__MAIN_TEXT__

Page 1

SIGGA DÖGG OG DAÐI Í ÞÆTTI VIKUNNAR

magasín SUÐURNESJA

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

Vetrarstilla við Bergið Staðnir að verki Tveir menn voru handteknir eftir að þeir voru staðnir að verki við að brjótast inn í íbúðarhús í Keflavík á föstudaginn. Þeir höfðu komist inn með því að spenna upp glugga með skóflu. Einnig hafði svalahurð verið spennt upp. Lögreglan á Suðurnesjum handtók annan manninn á vettvangi þar sem hann var að bera þýfi út úr húsinu. Hann fleygði því frá sér þegar hann varð lögreglu var. Maðurinn játaði sök. Við öryggisleit á honum fundust nær 100 þúsund krónur og voru þær haldlagðar vegna gruns um að um væri að ræða illa fengið fé. Hinn maðurinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu og játaði hann einnig sök.

Bátur brann og sökk í Vogum Bátur varð eldi að bráð í höfninni í Vogum aðfaranótt þriðjudags. Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst útkall kl. 04:25 og þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang var báturinn alelda. Ekki tókst að slökkva eldinn og sökk báturinn í höfninni. Slökkviliðsmenn dældu froðu yfir bátinn en það dugði ekki til að slökkva eldinn. Að sögn slökkviliðs er talið að eldurinn hafi logað lengi áður en útkall barst slökkviliði.

Báturinn alelda í höfninni í Vogum. Ljósmynd: Brunavarnir Suðurnesja.

Stór kannabisræktun stöðvuð Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu síðastliðinn föstudag. Um var að ræða kannabisgræðlinga í tjaldi og stórar plöntur sem fundust í þremur herbergjum. Samtals var um að ræða vel á þriðja hundrað plöntur. Auk þess fann lögregla poka með kannabis­efnum í við húsleitina. Að auki voru tugir þúsunda króna sem fundust haldlagðar ásamt plöntum og ræktunarbúnaði. Húsráðandi var handtekinn og játaði hann að eiga ræktunina og að hafa staðið einn að henni.

Leikskóla lokað vegna nóróveiru – Börn og starfsfólk á leikskólanum Skógarási í Reykjanesbæ sett í sóttkví

Leikskólanum Skógarási í Reykjanesbæ var lokað í þessari viku vegna nórósýkingar sem upp kom á leikskólanum. Ákveðið var að grípa til lokunarinnar til að koma í veg fyrir frekara smit. „Nú liggur fyrir staðfest tilfelli af nórósýkingu hjá okkur, við höfum því ákveðið að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekara smit. Í ljósi þessara upplýsinga verðum við því miður að loka skólanum í a.m.k. tvo heila sólarhringa til að koma öllum í sóttkví og til að hægt sé að sótthreinsa húsnæði skólans,“ segir í tilkynningu frá leikskólanum til foreldra. Með því að loka leikskólanum þriðjudag og miðvikudag í þessari viku nást fimm sólarhringar samfleytt til að koma í veg fyrir smit hjá fleiri börnum og hjá starfsfólki en leikskólinn var

lokaður á mánudag vegna skipulagsdags. Börnin og starfsfólkið á leikskólanum hafa verið sett í sóttkví og beðin um að fylgja ákveðnum leiðbeiningum vegna þess. „Börnin ykkar mega ekki hitta önnur börn sem eru í skólanum á meðan að leikskólinn er lokaður. Við starfsfólkið megum heldur ekki umgangast hvert annað og ef börnin ykkar eru með maga einkenni þá skulu þið takmarka umgengni við aðra. Skógarás verður þrifinn sérstaklega með efni sem er notað til að drepa

nóró (sama efni og er notað á heilbrigðissofnunum ef þetta kemur upp). Þið passið svo að sótthreinsa allt sem hefur verið í skólanum og svo er að fylgja þeirri gullnu reglu að ef börnin

Leikskólinn Skógarás í Reykjanesbæ.

BÓK FYRIR JÓLABARNIÐ

Fljótlegt og þægilegt 30%

Opnum snemma lokum seint

439 kr/stk

Í OKKUR ÖLLUM

1.329 kr/kg

áður 1.899 kr

Toro grýta ítölsk 168 gr

ykkar eru með einkenni, þá þurfa þau að vera laus við þau í tvo sólarhringa áður en þau koma aftur í leikskólann,“ segir í bréfi leikskólans til foreldra barnanna á Skógarási.

Lambahakk Kjötborð

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

JANA MARÍA VIÐTAL Á SÍÐU 12

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

Sjö íbúðir fyrir fatlaða rísa við Stapavelli

Íbúðalánasjóður hefur samþykkt umsókn Brynju – Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um stofnframlag vegna byggingar sjö íbúða við Stapavelli 16 – 22 í Reykjanesbæ. Um er að ræða búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Bæjarstjórn Reykjanesbær hafði áður samþykkt stofnframlag af hálfu sveitarfélagsins. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, skýrði frá því á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar að lokið hefur verið við deiliskipulagningu svæðisins og að vinnu við nánari þarfagreiningu

verði lokið á næstunni. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði teknar í notkun á árinu 2021. Velferðarráð fagnar nýju búsetuúrræði, segir í gögnum frá fundi ráðsins.

90 kaupsamningar í október Á Suðurnesjum var 90 samningum þinglýst í október. Þar af voru 46 samningar um eignir í fjölbýli, 39 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.246 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,1 milljón króna. Af þessum 90 voru 59 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 37 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.119 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,9 milljónir króna.

Leigusamningum fjölgar milli ára Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði í október 2019. Á Suðurnesjumn voru gerðir 83 leigusamninar í október. Það eru 9,2% fleiri samningar en sama mánuði í fyrra.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Valgerður hlaut Súluna Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2019 fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum í síðustu viku. Að þessu sinni hlaut verðlaunin Valgerður Guðmundsdóttir fyrrum menningarfulltrúi Reykjanesbæjar fyrir framlag sitt til eflingar og uppbyggingar menningarlífs í bænum. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabet Ásberg. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og þriðja sinn sem Súlan var afhent. Valgerður Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 3. júní 1955. Hún er alin upp í Hafnarfirði og gekk þar í Öldutúnsskóla en tók síðan landspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík og svo stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún las bókmenntir við Háskóla Íslands og lauk síðan B.Ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Valgerður flutti til Keflavíkur 1985 og hóf íslenskukennslu við Gagnfræðaskóla Keflavíkur sem síðar fékk nafnið Holtaskóli. Þar kenndi hún í nokkur ár og var m.a. fagstjóri í íslensku og árgangastjóri. Árið 1994 tók Valgerður að sér það hlutverk að stofna og stýra nýju eftirskólaúrræði í grunnskólum Keflavíkur sem kallaðist Skólasel. Hún stýrði Skólaselinu við góðan orðstír í fjögur ár en fór þá aftur í íslenskukennslu m.a. í Fjölbrautskóla Suðurnesja. Valgerður Guðmundsdóttir er gift Hjálmari Árnasyni fyrrverandi alþingismanni og skólameistara og eiga þau fimm börn, 13 barnabörn og eitt barnabarnabarn.

Að ofan: Valgerður Guðmundsdóttir fv. menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og handhafi Súlunnar framan við Bryggjuhús Duus Safnahúsa í sumar.

Fyrsti og eini menningarfulltrúi Reykjanesbæjar

Árið 2000 auglýsti Reykjanesbær nýja stöðu í bæjarfélaginu; menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Valgerður var ráðin og tók á næstu árum þátt í miklu uppbyggingarstarfi innan menningargeirans. Bókasafn og Byggðasafn höfðu verið rekin í bænum í fjölda ára en nú bættist við formlegt Listasafn ásamt því að menningarhús bæjarins spruttu upp eitt af öðru: Víkingaheimar, Hljómahöll og Duus Safnahús. Bæði var um að ræða nýbyggingar eins og Víkingaheima, endurgerð gamalla húsa eins og Duus Safnahús og svo blanda af hvoru tveggja eins og Hljómahöllin. Fyrsta formlega menningarstefnan var unnin og þjónustusamningar gerðir við menningarhópana í bænum sem eitt árið voru rúmlega tuttugu talsins. Lengi framan af voru flestir þeir sem unnu að menningarmálum bæjarins í hópi áhugafólks en með árunum fjölgaði þó formlegum starfsmönnum innan greinarinnar og mátti greina það í sífellt fjölbreyttara menningar-

Til Vinstri: Sonur Valgerðar, Ingvar Hjálmarsson, tók á móti Súlunni í fjarveru móður sinnar og flutti ávarp við það tækifæri og kveðjur frá móður sinni sem nú er stödd á ferðalagi um Víetnam. lífi. Valgerður sagði starfi sínu lausu í sumar og haft var eftir henni við það tækifæri að gæfa hennar í starfi hafi veri sú að vera alltaf með besta fólkið í kringum sig og átti þá við bæði yfirmenn og samstarfsmenn. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson afhenti verðlaunin og þakkaði Valgerði hennar kraftmiklu og óeigingjörnu störf í þágu bæjarfélagsins sem hefðu átt stóran þátt í því að festa Reykjanesbæ í sessi, ekki aðeins sem vöggu popptónlistar sem hann hefur lengstum

verið þekktur fyrir, heldur einnig sem menningarbæ meðal annars með stofnun Listasafns, uppbyggingu Duushúsanna, Hljómahallar og bæjar- og menningarhátíðinni Ljósanótt sem Valgerður hefur stýrt styrkri hendi. Hann sagði bæjarstjórn og menningarráð vilja þakka henni fyrir áralanga vinnu og uppbyggingu menningarlífs bæjarins með því að veita henni Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2019. Valgerður lét nýverið af störfum.

ER BÍLLINN BEYGLAÐUR? 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Hann verður eins og nýr hjá okkur

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Við vinnum fyrir öll tryggingafélög!

Smiðjuvöllum 6 - Reykjanesbæ Sími 421-3500 – retting@simnet.is


ÞJÓÐ UNDIR ÞAKI JAFNRÉTTI OG JAFNVÆGI Á HÚSNÆÐISMARKAÐI

Húsnæðisþing verður haldið miðvikudaginn 27. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica á Suðurlandsbraut frá kl. 9:30–16:30. Skráning hafin á husnaedisthing.is 09:30

Morgunmatur

10:00

Húsnæðismarkaðurinn 2020

Staða og þróun á húsnæðismarkaði

Leigumarkaðurinn

Að vera á erfiðum húsnæðismarkaði

Að byggja á Bjargi

VOX CASA — notendavinkill

14:20

Jafnvægi á húsnæðismarkaði

Erum við á áætlun?

VOX CASA — notendavinkill

14:40

Kaffihlé

15:00

Vel skal vanda

Samgöngumál eru húsnæðismál

Stefnumótun, rannsóknir og stjórnsýsla

Nýjar lausnir

VOX CASA – umhverfis- og stefnuvinkill

Skilvirkni og hagkvæmni

Pallborðsumræður

Húsnæðisþörf á landsbyggðinni

Hvað svo? Fundarmenn forgangsraða

Lærdómur síðustu ára

Hagkvæmar lausnir

VOX CASA — notendavinkill

11:00

12:10

Hádegishlé

13:00

Jafnrétti og jafnvægi

Ásmundur Einar Daðason: Áherslur stjórnvalda

Kenneth Cameron: „Help to buy – did it help?“

Spurt og svarað með Kenneth Cameron

Hvernig virka hlutdeildarlánin?

Staða og þróun á lánamarkaði

VOX CASA — notendavinkill

16:15 ∙

16:30

Samantekt og fundarlok Fundarstjóri dregur saman helstu niðurstöður þingsins Húsnæðisþingi slitið


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

Tíðar bílveltur á Suðurnesjum Bílvelta varð við gatnamót Hringbrautar og Heiðarbergs í Keflavík á mánudagsmorgun. Tveir voru í bifreiðinni, sem endaði eina sex metra utan vegar á hvolfi. Þeir sluppu án meiðsla en bifreiðin reyndist vera ótryggð og voru skráningarmerki því tekin af henni. Á sunnudag missti svo ökumaður stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að hún endaði utan vegar og fór tvær veltur. Hún virðist hafa numið staðar 76 metrum frá því að ökumaður missti stjórn á henni. Hann komst sjálfur út úr henni en kvaðst finna mikið til í hálsi og baki þegar lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu við hann á vettvangi. Hann var fluttur á Landspítala í Fossvogi.

