__MAIN_TEXT__

Page 1

Háhraða internet hágæða sjónvarp

Ómur úr Jamestown

Við bjóðum

EKKERT LÍNUGJALD EKKERT TENGIGJALD FRÍR ROUTER

JÓN MARINÓ JÓNSSON FIÐLUSMÍÐAMEISTARI Í ÞÆTTI VIKUNNAR

BETUR

frá 7.490 kr/mán

FIMMTUDAG KL. 20:30

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

HRINGBRAUT OG VF.IS

magasín SUÐURNESJA

Enginn falinn aukakostnaður

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg.

Öryggið á oddinn! Nú er nýafstaðin öryggisvika á Keflavíkurflugvelli þar sem starfsfólk í flugþjónustu var frætt um ýmis öryggismál á flugvellinum. Meðal annars fór hópur fólks um flughlöðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leitaði að smáhlutum sem m.a. geta valdið tjóni á flugvélum. Fjallað verður um öryggisvikuna í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30.

Fornbíll brann í Sandgerði

FJÖRUG FLÓ Á SKINNI Í FRUMLEIKHÚSINU Það er allt að verða klárt fyrir frumsýningu á farsanum Fló á skinni hjá Leikfélagi Keflavíkur. Sýningar á verkinu hefjast föstudagskvöldið 24. október í Frumleikhúsinu í Keflavík. Það er öflugur hópur leikara sem kemur fram í uppfærslunni en leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson.

Það er óhætt að hvetja alla til að skella sér í leikhús og hlæja dátt að óborganlegum farsa sem hefur slegið í gegn um allan heim undanfarin 100 ár eða svo. Farsinn hefur verið staðfærður og gerist á Suðurnesjum. Nánar er fjallað um verkið í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og

Gamall Volvo 240 varð eldi að bráð í Sandgerði í síðustu viku. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og fóru tveir slökkvibílar, sjúkrabíll og lögregla á vettvang. Þegar slökkvilið kom á staðinn var mikill eldur í bifreiðinni sem stóð í innkeyrslu við Brekkustíg í Sandgerði. Bifreiðin hafði staðið inni í bílskúr þar sem hún var til viðgerðar en með skjótum viðbrögðum var bifreiðin dregin út úr skúrnum. Unnið hafði verið að viðgerð á bílnum. Hann var hins vegar óþekkur í gang og eldurinn blossaði svo upp undir vélarhlífinni þegar reynt var að gangsetja bifreiðina.

vf.is en sjónvarpsfólk kíkti á æfingu á dögunum og ræddi við leikara og leikstjóra. Myndin með fréttinni var tekin í vikunni þegar leikkonur í sýningunni settu upp viðeigandi leikhúsfarða. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Kalka sameinast ekki Sorpu Sameining Sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku við Sorpu þykir ekki fýsilegur kostur að mati starfshóps sveitarfélaganna á Suðurnesjum en hann var skipaður til að skoða þann möguleika. Niðurstaða starfshópsins hefur verið send til sveitarfélaganna og eru þau núna með hana til umfjöllunar. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga á Vatnsleysuströnd hefur þegar samþykkt hana en Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri, vekur athygli á þessu máli í fréttabréfi í síðustu viku. Í niðurstöðu starfshópsins segir einnig að í stað þess að vinna áfram að hugmyndum um sameiningu við Sorpu verði farið af krafti í samtal við sorpsamlögin á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi um sameiginleg markmið og aðgerðir við meðhöndlun og förgun úrgangs.

Verulegur samgangur hefur verið á milli Kölku og Sorpu í nokkurn tíma og viðskiptin á milli aðila mikil. Meðal mála sem liggja fyrir og Kalka þarf að bæta sig í er frekari flokkun en í dag er eingöngu flokkun á pappír og plasti á Suðurnesjum. Í vikunni verður fundur um málefni

Sorpu enn lengra undir svipuðum formerkjum og gert er í dag en önnur er á þann veg að hugað verði að samruna eða sameiningu að markmiði. Þriðja sviðsmyndin er á þann veg að Kalka sigli ein síns liðs í starfseminni. Hjá Kölku eru yfir 20 heilsársstörf en 1. október tók við nýr framkvæmdastjóri, Steinþór Þórðarson, en fráfarandi framkvæmdastjóri, Jón Norðfjörð, hætti störfum fyrr á þessu ári.

Kölku en samkvæmt heimildum Víkurfrétta á að skoða þrjár sviðsmyndir. Ein þeirra er sú að þróa samstarf við

Eldi að bráð! Gamall Volvo 240 eyðilagðist í bruna í Sandgerði. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn en bíllinn er ónýtur.

Fljótlegt, einfalt og virkilega gott! 29%

MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

569

Opnum snemma lokum seint

599 kr/stk

áður 849 kr

kr/pk

Coop franskar 900 gr - rifflaðar

Grandiosa pizzur 3 tegundir

479 kr/stk

MM hrásalat 380 gr

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg.

Suðurnesjalína verði lögð í lofti

DAGBÓK LÖGREGLU

❱❱ framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 gætu hafist að nýju árið 2020 m.a. minnstu jarðraski og fellur að stefnu stjórnvalda,“ segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Samtal eins og það sem átt hefur sér stað vegna vinnunnar við umhverfismatið og lagningu línunnar skiptir miklu máli og er hluti af nýrri nálgun sem unnið hefur verið eftir hjá Landsneti undanfarin ár og hefur reynst vel. Ekki eru skiptar skoðanir um mikilvægi þess að leggja línuna heldur um leiðir og útfærslur.

Aukið afhendingaröryggi

Niðurstaða matsskýrslu og helstu athugasemdir vegna Suðurnesjalínu 2 eru nú hjá Skipulagsstofnun og bíða þar samþykkis. Þegar því er lokið verður farið í áframhaldandi viðræður við landeigendur og sótt um framkvæmdaleyfi fyrir línunni. Skýrslan og helstu athugasemdir hafa verið kynntar hagsmunaaðilum um framkvæmdina, þar á meðal fulltrúum frá sveitarfélögum á svæðinu, náttúruverndarsamtökum og landeigendum. Niðurstöður skýrslunnar eru afrakstur ítarlegrar rannsóknarvinnu og samráðs. „Allir valkostir vegna lagningu línunnar voru metnir út frá áhrifum á umhverfi, afhendingar-

öryggi, stefnu stjórnvalda, skipulagi sveitarfélaganna og kostnaði. Niðurstaðan er að við leggjum til að Suðurnesjalína 2 verði lögð að mestu í lofti. Það er hagkvæmasta leiðin, veldur

„Niðurstaða umhverfismatsins sýnir einnig að þeir kostir sem valið stendur um hafa mismunandi áhrif á náttúru, útivist og ferðaþjónustu, eftir því um hvaða svæði ræðir á línuleiðinni. Eins og flestir þekkja þá eru áhrif af jarðstrengjum og loftlínum ólík. Það sem helst skilur að er að rask á óhreyfðu landi er meira af jarðstrengjum en línan mun m.a. liggja um nútíma hraun, sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum. Áhrif loftlínu eru hins vegar fólgin í sjónrænum áhrifum og ásýnd umhverfisins ásamt hættu sem fuglum stafar af loftlínu,“ segir Sverrir Jan.

„Þá leiðir matið í ljós að loftlínan veldur minna raski þar sem möstur línunnar verða að mestu samhliða núverandi Suðurnesjalínu 1 og því hægt að samnýta línuveginn sem fyrir er. Þá er loftlínan mun hagkvæmari kostur og umhverfisáhrif eru heilt yfir ekki áberandi betri eða verri en af öðrum útfærslum svo sem jarðstrengjum,“ segir Sverrir jafnframt. Markmiðið með byggingu Suðurnesjalínu 2 er að bæta afhendingaröryggi raforku sem um leið skýtur traustari stoðum undir atvinnulíf og byggðaþróun á svæðinu. Suðurnesin eru mikilvægt vaxtarsvæði með alþjóðaflugvellinum í Keflavík, ferðaþjónustu, stórum gagnaverum og annarri atvinnustarfsemi og hefur íbúum fjölgað mikið. Suðurnesjalína 1 er eina tengingin við megin flutningskerfið og hafa truflanir í rekstri á línunni valdið rafmagnsleysi á svæðinu. Það skiptir miklu máli fyrir afhendingaröryggi á svæðinu að framkvæmdin tefjist ekki en ef allt gengur eftir gætu framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hafist að nýju árið 2020. Þar með verður raforkuöryggi á Suðurnesjum aukið til muna.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Lögreglan á Suðurnesjum kærði á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 138 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Ökumannsins bíður 150 þúsunda króna sekt. Annar ökumaður sem mældist á 119 km hraða var grunaður um ölvunarakstur. Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi og gekkst viðkomandi við brotinu.

Flautaði ótt og títt Undir morgun á mánudag var tilkynnt um mannlausa bifreið sem flautaði ótt og títt og raskaði næturró íbúa í nærliggjandi fjölbýlishúsum í Reykjanesbæ. Lögreglumaður fór á vettvang aftengdi rafmagn bifreiðarinnar og lét hún þá af flautinu.

Teygði sig í vatnsflösku og olli árekstri Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Bifreið ökumanns, sem ók inn á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut þegar hann var að teygja sig eftir vatnsflösku og leit þá af veginum, hafnaði á bifreið sem kom á móti. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðirnar voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið. Þá ók annar ökumaður aftan á bifreið sem var kyrrstæð á gatnamótum. Ökumaðurinn sem ekið var aftan á kenndi eymsla eftir áreksturinn.

Söfnuðu til styrktar Rauða krossinum Þær Lilja Bára Kristinsdóttir, Emelía Ósk Ragnarsdóttir og Íris Embla Styrmisdóttir héldu tombólu fyrir framan verslunina í Vogum á dögunum. Þær færðu Rauða krossinum afraksturinn 5.014 krónur. Þetta er ekki fyrsta tombólan sem þær stöllur standa fyrir og hafa þær ávallt látið góð málefni njóta afraksturs erfiðisins. Framlag þeirra rennur til verkefna Rauða krossins í þágu barna.

Hraðakstur kostaði 150 þúsund krónur

Emelía Ósk, Lilja Bára og Embla.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Strákarnir á A-vaktinni.

DÁSAMLEGT FÖNDUR A-VAKTAR Í FLUGVALLARÞJÓNUSTU ISAVIA 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Strákarnir á A-vaktinni í flugvallarþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli stóðu fyrir dásamlegu föndri eins og það er orðað á fésbókarsíðu Bleiku slaufunnar. Að frumkvæði Hreins Guðmundssonar voru föndraðir bleikir spælar af miklu listfengi og framlögum safnað í leiðinni.

