Page 1

Fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

Líf og fjör í Hálsaskógi UMFJÖLLUN UM SÝNINGUNA Í BLAÐINU

Fyrstu þríburar Grindavíkur fara á kostum í Suðurnesjamagasíni VF facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Þakið fauk í óveðrinu

Þakið á Hafnargötu 90 í Keflavík fauk í óveðrinu sl. sunnudag. Á þakinu er dúkur og hann rifnaði þegar óveðurslægðin mætti í bæinn. Iðnaðarmenn voru komnir upp á þak strax eftir helgina til að klæða þakið að nýju. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Helmingur sölustaða á Suðurnesjum selja ungmennum tóbak Frá kynningarfundi sem haldinn var í Gerðaskóla í Garði á mánudagskvöld. Þar var skýrsla KPMG um sameiningu kynnt bæjarbúum.

Sameinast Garður og Sandgerði? ❱❱ Kosið um sameiningu sveitarfélaganna í kosningu nk. laugardag Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar fer fram laugardaginn 11. nóvember 2017. Kosning fer fram í báðum sveitarfélögum, í Sandgerði er kosið í Grunnskólanum í Sandgerði og í Garði er kosið í Gerðaskóla. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Bæjarstjórnir beggja sveitarfélaga samþykktu á fundum sínum fyrr í haust að kanna hug íbúa til sameiningar að undangenginni vinnu KPMG sem tók saman skýrslu fyrir sveitarfélögin um kosti og galla sameiningar. Efni þessarar skýrslu hefur verið kynnt á íbúafundum, m.a. í þessari viku. Garðmenn fengu kynningu á mánudagskvöld og Sandgerðingar á þriðjudagskvöldið. Á fundunum bauðst íbúum sveitarfélaganna að koma með spurningar sem margir nýttu sér. Víkurfréttir voru farnar til prentunar áður en

FÍTON / SÍA

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

einföld reiknivél á ebox.is

fundurinn í Sandgerði fór fram en í Garðinum var m.a. spurt um þróun byggðarinnar, skólamál, þjónustu við aldraða í sameinuðu sveitarfélagi og skuldastöðu sameinaðs sveitarfélags. Eins og fyrr segir verður kosið á laugardaginn. Strax og kjörstöðum verður lokað verða atkvæði talin í hvoru sveitarfélagi fyrir sig og síðan ætla fulltrúar Garðs og Sandgerði að hittast á miðri leið milli byggðarlaganna og tilkynna úrslitin í beinni útsendingu sem verður á fésbókarsíðu Víkurfrétta. Það verður um kl. 23 á laugardagskvöld.

Í 8. gr. laga um tóbaksvarnir frá árinu 2002 er kveðið á um að tóbak megi hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Leiki vafi á um aldur kaupandans getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára. Aðrar kannanir sem Samsuð framkvæmir reglulega eru kannanir um sölu á neftóbaki og áfengi í Vínbúðinni.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Nærri þrefalt fleiri sölustaðir seldu ungmennum tóbak nú í ár en í fyrra en 48% sölustaða á Suðurnesjum seldu ungmennum, á aldrinum 15 til 16 ára, tóbak. Þetta fram kemur í könnun sem gerð var þann 1. nóvember síðastliðinn á vegum Samsuð, Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Könnunin fór þannig fram að ungmennin fóru inn á alla sölustaði tóbaks á Suðurnesjum og freistuðu þess að fá keypt tóbak. 11 sölustaðir, af 23 stöðum, seldu ungmennum tóbak. Þróun á sölu tóbaks til ungmenna á Suðurnesjum síðustu ár hefur verið eftirfarandi: Árið 2000: 65% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2003: 55% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2009: 21% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2010: 39% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2012: 44% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2014: 32% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2016: 17 % sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2017: 48 % sölustaða seldu ungmennum tóbak

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

GLERBROTUM RIGNDI ÞEGAR RÚÐA BROTNAÐI Á DOMINO’S

Suðurnesjalína 2 og sameining

RITSTJÓRNARPISTILL

Enn og aftur minntu veðurguðirnir á sig í óveðrinu í vikunni þegar fyrsta alvöru haustlægðin gekk yfir landið með tilheyrandi látum, skemmdum víða og óþægindum fyrir fólk. Afleiðingarnar fólust meðal annars í því að rafmagn datt út m.a. hér á Suðurnesjum eftir að eldingu hafði slegið niður í Suðurnesjalínu 1. Var m.a. ekki hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir leystu út í kjölfarið sem leiddi til algjörs rafmagnsleysis á svæðinu. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan varð einnig rafmagnslaust þegar þakplata fauk í óveðri á háspennulínuna á Fitjum í Njarðvík. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku kom inn á þessa alvarlegu stöðu í þessum málum í VF-viðtali nýlega. „Ef til dæmis stórnotendur eða orkuver detta út þá hefur það alls konar áhrif í kerfinu og þau geta sum verið til vandræða. Það hefur hreinlega ekki tekist að ná samstöðu um þetta og það er náttúrulega eilífðlega umræðan um jarðstrengi og loftlínur,“ sagði Ásgeir í viðtalinu en þar bendir hann á að það sé ekki nægjanlegt raforku öryggi með eingöngu eina línu. Suðurnesjalína 2 sé nauðsynleg til að ná upp góðu öryggi. Suðurnesjalína 2 er stopp í ferli en framkvæmdaleyfi Landsnets var fellt úr gildi snemma á þessu ári og fyrirtækinu var óheimilt að gera eignarnám í jörðum til að leggja línuna. Og frá rafmagnsleysi yfir í sameiningarmál. Næstkomandi laugardag ganga íbúar í Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ til kosninga um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Undirritaður er fæddur og uppalinn í Garðinum, Útgarðspúki af guðs náð. Hef samt ekki búið í Garði síðustu 20 árin, heldur búið í Reykjanesbæ, sameinuðu sveitarfélagi Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Sú sameining var mikið gæfuspor á sínum tíma og vonandi sjá íbúar í Garði og Sandgerði gæfusporið og slagkraftinn sem sameiningu fylgir. Ef af sameiningu verður mun nýtt sveitarfélag verða það næst stærsta á Suðurnesjum á eftir Reykjanesbæ og stærra en Grindavík.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveitinni Suðurnes voru kallaðir til þegar rúða brotnaði í pizzastað Domino’s í Reykjanesbæ í óveðrinu á sunnudagskvöld. Þakjárn af bensínstöð N1, sem stendur við hlið Domino’s, losnaði og fauk í rúðuna. Glerbrotum rigndi inn á staðinn og mikið af glerbrotum var einnig utan við húsið. Ákveðið var að loka staðnum eftir atvikið. Fljótlega eftir að neglt hafði verið fyrir gluggann fór svo rafmagn af Suðurnesjum og því var sjálfhætt við pizzabaksturinn. Myndina tók Hilmar Bragi þegar björgunarsveitarmenn voru að störfum.

Ekki hægt að gera við bilun í aðalrofa Suðurnesjalínu 1 ❱❱ Línan það mikilvæg að ekki er hægt að rjúfa straum til viðgerðar

Raforkuöryggi á Suðurnesjum er verulega áfátt. Stærstur hluti Suðurnesja var án rafmagns í tvær klukkustundir á sunnudagskvöld eftir að eldingu laust niður í Suðurnesjalínu 1. Hún er eina tenging Suðurnesja við meginflutningskerfið. Um klukkan níu á sunnudagskvöld sló eldingu niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki. Meðal annars var ekki hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Reykjanesi leystu út í kjölfarið sem leiddi til algjörs rafmagnsleysis á svæðinu. Strax var farið í að koma rafmagni á aftur. Hluti Suðurnesja var kominn með rafmagn að nýju eftir um klukkustund en stærstur hluti ekki fyrr en að tveimur tímum liðnum. Vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1 stóð rafmagnsleysið lengur en ella. Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína

Þetta vilja börnin sjá 845 0900

í Kvikunni í Grindavík 6.–17. nóvember  FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@ vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Ásta Kristín Hólmkelsdóttir, sími 421 0001, asta@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

01–10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

12–15

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

16–17

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

18–19

Sýningin Þetta vilja börnin sjá mun standa yfir í Kvikunni í Grindavík 6.-17. nóvember og verður hún opin á milli 13 og 17 alla virka daga. 10. nóvember er sýningin lokuð vegna starfsdags Grindavíkurbæjar. Um er að ræða farandsýningu frá Borgarbókasafni, Menningarhúsinu Gerðubergi. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum en markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga. Sýning þessi hefur verið haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík síðan árið 2002. Myndir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og gefur að líta verk bæði gamalreyndra teiknara sem fyrir löngu eru vel þekktir í heimi íslenskra barnabókmennta, sem og glæný verk myndhöfunda sem nú sýna í fyrsta sinn.  Myndskreytarar: Anna Cynthia Leplar • Áslaug Jónsdóttir • Bergrún Íris Sævarsdóttir • Birgitta Sif • Björk Bjarkadóttir • Bojan Radovanovic • Brian Pilkington • Chris Aryanto • Denisa Negrea • Elsa Nielsen •  Erla María Árnadóttir • Eva Þengilsdóttir • Eva Sólveig Þrastardóttir • Freydís Kristjánsdóttir • Högni Sigurþórsson • Kamil Jactek • Konráð Sigurðsson • Lára Garðarsdóttir • Linda Ólafsdóttir • Lína Rut • Michael D. Perez • Ósk Laufdal • Rán Flygenring • Rio Burton • Sigrún Eldjárn •Vladimiro Rikowski • Þorbjörg Helga Ólafsdóttir • Þórir Karl Celin

