__MAIN_TEXT__

Page 1

Hreysti og heilsa

Fólkið hans Janusar

Suðurnesjamagasín fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 7.490 kr/mán.

Réttir í Grindavík

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

Réttað var í Þórkötlustaðarrétt við Grindavík um síðustu helgi. Frístundabændur úr Grindavík, Vogum og Suðurnesjabæ smöluðu fé sínu í réttirnar þar sem það var dregið í dilka. Nánar í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld.

Vísir og Þorbjörn sameinast í nýjum sjávarútvegsrisa

Skurðstofur HSS teknar niður

❱❱ Ekki fýsilegt að uppfæra skurðstofurnar og nýta af Landspítala ❱❱ Síðasta aðgerð í nóvember Skurðstofur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verða ekki notaðar sem slíkar um fyrirsjáanlega framtíð og heilbrigðisráðherra hefur því samþykkt að skurðstofurnar verði teknar niður. Skurðaðgerðum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var hætt fyrir um áratug síðan. Önnur skurðstofan hefur verið leigð út til einkaaðila. Hann mun gera síðustu aðgerðir sínar á skurðstofunni í nóvember næstkomandi.

„Á síðustu árum hefur stofnunin haft tekjur af útleigu á annarri skurðstofunni en hefur einnig þurft að taka á sig viðbótarkostnað á móti. Nú er svo komið að ef ætlunin væri að halda starfsemi á skurðstofum gangandi, hvort sem það væri á vegum HSS, Landspítala eða aðila í einkarekstri eins og nú er, þyrfti að ráðast í kostnaðarsamar fjárfestingar við að uppfæra nauðsynlegan tækjabúnað. Slíka fjármuni á HSS ekki til,“ segir í pistli sem Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifar á vef HSS. „Gerðar voru athuganir á því hvort fýsilegt væri að uppfæra búnað skurðstofanna með það fyrir augum að nýta þær fyrir Landspítala. Þá kæmu áhafnir frá LSH til okkar til að fram-

kvæma svokallaðar dagaðgerðir. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að það reyndist ekki vera fýsilegt. Þá var einnig athugað hvort Landspítali gæti nýtt eitthvað af tækjabúnaði skurðstofanna hjá sér og það reyndist heldur ekki vera,“ skrifar Markús jafnframt. Forstjórinn segir að hins vegar verði athugað hvort búnaðurinn gæti nýst öðrum stöðum í húsnæði HSS og loks verður athugað hvort aðrar heilbrigðisstofnanir geti nýtt eitthvað af honum. Markús segir í pistlinum að mikil not séu fyrir það rými sem nú er notað undir skurðstofurnar, enda hefur húsnæðisskortur þrengt verulega að grunnstarfsemi HSS, heilsugæslu og bráðamóttöku, síðustu ár.

Fulltrúar HSS áttu fund með Ríkiseignum á dögunum um framtíðarsýn húsnæðismála og næstu skref verða þau að húsnæðisnefnd Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mun vinna málið áfram með aðkomu Ríkiseigna og þeirra deilda sem breytingarnar taka til. Að fengnum niðurstöðum nefndarinnar mun HSS ráða arkitekt til að fullmóta tillögur sem verða lagðar fyrir Ríkiseignir, sem mun bera bróðurpartinn af fyrirhuguðum kostnaði við endurbæturnar. „Það er ljóst að mörgum mun finnast sjónarsviptir af því að leggja skurðstofurnar alfarið niður en takmark stjórnenda og starfsfólks HSS verður að vera að standa vörð um grunnþjónustuna við íbúa, heilsugæsluna

og bráðamóttökuna og þar eru húsnæðismálin helsta áskorun okkar. Bæði er það með beinum hætti, þar sem vöxturinn í þjónustuþörf á svæðinu hefur sprengt núverandi húsnæði utan af sér, og ekki síður með óbeinum hætti þar sem aðstaða og góður húsakostur er lykilatriði í að bæta fleira fagfólki við okkar góða hóp og bæta þjónustu við Suðurnesjafólk og gesti okkar. Það er von mín að þessar aðgerðir muni loks höggva á hnútinn sem hefur haldið aftur af HSS í hartnær áratug og að innan tíðar verði hægt að sjá merkjanlegan mun á þeirri þjónustu sem við á HSS getum veitt hér í heimabyggð,“ segir Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS, í pistlinum.

Hafnar eru viðræður eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. um að leggja eignir félaganna inn í nýtt fyrirtæki og standa saman að rekstri nýs sjávarútvegsfyrirtækis í Grindavík. Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyrirtæki, svipuð að stærð og hafa unnið talsvert saman, eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi. Ef af verður, verður nýtt félag með rúmlega 44.000 tonn af aflaheimildum, um það bil 16 milljarða króna veltu og vel yfir 600 manns í vinnu. Markmið eigenda félaganna, sem allir verða áfram hluthafar, er að búa til nýtt og kröftugt fyrirtæki sem jafnframt getur fylgt eftir tækninýjungum og svarað aukinni kröfu markaðanna. Einnig mun hið nýja fyrirtæki tryggja bolfiskvinnslu og styrkja samfélagið í Grindavík enn frekar. Áætlað er að samruni af þessu tagi taki allt að þremur árum og er ekki reiknað með uppsögnum í tengslum við hann, þó má að sjálfsögðu gera ráð fyrir breytingum á útgerðarháttum og mögulega einhverjum tilfærslum á störfum á þeim tíma. Gangi viðræður um stofnun nýs félags samkvæmt áætlun, má búast við að það taki til starfa um áramótin en þangað til verður rekstur fyrirtækjanna tveggja óbreyttur.

Combo tilboð Opnum snemma lokum seint

299 kr/stk

Kaffi og croissant með súkkulaði og hnetum

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

Stækka flughlöð og koma upp gistiaðstöðu á öryggissvæðinu Tillaga að deiliskipulagi fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli er nú til meðferðar hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjanesbæ. Öryggissvæðið er það svæði við Keflavíkurflugvöll þar sem Landhelgisgæsla Íslands annast daglegan rekstur í umboði utanríkisráðuneytisins. Óskað var eftir umsögn Reykjanesbæjar vegna deiliskipulags öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins var umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. Hér að neðan má sjá nokkrar upplýsingar um hluta af því sem til stendur að gera á öryggissvæðinu skv. deiliskipulagstillögunni.

Flughlað og svæði fyrir hættulegan farm

Flughlað á vestursvæði, norðan við Sveinsvöll, er í dag um 10 ha. Heimilt er að stækka hlað innan afmörkunar, fyrir nýja vegi og hlöð, um allt að 20 ha. Heimilt er að nota svæðið sem flughlað og sem svæði fyrir hættulegan farm, segir í tillögunni. Heimilt er byggja þjónustubyggingar á einni hæð á byggingarreit 1, allt að 5 m að hæð frá botnplötu, sunnan við núverandi flughlað.

Skammtíma gistiaðstaða

Svæði er fyrir skammtíma gistiaðstöðu er sunnan við Sveinsvöll. Svæðið er um 18 ha að stærð. Forsenda stærðar er að hægt sé að koma fyrir allt að 1.000 manneskjum í skammtíma gistiaðstöðu, sem tengjast öryggis- og varnartengdum verkefnum samanber þjóðréttarskuldbindingar

Íslands. Svæðið er afmarkað til þess að áætlun fyrir svæðið sé til staðar ef til þess komi að þörf verði fyrir nýtingu þess. Svæðið er ætlað fyrir æfingar eða sem neyðarúrræði fyrir atvik sem gætu komið upp vegna nýtingar svæðisins í tengslum við öryggis- og varnartengd verkefni. Gert er ráð fyrir að innan byggingarreits á austurhluta svæðisins sé heimilt að byggja eldhúsaðstöðu, salernisaðstöðu og annan aðbúnað fyrir þau sem gista á svæðinu. Heildar byggingarmagn á byggingarreit er allt að 1.000 m2. Á svæðinu er heimilt að setja gáma, tjöld eða annarskonar tímabundnar einingar. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði rotþró, hreinlætisaðstaða, götur, raflagnir og tilheyrandi dreifikerfi, segir í tillögunni.

Gistisvæði á austursvæði

Á deiliskipulagsuppdrætti er skilgreint gistisvæði, sem er svæði fyrir mannvirki til tímabundinnar dvalar, fyrir gesti sem tengjast öryggis- og varnartengdum verkefnum, samanber þjóðréttarskuldbindingar Íslands.

Uppdráttur úr deiliskipulagstillögunni sem sýnir það svæði þar sem ráðist verður í uppbyggingu. Á svæðinu eru skilgreindir 13 byggingarreitir, 4 fyrir nýjar byggingar og 9 reitir þar sem þegar eru byggingar og heimilt er að auka byggingarmagn. Á byggingarreitum sem skilgreindir eru í diliskipulagstillögunni er heimilt að byggja eitt fjölbýlishús, allt að tvær hæðir með allt að 70 gistieiningum,

ásamt minni byggingum á einni hæð sem tengjast nýtingu svæðisins þar sem við á, svo sem skúra og geymslurými. Forsendur staðsetningar nýrra byggingarreita á austursvæði er að þétta byggð á svæðinu, þannig að nýjar gistieiningar séu í nágrenni og sam-

hengi við eldri byggð, og í nágrenni við þjónustubyggingu. Lögð er áhersla á að á gistisvæði verði gott net göngustíga. Sérstaklega skal hugað að því að mannvirki fyrir gistieiningar séu vel tengd við þjónustubyggingu.

SPURNING VIKUNNAR

Hvað gerirðu þér til heilsubóta? Einar Þ. Magnússon:

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Frá afhendingu fósturhjartsláttaritans.

Kvenfélag Grindavíkur gaf Ljósmæðravakt HSS hjartsláttarrita Ljósmæðravaktin á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk sannarlega veglega gjöf á dögunum þegar fulltrúar frá Kvenfélagi Grindavíkur afhentu deildinni fósturhjartsláttarita að verðmæti 1.500.000 króna. Tækið mælir hjartslátt fósturs sem og tíðni og lengd samdrátta hjá móður og kemur í stað tækis sem hefur verið notað í 25 ár. „Við ljósmæður viljum þakka fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem seint verður fullþökkuð. Okkur þykir mjög vænt um að Kvenfélag Grindavíkur sé að styðja svo vel við Ljósmæðravaktina,“ sagði Jónína Birgisdóttir yfirljósmóðir þegar hún þakkaði kvenfélagskonum innilega fyrir gjöfina. Jónína bætir því við að með þessu nýja tæki sé ljósmæðravaktin að færast yfir

í nútímann. Tækið tengist við tölvu og getur vistað ritin rafrænt, sem er umhverfisvænt og sparar pappírsnotkun, en býður einnig upp á bætta þjónustu við skjólstæðinga deildarinnar. Með því að hafa ritin rafræn er hægt að senda hjartsláttarrit rafrænt til frekari skoðunar hjá sérfræðingum á kvennadeild LSH. Tækið er ekki aðeins notað í fæðingum heldur líka á meðgöngunni, t.d. fyrir konur sem eru með einhverja áhættuþætti á meðgöngu.

Tímabundið skert þjónusta á Ljósmæðravakt HSS Vegna óviðráðanlega aðstæðna og manneklu á Ljósmæðravakt getur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ekki haft deildina opna á næturnar til mánaðarloka hið minnsta. „Við viljum benda konum sem þurfa á aðstoð eða ráðgjöf að halda á lokunartíma, að leita til kvennadeildar Landspítalans í síma 543 1000 eða

slysa og bráðamóttöku HSS í gegnum neyðarlínuna í síma 112,“ segir í tilkynningu frá HSS. Lokun fram að mánaðarmótum: Á virkum dögum frá 00.00 til 8.00 Um helgar frá kl. 20.00 til 8.00 ATH - Þjónusta deildarinnar verður annars með óbreyttu sniði.

„Ég labba á hverjum einasta degi, svona átta til níu kílómetra greitt um bæinn. Svo geng ég á Þorbjörn oftar en einu sinni í viku, labba hratt upp fjallið en það er þolþjálfun mín. Ég byrjaði á þessu um áramót en ég var áður í hefðbundinni líkamsrækt innandyra og langaði í tilbreytingu. Ég er heldur betur að koma mér í form á þennan hátt, búinn að missa mörg kíló með þessari hreyfingu frá áramótum. Þetta er líka bara svo gaman, ég fer út í öllu veðri og finnst skemmtilegast að takast á við allskonar veður.“

Freydís Björgvinsdóttir:

„Ég fer í ræktina, lyfti og geri brennsluæfingar sex sinnum í viku. Ég er bakveik og þetta hjálpar mér. Markmið mitt á hverjum degi er að ná 10.000 skrefum og missa 1.000 kaloríur. Eftir að ég byrjaði í ræktinni fyrir ári síðan þá líður mér svo miklu betur andlega og líkamlega.“

Lovísa Dröfn Ásgeirsdóttir:

„Ég fer í ræktina, út að hjóla, labba og allskonar. Byrjaði aftur fyrir nokkrum mánuðum. Mér líður ótrúlega vel og finn mikinn mun á mér.“

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


Afsláttur til félagsmanna

30% afsláttur af öllu sem bakað er á staðnum Afsláttur gildir frá 26. – 29. september í verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar.

-30%


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

Féll á andlitið í flugstöðinni Lenda þurfti flugvél frá American Airlines á Keflavíkurflugvelli í vikunni sem leið vegna veikinda farþega. Vélin var í áætlunarflugi frá Chicago til Venice á Ítalíu. Læknir var um borð og leit hann til með sjúklingnum þar til að lent var í Keflavík. Farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Þá var lögreglu í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum tilkynnt um einstakling sem dottið hafði á andlitið í brottfararsal. Hafði viðkomandi hrasað um ferðatösku og ekki náð að bera hendurnar fyrir sig. Farþeginn hlaut skrámur, en ekki alvarlegar, og hélt áfram för sinni eftir að hafa fengið aðhlynningu á staðnum.

Ferðakaupstefnan Vestnorden haldin í Reykjanesbæ haustið 2020 Vestnorden ferðakaupstefnan mun fara fram í Reykjanesbæ 6. - 8. október 2020. Frá þessu er greint á vef Íslandsstofu. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert ár á Íslandi. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem haldinn er í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta verður í 35. skipti sem Vestnorden fer fram. Hún hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu, en búast má við að 600-700 manns taki þátt í ferðakaupstefnunni. „Vestnorden er mikilvægur vettvangur fyrir ferðaþjónustu

þessara þriggja landa. Hingað koma ferðaheildsalar frá öllum heimshornum til að stofna til eða styrkja sambönd við íslenska, grænlenska og færeyska ferðaþjónustuaðila. Við sjáum þess merki á hverju ári hvernig ferðaþjónustan hefur eflst og þróast og það er gaman að fá að vera partur af því,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður sviðs áfangastaðarins hjá Íslandsstofu. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir á vef Íslandsstofu: „Það er okkur mikið gleðiefni að að bjóða gesti og aðstandendur Vestnorden 2020 velkomna til Reykjanesbæjar. Kaupstefnan mun gefa okkur tækifæri til að sýna hvað Reykjanesbær og Reykjanesið hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn og aðila í ferðaþjónustu. Sem hluti

af Reykjanes UNESCO Geopark, býður Reykjanesbær upp á fjölbreytta upplifun og afþreyingu hvort heldur sem er í gegnum söfn sín og menningu eða ægifagra náttúru. Við erum því full tilhlökkunar að taka á móti gestum Vestnorden 2020.“ Vestnorden fellur vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu þar sem áhersla kaupstefnunnar er að halda uppi merkjum um ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni ferðaþjónustunnar. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Vestnorden þegar hún er haldin hér á landi, en hún verður að þessu sinni haldin í góðu samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanesbæ, og aðra hagsmunaaðila enda um stóran viðburð að ræða.

