Víkurfréttir 32. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 1. september 2021 // 32. tbl. // 42. árg.

Busar fengu það óþvegið!

Starfsmaður Háaleitisskóla smitaðist Nemendur í fimmta bekk Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, alls sextán nemendur, eru komnir í sóttkví eftir að Covid-smit greindist hjá starfs­manni. Starfsmaðurinn er kominn í einangrun. Í tilkynningu til foreldra og forsjáraðila nemenda á mánudag sagði Friðþjófur Helgi skólastjóri: „Seint í gærkvöld kom í ljós að starfsmaður skólans hafði smitast af Covid-19. Allir sem þurftu að fara í sóttkví voru látnir vita strax í gærkvöldi eftir að smitrakningu lauk í samráði við smitrakningarteymi almannavarna. Alls voru það sextán nemendur í 5. bekk sem þurftu að fara í sóttkví og tveir starfsmenn.Við hvetjum alla til að fara varlega og ef einhver einkenni Covid gera vart við sig að fara umsvifalaust í sýnatöku.“

Uppbygging innviða fyrir rafbíla Framtíðarnefnd Reykjanesbæjar telur að styrkja þurfi uppbyggingu á innviðum fyrir rafbílavæðingu í Reykjanesbæ. Framtíðarnefnd leggur til að Reykjanesbær setji á fót sjóð sem húsfélög fjölbýlishúsa geti sótt í til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Leitað verði eftir samstarfi við HS Veitur og lagt til að framlag frá hvorum aðila verði sex milljónir króna á ári. Úthlutað verði úr sjóðnum árlega tólf milljónum króna sem er sambærileg upphæð og t.a.m. Reykjavíkurborg og Akranes hafa lagt í slíka sjóði í hlutfalli við íbúafjölda.

Busavígslur voru oft all svakalega fyrr á árum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eins og sjá má á þessari mynd sem er á ljósmyndasýningu Víkurfrétta sem verður opnuð fimmtudaginn 2. september. Þessi mynd er ein nokkur hundruð mynda á sýningunni sem eru frá fyrsta áratug í sögu blaðsins. Nærri áttatíu myndir eru á veggjum bíósalar Duus Safnahúsa en aðrar þrjúhundruð á skjá. Fólk er þema sýningarinnar.

Mikil umskipti í atvinnulífinu n Flestir geta fengið vinnu sem vilja – segir formaður VSFK Mikil umskipti hafa orðið í atvinnulífinu á Suðurnesjum frá því í vor þegar atvinnuleysi var um 25%. Nú mælist það rúmlega 10%. „Það virðast lang flestir geta fengið vinnu sem vilja það,“ segir Guðbjörg Kristmannsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Formaðurinn segir að það sé þó svolítið ójafnvægi á vinnumarkaðinum. Margir sem misstu vinnuna vegna Covid-19 hafi beðið eftir því að komast í sama starf en það hefur ekki alltaf gengið eftir. Sumir hafi þó fengið slíkt boð eftir að hafa farið í

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

annað starf og því viljað vilja fara aftur í fyrri vinnu. „Þannig að þetta hefur verið pínu skrýtið ástand stundum og svo eru margir atvinnurekendur sem hafa kvartað yfir því að fá ekki fólk í vinnu þó vitað sé að margir séu enn á atvinnuleysisskrá. Svo eru önnur dæmi þar sem okkar félagsmenn hafa kvartað yfir því að fyrirtæki hafi ekki svarað atvinnuumsóknum,“ segir Guðbjörg.

2

Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

30%

fyrir

1

559

454

áður 699 kr

áður 649 kr

kr/pk

11.490,- kr/mán.

Guðbjörg Kristmannsdóttir segir að flest bendi til að leiðin liggi áfram upp á við þrátt fyrir enn ríki nokkur óvissa í Covid-19, sérstaklega hvernig ferðaþjónustunni reiði af í haust og vetur. Nokkur bjartsýni ríki þó, þar sem viðhorf gagnvart heimsfaraldri hafi verið að breytast í það að reyna að lifa með veirunni. Alls voru 1.309, eða 11,6% vinnumarkaðar í Reykjanesbæ, atvinnulaus í lok júlímánaðar. Rúmlega helmingur þess hóps er fólk með erlent ríkisfang

FLJÓTLEGT OG GOTT! 20%

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

Þegar losnaði um höft vegna heimsfaraldurs í vor fór atvinnulífið í gang að nýju og hraðar en margir höfðu spáð. Mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa notið góðs af auknum fjölda ferðamanna til Íslands, t.d. bílaleigur, hótel, veitingastaðir og fleiri aðilar. Margar bílaleigur hafa ekki getað annað eftirspurn þar sem þær áttu ekki nógu marga bíla og hafa þess vegna getað selt á miklu hærra verði. Leigubílsstjóri á Suðurnesjum sem keyrir mikið frá flugstöðinni segir að júlí hafi verið stærri hjá sér en nokkru sinni fyrr.

Manhattan beyglur

Fínar, heilhveiti, kanil, sesam

kr/stk

Sprite

Sprite og Sprite Zero 0,5 l

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Grandiosa

Calzone skinka

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mundi Gosævintýrið gerir menn sjúka, í Grindavík gestirnir húka. Komnir í keng, kvíðnir í spreng því í Kvikunni kostar að kúka.

Taka gjald af ferðamönnum vegna salerna Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að taka gjald af ferðamönnum vegna salerna í Kvikunni ef einungis er nýtt sú aðstaða. Þetta var samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs en sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Honum hefur jafnframt verið falið að útfæra málið.

Skemmtiferðaskipið National Geographic Endurance í höfn í Keflavík á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Vonandi aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar Reykjaneshöfn hefur síðastliðið ár, í samstarfi við Markaðsstofu Reykjanes og Reykjanesbæ, unnið að komu smærri skemmtiferðaskipa til Suðurnesja og lagt þar áherslu á að Keflavíkurhöfn hentaði vel til móttöku slíkra skipa.

„Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að það starf sem hófst á árinu 2019 við markaðssetningu m.a. á Keflavíkurhöfn sem viðkomustað smærri skemmtiferðaskipa virðist vera að skila sér. Í ár hafa fjögur skemmtiferðaskip komið á ytri höfnina og nýtt sér þá aðstöðu í

Keflavíkurhöfn sem þjónustar léttabáta varðandi losun og lestun farþega eða vöru. Eitt skemmtiferðaskip lagðist að hafnarkanti í Keflavíkurhöfn þar sem farþegar voru sóttir af ferðaþjónustuaðilum til skoðunarferðar á Suðurnesjum. Er það von

stjórnar Reykjaneshafnar að þetta sé aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar á komandi árum,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar sem samþykkt var samhljóða á fundi þann 26. ágúst síðastliðinn.

Óska samráðs vegna framtíðarskipulags í Helguvík

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Aðkoma frá þjóðvegi að athafnasvæði við Njarðvíkurhöfn verði skoðuð Stjórn Reykjaneshafnar segir að við yfirferð á aðalskipulagi Reykjanesbæjar, sem nú er í endurskoðunarferli, hafi vaknað spurningar um aðkomu frá þjóðvegi að atvinnu- og hafnarstarfsemi við Njarðvíkurhöfn. „Stjórn Reykjaneshafnar hefur yfirfarið vinnslutillögu aðalskipulags er varða svæði sem tilheyra atvinnuog hafnarstarfsemi Reykjaneshafnar.

Við þá yfirferð hafa vaknað spurningar, sérstaklega er varðar aðkomu frá þjóðveg að atvinnu- og hafnarstarfsemi við Njarðvíkurhöfn. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra og formanni stjórnar að koma viðkomandi athugasemdum á framfæri við skipulagsyfirvöld Reykjanesbæjar,“ segir í afgreiðslu stjórnarinnar sem var samþykkt samhljóða.

Nýjasta deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðið í Helguvík er frá árinu 2015 og miðast við þá iðnaðaruppbygginu sem fyrirhuguð var á svæðin. Breyting hefur orðið á fyrirhugaðri uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og það lóðaskipulag sem er í núverandi deiliskipulagi hentar misjafnlega því tengdu. „Hluti iðnaðarsvæðisins í Helguvík er á forræði Reykjaneshafnar og er lagt til að samráðs verði óskað við Reykjanesbæ varandi framtíðarskipulag svæðisins. Hafnarstjóra og formanni stjórnar er falið að hafa samband við skipulagsyfirvöld Reykjanesbæjar og óska eftir viðræðum um framtíðarskipulag svæðisins,“ segir í samhljóða samþykkt stjórnar Reykjaneshafnar.

Gert verði ráð fyrir samkomutakmörkunum á Ljósanótt á næsta ári „Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hvetur til þess að strax verði farið að huga að undirbúningi Ljósanæturhátíðarinnar á næsta ári þar sem unnið verði að útfærslum sem taki mið af því að við búum enn við samkomutakmarkanir. Þá mælir ráðið með að farið verði í sérstaka stefnumótun fyrir hátíðina,“ segir i fundargögnum síðasta fundar menningar- og atvinnuráðs. Menningar- og atvinnuráð tekur undir sjónarmið stýrihóps Ljósanætur og taldi ekki gerlegt að halda Ljósanótt dagana 2. til 5. september næstkomandi í ljósi þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi og útbreiðslu kórónuveirusmita. Ráðið telur mikilvægt að sveitarfélagið sýni ábyrgð og stuðli ekki að óþarfa samsöfnun fólks á óvissutímum og því var hátíðinni í ár aflýst.

Frá Ljósanótt 2019.


Ð O B L I T R A G L E H G GIRNILE GILDA 2.--5. SEPTEMBER

40% AFSLÁTTUR

NAUTAMÍNÚTUSTEIK Í CAJUN-PIPARMARÍNERINGU

Grísakinnar Maríneraðar

40% AFSLÁTTUR

1.269

827

KR/KG ÁÐUR: 2.115 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 1.379 KR/KG

2.279

40%

KR/KG

Heilsuvara vikunnar!

AFSLÁTTUR

ÁÐUR: 3.799 KR/KG

Nautaframfillet Í hvítlaukspipar

25%

25%

AFSLÁTTUR

Grillpylsur, osta 260 g - 7 stk

KR/PK ÁÐUR: 3.999 KR/PK

KR/PK ÁÐUR: 699 KR/PK

35% Durum-brauð 612 g

298

AFSLÁTTUR

KR/STK ÁÐUR: 459 KR/STK

20% AFSLÁTTUR

4.399

KR/KG ÁÐUR: 5.499 KR/KG

C-1000 NOW - 250 stk

2.774

25% AFSLÁTTUR

KR/STK ÁÐUR: 3.699 KR/STK

AFSLÁTTUR

Humarhalar Blandaðir - 600 g

2.999

Bæjonskinka Kjötsel

524 35% AFSLÁTTUR

Pecan-vínarbrauð

149

KR/STK ÁÐUR: 229 KR/STK

Lægra verð – léttari innkaup

Epli Pink Lady - 4 stk

299

KR/PK ÁÐUR: 598 KR/PK

50% AFSLÁTTUR

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupa-appið í öllum Nettó verslunum.

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mikil ánægja með fyrirkomulag hátíðarhalda 17. júní í Reykjanesbæ „Mikil ánægja reyndist með fyrirkomulag hátíðarhalda 17. júní í Reykjanesbæ í ár og fullur vilji til að halda áfram að þróa þá útfærslu,“ segir í afgreiðslu menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, sem fundaði 18. ágúst síðastliðinn. „Það liggur þó fyrir að kostnaður við að halda úti dagskrá á fjórum stöðum í stað eins er töluvert hærri og því nauðsynlegt að fjárframlög til hátíðarhaldanna verði hækkuð,“ segir í afgreiðslu ráðsins. Vegna samkomutakmarkana þurfti að leita nýrra leiða við framkvæmdina í ár. Hátíðardagskrá fór fram í skrúðgarðinum. Fánahyllir var Óskar Ívarsson, starfsmaður Umhverfismiðstöðvarinnar, ræðumaður dagsins var Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs, setningarræðu flutti Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar, og fjallkona var María Tinna Hauksdóttir, nýstúdent. Sú nýja leið var farin að bjóða upp á skemmtidagskrá fyrir fjölskyldur á fjórum stöðum í Reykjanesbæ til að dreifa mannfjölda og mæta samkomutakmörkunum.

Brimfaxi fær að leggja 600 metra reiðveg Hestamannafélagið Brimfaxi í Grindavík hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir 600 metra löngum reiðvegi. Vegurinn liggur frá núverandi reiðvegi á gamla sauðfjárgirðingarstæðinu norðanmegin frá austur að landamerkjum Þórkötlustaða og Hrauns. Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur heimilað skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum öllum skilyrðum laga og reglna. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag og telst ekki til meiriháttar framkvæmda í skilningi reglugerðar um framkvæmdaleyfi.

Málningarrúllur á lofti í verkefninu Hughrif í bæ.

Þakka Hughrifum í bæ

– Áfram verði unnið að þróun skapandi sumarstarfa

Frá hátíðarhöldum 17. júní í Reykjanesbæ í sumar. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar mælir með að gert verði ráð fyrir hærra fjárframlagi til 17. júní hátíðarhalda við næstu fjárhagsáætl-

Sjálfsala í grunnskólana í Suðurnesjabæ Rætt var um vandamál tengt búðarferðum nemenda á skólatíma á síðasta fundi ungmennaráðs Suðurnesjabæjar. Hugmyndir um uppsetningu sjálfsala fyrir unglingastig í Sandgerðisskóla og Gerðaskóla voru ræddar.

Vilja stærri borð og stóla fyrir unglingastigið í Gerðaskóla Ungmennaráð Suðurnesjabæjar leggur til við bæjarstjórn að sett verði fjármagn á fjárhagsáætlun 2022 til að kaupa stóla og borð við hæfi fyrir unglingastig Gerðaskóla. Í umræðum á fundi ungmennaráðsins kom fram að borð og stólar væru í sömu stærð fyrir 1. til 4. bekk og 8. til 10. bekk. Miðstigið væri með stærri stóla og borð.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

VIÐSPYRNUSTYRKUR

Við sækjum um fyrir þig! Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

unargerð. Ráðið færir þakkir öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarhaldanna í ár.