„Hjartans þakkir fyrir þessa fallegu mynd og fyrir hugulsemina og styrkinn sem fylgdi,“ segir á síðu Bleiku slaufunnar og talin upp nöfn þeirra sem eru á vaktinni.

Bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bílavarahlutum og efnavörum frá Stillingu OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ 8 TIL 18 Varahlutaverslun Brekkustíg 40, 260 Njarðvík Sími: 421-2141 – bilathjonustan@bilathjonustan.is

Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu


Hátíðarsýning

í tilefni af 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Óperufélagsins Norðuróps

Tónlist: Jerry Bock Tex : Sheldо Harnick

Sýningar í Stapa í Hljómahöll, Reykjanesbæ Frumsýning: Aðrar sýningar:

Föstudag Laugardag Sunnudag

15. nóv. kl. 19:00 16. nóv. kl. 19:00 17. nóv. kl. 19:00

Fram koma margir af okkar bestu og efnilegustu söngvurum og hljóðfæraleikurum af Suðurnesjum Hljómsveitarstjóri: Karen J. Sturlaugsson Leikstjóri: Jóhann Smári Sævarsson Miðaverð: 3.800 kr – Miðasala: Hljómahöll.is og tix.is

Sýningin er styrkt af:

Byggt á sögu eftir Joseph Stein. Útsetning: Music Theatre International í Evrópu www.mtishows.co.uk


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg.

LANDHELGISGÆSLAN AÐSTOÐAÐI BLÁA HERINN Pólskir dugnaðarforkar hreinsuðu 1200 kg. af rusli úr Húshólma. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar á TF-LÍF kom Bláa hernum til aðstoðar í síðustu viku. Verkefnið var að sækja sautján troðfulla sekki af fjörurusli sem nokkrir pólskir einstaklingar höfðu fyllt í nokkrum ferðum í Húshólma í landi Grindavíkur.

Jón Marinó með strengjakvartettnum Spúttnik en hann skipa þær Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Vigdís Másdóttir og Gréta Rún Snorradóttir. VF-mynd: Hilmar Bragi

Ómur frá Jamestown úr hljóðfærum Jóns Marinós

Jón Marinó Jónsson húsasmíðameistari frá Keflavík ákvað fyrir nokkrum árum að venda kvæði sínu í kross, hætta sem húsasmíðaverktaki með rúmlega tuttugu karla í vinnu og fara í nám í fiðlusmíði á Bretlandseyjum. Jón Marinó starfar í dag sem fiðlusmíðameistari og rekur verkstæði í Reykjavík þar sem hann smíðar hljóðfæri og annast viðgerðir á strengjahljóðfærum. Jón Marinó hefur smíðað nokkrar fiðlur og einnig selló. Sálir og bassabjálkar í hljóðfærunum eru úr timbri sem fannst um borð í Jamestown skipinu sem strandaði á Höfnum á Reykjanesi árið 1881. Hljóðfærin sem hann hefur smíðað munu sameinast í Bergi í Hljómahöll föstudaginn 1. nóvember nk. Þá mun strengjakvartettinn Spúttnik leika á strengjahljóðfæri Jóns Marinós. Á dagskránni er strengjakvartett eftir Joseph Haydn, Spiegel Im Spiegel eftir Arvo Part og verkið Horfin æska eftir Jón Marinó sjálfan. Strengjakvartettinn skipa þær Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Vigdís Másdóttir og Gréta Rún Snorradóttir. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Reykjanesbæ og Tónlistarfélagið. Aðgangur ókeypis. Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á

Jón Marinó Jónsson með fiðlu sem hann smíðaði úr gömlum við sem hann fékk úr Jamestown.

fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is verður rætt við Jón Marinó um hljóðfærin sem hann smíðaði úr viðnum úr Jamestown. Jón kynntist viðnum þegar hann rak verktakafyrirtækið Fjölina sf. í Keflavík sem fékk það verkefni að gera upp elsta hús Keflavíkur, Þorvarðarhús við Vallargötu. Við framkvæmdirnar féllu til nokkrir plankar en klæðningin utan á Þorvarðarhúsi var úr skipsstrandinu. Um borð í Jamestown, sem rak mannlaust að landi við Hafnir árið 1881, voru 100.000 plankar sem átti að nota undir járnbrautir á Englandi. Þegar Jón Marinó fór í fiðlusmíðanámið var honum hugsað til þessara planka því gamall viður hentar einstaklega vel í smíði á strengjahljóðfærum. Hann setti sig því í samband við Ólaf Ásmundsson, í Þorvarðarhúsi og fékk að eiga plankana sem hafa síðustu ár orðið að strengjahljóðfærum einn af öðrum. Nánar er rætt við Jón Marinó í Suðurnesjamagasíni og þar fáum við einnig tóndæmi fá strengjakvartettnum Spúttnik.

Blái herinn lagði þessum pólsku dugnaðarforkum til sekki undir ruslið og hafði vilyrði frá Landhelgisgæslunni um að flytja sekkina upp að þjóðvegi en ruslið var á stað þar sem ekkert farartæki kemst að á landi. Þyrlan flaug fimm ferðir til að flytja sekkina sautján í gám en samtals var um að ræða 1200 kg. af rusli „Hreinsum Ísland - Gerum þetta saman“ verkefnið var þarna í sinni fullkomnu mynd segir Tómas Knútsson foringi Bláa hersins sem vill koma

Tómas hershöfðingi Bláa hersins tekur á móti sekkkum fullum af rusli af svæðinu við Húshólma. Myndir frá Bláa hernum.

GRINDVÍKINGAR STYRKJA STARFSEMI BLÁA HERSINS

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að styrkja Bláa herinn um eina og hálfa milljón króna á árinu 2020. Beiðni um styrk frá Bláa hernum vegna hreinsunar í landi Grindavíkur var tekin fyrir á fundinum. „Blái herinn á hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf í landi Grindavíkurbæjar,“

sagði umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur á síðasta fundi sínum. Þar tók nefndin fyrir styrkbeiðni frá Bláa hernum. Nefndin tók jákvætt í erindi Bláa hersins og lagði til að bærinn veiti honum styrk í því mikilvæga verkefni sem framundan er við fjöruhreinsun í og við Grindavík.

Grenndarkynning á óverulegri deiliskipulagsbreytingu norðan Hópsbrautar í Grindavík

Fló

á sKInNi

Um er að ræða óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar eru gerðar á stærð og nýtingarhlutfalli lóða við Víkurhóp 30 og 32 ásamt því að krafa um bílageymslu er felld út. Að auki eru lóðunum við Víkurhóp 25–29 og 39–43 skipt upp í fjórar raðhúsalóðir og skil milli lóða að Víkurhópi 31–37 og 45–51 færast til. Breytingartillagan er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is. Þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta geta sent inn athugasemdir til 21. nóvember 2019 til Atla Geirs Júlíussonar, sviðsstjóra skipulagsog umhverfissviðs, á netfangið atligeir@grindavik.is eða á skrifstofu bæjarins merkt:

MiðASalA á

tiX.Is

„Skipulagsbreytingar við Víkurhóp“

miÐAveRð 3.000 kR.

sÝnT í fRUmLeIkHúsINu LeIkStJórI: KarL ÁgúSt ÚLfSsoN LeIkGerÐ EfTir: GísLA rúNAr JónSsON

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

föStD. 25. okTÓbeR kL. 20:00 - upPsELt suNnUD. 27. okTÓbeR kL. 20:00 fiMmTUd. 31. okTÓbeR kL. 20:00 föStUD. 1. nóVEmBer Kl. 20:00 suNnUD. 3. nóVEmBer Kl. 20:00

á framfæri kærum þökkum til Landhelgisgæslunnar, Davíðs Sigurþórssonar, Grindavíkurbæjar, HP Gáma og samvinnu Póllands og Íslands.

Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulagsog umhverfissviðs


Það er kuldi í kortunum

Tilboðsverð Kuldagalli

Microflex, S/M/L/XL/2XL/3XL.

20% afsláttur af öllum kuldagöllum

21.496 93451719-24

Vetur kemur Vetrardagurinn fyrsti 26. október

Vetrartilboð Gott verð Tilboðsverð

Gott verð

Hitablásari

Þilofn

Iðnaðarhitablásari með þrjár hitastillingar, 1000, 2000 og 3000 W. Spennan er 230V.

1500W, 7 þilja, olíufylltur.

8.995

5.996

Hitablásari

2.000w, 2 hitastillingar 1000 / 2000W, getur einnig blásið köldu lofti

1.995 65105777

65105784

65105737

Almennt verð: 7.995

Rúðuvökvi 5l. -18°C

995 90503840

20-30% afsláttur af CAT nærfötum og sokkum

WORKWEAR

20-50% afsláttur Dömur & herrar

Mikið úrval af sköfum Gott verð Rúðuskafa

60-80 cm með kústi.

3.195 84589046

Auðvelt að versla á netinu á byko.is

Gott verð Hálkusalt 10kg. fata.

1.695 54710127

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.

