsóknar ný störf menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa Menningarfulltrúi

Verksvið: Menningarfulltrúi hefur yfirumsjón með menningartengdri starfsemi á vegum sveitarfélagsins ásamt því að vinna að og framfylgja menningarstefnu sveitarfélagsins. Hann undirbýr, skipuleggur og sér um framkvæmd árlegra fjölskyldudaga, í nánu samstarfi við starfandi félagasamtök í sveitarfélaginu. Menningarfulltrúi veitir jafnframt félagsstarfi eldri borgara forstöðu, og er næsti yfirmaður starfsfólks félagsstarfsins. Hann ber ábyrgð á að starfsemi sem undir hann heyrir sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Menningarfulltrúi annast samskipti við félagasamtök á vettvangi menningarmála og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau. Menningarfulltrúi er starfsmaður Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Menningarfulltrúi hefur starfsaðstöðu á bæjarskrifstofu, auk þess sem hann hefur aðstöðu í Álfagerði þar sem félagsstarf eldri borgara hefur aðstöðu sína. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Hæfniskröfur: • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði menningarstjórnunar er kostur. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Áhersla á færni og lipurð í samskiptum. • Góð almennt tölvukunnátta og tölvufærni.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Verksvið: Íþrótta- og tómstundafulltrúi veitir félagsmiðstöð unglinga forstöðu. Hann er næsti yfirmaður starfsfólks félagsmiðstöðvarinnar og ber ábyrgð á rekstur hennar sé í samræmi við fjárhagsheimildar og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi starfar jafnframt náið með stjórnendum grunnskólans, um málefni ungmenna. Íþrótta- og tómstundafulltrúi annast samskipti við íþrótta- og æskulýðsfélög innan sveitarfélagsins og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau. Íþrótta- og tómstundafulltrúi situr fundi Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar og menningarfulltrúa sveitarfélagsins (starfsmanns nefndarinnar). Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur starfsaðstöðu bæði í félagsmiðstöð unglinga og í grunnskólanum. Næsti yfirmaður er bæjarstjóri. Hæfniskröfur: • Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræða er kostur. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Áhersla á færni og lipurð í samskiptum, ekki síst við börn og unglinga • Góð almennt tölvukunnátta og tölvufærni.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Um fullt starf er að ræða í báðum tilvikum. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, netfang asgeir@vogar.is Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018. Umsóknum skal skilað á netfangið skrifstofa@vogar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað þegar gengið hefur verið frá ráðningu.


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 22. nóvember 2018 // 45. tbl. // 39. árg.

Tilbúinn í stærra hlutverk - Maciej er hinn svissneski vasahnífur Njarðvíkinga - Fjölhæfnin hans helsti kostur segir þjálfarinn Maciej Baginski er að eiga sitt besta tímabil á ferlinum. Þrátt fyrir mikla dýpt í Njarðvíkurliði sem trónir á toppi Domino’s-deildar karla í körfubolta, þá hefur þessi 23 ára pólski strákur tekið að sér leiðtogahlutverk í liðinu og er að blómstra. „Ég er að byrja ágætlega en á mikið inni ennþá. Það er bara nóvember og við erum allir að læra inn á hvern annan,“ segir þessi hógværi leikmaður sem er þekktur fyrir mikið jafnaðargeð. Nú er að hefjast áttunda tímabil Maciej í efstu deild, sem er ótrúlegt miðað við að hann hefur verið að æfa körfubolta í þrettán ár, en hann byrjaði tíu ára gamall. Á dögunum hélt Maciej tölu og miðlaði af sinni reynslu á viðburði UMFÍ þar sem fjallað var um börn af erlendum uppruna í íþróttum. Foreldar hans fluttu til Íslands þegar hann var fimm ára, en í gegnum hans íþróttaiðkun náðu þau betur að tengjast samfélaginu á Íslandi. „Það voru kannski smá fordómar þarna þegar ég var að byrja fyrst en maður eignaðist fljótt vini. Það skipti engu máli, þannig séð, að ég væri pólskur. Það var auðveldara að passa inn í þar sem ég kunni tungumálið,“ segir Maciej en foreldrar hans voru duglegir að mæta á alla leiki. Honum vegnaði vel og fékk fjölda tækifæra vegna körfuboltans. „Þetta gerði bara svo mikið fyrir mig. Allar þessar landsliðsferðir og allt fólkið sem maður kynnist. Svo fyrir foreldrana, þetta getur hjálpað þeim að komast inn í samfélagið.“ Á dögunum var 100 ára sjálfstæðisdagur Póllands haldinn hátíðlegur í