Hefur þú fengið tekjustyrk? Þá eru líkurnar á því að þú fáir viðspyrnustyrk góðar

Hafðu samband og fáðu ráðgjöf, þér að kostnaðarlausu

„Lagt er til að settir verði upp sjálfsalar fyrir unglingastig í báðum grunnskólum þar sem hægt er að kaupa hollari fæðu,“ segir í afgreiðslu ráðsins.

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

s: 554 5414 | ferdavefir.is upplysingar@ferdavefir.is

og eldri. Saman vann hópurinn að sautján mismunandi verkefnum sem lífguðu upp á bæinn í einni eða annarri mynd og var afrakstrinum einnig miðlað á samfélagsmiðlum. Skýrsla unnin af verkefnastjórum var lögð fram þar sem gerð er grein fyrir afrakstri og helstu áskorunum starfsins og hugmyndir að þróun verkefnisins reifaðar. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar þakkar Hughrifum í bæ fyrir þeirra framlag og hvetur til þess að haldið verði áfram þróun við skapandi sumarstörf. Þá mælir ráðið með að gert verið ráð fyrir viðbótarfjármagni til skapandi sumarstarfa í næstu fjárhagsáætlun,“ segir í fundargögnum frá síðasta fundi ráðsins.

Fjölgun íþróttatíma í grunnskólum Reykjanesbæjar til skoðunar hjá lýðheilsuráði Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hefur falið lýðheilsufulltrúa að vinna drög að fýsileikakönnun um aukna hreyfingu barna í grunnskólum Reykjanesbæjar, s.s. fjölgun íþróttatíma eða markvissri hreyfingu í byrjun skóladags. Rannsóknir sýna að aukin hreyfing barna í grunnskólum hefur m.a. áhrif á líðan þeirra og námsárangur til góðs. Um áratugaskeið hefur fjöldi tíma í íþróttum og sundi barna verið sá sami þrátt fyrir vísbendingar um aukna kyrrsetu barna. Niðurstöður

úr rannsóknum sýna að aukin kyrrseta byrjar yfirleitt við sjö ára aldur en við fimmtán ára aldur nær kyrrseta yfir ¾ af þeim tíma sem börn eru vakandi. Ráðlagt er að öll börn stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst sextíu mínútur daglega. Heildar tímanum má skipta í styttri tímabil, t.d. tíu til fimmtán mínútur í senn samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis. Fýsileikakönnunin skal unnin í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslusvið.

Eftirfarandi þættir skulu kannaðir: 1. Vilji barna til aukinnar hreyfingar í skólum og hugmyndir þeirra þar um. 2. Mögulegar útfærslur á aukinni hreyfingu barna og kostnaður við slíkar breytingar í grunnskólum Reykjanesbæjar. 3. Samantekt á útfærslum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi og nágrannalöndum er varðar verkefni er snúa að aukinni hreyfingu barna í grunnskólum.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Vatnsnesvegur 7, Keflavík, fnr. 209-1089, þingl. eig. Artico Seafood ehf., gerðarbeiðendur Fínfiskur ehf. og Arion banki hf., þriðjudaginn 7. september nk. kl. 09:00. Kirkjuvegur 52, Keflavík, 33,3% ehl. gþ., fnr. 208-9688, þingl. eig. Rafal Sobczak, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 7. september nk. kl. 09:20. Iðngarðar 2, Garði, fnr. 209-5570, þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss, gerðarbeiðandi Suðurnesjabær, þriðjudaginn 7. september nk. kl. 09:45.

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

„Verkefnið Skapandi sumarstörf er verkefni á vegum menningarfulltrúa Reykjanesbæjar sem hefur verið unnið í góðu samstarfi við umhverfissvið. Markmið þess er að brjóta upp hversdagsleikann og lífga upp á bæinn með ýmsum leiðum og gefa um leið ungu fólki möguleika til að sinna störfum þar sem reynir á skapandi og lausnamiðaða hugsun. Verkefnið var keyrt í fyrsta sinn síðasta sumar fyrir tilstuðlan styrkjar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Það þótti takast það vel að samþykkt var að bjóða upp á það aftur í sumar. Tveir verkefnastjórar, Hildur Hlíf Hilmarsdóttir og Ingvi Hrafn Laxdal, stýrðu starfinu með fimmtán manna hópi ungmenna átján ára

Garðbraut 15, Garði, fnr. 209-5394, þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 7. september nk. kl. 10:00.

Sunnubraut 14, Garði, 50% ehl. gþ., fnr. 209-5740, þingl. eig. Atli Þór Gunnarsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf 0545 og Greiðslumiðlun ehf., þriðjudaginn 7. september nk. kl. 10:15. Suðurgata 1, Sandgerði, fnr. 2095054, þingl. eig. Aðalfríður Végerður Jensen og Þjóðar Verner Forni Jensen, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf 0510, þriðjudaginn 7. september nk. kl. 10:35. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8876, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Húsnæðisog mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 7. september nk. kl. 11:00. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8880, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 7. september nk. kl. 11:03.

Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9590, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 7. september nk. kl. 11:06. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8875, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Reykjanesbær og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 7. september nk. kl. 11:09. Ránargata 3, Grindavík, fnr. 209-2183, þingl. eig. Gunnar Þór Árnason, gerðarbeiðendur Gildi lífeyrissjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. og Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, þriðjudaginn 7. september nk. kl. 13:30.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 31. ágúst 20216 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Grímsnes GK aflahæstur Þá er nýtt kvótaár gengið í garð, fiskveiðiárið 2021-2022 og það þýðir að svo til allur bátafloti frá Suðurnesjunum er kominn á veiðar þó reyndar flestir séu ekki að landa á Suðurnesjunum.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Enn sem komið er þá er enginn línubátur á veiðum frá Suðurnesjum og verður fróðlegt að sjá hvaða bátur verður fyrstur til þess að hefja línuveiðar frá Grindavík eða Sandgerði, því eins og greint var frá í þarsíðasta pistli þá er aðeins einn línubátur á veiðum við sunnanvert landið og er það Jón Ásbjörnsson RE sem rær frá Þorlákshöfn. Annars var ágúst mánuður svona þokkalegur gagnvart línubátunum. Ef við lítum aðeins á þá þá var Auður Vésteins SU hæstur með 181 tn. í 16 túrum, Vésteinn GK 156 tn. í 18 og Gísli Súrsson GK 55 tn. í 6. Hann hóf veiðar mun seinna en hinir Einhamarsbátarnir. Nokkrir stórir línubátar hófu veiðar í ágúst og var Hrafn GK með 144 tn. í 3 róðrum, Valdimar GK 141 tn. í 2 túrum, Páll jónsson GK 58 tn. og Fjölnir GK 54 tn., báðir í einum túr, en Fjölnir landaði þessi afla í Grindavík og því bera að fagna að línubátarnir landi í sinni heimahöfn. Það gerði Sighvatur GK líka en hann var með 30 tonn í einum róðri. Aðrir línubátar voru t.d Margrét GK með 132 tn. í 22 róðrum, Óli á Stað GK 95 tn. í 18, Dóri GK 84 tn. í 17, Geirfugl GK 58 tn. í 17, Sævík GK 40 tn. í 5 og Daðey GK 32 tn í 4 túrum. Bátarnir sem nefndir voru að ofan voru að mestu að landa á Siglufirði, Skagaströnd og Neskaupstað. Hjá netabátunum var Grímsnes GK með mikla yfirburði, hann var með 232 tonn í 13 róðrum og var aflahæsti netabáturinn á landinu í

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Mér er það til efs að margir geri sér grein fyrir hversu mikil mannvirki varnargarðarnir við innsiglinguna til Grindavíkur eru og hversu mikla þýðingu þeir hafa fyrir pláss eins og Grindavík eða hvert annað pláss þar sem að aðstæðum væri eins háttað. Grindavíkurhöfn hefur um langt skeið verið ein öflugasta höfn landsins og eins og gefur að skilja hafa ótal margir hagsmuna að gæta þegar kemur að starfsemi og tilvist hafnarinnar og án hafnarinnar væri sjálfsagt búsetugrundvöllur þar ansi rýr. Eftir því sem að fiskiskip og fiskveiðar hafa þróast í gegnum tíðina og skipin stækkað þá hefur höfnin orðið að gera það líka til þess að vera í stakk búin að geta boðið upp á samkeppnishæfa þjónustu. Styrkleikar Grindavíkurhafnar voru miklir fyrir en eftir þessar fram-

kvæmdir allar, dýpkun hafnarinnar, dýpkun innsiglingarinnar, endurnýjun viðlegukanta og gerð þessara varnarmannvirkja eru þeir orðnir gríðarlegir. Höfnin og öll umgjörð hennar eru ekkert í líkingu við það sem áður var hvað varðar aðgengi og þvíumlíkt. Í þessu „sem áður var“ má kannski segja að liggi veikleikar hafnarinnar. Það er að segja að þeir liggja í ímyndarvanda um það hvernig hún var, talin erfið og illfær til innsiglingar. Eftir allar þessar breytingar undanfarinna ára er óhætt að segja að Grindavíkurhöfn og innsiglingin að henni eru dæmi um vel heppnaðar framkvæmdir sem aukið hafa aðgengi hafnarinnar og öryggi sjófarenda sem er til góðs fyrir allt samfélagið enda höfnin löngum talin lífæð bæjarins.

Lífæðin Jón Steinar Sæmundsson

ágúst. Af þessum afla var ufsi 214 tonn. Mest 27 tonn í einni löndun. Grímsnes GK er enn sem komið er eini netabáturinn sem er að mestu að eltast við ufsann. Aðrir netabátar voru t.d Maron GK með 69 tn. í 21 túr og var þorskur af því 62 tonn. Halldór Afi GK 32 var með tn. í 26, Langanes GK 24 tn. í 12 og Hraunsvík GK 21 tn. í 13 róðrum. Garpur RE var á skötuselsveiðum og var með 6.6 tn. í 5 og landaði í Sandgerði. Sunna líf GK var með 2.1 tn. í 5, líka á skötuselsveiðum og Valþór ÁR var með 625 kíló í 3 túrum á skötuselsveiðum. Valþór ÁR landaði í Grindavík og Sandgerði. Valþór ÁR komst reyndar í fréttirnar fyrr í ágúst því hann var staðinn af því að landa framhjá vigt um 600 kg. af fiski og missti við það veiðileyfið í 4 vikur og er báturinn stopp til 20. september næstkomandi útaf þessu broti Valþór ÁR er einn af örfáum svokölluðum vertíðarbátum sem eftir eru í útgerð hér á landi en vertíðarbátarnir voru bátarnir kallaðir sem Valþór ÁR kemur til hafnar.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

voru frá 50 til 100 tonn af stærð. Báturinn var smíðaður á Seyðisfirði árið 1969 og hét fyrst Fagranes ÞH og réri frá Þórshöfn. Hann hélt sig mjög lengi við norðausturhorn landsins, því báturinn var með þessu nafni Fagranes ÞH til ársins 1982 þegar hann var seldur. Fékk þá nafnið Fiskanes NS 37 og með því nafni var báturinn til ársins 1999 sem þýðir að báturinn var í 34 ár í útgerð frá norðaustursvæðinu, Þórshöfn og Vopnafirði. Frá árinu 1999 var báturinn fyrst Harpa HU 4 til 2007, síðan Óskar SK 131 og Harpa II HU 44 til ársins 2009. Fékk nafnið Valþór árið 2009 og hefur verið sem NS, GK og núna ÁR. Eitt nokkuð sérstakt við þennan bát en það er að flestir netabátar sem eru afturbyggðir eins og t.d Maron GK, Erling KE og Valþór ÁR eru með netaniðurleggjarann bakvið brúnna og geyma netin þar. Valþór ÁR aftur á móti er með netaniðurleggjarann framan við brúnna og geymir netin þar beint undir brúnni.


Gleðilega hátíð!

LJÓSANÓTT Tilboð gilda í BYKO Suðurnesjum 1. - 8. september

25% afsláttur

• Ljós • Perur (ekki snjallperur) • Seríur • Skrautvörur • Eldstæði • Pallahitarar

Ljósanótt


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er bjartsýnn og segir bjartara yfir öllu en í fyrra

Gekk vel að ferðast um landið á rafmagnsbílnum Kjartan Már Kjartansson er með góða tilfinningu fyrir hausti og komandi vetri en hann átti góðar stundir í sumarfríinu á landinu fagra en fór einnig til Tenerife í vor þar sem hann fagnaði 60 ára afmæli sínu – og eins og við er að búast er mikið að gera hjá bæjarstjóranum í Reykjanesbæ. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Undanfarin ár hef ég tekið sumarfríið í nokkrum hlutum og jafnvel tekið hluta að vetri. Í tilefni af sextugsafmæli mínu í maí fórum við hjónin til Tenerife eftir að hafa verið bólusett og áttum þar frábæra daga í golfi og sól. Þangað höfðum við ekki komið áður. Í júlí áttum við yndislega samveru með börnum, tengdabörnum og barnabörnum í sumarhúsi í Stykkishólmi. Eftir þá dvöl héldum við hjónin svo í blíðuna norður og spiluðum golf á Akureyri, Dalvík og Sauðárkróki. Allt frábærir vellir en ólíkir. Golfvöllur Dalvíkinga er í Svarfaðardal og þangað hafði ég ekki komið áður en á örugglega eftir að koma aftur. Þvílík náttúrufegurð! Auk þess fór ég í árlega veiði með góðum vinum og hef mjög gaman af því.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Það sem kom skemmtilega á óvart var hvað okkur gekk vel að ferðast um á bíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Þar munar mikið um

afkastamiklar 150kw rafhleðslustöðvar sem verið er að koma upp á víða, m.a. á hringveginum í Víðigerði í Vestur-Húnavatnssýslu. Svo eru 50kw hleðslustöðvar að finna víða, m.a. á Akureyri, Geysi, á Vegamótum á Snæfellsnesi, á nokkrum stöðum á Suðurlandi og víðar. Uppbygging innviða fyrir rafmagnsbíla gengur vel sem er afar ánægjulegt að mínu mati.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Já, mér finnst mjög gaman að heimsækja Snæfellsnesið. Náttúrufegurðin þar er engu lík. Þar búa mágkona mín og svili og við heimsækjum þau af og til. Fyrir nokkrum árum gekk ég á topp Snæfellsjökuls og útsýnið þaðan er stórfenglegt. Þá finnst okkur hjónum Akureyri og nágrenni smá „erlendis“ í góðu veðri.“ Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? „Hún er bara fín. Það er margt gott að gerast og bjartara yfir öllu en t.d. fyrir ári síðan. Núna er unnið