Hafna tveimur hærri húsum í stað þriggja lægri Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur hafnað breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 81, 83 og 85 í Keflavík. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars lagði fram tillögu að breyttu deiliskipulagi, húsum verði fækkað úr þremur í tvö, en hækkuð í 8 til 9 hæðir. Umhverfis- og skipulagsráð segir að erindið samrýmist ekki stefnu um ásýnd bæjarins og erindinu því hafnað. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir þremur fimm hæða byggingum á reitnum, sem afmarkast af gömlu saltgeymslunni í norðri og tveimur sjö hæða fjölbýlishúsum í suðri.

Í erindi til skipulagsnefndar Reykjanesbæjar frá eigendum byggingafélagsins og arkitektum segir að þeim finnist þrjú hús á lóðinni standa full þröngt. Milli þeirra eru ráðgerðir 20 metrar og ef horft er til hinna nýju norðanmegin við sem eru allt að 9 hæða, mætti skoða hvort ekki ætti að horfa til að láta hin nýju hús aðeins vera „tvö“ en hærri en fyrirhugað er. Nýja tillagan gerir ráð fyrir 32 metrum á milli húsa og þau fari stighækkandi til norðurs og mæta þar með þeim takti sem er í gangi við sjávarsíðuna. Tillagan gerir ráð fyrir að þau fari frá núverandi 7 hæða húsum yfir í 7 hæðir og inndregna þakhæð og yfir í 8 hæðir og inndregna þakhæð með stórum svölum sem mæti þar með 9 hæða húsinu við Víkurbraut. Tillagan gerir ráð fyrir að fimm íbúðir séu á hverri hæð. Hönnuðir draga nyrsta húsið frá núverandi saltgeymslu og spyrja hvort nýta mætti það mannvirki sem „leikhús eða tröllahelli“ fremur en að brjóta burt. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að færa syðra húsið fjær Pósthússtræti 1. Heildarfjölda íbúða á hinum nýja reit er haldið sem fyrr í 81 íbúð. Óskað er að fá að hafa 47 bílastæði á jörðu við aðkomu frá Hafnargötu en 100 stæði í bílageymslu með innakstri frá Bakkastíg. Erindinu var hafnað.

Brúðargjöfum stolið úr ferðatösku Talsverðum verðmætum var stolið úr ferðatösku sem varð viðskila við eiganda sinn í flugi frá Manchester til Keflavíkur nýverið. Fyrir mistök hafnaði taskan í flugi til Munchen, í stað Keflavíkur, og var þar í nokkra daga áður en eigandinn fékk hana í hendur aftur. Greinilega hafði verið vandlega valið úr töskunni því teknar höfðu verið brúðargjafir, sparifatnaður og iPad meðal annarra muna. Ekki er vitað hvar þjófnaðurinn átti sér stað.

Stakk af frá ógreiddum reikningi Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni sem leið tilkynning um að viðskiptavinur hefði stungið af frá ógreiddum reikningi í Bláa lóninu. Lögreglumenn höfðu upp á manninum þar sem hann var lagður af stað burt og var honum snúið til baka. Eftir samræður við hann samþykkti hann að greiða reikninginn og var eftir það laus allra mála.

Dópaður og réttindalaus Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í síðustu viku vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist að auki vera án ökuréttinda. Annar ökumaður sem stöðvaður var hafði verið sviptur ökuréttindum og var það í fjórða sinn sem lögregla hafði afskipti af honum af þeim sökum. Fáeinir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningarnúmer fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Ökumaður sektaður um 150 þúsund kr. Ökumaður, í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem mældist á 134 km hraða um helgina þar sem hámarkshraði er 90 km þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt. Nokkrir til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu og fáeinir til viðbótar gerðust brotlegir við umferðarlög með öðrum hætti.


Brandenburg | sía Brandenburg | sía

ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 23.–29. SEPTEMBER 2019

DOMINOS.IS | 58 12345 | DOMINO’S APP


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Sigling undir Vogastapa

Sumir hafa aldrei séð sjó Ég vippa mér snaggaralega (að eigin mati) um borð og fer niður brattan stiga sem leiðir mig að farþegarýminu

og þar hitti ég fyrir Símon sem er að gera klárt fyrir siglinguna. Það eru fáir farþegar í dag en með í för

eru ljósmyndarar með það að markmiði að mynda Stapann frá sjó en myndirnar verða notaðar í bók um Reykjanes þar sem ægifegurð þess verður í aðalhlutverki. Þráinn Kolbeinsson ljósmyndari er að gera klárt en hann er nýfluttur til Grindavíkur, náði sér í konu þaðan og hefur verið

ÞREKGANGA MEÐ SÚREFNI Í KEFLAVÍK

að uppgötva Reykjanesið á ljósmyndaferðum sínum. Þá fylgist með Eyþór Sæmundsson verkefnastjóri miðlunar og markaðssetningar hjá Markaðsstofu Reykjaness sem hefur verið að kynna sér starfsemi Voga sjóferða enda nýtt fyrirtæki sem hefur mikla möguleika og er aðili í markaðsstof-

VIÐTAL

Það er frekar hægur vindur á þessum skýjaða föstudegi og á bryggjunni má sjá álengdar blámálaðan stálbátinn Særósu en hann er í eigu hjónanna Símonar Georgs Jónssonar og Sigrúnar Daggar Sigurðardóttur sem saman reka ferðaþjónustuna Vogasjóferðir.

Dagný Maggýjar dagny@vf.is

unni. Hlutverk Markaðsstofunnar er einmitt að markaðssetja afþreyingu

RÉTTIR Í GRINDAVÍK

Heilsa og hreysti

magasín SUÐURNESJA

fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Já, heilsa og hreysti eru fyrirferðarmikið efni í Suðurnesjamagasíni þessarar viku. Við kíkjum á fólkið hans Janusar í Reykjanesbæ, sláumst í för með slökkviliðsmönnum sem gengu um Keflavík í fullum klæðum með súrefniskúta á bakinu og förum í Þórkötlustaðarrétt í Grindavík þar sem við tókum frístundabændur tali. Þeir voru að smala í óblíðu veðri um síðustu helgi.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

á svæðinu og því best að kynna sér hana frá fyrstu hendi. Fljótlega bætist Sigrún í hópinn en hún er jafnframt háseti um borð. Eftir að búið er að fara yfir öryggismálin er siglt úr höfn.

Barinn var áður ræðupúlt sjálfstæðismanna

Hjónin stofnuðu fyrirtækið Vogasjóferðir árið 2017 og ári seinna keyptu þau bátinn en þá var hann í slipp í Njarðvík og leit ekki vel út. Báturinn er nefndur eftir tveimur yngri barna þeirra hjóna, Sævari og Rós. Þau unnu saman að því að gera bátinn upp sem var mikil vinna en í farþegarými má sjá sæti úr gamalli rútu og forláta bar sem þjónaði áður sem ræðupúlt hjá sjálfstæðismönnum í bænum. Þar er hægt að kaupa léttar veitingar á ferðunum. Farþegar eru helst frá Bandaríkjunum og Kanada og bjóða Vogarsjóferðir upp á hvalaskoðunarferðir, sjóstöng og nýjasta viðbótin er norðurljósaferðir. Þá má nefna útsýnisferðir og ferðir sem bæði henta fjölskyldum, vinnuhópum og vinnuferðum t.d. hópefli og óvissuferðir.

Menn hafa húkkað sjálfa sig

Ferðasumrinu er nú að ljúka og hefur það gengið vel að sögn Símonar. „Það er engin ferð eins og ýmislegt getur komið upp á, til dæmis hafa menn húkkað sig sjálfa og fleira,“ segir hann og hlær. „Það sem mér finnst magnað er að hingað kemur fólk í siglingu sem hefur aldrei séð sjó, hvað þá siglt.“ Símon hefur verið á sjó frá tólf ára aldri og finnst þetta því auðvitað merkilegt en nú er sjómannslífinu lokið og ferðamennirnir hafa tekið við af fiskunum. Þeir eru þó sem betur fer ekki settir á ís eða í aðgerð. Ferðirnar eru fjölbreyttar og hjónin eru opin fyrir því að brydda upp á nýjungum. „Við erum núna að skipu-

www.n1.is

7

leggja siglingu á Ljósanótt í Reykjanesbæ en þá gefst farþegum kostur á því að sjá flugeldasýninguna frá sjó og hlusta um leið á beina útsendingu frá stóra sviðinu. Við gerðum þetta í fyrra og fólkið var mjög ánægt,“ segir Símon.

Göngin undir berginu

Við skellum okkur upp á dekk, hátt bergið á Stapanum blasir við og Símon, sem er borinn og barnfæddur í Vogum, fer yfir nöfn og staðhætti. Hann segir mér söguna af því að undir berginu megi finna göng til Grindavíkur. „Það hafa verið þjóðsögur um þessi göng og fyrir nokkrum árum fannst hér lúða með öngli sem hafði víst verið veidd í Grindavík daginn áður, kunnugir segja ekki nokkra leið að lúðan hafi náð að synda svo langt á jafn stuttum tíma. Það er aldrei að vita,“ segir Símon og brosir. Góð saga engu að síður. Vogastapi rís 80 metra yfir sjó og liggur milli Voga og Njarðvíkur. Stapinn hét á landnámsöld Kvíkuvogsbjarg og er gróðurlítið en þar er mikið fuglalíf. „Það er ótrúlega gaman að sjá súluna þegar hún er að stinga sér ofan í sjóinn í leit að æti. Það var mikill hamagangur hér um daginn en nú sést engin súla,“ segir Sigrún. Það hefur þótt reimt á Vogastapa enda villtust þar margir fyrr á árum í hríðarveðri og náttmyrkri og ýmist hrapað fram af Stapanum eða orðið úti. Vildu menn ekki fara um Stapann að næturlagi væru þeir einir á ferð. Hver hefur ekki heyrt söguna um Stapadrauginn sem hauslaus húkkaði sér far á Reykjanesbrautinni. Svona í nýrri útgáfu af þjóðsögunni. Stapinn lítur þó sakleysislega út þar sem hann bylgjast í áttina að Njarðvík og í fjarska má sjá þétta byggðina í Keflavík.

Krabbar og bláskel

Símon stoppar bátinn, segist hafa séð torfu og býður okkur að taka veiðistangirnar og renna fyrir fisk. Á bátnum eru fjórar stangir og þegar vel veiðist gera þau að aflanum um borð og bjóða ferðamönnum að taka með heim. Sumir hafa meira segja tekið aflann með sér í flug heim aftur. Hvalaskoðunin hefur gengið vel og segjast hjónin sjást mest af hnísu og hrefnum nema þau fari lengra út t.d. á Garðskaga. „Annars hefur þetta mikið breyst frá því sem áður var, það er miklu meira af hval í sjónum núna en þegar ég var á sjó. Maður finnur að það er eitthvað að breytast í lífríkinu,“segir Símon. Veiðin er heldur dræm hjá okkur svo við siglum áfram og Sigrún bendir mér á bauju þar sem ræktuð er bláskel. Nokkru utar má sjá aðra og þar

eru krabbabúr. Matarkistan er því nýtt vel undir Stapa og stefna þau hjónin á það að bjóða upp á slíkar kræsingar í ferðunum næsta sumar. Það er ekki laust við að það sé komin frammistöðukvíði í mig og ég rifja upp í huganum dorgið á bryggjunni og rykki stönginni upp reglulega. Loksins gerist þó eitthvað, hann er á og mikið rétt, hef húkkað lítinn þorsk sem spriklar hressilega á leiðinni upp vonsvikinn yfir þessu ónæði. Ég smelli á hann kossi og skila honum til baka. En fljótlega er hann kominn á hjá félaga mínum, sá er miklu stærri og er tekinn með heim. Ljósmyndaranum létti, góð mynd í höfn og þorskurinn fer í smá myndatökur með veiðimanni.

Drónaslys

Við förum undir þiljur, orðið nokkuð kalt og hásetinn um borð býður upp

á kaffi. Það er gott að ylja sér á höndunum og ég nota tækifærið til að kíkja í stýrishúsið. Ljósmyndarinn er orðinn nokkuð áhyggjufullur á svipinn, það er komin meiri hreyfing á vindinn en nú á að setja drónann á loft og mynda Stapann úr lofti. Eftir nokkrar tilfæringar er gerð tilraun sem endar snögglega, dróninn fer upp, kastast í eina veiðistöngina og lendir sem betur fer í bátnum aftur. Þannig fór um sjóferð þá. Við snúum í land, Keilir gægist í fjarska undan Grímshóli en þaðan er gott útsýni og útsýnisskífa. Það er gott að stíga aftur á fast land, skimast eftir selnum sem að sögn þeirra hjóna hefst við i höfninni en hann lætur ekki sjá sig. Sný mér við og kveð Vogastapa áður en ég held í átt að bílnum. Vona að Stapadraugurinn húkki ekki far.

facebook.com/enneinn

Keyrðu á örygginu Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á n1.is

Michelin X-ICE

Michelin X-ICE NORTH 4

Michelin Alpin 6

Hljóðlát, naglalaus vetrardekk

Besta hemlun á ís, hvort sem dekkin eru ný eða ekin 10.000 km

Nýr mynsturskurður sem opnast eftir því sem dekkið slitnar

Betri aksturseiginleikar m.v. helstu samkeppnisaðila

Heldur eiginleikum sínum út líftímann

Ný APS gúmmíblanda tryggir gott grip í kulda Frábærir aksturseiginleikar

Hámarks grip með sérhönnuðu mynstri fyrir hverja stærð

Lagskipt gúmmíblanda sem veitir hámarks grip

Einstök ending

Notaðu N1 kortið

Öruggt frá fyrsta til síðasta kílómetra

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is

Alltaf til staðar


8

HEILSA OG FORVARNIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

HEILSU- OG FORVARNARVIKA Á SUÐURNESJUM Fanney Sigurþórsdóttir starfsmaður í Sporthúsinu:

OPIÐ HÚS HJÁ SPORTHÚSINU

„Sporthúsið er með opnar dyrnar í Heilsuviku Reykjanesbæjar og við hvetjum fólk til að koma og prófa allt það sem er í boði hjá okkur í Heilsuvikunni. Við erum með stútfulla hóptímatöflu sem telja yfir 40 tíma í viku hverri, en talsvert er af nýjum tímum sem við erum að bjóða upp á í fyrsta skipti í stöðinni, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytileiki í heilsurækt í Sporthúsinu hefur verið eitt af aðalsmerkjum okkar þar sem viðskiptavinurinn getur ýmist valið sér tíma í opinni hóptímatöflu sem við bjóðum upp á hverju sinni, eða fara inn á lokuð námskeið þar sem ítarlegri þjálfun og utanumhald viðskiptavinarins er í fyrirrúmi. Hér bjóðum við m.a. upp á námskeið í Superform, Crossfit, ÞittForm, Mömmu leikfimi og Yoga í heitum sal svo eitthvað sé nefnt, en allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.sporthusid.is. Þá er tækjasalurinn alltaf vinsæll hjá okkur fyrir þá sem vilja æfa út af fyrir sig eða með félaga. Við tökum vel á móti fólki í Heilsuvikunni, sem og aðra daga, veitum því ráðgjöf og sem allra bestu þjónustu hverju sinni sem það mætir til okkar. Við viljum að viðskiptavinum okkar líði vel og hér sé gott að rækta líkama og sál.“

Hjónin Sólveig Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Hólm Torfason.