Reykjanesbæ þar sem stórt samfélag Pólverja hefur hreiðrað um sig. Maciej segir að hann hafi nú ekki haldið sérstaklega upp á daginn en foreldar hans fóru til Póllands í tilefni hans. „Ég er dálítið þarna inn á milli. Ég held alveg í pólsku ræturnar og tala tungumálið en er uppalinn sem Íslendingur, þannig séð.“

ÞROSKAÐIST Í ÞORLÁKSHÖFN

Eftir að hafa beðið eftir stærra hlutverki í Njarðvík ákvað Maciej að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðum. Hann fór á Njarðvíkurnýlendur í Þorlákshöfn árið 2017 og spilaði undir handleiðslu Einars Árna Jóhannssonar, Njarðvíkings, sem nú er einmitt kominn aftur í Ljónagryfjuna. „Það var minni pressa í Þorlákshöfn og maður gat leyft sér að gera fleiri mistök, þrátt fyrir að þar hafi verið mjög gott lið. Það sem maður heyrir úr stúkunni í Njarðvík hins vegar er titill eða ekkert. Við höfum reyndar

Íbúafundur um deiliskipulag Hafnargötu 12 Fundurinn verður haldinn í Bíósal Duus Safnahúsa þriðjudaginn 27. nóvember kl. 18:00. Á fundinum verður farið yfir breytt deiliskipulag á reitnum sem má kynna sér á heimasíðu Reykjanesbæjar. Frummælandi er Jón Stefán Einarsson arkitekt JeES arkitektum og fundastjóri Gunnar Kr Ottósson arkitekt, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar.

Ég held alveg í pólsku ræturnar og tala tungumálið en er uppalinn sem Íslendingur ... ekkert verið nálægt því undanfarin ár. Mér fannst ákveðinn léttir að prófa nýtt umhverfi.“ Maciej segist hafa þroskast við dvölina á Suðurströndinni og horfir öðrum augum á körfuboltann og deildina sjálfa. Einar þjálfari tekur undir það: „Ég held að hann hafi sannað ýmislegt fyrir mörgum. Hann var bráðþroska og stór miðað við aldur. Þegar aðrir náðu honum í stærð hafði hann bætt sinn leik,“ en Maciej lék í öllum stöðum í æsku þrátt fyrir að vera jafnan stærstur og sterkastur. „Hans helsti styrkleiki er fjölhæfnin. Hann getur dekkað stöður eitt til fjögur á vellinum og er hörkuvarnarmaður. Hugsunin var fyrir tímabil að hans hlutverk myndi stækka og hann hefur axlað þá ábyrgð,“ segir þjálfarinn. Tók nánast tvö ár að jafna sig á veikindum Þegar Maciej var rétt búinn að stimpla sig inn í meistaraflokk kom mikið bakslag sem fór ekki hátt á sínum tíma. Hann veiktist af einkirningasótt, var frá í um fjóra mánuði og missti mikinn vöðvamassa og þrótt. „Það var stærsta bakslagið á ferlinum og það tók alveg næstum tvö ár að jafna mig á því.“ Þá sagðist Maciej ætla að koma öflugri tilbaka og hann hefur sannarlega staðið við þau orð. „Maður verður vonandi bara betri með árunum,“ segir Maciej sem hefur unnið talsvert í því að létta sig undanfarin misseri. Hann segist kvikari fyrir vikið en hafi þó ekki misst fyrri styrk. „Mér fannst ég vera aðeins of þungur síðustu tvö tímabil en líður mun betur núna.“