Þá ók ökumaður bifreið sinni út af Grindavíkurvegi og leikur grunur á að ölvun hafi komið þar við sögu. Bílvelta varð enn fremur þegar ökumaður ók út af Grindavíkurvegi. Kenndi hann hálku um óhappið og slapp án teljandi meiðsla. Nokkuð var svo um afstungur þegar ekið var utan í kyrrstæðar og mannlausar biðreiðir og tjónvaldar létu sig hverfa af vettvangi.

Þessi bifreið valt á Garðvegi, nærri golfvellinum í Leiru, seint á föstudagskvöld. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist talsvert og var fjarlægð af vettvangi með dráttarbíl. VF-mynd: Hilmar Bragi

Brunaði á miklum hraða fram úr lögreglubifreið Ökumaður ók bifreið sinni á miklum hraða fram úr lögreglubifreið sem var í eftirlitsferð á Reykjanesbraut um helgina. Það reyndist vera erlendur ferðamaður og mældist bifreið hennar á 122 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Blástur í áfengismæli renndi stoðum undir að viðkomandi hefði neytt áfengis og var hún því handtekin og færð á lögreglustöð. Þá voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Tveir þeirra reyndust sviptir ökuréttindum ævilangt. Annar þeirra, kona á fertugsaldri, reyndi að villa á sér heimildir með því að gefa upp kennitölu og nafn annars einstaklings en viðurkenndi svo á endanum að þær upplýsingar tilheyrðu systur hennar. Enn fremur voru höfð afskipti af

ökumanni sem svaf ölvunarsvefni undir stýri í bifreið sinni. Í farþegasæti við hlið hans fundu lögreglumenn tveggja lítra gosflösku með landa en lítið var eftir í henni. Viðkomandi var færður á lögreglustöð þar sem sýnatökur bentu til þess að hann hefði neytt kannabisefnis. Skráningarnúmer voru svo fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem vorur ótryggðar eða óskoðaðar.

Sigga Dögg með Daða.

DAÐI GLÍMIR VIÐ ÁSTINA, ÁSTARSORG, SJÁLFSMYNDINA OG

GREDDUNA – Ný bók eftir kynfræðinginn Siggu Dögg

Daði er nýjasta afkvæmi Siggu Daggar kynfræðings. Hún mun mæta með Daða í Pennann Eymundsson í Krossmóa í Reykjanesbæ á fimmtudaginn, 21. nóvember kl. 17–19. Boðið verður upp á upplestur, áritun, óvæntan glaðning, sopa & nart í útgáfuteiti nýjustu bókar Siggu Daggar um Daða. Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði spilar sig

Jólaúthlutun

Velferðarsjóðs Suðurnesja og Hjálparstarfs kirkjunnar Opið verður fyrir umsóknir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar í Keflavíkurkirkju 26. nóv., 3. des., 5. des., og 10. des. Opnunartími er frá klukkan 9:00 til 11:00. Þeir sem hafa fengið greitt inn á kort (blátt Arionbanka kort) frá Hjálparstarfi kirkjunnar geta sótt um jólaaðstoðina rafrænt á www.help.is. Eftir 10. desember er lokað fyrir umsóknir í Velferðarsjóð og Hjálparstarf Kirkjunnar til 21. Janúar 2020. Afgreiðsla korta fer fram 12. desember milli klukkan 09:00 og 12:00

Christmas Allocation of the Welfare Found of Suðurnes and the Relief Work of the Church Applications Will Be made to the welfare fund of Suðurnesja and th Church‘s Relief Work at Keflavik Church, Nov. 26th, Dec. 3rd, Dec. 5th and Dec. 10th. Opening hours ar from 09:00 to 11:00. Those who have been paid on a card (blue Arion bank card) from the Church Aid can apply for Christmas support online at www.help.is All Those who are below the threshold limit are entitled to Christmas support for couples individuals an children. After December 11th, applications for Welfare Fund an Church Relief Work are closed until January 21st 2020 Payment of cards will take place on December 12th between 09:00 and 12:00

svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mótsagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar kynfræðings um land allt undanfarin tíu ár. Daði er sjálfstætt framhald bókarinnar kynVeru sem kom út árið 2018.

Það er algengt að nota dæmisögur í kynfræðslu en í bókinni um Daða er það form tekið lengra. „Hér tvinnar höfundur saman raunveruleika íslenskra drengja og kynfræðslu í eina sögu þar sem lesandinn nær að spegla sig í persónunum en einnig að fræðast um tilfinningar, samskipti, kynhneigð og eigin kynveru,“ segir í kynningu á bókinni. Nánar er rætt við Siggu Dögg í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is. Þá vonast Sigga Dögg til að sjá sem flesta í útgáfupartýi Daða í Krossmóa á fimmtudaginn.

SUÐURNESJABÆR

I-Stay rekur áfram tjaldsvæðið í Sandgerði Undirritaður hefur verið samningur milli Suðurnesjabæjar og I-Stay um að I-Stay haldi áfram rekstri tjaldsvæðisins í Sandgerði. I-Stay hefur undanfarin ár séð um rekstur tjaldsvæðisins og staðið að uppbyggingu svæðisins. Tjaldsvæðið hefur notið mikilla vinsælda, enda er aðstaða þar og þjónusta til fyrirmyndar. Eftir að fyrri samningur um málið rann út, varð að samkomulagi að endurnýja samstarfið og gildir nýr samningur til næstu 10 ára. Jafnframt hefur verið ákveðið að halda áfram uppbyggingu á aðstöðu á tjaldsvæðinu, til að bæta enn frekar þjónustu við ferðafólk. „Suðurnesjabær lýsir ánægju með gott samstarf við I-Stay um rekstur tjaldsvæðisins í Sandgerði undanfarin ár og samninginn þar um,“ segir á vef Suðurnesjabæjar.

Samningurinn var endurnýjaður með undirritun Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra og Jónasar Ingasonar fyrir hönd I-Stay.


Brandenburg | sía

ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 18.–24. NÓV. 2019

DOMINOS.IS | 58 12345 | DOMINO’S APP


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

NÁTTÚRAN ÞARF LÍKA PLÁSS Reynir Katrínar rýnir í framtíðina.

Reynir Katrínar er næmur á dýr og menn og náttúruna í kringum okkur. Frá unga aldri sá hann ljósadýrð í fjöllunum þar sem hann ólst upp fyrstu átta árin í lífi sínu, að Núpi í Dýrafirði. Í dag kallar hann sig galdrameistara og vinnur að sérstæðri listsköpun sinni og einnig býður hann upp á orkuheilun og heilsunudd í Om setrinu, Njarðvík. Við litum á lokadag sýningar Reynis Katrínar í Duushúsum. Náttúran var í öndvegi á sýningunni og næmleiki Reynis fékk að njóta sín þegar hann spáði í Steina Guðanna fyrir gesti og gangandi en þessir steinar eru útskornir af honum sjálfum og hafa tengingu við öll norrænu goðin.

Allskonar fjaðrir prýddu listsýningu Reynis. frá þessum steinum og sýnt mér hvernig hægt er að nota þá. Á hugleiðsluferlinu þegar ég fór að skapa Steina Guðanna, var spennandi að upplifa öll ferðalögin. Ólík skilaboð og ólík ferðalög, sem gáfu mér margar upplýsingar. Snorra Edda var líka eitthvað sem ég studdist við, enda steinasettið hugsað út frá norrænni goðafræði,“ segir Reynir íbygginn.

Notar egg og eggjaskurn í listaverk

Steinar Guðanna spá fyrir um framtíð

Á sýningunni gaf að líta fallega útskorna steina sem Reynir notar í gerð altaris eða til þess að rýna í framtíðina. Listavel útskornir steinar, eitt af aðalsmerkjum Reynis Katrínar. „Djúpalónsperlurnar og allur sá kraftur sem fylgir þeim er ég þakklátur fyrir. Þessir steinar eru fullhlaðnir af grunnorkunni og alveg tilbúnir fyrir rúnirnar. Ég er afskaplega ánægður með að

h a fa fengið Steinar Guðanna. að fara í gegnum allskonar ævintýri með mismunandi verum, bæði jarðarbúum og verum frá ýmsum víddum og sviðum með þessum steinum. Verurnar hafa hjálpað mér að sjá, skynja og finna orku

Eitt sinn var Reynir Katrínar þekktur fyrir risastór málverk af norrænum gyðjum en í dag vinnur hann að miklu minni verkum sem minna á forna tíma. „Í nokkur ár hef ég verið að vinna með aðferð í málverkum mínum sem er kölluð Eggtempera, gömul aðferð sem var mikið notuð áður fyrr í málverkum. Aðferð mín er þannig, að ég safna steinum úr náttúrunni þegar ég fer í göngutúra eða ferðast um landið. Einnig er ég svo heppinn að vinir hafa sent mér steina með góðum litum. Að sjálfsögðu er ég komin með uppáhaldssteina, jaspis, sem eru gulir, rauðir og grænir og gefa afskaplega fallega liti, en ég nota líka marga aðra litfagra steina sem ég finn í náttúrunni og mala þá í duft. Litarefni steinanna er þá hrært vel saman við eggjarauðu og vatn og þá er liturinn kominn sem ég nota. Síðan nota ég ullina til að teikna með í þessar myndir – oftast svarta og til að fá hvíta hálýsingu nota ég hreinsaða eggjaskurn. Ég komst fljótt að því að það eru ekki til bláir steinar í íslenskri náttúru og fannst mér það áhugavert því að uppáhaldslitir mínir eru bláir tónar. En jarðarlitirnir, sem ég fæ úr steinunum, passa mjög vel við vinnuna mína í andlegu málunum í samskiptum mínum við orku jarðar,“ segir Reynir aðspurður um aðferðina.

Ástþór Sigurðsson:

Marta Caber:

Vefsaumur Reynis listamanns

„Ég sat með myndvefsrammann hennar mömmu fyrir framan mig og var að byrja að vefa. Rólega birtist mér á hægri hönd kona að handan sem mér fannst vera frá Japan. Við byrjuðum að hafa samskipti þar sem hún sagði mér að hún hefði starfað við vefnað fyrir keisara og fylgdarlið hans. Ég spurði hana hvort hún væri japönsk en þá brást hún illa við og sagðist vera kínversk. Oft höfum við átt stundir saman eftir þennan fyrsta fund okkar og þá fæ ég að njóta þess að skoða meira af því sem hún gerði og er að gera. Að sjálfsögðu ræðum við saman um önnur mál líka – hversdagslega hluti og höfum gaman. Í vefsaumi mínum er ég mest að nota ullina ásamt hör, bómull, silki og margskonar útsaumsgarn sem ég finn á ólíklegustu stöðum,“ segir Reynir án þess að blikna og við, sem erum ekki vön veruleikamynd Reynis, þurfum aðeins að melta upplýsingar sem þessar. Ertu svona tengdur náttúrunni Reynir? „Já, ég er það og finn einnig miklar tengingar við náttúruanda, goð og verur á hærra tíðnisviði. Ég hef minnst að segja við framliðna heldur á ég samskipti mín, þegar ég vinn að listsköpun minni og heilun annarra, við verur á æðri sviðum þar sem orkutíðnin er fínni og hærri. Ég fæ einnig ýmsar upplýsingar frá náttúrunni, eins og þær að þegar við mennirnir erum að þétta byggð þá erum við að loka á heilunarmátt náttúrunnar sem okkur mannfólkinu stendur til boða þegar við leyfum opnum svæðum að lifa. Þegar náttúran fær að taka meira pláss þá er meira jafnvægi heilsufarslega fyrir okkur mannfólkið. Náttúran er heilög og við þurfum á henni að halda til að vera fullkomnlega heilbrigð. Þess vegna líður okkur svona vel úti í náttúrunni því hún læknar okkur og hleður.“

VIÐTAL Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

SPURNING VIKUNNAR

Hver er uppáhaldsdrykkur þinn?