Fanney Sigurþórsdóttir. Sólveig Guðmundsdóttir:

Hreyfingin slær á gigtina „Ég er að byrja á þriðju vikunni hér. Mér leið illa þegar ég byrjaði en hafði prófað áður að vera í ræktinni og vissi að þetta myndi gera mér gott. Ég er með slitgigt og vefjagigt, liðagigt á báðum hnjám og hreyfingin slær á verkina. Ég hefði aldrei trúað því hvað þetta hjálpar mér, ég finn strax mikinn mun. Fólk með gigt heldur að það geti ekki hreyft sig í ræktinni en þetta er það besta sem þú gerir. Fólk verður bara að passa að fara á eigin hraða og byrja rólega. Ég er öll að eflast bara eftir þessar þrjár vikur og léttast í leiðinni en ég er búin að missa fjögur kíló síðan ég byrjaði fyrir þremur vikum. Fyrst byrja vöðvarnir að styrkjast og þá fer maður að brenna. Ég er einnig að taka

mataræðið í gegn, minnka sykur og hef tekið út hveiti. Hreyfingin hjálpar mér og ósjálfrátt líður mér betur. Ég sef einnig betur og andlega hliðin fer upp. Ég fer í ræktina með manninum mínum en hann var byrjaður þegar ég ákvað að byrja. Áður hafði ég verið ein að æfa og þá var ég einbeitt í að fókusa á sjálfa mig. Það er engin að gagnrýna mann hérna eða pæla í manni. Hingað kem ég til að hugsa um sjálfa mig. Við æfum fimm daga vikunnar og förum svo út að ganga um helgar þegar veður leyfir. Krakkarnir okkar eru farnir að heiman og við höfum meiri tíma fyrir okkur. Þetta er svo mikils virði.“

Gunnlaugur Hólm Torfason:

Er að byggja sig upp eftir kulnun „Ég er í ræktinni að byggja mig upp eftir að ég lenti í kulnun. Það lýsti sér þannig að ég svaf ekki heilu næturnar, var alltaf í vinnunni, með símann á eyrunum sem er mannskemmandi og átti mér heldur ekkert félagslíf. Þegar maður á sjálfur fyrirtæki þá stjórnar síminn manni. Ég var farinn að drekka og kominn með sjálfsvígshugsanir. Þetta var mjög þung upplifun sem endaði á því að ég gat ekki mætt í vinnu lengur. Það hrundi allt. Ég þurfti að fara á bráðadeild vegna því ég var með allt of háan blóðþrýsting, þjáðist einnig af ofþreytu, ofsakvíða og þunglyndi. Allur pakkinn. Ég gekk svo gjörsamlega á vegg, ótrúlegt að upplifa þetta. Konan mín stóð með mér og studdi mig. Hún hringdi í heimilislækni sem ávísaði mér strax á VIRK sem gátu tekið við mér í maí en þetta var um miðjan febrúar sem ég gat ekki meir. Ég fékk vottorð hjá lækni um að ég væri óvinnufær og ég ákvað strax að skammast mín ekki fyrir þetta og talaði opinskátt um

ástand mitt. Ég fór til sálfræðings sem er enn að hjálpa mér og á námskeið í Heilsuborg en nú er ég byrjaður hjá VIRK sem er einnig frábært. Nú er ég í líkamlegri og andlegri uppbyggingu og finn hvernig líðan mín stefnir hratt upp á við. Ég er kominn í jóga og hugleiðslu. Mér finnst æðislegt að fara í hugleiðslu en það geri ég tvisvar á dag í tuttugu mínútur. Hugleiðslan er að breyta hausnum á mér og koma mér betur inn í nútíðina. Hausinn á mér var annaðhvort í fortíð eða framtíð, aldrei hér og nú sem skapar spennu. Hugleiðslan er að fækka kvíðaköstunum einnig, svo þetta er allt upp á við. Ég er ákveðinn í að ná mér aftur og verða fullfrískur. Um leið og ég kem í ræktina þá finn ég strax þessa vellíðan og veit að þegar ég fer út héðan þá verð ég í enn betri líðan. Nú passa ég upp á sjálfan mig. Þér getur ekki þótt vænt um aðra ef þér þykir ekki vænt um sjálfan þig. Við hjónin erum saman í ræktinni og það er mjög gaman.“

BESTA VÍMAN

mjög áhugaverður forvarnarfyrirlestur Eysteinn Hauksson er allsherjar knattspyrnuþjálfari hjá Keflavík. Hann segist hafa lofað sjálfum sér því sem lítill strákur, að prófa hvorki áfengi né önnur vímuefni á ævinni og hann hefur staðið við það.

Eysteinn Hauksson.

Eysteinn býður upp á forvitnilegan fyrirlestur sem ætlaður er börnum og unglingum í 6. til 10. bekk, foreldrum þeirra, framhaldsskólanemendum og öllum sem áhuga hafa að koma og hlusta í Heilsu-og forvarnarviku í Reykjanesbæ þar sem hann talar meðal annars um íþróttaiðkun sem ákveðna tegund af vímu sem geti skapað vellíðan á líkama og sál. Við náðum tali af Eysteini til að forvitnast um fyrirlestur hans sem hljómar mjög spennandi. „Við hjá Knattspyrnudeildinni vorum spurðir hvort við vildum vera með framlag þessa viku og það fyrsta sem mér datt í hug var að nálgast umræðuna með því að mæla með kostum þess að lifa lífinu án vímuefna í stað þess að tala um hætturnar af notkun

þeirra, því þær þekkja allir. Ég hef sjálfur aldrei prófað hvorki áfengi né önnur vímuefni en það var loforð sem ég gaf sjálfum mér í æsku. Ég heyrði þá að þetta myndi skemma fyrir mér sem íþróttamanni og það var nóg til þess að mig langaði ekki að prófa og hef svo haldið mig við það. Ég vil meðal annars tengja íþróttaiðkun við ákveðna tegund af vímu sem getur komið þér í vellíðan. Besta víman er sú sem byggir þig upp andlega og líkamlega og til að komast í hana eru til margar viðurkenndar aðferðir, bæði íþróttatengdar og aðrar. Hin víman, sem tengist fíkniefnum og gefur þér vellíðan í smá stund er blekking. Um leið og þú stígur inn í þann heim þá virkar fíknin þannig að hún biður alltaf um meir og meir. Í fyrir-

lestrinum ætla ég að tala um fleiri leiðir til þess að komast í annars konar og mun heilbrigðari vímu en þá sem fíkniefnin veita. Það vita allir að andlegt heilbrigði skiptir öllu máli í íþróttum sem og annars staðar og einmitt þess vegna er nú mjög rík áhersla lögð á andlega þáttinn í þjálfun okkar hjá knattspyrnudeildinni, ekki síður en þann líkamlega,“ segir Eysteinn sem vonast eftir góðri mætingu. BESTA VÍMAN er því mjög áhugaverður fyrirlestur fyrir alla þá sem vilja heyra um þessa nýju nálgun í forvarnarumræðu að mati blaðamanns Víkurfrétta. Fyrirlesturinn fer fram mánudagskvöldið 30. september klukkan 20:00 í Íþróttahúsi Reykjanesbæjar við Sunnubraut. marta@vf.is


HE I LS U- OG F ORVARNAVIKA SUÐ UR NESJA

ALLIR MEÐ! 30. S E PT EMBER T IL 6. OKT ÓBER 2019 DAGSKRÁ HEILSU- OG FORVARNARVIKU Í GRINDAVÍK: MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER ■■ 6:00-12:00, Hópið, FRJÁLS GANGA, Hópið opið fyrir göngugarpa sem vilja ganga í skjóli fyrir veðrum og vindum. Allir velkomnir! ■■ 9:00, Grunnskólinn Ásabraut, FÁVITAR, Sólborg Guðbrandsdóttir ræðir stafrænt og annarskonar kynferðisofbeldi við nemendur í 9. og 10. bekk. ■■ 9:30, Portið (Ægisgötu 2b), Leikfimi fyrir eldri borgara. Erna Rún Magnúsdóttir stýrir leikfimitímum ætluðum eldri borgurum. ■■ 10:20, Grunnskólinn Ásabraut, FÁVITAR, Sólborg Guðbrandsdóttir ræðir stafrænt og annarskonar kynferðisofbeldi við nemendur í 7. og 8. bekk. ■■ 16:00, Miðgarður, HRING- OG LÍNUDANS. Eygló Alexanders leiðir eldri borgara í hring- og línudans næstu sex vikurnar. Hver danstími kostar kr. 500. ■■ 16:30-17:30, Bókasafn Grindavíkur, JÓGA Á BÓKASAFNINU. Jóna Kristín Sigurjónsdóttir jógakennari leiðir okkur í gegnum rólegt vinjasa flæði og hatha jóga með góðri slökun undir lokin. ■■ 17:00-17:55, Íþróttamiðstöðin, OPIN JÚDÓÆFING FYRIR 6-11 ÁRA. Júdódeild UMFG býður öllum áhugasömum að prófa júdó. ■■ 18:00-19:00, Íþróttamiðstöðin, OPIN JÚDÓÆFING FYRIR 12-100 ÁRA. Júdódeild UMFG býður öllum áhugasömum að prófa júdó. ■■ 20:00-22:00, Sparkvöllurinn við Ásabraut, FÓTBOLTAMÓT. Nemenda- og Þrumuráð stendur fyrir fótboltamóti. Mæting í Þrumuna kl. 20:00. ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER ■■ 6:00-12:00, Hópið, FRJÁLS GANGA, Hópið opið fyrir göngugarpa sem vilja ganga í

skjóli fyrir veðrum og vindum. Allir velkomnir! ■■ 8:00, Hópið, RINGÓ-HRINGIR. Leikið með Ringó-hringi og/eða farið í þrautakóngsgöngu. Góð upphitun og teygjur undir lokin. ■■ 10:00, Verslunarmiðstöðin, HEILSUGANGA. Gengið saman í um eina klukkustund. ■■ 12:00, Grindavíkurkirkja, KYRRÐARBÆN. Íhugunaraðferð kynnt og iðkuð. MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER ■■ Allur dagurinn, Grunnskóli Grindavíkur. FORVARNARDAGURINN. Unnið er að verkefnum með 9. bekk um samveru með fjölskyldu. ■■ 6:00-12:00, Hópið, FRJÁLS GANGA, Hópið opið fyrir göngugarpa sem vilja ganga í skjóli fyrir veðrum og vindum. Allir velkomnir! ■■ 10:00, Íþróttamiðstöðin, BOCCIA. Boccia fyrir eldri borgara. Nýliðar eru hvattir til að mæta! ■■ 10:15, Miðgarður, STÓLALEIKFIMI. Boðið er upp á létta stólaeikfimi fyrir eldri borgara. ■■ 11:00, Kvennó, BILLIARD. Eldri borgarar spila billiard í Kvennó. Nýliðar eru hvattir til að mæta! ■■ 17:00-17:55, Íþróttamiðstöðin, OPIN JÚDÓÆFING FYRIR 6-11 ÁRA. Júdódeild UMFG býður öllum áhugasömum að prófa júdó. ■■ 18:00-19:00, Íþróttamiðstöðin, OPIN JÚDÓÆFING FYRIR 12-100 ÁRA. Júdódeild UMFG býður öllum áhugasömum að prófa júdó. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER ■■ 6:00-12:00, Hópið, FRJÁLS GANGA, Hópið opið fyrir göngugarpa sem vilja ganga í skjóli fyrir veðrum og vindum. Allir velkomnir!

■■ 10:30, Portið (Ægisgötu 2b), Leikfimi fyrir eldri borgara. Erna Rún Magnúsdóttir stýrir leikfimitímum ætluðum eldri borgurum. ■■ 13:00, Íþróttamiðstöðin, BOCCIA. Boccia fyrir eldri borgara. Nýliðar eru hvattir til að mæta! ■■ 16:30-17:30, Bókasafn Grindavíkur, JÓGA Á BÓKASAFNINU. Jóna Kristín Sigurjónsdóttir jógakennari leiðir okkur í gegnum rólegt vinjasa flæði og hatha jóga með góðri slökun undir lokin. ■■ 17:00-17:55, Íþróttamiðstöðin, OPIN JÚDÓÆFING FYRIR 6-11 ÁRA. Júdódeild UMFG býður öllum áhugasömum að prófa júdó. ■■ 18:00-19:00, Íþróttamiðstöðin, OPIN JÚDÓÆFING FYRIR 12-100 ÁRA. Júdódeild UMFG býður öllum áhugasömum að prófa júdó. ■■ 18:00-19:00, Grindavíkurkirkja, KFUM & KFUMK YNGRI DEILD. Útileikir og ávextir fyrir 9-12 ára (4.-7. bekk). ■■ 20:00-21:30, Grindavíkurkirkja, KFUM & KFUMK UNGLINGADEILD. Kompás og fræðsla um heilsueflingu fyrir 13-15 ára (8.-10. bekk).

FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER ■■ 6:00-12:00, Hópið, FRJÁLS GANGA, Hópið opið fyrir göngugarpa sem vilja ganga í skjóli fyrir veðrum og vindum. Allir velkomnir! ■■ 10:15, Miðgarður, STÓLALEIKFIMI. Boðið er upp á létta stólaeikfimi fyrir eldri borgara. ■■ 20:15, Þruman, LOF MÉR AÐ FALLA. Bíókvöld í Papas bíói með umræðum að lokinni sýningu. ■■ 18:00-19:00, Íþróttamiðstöðin, OPIN JÚDÓÆFING FYRIR 12-100 ÁRA. Júdódeild UMFG býður öllum áhugasömum að prófa júdó. LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER ■■ Allur dagurinn, Íþróttamiðstöðin, HAUSTMÓT JÚDÓSAMBANDS ÍSLANDS. Allir efnilegustu og bestu júdókeppendur landsins keppa í Grindavík. ■■ 9:00-16:00, Sundlaug Grindavíkur, FRÍTT Í SUND. Grindavíkurbær hvetur íbúa og gesti til þess að nota daginn og skella sér í sund.


HEILSU- OG F OR VAR N AV I KA SUÐURNESJA HEILSU- OG FORVARNAVIKA Í REYKJANESBÆ: MÁNUDAGURINN 30. SEPTEMBER ■■ Kl. 05:45 – 23:00 Lífsstíll tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni: Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fría upphafsmælingar sé þess óskað! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 5.490 kr. á mánuði, 4.990 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja.Opin HeilsuVika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma. Allir Boost drykkir á 1000 kr.-. Hóptímar í boði í dag eru PUMP lóðatími kl 12.05,Ketilbjöllur kl 17.30 og SPINNING kl 18.30, YEYYYY. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. ■■ Kl 05.50 – 22.30 opið hús í Sporthúsinu á Ásbrú sem taka virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni. ■■ 06:05 Heitt Yoga - 08:15 FitPilates - 08:45 Styrkur og þol - 12:05 Spinning - 12:05 HotButt - 17:30 Spinning - 17:30 Rúmenski - 17:30 Heitt Yoga - 18:10 Zumba Fitness 18:30 HIIT Training ■■ Kl 07.45 – 08.10 Holtaskóli býður nemendum sínum upp á hafragraut og lýsi og fyrsti og annar bekkur munu plokka á skólalóðinni og við íþróttahúsið. Starfsfólki stendur til boða lýsi og vítamín á kaffistofunni. ■■ Kl. 08: 10 Arna Skúladóttir svefnráðgjafi flytur fyrirlesturinn Bættur svefn – betri líðan fyrir starfsfólk ráðhúss Reykjanesbæjar um hvað svefn hefur mikil áhrif á líðan okkar og heilsu enda sofum við eða ættum að sofa u.þ.b. 30% af lífinu. ■■ Njarðvíkurskóli tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni. Skólahjúkrunarfræðingur verður með fræðslu fyrir nemendur í 1. bekk. ■■ Kl. 19:30-21:30 Fjörheimar (Hafnargötu 88) bjóða upp á opið hús og hjólabrettaklúbbinn Sk8Roots fyrir 8.-10. bekk frá. Endilega láttu sjá þig og prófaðu hjólabretti! ■■ Kl. 20:00 Fyrirlesturinn BESTA VÍMAN – Forvarnarfyrirlestur. Eysteinn Hauksson þjálfari m.fl. kk í Keflavík. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem hafa áhuga og verður haldinn í félagsheimili Keflavíkur að Sunnubraut 34. Að auki verða opnar æfingar hjá knattspyrnudeildinni alla vikuna.