Þó vissulega sé ekki langt liðið af tímabili þá tala tölurnar sínu máli. Af öllum Njarðvíkingum er Maciej að sækja flestar villur á andstæðinga, en það eru aðeins fimm leikmenn í deildinni sem fiska fleiri villur en hann. Hann leiðir einnig liðið í þriggja stiga nýtingu. Hann er að skora tæp sextán stig í leik, en aðeins fjórir íslenskir leikmenn eru ofar þar á blaði í deildinni. Hann er með 38% þriggja stiga nýtingu, 44% í teignum og 82% af vítalínunni.

ELLEFU AF FJÓRTÁN Í ÆFINGHÓP ERU HEIMAMENN

Það er mikill heimabragur á Njarðvíkingum. Allir leikmenn liðsins utan þeirra erlendu eru uppaldir og grænir í gegn. Heimamenn tala meira að segja um að Jeb Ivey sé Njarðvíkingur í húð og hár. Maciej telur að það vinni með þeim að mikið sé um heimamenn í liðinu, fólki mæti betur í stúkuna og ákveðin stemmning myndast. Njarðvíkingar eru á toppnum ásamt Keflvíkingum og Tindstólsmönnum. Liðið virðist þó eiga smá inni en oft eru þeir lengi í gang.

„Fyrsti góði fyrri hálfleikur okkar kom á móti KR, annars höfum við verið slappir í fyrri hálfleik. Þetta snýst allt um vörnina okkar. Þar höfum við verið seinir í gang og verðum fyrir vikið pirraðir í sókninni. Þegar við lögum það þá smellur þetta hjá okkur og við spilum góða, heila leiki.“ Einn slíkur leikur kom einmitt gegn Grindavík í Röstinni í síðustu viku þar sem Njarðvíkingar unnu frekar þægilegan sigur. Sterkir Stjörnumenn koma í heimsókn á föstudag. Kannski má búast við því að rulla Maciej minnki við komu Elvars Más Friðrikssonar en hann mun koma til með að styrkja liðið mikið. „Þegar svona stórt púsl kemur inn í myndina þá veit maður að einhverjar breytingar verða, en ég held að Einar Árni sé fullfær um að finna út úr því,“ segir Maciej sem hefur verið tilbúinn í stærra hlutverk síðustu tvö árin að eigin sögn. „Ég hef alltaf verið að öskra menn áfram og leitt þannig en nú er ég kannski einn af aðalskorurum liðsins. Það er nýrra hlutverk fyrir mér. Þetta er það sem mig hefur langað að gera og ég þarf að halda áfram að sýna að ég geti þetta, þá er ég sáttur.“

NÝTT EINKAÞJÁLFARANÁM KEILIS Í FJARNÁMI HLÝTUR EVRÓPSKA GÆÐAVOTTUN Europe Active stofnunin, sem hefur umsjón með gæða- og vottunarmálum einkaþjálfara og líkamsræktarstöðva í Evrópu, hefur gæðavottað nýtt einkaþjálfaranám Keilis NPTC - Nordic Personal Trainer Certificate. Í tilkynningu stofnunarinnar kemur fram að um sé að ræða fyrsta einkaþjálfaranámið á alþjóðavísu sem þeir viðurkenna sem er í 100% fjarnámi. Með gæðavottuninni verða útskrifaðir einkaþjálfarar úr bæði ÍAK einkaþjálfaranámi Keilis og NPTC náminu framvegis skráðir í EREPS (European Register of Exercise Professionals) gagnagrunn Europe Active og öðlast þar með evrópska vottun á færni sinni.

Pete Davies og Julian Berriman frá Europe Active ásamt Arnari Hafsteinssyni og Ben Pratt frá Íþróttaakademíu Keilis.

