__MAIN_TEXT__

Page 1

Ný 730 milljóna króna slökkvistöð í Reykjanesbæ Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við ÍSTAK um byggingu nýrrar slökkvistöðvar Brunavarna Suðurnesja í Reykjanesbæ. Framkvæmdin er upp á 730 milljónir króna en gert er ráð fyrir að bygging stöðvarinnar taki 18 mánuði. Staðsetning slökkvistöðvarinnar við Flugvelli, ofan Iðavalla, er talin

mjög góð. Stöðin sé miðsvæðis þegar horft er til þjónustusvæðis Brunavarna Suðurnesja sem nær frá Reykjanesbæ, í Sandgerði, Garð og Voga. Þá er stutt í flugstöðina en sjúkraflutningum í tengslum við aukinn ferðamannastraum til landsins fjölgar hratt.

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Séð yfir það svæði þar sem tjónið varð mest. Klampenborg er stóra hvíta húsið fremst á myndinni og í baksýn má m.a. sjá ráðhús Reykjanesbæjar þar sem bílar urðu fyrir tjóni.

Ótryggður málningarverktaki olli milljónatjóni í Keflavík TJÓN Á YFIR 40 BIFREIÐUM OG BÚIST VIÐ AÐ FLEIRI TILKYNNINGAR EIGI EFTIR AÐ BERAST Milljónatjón varð í Keflavík sl. fimmtudag þegar málningarverktaki sprautaði olíumálningu yfir tugi bifreiða. Verktakinn, sem er ekki af Suðurnesjum, vann við að mála þak á húsinu Klampenborg við Túngötu í Keflavík. Málningarsprauta var notuð við verkið en á meðan framkvæmdinni stóð var stíf norðanátt en á Keflavíkurflugvelli mældist allt að 11 m/s vindur. Í lögregluskýrslu sem gerð hefur verið um atvikið kemur fram að alls hafi 41 bifreið orðið fyrir málningarúða en hvít olíumálning var notuð til verksins. Flestar stóðu bifreiðarnar við Aðalgötu en einnig við Túngötu, Vallargötu og jafnvel á Íshússtíg. Klampenborg er há bygging við Túngötu og þegar þakið var sprautað síðasta fimmtudag írðist málningin yfir stórt svæði.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

Þannig varð t.a.m. tjón á fjölmörgum bílum sem stóðu á bílastæði við ráðhús Reykjanesbæjar við Tjarnargötu. Bíleigendur hafa síðustu daga verið að setja sig í samband við tryggingafélög til að kanna réttarstöðu sína vegna tjóns. Verktakinn var ekki tryggður fyrir tjóninu sem hann olli og því sitja bíleigendur uppi með skaðann. Massa

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

VERIÐ VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA 20. SEPTEMBER - 3. OKTÓBER 2018 fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

Kynntu þér öll frábæru tilboðin í Heilsubæklingi Nettó

þarf lakk bílanna en slík meðferð getur kostað allt að 100 þúsund krónum og því innan sjálfsábyrgðar tryggingataka. Hjá einu tryggingafélagi sem Víkurfréttir ræddu við kom fram að þeir sem urðu fyrir tjóni eru örugglega mun fleiri en kemur fram í tilkynningum til lögreglu. Fólk hafi leitað beint til tryggingafélags síns án þess að tilkynna tjónið til lögreglu. Íbúi við Aðalgötu sem varð fyrir tjóni sagðist undrast á því að verktaki geti starfað án þess að hafa tryggingar sem bæta t.d. það tjón sem raun varð á.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

124

SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

Ný tenging Hafnavegar opnuð á Fitjum

Ný tenging Hafnavegar við Reykjanesbraut var opnuð sl. föstudag. Tenging Hafnavegar er á nýjum stað, eða inn á hringtorg við Stekk, um 400 m austan við vegamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar sem nú hefur verið lokað. ÍAV sá um framkvæmdir. Framkvæmdakaflinn er um 850 m langur. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda sem leið eiga um Reykjanesbraut, með því að loka hættulegum T-gatnamótum og tengja nýjan vegkafla Hafnavegar inn á núverandi hringtorg á Reykjanesbraut, ásamt því að tryggja greiðari samgöngur á svæðinu og bæta tengingu við Hafnir.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar – Kadeco

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar óskar eftir tilboðum í verkið:

Pattersongirðing – Niðurrif og förgun Verkið felst í að taka upp, fjarlægja og farga girðingu, sem er umhverfis Pattersonsvæðið, sem er nálægt Fitjum í Reykjanesbæ. Girðingin er netgirðing með gaddavír efst, girðingastaurar eru stálstaurar í steyptri undirstöðu. Lengd girðingarinnar er 8.500 metrar. Verktími er áætlaður um tveir mánuðir, frá 3. október 2018 til 1. desember 2018. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja, Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ, frá og með mánudeginum 24. september 2018. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 28. september 2018, kl. 13:00.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

845 0900


Hlíðarhverfi Nýtt í sölu

Skoðið teiknin ga www.b r á ygg.is Fyrsti áfangi Hlíðarhverfis sem nú er kominn í sölu liggur á milli Þjóðbrautar og Skólabrautar í Reykjanesbæ. Þarna er um að ræða blandaða byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Stutt er í alla nauðsynlega þjónustu og öruggar göngu- og hjólaleiðir í skóla- og íþróttaaðstöðu sem er í næsta nágrenni. Staðsetningin er hreint út sagt frábær. Samgöngur eru greiðar frá hverfinu hvort sem er innan Reykjanesbæjar eða upp á Reykjanesbraut. Stutt upp á Keflavíkurflugvöll og Ásbrú.

Íbúðirnar í fjölbýlishúsum Hlíðarhverfis eru 4 herbergja, 112.6 til 148.7 fm. Einbýlishúsin á bilinu 230.1 til 248.5 fm. Parhúsin á bilinu 170.9 til 203.9 fm.

Kársnes

Lundur

ONNO / 2018-02-001

Nýjar og glæsilegar íbúðir í bryggjuhverfi á norðanverðu Kársnesi í Naustavör 22-26. Hér erum að ræða 2ja til 4ra herbergja íbúðir, stærðir frá 91.6 til 232.5 fm. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

Glæsilegar íbúðir í Lundarhverfinu við Fossvoginn í Lundi 13-17. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja og stærðirnar eru frá 107 til 185.1 fm. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

www.bygg.is Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 34 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði

REYNSLA - FAGMENNSKA - METNAÐUR


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

Tólf tungumál eru töluð í heilsuleikskólanum Skógarási – Flutningur í nýtt og glæsilegt húsnæði gekk hratt og vel Heilsuleikskólinn Skógarás á Ásbrú í Reykjanesbæ opnaði nýlega og var því fagnað formlega í sl. viku. Hann hét áður heilsuleikskólinn Háaleiti en nú er hann kominn í nýtt glæsilegt 933 fermetra húsnæði og eru 545 af því leikrými. Framkvæmdir tóku um það bil ár og kostuðu rúmlega 300 milljónir króna.

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar, og Þóra Sigrún Hjaltadóttir, leikskólastjóri. Á bak við þær eru fulltrúar bæjarins og starfsmenn skólans.

Viðburðir í Reykjanesbæ Súlan, menningarverðlaun - óskað eftir tilnefningum Óskað er eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2018; einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum. Tilnefningu ásamt rökstuðningi skal skilað í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is fyrir 10. október nk.

Leikskólinn Skógarás á Ásbrú. Flutningur skólans fór fram í sumar en gamla staðnum var lokað 3. júlí en starfsemi hófst á nýja staðnum, við Skógarás 932 um miðjan ágúst. Hluti hans er eldra húsnæði sem Reykjanesbær fékk að gjöf frá leigufélögunum Heimavöllum og Ásbrú íbúðum á Ásbrú en nýi partur skólans er úr gámaeiningum sem hafa reynst vel t.d. í Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Þóra Sigrún Hjaltadóttir, leikskólastjóri, segir að þrátt fyrir að nýi skólinn sé um 100m2 minni þá nýtist plássið betur og allir starfsmenn eru mjög ánægðir með hvernig til tókst. Á Skógarási eru um 70 börn en gert er ráð fyrir því að þau verði um 80 um áramótin. Fjórar deildir eru í skólanum og fengu þær allar heiti eftir fuglum en hugmyndin að nýja nafni skólans, Skógarás, kom frá foreldri en forráðamenn skólans fengu foreldra barna með sér í lið við að finna það í gegnum Facebook-síðu skólans. Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar, sagði að frábærlega hefði tekist til við byggingu skólans. „Í þessu húsnæði sem býr yfir svona mörgum

Séð inn í eina deildina í Skógarási en þær

góðum kostum verður sannarlega hægt að gera gott skólastarf,“ sagði Ingibjörg. Hún færði leikskólanum að gjöf handofna körfu frá Senegal í anda þess fjölmenningarstarfs sem fram fer í skólanum. Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, forseta bæjarstjórnar, varð tíðrætt um fjölmenningarsamfélagið sem birtist svo vel í Skógarási. „Börnin hér á Skógarási minna okkur á að við búum í fjölmenningarsamfélagi

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagurinn 20. sept. kl. 11: Foreldramorgunn. Erla Hafsteinsdóttir talmeinafræðingur spjallar við foreldra um málþroska ungra barna. Fimmtudagurinn 20. sept. kl. 19.30: Fullorðinsföndur/ ARTMONEY vinnustofa í tilefni sýningar. Ókeypis og allir velkomnir. Skráning á heimasíðu og í afgreiðslu safnsins.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fjármálasvið – Launafulltrúi í tímabundið starf Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Tónlistarkennari Velferðarsvið – Sérfræðingur Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Fulltrúar bæjarins, skólans og Skóla ehf. sem rekur Skógarás.

eru allar nefndar eftir fuglum.

en um helmingur þeirra eru tví- eða fjöltyngd og eru því með íslensku sem annað tungumál. Íslenska, pólska, arabíska, filippíska, enska, spænska, rúmenska, afríkanska, búlgarska, þýska, slóvakíska og flæmska eru þau tólf tungumál sem börnin í Skógarási hafa að móðurmáli. Á Skógarási starfa leikskólakennarar, íþróttakennari, háskólamenntaðir starfsmenn, hjúkrunarfræðingur og starfsmenn í námi í leikskólakennarafræðum svo eitthvað sé nefnt. Leikskólinn er þátttakandi í hinu alþjóðlega YAP-verkefni eða (Young Athletes Program) á vegum Special Olympics-samtakanna og miðar að því að efla hreyfingu fyrir börn með sérþarfir auk þess sem skólinn tekur þátt í virku vísindastarfi og má þar nefna lýðheilsu- og forvarnarverkefni sem miðar að því að nýta markvissa hreyfiörvun sem snemmtæka íhlutun til að stuðla að bættum heila- og taugaþroska barna, en eins og allir vita þá er heilsuefling fyrstu æviárin grunnur að góðu heilbrigði út æviskeiðið,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, við formlega opnun skólans. Leikskólinn er umhverfisvottaður og hefur hlotið hinn eftirsótta Grænfána tvisvar sinnum en tekur einnig þátt í „ECO TWEET“ Erasmus-verkefninu sem miðar að því að efla umhverfisvitund með verkefnum er snúa að vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði.

Súlan

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2018 Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2018. Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Tilnefningu ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is fyrir 10. október næstkomandi. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar. Menningarráð Reykjanesbæjar


*ALLAR STÓRAR PIZZUR AF MATSEÐLI EF ÞÚ SÆKIR, VIKUNA 17.–23. SEPT. 2018 PÖNNUPIZZA: 1.590 KR.

EIN VIKA. EITT VERÐ.* DOMINOS.IS

SÍMI 58 12345

DOMINO’S APP


6

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

ALLSHERJAR­ ATKVÆÐAGREIÐSLA Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör aðal- og varafulltrúa á þing ASÍ sem haldið verður dagana 24.–26. október n.k. Kosið er um fjóra aðalfulltrúa og tvo til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 25. september n.k Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn

VIÐ ÓSKUM EFTIR ÖFLUGUM MARKAÐSMANNI Markaðsstofa Reykjaness leitar eftir öflugum starfsmanni í markaðsteymið sem hefur metnað og áhuga á ferðaþjónustu. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs.

Höfuðstöðvar Samkaupa eru í Krossmóa í Reykjanesbæ.

BREYT­ING­AR Á STJÓRN­ ENDA­TEYMI SAM­KAUPA

Þau Falur Harðar­son, Gunn­ur Líf Gunn­ars­dótt­ir og Ingi­björg Ásta Hall­ dórs­dótt­ir hafa verið ráðin í nýj­ar stjórn­enda­stöður hjá Sam­kaup­um í kjöl­far skipu­lags­breyt­inga. Gunn­ur Líf Gunn­ars­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri nýs sviðs mannauðsmá­la hjá Sam­kaup­um. Falur Harðar­son starfs­manna­stjóri, tek­ur við stjórn rekstr­ar- og mönn­un­ ar­deild­ar. Ingi­björg Ásta Hall­dórs­dótt­ir hef­ur nú þegar tekið við stöðu markaðsstjóra. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu. Gunn­ur Líf starfaði áður hjá In­ fomentor sem teym­is­stjóri fyr­ir ís­lensk­an markað og sem per­sónu­ vernd­ar­full­trúi. Þar á und­an starf­ aði hún hjá Hjalla­stefn­unni sem skóla­stjórn­andi, verk­efna­stjóri og grunn­skóla­kenn­ari. Gunn­ur Líf lauk kenn­ara­námi frá Há­skóla Íslands árið 2011 og MBA námi frá sama skóla 2015. Falur hef­ur starfað hjá Sam­kaup­um síðan 2009 sem starfs­manna­stjóri. Falur vann áður hjá Capacent og þar áður hjá Icelanda­ir. Falur er menntaður tölv­un­ar­fræðing­ur frá Char­lest­on Sout­hern Uni­versity og lauk MBA námi við Há­skól­ann í Reykja­vík 2009.

Ingi­b jörg Ásta hef­u r víðtæka reynslu af markaðsmá­l­um og hef­ ur áður gegnt stöðu markaðsstjóra hjá Sam­bandi ís­lenskra Spari­sjóða, Penn­an­um og Saga­Medica. Ingi­björg Ásta er viðskipta­fræðing­ur með BSc gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og lauk MBA gráðu frá sama skóla árið 2010. Sam­kaup reka um fimm­tíu versl­ an­ir, en meðal þeirra eru Nettó, Kjör­búð og Kram­búð. Þá er Sam­ keppnis­eft­ir­litið með til skoðunar kaup Sam­kaupa á öll­um versl­un­um Ice­land, tveim­ur Há­skóla­búðum og fimm 10/​11 versl­un­um af Basko. Starfs­menn fé­lags­ins verða um 1200 í 600 stöðugild­um.