■■ Kl. 20:00 – 21:30 - Blakdeild Keflavíkur tekur þátt í heilsu- og forvarnavikunni. Opinn tími fyrir karla 16 ára og eldri í íþróttahúsinu við Heiðarskóla. ÞRIÐJUDAGURINN 1. OKTÓBER ■■ Kl. 05:45 – 23:00 Lífsstíll tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni: Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fría upphafsmælingar sé þess óskað! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 5.490 kr. á mánuði, 4.990 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. Opin HeilsuVika í Lífsstíl, opið frá 5.4523.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma. Allir Boost drykkir á 1000 kr.-. Hóptímar í boði í dag eru Spinning kl 6.05, Spinning kl 12.05 og HiiT FiT kl. 18.05. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. ■■ Kl 05.50 – 22.30 opið hús í Sporthúsinu á Ásbrú sem taka virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni. 06:05 Spinning - 08:45 Hot TRX - 12:05 Spinning - 12:05 Metcon - 12:05 Heitt Yoga Styrkur - 17:30 Spinning - 17:30 Pallafjör 18:30 Pump & Core 1 18:35 Foam Flex ■■ Kl. 07.45 – 08.10 Holtaskóli býður nemendum sínum upp á hafragraut og lýsi og þriðji og fjórði bekkur munu plokka á skólalóðinni og við íþróttahúsið. Boðið verður upp á ávaxtabakka fyrir starfsfólk og kynning verður fyrir foreldra nemenda Holtaskóla um Hugarfrelsi (tímasetning auglýst nánar er nær dregur). ■■ Njarðvíkurskóli tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni og taka nemendur þátt Ólympíuhlaupi ÍSÍ. ■■ Kl. 17:30 – 18:30 KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur starfað á Íslandi í rúma öld. Líkami, sál og andi er tákn hliða á þríhyrningi í merki félagsins sem hefur að markmiði að efla trúarlíf, siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferðbarna og unglinga. Strákastarf fyrir 10 – 12 ára. ■■ Kl. 19:00-20:30. Fjörheimar félagsmiðstöð Hafnargötu 88 bjóða upp á heilsukappát fyrir 5.-7. bekk.

■■ Blakdeild Keflavíkur tekur þátt í heilsuog forvarnavikunni. Opinn tími fyrir 6-9 ára í íþróttahúsinu við Heiðarskóla frá kl 17:00 – 17:45 – fyrir 10 – 15 ára frá 17:00 – 18:30 og fyrir konur 16 ára og eldri frá kl 20:00 – 21:30 MIÐVIKUDAGURINN 2. OKTÓBER ■■ Kl. 05:45 – 23:00 Lífsstíll tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni: Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fría upphafsmælingar sé þess óskað! Opin HeilsuVika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma. Allir Boost drykkir á 1000 kr.-. Hóptímar í boði í dag eru Lyftingar í Tækjasal kl 12.05 og ButtLift kl 17.25. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. Lífsstíls klúbburinn, aðeins 5.490 kr. á mánuði, 4.990 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. ■■ Kl. 05.50 – 22.30 opið hús í Sporthúsinu á Ásbrú sem taka virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni. 06:05 Heitt Yoga - 08:15 FitPilates - 08:45 Styrkur og þol - 12:05 Spinning -17:30 Spinning - 17:30 Heitt Yoga - 17:30 Buttlift 18:30 Zumba Fitness - 18:35 HIIT Training ■■ Kl. 07.45 – 08.10 Holtaskóli býður nemendum sínum upp á hafragraut og lýsi og fimmti og sjötti bekkur munu plokka á útikennslusvæði skólans. Starfsfólki skólans mun velja á milli jóga, hugarfrelsis, fótbolta, sund í Vatnaveröld og/eða gönguferð um hverfið. ■■ Forvarnardagur forseta Íslands fer fram í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. ■■ Njarðvíkurskóli tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni - Nemendur í 9. bekk taka þátt í netleik og vinna verkefni í tengslum við forvarnardaginn. ■■ Kl. 12.00. Kyrrðarstund í Keflavíkurkirkju notalegri stund í Kapellu vonarinnar Sr. Erla og Arnór organisti leiða stundina með andlegri næringu og söng. Boðið er uppá heilsusúpu, brauð og kaffisopa. ■■ Kl. 17:00. Opin kóræfing á Bókasafni Reykjanesbæjar. Félagar í Kór Keflavíkurkirkju bjóða uppá opna kóræfingu á Bókasafni Reykjanesbæjar Þar gefst fólki kostur á að sjá og heyra hvernig kirkjukórsæfing fer fram. Þá að finna hversu heilsusamlegt er fyrir líkama og sál að syngja. Í framhaldi er hægt að eiga samtal við Arnór organista ef hugur er á að ganga í kórinn. ■■ Kl. 17:00 Létt heilsubótarganga fyrir almenning um gamla bæinn í Keflavík í boði Lionsklúbbs Keflavíkur. Leiðsögumenn greina frá áhugaverðri sögu svæðisins. Þátttakendur eru beðnir um að koma saman fyrir framan kirkjuna í Keflavík 2. október 2019 Áætlað er að gangan taki eina klukkustund. Lionsklúbburinn er með facebook síðu þar sem viðburðurinn verður auglýstur frekar. https://www.facebook.com/lionskef/ ■■ Kl. 17.15 Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og Greiningu kynnir nýjustu rannsóknir á ungmennum í Reykjanesbæ

(það eru engir töfrar) – hvernig er rafrettu notkunin o.fl. Fyrirlesturinn stendur yfir í eina klst. og fer fram í Fimleika akademíunni við Krossmóa 58. ■■ Kl. 17:30 Íþróttahúsinu Sunnubraut/inngangur við Fjölbraut: Dansjóga konur 50+ Marta Eiríksdóttir með opinn tíma. ■■ Kl. 19:30-21:30 Fjörheimar félagsmiðstöð Hafnargötu 88 bjóða upp á kynfræðslu fyrir 8.-10. bekk. Fyrirlesarar verða hjúkrunarfræðingarnir Guðrún og Andrea. ■■ Kl. 20.00-21.00. Stelpustarf 10-12 ára. KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur starfað á Íslandi í rúma öld. Líkami, sál og andi er tákn hliða á þríhyrningi í merki félagsins sem hefur að markmiði að efla trúarlíf, siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferðbarna og unglinga. ■■ Kl. 20.00 Æðruleysismessa í Keflavíkurkirkju Æðruleysismessur eru ein af leiðum kirkjunnar til að mæta trúarþörf fólks sem tekist hefur á við lífið í 12. sporasamtökum, jafnt hjá sjálfum sér og aðstandendum sínum. Auðvitað eru allir velkomnir sem vilja eiga góða stund í kirkjunni í miðri viku við söng og falleg orð. Rafn Hlíðkvist spilar og leiðir söng. Sr. Fritz Már þjónar. ■■ Kl. 20:00 – 21:30. Blakdeild Keflavíkur tekur þátt í heilsu- og forvarnavikunni. Opinn tími fyrir karla 16 ára og eldri í íþróttahúsinu við Heiðarskóla. FIMMTUDAGURINN 3. OKTÓBER ■■ Kl. 05:45 – 23:00 Lífsstíll tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni: Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fría upphafsmælingar sé þess óskað! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 5.490 kr. á mánuði, 4.990 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. Opin HeilsuVika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma. Allir Boost drykkir á 1000 kr.-. Hóptímar í boði í dag eru Spinning kl 6.05, Spinning+CORE kl 12.05, Líkamsrækt kl 16.30 og Spinning kl 18.30. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG ■■ Kl. 05.50 – 22.30 opið hús í Sporthúsinu á Ásbrú sem taka virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni. 08:45 Styrkur og þol - 12:05 Spinning - 12:05 Heit Yoga styrkur - 17:30 Spinning - 17:30 Rúmenski - 17:30 Hot Butt - 18:30 Body Fit ■■ Kl. 07.45 – 08.10 Holtaskóli býður nemendum sínum upp á hafragraut og lýsi og sjöundi og áttundi bekkur munu plokka hjá Trúðaskógi og við FS. Boðið verður upp á óvænta uppákomu fyrir starfsfólk skólans. ■■ Njarðvíkurskóli tekur virkan þátt í heilsuog forvarnarvikunni - Blær bangsi kemur í skólann og hittir nemendur í 1. bekk og boðið verður upp á fræðslu frá lögreglunni fyrir nemendur í 2.-10. bekk (Kristján Freyr Geirsson). ■■ Kl. 14:30-15:30 Stráka- og stelpustarf 7-9 ára. KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur starfað á Íslandi í rúma öld. Líkami, sál og andi er tákn hliða á þríhyrn-

ÞEMA HEILSU- OG FORVARNARVIKU Í REYKJANESBÆ ER A.M.K. ÁTTA TÍMA SVEFN!


30. SEPTEMBER TI L 6 . OKTÓB ER 2019 ingi í merki félagsins sem hefur að markmiði að efla trúarlíf, siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferðbarna og unglinga. ■■ Kl. 16:30-18:00 Menntabúðir Lærdómssamfélags á Suðurnesjum verða haldnar í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Áhersla verður lögð á lýðheilsu, andlega og líkamlega vellíðan í námi og starfi. Mikilvægi lýðheilsu í skólasamfélaginu er gríðarlegt og er markmið búðanna að skoða lýðheilsu frá fjölbreyttum sjónarhornum, allt frá forvörnum að viðbrögðum. ■■ Blakdeild Keflavíkur tekur þátt í heilsu- og forvarnavikunni. Opinn tími fyrir 10 – 15 ára íþróttahúsinu við Heiðarskóla frá kl 18:30 – 19:30 og fyrir konur 16 ára og eldri frá kl 20:00 – 21:30 ■■ Njarðvíkurskóli tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni – Hollustukappát - Göngum í skólann: Skólinn er skráður í verkefnið Göngum í skólann og útfæra umsjónarkennarar það verkefni með nemendum sínum. Grunnþættirnir heilbrigði og velferð - Nemendur vinna verkefni þar sem grunnþættirnir heilbrigði og velferð eru hafðir að leiðarljósi. FÖSTUDAGURINN 4. OKTÓBER ■■ Kl. 05:45 – 23:00 Lífsstíll tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni: Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fría upphafsmælingar sé þess óskað! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 5.490 kr. á mánuði, 4.990 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. Opin HeilsuVika í Lífsstíl, opið frá 5.45-23.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma. Allir Boost drykkir á 1000 kr.-. Hóptímar í boði í dag eru Spinning+WOD kl 12.05 og Spinning kl 17.30. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. ■■ Kl. 05.50 – 22.00 opið hús í Sporthúsinu á Ásbrú sem taka virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni. 08:45 Hot Fit - 12:05 Spinning - 12:05 Metcon - 17:00 Strong by Zumba - 17:30 Spinning - 18:35 Heitt Yoga ■■ Ókeypis verður í Sundmiðstöð Reykjanes-

bæjar allan daginn í tilefni heilsu- og forvarnarvikunnar! ■■ Kl. 07.45 – 08.10 Holtaskóli býður nemendum sínum upp á hafragraut og lýsi og níundi og tíundi bekkur munu plokka hjá Reykjaneshöllinni og við Fimleikaakademíuna. ■■ Kl. 12:00 - 12:20 Kyrrðarbæn í Keflavíkurkirkju. Í kapellunni er boðið uppá bænastund þar sem við leitum inná við, kyrrum hugann og eflum andann og bætum þannig heilsuna. ■■ Blakdeild Keflavíkur tekur þátt í heilsu- og forvarnavikunni. Opinn tími fyrir 6 – 9 ára íþróttahúsinu við Heiðarskóla frá kl 16:00 – 16:45 og fyrir 10 – 15 ára frá 16:00 -17:30 ■■ Kl. 19:30-21:30 Fjörheimar félagsmiðstöð Hafnargötu 88 bjóða upp á heilsu sokkafótboltamót fyrir 8.-10. bekk. LAUGARDAGURINN 5. OKTÓBER ■■ Kl. 08:00 – 19:00 Lífsstíll tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni: Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fría upphafsmælingar sé þess óskað! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 5.490 kr. á mánuði, 4.990 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. Opin HeilsuVika í Lífsstíl, opið frá 8.00-19.00. Frír aðgangur fyrir alla í opna tíma. Allir Boost drykkir á 1000 kr.-. Hóptímar í boði í dag eru Spinning kl 10.40 og Pallar/STEP kl 12.00. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. ■■ Kl. 08.00 – 19.00 opið hús í Sporthúsinu á Ásbrú sem taka virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni. Kl. 10.30 Spinning ■■ Kl. 11.30 – 12.00. Krakkajóga á Bókasafni Reykjanesbæjar. Sigurbjörg Gunnarsdóttir leikskólakennari og jógaleiðbeinandi leiðir tímann þar sem farið verður í skemmtilegar æfingar, öndun og slökun. Tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna! ■■ Kl. 11.30 Ganga á Þorbjörn fyrir nemendur og foreldra í Holtaskóla. Öll fjölskyldan að sjálfsögðu velkomin með. Veður ræður

hvor dagurinn verður fyrir valinu (annað hvort laugardagurinn eða sunnudagurinn). Mæting á bílastæði kl. 11.30 Grindarvíkurmegin. ■■ Kl. 15:00–16:00 Fjörheimar félagsmiðstöð Hafnargötu 88 bjóða upp á kennslu á hjólabretti fyrir nemendur í 5.-10. bekk. SUNNUDAGURINN 6. OKTÓBER ■■ Kl. 08:00 – 19:00 Lífsstíll tekur virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni: Allir sem ganga í LÍFSSTÍLS klúbbinn þessa viku fá fría upphafsmælingar sé þess óskað! Lífsstíls klúbburinn, aðeins 5.490 kr. á mánuði, 4.990 fyrir skólafólk, eldriborgara og öryrkja. Opin HeilsuVika í Lífsstíl, opið frá 10.00-18.00. Allir Boost drykkir á 1000 kr.-. Það er ALLTAF SÓL i Lífsstíl, 420 7001. Lífsstíll Heimilisleg Líkamsrækt fyrir ÞIG. ■■ Kl. 08.00 – 21.00 opið hús í Sporthúsinu á Ásbrú sem taka virkan þátt í heilsu- og forvarnarvikunni. Kl 10:00 Heitt Yoga - Kl 11.00 Spinning. ■■ Kl. 11:00 Heilsusamleg fjölskyldumessa í Keflavíkurkirkju Gefandi er að koma og þiggja gott samfélag í guðsorði gefur í andlegri næring, styrk, huggun, gleði og trú á lífið. Streitan minnkar

ÖLL VIKAN: ■■ Í tilefni af Heilsu-og forvarnarvikunni ætla kennarar í leikskólanum Gimli að bjóða foreldrum sem tök hafa á, að vera með og upplifa yogastund sem börnin þeirra iðka reglulega allt skólaárið. ■■ Öll börn á Gimli fara einu sinni í viku í yogastund allt skólaárið og hefur hver kjarni/ deild ákveðinn dag og tíma. Nánar auglýst innan leikskólans. ■■ Við hjá Fimleikadeild Keflavíkur ætlum að hafa heilsueflingu fyrir þjálfarana okkar bjóða þeim upp á hollt og gott á meðan þau eru að vinna. Einnig verða foreldrar hvattir til að koma að horfa á æfingar þessa vikuna. ■■ Við í Akurskóla munum bjóða upp á yogatíma í hádegisfrímínútum fyrir alla árganga einu sinni í heilsu- og forvarnarvikunni. Einnig ætlar Daníel Guðni að vera með erindi um heilbrigðan lífsstíl fyrir 6.-10.bekk.