Antoni Bjarni Czachorowski:

„Pepsi, mamma segir að ég elski Pepsi.“

„Sítrónukristall, alltaf ferskur.“

„Venjulegt vatn úr krana.“

Telma Linda Kolbeinsdóttir:

„Það er ísköld mjólk og jarðarberjadjús frá Costco, mamma segir að hann sé hollur.“


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 27. nóvember eða á meðan birgðir endast.

25% AFSLÁTTUR

Inni- & útiseríur, inni- & útiljós og jólaljós Samtengjanlegar. Endingartími allt að 20.000 klst

ÖLL GLÖS

BÖKUNARVÖRUR

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

25% 25%

PRESSUKÖNNUR ÖLL LEIKFÖNG

25%

25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Reykskynjarar og slökkvitæki í miklu úrvali Reykskynjari

Optískur eða Jónískur reykskynjari með prufuhnappi. Rafhlaða, 9V, fylgir með.

995

50005035/47

Auðvelt að versla á netinu á byko.is

25% afsláttur Útisería LED micro-light. 50 perur með spennubreyti.

2.846 88167934

Almennt verð: 3.795


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

Fiðlarinn sló í gegn – svona á að gera þetta!

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagur 21. nóvember: Foreldramorgunn kl. 11:00. Margrét Pála Ólafsdóttir spjallar um uppeldi og hátíðarhald. Átthagastofa verður jólastofa. Gestum og gangandi boðið til jólastofu Bókasafnsins. Laugardagur 23. nóvember. Notaleg sögustund kl. 11:30. Í þetta sinn ætlar Halla Karen að lesa upp úr Ávaxtakörfunni og syngja nokkur lög. Allir hjartnalega velkomnir. Jólakofinn 2019 - Vilt þú taka þátt? Reykjanesbær og Betri bær ætla að bjóða áhugasömum aðilum aðgang að Jólakofanum fyrir sölu varnings. Kofinn verður staðsettur milli Hafnargötu 26 og 28 dagana 7.-23. desember nk. Skráning og nánari upplýsingar á www.reykjanesbaer.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stjórnsýslusvið – safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar Fræðslusvið – sálfræðingur Velferðarsvið – starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Hinn víðfrægi og sívinsæli söngleikur Fiðlarinn á þakinu, í leikstjórn Jóhanns Smára Sævarssonar, var frumsýndur í Hljómahöll á föstudaginn fyrir troðfullu húsi og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna í lok sýningar. Viðtökur frumsýningargesta voru frábærar en listamönnum sýningarinnar var fagnað ákaft í lokin með standandi lófataki, bravóhrópum og fagnaðarlátum, enda heppnaðist sýningin skínandi vel. Fiðlarinn á þakinu er hátíðaruppfærsla Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Óperufélagsins Norðuróps í tilefni tuttugu ára afmælis beggja. Í sýningunni fengu gestir að heimsækja rússneska smáþorpið Anatevka, þar sem mjólkurpósturinn Tevje býr ásamt fjölskyldu sinni. Áhorfendur kynnast litlu gyðingasamfélagi þar sem líf þorpsbúa er í föstum skorðum, mótað af aldagömlum hefðum og siðvenjum. Þegar æskan sýnir gömlu siðunum mótþróa og vill fá að leyfa hjartanu að ráða för verða átök á milli

kynslóða. Þessi bráðskemmtilegi söngleikur var sannkölluð fjölskylduskemmtun.

Frábær leikstjórn

Jóhann Smári bætti enn einni fjöður í hattinn sinn með þessari uppsetningu á Fiðlaranum sem var stórskemmtileg. Hópurinn stóð sig afburðavel á sviði og margir komu á óvart með frábærum leik og söng. Leikstjórn Jóhanns Smára var markviss og örugg sem gerði sýninguna sérlega líflega og skemmtilega. Tón-

listin var dásamleg og hljóðfæraleikarar stóðu sig einkar vel undir öruggri stjórn hljómsveitarstjórans, Karenar J. Sturlaugsson. marta@vf.is

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Heilsu- og umhverfisvernd eða kerfisvernd Á þeim tíma er rekstrarleyfi kísilvinnslu í Helguvík var veitt, voru hann Árni og hann Böðvar ráðamenn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hún Ragnheiður og hún Sigrún voru ráðherrar iðnaðar- og umhverfismála. Hún Kristín Linda og hún Ásdís Hlökk forstjórar Umhverfis- og Skipulagsstofnunar. Öll voru þau grandalaus fyrir afleiðingunum af framleiðslu kísils. Við, eins og þau, trúðum að eiturefnamengunin, sem kemur frá framleiðslunni væri óveruleg, enda fullyrt að samskonar verksmiðjur væru starfræktar innan bæjarmarka norskra bæja og af þeim steðji engin hætta fyrir íbúa í nágrenninu. Með þeirri fullyrðingu var eiturefnaváin afgreidd.

Leyfisveitingin mistök

Annað kom síðar í ljós. Eituráhrifin frá kolabrennslunni, sem þarf við kísilframleiðsluna, voru mun sterkari og meiri en hafði verið gefið í skyn. Í ljós kom að leyfisveitingin til kolabrennslunar voru mistök. Já, ráðamenn bæjarfélagsins, ráðherrarnir og forstjórar Umhverfis- og Skipulagsstofnunar gerðu sér ekki grein fyrir, frekar en flestir íbúar bæjarins, hvað lítið þarf af þessum eiturefnum til að hafa áhrif á heilsu fólks. Mun minna en lög og reglugerðir leyfa. Nýjustu niðurstöður rannsókna sýna að eiturefnakokteillinn frá kolabrennslu er afar fjölbreyttur og öll efnin eru skaðleg heilsu og umhverfi þeirra sem búa þar nærri.

Um tvennt að velja.

Nú er nýtt fólk komið til áhrifa í pólitíkinni. Reynslan og vitneskjan um mengunina frá kísilverum er einnig mun betri. Hjá Reykjanesbæ eru það Jóhann Friðrik, Friðjón og Guðbrandur, sem fara fyrir meirihluta bæjarstjórnar. Ráðherrarnir eru Þórdís Kolbrún R. í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og Guðmundur Ingi ráðherra umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Þetta fólk sem nú er við stjórnvölin í pólitíkinni mun ráða för. Þau munu þurfa að hafa til hliðsjónar skýrsluna sem ríkisendurskoðun gaf út í maí 2018 og gæta vel að vinnubrögðum sinna ráðgjafa og stofnanna, ásamt því að virða í hvívetna öll lýðheilsusjónarmið.

Þær Kristín Linda og Ásdís Hlökk forstjórar Umhverfis- og Skipulagsstofnunar, auk Kjartans Más bæjarstjóra Reykjanesbæjar sjá bara um, með sínu fólki, að taka á móti umsóknum um hin ýmsu verkefni, eins og t.d. nýrri matsáætlun og frummatsskýrslu fyrir kísilverið í Helguvík og umsókn um breytingu á gildandi svæðisskipulagi og byggingarreitum á kísilvers lóðinni. Eftir að nefndir og starfsmenn þeirra hafa passað að allir pappírar og gögn séu til staðar og nákvæmlega rétt útfyllt fyrir kerfið, verða eftir tvö álitamál, sem aðeins pólitíkin getur valið um. Því þegar öllu er á botninn hvolft mun nýtt starfsleyfi kísilversins snúast um heilsu- og umhverfisvernd annars vegar eða um kerfisvernd hins vegar. Valið er þar á milli. Reykjanesbæ 7 nóv. 2019 Tómas Láruson.


Birta, hlýja og gleði Rafmagnshitablásari 2Kw Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa

Rafmagnshitablásari 15Kw 3 fasa

18.590

29.990

Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

8.390

14.590

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.790 Frábær birta

Olíufylltur rafmagnsofn 9 þilja 2000W

Vatnsþétt LED útiljós / bílskúrsljós 28W 60cm 56W 120cm

8.590

Rafmagnsþilofn

4.990

1.995

70W 150cm

2.790 5.490 6.490

Mikið úrval af rakavörðum fjöltengjum IP44 Verð frá kr.

15 metra rafmagnssnúra

Kapalkefli 15 metrar

3.690

2.995

25 metrar kr. 5.490 50 metrar kr. 9.990

Kapalkefli 10 metrar

2.890

Kapalkefli, rakavarið IP44 25 metrar

8.595

VÖNDUÐ GERVITRÉ MEÐ ÁSETTUM LED SERÍUM

Norsk eðalfura 180 cm með marglitum ljósum verð

Hálanda fura 180 cm með hvítum ljósum

9.995,-

Norsk fura

19.995,-

180 cm með hvítum ljósum

16.995,-

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Reykjanesbær

1.690

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Mikið úrval

Jólaseríur á MURBÚÐARVERÐI

2 5 % afslát tur


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

SOROPTIMISTAR ROÐAGYLLA HEIMINN Roðagyllum heiminn (Orange the world) heitir verkefnið sem konur í Soroptimista­sambandi Íslands taka þátt í. Þetta er sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi og hefst 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundu ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og nær hámarki sínu þann 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn. Það er jafnframt dagur soroptimista í heiminum. Víkurfréttir litu inn á fund kvenna í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur og forvitnuðust um verkefnið framundan og tilgang klúbbsins. Fyrir svörum voru þær Steinþóra Eir Hjaltadóttir, Svanhildur Eiríksdóttir og Guðrún Antonsdóttir. Hvað getið þið sagt okkur um starfsemi Soroptimistaklúbbsins? „Þetta eru samtök kvenna sem hafa verið starfandi í næstum því hundrað ár og á Íslandi í yfir 50 ár, okkar klúbbur er 45 ára. Við erum samtök fyrir konur sem vinna fyrir konur og stúlkur,“ segir Steinþóra Eir.

„Við beitum okkur í málefnum kvenna, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Klúbbarnir eru innsti kjarninn, svo er Evrópusamband og alheimssamband,“ segir Svanhildur. Hvernig gengur? „Það gengur bara mjög vel, okkur fjölgaði mjög síðastliðinn vetur, fengum margar konur inn og erum spenntar fyrir næsta verkefni,“ segir Guðrún. „Við erum 43 konur og jafnframt einn af stærstu klúbbum á landinu, sem er frábært,“ segir Svanhildur.

Það er miklu meira í gangi en við gerum okkur grein fyrir og um það viljum við fræðast. Við getum síðan breitt út boðskapinn og vonandi hjálpað einhverjum. Við þurfum að vita hvað er í gangi í samfélaginu ...

Jólalýsing

í Kirkjugörðum Keflavíkur 2019

Jólaljósin verða tendruð í Kirkjugörðum Keflavíkur fyrsta sunnudag í aðventu, þann 1. desember. Ljós verða tendruð í Hólmbergsgarði kl. 16:00 og í kirkjugarðinum við Aðalgötu kl. 17:00. Verð á lýsingu á aðventu og fram á þrettánda er kr. 4.500,- fyrir einn kross, kr. 3.500,- umfram það.

Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 27. nóvember kl.: 13–17 Fimmtudagur 28. nóvember kl.: 13–17 Föstudagur 28. nóvember kl.: 13–17 Laugardagur 30. desember kl.: 10–15 Sunnudagur 1. desember kl.: 13–15

Frá 3. til 19. desember verður opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 15 til 17.

ATH ekki verða sendar valkröfur í heimabanka Leigu- sölukrossar verða á staðnum

Það þarf að vera búið að fjarlægja skreytingar og ljós af leiðum eigi síðar en 31. janúar eftir það munu starfsmenn garðanna fjarlægja það af leiðum. Við minnum á reglur kirkjugarðanna sem eru á vefslóð

www.keflavikurkirkja.is/kirkjugardar/

Nánari upplýsingar veitir umsjónamaður Kirkjugarða Keflavíkur, Friðbjörn Björnsson í síma 824-6191 milli kl.: 10 og 16 alla virka daga.