Almennt verð: 26.995


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hrun í lönduðum afla í ár miðað við árið 2004 AFLA

FRÉTTIR

Frá tónleikunum í Bergi um síðustu helgi. Ljósmynd: Kjartan Már Kjartansson

Árstíðirnar í Bergi Það er ekki á hverjum degi sem bæjarbúum gefst kostur á stofutónleikum, eins og gerðist síðasta sunnudag í Bergi, þessum líka hljómfagra sal Hljómahallarinnar. Það var pólski sendiherrann á Íslandi og Reykjanesbær sem buðu upp á tónleikana, fjóra konserta eftir Antonio Vivaldi, Árstíðirnar. Verkið er samið fyrir einleiksfiðlu og það var Masksymilian Haraldur Frach, ungur pólsk/íslenskur Ísfirðingur og fyrrum nemandi m.a. Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem lék aðaleinleikshlutverkið með pólskri strengjasveit nemenda listaháskólans í Kraká. Það fór ekki framhjá viðstöddum að sveitin lék af mikilli ástríðu fyrir verkinu og gleðin ljómaði strax í fyrsta konsertinum, Vorinu, rétt eins og í upphafskafla þess þar sem mest ber á fuglum sem kvaka dátt og flögra um loftin blá og einleikarinn sýndi hvað í honum bjó studdur fjórum fiðlum, víólu, sellói og píanói. Vorið er af mörgum talin fallegasta árstíðin og samnefndur konsert líka og var sá konsert, Vorið, valinn sem eitt af eftirlætistónverkum þjóðarinnar í fyrra í hlustendavali RÚV. Og svo var Sumarið flutt. Einleikarinn, Haraldur Frach, vildi ekki líkja sumarblíðu Ítalíuskagans við veðrið hér norður undir pólnum og taldi að síðsumarsþrumur og eldingar Ítalíu væru sjaldséðar hér norður-

frá. Hann vildi túlka Sumarið eins og sumarið fyrir vestan með vindgnauð í fjöllum og angandi lyngi og sjálfum fannst mér hann túlka Sumarið alveg eins og það hefði verið samið fyrir íslenskt sumar en ekki ítalskt. Og ekki voru gestirnir í Bergi þetta regnþrungna síðdegi haustsins illa svikin af Hausti Vivaldis. Haustið eins og Vorið eru ljúfir og leikandi konsertar þar sem náttúran skartar sínu fegursta og það finnur maður í tónlistinni þó svo úti fyrir lemji rok og regn kaldan októberdaginn. Stofuleikunum lauk svo með Vetrinum þar sem við skjálfum í norðan garra á jökulköldum ísnum í fyrsta þætti en svo tekur við hugljúfari hljómur í öðrum þætti þar sem við setjumst með góða bók við kertaljós og heitt kakó meðan veturinn andar kulda utan dyra. Lokaþátturinn, dregur svo upp dramatíska mynd af fólki sem þokast hægt eftir ísilögðu vatni og óttast að svellið bresti og maður finnur spennuna í músíkinni og ekki verður annað sagt en að þetta unga tónlistarfólk hafi skilað sínu með afbrigðum vel, einkum hinn ungi einleikari sem bókstaflega fór á kostum. Þessi konsert, fyrir fullum Bergssalnum, sannfærði mig um að vel mætti halda hér stofutónleika oftar en ekki. Ég þakka fyrir mig. Skúli Thoroddsen

Grindavík er ein kvótastærsta höfn landsins en þrátt fyrir það hefur verið arfalítið um að vera í Grindavíkurhöfn núna í október því allir stóru línubátarnir eru að landa fyrir norðan og austan og mest öllum aflanum ekið suður. Í þessum pistli munum við fara í smá ferðalag, en þó ekki nema fimmtán ár aftur í tímann eða til ársins 2004. Ansi merkilegt að fara þó ekki lengra aftur í tímann og sjá muninn hvernig var þá og núna. Áður en við förum í tímaferðalagið, þá var minnst á það í síðasta pistli að Sævík GK hafi verið fyrsti línubáturinn sem kom suður til veiða. Hann var ekki lengi hér, því núna er báturinn kominn austur á Breiðdalsvík. Máni II ÁR kom til Sandgerðis og landaði 2,8 tonnum, lagði síðan línuna aftur þar úti fyrir og sigldi með aflann til Þorlákshafnar, um 1,8 tonn. Addi Afi GK fór um daginn út og kom með tvö tonn í land. Má segja að hann sé fyrsti heimabáturinn sem rær á línumiðin hérna fyrir sunnan sem ekki fer á flakk í burtu. Addi Afi GK hét árið 2004 Gísli Einars GK og fiskaði ansi vel í október 2004 en þá landaði báturinn 45 tonnum í 16 róðrum og var öllum aflanum landaði í Grindavík, nema einni löndun í Sandgerði um 5 tonnum.

ORLOFSHÚS Á SPÁNI

Mikið líf var í Grindavík í október 2004 og ansi margar landanir báta þar, t.d. Dúddi Gísla GK (heitir í dag Guðrún GK) var með 38 tonn í níu róðrum. Gísli Súrsson GK með 30 tonn í átta róðrum, Venni GK með 49 tonn í fimmtán róðrum. Hópsnes GK með 78 tonn í 19 róðrum. Valdimar GK með 194 tonn í fjórum. Askur GK var á netum og með 5,2 tonn í tíu róðrum. Þuríður Halldórsdóttir GK á trolli og með 185 tonn í fjórum róðrum. Geirfugl GK með 243 tonn í fjórum, Þorsteinn Gíslason GK á línu og með 57 tonn í tíu. Í Sandgerði var líka þó nokkuð um að vera. Þar voru nokkuð margir netabátar og þó nokkrir bátar þaðan að veiða skötusel en a.m.k. sex bátar voru á skötuselsveiðum. Sæljós ÁR var með 9,2 tonn í níu róðrum. Hólmsteinn GK með 6,5 tonn í níu en þeir voru báðir á netum. Jón Gunnlaugs GK var á trolli og með 55 tonn í fjórum róðrum. Hafborg KE á skötuselsnetaveiðum og með 6,1 tonn í tíu. Gullfaxi II GK með 14

VR óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. nóvember 2019. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja:

Búið er að opna fyrir timabilið 1. janúar 2020 – 21. apríl 2020 á orlofshúsi okkar á La Marina á Spáni, einnig er opið frá deginum í dag fyrir umsóknir um páska og sumar 2020 eða frá 7/4 til 6/10 2020. Tvær vikur hver úthlutun. Umsóknarfrestur er til 16. desember 2019. Úthlutað verður 17. desember 2019.

• • • •

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Hægt er að sækja um á skrifstofu félagsins eða á www.stfs.is

gisli@aflafrettir.is

tonn í tólf róðrum, Brynhildur KE 9,4 tonn í tíu róðrum. Fylkir KE 6,2 tonn í tíu. Þjóðbjörg GK á línu með 19,5 tonn í níu. Monica GK 36 tonn í níu. Benni Sæm GK 24 tonn í níu. Siggi Bjarna GK með 20 tonn í átta róðrum. Óli á Stað GK með 20 tonn í sex róðrum. Í Keflavík og Njarðvík var mun meira um að vera árið 2004 en núna árið 2019. Þar var t.d. Gunnar Hámundarsson GK, sem var á netum, og með 10 tonn í tíu róðrum. Sunna Líf KE 8,3 tonn í fjórtán róðrum. Njáll RE 36 tonn í sex, Farsæll GK 19 tonn í sjö. Þröstur RE 20 tonn í sjö. Árni KE 21 tonn í ellefu. Örn KE með 32 tonn í átta. Valur HF 25 tonn í átta, en það má geta þess að Valur HF þessi er núna Hafdís SU og er uppi í slippnum í Njarðvík. Að lokum var Happasæll KE með 17 tonn í tíu róðrum, en það má geta þess að þessi Happasæll KE heitir í dag Geirfugl GK og er í eigu Stakkavíkur í Grindavík. Sum sé þó nokkuð um að vera í höfnum á Suðurnesjum árið 2004. En hvernig er þetta samanborið við árið 2019? Jú, í Grindavík í október 2004 var landað 3300 tonnum og af því var afli frá frystitogurunum 859 tonn, sem þýðir að 2441 tonn voru af bátum. Núna, árið 2019, þá hefur verið landað í Grindavík 364 tonnum og af því er afli af frystitogara 302 tonn og það þýðir að aðeins hefur verið landað í Grindavík 62 tonnum af bátum. Í Sandgerði var landað í október 2004 alls 683 tonnum og var það allt af bátum. Núna í október 2019 hefur verið landað þar 309 tonnum af bátafiski. Það er því ekki eins mikil minnkun og í Grindavík, Í Keflavík er aðeins búið að landa 34 tonnum af afla árið 2019 en árið 2004 komu á land 266 tonn af afla í október. Í fljótu bragði þá er mikið aflahrun í Grindavík á milli þessara tveggja ára, mikil minnkun í Keflavík en Sandgerði kemur kannski hvað best út miðað við þennan samanburð.

VR óskar eftir orlofshúsum

Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins á Spáni laust til umsóknar fyrir páska og sumar 2020

Einnig er búið að opna fyrir orlofshúsin okkar hér heima frá áramótum fram að páskum.

Gísli Reynisson

Lýsing á eign og því sem henni fylgir Ástand íbúðar og staðsetning Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Öllum tilboðum verður svarað.

Orlofsnefnd STFS

VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • vr@vr.is • vr.is


21.- 31.okt

ALLT AÐ

20% afsláttur

af flestum SAMSUNG vörum

Skoðaðu úrvalið okkar á

75’’

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið nýr vefur

Netverslun Netverslun

Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. kl. 11-18. Virka daga 10-18 Laugardaga kl. kl. 11-15. Laugardaga 11-15 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

*SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Greiðslukjör Vaxtalaust Vaxtalaust allt12 aðmánuði 12 mánuði í alltí að

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Fegrum bæinn saman

Ég er fyrir lifandis löngu orðin þreytt á að réttlæta tilveru mína hér, hef tekið marga slagina í gegnum árin við fólk sem hefur gríðarlega neikvæða mynd af samfélaginu hér. Verstir eru þeir sem hafa aldrei komið hingað og brottfluttir Keflvíkingar ...

– segir listakonan Lína Rut sem kallar eftir samstöðu bæjarbúa Listakonan Lína Rut á vini í höfuðborginni sem skilja ekkert í henni að hafa flutt með fjölskylduna í Reykjanesbæ og jafnvel hneykslast á ákvörðun hennar. Það er ekki bara útlit bæjarins sem hefur batnað finnst henni, skólarnir hafa einnig stórlagast og það var einmitt þess vegna sem hún var tilbúin að flytja til Suðurnesja. Lægra íbúðarverð hafði jú afgerandi áhrif því hér gat hún ímyndað sér að hægt væri að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni, einmitt vegna þess að það var léttara að eignast þak yfir höfuðið í Reykjanesbæ. Síðan eru liðin fjórtán ár. Víkurfréttir kíktu í kaffi heim til Línu Rutar á Vallargötunni, í gamla miðbæ Keflavíkur, húsnæði sem áður hýsti prentsmiðjuna Grágás.

„Það þykir ekki beint töff að búa hérna,“ segir Lína Rut kankvís: „En ég hef aldrei fylgt fjöldanum og fer mínar eigin leiðir. Mér finnst til dæmis miklu meira töff að eiga fleiri gæðastundir með börnunum mínum heldur en að vera þræll eigna minna í höfðuborginni. Bærinn þótti ljótur og ekkert hafa upp á að bjóða en það breyttist mikið í tíð Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, sem gerði átak í fegrunarmálum bæjarins og skurkur var

VIÐTAL

Hneykslaði vini sína með því að flytja hingað

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

gerður í skólamálum. Það bara virðist ekki hafa komist almennilega til skila út í kosmósið. Lægra íbúðarverð og tvöföldun Reykjanesbrautar hafði jú afgerandi áhrif á mig en hér gat ég ímyndað mér að hægt væri að verja meiri tíma með fjölskyldunni og það reyndist rétt.“

Gott að búa í gamla bænum

„Mér líður rosalega vel í þessu húsi og er að gera það upp hægt og rólega. Næst á dagskrá er meðal annars að byggja vinnustofu hér í garðinum en núna er vinnustofan staðsett í stofunni minni. Húsinu fylgir byggingarréttur þannig að það eru miklir möguleikar hér og spennandi verkefni framundan. Ég var búin að fylgjast með þessu húsi þegar ég bjó í Lux því ég hef lengi átt þann draum að gera upp og búa í iðnaðarhúsnæði. Mér fannst alltaf eitthvað spennandi

Leiklistarnámskeið í Frumleikhúsinu fyrir káta krakka á aldrinum 9 til 11 ára. (4.til 6. bekkur)

Leikur, tjáning, dans, söngur, framkoma og margt fleira.