Kjartan Már og Jóna kona hans í fríinu á Tenerife í vor. Á efri myndinni eru þau með börnum sínum og fjölskyldum á góðri stundu.

að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2022 og þriggja ára áætlunar fyrir 2023– 2025 og í tengslum við þá vinnu öðlast maður góða yfirsýn yfir það sem er að gerast og reynir að spá í spilin eftir bestu getu. Það verður vissulega áskorun að koma saman raunhæfri áætlun með jákvæðri niðurstöðu því tekjur sveitarfélagsins hafa dregist saman, í kjölfar mikils atvinnuleysis, og margir útgjaldaliðir, ekki síst laun, hækkað mikið. Íbúafjölgunin heldur áfram þrátt fyrir mesta atvinnuleysi Íslandssögunnar og það kallar á margs konar uppbyggingu. Samfélagið okkar er yngra en mörg önnur og það kallar m.a. á fjölgun leik- og grunnskóla. Það eru því nokkrar stórar framkvæmdir í gangi eða undirbúningi, s.s. áframhaldandi bygging Stapaskóla, þ.e. íþróttahús og svo leikskóli. Framkvæmdir við nýja heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík hefjast á næsta ári sem og bygging nýs hjúkrunarheimilis við Nesvelli og hugsanlega fleiri verkefni. Þá eru ótalin fjölmörg verkefni á tengd flugvellinu, bæði NATO og ISAVIA. Ég trúi því að ferðaþjónustan og flugið haldi áfram að eflast og að við verðum komin á gott ról atvinnulega séð næsta sumar. Það stendur til að halda framkvæmdaþing í haust þar sem farið verður nánar yfir þetta allt saman.“ Hver eru stærstu málin í þínu sveitarfélagi um þessar mundir? „Atvinnumálin vega þungt. Einnig er sagt um svona heimsfaraldra, eins og við erum að upplifa núna, að þeir skiptist í þrjár bylgjur. Fyrsta bylgjan er faraldurinn sjálfur, önnur bylgja eru efnahagslegar afleiðingar, og þetta hvort tveggja höfum við þegar fengið að reyna, en þriðja og kannski alvarlegasta bylgjan eru samfélagslegar afleiðingar sem enginn veit hversu alvarlegar verða eða vara lengi. Þar á ég við margs konar áskoranir í félagsþjónustunni, sálræna erfiðleika, heimilisofbeldi, barnaverndarmál o.fl. Að búa okkur undir þau verkefni er að mínu mati mikilvægasta verkefnið um þessar mundir.“

Ertu búinn að fara að gosinu í Fagradalsfjalli nýlega og hvernig meturðu stöðuna? „Já, ég gekk að því ásamt vini mínum fljótlega eftir að það hófst. Ég hef ekki farið að því í sumar en fékk þyrluflug yfir gosstöðvarnar í afmælisgjöf frá börnum og barnabörnum í maí og hver veit nema að sú ferð verði farin fljótlega og þá helst í ljósaskiptunum ef hægt er. Það er mjög erfitt að meta stöðuna þegar um náttúruhamfarir er að ræða. Á meðan gosið ógnar ekki lífi og heilsu erum við heppin. Ef fer að gjósa víðar á Reykjanesinu gæti staðan versnað.“

íbúa allt kjörtímabilið og leggjast á árarnar með okkur, óháð stjórmálaflokkum, í að efla margvíslega opinbera þjónustu ríkisins hér á Suðurnesjum. Má þar nefna málaflokka eins og atvinnumál, heilbrigðismál, öldrunarmál, menntamál, löggæslu, samgöngur og margt fleira.“

Hvernig myndir þú skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum? „Ég myndi fyrst taka rúnt um Reykjanesbæ, heimsækja Rokksafnið og DUUS Safnahús og fara þaðan í Garð og Sandgerði. Síðan myndi ég halda áfram um Hvalsnes og Stafnes út í Hafnir, að Reykjanesvita og Valahnúk, fara út á útsýnispallinn við Brimketil og enda í Grindavík. Þaðan lægi svo leiðin aftur til Reykjanesbæjar, hugsanlega með stoppi og göngutúr í kringum Seltjörn. Að loknum góðum degi myndi ég bjóða gestunum að njóta kvöldverðar á einhverjum af þeim góðu veitingastöðum sem hér er að finna. Að lokum myndi ég hvetja þau til að gista hóteli og koma við í Vogum á heimleiðinni daginn eftir og aka sem leið liggur um Vatnsleysuströnd.“

hátíð, fyrir aðra listahátíð og enn aðrir bíða spenntir eftir tilboði verslanna, leiktækjum eða fornbílaakstri. Allt er þetta rétt. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Ljósanótt stæði ekki undir nafni nema með fjölmennum viðburðum eins og Heimatónleikum, Árgangagöngu, útitónleikum á stóra sviðinu og flugeldasýningu. Án þeirra væri þetta orðin önnur hátíð og það var fólk ekki tilbúið að fallast á. Það var búið að semja við hljómsveitir og listamenn með fyrirvara um að hætta þyrfti við innan ákveðinna tímamarka og því varð að taka þessa óþægilegu ákvörðun á þessum tímapunkti. Við vonum svo sannarlega að við náum að halda Ljósanótt í fullri stærð árið 2022 en megum ekki tapa gleðinni þangað til. Listamenn munu í haust og á komandi vetri standa fyrir alls konar viðburðum, sýningum og tónleikum sem ég vil hvetja bæjarbúa til að sækja vel.“

Ef þú fengir tækifæri á að koma með góð ráð til verðandi þingmanna kjördæmisins, hver væru þau? „Að lofa ekki meiru en þeir geta staðið við, eiga góð samskipti við

Nú er Ljósanótt ekki haldin, annað árið í röð. Hvað viltu segja um það? Ljósanótt hefur nú verið aflýst tvö ár í röð vegna heimsfaraldurs Covid19. Það var hvorki einföld né skemmtileg ákvörðun að taka. Ljósanótt hefur mismunandi þýðingu fyrir fólk. Fyrir suma er hún fjölskyldu-


FRÁBÆR AFMÆLISTILBOÐ SPARIÐ ALLT AÐ

60%

SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU ÖLL AFMÆLISTILBOÐIN

FITJUM


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mörkin er í sérstöku uppáhaldi Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindvíkinga, hvíldi sig frá gosvakt og heimsótti Vestfirðina í sumar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindvíkinga hefur verið áberandi síðustu mánuði en hann stýrir „heitasta“ bæjarfélagi landsins sem er með eldgos í bakgarðinum. Þrátt fyrir annir gaf hann sér tíma til að taka frí í sumar og fór á Vestfirðina og fleiri staði. Nú er hins vegar allt komið á fullt aftur hjá bæjarstjóranum sem svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta. Hvernig varðir þú sumarfríinu? Við hjónin fórum á Vestfirðina í nokkurra daga ferð ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Fengum fyrirtaks veður og nutum tilverunnar á þessum stórbrotnu slóðum. Einnig heimsóttum við hjónakornin vinafólk á Snæfellsnesi og dvöldum þar í 3 daga auk helgarferðar í Þórsmörk og styttri skreppitúra. Annars vorum við í sumarbústað okkar í Fljótshlíðinni og á heimaslóðum í Grindavík. Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Við höfum ferðast talsvert mikið um landið árum saman og notið þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það er magnað að upplifa hina fjölbreyttu og fögru náttúru sem og að skoða áhugaverða staði og fylgjast með mannlífinu í sveitum og bæjum. Það er ánægjulegt að sjá hversu mikið vegirnir hafa batnað víða um land, einkum ef horft er til stöðunnar eins og hún var fyrir einum til tveimur áratugum.

Fannar og Hrafnhildur kona hans og fjölskylda á Bolafjalli í sumar.

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Ég held því fram að Þórsmörk sé fallegasti staður landsins og Mörkin er því í sérstöku uppáhaldi. Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? Mín von er sú að kórónuveiran gefi eftir í auknum mæli og við getum látið af þeim höftum og takmörkunum sem verið hafa. Að ástandið komist í eðlilegar skorður og fólkið í landinu lifi sínu venjubundna lífi og fyrirtækin geti dafnað á ný, ekki síst ferðaþjónustan. Hver eru stærstu málin í þínu sveitarfélagi um þessar mundir? Hafinn er undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og því verkefni fylgir mikil vinna fyrir stjórnendur og forstöðumenn í bæjarfélaginu. Í Grindavík hafa verið miklar framkvæmdir á þessu ári og þeim síðustu og fyrirsjáanlegt að svo verði áfram. Verkefni tengd eldgosinu hafa einnig verið fyrirferðarmikil hjá ýmsum starfsmönnum bæjarins.

Fannar og Hrafnhildur með börnum sínum á gosstöðvunum.

Ertu búinn að fara að gosinu í Fagradalsfjalli nýlega og hvernig meturðu stöðuna? Ég fer öðru hvoru á gosstöðvarnar og fylgist reglulega með gangi mála á þeim tíðu fundum sem haldnir eru vegna eldgossins. Meðan eldvirknin og hraunrennslið heldur áfram í þeim reglubundna takti sem verið hefur er óþarfi að hafa miklar áhyggjur. Ef þetta ástand varir svo mánuðum eða árum skiptir mun hraunið flæða um mun víðáttumeira svæði en nú er. Viðvarandi rennsli niður í Nátthaga

gæti þannig valdið því að Suðurstrandarvegurinn lokast. Almannavarnir, viðbragðsaðilar og vísindamenn vinna með líkön og áætlanir til skemmri og lengri tíma með það að leiðarljósi að geta brugðist við aðstæðum hverju sinni. Hvernig myndir þú skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum? Suðurnesin eru ríkulega búin náttúruperlum og áhugaverðum stöðum og því dugar dagsferð engan veginn til að veita gestum innsýn í það allra

helsta sem svæðið býður upp á. Ég myndi því þrengja hringinn og hafa dagskrá gestanna eingöngu innan lögsögu Grindavíkur auk Krísuvíkur. Eldstöðvarnar í Geldingadölum eru líklega fjölsóttasti ferðamannastaður landsins þetta árið. Fólk kemur gagngert frá fjarlægum löndum til þess að skoða þetta mikla sjónarspil og því er skylduverkefni þeirra sem ber að garði að berja eldgosið augum. Akandi Krísuvíkurleiðina að Suðurstrandarvegi og þaðan í vesturátt mætti nefna marga áhugaverða staði; Kleifarvatn, Seltún, Krísuvík og Krísuvíkurbjarg, Húshólma, Selatanga, Vigdísarvelli, Þórkötlustaðahverfið, Hópsnes, Grindavíkurhöfn, Kvikuna í Grindavík, Eldvörp, Brimketil og Gunnuhver. Í Grindavík er úrval veitingastaða við allra hæfi og Bláa Lónið er rómað og þekkt langt út fyrir landsteinana. Vonandi gæfist gestunum tími til að heimsækja handverksfólk, njóta afþreyingar sem einkaaðilar hafa á boðstólum eða taka hring á hinum rómaða golfvelli Grindvíkinga. Mögulega mætti enda daginn með gönguferð upp á bæjarfjallið Þorbjörn og fá þaðan gott útsýni yfir stóran hluta Reykjanesskagans. Ef þú fengir tækifæri á að koma með góð ráð til verðandi þingmanna kjördæmisins, hver væru þau? Byrja á því að hitta sveitarstjórnarmenn og fá hjá þeim gögn sem sýna fram á það hversu mikið hallar á Suðurnesin þegar kemur að skiptingu fjárframlaga ríkisins til opinberra stofnana. Vinna síðan hörðum höndum að því að rétta þann hlut.


Kvöldopnun & kósýheit 2. september 2021

Opið verður til kl. 22 í verslunum & frábær tilboð hjá fyrirtækjum í Betri Bæ!

Þrátt fyrir að það verði ekki Ljósanótt í ár eins og glöggir bæjarbúar vita, ætlum við í Betri Bæ að hafa sérstaka kvöldopnun, „Ljósanæturtilboð“ og með því! Við munum að sjálfsögðu passa upp á að sóttvarnir séu á hreinu og tryggja að allt gangi vel fyrir sig & minnum á fjarlægðarmörkin og viljum við biðla til ykkar kæru bæjarbúar að gera slíkt hið sama!

Hlökkum til að sjá ykkur! - Betri Bær -

Olsen Olsen - Draumaland - Fjóla Gullsmiður - Zolo & Co - Gallerí Keflavík - Skóbúðin Sport24 - Skartsmiðjan - Apótek Suðurnesja - Urta Islandica - Optical Studio - Kóda Reykjanesapótek - Lindex - Prism - Piccolo Barnavörur - Verzlunarfélagið Trendport - Tölvulistinn/Heimilistæki - Hótel Keflavík/Kef Restaurant The Bridge, Courtyard Keflavík - Bubbles bón & þvottur (Bónus & Nettó taka við gjafabréfum Betri bæjar)


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Helga Hildur Snorradóttir er skólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ:

Myndi bjóða gestum í hesthúsið og reiðtúr á Mánagrund Helga Hildur Snorradóttir er skólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ og mikil hestaog göngukona. Það kemur því ekki á óvart að hestaferð og gönguferðir séu ofarlega á listanum hennar yfir skemmtilegheit í sumar. Skólastarfið leggst vel í hana. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Sumarið var ansi ljúft þrátt fyrir sólarleysi hér á suðvesturhorninu. Það markverðasta sem ég gerði var að fara í fimm daga hestaferð með góðum vinum. Við fórum svokallaðan Tindfjallahring að Fjallabaki. Ég fór í tvær fjallgöngur, sú fyrri var tveggja daga ganga á Hengilssvæðinu í roki og rigningu með æskuvinkonunum. Seinni gangan var dagsferð að Grænahrygg.