1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið, segir í upplýsingum frá Landsneti. Lengi hefur verið kallað eftir meira raforkuöryggi á Suðurnesjum en til þess þarf að leggja aðra línu til Suðurnesja, svokallaða Suðurnesjalínu 2. Gert er ráð fyrir tengingu milli tengivirkjanna í Hamranesi í Hafnarfirði og Rauðamel í Grindavík. „Undirbúningur vegna Suðurnesjalínu 2 hefur staðið lengi yfir og í kjölfar dóma um ógildingu á heimild til eignarnáms og leyfi Orkustofnunar fyrir Suðurnesjalínu 2, ásamt ógildingu á framkvæmdaleyfi Sveitarfélagsins Voga, hefur verið farið af stað að undirbúa nýtt umhverfismat og áhersla lögð á að kortleggja hagsmuni á mögulegum framkvæmdasvæðum á leiðinni. Á fyrstu stigum fer fram valkostagreining, þar sem leitað er að hugmyndum um mögulega valkosti við tenginu þessara svæða. Hugmyndir sem koma fram verða skoðaðar og að því búnu valdar þeir kostir sem verða metnir á ítarlegri hátt,“ segir í svari Landsnets við fyrirspurn Víkurfrétta.


markhönnun ehf

Girnilegt! KALKÚNN 1/1 FRANSKUR KR KG

998

DROTTNINGARSKINKA 1 KG KR KG ÁÐUR: 3.498

-20% 2.798 MELÓNA GUL

-50%

109

KR KG ÁÐUR: 218 KR/KG

ÓDÝRT Í SÚPUKJÖT KR KG ÁÐUR: 689 KR/KG

599

CELEBRATIONS DÓS 680 GR. KR STK ÁÐUR: 1.998 KR/STK

1.698 URBAN SKIN KR STK

898

OKKAR LAUFABRAUÐ 8 STK KR PK ÁÐUR: 1.367 KR/PK

998

-30% LB KARAMELLUTERTA STÓR KR STK ÁÐUR: 1.898 KR/STK

1.329

-27% Gott í matinn -200KR

-100KR DUNI SERVÉTTUR 33X33CM KR PK

498

ORGANIC PIZZA MARGHERITA 340 GR. KR PK ÁÐUR: 498 KR/PK

398

-200KR

ORGANIC PIZZA RUCOLA SALAMI 340 GR. KR ORGANIC PIZZA PK MOZZARELLA & PESTO 340 GR. ÁÐUR: 598 KR/PK KR PK ÁÐUR: 598 KR/PK

398

398

Tilboðin gilda 9. - 12. nóvember 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Mikil aukning ferðamanna á Suðurnesjum:

DAGBÓK LÖGREGLU

Skoða gjaldtöku á áningarstöðum fyrir ferðamenn ❱❱ Bæjarstjórnir og ráð fara yfir fyrirspurn frá Reykjanes Geopark

Bæjarráð og bæjarstjórnir sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa farið yfir fyrirspurn frá Reykjanes Geopark sem óskaði eftir afstöðu sveitarfélaganna vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum á Suðurnesjum. Mikil aukning ferðamanna hefur orðið á Íslandi en gistinóttum fjölgaði

meðal annars mest á Suðurnesjum síðastliðinn septembermánuð eða um 10%. Stærsti hluti hótelgesta eru erlendir ferðamenn. Því er ljóst að álagið er orðið mikið á ferðamannastöðum á Reykjanesinu og auka þarf öryggi og aðgengi á vinsælum ferðamannastöðum á svæðinu.

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að skoðaðir verði möguleikar á gjaldtöku vegna bílastæða á ferðamannastöðum og felur Kjartani Má Kjartansyni bæjarstjóra að fylgja málinu eftir. Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur vísað málinu til umsagnar hjá atvinnu-,

ferða- og menningarráði Sandgerðisbæjar. Bæjarstjórn Voga telur það mikilvægt að upplýsingar um útfærslu á innheimtu bílastæðagjalda liggi fyrir áður en afstaða sé mótuð. Bæjarstjórn er einnig þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að byggja upp aðstöðu á áningarstöðum ferðamanna í landshlutanum en ítrekar líka mikilvægi þess að fleiri möguleikar til fjármögnunar uppbyggingar verði skoðaðir. Bæjarráð Garðs telur að ekki sé mögulegt að fjármagna nauðsynlega uppbyggingu og viðhald með öðrum hætti og að litið verði til eðlilegs aðgengi íbúa. Bæjarráð Grindavíkur lítur svo á að gjaldtaka á áningarstöðum komi til álita ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með öðru móti eða að takmarka aðra fjármögnunarmöguleika. Flest sveitarfélög eru sammála því að gjaldtaka komi til greina en skoða þurfi alla möguleika í kringum gjaldtöku svo sem verklag, aðgengi og eru þau einnig sammála um fjármögnun verksins, þar þurfi hins vegar að skoða ýmsa möguleika.

Ók á þreföldum hámarkshraða Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina ók á 103 km hraða, ásamt því að aka of hratt var hann einnig með aðra bifreið í dráttartaug á Reykjanesbrautinni. Þegar lögregla ræddi við ökumanninn eftir að hann var stöðvaður var honum tilkynnt að hámarkshraði þegar verið væri að draga bíl með þessum hætti væri 30 km á klukkustund. Ökumaðurinn ók því á rúmlega þreföldum hámarkshraða, bíllinn sem hann dró var einnig ljóslaus að aftan. Nokkrir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 157 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Loks var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og annar vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sá síðarnefndi viðurkenndi neyslu fíkniefna, hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt.

AUGLÝSING UM NÝJAR DEILISKIPULAGSTILLÖGUR Í GARÐI Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti á fundi sínum þann 1. nóvember 2017, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur.

Tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Skagabrautar og uppfærsla á deiliskipulagi við Útgarð (Búmannasvæði) Í tillögunni, dags. 5. október 2017, felst uppbygging íbúðarhúsnæðis sunnan Skagabrautar og uppfærsla á núverandi deiliskipulagi við Útgarð (Búmannasvæði o.fl.). Alls er um að ræða 62 íbúðir í 44 húsum. Sjá svæði auðkennt ÍB10, ÍB6, ÍB8, ÍB11 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030. Þá er umhverfi og minjum við Skagagarð gert til góða s.s. með merkingum við aðkomu, auðkennt MV3 í aðalskipulagi.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Garðvangs – Teiga- og Klapparhverfi Í tillögunni, dags. 1. september 2017, felst endurskoðun á hluta íbúðasvæðis Teiga- og Klapparhverfis með það að markmiði að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 101 íbúð í 45 húsum sem er fjölgun um 45 íbúðir frá sama hluta af samþykktu skipulagi. Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030. Kynningargögn um tillögunar eru aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs og á Bæjarskrifstofu Garðs, Sunnubraut 4, virka daga kl. 9:30 – 15:00 frá 8. nóvember til og með 21. desember 2017. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til sviðsstjóra skipulags- og byggingarmála eða á netfangið jonben@svgardur.is, eigi síðar en 21. desember 2017. Garði 7. nóvember 2017 Skipulagsfulltrúi Garðs

Logi Þormóðsson jarðsunginn Logi Þormóðsson, ferskfisksútflytjandi, var borinn til grafar í fyrradag frá Keflavíkurkirkju. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur, jarðsöng og söngsveitin Kóngarnir ásamt systr-

unum Sólborgu og Sigríði og föður þeirra Guðbrandi Einarssyni sungu við útförina. Nokkrir af bestu vinum Loga báru kistu hans. Fjölmennt var við útförina.

Áskær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi

FRIÐRIK JENSEN lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Nesvöllum, 28. október síðastliðinn. Útför hans fer fram 13. nóvember kl. 13:00 frá Keflavíkurkirkju. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin á Íslandi. Sigríður Þórólfsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa.

BALDURS GUÐMUNDAR MATTHÍASSONAR Fv. formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis áður til heimilis að Vallargötu 23, Sandgerði

Ástvinir vilja sérstaklega þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Elísa Baldursdóttir Ingþór Karlsson Bylgja Baldursdóttir Þóroddur Sævar Guðlaugsson Inga Rós Baldursdóttir Einar Hreiðarsson barnabörn og barnabarnabarn


markhönnun ehf

-20%

NAUTALUNDIR NÝJA-SJÁLAND. FROSIÐ.

2.999

KR KG

ÁÐUR: 3.749 KR/KG

KIT KAT CHUNKY

FRUIT SHOOT

HRÍSKÖKUR

NESTLE. 4PK 4X40 GR.

4PK APPELSÍNU 200ML

MT SÚKKULAÐI 150 GR.

129

KR STK

ÁÐUR: 349 KR/STK

-63%

175

KR STK

ÁÐUR: 349 KR/STK

-50%

119

KR STK

ÁÐUR: 195 KR/STK

-39%

Tilboðin gilda 9. - 12. nóvember 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


Robin klementínurnar

JÓLASMJÖRIÐ

KOMNAR Í BÓNUS

2,3 kg í kassa

er komið í búðirnar

698 kr. 2,3 kg

333 kr. 500 g OS Smjör 500 g

400g

Robin Klementínur Spánn, 2,3 kg

400g

KÖKUBLAÐIÐ 2017

279 kr. 400 g

KW Pipardropar 400 g

1.998 kr. stk.

279 kr. 400 g

Bónus Piparkökur 400 g

Bónus léttir

ÞRIFIN

Gestgjafinn Kökublaðið 2017

398

159

198

Bónus Scrubstone Með svampi

Bónus Matarsódi 280 g

Bónus Borðedik 1 lítri

kr. stk.

kr. 280 g

Verð gildir til og með 12. nóvember eða meðan birgðir endast

kr. 1 l


Matarmiklar súpur

FULLELDAÐAR Aðeins að hita

ÍSLENSKT Lambakjöt

1kg

1.598 kr. 1 kg Ungversk Gúllassúpa 1 kg

1.598 kr. 1 kg Mexíkósk Kjúklingasúpa 1 kg

1.498 kr. 1 kg Íslensk Kjötsúpa 1 kg

Bónus Allra Landsmanna

1.298 kr. kg Kjarnafæði Lambalæri Suðræn kryddblanda, ferskt

skilar til viðskiptavina

ólöglegri gjaldtöku ríkisins við útboð á kjúklingakvóta til innflutnings á kjúklingakjöti*

498 kr. kg

Rose Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

Norðlenskt

KOFAREYKT hangikjöt

1.998 kr. kg

2.798 kr. kg

KF Hangiframpartur Kofareyktur, úrbeinaður

Kjarnafæði Hangikjöt Kofareykt, úrbeinað

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Horft yfir Dalshverfi og Innri-Njarðvík. Bráðabirgðaskólahús fremst á myndinni þar sem kennsla hófst í haust. Stapaskóli mun rísa þar sem hringurinn hefur verið dreginn.