Kennt verður á miðvikudögum kl.16.30-18.00 - Samtals 7 vikur. - Verð 5.000 kr. - Skráning á gylturnar@gmail.com

Skráningu lýkur mánudaginn 28.okt. Við skráningu: Fullt nafn barns og kennitala. Nafn foreldris/forráðamanns og símanúmer. -Leiðbeinendur, Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir.

við Grágás en þar sem ég var ekki á heimleið þá otaði ég þessu að vinkonu minni sem var búsett Reykjavík, benti henni á að kaupa þetta hús því það hefði svo mikla möguleika en henni fannst húsið algjör hryllingur og sá enga möguleika fyrir sig í því. Svo breyttust plönin, við fluttum heim en þá var húsið selt en svo kemur það aftur í sölu. Það átti að gera hérna gistihús en gekk ekki upp og bankinn tók húsið yfir. Nú er hér heimili og vinnustofa,“ segir Lína Rut og það fer ekki framhjá blaðamanni, sem lítur í kringum sig og sér allar skemmtilegu fígúrurnar sem listakonan hefur skapað og skreyta rýmið. „Ég bjó áður í 101 Reykjavík. Fólk er enn að spyrja mig hvort þetta sé nú ekki orðið gott og hvort ég ætli ekki að fara að flytja aftur í bæinn. Ég er fyrir lifandis löngu orðin þreytt á að réttlæta tilveru mína hér, hef tekið marga slagina í gegnum árin við fólk sem hefur gríðarlega neikvæða mynd af samfélaginu hér. Verstir eru þeir sem hafa aldrei komið hingað og brottfluttir Keflvíkingar. Í dag nota ég bara eitt orð þegar ég er spurð út í búsetu mína hér, hagræðing. Fólk skilur hvers vegna fyrirtæki þurfi að

hagræða í rekstri en fyrir suma er tormeltara að skilja það þegar um fjölskyldu er að ræða. Flestir segja „en þú ert svo langt í burtu“ en þá spyr ég á móti, langt í burtu frá hverju?“ Þá verður oft fátt um svör,“ segir Lína Rut og hlær og heldur áfram: „Nú eru tímarnir aldeilis breyttir fyrir íbúa í 101 Reykjavík, fólk sem áður lifði bíllausu lífi er farið að kaupa sér bíla til að sækja þjónustu út fyrir 101 því mörg fyrirtæki hafa hrökklast úr miðborginni, meira að segja pósthúsið er farið. Þannig að ég, sem bý hér í 101 Kef, er í mun meiri lúxus hvað þetta varðar því ég get labbað í flesta þjónustu sem ég þarf að sækja. Það er mikil aukning á ungu fólki núna í bæjarfélaginu en ég skil ekki af hverju það er ekki mun meira um að unga fólkið byrji að búa hér niðri í bæ, kaupi sér íbúð í miðbæ Keflavíkur þar sem stutt er í alla þjónustu og eigi einn sparneytinn bíl til að keyra á milli til höfuðborgarinnar. Það eru svo breyttir tímar, hægt að stunda fjarnám og jafnvel stunda vinnu heima hluta vikunnar. Svo er alltaf hægt að snúa aftur til borgarinnar eftir X ár og vera þá í sterkari stöðu fjárhagslega heldur en að vera bundinn í klafa í dýru leiguhúsnæði eða íbúðarverði.“

Var ekkert of hrifin

Lína Rut var ekki alltaf svona jákvæð í garð bæjarins og segir frá því þegar hún fór í bíltúr hingað fyrir mörgum árum en þá var bærinn ekki svona fínn. Þetta var fyrir tíð Árna bæjarstjóra segir hún. „Það skiptir mig miklu máli að búa í fallegu umhverfi, sem listakona vinn ég að sjálfsögðu og þjálfa sjónræna þáttinn alla daga og kannski á ég það til

að missa mig í einhverjum smáatriðum, veit ekki en smáatriði skipta líka máli að mínu mati. Varðandi umhverfið þá hafði það mikil áhrif á mig að búa í Luxemburg í sjö ár. Þar er gríðarlega fallegt og allt tipp topp enda fólk sektað ef hús og garður er ekki í þokkalegu ástandi að framanverðu. Sumum finnst kannski harkalegt að sekta fólk fyrir þetta, sérstaklega fólk sem nær varla endum saman um hver mánaðamót, en málið er að þú þarft ekki að vera ríkur til að hafa þrifalegt í kringum þig. Það var merkilegt að sjá á ákveðnum svæðum í Lux hvernig fólk hélt öllu snyrtilegu að framanverðu en svo var allt verulega sjúskað baka til. Þegar við fluttum aftur heim til Íslands þá fékk ég smá sjokk þegar ég fór til dæmis Laugaveginn. Ég hugsaði með mér, hvort þetta hafi alltaf verið svona sjúskað eða hvort ég hafi verið orðin samdauna öllu þessu hér heima áður en ég flutti út, eflaust var það blanda af hvoru tveggja,“ segir Lína Rut og ypptir öxlum.

Vörumerki Reykjanesbæjar?

Listakonunni finnst bæjaryfirvöld þurfa að halda áfram að byggja upp jákvæða ímynd Reykjanesbæjar, því verkefni sé ekki lokið. „Undanfarin ár hefur allt snúist um að borga af skuldum bæjarins sem er auðvitað eðlilegt en er ekki kominn tími til að taka góðan skurk í fegrun bæjarins? Mér finnst við þurfa að halda áfram að bæta bæjarímyndina. Það er ekki búið. Það má fegra bæinn okkar og ákveða hvernig við viljum að vörumerki hans sé. Fyrir hvað á Reykjanesbær að standa? Við höfum jú kynnt okkur sem íþróttabæ sem er fínt en það er ekki nóg, við þurfum eitthvað meira. Við þurfum að skoða til dæmis afhverju fólk fer frekar austur fyrir fjall en ekki hingað í skreppitúr? Hvað getum við gert til að breyta þessu, fá fleiri hingað í bíltúr? Hvernig getum við gert bæinn líflegri og skapað segul út á við svo fólki langi til að koma hingað? Ekki bara á Ljósanótt. Afhverju á fólk að koma hingað? Við ættum að geta fengið miklu meira af fólki hingað til dæmis

um helgar en þá eru margir að leita að dægrastyttingu, afþreyingu. Ég einblíni á Hafnargötu því hún er lífæð bæjarins og verður að vera í lagi. Að sjálfsögðu eru húsin ekki í eigu bæjarins en bærinn getur lagt ákveðnar línur til dæmis þegar einhver vill mála hús við Hafnargötu að þeir geti þá leitað ráða hjá bænum um litaval ef bærinn vill samræma útlit aðalgötu bæjarins. Mér fannst alveg frábært að sjá hugmyndina hjá Beinni leið, nýjasta bæjarflokknum, sem stakk upp á ákveðinni litapallettu fyrir Hafnargötuna. Þannig er það víðast hvar erlendis. Það er nefnilega ekkert grín að velja liti á heila húseign. Ég sem listamaður á sjálf oft erfitt með að velja liti á stóra veggi. Að sjálfsögðu getur bærinn gert takmarkað því það er einkaframtakið sem hefur úrslitaáhrif í þessu öllu saman en bærinn getur lagt ákveðnar línur. Þetta eru ákveðin fræði sem ég kann ekki skil á en er ekki einhver hjá bænum sem getur kynnt sér hvað aðrar þjóðir gera í þessum efnum í miðbæjum? Hvað gerði Maastricht-borg til dæmis til að bæta miðbæ sinn? En eitthvað gerðu yfirvöld þar sem veldur því að um helgar er bærinn stútfullur af fólki sem flykkist frá nærliggjandi bæjum og borgum. Um helgar virkar Maastricht eins og margra milljóna borg þó svo að þar búi einungis um 120.000 manns? Hvernig væri að hvetja íbúa hér í bæ til að senda inn hugmyndir um betrumbætur á bænum? Er einhver hjá bænum sem getur tekið við hugmyndum bæjarbúa og jafnvel aðstoðað við að vinna úr þeim hugmyndum? Er metnaður fyrir þessu verkefni? Síðast en ekki síst, finnst okkur í lagi að búið sé í húsnæði á Hafnargötunni sem ætlað er í verslunarhúsnæði en þarna


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM eru núna dregin fyrir svört gluggatjöld allan sólarhringinn? Þessi húsnæði eru jafnvel ekki einu sinni í þjónustu hreinsunardeildar bæjarins og heimilissorpi er fleygt á bak við þessi hús. Finnst fólki þetta í lagi? Við þurfum ekki að horfa lengra en til Hafnafjarðar til að sjá að þetta viðgengst ekki þar á bæ. Mér finnst mjög eðlilegt að æðstu menn í bæjarfélagi okkar hafi meiri áhuga og skoðanir á Hafnargötunni. Þeir hafa vald til að breyta og leggja línurnar að útliti miðbæjarins. Þarna vantar heildarhugsun,“ segir Lína Rut með áherslu og segist vera með hugmyndir sem vert er að skoða.