Jólafagnaður

Félags eldri borgara í Grindavík verður í Salthúsinu föstudaginn 7. desember 2018 Húsið opnar kl. 18:30

Jólahlaðborð, hugvekja, jólasaga og söngur Verð á mann kr. 5000,- ATH! enginn posi! Tilkynnið þátttöku fyrir 2. desember til eftirtalinna: Maddý: 896-3173, Sibba: 693-1616, Geiri: 868-4763

Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, segir samtökin hafi vottað námið þar sem skólinn hafi góða reynslu af fjarnámsframboði, auk þess sem námsefnið og fyrirkomulag þess uppfyllir stranga gæðastaðla þeirra. „Um er að ræða tilraunaverkefni, enda sé þetta í fyrsta skipti sem stofnunin vottar nám sem er eingöngu boðið upp á í fjarnámi. Þetta er því mikil viðurkenning fyrir Keili og NPTC námið,“ segir Arnar. Á síðasta ári hlaut ÍAK einkaþjálfaranámið sem Keilir hefur boðið upp á hérlendis undanfarinn áratug sömu viðurkenningu Europe Active. Stofnunin hefur þar með veitt gæðastimpil á öllu einkaþjálfaranámi Keilis.

Landsliðskona í knattspyrnu fyrst til að útskrifast

NPTC námið fer fram á ensku og er í 100% fjarnámi. Hægt er að byrja í náminu sex sinnum á ári og tekur það sex til átta mánuði, allt eftir hraða nemandans. Hver áfangi tekur sjö vikur og hefur nemandinn aðgang að öllum kennslumyndböndum á meðan áfanginn er opinn. Það hentar vel í verklegri kennslu þar sem nemandinn hefur tækifæri til að fara mun dýpra í námsefni áfanganna í samanburði við staðnám, þar sem tíminn takmarkast við staðlotur. Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var fyrsti nemandinn til að útskrifast úr NPTC náminu fyrr á þessu ári. „Ég var að leita að einkaþjálfaranámi sem ég gat tekið í fjarnámi á meðan ég var í atvinnumennsku erlendis,“ segir Dagný, en hún hafði áður lokið háskólanámi

í Bandaríkjunum. Hún stefnir á að nýta reynsluna og námið til að geta boðið upp á fjarþjálfun samhliða atvinnumennsku í fótbolta. „Eftir að ég lauk NPTC náminu fór ég í áframhaldandi nám hjá Keili í ÍAK styrktarþjálfun sem ég lýk núna í vor. Ég mun nýta reynsluna af báðum þessum námsleiðum þegar ferlinum lýkur. NPTC námið hentar vel þeim sem hafa áhuga og þekkingu á líkamsrækt og þjálfun, sérstaklega þar sem um er að ræða fjarnám.“ NPTC námið hentar þannig bæði á erlendum markaði sem og þeim sem vilja stunda einkaþjálfaranám samhliða vinnu. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Keilis: www.iak.is

Dagný Brynjarsdóttir.


SVARTUR FÖSTUDAGUR Í KROSSMÓA 23. NÓVEMBER

OPIÐ TIL KL. 20

Ð O B L I T FLOTT ! M U N U L Í VERS


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Í fréttum RÚV í vikunni var viðtal við áfangastjóra Menntaskólans á Ísafirði. Skólinn vill einbeita sér að því að gera betur fyrir þau ungmenni sem voru í hópi kvótaflóttamanna sem settust að á Ísafirði í mars síðastliðnum. Ég er að flestu leyti sammála þessu og vildi óska að við gætum gert svo mikið meira fyrir þá flóttamenn sem setjast hér að. Ég er hins vegar mjög hugsi yfir stefnunni í menntamálum á Íslandi í þessu samhengi. Glöggt er gests augað og heimskt er heimaalið barn. Ég á talsvert af vinum sem hafa búið erlendis með sínar fjölskyldur og verið hluti af skólasamfélagi barna sinna. Við flutning aftur heim til Íslands er mesta sjokkið fólgið í skólakerfinu okkar, hversu aftarlega við erum á merinni miðað við skóla í öðrum vestrænum þjóðfélögum. Niðurstöður PISA-kannana 2012 og 2015 staðfesta þetta. Þar eru íslenskir nemendur töluvert á eftir jafnöldrum sínum í OECD-ríkjunum í öllum þremur prófgreinunum; lestri, stærðfræði og náttúruvísindum. Aftur að fréttinni á RÚV. Áfangastjóri skólans vill bjóða upp á móðurmálskennslu á tungumáli þeirra flóttamanna sem setjast að í bænum. Ofsalega hljótum við að vera vel í stakk búin fyrst við gætum nýtt peninginn