Þorvaldur til Samkaupa Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem snúa að markaðssetningu á Reykjanesi sem áfangastað, m.a. umsjón og uppfærslu á vefsíðum og samfélagsmiðlum, umsjón og vinnu við útgáfu kynningarefnis sem og samskipti við ferðaþjónustuaðila. Viðkomandi þarf að geta gengið í öll verkefni markaðsstofunnar er snúa að markaðs- og kynningarmálum. Helstu verkefni: • Umsjón með vefsíðum og samfélagsmiðlum • Umsjón með kynningar- og markaðsmálum • Samskipti við hagsmunaðila, samstarfsog stuðningsstofnanir • Skipulagning og þátttaka í sýningum og ráðstefnum innanlands og erlendis • Umsjón með heimsóknum blaðamanna og ferðaskrifstofa

Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Mjög góð þekking á notkun samfélagsmiðla • Metnaður í starfi og skipulagshæfileikar • Reynsla af markaðs- og ferðamálum mikilvæg • Lipurð í mannlegum samskiptum • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ritun og orði skilyrði, önnur tungumál kostur

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018. Umsóknir skal senda til Markaðsstofu Reykjaness á netfangið markadsstofa@visitreykjanes.is. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar gefa Berglind Kristinsdóttir, berglind@sss.is og Eggert Sólberg Jónsson, eggert@reykjanesgeopark.is. Markaðsstofa Reykjaness er sjálfseignarstofnun sem starfar náið með Reykjanes Unesco Global Geopark, Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja, ferðaþjónustufyrirtækjum, stuðningsstofnunum og sveitarfélögum á Suðurnesjum að markaðssetningu svæðisins, eflingu ferðaþjónustu, fjölgun ferðamanna og lengingu dvalar þeirra með heildarhagsmuni atvinnulífsins og samfélagsins á Suðurnesjum að leiðarljósi.

Þorvaldur Helgi Auðunsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Samkaupum. Hann mun gegna starfi rekstrarstjóra vöruhúss og flutninga. Þorvaldur hefur þegar hafið störf en hann hefur verið starfandi hjá Samkaupum undanfarna mánuði við ráðgjöf og greiningar. Þorvaldur er með þrjár háskóla­ gráður, M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í verkfræði frá Lund University í Sví­ þjóð og B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands. Auk þess hefur hann viðamikla alþjóðlega reynslu úr

flutningageiranum og innkaupum. Helstu verkefni Þorvaldar verða utanumhald og eftirfylgni á vöru­ húsi Samkaupa, hagræðingar í rekstri vöruhússins, bættar og hag­ stæðari flutningaleiðir á landi og sjó- sem og annað tilfallandi.

Kæru Suðurnesjamenn.

Verðum á heilsugæslunni í Keflavík föstudaginn 28. september.

Tímapantanir í síma 534 9600. Nánari upplýsingar www.heyrn.is Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf

HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrn // Hlíðasmára 11 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //

Suðurnesjamagasín fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


VILTU VINNA Á SPENNANDI STAÐ?

Krambúðin Innri Njarðvík Krambúðin er verslun sem býður upp á það allra nauðsynlegasta í matvöru og leggur mikla áherslu á að leysa þarfir viðskiptavina sem eru á hraðferð. Lagt er upp með að viðskiptavinir geti orðið sér úti um þær vörur sem þarf til heimilisins hverju sinni á hagstæðu verði. Fyrir fólk sem vantar skyndilausnir þá er boðið upp á bakað á staðnum, tilbúna rétti, samlokur, tilbúin salöt og Take-Away kaffi.

Krambúðin Tjarnarbraut í Innri Njarðvík leitar að öflugu starfsfólki í fullt starf og í hlutastarf. Um er að ræða dagvinnu eða kvöld- og helgavinnu. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri. Áhersla er lögð á: • • • •

Styrkleika í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni Reglusemi og árvekni í hvívetna Rík þjónustulund og skilningur á þörfum viðskiptavina • Sjálfstæði og jákvæðni • Stundvísi og áræðni Tengiliður vegna umsókna er Falur Harðarson, forstöðumaður rekstrarog mönnunardeildar. Umsóknir sendist á falur@samkaup.is


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

Vinátta er lykillinn

– Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir er nýráðin verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ

Við búum öll á Íslandi

Ég frétti að Reykjanesbær væri búinn að ráða verkefnastjóra fjölmenningarmála og fannst það athyglisvert. Mig langaði að vita hvort fleiri bæir hér á Suðurnesjum væru almennt að huga að íbúum af erlendum uppruna í bæjarfélagi sínu með því að ráða sérstakan fulltrúa til þess og hafði samband við þrjá stærstu bæina; Reykjanesbæ, Grindavík og sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Afraksturinn fer hér á eftir.

HVERNIG GERA NORÐMENN?

ÍSLENDINGAR ÞJAPPA SIG EINNIG SAMAN

Og bara svona af því að ég er svo fersk að utan, enda Við gerum þetta einnig nýflutt heim aftur eftir að þegar við búum erlendis. hafa verið búsett erlendis í Marta Eiríksdóttir Við sækjum yfirleitt í að marta@vf.is sjö ár í litlum bæ í Noregi, hitta Íslendinga því við finnum hvað íslenska á stærð við Grindavík, þá langaði mig að bera saman hvað þjóðarsálin á margt sameiginlegt. Norðmenn gera og hvað Íslendingar Það er ekki bara íslenskt mál sem gera til þess að hjálpa útlendingum tengir okkur saman. Það er einnig að aðlagast og verða virkir þegnar í hangikjötið og jólaölið, flatkökurnar samfélaginu. Það er alltaf gaman að og kleinurnar, sviðakjammarnir og bera saman og athuga hvort eitthvað auðvitað allt hitt. Ekki má gleyma sé hægt að læra af nágrannaþjóðum því sem hefur límt okkur saman okkar og líka af því að íslensk stjórn- sem þjóð undanfarin ár – en það völd eru svo oft að láta sig dreyma er HM í fótbolta. Svo finnst okkur um norrænt velferðarþjóðfélag hér eilítið gaman að tala um þjóðina á landi. Það er spurning hvort þessi sem á landið sem við erum gestir í litli samanburður hér í blaðinu geti og hvernig þeir gera öðruvísi en við kennt okkur eitthvað nýtt? og að við séum auðvitað mun betri en þeir. Íslendingar geta alveg verið SKRÍTIN TILFINNING AÐ VERA hrokafullir. Þannig að við erum ekkÚTLENDINGUR ert öðruvísi en allir hinir útlendAuðvitað er það dálítið skrítið þegar ingarnir þegar við búum erlendis. þú flytur til annars lands, allt í einu ertu orðinn gestur og getur ekki tjáð SIÐIR HVERRAR ÞJÓÐAR þig eins og hinir sem eru í kringum Þar sem við bjuggum voru margir Ísþig. Þetta eru allt útlendingar finnst lendingar, Pólverjar, fólk frá Balkanþér en í raun ert þú aðal útlend- löndum og að ógleymdum músingurinn þangað til þú lærir málið limum. Þetta getur orðið suðupottur sem þeir tala og vilt forvitnast betur en norsk stjórnvöld eru meðvituð um siðina í landinu þeirra. Maður er um það og eru með áætlun. Þeir pínu sjálfhverfur í fyrstu en svo er standa stöðugir í því að Noregur sé að vera auðmjúkur og átta sig á því land heimamanna en gestir eru velað það er maður sjálfur sem þarf að komnir og nauðsynlegir í atvinnuaðlagast þjóðinni en ekki hún þér. lífið. Norðmenn styðja nýja íbúa Það er galdurinn. Vera sveigjanlegur á þann hátt að hvetja þá í norskt því einn daginn ferðu líklega heim tungumálanám. Þegar við vorum til þín aftur og þá ertu reynslunni gestir í landinu þeirra þá vildum við ríkari. læra af þeim og sjá hvað þeir voru að gera. Þeir voru forvitnir um okkur af ÚTLENDINGAR VELKOMNIR því að við erum Íslendingar, gamlir Að búa í Noregi kennir manni margt Norðmenn í augum þeirra, og tóku varðandi réttlæti kerfisins og um- okkur í viðtöl í bæjarblaðinu og hyggju þess í garð þegnanna. Já, svona. Við horfðum með aðdáun á norsk yfirvöld líta á sig sem þjóna 17. maí þjóðhátíðarveisluhöld þeirra þjóðarinnar og taka það hlutverk sem var ótrúlega flottur dagur með alvarlega. Norðmenn eru opnir fyrir þátttöku allra bæjarbúa, ungra því að leyfa útlendingum að taka sem aldinna. Lúðrasveitirnar voru þátt í samfélaginu en þeir gera samt nokkrar sem spiluðu á götum úti. þá kröfu að útlendingurinn læri Næstum allar konur klæddust þjóðmóðurmál landsins ef þeir vilja ná búningi og slatti af karlmönnum langt og að þeir virði þær reglur sem einnig, meira að segja krakkar voru norskt samfélag hefur sett sér. Siðir klæddir í þjóðbúning. Það er nefniog venjur í landinu eru kenndar um lega siður að gefa fermingarstúlkum leið og fólk lærir málið. Norðmenn og sumum drengjum þjóðbúning í eru forvitnir og hafa gaman af því fermingargjöf. Norðmenn miðuðu að taka viðtöl við útlendinga en í yfirleitt allt við þennan dag, sumarmörgum þessum viðtölum í sjón- bústaðaferðin var látin bíða, utanvarpi eða útvarpi, kemur fram að landsferðin og hvaðeina. þrátt fyrir að fjölskyldan hafi búið Til þess að virkja betur útlendinga í landinu í þrjá ættliði eða lengur þá voru þeir hvattir til að vera með þá kennir hún sig ávallt við gamla fræðslukvöld á bókasafninu en þá heimalandið sitt. Börn sem hafa komu nokkrir fulltrúar hvers lands fæðst í Noregi og eru með norskan einu sinni í mánuði og buðu upp á ríkisborgararétt segjast samt vera tónlist, myndasýningu og heimapólsk, írönsk, pakistönsk, ja eða gerða þjóðarrétti, allt ókeypis. Þeir bara íslensk. Þetta er vegna þess kenndu jafnvel gestum að dansa að fólk frá sama landi tengist þéttar þjóðdans. Þetta féll í góðan jarðsaman og býr til sínar eigin stundir veg og var leið til þess að sýna útþar sem allir geta talað móður- lendingum virðingu og áhuga og málið sitt. Þeir halda jafnvel upp auðvitað liður í að eyða fordómum á þjóðhátíðardaginn sinn saman í í garð útlendinga sem eru ósköp heimahúsi og elda mat sem tilheyrir venjulegt fólk eins og ég og þú. þeirra þjóð.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir er aftur komin til heimahagana og tók við nýrri stöðu hjá Reykjanesbæ sem verkefnastjóri fjölmenningarmála í ágúst síðastliðnum. Hilma er fædd og uppalin í Sandgerði en fjölskylda hennar flutti til Reykjanesbæjar þegar hún var sautján ára. Blaðamaður man eftir henni úr FS þegar hún og fleiri ungir krakkar stýrðu nemendafélagi fjölbrautaskólans með pomp og prakt. Hilma bjó í Reykjavík í nokkur ár eftir langskólanámið en fyrir tveimur árum flutti hún aftur suður, ásamt eiginmanni, Jóni Birni Ólafssyni, og settust þau að í Ytri Njarðvík, með börnin sín þrjú sem eru á aldrinum 3ja til 10 ára. Henni finnst gott að vera komin heim.

Munur á útlendingum

Hilma er kraftmikil ung kona sem hefur brennandi áhuga á málaflokki íbúa af erlendum uppruna og segir að við, sem samfélag, þurfum að hjálpa þeim að fóta sig sem vilja búa hér til langframa. Þeir sem ferðast í gegnum landið kallar hún útlendinga en fólkið sem langar að setjast hér að, vil hún ekki kalla útlendinga heldur íbúa af erlendum uppruna. Í starfi félagsráðgjafans er mikil áhersla lögð á að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Hún starfaði fyrst hjá Reykjavíkurborg eftir útskrift úr HÍ og var ávallt með hátt hlutfall innflytjenda í skjólstæðingahópnum sínum. Seinna starfaði hún hjá ráðuneyti þar sem málefni innflytjenda voru unnin í stærra samhengi, á landsvísu, þannig að hún er vel að sér í málefnum þessa hóps nýrra Íslendinga.

Fjölmenning er samfélagslegur fjársjóður

„Þegar ég lærði félagsráðgjöf við háskólann þá kviknaði áhugi minn á málaflokki innflytjenda þegar mér var boðið í samstarfsverkefni með víetnömskum ungmennum á vegum Rauða krossins og fleiri aðila. Mér fannst áhugavert að kynnast hvernig ólíkar þjóðir gera hlutina ólíkt, hvernig menningarheimar okkar eru öðruvísi en það er alltaf þessi sameiginlegi mannlegi þráður, að öll viljum við vera viðurkennd og njóta virðingar eins og við erum,“ segir Hilma vingjarnlega og brosir. Það er enginn vafi að þessi unga kona er í réttu starfi þegar hún segist vilja styrkja og efla fjölmenningarsamfélagið á jákvæðan hátt, virkja erlenda íbúa til að vera þátttakendur samfélagsins. Þau geta auðgað þjóðfélagið okkar og örvað það á ferskan hátt. Ekki síður er mikilvægt að virkja börn af erlendum uppruna sem búa hérna, hvort sem þau hafa fæðst eftir komu foreldranna hingað til lands eða fluttu hingað með þeim. Fólki hættir til að einangra sig með samlöndum sínum.

Gerum þetta saman!

„Fimmtungur bæjarbúa í Reykjanesbæ eru íbúar af erlendum uppruna eða um fjögur þúsund manns. Þetta fólk er komið vegna atvinnu til styttri dvalar en einnig til þess að setjast hér

að og skapa sér gott líf. Reykjanesbær hefur áhuga á að virkja þessa íbúa og ná til þeirra með ýmsum hætti. Við fundum með fulltrúum til þess að hlera og gá hvað við getum gert saman,“ segir Hilma og það rifjast upp fyrir manni að í raun er þetta ekki í fyrsta sinn sem útlendingar eru áberandi hér á Suðurnesjum. Þegar ameríski herinn bjó hér á meðal okkar og seinna á Vellinum vorum við oft að umgangast útlenda þjóð. Þeir voru í verslunum okkar, á veitingastöðunum og stundum hættu þeir sér í sund og við hin rákum þá í sturtu til að þvo sér áður en farið var ofan í laugina, sælla minninga! Munurinn er bara sá að þeir voru á vegum Bandaríkjastjórnar en þetta fólk sem er hérna núna allt í kringum okkur, kemur sjálfviljugt og yfirleitt í þeim tilgangi að setjast hér að. Að vísu staldra einhverjir stutt við vegna atvinnu og búa margir saman í blokk eða í verbúð. Það fólk líkist þá meira vertíðarfólki.