■■ Í Heilsuleikskólanum Heiðarseli verður unnið áfram með það góða starf sem unnið er á hverjum degi. Við munum borða hollan og góðan mat og ávaxta – og grænmetisstundir okkar eru áfram tvisvar sinnum á dag. Börnin fara öll tvisvar til þrisvar sinnum í salinn í skipulagða hreyfingu þar sem þemað verður heilsa og hollusta. Þar munu þau fá fræðslu um þann jákvæða ávinning sem fylgir því að temja sér heilbrigða lifnaðarhætti þar á meðal um hollt fæði og hreyfingu. ■■ Börn og starfsfólk hreyfa sig líka saman í leikskólanum bæði á útisvæði leikskólans sem og í nærumhverfinu í vettvangsferðum. ■■ Starfsfólkið mun að sjálfsögðu líka fá hollt og gott fæði í leikskólanum eins og alla aðra daga en þar að auki verður boðið upp á einhverja hollustu í kaffitímum starfsfólks. ■■ Einnig ætlar starfsfólkið að fara saman í göngutúr eftir vinnu 1-2 í þessari viku.

■■ Þar sem starfsmenn Tónlistarskólans eru mjög dreifðir í starfi sínu, bæði hvað varðar starfsstöðvar og vinnutíma, þá er ekki unnt að hafa eitthvað sameiginlegt fyrr en þeir mæta hér í hús, í aðalstöðvum skólans, hvern vinnudag. Þá verður á boðstólum hollt nart á kennarastofunni, svo sem grænmeti og ávextir. Einnig verða starfsmenn hvattir til þess að fá sér göngu- eða hjólatúra þegar heim er komið eftir vinnudaginn. ■■ Sömuleiðis verður starfsfólk hvatt til þess að fara snemma að sofa, en hjá mörgum kennaranna og stjórnendanna gengur það ekki, þar sem þeir eru virkir tónlistarflytjendur og æfingar og tónleikar á virkum dögum eru á kvöldin. Sömuleiðis nær vinnudagur margra kennaranna fram á kvöld. En hvatningin verður til staðar. Hvað nemendur varðar, þá verður vatn á boðstólum í biðaðstöðu nemenda á báðum hæðum skólans.

þegar við njótum og hlustum. Arnór organisti og Freydís Kolbeinsdóttir leiða barnakór í söng. Sr. Erla þjónar. Góð súpa og Sigurjónsbrauð verður borið fram af fermingaforeldrum og súpuþjónum. Messuþjónar sinna umgjörðinni. ■■ Kl. 11.30 Ganga á Þorbjörn fyrir nemendur og foreldra í Holtaskóla. Öll fjölskyldan að sjálfsögðu velkomin með. Veður ræður hvor dagurinn verður fyrir valinu (annað hvort laugardagurinn eða sunnudagurinn). Mæting á bílastæði kl. 11.30 Grindarvíkurmegin. ■■ Kl. 14:00 – 15:00 Listasafn Reykjanesbæjar, Duus Safnahúsum - Andleg heilsubót með Reyni Katrínar. Listasafn Reykjanesbæjar býður upp á á andlega heilsubót með Reyni Katrínar galdrameistara og skapandi listamanns í Bíósal Duus Safnahúsa. Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis en hann hefur stundað hugleiðslu um árabil og segir frá því að í gegnum hugleiðsluna hafi hann m.a. kynnst ljósverum og litríkum heimi þeirra. Andlega heilsubótin hefst kl. 14 og þurfa þátttakendur að vera mættir stundvíslega. ■■ Kl. 15:00 verður Reynir Katrínar með sérstaka leiðsögn um sýningu sína en auk þess býður hann upp á ör-spádóma fyrir gesti og gangandi. Ókeypis aðgangur er á sýninguna þennan dag sem og leiðsögnina en vægt gjald er tekið fyrir ör-spádóm. Sýningin er staðsett í Stofunni í Duus Safnahúsum. Hlökkum til að sjá ykkur. ■■ Kl. 20-22 Unglingadeild fyrir stráka og stelpur 13-16 ára. KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur starfað á Íslandi í rúma öld. Líkami, sál og andi er tákn hliða á þríhyrningi í merki félagsins sem hefur að markmiði að efla trúarlíf, siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferðbarna og unglinga.

ALLA DAGSKRÁ HEILSU- OG FORVARNAVIKUNNAR ER HÆGT KYNNA SÉR Á VF.IS OG REYKJANESBAER.IS


HEILSU- OG F OR VAR N AV I KA SUÐURNESJA 30. S E PT EMBER T IL 6. OKT ÓB ER 2019 HEILSU- OG FORVARNAVIKA Í SUÐURNESJABÆ: ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER

FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER

FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER

■■ 9:30 Stafganga, lagt af stað frá Miðhúsum ■■ 10:00 Styrktarþjálfun fyrir eldri borgara í Íþróttamiðstöð Garðs ■■ 13:00 Boccia, í miðhúsum ■■ 19:30 Jóga í Íþróttamiðstöð Sandgerðis

■■ 9:30 Stafganga, lagt af stað frá Miðhúsum ■■ 10:00 Styrktarþjálfun fyrir eldri borgara í Íþróttamiðstöð Sandgerðis ■■ 13:00 Boccia, í miðhúsum ■■ 15:00 Að ná stjórn á lífi sínu kynning á Markþjálfun sem tækis til að ná fullkomnum og sáttt í eigin lífi. Fyrirlestur fyrir eldri borgara í Miðhúsum. ■■ 18:45 Jóga Nidra djúpslökun fyrir konur og karla Marta með opinn tíma í Íþróttamiðstöð Garðs ■■ 18:30 Spa kvöld fyrir 5.-7. bekk í félagsmiðstöðinni Eldingu.

■■ 10:00 Styrktarþjálfun fyrir eldri borgara í Íþróttamiðstöð Garðs ■■ 17:15 Jóga Biggi verður með opinn tíma í íþróttamiðstöð Garðs ■■ 20:00 Skýjaborgarleikarnir í litla salnum í íþróttahúsinu ■■ 20:00 Fyrirlesturinn Fávitar fyrir 8.-10.bekk í félagsmiðstöðinni Eldingu

MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER

MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER ■■ Forvarnafyrirlestur frá landsliðskonunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum fyrir 7.-10. bekk í báðum skólum. Fyrirlesturinn er í boði knattspyrnufélaganna Reynis og Víðis. ■■ Forvarnarfyrirlestur fyrir foreldra unglingastigs í Sandgerðisskóla. ■■ 10:00 Styrktarþjálfun fyrir eldri borgara í Íþróttamiðstöð Sandgerðis ■■ 10:30 Zúmba gold fyrri eldri borgara í miðhúsum ■■ 16:15 Zúmba opinn tími í íþróttamiðstöð Sandgerðis ■■ kl.21.00 Ullarsokkafótbolti fyrir 14-16 ára í Íþróttamiðstöð Sandgerðis í boði Skýjaborgar ALLA VIKUNA ■■ Vinavika, í Íþróttamiðstöð Garðs og Íþróttamiðstöð Sandgerðis. Allir sem eiga kort geta boðið vin að æfa með og opið í alla opna hóptíma.

■■ Forvarnardagur forseta Íslands haldinn fyrir 9. bekk í báðum skólum. ■■ 16:15 Zúmba opinn tími í íþróttamiðstöð Sandgerðis ■■ 14:00 Jóga slökun í stól fyrir eldri borgara með Mörtu Eiríks, í Miðhúsum ■■ 17:40 Spinning, íþróttamiðstöð Garðs Takmarkað pláss, skráning hefst 25.september. ■■ 19:30 Fit pilates/jóga í Íþróttamiðstöð Sandgerðis ■■ 20:00 Fyrirlesturinn Fávitar í félagsmiðstöðinni Skýjaborg fyrir 8.-10.bekk ■■ 19:30 Spa kvöld fyrir 8.-10.bekk í félagsmiðstöðinni Eldingu.

LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER ■■ Andleg og likamleg vítamin í boði fyrir starfsfólk og viðskiptavini bæjarskrifstofanna. ■■ Hugarfrelsi, í Sandgerðisskóla verður unnið með hugleiðslu alla vikuna og Íþróttadagur haldinn ef veður leyfir.

HEILSU- OG FORVARNAVIKA Í VOGUM HEILSU OG FORVARNARVIKA 30. SEPTEMBER – 4. OKTÓBER ■■ Frítt er í sund og rækt alla vikuna. ■■ Ungmennafélagið Þróttur býður íbúum að prófa Vogaþrek sem er á mánudags, þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Einnig býður Þróttur í „Brussubolta“ sem er á miðvikudagskvöld og svo í Badminton sem er á fimmtudagskvöld. Vinavika er svo hjá Þrótti þannig að ungmenni í Sveitarfélaginu geta mætt á fótboltaæfingar þessa vikuna. ■■ Eldri Borgarar. Stólaleikfimi í Álfagerði á mánudag og fimmtudag kl. 13:30. Boccia í Íþróttahúsinu kl. 14:00 á fimmtudag. Sund á þriðju og fimmtudag kl. 09:00 og opnir tímar í íþróttamiðstöðinni á miðvikudag og föstudag kl. 10:00. ■■ Félagsmiðstöðin Boran. Sigga Dögg kynfræðingur kemur og er með fræðslu fyrir ungmenni í 8. – 10. Bekk kl. 20:00 – 22:00.

■■ 10:30 Flott Þrek opin æfing í Íþróttamiðstöð Sandgerðis ■■ 9:30 Áskorun! Allir með út að hjóla með Hjólakrafti. Í tilefni af Heilsu- og forvarnarvikunni ætla Suðurnesjabær og Hjólakraftur að standa fyrir léttri kynningu á hjólreiðum og þeim æfingum sem íbúum Suðurnesjabæjar stendur til boða. Þennan dag mun vera hægt að fá lánuð hjól og renna hringinn Garður - Sandgerði - Hesthúsavegur - Garður en Hjólakraftur ætlar að hjóla lauflétta fimm hringi og vonast til að íbúar Suðurnesjabæjar kíki við og hjóli jafnvel með einn hring. Upphafsstaður Íþróttmiðstöð Garðs.


HEILSA OG FORVARNIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

13

HEILSU- OG FORVARNARVIKA Á SUÐURNESJUM

LÍKAMSRÆKT ERU FORVARNIR Vikar Karl Sigurjónsson, eigandi Lífsstíls

„Við erum með frítt í alla opna hóp­ tíma í heilsuvikunni, aðallega til að kynna hvað er í boði því fjölbreytnin er mikil. Hjá okkur höfum við alltaf lagt áherslu á að hafa heimilislega stemningu og bjóðum alla velkomna. Líkamsrækt eru forvarnir númer eitt, tvö og þrjú og þess vegna bjóðum við sérstaka afslætti fyrir framhalds­ skólanema og grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk. Eldri borgarar og ör­ yrkjar geta einnig keypt á tilboðsverði hjá okkur. Allir aðrir eru auðvitað mjög velkomnir í Lífsstíl. Það eru svo margir valkostir fyrir fólk í ræktinni. Við þurfum að hreyfa okkur. Ef við notum ekki líkamann þá rýrnar hann, stoðgrindin veikist. Það að segja að það sé leiðinlegt í ræktinni er eins og að segja að allur matur sé vondur! Það er hægt að gera svo fjölbreytta hluti í ræktinni, að allir ættu að geta fundið

eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er í hóptímum, á upphitunar/ brennslutækjum eða á fjölbreyttan hátt með lóð og önnur tæki í tækja­ sölum stöðvarinnar. Endilega kíkið við í Lífsstílnum og sjáið hvað er í boði þessa viku. Líkamsrækt er eitt besta yngingarlyfið. Ef við ræktum líkam­ ann þá helst hann ungur svo miklu lengur. Aldur er nefnilega afstæður þegar þú ert í ræktinni og ræktar líkama og sál. Það er nokkuð stór misskiningur að fólk fari eingöngu í ræktina til að missa kíló. Sumir eru að vinna í að ná af sér aukakílóum, aðrir að vinna í að bæta á sig þyngd í formi vöðva en flestir eru að vinna í því almennt að rækta sig og hitta annað fólk með jafnvel sitt lítið af hvoru sem markmið. Það sem allir fá er andleg vellíðan. Líkamsrækt er ekki eingöngu forvarnir fyrir unga

Vikar Karl Sigurjónsson. fólkið, líkamsrækt er forvörn gegn ýmsum sjúkdómum, líkamlegum sem og andlegum fyrir fólk á öllum aldri. Ég vil hvetja fólk sem er ekki búið að finna hvað hentar þeim í ræktinni að

koma í opnu heilsuvikuna og prófa. Sumir halda að þeir þurfi að mæta í ákveðnum fötum í líkamsrækt en það er ekki svo, það er alls konar venjulegt fólk í venjulegum fötum í ræktinni.

Þegar fólk finnur hvað það er fljótt að ná árangri í ræktinni þá fær það enn meiri áhuga á að halda áfram.“

Davíð Þór Penalver:

Besta andlega meðalið „Ég er búinn að æfa lengi en ég byrj­ aði í ræktinni til þess að þyngjast en ég var alltaf mjög léttur og grannur. Þá fór ég að lyfta og sá hvað það hafði góð áhrif. Ég hélt áfram og svo þegar aldurinn færist yfir þá finn ég að brennslan er orðin hægari og því held ég mér í formi með því að fara í ræktina reglulega. Þetta er besta andlega meðalið fyrir hausinn. Ég kem þrisvar til fimm sinnum í viku og byrja á brettinu til að vinna með þolið og svo lyfti ég. Stundum tek ég einn dag í brennslu en mér finnst langskemmtilegast að lyfta. Ég hef mikinn áhuga á líkamsrækt. Þetta

heldur mér gangandi því ég er bak­ veikur og ef ég sleppi því að lyfta þá fæ ég í bakið. Ég borða sykur og hveiti í lágmarki en ef mig langar í pitsu þá fæ ég mér. Ég held að það sé best fyrir þá sem eru að hugsa um að byrja í ræktinni að fara rólega af stað, jafnvel bara byrja á tíu mínútna gönguferð úti. Taka eitt út í einu í mataræði, sleppa til dæmis gosi en ekki hætta öllu því þá fellurðu. Sumir þora ekki að mæta í ræktina, sjálfur fór ég með fósturpabba mínum og það hjálpaði mér. Mér finnst gott að hafa mína eigin tónlist í eyrunum og vera í mínum eigin heimi í ræktinni.“

Anna Sigríður Guðmundsdóttir. Anna Sigríður Guðmundsdóttir:

Fær útrás í gegnum hreyfingu „Ég labba rosalega mikið og var núna að koma úr fimm kílómetra göngu með hundinum mínum og nágrannakonu og hundinum hennar. Mér finnst venjuleg heilsuganga gefa mér mest, það hreinsar hugann, bara svo æðislegt að vera úti í náttúrunni og labba meðfram sjónum. Ég fer alltaf ákveðinn hring og svo kem ég hingað að byggja upp og styrkja vöðvana mína. Þetta er svo heilsu­

eflandi eftir því sem árin færast yfir. Mér finnst ég ótrúlega heilsuhraust en vinn markvisst í því. Hreyfing er í daglegri rútínu hjá mér sem gefur mér vellíðan, góða heilsu og heil­ brigði. Ég fæ útrás í gegnum hreyf­ inguna. Ég er opin fyrir alls konar líkamsrækt, hef prófað jóga og einn­ ig hugleiðslu en mér finnst gangan skemmtilegust. Fyrsta skrefið hjá þeim sem ekki eru að hreyfa sig er

að fara út að labba og þó það sé ekki nema í tíu mínútur þá finnur fólk fljótt mun ef það byrjar að hreyfa sig reglulega. Þolið er fljótt að aukast. Allir verða að finna hreyfingu sem hentar þeim, hvort sem það er sund, jóga, göngur og fleira, aðalatriðið er að hafa gaman af því sem þú ert að gera. Ég borða hollan en fjölbreyttan heimilismat. Að borða reglulega skiptir máli.“

Davíð Þór Penalver.