Mögnuð ganga og landslagið stórfenglegt, algjört náttúruundur. Ég fór síðan í frekar óvænta helgarferð

í góða veðrið á Akureyri. Ég var að bugast á sólarleysinu einn föstudag í ágúst og í hádeginu hringdi ég í eiginmanninn og bað hann um að skutlast með mér norður yfir helgina sem hann var að sjálfsögðu til í.“

leiðina okkar í Reykjanesbæ mjög skemmtileg. Heimsækja Siggu skessu í leiðinni og fara jafnvel rúnt út á Garðskaga og Stafnesið. Gosið í Fagradalsfjalli kemur líka sterkt inn og þá væri ekki amalegt að enda í Bláa lóninu.“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Ég á svo sem ekki neinn uppáhaldsstað en Grænihryggur er magnaður og það er einstaklega fallegt í Ásbyrgi, Stuðlagili, Þórsmörk og á Húsavík. Merkigil í Skagafirði og Löngufjörur eru staðir sem standa upp úr í hestaferðum.“

Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Við í Holtaskóla byrjum nýtt skólaár af krafti og erum full af bjartsýni og vonumst til að skólaárið verði sem eðlilegast. Við erum m.a. að byrjað að vinna í því að uppfæra skólastefnu Holtaskóla í tengslum við nýja menntastefnu Reykjanesbæjar. Einnig erum við að byrja með svokallaðar smiðjur á yngsta- og miðstigi og það verður gaman að fylgjast með verkefninu vaxa og þróast. Á unglingastigi höldum við áfram að þróa samþættingu námsgreina með áherslu á tækni. Þar eru nemendur m.a. að nýta sér hlaðvarp og myndvinnslu í kennslustundum.“

Hvernig myndir þú skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum? „Ég myndi eflaust bjóða mínum gestum í hesthúsið og í góðan reiðtúr á Mánagrund. Ef svo ólíklega vildi til að viðkomandi hefði ekki áhuga á að fara á hestbak með mér þá er ganga um fallegu strand-

Dásamlegt að verða amma – Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla, er spennt fyrir haustinu og nýjungum í skólastarfinu. Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla í Suðurnesjabæ, segir að það hafi verið stór stund að verða amma í sumar. Það er margt í gangi í skólanum sem hún stýrir en hann er innleiða nýjungar í starfið. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Þetta var sumar eftirvæntingar, við fjölskyldan fórum lítið í burtu því lítill prins var á leiðinni í heiminn. Það var farið á marga fótboltaleiki hjá Keflavík og eltum við uppi alla leiki hjá yngsta fjölskyldumeðliminum. Við hjónin fórum þó eina

stutta ferð á Egilsstaði til að kíkja aðeins í sólina og var það alveg dásamlegt.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Hvað það er dásamlegt að vera amma og þetta veður kemur alltaf á óvart!“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Margir fallegir staðir út um allt land, engin kannski uppáhalds en Keflavíkin er alltaf best.“ Hvernig myndir þú skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum? „Það fer auðvitað eftir hvort það væru börn með eða ekki. Leiksvæðið við Gerðaskóla heillar marga litla fætur, Skessuhellirinn og Duushúsin, Rokksafnið og Vatnaveröld. Svo væri líka bara gaman að taka göngu á Þorbjörn, kíkja til Höllu og fara í Bláa lónið.“ Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? „Góð, alltaf gleði og gaman þegar skólastarfið er að byrja. Við erum að fá aftur skólarými sem er búið að endurnýja vegna myglu og erum að fá nýjar kennslustofur með stækkun skólans þannig að þetta lítur allt vel út.“ Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Við erum m.a. að innleiða velferðarkennslu, tæknisvæði og bræðing sem er samþætting á

námsgreinum á unglingastigi. Einnig erum við að prófa okkur áfram með að breyta hinni hefðbundnu stundaskrá í meira flæði í náminu. Við erum búin að taka út hefðbundnar frímínútur hjá 1. til 6. bekk og í staðin fara nemendur í nesti og svo hreyfistundir með kennurum þegar það hentar á hverjum degi. Það er mikil þróun í gangi hjá okkur. Innleiðing tekur tíma og því þarf að gefa þessu öllu svigrúm.“

Norðfjör er alltaf fa

– segir Eysteinn Þór K skólastjóri Grunns

Eysteinn Þór Kristinsson er nýráðin víkur en hann hefur alið manninn í N í „heitasta“ bæjarfélagið á landinu móttökur. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Sumarfríið að þessu einkenndist af þeim breytingum sem áttu sér stað hjá mér. Að ljúka störfum sem skólastjóri Nesskóla Neskaupstað, flytja búferlum milli landshluta og undirbúa mig fyrir nýtt og spennandi verkefni sem skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Ja ... kannski aðallega hversu vel mér hefur tekist að aðlagast nýjum aðstæðum og heimkynnum. Er fæddur og uppalinn í Neskaupstað, fyrir utan námsárin og eitt auka knattspyrnuár á Sauðárkróki hef ég búið þar alla ævi.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Ég er kannski svo skrýtinn en mér finnst uppeldisstöðvarnar og fyrrum heimahagar, Norðfjörðurinn, alltaf fallegastur. Hef gengið þar á alla fjallstoppa, eyðifirði og víkur.“ Hvernig hefur gengið að koma sér fyrir í Grindavík og hvernig líst þér á aðstæður í þessu „heita“ bæjarfélagi? „Það hefur gengið vel að aðlagast nýjum stað. Ég byrjaði ásamt öðrum stjórnendum strax í byrjun ágúst og greinilegt að þar er öflugt teymi á ferð, aðra starfsmenn hitti ég síðan um miðjan ágúst er þeir byrjuðu að tínast inn. Mjög vel hefur verið tekið á móti mér og ljóst að þessi tæplega eitt hundrað manna vinnustaður býr yfir miklum mannauð.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

SKRÝTIN STAÐA AÐ VERA Í SKÓLA ÞAR SEM NEMENDUM FÆKKAR – segir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, sem fór talsvert í golf í sumar og segir göngustígana í Reykjanesbæ mjög heillandi.

rðurinn allegastur

Kristinsson, nýráðinn skóla Grindavíkur.

nn skólastjóri Grunnskóla GrindaNeskaupstað alla tíð. Er nú kominn og segist hafa fengið mjög góðar

„Sumarfrí skólastjóra er vanalega ekki langt né samfellt en dögunum sem ég gat tekið frí var vel varið. Ég fór í maí í dásamlegum hópi kvenna að gosstöðvum sem var áhrifaríkt. Í sumar útskrifaðist tengdasonur minn, Jón Ágúst, með tvær BS gráður frá HR og sonur minn, Þröstur, ásamt kærustunni sinni, Írisi Ósk, útskrifuðust frá bandarískum háskóla með BS gráður. Það voru því veisluhöld í kringum það,“ segir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ, þegar Víkurfréttir spurðu hana út í sumarfríið. „Ég fór talsvert í golf í sumar og dagsferð á völlinn í Öndverðarnesi með góðum æskuvinkonum á besta degi sumarsins stóð klárlega upp úr. Svo fékk ég að verja góðum tíma með barnabarninu mínu, Baldri Loga, þegar foreldrarnir, Sóley og Jón, fóru til Hollands að undirbúa flutning þangað.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Ég held að fertugafmælisveisla Hildar Bjarneyjar frænku hafi komið mest á óvart. Eftir langan tíma án partýstands voru allir svo tilbúnir að skemmta sér. Mikið fjör.“

Garðskagi og Bláa lónið en mér finnst göngustígar Reykjanesbæjar líka mjög heillandi. Sérstaklega nýja leiðin í Grænásnum. Hún er mjög skemmtileg.“ Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? „Tilfinningarnar eru mjög blendnar gagnvart haustinu. Þegar maður starfar í þessu umhverfi sem skólinn er þá hefur heimsfaraldur mjög mikil

áhrif og á mjög marga þegar upp koma smit. Haustið hefur því miður ekki farið vel af stað en við vonum það besta en erum undirbúin undir að þurfa að bregðast við, hratt og örugglega.“ Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Það eru mörg verkefnin í skólanum mínum og sem betur fer eru þau flest skemmtileg. Við erum að stofna nýtt námsúrræði fyrir nemendur í Reykjanesbæ, Lindina, sem

er skemmtilegt verkefni. Við erum svo að vinna stór verkefni tengd læsi og námsárangri sem verður gaman að taka þátt í og fylgjast með. Það er skrýtin staða að vera í skóla þar sem nemendum fækkar en það skapar líka tækifæri til að gera nýja hluti. Við hefjum t.d. skóla síðar á morgnana fyrir unglingana okkar eða klukkan 8:30 og höfum einnig tekið upp klukkutíma kennslustundir sem hafa reynst afar vel. Það eru bara spennandi tímar framundan í Akurskóla.“

Golfvöllurinn í Öndverðarnesi uppáhaldsstaðurinn Golfvöllurinn í Öndverðarnesi er uppáhaldsstaður Sigurbjargar innanlands. „Við erum með sumarbústað í nágrenni hans og förum oft og spilum golf þar. Svo er alltaf fallegt að spila á Kiðjabergi.“ Aðspurð hvernig Sigurbjörg myndi skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum, sagði hún: „Það er svo margt spennandi á Suðurnesjum og Reykjanesbæ. Sígilda svarið var

Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? „Ég er bjartsýnsmaður að eðlisfari og vona svo sannarlega að komandi skólaár verði okkur gott. Ég hef fulla trú á að veturinn verði mun uppbyggilegri og skemmtilegri en sá síðasti og hvað þá vorönnin sem var þar á undan.“ Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Stærsta mál Grunnskóla Grindavíkur er væntanlega nýbyggingarframkvæmdir þær sem eiga sér stað við Hópsskóla. Við vonumst til að taka nýtt húsnæði þar í notkun fljótlega í byrjun nýs árs. Nýja húsnæðið mun verða afar kærkomið fyrir aðstöðu yngstu nemenda skólans og starfsfólk þess stigs.“

Öll orðin meistarar í að haga seglum eftir vindi Hilmar Egill, skólastjóri í Vogum, mælir með því að enda góða dagsferð á Papas í Grindavík. Hilmar Egill Sveinbjörnsson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, segir tilfinninguna fyrir haustinu og komandi vetri vera góða. „Það eru mörg krefjandi verkefni framundan en ég held að við öll sem komum að skólastarfi séum orðin meistarar í að haga seglum eftir vindi hverju sinni. Ég hlakka til vetrarins og veit að við tökumst á við hann af æðruleysi,“ segir Hilmar í samtali við Víkurfréttir.

Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Vellíðan nemenda og starfsmanna sem eru búin að fara í gegnum tvo erfiða Covid-vetur. Ég vona svo hjartanlega að við getum haldið skólastarfinu sem eðlilegustu þetta skólaárið.“ Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Eins og fleiri sem búa á SVhorninu varði ég sumrinu á Austurlandi. Átti indæla daga á tjaldsvæðinu í Atlavík og naut alls þess besta sem þessi landshluti hefur upp á að bjóða.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Þegar vinir mínir frá Costa Ricaárunum boðuðu óvænt komu sína til Íslands og við áttum frábærar stundir eftir að hafa ekki sést í sautján ár.“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Mér finnst þetta land svo stórkostlegt til ferðalaga að ég á erfitt með að gera upp á milli – en ef ég á að nefna einhvern uppáhaldslandshluta þá eru það Vestfirðir.“ Víkurfréttum lék forvitin á að vita hvernig Hilmar Egill myndi skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum. Hann sagðist að sjálfsögðu byrja á stuttu rölti í Vogunum. „Því næst færi ég á Garðskaga, Stafnes, Hafnir, Reykjanestá og Grindavík með öllum þeim flottu stoppum sem eru á leiðinni. Ég tæki með nesti fyrir hádegismatinn og endaði svo í mat hjá honum Þormari vini mínum á Papas í Grindavík, enda frábær staður fyrir svanga ferðalanga.“


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Magnaðir útgáfutónleikar

Midnight Librarian Stórsveitin Midnight Librarian hélt tvenna útgáfutónleika til að fagna útgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar, From Birth til Breakfast, sem nú er aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify – Tónleikarnir fóru fram í Frumleikhúsinu á dögunum fyrir fullum sal áhorfenda sem kunnu augljóslega vel að meta tónlist strákanna

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 2. SEPTEMBER

Það var einstakt þegar sellóleikarinn Arnar Geir Halldórsson lék undir með Midnight Librarian.

Það er óhætt að segja að Midnight ­Librarian hafi tekist vel til og þeir náð vel til áhorfenda enda var frábær stemmning í salnum. Rætt verður við hljómsveitarmeðlimi og sýnt brot úr tónleikunum í Suðurnesja­magasíni næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 19:30.

Útgáfuteiti Apótekarans Smári Guðmundsson, stofnandi útgáfufyrirtækisins Smástirnis, bauð vel völdum gestum í teiti til að fagna útgáfu söguplötunnar The Apotheker sem Smári er höfundur og útgefandi að. Plötunnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en áður hefur Smári m.a. samið söngleikinn Mystery Boy sem var fluttur við góðan orðstír í Frumleikhúsinu fyrir þremur árum, söngleikurinn rataði alla leið á fjalir Þjóðleikhússins þegar hann var valinn áhugasýning ársins 2018.

Hljómborðsleikarinn Haukur Arnórsson og bakraddirnar Salka og Hekla.

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 2. SEPTEMBER

Tónlist Midnight Librarian er ekki hefðbundin popptónlist heldur má greina áhrif djass og fönks í bland við annað.

á plötuna Smelltu hér til að hlusta From Birth til Breakfast

HAUSTDAGSKRÁ SAR AÐ HEFJAST Samtök atvinnurekenda Reykjanesi eru að hefja vetrarstarfið og boða til atvinnumálafunda fyrir sína félagsmenn. SAR varð tíu ára á síðasta ári en þá var ekkert gert sérstaklega vegna Covid-19. Ákveðið var á stjórnarfundi að gera smá áherslubreytingar seinnipart ársins 2021 í tilefni afmælisársins. Frá 2014 hafa verið atvinnumálfundir á tveggja mánaða fresti sem tókust mjög vel og voru vel sóttir. Nú verða þær breytingar að haldnir verða atvinnumálafundir (hádegissúpufundir) mánaðarlega næstu mánuði til prufu og það svo endurskoðað um áramót. Til að virkja stjórnina betur var ákveðið að vera með fjóra, fimm fundi á ári sem eru hádegisfundir (súpufundir) þar sem koma aðilar úr atvinnulífinu til skrafs og ráðagerða með stjórnarmönnum. Til liðs við samtökin hafa bæst við nokkur ný fyrirtæki frá aðalfundi

sem var í apríl 2021 en árgjald er kr. 45.000. Næsti stjórnarfundur verður þann 23. september og síðan 15. nóvember næstkomandi. Atvinnumálafundir fyrir félagsmenn verða með þessum hætti framundan og eru tilraun til að sjá hvernig til tekst. 9. september 2021. Hótel Marriott. Kynnt verður fyrirtækið IðunnH2 sem hyggst hefja vetnisframleiðslu í Helguvík. 14. október 2021. Hótel Keflavík. HS Orka mun kynna starfsemi sína. 11. nóvember 2021. Hótel Marriott. Kynning á verkefnum á öryggissvæðunum. Fundir þessir eru fyrir félagsmenn og gesti SAR. Ef einhver fyrirtæki hafa áhuga á að bætast í hópinn eða fá upplýsingar um sögu SAR þá senda tölvupóst á sar@sar.is Frá stjórnarfundi í SAR í vor.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15 Hópurinn sem sótti munina á Langahrygg.