K I R K J U GA R ÐA R KEFLAVÍKUR

Eru einhver sérstök verkefni sem þið hafið verið að vinna í? „Já, við höfum verið að styrkja ýmis málefni, eins og til dæmis Björgina og erum mjög stoltar af því. Við styrkjum Velferðarsjóð kirkjunnar á hverju ári og í gegnum tíðina hafa Þroskahjálp og aldraðir notið góðs af vinnu okkar. Nú erum við að stefna að stóru verkefni sem hefst seint í nóvember,“ segir Steinþóra Eir, „og heitir á íslensku því fallega nafni Roðagyllum heiminn. Það er nú ástæðan fyrir því að við erum svona appelsínugular í kvöld en það er liturinn sem einkennir þetta verkefni sem er barátta gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum og börnum. Átakið hefst á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, þann 25. nóvember, og varir til 10. desember eða í sextán daga, endar á degi soroptimista. Samtökin hafa tekið þátt í þessum degi í um það bil 30 ár á alheimsvísu þó að við höfum ekki verið að blanda okkur í þetta fyrr en núna og erum mjög spenntar fyrir komandi dögum,“ segir Steinþóra Eir. Hvað getið þið sagt okkur um þetta verkefni? „Við erum búnar að fá mjög góðar móttökur, nokkur fyrirtæki eru komin í lið með okkur og ætla að lýsa upp húsnæði sitt með appelsínugulum lit, sjúkrahúsið og ISAVIA svo við nefnum sem dæmi. Við erum þakklátar fyrir það,“ segir Guðrún Antonsdóttir. „Við vinnum samkvæmt fimm verkefnakjörnum; það er valdefling kvenna, ofbeldi gegn konum, heilbrigði kvenna, umhverfismál og menntun. Þetta verkefni núna hefur verið baráttumál í mörg ár í heiminum en kemur nú til okkar af þunga. Það fellur svo vel að því sem við höfum verið að vinna að. Klúbburinn okkar tók það stóra verkefni, ofbeldi gegn konum, upp á sína arma eftir stóran verkefnafund á síðasta starfsári. Við fengum meðal annars fyrirlestur frá Súsönnu Björgu sem vinnur hjá lögregluembættinu, hún var með ýmsar tölfræðilegar upplýsingar varðandi ofbeldi, ekki bara gagnvart konum og börnum heldur einnig gagnvart karlmönnum. Samtök okkar nýtast og gagnast einnig körlum þó við séum að horfa til kvenna. Við trúum því að með því að valdefla konur þá getum við notað það til að sporna gegn ofbeldi,“ segir Svanhildur. Hvernig munu þið vinna að þessu verkefni? „Við erum meira að fá upplýsingar og fræðslu til okkar. Við höfum fengið að hlusta á fyrirlestra varðandi þetta eins og ég nefndi áðan, Súsanna Björg kom til okkar, svo kom Díana og sagði okkur frá starfsemi Bjargarinnar og Hilma Hólmfríður, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ, kom til okkar og fræddi um erlendar konur

búsettar hér á svæðinu og hver staða þeirra sé. Það eru oft svona hópar sem eiga erfitt í samfélaginu og við þurfum að hlúa að þeim,“ segir Svanhildur. „Að vekja athygli á málefninu er áríðandi. Þetta eru viðkvæm mál og við fáum ekki upplýsingar um einstök mál en við þurfum að átta okkur á þessu og fá fræðslu. Það er miklu meira í gangi en við gerum okkur grein fyrir og um það viljum við fræðast. Við getum síðan breitt út boðskapinn og vonandi hjálpað einhverjum. Við þurfum að vita hvað er í gangi í samfélaginu,“ segir Guðrún. „Upplýsingar eru til alls fyrst. Við þurfum fyrst að vita hvað er í gangi í samfélaginu svo við getum áttað okkur á því hvar við getum aðstoðað og gripið inn í með einhverjum hætti,“ segir Svanhildur. Eru konur duglegar að hittast í klúbbastarfi? „Konur eru mjög duglegar að hittast, ef ekki í klúbbastarfi þá í saumaklúbb. Við erum mjög heppnar og ánægðar með þann nýja liðsauka kvenna sem er kominn í klúbbinn okkar,“ segir Guðrún. „Samtök okkar eru starfsgreinasamtök, konur geta í raun ekki sótt um að koma í samtökin, við þurfum að finna konur og bera þær upp á fundi. Það er ákveðið ferli sem fer í gang. Ef konur hafa áhuga á að vera með okkur þá viljum við endilega vita af því. Við erum með fjölbreytta flóru kvenna úr sem flestum starfsgreinum og þannig búum við til einstaklega gott tengslanet. Við fórum í aðgerðir síðastliðinn vetur til að fjölga konum. Það er svo mikið líf á fundum, allar svo áhugasamar og langar að leggja sitt af mörkum,“ segir Steinþóra Eir. Hvað gerið þið á fundum? „Við erum með allskyns upplýsingar sem við kynnum fyrir konum á fundum. Við þurfum að safna í sarpinn. Hvað getum við gert meira? Það er alls konar fræðsla og þær eru svo margar, konur úr öllum stéttum sem hittast hjá okkur, yndislegur félagsskapur fyrir utan alla þá fræðslu sem við fáum. Já, svo borðum við saman góða máltíð,“ segir Svanhildur. „Við fundum einu sinni í mánuði á veturna og sem dæmi þá er einn vinnustaðafundur en þá er einhver systir sem býður okkur á vinnustaðinn sinn og fræðir okkur um starfið sitt,“ segir Steinþóra Eir. Hvað táknar litur verkefnisins? „Appelsínuguli liturinn táknar von og bjartsýni, gleði og góða strauma. Við tengjum þetta við sólarupprás, birtu og allt sem þessum góða lit fylgir. Burt með ofbeldi,“ segir Svanhildur.

VIÐTAL Páll Ketilsson pket@vf.is


GrĂŚnalaut 8

www.bygg.is


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

BÓK FYRIR JÓLABARNIÐ Í OKKUR ÖLLUM framkvæma það sem ég er að skapa. Ég er með mörg járn í eldinum, sem næra hvert annað. Ég kann vel við fjölbreytnina, að fara úr því að búa til bók yfir í flugfreyjubúninginn og úr fluginu í að kenna söng hjá Demetz. Föndrið, að skapa með höndunum, hefur alltaf fylgt mér og það vita þeir sem þekkja mig. Af þeirri ástæðu var ég beðin um að gera stutta föndurseríu fyrir RÚV jólin 2016, þátt sem þeir nefndu Jólin með Jönu Maríu, sem var ótrúlega skemmtilegt. Konurnar hjá bókaútgáfunni Sölku sýndu hugmyndinni um jóladagatalsbók einnig áhuga og vildu gefa út bók um þennan jólaundirbúning minn sem fram fer á aðventu. Töfrandi jólastundir nefnist bókin og er dagatal fyrir desember sem gefur hugmyndir um hvað sé hægt að gera alla daga fyrir jól,“ segir Jana María og brosir, greinilega spennt að sjá bókina þegar hún kemur úr prentun.

Jana María Guðmundsdóttir er söng- og leikkona og er sífellt að skapa. Hún er fædd á þjóðhátíðardegi Íslendinga, er ein af Keflavíkurdætrum, einstaklega hæfileikarík og skapandi ung kona. Fyrstu skrefin á sviði steig hún í kjallara Myllubakkaskóla, á litla leiksviðinu þar, þegar hún tók þátt í leiklistarnámskeiðum og foreldrasýningum skólans. Jana María getur svo margt, er svo einstaklega fjölhæf. með Jönu Maríu fyrir Krakka RÚV og hefur leikið í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar og starfar sjálfstætt sem leikkona og framleiðandi.

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

BERGÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR frá Háteigi, Garði,

lést á Hrafnistu Nesvöllum, sunnudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, mánudaginn 25. nóvember kl. 15. Anna Magnea Björgvinsdóttir Jósep Benediktsson Ólafur Björgvinsson Magnús Björgvinsson Hulda Matthíasdóttir Inga Jóna Björgvinsdóttir Freymóður Jensson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma,

EVA KOLFINNA ÞÓRÓLFSDÓTTIR Víkurhópi 25, Grindavík,

lést miðvikudaginn 6. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alma S. Guðmundsdóttir Kári Guðmundsson Axel R. Guðmundsson Sigríður L. Tómasdóttir Anton K. Guðmundsson Rebekka Ó. Friðriksdóttir Kristinn B. Þórólfsson og barnabörn.

VIÐTAL

Hún lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík, leiklist í Royal Conservatoire í Skotlandi og handritaskrif í New York og Odense. Hún gerði Jólin

Bókin getur sameinað fólk á öllum aldri

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Hún hefur haldið tónleika og sungið margvíslega tónlist; klassík, djass, íslensk dægurlög, popp og söngleiki á Íslandi og erlendis. Jana María gaf út sína fyrstu breiðskífu, FLORA, haustið 2017 með eigin lögum og textum. Nú kennir hún söngleiki hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og heldur áfram að skapa skemmtileg verkefni með því að skrifa, syngja, leika, framleiða, búa til eitthvað í höndunum og ferðast um heiminn. Jana María býr í Reykjavík en kemur oft í gamla bæinn sinn, bæði til að heimsækja fjölskyldu og vini. Hún tekur að sér verkefni fyrir brúðkaup, jarðarfarir eða skemmtir við alls kyns tækifæri.

Töfrandi stundir á aðventu fyrir börnin

Við hittumst einn fagran vetrarmorgun í kaffihorni bókabúðarinnar Penninn Eymundsson við Krossmóa. Jana María mætti geislandi glöð í viðtalið eins og hennar er von og vísa, enda einstaklega jákvæð manneskja. Tilefnið var að ræða um bók sem daman sú var að skapa fyrir börn á öllum aldri og bókaútgáfan Salka gefur út, fyrsta bók höfundar. „Ég starfa einnig sem flugfreyja en það er aukastarfið mitt,“ segir Jana og hlær, „því það gefur mér frelsi til að

Jana María hefur alltaf haldið mikið upp á jólin en henni er einnig annt um börnin, að þau upplifi fallega og notalega aðventu á meðan þau bíða eftir jólum. Bókin er einmitt hugsuð til þess að gefa börnum nútímans frið frá tækninni og leyfa þeim að vinna með höndunum, skapa eitthvað fallegt fyrir jól. „Ég er einstaklega mikið jólabarn. Heildarhugsun mín með bókinni var að búa til stað fyrir börn til að skapa fyrir jólin, gefa þeim hugmyndir fyrir hvern dag á aðventunni, frá 1. desember. Bókin er þannig útbúin að hún getur nýst ár eftir ár því ekki á að klippa blaðsíðurnar úr henni. Að börn, jafnvel unglingar og fjölskyldan öll, sleppi símanum, setjist niður og búi til eitthvað fallegt á aðventu. Bókin gefur fullt af hugmyndum og hvetur börn frá sex ára og upp úr til að búa til með höndunum, verkefnin eru bæði einföld og flókin en þar geta hinir fullorðnu komið inn í. Að nota það sem er í kringum þau, endurnýta, búa til gjafir, skapa. Bókin hjálpar þeim að vera í núvitund en það er það sem gerist þegar við erum að skapa. Bókin er byggð á ljósmyndum og hugmyndatexta, góðum ráðum og hugmyndum fyrir lengra komna. Ég sé notkunarmöguleika bókarinnar einnig til að tengja fólk saman, börn við foreldra eða afa og ömmu. Bókina geta börn einnig dundað sér við, gert verkefnin sjálf og ein. Mér finnst

þörfin fyrir samveru vera sterk, sérstaklega núna á okkar tímum þegar margir eru einangraðir í símanum sínum. Fólk vex í samskiptum við hvert annað þegar það er saman og það er líka svo miklu skemmtilegra en að hittast í símanum. Þá fáum við líka annað sjónarhorn á hvort annað, þegar við sjáumst og erum saman. Ég sé kynslóðirnar saman með þessa bók, börn og unglingar, mömmur og pabbar, ömmur og afar. Allir hafa gaman af því að skapa eða að hjálpa litlum höndum að skapa,“ segir Jana María, létt og brosir.