Vináttan áhrifaríkust

„Við erum núna að skoða hvernig við getum stutt við barnafjölskyldur, til dæmis með því að auka þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Það er áríðandi að erlend börn sem búa hér njóti sömu virðingar og íslensk börn og hafi sömu tækifærin til þess að spreyta sig. Þú veist aldrei hvaða snillingur leynist í hverju barni. Við viljum skapa aðstæður fyrir alla og sumar fjölskyldur þurfa meiri stuðning en aðrar. Við erum að leita leiða til þess að erlend börn séu meðtekin í samfélagið okkar og teljum vináttu vera áhrifaríka leið. Börn eiga yfirleitt létt með að tengjast

Um 20% útlendingar í Garði og Sandgerði Hlutfall bæjarbúa í nýju sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis er um 20% eða um 700 manns. Magnús Stefánsson bæjarstjóri sagði bæjarfélagið ekki vera með sérstakan starfsmann til þess að sinna þeim útlendingum sem búa í bænum en félagsráðgjafar bæjarins sjá um þessi mál ef með þarf ásamt fleiri starfsmönnum bæjarins.

Magnús segir suma þessara einstaklinga koma til skemmri dvalar á meðan aðrir setjast að til frambúðar, það sé allur gangur á því. Stór hluti starfar í flugstöðinni en fiskvinnslan er einnig með hátt hlutfall erlendra starfsmanna. Svo má ekki gleyma þeim sem koma hingað til að starfa í kringum gististaðina og veitingahúsin.

sín á milli og þannig þjálfast erlendu börnin í að tala málið sem er forsenda þess að fólki líði vel í landinu okkar. Það er forvitnilegt að kynnast fólki af annarri þjóð, annarri menningu og venjum. Vinátta er lykill í báðar áttir. Það er fallegra að auka vináttu og virðingu á milli okkar allra og við það minnka fordómar. Ég vil vinna að því fyrir hönd samfélagsins okkar að skapa vettvang fyrir þetta allt saman,“ segir Hilma og maður finnur að þessi kona vill innleiða kærleika í kerfið svo nýbúar finni sig velkomna hjá okkur.

Mikil vandræði ef erlent fólk hyrfi frá störfum! „Já ég var búinn að heyra þetta með Reykjanesbæ, að þeir væru komnir með sérstakan verkefnastjóra til þess að sinna þessum málaflokki og fannst það sniðugt en við höfum ekki haft knýjandi þörf fyrir það sama enda bæjarfélagið okkar mun fámennara,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hann bendir samt á að íbúar Grindavíkur af erlendum uppruna séu um fimm hundruð manns samkvæmt nýjustu tölum, eða um 17%, og margir búnir að koma sér vel fyrir með fjölskyldum sínum. Ef félagsleg þörf skapast hjá þessum hópi íbúa þá bregst bærinn eins við og gagnvart þeim Íslendingum sem búa í bænum. Þegar um börn og ungmenni á skólaaldri er að ræða þá tekur kerfið við og aðstoðar. Fannar bendir á að við þurfum á þessu fólki að halda í þjóðfélaginu og að mikil vandræði myndu skapast ef þetta fólk hyrfi frá störfum, til dæmis úr fiskvinnslunni en þar eru erlendir starfsmenn í miklum meirihluta.


Þekking í þína þágu

AÐ LÆRA AF ÖÐRUM Saga Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum í 20 ár, 1997 – 2017 og Samvinnu í 10 ár, 2008 – 2018

Heimildarvinna og samantekt: Svanhildur Eiríksdóttir


AÐ LÆRA AF ÖÐRUM

2

MIÐSTÖÐ SÍMENNTURNAR Á SUÐURNESJUM OG SAMVINNA

Tímalína 1997 – Skipulagsskrá.

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum var stofnuð 10. desember 1997. Auk þess að fjölga valkostum í menntamálum fyrir íbúa svæðisins jókst aðgengi almennings að hvers kyns námskeiðum og meira svigrúm skapaðist til síog endurmenntunar

1998 – Starfsemi MSS hefst 1. febrúar. Forstöðumenn: Kjartan Már Kjartansson 1998. Skúli Thoroddsen 1998-2003. Guðjónína Sæmundsdóttir frá 2003. Fyrsta tómstundanámskeiðið haldið, „Hvernig á að segja skemmtisögur“ með Erni Árnasyni. Alls 5542 einstaklingar hafa sótt tómstundanámskeið hjá MSS. Íslenskunámskeið hefjast. Alls 5.168 einstaklingar hafa lokið íslenskunámi. 1999 – Starfsemi flyst í Kjarna. 2000 – Starfsemi flyst á Skólaveg. Formlegt samstarf hefst við Háskólann á Akureyri (HA). Fjarnám hefst í viðskiptafræði og hjúkrunarfræði. 2001 – MSS leiðir fyrsta Markviss verkefnið á Íslandi. Alls hefur MSS lokið 42 Markviss verkefnum. 2004 – Útskrift viðskiptafræði- og hjúkrunarfræðinema frá HA hjá MSS. Alls 218 nemendur hafa útskrifast úr háskólanámi í gegnum MSS. 2005 – Samningur gerður við Íþróttaakademíuna um húsnæði fyrir fjarnemendur við HA. 2006 – Fyrstu samningar við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA). Náms- og starfsráðgjöf hefst með samningi við FA. Alls hafa verið framkvæmd 12.476 viðtöl í náms- og starfsráðgjöf.

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Frá upphafi hefur hugmyndafræði miðstöðvarinnar verið að styrkja starfsmenntun á Suðurnesjum, skapa jarðveg fyrir nýjar starfstengdar brautir við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tengja jafnframt saman grunn- og símenntun. Ennfremur þótti mikilvægt að auka framboð á menntun og námskeiðum fyrir fullorðna, efla ráðgjöf og gæði og skapa farveg fyrir ný verkefni á Suðurnesjum. Á þeim árum sem MSS hefur verið starfrækt hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt og námsframboðið tekið mið af þörfum viðskiptavina hverju sinni. Miðstöðin leggur metnað sinn í að veita ráðgjöf og persónulega þjónustu ásamt umhverfi til náms þar sem einstaklingum líður vel. Innan sögu MSS er athyglisvert að skoða þau áhrif sem námsframboð miðstöðvarinnar hefur haft á samfélagið. Háskólamenntuðum einstaklingum hefur fjölgað á Suðurnesjum á því tímabili sem háskólamenntun hefur staðið til boða í fjarnámi í gegnum miðstöðina og önnur úrræði á svæðinu, s.s. Keili. Á sama tíma hefur þeim sem eingöngu hafa lokið grunnskólaprófi fækkað í svipuðum hlutföllum. Starfsemi MSS má gróflega flokka í sjö þætti; fyrirtækjasvið, íslenskukennslu fyrir útlendinga, tómstundanámskeið, námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, námsog starfsráðgjöf, fjarnám á háskólastigi og Samvinnu starfsendurhæfingu. Í þessum áttblöðungi verður gripið niður í nokkra þætti með umfjöllun, umsögnum og viðtölum. Þeir sem vilja lesa meira um sögu MSS er bent á vef miðstöðvarinnar, www.mss.is

2007 – Fyrsta vottaða námsleiðin fer af stað með samningi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA). MSS fær starfsmenntaverðlaunin í flokki skóla og fræðsluaðila. 2008 – Stofnun Samvinnu 15. maí. 2009 – Fyrsta raunfærnimatsverkefnið fer af stað hjá MSS. Alls 230 einstaklingar hafa farið í gegnum raunfærnimat. Samningur gerður við Fjölmennt um fullorðinsfræðslu fatlaðra. Alls 35 námskeið hafa verið haldin í fullorðinsfræðslu fatlaðra Starfsemin flyst í Krossmóa 4a. 2010 – MSS opnar útibú í Grindavík. Hjördís Unnur Másdóttir fær viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fyrirmynd í námi fullorðinna. 2011 – MSS valið fjölskylduvænt fyrirtæki hjá Reykjanesbæ. Jón Heiðar Erlendsson hlýtur viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fyrirmynd í námi fullorðinna. 2013 – MSS fær EQM gæðavottun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. MSS er viðurkennd sem framhaldsfræðsluaðili af Menntaog menningarmálaráðuneytinu. 2014 – Stjórn Samvinnu gerir samning við MSS um rekstur Samvinnu til fimm ára. Um 500 einstaklingar hafa þegið þjónustu frá Samvinnu, starfsendurhæfingu frá árinu 2008. 2015 – Heimasíða fyrirtækja opnuð á slóðinni fyrirtaeki.mss.is. 2016 – Markviss þróun kennsluhátta, vendinám, tæknistutt nám og kennsla hefst. 2017 – Upptökuherbergi tekið í notkun. Jana Kharatian fær viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fyrirmynd í námi fullorðinna. 2018 – 20 ára afmæli MSS og 10 ára afmæli Samvinnu. Afmælishátíð 1. febrúar


AÐ LÆRA AF ÖÐRUM

3

MIÐSTÖÐ SÍMENNTURNAR Á SUÐURNESJUM OG SAMVINNA

Stolt af nemendum sem hefja sína vegferð hjá MSS Viðtal við Guðjónínu Sæmundsdóttur forstöðumann MSS Guðjónína Sæmundsdóttir hefur verið forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum stærsta hluta starfstímans. Hún hóf að vinna hjá miðstöðinni í stjórnartíð Skúla Thoroddsen árið 2001 og hafði fyrst um sinn umsjón með Markviss verkefninu, sem er þarfagreining á fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hún tók við forstöðu árið 2003 eftir aðeins tvö ár í starfi. Síðan eru liðin 15 ár og Guðjónína segir alltaf jafn gaman að koma í vinnuna, enda hafi starfið breyst mikið á þeim árum sem hún hefur starfað hjá MSS. Alltaf séu nýjar áskoranir sem geri það að verkum að ekki sé um sama starfið að ræða þá og nú. Hana hafi hins vegar ekki órað fyrir því þegar hún sótti um starfið árið 2001 að hún yrði svona lengi í því. Ásamt því að koma Markviss verkefninu á koppinn lagði Guðjónína mikla áherslu á að koma til móts við fólk með lestrar- og skriftarerfiðleika. Hún segir það vera lið í starfsánægjunni að fá að fylgja fólki frá fyrstu skrefum í námi og alla leið uppúr. Sjá sjálfstraustið aukast, bakið réttast og skrefin styrkjast. „Við erum nefnilega svo stolt af okkar nemendum sem hefja sína vegferð hjá MSS og fara í aðra skóla eftir að hafa lokið námi hjá okkur eða auka starfsmöguleika sína umtalsvert. Einnig heyrum við oft hvað lífsgæðin hafa aukist til muna og eru fjölmargar sögur nemenda sem bera þess vitni. Það eru sögurnar sem fá okkur til að finnast við vera að vinna gott starf.“ Getum verið stolt af mörgu Í þessu sambandi nefnir Guðjónína þrjár viðurkenningar sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur veitt þremur nemendum MSS, árin 2010, 2011 og 2017. Verðlaunin fengu nemendur fyrir að vera fyrirmyndir í námi fullorðinna. „Ég held að þarna hafi ég verið hvað stoltust af starfi okkar hjá MSS. Við vorum líka stolt þegar við fengum Starfsmenntaverðlaunin árið 2007 og fyrir útnefninguna sem fjölskylduvænt fyrirtæki frá Reykjanesbæ árið 2011.“ MSS fékk síðan gæðavottun EQM árið 2013 og viðurkenningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem framhaldsfræðsluaðili sama ár. Margar rósir í hnappagatið hjá MSS.

Framtíð MSS er björt Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi MSS á undanförnum árum, þótt landslagið í fjarnámi hafi breyst með bættri tækni og víðtækari tölvueign almennings. MSS er ætlað að sinna þeim þörfum sem samfélagið hefur hverju sinni og því segir Guðjónína að á næstu árum þá verðir uppbygging þekkingar innan atvinnulífsins það sem þurfi að sinna, einnig að þjónusta fyrirtæki varðandi menntun starfsmanna. „Hins vegar megum við ekki gleyma því að hlutirnir breytast oft hratt eins og við höfum orðið vör við hér á Íslandi og MSS má aldrei missa þann sveigjanleika sem stofnunin hefur búið yfir. Ef MSS viðheldur sveigjanleikanum þá er framtíðin björt,“ segir Guðjónína að lokum.

Hlutfall þeirra sem einungis ljúka skyldunámi hefur lækkað Samstarf við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins – námsleiðir Straumhvörf urðu í símenntunargeiranum árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) gerði þjónustusamninga við símenntunarstöðvar um allt land. Samningarnir fólu í sér náms- og starfsráðgjöf fyrir vinnumarkaðinn, mat á raunfærni einstaklinga og framboð á hagnýtum námsleiðum. Eitt af markmiðum FA hefur verið að auka menntunarstig þjóðarinnar en um það leyti sem FA var stofnuð árið 2002 var 40% landsmanna einungis búinn að ljúka skyldunámi. Árið 2014 var hlutfallið komið í 25% samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls 3281 einstaklingur hefur lokið vottuðum námsleiðum innan samnings MSS og FA. Þar af er tæpur þriðjungur úr Grunnmenntaskóla og Menntastoðum. MSS býður upp á eftirfarandi námsleiðir: • Grunnmenntaskólinn • Menntastoðir • Opnar smiðjur • Brúarleiðir • Landnemaskólinn • Skrifstofuskólinn • Sölu- markaðs- og rekstrarnám • Fiskvinnslunámskeið

Guðjónína nefnir hér einnig það gæfuspor sem tekið var þegar MSS ásamt fleiri góðum aðilum á Suðurnesjum stóðu að stofnun starfsendurhæfingarstöðvar sem fékk nafnið Samvinna.