„Þetta verður skólinn okkar,“ sögðu börnin í Dalshverfi fagnandi eftir að skóflustungan hafði verið tekin og þau sáu myndir af skólabyggingunni.

Nýi skólinn í Innri-Njarðvík heitir Stapaskóli ❱❱ Áætlað er að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2019 Tinna Rut Sigvaldadóttir leikskólanemandi á Holti og Hera Björg Árnadóttir nemandi í Akurskóla Dalsbraut tóku skóflustungu að nýjum skóla við Dalsbraut í Innri Njarðvíkurhverfi í síðustu viku. Skólinn mun heita Stapaskóli, en það varð niðurstaða bæjarráðs og fræðsluráðs eftir tillögum sem bárust í nafnasamkeppni sem fræðsluráð efndi til. Niðurstaða undirbúningshóps sem skilaði skýrslu í júní árið 2016 var sú að byggður yrði heilstæður skóli sem yrði allt í senn, leik- og grunnskóli, frístunda- og tónlistarskóli, bókasafn, og menningar- og félagsmiðstöð hverfisins. Með tímanum verður svo íþróttahús og sundlaug byggð við skólann. Að undangengnu útboði var ákveðið að taka tilboði Arkís arkitekta í verkið. Nafnið Stapaskóli var eitt af þeim 50 tillögum sem bárust frá 186 einstaklingum sem tóku þátt í nafnasamkeppni fræðsluráðs í október. Alls 28 einstaklingar sendu inn tillögu að nafninu Stapaskóli og flestir rökstuddu nafngiftina með því að skólinn væri í nálægð eða á Stapa/Vogastapa, auk þess sem nafnið væri stutt og þjált. Enginn annar skóli á Íslandi ber þetta nafn. Nú þegar fyrsta skóflustungan hefur verið tekin mun jarðvegsverktakinn Karína ehf. hefjast handa við sína vinnu. Áætlað er að fyrsti áfangi

skólans verði tekinn í notkun haustið 2019. Á svæðinu er nú starfræktur skóli í bráðabirgðahúsnæði sem útibú frá Akurskóla. Sú mikla uppbygging sem nú er í skólum í Reykjanesbæ tengist þeirri miklu íbúafjölgun sem verið hefur að undanförnu. Íbúum hefur verið að fjölga allt upp í 8% milli ára sem kallar á mikla innviðauppbyggingu. Auk nýs skóla í Innri Njarðvík er unnið að stækkun Háaleitisskóla á Ásbrú og næsta sumar verður leiksskólinn Háaleiti einnig fluttur í nýtt og stærra húsnæði til að mæta vaxandi þörf á Ásbrú. Síðasti skóli sem vígður var í Reykjanesbæ var Akurskóli undir lok árs 2005. Háaleitisskóli byggðist svo upp eftir brotthvarf hersins árið 2006 í skólahúsnæði á gamla varnarsvæðinu og var fyrst um sinn rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla. Sá leikskóli sem vígður var síðast var Vesturberg, á haustmánuðum 2008.

Tinna Rut Sigvaldadóttir og Hera Björg Árnadóttir taka hér skóflustungu að nýjum skóla í Reykjanesbæ sem fékk í framhaldi nafnið Stapaskóli. Áætlað er að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2019. VF-myndir: Hilmar Bragi

Allt á baðherbergið 3-6 lítra hnappur

Helgihald og viðburðir í

Njarðvíkurprestakalli

CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

EITT MEÐ ÖLLU

Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík)

Ceravid Handlaugar sett 45cm með blöndunartæki

Þýsk gæðavara

37.890

15.890

SUNNUDAGURINN 12. NÓVEMBER KL. 11

Hefðbundin messa með söng frá kórfélögum undir stjórn organistans. Skál: „Scandinavia design“

Ece Riga klósett með setu (í vegg og gólf).

19.990

Wisa Star hæglokandi klósettseta

7.980

(rósettur fylgja)

ÞRIÐJUDAGURINN 14. NÓVEMBER KL. 20

Fermingarfræðsla fyrir strákana í KFUM og KFUK húsinu. MIÐVIKUDAGURINN 15. NÓVEMBER KL. 12

BOZZ-SH2101-1 Bað og sturtusett með hitastýrðu tæki

24.890

Hjónin Stefán Jónsson og Guðrún Hákonardóttir er messuþjónar. Systa, Jón Árni og Helga leiða sunnudagaskólann. Sóknarnefnd og fermingarforeldrar bera fram súpu og brauðið er í boði Sigurjónsbakarí. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Sr. Fritz og Arnór organisti leiða stundina.

2.090

Gæðakonur bera fram súpu og brauð. MIÐVIKUDAGURINN 15. NÓVEMBER KL. 16:05

Fermingarfræðsla fyrir stelpurnar í Kirkjulundi.

Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Guðsþjónusta 11. nóvember kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Kirkjukórinn leiðir söng við undirleik organista kirkjunnar. Sunnudagaskólinn fer fram samhliða í umsjá Heiðars Hönnusonar. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Innri-Njarðvíkurkirkju 9. nóvember kl. 19.30.-20.30. . Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn l4. nóvember kl.10.30. Spilavist Systrafélags Njarðvíkurkirkju í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 14. nóvember kl.20.

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Spilakvöld aldraðra og öryrkja fimmtudaginn 9. nóvember kl.20. Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 14. nóvember kl.19.30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir 15.nóvember kl.10:30-13:30. Fermingarbörn ganga í hús 8. nóvember og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.

Samið við ríkið um lífeyrisskuld­ bindingar DS Ríkið borgar 97% og sveitarfélögin 3%

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samning við ríkissjóð um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga vegna hjúkrunarheimilanna Garðvangs og Hlévangs. Jafnframt samþykkir bæjarráð drög að samningi á milli Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Garðs, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Voga um uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna hjúkrunarheimilis sveitarfélaganna og felur bæjarstjóra að undirrita samningana. Um er að ræða skuldbindingar að fjárhæð kr. 1.149 milljónir, samkvæmt uppreikningi Talnakönnunar. Samkomulagið er um að ríkið taki yfir 97% af skuldbindingunum en aðildarsveitarfélög DS 3%. Að ósk fjármálaráðuneytis var Reykjanesbær samningsaðili ráðuneytisins um frágang málsins og sveitarfélögin á Suðurnesjum, sem áttu aðild að DS, gera samning sín á milli um skiptingu greiðslu hluta þeirra.


Stútfullt af jóla- og g jafavöru ásamt frábærum tilboðum

u ð a ð o k S á n i ð o b l ti byko.is

25%

! ð o b l i T

Sjáðu ! verðið

AFSLÁTTUR af glösum

RYKSUGUVÉLMENNI

KASTARAR Milano, 3xLED 3W, króm/grátt eða kríom/hvítt.

iRobot Roomba

64.995

3.995

kr./stk.

kr.

65103465 Almennt verð 74.995 kr.

52262173 Almennt verð: 5.995 kr.

Jólaljós í öllum stærðum og gerðum KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ

! ð o b l Ti

Þessi a g r e ótrúleæg h d han

SKRÚFVÉL IXO V BASIC 3,6V.

5.995

kr.

74864005 Almennt verð: 6.995 kr.

! ð o b l i T Frábært verð á u gæðavör

HARÐPARKET

Sea Breeze

1.195

kr./m2

0113456 Almennt verð 1.698 kr./m2

Auðvelt að versla á byko.is

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Verð gilda til og með 15. nóvember 2017 eða á meðan birgðir endast.

Jól í BYKO NÝTT BLAÐ


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

„Vil sjá meiri vinnu í framtíðarsýn“ ❱❱ Ungt fólk í Sandgerði og Garði um sameiningu sveitarfélaganna Kosningar vegna sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis fara fram þann 11. nóvember nk. Þar fá bæjarbúar tækifæri til þess að kjósa um það hvort þeir vilji að bæjarfélögin sameinist eða ekki. Ungt fólk og kosningar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár en erfitt hefur verið að fá ungt fólk á kjörstað í kosningum undanfarin ár. Við hittum nokkur ungmenni úr Garði og Sandgerði og spurðum þau út í sameininguna, kosti hennar og galla og hvort þau hefðu kynnt sér skýrslu KPMG.