NÁÐU Í FLUGVÉLAMÓTOR og brot úr flugvél á Langahrygg

Hópur frá Byggðasafni Reykjanesbæjar, Sögu- og minjafélagi Grindavíkur, Bláa hernum og nokkrir áhugasamir einstaklingar gengu upp í hlíðar Langahryggs fimmtudaginn 8. júlí síðastliðinn. Tilgangur ferðarinnar var að sækja mótor og nokkur brot úr flugvél sem fórst þar 2. nóvember árið 1941. Flugvélin var af gerðinni Martin PBM-3D Mariner og var hún með skráningarnúmerið 74-P-8. Veðrið þennan fimmtudaginn var ekki ólíkt því sem var þegar flugvélin fórst, svartaþoka og ekkert skyggni. Við slysið fórust allir í áhöfn flugvélarinnar, alls tólf manns. Flugvélin var að koma úr fylgdarflugi með skipalest sunnan við Ísland þegar slysið varð. Á þessum tíma voru Bandaríkjamenn ekki orðnir formlegir þátttakendur í seinni heimsstyrjöldinni heldur einungis að aðstoða Breta með hervarnir á Íslandi. Í leiðinni var hreinsað upp verulegt magn af brotamálmi og öðru rusli sem var að finna á svæðinu. Mótorinn verður til sýnis að Seylubraut 1 á samsýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar og ýmissa áhugamanna um söfnun stríðsminja, „Það sem stríðið skildi eftir“ á safnahelgi á Suðurnesjum helgina 16. til 17. október næstkomandi.

LAUS PLÁSS Í SÖNGDEILD, STRENGJADEILD OG BLÁSARADEILD

Að ofan: Oleg Zubkov með eiginkonu sinni og nemanda. Til hægri: Nýjasta verk Oleg Zubkov eftirmynd af verki William Bugreo „Pandora“.

Getum bætt við okkur nemendum í eftirtaldar námsgreinar:

Þekktur rússneskur málari með námskeið í Grindavík Oleg Zubkov ætlar að bjóða kennslu í teikningu og portrait-málun í raunsæismyndlist hér á landi og verða haldin tvö helgarnámskeið: Vörðusundi 1, Grindavík vinnustofa Art Helga 10.-12. september og Brúnir, Eyjafirði 17.-19. september. Oleg Zubkov fæddist árið 1962, í Ulyanovsk, Rússlandi, en býr og starfar nú á Spáni. Hann lærði klassíska portrettmálun við listaháskólann í Pétursborg þar sem hann sýndi verkum Repins, Bryullov, Kramskoy og Borovikovsky sérstakan áhuga. Árið 2011 fékk hann

titilinn sigurvegari alþjóðlegu listasamkeppninnar ART - WEEK 2011 fyrir málverkið „Madonna. Upphaf nýs lífs.“ Tók þátt, var verðlaunahafi og sigurvegari í alþjóðlegum listasamkeppnum í Moskvu, Madrid, Zaragoza, Barcelona, Feneyjum, London og Flórída. Hann stofnaði listaháskóla á Spáni á þessu ári ásamt konu sinni Oksana Zubkov. Allir sem langar að læra meira og hafa áhuga á myndlist eru hvattir til að skrá sig, því núna er tækifærið. Skráning á osk.thorhallsdottir@ gmail.com eða í síma 869 2179 (Ósk).

Fiðla Klassískur söngur Málmblásturshljóðfæri Selló Vakin er athygli á því að aðeins er um örfá pláss að ræða og munu dagog tímasetningar umsókna ráða inntöku nemenda. Umsóknarfrestur er til 10. september n.k. Sótt er um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hlekknum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“ Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 420-1400. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl.9 til 17 og föstudaga frá kl.9 til 16. Skólastjóri


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Líf og fjör á Litlu bæjarhátíðinni Litla bæjarhátíðin var haldin í Suður-

Hattavinafélag Suðurnesjabæjar hélt Litlu bæjarhátíðina hátíðlega og allir settu upp hatta í tilefni dagsins.

nesjabæ í síðustu viku. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir tókst að halda nokkra viðburði. Skemmtun var á Garðskaga fyrir unga bæjarbúa, sýningar og söfn voru opin og þá voru haldnir óskalagatónleikar í beinu streymi frá Tónlistarskólanum í Garði þar sem efnilegt tónlistarfólk úr bæjarfélaginu kom fram og lék óskalög fyrir áhorfendur heima í stofu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Litlu bæjarhátíðinni sem er fyrsta bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ, sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.

Unga fólkið skemmti sér í leiktækjum á Garðskaga.

my Sjáið ndi fle r á iri vf.i s!

Sjólyst, hús Unu Guðmundsdóttur, var opið og þangað komu margir til að sjá endurbætur á húsinu og fræðast Verma_Vikurfrettir-2.pdf 1 31.8.2021 16:45:58 um Unu.

Leikskólabörn í Suðurnesjabæ fengu heimsókn frá íþróttaálfinum og Sollu stirðu.

C

M

Bragi Einarsson og Dalla héldu samsýningu í Ráðhúsinu í Garði.

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Dorgveiðikeppni var haldin við Sandgerðishöfn þar sem margir fiskar komu á land.


Haustsýningar Duus Safnahúsa Velkomin á haustsýningar Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Formleg opnun er fimmtudaginn 2. september kl. 18:00. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir að njóta sýninganna, tónlistar og veitinga. Listasafn Reykjanesbæjar

Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur. Sýning á stórri listaverkagjöf til safnsins. Sýning MULTIS. FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI. Myndlist eftir 29 listamenn í fremstu röð íslenskrar samtímalistar aðgengileg almenningi.

Byggðasafn Reykjanesbæjar

Ljósmyndasýning í samstarfi við Víkurfréttir. Fólk 1983-1993.

Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar

Opið alla daga frá 12 -17. Ókeypis aðgangur fram á sunnudag í tilefni opnunar.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

KIRKJUVOGSKIRKJA MÁLUÐ OG LAGFÆRÐ Á 160 ÁRA AFMÆLINU – Síðasta sumarmessa kirknanna á Suðurnesjum var í Höfnum

Síðasta sumarmessa kirknanna var í Kirkjuvogskirkju síðastliðið sunnudagskvöld en alls voru haldnar sextán sumarmessur að þessu sinni. Það var við hæfi að ljúka messuröðinni í elstu kirkjunni á Suðurnesjum í Höfnum en Kirkjuvogskirkja fagnar 160 ára afmæli á þessu ári.

Tímamótum Kirkjuvogskirkju hefur verið fagnað með miklum endurbótum og lagfæringum á kirkjunni á síðustu tveimur árum. Á afmælisárinu var hún m.a. öll máluð að innan, predikunarstóll endurbættur og margt fleira gert. Meðal lagfæringa má nefna endurbætur á gluggum en kirkjan hélt ekki orðið vindi sem átti

Kirkjuvogskirkja er 160 ára á þessu ári og er elsta kirkja á Suðurnesjum.

Brynja Vigdís heldur hér á forláta skírnarskál sem kirkjan fékk árið 1929.

greiða leið inn um óþétta gluggana. Heyrðist þá oft lítið í kappklæddum prestinum í kaldri kirkjunni þegar vindur hvein en þannig lýsti Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, prestur í Njarðvíkurprestakalli, því í sumarmessunni. Hún sagði að þessar lagfæringar hafi tekist vel og ættu margir þakkir skildar fyrir að koma að framkvæmdunum en kirkjan ætti margt velgjörðarfólk.

Nýjar sýningar Listasafns Reykjanesbæjar Listasafn Reykjanesbæjar opnar tvær nýjar sýningar á fimmtudaginn 2. september klukkan 18:00 í Duus Safnahúsum. Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur sem samanstendur af akrýlmálverkum, olíukrítarteikningum og grafíkverkum víðsvegar af fimm áratuga löngum myndlistarferli Bjargar Þorsteinsdóttur (1940–2019). Aðdragandi sýningarinnar er gjöf frá erfingjum Bjargar, 105 myndverk, sem safnið fékk afhent í maí árið 2020 og er því ekki um eiginlega yfirlitssýningu að ræða heldur sýningu á þeim hluta höfundarverksins sem er í safneign. Listasafn Reykjanesbæjar þakkar aðstandendum Bjargar Þorsteinsdóttur, dóttur hennar, Guðnýju Ragnarsdóttur, og dóttursyni, Ragnari Árna Ólafssyni, fyrir rausnarlega gjöf til safnsins og ánægjulegt samstarf. Sýningarstjóri er Helga Arnbjörg Pálsdóttir. Sýningin stendur til og með 14. nóvember 2021.

FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu í samvinnu við MULTIS. Aðstandendur verkefnisins eru: Helga Óskarsdóttir, Ásdís Spanó og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir. MULTIS sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjölfeldum íslenskra samtímalistamanna og er markmið MULTIS að gera list aðgengilega almenningi og bjóða upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskrar samtímalistar. Að geta búið til fleiri en eitt eintak af sama verki hefur lengi fylgt starfi listamannsins. Margir myndlistarmenn hafa reynt sig við formið sem býður upp á annars konar möguleika en hið einstaka verk og er einhvers staðar á rófi á milli myndlistar og framleiðsluafurðar. Verk sem unnin eru í fjölriti eru verð-

lögð á annan hátt, eru ódýrari og þar með gerð aðgengileg fyrir stærri hóp til eignar. Verkið fer af stalli hins einstaka og verður hlutur (object) sem fleiri en einn getur átt, er gjarnan smærri og staðfestir gildi sitt ekki einungis með því að vera verk eftir ákveðinn listamann, heldur einnig með því að vera tölusett og áritað eintak og þá orðið hluti af stærri sögn sem er mikilvægt fyrir þann sem eignast verkið. Á sýningunni FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að listaverk geti fallið undir þá skilgreiningu þurfa verkin að vera gerð í þremur eða fleiri eintökum. Listamenn sem eiga verk á FJÖLFELDI - HLUTFELDI – MARGFELDI eru: Einar Örn Benediktsson, Gjörningaklúbburinn, Guðjón Ketilsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal, Magnús Helgason, Magnús Pálsson, Pétur Magnússon, Ragnheiður Gestsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Tumi Magnússon, Þór Sigurþórsson, Þórdís Jóhannesdóttir, Baldur Geir Bragason, Davíð Örn Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Kristín Eiríksdóttir, Logi Leo Gunnarsson, Helgi Þórsson, Lilja Birgisdóttir, Sara Riel, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Hulda Rós Guðnadóttir, Þórdís Erla Zoega. Sýningin stendur til og með 14. nóvember 2021.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Hún sagði frá sögu Kirkjuvogskirkju í stuttu máli og þar kom fram að þegar hún var smíðuð árin 1860– 1861 hafi framkvæmdirnar kostað 300 kýrverð, eins og sagt var frá á sínum tíma. Dannebrogsmaðurinn Vilhjálmur Kr. Hákonarson lét byggja kirkjuna á sinn kostnað en hún er úr timbri en hefur verið endurbyggð og lagfærð mörgum sinnum í gegnum tíðina, fyrst 1970 til 1972. Í kirkjunni

Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, prestur stýrði síðustu sumarmessunni og sagði frá sögu kirkjunnar. eru margir munir sem fólk og aðilar hafa gefið henni, m.a. glæsilega skírnarskál sem Sr. Jón Thorarensen gaf árið 1929. Jón skrifaði margar bækur um Hafnirnar, fólkið, útgerðarsöguna og margt fleira en hann var alinn upp í Kotvogi sem var eitt stærsta býli landsins á 19. öld. Predikunarstóllinn var upphaflega smíðaður árið 1876 og altaristaflan er frá 1865 en þessi 160 ára gamla kirkja er glæsileg eftir lagfæringarnar.