Hugmyndir að fegrun Hafnargötu

Það eru um tíu ár síðan Lína Rut tók ljósmyndir af Hafnargötunni og vann ákveðnar hugmyndir að útliti aðalgötu Reykjanesbæjar. Hún segist ekki fá frið fyrir þessari hugmynd sinni. „Ég gerði fjöldann allan af hugmyndum en sýni bara nokkrar hér. Þetta eru skissur sem vel er hægt að breyta og betrumbæta. Frábært ef einhver annar er með aðrar hugmyndir eða hugmyndir um hvernig hægt væri að betrumbæta hugmyndir mínar. Ég er enginn fagmaður á þessu sviði heldur tala hér sem áhugasamur einstaklingur um fegrun bæjarins. Á myndunum er aðallega notaður mosi til skreytingar en ég vil endilega blanda fjölærum plöntum inn á milli og jurtum sem eru sígrænar allt árið eins og hnoðrum. Þeir eru að mestu sígrænir en blómstra mjög fallega á sumrin. Það er alþekkt og sannað að gróður hefur góð áhrif á lýðheilsu og bætir lífsgæði fólks. Þessar hugmyndir mínar snúast um sjálfbærni, að halda umhirðu í lágmarki og velja plöntur sem líta vel út allt árið eftir blómgunartíma sinn. Sólarmegin á Hafnargötunni gætu verið sólelskar plöntur en skuggamegin þær plöntur sem þola skugga,“ segir Lína Rut og fer á flug með hugmyndir sínar.

Getum við gert þetta saman?

„Ég átti fund á sínum tíma með Árna Sigfússyni og sýndi honum hugmyndirnar. Hann tók rosalega vel í þetta

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg.

... en er ekki kominn tími til að taka góðan skurk í fegrun bæjarins? Mér finnst við þurfa að halda áfram að bæta bæjarímyndina. ... en svo fór sem fór, hann hlaut ekki brautargengi áfram sem bæjarstjóri. Það var svo gaman að funda með Árna, hann var svo frjór á þessum fundi að hann bætti um betur og víkkaði út hugmynd mína. Síðan eru liðin mörg ár en ég fæ ekki frið fyrir þessari hugmynd og þá þarf maður bara að gera eitthvað í því, ekki satt? Ég tel að nú sé lag því bæjaryfirvöld segjast vera komin vel á veg með að greiða niður skuldir. Mig langar að fá fólk í lið með mér og þarf bara nokkra einstaklinga sem eru til í að leggja hönd á plóg. Við getum gert þetta saman en bæjaryfirvöld þurfa að styðja þetta framtak. Þetta er hægt, þessar hugmyndir eru engin geimvísindi,“ segir hún.

Hvar eru túristarnir?

„Okkur gengur einnig illa að fá túrista hingað niður í bæ þrátt fyrir nálægð við flugstöðina. Það er eitthvað að. Hvað getum við gert betur í þeim efnum? Geta bæjaryfirvöld verið leiðandi þar? Geta þau hjálpað til við að efla menninguna í bænum okkar? Gert bæinn einstakan út á við, búið til ímynd sem vekur forvitni annarra? Getum við stuðlað að fjölgun skapandi einstaklinga, laðað þá til bæjarins? Getum við

sameinað krafta þeirra listamanna sem búa hér? Væri hægt til dæmis að bjóða upp á listnám í Keili? Er hægt að fá fjárfesta í lið með okkur, þau stóru fyrirtæki sem eru hér á svæðinu til aðstoðar? Ljósanótt snýst mikið um listasýningar og í þær sækja gestirnir sem koma í heimsókn. Það eru oft listamenn sem eru kveikjan í að

byggja upp hverfi sem eru í niðurníðslu í erlendum stórborgum, þeir leita í ódýrt húsnæði. Fólk fer svo að leita þangað, til listamannanna í leit að afþreyingu og þá kemur einhver og opnar kaffihús og eitt leiðir af öðru. Skapandi fólk skapar ákveðið andrúmsloft í kringum sig. Fólk er að leita að afþreyingu og fyrirtæki eru að leita

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?

V I Ð S K I P TA S TJ Ó R I S A M G Ö N G U ÞJ Ó N U S T U Isavia óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf viðskiptastjóra í samgönguþjónustu á viðskiptasviði. Starfið felur í sér umsjón með rekstrarleyfishöfum og leigutökum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Viðskiptastjóri vinnur í nánu samstarfi við aðra stjórnendur að því að veita viðskiptavinum Isavia góða þjónustu.

Hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Framúrskarandi samskiptahæfileikar • Reynsla af gerð áætlana og úrvinnslu gagna • Vönduð og sjálfstæð vinnubrögð og lausnaúrræði • Reynsla við vinnu á sviði samgönguþjónustu er kostur

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ingi Hafsteinsson deildarstjóri, gunnar.hafsteinsson@isavia.is

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K

9

UMSÓKNARFRESTUR: 3 . N ÓV E M B E R

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

að fólki. Það er bara að byrja, hittast og tala saman, þá fara hugmyndir af stað og eitthvað nýtt verður til. Mér þætti vænt um að heyra frá fólki sem langar að viðra hugmyndir sínar um þessi mál og gef hér upp netfang mitt fyrir þau sem vilja byrja samtalið með mér og fleirum áhugasömum,“ segir Lína Rut. linarut@pt.lu


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg.

FS-ingur vikunnar:

Er ekki aðdáandi geitunga

Bókasafn Reykjanesbæjar: Emil í Bókasafni Reykjanesbæjar Bókasafn Reykjanesbæjar er oft með viðburði sem tengdir eru bókmenntum eða sögufrægum persónum. Í síðastliðinni viku var Bókasafnið með tvo viðburði í tengslum við ævintýri Emils í Kattholti. Á föstudeginum var Bókabíó þar sem myndin um Emil og grísinn var sýnd og á laugardeginum var notalega sögustund um Emil í Kattholti.

Sögustundin var afar vel sótt, eða um 140 manns, enda Halla Karen í miklu uppáhaldi í Bókasafninu og greinilega hjá íbúum Reykjanesbæjar.

Hvatningin:

Lífið er það sem við gerum úr því Framan af höldum við að lífið sé endalaust. Æsku- og útlitsdýrkun þar sem allir eiga að vera ungir, hamingjusamir, ríkir og helst frægir er það sem við höldum að sé málið. þess að það er fyrst núna sem mér finnst ég virkilega hamingjusöm í eigin skinni. Grátbroslegt að það þurfi mótbyr, veikindi og áföll til að komast á þann stað í lífinu að vera hamingjusamur. Svoleiðis er það að minnsta kosti með mig. Ég þurfti að greinast með Parkinsonsveiki til að læra að elska mig sjálfa og koma fram við líkama minn af virðingu. Miklar mótsagnir í lífinu því í dag get ég virkilega sagt að ég sé sátt með líf mitt. Ég er að gera mitt besta og ég er nóg. Við erum reyndar alltaf að gera eins vel og við getum hverju sinni. Það merkilega við lífið er að lykilinn að hamingju okkar er algjörlega á okkar ábyrgð, við höfum alltaf val. Hamingjan er innra með okkur hverju og einu en þú þarft að finna lykilinn. Ég kveiki á kerti hvern morgun og á kyrrðarstund í um það bil 15–30 mín þar sem ég les og hugsa með friði og

þakklæti til heimsins, þeirrar orku sem við flest köllum Guð. Verum þakklát hvern dag, tökum ákvörðun um að standa með okkur sama hvað.

Hvað heitir þú á fullu nafni? Kristinn Guðmundsson. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Átján ára Njarðvíkingur. Hver er helsti kostur við FS? Að skólinn sé rétt handan við hornið þannig maður getur stokkið heim milli tíma. Hver eru áhugamálin þín Hef mikinn áhuga á bílum. Hvað hræðistu mest? Verð að viðurkenna að ég er ekki helsti aðdáandi geitunga. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég myndi segja Veigar Páll því hann er að brillera í körfunni. Hver er fyndnastur í skólanum? Það myndi vera Haukur kennari. Hvað sástu síðast í bíó? Ég einfaldlega man það ekki. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það bráðvantar orkudrykki. Hver er helsti gallinn þinn? Ég er mjög þrjóskur. Hver er helsti kostur þinn? Ég er duglegur. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Instagram og Spotify.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi fjölga bílastæðunum og ekki vera með kennslu á föstudögum. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ég myndi segja að það væri húmorinn. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ég tekið lítið sem engan þátt í því þannig ég veit voða lítið um það. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég einfaldlega veit það ekki, eina sem ég veit er að ég ætla klára stúdentinn sem fyrst. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Mér finnst bara staðsetningin, stutt í allt.

Uppáhalds...

...kennari? Haukur Ægis. ...skólafag? Íslenska. ...sjónvarpsþættir? Brooklyn 99. ...kvikmynd? Rush. ...hljómsveit? Queen. ...leikari? Tom Hanks.

Rún Arnmundsdóttir UMSJÓN ogÁstaBirgitta Rós Jónsdóttir

Áttum okkur svo á því flest öll, svona smátt og smátt, að svo er ekki. Sum okkar fá jafnvel að finna fyrir áföllum snemma á lífsleiðinni, að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Partur af lífinu er mótlætið, andstreymið í hvaða formi sem það kann nú að birtast hverju sinni. Mér hefði nú sennilega fallist hendur hefði ég vitað á unglingsaldri hvernig líf mitt yrði, hélt þá að hamingjan kæmi á silfurfati. Ekki hefði hvarflað að mér að mótlæti og veikindi gætu í raun verið einskonar dulbúin gjöf sem mætti umbreyta í þakklæti og gleði sem er forsenda hamingjunnar Nú þegar ég orðin miðaldra, 56 ára og vel það, og horfi yfir farinn veg þá finnst mér þessi tími hafa verið ótrúlega fljótur að líða. Ef ég geri ráð fyrir að ég fái að lifa næstu 25–30 ár þá finnst mér það líka mjög stuttur tími. Ef til vill er það vegna

Kristinn Guðmundsson er átján ára Njarðvíkingur og nemi á Fjölgreinabraut sem segir Hauk kennara vera fyndnastan í skólanum. Ef hann væri skólameistari FS þá gæfi hann öllum frí á föstudögum!

Lífið er hér og nú. Með kveðju, Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir, móðir, amma, eiginkona, systir og fyrrum grunnskólakennari. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

HANNESÍNA TYRFINGSDÓTTIR Sísí Vallarbraut 10, Njarðvík,

lést í faðmi fjölskyldunnar, miðvikudaginn 9. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir yndislega umönnun. Andrés Magnús Eggertsson Eggert Þór Andrésson Guðrún Arthúrsdóttir Sæunn Andrésdóttir Tryggvi Einarsson Þóranna Andrésdóttir Halldór Reinhardtsson Tyrfingur Andrésson Guðríður Kristjánsdóttir Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

Þjónustuskoðanir smurþjónusta og almennar viðgerðir fyrir

Skoda, Audi, WV og Mitsubishi

Grófin 19, Keflavík

Símar: 456-7600 & 861-7600 bilathjonustan@bilathjonustan.is

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRÁ 8 TIL 17 FÖSTUDGA FRÁ 8 TIL 16

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

ÞÓRARINN BRYNJAR ÞÓRÐARSON Pósthússtræti 3, Keflavík,

lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13. Jóhanna Valtýsdóttir Þóranna Þórarinsdóttir Kristmann Klemensson Valdís Þórarinsdóttir Kristján Þórarinsson Erla Sólbjörg Kjartansdóttir Brynjar Þórarinsson Hulda Guðlaug Sigurðardóttir Ásta Þórarinsdóttir Árni Þór Árnason Sigurþór Þórarinsson Inga Sif Gísladóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn


ÖLL SALAN RENNUR ÓSKIPT Í MINNINGARSJÓÐ LOFTS GUNNARSSONAR Fjárhæðin verður notuð til að styðja „Aftur út í lífið“ sem er verkefni á vegum sjóðsins. Áhersla Domino’s er að styrkja opnun dagrýmis fyrir heimilislausa, öruggt athvarf yfir daginn þar sem boðið verður upp á afþreyingu og stuðning.