Hvatning vikunnar Mig langar að miðla áfram þeim hvatningarorðum sem hafa hjálpað mér hvað mest þegar þess hefur verið þörf. Stoppaðu í smá stund og andaðu djúpt. Endurtaktu eins oft og þú getur, reyndu að sleppa spennunni úr líkam­ anum. Notaðu lausar stundir til að lesa með augunum eða eyrunum. Faðmaðu, kysstu, knúsaðu og elskaðu. Finndu eitthvað til að vera þakklát/-ur fyrir. Ég hnoðaði þessu líka saman í smá ljóð ef það passar betur

Eysteinn Hauksson.

Leiðin til að líða vel er örugglega að anda. Anda djúpt og spennu sleppa augnablikið reyndu að hreppa.

Öllum er það hollt að lesa Hver var aftur móðir Teresa? Finndu faðm, finndu hlýju það gefur þér gleði að nýju. Að elska, knúsa og kyssa skaltu gera áður en ástvini þú ferð að missa Allt það góða er gott að þakka þetta stefnir í vellíðunarpakka.

Anna Margrét Ólafsdóttir

jógakennari og framkvæmdastjóri Lubbi Peace ehf.


14

REYKJANESBÆR 25 ÁRA

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

Gamli bærinn minn – Víkurfréttir höfðu samband við brottflutta og báðu þá að rifja upp gamla tíma. Þar kom margt forvitnilegt fram um hvernig bæjarlífið var á árum áður.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – umsjónarmaður fasteignar Velferðarsvið – sérfræðingur í tímabundið starf Fræðslusvið – hegðunarráðgjafi Fræðslusvið – sálfræðingur Heilsuleikskólinn Heiðarsel – tónlistarkennari, 50% starfshlutfall Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Pólsk menningarhátíð - undirbúningur hafinn Undirbúningur er farinn vel af stað og er óskað eftir enn fleiri sjálfboðaliðum til þess að undirbúa, taka þátt og skipuleggja hátíðina. Áhugasamir hafið samband við Hilmu, s. 421 6700, hilma.h.sigurdardottir@reykjanesbaer.is W sobotę 9 listopada 2019 roku odbędzie się Dzień Kultury Polskiej. Przygotowania idą pełną parą, potrzebujemy każdego, kto jest zainteresowany pomocą w organizacji wydarzenia. Chętnych prosimy o kontakt z Hilma, s. 421 6700, hilma.h.sigurdardottir@reykjanesbaer.is Heilsu- og forvarnarvika - þemað er 8 tíma svefn a.m.k! Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja fer fram 30. september til 6. október nk. Tökum þátt í vikunni og nýtum hana sem hvatningu til áframhaldandi bættrar heilsu- og lífsstíls. Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag! Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudaginn 26. september hefst fyrsti Foreldramorgunn vetrarins kl. 11.00. Höfundur „Taubleyjur fyrir byrjendur“ fjallar um umhverfisvænar taubleyjur og gefur góð ráð um umhverfisvitund inn á heimilinu. Fimmtudaginn 26. september kl. 20.00 kemur Sirrý Arnardóttir höfundur bókarinnar „Þegar kona brotnar“ og fræðir okkur um íslenskar konur og hvað gerist þegar áreynslan verður þeim um megn. Laugardaginn 28. september er Notaleg sögustund með Höllu Karen sem les og syngur sögur um Línu Langsokk. Hljómahöll - viðburðir framundan 2. okt. Vök á trúnó kl. 20:00 10. okt. Deep Jimi & the Zep Creams – uppselt 17. okt. Dúndurfréttir kl. 20:00 Miðasala og nánari upplýsingar á hljomaholl.is & tix.is

SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu 4 herbergja íbúð til leigu, u.þ.b. 100 fm í þríbýli. 220.000 kr. á mánuði+ 3 mánuðir fyrirfram sem trygging. Leigjandi greiðir rafmagn og hússjóð. Eigandi greiðir hita. Trygging frá banka að leigjandi geti greitt þessa upphæð að fullu. Meðmæli frá fyrri leigjanda. Uppl: 7684412 eftir kl.20 á kvöldin.

Páll Sólberg Eggertsson:

Yndislegt að alast upp í Höfnunum „Einu sinni Hafnamaður, alltaf Hafnamaður, það má með sanni segja. Þegar maður rifjar upp æskuárin í Höfnum er margs að minnast, það var yndislegt að alast þar upp. Þá var skóli starfræktur þar en svo kom að því að skólinn var lagður niður og okkur krökkunum var ekið til Njarðvíkur í skólann þar. Síðasti kennarinn í Höfnum var Aðalsteinn Hallsson, mjög merkilegur maður. Það var hann sem hannaði og stóð að byggingu leikvallarins sem var rétt við Njarðvíkurskóla. Ég man bara hvað maður var heillaður að sjá hve flottur og framúrstefnulegur þessi leikvöllur var.“

Krakkarnir í götunni

„Við lékum okkur í götunni í allskonar leikjum sem flestir þekkja eins og fallin spýta, pílu, kíló en svo var einn leikur sem krakkar annars staðar frá könnuðust ekki við. Hann kölluðum við troll troll í landhelgi en hann gekk út á það að það varð að vera komið myrkur og þá förum við út á tún, dreifðum okkur og allir voru með eldspítur. Við kveiktum á eldspítunum og hentum henni upp í loftið og kölluðum: „Troll, troll í landhelgi!,“ og það var einn og stundum tveir að leita að hinum.“

Þá var stutt á fengsæl mið

„Nálægðin við sjóinn heillaði, að

veiða, fara í bátaleik, smíða kajak og róa þeim. Ég man þegar trillurnar komu í land við litlu bryggjuna og karlarnir hentu öllum fiskinum upp með stingum og svo upp á Austin vörubíl. Síðan var aflanum ekið upp í fjöru, í gamlar tóftir sem þar voru. Þá fóru sjómennirnir að gera að afla sínum, hver fyrir sig, fletja og síðan að salta, allt undir berum himni. Já, þetta voru langir vinnudagar hjá þessum hörkukörlum sem fóru aftur á sjó á milli klukkan sex og sjö næsta morgun. En nú er hún Snorrabúð stekkur þykir mér, um 1970 voru um það bil 25 trillur að róa frá Höfnum en nú er engin útgerð lengur frá Höfnum, bryggjan lokuð, sorglegt að sjá því þaðan var gott að róa á fengsæl mið og stutt að fara.“

Kafaraþátturinn í kanasjónvarpinu

„Svona í lokin er gaman að minnast á það, að á þessum tíma var ekkert íslenskt sjónvarp en kanasjónvarpið var komið og sást á þeim bæjum sem voru komnir með sjónvarp. Einn bærinn var Jaðar, hjá Jóni Borgars og Gullu, og þangað fórum við strákarnir og spurðum hvort við mættum horfa á kafaraþáttinn sem þau leyfðu okkur. Mig minnir að sjónvarpið þeirra hafi verið tólf tommur að stærð og að sjálfsögðu svart/hvítt sem var bara eðlilegt á þessum tíma.“

ÞREKGANGA MEÐ SÚREFNI Í KEFLAVÍK

Páll Sólberg Eggertsson.

RÉTTIR Í GRINDAVÍK

Heilsa og hreysti

magasín SUÐURNESJA

fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Já, heilsa og hreysti eru fyrirferðarmikið efni í Suðurnesjamagasíni þessarar viku. Við kíkjum á fólkið hans Janusar í Reykjanesbæ, sláumst í för með slökkviliðsmönnum sem gengu um Keflavík í fullum klæðum með súrefniskúta á bakinu og förum í Þórkötlustaðarrétt í Grindavík þar sem við tókum frístundabændur tali. Þeir voru að smala í óblíðu veðri um síðustu helgi.


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

15

Eiturefnahernaður á íbúa Reykjanesbæjar Eiturefnahernaður á íbúa Reykjanesbæjar lýsir best fyrirhugaðri áætlun stjórnar Arion banka um að hefja aftur rekstur kísilverksmiðjunnar‚ sem þeir sitja uppi með í Helguvík. Þeir voru óafvitandi þátttakendur í sama athæfi 2016–2017. Voru plataðir til þess eins og fleiri‚ en þrátt fyrir þá reynslu og mun meiri þekkingu nú á umhverfisvá starfseminar eru þeir staðráðnir í að hefja eiturefna árásina aftur á næsta ári.

Krónísk kolamengun – líka í Reykjanesbæ

Nýjar og nákvæmari upplýsingar um enn alvarlegri afleiðingar kolabrennslu í heiminum en áður var talið hafa verið að koma fram undanfarin misseri. Ný úttekt „Krónísk kolamengun“ (Chronic Coal Pollution), um hinar alvarlegu afleiðingar kolabrennslu, var gefin út 19. febrúar 2019 af The Health and Environment Alliance (HEAL). www.env-health. org/wp-content/uploads/2019/02/ChronicCoal-Pollution-report.pdf. Þar kemur fram að mengunar- og eitrunaráhrifa, gætir á alvarlegu stigi í öllum löndum Evrópu, sérstaklega þar sem kol eru brennd í miklu magni í nágrenni við íbúabyggð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur nýlega upplýst að heilsufarslegra áhrifa gætir við mun minni styrk mengunarefna en áður var talið og að þeirra gætir einnig á mun stærra

svæði en talið hefur verið hingað til. Hvað svifryk varðar (particulate matter/PM/öragnir) skiptir ekki máli hvað magnið er lítið. Þar er ekkert áhrifalaust lágmark. Varanleg loftmengun mikil eða lítil hefur áhrif á heilsu fólks bæði til skamms og langs tíma.

Nokkrar miður fallegar upplýsingar um hvernig kolabrennsla skaðar heilsu almennings

Með aukinni þekkingu og tækni við rannsóknir vísindamanna koma stöðugt í ljós nýjar afleiðingar loftmengunar á heilsu fólks. Til dæmis eru auknar vísbendingar sem tengja loftmengun við heilabilun og nýjar vísbendingar hafa sýnt að loftmengunar öragnir (svifryk) fara um lungu barnshafandi kvenna í fylgjur þeirra og skaða börnin áður en þau fæðast. Þegar kol eru brennd, eru mest rannsökuðu þrjú skaðlegu mengunarefnin á heilsu manna Brennisteinsdíoxíð (SO2), Köfnunarefnisoxíð (NOx) og svifrik eða öragnir í andrúmsloftinu (particulate matter, skamstafað PM). Þessi mengunarefni eru samkvæmt nýjustu rannsóknum einnig skaðleg í litlu mæli, jafnframt undir núgildandi viðmiðunarmörkum reglugerða. Brennisteinsdíoxíð (SO2) er flokkað sem mjög eitrað efni við innöndun. Það getur valdið alvarlegri ertingu í nefi og hálsi. Hár styrkur getur valdið lífshættulegri uppsöfnun vökva

í lungum (lungnabjúg). Einkenni geta verið hósti‚ mæði, erfið öndun og þyngsli í brjósti. Jafnvel ein aðkoma með miklum styrk SO2 getur valdið langvarandi ofnæmisástandi eins og astma. Köfnunarefnisoxíð (NOx) eru lofttegundir sem valda bólgum í öndunarvegi. Þetta eru oxunarefni sem þýðir að þau valda oxunarálagi sem getur raskað eðlilegum frumukerfum og valdið skemmdum á vefjum og dregið úr ónæmisgetu líkamans. Svifryk/öragnir. Við innöndun komast öragnirnar í blóðrásina og valda skaða í lungum og hjarta. Þær geta valdið heilablóðfalli og leitt til ótímabærs dauða. Nýjar rannsóknir tengja einnig ýmis efnasambönd við skaða á heilbrigðum þroska barna og við sjúkdóma eins og offitu og Alzheimers. Innöndun svifryks, jafnvel í litlu magni, getur leitt til lífeðlisfræðilegra breytinga í líkamanum og skaðað heilsu fólks. Léleg loftgæði eru einnig tengd langvinnum og bráðum öndunarfærasjúkdómum, sem lækka lífsgæði verulega, svo sem berkjubólgu og aukningu astma áhrifa.

Eiturefnaherferð á 20 þúsund manna íbúðabyggð

Ef einhver fer með eitur á mann svo hann veikist‚ verður örkumla eða deyr‚ er það saknæmt athæfi. Sérstaklega ef það er af ásetningi eða tillitsleysi. Ótrúlegt er að stjórn Arion

banka muni af einskæru tillitsleysi í garð íbúa Reykjanesbæjar hafa uppi þann ásetning að hefja eiturefnahernað á bæjarbúa á næsta ári. Lögmenn tala oft um einbeittan brotavilja í svona tilfellum. Kolabrennslan sem fyrirhuguð er hjá kísilveri Stakksbergs, að undirlagi stjórnar Arion banka kallar á að bæjarbúar samræmi viðbrögð sín þegar þar að kemur. Stefni á að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort 5 manna stjórn í fjármálafyrirtæki geti lögformlega hafið eiturefnaherferð á u.þ.b. 20 þúsund manna íbúabyggð og hafa þann eina tilgang að græða peninga á því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að ekkert loftmengunarstig geti talist „öruggt“ og að tengingin milli loftmengunar og öndunarog æðasjúkdóma sé vel þekkt. Viðurkennt er af heilbrigðis og umhverfis sérfræðingum‚ er um málið véla‚ að loftgæði í bæjarfélaginu munu versna þegar að kolabrennslan hefst. Eitur áhrifin‚ sem nú er sýnt að eru mun alvarlegri en áður var talið og bæjarbúar fundu á eigin skinni á fyrra rekstrar tímabili kísilversins setur byr í segl málsóknar. Stjórn Arion banka verður hinsvegar í saknæmri stöðu þegar eitur áhrifin fara að skaða og jafnvel deyða einhverja bæjarbúa. Reykjanesbæ 24. september 2019, Tómas Láruson.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Innleiða stöðumat fyrir grunnskólanemendur af erlendum uppruna Innleiðing stöðumats fyrir nemendur af erlendum uppruna er að hefjast í grunnskólum Reykjanesbæjar. Í síðustu viku var haldið námskeið í Hljómahöll fyrir fulltrúa allra grunnskóla í Reykjanesbæ, Árborg og Hafnarfirði. Námskeiðið sóttu einnig aðilar frá Miðju máls og læsis, Menntamálastofnun, KÍ og Fellaskóla, sem komið hafa að verkefninu. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

SUÐURNESJAMÖNNUM BJÓÐIST SAMBÆRILEG ÞJÓNUSTA Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var sérstakur gestur á vel sóttum aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ þann 23. september þar sem hann ræddi stöðuna í landsmálunum, þingstörfin framundan og áherslur þingflokks jafnaðarmanna. Logi benti sérstaklega á að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur væri ekki tekið tillit til mikillar fólksfjölgunar á síðustu árum á Suðurnesjum og sanngjarnra óska um auknar fjárveitingar til að bregðast við því heldur væri jafnvel um að ræða í einhverjum tilfellum raunlækkun á fjárframlögum til opinberra stofnana á Suðurnesjum. Í framhaldinu samþykktu fundarmenn eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ skorar á ríkistjórnina að skipa sem fyrst í starfshóp sem vinna á tímasetta aðgerðaáætlun um

hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun þar en þingsályktun þess efnis, sem Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar var fyrsti flutningsmaður að, var samþykkt á Alþingi 19. júní 2019. Mjög mikilvægt er að tryggja að fjárframlög til ríkisstofnanna, t.d. Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Lögreglunnar á Suðurnesjum, og að fjárframlög til annarra mikilvægra verkefna á Suðurnesjum fylgi þróun mannfjölda á svæðinu svo Suðurnesjamönnum bjóðist sambærileg

opinber þjónusta og öðrum landsmönnum býðst.“ Á aðalfundinum voru kosin í stjórn félagsins þau Eysteinn Eyjólfsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Á. Skarphéðinsson, Sigurrós Antonsdóttir og Jóhanna Sigurbjörnsdóttir og varamenn voru kosin Guðrún Ösp Theodórsdóttir og Hjőrtur M. Guðbjartsson. Stjórnin skiptir svo með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Í stjórn Kvennafylkingarinnar voru kosnar þær Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir, Íris Ósk Ólafsdóttir og Jana Guðlaugsdóttir, til vara Jurgit Milleriene og Guðrún Ösp Theodórsdóttir. Samfylkingin í Reykjanesbæ.