Póstur: vf@vf.is

LOKAORÐ

Menntasóðaskapur og sóun

Sími: 421 0000

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

MUNDI Hvað næst – ættum við kannski að hætta að tala dØnsku á sunnudøgum?

Munir og myndir vekja athygli – á 40 ára sögusýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá stofnun Byggðasafns Reykjanesbæjar. Af því tilefni hefur verið opnuð sýning í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. Sýningin er sett upp til að minnast þess að nú eru 40 ár liðin frá því að bæjarstjórnir Njarðvíkur og Keflavíkur ákváðu að setja sameiginlega á stofn byggðasafn.

í menntakerfinu til að þjóna þessum hópi á þennan hátt. Nú eru eflaust einhverjir búnir að setja mig í flokk með þeim sem eru á móti innflytjendum. Ég er bara alls ekki þar. Ég er að setja út á það í hvað er verið að verja sköttunum okkur. Þetta sýnir ákveðinn skort á markvissri stefnu í menntamálum á Íslandi. Það er umhugsunarvert að hver og einn menntaskóli virðist vinna að sinni stefnumótun, án samræmis við það fjármagn sem í boði er eða í takti við aðra skóla. Varðandi þetta tiltekna dæmi, af hverju viljum við að flóttamenn fái kennslu í sínu móðurmáli ef viðkomandi aðilar eru komnir með fasta búsetu á Íslandi? Af hverju eiga þeir peningar að koma úr vasa okkar skattgreiðenda? Við erum með mikið af stærri vandamálum í skólakerfinu okkar. Væri ekki betra ef fjármagnið nýttist til þess að koma til móts við alla í skólanum en ekki bara þann fámenna hóp sem telja flóttamenn og vilja halda móðurmálinu sínu við? Svo maður tali ekki um kjör kennara, sem er annar kapítuli út af fyrir sig. Hvernig væri svo að halda upp á 100 ára fullveldisafmælið með því að hætta að kenna dönsku á Íslandi? Stórsnjallt ef þú spyrð mig.

STÓRA

Á sýningunni er farið yfir tildrög og sögu safnsins, en ekki síður er vakin athygli á mikilvægu starfi Byggðasafnsins í veröld og samfélagi sem breytist ört. Það fennir fljótt í sporin, en hlutverk Byggðasafnsins er að muna tímana tvenna, halda utan um söguna og fræða nútímann og komandi kynslóðir um fortíðina. Reykjanesbær býr yfir sérstæðri sögu, þar sem einmitt má greina afar skörp skil á milli tveggja tíma; annars vegar höfum við fiskibæina sem byggðu allt sitt á fangbrögðum við hafið og hins vegar langa sögu varnarliðs sem nágranna innan girðingar og uppbyggingu alþjóðaflugvallar. Inn á þessa sögu er komið á sýningunni í Gryfjunni sem er sú fyrsta af þremur í tengslum við 40 ára afmælið en tvær aðrar sýningar verða á nýju ári í tilefni tímamótanna. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar en sýningargestir sýndu munum og myndum á sýningunni mikinn áhuga. VF-myndir: Hilmar Bragi

Heldur áfram

Allar seríur og jólaljós, okkar mesta úrval frá upphafi Fimmtudag til sunnudags

SERÍU 20-50% HELGIN

afsláttur

KOLSVARTUR FÖSTUDAGUR

2 3 . n óve m b e r I F y l g i s t m e ð á h u s a . i s

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 45. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 45. tbl. 2018

Víkurfréttir 45. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 45. tbl. 2018