Brandenburg | sía

AÐEINS Á MATSEÐLI 21.–25. OKTÓBER „Góðgerðarpizzan í ár ætti að gleðja þá sem kunna að meta gott pepperoni. Á pizzuna setti ég græna papriku, sveppi, fetaost — og svo tvenns konar pepperoni, þetta sívinsæla og svo sterkt pepperoni sem gefur kryddaðan og bragðmikinn keim. Leynivopnið er svo rauðlaukssultan sem ég gerði sérstaklega fyrir Góðgerðarpizzuna. Njótið vel!“ Hrefna Sætran

Lítil: 2.040 kr.

Mið: 3.340 kr.

Stór: 3.880 kr.

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345

Pönnu: 3.880 kr.


12

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vallarbraut 12 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 15. október 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Vallarbrautar 12, Reykjanesbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Breytingin á deiliskipulagi felst í að aðkoma verði frá Samkaupsvegi. Húshæðir verið fjórar í stað þriggja og þakhæð hækki um 45cm. Byggingareit er snúið og íbúðum verið fjölgað úr níu í fimmtán. Aðrir skilmálar eru óbreyttir. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 23. október 2019 til 12. desember 2019. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. desember 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Reykjanesbær 23. október 2019 Skipulagsfulltrúinn

Viðburðir í Reykjanesbæ

Þegar búið var að fylla blaðagáminn með Víkurfréttum og loka átti gámnum stóð ein forsíða upp úr. Ótrúlegt en satt þá var það forsíða með fyrstu stafrænu ljósmyndinni sem birtist í Víkurfréttum, 26. október 1995. Síðan hefur sú bylting haft mikil áhrif í blaðaútgáfu og fjölmiðlun.

Saga Suðurnesja frá 1980 í stafrænu formi á timarit.is Öll blöð Víkurfrétta eru aðgengileg á vefsíðunni timarit.is og er auðvelt að leita í þeim stóra gagnagrunni. Blaðið kom fyrst út þann 14. ágúst 1980 og er hægt að nálgast öll tölublöðin á aðgengilegan hátt og slá inn leitarorðum um það sem fólk er að leita að. Víkurfréttir fagna 40 ára útgáfuafmæli á næsta ári og tölublöðin frá upphafi eru nærri tvö þúsund og blaðsíðurnar rúmlega fjörtíu þúsund. Í blaðinu er að finna sögu Suðurnesja í þessi tæplega 40 ár en Víkurfréttir hafa fjallað um samfélagið í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum alla tíð. Á árum áður voru allnokkrir aðilar á Suðurnesjum sem söfnuðu blaðinu og nokkrir bundu blöðin inn. Einn af þeim var Björn Stefánsson úr Keflavík, mikill blaðaáhugamaður og safnari en sonarsonur hans, Atli Þór Höskuldsson, kom færandi hendi á skrifstofu Víkurfrétta með eitt eintak af hverju blaði frá upphafi. Afi

hans fékk alltaf nokkur eintök til að binda inn í veglegar bækur en þær eru m.a. aðgengilegar í Bókasafni Reykjanesbæjar. Blöðin frá 1980 til 1997 voru skönnuð inn af Landsbókasafninu en blöðin frá 1997 til dagsins í dag eru öll til í stafrænu formi en þá var sú bylting að taka yfir. Allar blaðsíður Víkurfrétta frá upphafi er því hægt að sjá á vefsíðunni timarit.is. Eigendur Víkurfrétta hafa alla tíð haldið til haga nokkrum fjölda af hverju blaði og hefur það tekið nokkurt geymslupláss. Nýlega var tekin sú erfiða ákvörðun að setja öll blöðin í endurvinnslu og var það talsvert verk enda mikið magn blaða. Víkurfréttir varðveita þó enn blaðabunkann sem Björn Stefánsson safnaði, einu eintaki af hverju blaði frá upphafi, og Atli, sonarsonur hans, kom með og vilja Víkurfréttir nota tækifærið og þakka fyrir það.

Atli Þór Höskuldsson kom færandi hendi með eitt eintak af öllum blöðum Víkurfrétta frá upphafi.

Laugardagur 26. október Í tilefni að alþjóðlega bangsadeginum ætlar Sibba að kíkja í heimsókn og lesa sögu fyrir bangsa. Börn eru hvött til þess að mæta í náttfötum með bangsa og hann fær að gista á safninu ef hann vill. 24. október til 29. október Vetrarfrí grunnskólanna byrjar. Krakkaföndur og ýmislegt skemmtilegt í Bókasafninu.

Hrein eign Festu hækkaði um 19 milljarða Störf í boði hjá Reykjanesbæ Hjallatún – Aðstoðarleikskólastjóri Garðasel – Matráður 75% Njarðvíkurskóli – Umsjónarmaður fasteignar Björgin Geðræktarmiðstöð – Sálfræðingur Fræðslusvið – Sálfræðingur

❱❱ fyrstu sex mánuðina á þessu ári ❱❱ Rúmlega helmingur rétthafa í sjóðnum frá Suðurnesjum Ávöxtun eigna Lífeyrissjóðsins Festu var afar góð fyrstu sex mánuði ársins en nýlega var árshlutauppgjör kynnt. Hrein eign sjóðsins í júnílok nam rúmlega 168 milljörðum króna og hækkaði um rúmlega nítján milljarða frá áramótum eða um 13%. Rúmlega helmingur sjóðsfélaga í Festu er frá Suðurnesjum.

Ávöxtun eigna Festu lífeyrissjóðs á fyrri helmingi ársins 2019 1)

Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Auglýsingasíminn er 421 0001

Nafnávöxstun tímabils

Nafnávöstun á ársgrundvelli

Raunávöxtun tímabils

Raunávöxtun á ársgrundvelli

Fimm ára meðaltal raunávöxtunar

Samtryggingardeild

10,5%

22,5%

8,8%

18,3%

6,9%

Séreignardeild 2

10,7%

22,5%

8,9%

18,6%

6,0%

Séreignardeild 1

4,7%

9,6%

3,0%

6,1%

ávöxtun að teknu tilliti til kostnaðar. Raunávöxtun tekur tillit til verðbólgu (1,6% á fyrri helmingi ársins)

1)

Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum greiddu rúmlega sextán þúsund sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins á fyrri

helmingi ársins hjá rúmlega tvö þúsund launagreiðendum. Iðgjöld námu rúmlega 5,5 milljörðum króna,

sem nemur 13,6% aukningu frá sama tímabili árið áður. Lífeyrisþegar voru um átta þúsund og námu lífeyrisgreiðslur um tveimur milljörðum króna sem nemur 10,7% aukningu frá sama tímabili árið áður. Af fjárfestingum sjóðsins nema hlutabréf og framtaksfjárfestingar um 43% en skuldabréf og innlán um 57%. Hrein eign sjóðsins í júnílok 2019 nam rúmlega 168 milljörðum og hækkaði um rúmlega nítján milljarða frá áramótum eða um 13%. Fjöldi rétthafa hjá sjóðnum er um 98 þúsund og dreifist um allt land. Flestir eru á Suðurnesjum en einnig á Vesturlandi og Suðurlandi. Það eru ellefu stéttarfélög sem aðild eiga að sjóðnum auk Samtaka atvinnulífsins. Fjöldi fulltrúa stéttarfélaga á ársfundi er reiknaður út af óháðum þriðja aðila á tveggja ára fresti. Stéttarfélög á Suðurnesjum áttu samtals 32 af 60 fulltrúum á ársfundi 2019 sem jafngildir 53,3%.


Bjart og hlýtt Rafmagnshitablásari 15Kw 3 fasa

Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa

29.990

19.990

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

7.490

14.590

Rafmagnshitablásari 2Kw

2.290

Vatnsþétt LED ljós 60W 125cm 155cm

8.590 9.900

Rafmagnsþilofn

4.990

Frábær birta

Olíufylltur rafmagnsofn 2000W

9.490

Dekton PRO XW750 batterí vinnuljós

Vatnsþétt LED útiljós / bílskúrsljós

3.490

28W 60cm 56W 120cm 70W 150cm

SHA-8083 3x36W Halogen

Tu-RWL0450W

LED vinnuljós 50W m/hleðslubatterí

11.990

Mikið úrval af rakavörðum fjöltengjum IP44

15.890 Tu-RWL0430W

LED Kastari 30W

LED vinnuljós 30W m/hleðslubatterí

Mikið úrval

8.990

9.990

Verð frá kr.

1.690 Kapalkefli 15 metrar

15 metra rafmagnssnúra

2.995

3.690

25 metrar kr. 5.490 50 metrar kr. 9.990

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Reykjanesbær

2.790 5.490 6.490

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Kapalkefli 10 metrar

2.890

Kapalkefli, rakavarið IP44 25 metrar

8.595

Jólaseríurnar eru komnar


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg.

LITLI STRÁKURINN OG HNÉÐ HJÁ BRYNDÍSI

– Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna Hvað spilaðir þú marga leiki í heild í efstu deild, hvað skoraðir þú mörg stig? Það er erfitt að fá mjög nákvæmt svar þar sem það vantar inní þessar tölur meistara meistaranna og aðra leiki fyrir utan deildina og sjálfan úrslitaleikinn í bikarnum og eins er það með stigin. En ég spilaði 364 deildarleiki og níu bikarúrslitaleiki og þá vantar inn í það heildarfjöldann fram að úrslitaleik sem ég er ekki með. Stigin urðu 4033 í deildinni en ég er ekki með heildina. Eftirminnilegasti leikurinn? Það eru margir leikir eftirminnilegir og erfitt að velja en þegar ég varð Norðurlandameistari með U16 2004 kemur upp í hugann. Þau árin sem ég vann tvöfalt var alltaf góð tilfinning og þá sérstaklega úrslitakeppnin við Hauka 2016, hún var mögnuð. Verð líka að nefna landsleikinn við Ungverjaland hér heima í febrúar 2016 sem við unnum, það var góð tilfinning.