Kerti og spil, epli og mandarínur

Allsnægtir flæða alla daga ársins. Sumum finnst við borða og lifa eins og það væru jól alla daga því við höfum það svo gott. Kannski væri sniðugt að umturna jólum nútímans og breyta þeim úr kaupæði yfir í nægjusemi. Heiðra þannig á jólum formæður og forfeður okkar, rifja upp einfaldleika fortíðar, búa til gamaldags jól eins og þegar amma og afi voru ung. Hugmynd? „Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma og fólk á nóg af öllu í dag. Við verðum að skilja hvernig það var að fá kerti og spil í jólagjöf á árum áður, þegar amma og afi voru lítil. Það þykir kannski ekki merkileg gjöf í dag en þessi gjöf gaf samt ótalmargar stundir við spil. Eða þegar eina nammið um jól voru epli og svo seinna líka mandarínur. Nú flæðir allt af mat og sælgæti. Þess vegna set ég viljandi kafla í bókina sem tengist Þorláksmessu, þegar mamma og pabbi eru upptekin úti í bæ að versla fyrir jólin, að barnið fari á meðan til ömmu og afa að spjalla um jólin og til dæmis rifja upp jól í gamla daga. Bókin gefur börnunum hugmynd um hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir jólin, á hverjum degi á aðventu er ný hugmynd í bókinni og á Þorláksmessu er þessi með eldri borgara og börnin. Tíminn er í raun besta gjöfin sem við gefum hvoru öðru. Alls konar hugmyndir finnast í bókinni, til dæmis hvernig hægt er að búa til spil og útbúa jólagjafir, gefa heimagerða gjöf. Það má skrifa sögu eða ljóð og skreyta fallega til að gefa í jólagjöf. Fleiri skapandi forvitnilegar hugmyndir finnast í bókinni. Bókina má nota aftur og aftur, ár eftir ár. Mig hefur lengi langað að gefa út svona bók fyrir jólin og nú er draumurinn orðinn að veruleika,“ segir Jana María Guðmundsdóttir og við óskum henni til hamingju með afraksturinn. Jana María verður í versluninni Penninn/Eymundsson í Reykjanesbæ, að árita bókina sína, fimmtudaginn 28. nóvember frá klukkan 17 til 19. Allir velkomnir!

FUNDARBOÐ Aðalfundur Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ verður haldinn að Hafnargötu 2a (Svarta Pakkhús) mánudaginn 25. nóvember næstkomandi kl.20.00

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og einlægur vinur

ÁRNI Þ. ÞORGRÍMSSON, fv. flugumferðarstjóri

lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þann 18. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Árnadóttir Árni Árnason Þorgrímur St. Árnason Ásdís María Óskarsdóttir Eiríka G. Árnadóttir Þórður M. Kjartansson Ragnheiður Elín Árnadóttir Guðjón Ingi Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn Emilía Ósk Guðjónsdóttir

Dagskrá aðalfundar: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Félagar vinsamlegast takið kvöldið frá, fjölmennið á fundinn og takið með ykkur gesti. Áhugafólk um myndlist og langar að ganga í félagið eru hjartanlega velkomin. Boðið verður upp á jólaglögg og piparkökur á fundinum. Stjórn FMR


ALLAR VÖRUR*

Á S N I AÐE G A D U T M FIM LT L A D N A L M U 9 1 . L K L OPIÐ TI

Komdu og gerðu betri kaup Gildir einnig í vefverslun husa.is

Gildir ekki af vörum í timbursölu Gildir ekki af tilboðsvörum, WEBER grillum og Philips Hue vörum * Gildir ekki af vörum merktum „lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“ * *

Tax free tilboð jafngildir 19,35% afslætti af almennum vörum og 9,91% af matvörum. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

Tax F Einnig ree a jólalj f seríu m, ósum jólav og föstu örum laug dag til arda gs


14

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

Það hefur alltaf verið mikill bílaáhugi á Suðurnesjum – segir Sverrir Gunnarsson hjá Bílakjarnanum og Nýsprautun sem hefur tekið við söluumboði og þjónustu fyrir Heklu á Suðurnesjum

Sverrir fékk þaulreyndan bílasala, Erling Hannesson, til liðs við sig í Bílakjarnann.

Sverrir tekst á við nýja áskorun á tuttugu ára afmæli Nýsprautunar. VF-myndir/pket.

Sverrir gerði nýlega samstarfs- og þjónustusamning við bílaumboðið Heklu um sölu á bílum, varahlutum og þjónustu á vörumerkjum þeirra og keypti af því glæsileg húsakynni sem hýsa bílasölu með stórum sýningarsal og þjónustuverkstæði. Bílasalan verður undir nafninu Bílakjarninn, Nýsprautun mun sinna verkstæðisþjónustunni á vörumerkjum Heklu en einnig bjóða öðrum aðilum verkstæðisþjónustu. Nýsprautun mun halda áfram á „gamla“ staðnum með bílamálum og réttingar. Móttaka fyrir bæði fyrirtækin verður á nýja staðnum, í „gamla“ Hekluhúsinu sem er án efa glæsilegasta byggingin á bílasölusvæðinu á Fitjum. Hvað fær menn til að stækka við sig og bæta við verkefnum en Sverrir hefur verið farsæll í rekstri Nýsprautunar í tuttugu ár?

Gera betur og stækka

„Ætli það sé ekki löngun til að stækka, dafna og gera betur. Það er þó nokkuð síðan að eigendur Heklu leituðu til mín en nú fannst mér rétti tíminn og ætla því að skella mér í smá útrás,“ segir Sverrir. Hekla er eitt þekktasta bílaumboð landsins og er með fjögur stór merki í bílaheiminum: Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsbishi. Eftir yfirtöku á umboðinu verða starfsmenn fyrirtækjanna tveggja fimmtán talsins. „Ég trúi því að Heklubílar eigi mikið inni á Suðurnesjum þó svo að þeir hafi verið nokkuð vinsælir á Suðurnesjum. Ég vona að heimamenn taki okkur vel. Markmiðið er að þjónusta þá vel. Við verðum með gríðarlega gott úrval af nýjum en einnig notuðum bílum og þá munum við veita góða verkstæðisþjónustu sem er viðurkennd af

Ég hef mikla trú á svæðinu. Það er góður andi hérna. Þó finnst mér stundum menn tala svæðið óþarflega niður ... ábyrgðardeild Heklu,“ segir Sverrir sem er lærður bifvélavirki. Hann byrjaði snemma að vinna við bíla eftir að hafa lært iðnina hjá Íslenskum aðalverktökum. Þaðan lá leiðin í rekstur bílaverkstæðis og málunar árið 1999 í Grófinni 7 í Keflavík undir merkjum Nýsprautunar með Magnúsi Jónssyni en þeir höfðu kynnst í lögreglunni 1996 þar sem þeir störfuðu saman um tíma. Sverrir keypti félaga sinn

Sverrir með starfsmönnum sínum í Nýs prautun.

VIÐTAL

„Það er gaman og áskorun að taka ný skref á tímamótum eins og tuttugu ára afmæli fyrirtækisins. Ég hlakka til en eins og flestir fyrirtækjaeigendur vita þá snýst þetta um að þjónusta viðskiptavinina vel þannig að þeir vilji koma aftur. Það verður áframhaldandi markmið að bjóða alhliða bílaþjónustu en núna bætist við sala á nýjum og notuðum bílum,“ segir Sverrir Gunnarsson, eigandi Nýsprautunar við Njarðarbraut 15 á Fitjum í Njarðvík.

Páll Ketilsson pket@vf.is

út tveimur árum síðar og hefur rekið fyrirtækið síðan að Njarðarbraut 15 frá árinu 2005. Aðspurður um fyrirtækjarekstur segir Sverrir það vera krefjandi og lærdómsríkt en umfram allt skemmtilegt. Hann segist hafa verið heppinn með starfsfólk alla tíð en meðal starfsmanna er Sigurður J. Halldórsson, tengdafaðir hans, sem hefur haldið utan um bókhald og fjármál síðasta áratuginn.

tala svæðið upp og vera jákvæð. Annars getum við ekki ætlast til þess að aðrir geri það,“ segir hann. En hafa Suðurnesin ekki alltaf verið svolítið bílasvæði? „Jú, það hefur alltaf verið mikill bílaáhugi á Suðurnesjum. Það var oft talað um Keflavík sem bílabæ og ég held að það hafi ekki mikið breyst. Það er mikið af flottum bílum á svæðinu. Svo má ekki gleyma því að hvergi eru fleiri bílaleigur en þær hafa haft mikil jákvæð áhrif á viðskiptalífið á svæðinu undanfarin ár,“ segir Sverrir í Bílakjarnanum og Nýsprautun.

Trú á svæðinu

En hvað segir Sverrir um fyrirtækjarekstur og framtíð Suðurnesja? „Ég hef mikla trú á svæðinu. Það er góður andi hérna. Þó finnst mér stundum menn tala svæðið óþarflega niður. Við sem erum hér verðum að

Lionessu-konfektkransar Okkar árlega fjáröflun Lionessuklúbbs Keflavíkur er nú að fara af stað. Eins og undanfarin ár rennur allur ágóði til líknarmála. Síðastliðin 37 ár eða síðan Lionessur stofnuðu klúbbinn hafa margir Suðurnesjamenn, Velferðarsjóður og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og ýmis góð og áhugaverð mál notið góðs af fjáröflun Lionessa. Í ár er sælgætið frá blönduðum birgjum. Á næstunni munu Lionessur bjóða kransa til sölu og vonumst við til að fá jákvæð viðbrögð eins og undanfarin ár. Einnig er hægt að panta kransa hjá Ástu í síma 865-3775 Með fyrirfram þökk kæru Suðurnesjamenn

Fjölmenni mætti í opnunarteiti Bílakjarnans í glæsilegu húsnæði þess á Fitjum.


VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

15

VIÐTAL Páll Ketilsson

Kjartan Steinarsson og Ólafur O. Einarsson í nýja sýningarsalnum.

pket@vf.is

Gott að vera kominn aftur á Fitjarnar – segir Kjartan Steinarsson sem hefur flutt bílasöluna að Njarðarbraut á Fitjum í Njarðvík „Það er gott að vera kominn aftur á Fitjarnar. Hér er gott að vera með bílasölu. Ég þekki það frá fyrri tíma,“ segir Kjartan Steinarsson, eigandi bílasölunnar K. Steinarsson. Hann hefur flutt starfsemina að Njarðvíkurbraut 15 á Fitjum í Njarðvík, í húsnæði sem bílasalan Bernhard var síðast í. Kjartan og Guðbjörg, kona hans, hafa starfrækt bílasölu á þriðja áratug. Kjartan var umboðsmaður Heklu á sínum tíma en það breyttist í hruninu og hann flutti sig um set og tók við bílaumboðum frá Öskju og Suzuki. Reksturinn hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum, Kjartan er bjartsýnn á framhaldið og afar ánægður með að vera kominn í miklu stærra húsnæði og betri aðstöðu á Fitjum. Kia er orðin ein vinsælasta bílategundin á Suðurnesjum og segir Kjartan að það sé ýmislegt sem spili inn í þær vinsældir. Sjö ára ábyrgð eigi þar sinn þátt en svo hafa bílarnir líka reynst mjög vel og eru á góðu verði. K. Steinarsson er líka

með umboð fyrir Mercedes Benz og Suzuki. Þá munu Honda-bílar bætast í hópinn á næstu dögum en í nýja húsnæði K. Steinarsson voru einmitt Hondur seldar síðustu tvo áratugina. En hvað segir Kjartan um bílasöluna í ár? „Árið hefur verið aðeins rólegra en ég er samt mjög sáttur með gang mála og bjartsýnn á næsta ár. Ég hef góða tilfinningu fyrir framtíð Suðurnesja, hér eru miklir möguleikar og það er full ástæða til að vera bjartsýnn.“ Kjartan segir að fleiri bílar séu að koma rafdrifnir, ýmist „plug-in hybrid“ eða „hybrid“. „Rafmagnið er að koma meira og meira inn. Þetta er að gerast hægt og bítandi,“ sagði Kjartan.

Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi bílaleigunnar Blue Car færði Kjartani blómvönd í tilefni flutningsins.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200

TÍMABUNDIÐ LEYFI TIL SÖLU SKOTELDA Í SMÁSÖLU OG LEYFI TIL SKOTELDASÝNINGA

Athugið: • Umsóknaraðilar skila inn umsókn í síðasta lagi 29. nóvember 2019, til lögreglu að Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ. • Fylgigögn umsókna skulu berast slökkviliði viðkomandi sveitarfélags. • Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 29. nóvember 2019 verða ekki teknar til afgreiðslu. • Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur föstudaginn 20. desember 2019. • Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum leyfisbréf frá lögreglu. • Söluaðilar sæki leyfisbréf á lögreglustöðina við Hringbraut föstudaginn 20. desember 2019, kl. 09:00.

Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, föstudaginn 13. desember 2019 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs viðkomandi sveitarfélags.

Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2019 til og með 6. janúar 2020.

Gjald fyrir sölustað er kr. 6.000, skoteldasýningar er kr. 11.000 og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Athugið: kynningarfundur með væntanlegum umsækjendum verður haldinn þriðjudaginn 26. nóvember 2019, kl. 18:00 í húsakynnum Brunavarna Suðurnesja að Hringbraut 125, Reykjanesbæ. Reykjanesbær 21. nóvember 2019. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2019 til og með 6. janúar 2020. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum fyrir og eftir áramót 2019-2020, ber að sækja um slíkt leyfi til lögreglunnar á Suðurnesjum í síðasta lagi föstudaginn 29. nóvember 2019 fyrir kl. 15:00. Hægt er að nálgast umsóknirnar á logreglan.is og á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Víkurbraut 25. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda.


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg. UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Kjör eldri borgara og frítekjuuppbót Kjör eldri borgara eiga margt sameiginlegt með kjörum öryrkja. Í þessari grein fjalla ég um kjör eldri borgara en þessir hópar eiga það sannarlega skilið að fjallað sé um kjör þeirra og við finnum leiðir til að bæta lífsgæði þeirra og afkomu.

Frá afhendingu styrksins til Ljóssins.

Seldu bleikar herraslaufur í FS

Nemendur í textíldeild við Fjölbrautaskóla Suðurnesja saumuðu bleikar herraslaufur í tilefni af bleika deginum þann 11. október. Slaufurnar voru seldar og rann ágóðinn óskiptur til Ljóssins en Ljósið er stuðningsfélag fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Það var Anna Sigríður Jónsdóttir starfsmaður hjá Ljósinu sem veitti styrknum viðtöku en hann var 70.000 kr.

FSingur vikunnar

Að skoða Reddit memes er áhugamálið

Umsjónarmenn: Ásta Rún Arnmundsdóttir og Birgitta Rós Jónsdóttir

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Discord, Snapchat, Spotify. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ekki jafn strangt mætingakerfi. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?…. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Rannsóknarlögreglumaður í Bandaríkjunum. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Fólk er brjálaðra en það sýnir.

Ef við ætlum að bæta kjör þeirra 3000 eldri borgara sem lakast hafa kjörin og draga fram lífið á

Frítekjuuppbót

Hvernig bætum við þá sem draga fram lífið á strípuðum lífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun Ríkisins? Hvernig hljómar það að sá hópur fái launauppbót, frítekjuuppbót sem nemur upphæð frítekjumarks lífeyrisgreiðslna eða fjármagnstekna, nú 25.000 kr. á mánuði? Mér sýnist að það geti verið sanngirnismál en frítekjumörk hækka skerðingarmörkin á lífeyri Tryggingastofnunar. Lægstlaunaði hópurinn héldi þá í við þá sem njóta frítekjumarks í stað þess að bilið á milli þeirra aukist. Þessi hugmynd er allavega leið til að hækka þá sem lægstar hafa lífeyrisgreiðslurnar frá Tryggingastofnun án þess að þær greiðslur færu upp allan stigann. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

GYLLIBOÐ? Uppáhalds... ...kennari? Bogi Ragnarsson. ...skólafag? Afbrotafræði. ...sjónvarpsþættir? Arrow. ...kvikmynd? e Christmas. The Nightmare Befor ...hljómsveit? King 810. ...leikari? Ryan Reynolds.

1. 2. 3.

4. 5. 6.

8.

allt í kollinum á okkur

þá minni ég sjálfa mig á að eftir því sem að afsökununum fjölgar, þeim mun meira þarf ég á því að halda að drífa mig á æfinguna. Þetta byrjar allt í kollinum á okkur, með einni hugsun og við ein getum breytt hugsunum okkar. Það er svo magnað. Þannig að ef að þú ert að berjast á móti því að byrja að æfa eða að drífa þig á æfingu, þá er bara málið að breyta hugsun þinni. Þá finnst mér líka oft gott að hvetja

Forsíðufrétt Víkurfrétta í síðastliðinni viku bar yfirskriftina: „GYLLIBOÐ TIL BÆJARBÚA ÞJÓNA ENGUM TILGANGI“. Til þess að halda til haga málflutningi okkar sjálfstæðismanna viljum við ítreka eftirfarandi punkta sem allir komu fram í umræðum um okkar tillögu á síðasta bæjarstjórnarfundi:

7.

HVATNINGIN: Þetta byrjar

Ég nenni ekki að hreyfa mig eða fara á æfingu. Kannast einhver við þetta? Ég er búin að stunda líkamsrækt í mörg ár og alltaf annað slagið kemur upp í huga mér að ég nenni ekki á æfingu. En hvað geri ég þá? Ég reyni eftir bestu getu að hugsa sem minnst og nota slagorð NIKE: „Just do it!“ og dríf mig á æfingu áður en afsökunum fjölgar í kollinum mínum, um það af hverju ég ætti nú ekki að fara á æfingu. Ef afsökununum fer að fjölga

Það eru ekki margir dagarnir sem ég er ekki minntur á kjör eldri borgara og hvað betur mætti fara til að bæta afkomu þeirra sem lakast hafa það. Ég ætla ekki að ræða hvað hefur verið gert, eða taka samanburð, sýna súlurit eða annað sem flestir hafa fengið nóg af. Það finnst nefnilega flestum að ekkert hafi verið gert. Það er líka rangt. Flest samtölin hefjast með því að sagt er. „Á ekkert að gera til að bæta kjör eldri borgara?“ Og ég spyr: „Hvað viltu að verði gert?“ Nær allir segja, það þarf að hækka frítekjumörkin og engar skerðingar. Bætir það stöðu þeirra eldri borgara sem lökust hafa kjörin? Nei, það gerir það ekki enda ekkert til að nýta frítekjumörkin, hvorki launa-, lífeyris- eða fjármagnstekjur.

Hækkum gólfið

Elvar Ólafsson segist vera hávær 18 ára Íslendingur sem stundar nám á félagsfræðibraut. Hann segir helsta kost FS vera Skittlez-hópinn. Hvað heitirðu fullu nafni? Elvar Ólafsson. Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut. Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Frá Íslandi og er átján ára. Hver er helsti kostur FS? Skittlez-hópurinn. Hver eru áhugamálin þín? Skoða Reddit memes. Hvað hræðistu mest? Snáka. Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Olivia Ruth því hún er ótrúlega hæfileikarík á píanóinu og fiðlu og að syngja og í 100 öðrum hlutum. Hver er fyndnastur í skólanum? Það er hann Einar Sveinn Vilmundarson. Hvað sástu síðast í bíó? Joker „Við búum í samfélagi“ (2019) Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Betra verð á vörum. Hver er helsti gallinn þinn? Ég er hávær. Hver er helsti kostur þinn? Ég kann að gera óþægilegt ástand fyndið.

Á ekkert að gera?

strípuðum bótum þá hækkum við gólfið hjá þeim hópi. Það einfaldlega eykur mismun á milli hópa ef við eingöngu hækkum frítekjumörkin. Það bætir kjör þeirra sem eiga lífeyrissjóð, hafa fjármagnstekjur eða hafa starfsorku og eru á vinnumarkaði. Þeir sem hafa ekkert af þessu sitja einfaldlega alltaf eftir. Er ég þá ekki að segja að allir í þeim hópum sem ég nefndi hafi það svo gott, öðru nær.

sjálfa mig, segja til dæmis enska orðið „YES“ með áherslu.

Gangi þér vel og mundu að: „U CAN DO IT! YEEESSS!“ Guðbjörg Jónsdóttir Lífsstílsleiðbeinandi Herbalife Hlaupastílskennari ÍAK-einkaþjálfari 24FitCampCoach Þýskukennari

Fasteignaskattar reiknast út frá fasteignamati. Í ár hækkar matið mest í Reykjanesbæ eða um 37,7%. Fasteignagjald samanstendur af fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi og sorpgjaldi. Gjöldin hafa verið hæst í Reykjanesbæ þrjú ár í röð. Fasteignamat á Akureyri er hærra en í Reykjanesbæ samt eru gjöldin þar mun lægri. Gjöldin í Grindavík eru 57% af gjöldunum hjá okkur. Meirihlutinn í Reykjanesbæ lækkaði álagningarprósentuna á síðasta ári eftir eftirfylgni sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Það var gott skref en betur má ef duga skal. Tekjur bæjarins á næsta ári eru áætlaðar rúmir fimmtán milljarðar.

Það er mjög einkennilegt að ráðast í stjórnskipulagsbreytingar upp á vel á annað hundrað milljónir króna, byggja einn dýrasta grunnskóla landsins upp á rúma 4 milljarða króna og setja 250 milljónir í heita potta og rennibraut en á sama tíma kalla tillögu um 100 milljón króna lækkun á tekjum frá fasteignasköttum gylliboð. Tekjur til Reykjanesbæjar af fasteignasköttum eru að hækka enn og aftur upp í 1.800.000 milljónir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og

9.

10. 11. 12.

13.

Tillögur okkar eru hógværar og nema um 0,7% af heildartekjum og þarft skref til að mæta gríðarlegri hækkun fasteignamats. Hin svokölluðu Magma-bréf færa bænum rúma 4 milljarða sem ekki var gert ráð fyrir. Reykjanesbær er því að fara aftur undir 150 prósenta skuldaviðmið mun fyrr en áætlað var. Stjórnskipulagsbreytingar meirihlutans sem við höfum gagnrýnt mjög eru bæði kostnaðarsamar, illa útfærðar og til þess fallnar að auka báknið. Fasteignaskattur er íþyngjandi kostnaðarauki fyrir almenning og fyrirtæki og kemur niður á samkeppnishæfni sveitarfélagsins.

hafa vaxið um 53% frá 2015 eða um 630 milljónir króna. Bæjarbúar hafa aldeilis fundið fyrir því og ítrekað kallað eftir aðgerðum. Sjálfstæðismenn lögðu því fram tillögu um 100 milljón króna lækkun í fjárhagsramma skatttekna í drögum að fjárhagsáætlun fyrir 2020. GYLLIBOÐ? Ríkharður Ibsen, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

17

FÓLK SYNGUR SIG Í HAMINGJUGÍRINN Hlöðupartý á Snæfjallaströnd.

Söngfélagið Uppsigling heima hjá Ellu og Óla. Hluti af hópnum hitti blaðakonu Víkurfrétta.

Söngfélagið Uppsigling er hópur karla og kvenna, á öllum aldri, sem hittist og syngur saman annan hvern föstudag yfir veturinn. Ekki er krafist neinnar söngkunnáttu heldur að fólk hafi gaman af söng því í þessu söngfélagi syngur hver með sínu nefi. Þeir fyrrum kennararnir við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Ólafur Sigurðsson og Þorvaldur Árnason, byrjuðu á þessum félagsskap árið 1995 þegar þeir kenndu saman við FS. Báðir spila þeir á gítar og hafa gaman af söng. Þorvaldur og Heiða, konan hans, höfðu verið í svipuðum félagsskap í Reykjavík áður. „Okkur Þorvaldi þykir gaman að spila og syngja en Þorvaldur kann ógrynni af lögum, það má segja að hann kunni allt. Við vorum fyrst að syngja með samkennurum okkar í partýjum og svona en svo langaði okkur að búa til félagsskap í kringum þetta og létum orðið berast,“ segir Ólafur. „Já, ég kom inn í þennan sönghóp ári seinna, þegar við Óli kynntumst,“ segir Elín Jakobsdóttir, eiginkona Ólafs. „Svo auglýstum við stundum í Suðurnesjatíðindum í upphafi, þegar við vorum að byrja. Nafnið, Uppsigling, kom ósjálfrátt því nýr sönghópur var í uppsiglingu með þessu framtaki okkar,“ segir Ólafur.