Fræðslusvið Reykjanesbæjar, fræðslu- og frístundaþjónusta Hafnarfjarðar og skólaþjónusta Árborgar hafa átt í samstarfi um þróun stöðumats fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna sem eru tiltölulega nýkomnir til landsins. Verkefnið gengur m.a. út á það að styrkja nám, líðan og félagslega stöðu þessara nemenda í skólum. Með stöðumatinu er hægt að staðsetja nemendur og auðvelda þar með kennurum og skólastjórnendum að skipuleggja nám hvers nemanda út frá styrkleika hans og þörfum. Lagt er mat á fyrri þekkingu og reynslu sem og læsi og talnaskilning. Stöðumatið er sænskt að uppruna og hefur verið notað þar með góðum árangri. Háaleitisskóli í Reykjanesbæ, Lækjarskóli í Hafnarfirði og Vallaskóli í Árborg hafa verið þátttökuskólar frá byrjun. Nú verður hins vegar unnið að því að koma stöðumatinu í framkvæmd í öllum skólum sveitarfélaganna þriggja að sögn Kolfinnu Njálsdóttur, deildarstjóra skólaþjónustu hjá Reykjanesbæ.

Stöðumat líka í leikskólana

„Við getum sagt að nú sé stöðumatið loksins farið í loftið eftir mikinn undirbúning og samvinnu faghópsins sem er skipaður sérfræðingum úr sveitarfélögunum þremur. Á döfinni er að fylgja því eftir. Meðal þess sem verður gert er að halda sambærilegt námskeið og við vorum með í Hljómahöll fyrir alla grunnskóla í Reykjavík í næsta mánuði. Svo erum við hvergi nærri hætt því faghópurinn er búinn að láta þýða svipað efni fyrir leikskóla, því verður hrint af stað í vetur með Hjallatún sem þátttökuskóla Reykjanesbæjar í undirbúningnum,“ er haft eftir Kolfinnu á vef bæjarins.

Auglýsingasíminn er 421 0001


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Samræmast vísindin trúnni - Eiga trú og vísindi samleið? Dr. Clement Persaud verður 27. september í Hvítasunnukirkjunni Keflavík kl. 20:00. Dr. Persaud mun hefja mál sitt með umfjöllun um forsenduna að höfundur trúarinnar (samkvæmt opinberun ritninganna) sé einnig höfundur vísinda (samkvæmt opinberun í nátturunni) og samhljómur verði því að vera í þessu tvennu. Hann styður mál sitt með dæmum úr heimi örverufræðinnar sem benda til vitsmuna og hönnunar á bak við sköpunarverkið. Hann bendir á það magn upplýsinga og þá flóknu hönnun sem við sjáum í DNA sem bendir á höfund upplýsinga og hönnunar. Niðurstaða hans er sú að náttúrulögmálin kalli á að einhver sé löggjafinn, það verði að vera hönnuður, sem hefur hannað mannkynið til þess að lifa með tilgangi. Clement Persaud var prófessor í heilsuörverufræði og líftækni í 23 ár. Hann hefur flutt fyrirlestra á sviði læknisfræði og unnið að rannsóknum í örverufræðum og líftækni bæði í Kanada og öðrum löndum. Hann heldur nú fyrirlestra um, vísindin og trúna og líftæknimálefni. Hann segir að “heilsu muffin” án rúsínu sé alls engin muffin.

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

FS-INGURVIKUNNAR

Umsjónarmenn: Ásta Rún Arnmundsdóttir og Birgitta Rós Jónsdóttir

Ég er gleðigjafi!

segir Amalía Rún Jónsdóttir sem er fyrsti FS-ingur haustsins hjá Víkurfréttum. Hvað heitirðu fullu nafni? Amalía Rún Jónsdóttir. Á hvaða braut ertu? Hársnyrti iðnbraut. Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Ég er úr Keflavík og er 16 ára. Hver er helsti kostur FS? Nálægt húsinu mínu. Hver eru áhugamálin þín? Dans og vinir. Hvað hræðistu mest? Þegar Eygló er í vondu skapi. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Halldór Már Jónsson af því að hann er alltaf að búa til lög og syngja. Hver er fyndnastur í skólanum? Ásta Björk. Hvað sástu síðast í bíó? Good Boys. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Góða skapið hjá afgreiðslufólkinu.

Hver er helsti gallinn þinn? Mikill einbeitingarskortur. Hver er helsti kostur þinn? Ég er gleðigjafi. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram,snapchat og subway surfes. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Breyta matnum. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Fínt. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Fuck bitches, get money! Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? H30.

Uppáhal

ds...:

ri? ...kenna adóttir. lm á P ís d Ás g? ...skólafa . a k s n le Ís ir? rpsþætt ...sjónva Glee. ynd? ...kvikm s. p u Grown eit? v s m ó ott ...hlj thvað g it e a r a B . S T eins og B i? ...leikar dler. n Adam S a

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Fiskast vel í dragnótina 898 2222 FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

AFLA

FRÉTTIR

Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, tengdasonur, bróðir, mágur og frændi,

ÞORSTEINN GRÉTAR EINARSSON Hraunholti 2, Garði,

lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, föstudaginn 27. september kl. 15. Erla Dögg Gunnarsdóttir Sunna Rós Þorsteinsdóttir Svavar Ingi Lárusson Óskírður Svavarsson Ásgeir Þorsteinsson Árni Gunnar Þorsteinsson Olivia Anna Canete Apas Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson systkini og frændsystkini

Faðir minn

PÁLL GRÉTAR LÁRUSSON sjómaður frá Lágafelli, Sandgerði

lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum 16. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Páll Pálsson

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Og áfram höldum við. Þeir fáu dragnótabátar sem eru að róa frá Suðurnesjum hafa verið að fiska mjög vel núna í september. Siggi Bjarna GK er kominn með 163 tonn í 12 róðrum og þegar þetta er skrifað aflahæstur dragnótabáta á Íslandi í september, en það er ekki nema 300 kíló niður í Esjar SH sem er númer tvö. Benni Sæm GK er með 133 tonn í tólf róðrum. Nýi Sigurfari GK með 55 tonn í níu róðrum. Og að lokum Njáll ÓF 43 tonn í átta, en hann rær ekki lengur frá Sandgerði heldur frá Hofsósi. Hann á mikla tengingu við Sandgerði og því rétt að nefna hann hérna, því margir lesendur þessa pistils vita hvað bátur þetta er. Maggý VE með 66 tonn í tíu róðrum en það má geta þess að um borð í Maggý VE er Karl Ólafsson skipstjóri en hann var lengst af skipstjóri á Erni KE sem síðar varð Örn GK. Sá bátur er núna á Bolungarvík og heitir Ásdís ÍS. Maggý VE á sér reyndar smá sögu við Suðurnesin því að þessi bátur var síðasti báturinn sem var tengur Tomma á Hafnarbergi RE,

því að báturinn hét Hafnarberg RE árin 2001 til 2005 og fékk þar á eftir nafnið Ósk KE frá 2005 til 2011, þegar báturinn var seldur til Vestmannaeyja og hefur heitið þar Maggý VE. Og meiri tengingu er hægt líka að finna, því að brúin sem núna er á Maggý VE var smíðuð í Njarðvíkurslipp og sett á bátinn þar og báturinn tekinn í yfirhalningu fyrir nokkrum árum. Það væri hægt að skrifa ansi mikið um Tómas Tómasson eða Tomma á Hafnarbergi RE eins og hann var alltaf kallaður og það má geta þess að gamla Hafnarberg RE liggur núna í Grindavík og heitir þar Dúa RE og hefur reyndar legið þar hátt í 10 ár. Fallegur bátur og synd að sjá gamla Hafnarberg RE grotna þar. Kannski maður hripi niður nokkur orð í seinni pistlum varðandi þennan fallega bát og Tomma. Netabátarnir hafa fiskað ágætlega þegar þeir hafa komist á sjó. Þó hefur ufsaveiðin hjá Grímsnesi GK ekkert verið neitt sérstök en hefur landað 49 tonnum í fjórum rórðum. Maron GK er með 44 tonn af þorski í sextán

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

róðrum. Halldór Afi GK 28 tonn í átján. Hraunsvík GK 25 tonn í sextán. Sunna Líf GK, sem var fjallað um í síðasta pistli, með 7 tonn í fimm. Bergvík GK 19,3 tonn í sex. Togarnir eru hættir á rækju og Berglín GK hefur landað 272 tonnum í þremur og hefur landað á Siglufirði og Ísafirði. Það er ansi mikill akstur með fisk af togaranum því að mest öllum fisknum hefur verið ekið suður. Sama hefur verið hjá Sóley Sigurjóns GK sem hefur landað 243 tonnum í þremur og landað öllu á Siglufirði. Ef aðeins er farið í frystitogarana þá hefur Baldvin Njálsson GK landað 494 tonn í einni löndun og Hrafn Sveinbjarnarsson GK var að koma inn til löndunar þegar þessi pistill var skrifaður. Varðandi Baldvin Njálsson GK þá má nefna að Nesfiskur, sem gerir út Baldvin Njálsson GK, hefur undirritað smíðasamning um smíði á nýjum frystitogara sem kemur í staðinn fyrir núverandi Baldvin Njálsson GK. Núverandi Baldvin Njálsson GK er 51,4 metra langur og 11,9 metra breiður. Nýi verður 66,3 metra langur og 15 metra breiður. Og það má geta þess að nýi togarinn verður smíðaður í sömu skipasmíðastöð og núverandi Baldvin Njálsson GK var smíðaður hjá, í Vigo á Spáni. Áætlað er að nýi Baldvin Njálsson GK komi um haustið 2021 og getið hafið veiðar í síðasta lagi snemma á árinu 2022.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

17

Átta ára listakona á Ljósanótt

Harpa Guðrún Birgisdóttir, átta ára gömul, ákvað upp á sitt einsdæmi að vera með viðburð á Ljósanótt á heimili sínu til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Í sumarfríinu var hún að dunda við að mála á steina ásamt móður sinni, Höllu Jónsdóttur, og vildi vera með eigin listsýningu á Ljósanótt eins og hinir fullorðnu. „Við mæðgurnar vorum að dunda okkur í sumarfríinu við að mála steina. Hörpu datt svo í hug hvort hún gæti ekki haldið listasýningu á steinunum á Ljósanótt. Auðvitað sá hún þetta fyrir sér niðri í miðbæ með öllu fullorðna listafólkinu. Til

þess að drepa nú ekki þetta frumkvæði hjá henni þá gat ég ekki sagt nei og sagt henni að það væri ekki hægt. Ég hjálpaði henni því við að koma upp lítilli sölusýningu heima hjá okkur yfir bæjarhátíðina. Hún bar út auglýsingu til vina og vandamanna sem komu á sýninguna hennar. Harpa Guðrún seldi hátt í 50 steina og rann allur ágóðinn, rúmar 36.000 krónur, til Umhyggju, félags langveikra barna,“ segir Halla.

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjvar er Katla Björk Ketilsdóttir, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þar sem hún lærir leiklist auk þess sem hún stundar Crossfit og ólympískar lyftingar af miklum krafti.

LESANDIVIKUNNAR

HLUSTAR Á BÆKUR HVAR SEM ER

Heima er þar sem hjartað slær Sýningin „Heima er þar sem hjartað slær“ opnaði í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar um síðastliðna Ljósanótt og hefur sýningunni verið tekið afar vel. Undirbúningur sýningarinnar hófst á vormánuðum 2018 þegar Bókasafn Reykjanesbæjar fékk styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála til þess að efla menningar- og félagsauð innflytjenda í Reykjanesbæ. Hluti af styrknum var notaður í þetta verkefni með Heimskonum, hópi kvenna sem býr í Reykjanesbæ en koma hvaðanæva að úr heiminum og hittist reglulega í Bókasafni Reykjanesbæjar. Alls voru það tólf konur úr hópnum sem tóku þátt í verkefninu og þemað, hugmyndin, sem hópurinn vann með var „heima er þar sem hjartað slær“. Hópnum til aðstoðar voru bandaríska myndlistarkonan Gillian Pokalo ásamt myndlistarmanni bókasafnsins, Önnu Maríu, en saman stýrðu þær vinnustofum og uppsetningu sýningarinnar. Í verkunum er unnið með klukkuverk og

Anna María og Gillian Pokalo stýrðu vinnustofu í Bókasafni Reykjanesbæjar. grafíktækni og er afraksturinn ásamt svipmyndum frá ferlinu til sýnis í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Verkefnið hefur vakið athygli út fyrir landssteinana og barst bókasafninu ósk um að hafa samskonar vinnustofu og sýningu fyrir hóp aðfluttra kvenna í Gallery of Community Arts sem er í Phoenixville í Bandaríkjunum. Þar verður notast við sama þema og sömu tækni, auk þess verða verkin sem eru nú á sýningunni í Átthagastofu sýnd samhliða þeim verkum sem verða unnin á vinnustofunni. Til þess að vinna að verkefninu fer Anna María á vegum Bókasafns Reykjanesbæjar

út til þess að aðstoða við framkvæmd verkefnisins og uppsetningu sýningar í upphafi næsta árs. Um verkefnið segja þær Gillian og Anna María: „Verkefnið tengir ekki einungis saman konur á Reykjanesi heldur tengir þetta saman konur sem eiga það sameiginlegt að búa á nýjum slóðum. Gangur klukkunnar minnir á okkar eigin hjartslátt og með því að vinna með tíma sjáum við hvernig við tengjumst öll, ólík en í takt.“ Sýningin er opin öllum á opnunartíma Bókasafnsins til 21. október næstkomandi.

Listakonurnar við opnun sýningarinnar.

Unnið hörðum höndum.

Hvaða bók ertu að lesa núna? Afleggjarann eftir Auði Övu Ólafsdóttur, auk þess er ég að lesa þó nokkuð af skólabókum. Hver er uppáhaldsbókin? Náðarstund eftir Hannah Kent. Hún greip mig algjörlega frá byrjun og ég gæti hugsað mér að lesa hana oftar. Hver er uppáhaldshöfundurinn? Mér finnst ég ekki hafa lesið nóg til þess að finna minn uppáhaldshöfund. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Can´t hurt me eftir David Goggins Hvaða bók ættu allir að lesa? The Colour Purple eftir Alice Walker Hvar finnst þér best að lesa?

Ég hlusta aðallega á bækur og finnst best að vera uppi í rúmi að lesa. Annars er í raun hægt að hlusta hvar sem er á bækur. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur, The art of mental training eftir D.C. Gonzalez og The Subtle art of not giving a f*uc eftir Mark Manson. Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Ég myndi taka með mér bókina The Art of Mental Training til þess að aðstoða mig við að halda hausnum í lagi svona ein á eyðieyju.