Fjárhagslega betra fyrir bæði bæjarfélögin Helgi Þór Hafsteinsson býr í Garðinum og hefur velt sameiningu fyrir sér oft í gegnum tíðina. „Ég hef velt sameiningunni fyrir mér og hefur lengi langað til þess að þessi bæjarfélög sameinist. Ástæða þess er að ég tel að ef við horfum til framtíðar þá verður þetta fjárhagslega betra fyrir bæði bæjarfélögin og þau munu ekki þroskast rétt vegna þess hversu smá þau eru nema ef við sameinumst. Við sameiningu verðum við betra og sterkara samfélag. Ég tel að það séu ekki miklir

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Að loknum kosningum Að afloknum þingkosingum sendi ég öllum kjósendum á Reykjanesi kveðjur og um leið þakkir fyrir ágæta kjörsókn, betri en í kosningunum 2016. Vonandi verða að minnsta kosti jafn margir eða fleiri í kjörklefum sveitarstjórnarkosninganna í sumarbyrjun. Átta þingflokkar telst met á Alþingi og setur okkur þingmönnum það fyrir að slípa og aga vinnubrögðin, gera þau skilvirkari og sanngjarnari. Mörg, og flest mikil, verkefni bíða þingsins eftir óvænt hlé. Nokkur breyting varð á tíu manna þingliði Suðurkjördæmis. Ég sendi þeim sem hurfu af þingi góðar kveðjur og býð nýja þingmenn velkomna í hópinn. Hann hefur dálítið reynt að halda saman um tiltekin mál. Árangur okkar vinstri-grænna í kjördæminu var viðunandi. Rúmlega eins og hálfs prósentustiga viðbót merkir að við erum á leið í rétta átt hvað málefni, traust og vinnubrögð varðar. Ég þakka stuðningsfólki VG fyrir vinnu og brautar-

gengi hreyfingarinnar. Þá ber líka að þakka öðrum frambjóðendum í kjördæminu fyrir málefnalega baráttu, á opnum fundum í útvarpi og sjónvarpi. Hvet til þess að næst verði efnt til umræðufunda frambjóðenda fyrir almenning hér og hvar í kjördæminu, í samvinnu flokkanna. Héraðsblöðin og aðrir heimamiðlar stóðu sig vel í aðdraganda kosninganna. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi

Sandgerðingar ósáttir við póstþjónustu Sandgerðingar eru ósáttir við póstþjónustu í bænum. Óánægjan barst alla leið inn á borð bæjarstjóra sem sá ástæðu til að senda Íslandspósti línu og láta í ljós óánægju bæjarbúa. Bréf Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, fór síðan inn á borð bæjarráðs sem tók undir bréf bæjarstjóra og athugasemdir bæjarbúa og væntir þess að fyrirtækið geri úrbætur þannig að unnt verði að treysta því að póstdreifing sé örugg og skilvirk. Í samtali við Víkurfréttir sagði Sigrún bæjarstjóri að það hafi verið að berast kvartanir vegna þess að póstur

hefur ekki borist, borist í röng hús og borist seint. „Kvartanir voru það háværar að ég sendi bréf til Póstsins þar sem ég óskaði úrbóta svo fyrirtæki og heimili í bænum gætu reitt sig á trausta og örugga póstdreifingu,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar.

gallar við sameininguna, eflaust einhverjir í byrjun en svo mun þetta allt koma að lokum. Það eru fjölmörg atvinnutækifæri sem felast í sameiningu, möguleikar á að byggja á milli bæjarfélaganna, fjölgun í íþróttastörfum og fleira. Nýlega hef ég ekki fylgst mikið með umræðunni, er í ungmennaráði Garðs og fékk góða kynningu á sameiningunni í vor, þá voru niðurstöðurnar jákvæðar. Ég styð þetta og vil fá sameiningu.“

Á erfitt með að sjá kostina við sameiningu Hlynur Þór Valsson býr í Sandgerði, hann starfar sem kennari og er ekki sannfærður að sameining sé eitthvað sem á að kjósa um akkúrat núna. „Í gegnum tíðina hef ég ekki velt sameiningu mikið fyrir mér en síðustu daga hefur þetta verið mikið í umræðunni en núna er ég mikið að pæla í þessu. Ég er ekki hlynntur sameiningunni miðað við þær upplýsingar sem ég hef kynnt mér eins og staðan er í dag. Það þýðir ekki

að ég sé ekki með sameiningu einhvern tímann í framtíðinni, núna á ég til dæmis erfitt með að sjá kostina við sameiningu og vantar að sjá meiri vinnu í einhverja framtíðarsýn. Ég vil fá að sjá deiliskipulag þar sem við sjáum í rauninni fyrir okkur hvað er að fara að gerast og það er ekki staðan núna að mínu mati. Gallarnir við sameiningu eru að ég sé ekki nógu marga kosti, get ekki talið þá nákvæmlega upp en fjarlægðin getur verið mikil eins og í skólunum og þar sem ég vinn sem kennari óttast ég um að við verðum tölur á Exel skjali. Ef við skoðum atvinnutækifærin í sveitarfélögunum þá sé ég ekki að atvinnutækifærum fjölgi nema að fólk sé tilbúið að reyna að búa til einhvern vettvang fyrir atvinnu og það skiptir ekki máli hvort það er hér í Sandgerði eða í Garðinum eða hvort við séum sameinuð, sú vinna þarf að fara fram. Ég hef lagst yfir skýrsluna frá KPMG, hef spurst fyrir og átt í samræðum, það er ýmislegt gott og annað sem heillar mig en ég á erfitt með að finna nákvæmlega sannfæringuna akkúrat núna.“

Aukin gæði í þjónustu Una María Bergmann býr í Garðinum, hún hefur skoðað skýrsluna frá KPMG og er með sameiningunni eftir að hafa kynnt sér málin nýlega. „Sameining er ekki eitthvað sem ég hef velt sérstaklega fyrir mér gegnum tíðina fyrr en núna og ég held að ég sé með henni eftir að hafa skoðað skýrsluna. Út frá henni lítur þetta vel út fyrir bæði sveitarfélögin, þetta verður ekki bara hagræðing heldur líka aukin gæði í þjónustu og kannski getum við eflt okkur til framtíðar, hugsanlega tómstundastarf líka. Gallar við sameiningu gætu verið þeir að við upplifum ekki eins mikið íbúalýðræði en þá er líka mikilvægt að það sé passað upp á allt og að hlustað sé á raddir íbúa. Skýrslan sýnir líka að atvinnutækifærum fjölgi og að samfélagið verði líka fjölbreyttara.“

Málþingið verður á 5. hæð í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ og hefst kl. 8.30.

MÁLEFNI INNFLYTJENDA OG ATVINNULAUSRA Á MÁLÞINGI Innflytjendur og atvinnulausir sem glíma við veikindi eða fötlun eða eru í neyslu eru aðal málefni málþings Vinnumálastofnunar Suðurnesja nk. föstudag. „Á Suðurnesjum eru margir innflytjendur og með auknum atvinnutækifærum eykst innflutningur fólks víðs vegar að í leit að betri tækifærum fyrir sig og sína fjölskyldu. Þannig er líka mikilvægt að stilla sama strengi varðandi þjónustu við fólk með mismunandi uppruna,“ segir Hildur J. Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Suðurnesja en fjölmargir aðilar verða með erindi á málþinginu. Hildur segir að markmið málþingsins sé að fagfólk komi saman og stuðli að samvinnu sem eykur gæði þjónustu

og árangurs vegna ofangreindra hópa. Þá skapist vettvangur fyrir fagaðila til að deila reynslu, góðum þjónustuháttum og finna lausnir á sameiginlegum vanda og leggja sitt af mörkum við að fyrirbyggja ótímabæra örorku ungs fólks. Á sama tíma sé verið að stuðla að samvinnu vegna þjónustu við innflytjendur og aðra íbúa á Suðurnesjum.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru sérfræðingar frá Vinnumálastofnun, Reykjanesbæ, Keili á Ásbrú, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Virk starfsendurhæfingu. Fundarstjóri er Jóhann Friðrik Friðriksson. Málþingið verður á 5. hæð í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ og hefst kl. 8.30. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu.

Jólahlaðborð Hótel Örk Ferðanefnd Félags eldri borgara auglýsir

Jólahlaðborð á Hótel Örk föstudaginn 1. desember 2017.

Lumar þú á myndum, munum eða öðru efni sem tengist Kvennakór Suðurnesja? Kvennakór Suðurnesja fagnar 50 ára afmæli þann 22. febrúar 2018. Af því tilefni verður haldin sýning og gefið út blað um sögu kórsins og leitum við að efni sem tengist kórnum. Ef þú lumar á einhverju slíku biðjum við þig að hafa samband við Guðrúnu Karlsdóttur í síma 898-2068 eða Aðalheiði Gunnarsdóttur í síma 899-2086. Einnig má senda tölvupóst á kvennakorsudurnesja@gmail.com eða senda skilaboð á facebook síðu kórsins, Kvennakór Suðurnesja.

Jólahlaðborð, gisting og morgunmatur á kr. 14.000 á mann. Rútuferð verður í boði. Eftirtalin taka á móti bókunum en bóka þarf fyrir 14. nóvember n.k. Hafið samband við einhvern af eftirtöldum: Örn Pálsson sími 846-7334, Brynja Pétursdóttir sími: 422-7177, Bjarney Sigurðardóttir sími: 421-1961, eða 821-1962 og Margrét R. Gísladóttir sími: 896-3173 Ferðanefnd Félags eldri borgara á Suðurnesjum.


Litur augnabliksins

Gyðjugrænn

Gyðjugrænn dregur þig að sér og gefur þér grið frá amstri, við ljósgeisla kemur fram leyndardómur hans um bjarta framtíð, frjósemi, vöxt og velmegun.

Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 og 590 8500 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Ísabel

er FS-ingur vikunnar

FS-ingur: Ísabel Jasmín Almarsdóttir. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Er úr Grindavík og er á 18. ári. Helsti kostur FS? Alltaf stuð í FS bara. Hver eru þín áhugamál? Fótbolti. Hvað hræðist þú mest? Sjóinn. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Áslaug Gyða er næsti Einstein. Hver er fyndnastur í skólanum? Dröfn Einars. Hvað sástu síðast í bíó? American Made. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó er möst. Hver er þinn helsti galli? Ég ofhugsa bókstaflega allt. Hver er þinn helsti kostur? Ég er stundvís.

EftirlætisLAUS STÖRF

Leikskólakennari HEILSULEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Kennari í afleysingar AKURSKÓLI Starfsfólk á heimili fatlaðra barna VELFERÐARSVIÐ Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Instagram og Facebook. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Myndi breyta mætingareglunum, finnst það eigi að vera frjáls mæting eftir átján ára aldur. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er alveg ágætt. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ekki alveg ákveðið en langar að fara í skóla í USA. Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Nálægt höfuðborginni og flugvellinum.

