Víkurfréttir 33. tbl. 41. árg.

Page 1

Víkurfréttir í áskrift!

Verð frá 3.890 kr/mán

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

... og þú færð þær inn um lúguna

Sjá nánar í blaðinu

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Fyrsta brugghúsið á Suðurnesjum SIGVALDI ARNAR LÁRUSSON

Heimakær kántríbolti með

VEGLEGRI RAFRÆN ÚTGÁFA Miðvikudagur 2. september 2020 // 33. tbl. // 41. árg.

veiðidellu á háu stigi

Guðlaugur og fjölskylda í Wales

Vegan-kleinuhringir og súrdeigsbrauð

Fresta því að verða fimmtug! Árgangur 1970 hittist fyrir „Ljósanæturmynd“

ð i t r o Sp MANNLÍFIÐ

ARNAR DÓR með nýtt lag

EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! -40% Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

1.150

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-50%

-41%

Kalkúnabringur

Kalkúnasneiðar

KR/KG ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 3.039 KR/KG

1.559

1.793

Tilboðin gilda 3.—6. september

FRÉTTIR • MANNLÍF • VIÐTÖL • UMRÆÐAN • SPORT


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Við leggjum til að sveitarfélögin á Suðurnesjum hækki sitt framlag til jafns við framfærslustyrki annarra sveitarfélaga ...

Aukin þörf á fjárstuðningi – Prestar lýsa áhyggjum af ástandinu og aukinni þörf fyrir stuðning við framfærslu Prestarnir í Njarðvíkurprestakalli, Keflavíkurprestakalli og Útskálaprestakalli hafa sent erindi til sveitarfélaga á Suðurnesjum er varðar aukna þörf á fjárstuðningi til framfærslu. Bréfið var sent sveitarfélögum svæðisins í lok maí að loknum fundi prestanna og starfsmanna sókna á Suðurnesjum með fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Tilefni fundarins var aukin þörf og yfirvofandi fjölgun þeirra sem leita munu aðstoðar til Hjálparstarfs kirkjunnar í gegnum kirkjurnar á svæðinu, Velferðarsjóð Suðurnesja og Líknar- og hjálparsjóð Njarðvíkurkirkna. Í erindi prestanna segir að hópurinn hafi miklar áhyggjur af því ástandi sem skapast mun í haust að óbreyttu þegar uppsagnarfresti fólks lýkur og fleiri fara á atvinnuleysisbætur. Fyrir er stór hópur öryrkja og erlendra ríkisborgara

sem er á mjög lágri framfærslu á svæðinu. Þá sé sífellt meiri ásókn í stuðning við kaup á mat og lyfjum. „Við leyfum okkur að benda á að það er hlutverk sveitarfélaga að tryggja fólki grunnframfærslu. Þannig er það í raun ekki hlutverk

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Hjálparstarfs kirkjunnar, Líknarog hjálparsjóðs Njarðvíkurkirkna eða Velferðarsjóðs Suðurnesja að létta ábyrgð sveitarfélaganna af framfærslu íbúa. Má þar einkum benda á greiðslu skólamatar og allt sem fellur undir skipulagt skólastarf eins og skólabúðir og skólaferðalög. Eins vekjum við athygli á því að framfærslustyrkur er mun lægri hjá sveitarfélögum á Suðurnesjum en öðrum sveitarfélögum. Við leggjum til að sveitarfélögin á Suðurnesjum hækki sitt framlag til jafns við framfærslustyrki annarra sveitarfélaga,“ segir í erindi prestanna.

Þá segir að ljóst sé að Hjálparstarf kirkjunnar, Velferðarsjóður Suðurnesja og Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna muni þurfa að skerpa enn fremur á hlutverki sínu á komandi tíma enda svigrúm til aðstoðar háð frjálsum framlögum í fyrrnefnda sjóði. Bréf prestanna var tekið fyrir í bæjarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku en sviðsstjórar velferðarsviðs og fræðslusviðs sátu fund bæjarráðs þegar erindið var tekið fyrir. Bæjarráð fól þeim að vinna áfram í málinu sem tekið er fyrir í bréfinu.

Fjármunir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest Atvinnuleysi í Reykjanesbæ í júlí mældist 18,5%. Alls voru 2.336 án vinnu og 328 á hlutabótaleið. Helmingur þeirra sem nú eru atvinnulausir höfðu bein störf í ferðaþjónustu eða flugsamgöngum. „Í ljósi fregna síðustu vikna má gera ráð fyrir að þessi fjöldi muni aukast enn frekar. Bæði eru uppsagnarfrestir margra þeirra sem sagt hafði verið upp í maí að renna út núna í ágúst, auk þess sem endurráðningar vegna

vonar um aukin umsvif í flugi og ferðaþjónustu munu nú ganga til baka,“ segir í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Menningar- og atvinnuráð skorar á allt atvinnulíf, jafnt sem stjórnvöld, að sækja fram og halda efnahagslegum áhrifum af Covid-19 í lágmarki. Menningarog atvinnuráð ítrekar þá skoðun sína að mikilvægt er að fjármunir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest, þ.e. á Suðurnesin.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ! Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

-50%

1.150

-40%

-41%

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

Kalkúnabringur Erlendar

Kalkúnasneiðar

1.793

-40%

KR/KG ÁÐUR: 3.039 KR/KG

Ýsubitar Skinney

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 1.869 KR/KG

1.739

ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG

ALLTAF GÓÐUR!

-36% Lambalærissneiðar Kryddaðar

1.559

1.196

AR G A D N Í M A T Í V , Bio Kult f Now 25% afsláttur a um og Gula miðan

Hamborgarhryggur

999

-44%

KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG

-25%

-50%

Bökunarkartöflur

135

KR/KG ÁÐUR: 269 KR/KG

Croissant Með skinku og osti

150

-50%

KR/STK ÁÐUR: 299 KR/STK

Tilboðin gilda 3.— 6. september

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Suðurnesjabær lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Á 56. fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar voru atvinnuleysistölur í sveitarfélaginu og á Suðurnesjum teknar til umfjöllunar og eftirfarandi bókun lögð fram. „Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar fyrir ágúst 2020 er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, almennt og minnkandi starfshlutfall, telji um 17% á Suðurnesjum og tæplega 14% í Suðurnesjabæ. Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er hvergi meiri á einu landsvæði en á Suðurnesjum.

Í ljósi þróunar á heimsfaraldri Covid-19 og þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til, þá er ástand og horfur í atvinnumálum nú enn meira áhyggjuefni en var fyrir nokkrum vikum síðan. Eftir að heldur birti til á sumarmánuðum, þá standa nú fjölmörg atvinnufyrirtæki frammi fyrir samdrætti í starfsemi þeirra, sem veldur tekjufalli og hefur

í för með sér fækkun starfsfólks. Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga einstaklinga og heimili vegna atvinnumissis og óvissu í atvinnu- og fjármálum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingismanna um að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita

allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir og leita leiða til að koma hjólum flugtengdrar starfsemi í gang að nýju. Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þeirra, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa.“

LJÓSANÆTURFJÖR Við bjóðum 10% afslátt af frönsku ljósunum 20% af gjafavörum og ilmolíulömpum 30% af völdum vörum alla Ljósanæturdagana. Opið til kl 18.00 á laugardaginn!

HAFNARGÖTU 23 • ZOLO.IS


Viltu prufukeyra framtíðina?

Við þurfum á þinni aðstoð að halda. Vissirðu að nýjasta tækni getur gert umferðina öruggari? Við erum að þróa nýtt app sem kallast Ökuvísir sem hjálpar viðskiptavinum okkar að lenda sjaldnar í slysum. Þetta einfalda og sniðuga app hjálpar þér að fylgjast með akstrinum og hvetur þig til að keyra vel. Í samvinnu við viðskiptavini okkar viljum við fækka bílslysum á Íslandi. Næsta skref í þessari þróun er að kalla hóp af áhugasömu fólki til liðs við okkur. Taktu þátt í að breyta því hvernig tryggingar virka – og fækka bílslysum í leiðinni. Hafir þú einhverjar spurningar varðandi Ökuvísi bjóðum við þér að kíkja til okkar á

vis.is/okuvisir


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

62 sagt upp hjá Fríhöfninni

Isavia segir upp 133 starfsmönnum Isavia hefur sagt upp 133 starfsmönnum og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall. Þessar aðgerðir koma til viðbótar því að 101 starfsmanni Isavia var sagt upp störfum í lok mars síðastliðins. Síðan þá hefur auk þess verið gripið til ýmissa annarra hagræðingaaðgerða og skipulagsbreytinga svo sem sameiningu sviða og fækkunar í framkvæmdastjórn félagsins. Frá því Covid 19 faraldurinn hófst hefur stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40% „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli, “ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Flugfélög hafa dregið verulega

úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum

skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ segir Sveinbjörn Indriðason.

Vegna mikils samdráttar í rekstri og óvissu vegna áhrifa Covid 19 heimsfaraldursins hefur Fríhöfnin ehf, dótturfélag Isavia ohf, sagt upp 62 starfsmönnum. Frá því áhrifa faraldursins fór að gæta hér á landi hefur stöðugildum hjá fyrirtækinu fækkað um tæp 60% og gripið hefur verið til ýmissa annarra hagræðingaraðgerða sem snerta öll svið Fríhafnarinnar, segir í frétt frá fyrirtækinu. „Því miður er staðan þannig að fækkun starfsfólks er óhjákvæmileg,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. „Útlit er fyrir að ferðamenn sem koma til landsins verði afar fáir næstu misserin og erfitt að spá fyrir um hvenær fer að horfa til betri vegar. Við hjá Fríhöfninni höfum gripið til ýmissa hagræðingaraðgerða frá því að heimsfaraldurinn hófst en því miður er staðan og útlitið verra en spáð var á fyrstu stigum.“ Þorgerður segir að mikil óvissa sé framundan og staðan verði endurskoðuð reglulega.

„ÞAÐ MYNDI HEYRAST Í EINHVERJUM EF FISKIMIÐUNUM YRÐI LOKAÐ Í EINNI SVIPAN“

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

„Það er erfitt að fylgjast með þróun atvinnumála á Suðurnesjum þessa dagana þar sem Keflavíkurflugvöllur er, beint eða óbeint, uppspretta 40% efnahagsumsvifa. Það myndi heyrast í einhverjum ef fiskimiðunum yrði lokað í einni svipan,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í framhaldi af tilkynningu Isavia um uppsagnir 133 starfsmanna.

Langflestir starfsmanna sem nú voru að fá uppsögn eru búsettir á Suðurnesjum. Kjartan Már segir þetta mikil vonbrigði og áfall fyrir svæðið. Hann setur spurningamerki við þeirri ákvörðun að senda alla sem koma til landsins í sóttkví og hefði viljað sjá mildari aðgerðir af hálfu yfirvalda. Til skemmri tíma sé mikilvægt núna að styðja þá sem eru án atvinnu, m.a. með virkniúrræði.


20 HOT WINGS 8 ORIGINAL LUNDIR 10 ORIGINAL LEGGIR

2.590 kr.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ríkisstjórnin hvött til að fara í aðgerðir fyrir Suðurnesin Nú þegar fyrir liggja hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærum Íslands, telur bæjarstjórn Reykjanesbæjar einsýnt að grípa verði til áhrifaríkra mótvægisaðgerða til stuðnings þeim aðilum sem verða fyrir þungu höggi vegna þeirra. Atvinnuleysi mælist nú 19% í Reykjanesbæ og þá á eftir að að meta þær uppsagnir sem Isavia og Fríhöfnin hafa nú gripið til. Reikna má með að flestir þeirra 195 sem þar misstu vinnuna búi á Suðurnesjum. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvetur því ríkisstjórn Íslands til

þess að ráðast nú þegar í aðgerðir til hjálpar þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem þessar aðgerðir bitna hvað harðast á. Þrátt fyrir að það sé hægt að skilja þörfina fyrir slíkum sóttvarnaraðgerðum er ekki hægt að láta einstaka landshluta bera stærstan hluta þess efnahagslega skaða sem

óneitanlega hlýst að af þessum aðgerðum. Mótvægisaðgerðir verða tafarlaust að koma til. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill því hvetja ríkisstjórn Íslands og þingmenn svæðisins til dáða. Það eru fjölmörg atvinnuskapandi verkefni sem hægt er að ráðast í með litlum fyrirvara og nú ríður á að allir rói í sömu átt til þess að lágmarka þann skaða sem nú þegar er orðinn, segir í bókun Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fundi hennar 1. september.

Atvinnuleysi mælist nú 19% í Reykjanesbæ og þá á eftir að að meta þær uppsagnir sem Isavia og Fríhöfnin hafa nú gripið til ...

Vilja bílastæði við Afreksbraut til fjáröflunar Stjórn knattspyrnudeildar Ungmennafélags Njarðvíkur hefur farið þess á leit við Reykjanesbæ að deildin fái til umráða, líkt og undanfarin ár, hluta af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut. Knattspyrnudeildin stefnir að því að bjóða upp á pláss til geymslu fyrir bíla til lengri eða

skemmri tíma og er þá einkum horft til bílaleiga sem starfa á svæðinu. Geymsla bíla hefur reynst deildinni dýrmæt fjáröflun síðustu ár. Í umsókninni til Reykjanesbæjar segir að bílastæðið sé lítið notað mestallt árið. Þá hefur deildin áhuga á að gerður verði samningur til tveggja ára. Verkefnið sé hugsað sem fjáröflun fyrir starfsemi deildar-

innar en á þessum fordæmalausu tímum er mikilvægt að allir standi þétt saman. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók jákvætt í erindið á síðasta fundi sínum og fól bæjarstjóra að vinna áfram í málinu. Á myndinni má sjá umrætt bílastæði við Afreksbraut í Njarðvík. VF-mynd: HBB


GOTT VERÐ alla daga 499 kr/stk

159 kr/pk

Flatkökur HP

SS lifrarkæfa 180 gr

2.519 kr/kg

119 kr/stk

Kókómjólk ¼ ltr

Kjúklingabringur

429 kr/stk

854 kr/pk

Morgundögg frá Kaffitár Malað, 400 gr

KEA vanilluskyr 500 gr

Opnunartími Borgarbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Byggðaveg: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Finndu Krambúðina á Facebook.com/krambudin Krambúðirnar eru 21 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðir, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Unnið af krafti með stofnunum og ríki að úrræðum „Nú þegar rúmlega 200 manns í viðbót er sagt upp í hópuppsögnum hér á svæðinu setur mann hljóðan. Þó ekki þannig að úr mér sé allur þróttur, síður en svo. Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ taka stöðuna mjög alvarlega og þó svo tekjufall blasi við hjá bæjarfélaginu verður unnið af krafti með stofnunum og ríki að úrræðum,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, í pistli sem hann skrifar á Facebook. „Það er flókið og erfitt að taka ákvarðanir á sviði sóttvarna þegar við eigum í höggi við veiru sem þessa. Þar ætla ég ekki að setjast í dómarasæti. Það sem aftur á móti skiptir máli er að virkja kerfið, samvinnu og kraftinn sem kemur til með að milda höggið hér á

svæðinu, þar spila ríki og sveitarfélög stórt hlutverk sem stendur. Mikilvægt er að forgangsraða í átt að velferðarkerfinu, opna leiðir til virkni fyrir þá sem missa vinnuna og bjóða sem flestum sem ætla sér í nám velkomna inn í

skólakerfið. Það er góð fjárfesting við þessar aðstæður. Reykjanesbær hefur óskað eftir því að opnað verði fyrir þann möguleika að ráða starfsmenn strax af atvinnuleysisskrá og framlag sem ella færi í atvinnuleysisbætur komi upp á móti launakostnaði. Þannig væri hægt að koma á fót ýmsum umbótaverkefnum við þessar aðstæður sem hagur væri af til lengri tíma, bæði fyrir þá sem missa vinnuna og samfélagið í heild. Hvernig við bregðumst við núna mun hafa afgerandi áhrif á það hversu hratt og vel við náum flugi á ný,“ segir Jóhann Friðrik í pistlinum.

Stálheppnir starfsmenn vinnuskólans sem var boðið í hádegismat á KEF Restaurant í sumar.

95 8 U N G M E N N I Í V I N N U Í J Ú L Í Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í byrjun sumars að auka við framboð sumarstarfa í Reykjanesbæ. Annars vegar var um að ræða þátttöku í úrræði stjórnvalda um sumarstörf fyrir námsmenn en auk þess var öllum ungmennum fæddum árið 2003 og yngri boðin vinna við Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, fór yfir skýrslu vegna sumarátaksverkefnis á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Í fundargerð segir

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

að það sé skemmst frá því að segja að öllum þeim ungmennum sem uppfylltu skilyrði þessara tveggja úrræða og sóttu um starf hjá Reykjanesbæ í sumar bauðst að starfa hjá bænum.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Samanlagður fjöldi ungmenna í störfum á vegum Reykjanesbæjar var 958 í júlí, þar af voru 235 námsmenn í sumarstörfum og 723 í vinnuskóla eða sérstökum garðyrkjuhópi á vegum umhverfismiðstöðvar. Þetta er mikil aukning frá árinu 2019 en þá voru 446 ungmenni að störfum hjá Reykjanesbæ.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Lokun landamæra, aukið atvinnuleysi „Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun,“ segir í álykktun stjórnar Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi. „Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að í raun og veru séu það Íslendingar sem eru líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið, heldur getum við búist við smitum af og til á meðan faraldurinn geysar á heimsvísu. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að loka fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Eftir gjaldþrot WOW Air og í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið hér á Suðurnesjum eins og fréttir undanfarinna daga sýna og telur stjórn SAR að botninum sé ekki náð. Með ákvörðun ríkistjórnarinnar fyrir tæpum tveimur vikum síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af, allavega tímabundið með auknu atvinnuleysi og Stjórn SAR skorar á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum án tafar til að auðvelda erlendum ferðamönnum að heimsækja Ísland og um leið takmarka efnahagsleg áhrif veirunnar.“ Samþykkt á stjórnarfundi SAR 31. ágúst 2020.


Sjónmælingar eru okkar fag

Tímapantanir í síma: 4213811

Ljósanótt

Á tímum Covid-19 lengjum við afsláttartímabilið til að forðast að fjöldi komi saman í einu í versluninni.

Hefst 17. ágúst og lýkur 5. september.

30% afsláttur

af öllum

vörum

*

*Afsláttur gildir ekki af tilboðsvöru.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Herbergjanýting dróst saman um tæp 60% á Suðurnesjum Herbergjanýting á hótelum á Suðurnesjum dróst saman um tæp 60% í júlímánuði ef miðað er við sama tíma í fyrra. Herbergjanýting á hótelum á Íslandi í júlí var 46,7% og dróst saman um 34% frá því í fyrra. Nýtingin var lægst á Suðurnesjum (29,1%) en hæst á Austurlandi (73,3%). Markaðsstofa Reykjaness greinir frá þessu og vísar í samantekt frá Hagstofunni.

Reyklaus september

20% afsláttur af Nicorette í Reykjanesapóteki Saman hugum við að heilsunni

Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júlí síðastliðnum dróst saman um 57% samanborið við júlí 2019 ... Í júlí á síðasta ári var nýtingin hæst á landsvísu á Suðurnesjum, eða 88%. Nú lækkaði hún hins vegar um 59,4% sem er langsamlega lægst á landsvísu. Höfuðborgarsvæðið mátti þola 45,5% samdrátt í nýtingu gistinátta og kemur þar næst á eftir Suðurnesjum. Tölurnar sýna að Íslendingar voru á faraldsfæti í sumar og voru Austurland og Norðurland vinsæl meðal landsmanna en á báðum landssvæðum dregst gisting saman um aðeins tæp 8%. „Við lesum þannig í tölurnar að erlendir aðilar séu okkar helstu gestir á Reykjanesi og þeir voru einfaldlega ekki til staðar í sumar. Íslendingar sömuleiðis virðast ekki sækja hingað til þess að gista í sama mæli og annars staðar á landinu,“ segir Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júlí síðastliðnum dróst saman um 57% samanborið við júlí 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 56%, um 51% á gistiheimilum og um 49% á öðrum tegundum skráðra gististaða (tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.). Samkvæmt áætlun sem byggir á landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofunnar var enn fremur 87% fækkun á gistinóttum erlendra ferðamanna á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður.


GOTT VERÐ alla daga 499 kr/stk

159 kr/pk

Flatkökur HP

SS lifrarkæfa 180 gr

2.519 kr/kg

119 kr/stk

Kókómjólk ¼ ltr

Kjúklingabringur

429 kr/stk

854 kr/pk

Morgundögg frá Kaffitár Malað, 400 gr

KEA vanilluskyr 500 gr

Opnunartími Borgarbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Byggðaveg: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Finndu Krambúðina á Facebook.com/krambudin Krambúðirnar eru 21 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðir, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Viðruðu Buster sem fann kannabis Þegar verið var að viðra leitarhund lögreglunnar á Suðurnesjum, Buster, um helgina á vegslóða við Reykjanesbraut vakti hann athygli lögreglumanns á bifreið sem stóð kyrrstæð á slóðanum. Buster merkti álpappír við bifreiðina og svo hana sjálfa. Ökumaður hennar var ekki par hrifin af afskiptunum enda kom í ljós að hann var með kannabisefni í vörslum sínum. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð.

Með hnúajárn og kylfu Annar ökumaður sem lögregla tók úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist jafnframt vera með fíkniefni, vopn og þýfi í bifreiðinni. Um var að ræða hnúajárn og kylfu annars vegar og m.a. tvö rafmagnshlaupahjól, tölvu og ipad hins vegar. Í ljós kom að tölvan er úr innbroti sem framið var fyrr á árinu.

Brotist inn í gáma Tilkynnt var um að brotist hefði verið inn í fjóra gáma á byggingarsvæði í Njarðvík á mánudag. Ekki er ljós hvort eða þá hve miklu var stolið úr þeim.

Fylgdu Google Maps út í móa Erlent par hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum á mánudagsmorgun og sagði farir sínar ekki sléttar. Þau höfðu ætlað til Reykjavíkur en settu ranga staðarákvörðun inn í „Google Maps.“ Þau voru komin langt út fyrir Innri – Njarðvík þegar þau höfðu samband og þar að auki búin að festa bílinn. Lögregla kom þeim til aðstoðar og fylgdi þeim að afleggjaranum að Reykjanesbraut. Héldu þau svo leiðar sinnar áleiðis til Reykjavíkur.

Ölvaður ók á staur Ökumaður sem ók niður ljósastaur á Reykjanesbraut um helgina játaði ölvunarakstur. Hann slapp við meiri háttar meiðsl en bifreiðina sem hann ók varð að fjarlægja með dráttarbifreið. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og mældist sá sem hraðast ók á 145 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Fáeinir voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.

Buster lætur ekki smá göngutúr trufla sig við vinnuna og þefar uppi allt það sem misjafnt er.

Teknir með mikið magn lyfja Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn eftir að tollgæslan hafði fundið umtalsvert magn af lyfjum í fórum þeirra. Mennirnir voru að koma frá Alicante. Annar þeirra hafði sett aðskotahlut upp á gegnumlýsingarvél í tollsal þegar farangur hans var gegnumlýstur. Aðspurður sagði hann tollvörðum að um væri að ræða oxycontin – töflur. Auk þess var hann með um 300 töflur af mismunandi gerðum, til dæmis róandi lyf og flogaveikilyf, í fórum sínum. Hinn maðurinn var með nær 300 töflur, þar á meðal verkjalyf. Lögregla haldlagði lyfin. Þá hefur lögregla haldlagt nokkuð af fíkniefnum þar sem komu við sögu fjórir einstaklingar í jafnmörgum málum. Þar var um að ræða kannabisefni og meint amfetamín. Enn fremur voru höfð afskipti af konu sem staðin var að landabruggun. Hún var með þrjár tunnur af landa svo og bruggtæki á heimili sínu. Skýrsla var tekin af henni og vökvinn og tækin voru haldlögð.

Nokkuð um óhöpp og slys Nokkuð hefur verið um slys og óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Karlmaður sem var á mótorcross hjóli sínu á Sólbrekkubraut fékk hjólið ofan á sig í einu stökkinu og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sjúkrabifreið. Umferðarslys varð á Njarðarbraut við Grænásveg þegar bifreið var ekið aftan á aðra kyrrstæða. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á HSS. Þá hafnaði bifreið utan vegar á Garðvegi þegar ökumaður reyndi að beygja fram hjá fuglum á akbrautinni. Hann og farþegi sem var í bílnum sluppu ómeiddir. Árekstur varð einnig þegar vörubifreið og fólksbifreið skullu saman á gatnamótum í Njarðvík. Ökumaður síðarnefndu fann fyrir eymslum eftir áreksturinn og voru báðar bifreiðirnar óökufærar. Kona var svo flutt með sjúkrabifreið á HSS eftir að hafa fallið niður stiga. Hún slasaðist en ekki er vitað um líðan hennar.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á


Víkurfréttir í áskrift!

... og þú færð þær inn

Verð frá 3.890 kr/m

án

um lúguna

Sjá nánar á síðu 23

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek

Miðvikudagur 2. sep

og 15 stjónvarpsstöðv ar innifaldar

teMber 2020 // 33.

Fresta því að verða fimmtug!

tbl. // 41. árg.

Árgangur 1970 hittis t á hátíðarsvæðinu. - sjá síðu 6

Guðlaugur og fjölskylda í Wales

FÁÐU VÍKURFRÉTTIR 24

í áskrift! 16-17

Fyrsta brugghúsið á Suðurnesjum

Sportið

SIGVALDI ARNAR LÁR US

SON

Heimakær kántríbolti með veiðidellu á háu stigi Fyrir 3.500 kr.

12-13

Vegan-kleinuhringir og súrdeigsbrauð á mánuði færðu Víkurfréttir bornar heim til þín 18-19

meðal nýjunga í 25 ára Hérastubbi

MANNLÍFIÐ

ARNAR DÓR og losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NET með nýtt lag TÓ! -40%

Pantaðu áskrift með tölvupósti á vf@vf.is -50% 1.150 1.559 1.7og 21 93 símanúmer Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

Lægra verð - léttari innk aup

Kalkúnabringur

KR/KG ÁÐUR: 2.599 KR/KG

-41%

Kalkúnasneiðar

KR/KG ÁÐUR: 3.039 KR/KG

Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka Tilboðin gilda 3.—6. sept

ember

Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.

Blaðið verður áfram aðgengilegt ókeypis í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni. Einnig á öðrum völdum stöðum og rafrænt á vf.is


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Skáldið og biskupsdóttir“ Alexöndru sigraði í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu Alexandra Chernyshova varð í fyrsta sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni eftir Isaak Dunajevskiyi í Moskvu fyrir tónsmíði sína á fjórtán lögum fyrir rödd og píanó úr íslensku óperunni „Skáldið og biskupsdóttirin“. Óperan er um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, ljóð eftir Hallgrím Pétursson, Rúnar Kristjánsson, Guðnýju frá Klömbrum, Daða Halldórsson og þjóðvísur frá þrettándu öld. Óperan var frumsýnd í konsertuppfærslu í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði árið 2014 við góðar undirtektir. Óperan var flutt síðasta sumar á tónleikum „Russian Souvenir: Introducing Iceland“ í Kamenoostrovskiy-kastala í Petursborg. Árið 2018 var hún flutt í einum virtasta og elsta tónlistarháskóla Kænugarðs, R. Glier tónlistarháskólanum. Kænugarður er einnig heimabær Alexöndru og þetta er einn af skólunum sem hún stundaði tónlistarnám í, uppfærsla var í tilefni af 150 ára afmæli háskólans. Óperan var þýdd og sungin á úkraínsku með hljómsveit, kór og einsöngvurum. Áður hafði óperan verið kynnt í einum virtasta skóla Moskvu,

Gnessin tónlistarakademíunni, og sungin á íslensku. Á þessu ári tók Alexandra þátt í World Folk Vision keppni með lagið Ave María úr óperunni „Skáldið og biskupsdóttirin“ í flutningi Alexöndru, lagið komst inn á topp tíu. Árið 2019 varð Alexandra Chernyshova í öðru sæti í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu fyrir tónsmíði sína á óperuballettinum „Ævintýrið um norðurljósin“ en óperan var þýdd yfir á rússnesku. Óperan var frumsýnd á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu fyrir einu og hálfri ári. Að verkinu komu fjölmargir einsöngvarar, tveir barnakórar

ásamt skólakór Stóru-Vogaskóla, ballettskóla Eddu Scheving og sextán manna kammerhljómsveit. Þetta er í fyrsta sinn sem Alexandra vinnur fyrsta sæti í tónsmíði og sigrar á alþjóðalega vísu í Moskvu, einni af stærstu höfuðborgum heims fyrir klassíska tónlist, sem eiga tónskáld eins og Pjotr Tchaikovskiy, Sergei Rachmaninov, Rimskiy - Korsakov, Sergei Prokofiev, Dmitry Shostakovich og fleiri.

Tónlistarmenningarbrú Íslands og Rússlands Árið 2016 stofnaði Alexandra tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, verkefni sem heitir „Russian Souvenir“. Alexandra hefur stjórnað þessu verkefni frá upphafi, verið listrænn stjórnandi og þátttakandi í öllum tónleikunum. Í febrúar á þessu ári voru Tónleikarnir Russian Souvenir: Alexander Pushkin í Kaldalóni, Hörpu. Þetta voru tónleikar númer tuttugu og sjö í þessari verkefnaröð. Russian Souvenir er tileinkað menningarfjársjóði rússneskrar og íslenskrar tónlistar og tónskálda. Þegar um er að ræða tónleika á Íslandi er áhersla lögð á rússneska tónlist og tónskáld og öfugt þegar um tónleika er að ræða í Rússlandi. Fjölmargir íslenskir og rússneskir tónlistarmenn hafa tekið þátt í þessu verkefni og með þeim hætti kynnt menningu síns lands fyrir áhorfendum bæði á Íslandi og í Rússlandi.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Arnar Dór sendir frá sér Carolyn

Arnar Dór

Söngvarinn Arnar Dór hefur sent frá sér lagið Carolyn. Lagið er eftir Gunnar Inga Guðmundsson við texta eftir Erin Brassfiled Bourke. Það er svo Helgi Hannesson sem annast píanóleik.

Lagið var til þegar Gunnar Ingi var við nám í Songwriting í Berklee College of Music í Boston í Bandaríkjunum veturinn 2017 og var lagið eitt af skilaverkefnum vetrarins í því námi. Eftir að námi lauk fór lagið bara niður í skúffu. Í september á síðasta ári hafði Gunnar Ingi samband við æskufélaga sinn, Arnar Dór, og bauð honum lagið. Arnar Dór féll strax fyrir laginu og var til í slaginn. Gunnar Ingi fékk til liðs við sig bandaríska textahöfundinn Erin Brassfiled Bourke en saman skipa þau höfundateymið Second Hour og er lagið Carolyn fyrsta lag og texti sem þau gera fyrir Arnar Dór. Fleiri lög eru væntanleg frá höfundateyminu í Second Hour. „Pælingin var að hafa strengjasveit, raddanir og stóra útsetningu en útkoman var einföld útsetning í píanó/popp-stíl. Bróðir Arnar, Helgi Már Hannesson, sá svo um píanóleik,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Víkurfréttir.

Gunnar Ingi Upptökur á laginu hófust í febrúar sl. en vegna Covid-19 var gert hlé og kláruðust upptökur svo í byrjun júni. Það var Svenni Björgvins sem sá um upptökur á laginu. Arnar Dór er silfurverðlaunahafi í The Voice Ísland og er einnig í hljómsveitinni Draumar. Lagið er komið á Spotify og hefur fengið mjög góðar viðtökur víða um heim og er komið í um 25.000 þúsund hlustanir.

Smelltu hér til að hlusta á Carolyn með Arnari Dór á Spotify

Heil og sæl Suðurnes ... ... þar sem Ljósanótt fellur niður þetta árið, ætlum við hjá Sprell að hafa litla útgáfu af Ljósanætursprelli í Skrúðgarðinum ... Að sjálfsögðu verður öllum reglum um sóttvarnir fylgt:

Föstudag 16 – 20 Laugardag 12 – 20 .. Frábær tilboð í boði.

Tveggja metra reglan virt! Sóttvarnir við öll tæki! Virðum náungann!


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimmtugsafmælinu

Þeir sem eru 50 ára á árinu eru afmælisárgangurinn sem er í aðalhlutverki í árgangagöngunni á Ljósanótt. Nú er hins vegar engin Ljósanótt og gangan verður ekki farin fyrr en að ári. Hvað gerir 50 ára árgangurinn þá? Víkurfréttir hittu fyrir hóp ungmenna úr þessum árgangi 1970 á hátíðarsvæðinu á Bakkalág í Keflavík í vikunni. Bylgja Sverrisdóttir og Rúnar Inga Hannah eru í undirbúningshópi árgangsins. Það lá því beinast við að spyrja hvað eigi að gera á um Ljósanæturhelgina fyrst engin verði hátíðin? „Ætli við verðum ekki bara heima með fjölskyldunni og látum þetta bara bíða til betri tíma. Við ætlum að seinka því um eitt ár að verða fimmtug, verðum bara 49 ára í eitt ár í viðbót eins og ein góð sagði í árganginum,“ segir Bylgja í samtali við blaðamann. – Rúnar, hvað segir þú um þetta? „Við erum bara fólkið sem eldist ekki neitt. Þetta er rosalega skrítið. Við ætluðum að vera svo flott á því og byrjuðum að undirbúa okkur í október í fyrra. Við fengum afrit af dagskrá árgangsins sem varð fimmtudur í fyrra og ætluðum að hafa þetta

ljúft og á sömu nótum. Það var allt tilbúið hjá okkur en svo bara öllu aflýst í upphafi ágústmánaðar. Þetta er mjög skrítin tilfinning. Það átti að vera gott partý þar sem við ætluðum að hittast og borða saman á föstudeginum. Það var búið að panta diskótek og ýmislegt fyrir það og fjörið átti að vera á föstudeginum. Svo átti að hittast í hádeginu á laugardegi og borða saman áður en farið væri í árgangagönguna eins og lög gera ráð fyrir og fara hingað á hátíðarsvæðið og skemmta okkur með öllum. Það bíður betri tíma.“

– Árgangagangan hefur verið einn af föstu liðunum á Ljósanótt síðustu ár þar sem allir hittast og hafa gaman. Ljósanótt er ein af stærstu bæjarhátíðum landsins og svo er allt í einu skrúfað fyrir allt. Þetta eru skrítnir tímar, Bylgja. „Já, þetta eru skrítnir tímar en við bjuggumst við þessu. Það hefur þurft að fresta svo mörgu síðustu vikur og mánuði. En það kemur önnur Ljósanótt, það er ekki spurning. Það er verst með árganginn undir okkur, sem eru fædd 1971. Við í árgangi 1970 vorum svo erfiður árgangur í Keflavík og það bitnaði svolítið á 71-árganginum. Því


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

frestað til næsta árs

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta miður fyrir þau á næsta ári, því við þurfum að fá að vera til hliðar,“ segir Bylgja. „Aumingja þau,“ segir Rúnar og segir að árgangurinn hafi ætlað að koma inn með trompi og mikið hafi verið lagt í að hafa sem flesta fædda 1970 á svæðinu. Þannig var búið að bjóða öllum sem eru fæddir 1970 að taka þátt í fjörinu, þó svo þau hafi ekki gengið sína grunnskólagöngu í Keflavík eða Njarðvík. Það var búið að kalla saman hóp yfir 160 einstaklinga og rúmlega 100 höfðu boðað komu sína á Ljósanótt í ár. En það verður enginn hittingur í ár hjá árgangi 1970 en búast má við því að hann láti mikið fyrir sér fara að ári. Þegar Rúnar er spurður hvað hann ætli að gera um helgina, þá kemur í ljós að hún verður óhefðbundin. Hann sé að skipta um

parket á íbúðinni sinni og verði örugglega að rífa upp gamalt parket alla helgina. Bylgja ætlar ekki að rífa parket, en á von á því að fjölskyldan hittist og grilli í tilefni Ljósanætur sem ekki varð. Bylgja starfar sem hárgreiðslukona og þarf að nota grímu við sín störf. Hún segir það mjög erfitt og úthaldið er minni þegar það þarf að anda í gegnum grímuna allan daginn. „Maður leggur þetta á sig og þetta er betra en að þurfa að loka eins og þurfti að gera í mars og arpíl.“ Rúnar starfar í flugstöðinni og þar er staðan ekki góð eins og heyra hefur mátt af fréttum síðustu daga. „Það er mjög rólegt í flugstöðinni. Þegar maður hefur labbað um flugstöðina í mörg ár þegar mikið er að gera þá er ástandið núna skrítið og liggur

við að maður verði þunglyndur á að labba um stöðina þegar ekkert er að gera og maður getur talið bílana á bílastæðinu þegar þeir eru innan við tíu. En ég er viss um það að þegar það kemur GO á allt, þá verðum við fljót að koma til baka. Við erum með sterkan hóp hér fyrir sunnan og vonandi koma þau sem fyrst í vinnu og við getum farið að taka á móti ferðamönnum að nýju,“ segir Rúnar. „Ísland er fallegt land og það er ekkert að fara að breytast. Um leið og fólk fer að ferðast, þá held ég að það komi til okkar.“ Þau Bylgja og Rúnar leggja áherslu á samstöðu, að allir standi saman og þá komumst við í gegnum þennan skafl sem nú er til vandræða.

Árgangur 1970 mætti á hátíðarsvæði Ljósa­nætur í Reykjanesbæ í vikunni, þrátt fyrir að engin verði Ljósanóttin í ár. Allt fyrir mynd í Víkurfréttir :-)


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ert þú með? önnur íþróttafélög og tómstundahreyfinguna inn í verkefnið. Þau munu jafnframt stýra spennandi kynningum á öllu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu sem munu ekki fara framhjá neinum þegar þar að kemur.

Vel undirbúið samfélagsverkefni

Er vellíðan grundvallarmarkmið alls þess sem við gerum? Við viljum vissulega að öllum líði vel. Við trúum því að við komum vel fram við aðra þegar okkur sjálfum líður vel og við höfum heyrt að hamingjan sé fólgin í núinu – það að líða vel í eigin skinni á akkúrat þessari stundu. Hvað getum við gert til þess að öllum líði vel?

Reykjanesbær fékk hugmynd! Nú er unnið að risastóru samfélagsverkefni með það að markmiði að allir passa upp á alla og að allir hafi jöfn tækifæri til þess að tilheyra samfélaginu. Í verkefninu einblínum við á alla en horfum líka sérstaklega til þeirra sem reynist það meiri áskorun að taka þátt en öðrum. Við leggjum sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna og börn sem ekki eru nú þegar í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Félagsmálaráðuneytið veitti Reykjanesbæ veglegan styrk í upphafi þessa árs til þess að huga að vellíðan barna, jákvæðum samskiptum þeirra og sterkri félagsfærni. Það skyldi gert með áherslu á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi því allt bendir til

þess að samfélagsleg virkni leiði til betri líðan, jákvæðari samskipta, sterkari félagsfærni og þess að fólk sé hluti af samfélagsheildinni.

Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn Svo markmiðin nái fram að ganga þurfa allir að vera með. Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn. Reykjanesbær ætlar nú að styðja og styrkja þetta þorp. KVAN er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í því að styðja fólk til að ná að virkja það sem í þeim býr og veita þeim aðgengi að styrkleikum sínum. KVAN hefur unnið mikið með vináttuþjálfun barna og fjallað um mikilvægi þess að tilheyra samfélaginu. Einmitt þess vegna eru þau réttu aðilarnir til þess að fræða, þjálfa og mennta alla sem koma að barnastarfi í Reykjanesbæ. Þau munu veita umsjónarkennurum á miðstigi hagnýtt námskeið, einnig kenn-

urum í íslensku sem annað mál og forstöðumönnum frístundaheimila. Þau munu standa fyrir vinnustofum fyrir alla sem koma að barnastarfi í sveitarfélaginu, sama hvort um sé að ræða danskennara, skátaforingja, barnaverndarstarfsmann eða skólaliða og allt þar á milli. Í samvinnu við Sölku Sól Eyfeld munu þau jafnframt leiða fræðslu og þjálfun fyrir jafningjafræðslu sem miðuð er að nemendum 9. bekkjar. Þar að auki munu þau halda nokkra fyrirlestra fyrir starfsmenn sveitarfélagsins og félag foreldrafélaga í Reykjanesbæ. Meginmarkmið ungmennafélaga er ræktun lýðs og lands. Bætt lýðheilsa, betri einstaklingar, betri félög og betra samfélag. Það lá því beint við að fá ungmennafélögin tvö, Keflavík og Njarðvík, til þess að leiða verkefnið áfram. Ungmennafélögin munu verkefnastýra starfinu í vetur, halda utan um allar upplýsingar og tengja

Þetta stóra samfélagsverkefni hefur verið vel undirbúið og er það von Reykjanesbæjar að markmiðin nái fram að ganga. Eina leiðin til þess að svo megi verða er að allir séu með í „Það er ábyrgð okkar allra að huga vel að okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru“. Þess vegna hefur Reykjanesbær gert sáttmála sem íbúar eru hvattir til þess að gerast aðili að á vefsíðu Reykjanesbæjar. Sáttmálinn snýr að því að við einsetjum okkur að sýna hlýlegt viðmót og alúð gagnvart öllu okkar samferðafólki. Við ættum að láta okkur varða um öll börn og huga sérstaklega að þeim sem reynist það meiri áskorun að taka þátt í samfélaginu en öðrum. Sýnum hlýlegt viðmót, hugum að fólkinu í kringum okkur af alúð og verum með í Látum okkur líða vel. Verið velkomin í ALLIR MEÐ! Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjöl­menningarmála og verkefnastjóri. Í stýrihópnum eru jafnframt: Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufræðingur. Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli. Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi. María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar.


Vellíðan barna er okkur mikilvæg og við trúum því að vinátta og sterk félagstengsl vaxi í gegnum leik og jákvæð samskipti. Reykjanesbær hefur því hleypt af stokkunum viðamiklu samfélagsverkefni undir heitinu „Allir með“. Lagt er upp með að öll börn séu í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að allir sem starfi með börnum vinni að vellíðan þeirra með skipulögðum hætti.

BOÐ UM ÞÁTTTÖKU Stöndum saman og skrifum undir Allir með sáttmálann Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn! Svo markmið verkefnisins nái fram að ganga þurfa allir að vera með í Allir með! Það er ábyrgð okkar allra að huga vel að okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru. Reykjanesbær býður hér með öllum íbúum að gerast þátttakandi í verkefninu með því að gerast aðilar að Allir með! sáttmálunum.

Með aðild að sáttmálanum einsetjum við okkur að leggja áherslu á hlýlegt viðmót og alúð gagnvart fjölskyldu, vinum, samstarfsfélögum, nágrönnum og öðru samferðafólki óháð kyni, aldri, uppruna, fötlun, kynhneigð, skoðunum eða trúarbrögðum. Það er mikilvægt að okkur líði öllum vel og að við séum öll hluti af samfélagsheildinni.

Með því að skrifa undir Allir með sáttmálann einsetur fólk sér að leggja sig sérstaklega fram um að: • • • • •

Bera virðingu fyrir fólki og taka tillit til annarra. Einblína á það jákvæða og góða í samferðafólki sínu. Styðja sérstaklega þá sem reynist það meiri áskorun en öðrum að taka þátt í samfélaginu. Láta sig aðra varða og gefa þeim tækifæri til þess að vera hluti af samfélagsheildinni. Rækta jákvæð tengsl við fjölskyldu, vini, samstarfsfólk og nágranna og stuðla þannig að eigin hamingju og vellíðan, sem og annarra.

Hægt er að skrifa undir Allir með sáttmálann á vefsíðu Reykjanesbæjar

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook og reykjanesbaer.is


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vegan-kleinuhringir Vegan-kleinuhringir og súrdeigs súrdeigsbrauð brauð meðal nýjunga í 25 ára Hérastubbi

Þetta er bara alveg frábært. Hún mætir með margar hugmyndir að nýjum vörum og við höfum verið að spreyta okkur í ýmsu sem hefur gengið vel ...

Bakaradóttirin leiðir Hérastubb áfram veginn með mörgum nýjungum. Forfallnir Arsenal-aðdáendur og eiga ársmiða á heimavöll liðsins.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

„Það er búið að vera brjálað að gera í Covid og hér hafa stundum myndast raðir langt út úr bakaríinu. Svo höfum við líka verið að gera ýmsar nýjungar sem hafa orðið mjög vinsælar, meðal annars vegan-kleinuhringi og -snúða og fleira vegan-bakkelsi,“ segir Sigurður Enoksson, bakari og eigandi Hérastubbs bakarísins í Grindavík. Siggi bakari er ekki einn í bakarínu en hann stofnaði það með föður sínum fyrir aldarfjórðungi, eða árið 1995, og segist hafa lent í tveimur niðursveiflum á þessum árum en staðið þær af sér. Grindvíkingar hafa verið góðir viðskiptavinir og Siggi og bakarafjölskyldan baka gott bakkelsi. Dóttir hans,

Hrafnhildur Kroknes, útskrifaðist sem bakari árið 2014 og síðan sem konditor 2017 og súkkulaðimeistari eftir framhaldsnám í Danmörku 2019. Hún byrjaði snemma að venja komur sínar í Hérastubb og fór fljótlega að afgreiða sem ung skólastelpa. Bakarinn blundaði greinilega í blóðinu á stelpunni og

hún er núna á fullu alla daga í bakarínu með föður sínum og tveimur bræðrum. Sannkölluð bakarafjölskylda.

Nýjungar með unga fólkinu Hrafnhildur hefur verið dugleg að mæta með nýjungar og hún segir það skemmtilegt. Faðir hennar tekur sannarlega undir það og er ánægður með stúlkuna sem hefur til að mynda verið dugleg að baka súrdeigsbrauð sem eru vinsæl um þessar mundir. Þá hefur hún líka verið dugleg að baka ýmislegt bakkelsi í vegan en þá eru ekki notaðar mjólkurvörur eða afurðir úr dýraríkinu. „Vegan-verslun í Reykjavík hafði samband og við sendum þeim reglulega vegan-bakkelsi frá okkur sem hefur fengið skemmtilegar móttökur. Þá höfum verið dugleg að baka og gera ýmislegt í veislur eins og pítubrauð, lítlar pítsur og margvíslegur pinnamatur, það hafa verið vinsælar vörur sem og veislutertur sem Hrafnhildur hefur sérhæft sig svolítið í. Hún er orðin hámenntuð stúlkan og kann ýmislegt,“ segir Sigurður Hérastubbur glaður með dótturina og bætir því við að bakaríið eigi orðið viðskipavini langt út fyrir Grindavík.

Suðurnesjamenn og fólk frá höfuðborgarsvæðin lætur sig ekki muna að renna í Grindavík eftir góðu bakkelsi. Hrafnhildur segir að hún hafi fengið bakarann í æð þegar hún var í áttund bekk en þá fór hún að vinna í afgreiðslunni í Hérastubbi. Var þar þangað til hún kláraði tíunda bekk en þá fór hún í bakaranám í Menntaskólanum í Kópavogi og á samning hjá föður sínum. „Jú, það var lítið mál að semja við pabba,“ segir hún aðspurð en núna, nokkrum árum eftir bakaranám og framhaldsnám í Danmörku í konditorí og súkkulaðigerð, leiðir hún nýjungar í bakaríinu. Siggi faðir hennar er alsæll með það. „Þetta er bara alveg frábært. Hún mætir með margar hugmyndir að nýjum vörum og við höfum verið að spreyta okkur í ýmsu sem hefur gengið vel.“

Súrdeigið er hollara „Fyrst sjá ég bara kökur en hef líka fært mig yfir í brauðið og er mjög áhugasöm um súrdeigsbrauð. Þau eru mjög vinsæl hjá mörgum en þau henta betur þeim sem eru með geróþol. Það fer betur í magann á manni,“ segir unga konan. Meðal nýjunga eru Naan-súrdeigsbrauð sem eru í boði á þriðjudögum – en svo eru margar þekktar vörur í bakarínu líka orðnar til í vegan, þar má nefna snúða, kleinuhringi, rúnstykki og nýjasta tilraunin er í vínarbrauðum. Feðginin sögðu að það hefði verið áskorun en vegan-vínarbrauð er frábært með Feðginin saman við alls kyns kræsingar sem eru á boðstólum hjá Hérastubbi bakara.

Páll Ketilsson pket@vf.is


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hrafnhildur er alger meistari þegar kemur að bakaralistinni, hún hefur útbúið fjölmargar vegan-uppskriftir að gómsætu bakkelsi.

Núna er Þristakakan og saltkaramellukakan vinsælar en svo bökum við líka mjög oft marsipan­tertu með jarðarberjafyllingu. Svo prófuðum við nýja blöndu með jarðarberjum, kókosbollu og vanillurjóma og hún hefur fengið góðar móttökur ...

biðjum því viðskiptavini um að panta tímanlega hjá okkur ef þau vilja fá sitt bakkelsi á ákveðnum degi,“ segir Siggi.

góðum kaffibolla að sögn Sigurðar en bætir því við að það sé samt misskilningur að vegan-vörur séu eitthvað hollari, þar sé t.d. sykur. Hrafnhildur dregur fram „Brownies“-kökur sem innihalda í hefðbundinni uppskrift talsvert af smjöri og eggjum. „Ég þurfti nokkrar tilraunir til að finna réttu vegan-uppskriftina en það tókst mjög vel.“

Sigurður segir að vegna margra nýjunga sem þau séu að bjóða upp á þá sé plássið stundum of lítið í bakaríinu. Því þurfi að huga að því og skipuleggja vinnuna því ekki sé hægt að bjóða upp á allt alla daga. „Hrafnhildur, varstu búinn að sýna honum töfluna okkar? Sjáðu, hér sérðu pantanir næstu vikuna. Svona er þetta. Ánægjulegt en við þurfum að vera skipulögð og

– En þið hafið verið að framleiða vegan-vörur fyrir verslun í Reykjavík? Sigurður jánkar því og segir að það hafi gerst í framhaldi af því að viðskiptavinur hafi prófað veganvörur hjá þeim og hann hafi látið verslunina vita. Í framhaldi af því hefur Hérastubbur bakað veganvörur og sendir búðinni í borginni þrisvar sinnum í viku. „Bakkelsið er með límmiðum frá Hérastubbi því það þarf að vera innihaldslýsing á öllum vegan-vörum,“ segir Siggi. Hrafnhildur segir að það berist mikið af sérpöntunum og þá meira í tertum. „Núna er Þristakakan og saltkaramellukakan vinsælar en svo bökum við líka mjög oft marsipan­tertu með jarðarberjafyllingu. Svo prófuðum við nýja blöndu með jarðarberjum, kókosbollu og vanillurjóma og hún hefur fengið góðar móttökur. Við erum hér til að þjónusta fólk og hvetjum fólk til að panta t.d. deginum áður,“ segir bakaradóttirin með brosi á vöru og jánkar spurningu blaðamanns um það hvort þau baki eitthvað gamaldags eins og franskbrauð. Pabbi hennar svarar þessu nokkuð ákveðið líka og kinkar kolli. „Jú, við erum í þessu hefðbundna og sumir segja gamaldags brauðum og kökum að sjálfsögðu líka. Ég get bætt normalbrauðinu við í þá umræðu. Það er svakalega gott hjá okkur. Já og gömlu formkökurnar, sandkaka, jólakaka og möndlukaka. Við eigum dyggan viðskiptavin, eldri mann í Vogum sem pantar svona reglulega,“ segir hann.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Vegan-snúðarnir eru sannkallað lostæti.

Bakari – ekki leikari

Arsenal og Grindavík

Nafnið á bakaríinu er dregið út úr samnefndu leikriti um Hérastubb en Siggi bakari lét hugann jafnvel reika í að verða leikari þegar hann var yngri. Úr því varð ekki. Bakari skyldi strákur verða. Hérastubbur er opinn alla daga og fjölskyldan skiptist á að vinna um helgar. Fjöldi viðskiptavina utan Grindavíkur lætur sig ekki muna um að skjótast í bæinn og ná sér í súrdeigsbrauð eða vegankleinuhring með bleiku glassúri. Við fengum sögu af hvernig hægt var að gera glassúrið vegan. „Við tókum út rauðan matarlit og notum sólberjasaft í staðinn,“ sagði Hrafnhildur sem hefur þurft að hugsa margt upp á nýtt í bakaríinu. Í Grindavík hafa jarðskjálftar verið allt að því daglegt brauð og ótrúlegt en satt þá kom einn stærsti skjálfti ársins á meðan Víkurfréttamenn voru í heimsókn.

Í lok heimsóknarinnar fengum við að heyra að fjölskyldan væri

ekki bara í bakstri heldur séu þau öll forfallnir aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Arsenal, að Grindavík ógleymdu að sjálfsögðu. „Við eigum ársmiða á Emirates, heimavöll Arsenal, en höfum ekki farið síðustu mánuði út af Covid – en það koma dagar vonandi fljótlega. Við höfum hér heima stutt Grindvíkinga og Þrótt í Vogum og erum ánægð með það.“ Siggi segist hvergi vera hættur í bakarísrekstri og bætir því við að með nýju fólki fylgi breyttir tímar en hann hefur þurft að hafa sig allan við til að vera með dótturinni í hugmyndavinnunni. Það hafi þó gengið vel. Reynslan segi líka sitt. „Nýju fólki fylgja breyttir tímar en við fylgjum straumnum þar sem dóttirin leiðir okkur áfram veginn.“

„Jú, við erum í þessu hefðbundna og sumir segja gamaldags brauðum og kökum að sjálfsögðu líka. Ég get bætt normalbrauðinu við í þá umræðu. Það er svakalega gott hjá okkur ...

Hjá Hérastubbi er úrvallið gott og allir ættu að finna eitthvað ljúffengt við sitt hæfi.

Víkurfréttir í áskrift! ... og þú færð þær inn um lúguna

Fyrir 3.500 kr. á mánuði færðu Víkurfréttir bornar heim til þín og losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið Pantaðu áskrift með tölvupósti á vf@vf.is Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer

Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nemendur gengu 3.004 km. Göngu- og hjólastígurinn í Suðurnesjabæ opnaður formlega Nemendur Gerðaskóla og Sandgerðisskóla opnuðu formlega nýjan göngu- og hjólastíg á milli Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ í síðustu viku. Um er að ræða rétt rúmlega fjögurra kílómetra langan stíg sem er 2,5 metrar á breidd en framkvæmdir hafa staðið yfir allt þetta ár. Stígurinn er upplýstur með tæplega 100 ljósastaurum og samtals er malbikið sem fór á stíginn yfir 10.000 fermetrar. Nemendur skólanna vígðu stíginn með því að hlaupa eða ganga og mættust á miðri leið á móts við golfvöllinn að Kirkjubóli. Með reglulegu millibili var svo marglitu dufti kastað yfir skólafólkið í anda þess sem gert er í litahlaupinu. Samtals fóru nemendurnir 3.004,5 kílómetra. Nýi stígurinn er þegar orðinn mjög vinsæll og margir hafa nýtt hann til útivistar og heilsubótar í sumar, þó svo framkvæmdum hafi ekki verið lokið. Stígurinn

eykur líka öryggi gangandi vegfarenda til muna á leiðinni milli Garðs og Sandgerðis. Eins og fyrr segir eru rétt um hundrað ljósastaurar sem lýsa leiðina yfir heiðina og á nokkrum staurum eru skilti með upplýsingum um vegalengdir og hvatningarorðum til þeirra sem ferðast eftir stígnum. Það var verktakafyrirtækið Ellert Skúlason sem var aðalverktaki við lagningu stígsins.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Tjarnargötu 3 - sími 421-3855


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Rosmhvelingur, Nýlenda eða Steinuður Fyrsta brugghúsið stofnað á Suðurnesjum setur fimm bjóra á markaðinn. Nöfnin úr Suðurnesjasögunni. Skemmtileg viðbót í ferðaþjónustuflóruna á Suðurnesjum.

Páll Ketilsson pket@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

Markús, Davíð og Kristinn í Litla brugghúsinu.

Rosmhvelingur, Nýlenda eða Steinuður gætu orðið þekkt nöfn á Suðurnesjum og jafnvel víðar. Eigendur þeirra eru alla vega bjartsýnir og stefna á að koma þeim á Íslandsmarkað á næstu vikum. Við erum að tala um nýjar bjórtegundir bruggaðar á Suðurnesjum. Í fyrsta brugghúsi svæðisins. Fyrstu Suðurnesjabjórarnir! Nafnið á brugghúsið hafði lengi staðið í stofnendunum. Svo þegar þeir fjárfestu í húsi í Garðinum í Suðurnesjabæ kom það. Litla brugghúsið er í húsnæði sem Litla leikfélagið í Garðinum byrjaði að byggja fyrir margt löngu síðan. Stofnendurnir eru þrír, allir með tengingu í Garðinn og heita Davíð Ásgeirsson, Markús Arnar Finnbjörnsson og Kristinn Bergsson. Þeir Davíð og Markús fóru saman á kornsuðunámskeið árið 2016 sem konur þeirra gáfu þeim og ekki löngu seinna hittu þeir Kristinn sem er eins og þeir, mikill áhugamaður um bjór og bjórgerð. Hann sagðist ekki geta beðið lengur með að fara að framleiða bjór og eftir smá spjall smullu þremenningarnir saman og stofnuðu fyrirtækið.

Smullu saman „Við vorum búnir að sanka að okkur eitthvað af búnaði fyrir brugghús og byrjaðir að undirbúa þegar við hittum Kristinn á einhverri bjórhátíð,“ segja þeir Davíð og Markús og Kristinn segir að hann hafi bara heimtað að vera með. „Það er auðvitað svolítið skrýtið að fara í svona verkefni á tímum Covid en við vildum ekki bíða lengur,“ segir Kristinn sem

hafði verið í svipuðum pælingum og þeir og dundað sér við iðjuna í bílskúrnum.

Góður mjöður úr Garðinum Þar sem áhugafólk um leiklist í Garðinum hafði séð fyrir sér geymsluhúsnæði fyrir leikmuni og æfingapláss er nú snyrtileg

bjórgerð. Við komuna inn í Litlu bjórgerðina taka við manni bjórdælur á standi og auglýsingatafla þar sem sjá má nöfn fimm bjórtegunda sem eru á upphafslista félaganna. Kútar og fleiri tæki til bjórgerðar eru inni í húsinu. Allt bara nokkur snyrtilegt. Ekki mikil bjórlykt en smá. Auk fyrrnefndra nafna má sjá kunnugleg nöfn sem

tengjast svæðinu á töflunni, Nýlenda og Keilir en það síðasta er líka skemmtilegt; Gaurinn. Víkurfréttamenn fengu að smakka og félagarnir sötruðu aðeins líka. Dómnefnd Víkurfrétta gaf bjórunum góða einkunn. En hvernig velur maður bjórtegundir og hvað tekur þetta langan tíma?

Keilir uppseldur „Möguleikarnir eru margir og við erum búnir að setja Keilisbjórinn í prufukeyrslu á kránni Paddy’s í Keflavík. Honum var vel tekið sem var ánægjulegt og við kláruðum það sem við áttum af Keili. Næsta


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Þetta er kannski dýrt áhugamál. Við sjáum ekki fram á að verða ríkir af þessu. Við keyptum þetta hús og þá var hægt að byrja og það var í júníbyrjun í sumar. Það tekur um það bil tvær vikur að klára bruggun á einni tegund og við vonumst til að komast í vínbúðirnar fljótlega. Við erum einnig í tengingu við Bjórland sem er nýr aðili á markaðinum,“ segir Kristinn.

Suðurnesjanöfn á bjór Nöfnin á bjórunum eru áhugaverð og tengjast Garðinum og Suðurnesjum. Markús, Davíð og Kristinn lyfta glösum.

Möguleikarnir eru miklir og við erum búnir að setja Keilisbjórinn í prufukeyrslu á kránni Paddy’s í Keflavík. Honum var vel tekið sem var ánægjulegt ...

framleiðsla verður tilbúin eftir tvær vikur,“ segja þeir félagar og jánka því þegar þeir eru spurðir hvort þeir hafi ekki bara gúgglað bjórtegundir í upphafi. „Maður þarf bara að prófa sig áfram. Möguleikarnir eru endalausir. Jú, jú, við gúggluðum eitthvað fyrst og svo fengum við upplýsingar á korn-

suðunámskeiðinu. Það er mjög gaman að grúska í þessu en þetta er auðvitað bara áhugamál. Við erum allir í öðrum störfum,“ segja þeir Davíð og Markús sem voru búnir að skoða þetta í dágóðan tíma þar til þeir hittu Kristinn en þeir kappar eru allir Garðmenn með sterka tengingu í bæjarfélagið.

Nöfnin á bjórunum eru áhugaverð og tengjast Garðinum og Suðurnesjum. Þeir sögðust vilja halda uppi sögunni og tengingu við svæðið, fóru í bækur og lögðu svo hausinn í bleyti. Rosmhvalanes og Steinunn landnámskona fá sinn hvorn bjórinn, Rosmhveling og Steinuði. Nýlenda er þekkt bæjarheiti í Garði sem Kristinn tengist og svo er Keilir auðvitað þekktasta fjall Suðurnesja. Alvöru Suðurnesjafjall fær auðvitað sinn bjór. Gaurinn er fimmta nafnið og er út í loftið. Rosmhvelingur er ljós bjór og 4,5% en hinir eru yfir 5%, Keilir og Gaurinn 5,6%.

Stefna yfir þúsund lítra „Við erum með leyfi til að framleiða þúsund lítra á mánuði og stefnum að því að fara yfir það. Við stefnum að því að vera komnir með bjóra í sölu eftir um tvær vikur. Við erum bjartsýnir og höfum fengið viðbrögð frá fjölskyldumeðlimum og vinum sem hafa smakkað og verið að prófa með okkur. Litla brugghúsið verður vonandi skemmtileg viðbót í ferðaþjónustuflóruna á Suðurnesjum. Við eigum eftir að gera þetta húsnæði huggulegt þannig að fólk geti komið hingað og átt góða stund í bjór­smökkun en við munum líka bjóða upp á gott kaffi og einhverjar veitingar. Litla brugghúsið verður vonandi lítil ölstofa sem fólk vill koma í og eiga góða stund með vinum eða starfsfélögum,“ sögðu þeir þremenningar, Davíð, Markús og Kristinn.

Fyrstu Suðurnesjabjórarnir!


niður í helgunarsvæði vegar 520. Jafnframt þarf að færa til dæluhús ásamt búnaði suður fyrir veg. Tilboð ingi til fyrirtækjaskrár í nokkur ár Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa náð einna bestum árangri íslenskra þáttverða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 17. október 2013 kl. og síðasti birti ársreikningur Stjórn- takenda í Eurovision. 11.00. VB MYND/BJARNI EINARSSON arinnar er fyrir árið 2007. Þar kemReykjavíkurborg - akstur almenningsvagna ur fram að rekstrarafkoma félagsins Eignir stjórnarinnar í árslok ið fé því jákvætt um 1,2 milljónir. Reykjavíkurborg, fyrir hönd Strætó bs., óskar eftir tilboðum frá verktökum í akstur almenningsvagna á var neikvæð um tæpa 1,7 milljónir 2007 námu 2,5 milljónum króna Fjárhagsleg staða Stjórnarinnar starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Útboðið er á Evrópska efnahagssvæðinu. Þjónustuverkefnið felst í því að annast akstur á árunum 2014–2019 á króna, en var jákvæð um 981.000 og voru það einkum kröfur á við- var því ágæt í árslok 2007, en hef- auglýst almenningssamgöngum fyrir S.S.S., á leiðumÁ55SUÐURNESJUM og 88 í almenningsvagnakerfi semÁR Strætó VÍKURFRÉTTIR Í 40 // bs. 31hefur tekið að krónur árið 2006. Félagið greiddi skiptamenn, en engir fastafjár- ur líklega versnað frá þeim tíma sér að hafa umsjón með. Til þjónustuverkefnisins heyrir útvegun rekstrarvagna og fjármögnun þeirra ásamt fimmtudagur 2. apríl 2020 viðhaldi og rekstri. Akstur rekstrarvagna á vegum verktaka skal hefjast 5. janúar 2014 og lýkur 4. janúar engan skatt árið 2007, en tapaði 1,5 munir voru í félaginu. Skuldir miðað við hvernig komið er fyrir 2020. Tilboð verða opnuð þann 6. nóvember á skrifstofu S.s.s. kl. 14.00. milljónum króna. námu 1,3 milljónum króna og eig- félaginu núna. HLUTABRÉF HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK

hlutabréf 27

VERÐ BREYTING VELTA (M) HLUTABRÉF Hlutabréf HLUTABRÉF HLUTABRÉF HLUTABRÉF HLUTABRÉF HLUTABRÉF

NAFN

HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK Hlutabréfavísitala HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK HLUTABRÉFAVÍSITALA HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK

VIRÐI (M)

HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK

100.133 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 2.400 VERÐ BREYTING VELTA VIRÐI(M) (M) NAFN VELTA(M) (M) VERÐ BREYTING VIRÐI NAFN 21.484(M) Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% 98,74 VERÐ BREYTING VIRÐI (M) VERÐ BREYTING VIRÐI NAFN VELTA (M) NAFN VELTA (M) 100.133 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 VERÐ BREYTING VIRÐI (M) NAFN VELTA (M) 100.133 2.200 2.400 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 23.282 Eimskipafélag 124,50 -11,70% 52,00 100.133 2.400 100.133 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 ArionÍslands banki 1.007,4021.484 2.400 2.400 21.484 100.133 Eik fasteignafélag 6,2055,20 55,20-4,62% -4,62% 4,15% 4,15% 98,74 98,741.007,40 Eik fasteignafélag 6,20 Arion banki 2.400 2.000 VERÐ BREYTING VIRÐI (M) 2.200 8.389 2.200 NAFN (M) VIRÐI Sýn 28,30 12,97% 195,08 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% 98,74 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62%VELTA 98,74 VERÐ BREYTING (M) 23.282 23.282 NAFN VELTA (M) Eimskipafélag 124,50 -11,70% 52,00 Eimskipafélag Íslands 124,50 -11,70% 52,00 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% 98,74 2.200 100.133 Arion banki Íslands 55,20 4,15% 1.007,40 73.643 Brim 37,65 -0,92% 51,90 2.400 23.282 2.2002.200 Eimskipafélag 124,50 -11,70% 52,00 2.000 8.389 100.133 23.282 Sýn 28,30 12,97% 195,08 Arion bankiEimskipafélag 55,20 4,15% 1.007,40 1.800 2.000 8.389 Sýn 28,30 2.400 23.282 Eimskipafélag Íslands Íslands 124,50 124,5012,97% -11,70%-11,70% 195,08 52,00 52,00 57.027 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% 98,74 Hagar 47,00 1,08% 475,72 73.643 Brim 37,65 -0,92% 51,90 21.484 2.000 2.000 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% SýnBrim 28,30 12,97% 12,97%98,74 195,08 195,08 73.6438.389 1.800 8.389 37,65 51,90 Sýn 2.200 2.000 8.389 1.800 Sýn 28,30 28,30-0,92% 12,97% 195,08 1.600 2.200 23.282 Eimskipafélag 124,50 -11,70% 52,00 16.427 Heimavellir 1,46 0,00% 197,64 57.027 Hagar 47,00 1,08% 475,72 23.282 EimskipafélagÍslands Íslands 124,50 -11,70% 52,00 73.643 73.643 57.027 Brim 37,65 -0,92% 51,90 Hagar 47,00 1,08% 475,72 Brim 37,65 -0,92% 51,90 1.800 1.800 73.643 1.600 2.000 Brim Group 37,65 -0,92% 51,90 8.389 8.389 16.427 SýnHeimavellir 28,30 12,97% 195,08 20.119 1,46 0,00% 197,64 Icelandair 3,70 -0,27% 151,68 2.000 1.600 1.800 Sýn 28,30 12,97% 195,08 57.027 1.400 Heimavellir 1,46 0,00% 197,64 Hagar 47,00 1,08% 475,72 475,7216.427 57.027 Hagar 57.027 Hagarbanki 47,00 47,00 1,08% 1,08%51,90 475,72 73.643 20.119 Icelandair Group 3,70 -0,27% 151,68 73.643 Brim 37,65 -0,92% 51,90 16.561 1.400 1.800 Kvika 8,22 13,38% 684,17 Brim 37,65 -0,92% 1.600 1.600 20.119 Icelandair Group 3,70 -0,27% 151,68 1.800 16.427 1.400 Heimavellir 1,46 0,00% 197,64 1.200 1.600 16.427 Heimavellir 16.561 Kvika banki 8,22 1,46 1,46 13,38% 684,17 16.427 57.027 Heimavellir 0,00% 0,00%475,72 197,64197,64 Hagar 47,00 1,08% 475,72 57.027 422.512 Hagar 47,00 1,08% Marel 548,00 6,41% 2.308,61 1.200 apr 16.561 Kvika banki 8,22 13,38% 684,17 maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb mar 20.119 Icelandair Group 3,70 -0,27% 151,68 151,68 1.400 422.512 1.600 1.600 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 20.119 Icelandair Group 3,70 -0,27% 1.200 1.400 16.427 20.119 apr1.400 Heimavellir 1,463,70 0,00% 197,64 Heimavellir 1,46 0,00% 197,64 Icelandair Group -0,27% 151,68 16.427 39.219 Festi 119,00 4,39% 400,67 maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb mar 422.512 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 39.219 16.561 Festi 119,00 4,39% 400,67 Kvika banki 8,22 13,38% 684,17 apr maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb mar 20.11910.387 Kvika banki Icelandair Group 3,70 -0,27% 20.119 Icelandair Group 3,708,22 8,22 -0,27% 151,68 16.56116.561 Origo 22,60 4,39% 252,24 Kvika banki 13,38%13,38%151,68 684,17684,17 1.400 1.200 39.219 1.400 Festi 119,00 4,39% 400,67 10.387 Origo 22,60 4,39% 252,24 1.2001.200 422.512 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 16.56131.777 Kvika bankiMarel 8,22 13,38% 684,17 16.561 422.512 Kvika banki 8,22 13,38% 684,17 548,00 6,41% 2.308,61 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 422.512 HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI GJALDMIÐLAR Marel 548,00 6,41% 2.308,61 apr maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb feb mar mar 10.387 1.200 Origo 22,60 4,39% 252,24 31.777 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 1.200 apr apr maí maí jún jún júl júl ágúágú sepsep oktokt nóvnóv desdes janjan feb mar 39.219 Festi 119,00 4,39% 400,67 422.51236.217 Marel fasteignafélag 548,00 6,41% 2.308,61 422.512 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 NAFN HLUTFALL AF VELTU MYNT BREYTING 39.219 Reitir 52,50 -0,94% 160,83 GENGI Festi Festifasteignafélag 119,00 119,00-0,94% 4,39% 4,39% 160,83 400,67400,6736.217 apr maí jún júlVELTA ágú júl sep ágú nóv MYNT des jan feb marjan 31.777 39.219 NAFN VELTA (M)(M) HLUTFALL AFokt VELTU BREYTING Reitir 52,50 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 GENGI apr maí jún sep okt nóv des feb mar 39.219 Festi 119,00 4,39% 400,67 10.387 Origo 22,60 4,39% 252,24 39.219 Festi 119,00 4,39% 400,67 Arctica Finance 1.023 6,19% 203,34 3,12% 48.470 Síminn 5,24 5,01% 329,17 10.387 Arctica Finance 1.023 203,34 3,12% 10.387 Origo Síminn 5,24 5,01% Origofasteignafélag 22,60 22,60-0,94% 4,39% 4,39% 329,17 252,24252,2448.470 36.217 NAFN VELTA (M) HLUTFALL AF6,19% VELTU MYNT GVT GVT BREYTING Reitir 52,50 160,83 GENGI 10.387 10.387 Origo 22,60 4,39% 252,24 252,24 31.777Arion Reginn 17,40 -5,43% 465,88 Origo 22,60 4,39% Arion banki 3.650 22,09% USD 142,70 1,64% 23.339 banki 3.650 22,09% USDGVT 142,70 1,64% 16,80 12,00% 180,03 23.339 Sjóvá 16,80 12,00% 180,03 31.777 Arctica Finance 1.023 6,19% 203,34 3,12% 31.777 48.470 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 Síminn 5,24 5,01% 329,17 31.777 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 36.217Fossar 31.777 NAFN VELTA (M) HLUTFALL AF VELTU BREYTING Reitir fasteignafélag 52,50 -0,94% 160,83 2.858 17,30% EURMYNT 156,10 2,76% 2,76% Reginn 17,40 -5,43% 465,88 14.893 GENGI Fossar 2.858 17,30% EUR 156,10 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 14.893 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 Arion banki 3.650HLUTFALL 22,09% 142,70 BREYTING 1,64% 23.339NAFN Sjóvá 16,8052,50 52,50 12,00%-0,94% -0,94%160,83 180,03 160,83160,83 36.217 36.217 NAFNNAFN VELTA (M) VELTU BREYTING Reitirfasteignafélag fasteignafélag VELTA HLUTFALL VELTU USD MYNT MYNT BREYTING Reitir fasteignafélag GENGI GENGI 36.217 VELTA (M)2.217 AF(M) VELTUHLUTFALL MYNTAF AF Reitir 52,50 -0,94% GENGI 13,42% GBPMYNT 5,59% 5,59% 21.381 36.217 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% 478,35 Arctica 6,19% GVT176,66 203,34 3,12% NAFN Finance VELTA1.023 (M) HLUTFALL AF VELTU BREYTING Reitir fasteignafélag 52,50 -0,94% 160,83 48.470Íslandsbanki GENGI Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 176,66 Síminn 5,24 5,01% 329,17 21.381 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% 478,35 Fossar 2.858 17,30% EUR 156,10 2,76% 14.893 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 Arctica Finance 1.023 6,19% GVT 203,34 3,12% 48.470 Arctica Finance 1.023 6,19% GVT 203,34 3,12% 48.470 Arctica Finance 1.023 6,19% GVT 203,34 3,12% Síminn Síminn 329,17329,17 48.470 Síminn 5,24 5,24 5,24 5,01% 5,01% 5,01% 329,17 Íslensk verðbréf 207 1,25% JPY 1,33 5,16% 18.257 Vátryggingafélag Íslands 9,35 5,06% 819,71 Arctica Finance 6,19% GVT 203,34 3,12% 48.470 Síminn 5,24 5,01% 329,17 Arion banki 3.650 USD 142,70 5,59% 1,64% Íslensk verðbréf 207 1.023 1,25% 22,09% JPY 1,33 5,16% 23.339Íslandsbanki 18.257 Sjóvá 16,80 12,00% 180,03 Vátryggingafélag Íslands 9,35 5,06% 819,71 2.217 13,42% GBP 176,66 21.381 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% 478,35 Arion banki 3.6502.225 22,09%13,46% USD22,09% 142,70 100,31 1,64% 142,70 23.339 ArionArion bankibanki 3.650 22,09% USD 1,64% Sjóvá 16,80 12,00% 23.339 Sjóvá Sjóvá 16,80 16,80 12,00%12,00%180,03 180,03180,03 3.650 USD 142,70 1,64% 23.339 Landsbankinn CAD 2,67% Arion banki 3.650 USD 142,70 1,64% 23.339 Sjóvá 16,80 12,00% 180,03 Landsbankinn 2.225 13,46% 22,09% CAD 156,10 2,67% Fossar 2.858 17,30% EUR 100,31 156,10 5,16% 2,76% 14.893 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 Íslensk verðbréf 207 1,25% JPY 1,33 18.257 Vátryggingafélag Íslands 9,35 5,06% 819,71 Fossar 2.858 17,30% EUR 2,76% 14.893 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 2.858 17,30% EUR 156,10 2,76% 14.893 Kvika14.893Fossar 3.873 23,44% CHF 147,75 3,25% Skeljungur 7,50 7,50 4,90% 4,90% 402,22402,22 Fossar 2.858 17,30% EUR 156,10 2,76% Skeljungur EUR 2,76% 14.893Landsbankinn Skeljungur 7,50VÍXLAR -4,90% 402,22 KvikaFossar 3.873 2.858 23,44% 17,30% CHF 176,66 147,75 5,59%156,10 3,25% Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 20,92 176,66 5,59% OG ÓVERÐTRYGGÐ Tryggingamiðstöðin 27,70 478,35 2.225 13,46% 100,31 2,67% Íslandsbanki 2.217 471 13,42% 2,85% GBP DKKCAD 21.381 21.381 TryggingamiðstöðinSKULDABRÉF 27,70 1,09%1,09% Íslenskir fjárfestar 2,82% Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 176,66 5,59% 21.381 Tryggingamiðstöðin 27,70 27,70 1,09% 1,09%478,35 478,35 478,35478,35 Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 176,66 5,59% 21.381 Tryggingamiðstöðin Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 176,66 5,59% 21.381 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% Íslenskir fjárfestar 471 207 2,85% DKK 20,92 5,16% 1,33 3,25% 2,82% Íslensk verðbréf 1,25% JPY 13,73 5,16% Kvika 3.873 147,75 Íslensk verðbréf 207 1,25% 23,44% JPY NOKCHF 1,33 18.257 18.257 Vátryggingafélag 9,35 5,06% VátryggingafélagÍslands Íslands 9,35 5,06% 819,71 819,71 VELTA Samtals 16.524 6,57% AUÐKENNI KRAFA VERÐ Íslensk verðbréf 207 207 1,25% JPYJPY 1,33 5,16% 18.257 Vátryggingafélag Íslands Íslands 5,06% 5,06% BREYTING 819,71819,71 (M)18.257 Íslensk verðbréf 1,25% NOK 100,31 1,33 5,16% 18.257 Vátryggingafélag Íslensk verðbréf 207 1,25% JPY 1,33 5,16% Vátryggingafélag Íslands 9,359,35 9,35 VERÐ 5,06% 819,71 Samtals 16.524 13,73 6,57% AUÐKENNI KRAFA BREYTING VELTA (M) Landsbankinn 2.225 13,46% CAD 2,67% Íslenskir fjárfestar 471 2.225 2,85% 20,92 2,82% SEKDKK 2,54% Landsbankinn 13,46% CAD 14,27 100,31 2,67% #NULL! ## RIKB 20 0205 6,06% 100,00 #NULL! Landsbankinn 2.225 13,46% 100,31 2,67% Landsbankinn 13,46% CADCAD 2,67% Landsbankinn 2.225 CAD 100,31 2,67% SEK 147,75 14,27 3,25%100,31 2,54% #NULL! ## VELTA RIKB 22 20 1026 0205 6,06% 100,00 #NULL! 3.873 16.524 2.225 23,44% CHF13,46% CNYNOK 1,64% -0,43% 13,73 6,57% RIKB 2,14% 112,59 3.190 AUÐKENNI KRAFA BREYTING VERÐ (M)KvikaSamtals Kvika 3.873 23,44% CHF 20,11 147,75 3,25% KvikaKvika 3.873 23,44% CHFCHF20,11 2,82%147,75 147,75 3,25% Kvika 3.873 23,44% CHF 3,25% 3.873 23,44% 147,75 3,25% CNY 1,64% Íslenskir fjárfestar 471 2,85% DKK 20,92 -0,43% -0,27% 22 1026 2,14% 112,59 3.190 RIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 SEK #NULL! ## RIKB 20 0205 6,06% 100,00 #NULL! Íslenskir fjárfestar 471 2,85% DKK 14,27 20,92 2,54% 2,82% Íslenskir fjárfestar 2,85% 20,92 2,82% fjárfestar 471 471 471 2,85% DKKDKK 2,82% -0,78% NOK 13,73 6,57% 20,92 RIKB 28 1115 2,80% 116,63 10.485 AUÐKENNI KRAFA BREYTING -0,27% VELTA (M) VERÐ Íslenskir fjárfestar 16.524 2,85% CNY DKK 20,92 2,82% 251026 0612 2,46% 126,68 6.971Samtals Íslenskir 20,11 1,64% -0,43% RIKB 22 2,14% 112,59 3.190 Samtals 16.524 NOK 13,73 6,57% AUÐKENNI KRAFA BREYTING VELTA (M) VERÐ HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - KVIKA BANKI14,27 16.524 NOKNOK 6,57% -0,96% Samtals 16.524 13,73 6,57% RIKB 31 0124 2,79% 134,21 6.604 SEK 2,54% 13,73 AUÐKENNI KRAFA BREYTING #NULL! AUÐKENNI KRAFAKRAFA VERÐ VELTA (M) 20 0205 6,06% 100,00 ##BREYTING #NULL! VERÐ VERÐ VELTA (M) Samtals -0,78% RIKB 280612 1115 2,80% 116,63 10.485 -0,27% Samtals 16.524 NOK 13,73 6,57% RIKB 25 2,46% 126,68 6.971 AUÐKENNI BREYTING VELTA (M) SEK 14,27 2,54% #NULL! ## RIKB 20 22 0205 6,06% 100,00 #NULL! CNY 20,11 1,64% 14,27 SEKSEK 2,54% #NULL! RIKB 1026 2,14% 112,59 3.190 6.604 RIKB 2028 0205 6,06% 100,00 ## ## #NULL! 14,27 2,54% #NULL! RIKB 201115 0205 20 0205 6,06% 6,06% 100,00100,00-0,43% #NULL! -0,96% RIKB 31 0124 2,79% 134,21 -0,78% RIKB 2,80% 116,63 9,00 14,27 2,54% #NULL!10.485 RIKB ## 3.190 #NULL! 8,45CNY SEK 20,11 1,64% -0,43% RIKB 22 1026 2,14% 112,59 -0,27% -0,43% CNYCNY 20,11 1,64% RIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 RIKB 2231 1026 2,14% 112,59 8,22 20,11 1,64% 8,18 RIKB 220124 1026 2,14% - VERÐTRYGGÐ 112,59 3.190 -0,96% -0,43%-0,43% RIKB 2,79% 134,21 6.6043.190 SKULDABRÉF 8,50 CNY 20,11 1,64% RIKB 22 1026 2,14% 112,59 3.190 7,9 -0,27% RIKB 25 28 0612 2,46% 126,68 6.971 9,00 -0,78% -0,27% RIKB 1115 2,80% 116,63 8,45 RIKB 25 0612 2,46% 126,68 -0,27% 10.485 6.971 RIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 8,00 8,22 8,18 AUÐKENNI KRAFA BREYTING -0,27% VERÐ VELTA (M) RIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 9,00 -0,96% -0,78% -0,78% RIKB 0124 2,79% 134,21 6.604 10.485 7,4 RIKB 28 31 1115 2,80% 116,63 10.485 8,50 RIKB 28 1115 2,80% 116,63 8,45 7,25 7,9 RIKB 1115 RIKS 21280414 0,23%2,80% 2,80% 103,67116,63116,63 -0,20% -0,78%-0,78%1.918 10.485 8,22 7,50 8,18 10.485 -0,96% RIKB 31 0124RIKB 28 1115 2,79% 134,21 6.604 8,50 8,00 AUÐKENNI KRAFA BREYTING 9,00 VERÐ VELTA (M) -0,96% 7,9 -0,47% RIKB 31 0124 6.604 HFF150224 0,60%2,79% 106,76134,21 37 7,4 8,45 7,006.604 -0,96% 7,25 RIKB 31 0124 2,79% 134,21 -0,20% 8,22 8,18 8,00 RIKS 21 0414 0,23% 103,67 1.918 8,50 7,509,00 AUÐKENNI KRAFA BREYTING -0,38% VERÐ VELTA (M) HFF150434 0,55% 123,90 682 7,4 7,9 6,50 8,45 9,00 7,25 -1,31% -0,47% RIKS 30 0414 0701 0,51% 127,30 2.87237 -0,20% HFF150224 0,60% 106,76 8,45 RIKS 21 0,23% 103,67 8,22 8,18 þri. 9,00 7,008,50 mið. AUÐKENNI KRAFA BREYTING VELTA (M) 1.918 8,00 7,50 fim. fös. mán. mið. VERÐ 8,45 8,22 7,4 8,18 -0,32% 7,9 HFF150644 0,67% 140,67 621 -0,38% 7,25 -0,47% HFF150434 0,55% 123,90 682 8,50 HFF150224 0,60% 106,76 37 8,22 8,18 -0,20% 7,00 RIKS 21 0414 0,23% 103,67 1.918 7,50 6,508,00 8,50 7,9 Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 AUÐKENNI KRAFA BREYTING VERÐ VELTA (M) 8,00 -1,31% AUÐKENNI KRAFA BREYTING -0,38% 7,9 RIKS 30 0701 0,51% 127,30 2.872 VERÐ VELTA (M) HFF150434 0,55% 123,90 682 7,4 -0,47% 7,4 HFF150224 0,60% 106,76 VERÐ 37 8,00 AUÐKENNI KRAFA BREYTING 7,25 VELTA (M) mið. fim. fös. mán. þri. mið. 7,00 6,50 7,25 7,4 -0,20% RIKS 21 0414 0,23% 103,67 1.918 -0,32% -1,31% AUÐKENNI ÁVÖXTUNARKRAFA -0,20% BREYTING HFF150644 0,67% KRAFA 140,67 621 RIKS 0701 0,51% 127,30 RÍKISBRÉFA RIKS 2130 0414 0,23% 103,67 1.918 (M) 7,50 VERÐ-0,38% VELTA 7,25 7,50 8,00 HFF150434 0,55% 6822.872 7,4 fös. -0,20% mán. þri. mið. RIKS 21 0414 0,23% 123,90 103,67 1.918 7,50 mið. 6,50 7,25 fim. -0,47% HFF150224 0,60% 106,76 37 Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 -0,32% HFF150644 0,67% 140,67 621 -0,20% -0,47% 7,00 RIKS 21 0414 0,23% 1.918 HFF150224 0,60% 106,76 103,67-1,31% 37 RIKS 30 0701 0,51% 127,30 7,50 7% -0,47% 2.872 HFF150224 0,60% 106,76 37 7,007,00 mið. fim. fös. mán. þri. miðast við breytingar mið.frá 25.mars og til 1.apríl.2020 -0,38% HFF150434 0,55% 123,90 682 Upplýsingar HFF150644 0,67% 140,67 621 HFF150434 0,55% 123,90 106,76-0,32% -0,38% -0,47% 682 HFF150224 0,60% 37 6,50 6% 7,00 -0,38% 0,55% 123,90 -1,31% RIKSHFF150434 30 0701 0,51% 127,30 2.872 682 6,50 Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 6,50 -1,31% -0,38% mið. fim. fös. mán. þri. mið. RIKS 5% 30 0701HFF150434 0,51% 2.872 0,55% 127,30 123,90 682 -1,31% RIKS 30 0701 0,51% Óverðtryggt 127,30 2.872 fim. fös. mán. þri. mið. -0,32% HFF150644 0,67% 140,67 621 6,50 mið.mið. 7% 4% Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.og mars 1. apríl 2020 fim. fös. mán. þri. Upplýsingar miðast við breytingar frá 2.mið. október til 9.tiloktóber 2013 -0,32% -1,31% HFF150644 RIKS 30 0701 0,67% 140,67 127,30 621 0,51% 2.872 Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og mið. til 1.apríl.2020 -0,32% HFF150644 0,67% 140,67 621 mið. fim. fös. mán. þri. 3% 7% 6% Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 -0,32% HFF150644 0,67% 140,67 621 Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 Verðtryggt 2% 7% 6% 5% Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 1% Óverðtryggt 6% 5% 4% 0% Óverðtryggt 5% 7%4% 3% Óverðtryggt 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035 7% 4% 2016 6%

HLUTABRÉF HLUTABRÉF

HLUTABRÉFAVÍSITALA HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK - OMXI10ISK

HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI

HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI

VeltaÁáÁMARKAÐI markaði HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI HLUTDEILD AÐALMARKAÐI HLUTDEILD ÁVELTA AÐALMARKAÐI HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI

GJALDMIÐLAR GJALDMIÐLAR

GJALDMIÐLAR Gjaldmiðlar GJALDMIÐLAR GJALDMIÐLAR GJALDMIÐLAR GJALDMIÐLARGJALDMIÐLAR

SKULDABRÉF OG VÍXLAR - ÓVERÐTRYGGÐ Skuldabréf óverðtryggð SKULDABRÉF og OG víxlar VÍXLAR -- ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF OG VÍXLAR - ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF OG VÍXLAR - ÓVERÐTRYGGÐ

SKULDABRÉF OGOG VÍXLAR ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF VÍXLAR - ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF OG VÍXLAR -- ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF OG VÍXLAR - ÓVERÐTRYGGÐ

HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - KVIKA BANKI HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - KVIKA BANKI HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - KVIKA BANKI HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - KVIKA BANKI Hástökkvari vikunnar Kvika banki HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - ÖSSUR HF HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR -- KVIKA BANKI

SKULDABRÉF - VERÐTRYGGÐ Skuldabréf verðtryggð SKULDABRÉF SKULDABRÉF ---VERÐTRYGGÐ VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF - VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF - VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF - VERÐTRYGGÐ

HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - KVIKA BANKI

SKULDABRÉF - VERÐTRYGGÐ

ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA

KODIAK Mobile

ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA

3% 2% 7% 3% 6%2% 5% 1% 6% 2% 5%1% 4% 0% 5% 1% 3% 4%0% 2016 4% 0% 2% 3% 2016 3%2016 1% 2% 2% 0% 1% 1% 0%2016

ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA

7% 6% 5% 4% 3% 2% 0% 1% 2016 20160%

RAUNTÍMA MARKAÐSUPPLÝSINGAR Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta FRÁ KAUPHÖLLINNI Óverðtryggt Verðtryggt Verðtryggt Verðtryggt Óverðtryggt

2019 2019 2019 2019

2021 2021 2021

2024 2024 2024

2021

2024

2027 2030 2032 2035 Óverðtryggt Verðtryggt 2027 2030 2032 2035 Óverðtryggt 2027 2030 2032 2035 2027

Borgartúni 25 / 105 Reykjavík / 562 2800 / kodiak.is

Verðtryggt Verðtryggt Verðtryggt 2030 2032 2035

2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035 2016 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035

Býrð til holu sem er 95 cm á dýpt og 20 cm á breidd. Kemur rörinu vel fyrir ofan í holuna.

Fyllir rörið af uppáhalds drykknum þínum. Átt alltaf kaldan drykk út í garði. Býður vinum og fjölskyldu yfir í einn kaldan.

Skoðaðu hjá okkur að Hringhellu 12 í Hafnarfirði


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sigvaldi Arnar Lárusson ferðaðist innanlands í sumar, fjölskyldan lét langþráðan draum rætast og keypti heitan pott á pallinn. Sigvaldi lögga er í netspjalli við Víkurfréttir þessa vikuna.

Netspj@ll

Heimakær kántríbolti með veiðidellu á háu stigi – Nafn: Sigvaldi Arnar Lárusson. – Árgangur: 1974. – Fjölskylduhagir: Giftur, þrjú börn. – Búseta: Reykjanesbær. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Mamma mín heitir Kristín Rut og er ættuð úr Skagafirði og er agalega fínn bakari. Pabbi minn hét Lárus Kristinsson, kallaður Lalli á sjúkrabílnum, og ólst ég upp í Keflavík. Fyrst á Háaleiti 7 flutti svo á Eyjavelli 1 og var þar lengst af.

Sumarið 2020 Planið var að fara til Tenerife en sökum ástandsins þá ferðuðumst við fjölskyldan talsvert innanlands í sumar. Létum svo langþráðan draum rætast og keyptum okkur heitan pott á pallinn, eins og allmargir Íslendingar gerðu í ár. Konan átti svo stórafmæli á árinu og var því fagnað og svo varð mamma áttræð og var einnig slegið til veislu þá.

ærsti! Ekki sá st


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

– Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Sumarfríið hófst á Hofsós ferð en þar eigum við hús, fórum þaðan í sumarbústað á Geysi, gerðumst túristar í Reykjavík – leigðum íbúð þar á meðan guttinn keppti á ReyCup, aftur á Norðurlandið og tókum „Demantshringinn“ svokallaða. Eyddum nokkrum dögum á Akureyri með vinafólki og vorum svo við veiðar í Norðurá í Borgarfirði alla verslunarmannahelgina í frábærum félagsskap. Ég veiði mikið öll sumur fyrir utan þetta sumar þar sem óvenjulítið var bleytt í færi, bæti úr því næsta sumar. Svo fórum við í nokkrar útilegur með fellihýsið. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Konan mín sá um alla skipulagningu og þegar það er gert þá er ekki spurt um veður. Hlutirnir eru bara skipulagðir gríðarlega vel frá A til Ö. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Mér fannst virkilega gaman að skoða Víkingasafnið á Sauðárkróki, Húsavík var líka skemmtilegt að heimsækja og Dimmuborgir. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Veðrið lék við okkur allt sumarfríið og virkilega gaman að ferðast innanlands. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Hofsós og allir staðir sem bjóða upp á veiðistöng.

– Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Já, við eigum eftir að hendast einu sinni til tvisvar á Hofsós í sumar og haust og svo langar mér rosalega að skella mér meira í skotveiðar og þá jafnvel skellir maður sé á gæsa­skytterí út á land. – Hvert er þitt helsta áhugamál? Stangaveiði og skotveiði er mjög ofarlega á listanum auk þess sem ég horfi mikið á fótbolta og körfubolta. Í enska boltanum er það stórveldið Newcastle sem ég styð en í íslenskum bolta styð ég bæði Keflavík og Njarðvík og er í

raun sama hvort liðið vinnur er þau keppa svo framarlega sem bæði lið leggja sig fram og bjóða upp á skemmtilegan leik. Svo þeytist maður um allt landið með börnin í íþróttunum og er það orðið áhugamál að sjá þau vaxa og dafna í því sem þau elska að gera. – Ertu að sinna ­áhugamálum eins og þú vildir? Nei, gerir maður það nokkurn tíma. – Hvernig slakarðu á? Slaka best á heima í faðmi fjölskyldunnar, finnur varla heimakærari mann en mig. Svo er agalega gott að keyra ofan af Þverárfjallinu og sjá stórbæinn Hofsós birtast hinum megin við fjörðinn,


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

þá gerist eitthvað og ég dett í algera slökun. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Fátt sem toppar góða nautasteik með eðal meðlæti. Annars er ég ekki þekktur fyrir að vera mikið fyrir mat, er mjög matgrannur og er lítill sælkeri. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Nú þarf ég að opna mig aðeins en ég er mikill Country-bolti og hlusta mikið á Luke Combs til dæmis, Dire Straits, Simply Red og svo er þetta nýja íslenska bara nokkuð gott. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Horfi mikið á sjónvarp og er fréttasjúkur. Netflix er reglulega í gangi og höfum við til dæmis þrusað þrjá hringi á Friends. Youtube er reglulega í gangi þegar ég er einn heima og þá er það tónlistin eða veiðimyndbönd.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttum og þáttum tengdum veiði. – Besta kvikmyndin? Shawshank Redemption. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Les afar lítið, glugga helst í veiðiblöð. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Grunar að ég gæti verið með ADH ... nei sko, veiðistaður! – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og ökumenn sem leggja öfugt miðað við akstursstefnu. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Hann kemur ekki á koddann ... og þá í þeirri meiningu að það þarf að fara út að sækja fiskinn, hann kemur ekkert á koddann til þín. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég með veiðistöng á Hofsós. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Ég er að fara á næturvakt. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi með pabba í Laxá á Ásum að veiða. Eða til dagsins sem ég sá konuna mína í fyrsta sinn. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Magi, rass og læri eða Crossfit for Dummies.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Skemmtilegt en einkennilegt ár. Við höfum þurft að breyta mörgu hjá okkur vegna COVID. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég er jákvæður maður að eðlisfari og hef lært það að ég nenni ekki að vera neikvæður. Þannig að ég hlakka bara til þeirra verkefna sem veturinn býður upp á og munum að þó að það sé ekki bjart framundan í atvinnumálum að þá opnast ávalt einar dyr er aðrar lokast. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Ekki birtingarhæfur (þið sem viljið heyra hann verðið bara að hringja).

Mér fannst virkilega gaman að skoða Víkingasafnið á Sauðárkróki ...


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gefa út bók með fæðingarsögum frá feðrum

Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir eru þessi misserin að safna fæðingarsögum og upplifunum frá feðrum sem þau ætla að gefa út í bók. Söfnunina hófu þau í nóvember á síðasta ári, nánar tiltekið á feðradaginn. Tilgangurinn með söfnuninni er tvíþættur. Annars vegar vilja þau fá feður til þess að ræða um sínar upplifanir og reynslu af fæðingum barna sinna, hins vegar óska þau eftir að fá sendar sögur frá feðrum sem þau ætla að gefa út í bók til varðveislu. Sögurnar verða nafnlausar í bókinni en með hverri sögu verður birt fæðingarár föður og barns sem og fæðingarstaður. Hugmyndin að verkefninu kviknaði síðasta sumar. Gréta María er ljósmóðir og starfar á fæðingarvakt Landspítalans en auk þess vann hún um tíma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ísak vinnur sem verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki. Saman eiga

þau tvö börn, þriggja ára stelpu og dreng sem fæddist um miðjan ágústmánuð. Tilgangurinn með fæðingarsögum feðra er eins og áður segir að fá feður til að lýsa sinni upplifun af fæðingum barna sinna.

Húsasmiður óskast! Húsasmiður með faglega reynslu óskast til starfa. Sendið umsókn ásamt feriskrá og meðmælanda á agnar@husagerdin.is

Húsagerðin hf. husagerdin.is

„Við fundum það um leið og við fórum af stað með þetta verkefni að margir foreldrar í kringum okkur hafa ekki rætt sín á milli um fæðingu barna sinna. Báðir aðilar voru viðstaddir fæðinguna en hafa aldrei rætt saman um það hvernig hlutirnir gengu og tilfinningarnar sem fæðingunni fylgja. Okkur langar sem sagt að vekja athygli á hlutverki feðra í ferlinu,“ segir Ísak og heldur svo áfram: „Það er í raun ótrúlegt, miðað við hvað það er stór viðburður að eignast barn, hvað við ræðum lítið um það.“

Fengu sögur inn á fyrsta sólarhringnum Söfnunin fer fram í gegnum Face­ book-síðu verkefnisins sem heitir „Fæðingarsögur feðra“. Þar er hægt að senda inn sögur eða á netfangið faedingarsogurfedra@gmail.com. Auk þess eru þau með Instagramsíðu undir sama nafni. Á þessum síðum er hægt að finna frekari

upplýsingar um verkefnið og þau hvetja fólk til að fylgja þeim á samfélagsmiðlum. Inn á Facebook-síðunni má t.d. lesa þrjár áhugaverðar fæðingarsögur frá feðrum. Eins hvetja þau feður til þess að skrifa niður sínar fæðingarsögur og senda inn í verkefnið. Eftir að verkefninu var ýtt úr vör liðu ekki nema nokkrir klukkutímar þar til fyrsta sagan kom inn. Síðan þá hafa sögurnar komið reglulega inn. „Við erum að leita eftir öllum tegundum af sögum; löngum, stuttum, skemmtilegum, erfiðum og allt þar á milli. Við viljum heyra frá hefðbundnum fæðingum, keisaraskurðum, heimafæðingum, fæðingum í bílum, nýjum sögum, eldri sögum og sögur af fæðingum eins og þær voru í sveitinni hér áður fyrr. Það er svo sannarlega pláss fyrir allar sögur í verkefninu.“ Aðspurður um útgáfudag bókarinnar svarar Ísak því til að það fari allt eftir því hvernig söfnunin gangi. „Við ætlum að vanda til verks og við munum gefa bókina út þegar við erum ánægð með innihald hennar. Við stefnum að því að hafa bókina myndskreytta og gera hana fallega og eigulega. Við vonumst eftir því að bókin geti nýst bæði verðandi foreldrum sem og þeim sem eiga börn fyrir. Í raun ætti bókin að vera áhugaverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á fæðingum á einn eða annan hátt.“ Ísak bendir einnig á að nokkrir feður hafa notað þetta tækifæri til að skrifa niður sína sögu og vinna úr erfiðum tilfinningum eftir fæðingu. Að lokum hvetja Ísak og Gréta fólk til að setjast niður og ræða um fæðingar barna sinna. Eins hvetja þau feður til að skrifa niður sína fæðingarsögu og senda inn í verkefnið. ,„Það getur verið bæði áhugavert og skemmtilegt að eiga sína sögu á pappír, því sumir hlutir gleymast með tímanum,“ segir Ísak í lokin.


Víkurfréttir í áskrift!

... og þú færð þær inn

Verð frá 3.890 kr/m

án

um lúguna

Sjá nánar á síðu 23

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek

Miðvikudagur 2. sep

og 15 stjónvarpsstöðv ar innifaldar

teMber 2020 // 33.

Fresta því að verða fimmtug!

tbl. // 41. árg.

Árgangur 1970 hittis t á hátíðarsvæðinu. - sjá síðu 6

Guðlaugur og fjölskylda í Wales

FÁÐU VÍKURFRÉTTIR 24

í áskrift! 16-17

Fyrsta brugghúsið á Suðurnesjum

Sportið

SIGVALDI ARNAR LÁR US

SON

Heimakær kántríbolti með veiðidellu á háu stigi Fyrir 3.500 kr.

12-13

Vegan-kleinuhringir og súrdeigsbrauð á mánuði færðu Víkurfréttir bornar heim til þín 18-19

meðal nýjunga í 25 ára Hérastubbi

MANNLÍFIÐ

ARNAR DÓR og losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NET með nýtt lag TÓ! -40%

Pantaðu áskrift með tölvupósti á vf@vf.is -50% 1.150 1.559 1.7og 21 93 símanúmer Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

Lægra verð - léttari innk aup

Kalkúnabringur

KR/KG ÁÐUR: 2.599 KR/KG

-41%

Kalkúnasneiðar

KR/KG ÁÐUR: 3.039 KR/KG

Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka Tilboðin gilda 3.—6. sept

ember

Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.

Blaðið verður áfram aðgengilegt ókeypis í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni. Einnig á öðrum völdum stöðum og rafrænt á vf.is


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Langaði að starfa við eitthvað sem viðkom heilsu og hreyfingu Grindvíkingurinn Guðlaugur Eyjólfsson og kona hans, Hugrún Ósk Óskarsdóttir, stunda nám í kíópraktík í Wales þar sem veiran hefur mikil áhrif á allt samfélagið eins og á Íslandi. „Veiran hefur haft mikil áhrif á allt hér í Wales eins og annars staðar, öllum skólum var lokað um miðjan mars og hefur skólahald nánast legið niðri síðan. Það er auðvitað verst fyrir börnin og þegar þetta er orðinn svona langur tími er orðið erfitt fyrir okkur foreldrana að hafa ofan af fyrir þeim. Við erum heppin að hafa stóran og góðan garð við húsið okkar og aðgang að fallegri velskri náttúru hér í kring,“ segir Grindvíkingurinn Guðlaugur Eyjólfsson en hann og kona hans hafa síðustu þrjú árin dvalið í Wales við nám. – Hvað fékk Grindvíkinginn Guðlaug Eyjólfsson til að fara til Wales? Eftir um tólf ár sem stjórnandi í sölu, þjónustu, vöru- og verkefnastjórnun ákvað ég að skipta um starfsvettvang. Mig langaði að starfa við eitthvað sem viðkom heilsu og hreyfingu. Konan mín, Hugrún Ósk Óskarsdóttir, var í sömu hugleiðingum og tókum við ákvörðun um að flytja með fjölskylduna til Wales og leggja þar stund á nám í kírópraktík.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Kírópraktík er fagstétt og kíró­ praktorar vinna til dæmis með fólki sem glímir við ýmiss konar stoðkerfisvandamál ...

Brynja (t.v.) og Edda tilbúnar í skóladaginn í Wales.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

Við búum um fimmtán kílómetra fyrir utan höfuðborgina Cardiff í litlum bæ sem minnir mikið á Grindavík ...

– Liggur leiðin ekkert heim til Grindavíkur á næstu mánuðum eða árum? Nú er þessu ævintýri okkar senn að ljúka, við munum flytja aftur til Íslands næsta sumar. Mér finnst ólíklegt að leiðin liggi til Grindavíkur en við fjölskyldan bjuggum í Kópavogi áður en við fluttum til Wales og stefnum á að flytja þangað aftur að námi loknu – en maður á nú aldrei að segja aldrei. Grindavík er frábær staður, þar búa foreldrar mínir og systir með sína fjölskyldu. Við heimsækjum Grindavík reglulega og þangað er alltaf gott að koma.

– Hvað geturðu sagt okkur meira um kírópraktík? Kírópraktík er fagstétt og kírópraktorar vinna til dæmis með fólki sem glímir við ýmiss konar stoðkerfisvandamál, aðstoðar fólk við endurhæfingu og í raun allt sem teljast má til almennrar heilsu. Kírópraktorar notast við mismunandi aðferðir en við hjónin höfum lagt áherslu á hreyfingu, styrktarþjálfun og endurhæfingu í okkar námi og nálgun á viðfangsefnið. – Hver er munurinn á Grindavík og Wales? Wales er ekkert mjög frábrugðið Íslandi að mörgu leyti, fámennt land með stórt hjarta. Við búum um fimmtán kílómetra fyrir utan höfuðborgina Cardiff í litlum bæ sem minnir mikið á Grindavík. Stutt í alla þjónustu, skóla og tómstundir fyrir dætur okkar. Skólinn okkar hjóna er mjög alþjóðlegur og stundum við nám með fólki (aðallega ungum krökkum sem kalla okkur mömmu og pabba) frá öllum heimshlutum. Wales býr yfir ótrúlegri náttúrufegurð og höfum við verið dugleg að flækjast hér um og njóta hennar.


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Með fjölskyldunni á góðum stundum.

Guðlaugur í Grindavíkur­ búningnum fyrir áratug. – Og breska lífið – pöbbar og fótbolti er það ekki? Annar kúltúr en á Íslandi? Breska lífið og breskur kúltúr er frekar ólíkur íslensku lífi og kúltúr, sumt á jákvæðan hátt og annað á neikvæðan. Okkur var rosalega vel tekið hér í bænum og allir vildu allt fyrir okkur gera svo við aðlöguðumst sem best. Wales-verjar leggja ekki mikið upp úr veraldlegum hlutum, eru mjög hjálpsamir og miklir húmoristar. Pöbbarnir eru vinsælir hjá infæddum og einskonar félagsmiðstöðvar fyrir hverfin, þar hittist fólk eftir vinnu og gerir upp daginn. Þetta leiðir hins vegar af sér ýmis vandamál sem tengjast áfengisdrykkju. Cardiff City er okkar lið í fótboltanum og við náðum einu ári þar sem liðið spilaði í úrvalsdeildinni, við vorum með ársmiða og mættum á alla heimaleiki. Fyrstu tvö árin okkar hér spilaði Aron Einar með liðinu sem gerði það enn skemmtilegra að styðja liðið. – Hvað með foreldra og fjölskyldu, tengslin við þau eftir flutning? Það erfiðasta við að flytja er auðvitað fjarlægðin við fjölskyldu og vini. Fjölskyldan hefur þó verið dugleg að heimsækja okkur hingað og við höfum nýtt fríin til að skjótast til Íslands. Nútíma-

tækni gerir þetta hins vegar bærilegra og erum við í daglegum samskiptum við fjölskyldu og vini með tækninni. – Þú fylgist náttúrlega með þínum mönnum í körfunni í Grindavík sem þú lékst með. Jú, ég fylgist alltaf með úr fjarlægð og styð mína menn í öllum íþróttum. Ég hef samt ekki verið duglegur að fara á völlinn, ég fékk nóg af körfubolta um tíma og kúplaði mig alveg út. Fékk mikinn áhuga á hlaupum og hljóp nokkur maraþon en núna finnst mér áhuginn vera að koma aftur og er planið að fylgjast betur með þegar ég kem aftur til Íslands. Ég get nú heldur ekki neitað því að þar sem við búum við íþróttasvæði Breiðabliks í smáranum í Kópavogi þá er græni liturinn aðeins farinn að blandast við þann gula í íþróttunum. – Hvernig hefur ykkur gengið að lifa með veirunni þarna úti? Nú er hins vegar allt að fara af stað aftur, vonandi mun veiran ekki ná að dreifa sér það mikið að grípa þurfi til eins drastískra aðgerða og áður. Við höfum hins vegar sagt að við séum í raun heppin að vera námsmenn á þessum tímum á meðan við horfum upp á fjölda fólks missa atvinnuna.


Í SUÐURNESJAMAGASÍNI Í ÞESSARI VIKU

OFURFÆÐA ÚR FJÖRUNNI

H H H ÁRGANGUR 1970 H H H OG LJÓSANÓTTIN SEM EKKI VARÐ

BRUGGA BJÓR

Í GARÐINUM FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


42 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Færri bátar stunda bugtarveiðarnar Þegar þessi pistill kemur út þá er nýtt fiskveiðiár komið og það þýðir að Faxaflóinn meðal annars opnast fyrir dragnótaveiðar. Veiðarnar í Faxaflóanum ganga undir nafninu bugtarveiðar. Í ár eru bátarnir nú ekki margir. Þeir eru einungis þrír, Benni Sæm GK, Siggi Bjarna GK og síðan er það Aðalbjörg RE frá Reykjavík. Aðalbjörg RE á sér langa sögu í veiðum í Faxaflóanum og á sínum tíma voru tveir bátar sem voru hétu þessu nafni á veiðum í bugtinni, Aðalbjörg RE og Aðalbjörg II RE. Þetta þýðir að aðeins tveir bátar frá Suðurnesjum stunda veiðar í Faxaflóa og er það mjög mikil fækkun á bátum sem voru á þessum veiðum. Sem dæmi fyrir 30 árum síðan í september árið 1990 þá voru eftirfarandi bátar á veiðum:

Í Keflavík voru Arnar KE, Baldur KE, Eyvindur KE, Farsæll GK, Haförn KE, Reykjaborg RE og Ægir Jóhannson ÞH. Í Reykjavík voru Rúna RE, Sæljón RE, Aðalbjörg II RE, Njáll RE, Aðalbjörg RE og Guðbjörg RE. Annars núna í ágúst fóru dragnótabátarnir aðeins af stað. Benni Sæm GK réri oftast, fékk 83 tonn í þrettán róðrum, Aðalbjörg RE 63 tonn í sjö, Siggi Bjarna GK 38 tonn í sex róðrum og Sigurfari GK hóf veiðar undir lok ágúst og landaði 25 tonnum í tveimur róðrum. Allir bátarnir lönduðu í Sandgerði. Netabátarnir hafa fiskað mjög vel í ágúst og voru þeir að veiðum í Faxaflóa. Maron GK er með 88

tonn í 21 róðri, Bergvík GK 55 tonn í fimmtán, Halldór Afi GK 47 tonn í 24, Sunna Líf GK 45 tonn í fjórtán og Hraunsvík GK 27 tonn í þrettán. Reyndar kom smá leki að Hraunsvík GK og var hann tekinn í slipp í Njarðvíkurslipp, Eins og fram kemur komið í þessum pistlum þá hefur verið fjallað um Grímsnes GK en hann er kominn á ufsann og hefur gengið feikilega vel. Grímsnes GK er kominn í 111 tonn í sex róðrum og þar af landaði báturinn 88 tonn í aðeins fjórum róðrum og mest 28 tonn í einni löndun. Erling KE er kominn í slippinn í Njarðvík en hann var á grálúðunetaveiðum í sumar og var á veiðum fyrir Brim HF, sem áður hét HB Grandi. Togarinn Berglín GK er líka kominn í slippinn en þessi togari

komst í fréttirnar þegar að áhöfn skipsins tók til sinna ráða og mótmælti því að Nesfiskur borgaði þeim það lágt verð fyrir rækjuna svo hún ákvað að sigla togaranum tómum til Njarðvíkur. Þar lá togarinn í hátt í fjórar vikur en fór svo á rækjuveiðar um miðjan júlí. Togarinn mun fara á botnfiskveiðar eftir slippinn, enda er skipið með úthlutað 1.434 tonna kvóta. Aðeins út í kvótann. Sóley Sigurjóns GK er með 4.124 tonna kvóta, Pálína Þórunn GK 1.669 tonna kvóta, Erling KE 1.688 tonna kvóta, Sigurfari GK 2.927 tonna kvóta, Grímsnes GK 178 tonna kvóta og af því er 85 tonna rækjukvóti, Sturla GK, nýi togbáturinn sem Þorbjörn á með, 3.392 tonna kvóta og Jóhanna Gísladóttir GK 3.951 tonna kvóta.

Hér er myndskeið sem var tekið þegar netabáturinn Maron GK er að koma til hafnar í Njarðvík en þessi bátur er smíðaður árið 1955 og er einn af elstu stálbátunum á Íslandi í útgerð í dag.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

Nýr skólastjóri Flugakademíu Íslands Davíð Brár Unnarsson var í sumar ráðinn skólastjóri Flugakademíu Íslands sem varð til við sameiningu Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis. Davíð Brár hefur starfað við Flugakademíu Keilis frá haustinu 2014, sem kennari í bæði bóklegri og verklegri kennslu. Frá byrjun árs 2019 starfaði hann sem yfirkennari og aðstoðaryfirkennari í verklegri deild skólans og tók svo við starfi skólastjóra í júní 2020. Samhliða kennslu- og stjórnunarstöðum hjá Keili hefur Davíð Brár starfað hjá Icelandair síðan snemma árs 2014 fyrst sem flugmaður á Boeing 757/767 og svo síðar sem flugstjóri á Boeing 737MAX, en hann hóf flugferilinn

sem flugmaður hjá Primera Air á Boeing 737NG. Áður hafði hann starfað við margskonar flugtengd störf svo sem hleðslueftirlit, farþegaafgreiðslu, hlaðdeild, flugumsjón og önnur störf innan flugdeildar fyrst hjá IGS, svo Icelandair og loks Primera Air.

Alltaf haft brennandi áhuga á flugi Davíð Brár segist alla tíð haft brennandi áhuga á flugi og öllu

Davíð Brár Unnarsson. sem því tengist. Hann telur því mikil forréttindi að geta starfað við stærsta áhugamálið. Auk þess hefur hann lengi haft gaman af því að kenna öðrum og deila af reynslu sinni til áhugasamra framtíðarflugmanna. „Það er mjög gefandi þegar nemendur fá svo draumastarfið hvar svo sem

í heiminum það er,“ segir Davíð. „Það hefur alltaf verið sagt að flugbransinn sé sveiflukenndur og á það alveg jafn vel við nú sem fyrr að besti tíminn til að hefja flugnám er þegar allt er á botninum, eða rétt áður, til að vera tilbúinn þegar allt fer á leið upp á við aftur.“

Kalka leitar að fjölhæfum starfskrafti

Kalka sorpeyðingarstöð sf. óskar að ráða fjölhæfan starfsmann til starfa við móttökuplan og brennslustöð fyrirtækisins í Helguvík. Starfið felur meðal annars í sér þjónustu við viðskiptavini, flutning og meðhöndlun úrgangs innan athafnasvæðis Kölku, vigtun efnis og þátttöku í umbótaverkefnum. Auk vinnu í Helguvík getur starfið krafist þess að starfsmaður sinni verkefnum á móttökuplönum fyrirtækisins í Grindavík og Vogum. Kalka er opin um helgar svo starfið krefst viðveru utan dagvinnutíma. Við leitum að einstaklingi sem ...

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213 eða tölvupósti, davor@kalka.is.

... hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri mótun. ... nýtur sín við framlínustörf og meðal viðskiptavina en einnig í skrifstofuumhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Þeir sem það kjósa geta sótt umsóknareyðublað á www.kalka.is.

... hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær.

Umsókir skal senda Kölku Sorpeyðingarstöð, Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á davor@kalka.is.

Kröfur um menntun og hæfni: Góð almenn menntun. Bílpróf er skilyrði. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Almenn tölvufærni er mikill kostur. Réttindi sem löggiltur vigtarmaður er kostur. Vinnuvélaréttindi eru kostur.

Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is

Kalka sorpeyðing sf. er fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga. Fyrirtækið annast sorphirðu á svæðinu, í samvinnu við verktaka, rekur móttökuplön í Helguvík, Grindavík og Vogum og sorpbrennslu í Helguvík. Kalka annast söfnun á endurvinnsluefni og miðlar því til samstarfsog endurvinnsluaðila. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 20 manns.

Meðhöndlun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum hefur breyst ört undanfarin ár og ljóst er að þróunin mun áfram verða hröð á komandi árum. Miklar breytingar eru að verða í ytra umhverfi, með lögum og reglugerðum um úrgangsmál og væntingar eigenda og viðskiptavina Kölku um ábyrga meðhöndlun úrgangs breytast hratt. Verkefnin framundan eru því mörg og fjölbreytt.


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Púttað með skrautlega hatta


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

Heldri borgarar í Púttklúbbi Suðurnesja tóku þátt í árlegu hattapúttmóti á Mánaflöt í Keflavík á dögunum. Það eru hjónin Eydís B. Eyjólfsdóttir og Hafsteinn Guðnason sem hafa staðið að mótinu síðustu ár en þar er safnað fjármunum fyrir bocciadeild íþróttafélagsins Nes. Í ár söfnuðust um 84.000 krónur fyrir boccia-deildina en styrkurinn hefur árlega verið afhentur fyrsta laugardag á nýju ári þegar lionsfélagar hafa att kappi við Nesara í boccia í íþróttahúsinu í Keflavík. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar púttkeppnin var yfirstaðin en þá fór fram kosning um hattadrottningu og -kóng ársins. Það voru þau Unnur og Þórður sem hlutu nafnbótina að þessu sinni. UPPBOÐ

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is

Einnig birt á www.naudungarsolur.is

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Staðarhraun 54, Grindavík, fnr. 209-1916, þingl. eig. Þórir Sigfússon, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Grindavíkurbær og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 09:00. Leynisbrún 12B, Grindavík, fnr. 209-2052, þingl. eig. Anton Þór Sigurðsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Grindavíkurbær, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 09:20. Norðurhóp 42, Grindavík, fnr. 2314981, þingl. eig. Olexandra Synyakova og Radoslav Cabák, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Húsasmiðjan ehf. og Arion banki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 09:35. Austurkot, Sveitarfélagið Vogar, 33,34 ehl. gþ, fnr. 209-6053, þingl. eig. Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, gerðarbeiðandi Íslands-

banki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:10. Kirkjubraut 32, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 209-3818, þingl. eig. Bergur Reynisson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:30. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8880, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:40. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8876, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:45. Skógarbraut 921, Ásbrú, 50% ehl. gþ, fnr. 230-9264, þingl. eig. Einar Örn Adolfsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 11:05.

Hjallavegur 1, Njarðvík, fnr. 2093412, þingl. eig. Svandís Elín Kristbergsdóttir, gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 11:25. Gerðavegur 14C, Garði, fnr. 2332952, þingl. eig. Jóhannes Ingi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 13:00. Birkitún 7, Garði, fnr. 229-9871, þingl. eig. Anna Lísa Jóhannesdóttir og Sigurjón Elíasson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 13:20. Hlíðargata 44, Sandgerði, fnr. 209-4812, þingl. eig. Guðrún Árný Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 13:50. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 1. september 2020

Uppboð mun byrja að Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, fimmtudaginn 3. september nk. kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum, sem hér segir: ADH87 FZF61 JGT49 MAR36 PV408 SVF31 TMU30 VRK90

AZ936 HHK56 JSN21 MHZ89 RU893 TEZ18 TPJ05 ZXG21

EBM87 HUM35 JYE78 MTG66 RXF36 TJM68 UYY38

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 27. ágúst 2020

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvað er til ráða? Fréttir undanfarna daga hafa ekki beint blásið vonarglæðum í hjarta manns um komandi vetur. Metfjöldi atvinnulausra og mun sú tala án efa hækka á næstunni.

Opið alla virka daga frá 9 til 20 Opið um helgar frá 12 til 19

Saman hugum við að heilsunni

Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128

Eins og gerðist í framhaldi af hruninu 2008 sem leysti úr læðingi mikinn sköpunarkraft einstaklinga þá vonar maður að það sama gerist núna út um allt land. Ferðalög innanlands þjöppuðu þjóðarsálinni meira saman en ég tel að dæmi séu um. Margir fóru á staði sem þeir höfðu aldrei komið á áður og var ég sjálfur þar engin undantekning. Fór með öll mín 70 aukakíló alveg upp efsta part að Dynjanda og var það stórkostleg stund fyrir sálina, lappirnar og hjartað. En núna er veturinn að hefjast með meiri rútínu fyrir alla og þá veltir maður því fyrir sér hvaða möguleika hefur þetta svæði á að byggja upp fleiri stoðir í atvinnulífinu. Margt kemur til greina:

Uppbygging gróðurhúsa Álversbyggingin er að manni skilst bara stálgrindarhús. Hægt væri að hafa þar lóðrétta ræktun eins og hefur gefist vel á öðrum stað á Íslandi. Fyrir utan álvershúsið er auðvitað nægt landrými víða á Reykjanesinu fyrir slíka starfsemi. Ávextir taka lengri tíma en grænmeti að rækta en ekki má heldur gleyma valmúafræjum sem er orðið leyfilegt að rækta á Íslandi og allavega eitt fyrirtæki þegar byrjað á því. Þar geta legið miklir möguleikar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Uppbygging á ferðamannastöðum Koma þarf þjónustumiðstöð sem talað hefur verið um á Reykjanesi í gagnið. Staðsetning við Reykjanesvita er góð en einnig hefur verið talað um fyrir ofan Seltjörn, rétt fyrir neðan mótorkrossbrautina. Laga þarf veginn að Selatöngum, slæmur malarvegur sem er ekki langur. Laga þarf veginn að Krísuvíkurbjargi. Er að verða ófær litlum bílum og stærri rútum. Er ótrúlega flott svæði með mikla möguleika. Gera þarf endurbætur á merkingum á göngustígum. Stika þá og merkja betur upphafs- og endapunktana. Söfn. Við höfum beðið lengi eftir hersafni/varnarliðssafni. Spurning er hvort að til sé húsnæði fyrir það einhvers staðar á svæðinu sem hægt væri að fá styrk fyrir leigu í einhvern tíma. Fjöldi ólíkra safna gefur okkur ákveðna sérstöðu á landsvísu og þarna væri hægt að hafa meiri samvinnu milli safna. Aðgangseyrir inn á allt Reykjanesið til dæmis varðandi söfnin er ein hugmynd. Fleiri hugmyndir eru til varðandi ferðamannaiðnaðinn en innviðir okkar eru að sumu leyti veiki punkturinn og þar er oftast nefnt salernisaðstöðuleysið sem hefur háð svæðinu í dagsferðum um svæðið eftir því sem ferðaþjónustufyrirtækin segja. Halda áfram að markaðsetja Blue Diamond-hugmyndina sem var varpað fram fyrir þó nokkrum árum síðan en er enn fullgild í mínum huga. Þar sameinast ferðaiðnaðurinn og orkuiðnaðurinn á skemmtilegan máta.

Keflavík og svo Garð og Sandgerði. Þarna eru engin fjöll og varla hægt að tala um hóla. Fleiri Íslendingar en við höldum hafa menntað sig í þessum fræðum, bæði í byggingartæknifræði og orkufræðum og meðalvindur á þessu svæði

vindorkuver sem dæmi. Mér hefur dottið í hug að gera mættir athuganir á þessu út við Hafnir. Þar væri þá hægt í framhaldinu að byggja upp atvinnulíf sem myndi styrkja þetta rómantíska hverfi Reykjanesbæjar. Skipulagstillögur sem voru kynntar um uppbygginu á Höfnum gætu flýtt þeirri þróun.

Sjávarorkugarður

Suðurnesjalína 2

Þetta hefur verið gert í nokkrum löndum og 2013 fóru fram tilraunir við Höfn í Hornafirði. Þarna liggja gífurlegir möguleikar. Sjónmengun væri lítil sem engin þar sem þetta væri allt neðansjávar og einnig er hægt að ganga að þessari orku vísri, sem er ekki alltaf raunin með

Í stuttu máli að þá þarf að klára það mál. Ég þekki ekki pólitíkina í því máli en þetta getur ekki verið stopp endalaust. Er sæstrengur málið til Reykjanessins kannski? Einhvers staðar frá höfuðborgarsvæðinu?

■ Uppbyggingin sem er fyrirhuguð í Njarðvíkurhöfn. Ég hef svo sem ekki neinu við hana að bæta annað en bara „go for it“. Afleidd störf yrðu fjölmörg þar og gætu kallað á meiri þörf fyrir iðnaðarmenn á svæðinu sem aftur myndi styrkja Fjölbrautaskólann, það er nóg af lögfræðingum.

með flugi og sjófrakt sér vel í markaðssetningunni.

Nokkur önnur atriði ■ Kvikmyndaver hugsanlega í álversbyggingunni. Skortur er á stóru húsnæði fyrir þennan iðnað hér á landi þó reyndar sé verið að vinna í því þessa stundina. ■ Bílageymsla á Pattersonsvæðinu. Hægt væri að bjóða bílaleigunum að geyma flota sína á því svæði. Girða það af og hafa vakt. Þúsundir bíla kæmust léttilega þar fyrir og aðgengi yrði að vera allan sólarhringinn. ■ Fraktumsýsla fyrir flugið. Þessari hugmynd var komið á framfæri við brotthvarf hersins en þarna er spurning um markaðssetningu flugvallarins í þessum geira. Nægt rými er innan haftasvæðisins til slíkrar uppbyggingar og líka utan fyrir stoðstarfsemi.

Fyrsta alvöru vindorkuverið á Íslandi? Eftir að hafa vanist að vera með vindmyllur í nærumhverfinu í Danmörku, þar sem allt fer á hliðina í tíu metrum á sekúndu, þá væri áhugavert að athuga svona uppbyggingu hér á landi. Ég hef alltaf séð fyrir mér þríhyrninginn sem afmarkast af hesthúsunum við

myndi gera þetta að ákjósanlegum stað hugsa ég fyrir vindmyllugarð. Umhverfisáhrifin yrðu óveruleg. Passa þyrfti að þetta væri ekki of nálægt byggð eða golfvöllum og þetta gæti orðið upphafið að einhverju góðu. Hægt væri að reisa gróðurhús nærri upp á aðgengi að rafmagni, jafnvel gagnaver.

Hér hef ég stiklað á stóru um ýmsar hugmyndir sem gætu dreift betur úr vinnumarkaðnum og haft hann minna einhæfan, sem hann er í sjálfu sér ekki. En allavega reyna að draga aðeins úr beinum áhrifum flugsins á atvinnulíf svæðisins ef sá möguleiki er fyrir hendi.

■ Endurvinnsla. Möguleikarnir í endurvinnslu eru nánast óþrjótandi. Hef séð myndbönd og kynningar á mjög fullkomnum flokkunarstöðum í Bandaríkjunum til dæmis. ■ Mörg fyrirtæki sýndu Helguvík áhuga á sínum tíma. Dekkjaframleiðandi, kínverskt rútuyfirbyggingarfyrirtæki og auðvitað einhver fleiri. Væri hægt að rifja upp gömul kynni við þessi fyrirtæki eða setja sig í samband við sambærileg fyrirtæki. Þarna koma samgöngur Margt af þessu er auðvitað ekkert sem meðaljón getur farið í strax á morgun en vonandi kveikir þetta einhverja vonarglætu og á einhverri hugmynd sem fólk er með í maganum. Núna er vissulega haustið að koma en með samstilltu átaki getum við kannski látið vorið

■ Styðja eins og hægt er einstaklinga sem vilja fara af stað með lítil fyrirtæki. Sama hvaða geiri það er. Hendur bæjaryfirvalda eru auðvitað bundnar fjárhagslega en ráðgjöf og skjót úrvinnsla fyrirspurna og auðskyldir ferlar geta styrkt samkeppnisstöðu svæðisins. ■ Núna erum við að upplifa eitt mesta úrval veitingastaða sem Reykjanesbær hefur séð. Þá erum við ekki einu sinni farin að tala um hin bæjarfélögin og það sem er í boði hjá þeim hvað þetta varðar. Allt þetta hjálpar til að koma okkur á kortið gagnvart bæði útlendingum til að dvelja lengur en eina nótt hérna og ekki síst fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að taka skemmtilega dagsferð hingað um skagann. koma snemma, að minnsta kosti í huga okkar. Við erum öll ein stór fjölskylda. Með kveðju, Sigurbjörn Arnar Jónsson, Sibbi.

Víkurfréttir í áskrift! ... og þú færð þær inn um lúguna Fyrir 3.500 kr. á mánuði færðu Víkurfréttir bornar heim til þín og losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið

Pantaðu áskrift með tölvupósti á vf@vf.is Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer

Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vandi Suðurnesja Það dylst engum að ástandið á Suðurnesjum er grafalvarlegt. Atvinnuleysið í landshlutanum er helmingi meira en á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er næstmest. Ein af hverjum fimm konum á Suðurnesjum er atvinnulaus. Í þessum tölum eru ekki þeir sem eru á uppsagnarfresti og ástandið á eftir að versna á næstu vikum. Atvinnuleysi eftir landsvæðum % 7,3

Suðurland 4

Austurland

5,5

N. eystra N. vestra

3,3

Vestfirðir

3,2

16,5

Suðurnes 9,3

Höfuðb.sv.

8,8

Samtals: 0

2

4

6

8

10

12

14

16

18

Heimild: Vinnumálastofnun ágúst 2020

Þetta segi ég ekki til að vera neikvæður stjórnarandstæðingur heldur einfaldlega vegna þess að svona er þetta – og það er nauðsynlegt að horfa með bæði augun opin á vandann og grípa til lausna til skamms og langs tíma.

Veiran og landamærin Hvað sem fólki finnst um tvöfalda skimun á landamærum þá er hún staðreynd og hefur afleiðingar og við þeim þarf að bregðast. Hugmyndin um að liðka til á landamærunum í sumar var að fá ferðamenn til landsins og halda uppi sóttvörnum um leið. Stjórnvöld vissu vel að ekki þyrfti nema ein mistök og einn smitaðan ferðamann til að koma faraldrinum aftur af stað og með því yrði okkur aftur ýtt á byrjunarreit, heilsufarslega og efnahagslega með tilheyrandi afleiðingum, ekki síst fyrir þau sem veikast standa, aldraða, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og börn. Ég áfellist stjórnvöld ekki fyrir að hafa tekið ákvörðun um að opna landamærin í sumar heldur hitt, að láta undir höfuð leggjast að meta áhættuna almennilega og hafa ekki unnið áætlanir um hvað gera skyldi ef allt færi á versta veg. Úrræðalaus

Staða sveitarfélaga Sveitarfélögin sinna skólagöngu barna, málefnum fatlaðra og annarri nærþjónustu við íbúa auk þess að byggja upp og styrkja innviði. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa orðið fyrir miklu tekjutapi en verða samt að sinna lögbundinni þjónustu og kjósa að halda uppi þjónustustigi og fjárfestingum til að mæta ástandinu. Stjórnvöld verða að koma til móts við sveitarfélög, bæta þeim upp tekjutap og bregðast við vaxandi þörf íbúa fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga.

Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um stöðu sveitarfélagana með úrræðum sem duga.

Hvað er til ráða? Samfylkingin vill dreifa byrðunum. Við viljum ekki að fólk sem missir vinnuna taki nær allan skellinn vegna COVID-19. Við viljum byrja á að lengja tekjutengda tímabilið, hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja réttinn til atvinnuleysistrygginga um ár. Við viljum að framlag með hverju barni verði hækkað varanlega og hlutabótaleiðin verði framlengd til 1. júní á næsta ári. Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem bæta mun kjör atvinnulausra og fjölskyldna þeirra. Svo þarf að skapa störf bæði fyrir karla og konur. Það getur tekið tíma en margt má einhenda sér í.

Hér eru nokkur dæmi:

5,3

Vesturland

þeirra sem missa vinnu. Fátækt og neyð á heimilum er hins vegar samfélaginu dýr í öllum skilningi. Aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru skelfilegar og skylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að koma í veg fyrir þær.

kallar ríkisstjórn á samráðsvettvang þegar að allt er komið í hnút.

Gætum að þeim sem veikastir eru fyrir Það er gríðarlegt áfall að missa vinnuna og getur dregið dilk á eftir sér. Gæta þarf alveg sérstaklega að börnum atvinnulausra, skólagöngu þeirra, að þau fái nóg að borða og geti tekið þátt í skipulögðu frístundastarfi sem kostar peninga, verði ekki útundan og hornreka. Við vitum ekki hvenær faraldurinn gengur yfir en hitt blasir við hverjum þeim sem vill sjá, að þau sem missa vinnuna og fara á atvinnuleysisbætur verða að fá meiri stuðning frá stjórnvöldum. Ríkisstjórnin vill ekki hækka grunnatvinnuleysisbætur sem eru rétt um 240 þúsund krónur eftir skatt. Fjármálaráðherra segir að ef atvinnuleysisbætur hækki muni atvinnulausum fjölga! Þeim fjölgar nú þegar með ógnarhraða. Þegar störfum fækkar í þúsundatali í heimsfaraldri og stór atvinnugrein á í miklum vanda án þess að ný atvinnutækifæri komi á móti eru slíkar fullyrðingar augljóslega rangar og fráleitar. Það verða engin ný störf til með því að skapa neyð á heimilum

1. Efla Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sú mikilvæga stofnun var of veikburða þegar faraldurinn skall á og gríðarlega mikilvægt að efla hana, einkum heilsugæsluna og geðheilbrigðisþjónustuna. Það er algjörlega óásættanlegt að Suðurnesjamenn sem um 28.000 talsins þurfi að sækja sér sjálfsagða heilbrigðisþjónustu til annarra landshluta. 2. Í Suðurnesjabæ búa tæplega 4.000 manns. Þar rekur ríkið enga umönnunarþjónustu. Reyndar hefur ríkið staðfastlega hafnað beiðni bæjarins um dagdvalarrými þó húsnæði og þörf sé fyrir hendi. Ríkisstjórnin ætti strax að draga þá synjun til baka. 3. Allar menntastofnanir svæðisins þurfa aukið fjármagn til að taka á móti atvinnuleitendum sem vilja styrkja stöðu sína, líkt og gert var eftir bankahrun. Slíkar aðgerðir hafa reynst vel og margborgað sig, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. 4. Ráðast á strax í byggingu sjóvarnargarðs við Slippinn í Njarðvík svo áform um uppbyggingu þar gangi eftir. Jákvæðar undirtektir duga ekki einar og sér eins og staðan er nú.

5. Tvöföldun Reykjanesbrautar þarf að hraða og ráðast í göngu- og hjólastíga milli bæjanna á Suðurnesjum í samvinnu sveitarfélaga og Vegagerðarinnar. 6. Í sumar var sveitarfélögunum gert kleift að ráða námsmenn í vinnu. Þetta úrræði ætti að útfæra þannig að sveitarfélög og fyrirtæki geti ráðið fólk af atvinnuleysisskrá til ýmissa starfa þar sem atvinnuleysisbætur fari upp í laun. 7. Auka framlög til sóknaráætlunar sveitarfélaga, til menningarmála og efla uppbyggingarsjóð til muna. 8. Viðmiðunarfjárhæð laga um opinber útboð er 49 millj. kr. Það þýðir að allar stærri framkvæmdir fara í útboð. Útboðsferlið er tímafrekt og nauðsynlegt er að hækka viðmiðið að minnsta kosti í 350 millj. kr. svo að flýta megi aðgerðum. 9. Á þessum tímum er kjörið að aðstoða innflytjendur við að nýta tímann til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi með því að læra íslensku. Auka ætti strax framboð á íslenskukennslu fyrir útlendinga. 10. Ríkisstjórnin á að kalla bæjarfulltrúa að borðinu og hafa við þá samráð um leiðina áfram út úr kófinu.

Stjórnmálamenn verða að rífa sig upp á rassgatinu og bretta upp ermar fyrir Suðurnesjamenn.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

Líf íbúa og starfsmanna á hjúkrunarheimilum á tímum kórónuveirunnar Það má með sanni segja að árið 2020 muni fylgja okkur öllum með nýja reynslu og þekkingu á ógnvaldinum kórónuveirunni um ókomin ár. Líf íbúa á hjúkrunarheimilum landsins breyttist allverulega í vetur þegar kórónuveiran tók að herja á heimsbyggðina alla. Heimsóknarbann var sett á hjúkunarheimilin og reyndist það bæði íbúum og aðstandendum þeirra mjög þungbært. Tæknin var notuð til að hafa samskipti sem létti lífið en kom engan veginn í stað náinna samskipta. Lögð var áhersla á félagslega virkni fyrir íbúa á deildum með ýmsum hætti. Það var spilað, púslað, púttað og horft á gamlar íslenskar myndir. Við sáum að íbúarnir voru duglegri að koma og dvelja í samrýmum hver með öðrum, það myndaðist meiri nánd og mikill samhugur á milli þeirra. Íbúunum fannst fátt í sjónvarpi eða blöðum á þessum tíma annað en fréttir af vágestinum mikla og voru orðnir frekar leiðir á umræðunni. Gluggaheimsóknir urðu tíðar á þessu tímabili og léttu íbúum lífið. Mörg góðhjörtuð samtök studdu heimilin á þessum erfiðu tímum með góðum gjöfum til eflingar á félagslegri virkni og erum við óendanlega þakklát fyrir þann góða stuðning og hlýhug sem okkur var sýndur. Líf starfsmanna breyttist einnig á augabragði. Ótti og kvíði herjaði á okkur og sú hugsun sem allt snerist um var að vernda íbúana okkar. Lífstíllinn sem við tileinkuðum okkur var að sinna vinnunni, fara heim og í gönguferðir og svo aftur til vinnu. Starfsfólk var í heimasóttkví á milli vakta og sumir fóru jafnvel ekki út í búð. Enginn vildi vera sá sem bæri veiruna með sér inn á stað þar sem viðkvæmasti hópurinn bjó. Þetta var erfitt fyrir

margar fjölskyldur og börn starfsmanna. Þegar voraði varð ástandið aðeins betra og við fórum að sjá til sólar. Hægt var að opna aðeins fyrir heimsóknir og það var dásamlegt að upplifa spennuna bæði hjá íbúum og aðstandendum þeirra þegar endurfundirnir áttu sér stað. Um tíma í sumar vorum við komin í okkar gamla horf og héldum að við fengjum frí frá veirunni. Við héldum góða sumargleði fyrir íbúa þar sem

við buðum upp á grillmat og söngskemmtun. Það var dásamlegt að gleyma sér í gleðinni en því miður var þetta skammvinn gleði og aftur þurfti að grípa í takmarkanir. Það var erfitt. Við fundum að fólk var orðið þreytt – íbúar, starfsfólk og aðstandendur. En við getum ekki andað rólegar fyrr en búið verður að bólusetja íbúana okkar. Lífið okkar starfsmannanna er aftur komið í sama horf og í vetur þar sem heimasóttkví tekur við eftir vinnu. Starfsfólk hjúkrunarheimila og sjúkrastofnana á hrós skilið fyrir sitt framlag á þessum fordæmalausu tímum. Þegar við lítum til baka og skoðum þennan tíma þá sjáum við að veikindi á meðal íbúa voru ekki eins mikil og í venjulegu árferði. Sýkingum fækkaði og veikindi á meðal starfsfólks urðu minni. Líklegar skýringar á þessu eru að umgangur var minni um heimilin, starfsfólk fór minna út á meðal fólks og vegna aukinna sóttvarnarráðstafana. Hugur minn dvaldi ansi oft á þessum tíma hjá aðstandendum sem ekki gátu komið og verið með sínum ástvinum. Þetta reyndi

verulega á alla. Þakklæti til allra aðstandenda er mikið fyrir allan skilninginn og þolinmæðina. Þeir aðstandendur sem komu með íbúa sína inn á heimilin til dvalar á þessum tímum upplifðu sérstakar tilfinningar. Þeir upplifðu það að skutla ástvini inn á heimilið og loka hann inni. Öll getum við sett okkur í þessi erfiðu spor. Hvaða tilfinningar sækja á í þessum aðstæðum, sorg og söknuður. Þetta er ekki búið, eins og sagt er í auglýsingunni. Sýnum öll samfélagslega ábyrgð til verndar okkur sjálfum og öllum öðrum í leiðinni með því að viðhafa góðar sóttvarnir til framtíðar. Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu, Nesvalla og Hlévangs.


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Blásum til sóknar með nýsköpun!

Hanna Björg Konráðsdóttir, varabæjarfulltrúi og varaformaður stjórnar Reykjaneshafnar.

ATVINNA

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199

Alvarlegt ástand blasir við á atvinnumarkaði á Reykjanesinu. Næstu vikur og mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmargar fjölskyldur og fyrirtæki á Suðurnesjum. Við erum enn og aftur í þeirri stöðu að vera of háð einni atvinnugrein og þegar fjarar undan ferðaþjónustunni blasir við algjört hrun. Í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga ritaði ég grein þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að forgangsverkefni sveitarstjórnarmanna í Reykjanesbæ væri að skapa aðstæður fyrir fjölbreytt og öflugt atvinnulíf sem forsenda velferðar og lífsgæða. Við stöndum á tímamótum og á þessum tímamótum þurfum við á öflugri nýsköpun að halda í atvinnulífinu til að bregðast við þessum ytri aðstæðum. Það er ljóst að við höfum sofið á verðinum og nú skiptir sköpum að við tökum höndum saman og fjölgum tækifærunum, ýtum undir hugvit og tækniþróun við framleiðslu á dýrmætum afurðum en styðjum jafnframt við fyrirtæki á svæðinu sem geta blásið til sóknar. Ein af okkar mestu samfélagslegu áskorunum eru loftslagsmálin og þar á Ísland að vera í fararbroddi á heimsvísu. Á dögunum barst bæjaryfirvöldum beiðni frá Carbfix, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur. Fyrirtækið hefur í samstarfi við vísindafólk frá Háskóla Íslands og erlendis, unnið að þróun kolefnisförgunaraðferðum þar sem koldíoxíði er dælt niður í jarðlög á miklum þrýstingi og þá tekur við náttúrulegt ferli, þar sem koldíoxíði er umbreytt í steintegundina silfurberg. Helguvík er einn af ákjósanlegustu stöðum sem völ er á til þessara rannsókna vegna góðra jarðfræðilegra skilyrða og þar er gnógt af jarðsjó. Auk þess sem góð hafnaraðstaða er í Helguvík sem opnar möguleikann

á innflutningi koldíoxíðs til niðurdælingar í framtíðinni. Þessi áhugi CarbFix á að nýta jarðsjó þann er finnst í Helguvík opnar augun fyrir öðrum möguleikum í Helguvík. Jarðsjór kann að vera nýtilegur til fiskeldis á landi og með bættri þekkingu, aukinni tækni og nýsköpun er hægt að búa afurðir sem flestar þjóðir heims sækjast í. Þörungaræktun úr affalsvatni frá laxeldi er áhugverður kostur sem sameinar umhverfisvæna lausn við hreinsun á affalsvatni og tækifæri í afurðasköpun. Í Helguvík eru vannýtt tækifæri eins og í öllum öðrum geirum. Leiðir til að skapa hér atvinnu með nýjum lausnum í baráttunni gegn loftslagsvánni verða enn mikilvægari á komandi árum. Við þurfum að opna augun fyrir þeim atvinnumöguleikum til að treysta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Leiðir til að skapa hér atvinnu með nýjum lausnum í baráttunni gegn loftslagsvánni verða enn mikilvægari á komandi árum. Orkufrekur iðnaður kallar á nýjar lausnir til að draga úr mengun, sjálfbærari matvælaframleiðsla verður ofarlega á baugi og nýjar

lausnir í heilbrigðisgeiranum geta mögulega leyst mikið af vanda okkar Suðurnesjamanna. Á sama tíma hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hið opinbera og sveitarfélögin styðji af öllum mætti við kröftug og framsækin fyrirtæki og einstaklinga sem hyggjast blása til sóknar og fjárfesta í atvinnusköpun. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur kynnt áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn. Í því felst uppbygging upptökumannvirkis á svæðinu og bygging yfirbyggðar þurrkvíar sem mun umbylta viðgerðar og viðhaldsaðstöðu stærri skipa. Verkefnið getur skapað fjölda varanlegra og afleiddra starfa. Stuðningur ríkisins við verkefnið við byggingu sjóvarnargarðs í Njarðvíkurhöfn er nauðsynlegur eigi verkefnið að ná brautargengi. Opinbert fjármagn er nauðsynlegt og því þarf samstillt átak þingmanna kjördæmisins, ráðuneyta og stofnana til að tryggja að framkvæmdin verði að veruleika. Við verðum að draga lærdóm af þessum fordæmalausu ástandi sem skapaðist í Covid og treysta aðrar stoðir atvinnulífsins. Nú er mikilvægt að við hér á Suðurnesjum leitum allra leiða í samstarfi við einstaklinga og fyrirtæki til að efla auðlindasköpun á svæðinu. Leiðir til að skapa hér atvinnu í vistvænu, hugdjörfu og öflugu samfélagi. Tækifærin eru til staðar á svæðinu en nú liggur á að við virkjum mannauðinn sem er dýrmætasta auðlind hvers samfélags.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 51

Ríkisábyrgð á Icelandair tapast fyrir þjóðarbúið ef félagið yrði gjaldþrota. Umfang þess er mikið í íslensku hagkerfi. Það er tæknilega flókið að endurreisa gjaldþrota félag. Margt tapast í því ferli. Innan fyrirtækisins er mikill mannauður. Þar starfar fólk sem hefur lagt mikið á sig til þess að gera veg þess sem mestan. Það hefur á að skipa mikilvægri þekkingu og reynslu sem mun skipta sköpum í því að viðspyrnan verði öflug þegar veirufaraldrinum lýkur. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið. Fjárlaganefnd Alþingis fjallar nú um ríkisábyrgð til handa Icelandair Group upp á fimmtán milljarða króna vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við veirufaraldurinn. Málið kemur til afgreiðslu á Alþingi í þessari viku. Árið 2020 er versta ár í sögu flugrekstrar í heiminum. Telja má afrek að félagið hafi staðið af sér þá storma sem hafa geisað undanfarna mánuði. Framundan er fjárhagsleg endurskipulagning og öflun nýs hlutafjár til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Aðkoma ríkisins er háð því að fullnægjandi árangur náist í þeim efnum. Mikilvægir áfangar eru nú þegar í höfn. Búið er að semja við allar flugstéttir og gilda samningar til 2025. Félagið hefur fengið greiddar skaðabætur frá Boeing-flugframleiðandanum vegna svonefndra MAX-véla. Auk þess hefur félagið náð mikilvægum samningum við lánveitendur.

Lánafyrirgreiðsla ríkisins er ætluð til þrautavara. Ekki er víst að hún verði nýtt og vonandi þarf ekki að koma til þess. Fyrirtækið getur farið inn í sumarið 2021 án þess að draga á lánsheimild ríkisins. Það var rekið með hagnaði árin 2011 til 2018 og á árunum 2011 til 2019 skilaði það þremur milljörðum króna í ríkissjóð. Lausafjárstaða félagsins var sterk fyrir veirufaraldurinn. Mikilvægt er að hafa þetta í huga frá sjónarhóli skattgreiðenda. Lánsheimildin er nauðsynleg svo takist að safna því hlutafé sem þarf til að tryggja reksturinn. Stjórnvöld taka mikla áhættu ef ekki verður af stuðningi ríkisins í formi lánsheimildar. Margt getur

Hlutverk ríkisins mjög mikilvægt Við Íslendingar erum verulega háðir flugsamgöngum og meira en margar aðrar þjóðir. Ísland er eyland sem á allt undir því að hér ríki traustar og samfelldar samgöngur fyrir vöru- og fólksflutninga. Hér er um ríka samfélagslega hagsmuni að ræða. Auk þess umtalsverða beina fjárhagslega hagsmuni fyrir fjölda launafólks og fyrirtækja. Árið 2019 voru rúmlega 4.700 stöðugildi hjá fyrirtækinu. Þær raddir hafa heyrst, meðal annars á Alþingi, að fyrirgreiðsla ríkisins eigi að vera í formi hlutafjár í fyrirtækinu eða ríkið eigi jafnvel að taka það yfir. Þessu er ég ósammála. Hlutafjárleiðin er áhættusöm. Saga opinbers eignarhalds í flugfélögum er ekki uppörvandi. Þetta sýnir reynslan frá flestum nágrannalöndum.

Snertir Suðurnesin sérstaklega Mál þetta snertir Suðurnesin sérstaklega. Árið 2019 störfuðu um 400 manns í nýju flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi er hvergi hærra á landinu en á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ er það um 19%. Hjá fyrirtækinu starfa fjölmargar konur svo dæmi sé tekið. Á Suðurnesjum er nú ein kona af hverjum fimm atvinnulaus. Með lánsheimildinni er verið er að skapa grundvöll fyrir því að fjárfestar vilji koma að félaginu á erfiðum tímum. Það hefur afleiðingar ef stjórnvöld sitja aðgerðalaust hjá. Hlutverk ríkisins er mjög mikilvægt. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Viðburðir í Reykjanesbæ

Velferðarsvið – Félagsráðgjafi í barnavernd Tónlistarskólinn – Ritari 50% Velferðarsvið – Deildarstjóri á heimili fatlaðs fólks Velferðarsvið – Liðveisla

Byggðasafnið: Fullt hús af brúðum Fimmtudaginn 3. september opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýningu á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir þekkja úr æsku.

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Listasafnið: Áfallalandslag Fimmtudaginn 3. september opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna Áfallalandslag. Henni er ætlað að tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum. Sýningin er innblásin af grein sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni og Arnari Árnasyni, Landscapes of Trauma: a Reflection on Wonder.


liggja frammi á eftirtöldum dreifingarstöðum á Suðurnesjum REYKJANESBÆR

GARÐUR

GRINDAVÍK

Landsbankinn, Krossmóa

Kjörbúðin

Nettó

Olís Básinn

Íþróttamiðstöðin

Verslunarmiðstöðin, Víkurbraut 62

Krambúðin, Hringbraut

SANDGERÐI

VOGAR

Sigurjónsbakarí, Hólmgarði

Kjörbúðin

N1

Sundmiðstöð Keflavíkur

Íþróttamiðstöðin

Bókasafn Reykjanesbæjar

Nettó, Krossmóa Nettó, Iðavöllum Nesvellir Krambúðin, Innri-Njarðvík


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Fótboltinn er er á fullu og Suðurnesjaliðunum gengur misvel – meira um það í sporti vikunnar. Frans Elvarsson, fyrirliði Keflvíkinga spjallar um fótboltann og rifjar upp ferilinn. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Þetta og fleira í sporti vikunnar.


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Feðgar lýsa leiknum Feðgarnir Þorsteinn Gunnarsson og Gunnar sonur hans lýstu leik Grindvíkinga og Vestra í Lengjudeildinni í knattspyrnu síðasta laugardag.

Feðgarnir Þorsteinn Gunnarsson og Gunnar Þorsteinsson í „búrinu“.

Þorsteinn var íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 í nokkur ár og hefur því lýst mörgum leikjum en Gunnar sonur hans er fyrirliði UMFG og einn af lykilmönnum liðsins. Gunnar fékk rautt spjald í leik með liði sínu í umferðinni á undan og fékk því

ekki að klæðast búningnum. Það þótti því tilvalið að fá þá feðga til að lýsa leiknum á Grindavík TV gegn Vestra á heimavelli. Þeir þóttu gera það vel og ekki skemmdi að Grindvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð.

Eitt marka Grindvíkinga gegn Víkingi Ólafsvík.

GRÍMURNAR UPPI HJÁ ÞEIM GÖMLU Tveir af dyggum stuðningsmönnum Grindvíkinga af eldri kynslóðinni eru þeir Edvard Júlíusson og Willard Fiske Ólason. Þeir láta sig ekki vanta á leiki liðsins og voru að sjálfsögðu mættir á leikinn gegn Vestra síðasta laugardag. Þeir voru í stúkunni í fyrri hálfleik en færðu sig aðeins nær vellinum í þeim síðari og fengu stóla til að tylla sér á. Það vakti athygli ljósmyndara Víkurfrétta að þeir gömlu settu upp grímu og horfðu á leikinn til enda með þær uppi. Í lokin tóku þeir niður grímuna og brostu í kampinn yfir góðum sigri sinna manna.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55

Njarðvík hafði betur í Vogum

Það var mikið í húfi þegar Suðurnesjaliðin Þróttur og Njarðvík áttust við í 2. deild karla á Vogaídýfuvellinum á þriðjudagskvöld. Liðin voru á svipuðum slóðum í sterkri og jafnri 2. deildinni – Þróttur í fjórða sæti með 22 stig en Njarðvík í því sjötta með 21 stig. Leikurinn var jafn og spennandi en það voru Njarðvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Kenneth Hogg skoraði tvö og fiskaði víti gegn Þrótti. Hogg hefur verið drjúgur við markaskorun í sumar og er markahæstur í 2. deildinni.

Njarðvíkingar byrjuðu betur en Þróttarar unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið, rétt fyrir leikhlé og var þar Júlíus Óli Stefánsson að verki (44’). Staðan 1:0 í hálfleik fyrir Þrótti. Njarðvíkingar gáfust ekki upp og mættu ákveðnir til seinni hálfleiks. Á 64. mínútu jafnaði markahrókurinn Kenneth Hogg leikinn með skoti úr teignum. Fimm mínútum síðar brutu Þróttarar á Hogg og Njarðvíkingar fengu dæmt víti sem fyrirliðinn Marc McAusland

skoraði úr af öryggi (69’) og Njarðvík komið með forystuna. Nýr leikmaður Þróttar, Hubert Rafal Kotus, komst á blað í sínum fyrsta leik á 74. mínútu og því var staðan 2:2 í hörkuskemmtilegum leik en Kenneth Hogg var ekki hættur. Ivan Prskalo stal boltanum af Þrótturum á 78. mínútu og gaf góða stungusendingu inn á Hogg sem lætur ekki svoleiðis færi fara forgörðum. 3:2 fyrir Njarðvík og þótt Þróttarar reyndu sem þeir gátu náðu þeir ekki að jafna leikinn. Mikilvægur sigur í höfn hjá Njarðvík og þeir færast því upp fyrir Þrótt í fjórða sætið.

Fallegi og hjartahlýi eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur og bróðir

ÆVAR ÖRN JÓNSSON Suðurgötu 20, Sandgerði

Lést á heimili sínu sunnudaginn 30. ágúst. Sigrún Erla Hill Ívar Aron Hill Ævarsson Kristján Helgi Olsen Ævarsson Ellý María Hermannsdóttir Ísak John Hill Ævarsson Andrea Ósk Júlíusdóttir Þórunn Hafdís Hill Ævarsdóttir Thomas Þór Þorsteinsson Aron Rúnar Hill Ævarsson Valdís Tómasdóttir Ísak Leifsson Nanna Baldvinsdóttir Anton Karl Þorsteinsson Hanna Valdís Garðarsdóttir Björg Jónsdóttir og barnabörn


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

HART BARIST Í ÖLLUM DEILDUM Lengjudeild karla:

2. deild karla:

Lengjudeild kvenna:

Grindvíkingar sigruðu í þriðja leiknum í röð en Keflvíkingar lentu á vegg í Lengjudeildinni um síðustu helgi. Grindavík vann góðan sigur á Vestra 2:1 á heimavelli en Keflvíkingar guldu afhroð gegn Leikni í Reykjavík á útivelli. Keflavík og Grindavík áttu að mætast í Keflavík í vikunni en leiknum var frestað þar sem Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, var valinn í U21 landslið Íslands. Ekki var búið að gefa út nýjan leikdag fyrir leik nágrannanna þegar blaðið fór í prentun á þriðjudag.

Víðismenn tapaði 2:1 í Breiðholti gegn ÍR á miðvikudag en Víðir sigraði Fjarðabyggð 5:1 á Nesfiskvellinum síðasta laugardag.

Keflavíkurstúlkur gerðu 3:3 jafntefli við Augnablik á Kópavogsvelli og mæta Fjölni á Nettóvellinum á fimmtudaginn. Þær eru komnar í annað sæti deildarinnar eftir leikinn í Kópavogi og eru í hörkubaráttu um toppsætin í deildinni.

Víðir komst yfir í leiknum en þeir hafa átt í erfiðleikum með að halda leikina út. Víðismenn halda áfram að daðra við fallsvæðið því með sigrinum komust ÍR-ingar upp fyrir þá og skildu Víði eftir í þriðja neðsta sæti aðeins tveimur stigum fyrir ofan Völsung sem sigraði Fjarðabyggð.

Edon Osmani skoraði þrennu fyrir Víði í 5:2 sigri á Fjarðabyggð.

3. deild karla:

2. deild kvenna:

Í 3. deildinni sigruðu Reynismenn Einherja 7:2 síðasta laugardag þar sem Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði þrennu en steinlágu svo fyrir 1:4 fyrir Elliða, næstneðsta liði deildarinnar á heimavelli á þriðjudag.

Kvennaliði Grindavíkur gerði 2:2 jafntefli við Álftanes á útivelli. Grindavíkurstelpur eru í öðru sæti 2. deildar kvenna.

Níu marka leikur á Blue-vellinum: Magnús Þorsteinsson hefur átt ótrúlegt „comeback“ og er næstmarkahæstur í þriðju deild karla.

Markasúpa þegar Reynir tók á móti Einherja Reynir hefur verið yfirburðalið í 3. deild karla í sumar. Fyrsta tap Reynismanna kom í síðustu umferð gegn Augnabliki en þeir bættu fyrir það með stórsigri á Einherja í dag. Það var Elton Barros sem skrúfaði frá markasúpun ni þegar han n skoraði á 4. mínútu, Ante Marcic jók muninn í 2:0 á 11. mínútu.

„Hann á völlinn!“ Eins og áður hefur komið fram þá „á“ Magnús Sverrir Þorsteinsson Blue-völlinn. Nú var komið að hans þætti í leiknum og Magnús skoraði þrennu fyrir leikhlé (12’, 23’ og 40’). Einherja tókst að svara í tvígang (14’ og 39’) og staðan 5:2 í leikhléi. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur en þó bættu Reynismenn við tveimur mörkum. Þar voru að verki þeir Ási Þórhallsson (82’) og Hörður Sveinsson (85’). Stórsigur Reynis því 7:2 og þeir sitja sem fastast á toppi deildarinnar.

Hörður Sveinsson skoraði sjöunda og síðasta mark Reynis. VF-mynd: Páll Orri


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57

Sara Rún áfram í Englandi Arnór og Samúel í landsliðshópnum Arnór Ingvi Traustason og Samúel Kári Friðjónsson eru báðir í íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem leikur gegn Englandi 5. september á Laugardalsvelli og svo gegn Belgum í Brussel 8. september. Arnór hefur verið inni og út úr byrjunarliði Malmö í Svíþjóð undanfarnar vikur. Samúel Kári kom til Paderborn í Þýskalandi fyrr á þessu ári en liðið féll niður í næstefstu deild í vor.

Leikir framundan: Lengjudeild karla: Þór - Keflavík Þórsvöllur mán. 7/9 kl. 17:30 Grindavík - ÍBV Grindavíkurv. mán. 7/9 kl. 17:30

Lengjudeild kvenna: Keflavík - Fjölnir Nettóvöllur fim. 3/9 kl. 17:30 ÍA - Keflavík Akraneshöllin sun. 6/9 kl. 16:00

2. deild karla: Þróttur - Völsungur Vogaídýfuv. lau. 5/9 kl. 12:00 Víðir - Dalvík/Reynir Nesfisk-v. sun. 6/9 kl. 14:00 KF - Njarðvík Ólafsfjarðarv. sun. 6/9 kl. 16:00 ÍR - Þróttur Hert-völlur mið. 9/9 kl. 17:15 Víðir - Selfoss Nesfisk-völlur mið. 9/9 kl. 17:15 Njarðvík - Fjarðabyggð Rafholtsv. mið. 9/9 kl. 17:15

3. deild karla: Höttur/Huginn - Reynir Vilhjálmsv. sun. 6. 9 kl. 14:00

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriks­dótt­ir, landsliðskona í körfu­bolta, mun áfram leika með enska liðinu Leicester Riders en það er í bresku at­vinnu­manna­deild­inni. Sara kom til Leicester á síðasta ári og var einn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, hún skoraði sautján stig og tók sex frá­köst að meðaltali í leik. Sara varð bikarmeistari með liðinu og var valinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitaleiknum í vor. Sara var einn af lykilleikmönnum Keflavíkurliðsins áður en hún hélt til náms í Bandaríkjunum en þar lék hún með háskólaliðinu í Buffalo-borg New York-fylkis.

SU Ð U RN ES JA B ÆR ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM Í VERKIÐ: STOFNLAGNI R FRÁVEI TU A Ð S K E R JA H V E R F I JARÐVI NNA, YFI RBORÐSFRÁ G A N G U R O G L AG N IR Verkið felst í fullnaðarfrágangi nýrrar stofnlagnar fráveitu frá Strandgötu að Skerjahverfi sem er nýtt hverfi sunnan við Sandgerðisveg. Helstu verkþættir eru: ■ Upprif á núverandi malbiksyfirborði yfir skurðstæði ■ Losun klappar í lagnaskurði ■ Uppgröftur lagnaskurðar ■ Fullnaðarfrágangur nýrra brunna og lagnar í skurð auk tenginga ■ Fylling og fullnaðarfrágangur yfir lögn og að brunnum ■ Malbikun yfir skurðstæði ■ Nýr kantsteinn á hlutasvæðum Helstu magntölur eru: ■ Upprif malbiks ■ Losun klappar ■ Uppgröftur og brottakstur ■ Aðflutt fylling ■ Fráveitulagnir, ø300mm ■ Brunnar ■ Malbik 5cm ■ Staðsteyptur kantsteinn 15 cm Verkinu skal að fullu lokið 15 desember 2020 Hægt verður að nálgast útboðsgögnin á hjá VSÓ Ráðgjöf Óskir um útboðsgögn sendist á netfangið, utbod@vso.is frá föstudeginum 4 september kl 9 og verða þau þá send þeim sem þess óska Tilboð skulu hafa borist Bæjarskrifstofum Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4 Garði (afgreidsla@sudurnesjabaer.is) eigi síðar en miðvikudaginn 23 september 2020 kl 11 00 Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska

1 000 m2 700 m3 2 650 m3 550 m3 780 m 13 stk 1 000 m2 10 m


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Er ekkert að fara að hætta! Frans Elvarsson, fyrirliði Keflvíkinga, hefur átt gott tímabil með sínu liði. Frans var valinn í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar ásamt þremur öðrum Keflvíkingum, þeim Joey Gibbs, Sindra Þór Guðmundssyni og Rúnari Þór Sigurgeirssyni. Keflvíkingar hafa sýnt frábæra takta í sumar þrátt fyrir afleit úrslit í síðasta leik, gegn Leikni Reykjavík, sem tapaðist stórt. „Já, þetta er búið að vera ágætt hjá okkur í sumar en ég get eiginlega ekki útskýrt hvað gerðist í síðasta leik,“ segir Frans. „Mér fannst þetta í sjálfu sér ekkert ójafn leikur úti á vellinum en þeir skoruðu úr öllum færum sem þeir fengu. Mér finnst tölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum – en þær ljúga svo sem engu. Það er eins og Leiknir hafi eitthvað tak á okkur, það hefur gengið illa á móti þeim undanfarin ár.“ – Segðu mér frá ferlinum þínum. Þú kemur frá Hornafirði, er það ekki? „Já, ég byrjaði með meistaraflokki 2005. Spilaði reyndar fyrsta leikinn 2004, fjórtán ára gamall, kom inn á í úrslitaleik um að komast upp í 2. deild með Sindra. Svo kom ég til Njarðvíkur og fór í Íþróttakademíuna sem þá var. Það var Freyr Sverrisson, sem var með Njarðvík þá, sem benti mér á

þessa leið. Gæti verið á æfingum á morgnana og í skóla eftir það. Þá kom ég hingað og spilaði með Njarðvík í fjögur ár.“ – Ert menntaður í íþróttafræðum? „Ég á lokaritgerðina eftir í íþróttafræði – en já, ég er búinn að vera að læra það síðustu ár í Háskólanum í Reykjavík. Ég var að byrja sem íþróttakennari í Háaleitisskóla í seinustu viku, þar er ég einmitt að vinna með Gumma Steinars – sem ég hafði mikið dálæti á þegar maður var lítill sjálfur. Ég spilaði líka með honum á tímabili. Skemmtilegt hvernig þetta þróast.“ Fyrst markvarðahrellirinn Guðmund Steinarsson bar á góma ræddum við atvikið þegar hann skoraði frá miðju á móti Fram: „Já, ég skoraði einmitt hitt markið í þessum leik og ég man að ég varð rosalega pirraður þegar hann tók skotið, að hann skyldi ekki gefa á mig ... en svo skoraði hann. Já, ókei!“

Já, ég skoraði einmitt hitt markið í þessum leik og ég man að ég varð rosalega pirraður þegar hann tók skotið, að hann skyldi ekki gefa á mig ...

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

– Þú lékst eitthvað með yngri landsliðunum. „Já, ég á ellefu landsleiki minnir mig. Sjö með U17 og fjóra með U19, ég var í einhverjum æfingahópum fyrir U21 en aldrei valinn í lokahópinn.“

Ætla upp úr Lengjudeildinni – Nú eruð þið búnir að eiga mjög gott tímabil, hvernig heldurðu að þetta fari? „Ég hef fulla trú á að við förum upp þegar allt er yfir staðið. Við erum búnir að vera nokkuð óheppnir með meiðsli, misstum Magga Þór, fyrirliða, og Adam Árna í langtímameiðsli. Það væri gaman ef þeir myndu ná einhverjum leikjum. Fá smá innspýtingu aftur í hópinn.“ – Þú ert nýorðinn þrítugur, ertu ekkert farinn að spá í að hætta? „Nei, ég er nýbúinn að skrifa undir samning við Keflavík svo það er alla vega ekki planið á næstunni. Ég hugsa að ég spili á meðan fæturnir leyfa, svo ég þurfi ekki að vera með neitt „comeback“. Það


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59

Stefnan er að fara upp í efstu deild og halda sér þar. Það væri gaman að geta haldið í sem flesta leikmenn áfram ...

er reyndar að ganga vel hjá þeim í Sandgerði núna, spurning að fá Magga Þorsteins bara aftur í Keflavík. Annars erum við með frábæran markaskorara, Joey Gibbs. Hann kann að klára færin, rólegur og yfirvegaður. Alger toppnáungi, draumur hvers þjálfara. Ekkert vesen á honum eins og hefur stundum verið með suma af þessum erlendu leikmönnum sem koma hingað. Hann passar frábærlega inn í þetta.“ – Ef við tölum aftur um síðast leik, þetta var harkaleg lending. „ Já og kannski bara ágætis áminning. Koma okkur niður á jörðina því við vorum kannski komnir svolítið hátt upp enda búnir að fara frekar létt í gegnum síðust tvo leiki þar á undan. Það er kannski bara fínt að fá smá skell í

Keflvíkingar hafa haft ærin tækifæri til að fagna í sumar enda hefur ekkert lið skorað fleiri mörk í Lengjudeildinni og Joey Gibbs er markahæstur.

andlitið – það þýðir ekki að mæta bara í leikina og halda að úrslitin sjái um sig sjálf. Maður þarf að hafa fyrir úrslitunum. Stefnan er að fara upp í efstu deild og halda sér þar. Það væri gaman að geta haldið í sem flesta leikmenn áfram. Það má segja að við höfum byrjað í fyrra að móta framtíðarliðið hjá Keflavík, það væri gott að geta spilað í lengri tíma með sama liðið. Framtíðin er björt í Keflavík og það sýnir sig líka að við höfum verið að senda menn frá okkur út, eins og Samúel Kára sem er búinn að vera að spila í efstu deildinni í Þýskalandi, Elísa Már í Hollandi og fleiri menn. Þannig að það er góður efniviður í Keflavík. Maður samgleðst auð-

vitað félögunum sem komast í atvinnumennsku erlendis en það er sárt að horfa á eftir þeim til liða hér innanlands.“

Er ekki á förum Frans er ekkert á förum frá Reykjanesbæ, hann á eina sex ára stelpu í Innri-Njarðvík og er að byrja að búa með kærustunni sinni sem er úr Njarðvík. Svo er bara spurning hvenær þau byrja að raða niður litlum Keflvíkingum. – Ertu alveg búinn að slíta tengslin við Hornafjörð? „Eiginlega, mamma og pabbi fluttu í bæinn fyrir fjórum árum. Afi er þarna ennþá en það er ansi langt síðan ég kíkti á heimahagana. Það var gaman að alast upp þarna, í allri þessari kyrrð. Engin streita og þess háttar. Það er gott að koma til svona lítilla bæja, eins og þegar við vorum að spila við Magna á Grenivík um daginn, þá fann maður þetta andrúmsloft, en ég er ekkert á leiðinni þangað aftur,“ segir fyrirliðinn að lokum.

Annars erum við með frábæran markaskorara, Joey Gibbs. Hann kann að klára færin, rólegur og yfirvegaður. Alger toppnáungi ...

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Frans er einn af máttarstólpunum í ungu og efnilegu liði Keflavíkur. Reynsluboltinn og aldursforsetinn í liðinu framlengdi samningi sínum út tímabilið 2023.

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Fæst í flestum apótekum Reykjanesbæjar


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Árið 2020 hefur reynst okkur erfitt. Covid hefur og mun áfram draga stóran efnahagslegan dilk á eftir sér. Við Íslendingar náðum þó að nýta sumarið í ferðalög innanlands eftir fyrri hálfleik Covid-faraldursins, eins og seðlabankastjóri orðar það. Ekkert dró úr nýskráningum hjólhýsa og ferðavagna þrátt fyrir blikur á lofti og flest hótel á landsbyggðinni seldust upp í júlí. Allir kepptust um besta sumarfríiið innanlands á samfélagsmiðlum og skreyttu bílana sína með fulldempuðum fjallahjólum. Skrýtnir tímar vissulega. okkur yfir sumartímann. En betur má ef duga skal. Aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka urðu til þess að landsmenn eru búnir að taka út yfir tólf milljarða króna fyrirfram úr séreignasjóðum, bankar frystu lán fram á haustið og Seðlabankinn stórlækkaði stýrivexti svo eitthvað sé nefnt. Þessi stýrivaxtalækkun gerði það að verkum að vextir húsnæðislána lækkuðu mikið og flestallir fasteignaeigendur eru annað hvort búnir eða eru að íhuga að endurfjármagna lán sín á óverðtryggðum, breytilegum vöxtum. Frysting lána jók kaupmátt heimila umtalsvert en aðeins í takmarkaðan tíma. Allt

þetta létti undir með heimilum og jók þannig kaupmátt tímabundið með það að markmiði að brúa þetta óvissutímabil. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir núna er að að óvissutímabilið virðist ætla að verða mikið lengra en brúin. Nýlega varaði aðstoðarseðlabankastjóri við því að greiðslubyrði nýendurfjármagnaðra lána gæti hækkað um 50% þegar, og ef, Seðlabankinn hækkar vexti aftur. Meginvextir SÍ eru núna 1,0% en jafnvægismeginvextir SÍ eru 4,5%. Hækkun vaxta hjá Seðlabankanum mun auka greiðslubyrði strax hjá þeim sem fjármagna húsnæði sitt með óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum, sem notið hafa mikilla vinsælda. Verðbólga virðist vera að láta á sér kræla aftur í kjölfar veikingar krónunnar og hækkun olíuverðs. Búist er við því að atvinnuleysi fari um og yfir 10% eftir því sem líður á haustið og öll lán sem fryst voru tímabundið hjá

LOKAORÐ

Að pissa í skóinn sinn

Nú er áhyggjulítið sumarfrí yfirstaðið og haustið að ganga í garð. Við tekur hversdagurinn og ískaldur raunveruleikinn fylgir í kjölfarið. Í staðinn fyrir að hitamet og Stuðlagil séu í fréttum þá taka við fréttir af auknu atvinnuleysi og vaxandi áhyggjur af efnahagsástandinu. Í þessu ljósi þá lítur út fyrir að fjörkippur og áhyggjuleysi sumarsins hafi verið haganlega sviðsett af Seðlabanka Íslands og hinu opinbera til að hvíla okkur aðeins fyrir næstu Covid-umferð. Það verður að hrósa hinu opinbera fyrir þær aðgerðir sem miðuðu að því að viðhalda einkaneyslu og draga úr áhyggjum hjá

Mundi

Á ekki að henda í eins og eina áskrift og fá mig inn um lúguna í hverri viku?

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

heimilunum í landinu eru í þann mund að fara dúkka aftur upp í heimabankanum, rétt eins og fyrsta haustlægðin. Það er því ljóst að brúin góða nær ekki einu sinni hálfa leið yfir dauðadalinn. Fallið gæti orðið mörgum hátt og þungt og ljóst að mörg heimili munu eiga erfitt með að ná endum saman. Nú er komin önnur umferð, dekkri en fyrri. Það er ljóst að stjórnvöld verða að leggja út línur fyrir almenning í landinu, ekki til skemmri tíma í þetta skipti. Við getum ekki pissað í skóinn okkar. Það þarf að taka þetta efnahagsástand sem nú blasir við okkur í kjölfar Covid mun fastari tökum.

Þrátt fyrir að Ljósanótt verði ekki þetta árið þá ætlum við að bjóða upp á

Ljósanæturafslætti og tilboð í verslunum okkar og veitingastöðum 2.–5. september. Venjulegur opnunartími.


Víkurfréttir í áskrift!

Verð frá 3.890 kr/mán

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

... og þú færð þær inn um lúguna

Sjá nánar á síðu 23

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Miðvikudagur 2. september 2020 // 33. tbl. // 41. árg.

Fresta því að verða fimmtug! Árgangur 1970 hittist á hátíðarsvæðinu. - sjá síðu 6

Guðlaugur og fjölskylda í Wales 24 16-17

Fyrsta brugghúsið á Suðurnesjum

Sportið

Vegan-kleinuhringir og súrdeigsbrauð

SIGVALDI ARNAR LÁRUSSON

Heimakær kántríbolti með veiðidellu á háu stigi

meðal nýjunga í 25 ára Hérastubbi

18-19

MANNLÍFIÐ

ARNAR DÓR með nýtt lag

EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! -40% Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

1.150 21

12-13

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-50%

-41%

Kalkúnabringur

Kalkúnasneiðar

KR/KG ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 3.039 KR/KG

1.559

1.793

Tilboðin gilda 3.—6. september


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fjármunir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest Atvinnuleysi í Reykjanesbæ í júlí mældist 18,5%. Alls voru 2.336 án vinnu og 328 á hlutabótaleið. Helmingur þeirra sem nú eru atvinnulausir höfðu bein störf í ferðaþjónustu eða flugsamgöngum. „Í ljósi fregna síðustu vikna má gera ráð fyrir að þessi fjöldi muni aukast enn frekar. Bæði eru uppsagnarfrestir margra þeirra sem sagt hafði verið upp í maí að renna út núna í ágúst, auk þess sem endurráðningar vegna vonar um aukin umsvif í flugi og ferðaþjónustu munu nú ganga til baka,“ segir í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Menningar- og atvinnuráð skorar á allt atvinnulíf, jafnt sem stjórnvöld, að sækja fram og halda efnahagslegum áhrifum af Covid-19 í lágmarki. Menningarog atvinnuráð ítrekar þá skoðun sína að mikilvægt er að fjármunir ríkisins fari þangað sem þörfin er mest, þ.e. á Suðurnesin.

Aukin þörf á fjárstuðningi – Prestar lýsa áhyggjum af ástandinu og aukinni þörf fyrir stuðning við framfærslu Prestarnir í Njarðvíkurprestakalli, Keflavíkurprestakalli og Útskálaprestakalli hafa sent erindi til sveitarfélaga á Suðurnesjum er varðar aukna þörf á fjárstuðningi til framfærslu. Bréfið var sent sveitarfélögum svæðisins í lok maí að loknum fundi prestanna og starfsmanna sókna á Suðurnesjum með fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar. Tilefni fundarins var aukin þörf og yfirvofandi fjölgun þeirra sem leita munu aðstoðar til Hjálparstarfs kirkjunnar í gegnum kirkjurnar á svæðinu, Velferðarsjóð Suðurnesja og Líknar- og hjálparsjóð Njarðvíkurkirkna. Í erindi prestanna segir að hópurinn hafi miklar áhyggjur af því ástandi sem skapast mun í haust að óbreyttu þegar uppsagnarfresti fólks lýkur og fleiri fara á atvinnuleysisbætur. Fyrir er stór hópur öryrkja og erlendra ríkisborgara sem er á mjög lágri framfærslu á svæðinu. Þá sé sífellt meiri ásókn í stuðning við kaup á mat og lyfjum. „Við leyfum okkur að benda á að það er hlutverk sveitarfélaga að tryggja fólki grunnframfærslu.

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is

Þannig er það í raun ekki hlutverk Hjálparstarfs kirkjunnar, Líknar- og hjálparsjóðs Njarðvíkurkirkna eða Velferðarsjóðs Suðurnesja að létta ábyrgð sveitarfélaganna af framfærslu íbúa. Má þar einkum benda á greiðslu skólamatar og allt sem fellur undir skipulagt skólastarf eins og skólabúðir og skólaferðalög. Eins vekjum við athygli á því að framfærslustyrkur er mun lægri hjá

sveitarfélögum á Suðurnesjum en öðrum sveitarfélögum. Við leggjum til að sveitarfélögin á Suðurnesjum hækki sitt framlag til jafns við framfærslustyrki annarra sveitarfélaga,“ segir í erindi prestanna. Þá segir að ljóst sé að Hjálparstarf kirkjunnar, Velferðarsjóður Suðurnesja og Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna muni þurfa að skerpa enn fremur á hlutverki sínu

á komandi tíma enda svigrúm til aðstoðar háð frjálsum framlögum í fyrrnefnda sjóði. Bréf prestanna var tekið fyrir í bæjarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku en sviðsstjórar velferðarsviðs og fræðslusviðs sátu fund bæjarráðs þegar erindið var tekið fyrir. Bæjarráð fól þeim að vinna áfram í málinu sem tekið er fyrir í bréfinu.

Suðurnesjabær lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Á 56. fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar voru atvinnuleysistölur í sveitarfélaginu og á Suðurnesjum teknar til umfjöllunar og eftirfarandi bókun lögð fram. „Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar fyrir ágúst 2020 er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, almennt og minnkandi starfshlutfall, telji um 17% á Suðurnesjum og tæplega 14% í Suður-

nesjabæ. Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er hvergi meiri á einu landsvæði en á Suðurnesjum. Í ljósi þróunar á heimsfaraldri Covid-19 og þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til, þá er ástand og horfur í atvinnumálum nú enn meira áhyggjuefni en var fyrir nokkrum vikum síðan. Eftir að heldur birti til á sumarmánuðum, þá standa nú fjölmörg atvinnufyrirtæki frammi fyrir samdrætti í starfsemi þeirra, sem veldur tekjufalli og hefur í för með sér fækkun starfsfólks. Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga ein-

staklinga og heimili vegna atvinnumissis og óvissu í atvinnu- og fjármálum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingismanna um að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir og leita leiða til að koma hjólum flugtengdrar starfsemi í gang að nýju. Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þeirra, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa.“

vf is

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

62 sagt upp hjá Fríhöfninni

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Isavia segir upp 133 starfsmönnum Isavia hefur sagt upp 133 starfsmönnum og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall. Þessar aðgerðir koma til viðbótar því að 101 starfsmanni Isavia var sagt upp störfum í lok mars síðastliðins. Síðan þá hefur auk þess verið gripið til ýmissa annarra hagræðingaaðgerða og skipulagsbreytinga svo sem sameiningu sviða og fækkunar í framkvæmdastjórn félagsins. Frá því Covid 19 faraldurinn hófst hefur stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40% „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli, “ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði

og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ segir Sveinbjörn Indriðason.

Vegna mikils samdráttar í rekstri og óvissu vegna áhrifa Covid 19 heimsfaraldursins hefur Fríhöfnin ehf, dótturfélag Isavia ohf, sagt upp 62 starfsmönnum. Frá því áhrifa faraldursins fór að gæta hér á landi hefur stöðugildum hjá fyrirtækinu fækkað um tæp 60% og gripið hefur verið til ýmissa annarra hagræðingaraðgerða sem snerta öll svið Fríhafnarinnar, segir í frétt frá fyrirtækinu. „Því miður er staðan þannig að fækkun starfsfólks er óhjákvæmileg,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. „Útlit er fyrir að ferðamenn sem koma til landsins verði afar fáir næstu misserin og erfitt að spá fyrir um hvenær fer að horfa til betri vegar. Við hjá Fríhöfninni höfum gripið til ýmissa hagræðingaraðgerða frá því að heimsfaraldurinn hófst en því miður er staðan og útlitið verra en spáð var á fyrstu stigum.“ Þorgerður segir að mikil óvissa sé framundan og staðan verði endurskoðuð reglulega.

„ÞAÐ MYNDI HEYRAST Í EINHVERJUM EF FISKIMIÐUNUM YRÐI LOKAÐ Í EINNI SVIPAN“

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

„Það er erfitt að fylgjast með þróun atvinnumála á Suðurnesjum þessa dagana þar sem Keflavíkurflugvöllur er, beint eða óbeint, uppspretta 40% efnahagsumsvifa. Það myndi heyrast í einhverjum ef fiskimiðunum yrði lokað í einni svipan,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í framhaldi af tilkynningu Isavia um uppsagnir 133 starfsmanna.

Langflestir starfsmanna sem nú voru að fá uppsögn eru búsettir á Suðurnesjum. Kjartan Már segir þetta mikil vonbrigði og áfall fyrir svæðið. Hann setur spurningamerki við þeirri ákvörðun að senda alla sem koma til landsins í sóttkví og hefði viljað sjá mildari aðgerðir af hálfu yfirvalda. Til skemmri tíma sé mikilvægt núna að styðja þá sem eru án atvinnu, m.a. með virkniúrræði.


FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ! Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

-50%

1.150

-40%

-41%

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

Kalkúnabringur Erlendar

Kalkúnasneiðar

1.793

-40%

KR/KG ÁÐUR: 3.039 KR/KG

Ýsubitar Skinney

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 1.869 KR/KG

1.739

ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG

ALLTAF GÓÐUR!

-36% Lambalærissneiðar Kryddaðar

1.559

1.196

AR G A D N Í M A T Í V , Bio Kult f Now 25% afsláttur a um og Gula miðan

Hamborgarhryggur

999

-44%

KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG

-25%

-50%

Bökunarkartöflur

135

KR/KG ÁÐUR: 269 KR/KG

Croissant Með skinku og osti

150

-50%

KR/STK ÁÐUR: 299 KR/STK

Tilboðin gilda 3.— 6. september

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ríkisstjórnin hvött til að fara í aðgerðir fyrir Suðurnesin Nú þegar fyrir liggja hertar sóttvarnaraðgerðir á landamærum Íslands, telur bæjarstjórn Reykjanesbæjar einsýnt að grípa verði til áhrifaríkra mótvægisaðgerða til stuðnings þeim aðilum sem verða fyrir þungu höggi vegna þeirra.

Atvinnuleysi mælist nú 19% í Reykjanesbæ og þá á eftir að að meta þær uppsagnir sem Isavia og Fríhöfnin hafa nú gripið til. Reikna má með að flestir þeirra 195 sem þar misstu vinnuna búi á Suðurnesjum. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvetur því ríkisstjórn Íslands til

þess að ráðast nú þegar í aðgerðir til hjálpar þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem þessar aðgerðir bitna hvað harðast á. Þrátt fyrir að það sé hægt að skilja þörfina fyrir slíkum sóttvarnaraðgerðum er ekki hægt að láta einstaka landshluta bera stærstan hluta þess

efnahagslega skaða sem óneitanlega hlýst að af þessum aðgerðum. Mótvægisaðgerðir verða tafarlaust að koma til. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill því hvetja ríkisstjórn Íslands og þingmenn svæðisins til dáða. Það eru fjölmörg atvinnuskapandi verkefni

sem hægt er að ráðast í með litlum fyrirvara og nú ríður á að allir rói í sömu átt til þess að lágmarka þann skaða sem nú þegar er orðinn, segir í bókun Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fundi hennar 1. september.

Vilja bílastæði við Afreksbraut til fjáröflunar

Stjórn knattspyrnudeildar Ungmennafélags Njarðvíkur hefur farið þess á leit við Reykjanesbæ að deildin fái til umráða, líkt og undanfarin ár, hluta af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut. Knattspyrnudeildin stefnir að því að bjóða upp á pláss til geymslu fyrir bíla til lengri eða skemmri tíma og er þá einkum horft til bílaleiga sem starfa á svæðinu. Geymsla bíla hefur reynst deildinni dýrmæt fjáröflun síðustu ár. Í umsókninni til Reykjanesbæjar segir að bílastæðið

sé lítið notað mestallt árið. Þá hefur deildin áhuga á að gerður verði samningur til tveggja ára. Verkefnið sé hugsað sem fjáröflun fyrir starfsemi deildarinnar en á þessum fordæmalausu tímum er mikilvægt að allir standi þétt saman. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók jákvætt í erindið á síðasta fundi sínum og fól bæjarstjóra að vinna áfram í málinu. Á myndinni má sjá umrætt bílastæði við Afreksbraut í Njarðvík. VF-MYND: HBB

LJÓSANÆTURFJÖR Við bjóðum 10% afslátt af frönsku ljósunum 20% af gjafavörum og ilmolíulömpum 30% af völdum vörum alla Ljósanæturdagana. Opið til kl 18.00 á laugardaginn!

HAFNARGÖTU 23 • ZOLO.IS


Viltu prufukeyra framtíðina?

Við þurfum á þinni aðstoð að halda. Vissirðu að nýjasta tækni getur gert umferðina öruggari? Við erum að þróa nýtt app sem kallast Ökuvísir sem hjálpar viðskiptavinum okkar að lenda sjaldnar í slysum. Þetta einfalda og sniðuga app hjálpar þér að fylgjast með akstrinum og hvetur þig til að keyra vel. Í samvinnu við viðskiptavini okkar viljum við fækka bílslysum á Íslandi. Næsta skref í þessari þróun er að kalla hóp af áhugasömu fólki til liðs við okkur. Taktu þátt í að breyta því hvernig tryggingar virka – og fækka bílslysum í leiðinni. Hafir þú einhverjar spurningar varðandi Ökuvísi bjóðum við þér að kíkja til okkar á

vis.is/okuvisir


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Árgangur 1970 mætti á hátíðarsvæði Ljósanætur í Reykjanesbæ í vikunni, þrátt fyrir að engin verði Ljósanóttin í ár. Allt fyrir mynd í Víkurfréttir :)

Fimmtugsafmælinu frestað til næsta árs Þeir sem eru 50 ára á árinu eru afmælisárgangurinn sem er í aðalhlutverki í árgangagöngunni á Ljósanótt. Nú er hins vegar engin Ljósanótt og gangan verður ekki farin fyrr en að ári. Hvað gerir 50 ára árgangurinn þá? Víkurfréttir hittu fyrir hóp ungmenna úr þessum árgangi 1970 á hátíðarsvæðinu á Bakkalág í Keflavík í vikunni. Bylgja Sverrisdóttir og Rúnar Inga Hannah eru í undirbúningshópi árgangsins. Það lá því beinast við að spyrja hvað eigi að gera á um Ljósanæturhelgina fyrst engin verði hátíðin?

Rúnar, hvað segir þú um þetta? „Við erum bara fólkið sem eldist ekki neitt. Þetta er rosalega skrítið. Við ætluðum að vera svo flott á því og byrjuðum að undirbúa okkur í október í fyrra. Við fengum afrit af dagskrá árgangsins sem varð fimmtudur í fyrra og ætluðum að hafa þetta ljúft og á sömu nótum. Það var allt tilbúið hjá okkur en svo bara öllu

aflýst í upphafi ágústmánaðar. Þetta er mjög skrítin tilfinning. Það átti að vera gott partý þar sem við ætluðum að hittast og borða saman á föstudeginum. Það var búið að panta diskótek og ýmislegt fyrir það og fjörið átti að vera á föstudeginum. Svo átti að hittast í hádeginu á laugardegi og borða saman áður en farið væri í árgangagönguna eins og lög gera ráð fyrir og fara hingað á hátíðarsvæðið og skemmta okkur með öllum. Það bíður betri tíma.“ Árgangagangan hefur verið einn af föstu liðunum á Ljósanótt síðustu ár þar sem allir hittast og hafa gaman. Ljósanótt er ein af stærstu bæjar-

hátíðum landsins og svo er allt í einu skrúfað fyrir allt. Þetta eru skrítnir tímar, Bylgja. „Já, þetta eru skrítnir tímar en við bjuggumst við þessu. Það hefur þurft að fresta svo mörgu síðustu vikur og mánuði. En það kemur önnur Ljósanótt, það er ekki spurning. Það er verst með árganginn undir okkur, sem eru fædd 1971. Við í árgangi 1970 vorum svo erfiður árgangur í Keflavík og það bitnaði svolítið á 71-árganginum. Því miður fyrir þau á næsta ári, því við þurfum að fá að vera til hliðar,“ segir Bylgja. „Aumingja þau,“ segir Rúnar og segir að árgangurinn hafi ætlað að koma inn með trompi og mikið hafi

1970

„Ætli við verðum ekki bara heima með fjölskyldunni og látum þetta bara bíða til betri tíma. Við ætlum að seinka því um eitt ár að verða fimmtug, verðum bara 49 ára í eitt ár í viðbót eins og ein góð sagði í árganginum,“ segir Bylgja í samtali við blaðamann.

BJÓR

ÞANG

verið lagt í að hafa sem flesta fædda 1970 á svæðinu. Þannig var búið að bjóða öllum sem eru fæddir 1970 að taka þátt í fjörinu, þó svo þau hafi ekki gengið sína grunnskólagöngu í Keflavík eða Njarðvík. Það var búið að kalla saman hóp yfir 160 einstaklinga og rúmlega 100 höfðu boðað komu sína á Ljósanótt í ár. En það verður enginn hittingur í ár hjá árgangi 1970 en búast má við því að hann láti mikið fyrir sér fara að ári. Þegar Rúnar er spurður hvað hann ætli að gera um helgina, þá kemur í ljós að hún verður óhefðbundin. Hann sé að skipta um parket á íbúðinni sinni og verði örugglega að rífa upp gamalt parket alla helgina. Bylgja ætlar ekki að rífa parket, en á von á því að fjölskyldan hittist og grilli í tilefni Ljósanætur sem ekki varð. Bylgja starfar sem hárgreiðslukona og þarf að nota grímu við sín störf. Hún segir það mjög erfitt og úthaldið er minni þegar það þarf að anda í gegnum grímuna allan daginn. „Maður leggur þetta á sig og þetta

er betra en að þurfa að loka eins og þurfti að gera í mars og arpíl.“ Rúnar starfar í flugstöðinni og þar er staðan ekki góð eins og heyra hefur mátt af fréttum síðustu daga. „Það er mjög rólegt í flugstöðinni. Þegar maður hefur labbað um flugstöðina í mörg ár þegar mikið er að gera þá er ástandið núna skrítið og liggur við að maður verði þunglyndur á að labba um stöðina þegar ekkert er að gera og maður getur talið bílana á bílastæðinu þegar þeir eru innan við tíu. En ég er viss um það að þegar það kemur GO á allt, þá verðum við fljót að koma til baka. Við erum með sterkan hóp hér fyrir sunnan og vonandi koma þau sem fyrst í vinnu og við getum farið að taka á móti ferðamönnum að nýju,“ segir Rúnar. „Ísland er fallegt land og það er ekkert að fara að breytast. Um leið og fólk fer að ferðast, þá held ég að það komi til okkar.“ Þau Bylgja og Rúnar leggja áherslu á samstöðu, að allir standi saman og þá komumst við í gegnum þennan skafl sem nú er til vandræða.

0 3 : 0 2 . L K G A D U T M FIM .IS G VF O T U A R HRINGB


20 HOT WINGS 8 ORIGINAL LUNDIR 10 ORIGINAL LEGGIR

2.590 kr.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nemendur gengu 3004 km. Göngu- og hjólastígurinn í Suðurnesjabæ opnaður formlega Nemendur Gerðaskóla og Sandgerðisskóla opnuðu formlega nýjan göngu- og hjólastíg á milli Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ í síðustu viku. Um er að ræða rétt rúmlega 4 km. langan stíg sem er 2,5 metrar á breidd en framkvæmdir hafa staðið yfir allt

þetta ár. Stígurinn er upplýstur með tæplega 100 ljósastaurum og samtals er malbikið sem fór á stíginn yfir 10.000 fermetrar. Nemendur skólanna vígðu stíginn með því að hlaupa eða ganga og mættust á miðri leið á móts við golfvöllinn að Kirkjubóli. Með reglu-

legu millibili var svo marglitu dufti kastað yfir skólafólkið í anda þess sem gert er í litahlaupinu. Samtals fóru nemendurnir 3004,5 kílómetra. Nýi stígurinn er þegar orðinn mjög vinsæll og margir hafa nýtt hann til útivistar og heilsubótar í

sumar, þó svo framkvæmdum hafi ekki verið lokið. Stígurinn eykur líka öryggi gangandi vegfarenda til muna á leiðinni milli Garðs og Sandgerðis. Eins og fyrr segir eru rétt um 100 ljósastaurar sem lýsa leiðina yfir heiðina og á nokkrum staurum

eru skilti með upplýsingum um vegalengdir og hvatningarorðum til þeirra sem ferðast eftir stígnum. Það var verktakafyrirtækið Ellert Skúlason sem var aðalverktaki við lagningu stígsins.

Lokun landamæra, aukið atvinnuleysi

Tjarnargötu 3 - sími 421-3855

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

„Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun,“ segir í álykktun stjórnar Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi. „Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að í raun og veru séu það Íslendingar sem eru líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið, heldur getum við búist við smitum af og til á meðan faraldurinn geysar á heimsvísu. Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að

loka fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Eftir gjaldþrot WOW Air og í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið hér á Suðurnesjum eins og fréttir undanfarinna daga sýna og telur stjórn SAR að botninum sé ekki náð. Með ákvörðun ríkistjórnarinnar fyrir tæpum tveimur vikum síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af, allavega tímabundið með auknu atvinnuleysi og Stjórn SAR skorar á Ríkisstjórn Íslands að endurskoða þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum án tafar til að auðvelda erlendum ferðamönnum að heimsækja Ísland og um leið takmarka efnahagsleg áhrif veirunnar.“ Samþykkt á stjórnarfundi SAR 31. ágúst 2020.

Víkurfréttir í áskrift! ... og þú færð þær inn um lúguna

Sjá nánar á síðu 23


GOTT VERÐ alla daga 499 kr/stk

159 kr/pk

Flatkökur HP

SS lifrarkæfa 180 gr

2.519 kr/kg

119 kr/stk

Kókómjólk ¼ ltr

Kjúklingabringur

429 kr/stk

854 kr/pk

Morgundögg frá Kaffitár Malað, 400 gr

KEA vanilluskyr 500 gr

Opnunartími Borgarbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Byggðaveg: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Finndu Krambúðina á Facebook.com/krambudin Krambúðirnar eru 21 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðir, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ert þú með?

Er vellíðan grundvallarmarkmið alls þess sem við gerum? Við viljum vissulega að öllum líði vel. Við trúum því að við komum vel fram við aðra þegar okkur sjálfum líður vel og við höfum heyrt að hamingjan sé fólgin í núinu – það að líða vel í eigin skinni á akkúrat þessari stundu. Hvað getum við gert til þess að öllum líði vel?

Reykjanesbær fékk hugmynd! Nú er unnið að risastóru samfélagsverkefni með það að markmiði að allir passa upp á alla og að allir hafi jöfn tækifæri til þess að tilheyra samfélaginu. Í verkefninu einblínum við á alla en horfum líka sérstaklega til

þeirra sem reynist það meiri áskorun að taka þátt en öðrum. Við leggjum sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna og börn sem ekki eru nú þegar í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Félagsmálaráðuneytið veitti Reykjanesbæ veglegan styrk í upphafi þessa árs til þess að huga að vellíðan barna, jákvæðum samskiptum þeirra og sterkri félagsfærni. Það skyldi gert með áherslu á þátttöku

í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi því allt bendir til þess að samfélagsleg virkni leiði til betri líðan, jákvæðari samskipta, sterkari félagsfærni og þess að fólk sé hluti af samfélagsheildinni.

Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn Svo markmiðin nái fram að ganga þurfa allir að vera með. Það þarf heilt

þorp til þess að ala upp barn. Reykjanesbær ætlar nú að styðja og styrkja þetta þorp. KVAN er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í því að styðja fólk til að ná að virkja það sem í þeim býr og veita þeim aðgengi að styrkleikum sínum. KVAN hefur unnið mikið með vináttuþjálfun barna og fjallað um mikilvægi þess að tilheyra samfélaginu. Einmitt þess vegna eru þau réttu aðilarnir til þess að fræða, þjálfa og mennta alla sem koma að barnastarfi í Reykjanesbæ. Þau munu veita umsjónarkennurum á miðstigi hagnýtt námskeið, einnig kennurum í íslensku sem annað mál og forstöðumönnum frístundaheimila. Þau munu standa fyrir vinnustofum fyrir alla sem koma að barnastarfi í sveitarfélaginu, sama hvort um sé að ræða danskennara, skátaforingja, barnaverndarstarfsmann eða skólaliða og allt þar á milli. Í samvinnu við Sölku Sól Eyfeld munu þau jafnframt leiða fræðslu og þjálfun fyrir jafningjafræðslu sem miðuð er að nemendum 9. bekkjar. Þar að auki munu þau halda nokkra fyrirlestra fyrir starfsmenn sveitarfélagsins og félag foreldrafélaga í Reykjanesbæ. Meginmarkmið ungmennafélaga er ræktun lýðs og lands. Bætt lýðheilsa, betri einstaklingar, betri félög og betra samfélag. Það lá því beint við að fá ungmennafélögin tvö, Keflavík og Njarðvík, til þess að leiða verkefnið áfram. Ungmennafélögin munu verkefnastýra starfinu í vetur, halda utan um allar upplýsingar og tengja önnur íþróttafélög og tómstundahreyfinguna inn í verkefnið. Þau munu jafnframt stýra spennandi kynningum á öllu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu sem munu ekki fara framhjá neinum þegar þar að kemur.

Vel undirbúið samfélagsverkefni Þetta stóra samfélagsverkefni hefur verið vel undirbúið og er það von Reykjanesbæjar að markmiðin nái fram að ganga. Eina leiðin til þess að svo megi verða er að allir séu með í „Það er ábyrgð okkar allra að huga vel að okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru“. Þess vegna hefur Reykjanesbær gert sáttmála sem íbúar eru hvattir til þess að gerast aðili að á vefsíðu Reykjanesbæjar. Sáttmálinn snýr að því að við einsetjum okkur að sýna hlýlegt viðmót og alúð gagnvart öllu okkar samferðafólki. Við ættum að láta okkur varða um öll börn og huga sérstaklega að þeim sem reynist það meiri áskorun að taka þátt í samfélaginu en öðrum. Sýnum hlýlegt viðmót, hugum að fólkinu í kringum okkur af alúð og verum með í Látum okkur líða vel. Verið velkomin í ALLIR MEÐ! Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjöl­menningarmála og verkefnastjóri. Í stýrihópnum eru jafnframt: Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufræðingur. Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli. Haraldur Axel Einarsson, grunnskólafulltrúi. María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar.

Reyklaus september Kjartan Már Kjartansson og Sævar Baldursson. Myndin er tekin við undirskrift samnings.

Bus4u ekur skólabörnum

20% afsláttur af Nicorette í Reykjanesapóteki Saman hugum við að heilsunni

Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.

Nýverið skrifuðu bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, og Sævar Baldursson frá Bus4U undir samning vegna skólaaksturs fyrir börn í Stapaskóla og Háleitisskóla. Samningurinn tekur til skólaaksturs grunnskólabarna í tónmennta-, íþrótta- og sundiðkun segir á vef Reykjanesbæjar.

VEGLEGRI RAFRÆN Ú TG Á FA


Vellíðan barna er okkur mikilvæg og við trúum því að vinátta og sterk félagstengsl vaxi í gegnum leik og jákvæð samskipti. Reykjanesbær hefur því hleypt af stokkunum viðamiklu samfélagsverkefni undir heitinu „Allir með“. Lagt er upp með að öll börn séu í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að allir sem starfi með börnum vinni að vellíðan þeirra með skipulögðum hætti.

BOÐ UM ÞÁTTTÖKU Stöndum saman og skrifum undir Allir með sáttmálann Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn! Svo markmið verkefnisins nái fram að ganga þurfa allir að vera með í Allir með! Það er ábyrgð okkar allra að huga vel að okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru. Reykjanesbær býður hér með öllum íbúum að gerast þátttakandi í verkefninu með því að gerast aðilar að Allir með! sáttmálunum.

Með aðild að sáttmálanum einsetjum við okkur að leggja áherslu á hlýlegt viðmót og alúð gagnvart fjölskyldu, vinum, samstarfsfélögum, nágrönnum og öðru samferðafólki óháð kyni, aldri, uppruna, fötlun, kynhneigð, skoðunum eða trúarbrögðum. Það er mikilvægt að okkur líði öllum vel og að við séum öll hluti af samfélagsheildinni.

Með því að skrifa undir Allir með sáttmálann einsetur fólk sér að leggja sig sérstaklega fram um að: • • • • •

Bera virðingu fyrir fólki og taka tillit til annarra. Einblína á það jákvæða og góða í samferðafólki sínu. Styðja sérstaklega þá sem reynist það meiri áskorun en öðrum að taka þátt í samfélaginu. Láta sig aðra varða og gefa þeim tækifæri til þess að vera hluti af samfélagsheildinni. Rækta jákvæð tengsl við fjölskyldu, vini, samstarfsfólk og nágranna og stuðla þannig að eigin hamingju og vellíðan, sem og annarra.

Hægt er að skrifa undir Allir með sáttmálann á vefsíðu Reykjanesbæjar

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook og reykjanesbaer.is


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vegan-kleinuhringir Vegan-kleinuhringir og súrdeigsbrauð meðal nýjunga í 25 ára Hérastubbi

Bakaradóttirin leiðir Hérastubb áfram veginn með mörgum nýjungum. Forfallnir Arsenal-aðdáendur og eiga ársmiða á heimavöll liðsins. „Það er búið að vera brjálað að gera í Covid og hér hafa stundum myndast raðir langt út úr bakaríinu. Svo höfum við líka verið að gera ýmsar nýjungar sem hafa orðið mjög vinsælar, meðal annars vegan-kleinuhringi og -snúða og fleira vegan-bakkelsi,“ segir Sigurður Enoksson, bakari og eigandi Hérastubbs bakarísins í Grindavík. Siggi bakari er ekki einn í bakarínu en hann stofnaði það með föður sínum fyrir aldarfjórðungi, eða árið 1995, og segist hafa lent í tveimur niðursveiflum á þessum árum en staðið þær af sér. Grindvíkingar hafa verið góðir viðskiptavinir og Siggi og bakarafjölskyldan baka gott bakkelsi. Dóttir hans, Hrafnhildur Kroknes, útskrifaðist sem bakari árið 2014 og síðan sem konditor 2017 og súkkulaðimeistari eftir framhaldsnám í Danmörku 2019. Hún byrjaði snemma að venja komur sínar í Hérastubb og fór fljótlega að afgreiða sem ung skólastelpa. Bakarinn blundaði greinilega í blóðinu á stelpunni og hún er núna á fullu alla daga í bakarínu með föður sínum og tveimur bræðrum. Sannkölluð bakarafjölskylda.

Nýjungar með unga fólkinu Hrafnhildur hefur verið dugleg að mæta með nýjungar og hún segir það skemmtilegt. Faðir hennar tekur sannarlega undir það og er ánægður með stúlkuna sem hefur til að mynda verið dugleg að baka súrdeigsbrauð sem eru vinsæl um þessar mundir. Þá hefur hún líka verið dugleg að baka ýmislegt bakkelsi í vegan en þá eru ekki notaðar mjólkurvörur eða afurðir úr dýraríkinu. „Vegan-verslun í Reykjavík hafði samband og við sendum þeim reglulega vegan-bakkelsi frá okkur sem hefur fengið skemmtilegar móttökur. Þá höfum verið dugleg að baka og gera ýmislegt í veislur eins

og pítubrauð, lítlar pítsur og margvíslegur pinnamatur, það hafa verið vinsælar vörur sem og veislutertur sem Hrafnhildur hefur sérhæft sig svolítið í. Hún er orðin hámenntuð stúlkan og kann ýmislegt,“ segir Sigurður Hérastubbur glaður með dótturina og bætir því við að bakaríið eigi orðið viðskipavini langt út fyrir Grindavík. Suðurnesjamenn og fólk frá höfuðborgarsvæðin lætur sig ekki muna að renna í Grindavík eftir góðu bakkelsi. Hrafnhildur segir að hún hafi fengið bakarann í æð þegar hún var í áttund bekk en þá fór hún að vinna í afgreiðslunni í Hérastubbi. Var þar þangað til hún kláraði tíunda bekk en þá fór hún í bakaranám í Menntaskólanum í Kópavogi og á samning hjá föður sínum. „Jú, það var lítið mál að semja við pabba,“ segir hún aðspurð en núna, nokkrum árum eftir bakaranám og framhaldsnám í Danmörku í konditorí og súkkulaðigerð, leiðir hún nýjungar í bakaríinu. Siggi faðir hennar er alsæll með það. „Þetta er bara alveg frábært. Hún mætir með margar hugmyndir að nýjum vörum og við höfum verið að spreyta okkur í ýmsu sem hefur gengið vel.“

Súrdeigið er hollara „Fyrst sjá ég bara kökur en hef líka fært mig yfir í brauðið og er mjög áhugasöm um súrdeigsbrauð. Þau eru mjög vinsæl hjá mörgum en þau henta betur þeim sem eru með geróþol. Það fer betur í magann á manni,“ segir unga konan. Meðal nýj-

unga eru Naan-súrdeigsbrauð sem eru í boði á þriðjudögum – en svo eru margar þekktar vörur í bakarínu líka orðnar til í vegan, þar má nefna snúða, kleinuhringi, rúnstykki og nýjasta tilraunin er í vínarbrauðum. Feðginin sögðu að það hefði verið áskorun en vegan-vínarbrauð er frábært með góðum kaffibolla að sögn Sigurðar en bætir því við að það sé samt misskilningur að vegan-vörur séu eitthvað hollari, þar sé t.d. sykur. Hrafnhildur dregur fram „Brownies“-

Þetta er bara alveg frábært. Hún mætir með margar hugmyndir að nýjum vörum og við höfum verið að spreyta okkur í ýmsu sem hefur gengið vel ...

Páll Ketilsson pket@vf.is

kökur sem innihalda í hefðbundinni uppskrift talsvert af smjöri og eggjum. „Ég þurfti nokkrar tilraunir til að finna réttu vegan-uppskriftina en það tókst mjög vel.“ Sigurður segir að vegna margra nýjunga sem þau séu að bjóða upp á þá sé plássið stundum of lítið í bakaríinu. Því þurfi að huga að því og skipuleggja vinnuna því ekki sé hægt að bjóða upp á allt alla daga. „Hrafnhildur, varstu búinn að sýna honum töfluna okkar? Sjáðu, hér sérðu pantanir næstu vikuna. Svona er þetta. Ánægjulegt en við þurfum að vera skipulögð og biðjum því viðskiptavini um að panta tímanlega hjá okkur ef þau vilja fá sitt bakkelsi á ákveðnum degi,“ segir Siggi.

Feðginin saman við alls kyns kræsingar sem eru á boðstólum hjá Hérastubbi bakara.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Núna er Þristakakan og saltkaramellukakan vinsælar en svo bökum við líka mjög oft marsipan­tertu með jarðarberjafyllingu. Svo prófuðum við nýja blöndu með jarðarberjum, kókosbollu og vanillurjóma og hún hefur fengið góðar móttökur ...

Hrafnhildur er alger meistari þegar kemur að bakaralistinni, hún hefur útbúið fjölmargar vegan-uppskriftir að gómsætu bakkelsi.

um helgar. Fjöldi viðskiptavina utan Grindavíkur lætur sig ekki muna um að skjótast í bæinn og ná sér í súrdeigsbrauð eða vegan-kleinuhring með bleiku glassúri. Við fengum sögu af hvernig hægt var að gera glassúrið vegan. „Við tókum út rauðan matarlit og notum sólberjasaft í staðinn,“ sagði Hrafnhildur sem hefur þurft að hugsa margt upp á nýtt í bakaríinu. Í Grindavík hafa jarðskjálftar verið allt að því daglegt brauð og ótrúlegt en satt þá kom einn stærsti skjálfti ársins á meðan Víkurfréttamenn voru í heimsókn.

Vegan-snúðarnir eru sannkallað lostæti. – En þið hafið verið að framleiða vegan-vörur fyrir verslun í Reykjavík? Sigurður jánkar því og segir að það hafi gerst í framhaldi af því að viðskiptavinur hafi prófað vegan-vörur hjá þeim og hann hafi látið verslunina vita. Í framhaldi af því hefur Hérastubbur bakað vegan-vörur og sendir búðinni í borginni þrisvar sinnum í viku. „Bakkelsið er með límmiðum frá Hérastubbi því það þarf að vera innihaldslýsing á öllum vegan-vörum,“ segir Siggi. Hrafnhildur segir að það berist mikið af sérpöntunum og þá meira í tertum. „Núna er Þristakakan og saltkaramellukakan vinsælar en svo bökum við líka mjög oft marsipan­ tertu með jarðarberjafyllingu. Svo prófuðum við nýja blöndu með jarðarberjum, kókosbollu og vanillurjóma og hún hefur fengið góðar móttökur. Við erum hér til að þjónusta fólk og hvetjum fólk til að panta t.d. deginum áður,“ segir bakaradóttirin með brosi á vöru og jánkar spurningu blaðamanns um það hvort þau baki eitthvað gamaldags eins og franskbrauð. Pabbi hennar svarar þessu nokkuð ákveðið líka og kinkar kolli. „Jú, við erum í þessu hefðbundna og sumir segja gamaldags brauðum og kökum að sjálfsögðu líka. Ég get bætt normalbrauðinu við í þá umræðu. Það er svakalega gott hjá okkur. Já og gömlu formkökurnar, sandkaka, jólakaka og möndlukaka. Við eigum dyggan viðskiptavin, eldri mann í Vogum sem pantar svona reglulega,“ segir hann.

reika í að verða leikari þegar hann var yngri. Úr því varð ekki. Bakari skyldi strákur verða. Hérastubbur er opinn alla daga og fjölskyldan skiptist á að vinna

Arsenal og Grindavík Í lok heimsóknarinnar fengum við að heyra að fjölskyldan væri ekki bara í bakstri heldur séu þau öll forfallnir

aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Arsenal, að Grindavík ógleymdu að sjálfsögðu. „Við eigum ársmiða á Emirates, heimavöll Arsenal, en höfum ekki farið síðustu mánuði út af Covid – en það koma dagar vonandi fljótlega. Við höfum hér heima stutt Grindvíkinga og Þrótt í Vogum og erum ánægð með það.“ Siggi segist hvergi vera hættur í bakarísrekstri og bætir því við að með nýju fólki fylgi breyttir tímar en hann hefur þurft að hafa sig allan við til að vera með dótturinni í hugmyndavinnunni. Það hafi þó gengið vel. Reynslan segi líka sitt. „Nýju fólki fylgja breyttir tímar en við fylgjum straumnum þar sem dóttirin leiðir okkur áfram veginn.“

„Jú, við erum í þessu hefðbundna og sumir segja gamaldags brauðum og kökum að sjálfsögðu líka. Ég get bætt normalbrauðinu við í þá umræðu. Það er svakalega gott hjá okkur ...

Bakari – ekki leikari Nafnið á bakaríinu er dregið út úr samnefndu leikriti um Hérastubb en Siggi bakari lét hugann jafnvel

Það er stutt í gleðina í bararíinu í Grindavík.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ELENORA er kolfallin fyrir súrdeigsbrauði

Njarðvíkurmærin Elenora Rós Georgsdóttir, Suður­nesjamaður ársins 2017 hjá Víkurfréttum, átti sér draum um að gefa út bók um brauð og kökur. Nú er hann að verða að veruleika og BAKAÐ með Elenoru Rós kemur út í haust. Hún bakaði uppskriftirnar og skrifaði alla bókina á aðeins tveim vikum í sumar.

„Bókin er virkilega fjölbreytt og stútfull af nýjum uppskriftum og góðum ráðum. Þetta er eiginlega covid-barnið mitt þar sem hugmyndin að bókinni varð til í samkomubanninu,“ segir Elenora Rós Georgsdóttir, bakaranemi og Suðurnesjamaður ársins 2017. Elenora Rós hefur verið dugleg á samfélagsmiðlum og margir fjölmiðlar hafa sagt frá ævintýrum bakaranemans úr Innri-Njarðvík. Þá hefur hún verið reglulegur viðmælandi á útvarpsstöðinni K100.

– En hvað geturðu sagt okkur um þessa bók? „Mér þykir ofboðslega vænt um þessa bók. Ég fékk skilaboð frá Jóni Axel Ólafssyni sem sagði mér að ég ætti að gefa út bók í byrjun árs. Ég átti mér draum um að gera það einn daginn en bjóst ekki við að gera það svona ung. Eitt leiddi að öðru og örfáum vikum eftir þessi skilaboð var ég komin með útgáfusamninginn í hendurnar og allt fór á fullt.“

EITTHVAÐ FYRIR ALLA Bókin skiptist í fimm kafla og fjalla þeir um súrdeigsbakstur, brauðrétti, sætabrauð, þjóðlegt bakkelsi og samlokur. „Það ættu allir að finna sér eitthvað í þessari bók. Eddan gefur út bókina og um uppsetninguna á henni sér ritstýran mín, hún Þóra Kolbrá. Hún er algjör gullmoli og á mikið hrós skilið. Bókin verður yfir 150 blaðsíður og mun koma út í haust, líklegast í október og mun bera nafnið BAKAÐ með Elenoru

Ég var kolfallin fyrir kökum þegar áhuginn minn á bakstri kviknaði og fljótt fór ég að hafa mikinn áhuga á blaut­deigi, croissanti og skandinavísku bakkelsi ...

Rós. Þetta var allt virkilega fljótt að gerast en ég bakaði allar uppskriftirnar og skrifaði alla bókina á aðeins tveim vikum. Þetta var þvílíkt púsluspil þar sem ég var í fullri vinnu á meðan en hófst á endanum með mikilli vinnu sem og hjálp frá fólkinu í kringum mig. Bróðir minn og mágkona voru t.d. dugleg að bjóða mér í mat og mamma og pabbi hjálpuðu mikið til við frágang sem munaði miklu.“ – Hvernig er að starfa í eldhúsi Bláa lónsins, fær bakarinn að njóta sín þar? „Ójá, heldur betur. Ég elskaði fyrri vinnustaðinn minn, það sem ég gerði þar og fólkið þar. Ég átti mjög erfitt með að hætta að vinna þar til að geta byrjað að vinna í Bláa Lóninu – en ég sé sko heldur betur ekki eftir því. Ég kynntist svo innilega frábæru fólki þegar ég byrjaði að vinna þar og hef lært svo heilmargt. Þar fæ ég að vinna með croissant, kökur, súrdeigsbrauð, eftirréttagerð og konfektgerð svo fátt sé nefnt. Ég elska hvað dagarnir mínir eru fjölbreyttir og hvað ég hef lært ótrúlega marga nýja hluti. Bakararnir og kokkarnir sem ég vinn með eru frábærir og eru ávallt tilbúnir að hvetja mig áfram og styðja mig í mínu fagi. Við gerum morgunmat fyrir hótelið, eftirrétti og brauð fyrir veitingastaðina LAVA og MOSS, kökur fyrir „high tea“ á hótelinu, bakkelsið fyrir bistroið, brauð og bakkelsi fyrir starfsmennina og svo erum við oft með allskyns pantanir og fleira.“ – Hvað finnst þér skemmtilegast að baka? „Ég var kolfallin fyrir kökum þegar áhuginn minn á bakstri kviknaði og fljótt fór ég að hafa mikinn áhuga á


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Ég elska hvað dagarnir mínir eru fjölbreyttir og hvað ég hef lært ótrúlega marga nýja hluti ...

blautdeigi, croissanti og skandinavísku bakkelsi en núna í dag er það alveg klárt mál, súrdeigsbrauð. Ég hef aðeins unnið í súrdeigbakaríum frá því ég hóf námið mitt en áhuginn minn kviknaði ekki fyrr en í samkomu-banninu þegar ég bjó til minn eigin súr og allt fór á fullt. Núna er ég alveg heltekin og finnst allt við þetta ferli svo áhugavert og spennandi og það hlakkar í mér í hvert skipti sem ég veit að það er súrdeigsbakstur framundan. – Hvernig hefur sumarið leikið við þig? „Sumarið mitt fór heldur betur ekki eins og planað var og var frekar

óvenjulegt en samt skemmtilegt. Ég ætlaði mér upprunalega að taka mér langt frí, kíkja til útlanda og hafa það næs en ég var á fleygiferð í allt sumar og lítill tími fór í afslöppun. Mikill hluti af sumrinu fór í bókina, að búa til uppskriftirnar, baka þær, mynda bakkelsið og skrifa uppskriftirnar. Ég var með –„pop-up“-bakarí á Deig í miðbæ Reykjavíkur í byrjun sumars sem var virkilega skemmtilegt og svo byrjaði ég að vinna aftur þar sem Bláa lónið lokaði í ágætan tíma vegna COVID en opnaði aftur í júní. Ég tók mér aðeins vikufrí í allt sumar og fór þá hringinn í kringum landið sem var virkilega skemmtilegt en við voru mjög heppin með veðrið allan

tímann sem við ferðuðumst. Annars var ég mikið að reyna að njóta þeirra sólargeisla sem við fengum þetta árið með vinum mínum og fjölskyldu þegar ég var ekki að skrifa bók eða vinna.“ – Þannig að haustið hlýtur að leggjast vel í þig, bókin að koma út og spennandi hlutir að gerast hjá þér? „Haustið verður vonandi ótrúlega skemmtilegt. Ég gef bókina mína út í haust sem leyfir mér strax að trúa að það sé alla vega eitthvað sem ég get hlakkað til. Þar sem mun færri ferðamenn eru að koma til landsins ríkir mikil óvissa hjá mér varðandi

vinnu þar sem ég stóla á ferðamenn til að geta haldið minni vinnu en ég krossa fingur og vona það besta. Ég er margfalt meiri haust- og vetrarkona heldur en sumar- og vorkona svo ég er heldur betur tilbúin í smá kósý stemmingu og notalegheit. Ég er dugleg að finna mér ný verkefni og það er sjaldnast lognmolla í kringum mig. Þannig að þó svo að það sé kannski ekki mikið planað þá finn ég mér alltaf eitthvað,“ segir Elenora Rós verðandi rithöfundur. Páll Ketilsson pket@vf.is Myndir úr einkasafni

Bílaútsalan þín!

GMC Yukon

Land Rover Discovery

Toyota Land Cruiser

Verð 8.900.000 kr.

Verð 7.890.000 kr.

Verð: 5.990.000 kr.

árg. 2016, ekinn 136 þús., sjálfskiptur

árg. 2017, ekinn 97 þús., sjálfskiptur

árg. 2016, ekinn 136 þús., sjálfskiptur

Jeep Wrangler

Nissan Leaf 40KWH

Toyota Avensis

Verð 5.890.000 kr.

Verð 3.690.000 kr.

Verð 1.990.000 kr.

árg. 2017, ekinn 135 þús.,sjálfskiptur

árg. 2019, ekinn 43 þús., sjálfskiptur

árg. 2016, ekinn 117 þús., sjálfskiptur

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Markús, Davíð og Kristinn í Litla brugghúsinu.

Rosmhvelingur, Nýlenda eða Steinuður Fyrsta brugghúsið stofnað á Suðurnesjum setur fimm bjóra á markaðinn. Nöfnin úr Suðurnesjasögunni. Skemmtileg viðbót í ferðaþjónustuflóruna á Suðurnesjum. Rosmhvelingur, Nýlenda eða Steinuður gætu orðið þekkt nöfn á Suðurnesjum og jafnvel víðar. Eigendur þeirra eru alla vega bjartsýnir og stefna á að koma þeim á Íslandsmarkað á næstu vikum. Við erum að tala um nýjar bjórtegundir bruggaðar á Suðurnesjum. Í fyrsta brugghúsi svæðisins. Fyrstu Suðurnesja-bjórarnir! Nafnið á brugghúsið hafði lengi staðið í stofnendunum. Svo þegar þeir fjárfestu í húsi í Garðinum í Suðurnesjabæ kom það. Litla brugghúsið er í húsnæði sem Litla leikfélagið í Garðinum byrjaði að byggja fyrir margt löngu síðan. Stofnendurnir eru þrír, allir með tengingu í Garðinn og heita Davíð Ásgeirsson, Markús Arnar Finnbjörnsson og Kristinn Bergsson. Þeir Davíð og Markús fóru saman á kornsuðunámskeið árið 2016 sem konur þeirra gáfu þeim og ekki löngu seinna hittu þeir Kristinn sem er eins og þeir, mikill áhugamaður um bjór og bjórgerð. Hann sagðist ekki geta beðið lengur með að fara að framleiða bjór og eftir smá spjall smullu þremenningarnir saman og stofnuðu fyrirtækið.

Smullu saman „Við vorum búnir að sanka að okkur eitthvað af búnaði fyrir brugghús og byrjaðir að undirbúa þegar við hittum Kristinn á einhverri bjórhátíð,“ segja þeir Davíð og Markús og Kristinn segir að hann hafi bara heimtað að vera með. „Það er auðvitað svolítið skrýtið að fara í svona verkefni á tímum Covid en við vildum ekki bíða lengur,“ segir Kristinn sem hafði verið í svipuðum pælingum og þeir og dundað sér við iðjuna í bílskúrnum.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Fyrstu Suðurnesjabjórarnir!

Góður mjöður úr Garðinum Þar sem áhugafólk um leiklist í Garðinum hafði séð fyrir sér geymsluhúsnæði fyrir leikmuni og æfingapláss er nú snyrtileg bjórgerð. Við komuna inn í Litlu bjórgerðina taka við manni bjórdælur á standi og auglýsingatafla þar sem sjá má nöfn fimm bjórtegunda sem eru á upphafslista félaganna. Kútar og fleiri tæki til bjórgerðar eru inni í húsinu. Allt bara nokkur snyrtilegt. Ekki mikil bjórlykt en smá. Auk fyrrnefndra nafna má sjá kunnugleg nöfn sem tengjast

svæðinu á töflunni, Nýlenda og Keilir en það síðasta er líka skemmtilegt; Gaurinn. Víkurfréttamenn fengu að smakka og félagarnir sötruðu aðeins líka. Dómnefnd Víkurfrétta gaf bjórunum góða einkunn. En hvernig velur maður bjórtegundir og hvað tekur þetta langan tíma?

Keilir uppseldur „Möguleikarnir eru margir og við erum búnir að setja Keilisbjórinn í prufukeyrslu á kránni Paddy’s í Keflavík. Honum var vel tekið sem var ánægjulegt og við kláruðum

það sem við áttum af Keili. Næsta framleiðsla verður tilbúin eftir tvær vikur,“ segja þeir félagar og jánka því þegar þeir eru spurðir hvort þeir hafi ekki bara gúgglað bjórtegundir í upphafi. „Maður þarf bara að prófa sig áfram. Möguleikarnir eru endalausir. Jú, jú, við gúggluðum eitthvað fyrst og svo fengum við upplýsingar á kornsuðunámskeiðinu. Það er mjög gaman að grúska í þessu en þetta er auðvitað bara áhugamál. Við erum allir í öðrum störfum,“ segja þeir Davíð og Markús sem voru búnir að skoða þetta í dágóðan tíma þar til þeir hittu Kristinn en þeir kappar


niður í helgunarsvæði vegar 520. Jafnframt þarf að færa til dæluhús ásamt búnaði suður fyrir veg. Tilboð ingi til fyrirtækjaskrár í nokkur ár Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins hafa náð einna bestum árangri íslenskra þáttverða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 17. október 2013 kl. og síðasti birti ársreikningur Stjórn- takenda í Eurovision. 11.00. VB MYND/BJARNI EINARSSON arinnar er fyrir árið 2007. Þar kemReykjavíkurborg - akstur almenningsvagna ur fram að rekstrarafkoma félagsins Eignir stjórnarinnar í árslok ið fé því jákvætt um 1,2 milljónir. Reykjavíkurborg, fyrir hönd Strætó bs., óskar eftir tilboðum frá verktökum í akstur almenningsvagna á var neikvæð um tæpa 1,7 milljónir 2007 námu 2,5 milljónum króna Fjárhagsleg staða Stjórnarinnar starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Útboðið er á Evrópska efnahagssvæðinu. Þjónustuverkefnið felst í því að annast akstur á árunum 2014–2019 á króna, en var jákvæð um 981.000 og voru það einkum kröfur á við- var því ágæt í árslok 2007, en hef- auglýst almenningssamgöngum fyrir S.S.S., á leiðumÁ55SUÐURNESJUM og 88 í almenningsvagnakerfi semÁR Strætó VÍKURFRÉTTIR Í 40 // bs. 17hefur tekið að krónur árið 2006. Félagið greiddi skiptamenn, en engir fastafjár- ur líklega versnað frá þeim tíma sér að hafa umsjón með. Til þjónustuverkefnisins heyrir útvegun rekstrarvagna og fjármögnun þeirra ásamt fimmtudagur 2. apríl 2020 viðhaldi og rekstri. Akstur rekstrarvagna á vegum verktaka skal hefjast 5. janúar 2014 og lýkur 4. janúar engan skatt árið 2007, en tapaði 1,5 munir voru í félaginu. Skuldir miðað við hvernig komið er fyrir 2020. Tilboð verða opnuð þann 6. nóvember á skrifstofu S.s.s. kl. 14.00. milljónum króna. námu 1,3 milljónum króna og eig- félaginu núna. HLUTABRÉF HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK

„Möguleikarnir eru miklir og við HLUTABRÉF Hlutabréf HLUTABRÉF HLUTABRÉF HLUTABRÉF HLUTABRÉF HLUTABRÉF erum búnir að setja Keilisbjórinn VIRÐI (M) VERÐ VERÐBREYTINGBREYTING (M) NAFN VELTA (M)VIRÐI NAFN (M) VERÐ VIRÐI (M) NAFN VELTA (M) HLUTABRÉFBREYTING VELTA HLUTABRÉF 2.400 2.400 2.400 í prufukeyrslu á kránni Paddy’s í 2.200 2.200 2.200 Keflavík. Honum var vel tekið sem 2.000 2.000 2.000 1.800 1.800 1.800 var ánægjulegt“ 1.600 1.600 NAFN

VERÐ

BREYTING

VELTA (M)

VIRÐI (M)

hlutabréf 27

HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK Hlutabréfavísitala HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK HLUTABRÉFAVÍSITALA HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK

HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK

100.133 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 2.400 VERÐ BREYTING VELTA VIRÐI(M) (M) NAFN VELTA(M) (M) VERÐ BREYTING VIRÐI NAFN 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% 98,74 100.133 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 100.133 2.200 2.400 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 23.282 Eimskipafélag 124,50 -11,70% 52,00 100.133 2.400 100.133 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 ArionÍslands banki 1.007,4021.484 21.484 100.133 Eik fasteignafélag 6,2055,20 55,20-4,62% -4,62% 4,15% 4,15% 98,74 98,741.007,40 Eik fasteignafélag 6,20 Arion banki 2.000 VERÐ BREYTING VIRÐI (M) 2.200 8.389 2.200 NAFN (M) VIRÐI Sýn 28,30 12,97% 195,08 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% 98,74 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62%VELTA 98,7423.282 VERÐ 23.282 NAFN Eimskipafélag 124,50 -11,70% 52,00 Eimskipafélag Íslands 124,50 -11,70% 52,00 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 BREYTING -4,62% VELTA (M) 98,74 (M) 100.133 Arion banki Íslands 55,20 4,15% 1.007,40 73.643 Brim 37,65 -0,92% 51,90 2.400 23.282 Eimskipafélag 124,50 -11,70% 52,00 2.000 8.389 100.133 23.282 Sýn 28,30 12,97% 195,08 Arion banki 55,20 4,15% 1.007,40 Eimskipafélag Íslands 124,50 -11,70% 52,00 1.800 2.000 8.389 2.400 Sýn 28,30 12,97% 195,08 52,00 23.282 Eimskipafélag Íslands 124,50 -11,70% 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% 98,74 57.027 Hagar 47,00 1,08% 475,72 73.643 Brim 37,65 -0,92% 51,90 21.484 Eik fasteignafélag 6,20 -4,62% 98,74 SýnBrim 28,30 12,97% 195,08 73.6438.389 1.800 8.389 37,65 -0,92% 51,90 Sýn 28,30 12,97% 195,08 2.200 8.389 1.800 Sýn 28,30 12,97% 195,08 1.600 2.200 23.282 Eimskipafélag 124,50 -11,70% 52,00 16.427 Heimavellir 1,46 0,00% 197,64 57.027 Hagar 47,00 1,08% 475,72 23.282 EimskipafélagÍslands Íslands 124,50 -11,70% 52,00 73.643 73.643 57.027 Brim 37,65 -0,92% 51,90 Hagar 47,00 1,08% 475,72 Brim 37,65 -0,92% 51,90 73.643 1.600 2.000 Brim Group 37,65 -0,92% 51,90 8.389 8.389 16.427 SýnHeimavellir 28,30 12,97% 195,08 20.119 1,46 0,00% 197,64 Icelandair 3,70 -0,27% 151,68 2.000 1.600 1.400 Sýn 28,30 12,97% 195,08 16.427 57.027 Heimavellir 1,46 0,00% 197,64 Hagar 47,00 1,08% 475,72 475,72 57.027 Hagar 57.027 Hagarbanki 47,00 47,00 1,08% 1,08%51,90 475,72 73.643 20.119 Icelandair Group 3,70 -0,27% 151,68 73.643 Brim 37,65 -0,92% 51,90 16.561 1.400 1.800 Kvika 8,22 13,38% 684,17 Brim 37,65 -0,92% 20.119 Icelandair Group 3,70 -0,27% 151,68 1.800 16.427 1.400 Heimavellir 1,46 0,00% 197,64 1.200 Heimavellir 16.561 Kvika banki 8,22 1,46 1,46 13,38% 684,17 16.42716.427 1.600 57.027 Heimavellir 0,00% 0,00%475,72 197,64197,64 Hagar 47,00 1,08% 475,72 57.027 422.512 Hagar 47,00 1,08% Marel 548,00 6,41% 2.308,61 16.561 Kvika banki 8,22 13,38% 684,17 apr maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb mar 20.119 1.200 Icelandair Group 3,70 -0,27% 151,68 151,68 1.400 422.51216.427 1.600 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 20.119 1.200 1.400 20.119 Heimavellir 1,463,70 3,70 0,00% 197,64 Heimavellir 1,46 0,00% IcelandairIcelandair Group Group -0,27% -0,27%197,64 151,68 16.427 39.219 1.600 Festi 119,00 4,39% 400,67 apr1.400 maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb mar 422.512 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 39.219 16.561 Festi 119,00 4,39% 400,67 Kvika banki 8,22 13,38% 684,17 apr maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb mar 20.11910.387 Kvika banki Icelandair Group 3,70 -0,27% 20.119 Icelandair Group 3,708,22 8,22 -0,27% 151,68 16.56116.561 Origo 22,60 4,39% 252,24 Kvika banki 13,38%13,38%151,68 684,17684,17 1.400 1.200 39.219 1.400 Festi 119,00 4,39% 400,67 10.387 Origo 22,60 4,39% 252,24 1.2001.200 422.512 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 16.56131.777 Kvika bankiMarel 8,22 13,38% 684,17 16.561 422.512 Kvika banki 8,22 13,38% 684,17 548,00 6,41% 2.308,61 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 422.512 HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI GJALDMIÐLAR Marel 548,00 6,41% 2.308,61 apr maí jún júl ágú sep okt nóv des jan feb feb mar mar 10.387 1.200 Origo 22,60 4,39% 252,24 31.777 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 1.200 apr apr maí maí jún jún júl júl ágúágú sepsep oktokt nóvnóv desdes janjan feb mar 39.219 Festi 119,00 4,39% 400,67 422.51236.217 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 Marel 548,00 6,41% 2.308,61 eru allir Garðmenn með sterka tengþví að4,39% vera4,39% komnir með bjóra í422.512 sölu NAFN HLUTFALL AF VELTU MYNT BREYTING 39.219 Reitir fasteignafélag 52,50 -0,94% 160,83 GENGI Festi 39.219 Festi 119,00 119,00 400,67400,67 apr maí jún júlVELTA ágú júl sep ágú nóv MYNT des jan feb marjan 36.217 31.777 NAFN VELTA (M)(M) HLUTFALL AFokt VELTU BREYTING Reitir fasteignafélag 52,50 -0,94% 160,83 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 GENGI apr maí jún sep okt nóv des feb mar 39.219 Festi 119,00 4,39% 400,67 10.387 Origo 22,60 4,39% 252,24 39.219 Festi 119,00 4,39% 400,67 ingu í bæjarfélagið. eftir um Við 252,24 erum bjartArctica Finance 1.023 6,19% 203,34 3,12% 48.470 Síminn 5,24 5,01% 329,17 10.387 Arctica Finance 1.023 203,34 3,12% 48.470 10.387 Origo 4,39%vikur. Síminn 5,24 5,01% 329,17 Origo 22,60 22,60 4,39%tvær 252,24 36.217 NAFN VELTA (M) HLUTFALL AF6,19% VELTU MYNT GVT GVT BREYTING Reitir fasteignafélag 52,50 -0,94% 160,83 GENGI 10.387 10.387 Origo 22,60 4,39% 252,24 31.777 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 viðbrögð „Þetta er kannski dýrt áhugamál. sýnir og höfum fengið frá Origo 22,60 4,39% 252,24 Arion banki 3.650 22,09% USD 142,70 1,64% 23.339 Arion banki 3.650 22,09% USDGVT 142,70 1,64% 16,80 12,00% 180,03 23.339 Sjóvá 16,80 12,00% 180,03 31.777 Arctica Finance 1.023 6,19% 203,34 3,12% 31.777 48.470 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 Síminn 5,24 5,01% 329,17 31.777 Reginn 17,40 -5,43% 465,88 36.217Fossar 31.777 NAFN VELTA (M) HLUTFALL AF VELTU BREYTING Reitir fasteignafélag 52,50 -0,94% 160,83og vinum Við sjáum ekki fram á að verða ríkir fjölskyldumeðlimum sem 2.858 17,30% EURMYNT 156,10 2,76% 2,76% Reginn 17,40 -5,43% 465,88 14.893 GENGI Fossar 2.858 17,30% EUR 156,10 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 14.893 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 Arion banki 3.650HLUTFALL 22,09% 142,70 BREYTING 1,64% 23.339NAFN Sjóvá 16,8052,50 52,50 12,00%-0,94% -0,94%160,83 180,03 160,83160,83 36.217 36.217 NAFNNAFN VELTA (M) VELTU BREYTING Reitirfasteignafélag fasteignafélag VELTA HLUTFALL VELTU USD MYNT MYNT BREYTING Reitir fasteignafélag GENGI GENGI VELTA (M)2.217 AF(M) VELTUHLUTFALL MYNTAF AF Reitir 52,50 GENGI 13,42% GBPMYNT 5,59% 5,59% 36.217 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% af þessu. Við keyptum þetta hús -0,94% hafa smakkað478,35 og verið 36.217 að21.381 prófa Arctica 6,19% GVT176,66 203,34 3,12% NAFN Finance VELTA1.023 (M) HLUTFALL AF VELTU BREYTING Reitir fasteignafélag 52,50 -0,94% 160,83 48.470Íslandsbanki GENGI Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 176,66 Síminn 5,24 5,01% 329,17 21.381 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% 478,35 Fossar 2.858 17,30% EUR 156,10 2,76% 14.893 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 Arctica Finance 1.023 6,19% GVT 203,34 3,12% 48.470 Arctica Finance 1.023 6,19% GVT 203,34 3,12% 48.470 Arctica Finance 1.023 6,19% GVT 203,34 3,12% Síminn Síminn 329,17329,17 48.470 Síminn 5,24 5,24 5,24 5,01% 5,01% 5,01% 329,17 Íslensk verðbréf 207 1,25% JPY 1,33 5,16% 18.257 Vátryggingafélag Íslands 9,35 5,06% 819,71 Arctica Finance 6,19% GVT 203,34 5,16% 3,12% 48.470 og þá var hægt að byrja og það var með okkur. Litla478,35 brugghúsið verður Síminn 5,24 5,01% 329,17 Arion banki 3.650 USD 142,70 1,64% Íslensk verðbréf 207 1.023 1,25% 22,09% JPY 1,33 23.339Íslandsbanki 18.257 Sjóvá 16,80 12,00% 180,03 Vátryggingafélag Íslands 9,35 5,06% 819,71 2.217 13,42% GBP 176,66 5,59% 21.381 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% Arion banki 3.6502.225 22,09%13,46% USD22,09% 142,70 100,31 1,64% 142,70 23.339 ArionArion bankibanki 3.650 22,09% USD 1,64% Sjóvá 16,80 12,00% 23.339 Sjóvá Sjóvá 16,80 16,80 12,00%12,00%180,03 180,03180,03 3.650 USD 142,70 1,64% 23.339 Landsbankinn CAD 2,67% Arion banki 3.650 USD 142,70 1,64% 23.339 íSjóvá júníbyrjun íÍslands sumar. Það tekur um vonandi í18.257 ferða16,80 12,00% 180,03 Landsbankinn 2.225 13,46% 22,09% CAD 156,10 2,67% Fossar 2.858 17,30% EUR 100,31 156,10 5,16% 2,76% 14.893 Skeljungur 7,50 4,90% skemmtileg 402,22viðbót Íslensk verðbréf 207 1,25% JPY 1,33 Vátryggingafélag 9,35 5,06% 819,71 Fossar 2.858 17,30% EUR 2,76% 14.893 Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 2.858 17,30% EUR 156,10 2,76% 14.893 Kvika14.893Fossar 3.873 23,44% CHF 147,75 3,25% Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 Fossar 2.858 17,30% EUR 156,10 2,76% Skeljungur 7,50 4,90% 402,22 EUR 156,10 3,25% 2,76% það bil tvær vikur að klára bruggun þjónustuflóruna á402,22 Suðurnesjum. Við 14.893 Skeljungur 7,50VÍXLAR KvikaFossar 3.873 2.858 23,44% 17,30% CHF 176,66 147,75 5,59%176,66 Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 20,92 5,59% OG -4,90% ÓVERÐTRYGGÐ Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% Landsbankinn 2.225 13,46% 100,31 2,67% Íslandsbanki 2.217 471 13,42% 2,85% GBP DKKCAD 21.381 21.381 TryggingamiðstöðinSKULDABRÉF 27,70 1,09% 478,35 478,35 Íslenskir fjárfestar 2,82% Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 176,66 5,59% 21.381 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% 478,35 Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 176,66 5,59% 21.381 Tryggingamiðstöðin 27,70 1,09% 478,35 Íslandsbanki 2.217 13,42% GBP 176,66 5,59% áTryggingamiðstöðin einni tegund og við vonumst til að eigum eftir að gera þetta húsnæði 21.381 27,70 1,09% 478,35 Íslenskir fjárfestar 471 207 2,85% DKK 20,92 5,16% 1,33 3,25% 2,82% Íslensk verðbréf 1,25% JPY 13,73 5,16% Kvika 3.873 147,75 Íslensk verðbréf 207 1,25% 23,44% JPY NOKCHF 1,33 18.257(M)18.257 Vátryggingafélag 9,35 5,06% 819,71 VELTA VátryggingafélagÍslands Íslands 9,35 5,06% 819,71 Samtals 16.524 6,57% AUÐKENNI KRAFA BREYTING VERÐ Íslensk verðbréf 207 207 1,25% JPYJPY 1,33 5,16% 18.257 Vátryggingafélag Íslands Íslands 9,35 9,35 5,06% 5,06% Íslensk verðbréf 1,25% NOK 100,31 1,33 5,16% 18.257 Íslensk verðbréf 207 1,25% JPY 1,33 5,16% komast íVátryggingafélag vínbúðirnar fljótlega. Við huggulegt þannig að819,71 fólk819,71 geti 18.257 Vátryggingafélag Íslands 9,35 5,06% 819,71 Samtals 16.524 13,73 6,57% AUÐKENNI KRAFA BREYTING VERÐ VELTAkomið (M) Landsbankinn 2.225 13,46% CAD 2,67% Íslenskir fjárfestar 471 2,85% DKK 20,92 2,82%

HLUTABRÉFAVÍSITALA HLUTABRÉFAVÍSITALA - OMXI10ISK - OMXI10ISK

HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI

GJALDMIÐLAR GJALDMIÐLAR

HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI

GJALDMIÐLAR Gjaldmiðlar GJALDMIÐLAR GJALDMIÐLAR GJALDMIÐLAR GJALDMIÐLARGJALDMIÐLAR

VeltaÁáÁMARKAÐI markaði HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI HLUTDEILD AÐALMARKAÐI HLUTDEILD ÁVELTA AÐALMARKAÐI HLUTDEILD Á AÐALMARKAÐI

SKULDABRÉF OG VÍXLAR - ÓVERÐTRYGGÐ

RIKB 20 0205

Skuldabréf óverðtryggð SKULDABRÉF og OG víxlar VÍXLAR -- ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF OG VÍXLAR100,00 - ÓVERÐTRYGGÐ #NULL! ## 6,06%

#NULL!

Landsbankinn

2.225

13,46%

SEK

CAD 14,27

2,54% 100,31

2,67%

Landsbankinn 2.225 13,46% 100,31 2,67% erum hingað góða ##stund í#NULL! bjór­ Landsbankinn 13,46% CADCAD 2,67% Landsbankinn 2.225 CAD 100,31 2,67% SEK 147,75 14,27 3,25%100,31 2,54% #NULL! RIKB einnig 20 1026 0205 í tengingu við Bjórland 6,06% 100,00 og átt BREYTING 3.873 16.524 2.225 23,44% CHF13,46% CNYNOK 1,64% -0,43% 13,73 6,57% RIKB 22 2,14% 112,59 3.190 AUÐKENNI KRAFA Nöfnin á bjórunum VERÐ VELTA (M)KvikaSamtals Kvika 3.873 23,44% CHF 20,11 147,75 3,25% SKULDABRÉF OG VÍXLAR ÓVERÐTRYGGÐ KvikaKvika 3.873 23,44% CHFCHF20,11 2,82%147,75 147,75 3,25% sem er nýr aðili á markaðinum,“ segir smökkun en við munum líka bjóða Kvika 3.873 23,44% CHF 3,25% 3.873 23,44% 147,75 3,25% CNY 1,64% Íslenskir fjárfestar 471 2,85% DKK 20,92 -0,43% SKULDABRÉF OG VÍXLAR ÓVERÐTRYGGÐ -0,27% 22 1026 2,14% 112,59 3.190 RIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 SEK #NULL! ## RIKB 20 0205 SKULDABRÉF 6,06% 100,00 #NULL! Íslenskir fjárfestar 471 2,85% DKK 14,27 20,92 2,54% 2,82% eru áhugaverð og SKULDABRÉF OG VÍXLAR - ÓVERÐTRYGGÐ OG VÍXLAR -áÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF OGVERÐ VÍXLAR -kaffi ÓVERÐTRYGGÐ Íslenskir fjárfestar 2,85% 20,92 2,82% Kristinn. upp gott og einhverjar veitfjárfestar 471 471 471 2,85% DKKDKK 2,82% -0,78% Samtals Íslenskir NOK 13,73 6,57% 20,92 RIKB 28 1115 2,80% 116,63 10.485 AUÐKENNI KRAFA BREYTING -0,27% VELTA (M) Íslenskir fjárfestar 16.524 2,85% CNY DKK 20,92 2,82% 251026 0612 2,46% 126,68 6.971 20,11 1,64% -0,43% RIKB 22 2,14% 112,59 3.190 Samtals 16.524 NOK 13,73 6,57% AUÐKENNI KRAFA BREYTING VERÐLitla brugghúsið VELTA (M) HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - KVIKA BANKI14,27 tengjast Garðinum ingar. verður von16.524 NOKNOK 6,57% -0,96% Samtals 16.524 13,73 6,57% RIKB 31 0124 2,79% 134,21 6.604 SEK 2,54% 13,73 AUÐKENNI KRAFA BREYTING #NULL! AUÐKENNI KRAFAKRAFA VERÐ VELTA (M) 20 0205 6,06% 100,00 ##BREYTING #NULL! VERÐ VERÐ VELTA (M) Samtals -0,78% RIKB 280612 1115 2,80% 116,63 10.485 -0,27% Samtals 16.524 NOK 13,73 6,57% RIKB 25 2,46% 126,68 6.971 AUÐKENNI BREYTING VELTA (M) SEK 14,27 2,54% #NULL! RIKB 20 22 0205 6,06% 100,00 ## 3.190koma #NULL! KVIKA BANKI Suðurnesjanöfn andi lítil ölstofa sem fólk í 9,00 og Suðurnesjum. HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR -CNY 20,11 1,64% 14,27 SEKSEK 2,54% -0,43% #NULL! RIKB 1026 112,59 RIKB 2028 0205 6,06% 100,00 ## vill #NULL! 14,27 2,54% #NULL! RIKB 201115 0205 20 0205 á bjór 2,14% 6,06% 6,06% 100,00 ## 10.485 #NULL! -0,96% RIKB 31 0124 2,79% 134,21 6.604 RIKB 2,80% 116,63 14,27 2,54% #NULL! RIKB 100,00 -0,78% ## #NULL! 8,45CNY SEK 20,11 1,64% -0,43% RIKB 22 1026 2,14% 112,59 3.190 og134,21 eiga góða stund með vinum -0,27% -0,43% - KVIKA BANKICNYCNYCNY 20,11 1,64% RIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 eða RIKB 2231 1026 2,14% 112,59 8,22 20,11 1,64% Markús, Davíð ogHÁSTÖKKVARI VIKUNNAR8,18 RIKB 220124 1026 2,14% - VERÐTRYGGÐ 112,59 3.190 -0,96% -0,43%-0,43% RIKB 2,79% 6.6043.190 SKULDABRÉF 8,50 20,11 1,64% RIKB 22 1026 2,14% 112,59 3.190 7,9 -0,27%þeir 10.485 RIKB 25 28 0612 2,46% 126,68 6.971 9,00 -0,78% Nöfnin á1115 bjórunum eru áhugaverð og 116,63 starfsfélögum,“ sögðu RIKB 2,80% 8,45 -0,27% RIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 -0,27% þremennRIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 Kristinn lyfta HÁSTÖKKVARI glösum. VIKUNNAR KVIKA BANKI 8,00 8,22 8,18 AUÐKENNI KRAFA BREYTING -0,27% VERÐ VELTA (M) RIKB 25 0612 2,46% 126,68 6.971 9,00 -0,96% -0,78% - VERÐTRYGGÐ -0,78%og Kristinn. RIKB 0124 2,79% 134,21 6.604 10.485 7,4 RIKB 28 31 1115 2,80% 116,63Davíð, Markús 10.485 8,50 tengjast Garðinum og SKULDABRÉF Suðurnesjum. ingar, RIKB 28 1115 2,80% 116,63 8,45 7,25 7,9 RIKB 1115 RIKS 21280414 0,23%2,80%--2,80% 103,67116,63116,63 -0,20% -0,78%-0,78%1.918 10.485 HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - KVIKA BANKI 7,50 Hástökkvari vikunnar - KVIKA Kvika banki Skuldabréf verðtryggð HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR - ÖSSUR HF 8,22 8,18 SKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ 1115 10.485 Þeir sögðust vilja halda uppi sögunni -0,96% SKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ RIKB 31 0124RIKB 28 2,79% 134,21 6.604 8,50 HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR BANKI 8,00 AUÐKENNI KRAFA BREYTING 9,00 VERÐ VELTA (M) -0,96% 7,9 -0,47% RIKB 31 0124 6.604 HFF150224 0,60%2,79% 106,76134,21 37 HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR KVIKA BANKI 7,4 8,45 7,00 -0,96% 7,25 RIKBvið 31 0124 2,79% 134,21 -0,20% 6.604 ogAUÐKENNI tengingu svæðið, fóru í bækur 8,22 8,18 8,00 RIKS 21 0414 0,23% - VERÐTRYGGÐ 103,67 1.918 8,50 7,509,00 KRAFA BREYTING -0,38% VERÐ VELTA (M) HFF150434 0,55% 123,90 682 SKULDABRÉF 7,4 7,9 6,50 8,45 ogRIKS lögðu svo hausinn í bleyti. Rosm9,00 7,25 -1,31% -0,47% RIKS 30 0414 0701 0,51% 127,30 2.872 -0,20% HFF150224 0,60% 106,76 37 8,00 7,50 8,45 21 0,23% 103,67 1.918 8,22 8,18 þri. 9,00 7,00 AUÐKENNI KRAFA BREYTING mið. fim. fös. mán. mið. SKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ VERÐ VELTA (M) 8,50 8,45 8,22 hvalanes og Steinunn landnámskona 7,4 8,18 -0,32% 7,9 HFF150644 0,67% 140,67 621 SKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ -0,38% 7,25 -0,47% HFF150434 0,55% 123,90 682 8,50 HFF150224 0,60% 106,76 37 8,22 8,18 -0,20% 7,00 RIKS 21 hvorn 0414 0,23% 103,67 - VERÐTRYGGÐ 1.918 7,50 6,508,00 8,50 7,9 SKULDABRÉF fá sinn bjórinn, Rosmhveling Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 AUÐKENNI KRAFA BREYTING VERÐ VELTA (M) 8,00 -1,31% AUÐKENNI KRAFA BREYTING -0,38% 7,9 RIKS 30 0701 0,51% 127,30 2.872 VERÐ VELTA (M) HFF150434 0,55% 123,90 682 7,4 -0,47% 7,4 HFF150224 0,60% 106,76 VERÐ 37 8,00 AUÐKENNI KRAFA BREYTING 7,25 VELTA (M) mið. fim. fös. mán. þri. mið. 7,00 6,50 og Steinuði. NýlendaÁVÖXTUNARKRAFA er þekkt bæjar7,25 7,4 -0,20% RIKS 21 0414 0,23% 103,67 1.918 -0,32% -1,31% AUÐKENNI -0,20% BREYTING HFF150644 0,67% KRAFA 140,67 621 RIKS 0701 0,51% 127,30 RÍKISBRÉFA RIKS 2130 0414 0,23% 103,67 1.918 (M) 7,50 VERÐ-0,38% VELTA 7,25 7,50 8,00 HFF150434 0,55% 6822.872 7,4 fös. -0,20% mán. þri. mið. RIKS 21 0414 sem Kristinn tengist 0,23% 103,67 1.918 7,50 mið. heiti í Garði og 123,90 6,50 7,25 fim. -0,47% HFF150224 0,60% 106,76 37 Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 -0,32% HFF150644 0,67% 140,67 621 -0,20% -0,47% 7,00 RIKS 21 0414 0,23% 1.918 HFF150224 0,60% 106,76 103,67-1,31% 37 RIKS 30 0701 0,51% 127,30 7,50 7% -0,47% 2.872 HFF150224 0,60% 106,76 37 7,007,00 mið. fim. fös. mán. þri. miðast við breytingar mið.frá 25.mars og til 1.apríl.2020 svo er Keilir auðvitað þekktasta fjall -0,38% HFF150434 0,55% 123,90 682 Upplýsingar HFF150644 0,67% 140,67 621 HFF150434 0,55% 123,90 682 HFF150224 0,60% 106,76-0,32% -0,38% -0,47% 37 6,50 6% RÍKISBRÉFA 7,00 -0,38% Suðurnesja. AlvöruÁVÖXTUNARKRAFA Suðurnesjafjall 0,55% 123,90 -1,31% RIKSHFF150434 30 0701 0,51% 127,30 2.872 682 6,50 Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 6,50 -1,31% -0,38% mið. fim. fös. mán. þri. mið. 5% RIKS 30 0701 0,51% 127,30 2.872 HFF150434 0,55% 123,90 682 Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA fær auðvitað sinn bjór. Gaurinn er Óverðtryggt -1,31% RIKS 30 0701 ÁVÖXTUNARKRAFA 0,51% 127,30 2.872 fim. fös. mán. þri. mið. -0,32% HFF150644 0,67% 140,67 621 6,50 mið.mið. RÍKISBRÉFA 7% 4% Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.og mars 1. apríl 2020 fim. fös. mán. þri. Upplýsingar miðast við breytingar frá 2.mið. október til 9.tiloktóber 2013 -0,32% -1,31% HFF150644nafnið 0,67% 140,67 127,30 621 ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA RIKS 30 0701 0,51% 2.872 fimmta og er út í loftið. RosmUpplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og mið. til 1.apríl.2020 -0,32% HFF150644 0,67% 140,67 621 mið. fim. fös. mán. þri. 3% 7% 6% Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 -0,32% HFF150644 140,67 621 hvelingur er ljós bjór og 4,5% en 0,67% Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 Verðtryggt 2% 7% 6% 5% ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA Upplýsingar miðast við breytingar frá 25.mars og til 1.apríl.2020 hinir eru yfir 5%, Keilir og Gaurinn 1% Óverðtryggt 6% ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA 5% 4% ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA 5,6%. 0% Óverðtryggt 5% 7%4% 3%

KODIAK Mobile

ÁVÖXTUNARKRAFA RÍKISBRÉFA

Óverðtryggt 2016 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035 7%3% 4% 6% Verðtryggt 2% 7% Stefna yfir þúsund lítra 3% 6%2% Verðtryggt 5% 1% 7% 6% Verðtryggt 2% Óverðtryggt 5%1% 4% 0% 6% 5% 1% Óverðtryggt „Við með2019 leyfi til 2021 að framleiða 3% 4%0%erum 2016 2024 2027 2030 2032 2035 Óverðtryggt 5% 4% 0% þúsund á 2019 mánuði og stefnum að Verðtryggt 2% 2021 2024 2027 2030 2032 2035 3% 2016lítra Óverðtryggt 3%2016 4% 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035 því 1% Verðtryggt 2% að fara yfir það. Við stefnum að Verðtryggt 3% 2% 0% 1% Verðtryggt 1% 2% 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035 0%2016

RAUNTÍMA MARKAÐSUPPLÝSINGAR FRÁ KAUPHÖLLINNI

Borgartúni 25 / 105 Reykjavík / 562 2800 / kodiak.is

0% 1% 2016 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035 20160% 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035 2016 2019 2021 2024 2027 2030 2032 2035

Býrð til holu sem er 95 cm á dýpt og 20 cm á breidd. Kemur rörinu vel fyrir ofan í holuna.

Fyllir rörið af uppáhalds drykknum þínum. Átt alltaf kaldan drykk út í garði. Býður vinum og fjölskyldu yfir í einn kaldan.

Skoðaðu hjá okkur að Hringhellu 12 í Hafnarfirði


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sigvaldi Arnar Lárusson ferðaðist innanlands í sumar, fjölskyldan lét langþráðan draum rætast og keypti heitan pott á pallinn. Sigvaldi lögga er í netspjalli við Víkurfréttir þessa vikuna.

Netspj@ll

Heimakær kántríbolti með veiðidellu á háu stigi – Nafn: Sigvaldi Arnar Lárusson. – Árgangur: 1974. – Fjölskylduhagir: Giftur, þrjú börn. – Búseta: Reykjanesbær. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Mamma mín heitir Kristín Rut og er ættuð úr Skagafirði og er agalega fínn bakari. Pabbi minn hét Lárus Kristinsson kallaður Lalli á sjúkrabílnum og ólst ég upp í Keflavík. Fyrst á Háaleiti 7 flutti svo á Eyjavelli 1 og var þar lengst af.

Sumarið 2020 Planið var að fara til Tenerife en sökum ástandsins þá ferðuðumst við fjölskyldan talsvert innanlands í sumar. Létum svo langþráðan draum rætast og keyptum okkur heitan pott á pallinn, eins og allmargir Íslendingar gerðu í ár. Konan átti svo stórafmæli á árinu og var því fagnað og svo varð mamma áttræð og var einnig slegið til veislu þá. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Sumarfríið hófst á Hofsós ferð en þar eigum við hús, fórum þaðan í sumarbústað á Geysi, gerðumst túristar í Reykjavík – leigðum íbúð þar á meðan guttinn keppti á ReyCup, aftur á Norðurlandið og tókum „Demantshringinn“ svokallaða. Eyddum nokkrum dögum á Akureyri með vinafólki og vorum svo við veiðar í Norðurá í Borgarfirði alla verslunarmannahelgina í frábærum félagsskap. Ég veiði mikið öll sumur fyrir utan þetta sumar þar sem óvenjulítið var bleytt í færi, bæti úr því næsta sumar. Svo fórum við í nokkrar útilegur með fellihýsið.

ærsti! Ekki sá st

– Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Konan mín sá um alla skipulagningu og þegar það er gert þá er ekki spurt um veður. Hlutirnir eru bara skipulagðir gríðarlega vel frá A til Ö. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Mér fannst virkilega gaman að skoða Víkingasafnið á Sauðárkróki, Húsavík var líka skemmtilegt að heimsækja og Dimmuborgir. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Veðrið lék við okkur allt sumarfríið og virkilega gaman að ferðast innanlands.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19 – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Ekki birtingarhæfur ( þið sem viljið heyra hann verðið bara að hringja).

ar! Pottorm

– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Hofsós og allir staðir sem bjóða upp á veiðistöng. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Já, við eigum eftir að hendast einu sinni til tvisvar á Hofsós í sumar og haust og svo langar mér rosalega að skella mér meira í skotveiðar og þá jafnvel skellir maður sé á gæsa­ skytterí út á land. – Hvert er þitt helsta áhugamál? Stangaveiði og skotveiði er mjög ofarlega á listanum auk þess sem ég horfi mikið á fótbolta og körfubolta. Í enska boltanum er það stórveldið Newcastle sem ég styð en í íslenskum bolta styð ég bæði Keflavík og Njarðvík og er í raun sama hvort liðið vinnur er þau keppa svo framarlega sem bæði lið leggja sig fram og bjóða upp á skemmtilegan leik. Svo þeytist maður um allt landið með börnin í íþróttunum og er það orðið áhugamál að sjá þau vaxa og dafna í því sem þau elska að gera. – Ertu að sinna ­áhugamálum eins og þú vildir? Nei, gerir maður það nokkurn tíma. – Hvernig slakarðu á? Slaka best á heima í faðmi fjölskyldunnar, finnur varla heimakærari

mann en mig. Svo er agalega gott að keyra ofan af Þverárfjallinu og sjá stórbæinn Hofsós birtast hinum megin við fjörðinn, þá gerist eitthvað og ég dett í algera slökun. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Fátt sem toppar góða nautasteik með eðal meðlæti. Annars er ég ekki þekktur fyrir að vera mikið fyrir mat, er mjög matgrannur og er lítill sælkeri. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Nú þarf ég að opna mig aðeins en ég er mikill Country-bolti og hlusta mikið á Luke Combs til dæmis, Dire Straits, Simply Red og svo er þetta nýja íslenska bara nokkuð gott. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Horfi mikið á sjónvarp og er fréttasjúkur. Netflix er reglulega í gangi og höfum við til dæmis þrusað þrjá hringi á Friends. Youtube er reglulega í gangi þegar ég er einn heima og þá er það tónlistin eða veiðimyndbönd. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttum og þáttum tengdum veiði. – Besta kvikmyndin? Shawshank Redemption. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Les afar lítið, glugga helst í veiðiblöð. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Grunar að ég gæti verið með ADH ... nei sko, veiðistaður!

Mér fannst virkilega gaman að skoða Víkingasafnið á Sauðárkróki ...

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og ökumenn sem leggja öfugt miðað við akstursstefnu. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Hann kemur ekki á koddann ... og þá í þeirri meiningu að það þarf að fara út að sækja fiskinn, hann kemur ekkert á koddann til þín. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég með veiðistöng á Hofsós. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Ég er að fara á næturvakt. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi með pabba í Laxá á Ásum að veiða. Eða til dagsins sem ég sá konuna mína í fyrsta sinn. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Magi, rass og læri eða Crossfit for Dummies. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Skemmtilegt en einkennilegt ár. Við höfum þurft að breyta mörgu hjá okkur vegna COVID. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég er jákvæður maður að eðlisfari og hef lært það að ég nenni ekki að vera neikvæður. Þannig að ég hlakka bara til þeirra verkefna sem veturinn býður upp á og munum að þó að það sé ekki bjart framundan í atvinnumálum að þá opnast ávalt einar dyr er aðrar lokast.

Rafræn útgáfu Víkurfrétta inniheldur fleiri ljósmyndir í netspj@lli vikunnar.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Arnar Dór sendir frá sér Carolyn Söngvarinn Arnar Dór hefur sent frá sér lagið Carolyn. Lagið er eftir Gunnar Inga Guðmundsson við texta eftir Erin Brassfiled Bourke. Það er svo Helgi Hannesson sem annast píanóleik. Lagið var til þegar Gunnar Ingi var við nám í Songwriting í Berklee College of Music í Boston í Bandaríkjunum veturinn 2017 og var lagið eitt af skilaverkefnum vetrarins í því námi. Eftir að námi lauk fór lagið bara niður í skúffu. Í september á síðasta ári hafði Gunnar Ingi samband við æskufélaga sinn, Arnar Dór, og bauð honum lagið. Arnar Dór féll strax fyrir laginu og var til í slaginn. Gunnar Ingi fékk til liðs við sig bandaríska textahöfundinn Erin Brassfiled Bourke, en saman skipa þau höfunda teymið Second Hour og er lagið Carolyn þeirra fyrsta lag og texti sem þau gera fyrir Arnar Dór. Fleiri lög eru væntanleg frá höfundateiminu í Second Hour. „Pælingin var að hafa strengjasveit og raddanir og stóra útsetningu en útkoman var einföld útsetning í piano-pop stíl. Bróðir Arnar, Helgi Már Hannesson, sá svo um píano-

Gunnar Ingi leik,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Víkurfréttir. Upptökur á laginu hófust í febrúar sl. en vegna Covid-19 var gert hlé og kláruðust upptökur svo í byrjun júni. Það var Svenni Björgvins sem sá um upptökur á laginu. Arnar Dór er silfurverðlaunahafi í The Voice Ísland og er einnig í hljómsveitinni Draumar. Lagið er komið á Spotify og hefur fengið mjög góðar viðtökur víða um heim og er komið í um 25.000 þúsund hlustanir Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má hlusta á lagið Carolyn.

Hlustaðu á Carolyn í rafrænni útfáfu Víkurfrétta á vf.is

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199

VEGLEGRI RAFRÆN Ú TG Á FA

Alexandra Chernyshova varð í 1. sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni eftir Isaak Dunajevskiyi í Moskvu fyrir tónsmíði sína á 14 lögum fyrir rödd og píanó úr íslensku óperunni „Skáldið og Biskupsdóttirin“. Óperan er um vináttu Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, ljóð eftir Hallgrím Pétursson, Rúnar Kristjánsson, Guðnýju frá Klömbrum, Daða Halldórsson og þjóðvísur frá 13 öld. Óperan var frumsýnd í konsertuppfærslu í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði árið 2014 við góðar undirtektir. Óperan var flutt síðasta sumar á tónleikum „Russian Souvenir: Introducing Iceland“ í Kamenoostrovskiy kastala í Petursborg. Árið 2018 var hún flutt í einum virtasta og elsta tónlistarháskóla Kænugarðs, R. Glier tónlistarháskólanum. Kænugarður er einnig heimabær Alexöndru og þetta er einn af skólunum sem hún stundaði tónlistarnám í, uppfærsla var í tilefni af 150 ára afmæli háskólans. Óperan var þýdd og sungin á úkraínsku með hljómsveit, kór og einsöngvurum. Áður hafði óperan verið kynnt í einum virtasta skóla Moskvu, Gnessin Tónlistarakademíunni og sungin á íslensku. Á þessu ári tók Alexandra þátt í World Folk Vision keppni með lagið Ave María úr óperunni „Skáldið og Biskupsdóttirin“ í flutningi Alexöndru, lagið komst inn á topp 10. Árið 2019 varð Alexandra Chernyshova í 2. sæti í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu fyrir tónsmíði sína á óperuballettinum „Ævintýrið um norðurljósin“, en óperan var þýdd yfir á rússnesku. Óperan var frumsýnd á Íslandi í Norðurljósasal, Hörpu fyrir einum og hálfri ári. Að verkinu komu fjölmargir einsöngvarar, tveir barnakórar ásamt skólakór StóruVogaskóla, ballettskóla Eddu Scheving og 16 manna kammerhljómsveit. Þetta er í fyrsta sinn sem Alexandra vinnur fyrsta sæti í tónsmíði og sigrar á alþjóðalega vísu í Moskvu,

Arnar Dór

ATVINNA

„Skáldið og Biskupsdóttir“ Alexöndru sigraði í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu

Tónlistarmenningarbrú Íslands og Rússlands Árið 2016 stofnaði Alexandra tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, verkefni sem heitir „Russian Souvenir“. Alexandra hefur stjórnað þessu verkefni frá upphafi, verið listrænn stjórnandi og þátttakandi í öllum tónleikunum. Í febrúar á þessu ári voru Tónleikarnir Russian Souvenir: Alexander Pushkin í Kaldalóni, Hörpu. Þetta voru tónleikar númer tuttugu og sjö í þessari verkefnaröð. Russian Souvenir er tileinkað menningarfjársjóði rússneskrar og íslenskrar tónlistar og tónskálda. Þegar um er að ræða tónleika á Íslandi er áhersla lögð á rússneska tónlist og tónskáld og öfugt þegar um tónleika er að ræða í Rússlandi. Fjölmargir íslenskir og rússneskir tónlistarmenn hafa tekið þátt í þessu verkefni og með þeim hætti kynnt menningu síns lands fyrir áhorfendum bæði á Íslandi og í Rússlandi.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Uppboð mun byrja að Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, fimmtudaginn 3. september nk. kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum, sem hér segir: ADH87 FZF61 JGT49 MAR36 PV408 SVF31 TMU30 VRK90

einni af stærstu höfuðborgum heims fyrir klassíska tónlist, sem eiga tónskáld eins og Pjotr Tchaikovskiy, Sergei Rachmaninov, Rimskiy - Korsakov, Sergei Prokofiev, Dmitry Shostakovich og fleiri.

AZ936 HHK56 JSN21 MHZ89 RU893 TEZ18 TPJ05 ZXG21

EBM87 HUM35 JYE78 MTG66 RXF36 TJM68 UYY38

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 27. ágúst 2020

Staðarhraun 54, Grindavík, fnr. 209-1916, þingl. eig. Þórir Sigfússon, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Grindavíkurbær og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 09:00. Leynisbrún 12B, Grindavík, fnr. 209-2052, þingl. eig. Anton Þór Sigurðsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Grindavíkurbær, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 09:20. Norðurhóp 42, Grindavík, fnr. 2314981, þingl. eig. Olexandra Synyakova og Radoslav Cabák, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Húsasmiðjan ehf. og Arion banki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 09:35. Austurkot, Sveitarfélagið Vogar, 33,34 ehl. gþ, fnr. 209-6053, þingl. eig. Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, gerðarbeiðandi Íslands-

banki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:10. Kirkjubraut 32, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 209-3818, þingl. eig. Bergur Reynisson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:30. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8880, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:40. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8876, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 10:45. Skógarbraut 921, Ásbrú, 50% ehl. gþ, fnr. 230-9264, þingl. eig. Einar Örn Adolfsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 11:05.

Hjallavegur 1, Njarðvík, fnr. 2093412, þingl. eig. Svandís Elín Kristbergsdóttir, gerðarbeiðendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 11:25. Gerðavegur 14C, Garði, fnr. 2332952, þingl. eig. Jóhannes Ingi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 8. september nk. kl. 13:00. Birkitún 7, Garði, fnr. 229-9871, þingl. eig. Anna Lísa Jóhannesdóttir og Sigurjón Elíasson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 13:20. Hlíðargata 44, Sandgerði, fnr. 209-4812, þingl. eig. Guðrún Árný Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 8. september nk. kl. 13:50. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 1. september 2020


Sjónmælingar eru okkar fag

Tímapantanir í síma: 4213811

Ljósanótt

Á tímum Covid-19 lengjum við afsláttartímabilið til að forðast að fjöldi komi saman í einu í versluninni.

Hefst 17. ágúst og lýkur 5. september.

30% afsláttur

af öllum

vörum

*

*Afsláttur gildir ekki af tilboðsvöru.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Húsasmiður óskast! Húsasmiður með faglega reynslu óskast til starfa. Sendið umsókn ásamt feriskrá og meðmælanda á agnar@husagerdin.is

Húsagerðin hf. husagerdin.is

Viðburðir í Reykjanesbæ

Ætla að gefa út bók með fæðingarsögum frá feðrum Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir eru þessi misserin að safna fæðingarsögum og upplifunum frá feðrum sem þau ætla að gefa út í bók. Söfnunina hófu þau í nóvember á síðasta ári, nánar tiltekið á feðradaginn. Tilgangurinn með söfnuninni er tvíþættur. Annars vegar vilja þau fá feður til þess að ræða um sínar upplifanir og reynslu af fæðingum barna sinna, hins vegar óska þau eftir að fá sendar sögur frá feðrum sem þau ætla að gefa út í bók til varðveislu. Sögurnar verða nafnlausar í bókinni en með hverri sögu verður birt fæðingarár föður og barns sem og fæðingarstaður. hvernig hlutirnir gengu og tilfinningarnar sem fæðingunni fylgja. Okkur langar sem sagt að vekja athygli á hlutverki feðra í ferlinu,“ segir Ísak og heldur svo áfram: „Það er í raun ótrúlegt, miðað við hvað það er stór viðburður að eignast barn, hvað við ræðum lítið um það.“

Byggðasafnið: Fullt hús af brúðum Fimmtudaginn 3. september opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýningu á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir þekkja úr æsku. Listasafnið: Áfallalandslag Fimmtudaginn 3. september opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna Áfallalandslag. Henni er ætlað að tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum. Sýningin er innblásin af grein sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni og Arnari Árnasyni, Landscapes of Trauma: a Reflection on Wonder.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Félagsráðgjafi í barnavernd Tónlistarskólinn – Ritari 50% Velferðarsvið – Deildarstjóri á heimili fatlaðs fólks Velferðarsvið – Liðveisla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Hugmyndin að verkefninu kviknaði síðasta sumar. Gréta María er ljósmóðir og starfar á fæðingarvakt Landspítalans en auk þess vann hún um tíma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ísak vinnur sem verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki. Saman eiga þau tvö börn, þriggja ára stelpu og dreng sem fæddist um miðjan ágústmánuð. Tilgangurinn með fæðingarsögum feðra er eins og áður segir að fá feður til að lýsa sinni upplifun af fæðingum barna sinna. „Við fundum það um leið og við fórum af stað með þetta verkefni að margir foreldrar í kringum okkur hafa ekki rætt sín á milli um fæðingu barna sinna. Báðir aðilar voru viðstaddir fæðinguna en hafa aldrei rætt saman um það

Fengu sögur inn á fyrsta sólarhringnum Söfnunin fer fram í gegnum Face­ book-síðu verkefnisins sem heitir „Fæðingarsögur feðra“. Þar er hægt að senda inn sögur eða á netfangið faedingarsogurfedra@gmail.com. Auk þess eru þau með Instagramsíðu undir sama nafni. Á þessum síðum er hægt að finna frekari upplýsingar um verkefnið og þau hvetja fólk til að fylgja þeim á samfélagsmiðlum. Inn á Facebook-síðunni má t.d. lesa þrjár áhugaverðar fæðingarsögur frá feðrum. Eins hvetja þau feður til þess að skrifa niður sínar fæðingarsögur og senda inn í verkefnið. Eftir að verkefninu var ýtt úr vör liðu ekki nema nokkrir klukku-

tímar þar til fyrsta sagan kom inn. Síðan þá hafa sögurnar komið reglulega inn. „Við erum að leita eftir öllum tegundum af sögum; löngum, stuttum, skemmtilegum, erfiðum og allt þar á milli. Við viljum heyra frá hefðbundnum fæðingum, keisaraskurðum, heimafæðingum, fæðingum í bílum, nýjum sögum, eldri sögum og sögur af fæðingum eins og þær voru í sveitinni hér áður fyrr. Það er svo sannarlega pláss fyrir allar sögur í verkefninu.“ Aðspurður um útgáfudag bókarinnar svarar Ísak því til að það fari allt eftir því hvernig söfnunin gangi. „Við ætlum að vanda til verks og við munum gefa bókina út þegar við erum ánægð með innihald hennar. Við stefnum að því að hafa bókina myndskreytta og gera hana fallega og eigulega. Við vonumst eftir því að bókin geti nýst bæði verðandi foreldrum sem og þeim sem eiga börn fyrir. Í raun ætti bókin að vera áhugaverð fyrir alla þá sem hafa áhuga á fæðingum á einn eða annan hátt.“ Ísak bendir einnig á að nokkrir feður hafa notað þetta tækifæri til að skrifa niður sína sögu og vinna úr erfiðum tilfinningum eftir fæðingu. Að lokum hvetja Ísak og Gréta fólk til að setjast niður og ræða um fæðingar barna sinna. Eins hvetja þau feður til að skrifa niður sína fæðingarsögu og senda inn í verkefnið. ,„Það getur verið bæði áhugavert og skemmtilegt að eiga sína sögu á pappír, því sumir hlutir gleymast með tímanum,“ segir Ísak í lokin.


Víkurfréttir í áskrift!

... og þú færð þær inn

Verð frá 3.890 kr/m

án

um lúguna

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

Sjá nánar á síðu 23

að lágmarki 303Mb/sek

Miðvikudagur 2.

og 15 stjónvarpsstöðv ar innifaldar

septeMber 2020 //

Fresta því að verða fimmtug!

33. tbl. // 41. árg.

Árgangur 1970 hittis t á hátíðarsvæðinu. - sjá síðu 6

Guðlaugur og fjölskylda í Wales

FÁÐU VÍKURFRÉTTIR 24

í áskrift! 16-17

Fyrsta brugghúsið á Suðurnesjum

Sportið

SIGVALDI ARNAR LÁR USS

ON

Heimakær kántríbolti með veiðidellu á háu stigi

12-13

Vegan-kleinuhringir og súrdeigsbrauð

-19 meðaVíkurfréttir l nýjunga í 25 árabornar Fyrir 3.500 kr. á mánuði færðu til þín Hérastubheim bi ARNAR DÓRog losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið. EITTHVAÐ FYRIR ALL MANNLÍFIÐ

með nýtt lag

18

A Í NETTÓ!

-40%

Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

-41%

1.150 1.559 á vf@vf.is 1.793 21Pantaðu áskrift með tölvupósti Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

Lægra verð - léttari innk aup

-50%

Kalkúnabringur

KR/KG ÁÐUR: 2.599 KR/KG

Kalkúnasneiðar

KR/KG ÁÐUR: 3.039 KR/KG

Tilboðin gilda 3.—6. sept

ember

Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.

Blaðið verður áfram aðgengilegt ókeypis í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni. Einnig á öðrum völdum stöðum og rafrænt á vf.is


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Langaði að starfa við eitthvað sem viðkom heilsu og hreyfingu Grindvíkingurinn Guðlaugur Eyjólfsson og kona hans, Hugrún Ósk Óskarsdóttir, stunda nám í kíópraktík í Wales þar sem veiran hefur mikil áhrif á allt samfélagið eins og á Íslandi. „Veiran hefur haft mikil áhrif á allt hér í Wales eins og annars staðar, öllum skólum var lokað um miðjan mars og hefur skólahald nánast legið niðri síðan. Það er auðvitað verst fyrir börnin og þegar þetta er orðinn svona langur tími er orðið erfitt fyrir okkur foreldrana að hafa ofan af fyrir þeim. Við erum heppin að hafa stóran og góðan garð við húsið okkar og aðgang að fallegri velskri náttúru hér í kring,“ segir Grindvíkingurinn Guðlaugur Eyjólfsson en hann og kona hans hafa síðustu þrjú árin dvalið í Wales við nám. – Hvað fékk Grindvíkinginn Guðlaug Eyjólfsson til að fara til Wales? Eftir um tólf ár sem stjórnandi í sölu, þjónustu, vöru- og verkefnastjórnun ákvað ég að skipta um starfsvettvang. Mig langaði að starfa við eitthvað sem viðkom heilsu og hreyfingu. Konan mín, Hugrún Ósk Óskarsdóttir, var í sömu hugleiðingum og tókum við ákvörðun um að flytja með fjölskylduna til Wales og leggja þar stund á nám í kírópraktík. – Liggur leiðin ekkert heim til Grindavíkur á næstu mánuðum eða árum? Nú er þessu ævintýri okkar senn að ljúka, við munum flytja aftur til Íslands næsta sumar. Mér finnst ólíklegt að leiðin liggi til Grindavíkur en við fjölskyldan bjuggum í Kópavogi áður en við fluttum til Wales og stefnum á að flytja þangað aftur að námi loknu – en maður á nú aldrei að segja aldrei. Grindavík er frábær staður, þar búa foreldrar mínir og systir með sína fjölskyldu. Við heimsækjum Grindavík reglulega og þangað er alltaf gott að koma. – Hvað geturðu sagt okkur meira um kírópraktík? Kírópraktík er fagstétt og kírópraktorar vinna til dæmis með fólki sem

Páll Ketilsson pket@vf.is

Kírópraktík er fagstétt og kíró­ praktorar vinna til dæmis með fólki sem glímir við ýmiss konar stoð­ kerfisvandamál ...

glímir við ýmiss konar stoðkerfisvandamál, aðstoðar fólk við endurhæfingu og í raun allt sem teljast má til almennrar heilsu. Kírópraktorar notast við mismunandi aðferðir en við hjónin höfum lagt áherslu á hreyfingu, styrktarþjálfun og endurhæfingu í okkar námi og nálgun á viðfangsefnið. – Hver er munurinn á Grindavík og Wales? Wales er ekkert mjög frábrugðið Íslandi að mörgu leyti, fámennt land með stórt hjarta. Við búum um fimmtán kílómetra fyrir utan höfuðborgina Cardiff í litlum bæ sem minnir mikið á Grindavík. Stutt í alla þjónustu, skóla og tómstundir fyrir dætur okkar. Skólinn okkar hjóna er mjög alþjóðlegur og stundum við nám með fólki (aðallega ungum krökkum sem kalla okkur mömmu og pabba) frá öllum heimshlutum. Wales býr yfir ótrúlegri náttúrufegurð og höfum við verið dugleg að flækjast hér um og njóta hennar. – Og breska lífið – pöbbar og fótbolti er það ekki? Annar kúltúr en á Íslandi? Breska lífið og breskur kúltúr er frekar ólíkur íslensku lífi og kúltúr, sumt á jákvæðan hátt og annað á neikvæðan. Okkur var rosalega vel tekið hér í bænum og allir vildu allt fyrir okkur gera svo við aðlöguðumst sem best. Wales-verjar leggja ekki mikið upp úr veraldlegum hlutum, eru mjög hjálpsamir og miklir húmoristar. Pöbbarnir eru vinsælir hjá infæddum og einskonar félagsmiðstöðvar fyrir hverfin, þar hittist fólk eftir vinnu og gerir upp daginn. Þetta leiðir hins vegar af sér ýmis vandamál sem tengjast áfengisdrykkju. Cardiff City er okkar lið í fótboltanum og við náðum einu ári þar sem liðið spilaði í úrvalsdeildinni, við vorum með ársmiða

og mættum á alla heimaleiki. Fyrstu tvö árin okkar hér spilaði Aron Einar með liðinu sem gerði það enn skemmtilegra að styðja liðið. – Hvað með foreldra og fjölskyldu, tengslin við þau eftir flutning? Það erfiðasta við að flytja er auðvitað fjarlægðin við fjölskyldu og vini. Fjölskyldan hefur þó verið dugleg að heimsækja okkur hingað og við höfum nýtt fríin til að skjótast til Íslands. Nútímatækni gerir þetta hins vegar bærilegra og erum við í daglegum samskiptum við fjölskyldu og vini með tækninni. – Þú fylgist náttúrlega með þínum mönnum í körfunni í Grindavík sem þú lékst með. Jú, ég fylgist alltaf með úr fjarlægð og styð mína menn í öllum íþróttum. Ég hef samt ekki verið duglegur að

fara á völlinn, ég fékk nóg af körfubolta um tíma og kúplaði mig alveg út. Fékk mikinn áhuga á hlaupum og hljóp nokkur maraþon en núna finnst mér áhuginn vera að koma aftur og er planið að fylgjast betur með þegar ég kem aftur til Íslands. Ég get nú heldur ekki neitað því að þar sem við búum við íþróttasvæði Breiðabliks í smáranum í Kópavogi þá er græni liturinn aðeins farinn að blandast við þann gula í íþróttunum. – Hvernig hefur ykkur gengið að lifa með veirunni þarna úti? Nú er hins vegar allt að fara af stað aftur, vonandi mun veiran ekki ná að dreifa sér það mikið að grípa þurfi til eins drastískra aðgerða og áður. Við höfum hins vegar sagt að við séum í raun heppin að vera námsmenn á þessum tímum á meðan við horfum upp á fjölda fólks missa atvinnuna.

Brynja (t.v.) og Edda tilbúnar í skóladaginn í Wales.

Rafræn útgáfu Víkurfrétta inniheldur fleiri ljósmyndir í netspj@lli vikunnar.


AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Færri bátar stunda bugtarveiðarnar Þegar þessi pistill kemur út þá er nýtt fiskveiðiár komið og það þýðir að Faxaflóinn meðal annars opnast fyrir dragnótaveiðar. Veiðarnar í Faxaflóanum ganga undir nafninu bugtarveiðar. Í ár eru bátarnir nú ekki margir. Þeir eru einungis þrír, Benni Sæm GK, Siggi Bjarna GK og síðan er það Aðalbjörg RE frá Reykjavík. Aðalbjörg RE á sér langa sögu í veiðum í Faxaflóanum og á sínum tíma voru tveir bátar sem voru hétu þessu nafni á veiðum í bugtinni, Aðalbjörg RE og Aðalbjörg II RE. Þetta þýðir að aðeins tveir bátar frá Suðurnesjum stunda veiðar í Faxaflóa og er það mjög mikil fækkun á bátum sem voru á þessum veiðum. Sem dæmi fyrir 30 árum síðan í september árið 1990 þá voru eftirfarandi bátar á veiðum: Í Keflavík voru Arnar KE, Baldur KE, Eyvindur KE, Farsæll GK, Haförn KE, Reykjaborg RE og Ægir Jóhannson ÞH. Í Reykjavík voru Rúna RE, Sæljón RE, Aðalbjörg II RE, Njáll RE, Aðalbjörg RE og Guðbjörg RE. Annars núna í ágúst fóru dragnótabátarnir aðeins af stað. Benni Sæm GK réri oftast, fékk 83 tonn í þrettán róðrum, Aðalbjörg RE 63 tonn í sjö, Siggi Bjarna GK 38 tonn í sex róðrum og Sigurfari GK hóf veiðar undir lok ágúst og landaði 25 tonnum í tveimur róðrum. Allir bátarnir lönduðu í Sandgerði. Netabátarnir hafa fiskað mjög vel í ágúst og voru þeir að veiðum í Faxaflóa. Maron GK er með 88 tonn í 21 róðri, Bergvík GK 55 tonn í fimmtán, Halldór Afi GK 47 tonn í 24, Sunna Líf GK 45 tonn í fjórtán og Hraunsvík GK 27 tonn í þrettán.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Reyndar kom smá leki að Hraunsvík GK og var hann tekinn í slipp í Njarðvíkurslipp, Eins og fram kemur komið í þessum pistlum þá hefur verið fjallað um Grímsnes GK en hann er kominn á ufsann og hefur gengið feikilega vel. Grímsnes GK er kominn í 111 tonn í sex róðrum og þar af landaði báturinn 88 tonn í aðeins fjórum róðrum og mest 28 tonn í einni löndun.

Erling KE er kominn í slippinn í Njarðvík en hann var á grálúðunetaveiðum í sumar og var á veiðum fyrir Brim HF, sem áður hét HB Grandi. Togarinn Berglín GK er líka kominn í slippinn en þessi togari komst í fréttirnar þegar að áhöfn skipsins tók til sinna ráða og mótmælti því að Nesfiskur borgaði þeim það lágt verð fyrir rækjuna svo hún ákvað að sigla togaranum tómum til Njarðvíkur. Þar lá togarinn í hátt í

fjórar vikur en fór svo á rækjuveiðar um miðjan júlí. Togarinn mun fara á botnfiskveiðar eftir slippinn, enda er skipið með úthlutað 1.434 tonna kvóta. Aðeins út í kvótann. Sóley Sigurjóns GK er með 4.124 tonna kvóta, Pálína Þórunn GK 1.669 tonna kvóta, Erling KE 1.688 tonna kvóta, Sigurfari GK 2.927 tonna kvóta, Grímsnes GK 178 tonna kvóta og af því er 85 tonna rækjukvóti, Sturla GK, nýi tog-

báturinn sem Þorbjörn á með, 3.392 tonna kvóta og Jóhanna Gísladóttir GK 3.951 tonna kvóta. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta fylgir með myndband sem var tekið þegar að netabáturinn Maron GK er að koma til hafnar í Njarðvík en þessi bátur er smíðaður árið 1955 og er einn af elstu stálbátunum á Íslandi í útgerð í dag.

Kalka leitar að fjölhæfum starfskrafti

Kalka sorpeyðingarstöð sf. óskar að ráða fjölhæfan starfsmann til starfa við móttökuplan og brennslustöð fyrirtækisins í Helguvík. Starfið felur meðal annars í sér þjónustu við viðskiptavini, flutning og meðhöndlun úrgangs innan athafnasvæðis Kölku, vigtun efnis og þátttöku í umbótaverkefnum. Auk vinnu í Helguvík getur starfið krafist þess að starfsmaður sinni verkefnum á móttökuplönum fyrirtækisins í Grindavík og Vogum. Kalka er opin um helgar svo starfið krefst viðveru utan dagvinnutíma. Við leitum að einstaklingi sem ...

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213 eða tölvupósti, davor@kalka.is.

... hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri mótun. ... nýtur sín við framlínustörf og meðal viðskiptavina en einnig í skrifstofuumhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Þeir sem það kjósa geta sótt umsóknareyðublað á www.kalka.is.

... hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær.

Umsókir skal senda Kölku Sorpeyðingarstöð, Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á davor@kalka.is.

Kröfur um menntun og hæfni: Góð almenn menntun. Bílpróf er skilyrði. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Almenn tölvufærni er mikill kostur. Réttindi sem löggiltur vigtarmaður er kostur. Vinnuvélaréttindi eru kostur.

Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is

Kalka sorpeyðing sf. er fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga. Fyrirtækið annast sorphirðu á svæðinu, í samvinnu við verktaka, rekur móttökuplön í Helguvík, Grindavík og Vogum og sorpbrennslu í Helguvík. Kalka annast söfnun á endurvinnsluefni og miðlar því til samstarfsog endurvinnsluaðila. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 20 manns.

Meðhöndlun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum hefur breyst ört undanfarin ár og ljóst er að þróunin mun áfram verða hröð á komandi árum. Miklar breytingar eru að verða í ytra umhverfi, með lögum og reglugerðum um úrgangsmál og væntingar eigenda og viðskiptavina Kölku um ábyrga meðhöndlun úrgangs breytast hratt. Verkefnin framundan eru því mörg og fjölbreytt.


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvað er til ráða? Fréttir undanfarna daga hafa ekki beint blásið vonarglæðum í hjarta manns um komandi vetur. Metfjöldi atvinnulausra og mun sú tala án efa hækka á næstunni. Eins og gerðist í framhaldi af hruninu 2008 sem leysti úr læðingi mikinn sköpunarkraft einstaklinga þá vonar maður að það sama gerist núna út um allt land. Ferðalög innanlands þjöppuðu þjóðarsálinni meira saman en ég tel að dæmi séu um. Margir fóru á staði sem þeir höfðu aldrei komið á áður og var ég sjálfur þar engin undantekning. Fór með öll mín 70 aukakíló alveg upp efsta part að Dynjanda og var það stórkostleg stund fyrir sálina, lappirnar og hjartað. En núna er veturinn að hefjast með meiri rútínu fyrir alla og þá veltir maður því fyrir sér hvaða möguleika hefur þetta svæði á að byggja upp fleiri stoðir í atvinnulífinu. Margt kemur til greina:

Uppbygging gróðurhúsa Álversbyggingin er að manni skilst bara stálgrindarhús. Hægt væri að hafa þar lóðrétta ræktun eins og hefur gefist vel á öðrum stað á Íslandi. Fyrir utan álvershúsið er auðvitað nægt landrými víða á Reykjanesinu fyrir slíka starfsemi. Ávextir taka lengri tíma en grænmeti að rækta en ekki má heldur gleyma valmúafræjum sem er orðið leyfilegt að rækta á Íslandi og allavega eitt fyrirtæki þegar byrjað á því. Þar geta legið miklir möguleikar.

Uppbygging á ferðamannastöðum Koma þarf þjónustumiðstöð sem talað hefur verið um á Reykjanesi í gagnið. Staðsetning við Reykjanesvita er góð en einnig hefur verið talað um fyrir ofan Seltjörn, rétt fyrir neðan mótorkrossbrautina. Laga þarf veginn að Selatöngum, slæmur malarvegur sem er ekki langur.

Laga þarf veginn að Krísuvíkurbjargi. Er að verða ófær litlum bílum og stærri rútum. Er ótrúlega flott svæði með mikla möguleika. Gera þarf endurbætur á merkingum á göngustígum. Stika þá og merkja betur upphafs- og endapunktana. Söfn. Við höfum beðið lengi eftir hersafni/varnarliðssafni. Spurning er hvort að til sé húsnæði fyrir það einhvers staðar á svæðinu sem hægt væri að fá styrk fyrir leigu í einhvern tíma. Fjöldi ólíkra safna gefur okkur ákveðna sérstöðu á landsvísu og þarna væri hægt að hafa meiri samvinnu milli safna. Aðgangseyrir inn á allt Reykjanesið til dæmis varðandi söfnin er ein hugmynd. Fleiri hugmyndir eru til varðandi ferðamannaiðnaðinn en innviðir okkar eru að sumu leyti veiki punkturinn og þar er oftast nefnt salernisaðstöðuleysið sem hefur háð svæðinu í dagsferðum um svæðið eftir því sem ferðaþjónustufyrirtækin segja. Halda áfram að markaðsetja Blue Diamond-hugmyndina sem var varpað fram fyrir þó nokkrum árum síðan en er enn fullgild í mínum huga. Þar sameinast ferðaiðnaðurinn og orkuiðnaðurinn á skemmtilegan máta.

Fyrsta alvöru vindorkuverið á Íslandi? Eftir að hafa vanist að vera með vindmyllur í nærumhverfinu í Danmörku, þar sem allt fer á hliðina í tíu

metrum á sekúndu, þá væri áhugavert að athuga svona uppbyggingu hér á landi. Ég hef alltaf séð fyrir mér þríhyrninginn sem afmarkast af hesthúsunum við Keflavík og svo Garð og Sandgerði. Þarna eru engin fjöll og varla hægt að tala um hóla. Fleiri Íslendingar en við höldum hafa menntað sig í þessum fræðum, bæði í byggingartæknifræði og orkufræðum og meðalvindur á þessu svæði myndi gera þetta að ákjósanlegum stað hugsa ég fyrir vindmyllugarð. Umhverfisáhrifin yrðu óveruleg. Passa þyrfti að þetta væri ekki of nálægt byggð eða golfvöllum og þetta gæti orðið upphafið að einhverju góðu. Hægt væri að reisa gróðurhús nærri upp á aðgengi að rafmagni, jafnvel gagnaver.

Sjávarorkugarður Þetta hefur verið gert í nokkrum löndum og 2013 fóru fram tilraunir við Höfn í Hornafirði. Þarna liggja gífurlegir möguleikar. Sjónmengun væri lítil sem engin þar sem þetta væri allt neðansjávar og einnig er hægt að ganga að þessari orku

Opið alla virka daga frá 9 til 20 Opið um helgar frá 12 til 19

vísri, sem er ekki alltaf raunin með vindorkuver sem dæmi. Mér hefur dottið í hug að gera mættir athuganir á þessu út við Hafnir. Þar væri þá hægt í framhaldinu að byggja upp atvinnulíf sem myndi styrkja þetta rómantíska hverfi Reykjanesbæjar. Skipulagstillögur sem voru kynntar um uppbygginu á Höfnum gætu flýtt þeirri þróun.

Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128

Í stuttu máli að þá þarf að klára það mál. Ég þekki ekki pólitíkina í því máli en þetta getur ekki verið stopp endalaust. Er sæstrengur málið til Reykjanessins kannski? Einhvers staðar frá höfuðborgarsvæðinu?

Nokkur önnur atriði ■ Kvikmyndaver hugsanlega í álversbyggingunni. Skortur er á stóru húsnæði fyrir þennan iðnað hér á landi þó reyndar sé verið að vinna í því þessa stundina.

flokkunarstöðum í Bandaríkjunum til dæmis.

■ Bílageymsla á Pattersonsvæðinu. Hægt væri að bjóða bílaleigunum að geyma flota sína á því svæði. Girða það af og hafa vakt. Þúsundir bíla kæmust léttilega þar fyrir og aðgengi yrði að vera allan sólarhringinn.

■ Mörg fyrirtæki sýndu Helguvík áhuga á sínum tíma. Dekkjaframleiðandi, kínverskt rútuyfirbyggingarfyrirtæki og auðvitað einhver fleiri. Væri hægt að rifja upp gömul kynni við þessi fyrirtæki eða setja sig í samband við sambærileg fyrirtæki. Þarna koma samgöngur með flugi og sjófrakt sér vel í markaðssetningunni.

■ Fraktumsýsla fyrir flugið. Þessari hugmynd var komið á framfæri við brotthvarf hersins en þarna er spurning um markaðssetningu flugvallarins í þessum geira. Nægt rými er innan haftasvæðisins til slíkrar uppbyggingar og líka utan fyrir stoðstarfsemi.

■ Styðja eins og hægt er einstaklinga sem vilja fara af stað með lítil fyrirtæki. Sama hvaða geiri það er. Hendur bæjaryfirvalda eru auðvitað bundnar fjárhagslega en ráðgjöf og skjót úrvinnsla fyrirspurna og auðskyldir ferlar geta styrkt samkeppnisstöðu svæðisins.

■ Uppbyggingin sem er fyrirhuguð í Njarðvíkurhöfn. Ég hef svo sem ekki neinu við hana að bæta annað en bara „go for it“. Afleidd störf yrðu fjölmörg þar og gætu kallað á meiri þörf fyrir iðnaðarmenn á svæðinu sem aftur myndi styrkja Fjölbrautaskólann, það er nóg af lögfræðingum.

■ Núna erum við að upplifa eitt mesta úrval veitingastaða sem Reykjanesbær hefur séð. Þá erum við ekki einu sinni farin að tala um hin bæjarfélögin og það sem er í boði hjá þeim hvað þetta varðar. Allt þetta hjálpar til að koma okkur á kortið gagnvart bæði útlendingum til að dvelja lengur en eina nótt hérna og ekki síst fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að taka skemmtilega dagsferð hingað um skagann.

■ Endurvinnsla. Möguleikarnir í endurvinnslu eru nánast óþrjótandi. Hef séð myndbönd og kynningar á mjög fullkomnum

Saman hugum við að heilsunni

Suðurnesjalína 2

Hér hef ég stiklað á stóru um ýmsar hugmyndir sem gætu dreift betur úr vinnumarkaðnum og haft hann minna einhæfan, sem hann er í sjálfu sér ekki. En allavega reyna að draga aðeins úr beinum áhrifum flugsins á atvinnulíf svæðisins ef sá möguleiki er fyrir hendi. Margt af þessu er auðvitað ekkert sem meðaljón getur farið í strax á morgun en vonandi kveikir þetta einhverja vonarglætu og á

einhverri hugmynd sem fólk er með í maganum. Núna er vissulega haustið að koma en með samstilltu átaki getum við kannski látið vorið koma snemma, að minnsta kosti í huga okkar. Við erum öll ein stór fjölskylda. Með kveðju, Sigurbjörn Arnar Jónsson, Sibbi.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Vandi Suðurnesja Staða sveitarfélaga

Það dylst engum að ástandið á Suðurnesjum er grafalvarlegt. Atvinnuleysið í landshlutanum er helmingi meira en á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er næstmest. Ein af hverjum fimm konum á Suðurnesjum er atvinnulaus. Í þessum tölum eru ekki þeir sem eru á uppsagnarfresti og ástandið á eftir að versna á næstu vikum. Þetta segi ég ekki til að vera neikvæður stjórnarandstæðingur heldur einfaldlega vegna þess að svona er þetta – og það er nauðsynlegt að horfa með bæði augun opin á vandann og grípa til lausna til skamms og langs tíma.

Sveitarfélögin sinna skólagöngu barna, málefnum fatlaðra og annarri nærþjónustu við íbúa auk þess að byggja upp og styrkja innviði. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa orðið fyrir miklu tekjutapi en verða samt að sinna lögbundinni þjónustu og kjósa að halda uppi þjónustustigi og fjárfestingum til að mæta ástandinu. Stjórnvöld verða að koma til móts við sveitarfélög, bæta þeim upp tekjutap og bregðast við vaxandi þörf íbúa fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga. Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um stöðu sveitarfélagana með úrræðum sem duga.

Atvinnuleysi eftir landsvæðum % 7,3

Suðurland

Hvað er til ráða?

4

Austurland

5,5

N. eystra N. vestra

3,3

Vestfirðir

3,2 5,3

Vesturland

16,5

Suðurnes 9,3

Höfuðb.sv.

8,8

Samtals: 0

2

4

6

8

10

12

14

16

18

Heimild: Vinnumálastofnun ágúst 2020

Veiran og landamærin Hvað sem fólki finnst um tvöfalda skimun á landamærum þá er hún staðreynd og hefur afleiðingar og við þeim þarf að bregðast. Hugmyndin um að liðka til á landamærunum í sumar var að fá ferðamenn til landsins og halda uppi sóttvörnum um leið. Stjórnvöld vissu vel að ekki þyrfti nema ein mistök og einn smitaðan ferðamann til að koma faraldrinum aftur af stað og með því yrði okkur aftur ýtt á byrjunarreit, heilsufarslega og efnahagslega með tilheyrandi afleiðingum, ekki síst fyrir þau sem veikast standa, aldraða, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og börn. Ég áfellist stjórnvöld ekki fyrir að hafa tekið ákvörðun um að opna landamærin í sumar heldur hitt, að láta undir höfuð leggjast að meta áhættuna almennilega og hafa ekki unnið áætlanir um hvað gera skyldi ef allt færi á versta veg. Úrræðalaus kallar ríkisstjórn á samráðsvettvang þegar að allt er komið í hnút.

Gætum að þeim sem veikastir eru fyrir Það er gríðarlegt áfall að missa vinnuna og getur dregið dilk á eftir

sér. Gæta þarf alveg sérstaklega að börnum atvinnulausra, skólagöngu þeirra, að þau fái nóg að borða og geti tekið þátt í skipulögðu frístundastarfi sem kostar peninga, verði ekki útundan og hornreka. Við vitum ekki hvenær faraldurinn gengur yfir en hitt blasir við hverjum þeim sem vill sjá, að þau sem missa vinnuna og fara á atvinnuleysisbætur verða að fá meiri stuðning frá stjórnvöldum. Ríkisstjórnin vill ekki hækka grunnatvinnuleysisbætur sem eru rétt um 240 þúsund krónur eftir skatt. Fjármálaráðherra segir að ef atvinnuleysisbætur hækki muni atvinnulausum fjölga! Þeim fjölgar nú þegar með ógnarhraða. Þegar störfum fækkar í þúsundatali í heimsfaraldri og stór atvinnugrein á í miklum vanda án þess að ný atvinnutækifæri komi á móti eru slíkar fullyrðingar augljóslega rangar og fráleitar. Það verða engin ný störf til með því að skapa neyð á heimilum þeirra sem missa vinnu. Fátækt og neyð á heimilum er hins vegar samfélaginu dýr í öllum skilningi. Aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru skelfilegar og skylda stjórnmálamanna að leita allra leiða til að koma í veg fyrir þær.

Fallegi og hjartahlýi eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur og bróðir

ÆVAR ÖRN JÓNSSON Suðurgötu 20, Sandgerði

Lést á heimili sínu sunnudaginn 30. ágúst. Sigrún Erla Hill Ívar Aron Hill Ævarsson Kristján Helgi Olsen Ævarsson Ellý María Hermannsdóttir Ísak John Hill Ævarsson Andrea Ósk Júlíusdóttir Þórunn Hafdís Hill Ævarsdóttir Thomas Þór Þorsteinsson Aron Rúnar Hill Ævarsson Valdís Tómasdóttir Ísak Leifsson Nanna Baldvinsdóttir Anton Karl Þorsteinsson Hanna Valdís Garðarsdóttir Björg Jónsdóttir og barnabörn

Samfylkingin vill dreifa byrðunum. Við viljum ekki að fólk sem missir vinnuna taki nær allan skellinn vegna COVID-19. Við viljum byrja á að lengja tekjutengda tímabilið, hækka grunnatvinnuleysisbætur og lengja réttinn til atvinnuleysistrygginga um ár. Við viljum að framlag með hverju barni verði hækkað varanlega og hlutabótaleiðin verði framlengd til 1. júní á næsta ári. Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem bæta mun kjör atvinnulausra og fjölskyldna þeirra. Svo þarf að skapa störf bæði fyrir karla og konur. Það getur tekið tíma en margt má einhenda sér í.

Hér eru nokkur dæmi: 1. Efla Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sú mikilvæga stofnun var of veikburða þegar faraldurinn skall á og gríðarlega mikilvægt að efla hana, einkum heilsugæsluna og geðheilbrigðisþjónustuna. Það er algjörlega óásættanlegt að Suðurnesjamenn sem um 28.000 talsins þurfi að sækja sér sjálfsagða heilbrigðisþjónustu til annarra landshluta. 2. Í Suðurnesjabæ búa tæplega 4.000 manns. Þar rekur ríkið enga umönnunarþjónustu. Reyndar hefur ríkið staðfastlega hafnað beiðni bæjarins um dagdvalarrými þó húsnæði og þörf sé fyrir hendi. Ríkisstjórnin ætti strax að draga þá synjun til baka. 3. Allar menntastofnanir svæðisins þurfa aukið fjármagn til að taka á móti atvinnuleitendum sem vilja styrkja stöðu sína, líkt og gert var eftir bankahrun. Slíkar aðgerðir hafa reynst vel og margborgað sig, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. 4. Ráðast á strax í byggingu sjóvarnargarðs við Slippinn í Njarðvík svo áform um uppbyggingu þar gangi eftir. Jákvæðar undirtektir duga ekki einar og sér eins og staðan er nú.

5. Tvöföldun Reykjanesbrautar þarf að hraða og ráðast í gönguog hjólastíga milli bæjanna á Suðurnesjum í samvinnu sveitarfélaga og Vegagerðarinnar. 6. Í sumar var sveitarfélögunum gert kleift að ráða námsmenn í vinnu. Þetta úrræði ætti að útfæra þannig að sveitarfélög og fyrirtæki geti ráðið fólk af atvinnuleysisskrá til ýmissa starfa þar sem atvinnuleysisbætur fari upp í laun. 7. Auka framlög til sóknaráætlunar sveitarfélaga, til menningarmála og efla uppbyggingarsjóð til muna. 8. Viðmiðunarfjárhæð laga um opinber útboð er 49 millj. kr. Það þýðir að allar stærri framkvæmdir fara í útboð. Útboðsferlið er tímafrekt og nauðsynlegt er að hækka viðmiðið að minnsta kosti í 350 millj. kr. svo að flýta megi aðgerðum. 9. Á þessum tímum er kjörið að aðstoða innflytjendur við að nýta tímann til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi með því að læra íslensku. Auka ætti strax framboð á íslenskukennslu fyrir útlendinga. 10. Ríkisstjórnin á að kalla bæjarfulltrúa að borðinu og hafa við þá samráð um leiðina áfram út úr kófinu.

Stjórnmálamenn verða að rífa sig upp á rassgatinu og bretta upp ermar fyrir Suðurnesjamenn.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Líf íbúa og starfsmanna á hjúkrunarheimilum á tímum kórónuveirunnar Það má með sanni segja að árið 2020 muni fylgja okkur öllum með nýja reynslu og þekkingu á ógnvaldinum kórónuveirunni um ókomin ár. Líf íbúa á hjúkrunarheimilum landsins breyttist allverulega í vetur þegar kórónuveiran tók að herja á heimsbyggðina alla. Heimsóknarbann var sett á hjúkunarheimilin og reyndist það bæði íbúum og aðstandendum þeirra mjög þungbært. Tæknin var notuð til að hafa samskipti sem létti lífið en kom engan veginn í stað náinna samskipta. Lögð var áhersla á félagslega virkni fyrir íbúa á deildum með ýmsum hætti. Það var spilað, púslað, púttað og horft á gamlar íslenskar myndir. Við sáum að íbúarnir voru duglegri að koma og dvelja í samrýmum hver með öðrum, það myndaðist meiri nánd og mikill samhugur á milli þeirra. Íbúunum fannst fátt í sjónvarpi eða blöðum á þessum tíma annað en fréttir af vágestinum mikla og voru orðnir frekar leiðir á umræðunni. Gluggaheimsóknir urðu tíðar á þessu tímabili og léttu íbúum lífið. Mörg góðhjörtuð samtök studdu heimilin á þessum erfiðu tímum með góðum gjöfum til eflingar á félagslegri virkni og erum við óendanlega þakklát fyrir þann góða stuðning og hlýhug sem okkur var sýndur. Líf starfsmanna breyttist einnig á augabragði. Ótti og kvíði herjaði á okkur og sú hugsun sem allt snerist um var að vernda íbúana okkar. Lífstíllinn sem við tileinkuðum okkur var að sinna vinnunni, fara heim og í gönguferðir og svo aftur til vinnu. Starfsfólk var í heimasóttkví á milli vakta og sumir fóru jafnvel ekki út í búð. Enginn vildi vera sá sem bæri veiruna með sér inn á stað þar sem viðkvæmasti hópurinn bjó. Þetta var erfitt fyrir margar fjölskyldur og börn starfsmanna. Þegar voraði varð ástandið aðeins betra og við fórum að sjá til sólar. Hægt var að opna aðeins fyrir heimsóknir og það var dásamlegt að upplifa spennuna bæði hjá íbúum og aðstandendum þeirra þegar endurfundirnir áttu sér stað. Um tíma í sumar vorum við komin í okkar gamla horf og héldum að við fengjum frí frá veirunni. Við

héldum góða sumargleði fyrir íbúa þar sem við buðum upp á grillmat og söngskemmtun. Það var dásamlegt að gleyma sér í gleðinni en því miður var þetta skammvinn gleði og aftur þurfti að grípa í takmarkanir. Það var erfitt. Við fundum að fólk var orðið þreytt – íbúar, starfsfólk og aðstandendur. En við getum ekki andað rólegar fyrr en búið verður að bólusetja íbúana okkar. Lífið okkar starfsmannanna er aftur komið í sama horf og í vetur þar sem heimasóttkví tekur við eftir vinnu. Starfsfólk hjúkrunarheimila og sjúkrastofnana á hrós skilið fyrir sitt framlag á þessum fordæmalausu tímum. Þegar við lítum til baka og skoðum þennan tíma þá sjáum við að veikindi á meðal íbúa voru ekki eins mikil og í venjulegu árferði. Sýkingum fækkaði og veikindi á meðal starfsfólks urðu minni. Líklegar skýringar á þessu eru að

umgangur var minni um heimilin, starfsfólk fór minna út á meðal fólks og vegna aukinna sóttvarnarráðstafana. Hugur minn dvaldi ansi oft á þessum tíma hjá aðstandendum sem ekki gátu komið og verið með sínum ástvinum. Þetta reyndi verulega á alla. Þakklæti til allra aðstandenda er mikið fyrir allan skilninginn og þolinmæðina. Þeir aðstandendur sem komu með íbúa sína inn á heimilin til dvalar á þessum tímum upplifðu sérstakar tilfinningar. Þeir upplifðu það að skutla ástvini inn á heimilið og loka hann inni. Öll getum við sett okkur í þessi erfiðu spor. Hvaða tilfinningar sækja á í þessum aðstæðum, sorg og söknuður. Þetta er ekki búið, eins og sagt er í auglýsingunni. Sýnum öll samfélagslega ábyrgð til verndar okkur sjálfum og öllum öðrum í leiðinni með því að viðhafa góðar sóttvarnir til framtíðar. Þuríður Ingibjörg Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu, Nesvalla og Hlévangs.


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Blásum til sóknar með nýsköpun! Alvarlegt ástand blasir við á atvinnumarkaði á Reykjanesinu. Næstu vikur og mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmargar fjölskyldur og fyrirtæki á Suðurnesjum. Við erum enn og aftur í þeirri stöðu að vera of háð einni atvinnugrein og þegar fjarar undan ferðaþjónustunni blasir við algjört hrun. Í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga ritaði ég grein þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að forgangsverkefni sveitarstjórnarmanna í Reykjanesbæ væri að skapa aðstæður fyrir fjölbreytt og öflugt atvinnulíf sem forsenda velferðar og lífsgæða. Við stöndum á tímamótum og á þessum tímamótum þurfum við á öflugri nýsköpun að halda í atvinnulífinu til að bregðast við þessum ytri aðstæðum. Hanna Björg Konráðsdóttir, varabæjarfulltrúi og varaformaður stjórnar Reykjaneshafnar.

Það er ljóst að við höfum sofið á verðinum og nú skiptir sköpum að við tökum höndum saman og fjölgum tækifærunum, ýtum undir hugvit og tækniþróun við framleiðslu á dýrmætum afurðum en styðjum jafnframt við fyrirtæki á svæðinu sem geta blásið til sóknar. Ein af okkar mestu samfélagslegu áskorunum eru loftslagsmálin og þar á Ísland að vera í fararbroddi á heimsvísu. Á dögunum barst bæjaryfirvöldum beiðni frá Carbfix, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur. Fyrirtækið hefur í samstarfi við vísindafólk frá Háskóla Íslands og erlendis, unnið að þróun kolefnisförgunaraðferðum þar

sem koldíoxíði er dælt niður í jarðlög á miklum þrýstingi og þá tekur við náttúrulegt ferli, þar sem koldíoxíði er umbreytt í steintegundina silfurberg. Helguvík er einn af ákjósanlegustu stöðum sem völ er á til þessara rannsókna vegna góðra jarðfræðilegra skilyrða og þar er gnógt af jarðsjó. Auk þess sem góð hafnaraðstaða er í Helguvík sem opnar möguleikann á innflutningi koldíoxíðs til niðurdælingar í framtíðinni. Þessi áhugi CarbFix á að nýta jarðsjó þann er finnst í Helguvík opnar augun fyrir öðrum möguleikum í Helguvík. Jarðsjór kann að vera nýtilegur til fiskeldis á landi og með bættri þekkingu, aukinni tækni og nýsköpun er hægt að búa afurðir sem flestar þjóðir heims sækjast í.

Þörungaræktun úr affalsvatni frá laxeldi er áhugverður kostur sem sameinar umhverfisvæna lausn við hreinsun á affalsvatni og tækifæri í afurðasköpun. Í Helguvík eru vannýtt tækifæri eins og í öllum öðrum geirum. Leiðir til að skapa hér atvinnu með nýjum lausnum í baráttunni gegn loftslagsvánni verða enn mikilvægari á komandi árum. Við þurfum að opna augun fyrir þeim atvinnumöguleikum til að treysta samkeppnishæfni atvinnulífsins. Leiðir til að skapa hér atvinnu með nýjum lausnum í baráttunni gegn loftslagsvánni verða enn mikilvægari á komandi árum. Orkufrekur iðnaður kallar á nýjar lausnir til að draga úr mengun, sjálfbærari matvælaframleiðsla verður ofarlega á baugi og nýjar lausnir í heilbrigðisgeiranum geta mögulega leyst mikið af vanda okkar Suðurnesjamanna. Á sama tíma hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hið opinbera og sveitarfélögin styðji af öllum mætti við kröftug og framsækin fyrirtæki og einstaklinga sem hyggjast blása til sóknar og fjárfesta í atvinnusköpun. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur kynnt áform um uppbyggingu skipa-

þjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn. Í því felst uppbygging upptökumannvirkis á svæðinu og bygging yfirbyggðar þurrkvíar sem mun umbylta viðgerðar og viðhaldsaðstöðu stærri skipa. Verkefnið getur skapað fjölda varanlegra og afleiddra starfa. Stuðningur ríkisins við verkefnið við byggingu sjóvarnargarðs í Njarðvíkurhöfn er nauðsynlegur eigi verkefnið að ná brautargengi. Opinbert fjármagn er nauðsynlegt og því þarf samstillt átak þingmanna kjördæmisins, ráðuneyta og stofnana til að tryggja að framkvæmdin verði að veruleika. Við verðum að draga lærdóm af þessum fordæmalausu ástandi sem skapaðist í Covid og treysta aðrar stoðir atvinnulífsins. Nú er mikilvægt að við hér á Suðurnesjum leitum allra leiða í samstarfi við einstaklinga og fyrirtæki til að efla auðlindasköpun á svæðinu. Leiðir til að skapa hér atvinnu í vistvænu, hugdjörfu og öflugu samfélagi. Tækifærin eru til staðar á svæðinu en nú liggur á að við virkjum mannauðinn sem er dýrmætasta auðlind hvers samfélags.

Ríkisábyrgð á Icelandair

Fjárlaganefnd Alþingis fjallar nú um ríkisábyrgð til handa Icelandair Group upp á fimmtán milljarða króna vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við veirufaraldurinn. Málið kemur til afgreiðslu á Alþingi í þessari viku. Árið 2020 er versta ár í sögu flugrekstrar í heiminum. Telja má afrek að félagið hafi staðið af sér þá storma sem hafa geisað undanfarna mánuði. Framundan er fjárhagsleg endurskipulagning og öflun nýs hlutafjár til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Aðkoma ríkisins er háð því að fullnægjandi árangur náist í þeim efnum. Mikil-

vægir áfangar eru nú þegar í höfn. Búið er að semja við allar flugstéttir og gilda samningar til 2025. Félagið hefur fengið greiddar skaðabætur frá Boeing-flugframleiðandanum vegna svonefndra MAX-véla. Auk þess hefur félagið náð mikilvægum samningum við lánveitendur.

Lánafyrirgreiðsla ríkisins er ætluð til þrautavara. Ekki er víst að hún verði nýtt og vonandi þarf ekki að koma til þess. Fyrirtækið getur farið inn í sumarið 2021 án þess að draga á lánsheimild ríkisins. Það var rekið með hagnaði árin 2011 til 2018 og á árunum 2011 til 2019 skilaði það þremur milljörðum króna í ríkissjóð. Lausafjárstaða félagsins var sterk fyrir veirufaraldurinn. Mikilvægt er að hafa þetta í huga frá sjónarhóli skattgreiðenda. Lánsheimildin er nauðsynleg svo takist að safna því hlutafé sem þarf til að tryggja reksturinn. Stjórnvöld taka mikla áhættu ef ekki verður af stuðningi ríkisins í formi lánsheimildar. Margt getur tapast fyrir þjóðarbúið ef félagið yrði gjaldþrota. Umfang þess er mikið í íslensku hagkerfi. Það er tæknilega flókið að endurreisa gjaldþrota félag. Margt tapast í því ferli. Innan fyrirtækisins er mikill mannauður. Þar starfar fólk sem hefur lagt mikið á sig til þess að gera veg þess sem mestan. Það hefur á að skipa mikilvægri þekkingu og reynslu sem mun skipta sköpum í því að viðspyrnan verði öflug þegar veirufaraldrinum lýkur. Þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið.

Hlutverk ríkisins mjög mikilvægt Við Íslendingar erum verulega háðir flugsamgöngum og meira en margar aðrar þjóðir. Ísland er eyland sem á allt undir því að hér ríki traustar og samfelldar samgöngur fyrir vöru- og fólksflutninga. Hér er um ríka samfélagslega hagsmuni að ræða. Auk þess um-

talsverða beina fjárhagslega hagsmuni fyrir fjölda launafólks og fyrirtækja. Árið 2019 voru rúmlega 4.700 stöðugildi hjá fyrirtækinu. Þær raddir hafa heyrst, meðal annars á Alþingi, að fyrirgreiðsla ríkisins eigi að vera í formi hlutafjár í fyrirtækinu eða ríkið eigi jafnvel að taka það yfir. Þessu er ég ósammála. Hlutafjárleiðin er áhættusöm. Saga opinbers eignarhalds í flugfélögum er ekki uppörvandi. Þetta sýnir reynslan frá flestum nágrannalöndum.

Snertir Suðurnesin sérstaklega Mál þetta snertir Suðurnesin sérstaklega. Árið 2019 störfuðu um 400 manns í nýju flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Atvinnuleysi er hvergi hærra á landinu en á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ er það um 19%. Hjá fyrirtækinu starfa fjölmargar konur svo dæmi sé tekið. Á Suðurnesjum er nú ein kona af hverjum fimm atvinnulaus. Með lánsheimildinni er verið er að skapa grundvöll fyrir því að fjárfestar vilji koma að félaginu á erfiðum tímum. Það hefur afleiðingar ef stjórnvöld sitja aðgerðalaust hjá. Hlutverk ríkisins er mjög mikilvægt. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

Púttað með skrautlega hatta Heldri borgarar í Púttklúbbi Suðurnesja tóku þátt í árlegu hattapúttmóti á Mánaflöt í Keflavík á dögunum. Það eru hjónin Eydís B. Eyjólfsdóttir og Hafsteinn Guðnason sem hafa staðið að mótinu síðustu ár en þar er safnað fjármunum fyrir bocciadeild íþróttafélagsins Nes. Í ár söfnuðust um 84.000 krónur fyrir boccia-deildina en styrkurinn hefur árlega verið afhentur fyrsta laugardag á nýju ári þegar lionsfélagar hafa att kappi við Nesara í boccia í íþróttahúsinu í Keflavík. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar púttkeppnin var yfirstaðin en þá fór fram kosning um hattadrottningu og -kóng ársins. Það voru þau Unnur og Þórður sem hlutu nafnbótina að þessu sinni.


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Feðgar lýsa leiknum Feðgarnir Þorsteinn Gunnarsson og Gunnar sonur hans lýstu leik Grindvíkinga og Vestra í Lengjudeildinni í knattspyrnu síðasta laugardag. Þorsteinn var íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 í nokkur ár og hefur því lýst mörgum leikjum en Gunnar sonur hans er fyrirliði UMFG og einn af lykilmönnum liðsins. Gunnar fékk rautt spjald í leik með liði sínu í umferðinni á undan

og fékk því ekki að klæðast búningnum. Það þótti því tilvalið að fá þá feðga til að lýsa leiknum á Grindavík TV gegn Vestra á heimavelli. Þeir þóttu gera það vel og ekki skemmdi að Grindvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð.

GRÍMURNAR UPPI HJÁ ÞEIM GÖMLU

Feðgarnir Þorsteinn Gunnarsson og Gunnar Þorsteinsson í „búrinu“.

a Eitt marka Grindvíking . vík afs Ól gi kin gegn Ví

Tveir af dyggum stuðningsmönnum Grindvíkinga af eldri kynslóðinni eru þeir Edvard Júlíusson og Willard Fiske Ólason. Þeir láta sig ekki vanta á leiki liðsins og voru að sjálfsögðu mættir á leikinn gegn Vestra síðasta laugardag. Þeir voru í stúkunni í fyrri hálfleik en færðu sig aðeins nær vellinum í þeim síðari og fengu stóla til að tylla sér á. Það vakti athygli ljósmyndara Víkurfrétta að þeir gömlu settu upp grímu og horfðu á leikinn til enda með þær uppi. Í lokin tóku þeir niður grímuna og brostu í kampinn yfir góðum sigri sinna manna.

SUÐURNESJABÆR

Njarðvík hafði betur Kenneth Hogg skoraði tvö og fiskaði víti gegn Þrótti.

ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM Í VERKIÐ: STO FNL AGNIR F R ÁVE I TU A Ð SKERJA HVERFI JA R Ð V I NNA, YF IR B OR ÐS FRÁ G A N G U R O G LAG N I R Verkið felst í fullnaðarfrágangi nýrrar stofnlagnar fráveitu frá Strandgötu að Skerjahverfi sem er nýtt hverfi sunnan við Sandgerðisveg. Helstu verkþættir eru: ■ Upprif á núverandi malbiksyfirborði yfir skurðstæði ■ Losun klappar í lagnaskurði ■ Uppgröftur lagnaskurðar ■ Fullnaðarfrágangur nýrra brunna og lagnar í skurð auk tenginga ■ Fylling og fullnaðarfrágangur yfir lögn og að brunnum ■ Malbikun yfir skurðstæði ■ Nýr kantsteinn á hlutasvæðum Helstu magntölur eru: ■ Upprif malbiks ■ Losun klappar ■ Uppgröftur og brottakstur ■ Aðflutt fylling ■ Fráveitulagnir, ø300mm ■ Brunnar ■ Malbik 5cm ■ Staðsteyptur kantsteinn 15 cm Verkinu skal að fullu lokið 15 desember 2020 Hægt verður að nálgast útboðsgögnin á hjá VSÓ Ráðgjöf Óskir um útboðsgögn sendist á netfangið, utbod@vso.is frá föstudeginum 4 september kl 9 og verða þau þá send þeim sem þess óska Tilboð skulu hafa borist Bæjarskrifstofum Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4 Garði (afgreidsla@sudurnesjabaer.is) eigi síðar en miðvikudaginn 23 september 2020 kl 11 00 Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska

1 000 m2 700 m3 2 650 m3 550 m3 780 m 13 stk 1 000 m2 10 m

Það var mikið í húfi þegar Suðurnesjaliðin Þróttur og Njarðvík áttust við í 2. deild karla á Vogaídýfuvellinum á þriðjudagskvöld. Liðin voru á svipuðum slóðum í sterkri og jafnri 2. deildinni – Þróttur í fjórða sæti með 22 stig en Njarðvík í því sjötta með 21 stig. Leikurinn var jafn og spennandi en það voru Njarðvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Njarðvíkingar byrjuðu betur en Þróttarar unnu sig inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið, rétt fyrir leikhlé og var þar Júlíus Óli Stefánsson að verki (44’). Staðan 1:0 í hálfleik fyrir Þrótti. Njarðvíkingar gáfust ekki upp og mættu ákveðnir til seinni hálfleiks. Á 64. mínútu jafnaði markahrókurinn Kenneth Hogg leikinn með skoti úr teignum. Fimm mínútum síðar brutu Þróttarar á Hogg og Njarðvíkingar fengu dæmt víti sem fyrirliðinn Marc McAusland skoraði úr af öryggi (69’) og Njarðvík komið með forystuna.

Nýr leikmaður Þróttar, Hubert Rafal Kotus, komst á blað í sínum fyrsta leik á 74. mínútu og því var staðan 2:2 í hörkuskemmtilegum leik en Kenneth Hogg var ekki hættur. Ivan Prskalo stal boltanum af Þrótturum á 78. mínútu og gaf góða stungusendingu inn á Hogg sem lætur ekki svoleiðis færi fara forgörðum. 3:2 fyrir Njarðvík og þótt Þróttarar reyndu sem þeir gátu náðu þeir ekki að jafna leikinn. Mikilvægur sigur í höfn hjá Njarðvík og þeir færast því upp fyrir Þrótt í fjórða sætið.

HART BARIST Í ÖLLUM DEILDUM Grindvíkingar sigruðu í þriðja leiknum í röð en Keflvíkingar lentu á vegg í Lengjudeildinni um síðustu helgi. Grindavík vann góðan sigur á Vestra 2:1 á heimavelli en Keflvíkingar guldu afhroð gegn Leikni í Reykjavík á útivelli. Keflavík og Grindavík áttu að mætast í Keflavík í vikunni en leiknum var frestað þar sem Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, var valinn í U21 landslið Íslands. Ekki var búið að gefa út nýjan leikdag fyrir leik nágrannanna þegar blaðið fór í prentun á þriðjudag. Víðismenn unnu Fjarðabyggð 5:1 síðasta laugardag á Nesfisk-vellinum en þeir áttu að mæta ÍR síðasta á miðvikudag. Nánar um það á vf.is. Í 3. deildinni sigruðu Reynismenn Einherja 7:2 síðasta laugardag þar sem Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði þrennu en steinlágu svo fyrir 1:4 fyrir Elliða, næstneðsta liði deildarinnar á heimavelli á þriðjudag. Keflavíkurstúlkur gerðu 3:3 jafntefli við Augnablik á Kópavogsvelli og mæta Fjölni á Nettóvellinum fimmtudaginn 3. sept. Þær voru í 2. sæti deildarinnar eftir leikinn í Kópavogi og í hörku baráttu um toppsætin í deildinni. Kvennaliði Grindavíkur gerði 2:2 jafntefli við Álftanesi á útivelli. Grindavíkurstelpur eru í öðru sæti 2. deildar kvenna.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

Veglegar knattspyrnufréttir er að finna í rafrænni útgáfu Víkur­frétta og stöðugar fréttir birtast á vefnum vf.is

Er ekkert að fara að hætta! Frans Elvarsson, fyrirliði Keflvíkinga, hefur átt gott tímabil með sínu liði. Frans var valinn í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar ásamt þremur öðrum Keflvíkingum, þeim Joey Gibbs, Sindra Þór Guðmundssyni og Rúnari Þór Sigurgeirssyni. Keflvíkingar hafa sýnt frábæra takta í sumar þrátt fyrir afleit úrslit í síðasta leik, gegn Leikni Reykjavík, sem tapaðist stórt. „Já, þetta er búið að vera ágætt hjá okkur í sumar en ég get eiginlega ekki útskýrt hvað gerðist í síðasta leik,“ segir Frans. „Mér fannst þetta í sjálfu sér ekkert ójafn leikur úti á vellinum en þeir skoruðu úr öllum færum sem þeir fengu. Mér finnst tölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum – en þær ljúga svo sem engu. Það er eins og Leiknir hafi eitthvað tak á okkur, það hefur gengið illa á móti þeim undanfarin ár.“ – Segðu mér frá ferlinum þínum. Þú kemur frá Hornafirði, er það ekki? „Já, ég byrjaði með meistaraflokki 2005. Spilaði reyndar fyrsta leikinn 2004, fjórtán ára gamall, kom inn á í úrslitaleik um að komast upp í

2. deild með Sindra. Svo kom ég til Njarðvíkur og fór í Íþróttakademíuna sem þá var. Það var Freyr Sverrisson, sem var með Njarðvík þá, sem benti mér á þessa leið. Gæti verið á æfingum á morgnana og í skóla eftir það. Þá kom ég hingað og spilaði með Njarðvík í fjögur ár.“ – Ert menntaður í íþróttafræðum? „Ég á lokaritgerðina eftir í íþróttafræði – en já, ég er búinn að vera að læra það síðustu ár í Háskólanum í Reykjavík. Ég var að byrja sem íþróttakennari í Háaleitisskóla í seinustu viku, þar er ég einmitt að vinna með Gumma Steinars – sem ég hafði mikið dálæti á þegar maður var lítill sjálfur. Ég spilaði líka með honum á tímabili. Skemmtilegt hvernig þetta þróast.“

Frans er einn af máttarstólpunum í ungu og efnilegu liði Keflavíkur. Reynsluboltinn og aldursforsetinn í liðinu framlengdi samningi sínum út tímabilið 2023.

Fyrst markvarðahrellirinn Guðmund Steinarsson bar á góma ræddum við atvikið þegar hann skoraði frá miðju á móti Fram: „Já, ég skoraði einmitt hitt markið í þessum leik og ég man að ég varð rosalega pirraður þegar hann tók skotið, að hann skyldi ekki gefa á mig ... en svo skoraði hann. Já, ókei!“ – Þú lékst eitthvað með yngri landsliðunum. „Já, ég á ellefu landsleiki minnir mig. Sjö með U17 og fjóra með U19, ég var í einhverjum æfingahópum fyrir U21 en aldrei valinn í lokahópinn.“

Ætla upp úr Lengjudeildinni – Nú eruð þið búnir að eiga mjög gott tímabil, hvernig heldurðu að þetta fari? „Ég hef fulla trú á að við förum upp þegar allt er yfir staðið. Við erum búnir að vera nokkuð óheppnir með meiðsli, misstum Magga Þór, fyrirliða, og Adam Árna í langtímameiðsli. Það væri gaman ef þeir myndu ná einhverjum leikjum. Fá smá innspýtingu aftur í hópinn.“ – Þú ert nýorðinn þrítugur, ertu ekkert farinn að spá í að hætta? „Nei, ég er nýbúinn að skrifa undir samning við Keflavík svo það er alla vega ekki planið á næstunni. Ég hugsa að ég spili á meðan fæturnir leyfa, svo ég þurfi ekki að vera með neitt „comeback“. Það er reyndar að ganga vel hjá þeim í Sandgerði núna, spurning að fá Magga Þorsteins bara aftur í Keflavík. Annars erum við með frábæran markaskorara, Joey Gibbs. Hann kann að klára færin, rólegur og yfirvegaður. Alger toppnáungi, draumur hvers þjálfara. Ekkert vesen á

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Já, ég skoraði einmitt hitt markið í þessum leik og ég man að ég varð rosalega pirraður þegar hann tók skotið, að hann skyldi ekki gefa á mig ... honum eins og hefur stundum verið með suma af þessum erlendu leikmönnum sem koma hingað. Hann passar frábærlega inn í þetta.“ – Ef við tölum aftur um síðast leik, þetta var harkaleg lending. „Já og kannski bara ágætis áminning. Koma okkur niður á jörðina því við vorum kannski komnir svolítið hátt upp enda búnir að fara frekar létt í gegnum síðust tvo leiki þar á undan. Það er kannski bara fínt að fá smá skell í andlitið – það þýðir ekki að mæta bara í leikina og halda að úrslitin sjái um sig sjálf. Maður þarf að hafa fyrir úrslitunum. Stefnan er að fara upp í efstu deild og halda sér þar. Það væri gaman að geta haldið í sem flesta leikmenn áfram. Það má segja að við höfum byrjað í fyrra að móta framtíðarliðið hjá Keflavík, það væri gott að geta spilað í lengri tíma með sama liðið. Framtíðin er björt í Keflavík og það sýnir sig líka að við höfum verið að senda menn frá okkur út, eins og Samúel Kára sem er búinn að vera að spila í efstu deildinni í Þýskalandi, Elísa Már í Hollandi og fleiri

menn. Þannig að það er góður efniviður í Keflavík. Maður samgleðst auðvitað félögunum sem komast í atvinnumennsku erlendis en það er sárt að horfa á eftir þeim til liða hér innanlands.“

Er ekki á förum Frans er ekkert á förum frá Reykjanesbæ, hann á eina sex ára stelpu í Innri-Njarðvík og er að byrja að búa með kærustunni sinni sem er úr Njarðvík. Svo er bara spurning hvenær þau byrja að raða niður litlum Keflvíkingum. – Ertu alveg búinn að slíta tengslin við Hornafjörð? „Eiginlega, mamma og pabbi fluttu í bæinn fyrir fjórum árum. Afi er þarna ennþá en það er ansi langt síðan ég kíkti á heimahagana. Það var gaman að alast upp þarna, í allri þessari kyrrð. Engin streita og þess háttar. Það er gott að koma til svona lítilla bæja, eins og þegar við vorum að spila við Magna á Grenivík um daginn, þá fann maður þetta andrúmsloft, en ég er ekkert á leiðinni þangað aftur,“ segir fyrirliðinn að lokum.

Fæst í flestum apótekum Reykjanesbæjar


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Mundi Á ekki að henda í eins og eina áskrift og fá mig inn um lúguna í hverri viku?

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Að pissa í skóinn sinn

OFURFÆÐA ÚR FJÖRUNNI FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Nú er áhyggjulítið sumarfrí yfirstaðið og haustið að ganga í garð. Við tekur hversdagurinn og ískaldur raunveruleikinn fylgir í kjölfarið. Í staðinn fyrir að hitamet og Stuðlagil séu í fréttum þá taka við fréttir af auknu atvinnuleysi og vaxandi áhyggjur af efnahagsástandinu. Í þessu ljósi þá lítur út fyrir að fjörkippur og áhyggjuleysi sumarsins hafi verið haganlega sviðsett af Seðlabanka Íslands og hinu opinbera til að hvíla okkur aðeins fyrir næstu Covid-umferð. Það verður að hrósa hinu opinbera fyrir þær aðgerðir sem miðuðu að því að viðhalda einkaneyslu og draga úr áhyggjum hjá okkur yfir sumartímann. En betur má ef duga skal. Aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka urðu til þess að landsmenn eru búnir að taka út yfir tólf milljarða króna fyrirfram úr séreignasjóðum, bankar frystu lán fram á haustið og Seðlabankinn stórlækkaði stýrivexti svo eitthvað sé nefnt. Þessi stýrivaxtalækkun gerði það að verkum að vextir húsnæðislána lækkuðu mikið og flestallir fasteignaeigendur eru

annað hvort búnir eða eru að íhuga að endurfjármagna lán sín á óverðtryggðum, breytilegum vöxtum. Frysting lána jók kaupmátt heimila umtalsvert en aðeins í takmarkaðan tíma. Allt þetta létti undir með heimilum og jók þannig kaupmátt tímabundið með það að markmiði að brúa þetta óvissutímabil. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir núna er að að óvissutímabilið virðist ætla að verða mikið lengra en brúin. Nýlega varaði aðstoðarseðlabankastjóri við því að greiðslubyrði nýendurfjármagnaðra lána gæti hækkað um 50% þegar, og ef, Seðlabankinn hækkar vexti aftur. Meginvextir SÍ eru núna 1,0% en jafnvægismeginvextir SÍ eru 4,5%. Hækkun vaxta hjá Seðlabankanum mun auka greiðslubyrði strax hjá þeim sem fjármagna húsnæði sitt með óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum, sem notið hafa mikilla vinsælda. Verðbólga virðist vera að láta á sér kræla aftur í kjölfar veikingar krónunnar og hækkun olíuverðs. Búist er við því að atvinnuleysi fari um og yfir 10%

LOKAORÐ

Árið 2020 hefur reynst okkur erfitt. Covid hefur og mun áfram draga stóran efnahagslegan dilk á eftir sér. Við Íslendingar náðum þó að nýta sumarið í ferðalög innanlands eftir fyrri hálfleik Covid-faraldursins, eins og seðlabankastjóri orðar það. Ekkert dró úr nýskráningum hjólhýsa og ferðavagna þrátt fyrir blikur á lofti og flest hótel á landsbyggðinni seldust upp í júlí. Allir kepptust um besta sumarfríiið innanlands á samfélagsmiðlum og skreyttu bílana sína með fulldempuðum fjallahjólum. Skrýtnir tímar vissulega.

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR eftir því sem líður á haustið og öll lán sem fryst voru tímabundið hjá heimilunum í landinu eru í þann mund að fara dúkka aftur upp í heimabankanum, rétt eins og fyrsta haustlægðin. Það er því ljóst að brúin góða nær ekki einu sinni hálfa leið yfir dauðadalinn. Fallið gæti orðið mörgum hátt og þungt og ljóst að mörg heimili munu eiga erfitt með að ná endum saman. Nú er komin önnur umferð, dekkri en fyrri. Það er ljóst að stjórnvöld verða að leggja út línur fyrir almenning í landinu, ekki til skemmri tíma í þetta skipti. Við getum ekki pissað í skóinn okkar. Það þarf að taka þetta efnahagsástand sem nú blasir við okkur í kjölfar Covid mun fastari tökum.

Þrátt fyrir að Ljósanótt verði ekki þetta árið þá ætlum við að bjóða upp á

Ljósanæturafslætti og tilboð í verslunum okkar og veitingastöðum 2.–5. september. Venjulegur opnunartími.