Bryndís með myndina flottu frá Keflvíkingum. Ingvi Hákonarson, formaður deildarinnar, afhenti henni myndina. VF-mynd/hilmar „Það er kannski engin ein sérstök ástæða svo sem af hverju ég ákvað að leggja skóna á hilluna núna. Það er margt sem spilar inn í. Það fer mikill tími í þetta eins og allir vita sem eru í íþróttum og ég er með einn lítinn strák sem mig langar að geta eytt frítíma mínum með. Einnig lítur hnéð ekkert sérlaga vel út að innan svo þetta var bara flott tímasetning til þess að hætta,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, ein fremsta körfuboltakona Keflavíkur til margra ára. Bryndís fékk af því tilefni afhenta mynd eftir Stefán Jónsson sem hefur gert margar myndir fyrir félagið sem leikmenn hafa fengið afhentar á sérstökum tímamótum. Þetta er gömul og skemmtileg hefð hjá félaginu. Bryndís hefur átt langan og farsælan feril með Keflavík og hún lék 45 landsleiki, varð fjórum sinnum Íslandsmeistari, þrisvar sinnum bikarmeistari og fimm sinnum deildarmeistari með Keflavík. Þá var hún átta sinnum valin í úrvalslið ársins í efstu deild kvenna og svo á hún bæði Íslandsmeistaratitil og bikar með Snæfelli sem hún lék með í tvö ár. Hver var fyrsti leikurinn þinn og hver var síðasti? Ég er ekki alveg klár hver var fyrsti leikurinn minn. Það er svo langt síðan það var en hann var spilaður

haustið 2003. Síðasti leikurinn minn í deildinni var spilaður á móti Val í úrslitakeppni en allra síðasti leikurinn minn var á móti Kýpur 1. júní 2019 á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.

Erfiðasti mótherjinn? Það kemur engin upp svona í fljótu bragði, kannski bara Birna Valgarðs. Það var alltaf erfitt að dekka hana á æfingum öll þessi ár sem við spiluðum saman. Hvernig líst þér á Keflavíkurliðið í dag og framtíð kvennaboltans hjá þínu gamla liði? Auðvitað líst manni alltaf vel á liðið sitt en það vantar samt sem áður alltaf leikmenn sem er tilbúnir að taka af skarið og láta í sér heyra. Við þurfum jafnt leikmenn með góða tækni og karaktera sem eru tilbúnir að henda sér á eftir öllum boltum og öskra á liðið áfram.

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Fleiri öfluga og málsmetandi talsmenn

Einhvern veginn poppar oft upp í hugann, í tenglsum við kísilverið í Helguvík, hvort fulltrúarnir okkar úr Suðurkjördæmi, sem sitja á Alþingi, eru eitthvað að hugsa um heilsufarsafleiðingar útblásturs eiturefnanna ef verksmiðjan verður ræst að nýju. Þeir voru í upphafi eins og við hin, auðtrúa á að menguninn sem kæmi frá verksmiðjunni væri minniháttar og gerðu sér ekki grein fyrir, frekar en sérfræðingar Umhverfisstofnunar, hversu sterk og áþreifanleg eituráhrifin frá jarðefnabrennslunni, sem fylgir kísilframleiðslunni eru. Það sama á líklega við um samvisku þingmanna Norðaustur kjördæmis, vegna kísilversins á Bakka, en þessa dagana þurfa Húsvíkingar að bíta úr nálinni með þann gjörning.

Hugsað um afleiðingar.

Við erum að tala um afdrif fjölmennasta bæjarfélags Suðurkjördæmis. Við erum að tala um góða viðbót við eina alvarlegustu loftlagsvá samtímans. Við erum að tala um kol og aðra jarðefnabrennslu, sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu. Við erum að tala um stöðugan útblástur eiturefna út í andrúmsloft rúmlega 20 þúsunda manna (og málleysingja) samfélag. Við erum að tala um gamlingja, veikburða einstaklinga og börnin okkar, sem verða verst úti vegna mengunarinnar frá jarðefnabrennslunni. Við erum að tala um 5 manna samviskulausa stjórn í bankastofnun í Reykjavík, sem ætlar eins fljótt og auðið er að selja starfsleyfið, sem þeir sækjast eftir, til hæstbjóðanda og helst með góðum hagnaði. Við erum að tala um bankastarfsmenn, lögfræðinga og verkfræðinga, sem hafa enga reynslu eða praktíska þekkingu á rekstri kísilvers. Við erum að tala um gamlan fagurgala, sem aftur mun snúast upp í martröð fyrir íbúa Reykjanesbæjar.

Máttleysið og varnarleysið er allsráðandi.

Í dag er um að ræða tvö kísilver, sem eru búin að gefa okkur smjörþefinn af því sem vænta má. Annað í Helguvík‚ sem við viljum ekki að fái aftur starfsleyfi. Hitt er á Bakka við Húsavík og við sjáum að berst við alveg sömu mengunar vandamál og voru í Helguvík. Um er að ræða tæpan fjórðung kosningarbærra íbúa Reykjanesbæjar, sem hafa farið fram á íbúakosningu, sem var slegin út af borðinu og sögð vera ómarktæk af lögfræðingnum. Um er að ræða

bæjarfulltrúa, sem gelta eins og hvolpar á ferlíkið, en þora ekki að standa með umbjóðendum sínum, þó um sé að ræða vísan meirihluta, sem ekki vill að þessi mengandi stóriðja hefjist aftur í Helguvík. Um er að ræða máttlaust og varnarlaust stjórnsýslu- og eftirlitskerfi, sem engann þrótt hefur til að standast þrýsting fjármála- og stjórnlagafræðinga sem herjar á verklag og skipulag þeirra.

Þungur er þegjandi róður.

Við erum að tala um að samfélagið á Suðurnesjum þurfi fleiri öfluga og málsmetandi talsmenn til að leggjast á árar með íbúum Reykjanesbæjar. Við erum að tala um fólkið á Alþingi, sem hefur skoðun á öllum sköpuðum hlutum, en þegir nú þunnu hljóði. Við erum að tala um alþingismennina, sem óskuðu eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar og biðjum þá að bera saman niðurstöðu hennar við framvindu stjórnsýslunar á þessu nýja starfsleyfi. Við erum að tala sérstaklega um fulltrúa Suðurkjördæmis á Alþingi, þau Pál, Sigurð Inga, Birgi, Ásmund, Ara Trausta, Oddnýju G., Silju Dögg, Karl Gauta, Vilhjálm og Smára, sem við vitum ekkert hvað hugsa í þessu máli. Við erum að tala um að þungur er þegjandi róður. Reykjanesbæ 21 okt. 2019 Tómas Láruson.

200 ára fæðingarhátíð

Bryndís í eldlínunni í úrslitakeppninni á síðasta tímabili.

ER BÍLLINN BEYGLAÐUR? Hann verður eins og nýr hjá okkur

Við vinnum fyrir öll tryggingafélög!

Smiðjuvöllum 6 - Reykjanesbæ Sími 421-3500 – retting@simnet.is

Nú um helgina munu milljónir manna um allan heim halda hátíðlegt 200 ára fæðingarafmæli Bábsins, annars af tveimur höfundum b a h á ’ í - t r ú a r i n n a r. Bahá’í-samfélögin á Íslandi taka þátt í þessum hátíðarhöldum og við hér í Reykjanesbæ viljum minnast dagsins með því að bjóða bæjarbúum til kvikmyndasýningar og kaffiveitinga mánudaginn 28. október. Afmælishátíðin verður haldin í Bahá’í-miðstöðinni Túngötu 11 og hefst kl. 20. Fjallar verður um Bábinn og kvikmyndin „Lýsir af degi“

sýnd um líf hans og boðskap. Í Reykjanesbæ er 30 manna bahá’ísamfélag en íslenska bahá’í-samfélagið telur um 400 manns. Bahá’ísamfélagið er rótgróið íslensku þjóðfélagi, tekur virkan þátt í samtrúarstarfi með öðrum trúfélögum og hefur átt gott samstarf við fjölmörg samtök og einstaklinga sem vinna að því að efla og bæta íslenskt samfélag.

Nánari umfjöllun Eðvarðs T. Jónssonar um 200 ára færðingarafmæli Bábsins er á vef Víkurfrétta, vf.is

Ókeypis námskeið fyrir félaga í VSFK – Samstarf milli VSFK, MSS og Starfsafls

Nú er haustið gengið í garð og margir huga að frekari fræðslu. Erlenda starfsfólkið okkar hugar að tungumálanámi, margir vilja sækja fræðslu í sínu fagi til að styrkja sig í starfi, aðrir farnir að huga að eftirlaunaárunum og vilja skoða hvernig er best að haga málum þar. Hjá VSFK sjáum við þessa þörf og þennan áhuga og höfum þvi gengið til samstarfs við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) og Starfsafl til að bjóða upp á gjaldfrjálst nám fyrir félagsmenn okkar til frekari hvatningar. Starfsafl er fræðslusjóður í eigu VSFK, Eflingar og Verklýðsfélagsins Hlífar og hefur styrkt félagsmenn til náms. Sem dæmi um námskeið sem verða í boði er réttindafræðsla vegna réttinda á vinnumarkaði, fræðsla um lífeyris-

sjóði, starfslokanámskeið, námskeið um samskipti á vinnumarkaði og fleira. Leitast verður við að hafa sem flest námskeiðin á íslensku, ensku og pólsku. Á næstu dögum verður bæklingur sendur til félagsmanna með upplýsingum um nám og námskeið sem verða í boði. Eins verður hægt að nálgast þessar upplýsingar á heimasíðu félagsins, www.vsfk.is, og á fésbókarsíðu félagins. Að auki verða námskeiðin auglýst í Víkurfréttum. Að sjálfsögðu verður áfram boðið upp á endurgreiðslu vegna annars náms þar sem við lítum á þetta sem viðbót við þá þjónustu sem við erum að veita. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 24. október 2019 // 40. tbl. // 40. árg.