Kennari: Ásgeir eðlisfræðikennari. Fag í skólanum: Stærðfræði. Sjónvarpsþættir: Friends og Grey’s Anatomy. Kvikmynd: Engin ákveðin, er meira í þáttunum. Hljómsveit/tónlistarmaður: The Weekend. Leikari: Kevin Hart.

Grunnskólanemi vikunnar Nafn: Rakel Sif Alfreðsdóttir. Hver eru áhugamálin þín? Vera með vinum, makeup og tónlist. Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? 10. bekk og er 14 ára. Hvað finnst þér best við það að vera í Grunnskóla Grindavíkur? Allir svo góðir vinir, flottir krakkar og kennarar. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Stefni á að fara í framhaldsskóla í Reykjavík eða bara FS. Ertu að æfa eitthvað? Nei er ekki að æfa neitt. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að vera með vinum mínum og ferðast til útlanda. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst ekki skemmtilegt í fótbolta, finnst líka leiðinlegt að taka til og spila Fifa. Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta? Stærðfræði er skemmtilegust og danskan er leiðinlegasta fagið. Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Get ekki verið án símans míns.

l Uppáha

ds

matur: Pizzurnar á Papa’s pizza í Grindavík. tónlistarmaður: Íslenskt rapp er best eins og Flóni, Joey Christ og Alexander Jarl. app: Snapchat. hlutur: Rúmið mitt og sængin mín. þáttur: Riverdale og Rupaul´s Drags Race.

VIÐBURÐIR MENNINGARDAGSKRÁ Í DUUS SAFNAHÚSUM Laugardagur 11. nóvember klukkan 14:00: Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, afhent. Listasafn Reykjanesbæjar: Opnun sýningar á verkum Úlfs Karlssonar, Við girðinguna. Byggðasafn Reykjanesbæjar: Opnun sýningarinnar Reykjanesbær Verndarsvæði í byggð? Sunnudagur 12. nóvember: Klukkan 14:00: Málþing í tengslum við sýninguna Reykjanesbær Verndarsvæði í byggð?

STUÐNINGSFULLTRÚI Gerðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 80% starf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2017.

Klukkan 16:00: Listamannsleiðsögn um sýninguna Við girðinguna. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Fimmtudaginn 16. nóvember klukkan 11.00 kemur Valgerður Halldórsdóttir á Foreldramorgunn í Bókasafninu. Hún fjallar og fræðir um stjúptengsl fjölskyldna. Allir hjartanlega velkomnir.

Umsóknir, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið johann@gerdaskoli.is eða eva@gerdaskoli.is Nánari upplýsingar veita Jóhann 898 4808 og Eva 898 4496.


Líttu við í Ormsson Fyrirtækið var stofnað 1. desember 1922

Kraftmiklu og hljóðlátu ryksugurnar Strauborð Minnum á ryksugupokana.

með fallegu látlausu áklæði.

20% afsláttur

Verð aðeins

7.990,-

Á afmælisverði á meðan birgðir endast

Þetta merki hefur verið hjá Ormsson í 27 ár. Það köllum við meðmæli.

Átta bolla (1ltr.) pressukanna frá BODUM

25%

Alsjálfvirk, afkastamikil og endingagóð kaffivél til heimilisnota.

Verð nú:

59.900,Verð áður:

79.900,-

Verð aðeins

4.990,5 ára reynsla á Íslandi

Verð áður:

8.900,Á afmælisverði á meðan birgðir endast

Nýir litir

20% Spennandi eldhúsprýði

Þrifalegu ruslaföturnar Margar gerðir og litir. Pokar og ilmspjöld á lager.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

95 ÁRA

1922 - 2017

Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Opið fyrstu tvo laugardaga hvers mánaðar kl. 11-14. Lokað 3ja og 4ja.

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

SOUS VIDE Heimilistæki til hægeldunar

19.900,-

Spennandi leið til eldunar Sous vide frá Unold. Leikur einn að elda með tækinu. Tryggir nákvæman kjarnhita og eldamennskan verður óviðjafnaleg. Tækið hefur fengið verðlaun í Þýskalandi fyrir hönnun.

nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Reykjanesbær- Verndarsvæði í byggð? Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ vegna menningarsögulegs mikilvægis? Í júní 2016 gaf forsætisráðuneytið út reglugerð um verndarsvæði í byggð. Með því er átt við byggð innan afmarkaðs svæðis sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt ákvörðun ráðherra. Starfshópur vinnur nú að tillögu um að elsti hluti Keflavíkur verði lýstur verndarsvæði í byggð. Markmiðið með því er að vernda og hlúa að sögulegum forsendum bæjarins. Sögulegt umhverfi hefur mikið félagslegt og efnahagslegt gildi fyrir sveitarfélög, eykur aðdráttarafl hverfa og bæjarhluta og eykur þannig lífsgæði. Verndarsvæði í byggð verður iðulega eftirsóttur áfangastaður ferðamanna og þar skapast ný tækifæri.

Óskað er eftir ykkar framlagi

Á sýningu sem ber yfirskriftina Reykjanesbær – Verndarsvæði í byggð? gefst íbúum kostur á að láta rödd sína heyrast og koma með tillögur um framtíðarásýnd gamla bæjarins sem verða grunnur að umsókn Reykjanesbæjar um verndar-

svæði í byggð. Ýmsum spurningum er ósvarað svo sem hvernig við viljum sjá gamla bæinn byggjast upp til framtíðar? Eru fleiri svæði í bæjarlandinu sem mætti skoða sem verndarsvæði í byggð? Á sýningunni eru einnig skoðuð svæði í Njarðvík, Höfnum og Ásbrú og verður sérstök dagskrá tengd þeim á næsta ári, Njarðvík í febrúar og Höfnum og Ásbrú í mars. Sú dagskrá verður nánar auglýst síðar.

Velkomin við opnun

Sýningin verður formlega opnuð laugardaginn 11. nóvember kl. 14:00 í Duus Safnahúsum. Á sama tíma verður sýning Listasafns Reykjanesbæjar, Úlfur við girðinguna, opnuð. Þá verða menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, afhent og stuðningsaðilum Ljósanætur þakkað þeirra framlag. Bæjarbúar eru allir hjartanlega velkomnir við þessa dagskrá.

Málþing

Sunnudaginn 12. nóvember kl. 14 verður haldið málþing í Bíósal Duushúsa í tengslum við sýninguna

Verndarsvæði í byggð og eru allir sem áhuga hafa á viðfangsefninu hvattir til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi þeim tengd. Með framsögu verða Karl Steinar Guðnason fyrrverandi

alþingismaður, Jón Stefán Einarsson arkitekt, Guðný Gerður Gunnarsdóttir frá Minjastofnun Íslands og Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Sýningin Reykjanesbær - Verndarsvæði í byggð? stendur til 15. apríl 2018 og er opin alla daga frá kl. 12-17. Ókeypis aðgangur er á sýninguna.

Vantar þig heyrnartæki? ÚLFUR VIÐ GIRÐINGUNA Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.

Reykjanesbær 23. nóvember Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM SAMEININGU SVEITARFÉLAGANNA GARÐS OG SANDGERÐISBÆJAR

Ný sýning í Listasafni Reykjanesbæjar Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Úlfur við girðinguna laugardaginn 11.nóvember kl.14.00. Þar er á ferðinni einkasýning Úlfs Karlssonar sem er fæddur árið 1988 og er með eftirtektarverðustu listmálurum sinnar kynslóðar. Verk hans eru litríkar og átakamiklar hugleiðingar um mannlífið í abstrakt-expressjónískum anda. Úlfur hefur sýnt verk sín víða, bæði á Íslandi og erlendis og m.a. í Hilger, hinu þekkta gallerí í Austurríki. Heiti sýningarinnar Við girðinguna vísar til eiginlegrar staðsetningar hennar, nálægt gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning: Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hersheys súkkulaði. En sýningin er líka um girðingar í óeiginlegri merkingu, mörkin milli hins smáa og hins stóra, eyjaskeggja og meginlandsbúa, hins heimatilbúna og aðfengna, hins þekkta og óþekkta. Og sýning Úlfs staðfestir með sínum hætti, og af sérstökum ástríðukrafti að girðingin er ekki lengur held. Fiðrildi austur í Asíu blakar vængjum og

kemur af stað hvirfilbyl hinu megin á hnettinum. Ofbeldi og óáran utan landsteina eru á augabragði orðin hluti af heimsmynd okkar, þökk sé snjallsímanum. Verk Úlfs eru litríkur vettvangur óútkljáðra átaka, skyndilegra hugljómana og ókláraðra frásagna. Mörkin milli veruleika og óraunveruleika eru yfirleitt óljós og á endanum skilur listamaðurinn eftir heilmikið fyrir okkur að ígrunda, löngu eftir að myndir hans eru horfnar okkur sjónum. Sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson listmaðurinn sjálfur verða með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 12.nóvember kl. 16.00. Sýningin stendur til 14. Janúar n.k. og safnið er opið alla daga frá kl.13.0017.00.

GAF D-DEILDINNI ÞRJÁ HJÓLASTÓLA

LAUGARDAGINN 11. NÓVEMBER 2017 Kosið er í Gerðaskóla.

Kosningarétt eiga þeir sem eiga rétt til að kjósa til sveitarstjórna, sbr. lög um kosningar til sveitarstjórna, 2. gr laga nr. 5/1998. Einnig má fara inn á eftirfarandi slóð til þess að ganga úr skugga um hvort viðkomandi sé á kjörskrá í þessum kosningum: https://www.skra.is/einstaklingar/ kjorskra-og-kosningarettur/ Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs

Helgi og starfsfólk hans á Þvottahöllinni ásamt Ingibjörgu Steindórsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á HSS og Bryndísi Sævarsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi. D-deildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja barst góð gjöf á dögunum þegar Helgi Sveinbjörnsson og starfsfólk hans í Þvottahöllinni komu færandi hendi með þrjá hjólastóla frá Fastus sem þau færðu deildinni.