Súlan

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2019 Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2019. Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Tilnefningu ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is í síðasta lagi 11. október næstkomandi. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is/is/mannlif/menning/menningarverdlaun) Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

Fótboltasumri vonbrigðanna senn lokið Knattspyrnuáhugamenn á Suðurnesjum eru því sjálfsagt fegnir að fótboltasumarið 2019 sé á enda. Leikjum í öllum deildum er lokið nema efstu deild karla þar sem lokaumferðin verður leikin um komandi helgi. Ljóst er að ekkert lið frá Suðurnesjum mun leika í efstu deild að ári og er það miður. Strákarnir í Grindavík og bæði lið Keflavíkur áttu stórgóða leiki í síðustu umferð og sýndu að öll eiga þau heima í efstu deild – gengur betur næst.

Góð endurkoma Keflavíkur gegn Íslandsmeisturunum Keflavíkurkonur áttu fína endurkomu í leik sínum gegn Val í Pepsi Maxdeild kvenna í lokaumferð Íslandsmótsins. Eftir að hafa lent 3:0 undir minnkuðu þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sophie McMahon Groff muninn fyrir Keflavík. Lokastaðan 3:2 og urðu Valskonur Íslandsmeistarar en Keflavík mun leika í Inkasso-deildinni að ári.

Valtað yfir Grindavíkurkonur Þróttur Reykjavík var búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina þegar liðið tók á móti fallliði Grindavíkur í Inkasso-deild kvenna. Þróttarar sýndu enga miskunn og völtuðu yfir vankaða Grindvíkinga 9:0. Grindavík leikur því í 2. deild að ári.

Marc McAustin, leikmaður Grindavíkur, „brýtur“ á leikmanni Vals undir lok leiks. Valur skoraði eftir aukaspyrnuna og sendi Grindavík niður í Inkasso-deildina. Á innfelldu myndinni er Hannes Þór Halldórsson með eina af sínum ótrúlegu markvörslum á lokamínútunum.

Keflvíkingar bitu frá sér

Magnaðar mínútur í Grindavík Það voru hreint ótrúlegar lokamínútur í Grindavík þegar heimamenn tóku á móti Valsmönnum í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar karla. Leiknum lauk með 2:2 jafntefli sem dugði Grindvíkingum ekki og eru þeir fallnir. Valsmenn komust yfir eftir korters leik en ákveðnir Grindvíkingar jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 1:1 í hálfleik og Grindvíkingar mættu grimmir til leiks í þeim síðari. Á 69. mínútu skoraði Aron Jóhannsson og kom Grindavík yfir en Valur jafnaði leikinn á 81. mínútu. Mark Valsmanna kom eftir aukaspyrnu og voru Grindvíkingar ekki par sáttir við dóminn.

Eftir jöfnunarmarkið gerðu Grindvíkingar orrahríð að marki Vals þar sem hurð skall oft nærri hælum hjá Valsmönnum og landsliðsmarkvörðurinn, Hannes Þór Halldórsson, sýndi hvers hann er megnugur og varði oft meistaralega. Stangarskot, skalli í slá og varið á línu hjá Valsmönnum. Hannes hafði skellt í lás og boltinn vildi bara ekki inn.

Lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar verður leikin á laugardaginn og hefjast leikir kl. 14:00. Grindavík sækir FH heim í Kaplakrika. Fyrir lokaumferðina eru Grindvíkingar með 20 stig, fimm stigum á eftir næsta liði, Víkingi Reykjavík. Það er ÍBV sem fellur með Grindavík í Inkasso-deildina.

Keflvíkingar sýndu og sönnuðu að þeir geta leikið frábæran fótbolta þegar þeir tóku á móti toppliði Inkasso-deildar karla í lokaumferðinni. Fjölnismenn voru mættir til Keflavíkur og þeim nægði að ljúka leik með jafntefli til að standa uppi sem sigurvegarar Inkasso-deildarinnar. Keflavík lék hins vegar, að margra mati, sinn besta leik í sumar. Gríðarlega öflugt Keflavíkurliðið gaf Fjölni engan séns í leiknum. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Þorri Mar Þórisson fyrir Keflavík og reyndist það sigurmark leiksins. Keflavík fékk tækifæri til að skora fjögur, fimm mörk í leiknum en þetta eina dugði til að gera vonir gestanna um gull að engu. Það voru því súrir Fjölnismenn sem horfðu á eftir gullinu til Gróttu og tóku á móti silfri í leikslok. Keflavík endaði í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig. Liðin sem fóru upp, Grótta og Fjölnir, voru með 43 og 42 stig.

Njarðvík tapaði lokaleiknum

Víðismenn með sigurleik

Njarðvíkingar töpuðu 4:2 fyrir Víkingi Ólafsvík í lokaleik sínum í Inkasso-deildinni. Leikurinn fór fram á Ólafsvíkurvelli en fyrir leikinn voru Njarðvíkingar fallnir í 2. deild.

Víðismenn fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni við Dalvík/Reyni þegar liðin mættust í Garðinum í síðustu umferð 2. deildar. Helgi Þór Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Víði, það fyrra á 6. mínútu og það síðara á 50. mínútu úr víti. Á 62. mínútu fengu gestirnir úr Eyjafirði dæmda vítaspyrnu og minnkuðu þeir muninn úr henni í 2:1, urðu það lokatölur leiksins. Þróttur úr Vogum var á Húsavíkurvelli þar sem heimamenn í Völsungi sigruðu 3:1. Víðir endaði í fjórða sæti 2. deildar og Þróttur Vogum í því fimmta.

Markaregn í stórsigri Reynis

1929

2019

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag býður til afmælisveislu 29. september í tilefni af 90 ára afmæli félagsins í íþróttahúsinu við Sunnubraut kl.14:00–16:30. Dagskráin: Hátíðin sett kl. 14:00 Ávörp gesta Sýning frá Taekwondo-deild Sýning frá fimleikadeild Boðið í skúffuköku, kaffi, gos og svaladrykki Gestum boðið að prufa ýmsar íþróttagreinar

Allir velkomnir að fagna með okkur hlökkum til að sjá sem flesta. Fyrir hönd Keflavíkur, Einar Haraldsson formaður

Það var sannkallað markaregn í Sandgerði þegar Reynismenn tóku á móti botnliði Skallagríms úr Borgarnesi í lokaumferð 3. deildar karla. Reynismenn unnu stórsigur, 5:0, með mörkum frá Elfari Má Bragasyni, Gauta Þorvarðarsyni, Magnúsi Magnússyni, Theodóri Guðna Halldórssyni og Herði Sveinssyni. Reynir endaði leiktíðina í fimmta sæti 3. deildar.

Samræmast vísindin trúnni? Dr. Clement Persaud heldur fyrirlestur um málið í Hvítasunnukirkjunni Keflavík föstudaginn 27. september kl. 20.00. Aðgangur ókeypis.

Clement Persaud var prófessor í heilsu örverufræði og líftækni í 23 ár. Hann hefur flutt fyrirlestra á sviði læknisfræði og unnið að rannsóknum í örverufræðum og líftækni bæði í Kanada og öðrum löndum . Hann heldur nú fyrirlestra um, vísindin og trúna og líftæknimálefni.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. september 2019 // 36. tbl. // 40. árg.

19

MASSA-GÓÐUR ÁRANGUR Í ÍSLANDSMEISTARAMÓTI Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM Lið Massa átti fjórtán keppendur sem stóðu sig frábærlega á mótinu sem fór fram á laugardaginn, nokkrir þeirra voru að taka þátt á sínu fyrsta móti. Kvennalið Massa var stigahæsta liðið og vann stigabikar mótsins. Karlalið Massa hafnaði í 2. sæti.

+FLOKKAR KVENNA:

-57 kg

TVEIR KEFLVÍKINGAR VALDIR Í ÚRTAKSHÓPA YNGRI LANDSLIÐA ÍSLANDS Í BLAKI Martyna Kryszewska og Bjarni Þór Hólmsteinsson hafa verið valinn í úrtakshópa yngri landsliða Íslands. Hóparnir munu vera við æfingar næstu helgi þar sem skorið verður niður og endanlegir landsliðshópar valdir. Martyna hefur verið valin í úrtakshóp U19 kvenna en á því miður ekki möguleika á að verða valin í landsliðshópinn þar sem hún er ekki íslenskur ríkisborgari en hún mun öðlast dýrmæta reynslu af að æfa með hópnum. Hins vegar væri óskandi að Bjarni Þór verði valinn í lokahóp U17 karla þar sem Keflavík á enn eftir að eignast landsliðsmann í blaki.

1. sæti - Elísa Sveinsdóttir með 100 kg í hnébeygju, 62,5 kg í bekkpressu og 110 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 272,5 kg sem skilaði henni Íslandsmeistaratitli.

-63 kg 3. sæti - Hildur Hörn Orradóttir með 130 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 150 kg í réttstöðulyftu. Hildur gerði góða tilraun við nýtt Íslandsmet í hnébeygju, 137 kg, sem fór ekki upp að þessu sinni. Samanlögð þyngd 340 kg sem skilaði henni 3. sæti

-72 kg 1. sæti - Íris Rut Jónsdóttir með 125 kg í hnébeygju, 80 kg í bekkpressu og 125 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 330 kg sem skilaði henni Íslandsmeistaratitli. 2. sæti - Brynja Rúnarsdóttir með 115 kg í hnébeygju, 65 kg í bekk-

FLOKKAR KARLA: pressu og 130 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 310 kg sem skilaði henni 2. sæti í flokknum. 3. sæti - María Asley Pollitt með 75 kg í hnébeygju, 37,5 kg í bekkpressu og 92,5 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 205 kg sem skilaði henni 3. sæti í flokknum.

-84 kg 4. sæti - Hulda Ósk Blöndal með 90 kg í hnébeygju, 40 kg í bekkpressu og 107,5 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 237,5 kg sem skilaði henni 4. sæti í flokknum.

+84 kg 2. sæti - Þóra Kristín Hjaltadóttir með 117,5 kg í hnébeygju, 72,5 kg í bekkpressu og 132,5 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 322,5 kg sem skilaði henni 2. sæti í flokknum.

-74 kg 1. sæti - Börkur Kristinsson með 150 kg í hnébeygju, 100 kg í bekkpressu og 190 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 440 kg sem skilaði honum Íslandsmeistaratitli. Börkur náði einnig lágmarki fyrir Evrópumeistaramót í klassískum kraftlyftingum.

-83 kg 2. sæti - Sindri Freyr Arnarsson með 190 kg í hnébeygju, 145 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 555 kg sem skilaði honum 2. sæti í flokknum.

-93 kg 4. sæti - Þórarinn Birgisson með 155 kg í hnébeygju, 125 kg í bekkpressu og 230 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 510 kg sem skilaði honum 4. sæti í flokknum. 5. sæti - Mikael Jón Steinsson með

160 kg í hnébeygju, 100 kg í bekkpressu og 210 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 470 kg sem skilaði honum 5. sæti í flokknum.

-105kg 3.sæti - Eggert Gunnarsson með 200kg í hnébeygju, 137,5kg í bekkpressu og 220kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 557,5kg sem skilaði honum 3.sæti í flokknum. 5. sæti - Atli Þór Rósinkarsson með 200 kg í hnébeygju, 125 kg í bekkpressu og 207,5 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd 532,5 kg sem skilaði honum 5. sæti í flokknum. Keppnislið Massa tekur núna viku hvíld áður en undirbúningur hefst fyrir Íslandsmeistaramót í klassískri bekkpressu sem verður haldið um miðjan næsta mánuð á Akureyri.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Skál í boðinu!

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

Frábært haust tilboð á þessum legsteinum

Örvar Þ. Kristjánsson

Brúðkaup

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Með vasa lukt og ,ð: 544.250 Fullt ver 2020

r.

289.900 k

2006 SB

2042-1 SB

00 klri . 139.9 spörfug

2020 SB

kr. 289.9be0ð0 ramma

Með vasa lukt og ,ð: 529.250 r e v t l l u F

VERÐ MIÐAST VIÐ ÁLETR AÐAN* STEIN MEÐ UPPSETNINGU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

ATH. GR ANÍTHÖLLIN ER FLUTT AÐ FOSSALEYNI 16, 112 REYKJAVÍK FOSSALEYNI 16 112 REYKJAVÍK

Með fyrirvara um prentvillur og uppseldar vörur.

með ,ð: 291.650 Fullt ver

*Hefðbundin áletrun, 1 nafn

Sumarið er allt í einu farið. Haustið mætt með allri sinni dásamlegu rútínu, roki og rigningu. Hef miklar mætur á sumrinu en fagna þó ávallt komu haustins enda skólanum og leikskólanum tekið fagnandi á mínu heimili. Sumrin mín eru ávallt viðburðarrík og nóg af skemmtilegum verkefnum sem falla í mínar hendur. Eitt slíkt verkefni hefur verið að veislustýra brúðkaupum sem flest fara jú fram á sumarmánuðum. Á undanförnum árum hef ég tekið að mér að veislustýra ansi mörgum brúðkaupum yfir sumarið. Ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf en á sama tíma mikil ábyrgð og hörku vinna, þarna er fólk að treysta manni fyrir einum af merkustu dögum lífsins. Maður vill alls ekki klúðra því! Brúðkaup eru afar skemmtileg þrátt fyrir að þarna hittist oft ólíkir hópar sem hafa misjöfn tengsl við brúðhjónin. Það getur stundum verið „trikkí“ að fá upp stemmningu en yfirleitt er það ekkert mál, það eru nefnilega þannig straumar í þessum veislum. Flestir eru mættir til þess að skemmta sér og gera daginn/ kvöldið sem eftirminnilegast fyrir brúðhjónin. Brúðkaupin sem ég hef stýrt hafa verið af öllum stærðum og gerðum, smekkur fólks er enda misjafn en það sem skiptir þó ávallt mestu máli er hugarfar gestanna. Mætið í brúðkaup til þess að skemmta ykkur og njóta. Af öllum þeim hjónum sem ég hef veislustýrt fyrir þá hafa þau öll átt eitt sameiginlegt, þau hafa viljað fá formúluna fyrir því að fólk skemmti sér sem best. Þeirra gleði er m.a. fólgin í því að sjá fólkið sitt virkilega gleðjast og skemmta sér í veislunni. Þannig mætið hress í brúðkaupin, ekki vera feimin að fá ykkur aukalega á diskinn eða skilja bílinn eftir og detta í einn til sjö kalda. Mætið til þess að taka þátt í partýinu af fullum krafti því það er ekki síður mikilvæg gjöf. Tæmið barinn! Tók að mér fyrir einhverjum árum síðan að veislustýra brúðkaupi út á landi hjá manni á besta aldri sem var reyndar að gifta sig í fimmta skipti, það var ekkert verið að flækja hlutina í sveitinni alltaf átti hann sömu tengdaforeldrana. Ég rakst reyndar á þennan sama mann í Kringlunni fyrir skemmstu, ég spurði hann hvernig þetta gengi allt saman hjá þeim hjónum. Það stóð ekki á svörum, „Mjög vel“ sagði hann og bætti við, „Gift í að verða níu ár núna. Við höfum það fyrir reglu að fara alltaf tvisvar sinnum í mánuði út að borða og svo fylgja kossar og innilegt kelerí á eftir. Lykillinn er að ég fer á fimmtudögum og hún á sunnudögum“ Óska öllum brúðhjónum sumarsins innilega til hamingju.

r. 299.b9eð0r0amkma

SÍMI 555 3888 GR ANITHOLLIN.IS

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 36. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 36. tbl. 2019

Víkurfréttir 36. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 36. tbl. 2019