Allir velkomnir að vera með

„Ég kom inn í þennan félagsskap árið 1998 en ég hafði verið að spila með Grænum vinum og átti stóra söngmöppu þar sem öllu er raðað, í röð og reglu með blaðsíðutali og gítargripi með hverju lagi. Það er mikil vinna að setja saman svona söngmöppu með blaðsíðutali í einn pakka. Svanhildur Pálmadóttir, konan mín, hjálpaði til við uppsetninguna því hún er íslenskumanneskjan í hópnum. Allt eru þetta textar á ís-

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

VIÐTAL

Vildu syngja með fleirum

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

lensku merktir höfundum. Við erum búin að setja upp 160 blaðsíður með 500 sönglögum. Mappan er aldrei fullskrifuð. Við erum með eina stóra almenna möppu, sérstaka jólamöppu og einnig heimsóknarmöppu sem við notum þegar við förum í heimsóknir á stofnanir til dæmis,“ segir Sigurður Ámundason. „Við hittumst tvisvar í mánuði, annað hvert föstudagskvöld klukkan átta og yfirleitt í Skátaheimilinu við Hringbraut í Keflavík. Þá höfum við farið á sjúkrahúsið og Hlévang, í Vogana og Grindavík til að syngja fyrir eldri borgara. Í Vogum höfum við sungið saman á kránni Jóa sterka,“ segir Elín. „Fyrirkomulagið er þannig þegar við hittumst að hver og einn velur sér lag úr möppunni til að syngja með hópnum. Við syngjum þessi lög fyrir hlé og þá er pása, kaffi og eitthvað með því. Það er líka nauðsynlegt að fá að spjalla saman og kynnast betur. Stundum er meira kruðerí og stundum minna með kaffinu, það fer eftir því hvort einhver bakaði köku eða ekki. Umfram allt er þetta heilbrigð söngstund án áfengis,“ segir Þorvaldur. „Þetta er rosa gaman. Hljóðfærin eru allskonar, sumir koma með gítar, aðrir mandólín eða trommu, harmonikku og þá eru einnig hristur. Það er mikið fjör þegar fólk kemur saman og syngur. Við förum stundum í ferðalag saman og síðastliðið sumar fórum við í söngferðalag vestur í Ísafjarðar-

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

djúp. Þá hefði Ásgeir Ingvarsson, söngvaskáld, orðið 100 ára en hann var af Snæfjallaströnd. Þar sungum við meðal annars um tuttugu lög og texta eftir Ásgeir í Dalbæ,“ segir Elín.

Gott fyrir sálina að syngja

„Það er gaman að syngja. Þetta er geðlyfið okkar og gleðipilla. Aldurinn

Við hittumst tvisvar í mánuði, annað hvert föstudagskvöld klukkan átta og yfirleitt í Skátaheimilinu við Hringbraut í Keflavík ... hefur hækkað í hópnum, því eðlilega eldumst við sem stofnuðum söngfélagið, en samt er sá yngsti sem syngur og spilar með okkur 22 ára. Sumir gamlir félagar eru horfnir á braut en við höfum sungið í jarðarförum gömlum félögum til heiðurs,“ segir Ólafur.

„Við erum á öllum aldri. Það er engin söngprófaður heldur eru allir velkomnir að vera með í Uppsiglingu. Málið er að syngja saman. Svo gott að mæta í þennan hóp á föstudagskvöldi, finna hvernig þreytan líður úr manni eftir söngstundina,“ segir Sigurður. „Já, maður kemst í hamingjugírinn við að syngja,“ segir Elín. „Næsta söngkvöld hjá okkur er föstudaginn 22. nóvember kl. 20:00 í samkomuhúsinu Höfnum en við breytum stundum til og hittumst annars staðar. Þetta er í gamla skólanum. Það verður heitt á könnunni og kruðerí. Allir velkomnir,“ segir Óli hress og vonast eftir góðri mætingu. Allt í einu brestur hópurinn í söng og stofan lifnar við heima hjá Ellu og Óla, sem buðu blaðakonu á þennan kynningarfund. Frábært að hlusta á fólkið syngja.

VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK

Við óskum eftir starfsmanni Við leitum að jákvæðum og röskum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfniskröfur

Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

Jákvæðni og rík þjónustulund

Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun

Hæfni í mannlegum samskiptum

Umhirða búðar

Almenn tölvukunnátta

Reynsla af verslunarstörfum er kostur

Starfshlutfall er 93,8%.

VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK ÓSKAR EINNIG EFTIR STARFSMANNI Í TÍMAVINNU Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist. Umsóknarfrestur er til og með 2. desember nk. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Nánari upplýsingar: Guðlaug Íris Margrétardóttir – grindavik@vinbudin.is, 426 8787 og Thelma Kristín Snorradóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700. Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.

ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.


18

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

Hláturkrampi í troðfullu Frumleikhúsi

Ég þurfti nú bara að klípa á mér handarbakið og minna mig á að leikararnir á leiksviði Frumleikhússins væru áhugaleikarar þegar ég sat og horfði á leiksýninguna Fló á skinni hjá Leikfélagi Keflavíkur. Slík voru tilþrifin og hæfileikar þessa leikhóps. Vá hvað þau voru góð! Sýningin var stórkostleg, vægt til orða tekið, tær snilld. Ég skemmti mér konunglega og mér heyrðist á hlátrasköllum gesta að fleiri voru að veltast um af hlátri í salnum. Í hléinu talaði fólk um að það væri komið með harðsperrur í magann af hlátri. Leikfélag Keflavíkur er síungt áhugaleikfélag sem hefur alið upp frábæran leikhóp í gegnum árin. Þetta er öflugt leikfélag sem gleður áhorfendur vor og haust með sýningum sem hafa þótt með þeim betri á landinu. Hvers vegna? Jú, því fólkið sem stendur á bak við Leikfélag Keflavíkur er dugnaðarforkar sem elskar að skapa blómlegt menningarlíf á Suðurnesjum og þau sem taka þátt leggja sig fram um að gera

hlutina vel. Þrefalt húrra fyrir þeim öllum! Karl Ágúst Úlfsson leikstýrði Fló á skinni og það er óhætt að hrósa honum fyrir góða leikstjórn því honum tókst að kalla fram grínleikarann í öllu þessu frábæra fólki sem tók þátt í farsanum góða. Ekki skal gleyma að þakka öllum þeim sem vinna baksviðs því ein leiksýning þarf á öllu þessu hæfileikafólki að halda. Áfram Leikfélag Keflavíkur – Vel gert! marta@vf.is

Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar Reykjanesbær leitar að öflugum safnstjóra fyrir Listasafn Reykjanesbæjar. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, skipulagður og býr yfir gagnrýnni hugsun. Viðkomandi þarf að vera skapandi og hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Helstu verkefni • Mótar stefnu um starfsemi safnsins • Skipuleggur og sinnir daglegum rekstri • Stýrir undirbúningi og uppsetningu á sýningum • Sér um umsýslu og útlán safngripa • Þáttaka í stefnumótun málaflokksins • Markaðssetning og samvinna við aðrar stofnanir

Umsóknarfrestur er til 3. desember 2019.

Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Víðtæk þekking á innlendri og alþjóðlegri myndlist • Góð þekking á stjórnun og rekstri • Sannfærandi stjórnenda- og leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni • Þekking og reynsla á markaðsstörfum er mikill kostur • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku • Góð tölvufærni

Umsóknum er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Listasafn Reykjanesbæjar starfar eftir safnalögum og telst viðurkennt safn í samræmi við skilyrði safnaráðs. Safnið er staðsett í Duus safnahúsum og skipar mikilvægan sess í menningarlífi bæjarins. Gildi Reykjanesbæjar eru framsækni, virðing og eldmóður og viljum við að nýr safnstjóri endurspegli þá eiginleika. Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is

Skáldaskápur – nýtt ljóðaverkefni Listaverkefnið Skáldaskápur var formlega opnað laugardag 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Það er hugarfóstur listamannsins Gunnhildar Þórðardóttur sem nýlega gaf út sína fimmtu ljóðabók Upphaf – Árstíðaljóð en nýlega vann hún til ljóðaverðlaunanna Ljósberinn. Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa Suðurnesja til þess að semja ljóð, smásögur, vísur, kvæði og efla skapandi skrif. Verkefnið er samfélagslegt þar sem allir íbúar óháð kyni, aldri, þjóðerni og tungumáli eru hvattir til þess að taka þátt. Verkefnið verður þess vegna auglýst á þremur tungumálum íslensku, ensku og pólsku. Í hverjum mánuði verður auglýst eftir skrifuðu efni með nýjum áherslum og eru íbúar beðnir um að senda það á netfangið: skaldaskapur@gmail.com. Ljóðin verða svo sýnd í sérstökum skáp sem er staðsettur í Bókasafni Reykjanesbæjar en skápurinn mun einnig koma til með að ferðast um Suðurnesin yfir árið. Hægt verður að fylgjast með viðburðum á Facebook-síðu Skáldaskáps. Að þessu tilefni mun Skáldaskápur kynna til leiks ljóðskáldið Eygló Jónsdóttur sem er úr Vogunum en hún er rithöfundur og ljóðskáld. Eygló er fædd í Hafnarfirði en býr í Vogunum og starfar sem framhaldskólakennari við Flenborgarskóla í Hafnarfirði. Hún lauk meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands og hefur sent frá sér tvær ljóðabækur, smásögur, barnabók og skrifað fjölda greina í blöð og tímarit. Hún er í ritnefnd tímaritsins Mannúð. Ljóðabók hennar Áttun kom út á síðasta ári og á næsta ári mun útgáfufélagið Bókabeitan gefa út smásögusafn hennar. Ljóð hennar

tengjast ekki síst náttúrunni, landinu, hafinu. Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006 og mun ljúka diploma í listkennslu við LHÍ í árslok. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, SÍM-salnum, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Norræna húsinu, Listasafni Reykjanesbæjar, 002 gallerí og í Tate Britain. Þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

NOTAÐU KÓÐANN TIL AÐ FINNA SKÁLDASKÁP Á FACEBOOK


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.

Alltaf verið draumur að spila með landsliðinu

Alexander og Marc með Árna Þór formanni knattspyrnudeildar UMFN.

Hvalreki til Njarðvíkinga í fótboltanum Annarar deildarlið Njarðvíkur í knattspyrnu hefur fengið tvo sterka leikmenn til sín fyrir næstu leiktíð en liðið féll sem kunnugt er úr Inkassodeildinni eftir tvö ár þar. Þeir Marc McAustland og Alexander Magnússon munu leika í græna búningnum næsta tímabil.

-segir Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður með Víkingi í Noregi. Samúel kom inn á gegn Moldóvu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. „Það hefur verið draumur siðan ég byrjaði fyrst i fótbolta að spila með landsliðinu og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það og stoltur að hafa fengið tækifærið,“ segir Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu en hann kom inn í landsleik Íslands gegn Moldovu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu síðasta sunnudag. Samúel hefur leikið níu landsleiki auk fjölda leikja með yngri landsliðunum en þetta var í fyrsta sinn sem hann leikur með liðinu í svona stórum leik í undankeppni stórmóts. Hann segir að það hafi verið sérstakt og mjög fallegt þegar stúlknakór söng þjóðsöng Íslands fyrir leikinn gegn Moldóvum en að sama skapi sérstakt að upplifa það gegn 50 þúsund Tyrkjum sem höfðu hátt á meðan íslenski þjóðsöngurinn var fluttur. Það hafi verið vanvirðing. En hvað segir Samúel um leikinn gegn Moldóvu? „Leikurinn var fínn. Við spiluðum ágætlega en hefðum getað klárað þetta fyrr en það bara datt ekki með okkur. Þrátt fyrir það þá náðum við á endanum að skora annað markið og vinna leikinn. Það var fyrir mestu.“ Er mikill munur að vera í keppni með landsliðinu eða félagsliðinu? „Í rauninni er ekki mikill munur á

því þar sem það er yfirleitt persónubundið hvernig þú undirbýrð þig fyrir leik, sérstaklega andlega. Aftur á móti æfingalega séð og allt í kringum það er alltaf munur. Við erum með frábært starfsmannateymi í landsliðinu sem gerir allt upp á tíu og því er mikið að þakka hvernig liðinu hefur gengið undanfarin ár.“ Samúel var lánaður frá norska liðinu Valerenga til Víkings í norsku úrvalsdeildinni fyrir þetta keppnistímabil. Keflvíkingurinn er ánægður í Noregi en markmiðið sé að komast í stærri deild. „Það hefur gengið frábærlega hjá okkur. Við erum að berjast um 4. sætið núna til þess að ná Evrópusæti. Ég hef spilað hvern einasta leik og ekki skemmir það fyrir að við erum komnir i bikarúrslit. Sá leikur veður 8. desember. Bikarinn er það stærsta í Noregi og það er eitthvað sem maður gleymir aldrei.“

19

En gerir þú þér vonir um að komast til annars og stærra liðs? „Ég fékk nokkur tilboð í sumar til þess að fara burt en það gekk ekki í gegn. Glugginn opnast aftur núna í janúar og við sjáum til hvað gerist þá.“

Marc McAusland er þrjátíu og eins árs Skoti sem hefur leikið hér á landi síðan 2016 með Keflavík og nú síðast með Grindavík. Marc á að baki 41 leik í efstu deild, 43 leiki í næst efstu deild ásamt 7 leikjum í Bikarkeppni. Hann verður spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Alexander er þrjátíu ára gamall uppalinn leikmaður hjá Njarðvík og á hann 51 leik með meistarflokki á árunum 2007 til 2009. Ásamt því að spila mun Alexander sjá um styrktarþjálfun fyrir meistara og 2. flokk deildarinnar. Alexander lék með Kórdrengjum sl. sumar. „Það er ljóst að um hvalreka er að ræða fyrir félagið og bindum við

miklar vonir við þá félaga. Það er með stolti sem við bjóðum Marc og Alexander velkomna í Njarðvík sagði Árni Þór Ármannsson formaður deildarinnar eftir að samningar voru undirritaðir,“ á heimasíðu UMFN. Margir keflvískir áhagendur voru mjög óánægðir með að fá ekki McAusland til liðsins en hann hefur verið að þjálfa yngri flokka hjá félaginu en hann lék síðasta með Keflavík í Pepsi-deildinni árið 2018. Hann er öflugur varnarmaður og margir áhagenda liðsins sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum kvörtuðu sáran og skildu ekkert því að hann kæmi ekki aftur til Keflavíkur.

ÍSLANDSMÓT Í SVEITAKEPPNI Um helgina fór fram sveitakeppni Júdósambands Íslands. Þrjú ung lið af Suðurnesjum kepptu í flokki 11–14 ára, tvær sveitir úr Njarðvík og ein úr Vogunum. Stúlknasveit UMFN varð önnur í sínum flokki og drengjasveit Þróttar krækti í þriðja sætið í sínum flokki. Mótið var í alla staði skemmtilegt, margar skemmtilegar viðureignir sáust og glæsileg tilþrif hjá þessu efnilega júdófólki. Silfursveit UMFN var skipuð Sunnu Dís, Mariam Badawy, Birtu Rós og Rinesu Sopi. Bronssveit Þróttar var skipuð þeim Gabríel Vigni, Alexander Mána, Keeghan Frey og Patreki Fannari.

Þórkatla gaf sundkúta

Þórkötlur gáfu nýlega íþróttamiðstöðinni í Grindavík 40 sundkúta. Það voru stjórnarkonur Þórkötlu, Emma Geirsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir, ásamt Sólveigu Guðmundsdóttur félagskonu, sem komu með sundkútana. Sigríður H. Ingólfsdóttir og Steinþór Ingibergsson, starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar tóku á móti sundkútunum. Þórkatla vonar að sundkútarnir eigi eftir að nýtast vel og tryggja öryggi yngstu gesta sundlaugarinnar.

Bronssveit Þróttar, á myndina vantar Patrek Fannar.

Sigurbergur í heimahagana á ný Framherjinn Sigurbergur Elísson hefur gengið til uppeldisliðs síns aftur, Keflavík en liðið leikur í Inkassodeildinni í knattspyrnu. „Sibbi Elís hefur ákveðið að taka slaginn með okkur í Inkasso deildinni á næsta ári. Það er mikill liðsstyrkur að fá Sibba inn í flottan hóp ungra leikmanna Keflavíkur fyrir næsta ári og verður gaman að sjá kallinn í Keflavíkur litunum aftur,“ segir á Facebook-síðu Keflvíkinga.

Stúlknasveit UMFN sem vann til silfurverðlauna.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Grindvísku ljónin mæta svo bara með sætar kisur ...

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

FJÁRHAGSLEGA SJÁLFBÆRT SVEITARFÉLAG -segir í bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir tæplega hálfs milljarðs tekjuafgangi bæjarsjóðs en 909 milljónum króna hagnaði þegar hagnaður samstæðu er talinn með en þar eru stórar stofnanir eins og HS Veitur og Reykjaneshöfn. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarsjóðs verði 16,7 milljarðar króna árið 2020. Gjöld verða samkvæmt áætlun tæpir 15 milljarðar. Gert er ráð fyrir að rekstur Reykjanesbæjar skili að lágmarki 11,8% framlegð fyrir fjármagnsliði og fjárfestingar á næsta ári og er gert ráð fyrir þeirri framlegð í áætlun. Þetta kemur fram í bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fundi hennar á þriðjudag.

Grindvískir Lionsmenn gáfu ketti Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík bárust nýverið gjafir sem nýtast við starfsemi heimilisins og léttir heimilismönnum lífið. Lionsklúbbur Grindavíkur færði heimilinu að gjöf þrjá „ketti“ en slíkir kettir hafa sannað sig í að örva viðbrögð og skynjun þeirra sem eiga við heilabilun að stríða. Helgi Sæmundsson færði við sama tækifæri heimilinu að gjöf forláta hægindastól á hjólum sem nýtist fólki sem erfitt á með gang.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Á fundinum var einnig lögð fram fjárhagsáætlun til ársins 2023 en þriggja ára áætlun er í samræmi við gildandi aðlögunaráætlun og samkomulags við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Hækkun útgjalda á milli ára eru áætluð um 4% en gert er ráð fyrir verulegri aukningu til fræðslumála eða um 8%, til að mæta mikilli fjölgun íbúa, ásamt því að fyrsti áfangi Stapaskóla verður tekinn í notkun haustið 2020. Útgjöld til fræðslumála nema rúmum helmingi af tekjum sveitarsjóðs. Helstu fjárfestingar skv. áætlun 2020 aðrar en Stapaskóli: Vatnaveröld, endurbætur útisvæðis, kr. 200 milljónir Körfu- og sparkvöllur á Ásbrú,kr. 30 milljónir Strandleið, lagfæringar, kr. 25 milljónir Seltjörn, áframhaldandi uppbygging, kr. 25 milljónir Njarðvíkurskógar, kr. 25 milljónir Þá er einnig ráðgert að koma fyrir gervigrasvelli vestan Reykjaneshallar ef heimild fæst frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga en sú aðgerð er utan núverandi fjárfestingarheimildar. Áætlaðar fjárfestingar vegna Stapaskóla nema um 2 milljörðum króna. Gjaldskrá mun ekki hækka umfram þau 2,5% sem gefin voru fyrirheit um í gildandi kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Einnig er ráðgerð veruleg lækkun álagningarstofns fasteignaskatts og fráveitugjalda. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,36% í 0,32% sem er um 11% lækkun.

Fráveitugjald lækkar úr 0,15% í 0,10% sem er 33% lækkun. Þessu til viðbótar verður afsláttur af fasteignaskatti eldri íbúa endurskoðaður miðað við hækkun verðlags. Lækkunin í heild nemur því um 300 milljónum króna miðað við núgildandi álagningarstofn. Þrátt fyrir að verulega reyni á bæjarrsjóð vegna mikillar fólksfjölgunnar er gert ráð fyrir að verja talsverðum fjármunum í ýmis umbótamál á næsta ári sem koma mun íbúum til góða. Má þar nefna að hvatagreiðslur verða hækkaðar úr kr. 28.000 í kr. 35.000. Gerðir verða styrktarsamningar við íþróttafélögin Keflvík og Njarðvík á næsta ári, auk þess sem afreksstyrkir vegna ungmenna sem valin hafa verið í landslið munu hækka. Ókeypis verður í sund fyrir börn yngri en 18 ára og gert er ráð fyrir afslætti á skólamáltíðum fyrir barnmargar fjölskyldur. - Nánar á vf.is.

LEADERS IN HIGH PERFORMANCE COMPUTING

TÆKNI- & ÖRYGGISGÆSLA

TECHNOLOGIA I OCHRONA

Gagnaver Verne Global auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í framtíðarstörf í vaxandi iðnaði. Viðkomandi þarf að áhuga á að tileinka sér nýja tækni, vilja til að afla sér nýrrar þekkingar og reynslu. Um er að ræða störf á rekstrar- og öryggissviði. Ekki eru gerðar kröfur um tiltekna menntun eða reynslu, áhugi og vilji er allt sem þarf. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góð tök á enskri tungu og sé fær um að tjá sig bæði munnlega og skriflega. Starfsemi fyrirtækisins er virk allan sólarhringinn alla daga ársins, því er um vaktavinnu að ræða. Laun og önnur kjör skv.kjarasamningum VSFK við SA.

Centrum danych Verne Global poszukuje kandydatow na potrzeby przyszłych miejsc pracy w rozwijającej się branży. Idealna okazja dla osob zainteresowanych wdrażaniem nowych technologii, chęcią zdobycia nowej wiedzy oraz doświadczenia. Oferowana praca jest z dzialu: operacji i ochrony. Nie ma wymogu określonego wykształcenia lub doświadczenia, rzetelne zainteresowanie i wola, to wszystko, czego potrzeba. Konieczna jest dobra znajomość języka angielskiego - w mowie oraz piśmie. Działalność firmy jest aktywna przez całą dobę każdego dnia w roku; Płace i inne warunki zgodne z zasadami płacowymi VSFK z SA.

Starfs- og ábyrgðasvið m.a.: • Vöktun og eftirlit með búnaði og kerfum • Viðbrögð við rekstrartvikum • Reglubundin gagnaöflun og skýrslugerð • Uppsetning og viðhald á grunnbúnaði sem tengist innviðum í rekstri gagnaversins • Uppsetning á kerfum og búnaði viðskiptavina gagnaversins

Obszary odpowiedzialności: • Monitorowanie sprzętu i systemów • Umiejetnosc szybkiego reagowania na zdarzenia operacyjne  • Systematyczne zapisywanie danych oraz raportow • Instalacja i konserwacja podstawowego sprzętu związanego z infrastrukturą w działaniu centrum danych • Instalacja danych systemów i urządzeń klienta

Kröfur til starfmanns m.a.: • Enskukunnátta • Hreint sakavottorð • Reglusemi og stundvísi

Wymagania: • Znajomość języka angielskiego • Czysty rejestr karny • Regularność i punktualność

Umsókn ásamt starfsferilskrá á ensku, skal skilað fyrir þann 29. nóvember 2019 með því að senda tölvupóst á hr@verneglobal.com

List motywacyjny wraz z CV w języku angielskim należy do dnia 29 listopad 2019, wysyłac na adres e-mail: hr@verneglobal.com

Gagnaver Verne Global

Centrum Danych Verne Global

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 44. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 44. tbl. 2019

Víkurfréttir 44. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 44. tbl. 2019