Hjólastólarnir eru góð viðbót við hjálpartækjakost deildarinnar sem þarf að vera í stöðugri endurnýjun ef vel á að vera. Kunna forsvarsmenn D-deildar og HSS Helga og hans fólki bestu þakkir fyrir.

Póstfang fréttadeildar er vf@vf.is


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

15

Mikki refur segir dýrunum í Hálsaskógi frá ógnvænlegu atviki.

ATVINNA Grunnskóli Grindavíkur auglýsir eftir umsjónarkennara á miðstig. Mikki refur og Lilli klifurmús kunna líka að syngja og spila á gítar

Líf og fjör í Hálsaskógi LK FRUMSÝNIR BARNALEIKRIT SEM ER LÍKA FYRIR FULLORÐNA Hið klassíska barnaleikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner er nýjasta verkefni Leikfélags Keflavíkur sem að þessu sinni ákvað að finna barnið í sér og leitaði því til barnalegasta leikstjóra landsins að eigin sögn, Gunnars Helgasonar. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur en alls taka 24 leikarar þátt í sýningunni fyrir utan þá sem eru bak við tjöldin. Sviðsmynd Davíðs Arnar Óskarssonar formanns félagsins klikkar sjaldan og notar hann hugvitsamlega rýmið á sviðinu, við erum stödd í Hálsaskógi. Þá var vel til fundið að hafa lifandi undirleik sem var í öruggum höndum Guðmundar Hermannssonar, ég hefði þó alveg viljað sjá meira í hann á sviðinu. Hálsaskógur geymir héra og mýs, birni, íkorna, uglu og broddgölt svo eitthvað sé nefnt og þar eru heimkynni Lilla klifurmúsar sem leikinn er af Sigurði Smára Hanssyni og Mikka refs sem leikinn er af Guðlaugi Ómari Guðmundssyni. Þeir félagar fara á kostum í hlutverkum sínum eins og svo margir en mikið mæðir á þeim. Kemur sér vel að

báðir eru góðir söngmenn og leika á hin ýmsu hljóðfæri. Mikki refur er óhugnanlegur en líka aumkunarverður enda lítið gaman að vera Vegan í skógi fullum af gómsætum dýrum. Lilli klifurmús minnir á hégómalega poppstjörnu í hlutverki sínu og kitlar auðveldlega hláturtaugarnar og gaman var að sjá hvað leikarar náðu vel til áhorfenda en segja má að salurinn hafi jafnframt átt leiksigur en börnin tóku óhrædd þátt. Leikgleðin er áberandi í sýningunni og gaman að sjá útfærslu leikhópsins og leikstjóra á þessu þekkta verki þar sem leikarar fá að bæta við það frá eigin brjósti. Það má segja að gamanleikur sé styrkleiki leikfélagsins og þar eru það reynsluboltarnir Halla Karen Guðjónsdóttir og Arnar Ingi Tryggvason sem halda vel utan um taumana sem bangsapabbi og Marteinn skógarmús. Þá verð ég að nefna Héraðsstubb bakara sem einhvern vegin sprengdi húmorskalann í túlkun Huldu Bjarkar Stefánsdóttur. Þá koma yngri leikarar og jafnvel óreyndir ekki síður á óvart og gaman er að sjá kynslóðaskipti á sviðinu, greinilegt að leiklistarbakterían gengur í ættir. Þá hefur það örugglega sitt að segja að hópurinn á bak við félagið er þéttur og þar hjálpast allir að, svona líkt og í Hálsaskógi. Ég þakka Leikfélagi Keflavíkur kærlega fyrir stórkostlega skemmtun og hvet sem flesta til þess að mæta á sýninguna. Það skal tekið sérstaklega fram að sýningin er ekki síður fyrir fullorðna sem er að mínu mati aðalsmerki góðra barnasýninga. Dagný Maggýjar

Staðan er laus frá því í desember og fram í júní 2018. Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með 500 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með réttindi til kennslu í grunnskóla. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200.

SOS Til sölu Toyota Yaris árgerð 2007. Akstur 86.500. Bensín 1298cc. Beinskiptur. 890 þ.kr. Nagladekk fylgja. Upplýsingar í síma 869-8198

OFT VAR ÞÖRF NÚ ER NAUÐSYN!! 3-4 HERBERGJA ÍBÚÐ ÓSKAST Í KEFLAVÍK EÐA NJARÐVÍK FYRIR 1.DES ERUM MEÐ 1 LJÚFLINGS HUND SEM AÐ SJÁLFSÖGÐU ER 1 AF FJÖLSKYLDUNNI OG KEMUR EKKI TIL GREINA AÐ LOSA SIG VIÐ HANN. LENDUM BÓKSTAFLEGA Á GÖTUNNI EF EKKERT FINNST FYRIR ÞANN TÍMA.. FRÁBÆR MEÐMÆLI EF ÓSKAÐ ER. UPPL. 8655719 OG 8985752

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM SAMEININGU SVEITARFÉLAGANNA GARÐS OG SANDGERÐISBÆJAR LAUGARDAGINN 11. NÓVEMBER 2017 Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði. Kosningarétt eiga þeir sem eiga rétt til kosninga til sveitarstjórna, sbr. lög um kosningar til sveitarstjórna, 2. gr laga nr. 5/1998. Einnig má fara inn á eftirfarandi slóð til þess að ganga úr skugga um hvort viðkomandi sé á kjörskrá í þessum kosningum: https://www.skra.is/einstaklingar/kjorskra-og-kosningarettur/

Til leigu

370fm iðnaðarbil við Grófina 18. Laust til afhendingar. Nánari upplýsingar gefur Brynjar í síma 896-5464

Hafnargötu 20 // 230 Reykjanesbæ // Sími: 420 4000 // www.studlaberg.is

Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum í Sandgerði og í síma 899-6317. Kjörstjórn Sandgerðisbæjar


16

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Telma Dögg nýr útibússtjóri Securitas á Reykjanesi Telma Dögg Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sem nýr útibússtjóri Securitas á Reykjanesi. Telma er viðskiptafræðingur að mennt og lauk MBA prófi frá Auburn University Montgomery árið 2007. Telma hefur sl. átta ár starfað hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli sem mannauðsstjóri. Starfsemi Securitas á Reykjanesi hefur vaxið hratt frá opnun útibúsins árið 2009, en útibúið flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Iðavöllum 13 í Reykjanesbæ. Securitas Reykjanesi hefur vaxið hratt frá opnun útibúsins og starfa þar nú um 70 starfsmenn sem fer hratt fjölgandi.

SÆTANÝTING HJÁ WOW AIR 90% Í OKTÓBER - Farþegum félagsins fjölgaði um 46% í október WOW air flutti 258 þúsund farþega til og frá landinu í október eða um 46% fleiri farþega en í október árið 2016. Þá var sætanýting WOW air 90% en var 86% í október á síðasta ári. Þetta er þrátt fyrir 42% aukningu á framboðnum sætum á milli ára. Það sem af er ári hefur WOW air flutt yfir 2.4 milljónir farþega.

Ég er ákaflega spennt fyrir þessu nýja verkefni, fyrirtækið býður upp á fjölbreytta þjónustu á Reykjanesi og mörg tækifæri framundan á svæðinu til að mynda í tengslum við flugvöllinn, Ásbrú og Helguvík.

WOW air flýgur nú til 38 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku og hefur yfir að ráða einn yngsta flugflotann í Evrópu. Nýlega bættust fimm nýir áfangastaðir við leiðarkerfi WOW air í Bandaríkjunum;

Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit og hefst flug þangað næsta vor. Þá mun WOW air einnig fljúga til tveggja flugvalla í London, London Gatwick og Stansted flugvallar.

FUNDARBOÐ:

SUÐURNESJADEILD BÚMANNA boðar til félagsfundar fimmtudaginn 16. nóvember 2017 kl. 16:30 í samkomusal Búmanna Stekkjargötu 73 Njarðvík Fundarefni: Formaður Búmanna, Gunnar Kristinsson, fer yfir stöðu félagsins, verkefnaáætlun vegna viðhalds, starfsmannamál, sölu eigna ofl. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.

Málþing 10. nóvember 2017

Stjórn Suðurnesjadeildar.

„Sterkari saman“

Dagskrá 8:30 8:50

Húsið opnar og kaffi á könnunni Setning málþingsins – Gissur Pétursson forstjóri Vinnu­ málastofnunar 9:00 – 9:20 Hrafnhildur Tómasdóttir sviðsstjóri ráðgjafasviðs Vinnu­ málastofnunar „Ungt fólk til virkni“ norrænt samstarfsverkefni 9:30 – 9:50 Hildur Jakobína Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofn­ unar á Suðurnesjum „SMART samvinna á Suðurnesjum“ 9:50 – 10:10 – Hera Ó. Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjanes­ bæjar „Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna“ 10:10 – 10:30 Kaffihlé 10:30 – 10:50 Starfsfólk Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs; Anna María, Hjálmar, Linda, Þóra og Skúli „Gefum öllum tækifæri“ 10:55 – 11:15 Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir ráðgjafi hjá Virk starfsendur­ hæfingu „Saman náum við árangri“ 11:20 – 11:40 Jóhanna Helgadóttir, nemendastjóri Fjölbrautarskóla Suður­ nesja „Aukin þjónusta við nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja - samstarf utan FS“ 11:45 – 12:05 Samvinna og MSS R. Helga Guðbrandsdóttir og Steinunn Jónatansdóttir „Samstarf með hag einstaklingsins í fyrirrúmi“ 12:05 – 12:30 Samantekt og skipað í starfshóp sem vinnur með niðurstöður dagsins

Til leigu

tvö u.þ.b. 90fm iðnaðarbil við Iðavelli 9a. Laust til afhendingar. Nánari upplýsingar gefur Halli í síma 661 9391

Hafnargötu 20 // 230 Reykjanesbæ // Sími: 420 4000 // www.studlaberg.is

Fundarstjóri fundarins er Jóhann Friðrik Friðriksson, fagstjóri sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu. Málþingið er haldið í fundarsal á 5. hæð í Kross­ móum 4 í Reykjanesbæ.

Allir velkomnir.

Starfsmaður óskast í kaffihús Sigurjónsbakarí Vinnutími frá 8 til 14. Upplýsingar á staðnum.


Framtíð Sandgerðis og Garðs. Í sameinuðu sveitarfélagi eða hvort í sínu lagi? Kosið verður 11. nóvember. Þitt atkvæði skiptir máli. The future of Sandgerði and Garður, one municipality or two? Voting will take place on November 11th. Your vote matters. Przyszłość Sandgerði i Garður. W zjednoczonej gminie czy osobno. Wybory odbeda sie 11 listopada. Twój głos ma duze znaczenie. sameining.silfra.is


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Keflvíkingar ætla að styrkja hópinn fyrir Pepsi-deildina ❱❱ Gengið frá þjálfaramálum liðsins „Það er mikill hugur í hópnum og það er gott að vera búið að ganga frá þjálfaramálum. Það er einn þátturinn í þessu og mjög mikilvægur,“ sagði Jón Ben formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur en skrifað hefur verið undir samninga við þjálfara og aðstoðarmenn þeirra í meistaraflokkum karla og kvenna. Þorvaldur Baldursson, þjálfari Pepsideildarliðs Keflavíkur sagði að mikilvægu markmiði hefði verið náð í sumar þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild en Keflvíkingar enduðu í 2. sæti Inkasso-deildarinnar. Aðspurður segir hann að það séu allir á sama báti með það að styrkja þurfi hópinn fyrir komandi tímabil. „Við munum meta það á næstu mánuðum hvar þörfin sé mest. Það voru ekki margir veikleikar í liðinu í sumar. Okkur gekk ágætlega á flestum sviðum en það þarf ekki að orðlengja það að við erum að fara upp um deild þar sem keppnin er hörðust,“ sagði Guðlaugur við VF. Hann játar því að útlendingarnir í liðinu í sumar hafi staðið sig vel en þeir voru fjórir. Heimamennirnir voru

nítján og margir þeirra ungir leikmenn sem fengu mikið að spreyta sig á nýliðinni leiktíð og stóðu sig vel. Fjórir af reyndari leikmönnum liðsins verða áfram í hópnum, þeir Hólmar Örn Rúnarsson, Einar Orri Einarsson, Sigurbergur Elísson og Hörður Sveinsson. Þeir Einar, Sigurbergur og Hörður voru í meiðslavandræðum í sumar en vonast til að geta verið meira með á næstu leiktíð. Jón Ben segir að það sé erfitt að keppa við stóru liðin um leikmenn sem geti borgað þeim betur en minni liðin sem Keflvíkingar tilheyra. „Stuðningsmenn Keflavíkur eru kröfuharðir en við leitum til þeirra með því að senda gíróseðil til þeirra og vonumst eftir góðum viðbrögðum. Við erum með stóran hóp sem hefur fylgt liðinu og oft í sumar voru Keflvíkingar fjölmennari á áhorfendapöllunum á útileikjum. Það þótti okkur skemmtilegt. En reksturinn er erfiður þó okkur hafi tekist að láta enda ná saman að mestu leyti. Vonandi taka Keflvíkingar við sér og hjálpa okkur í rekstrinum með því að greiða seðilinn.“

Guðlaugur Baldursson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur og Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari kvennaliðsins með aðstoðarmönnum sínum sem mættu í myndatökuna, f.v.: Helgi Jónas Guðfinsson, Unnar Sigurðsson, Gunnar Magnús, Guðlaugur, Jón Örvar Arason, Eysteinn Húni Hauksson og Falur Daðason.

Ungu strákarnir hungraðir í tækifæri Maciek Baginski spilar með Njarðvík í Domino’s-deild karla í körfubolta. Hann er ánægður að vera kominn aftur í liðið sem stefnir að því að mæta í alla leiki til þess að vinna. Njarðvíkingar sigruðu Val síðastliðinn fimmtudag 86-83, en þeir munu mæta Þór Akureyri á fimmtudaginn, 9. nóvember næstkomandi, í Höllinni á Akureyri. Maciek spáir því að tímabilið verði mjög krefjandi, en þó skemmtilegt. Hvernig leggst veturinn í þig? Veturinn leggst mjög vel í mig. Það er gott að vera kominn aftur í Njarðvík og við erum með mjög spennandi lið. Það eru mörg góð lið í deildinni í vetur og þetta verður krefjandi en skemmtilegt. Hvernig hafa æfingarnar verið hjá ykkur í undirbúningi fyrir deildina? Undirbúnings tímabilið hefur verið ágætt. Margir komu inn frekar seint og við vorum kannski styttra komnir en önnur lið. Við erum samt búnir að vinna vel úr því og erum á fínum stað í dag. Hvað leggið þið upp með í vetur og hver eru markmið ykkar? Við ætlum að mæta í alla leiki til að vinna og bæta okkur jafnt og þétt yfir

allt tímabilið. Markmiðin eru klárlega að gera betur en í fyrra. Er breiddin nógu mikil hjá ykkur? Við erum með fína breidd, átta leikmenn sem hafa spilað marga leiki í úrvalsdeild og fín reynsla þar. Svo eru nokkrir ungir strákar sem eru hungraðir að sanna sig og fá tækifæri. Hver er skemmtilegasti/erfiðasti andstæðingurinn? Það er alltaf mjög erfitt en skemmtilegt að kljást við Ólaf Ólafsson í Grindavík en erfiðasti andstæðingurinn undanfarið hefur verið KR liðið í heild. Skiptir stuðningur af áhorfendapöllunum miklu máli? Já, stuðningur skiptir alltaf miklu máli, bæði fyrir leikmenn og áhorf-

Við ætlum að mæta í alla leiki til að vinna og bæta okkur jafnt og þétt yfir allt tímabilið. Markmiðin eru klárlega að gera betur en í fyrra. endur sjálfa. Liðin eflast við góðan stuðning og leikirnir í heild verða bara skemmtilegri. Stuðningurinn í Njarðvík er búinn að vera mjög góður í byrjun tímabils. Vonandi heldur það áfram út tímabilið. Áttu einhverja skemmtilega sögu af liðinu? Ég á margar mjög skemmtilegar sögur af liðinu, en þær verða því miður að vera eftir í búningsklefanum og innan liðsins. Þær eru ekki fyrir allra eyru.

Ég sjálf er erfiðasti andstæðingurinn

Emelía Ósk Grétarsdóttir leikur með Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta. Lið Grindavíkur hefur verið á góðri siglingu í vetur og hafa þær aðeins tapað einum leik af fimm í deildinni. Lið Grindavíkur er ungt og efnilegt en Emelía kom til liðsins í sumar. Við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um körfuna og veturinn.

Hvernig leggst veturinn í þig? Veturinn leggst mjög vel í mig, okkur er spáð öðru sætinu en markmiðið hjá okkur er að komast upp og leika í Domino’s-deildinni á næsta ári. Hver er skemmtilegasti/ erfiðasti andstæðingurinn? Erfiðasti andstæðingurinn minn persónulega er ég sjálf en í deildinni í vetur er það KR, í það minnsta samkvæmt tölfræðinni. Við höfum nú þegar átt marga hörkuleiki í vetur svo ég held að erfiðasti andstæðingurinn sé það lið sem við spilum gegn hverju sinni. Er breiddin nógu mikil hjá ykkur? Við erum með gott fullmannað lið og finnst mér bekkurinn okkar mjög sterkur og hefur það sýnt sig í síðustu leikjum. Skiptir stuðningur af áhorfendapöllunum miklu máli? Já hann skiptir gríðarlega miklu máli, þó svo að við höfum fallið niður um deild í fyrra þá þýðir það ekki að við þurfum ekki á stuðningnum að halda. Hvet sem flesta heimamenn að koma að horfa á okkur í vetur. Er mikil samheldni í hópnum? Við erum mjög samheldnar enda æfum við margoft saman í viku. Flestar af stelpunum hafa spilað eða æft saman áður. Ég kom alveg ný inn í hópinn í sumar og varð fljótt hluti af liðsheildinni.

JÓHANNA ÖFLUG Á ÞREKMÓTARÖÐINNI - Sigraði einstaklingskeppnina og lenti í þriðja sæti í parakeppni ásamt Andra Orra Keflvíkingurinn Jóhanna Júlía Júlíusdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði einstaklingskeppnina fyrir yngri en 39 ára á haustmóti Þrekmótaraðarinnar sem fram fór í Digranesi í Kópavogi um síðustu helgi. Þá lentu hún og Andri Orri Hreiðarsson einnig í 3. sæti í parakeppninni. Jóhanna æfir með Crossfit XY í Garðabæ en Andri Orri með Crossfit Suðurnes. Keppendur komu frá 20 mismunandi æfingastöðvum víðs vegar frá landinu öllu. Haustmótið er síðasta mótið af þremur í þrekmótaröðinni og

saman stóð af 9 greinum sem liðsmenn skiptu á milli sín ásamt því að þurfa að hlaupa 1 km í byrjun. Það lið sem var með besta tímann vann.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Andri Rúnar kynntur til leiks hjá Helsingborg

19

Er vel búinn á því eftir þriggja tíma æfingu - Jón Axel stundar nám í USA og leikur körfubolta með Davidson háskólanum Jón Axel Guðmundsson var útnefndur í fyrsta úrvalslið annars árs nema í Atlantic 10 deild bandaríska háskólaboltans. Það var veftímaritið A10 talk sem valdi liðið en Jón Axel segir að hann hafi lagt mikið á sig til þess að komast í þetta lið í ár þar sem að hann var ekki valinn í fyrra í fyrsta árs liðið þrátt fyrir að hafa staðið sig vel. Jón Axel stundar nám úti ásamt því að spila körfubolta. Við spurðum Jón Axel út í lífið í bandaríkjunum, námið og fleira.

Skjáskot af heimasíðu Helsingborg Andri Rúnar Bjarnason fyrrum leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið kynntur til leiks hjá sænska liðinu Helsingborg IF. Andri Rúnar gerði tveggja ára samning við liðið og á heimasíðu liðsins segir Andri að hann hlakki mikið til þess að spila fyrir Helsingborg og stuðningsmenn þess. Andri Rúnar byrjar að leika með liðinu í janúar á næsta ári. Andri Rúnar var feiknagóður með Grindvíkingum í sumar og jafnaði meðal annars markametið í efstu deild og skoraði nítján mörk fyrir liðið. Hann var einnig valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ, kjörinn besti leikmaðurinn hjá

Grindavík og fotbolti.net valdi hann sem besta leikmanninn eftir sumarið. Þess má einnig geta að landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason sem spilaði á sínum yngri árum með Grindavík lék með Helsingborg árið 2012.

Keppendur frá Keflavík á Evrópumóti unglinga Kepptu í taekwondo á Kýpur

Ágúst Kristinn og Daníel Arnar. Evrópumót unglinga í taekwondo var haldið í Larnaca, Kýpur þann 2.5. nóvember s.l. Íslenska landsliðið sendi tvo keppendur á mótið og en það voru þeir Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Daníel Arnar Ragnarsson sem báðir æfa með Keflavík. Þá hafa þeir báðir einnig sigrað fjölda móta innanlands og náð góðum árangri erlendis.

Ágúst keppir í -45 kg flokki og Daníel í -55 kg. Ágúst keppti fyrst og sigraði fyrsta bardagann sinn örugglega gegn keppanda frá Kýpur. Hann meiddist því miður á handlegg í bardaganum en hélt ótrauður áfram og keppti næsta bardaga gegn keppanda frá Rússlandi. Sá bardagi var nokkuð jafn en Rússinn hafði betur og komst áfram. Daníel Arnar keppti gegn tyrkneskum keppanda í fyrsta bardaga en Tyrkland er ein allra besta taekwondo þjóð Evrópu og heims. Bardaginn byrjaði vel fyrir Daníel en Tyrkinn sigraði bardagann að lokum. Mótið er þar með komið í reynslubankann hjá íslensku keppendunum sem undirbúa sig næsta fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi í janúar.

Þrír Njarðvíkingar á verðlaunapall Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í brasilísku jiu-jitsu sem haldið var í Mjölnishúsinu í Öskjuhllíð. Keppendur frá júdódeild Njarðvíkur (Sleipni) tóku þátt og komust þrír þeirra á verðlaunapall. Guðmundur Stefán Gunnarsson lenti í þriðja sæti í opnum flokki karla, Hrafnkell Þórisson varð í þriðja sæti í -82,3 kg flokki karla og Davíð Berman í öðru sæti í +100,5 kg flokki karla.

Hvernig eru æfingarnar hjá liðinu þínu? Þær eru langar og erfiðar. Við æfum í tvo og hálfan til þrjá tíma á dag og fáum kannski einn til tvo daga í frí í hverri viku. Þjálfarinn sættir sig ekki við neitt annað en 100% allan tímann þannig að eftir þriggja tíma æfingu ertu vel búinn á því. Saknar þú einhvers á Íslandi? Já, sakna fjölskyldunnar og vina minna mikið en á sama tíma hef ég eignast nýja vini hér, á kærustu og körfuboltaliðið er eins og ein stór fjölskylda, það hjálpar mikið. Í hvaða skóla ertu og hvað ertu að læra? Er í Davidson háskólanum og er að læra félagsfræði. Með hvaða liði spilar þú? Davidson Kom það þér á óvart að vera útnefndur í úrvalslið annars árs nema? Já og nei eiginlega. Ég var ekki valinn í fyrsta árs liðið eftir tímabilið og það kom mér meira á óvart þar sem ég spilaði sem einn af bestu fyrsta árs nemunum. Allir þjálfararnir sögðu að þetta væri bara rugl og sögðu að ég þyrfti að æfa vel í sumar og sýna

þeim að þeir gerðu mistök með því að velja mig ekki. Þannig að ég var valinn núna eftir að aðalleikmaður liðsins fór sem var í sömu stöðu og ég. Hlutverkið mitt varð því stærra og þá kom þetta mér ekkert svakalega á óvart þannig séð en fyrst ég var ekki valinn í fyrsta árs liðið þá var ég smá efins um þetta. Hvað er mest krefjandi hjá þér núna? Lærdómurinn og æfingarnar. Lærdómurinn hér er erfiður og mikil heimavinna þannig að ef þú ert ekki á æfingu þá ertu annað hvort í tíma eða einhvers staðar að læra.

VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2017. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS

Mynd frá heimasíðu BJÍ

Hvað tekur við að loknu náminu? Maður stefnir á toppinn ég ég vil spila í NBA en ef það gengur ekki upp þá mun ég líklega spila í Evrópu eða eitthvað álíka. Svo eftir körfuboltalífið vonast ég til þess að geta unnið eitthvað tengt körfubolta.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: - Lýsing á eign og því sem henni fylgir - Ástand íbúðar og staðsetning - Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár - Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

MUNDI Sigga klingir engum bjöllum hjá mér...

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Líf og fjör í Blómakoti ÍBÚAFJÖLDINN Í VOGUM NÁLGAST FYRRA MET Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum hefur fjölgað talsvert undanfarna mánuði, rétt eins og reyndin er í öðrum sveitarfélögum í landshlutanum. Í upphafi árs 2016 bjuggu um 1.100 íbúar í Vogum, ári síðar voru þeir orðnir rétt um 1.200 og nú í þessari viku er fjöldi íbúa kominn í 1.243. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, greinir frá þessu í vikulegu fréttabréfi sínu. „Við erum því farnir að nálgast mesta fjölda íbúa sem var fyrir hrun, en þá voru liðlega 1.250 íbúar skráðir til heimilis í sveitarfélaginu. Sé rýnt

betur í tölfræðina kemur í ljós að samsetningin er að breytast, þ.e. innbyrðis hlutfall hinna ýmsu aldurshópa. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun undanfarin tvö ár fækkaði nemendum grunnskólans úr 195 í 175 milli þessa og síðasta skólaárs. Meðalfjöldi barna á leikskólaaldri í hverjum árgangi er minni en meðalfjöldi barna á grunnskólaaldri í hverjum árgangi. Allt eru þetta í senn athyglisverðar og þýðingarmiklar staðreyndir sem gefa þarf gaum þegar kemur að uppbyggingu innviða og þjónustu í sveitarfélaginu,“ segir Ásgeir bæjarstjóri.

LÓÐUM UNDIR 84 ÍBÚÐIR ÚTHLUTAÐ Í VOGUM Á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga í síðustu viku var fjallað um umsóknir um lóðir á miðsvæði, en lóðirnar voru auglýstar lausar til umsóknar í síðasta mánuði. Áður hafði komið fram að mikill áhugi væri á lóðunum. Byggingaverktakar sóttu um allar fjölbýlishúsa- og parhúsalóðirnar sem í boði voru. Við úthlutunina ákvað bæjarráð að skipta lóðunum milli þeirra fjögurra lögaðila sem sóttu um, samtals 80 íbúðum í fjölbýlis- og parhúsum. Einnig voru til úthlutunar fimm einbýlishúsalóðir og þurfti að draga úr umsóknum þriggja einstaklinga um sömu lóðina. Nú hefur því lóðum undir 84 af 85 íbúðum verið úthlutað, einungis ein einbýlishúsalóð er enn laus til umsóknar. Bæjarráð hefur lagt drög að því að ráðast í áframhaldandi gatnagerð á miðsvæði á næsta ári, enda ljóst að töluverð eftirspurn sé enn eftir lóðum.

- Sigga Kling kíkti í heimsókn Á dögunum kíkti Sigríður Klingenberg, eða Sigga Kling eins og hún er gjarnan kölluð, í heimsókn í Blómakot sem staðsett er í Grindavík. Sigga spáði í bolla með kaffi og rauðvíni og var stemmningin notaleg eins og alltaf í Blómakoti. Eigandi Blómakots er Guðfinna Bogadóttir, eða Gugga eins og hún er gjarnan kölluð. Gugga sagði að það hefði heldur betur verið líf og fjör í Blómakoti þennan dag en Sigga Kling var ásamt ljósmyndaranum Áslaugu Snorradóttur að undirbúa nýja bók sem þær eru að fara að gefa út saman. Mun bókin vera um

23.

23.

bolla og hvernig spáð er í þá eða „spádómsbolla“. „Grindavík er nýji uppáhaldsstaðurinn minn“, segir Áslaug. „Ég nefndi það við Siggu að kíkja í Blómakot og tók Sigga vel í það, við mættum til Guggu en Blómakot setti tóninn fyrir allt um leið og við mættum þar sem að öllum lekkerheitum var tjaldað til. Gleðin var í hæstu hæðum hjá okkur langt fram á kvöld. Sigga Kling er ótrúleg og flestar urðu skák og mát yfir því hversu stórkostlegt innsæi hún hefur, orkan var líka ótrúleg í Blómakoti og mikið af ólíkum konum mættu

á svæðið. Allar fylltust þær af gleði og tilhlökkun yfir framtíðinni. Að lokum vorum við allar margblessaðar í botn af hinni mögnuðu og snjöllu Siggu Kling.“

Víkurfréttir, 44. tbl. 2017  
Víkurfréttir, 44. tbl. 2017  

Víkurfréttir 44. tbl. 38. árg

Advertisement