Siggi Raggi og Eysteinn saman með Keflavík

15

Keflvíkingar heitir en kuldi hjá Grindavík og Njarðvík

Siggi Raggi: „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma inní öflugt þjálfarateymi Keflavíkur og starfa með Eysteini við að byggja upp Keflavíkurliðið og byggja á þeim grunni sem hefur verið lagður hér síðustu ár. Það eru spennandi tímar framundan í Keflavík og ég er sannfærður um að áður en langt um líður verður liðið tilbúið til að berjast meðal þeirra bestu. Hér er mikill efniviður og gott umhverfi til að ná árangri.“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn sem annar aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur til næstu þriggja ára. Hann mun starfa við hlið Eysteins Húna Haukssonar sem hefur verið aðalþjálfari liðsins síðasta eina og hálfa tímabil og aðstoðarþjálfari þar á undan. Auk þess að vera annar aðalþjálfara meistaraflokks karla verður Sigga Ragga falið að halda utan um önnur verkefni sem viðkoma þjálfun á öllum stigum uppeldisstarfsins sem Keflavík leggur ríka áherslu á. Sigurður Ragnar er fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðs Íslands og kom því tvisvar í úrslitakeppni Evrópumótsins, hann á auk þess stóran þátt í að koma kvennaknattspyrnu á þann stall sem hún er komin á í dag. Þá var Sigurður Ragnar aðstoðarþjálfari Lilleström í tvö ár, hefur þjálfað knattspyrnulið ÍBV í efstu deild auk þess að þjálfa félagslið og kvennalandslið Kína undanfarin ár. Síðastliðin tvö ár hefur Sigurður haldið

fjölda fyrirlestra fyrir íþróttafólk og fyrirtæki um hvað þarf til að ná árangri. Sigurður er íþróttafræðingar að mennt með meistarapróf í íþróttasálfræði og hefur tekið EUFA Pro-þjálfaragráðu sem er æðsta stig þjálfaramenntunar sem hægt er að sækja. Sigurður kemur í þjálfarateymi Keflavíkur í kjölfar brotthvarfs Mílans Stefáns Jankovic sem var aðstoðarþjálfari Keflavíkur síðasta sumar í Inkasso-deildinni.

Eysteinn Húni: „Það er ánægjulegt að Siggi sé kominn til starfa hjá Keflavík og miðað við mín fyrri kynni af honum, störfum hans og vinnubrögðum, þá smellpassar hann inn í okkar prógram. Ég er alveg klár á því að þessi ráðning á eftir að hafa mikil og góð áhrif á félagið í heild.“ Sigurður Garðarsson, formaður Keflavíkur: „Við erum mjög ánægð í Keflavík að fá Sigga Ragga til starfa með okkur. Hann hefur unnið mörg afrek á sínum ferli og náð árangri sem tekið er eftir. Það er þannig fólk við við viljum hafa í Keflavíkurliðinu. Siggi Raggi kemur með nýjar áherslur í uppbyggingarstarfið og ég tel að við séum að búa til gríðarlega öflugt þjálfarateymi sem getur náð því besta úr leikmannahópnum okkar.“

Þriðji nágrannaslagurinn í Domino’s-deildinni í körfu verður í þessari viku þegar Njarðvíkingar heimsækja Grindvíkinga á föstudagskvöld. Bæði liðin hafa verið ósannfærandi í upphafi móts, Grindavík tapað öllum þremur og Njarðvík tveimur af þremur og hafa strax sent einn útlendinginn heim. Keflvíkingar eru með montréttinn á Suðurnesjum um þessar mundir og hafa sigrað í öllum leikjunum þremur. Þeir unnu Njarðvík í nágrannaslagnum í Blue-höllinni 88:84 og var sigurinn talsvert öruggari en tölurnar gefa til kynna. Í sömu umferð tapaði Grindavík fyrir Haukum á útivelli. Keflavík fer í Garðabæinn í næstu umferð en Stjarnan hefur ekki flogið hátt í upphafi móts.

Keflavíkurstúlkur mæta stjörnuliði Vals

Keflavíkurstúlkur hafa byrjað Domino’s-deildina vel en þær grindvísku hafa verið í vandræðum. Keflavík á stórleik í þessari viku gegn stjörnuliði Vals. Allt um það á vf.is. Í 1. deild kvenna eru öll Suðurnesjaliðin með lið, Njarðvík, Keflavík-b og Grindavík-b. Öll liðin sigruðu í síðustu umferð. Keflavík-b og Njarðvík eru í 1.–4. sæti með fjögur stig en Grindavík næst á eftir með tvö stig.

Fimm Íslandsmeistarar í brasilísku Jiu-Jitsu Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ). Sleipnir sendi nítján keppendur til leiks að þessu sinni en í heildina tóku 200 keppendur þátt í mótinu. Gunnar Örn Guðmundsson, Rinesa Sopi, Daníel Dagur Árnason og Hrafnkell Þórisson lentu í þriðja sæti í sínum flokkum. Fenrir Frosti Guðmundsson, Daníel Örn Skaptason og Nderina Sopi urðu önnur í sínum flokkum. Víkingur Sigurðsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Kristina Podolyna, Helgi Þór Guðmundsson og Jóhannes Pálsson

ATVINNA

sigruðu sína flokka og urðu Íslandsmeistarar. Það gerist ekki oft að systkin vinni til verðlauna á svona mótum en að þessu sinni kepptu fjórir bræður og tvær systur fyrir hönd Reykjanesbæinga. Systurnar báðar og þrír bræðranna unnu til verðlauna, þar af varð einn Íslandsmeistari.

óskum eftir

BIFVÉLAVIRKJA til starfa.

TVEIR NJARÐVÍKINGAR MEÐ LANDSLIÐINU TIL FINNLANDS Þeir félagar Daníel Dagur Árnason og Ingólfur Rögnvaldsson úr júdódeild UMFN fara með unglingalandsliði Íslands í júdó til Finnlands um helgina þar sem þeir munu keppa á Opna finnska meistaramótinu í júdó. Þeir hafa verið í ströngum æfingum, bæði með Njarðvík og Ármanni, til að undirbúa sig fyrir mótið. Strákarnir

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

keppa báðir í tveimur flokkum, Ingólfur í -66 kg flokki 18 ára og yngri og 20 ára og yngri, Daníel keppir í -55 kg flokki 18 ára og yngri og 20 ára og yngri.

Iðavellir 9c // 230 Reykjanesbær // Sími: 421 8085 // Neyðarsími: 857 9979 bilaver@bilaver.is // www.bilaver.is

Þeir Ingólfur og Daníel brugðu á leik fyrir ljósmyndara.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

GEYMSLUPLÁSS Til leigu geymslupláss fyrir ferðavagna, báta o.fl. Áhugasamir sendið tölvupóst á idex@idex.is

SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu Mjög góð stúdíóíbúð til leigu í Grindavík. Upplýsingar í síma 844-8342.

Svala Berglind Robertson, hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í krabbameins- og líknarhjúkrun ásamt sálgæslu, býður upp á viðtöl fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Bæði er um að ræða einkaviðtöl eða hópfundi. Þetta er öllum að kostnaðarlausu. Bókið viðtal í síma 421-6363 á þriðjudögum og fimmtudögum milli 12 og 16 eða á sudurnes@krabb.is.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

FRÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA

Einn, tveir .. Nei, hvaða helvítis fífli datt þetta í hug?

LOKAORÐ

SUÐUR MEÐ SJÓ

MUNDI

Örvar Þ. Kristjánsson

Vöndum okkur

Gestir SUÐUR MEÐ SJÓ á þessu hausti eru m.a. Una Steinsdóttir, Axel Jónsson og Sigurður Ingvarsson.

MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Við kynnum ykkur fleiri gesti þegar nær dregur. Viðtalið við Ingu Karlsdóttur úr fyrsta þætti haustsins er á vf.is

SUÐUR MEÐ SJÓ

Öll könnumst við það að hlaupa á okkur, það er partur af mannlegu eðli. Mamma mín sagði mér alltaf að reyna að anda djúpt og telja upp að tíu þegar ég væri reiður því menn tækju sjaldnast rökréttar ákvarðanir í þeim ham. Því miður fór ég ekki alltaf eftir ráðum mömmu en í þau skipti sem ég hef gert það þá hefur þessi tækni virkað. Á það nefnilega til að vera ansi fljótur upp (dómharður) og geri hluti sem ég hef séð eftir en sem betur fer hef ég þroskast með aldrinum. Netvæðingin hefur gefið nánast öllum tækifæri til þess að láta eigin skoðanir í ljós á hverju sem er. Hér áður fyrr ræddu menn öll þau mál sem báru hæst hverju sinni á kaffistofunum eða jafnvel í heitu pottunum og þá augliti til auglitis. Á þann hátt sem samskipti gerast best. Með öllum samfélagsmiðlunum í dag þá fer þjóðmálaumræðan oft fram af mikilli heift og margir sem hlaupa hressilega á sig. Oftar en ekki er þetta frekar saklaust en það er ákaflega dapurt þegar fullorðið fólk fer í skotgrafirnar með mjög ljótum orðum og persónulegum níð sem það myndi sjaldnast eða aldrei þora að segja við viðkomandi í eigin persónu (yfirleitt samt illskiljanlegt því þeir verstu kunna yfirleitt ekki að stafsetja.) Þekki örfáa sem telja til dæmis athugasemdakerfi fjölmiðlanna hafa bætt þjóðmálaumræðuna, þvert á móti. Gleymi því seint þegar það kom frétt um mann sem var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni en sá starfaði við nudd. Kona ein á besta aldri setti athugasemd og sagðist hafa farið til hans í tugi ára og aldrei upplifað neitt misjafnt. Sá næsti sem setti athugasemd skrifaði einfaldlega að af profile mynd hennar að dæma væri hún það ljót að það væri ekkert skrítið að hann hefði látið hana eiga sig! Það er ekki öll vitleysan eins og það þarf mikið til þess að ég missi andlitið. Þessu var sem betur fer eytt en skjáskot gengu manna á milli lengi vel, þessum ágæta manni eflaust til lítillar gleði, eða fjölskyldu hans. Tók það að mér fyrir nokkru að vera „admin“ á ansi skemmtilegri Facebook-síðu sem tengist mínu helsta áhugamáli körfubolta og þar hafa stundum komið upp atvik þar sem menn æða fram á ritvöllinn í miklum „ham“ og láta orð falla sem betur hefðu verið ósögð. Oftast dugar það að senda viðkomandi línu og yfirleitt sér sá aðili að sér en í sumum tilfellum þá er þarna fólk úti sem einfaldlega ætti ekki að vera með aðgang að internetinu. Það sem fer á netið hverfur nefnilega aldrei. Teljum upp að tíu og vöndum okkur, við erum fyrirmyndir og eftir höfðinu dansa limirnir.

Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA

SUÐUR MEÐ SJÓ

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 40. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 40. tbl. 2019

Víkurfréttir 40. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 40. tbl. 2019