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Heimsmet í eymd Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka sinna í Hvíta-Rússlandi, Venesúela, Kúbu og NorðurKóreu. Ríki þar sem stórfelld brot á mannréttindum, matarskortur, efnahagslegur óstöðugleiki og síendurtekin ofbeldisverk, kúgun og fátækt eru daglegt brauð. Slefa styrjuhrognum Gullspæni í kokteilglösum og einkaþotur er lífstílsháttur sem leiðtogi sósíalista á Íslandi kemur með sér inn í Sósíalistaflokkinn. Það er sami lífstíll og lifnaðarháttur forréttindastétta sósíalistaríkjanna í heiminum og leiðtogar sósíalísku ríkjanna búa við. Leiðtogi Sósíalistaflokksins á Íslandi hittir því skoðanabræður sína fyrir þegar þeir setjast á pólitíska rökstóla. Þar slefa þeir styrjuhrognum yfir sérsaumuðu fötin og sötra kampavínið úr gullslegnum kristalglösum. Markmiðið er sameiginleg eymd þegna þeirra. Kamrar við hvert hús Leiðtogi sósíalista hefur enga trú á Íslandi sem hann vill gera að fylki í Noregi eða þá Kúbu norðursins. Leiðtoginn kemur ekki að tómum kofanum hjá Raúl Castro eða Nicolas Maduro sem eru sérfræðingar í kúgun samfélaga. Í Venesúela var velmegun en með valdatöku sósíalistanna eru allir innviðir morknir og ónýtir. Þar er allt hrunið með þeim árangri að meira en hálf þjóðin býr við lífskjör undir fátækramörkum og skortir mat og lyf. Þar er eymdin ein eftir. Á Kúbu er þetta enn svakalegra. Þar á varla nokkur maður í sig eða á og nýjustu bílarnir sem seljast almenningi eru frá árinu 1957. Húsnæðis- og heilbrigðismál eru á svipuðum stað og á Íslandi 1940 þegar kamrar voru við öll hús. Ekki matur eða lyf Kim Jong Un í Norður-Kóreu gerir út farandverkamenn til að afla þjóð-

inni gjaldeyris. Sjálfir bera þeir ekkert úr býtum frekar en fjölskyldurnar heima. Þar horfir fólkið á tómar matargeymslur en allar vopnageymslur fullar út úr dyrum. Það þarf vopn til að verja eymdina fyrir hinum frjálsa heimi. Leiðtogi sósíalista á Íslandi getur lært ýmislegt af Kim skoðanabróður sínum um matvælaöryggj sósíalismans. Í Norður-Kóreu er það litla sem til er af mat, lyfjum og víni frátekið fyrir forréttindastéttina. Samskonar forréttindastétt og leiðtogi sósíalista á Íslandi tilheyrði á útrásarárunum. Hrottaskapur Alexander Lukashenko í Hvíta-Rússlandi getur svo farið yfir mannlega þáttinn með leiðtoga sósíalista á Íslandi. Þar er nú ekki komið að tómum kofanum í mannlegum hrottaskap en hrottaskapur er kjarninn í mannlegri niðurlægingu sósíalista. Jafnvel þegar menn fara upp í dans með kónum eins og Lukashenko verða menn að láta sig hafa það að beita þeim meðulum sem duga til að kúga alþýðuna. Það sem sameinar sósíalistana Minnihlutahópar eiga sér ekki viðreisnar von í löndum sósíalismans. Nöfn yfir hópa hinsegin fólks er ekki til nema í refsikafla laga um dauðarefsingu. Fötluðum er komið fyrir í geymslum eða gripahúsum og samfélagið viðurkennir ekki tilvist þeirra. Ríkisfjölmiðlar landanna eru líklega það eina sem við Íslendingar eigum sameiginlegt með sósíalistaríkjunum. Þar eru eingöngu fluttar einlitar fréttir og bara talað við þá sem eru bestu vinir aðal. Það er mikilvægt nú fyrir kosningar að fólk geri sér grein fyrir því um hvað sósíalisminn snýst. Einræði, fátækt, frelsisskerðingar, hrottaskapur, hungur og eymd. Árið 2021 stendur kjósendum á Íslandi til boða að kjósa systurflokk sósíalískra flokka sem bjóða upp á allt það sem hér hefur verið sagt frá. Það er mikil hætta á ferðum ef talsmenn slíkrar mannvonsku komast á Alþingi Íslendinga og kjósendur ættu að hugsa sinn gang því ekkert er til sem heitir diet-sósíalismi.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

LJÓSMYNDASÝNING VÍKURFRÉTTA 1983–1993 Víkurfréttir efna til ljósmyndasýningar í Bíósal Duus Safnahúsa þar sem fólkið á Suðurnesjum er í sviðsljósinu. Sýningin opnar fimmtudaginn 2. september en á henni eru tæpleg 80 prentaðar ljósmyndir auk þess sem nærri 300 myndir verða sýndar á skjám. Þá eru sýndar nokkrar forsíður Víkurfrétta frá þessum áratug, 1983 til 1993. Víkurfréttir komu fyrst út 14. ágúst 1980 og voru fyrsta „fríblað“ landsins en fyrr á því ári löagði forveri þess, Suðurnesjatíðindi, upp laupana en það var selt í lausasölu og áskrift. „Við höfum verið með sýningu í bígerð síðustu tvö árin en heimsfaraldur hefur truflað þá vinnu. Það var samt ákveðið að efna núna til örsýningar á ljósmyndum úr safni Víkurfrétta frá árunum 1983 til 1993, fyrsta áratug núverandi eigenda blaðsins. Þetta er auðvitað bara lítið brot af ljósmyndum Víkurfrétta í fjörutíu ár og á þessum myndum sýnum við eingöngu fólkið sem við mynduðum á hinum ýmsu stöðum og viðburðum. Við ákváðum að byrja þannig. Það er mikið til af myndum af fréttaviðburðum og við eigum það inni fyrir næstu sýningu sem við stefnum að því að verði mun stærri. Þar stefnum við líka að því að gera Suðurnesja--magasíni og sjónvarpsvinnu okkar skil. Það er ansi margt sem við getum sýnt eftir fjóra áratugi í fjölmiðlun á Suðurnesjum,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.

Ægir Benediktsson tannlæknir hefur bæst í hóp okkar á Tannlæknastofu Benedikts, Tjarnargötu 2. Tímapantanir í síma 4212577. Allir velkomnir!


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Öflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum Svandís Svavarsdóttir. heilbrigðisráðherra.

Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja er fjórða fjölmennasta heilbrigðisumdæmið á landinu, ef horft er til fjölda þeirra sem eru skráð á heilsugæslustöðvar. Mikilvægt er að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé í boði í umdæminu, hún standist gæðakröfur og njóti trausts meðal íbúa umdæmisins. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Því hefur á kjörtímabilinu verið lögð áhersla á eflingu og styrkingu heilbrigðisþjónustunnar í umdæminu. Sterkari heilbrigðisstofnun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sinnir heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæminu. Á sjúkrasviði HSS í Reykjanesbæ er legudeild með sjúkrarýmum, endurhæfingarrými, slysa- og bráðamóttaka sem opin er allan sólarhringinn og ljósmæðrastýrð fæðingarþjónusta. Stofnunin hefur verið styrkt verulega fjárhagslega á kjörtímabilinu, en raunhækkun fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá árinu 2014 til fjárlaga ársins 2021 nemur 17,3% á föstu verðlagi. Sem dæmi um eflingu verkefna innan stofnunarinnar má nefna fjármögnun heilsueflandi heimsókna, styrkingu geðheilsuteyma og álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks vegna Covid-19. HSS fékk einnig 200 milljónir króna í fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar árið 2020 og aðrar 200 á fjárlögum árið 2021 sérstaklega til þess að vinna að breyttri aðkomu fyrir sjúkrabíla og til þess að gera endurbætur á innra skipulagi húsnæðisins, en þær breytingar munu hafa mjög jákvæð áhrif á þjónustu og aðstæður stofnunarinnar. Í ágúst á þessu ári samþykkti ég tímabundna fjölgun sjúkrarýma á HSS um tíu rými sem er ætlað að styðja við Landspítala vegna álags á spítalanum tengt Covid-19. Sá stuðningur HSS er mikilvægur og minnir okkur á að heilbrigðiskerfið okkar er einn samfelldur vefur þjónustu um allt land.

Heilsugæsla í lykilhlutverki Heilsugæslan í Reykjanesbæ gegnir lykilhlutverki í að veita fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu í umdæminu en HSS rekur heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ og Grindavík. Heilsugæslan í Reykjanesbæ er nú ein fjölmennasta stöð landsins en í lok júlí á þessu ári voru 23.661 einstaklingar skráðir á heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum, þ.a. 20.560 á heilsugæslu Reykjanesbæjar sem sinnir auk Reykjanesbæjar Suðurnesjabæ og sveitarfélaginu Vogum. Mikil þörf er á byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ. Undirbúningur að þeirri byggingu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir fjármagni vegna byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar á fjárlögum ársins 2021, auk þess sem byggingin er fjármögnuð samkvæmt gildandi fjármálaáætlun. Þar sem þörfin á nýrri heilsugæslustöð er brýn hefur verið ákveðið að taka tímabundið á leigu húsnæði undir heilsugæslu, þar til byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar er lokið. Þannig er hægt að bæta aðstöðu til þjónustu hið fyrsta. Sú vinna er í undirbúningi og vonandi opnar ný heilsugæslustöð í leiguhúsnæði á fyrri hluta næsta árs. Það verður löngu tímabært. Bætt þjónusta við aldraða Á Suðurnesjum eru nokkuð færri hjúkrunarrými á hverja þúsund íbúa 80 ára og eldri en í hinum heilbrigðisumdæmunum. Við þeirri stöðu hefur verið brugðist með undirritun samnings um stækkun hjúkrunarheimilis að Nesvöllum um 60 rými, en þar af eru 30 ný rými. Rýmin verða komin í rekstur árið 2024 og munu rétta hlut Suðurnesja töluvert í þessu samhengi. Nýlega var ákveðið að fjölga almennum dagdvalarrýmum um átta í Suðurnesjabæ og hefur SÍ verið falið að ganga frá samningum um það við sveitarfélagið. Fyrir liggur að þörf er fyrir fjölgun dagdvalarrýma í heilbrigðisumdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sé horft til nýtingar þeirra

rýma sem eru fyrir hendi og mannfjölda í umdæminu og eins og staðan er nú eru engin dagdvalarrými í Suðurnesjabæ en 33 slík eru í Reykjanesbæ, þar af fimmtán sérhæfð dagdvalarrými fyrir fólk með heilabilun og fimm almenn rými í Grindavík. Geðheilbrigðisþjónusta í nærumhverfi Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið styrkt á marga vegu á kjörtímabilinu, t.d. með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu og stofnun geðheilsuteyma um land allt. Sem viðbragð við Covid-19 heimsfaraldi var fjármögnun geðheilbrigðisþjónustu styrkt um land allt um 540 milljónir árið 2020 og aftur um 540 milljónir. árið 2021. Af þessum fjármunum runnu þrettán milljónir til fjölgunar sálfræðinga á HSS og þrettán milljónir til að fjölga stöðugildum í geðheilbrigðisteymum. Þetta fjármagn var einnig nýtt til frekari aðgerða sem gagnast umdæmi HSS, til dæmis staða geðlæknis sem þjónar landinu öllu með fjarþjónustu og heimsóknum sem og aðgerðir sem Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur verið falið og snúa að gæðastarfi og þekkingarmiðlun til heilsugæsla í landinu. Efling um allt land Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu heilbrigðisþjónustunnar um land allt. Heilbrigðisstofnanir og heilsugæslur um allt land hafa verið styrktar, auk þess sem unnið hefur verið að ýmsum verkefnum sem hafa jákvæð áhrif á heilbrigðisþjónustuna um allt land, bæði í þéttbýli og dreifbýli, borgum og bæjum. Nefna má lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga, stofnun landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu, samþykkt heilbrigðisstefnu og breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu er markmið sem við munum halda áfram að vinna að, ekki síst á Suðurnesjum.

Fjölgun kjörstaða vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Þann 1. september nk. lengist opnunartími á sýsluskrifstofunni í Reykjanesbæ og kjörstaðir verða opnaðir í Sveitarfélaginu Vogum og Suðurnesjabæ, í samstarfi við sveitarstjórnir.

Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn fóru með valdið til Reykjavíkur Guðmundur Auðunsson. Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Það er orðið ljóst að baráttan á landsbyggðinni verður á milli sósíalískrar byggðastefnu Sósíalistaflokksins annars vegar og gömlu landsbyggðarflokkanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn hafa stjórnað landinu meira og minna frá stofnun. Framsóknarflokkurinn tók samvinnuhreyfingu almennings og skildi hana eftir í rjúkandi rúst, eftir að innvígðir Framsóknarmenn höfðu stolið úr henni bestu bitunum eins og Samskipum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt verið flokkur stórfyrirtækjanna og erfitt að sjá hvaða hag almenningur á landsbyggðinni hefur af því að styðja þann flokk. Á vakt þessara tveggja flokka hafa völd og auður streymt frá landsbyggðinni. Ákvarðanir um uppbyggingu samfélagsins eru ekki lengur teknar heima heldur langt í burtu. Þar sem áður voru sjálfstæðir bæir er núna stærsti hluti fyrirtækjanna útibú stórfyrirtækja með höfuðstöðvar annars staðar. Bæjarútgerðir voru færðar vildarvinum og seldar úr heimabyggð og með þeim fór kvótinn. Það er í raun ótrúlegt að fólk í landsbyggðarkjördæmum kjósi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn enn. Gegn þessari eyðileggingarstefnu teflir Sósíalistaflokkurinn fram sósíalískri byggðastefnu. Heilbrigðisþjónustuna heim Nýfrjálshyggjuvæðing almannaþjónustunnar hefur leitt til þess að heilbrigðiskerfið er út frá reiknilíkönum úr Excel-skjölum í stað þess að miða þjónustuna við þörf íbúanna. Meira og meira af þjónustunni er flutt til Reykjavíkur og er staðan jafnvel sú að engan geðlækni er að finna á mestöllu Suðurlandi. Fátækt fólk ræður illa við að sækja slíka þjónustu til Reykjavíkur. Fólk með börn sem þurfa sérstaka þjónustu þurfa að vera sífellt á ferðinni með börnin sín. Heilbrigðisstarfsfólki er þrælað út, sérstaklega yfir aðalferðamannatímann. Fólk gefst upp í starfi þar sem það brennur einfaldlega út sem síðan leiðir til enn meira álags á þá sem eftir eru. Úr þessum vítahring verðum við að losna. Það þarf að stórauka fjármagn til heilbrigðiskerfisins til viðbótar við að byggja hátæknisjúkrahús í Reykjavík. Það þarfaverk má ekki bitna á þjónustunni úti á land.