• Sterkari starfsmaður • Aftur í nám – lesblinduleiðrétting


AÐ LÆRA AF ÖÐRUM

4

MIÐSTÖÐ SÍMENNTURNAR Á SUÐURNESJUM OG SAMVINNA

Dregið úr skipulagðri viðveru án þess að skaða gæði námsins

Viðtal við Særúnu Rósu Ástþórsdóttur verkefnisstjóra Á undanförnum árum hefur þróun og tækni í námi og kennslu tekið mikinn kipp hjá MSS. Stefnan í kennslufræði fullorðinna miðar að frekari þróun og auknum gæðum og að miðstöðin verði framúrskarandi á sviði fjarkennslu og fjarnáms. Svo góður árangur hefur náðst í þróun fjarnáms í Menntastoðum að MSS er leiðandi í fjarnámi meðal símenntunarmiðstöðva á landinu. Gott samstarf er við nokkrar símenntunarmiðstöðvar sem felst í því að nemendur geta stundað fjarnám hjá MSS en sótt stuðning og námsráðgjöf hjá símenntunarmiðstöð í sínum heimabæ. MSS hefur þá umsjón með fjarnámi Menntastoða fyrir þessa nemendur en símenntunarmiðstöðin í heimabæ námsmanns verður eins og námsmiðstöð fyrir hann þar sem hann getur fengið náms- og starfsráðgjöf og aðstoð og stuðning í námi. Að sögn Særúnar Rósu Ástþórsdóttur verkefnisstjóra hefur MSS verið að þróa kennsluhætti síðan 2009, þegar miðstöðin hóf að bjóða upp á dreifinám í Menntastoðum. Ári seinna hófst fjarnám í Menntastoðum. „Frá 2009 höfum við unnið markvisst að því að gera námið hentugra fyrir þá sem vilja stunda það með vinnu. Það gerum við með því að bjóða upp á sveigjanleika í námi.“

Særún segir gríðarmikla þekkingu og reynslu hafa orðið til með þeim nemendum sem lokið hafa námi, bæði hjá miðstöðvunum sjálfum og í fagstéttum brúarnámsins. Síðastliðið haust hófst einnig vendinám í Skrifstofuskólanum og frá og með haustinu 2018 verður Sölu-, markaðs- og rekstrarnámið einnig kennt í vendinámi.

Landnemaskóli og annað nám fyrir innflytjendur Öflug íslenskukennsla hefur verið einn af hornsteinum starfsemi MSS til margra ára. Hjá MSS er kennd íslenska á fimm stigum þar sem bæði skrif- og talmál er æft. Eitt af markmiðum MSS er að hjálpa einstaklingum til að halda áfram að efla sig. Meðal annars er unnið í því að hvetja erlenda nemendur sem hafa góða íslenskukunnáttu til að hefja nám með Íslendingum eins og í Grunnmenntaskólanum, Menntastoðum og Skrifstofuskólanum. Leitast hefur verið við að blanda erlendum og íslenskum nemendum saman í hópa en það hjálpar bæði erlendum nemendum að læra íslenskuna enn betur og eykur fjölbreytileikann meðal nemendahópa MSS. Ásamt íslenskukennslunni hefur hluti af starfi MSS verið að tengjast ólíkum menningarþjóðum, m.a. í gegnum Evrópuverkefni miðstöðvarinnar. MSS býður einnig upp á enskunám fyrir innflytjendur með annað móðurmál en ensku. Í náminu er mikil áhersla lögð á talmál. Enskunámið er m.a. til að koma til móts við fyrirtæki og starfsfólk fyrirtækja sem leggja áherslu á enskukunnáttu starfsfólks.

Vendinámið kallar nemendur til meiri ábyrgðar Meðal annarra nýjunga er spegluð kennsla eða vendikennsla en svo er kölluð sú kennsluaðferð þegar nemendur horfa á myndbönd í gegnum netið, t.d. af fyrirlestri kennara, áður en kennslustund hefst. Kennslustundin er þá notuð til þess að vinna verkefni, hafa umræðutíma og þess háttar. Í vendikennslu eru gerðar þær kröfur til nemenda að þeir séu virkir og ábyrgist sjálfir sitt nám.

„Með þessari aðferð gefst færi á að fara dýpra í efnið, að tíminn sé ekki að fara í það að kennarinn sé að þylja upp efni af glærum heldur að vinna úr efninu. Það er árangursríkari leið til að læra.“ Á undanförnum árum hefur einnig verið boðið upp á vendikennslu í Félagsliðabrú og Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Það nám er kennt í samtarfi við Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi sem staðið hefur yfir í sex ár.

Landnemaskólinn innan námsleiða Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er einnig sniðinn að innflytjendum. Skólinn er 120 kennslustundir í íslensku talmáli, samfélagsfræði, tölvu- og upplýsingamennt og færni- og ferilskrárgerð. Landnemaskólanum er ætlað að undirbúa nemendur fyrir þátttöku á vinnumarkaði hér á landi. Hluti námsins er að leggja áhugasviðspróf fyrir nemendur og aðstoða þá við gerð starfsferilsskrár.


AÐ LÆRA AF ÖÐRUM

5

MIÐSTÖÐ SÍMENNTURNAR Á SUÐURNESJUM OG SAMVINNA

Starfsreynsla, námskeið og færni metin í raunfærnimati „Svo lengi lærir sem lifir,“ segir máltækið. Raunfærnimat byggist á því að meta færni einstaklinga og setja fram raunstöðu hans í sinni grein. Með því móti er hægt að staðsetja einstaklinginn inn í formlega skólakerfið á framhaldsskólastigi. Að því loknu eru allar leiðir skoðaðar til þess að einstaklingurinn geti lokið námi. Ávinningurinn er því bæði einstaklingsins og samfélagsins.

Sjálfstyrking varð rauður þráður Náms- og starfsráðgjöf Hluti af þeim samningi sem MSS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gerðu árið 2006 snéri að náms- og starfsráðgjöf. Tveir til þrír fastráðnir starfsmenn hjá MSS hafa sinnt námsog starfsráðgjöf í gegnum tíðina. Ráðgjöfin hefur notið sífellt meiri vinsælda hjá almenningi á Suðurnesjum, ekki síður atvinnuleitendum en hinum almenna bæjarbúa. Þjónustan sem einstaklingar nýta sér tengist m.a. sjálfstyrkingu, markmiðasetningu, áhugasviðsgreiningu og raunfærnimati. Einnig býður MSS upp á hópráðgjöf og ráðgjöf á vinnustað. Alls 12.476 einstaklingar hafa nýtt sér náms- og starfráðgjöf hjá MSS frá upphafi til dagsins í dag. Um það leyti sem náms- og starfsráðgjöfin er að fara af stað var herstöðinni á Keflavíkurflugvelli lokað sem þýddi atvinnumissi fyrir fjölmarga Suðurnesjamenn. Tveimur árum síðar verður efnahagshrun sem hafði enn verri áhrif á íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Andrúmsloftið varð litað af því að fólkið sem misst hafði vinnuna upplifði að starfsferill þeirra væri á vissan hátt gjaldfelldur með brotthvarfi hersins. Starf sem hafði skipt máli varð minna virði utan girðingar og þetta þurfti fólk að vinna með. Hjá MSS var því farin sú leið að leggja mikla áherslu á sjálfstyrkingu. Liður í sjálfsstyrkingunni var að láta fólk sem hafði lengi starfað hjá varnarliðinu skrá niður alla færni sína, hvernig sem hún var tilkomin en með því móti gat fólk áttað sig á að það bjó yfir færni og þekkingu sem væri hægt að yfirfæra á íslenskan vinnumarkað.

Raunfærnimatið var stofnað í kringum iðngreinar og fór fram í símenntunarmiðstöðvum landsins og Iðunni fræðslusetri. Margir höfðu t.a.m. starfað við ákveðna iðngrein í 20 til 30 ár en aldrei lokið formlegri menntun. Með raunfærnimatinu var þeim gert kleift að fá starfsreynslu sína, námskeið og færni metna til eininga, sem gerir einstaklingum auðveldar fyrir að ljúka formlegu námi. Síðan hafa bæst við störf eins og félagsliði og stuðningsfulltrúi, fisktækni og skrifstofugreinar á borð við verslunarfulltrúa og skrifstofutækni. Raunfærnimat hófst hjá MSS árið 2010. Frá þeim tíma hafa alls 230 einstaklingar nýtt sér úrræðið. Gott samstarf hefur verið við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fisktækniskóla Íslands í Grindavík um nám að loknu raunfærnimati. Bryndís Rúnarsdóttir matartæknir í Landsbankanum segir: „Ég ákvað að fara í raunfærnimat vegna þess að ég þekkti manneskju sem hafði farið í svona mat. Síðan matið fór fram er ég búin að klára nám í matartækni frá MK. Ég fékk helling metið í raunfærnimatinu. Ég myndi segja við þann sem er að hugsa um að fara í svona mat að drífa sig því þetta er algjör snilld að eiga möguleika á því að ná sér í réttindi með svona auðveldum hætti.“ Robert Henry Vogt gæðastjóri segir: „Ég lenti í óhappi út á sjó sem gerði mig óvinnufæran og vildi nýta tímann á meðan. Fór fyrst í sterkari starfsmaður og í framhaldi af því þá kom sú umræða upp hvort ekki væri gott að senda mig í raunfærnimat. Fór sem sagt í raunfærnimat og kláraði í framhaldinu fisktæknina. Tók síðan viðbótarnám í Gæðastjórnun. Ég hvet alla eindregið til að fara í raunfærnimat á meðan það býðst. Þetta gefur manni forskot í námið. Að fara | nám á mínum aldri virkar eins og vítamínsprauta í tilveruna.“

Með þarfir fyrirtækja og einstaklinga að leiðarljósi Fyrirtækjaþjónusta Einn angi af þjónustu MSS er sí- og endurmenntun fyrirtækja á svæðinu og starfsmanna þeirra. Boðið er upp á námskeið þar sem þarfir fyrirtækjanna og einstaklinganna eru hafðar að leiðarljósi. Hér má nefna námskeið á borð við stjórnun, hópefli og um einelti á vinnustöðum. Fyrirtækjasvið MSS hefur fundið fyrir þeim mikla uppgangi sem verið hefur á Suðurnesjum að undanförnu. Þegar þjálfa þarf upp nýtt starfsfólk, gera skipulagsbreytingar eða einfaldlega hrista starfsfólk saman leita fyrirtæki gjarnan til MSS eftir þjónustu. Aukin eftirspurn hefur verið eftir námskeiðum, fyrirlestrum og annarri þjónustu sviðsins við að skipuleggja og halda utan um námskeið og fræðslu fyrir fyrirtæki og létta þannig undir með stjórnendum.


AÐ LÆRA AF ÖÐRUM

6

MIÐSTÖÐ SÍMENNTURNAR Á SUÐURNESJUM OG SAMVINNA

Þarfagreining MSS hefur verið leiðandi meðal símenntunarmiðstöðva í notkun á þarfagreiningaraðferðinni Markviss. Um er að ræða kerfisbundna greiningaraðferð til að vinna að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Greiningin er unnin í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn sem gefst kostur á að meta þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu í samræmi við það mat.

„Starfsfólk MSS hefur veitt faglega ráðgjöf við val á námskeiðum og undirbúið fræðsluvikuna í nánu samstarfi við stjórnendur.“ Fræðslustjóri að láni Fræðslustjóri að láni er verkefni sem unnið er í samstarfi við starfsmenntasjóði, sem greiðir kostnað við þátttöku fyrirtækja í verkefninu. Í framhaldi er myndaður rýnihópur úr öllum deildum fyrirtækisins og gerð er greining á fræðsluþörfum starfsfólks. Að rýni og greiningu lokinni er útbúin fræðsluáætlun sem oftast er til tveggja eða þriggja ára.

Fjarnám á háskólastigi mikið byggðamál

Aldamótaárið 2000 hófst háskólakennsla í fjarnámi í gegnum fjarfundabúnað í húsakynnum MSS. Árið áður hafði MSS gert samstarfssamning við Háskólann á Akureyri (HA) sem fól í sér að námsmenn á Suðurnesjum gætu stundað háskólanám heima í héraði með aðstoð fjarfundabúnaðar. Eins og fram kom í 10 ára sögu MSS var fjarnámið mikið byggðamál sem hefur gert samfélagið á Suðurnesjum ríkara. Fyrst um sinn var hægt að velja um tvær námsleiðir, hjúkrunarfræði og viðskiptafræði. Fyrstu nemarnir voru útskrifaðir 17. júní árið 2004 við hátíðlega athöfn í Keflavíkurkirkju, átta viðskiptafræðingar og níu hjúkrunarfræðingar. Dagurinn var merkilegur í menntasögu Suðurnesja. Hann bar vitni um aukin tækifæri til náms og var varða á leið í að fjölga háskólamenntuðum á svæðinu. Árið 2003 var hlutfall háskólamenntaðra á Suðurnesjum 21,5%, en hlutfallið var komið í 28,8% árið 2014. Gera má ráð fyrir að talan sé um 30% í dag. Á sama tímabili lækkaði hlutfall íbúa á Suðurnesjum sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun úr 41,3% í 25,2%. Sé höfuðborgin tekin með var meðaltal háskólamenntaðra rétt rúm 35% árið 2014 og meðaltal grunnskólamenntaðra rúm 25%. Frá MSS hafa útskrifast 218 háskólanemar úr fjarnámi í 11 greinum, viðskipta- og hjúkrunarfræði, kennaranámi, iðjuþjálfun, líftækni, leikskólafræðum, sálfræði, fjölmiðla- og menntunarfræði og heilbrigðisvísindum.

Í framhaldi af slíkum verkefnum sér MSS mjög oft um skipulagningu og utanumhald stakra námskeiða í fræðsluáætluninni og gott samstarf skapast milli fyrirtækisins og MSS. Umfang fyrirtækjasviðs í starfsemi MSS er orðið þó nokkuð en um 1850 þátttakendur sem sóttu 106 námskeið sem haldin voru fyrir fyrirtæki og stofnanir á árinu 2017. Þetta er talsverð aukning frá árinu á undan þegar litið er til þátttakendafjölda og árið 2017 var það besta frá upphafi hjá fyrirtækjasviði MSS. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa nýtt sér þjónustu fyrirtækjasviðs eru Skólamatur og Vísir. Fanný Axlesdóttir hjá Skólamat segir samstarfið alltaf hafa verið framúrskarandi faglegt, jákvætt og uppbyggjandi. Í sama streng tekur Ágústa Ólafsdóttir hjá Vísi. „Reynsla Vísis af samstarfinu við MSS er mjög góð og það er traustvekjandi að geta leitað til þeirrar reynslu sem þar er þegar farið er í krefjandi verkefni eins og það sem nú er unnið að hjá okkur.“

Aldrei farið í háskólanám ef fjarnámið hefði ekki staðið til boða Viðtal við Berglindi Kristinsdóttur Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var í öðrum hópnum sem útskrifaðist úr fjarnámi frá HA, þá orðin viðskiptafræðingur. Hún á ekkert nema góðar minningar frá námsárunum í húsakynnum MSS í Gamla barnaskólanum, enda segir hún fjarnemahópinn hafa verið eins og aðra fjölskyldu nemenda. Hins vegar hafi ekki verið átakalaust að taka þessa ákvörðun, að setjast á skólabekk meðfram fullri vinnu og fjölskyldu. Fjarnám ekki á verkefnalistanum Berglind hafði ekki lokið stúdentsprófi en tekið marga kúrsa í fjölbraut og bjó yfir góðri starfsreynslu. Að auki hafði hún stofnað fjölskyldu og keypt hús, þannig að ákvörðun um að fara í háskólanám var ekki á verkefnalistanum. Svo sá hún fjarnámið auglýst þegar það var að hefjast árið 2000 og löngun kviknaði þó duginn hafi vantað það árið.

„En svo var þetta auglýst aftur árið eftir svo ég ákvað að sækja um og fékk inni. Ég lét bara slag standa þegar ég komst inn, þó ýmsar áskoranir hafi blasað við, ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna.“


AÐ LÆRA AF ÖÐRUM

7

MIÐSTÖÐ SÍMENNTURNAR Á SUÐURNESJUM OG SAMVINNA

Berglind hóf námið haustið 2001 og var í öðrum útskriftarhópnum árið 2005. Í febrúar 2009 útskrifaðist Berglind með viðbótardiplóma úr Opinberri stjórnsýslu. Nú er Berglind að ljúka mastersnámi í opinberri stjórnsýslu. Fjarnámið var sniðið að vinnandi fólki, tímarnir sendir út í gegnum fjarfundarbúnað seinni part dags og einstaka laugardaga. Ef ekki voru tímar var nemendahópurinn sem Berglind tilheyrði mættur til að vinna hópastarf, klára verkefni eða annað sem þurfti í náminu. „Með því að hafa þessa aðstöðu hjá MSS, tölvur og námsver fengum við þessa tilfinningu að við værum í raun í bekk. Við vorum líka dugleg að kenna hvert öðru, það var alltaf einhver sem vissi eitthvað sem maður vissi ekki sjálfur. Við megum ekki gleyma því að á þessum tíma þá voru ekki allir með internet heima hjá sér, þannig að maður fór líka til að fara á netið og leysa þar próf sem við þurftum að leysa og skila innan ákveðins tímaramma. Einhver okkar áttu fartölvur en ekki nettengdar. Ég held að það hafi ekki einu sinni verið netkort í þeim öllum. Þetta var næsta stig við stílabókina.“ Minningarnar kalla fram bros hjá Berglindi.

Vináttan og hlýjan ómetanleg Berglind segir mikinn vinskap og væntumþykju hafa myndast innan hópsins. Hún tekur jafnvel svo djúpt í árinni að sennilega hefðu þau ekki getað klárað þetta nema einmitt fyrir þessa samheldni, auk baklandsins og umgjarðarinnar sem búin var til af starfsfólki MSS. „Það var búið að laga kaffi og kveikja á kertum þegar við vorum að fara í próf. Þessi vinátta og hlýja var ómetanleg.“ Heldurðu að þú hefðir farið í háskólanám, ef þetta fjarnám hefði ekki staðið þér til boða? „Ég hefði aldrei gert það nei. Þetta er mikil ákvörðun. Þegar maður hefur skuldbundið sig þá er mikil ákvörðun að hætta að vinna og fara í skóla. Þarna opnaðist hins vegar gluggi fyrir mig til að mennta mig betur án þess þó að gefa afslátt af því sem ég hafði. Þetta er bara ómetanlegt og ég hefði bara aldrei annars farið í skóla, ég skal alveg játa það.“

Samvinna starfsendurhæfing

Stofnfundur Samvinnu var haldinn í húsakynnum MSS þann 15. maí 2008. Mikill áhugi og eining ríkti á fundinum sem var vel sóttur og kynntur. Brýn þörf var á að samþætta starfsemi stofnana og félaga á Suðurnesjum til þjónustu og stuðnings við þá aðila sem ekki höfðu átt afturkvæmt á vinnumarkað vegna veikinda, slysa eða félagslegra erfiðleika. Fyrirmyndin að Samvinnu er fengin frá Starfsendurhæfingu Norðurlands sem stofnuð var árið 2003 og hefur gefið góða raun og opnað mörgum skjólstæðingum nýja sýn og fjölmarga möguleika. Í upphafi var Samvinna sjálfseignastofnun með samning við Velferðarráðuneytið. Fyrsti þátttakendahópurinn sem taldi 22 manns, byrjaði í október 2008. Árið 2014 var Samvinna gerð að starfsendurhæfingardeild innan Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Þá var gerður þjónustusamningur við Virk starfsendurhæfingu um öll þjónustukaup sem batt endi á samninginn við ráðuneytið. Samstarf MSS og Samvinnu var mikið alveg frá upphafi og því þótti hagkvæmt að reka einingarnar saman. Með þeim hætti tókst að minnka stjórnunarkostnað og nýta mannauð betur. Þjónustusamningurinn við Virk gerir kröfu um að árangur sé mældur og upplýsingum um starfsemina sé safnað saman. Á stofnfundinum samþykktu stofnaðilar stofnskrá, stofnfé og tilnefndu fimm stjórnarmenn og fimm til vara. Sr. Björn Sveinn Björnsson var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri Samvinnu en Gerður Pétursdóttir tók fljótlega við starfinu og gegndi því fyrstu starfsárin. Ragnhildur Helga Guðbrandsdóttir hefur verið verkefnastjóri Samvinnu frá 1. ágúst 2014.

Allir virkir í sinni endurhæfingu Hugmyndafræði Samvinnu gengur út á að vinna að heildstæðri úrlausn með hindranir þátttakenda á einstaklingsmiðaðan hátt. Þátttakandi er sjálfur virkur í sinni endurhæfingu frá upphafi þar sem hann kemur með virkum hætti að gerð sinnar endurhæfingaráætlunar. Endurhæfingin er í formi námskeiða, fræðslu, hópeflis og líkamsþjálfunar þar sem tekið er mið af þörfum hvers og eins. Einnig fer endurhæfingin fram með einstaklingsviðtölum eða þjálfun hjá fagaðilum, vinnuprufun eða starfsþjálfun. Unnið er að því að bæta líkamlega, andlega og félagslega stöðu einstaklinga með það að markmiði að þeir verði tilbúnari í starf á almennum vinnumarkaði eða í áframhaldandi nám. Áhersla er lögð á að efla og virkja hvern þátttakanda með það að markmiði að hann öðlist trú á sjálfan sig og eigin getu. Þátttakendur fá stuðning við að taka á hindrunum sínum og efla styrkleika sína, ásamt þjálfun í að setja sér raunhæf markmið. Allir sem nýta þjónustu Samvinnu eru með sinn eiginn ráðgjafa.


AÐ LÆRA AF ÖÐRUM

MIÐSTÖÐ SÍMENNTURNAR Á SUÐURNESJUM OG SAMVINNA

8

Mikilvægt að hafa náungakærleika og stuðning í endurhæfingarferlinu

Viðtal við Ragnhildi Helgu Guðbrandsdóttur verkefnisstjóra Samvinnu Ári eftir að Helga tók við stöðu verkefnisstjóra voru gerðar breytingar á samningnum sem gerður hafði verið við Virk. Sá samningur breytti starfsendurhæfingarleiðunum úr því að vera línur sem náðu yfir nokkrar annir yfir í styttri leiðir sem hentuðu þjónustuaðilum betur. „Í kjölfar samninganna 2013 var endurhæfingarferlið niðurnjörvað í ákveðnar línur og ráðgjafar pöntuðu þær línur sem þóttu henta hverjum og einum þjónustuþega. Tilvísunum fækkaði mikið í kjölfarið og okkur grunaði að samningarnir gætu verið ein skýringanna. Við fórum því á fund með ráðgjöfum Virk, stéttarfélögunum og stofnunum þar sem við veltum því upp hvað gæti verið að valda mikilli fækkun tilvísana.“ Helga nefnir að í kjölfar þessarar naflaskoðunar hafi komið fram sú ósk frá Virk að þátttakendur væru þjónustaðir allt árið, ekki bara eftir línum sem hófust þrisvar yfir árið. „Við breyttum því í raun öllu starfinu og mótuðum sex vikna stundatöflur með sama innihaldi og línurnar voru en fólk valdi eftir því hvað það þurfti í sína eigin stundatöflu. Í fyrstu var bara útskrift eftir þrjár annir. Núna getur þjónustuþegi útskrifast eftir þrjá mánuði af því að hann er tilbúinn til þess að fara. Leiðin er því mun einstaklingsmiðaðri en áður var. Það sem við höfum hins vegar þurft að gera í þessu nýja fyrirkomulagi er að huga vel að hópeflinu því hópdýnamíkin breyttist töluvert,“ segir Helga um breytta fyrirkomulagið. Eftir að endurhæfingarferlið var tekið til endurskoðunar snarminnkaði brottfall, sem áður hafði verið töluvert eins og komið hefur fram. Helga segir skýringuna m.a. að leita í því að skilgreiningar brottfalls hafi breyst. Erfitt skref að stíga að fara út á vinnumarkaðinn Helga segir það geta verið mikið átak fyrir fólk að stíga skrefið að fara út á vinnumarkaðinn en það er liður í endurhæfingarferlinu að fara í starfsnám. Þau hafi verið svolítið í bómull hjá þeim í endurhæfingarferlinu og að þetta skref sé mest krefjandi skrefið í ferlinu. „Það er alltaf mikill kvíði í fólkinu, sem maður sér hverfa um leið og maður er kominn í samband við fyrirtækið. Við eigum í mjög góðu samstarfi við fyrirtæki á svæðinu og við sjáum mikla breytingu á fólki um leið og það er komið inn í fyrirtækið til starfa. Við fylgjumst vel með þeim og veitum þeim þá eftirfylgni sem er hluti af endurhæfingarferlinu.“ Alla jafna fara 50-70% af þeim sem ljúka endurhæfingu út á vinnumarkaðinn eða áfram í nám.

Auk eftirfylgni og góðrar umhyggju starfsfólks út allt endurhæfingarferlið segir Helga nauðsynlegt að samstarf Samvinnu og Virk sé gott. Hún nefnir að það sé alveg til fyrirmyndar og að haldnir séu reglulegir fundir auk reglulegra samskipta vegna sameiginlegra mála sem snúa að þátttakendum. „Ráðgjafar Samvinnu sitja rýni með sérfræðingum og ráðgjöfum Virk þar sem skoðuð er framvinda hvers einstaklings og áætlun um næstu skref er gerð. Einnig erum við í samstarfi við önnur stéttarfélög, Vinnumálastofnun og Festu lífeyrissjóð sem líka eru í sama húsi,“ segir Helga að lokum.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

17

Húsbílar fylltu öll stæði við íþróttahúsið í Garði um nýliðna helgi. VF-mynd: Hilmar Bragi

200 húsbílaeigendur enduðu sumarið í Garðinum Um 200 félagsmenn í Félagi húsbílaeigenda skemmtu sér í Garðinum um nýliðna helgi þegar þar fór fram árshátíð félagsins sem einnig var lokaferð húsbílaeiganda á þessu sumri og afmælishátíð Félags húsbílaeigenda. Félag húsbílaeigenda fagnar 35 ára afmæli um þessar mundir en félagið var stofnað þann 27. ágúst árið 1983. Tímamótunum var fagnað með afmælishátíð í íþróttahúsinu í Garði þar sem boðið var upp á góðan mat og skemmtidagskrá. Friðrik Ómar og Regína Ósk komu og sungu fyrir gesti og þá lék hljómsveinin Upplyfting undir dansi en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis, er einn af meðlimum sveitarinnar.

TJALDVAGNAR OG HJÓLHÝSI TAKA BÍLASTÆÐI Á GRENITEIGI

Félag húsbílaeiganda er virkur félagsskapur þeirra sem kjósa að ferðast í húsbílum um landið. Á hverju sumri eru farnar sex til sjö ferðir um landið á vegum félagsins og þar af er ein stór ferð sem tekur rúma viku. Félagar koma víðsvegar að af landinu en flestir eru þeir af Suðurnesjum, frá Akranesi, Selfossi og af höfuðborgarsvæðinu. Í afmælifagnaðinn í Garði um liðna helgi kom m.a. fólk á húsbíl frá Dalvík, svo dæmi sé tekið.

Almenn ánægja var með móttökurnar í Garði. Afmælishátíðin fór fram í íþróttahúsinu á laugardagskvöldið en húsbílafólkið gisti í bílum sínum við íþróttahúsið í tvær til þjár nætur. Þeir sem vildu fengu aðgang að rafmagnstengingum og gátu nýtt sér sundlaugina. Allir húsbílaeigendur á landinu eru velkomnir í Félag húsbílaeigenda. Nú er unnið að því að vekja áhuga yngra fólks á félaginu en lítil endurnýjun hefur verið í félaginu síðustu ár. „Það

vantar meira af fólki á aldrinum 50–60 ára inn í félagið,“ sagði Soffía Ólafsdóttir í samtali við Víkurfréttir. Hún hefur verið virk í starfi félagsins síðustu ár og fer í flestar þær ferðir sem félagið stendur fyrir. Hún fór þó aðeins í þrjár ferðir þetta sumarið, enda kaus hún að elta góða veðrið austur á firði í sumar.

Tjaldstæði hafi ekki áhrif á starfsemi flugmódelfélags við Seltjörn

Erindi vegna umferðar og bílastæðamála húsa við Greniteig var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Þar segir að húsum í götunni fylgja of fá bílastæði miðað við bílaeign. Sumum húsum fylgi tvö stæði öðrum eitt og nokkuð er um að hjólhýsum, tjaldvögnum og kerrum sé lagt í götunni og taka upp þau fáu stæði sem eru til skiptana. Einstefnuakstur er í götunni aðeins heimilt að leggja vinstra megin. í erindinu til skipulagsyfirvalda er lögð til tvístefna í götunni, gatan er löng og fólk styttir sér leiðir. Heimilt verði að leggja beggja vegna götunnar, segir í erindinu. Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að Greniteigur er með þéttbyggðustu götum í Reykjanesbæ og þegar það fer saman með mikilli bílaeign skapar það viss vindamál sem hvílist fyrst og fremst á íbúum götunnar. Lítið notuð farartæki ættu ekki að leggja í götu, finna ætti þeim stað innan lóðar eða annarsstaðar. Gatan er of þröng til þess að koma fyrir snúningsplani til þess að heimila einstefnu úr hvorri átt. Óski lóðarhafar eftir því að bæta við bílastæðum á lóðum sínu tæki sveitarfélagið vel í þau erindi.

Séð yfir Seltjörn og hluta af Sólbrekkum. Þarna má m.a. sjá aðstöðu Flugmódelfélagsins. VF-mynd: Hilmar Bragi

Landmótun hefur unnið fyrir Reykjanesbæ deiliskipulagstillögu fyrir Seltjörn og Sólbrekkuskóg. Tillagan var auglýst og ein athugasemd barst. Flugmódelfélagið óskar eftir að þó skipulagið heimili að tjaldað sé á svæðinu þá hafi það ekki áhrif á þeirra starfsemi sem getur verið hávær og fari fram seint á sumarkvöldum.

Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að tekið verði tillit til athugasemdar Flugmódelfélagsins og ekki verða sett almennt bann á næturflug, en með þeim fyrirvara að geta lagt slíkt bann á tímabundið ef sérstakar aðstæður krefjast þess. Þá var samþykkt að senda deiliskipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.


18

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

Farþegaskip í Keflavíkurhöfn í sumar. VF-myndir: Hilmar Bragi

FLUGIÐ OG HÖFNIN EIGA SAMLEIÐ Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, í viðtali um framtíðarhorfur hjá höfninni, tengingu við flugið og Rússatogarann

Hjá Reykjaneshöfn starfa sjö manns en þar af ganga sex manns vaktir en starfsemi er hjá höfninni allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allar vikur ársins. Menn eru jafnvel að á aðfangadagskvöld en dæmi eru um það hjá höfninni að taka hefur þurft á móti eða fylgja úr höfn skipi á aðfangadagskvöld, jóladag og á gamlárskvöld. Halldór Karl Hermannsson er hafnarstjóri Reykjaneshafnar. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta ræddu við Halldór í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í síðustu viku. Spjallið varð hins vegar mun lengra en rúmast í stuttu sjónvarpsinnslagi og er viðtalið í heild sinni hér. Fyrst ræddum við um nýjasta útspil hafnarinnar, sem er samstarfið við Cruise Iceland. Reykjaneshöfn hefur gengið til samstarfs við regnhlífarsamtökin Cruise Iceland. Þau vinna í markaðssetningu hafna á Íslandi vegna komu farþegaog skemmtiferðaskipa. Komum skipa hefur fjölgað á undanförnum árum og skipin hafa bæði stækkað og minnkað. Þannig er Reykjaneshöfn að horfa til þess að geta tekið á móti farþegaskipum með allt að 300 farþega. Stjórn og starfsmenn Reykjaneshafnar

fóru í greiningarvinnu síðasta sumar þar sem þarfir og þjónustuhlutverk hafnarinnar voru metnar en undir Reykjaneshöfn heyra fimm hafnir. Þær eru í Helguvík, Gróf, Keflavík, Njarðvík og Höfnum. „Í þessari vinnu kom upp sú hugmynd að í Keflavíkurhöfn væri tilvalið að taka á móti minni farþegaskipum. Staðsetningin gagnvart bænum er góð og höfnin er falleg. Við sáum það

í sumar þegar við fengum farþegaskip í þessum stærðarflokki sem við höfum horft til að það smellpassaði inn í þetta umhverfi okkar,“ segir Halldór Karl. Ræður nálægðin við Keflavíkurflugvöll miklu? „Við sáum það alla vega að þeir sem hafa verið að bjóða fram hafnaraðstöðu sína hafa m.a. bent á það að það sé stutt á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, jafnvel þó það sé hálftími, klukkutími eða ívið lengur, þá telst það stutt. Við erum fimm mínútur frá flugvellinum. Við hljótum því að vera einstaklega vel settir með tengingu slíkra skipa ef þau eru að losa sig við farþega og fá nýja, þá er eiginlega hvergi betra að vera en hér“. Halldór segir að samstarf við Cruise Iceland og markaðssetning hafna skili góðum árangri. Þannig hafi Akraneshöfn farið þessa leið fyrir tveimur árum. Höfnin þar fékk eitt farþegaskip 2017 en í ár voru þau fimmtán. Halldór segir jafnframt að horft sé til þess að farþegar geti annað hvort farið upp í rútur á hafnarbakkanum

Uppskipun á tréflís fyrir kísilver í Helguvík. til að fara í lengri skoðunarferðir eða hitt leiðsögumenn á hafnarbakkanum sem færu með minni hópa í skoðunarferðir í nærumhverfinu. „Við erum með einstaka náttúrufegurð hér á Reykjanesinu og getum boðið upp á fullt af stöðum sem eru ferðamannavænir og veita mikla upplifun. Svo höfum við samfélagið hér í Reykjanesbæ þar sem við getum boðið upp á alls konar afþreyingu, hvort sem það eru veitingastaðir, verslanir, söfn eða allt annað sem dregur að fólk og skapar þeim góðar minningar.“ Keflavíkurhöfn hefur tekið breytingum í áranna rás. Hún er ekki eins mikil fiskiskipahöfn nú og áður. Það lifnar þó yfir höfninni síðla sumars þegar makríllinn kemur en hann er nánast að veiðast innan hafnar eða mjög skammt frá hafnarmannvirkjunum. Tugir makrílbáta gera út frá höfninni frá því í júlí og fram undir

miðjan september þegar makrílveiðunum lýkur. „Makríllinn byrjaði að sýna sig upp úr 2012 en árið 2016 varð algjör sprengja en þá lönduðu menn hér 8000 tonnum af makríl og þar af voru 6000 tonn af handfærabátum. Það var ívið minna í fyrra og mun minna í ár. Við erum á þessum tímapunkti með 1000 tonnum minna í ár en í fyrra á sama tíma. Það er rétt hjá þér að þetta er ekki mikil fiskiskipahöfn og við höfum verið að landa á milli 4000–5000 tonnum af botnfiski á ári og hefur verið þannig frá því um árið 2000. Í Helguvík er svo uppsjávarverksmiðjan og þar eru þrjár vertíðir, loðna, makríll og síldin. Við höfum alltaf verið í endann á þessum vertíðum þannig að þetta hafa verið vika eða hálfur mánuður í hvert sinn. Sveiflan í uppsjávarveiðum hefur verið það mikil að eitt árið hafa

Aðalfundur Aðalfundur Ferðamálasamtaka Reykjaness verður haldinn í Bíósal Duus Safnahúsa, Duusgötu 2–8, 230 Reykjanesbæ, fimmtudaginn 27. september kl. 18:15. Fundarefni hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Sjórnin

„Við þurfum að taka afstöðu til þessa máls fljótt því því ég held að þetta skip sé ekki á vetur setjandi,“ segir Halldór Karl hafnarstjóri um togarann Orlik sem legið hefur við landfestar í Njarðvík í fjögur ár.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

19

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

Við þurfum að fjölga eggjum og skipuleggja okkur vel til framtíðar.

inni, þá eigi hann annað hvort eftir að slitna upp eða sökkva. Við vitum að byrðingurinn er orðinn mjög þunnur. Við höfum einu sinni lent í því að togarinn var næstum því sokkinn og það voru bara fræknir menn hjá Köfunarþjónustu Sigurðar sem að björguðu því að hann fór ekki bara á botninn og eiga þeir hrós skilið fyrir það. Við erum stöðugt í sambandi við Hringrás, sem er eigandi skipsins,

um framkvæmdina. Þar sem botninn er orðinn svo þunnur þá er álitamál hvort hægt sé að draga skipið yfir hafið og að hann sökkvi ekki á leiðinni. Ég er ekki viss um að það sé yfirleitt hægt. Við höfum boðið uppá það að menn fái aðstöðu í Helguvík til að rífa hann þar niður ef menn fengju heimild til þess frá þar til bærum yfirvöldum. Síðan síðustu skip voru rifin þar hafa reglur þyngst og meiri kröfur

gerðar. Við vitum að það hafa verið tekin öll spilliefni úr skipinu nema asbest. Við vitum að eigandinn er að reyna að fá þetta leyfi en það er ekki komið. Við þurfum að taka afstöðu til þessa máls fljótt því því ég held að þetta skip sé ekki á vetur setjandi. Ég er hræddur um að það eigi eftir að valda einhverju slæmu nú á komandi vetri ef ekki verður brugðist við nú á haustdögum“.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Aflafréttir í Víkurfréttum AFLA

FRÉTTIR

Hver er staðan núna í Helguvík og hver eru næstu skref? „Við höfum sótt í samgönguáætlun um stuðning við uppbyggingu hafnarmannvirkja, m.a. í tengslum við þau verkefni sem eru komin og einnig vegna þeirra verkefna sem stendur til að komi. Við vonumst til að vera inni á þeirri samgönguáætlun sem nú verður lögð fyrir þingið. Þetta er grátleg saga með kísilverið en vonandi verður góður endir á þeirri sögu, hvernig svo sem hann svo verður. Við sækjum í það að þjónusta fyrirtæki

Miklir möguleikar í ferðaþjónustu eru við Grófina í Keflavík.

VIÐTAL

borist 31.000 tonn í Helguvík á meðan hitt árið voru tonnin aðeins 4000.“ Halldór segir að reynt hafi verið að leggja mat á það hvert þjóustuhlutverk hafnanna ætti að vera. Niðurstaðan er sú að Keflavíkurhöfn hentar einstaklega vel sem farþegaskipahöfn á meðan fiskiskip og sjávarútvegur verði þjónustaður í Njarðvíkurhöfn. Þá er Njarðvíkurhöfn einnig ákveðinn tengiliður við Skipasmíðastöð Njarðvíkur en slippurinn nýtir sér aðstöðu í höfninni áður en skip fara í slipp og einnig eftir að þau eru tekin niður og gerð sjóklár að nýju. Innsiglingin að Njarðvíkurhöfn þarfnast dýpkunar og hefur höfnin óskað eftir framlagi til að ráðast í dýpkun þar í samræmi við þá viðlegu sem hægt er að hafa í höfninni og ekki þurfi að nýta flóð og fjöru við inn- og útsiglingar. „Smábátaútgerð á þessu svæði hefur snarminnkað síðan smábátahöfnin í Gróf var tekin í notkun uppúr 1990 þegar gert var ráð fyrir 84 leguplássum í höfninni. Það er hins vegar mun minni nýting á henni í dag. Í Grófinni sáum við fyrir okkur sambland af smærri fiskibátum og ferðaþjónustu. Það hefur aðili verið að þróa ferðaþjónustu í Grófinni síðustu tvö ár og hefur gengið vel. Við hefðum viljað sjá fleiri koma að málum. Við erum með hugmyndir um að fara í skipulag á svæðinu þannig að í framtíðinni sjáum við ferðaþjónustutengda starfsemi. Má nefna þjónustu sem snýr að sjónum og svo kannski handverk og veitingastaðir, svo eitthvað sé nefnt. Við sjáum þetta víða, eins og á gömlu höfninni í Reykjavík, Húsavík og Akureyri“. Í Helguvík er draumur hafnarstjórans að byggð verði upp stór fraktskipahöfn, því fraktin er einn af möguleikum hafnarinnar til að auka tekjur. „Við þurfum að fjölga eggjum og skipuleggja okkur vel til framtíðar,“ segir Halldór. Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins sem tekur á móti flugvélaeldsneyti. Allt flugvélaeldsneyti sem kemur til landsins fer þar á land en að jafnaði kemur eitt eldsneytisflutnigaskip í mánuði til Helguvíkur. Höfnin ræður við móttöku allt að 220 metra langra skipa en höfnin er upphaflega byggð fyrir móttöku um 170 metra skipa, svokallaðra Panamaskipa, fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. „Það er mjög einstakt að búa við það að vera með hafnaraðstöðu sem getur tekið djúprist skip en Helguvíkurhöfn er ein af dýpstu höfnum landsins og að vera með flughöfn þar við hliðina, sem er Keflavíkurflugvöllur. Í stað þess að kalla þetta Keflavíkurflugvöll og Reykjaneshöfn, þá ætti þetta að heita „The Ports of Reykjanes“, því bæði eru þetta port eða gáttir“.

sem eru með mikla frakt því í henni liggja tekjur fyrir höfnina. Við vitum ekki betur en hitt verkefnið, kísilverksmiðja Thorsil, sé ennþá í gangi. Við verðum því að sjá til hvað gerist þegar hún rís“ Nú var Eimskip komið með reglulega flutninga til og frá Helguvík en það er ekki lengur til staðar. „Það er mikilvægt fyrir höfn sem er að byggja sig upp fyrir fraktflutninga að ná aðilum sem eru stórir eins og Eimskip eða Samskip með reglulega viðkomu í höfninni. Eimskip var með samning við United Silicon um flutninga fyrir verksmiðjuna og voru með viðkomu í Helguvík á hálfsmánaðar fresti. Sagan varð hins vegar sú að afurðirnar eru minni en áætlað var og engar að lokum en skipafélögin þurfa ákveðinn grunn til að geta byggt upp viðkomuhöfn“. Að lokum er það spurningin sem brennur á fjölmörgum Njarðvíkingum. Hvað verður um rússatogarann Orlik sem nú liggur við festar í höfninni í Njarðvík? „Orlik kom hingað haustið 2014 þar sem menn voru með ákveðnar hugmyndir um niðurrif á skipinu í Helguvík, sem þarf sérstaka heimild til og samkvæmt nýjustu reglugerðum er erfitt að fá þá heimild. Ég kom hingað til starfa 1. júní 2015 og síðan þá hefur það verið eitt af meginverkefnum í mínum huga að koma þessu flykki eitthvað frá. Togarinn er lýti í umhverfinu og reynir einnig mjög á þol hafnarmannvirkjanna í Njarðvík. Við erum hræddir við það að ef ekki finnst lausn á því að koma skipinu úr höfn-

Nýr Sighvatur GK kemur til Grindavíkur á dögunum. Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson.

Komiði sæl lesendur Víkurfrétta. Núna er maður búinn að færa sig yfir til Víkurfrétta eftir að hafa skrifa um 100 pistla í hitt Suðurnesjablaðið. Þessi pistlar mínir í Víkurfréttum verða svo til með sama sniði og var áður. Sem sé fjallað um fiskveiðar bátanna og togaranna frá Suðurnesjum. Til viðbótar því þá fer ég með ykkur í smá ferðalag aftur í tímann og við skoðum aflatölur og veiði og fleira frá árum áður. Það ferðalag kemur af og til og stundum munu pistlarnir að mestu fjalla um gamla tíma. Janúar hvert ár er byrjunin á nýju ári. Svo kölluðu almanaksári. Aftur á móti þá er september líka byrjun á ári. Reyndar ekki almanaksári, heldur kvótaári. Kvótinn er gefinn út hvert ár á tímabili sem miðast við 1. september til 31. ágúst ár hvert. Þá fer svo til allur flotinn á veiðar og stóru línubátarnir í Grindavík fara allir á flakk um hafnir landsins og landa þá mikið á Norðurlandi og Djúpavogi á Austurlandi. Jóhanna Gísladóttir GK er komin með 197 tonn í tveimur róðrum og landað í Grundarfirði. Sturla GK 175 tonn í þremur róðrum landað á Siglufirði. Krístin GK 164 tonn í þremur róðrum á Sauðárkróki. Páll Jónsson GK 163 tonn í tveimur. Valdimar GK 155 tonn í fjórum og Hrafn GK 148 tonn í fjórum, báðir að landa á Siglufirði. Sighvatur GK landaði 136 tonnum í tveimur róðrum í Grindavík og

þessir túrar eru síðustu túrarnir sem Sighvatur GK landar fyrir útgerðina Vísi ehf. í Grindavík. Sighvatur GK var keyptur til Grindavíkur árið 1980 og hét áður Bjartur NK. Undir þessu nafni, Sighvatur GK, hefur línan verið aðalveiðarfærið hjá bátnum og var Sighvatur GK annar báturinn í Grindavík til þess að fá línubeitningavél, Skarfur GK var sá fyrsti. Sighvatur GK stundaði að auki netaveiðar nokkuð oft á vertíðum. Ég hef ekki tekið það saman hversu mikinn afla báturinn hefur borið að landi en þau eru nokkur þúsundin sem hann hefur komið með í land og undanfarin ár hefur báturinn verið að veiða þetta í kringum 3000 tonnin á hverju ári. Nýi Sighvatur GK er bátur sem margir ættu að kannast vel við. Hann var nefnilega lengi uppi í slippnum í Njarðvík og var þá staðsettur við hliðina á húsinu. Sá bátur var lengst

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

af gerður út undir nafninu Skarðsvík SH frá Rifi og var um tíma í Sandgerði og hét þá þar Arney KE. Bátnum var breytt í svo til nýjan bát og má segja að ekkert sé eftir af þeim gamla nema kjölurinn. Nægur kvóti er á nýja Sighvati GK því að búið er að færa á bátinn um 3400 tonna kvóta. Vísir ehf. í Grindavík er líka kominn með annan nýjan bát í sína útgerð og sá bátur er reyndar miklu minni og er bátur í krókaaflamarkinu. Vísir ehf. keypti útgerð Daðeyjar GK í fyrra og var þetta fyrsti báturinn eða smábáturinn sem að Vísir ehf. eignast og þar með var fyrirtækið komið inn í krókamarkið. Veturinn 2018 kaupir Vísir síðan Óla Gísla GK frá Sandgerði með öllum aflaheimildum um 500 tonn og hefur sá bátur hafið róðra undir nýju nafni. Heitir báturinn í dag Sævík GK og er nokkuð merkilegt að nýi Sighvatur GK hét nafninu Sævík GK þegar að hann lá upp í slipp í Njarðvík. Samhliða þessu þá hafa orðið breytingar hjá skipstjórunum, því að Júlíus Sigurðsson frá Grindavík, sem var lengst af með Daðey GK, er tekinn við Sævík GK og Kristinn Arnberg Kristinsson, eða Kiddó eins og hann er kallaður, sem var með Dóra GK, er tekinn við Daðey GK. Að lokum, ef þið viljið að ég skoði eitthvað aftur í tímann þá getið þið sent póst á gisli@aflafrettir.is. Vefsíðan www.aflafrettir.is er í minni eigu en þessi pistlar munu ekki birtast þar. Þið getið farið þar inná og lesið um fiskveiðar um allt Ísland.


20

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

Fuglaskoðunarkort fyrir Reykjanes

Vegleg gjöf frá Kvenfélagi Grindavíkur Kvenfélagskonurnar Sólveig Ólafsdóttir og Karen Elíasdóttir komu færandi hendi í Hópsskóla í Grindavík í vikunni. Meðferðist höfðu þær þrjár saumavélar sem þær afhentu yngsta stiginu fyrir hönd Kvenfélags Grindavíkur. Kristín Gísladóttir textílkennari var að vonum glöð þar sem þær vélar sem hún hefur notast við undanfarið eru orðnar óttaleg skrapatól. Vefur Grindavíkurbæjar greinir frá.

HAFNA LÓÐUM UNDIR SMÁÍBÚÐIR Á BERGINU Reykjanes Unescco Global Geopark hefur gefið út fuglaskoðunarkort fyrir Reykjanesskagann þar sem finna má upplýsingar um fjölbreytt fuglalíf en kortið sýnir helstu fuglaskoðunarstaði á Reykjanesi, hvar sjaldgæfari tegundir er að finna og upplýsingar um aðgengi að skoðunarstöðum. Verkefnið sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja var unnið af Þekkingarsetri Suðurnesja og hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár. Markaðsstofa Reykjaness er sam-

starfsaðili verkefnisins og verður kortið aðgengilegt á visitreykjanes.is. Reykjanesskagi er vinsælt svæði til fuglaskoðunar enda er þar að finna fjölbreytt fuglalíf yfir vetrartímann.

Þá eru fjörur á svæðinu mikilvægur viðkomustaður fjölmargra farfugla á haustin og vorin. Í nokkrum sjávarbjörgum má finna fjölda fugla af helstu tegundum sem halda til í hamraflugum um allt land. Kortin eru m.a. aðgengileg í gestastofunum Reykjanes Unesco Global Geopark í Reykjanesbæ, Grindavík og Vogum.

REYKJANES UNESCO GLOBAL GEOPARK VERKEFNASTJÓRI Reykjanes UNESCO Global Geopark leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf verkefnastjóra sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum Jarðvangsins. Starfið er fjölbreytt og spennandi í umhverfi þar sem sjálfstæði og frumkvæði í starfi er nauðsynlegt. Reykjanes UNESCO Global Geopark er sjálfseignarstofnun fjögurra sveitarfélaga og fimm hagsmunaaðila sem eru aðilar að stofnuninni. Sveitarfélögin fjögur eru Grindavíkurbær, Reykjanesbær, sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis og Sveitarfélagið Vogar. Ásamt sveitarfélögunum eru Heklan - atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Ferðamálasamtök Reykjaness, Bláa Lónið, Þekkingarsetur Suðurnesja og HS Orka aðilar að Reykjanes Geopark. HELSTU VERKEFNI: • Ábyrgð á gerð rekstrar- og stjórnunaráætlunar fyrir Jarðvanginn • Umsjón með uppbyggingu ferðamannastaða á vegum Jarðvangsins • Gerð umsókna í sjóði t.d. Uppbyggingarsjóð ferðamannastaða • Gerð fræðsluefnis • Innlend og erlend samskipti er teng jast Jarðvanginum • Markaðs- og kynningarmál jarðvangsins

Jón Ingi Kristinsson og Kristinn Guðmundsson, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags, hafa sótt um land og lóðir með greinargerð dagsettri 19. ágúst 2018. Sótt er um skipulagðar lóðir við Bergveg 21 og 23 ásamt landsspildu sem afmarkast vestan við lóðir á Bergveg 19 og 21 og norðanmegin við Bergveg 5, 7, 9, 11, 13 og 17 frá lóðarmörkum þeirra og að skipulagsmörkum. Óskað er eftir því að fá að skipuleggja þetta svæði upp á nýtt með það í huga að skipuleggja þar smáíbúðaraðhús. Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að svæðið er, samkvæmt aðalskipulagi, grænt svæði sem þyrfti að breyta. Tekið er undir að þörf er fyrir smáar

og ódýrir íbúðir sem til stendur að skoða í endurupptöku aðalskipulags en þetta erindi samræmist ekki stefnu bæjarins í skipulagsmálum. Erindinu er því hafnað.

HÆFNISKRÖFUR: • Háskólapróf sem nýtist í starfi, en háskólapróf í jarðfræði eða landafræði er kostur. • Lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sveig janleiki í starfi • Gott vald á íslensku og ensku • Færni og geta til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi • Reynsla af kennslu og/eða gerð fræsluefnis er kostur • Reynsla af rekstri er kostur

Um fullt starf er að ræða og fara launakjör eftir samningum BHM og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir m.a, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist á netfangið sss@sss.is eigi síðar en 1. október 2018. Nánari upplýsingar veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum berglind@sss.is. Einnig er hægt að kynna sér starfsemi Jarðvangsins á vef hans reykjanesgeopark.is eða senda fyrirspurnir á eggert@heklan.is.

Smáhýsabyggð rís í Grindavík.

Húsnæðissamvinnufélag hugsanlega stofnað í Grindavík Meirihlutinn í bæjarstjórn Grindavíkur hefur í hyggju að leita leiða til að stofna húsnæðissamvinnufélag í samstarfi við hagsmunaaðila og verður settur kraftur í málið á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í gögnum bæjarráðs Grindavíkur sem ræddi hugsanlega stofnun slíks félags í Grindavík á síðasta fundi sínum.

„Óskað er eftir upplýsingum um hvað meirihluti bæjarstjórnar hefur í hyggju varðandi stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar,“ segir í fyrirspurn til bæjarráðs. Það felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kanna hversu margir eru í þörf fyrir slíkt húsnæði og falli undir tekjuviðmiðin.


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

Er sannleikurinn óþarfa fyrirhöfn?

Í grein sem birtist í Víkurfréttum 13/9 sl. ritar bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, Margrét Þórarinsdóttir, grein um samstarf Frjáls afls og Miðflokksins um skipan í nefndir og ráð bæjarins. Við í Frjálsu afli höfðum samband við fulltrúa þeirra fljótlega eftir kosningar og buðum þeim til samstarfs við kosningu í nefndir og ráð og samráðs um helstu áherslur. Það varð að samkomulagi að við mundum á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar 19/6 í kosningum um skipan nefnda og ráðs, deila með okkur einum fulltrúa í hverja 5 manna nefnd. Þá var jafnframt samþykkt að framboðin myndu skipta með sér setu í bæjarráði þannig að hvort framboð fengi setu í bæjarráði í tvö ár. Samkomulagið varðandi kosningar í nefndir náði aðeins til þeirra nefnda sem kosið var um þá. Við gerðum ráð fyrir að framboðin fengju jafnframt áheyrnarfulltrúa þar sem þau ættu ekki sæti í nefnd eins og heimilt er skv. 50. og 51 gr. sveitarstjórnarlaga. Stjórnmál snúast um áhrif á framgang mála til góðs. Við í Frjálsu afli gerum okkur grein fyrir að ef ná á fram einhverjum þeim hugðarefnum sem við viljum berjast fyrir, þá þarf meiri styrk en við höfum af eigin rammleik. Þess vegna töldum við nauðsynlegt að leita jafnframt til Sjálfsæðisflokksins um stuðning um þau mál sem við gætum sameinast um. Það eru rangfærslur hjá oddvita Miðflokksins að með því sé Frjálst afl að ganga inn

30% aukning í þátttöku í Sumarlestri barnanna

í Sjálfstæðisflokkinn. Svo er alls ekki. Hvað varðar áframhaldandi samstarf við Miðflokkinn, þá er afstaða Frjáls afls óbreytt og og ekkert því til fyrirstöðu af okkar hálfu að vinna með hverjum sem er mikilvægum málum til framdráttar, að okkur finnst. Á forsíðu Víkurfrétta er síðan frétt sem fjallar um pólitísk svik Frjáls afls. Þar eru margar rangfærslur. Í fyrsta lagi er mér alls ekki í nöp við Árna Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóra eða aðra sem setið hafa í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég hafði hins vegar áhyggjur af skuldastöðu Reykjanesbæjar, og vildi gefa skýr skilaboð um það og bauð mig því fram í 1-2 sæti á lista í prófkjöri Sjáfstæðisflokksins. Það lá hins vegar ljóst fyrir eftir prófkjör að sú ætlan mín hafði ekki tekist. Ég var reiðubúinn að taka 5. sæti á listanum, en fulltrúaráð kaus með litlum meirihluta lista sem ég var ekki á. Í kjölfarið bauð ég mig fram fyrir Frjálst afl. Þessar rangfærslur væru ekki í þarna ef haft hefði verið samband við mig fyrir birtingu þessarar fréttar. Gunnar Þórarinsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ fyrir Frjálst afl

Sveitarfélagið Miðgarður Enn leita menn að góðu nafni á nýsameinað sveitarfélag. Miðgarður er besta tillagan sem ég hef hingað til heyrt. Í fyrsta lagi eru þar sett saman í eitt eldri nöfn þessara sveitarfélaga: Miðne shreppur og Garður (Gerðahreppur), þannig að hallar á hvorugt þeirra. Í öðru lagi er vísað til til Miðgarðs í okkar forna sið, Ásatrú, en þar var Miðgarður ríki mannanna. Í Wikipediu segir svo: „Miðgarður er í norrænni goðafræði haft um hina byggðu jörð manna eða garðinn umhverfis hana. Miðgarður er við rætur heimstrésins Yggdrasils og jaðrar við Útgarð þar sem jötnar búa og Álfheima þar sem álfar búa. Miðgarður tengist einnig við Ásgarð með brúnni Bifröst og tengist einnig við undirheima og Hel.“ Miðgarður er stutt og þjált nafn. Jafnvel þótt fullt nafn þyrfti að vera

21

Sveitarfélagið Miðgarður gæti það í daglegu tali kallast Miðgarður, líkt og Sveitarfélagið Vogar er í daglegu tali kallað Vogar. Miðgarður er reyndar nokkuð víða til sem nafn, t.d. yfir þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness í Reykjavík; menningarhús í Skagafirði; félagsheimili í Hvalfjarðarsveit, CenterHotel Miðgarður í Reykjavík – og samkomusalur í Sveitarfélaginu Garði! Ekki er undarlegt að margir kjósi svo sögufrægt og þjált nafn. Sveitarfélagið Miðgarður myndi lenda þarna í ágætum nafna-hópi. Er eftir nokkru að bíða?

Kínverskir snúningsdiskar vöktu mikla lukku.

Bókasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir Sumarlestri barna á leik- og grunnskólaaldri yfir sumarmánuðina en það er átak sem miðar að því að hvetja börn og foreldra til lesturs yfir sumartímann. Alls 300 börn tóku þátt í Sumarlestrinum í ár og var 420 þátttökumiðum skilað inn sem er 30% aukning frá því í fyrra. Þátttökumiðarnir eru í formi bingóspjalda þar sem börn eru hvött til þess að lesa í 15 mínútur á dag í mismunandi aðstæðum, t.d. í háum hælum, í lautarferð, rappandi eða hlæjandi. Þetta er ein af mörgum leiðum sem Bókasafnið býður upp á til þess að gera lestur skemmtilegan og aðlaðandi yfir sumartímann þegar skólarnir eru í fríi. Annað sem boðið var upp á í sumar voru óvissupakkar

en þá geta börn og unglingar fengið að láni þrjár mismunandi bækur pakkaðar inn í gjafapappír. Það leiddi til þess að lesendur fengu tækifæri til að lesa bækur sem þau mögulega hefðu ekki annars gert. Óvissupakkarnir slógu rækilega í gegn og í kjölfarið var boðið upp á óvissupakka fyrir eldri kynslóðina líka. Á tveggja vikna fresti í allt sumar var heppinn lesandi dreginn út og fékk viðkomandi verðlaun frá bókasafninu. Alls voru þetta því sjö krakkar sem fengu bók og fótbolta að gjöf en

Ekki var einungis um að ræða hið hefðbundna húll. ákveðið var að hafa HM þema þetta sumarið vegna þátttöku Íslands á HM í fótbolta. Föstudaginn 14. september var Sumarlestrinum formlega lokið með uppskeruhátíð í Bókasafninu þar sem boðið var upp á sirkussmiðju með húllahringjum og kínverskum snúningsdiskum. Húlladúllan hélt sýningu og fengu öll börn kennslu í húlli og að prófa snúningsdiskana sem vakti mikla lukku.

Þorvaldur Örn Árnason, íbúi í nágrannasveitarfélaginu Vogum

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Húlladúllan kenndi börnunum sirkuslistir með húllahringjum.


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

Suðurnesjaliðin töpuðu bæði

Njarðvíkingar öruggir í Inkasso Njarðvíkingar unnu frækinn sigur á Víkingi í Ólafsvík á útivelli sl. laugardag í Inkasso-deildinn í knattspyrnu. Þeir tryggðu sér endanlega sæti áfram í deildinni með þessum sigri. Lokatölur í Ólafsvík voru 1-2 fyrir þá grænu úr Njarðvík. Það var mikið áfall fyrir Njarðvíkinga á 13. mín. þegar Arnór Björnsson var rekinn af velli fyrir háskaleik. Okkar menn létu það ekki á sig fá og skoruðu fyrsta mark leiksins aðeins 4 mínútum síðar. Þá skoraði Ari Már Andrésson eftir að boltinn barst fyrir fætur hans eftir hornspyrnu. Ari gerði sér lítið fyrir og kom þeim grænu í 0-2 aðeins korteri síðar. Ari nýtti sér slakan varnar leik heimamanna. Heimamenn minnkuðu muninn í 1-2 á 55. mín. en lengra komust þeir ekki.

Grindvíkingar töpuðu fyrir Fjölni á heimavelli og Keflvíkingar bættu við enn einu tapinu í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í þriðju síðustu umferð mótsins sl. laugardag. Keflvíkingar náðu forystu 0-1 í Frostaskjóli þegar Frans Elvarsson kom þeim yfir en þeir röndóttu svöruðu því strax með marki mínútu síðar og bættu svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Yfirburði KR voru miklir en Keflvíkingar börðust þó

vel og liðið sem hefur verið að leika síðustu leiki er mjög ungt. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við sína menn og segir í samtali við fotbolti.net að þeir hafi algerlega verið grafnir niður á hælana stóran hluta fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort umræða um að hann væri að hætta með liðið hafi verið vond fyrir leikmenn. „Ég á ekki von á því. Það truflaði mig ekki og æfingavikan var mjög góð og

fersk og ég á nú ekki von á því að það hafi eitthvað með þetta að gera. Enda þegar öllu er á botnin hvolft þá snýst þetta um að fara út að spila fótbolta. Það er það sem við viljum allir gera og þeir eru í þessu til að spila fótbolta og þegar þú kemur út á grasið eru ytri aðstæður ekki eitthvað sem þú átt að vera velta fyrir þér,“ sagði hann við fotbolta.net

Keflavík í Pepsi-deild kvenna á næsta ári Grindavíkurstúlkur fallnar Keflavík endaði í 2. sæti Inkassodeildarinnar í knattspyrnu kvenna eftir 1-6 sigur á Haukum í Hafnarfirði sl. föstudagskvöld. Fylkiskonur sigruðu líka og tryggðu sér þannig sigur í deildinni. Keflavík komst í 1-5 í fyrri hálfleik og skoraði Sosphie Groff þrennu, fyrirliðinn Natash Moraa Anasi kom Kefla-

Fullorðinsföndur – ARTMONEY vinnustofa

vík á bragðið með fyrsta markinu á 11. mín. Aníta Lind Daníelsdóttir kom Keflavík í 0-2 á 23. mín.Svo skoraði Sophie Groff þrjú mörk frá 29. til 43. mín. Amelía Rún Fjeldsted bætti við marki í síðari hálfleik. Lokatölur 1-6 og Keflavík leikur því í efstu deild kvenna í fyrsta sinn síðan 2009. Það gekk ekki eins vel hjá Grindavík í

Pepsi-deild kvenna. Þær töpuðu fyrir KR 2-1 í Frostaskjóli og eru fallnar. KR er í þriðja neðsta sæti og er með 16 stig en Grindavík með 10, FH neðst með 6 stig. Keflavík og Grindavík skiptast því á deildum í kvennaflokki á næsta ári. VF-mynd/JónÖrvar.

Í tilefni myndlistarsýningarinnar List sem gjaldmiðill – ARTMONEY NORD sem nú stendur yfir í Bókasafni Reykjanesbæjar bjóðum við upp á Artmoney vinnustofu fimmtudagskvöldið 20. september kl. 19.30-21.30. ARTMONEY NORD er myndlistarverkefni þar sem listamenn af Norðurlöndunum skapa sinn eigin gjaldmiðil. Bókasafnið leggur til efnivið en þátttakendum er einnig frjálst að koma með eigið efni. Ókeypis er á vinnustofuna og allir velkomnir en mikilvægt er að skrá sig. Það er hægt að gera í afgreiðslu safnsins og á heimasíðunni.

Bókasafn Reykjanesbæjar

Eiríkur Árni Sigtryggsson tónskáld 75 ára

KEFLVÍKINGAR KEPPTU Á STERKU MÓTI Í PÓLLANDI

Hátíðartónleikar í Bergi

Keflvíkingarnir Andri Sævar, Ágúst Kristinn, Daníel Arnar, Eyþór og Kristmundur, ásamt Helga yfirþjálfara taekwondo-deildar Keflavíkur, tóku þátt á Polish Open í Varsjá um sl. helgi. Mótið er eitt stærsta opna taekwondomót Evrópu og voru yfir 1500 keppendur sem tóku þátt.

Hátíðartónleikar til heiðurs Eiríki Árna Sigtryggssyni 75 ára, verða í Bergi, Hljómahöll, laugardaginn 29. september kl.14.

Kristmundur Gíslason keppti í -80kg flokki og tapaði á móti Póllandi eftir hörku baráttu. Daníel Arnar keppti í -63kg flokki og tapaði fyrir sterkum andstæðingi frá Austurríki. Andri Sævar keppti í -68kg flokki og sigraði fyrsta bardaga á móti Pólverja en tapaði á móti Svía í seinni bardaga. Eyþór

Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar á sviði klassískrar tónlistar og Kvennakór Suðurnesja flytja fjölbreytta tónlist fyrir strengjahljóðfæri, einsöng, píanó og kvennakór eftir Eirík Árna.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Miðasala á hljomaholl.is og tix.is Miðaverð kr. 3000

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarráði Reykjanesbæjar og Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Athugið að eingöngu er um þessa einu tónleika að ræða.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Jónsson keppti einnig í -68kg flokki og sigraði fyrstu tvo bardagana á móti Úkraínu og Póllandi en tapaði á móti sterkum keppanda frá Bretlandi og hafnaði í 5.–8. sæti. Ágúst Kristinn keppti í -48kg flokki og vann þrjá bardaga gegn Spáni, Finnlandi og Ítalíu en tapaði erfiðum bardaga á móti Ísrael og hafnaði í 2. sæti í sínum flokki.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. september 2018 // 36. tbl. // 39. árg.

23

VÍÐIR OG ÞRÓTTUR TÖPUÐU BÆÐI

Víðismenn í Garði töpuðu 2-3 fyrir Kára á Nesfisksvellinum í Garði og á sama tíma tapaði Þróttur úr Vogum fyrir Vestra á Ísafirði 2-0. Staðan í Garðinum var 1-1 í hálfleik. Kári bætti við tveimur mörkum undir lok leiksins. Síðasta umferð 2. deildar fer fram laugardaginn 22. september. Þróttarar fá Fjarðarbyggð í heimsókn. Víðir heimsækir Leikni F. Bæði Suðurnesjaliðin eru á lygnum sjó í deildinni, Þróttur í 6. og Víðir í 8. sæti.

Reynismenn Íslandsmeistarar í 4. deild

Sandgerðingar urðu Íslandsmeistarar í 4. deild karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Borgnesinga í úrslitaleik sem fram fór á Nettó-vellinum í Keflavík sl. sunnudag. Lokatölur urðu 7-1 fyrir Reynismenn sem töpuðu ekki leik á tímabilinu. „Við vorum góðir í dag en Skallagrímsmenn voru kannski eitthvað þreyttari eftir að hafa leikið 120 mín. leik fyrir nokkrum dögum. Það hefur líka að segja að við erum með nokkra leikmenn í Reyni sem hafa leikið á stóra sviðinu

hér á Nettó-vellinum og hafa reynslu af því að leika í efri deildum,“ sagði Magnús Þórir Matthíasson en hann skoraði þrennu á sínum gamla heimavelli en hann hefur leikið fjölda leikja með Keflavík í efstu deild. Í Reynisliðinu í dag voru nokkrir sem hafa leikið í efstu deild með Keflavík og má þar nefna Hörð Sveinsson, Unnar Unnarsson og Daníel Gylfason. Auk þriggja marka Magnúsar Þóris skoraði Óli Baldur Bjarnason tvö mörk og þeir Max Grammel og Strahinja Pajic sitt markið hvor.

NJARÐVÍK SIGRAÐI Á PÉTURS-MÓTINU Í KÖRFUBOLTA

Njarðvík sigraði á Pétursmótinu 2018 eftir 82-69 sigur á KR í úrslitaleik mótsins. Nokkuð jafnt var á með liðunum framan af leik en Njarðvíkingar slitu sig frá í þriðja leikhluta og lönduðu öruggum sigri í leiknum.

Reynismenn höfðu mikla yfirburði gegn Sköllunum úr Borgarnesi á Nettó-vellinum í Keflavík. Hér eru svipmyndir úr leiknum sem þeir Páll Ketilsson og Jón Örvar Arason tóku í leiknum. Á mynd Jóns til hægri má sjá boltann syngja í netinu eftir skot Magnúsar Þóris sem sést líka til vinstri á myndini hér að ofan.

KOMDU Í KÖRFU

Vetrarstarf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er komið á fulla ferð og við eigum nóg pláss fyrir nýja iðkendur, bæði stelpur og stráka. Við hvetjum alla áhugasama til að koma og prufa þessa stórkostlegu íþrótt í september undir handleiðslu frábærra þjálfara.

ÆFINGATAFLA VETURINN 2018–2019 FYRIR 1.–8. BEKK Flokkur 7.-8. bekkur stráka 7.-8. bekkur stúlkna 5.-6. bekkur stráka 5.-6. bekkur stúlkna 3.-4. bekkur stráka 3.-4. bekkur stúlkna 1.-2. bekkur stráka 1.-2. bekkur stúlkna

Mán

Þri

16.20-17.30

Mið

Fim

Fös

Þjálfarar

15.20-16.30

16.00-17.10

16.40-17.50

B-sal

B-sal

A-sal

A-sal

Jón Guðmundsson Elvar Snær Guðjónsson

15.10-16.20

15.10-16.20

19.30-20.40

15.30-16.40

B-sal

A-sal

B-sal

A-sal

15.30-16.30

14.10-15.10

16.40-17.50

16.40-17.50

A-sal

A-sal

B-sal

B-sal

17.30-18.40

16.20-17.20

17.50-18.50

14.20-15.20

B-sal

A-sal

B-sal

B-sal

16.30-17.30

14.50-16.00

15.30-16.40

A-sal

A-sal

B-sal

15.20-16.20

15.30-16.40

16.10-17.10

Heiðarskóli

B-sal

B-sal 15.00-16.00

B-sal

Heiðarskóli 15.20-16.10

Heiðarskóli

B-sal

Ricardo González Dávila Guðbrandur Jónsson Lidia Mirchandani Villar Kristjana Eir Jónsdóttir Kolbeinn Skagfjörð Helena Jónsdóttir

14.20-15.10 16.20-17.10

Brittany Dinkins Kristjana Eir Jónsdóttir

Aron Freyr Kristjánsson Írena Sól Jónsdóttir Katla Rún Garðarsdóttir

Æft er í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og Heiðarskóla

LEIKSKÓLAHÓPUR Á LAUGARDÖGUM

Í vetur ætlum við að bjóða upp á tvö 8 vikna körfuboltanámskeið fyrir stelpur og stráka fædd 2013 og 2014. Æft verður í B-sal á laugardögum kl. 9.00-9.45 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og mun Kristjana Eir Jónsdóttir stýra æfingunum. Fyrsta námskeiðið byrjar laugardaginn 22. september og fer skráning fram í Nóra skráningarkerfinu. Seinna námskeiðið verður haldið eftir áramót og nánari tímasetning verður auglýst síðar. Æfingatöflu allra flokka og frekari upplýsingar um körfuknattleiksdeild Keflavíkur má sjá á http://www.keflavik.is/karfan/flokkar/yngri-flokkar/

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur


KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ Fylgstu með og nálgastu upplýsingar inn á netto.is og Facebook síðu Nettó varðandi kynningar í verslunum á heilsudögum.

124

SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!

BOÐ! FURTIL OFimmtudagur 20. sept. Tilboð dagsins

Föstudagur 21. sept.

Laugardagur 22. sept.

Sunnudagur 23. sept.

Spínat (baby)

Engiferrót (pk)

Spergilkál (kg)

Vatnsmelónur (kg)

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

50%

50%

50%

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Tilboð dagsins

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

HELGARMÁLTÍÐIN KLÁR!

-20%

-10% KALKÚNABRINGUR FROSNAR KR KG

1.998

ÁÐUR: 2.498 KR/KG

-20% -20%

KENGÚRU FILLE KR KG

3.598

1.838

ÁÐUR: 2.298 KR/KG

ÁÐUR: 3.998 KR/KG

LAMBABÓGSTEIK Í SVEPPAMARINGERINGU KR KG

LAMBAINNLÆRI BLÁBERJAKRYDDAÐ KR KG

ÁÐUR: 3.498 KR/KG

ÁÐUR: 3.698 KR/KG

2.798

LAMBAKÓTELETTUR Í RASPI - FORSTEIKTAR KR KG

-20%

2.958

Helgartilboðin gilda 20. - 23. september 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 36. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 36. tbl. 2018

Víkurfréttir 36. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 36. tbl. 2018