Víkurfréttir 33. tbl. 41. árg.

Page 36

36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gefa út bók með fæðingarsögum frá feðrum

Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir eru þessi misserin að safna fæðingarsögum og upplifunum frá feðrum sem þau ætla að gefa út í bók. Söfnunina hófu þau í nóvember á síðasta ári, nánar tiltekið á feðradaginn. Tilgangurinn með söfnuninni er tvíþættur. Annars vegar vilja þau fá feður til þess að ræða um sínar upplifanir og reynslu af fæðingum barna sinna, hins vegar óska þau eftir að fá sendar sögur frá feðrum sem þau ætla að gefa út í bók til varðveislu. Sögurnar verða nafnlausar í bókinni en með hverri sögu verður birt fæðingarár föður og barns sem og fæðingarstaður. Hugmyndin að verkefninu kviknaði síðasta sumar. Gréta María er ljósmóðir og starfar á fæðingarvakt Landspítalans en auk þess vann hún um tíma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ísak vinnur sem verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki. Saman eiga

þau tvö börn, þriggja ára stelpu og dreng sem fæddist um miðjan ágústmánuð. Tilgangurinn með fæðingarsögum feðra er eins og áður segir að fá feður til að lýsa sinni upplifun af fæðingum barna sinna.

Húsasmiður óskast! Húsasmiður með faglega reynslu óskast til starfa. Sendið umsókn ásamt feriskrá og meðmælanda á agnar@husagerdin.is

Húsagerðin hf. husagerdin.is

„Við fundum það um leið og við fórum af stað með þetta verkefni að margir foreldrar í kringum okkur hafa ekki rætt sín á milli um fæðingu barna sinna. Báðir aðilar voru viðstaddir fæðinguna en hafa aldrei rætt saman um það hvernig hlutirnir gengu og tilfinningarnar sem fæðingunni fylgja. Okkur langar sem sagt að vekja athygli á hlutverki feðra í ferlinu,“ segir Ísak og heldur svo áfram: „Það er í raun ótrúlegt, miðað við hvað það er stór viðburður að eignast barn, hvað við ræðum lítið um það.“

Fengu sögur inn á fyrsta sólarhringnum Söfnunin fer fram í gegnum Face­ book-síðu verkefnisins sem heitir „Fæðingarsögur feðra“. Þar er hægt að senda inn sögur eða á netfangið faedingarsogurfedra@gmail.com. Auk þess eru þau með Instagramsíðu undir sama nafni. Á þessum síðum er hægt að finna frekari

upplýsingar um verkefnið og þau hvetja fólk til að fylgja þeim á samfélagsmiðlum. Inn á Facebook-síðunni má t.d. lesa þrjár áhugaverðar fæðingarsögur frá feðrum. Eins hvetja þau feður til þess að skrifa niður sínar fæðingarsögur og senda inn í verkefnið. Eftir að verkefninu var ýtt úr vör liðu ekki nema nokkrir klukkutímar þar til fyrsta sagan kom inn. Síðan þá hafa sögurnar komið reglulega inn. „Við erum að leita eftir öllum tegundum af sögum; löngum, stuttum, skemmtilegum, erfiðum og allt þar á milli. Við viljum heyra frá hefðbundnum fæðingum, keisaraskurðum, heimafæðingum, fæðingum í bílum, nýjum sögum, eldri sögum og sögur af fæðingum eins og þær voru í sveitinni hér áður fyrr. Það er svo sannarlega pláss fyrir allar sögur í verkefninu.“ Aðspurður um útgáfudag bókarinnar svarar Ísak því til að það fari allt eftir því hvernig söfnunin gangi. „Við ætlum að vanda til verks og við munum gefa bókina út þegar við erum ánægð með innihald hennar. Við stefnum að því að hafa bókina myndskreytta og gera hana fallega og eigulega. Við vonumst eftir því að bókin geti nýst bæði verðandi foreldrum sem og þeim sem eiga börn fyrir. Í raun ætti bókin að vera áhugaverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á fæðingum á einn eða annan hátt.“ Ísak bendir einnig á að nokkrir feður hafa notað þetta tækifæri til að skrifa niður sína sögu og vinna úr erfiðum tilfinningum eftir fæðingu. Að lokum hvetja Ísak og Gréta fólk til að setjast niður og ræða um fæðingar barna sinna. Eins hvetja þau feður til að skrifa niður sína fæðingarsögu og senda inn í verkefnið. ,„Það getur verið bæði áhugavert og skemmtilegt að eiga sína sögu á pappír, því sumir hlutir gleymast með tímanum,“ segir Ísak í lokin.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.