Stórfelld uppbygging óhagnaðardrifins húsnæðis Þegar herinn fór af landi brott þá eignaðist almenningur hundruðir íbúða á Suðurnesjum. Það var tilvalið tækifæri til að nota það húsnæði sem byrjunina á að byggja upp félagsleg húsnæði. Það var ekki gert heldur voru íbúðirnar seldar Heimavöllum fyrir slikk. Á lánum sem ætluð voru fyrir óhagnaðardrifið húsnæði! Það var auðvitað augljóst frá upphafi að leigan myndi hækka upp úr öllu valdi, sem hún gerði. Til viðbótar komust húsnæðisbraskararnir yfir blokkir á Selfossi og í Hveragerði. Þetta var gert í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, enda eru þessir flokkar gegn félagslegum lausnum. Gegn þessari einkavæðingarstefnu nýfrjálshyggjunnar teflum við Sósíalistar fram öflugri húsnæðisstefnu þar sem við viljum byggja 30 þúsund óhagnaðardrifnar íbúðir út um allt land. Það er ekki bara fólk á höfuðborgarsvæðinu sem býr í leiguhúsnæði, á Suðurlandi eru fjölmargar fjölskyldur að greiða bröskurum okurleigu. Þessu munum við Sósíalistar breyta. Sósíalísk landbúnaðarstefna og gjaldfrjálst vegakerfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ávallt lagt áherslu á stórbýli og milliliði. Gegn þessu tefla Sósíalistar alvöru landbúnaðarstefnu sem leggur áherslu á smærri og millistór býli og uppbyggingu fjölskyldurekinnar ferðaþjónustu. Við viljum veita afslátt á raforkuverði til gróðurhúsaræktar og setja búsetuskyldu eða aðrar takmarkanir á jarðir sem seldar eru. Sósíalistar hafna algjörlega stefnu Samgönguráðherra, Sigurðs Inga Jóhannssonar, um vegagjöld. Vegagjöld eru skattur á lágtekjufólk og fólk sem þarf að ferðast daglega vegna vinnu. Vegir og samgöngur eru almannagæði. Valdið heim Grundvallarstefna Sósíalistaflokksins er að fá valdið og þjónustuna heim í byggðirnar. Sósíalistaflokkurinn er landsbyggðarflokkur og sósía­lísk byggðastefna er eitt af lykilstefnumálum flokksins. Ákvörðun okkar sem kjósenda í haust er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi.

Fiskur og fjallagrös Guðbrandur Einarsson, skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Því verður unnt að kjósa utan kjörfundar á eftirfarandi tímum og stöðum: Í Reykjanesbæ, að Vatnsnesvegi 33: • virka daga til 31. ágúst frá kl. 08:30 til 15:00 • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 08:30 til 19:00 • alla laugardaga í september frá kl. 10:00 til 14:00.

Í Grindavík, að Víkurbraut 25: • virka daga til 17. september frá kl. 08:30 til 13:00 • dagana 20. september til 24. september frá kl. 08:30 til 18:00.

Í Suðurnesjabæ, að Sunnubraut 4, Garði (bæjarskrifstofunni) • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 09:30 til 15:00, nema á föstudögum til kl. 12:30.

Í Sveitarfélaginu Vogum, að Iðndal 2 (bæjarskrifstofunni) • virka daga frá 1. september til 24. september frá kl. 08:30 til 15:30, nema á föstudögum til kl. 12:30.

Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram dagana 20. til 24. september nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun. Þeir kjósendur sem uppfylla skilyrði til að greiða atkvæði í heimahúsi og óska eftir að nýta sér þann rétt skulu sækja um það skriflega til sýslumanns, eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 23. september nk.

30. ágúst 2021 Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.

Lausnir og loforð frambjóðenda um atvinnumál, í aðdraganda kosninga, hafa stundum verið skrautleg. Það skiptir máli hvernig byggja á upp atvinnu og fjölga eggjunum í körfunni. En ábyrgir stjórnmálamenn lofa ekki stóriðju í hvern bæ, fiskeldi í hvern fjörð og refaog minkarækt í hvern dal. Við þurfum að fjölga eggjunum í körfunni, án þess að gera lítið úr nýjum hugmyndum með því að tala um lopapeysulið sem ætlar þjóðinni að lifa á fjallagrösum. Á hverju viljum við lifa? Ný atvinnutækifæri byggjast á þeirri sýn sem við höfum um menntamál og hvernig henni er framfylgt. Í kjölfar efnahagshrunsins, óx ferðaþjónustan verulega. Við græddum á því að íslenska krónan var lágt skráð og því var ódýrt að koma til Íslands og njóta hér þjónustu. Allt þar til íslenska krónan styrktist, vegna þess hve margir ferðamenn keyptu hér krónur sem hafði neikvæð áhrif á allar okkar útflutningsgreinar – og að lokum á íslenskan almenning. Ferðaþjónustan er orðin ein af okkar helstu útflutningsgreinum en til að

hafa hér fjölbreytt atvinnulíf þurfum við meira til. Við þurfum að skapa hér grunn fyrir mörg vel launuð störf fyrir vel menntaða þjóð. Til að börnunum okkar þyki Ísland spennandi kostur til að búa á og það sé samkeppnishæft þurfum við að byggja upp atvinnulíf sem byggir á hugviti og sköpun. Menntum börnin okkar Menntakerfið okkar þarf að miðast að fjórðu iðnbyltingunni og þeim breytingum sem þar verða á samfélaginu. Við þurfum að nýta alla þá krafta sem við höfum til að vinna að nýsköpun og þróunarstarfi. Þar þurfum við ekki að finna upp hjólið. Þegar Íslands var umsóknarríki að ESB, opnuðust t.d. alls konar möguleikar á að sækja um í sjóði ESB til þess að efla nýsköpun og þróunarstarf á Íslandi. Möguleikar sem því miður lokuðust aftur þegar umsóknarferlið var sett á ís. Nýtum því möguleika okkur í samstarfi við vinaþjóðir okkar í Evrópu, menntum börnin og sköpum þeim vettvang til þess að vinna við það sem þau hafa áhuga á.

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Hver nennir pólitískum skylmingum? Jóhann Friðrik skrifar um heilbrigðismál og lýðheilsu. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Það kemur mér ekki á óvart að komandi kosningar snúist um heilbrigðismál. Í síðasta blaði Víkurfrétta mátti líta heilar fjórar greinar eftir frambjóðendur til Alþingis sem allar snerust um málaflokkinn. Ráðherra málaflokksins síðustu fjögurra ára fór yfir stöðuna frá sínu stjórnarhorni, oddviti Sjálfstæðisflokksins talaði fyrir auknum einkarekstri, oddviti Samfylkingar talaði um mikilvægi hins ríkisrekna kerfisins og frambjóðandi Miðflokks talaði um afglöp heilbrigðisráðherra. Nú væri auðvelt að ráðast á einstaka þætti þessara greina og benda á margt sem er ekki alveg nákvæmt eða ekki mér að skapi en ég ætla alveg að sleppa pólitískum skylmingum. Frekar ætla ég að gera tilraun til þess að hafa greinina eins hnitmiðaða og mér er frekast unnt og benda á það augljósa. Við leysum ekki málin með því að plástra kerfið endalaust Heilbrigðismál snúast ekki bara um heilsugæslu eða fjölda hjúkrunarrýma. Heilbrigðismál snúast ekki bara um fjölda heimilislækna eða vinnuumhverfi starfsfólks í heilbrigðisþjónustu. Málaflokkurinn er ekki bara sjúkrahúsþjónusta eða skortur á sérfræðilæknum, heilbrigðismál snúast um heildræna heilsu okkar og það kerfi sem við höfum byggt upp í gegnum tíðina til þess að halda heilsu okkar sem allra bestri yfir æviskeiðið. Heilbrigðiskerfið okkar er bara nokkuð gott í alðþjóðlegum samanburði, eini gallinn á gjöfum Njarðar er að heilbrigðiskerfin sem við berum okkur saman við eru ekkert sérstök að flestra mati. Frakkar eru einna hlutskarpastir út frá alþjóðlegum mælikvörðum en það er þó samdóma álit sérfræðinga að helsti lösturinn á heilbrgiðisstefnum margra ríkja sé skortur á forvörnum, samráði, teymisvinnu og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við leysum nefnilega ekki málin með því að plástra kerfið endalaust. Ok, þá vitum við það. Bregðumst þá við.

Þar vill framsókn vera Íslendingar verja innan við 3% af útgjöldum til heilbrigðismála til forvarna. Það hljóta allir að vera sammála um það að sú skipting er varla boðleg. Við getum gert betur. Heilbrigðismál eiga að snúast mun meira um að fyrirbyggja sjúkdóma og leiðin er sú að tengja mun betur saman velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið í því sambandi. Lengi býr að fyrstu gerð og því verðum við að byrja á börnunum okkar. Það er löngu sannað að ein besta heilsufarslega forvörnin liggur í virkni, menntun og félagslegri velferð barna. Þar vill Framsókn vera. Reykjanesbær hefur með stofnun lýðheilsuráðs tekið forystu á landsvísu og lagt áherslu á heilsusamlegt umhverfi og heilsueflingu íbúa. Góður stuðningur er við þessa vegferð hjá öllum flokkum sem eiga sæti í bæjarstjórn. Reykjanesbær var eitt fyrsta bæjarfélagið til þess að taka þátt í heilsueflingu 65+ og mun þessi vegferð skila ríkulegum árangri þegar fram líða stundir. Á síðasta fundi ráðsins var ákveðið að vinna að fýsileikakönnun um aukna hreyfingu barna í grunnskólum en rannsóknir sýna að aukin hreyfing barna hefur m.a. góð áhrif á líðan þeirra og námsárangur. Framsókn ásamt samstarfsflokkum sínum hefur stutt við hækkun hvatagreiðslna til íþrótta- og tómstundaiðkunar en bæjarfélög eru misvel sett til þess að veita börnum sömu tækifæri á því sviði. Ríkið þarf að koma þar á móti og því leggur Framsókn áherslu á stuðning við íþrótta-og tómstundastarf barna fyrir komandi Alþingiskosningar. Það er mín hugsjón að á endandum verði íþróttir og tómstundir gjaldfrjálsar hér á landi. Þetta getum við gert. Þetta getum við gert til þess að draga úr kostnaði og efla heilsu þjóðarinnar til framtíðar. Það er frábær fjárfesting í fólki.

Sterkari Suðurnes! Oddný G. Harðardóttir og Viktor S. Pálsson. Höfundar skipa 1. og 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Vegna mikillar fjölgunar íbúa á Suðurnesjum verður að styrkja innviði til að takast á við aukið álag, einkum á heilsugæslu og lögreglu. Sérstakar áherslur Samfylkingarinnar fyrir Suðurnes fyrir næsta kjörtímabil eru þessar: Heilbrigðisþjónusta fyrir alla Til að mæta þessum áskorunum og tryggja góða heilbrigðisþjónustu á Suðunesjum þarf að stórauka fjármagn til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæta húsnæði og starfsaðstöðu, styrkja stofnunina faglega og fjölga heilbrigðisstarfsfólki til muna. • Ný heilsugæslustöð í Reykjanesbæ taki til starfa strax á næsta ári og tímasett og fjármögnuð áætlun unnin fyrir heilsugæslu í Suðurnesjabæ. Námsplássum fjölgað fyrir hjúkrunar- og læknanema. • Félagsþjónusta og heilsugæsla vinni saman með skipulögðum hætti í öllum sveitarfélögunum. Dagdvalarrýmum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólk fjölgað. Fjölbreyttari atvinnutækifæri Gáttin er inn í landið um alþjóðaflugvöll á Suðurnesjum og nánast allir erlendir ferðamenn fara þar um. Tryggja

Samgöngu- og loftlagsmál Ljúka þarf tvöföldun Reykjanesbrautar sem fyrst og auka samvinnu Vegagerðarinnar og sveitarfélaga um lagningu göngu- og hjólastíga. Styrkja flutningsgetu rafmagns með öflugri Suðurnesjalínu.

Samfylkingin setur fjölskylduna í forgang með óskertum barnabótum að meðallaunum, bættum kjörum eldra fólks og öryrkja og aðgerðum í húsnæðismálum. Öflugra heilbrigðiskerfi er sérstakt áherslumál ásamt því að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið, ráðast í kröftugar aðgerðir í loftslagsmálum, setja nýja stjórnarskrá aftur á dagskrá ásamt þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um aðild að ESB. Nánar má lesa um kosningaáherslur Samfylkingarinnar fyrir landið allt á vefnum www.xs.is.

Margrét þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins. Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að í Reykjanesbæ verði sett á laggirnar öryggisvistun fyrir ósakhæfa einstaklinga. Byggja þarf húsnæði og breyta skipulagsmálum vegna þess. Málið hefur verið inn á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Þann 1. júlí samþykkti bæjarráð að

fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir

Opnun kosningamiðstöðvar 3. sept | 17:00 | Hafnargata 19a

• Bæta aðstöðu á vinsælum ferðamannastöðum og fjölga viðkomustöðum með betra aðgengi. • Efla nýsköpun og veita þróunarstyrki til sprotafyrirtækja á sviði líftækni, hugverkaiðnaðar og framleiðslu heilsuvarnings og matvæla. Fjölga störfum án staðsetningar. • Efla listnám og fjölga störfum í menningu og skapandi greinum. Námsframboð og aðgengi að námi verði bætt með stuðningi við menntastofnanir. • Efla lögregluembættið. Fjölga lögreglumönnum og bæta starfsaðstöðu þeirra. Flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja.

• Efla og styrkja Keflavíkurflugvöll sem umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbæra miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Endurskoða áform um byggingu flugvallar í Hvassahrauni vegna eldsumbrota við Fagradalsfjall og meta Keflavíkurflugvöll sem kost fyrir innanlandsflug. • Hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. • Ýta undir nýsköpun í umhverfismálum og möguleika á að skapa verðmæti úr sorpi. Styrkja fráveituframkvæmdir sveitarfélaga og tilraunir með lífrænar rotþrær.

Öryggisvistun fyrir ósakhæfa í miðri íbúðabyggð

Betra líf Kynning á kosningastefnu 2. sept | 20:30 | Park Inn by Radisson

þarf lögreglunni og viðbragðssveitum fjármagn til að sinna auknum verkefnum. Ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru öflug á svæðinu en fleiri stoðum þarf að renna undir atvinnulífið.

vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Stefnt er að því af hálfu meirihluta bæjarstjórnar að aðstaða fyrir öryggisvistun verði í miðri íbúðabyggð. Ég tel það mikið óráð. Vegna eðli þessa reksturs á hann að mínum dómi að vera í útjaðri bæjarins. Málið hefur ekkert verið kynnt

fyrir íbúum Dalshverfis þar sem fyrirhugað er að húsnæði fyrir öryggisvistun verði staðsett. Vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar; Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar eru afleit í þessu máli. Í þetta verkefni á ekki að ráðast nema fullt samþykki íbúa á svæðinu liggi fyrir.


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sport

Miðvikudagur 1. september 2021 // 32. tbl. // 42. árg.

Ólst upp í Eyjabyggðinni Eyjamaðurinn Jón Ólafur Daníelsson þjálfar meistaraflokk kvenna í knattspyrnu hjá Grindavík en liðið er nýliði í Lengjudeildinni í ár. Tímabilið fór ekkert sérstaklega vel af stað hjá Grindvíkingum en þær hafa sýnt stöðugar bætingar eftir því sem liðið hefur á leiktíðina og eru komnar í ágætis stöðu til að halda sæti sínu í deildinni. Jón Óli flutti til Keflavíkur í gosinu og á góðar minningar frá Suðurnesjum. Víkurfréttir heyrðu í Jóni eftir ótrúlegan leik Grindavíkur gegn FH á dögunum sem endaði með 4:4 jafntefli eftir að útlit væri fyrir að heimaliðið væri að landa sigri með marki rétt fyrir leikslok en gestirnir náðu að jafna mínútu síðar. „Þetta var svakalegur leikur,“ segir Jón Óli um leikinn gegn FH en Grindavík er komið langleiðina með að forða sér frá falli. Sætið er þó ekki alveg orðið tryggt, Grindavík er í sjötta sæti Lengjudeildar kvenna en aðeins munar tveimur stigum á sjötta sætinu og því næstneðsta svo það er ekkert í hendi enn. „Já, þetta er farið að líta betur út en það er bara svo margir innbyrðis leikir eftir að við þyrftum eiginlega að ná að landa einum sigri í viðbót. Það eru náttúrlega bara tvær umferðir eftir, leikir gegn HK hér heima og Víkingi úti eftir.“

Hvernig líst þér á það sem framundan er? „Maður er náttúrlega svolítið kvíðinn því það getur brugðið til beggja vona. Maður verður bara að vona það besta og að við höldum sætinu í deildinni. Stelpurnar hafa stigið upp eftir því sem hefur liðið á mótið. Við erum búin að vera svakalega óheppin á tímabilinu, það hefur lítið fallið með okkur en fyrir vikið hafa þær sýnt þeim mun meiri karakter og í sjálfu sér hefur hver einasti leikur sem við höfum spilað í sumar verið hnífjafn.

Jón Óli hefur mikla trú á liði sínu og yrði fyrir miklum vonbrigðum ef svo ólíklega skildi fara að þær féllu. Myndir úr safni Víkurfrétta

Það er mikið hrós til leikmanna að hafa náð þessum framförum miðað við að það var svolítið verið að rúlla yfir okkur í vetur. Við erum búin að sýna það í okkar leikjum gegn toppliðunum að þetta lið á heima í deildinni, erum búin að gera jafntefli og vinna Aftureldingu og gera jafntefli við KR og FH.“

Knattspyrnuferilinn hófst í Keflavík Jón Óli er Eyjamaður en flutti upp á land í gosinu og bjó í Keflavík í átta

Gjaldkeri á fjármálasviði

ár. „Þar hóf ég minn knattspyrnuferil, í viðlagasjóðshúsunum í Eyjabyggðinni. Þaðan eigum við félagarnir stórkostlegar minningar. Svo fór ég aftur til Eyja en árin 2002 til 2007 bjó ég í Grindavík. Þá var mér boðið að koma hingað og þjálfa, ég ætlaði að koma í svona eitt ár en endaði í fimm. Ég missti konuna mína 2015, hún veiktist af krabbameini og það var ástæðan fyrir því að við fluttum aftur til Eyja. Eftir það var ég eiginlega búinn að taka þjálfarahringinn í Eyjum þegar mér bauðst að koma aftur – ég ákvað bara að taka því og sé ekki eftir því, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Síðan hef ég kynnst annari konu en fjölskyldan býr í Eyjum, hún er með góða vinnu þar í Íslandsbanka svo þetta er svona sjómannslíf á mér núna.“ Stefnir þú á að halda áfram með Grindavík? „Við ákváðum að gera samning út þetta tímabil og það var fundur um daginn þar sem ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að halda áfram. Síðan hefur ekkert meira

... en árin 2002 til 2007 bjó ég í Grindavík. Þá var mér boðið að koma hingað og þjálfa, ég ætlaði að koma í svona eitt ár en endaði í fimm. gerst, staðan er nú bara óljós held ég. Ábyggilega bara að klára tímabilið og sjá svo til.“ Það yrðu mikil vonbrigði ef Grindavík skildi falla því liðið hefur sýnt það að þær eiga heima í Lengjudeildinni. „Já, það yrði mjög fúlt – en mig langar að þakka því fólki sem hefur mætt á völlinn í sumar, fyrir að standa við bakið á okkur. Ég trúi því að það sé að fá fullt fyrir peninginn því þetta er hver háspennuleikurinn eftir annan hjá okkur,“ segir Jón Óli, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, að lokum.

Samkaup leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf gjaldkera á fjármálasviði fyrirtækisins. Gjaldkeri mun starfa á aðalskrifstofu Samkaupa, Krossmóa 4 Reykjanesbæ. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.samkaup.is

Kanadíski framherjinn Christabel Oduro hefur reynst happafengur fyrir Grindvíkinga en þessi öfluga knattspyrnukona hefur skorað meira en helming marka liðsins í Íslandsmótinu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Íslandsmótinu fer að ljúka og spennan magnast Það er að líða að lokum Íslandsmótsins í knattspyrnu en það getur brugðið til beggja vona á flestum vígstöðvum. Spennan er mikil hjá flestum Suðurnesjaliðanna sem eru ýmist í topp- eða botnbaráttunni hvert í sinni deild.

Keflvíkingar í þokkalegum málum Þegar þrjár umferðir eru eftir af Pepsi Max-deild karla eru Keflvíkingar í níunda sæti með átján stig. Það er mikil spenna milli liðanna í neðstu sætunum en neðstir eru Skagamenn (12 stig), þar fyrir ofan er Fylkir (16 stig) og svo HK í sætinu fyrir neðan Keflavík (17 stig). Næstu lið fyrir ofan Keflavík eru Leiknir og Stjarnan (bæði með 22 stig). Keflvíkingar eru í ágætis stöðu eins og staðan er nú en mega samt ekki við því að misstíga sig á lokametrunum. Keflavík á eftir að spila heimaleik gegn KR (4. sæti), útileik gegn Leikni (8. sæti) og lokaleikurinn verður gegn ÍA (12. sæti) á HS Orkuvellinum.

Pepsi Max-deild karla:

Sigurður Bjartur Hallsson hefur skila góðu verki í sumar og er án efa sá albesti í liði Grindavíkur. Ástbjörn Þórðarson hefur verið mjög öflugur í sumar.

Mikilvæg stig gegn Tindastóli

Aerial Chavarin hefur skorað sex mörk fyrir Keflavík. Pepsi Max-deild kvenna:

Lengjudeild karla:

Í Pepsi Max-deild kvenna er svipaða sögu að segja. Keflvíkingar er ekki í fallsæti en þær eru í þriðja neðsta sæti með sextán stig þegar tveir leikir eru eftir. Þar fyrir neðan eru Fylkir (13 stig) og Tindastóll (11 stig). Þá eru næstu lið fyrir ofan Keflavík Þór/KA (18 stig) og ÍBV (19 stig). Keflavík mætir Val í næstu umferð á Hlíðarenda en Valskonur eru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Lokaleikur Keflavíkur verður heimaleikur gegn Þór/KA. Keflvíkingar bættu stöðu sína til muna með góðum 0:1 sigri á Tindastóli fyrir norðan í síðasta leik og á sama tíma náði Fylkir aðeins jafntefli.

Reykjanesbær kynnir vinnslutillögu Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 samkvæmt 30. gr. skipulagslaga.

Kvennalið Grindavíkur hefur bætt stöðu sína á seinni hluta Lengjudeildar kvenna en þær voru lengst af í neðsta sæti. Það var ekki fyrr en í tólftu umferð að hlutirnir fóru að ganga upp hjá þeim og þær unnu sig upp í þá stöðu sem þær eru í núna. Grindavík er samt ekki alveg sloppið fyrir horn því mjög stutt er milli neðstu liða, Augnablik er á botninum (11 stig), ÍA í næstneðsta sæti (14 stig), þá kemur HK (15 stig) og Grótta er jafnt Grindavík að stigum (16 stig) en með talsvert lakari markamun. Síðustu tveir leikir verða gegn HK (8. sæti) heima og Víkingi (4. sæti) á útivelli í lokaumferðinni. Lengjudeild kvenna:

Lánlausir Grindvíkingar Grindvíkingar eru væntanlega mjög ósáttir með gengi sitt í Lengjudeild karla í ár en það virðist ekkert hafa fallið með þeim í sumar. Stefna þeirra var að komast upp í efstu deild en þeir sitja nú í sjöunda sæti með 23 stig. Grindavík er um miðja deild og fer hvorki upp né niður en nú er bara spurning fyrir Grindvíkinga að rífa sig í gang og fara að vinna leiki fyrir sálina. Þeir leikir sem Grindavík á eftir eru gegn toppliði Fram á heimavelli um næstu helgi, þá mæta þeir Aftureldingu í Mosfellsbænum og enda á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík.

Kvennalið Grindavíkur hefur stöðugt bætt leik sinn eftir erfiða byrjun á mótinu.

Snúin staða í annarri deild karla

Tekst Hemma og félögum að vinna Þrótti sæti í næstefstu deild í fyrsta sinn í sögunni?

Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

Eru á góðu róli núna

Í annarri deild karla er allt í hnút á toppnum. Toppliði Þróttar misstókst að tryggja sér sæti í næstefstu deild í síðustu umferð þegar þeir töpuðu fyrir Völsungi á útivelli. Þróttur fékk á sig slysalegt mark snemma í leiknum en Völsungur missti mann út af skömmu síðar. Þrátt fyrir að vera manni fleiri lungann úr leiknum og sækja stíft tókst Þrótturum ekki að skora og norðanmenn héldu fengnum hlut. Þeir eru nú komnir í annað sæti, tveimur stigum frá Þrótti. Þegar þrjár umferðir eru eftir í annarri deild hefur Þróttur 38 stig í efsta sæti. Næstu lið eru Völsungur (36 stig), KV (34 stig) og Njarðvík (32 stig). Reynismenn sigla lygnan

sjó í áttunda sæti með 26 stig og hafa tryggt sér áframhaldandi veru í deildinni. Þróttarar eru með pálmann í höndunum og Njarðvíkingar eygja enn von um að vinna sig upp um deild. Úrslitin gætu ráðist í síðustu umferðinn þar sem Þróttarar leika gegn KV (3. sæti) og Njarðvík gegn Völsungi (2. sæti). Það eru því mjög spennandi lokaumferðir framundan í deildinni eins og hjá flestum Suðurnesjaliðunum.

Njarðvíkingar eiga enn möguleika á að komast upp. Síðustu leikir Suðurnesjaliðanna í annarri deild eru þessir: Kári - Þróttur, Njarðvík - Reynir, Þróttur - Magni, Leiknir F. - Njarðvík Reynir - Fjarðabyggð, KV - Þróttur, Njarðvík - Völsungur og ÍR - Reynir.

Víðismenn áfram í þriðju deild Víðismenn munu leika áfram í þriðju deild á næsta ári en þeir fóru ekki vel af stað í deildinni. Víðir er í áttunda sæti með 25 stig og á fjóra leiki eftir óleikna, af þeim er frestaður leikur úr fimmtándu umferð. Víðir og Dalvík/Reynir eru jöfn að stigum (25 stig) og eiga bæði leik til góða en liðin fyrir neðan þau eru öll búin með nítján leiki. Þau eru; Augnablik (22 stig), ÍH (17 stig), Einherji (16 stig) og Tindastóll (14 stig). Lokaleikir Víðis eru gegn Tindastóli heima, KFG úti, Augnabliki heima og Einherja úti.

Reykjanesbær kynnir vinnslutillögu Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 samkvæmt 30. Gr. skipulagslaga. Vinnslutillagan er aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar frá og með 2. september til 20. september 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. september 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Reykjanesbær, 2. september 2021. Skipulagsfulltrúi.

Viltu vinna með litlum snillingum?

Reykjanesbær óskar eftir áhugasömum umsækjendum um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum. Upplýsingar má sjá inni á heimasíðu Reykjanesbæjar. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi í síma 421-6700.


Bíða spennt eftir að hraunið renni yfir skurðinn

Til staðar fyrir þig

Grafinn hefur verið skurður í mynni Nátthaga og í hann lagðar lagnir, rör og ýmsar tegundir af einangrunar- eða fylliefnum. Landsnet hefur fengið afnot af öðrum enda skurðsins og í hann er settur strengsandur og hann þjappaður eftir kúnstarinnar reglum. Hitamælar settir í skurðinn og svo er fyllt upp í hann. „Svo bíðum við spennt og vonumst til þess að hraunið renni yfir skurðinn. Heppnist þessi tilraun vonumst við til þess að eignast mæliniðurstöður sem telja má einstakar á heimsvísu og verða mjög mikilvægt innlegg í vitneskju um áhrif hraunflæðis á jarðstrengi og aðra innviði sem grafnir eru í jörðu,“ segir í færslu Landsnets á Facebook. Þar segist fyrirtækið bíða spennt eftir að hraun renni yfir skurðinn en fyrirtækið er þátttakandi í spennandi verkefni í Nátthaga við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Verkefnið snýst um að freista þess að mæla áhrif hraunrennslis á lagnir í jörðu. Aðilar sem koma að þessu verkefni eru Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands, Landsvirkjun, Neyðarlínan 112, Verkís, Verkfræðistofa EFLA, Míla, Gagnaveitan, Tensor, Rafholt ofl.

Þú færð persónulega þjónustu og ráðgjöf í 22 útibúum og þjónustuskrifstofum Sjóvá um land allt.

Tekið verði tillit til göngustíga við breikkun Reykjanesbrautar Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði hefur verið lögð fyrir skipulagsyfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum. Breikkunin er frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Skipulagsnefnd Voga tekur vel í framkvæmdina og telur hana auka umferðaröryggi. Sveitarfélagið hefur nýverið í samvinnu við Vegagerðina lagt 2,6 km göngustíg meðfram Vatnsleysustrandarvegi. Fyrirhugaðir eru stígar á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og því tilvalið að tekið verði tillit til göngustíga fyrir gangandi og hjólandi við tvöföldun Reykjanesbrautar. Með þeim mögulega að í framtíðinni verði eitt samfellt stígakerfi frá flugstöð að höfuðborgarsvæðinu.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS