Víkurfréttir 31. tbl. 42. árg.

Page 1

Halda sögunni á lofti með myndarlegum skiltum

GOTT FYRIR HELGINA 26.--29. ÁGÚST

– sjá bls. 4 og Suðurnesjamagasín

50%

Appelsínur

139

AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 278 KR/KG

20% AFSLÁTTUR

Grísalæri Purusteik

Hamborgarar 4x90 g - m/brauði

KR/KG ÁÐUR: 1.495 KR/KG

KR/PK ÁÐUR: 998 KR/PK

748

50% AFSLÁTTUR

798

Miðvikudagur 25. ágúst 2021 // 31. tbl. // 42. árg.

Northrop B-2 Spirit er dýrasta flugvél sögunnar en aðeins hefur verið framleitt tuttugu og eitt eintak af vélinni. Þrjár af þeim eru nú á Keflavíkurflugvelli en á meðfylgjandi myndum má sjá þoturnar koma inn til lendingar í þokunni á mánudagskvöldið. Víkurfréttamyndir: Páll Ketilsson

Þrjár B-2 sprengjuþotur lentu í Keflavík Þrjár flugvélar bandaríska flughersins af gerðinni Northrop B-2 Spirit komu hingað til lands á mánudagskvöld og munu hafa tímabundið aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli næstu daga vegna æfinga. Vélarnar koma hingað til lands frá Bandaríkjunum og alls taka 200 liðsmenn flughersins þátt í verkefninu. Með æfingunum gefst bandarísku flugsveitinni tækifæri til að kynnast staðháttum á NorðurAtlantshafi, þar með talið hér á landi og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Samskonar æfingar fara fram reglulega í Evrópu, síðast hér við land í mars. Northrop B-2 Spirit er dýrasta flugvél sögunnar. Aðeins hefur verið framleitt tuttugu og eitt eintak af vélinni en hver þota kostar rúma 90 milljarða króna. Þotan getur borið sextán kjarnorkusprengjur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem B-2 kemur til Keflavíkurflugvallar. Síðast voru þær hér í mars í fyrra og einnig í september 2019.

Getur gerst hraðar og orðið miklu stærra en núverandi gos Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að búast megi við fleiri eldgosum á Reykjanesskaganum á næstu áratugum. Í viðtali í Víkurfréttum í dag segir hann að við verðum að búa okkur undir að takast á við atburði sem geta gerst miklu hraðar og orðið miklu stærri en núverandi gos í Fagradalsfjalli. „Við erum komin inn í aðra röð eldgosa á Reykjanesskaga. Nú er spennusviðið sem ræður hvernig

hlutirnir gerast á Reykjanesskaganum komið í þannig ástand að það hentar kviku til að komast til yfirborðs. Spennudreifingin á Reykjanesskaganum er í góðum gír fyrir eldgos en hefur ekki verið það undanfarin 7-800 ár. Eitthvað hefur breyst en ég þori ekki að fullyrða nákvæmlega hvað það er en á næstu áratugum munum við fá fleiri gos á Reykjanesskaga. Ekki þá bara við Fagradalsfjall, heldur á öðrum stöðum á Reykjanesskaganum og

hugsanlega þegar yfir er staðið erum við búin að fá gos eftir öllum endilöngum Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur í viðtalinu. Aðspurður um hvort þetta gos sé ekki góð áminning um að horfa betur í kringum okkur varðandi innviði sagði Þorvaldur: „Jú, þetta er besta viðvörum sem við gátum fengið. Þetta er lítið gos og aðgengilegt. Við erum með fullt af mælum og getum mælt allt sem tengist þessu og við getum notað þetta gos til að læra

hvernig á að bregðast við t.d. hraunflæði á ákveðnum stöðum, mengun á ákveðnum stöðum og þar fram eftir götunum. Við getum búið okkur undir og verið betur undirbúin að takast á við atburði sem geta gerast miklu hraðar en þessi atburður og vera miklu stærri. Þetta var eins og best var á kosið þannig séð.“ Þorvaldur er einnig í ítarlegu viðtali við Suðurnesjamagasín VF á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

A L L T FY RI R Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

PÁLL ÞOR­ BJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

GUNNUR@ALLT.IS 560-5503

UNNUR@ALLT.IS 560-5506

PALL@ALLT.IS 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

LOKAORÐ

Ég og Messi í París

Þrír starfsmenn HSS kærðir vegna vanrækslu

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Svona getur lífið verið skemmtilegt. Einmitt þegar ég var að byrja í nýrri vinnu í París nú um miðjan ágústmánuð var knattspyrnustjarnan Lionel Messi líka að byrja í nýrri vinnu í París. Við erum kannski ekki alveg í sama geiranum, en það vill samt svo til að vinnurnar okkar eru í sama hverfinu. Paris SaintGermain er hverfis liðið mitt núna – mitt Keflavík - og það er bara nokkur hundruð metra lengra á völlinn fyrir mig núna en það er á Keflavíkurvöllinn frá Heiðarbrúninni. Ég viðurkenni að ég hef ekki verið mjög dugleg að mæta á Keflavíkurleikina og veit að ég verð ekki alltaf mætt á Parc des Princes, en hjarta mitt slær nú sem endranær fyrir Keflavík og svo núna auðvitað fyrir PSG. Þetta er líka svo auðvelt, búningarnir í sömu litum og allt svo fallegt. Þegar maður er að byrja í nýrri vinnu, flytja fjölskylduna á milli landa og að átta sig á nýjum aðstæðum þá held ég í alvöru að það skipti ekki máli hvort maður sé Messi eða Ragnheiður Elín – þetta er svo til nánast sama verkefnið. Á endanum snýst þetta allt um það sama – að fólkinu þínu og öllum líði vel. Ég vona að Messi fjölskyldunni hafi gengið jafn vel og okkur að finna íbúð sem heldur vel utan um þau (kannski í þeirra tilfelli risastórt hús), finna skóla fyrir börnin og að

honum finnist hann jafn velkominn í nýju vinnunni sinni og mér í nýju vinnunni minni. Ég horfði á fyrsta leik PSG í franska sjónvarpinu þar sem Messi var kynntur til leiks, yfirskriftin með stórum stöfum „Messi à Paris“ (þó svo að hann hafi ekki einu sinni verið í liðinu það kvöld) og hann var boðinn velkominn með háværum húrrahrópum og fagnaðarlátum. Hverfið okkar iðaði af lífi og stemningin fyrir leik var frábær þar sem veitingahúsin voru full af PSG aðdáendum í fullum skrúða, allir hrópandi á Messi. Þetta var geggjað og verður skemmtilegt að upplifa í vetur. Ég segi kannski ekki að það hafi verið almenn hátíðarhöld í hverfinu þegar ég hóf störf hjá OECD, en mér líður samt eins og það hafi verið þannig – mér líður eins og ég sé Messi! Ég er svo uppnumin og óendanlega þakklát fyrir móttökurnar að ég á ekki orð. Svo ég haldi áfram með fótboltalíkinguna þá vil ég bara vitna í Gumma Ben: „Aldrei vekja mig af þessum draumi!!“ Við fjölskyldan sendum góðar kveðjur heim, hrópum hávær húrrahróp yfir hafið þegar Keflavíkurstelpur og strákar eru að spila og baráttukveðjur á lokasprettinn. Áfram Keflavík – koma svo!

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Horfðu á eldgos frá ytri höfninni í Keflavík Tvö ævintýraferðaskip National Geographic, Endurance og Explorer, lágu í nokkra sólarhringa á ytri höfninni í Keflavík fyrir og um síðustu helgi. Bæði skipin lögðust að bryggju við Keflavíkurhöfn í nokkrar klukkustundir. Annað til viðgerða áður en lagt var upp í ferð til Suðurskautslandsins en hitt, það stærra, hleypti farþegum í land sem fóru að skoða gosið í Fagradalsfjalli. Skipverjar nutu einnig gossins sem sást vel frá Reykjanesbæ þegar skipin voru á ytri höfninni. Myndir: Hilmar Bragi.

Litla bæjarhátíðin haldin í Suðurnesjabæ – stendur út vikuna. Fjölbreytt dagskrá með hliðsjón af faraldri. Litla bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ verður haldin 23.-29. ágúst. Hátíðarhöld verða í hóflegum stíl vegna heimsfaraldurs en þó verður margt í boði að sögn Bergnýjar Jónu Sævarsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Meðal skemmtiatriða verða bílabíó, sjósund, jazztónleikar og pubquiz miðvikudag og fimmtudag. Á föstudag er hattadagur og allir bæjarbúar hvattir til að setja upp hatt, Latibær kemur í heimsókn í leikskólana og Suðurnesjamót í knattspyrnu 8. flokks verður á Nesfiskvellinum og þá verður listsýning Döllu og Braga Einarssonar föstudag til sunnudags. Golfmót og knattspyrnuleikir og dorgveiði auk leikhópsins Lottu og fleiri atriði má nefna. Kvöldskemmtun verður streymt til íbúa og viðburður til að setja inn óskalög. Þá verða bæjar-

búar hvattir til að baka vöfflur á sunnudag. Frítt verður inn á öll söfn og dagskránni lýkur með Götubita við Sandgerðisskóla kl. 16 til 20.

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Þota í loftrýmisgæslu lendir á Keflavíkurflugvelli.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Nánari lýsing á dagskrá má sjá á Facebooksíðu Suðurnesjabæjar og heimasíðu Suðurnesjabæjar.

Pólverjar annast loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli

SUÐURNES - REYK JAVÍK

845 0900

Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu sem talin er hafa leitt til andláts 73 ára konu, Dönu Jóhannsdóttur. Konan var sett í lífslokameðferð að tilefnislausu en hún lést í október 2019 eftir að hafa verið 11 vikur í lífslokameðferð. Landlæknir álítur að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða hjá HSS þar sem alvarlegum, báðum sjúkdómseinkennum hafi ýmist verið gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur. Læknar hafi látið hjá líða að grípa til viðeignadi rannsókna. Vísir.is og Stöð 2 greindu frá. Fjölskylda Dönu hefur lagt fram kæru á hendur þremur starfsmönnum stofnunarinnar, Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, lækni, sem bar ábyrgð á meðferðinni og tveimur öðrum starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem sökuð eru um að hafa brugðist starfsskyldum sínu. Sex fjölskyldur í heildina hafa fengið réttargæslumenn vegna sams konar mála.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar pólska flughersins, sem tekur þátt í verkefninu á Íslandi í fyrsta sinn. Alls taka 140 liðsmenn pólska flughersins þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlants-

hafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Flugsveitin kemur til landsins í dag, fimmtudaginn 19. ágúst, með fjórar F-16 orrustuþotur og hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland, en í ár eru 60 ár liðin frá því að loftrýmisgæsla bandalagsins hófst. Eins og með annan erlendan liðsafla sem hér á landi dvelur tímabundið þá er í gildi viðbúnaður vegna sóttvarna meðan á dvöl pólskuflugsveitarinnar stendur og er framkvæmdin unnin í samvinnu við embætti landlæknis og aðra er að sóttvörnum koma hér á landi. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Ráðgert er að loftrýmisgæslunni ljúki í lok september.4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Byrjað var á því að merkja vitavarðarhúsið á Garðskaga. Svo voru það Hólavellir sem fengu sitt skilti. Hér dugði ekkert minna en fjóra menn við uppsetninguna.

Íbúðarhúsið Urðarfell er byggt lýðveldisárið 1944 en fyrstu ábúendur voru Kristín Wíum og Bragi Einarsson. Húsið er byggt úr flaki skipsins Hontestroom sem strandaði á Garðskaga árið 1943. Hér fær Urðarfell sitt skilti.

Merkir menn er kaffiklúbbur í Garðinum sem lætur verkin tala:

Halda sögunni á lofti með myndarlegum skiltum Merkir menn er félagsskapur sex karla sem hittast alla föstudagsmorgna í Garðinum yfir kaffi og vínarbrauði í bragganum hjá Ásgeiri Hjálmarssyni. Síðasta laugardag merktu þeir félagar yfir þrjátíu hús í Út-Garðinum allt frá Garðskagavita og inn að Bræðraborg. Húsin voru merkt með skilti út við veg þar sem er mynd af viðkomandi húsi í sem upprunalegastri mynd ásamt nafni húss, smíðaári og nöfnum fyrstu ábúenda. Með þessu vilja þeir halda sögunni á lofti því á árum áður höfðu öll hús nöfn og þá þekktust ekki götuheiti og götunúmer. „Við vorum að ljúka við verkefni sem kom upp við kaffispjall hjá okkur síðasta haust um það að setja upp skilti með myndum af gömlum húsum hér í Garðinum,“ segir Ásgeir. „Við vorum núna að ljúka fyrsta áfanga með því að setja upp þrjátíu og fjögur skilti en í Garðinum stefnum við á að merkja um eitthundrað hús og halda svo áfram með verkefnið í Sandgerði. Við gerðum ráð fyrir að uppsetning þessara skilta í Garði sé þriggja ára verkefni en núna er fyrsta áfanga þess lokið. Hugmyndin er að halda áfram á næsta ári og taka þá

önnur þrjátíu til þrjátíu og fimm hús í Gerðum.“ Á skiltunum eru myndir af viðkomandi húsi í sem upprunalegustu formi og birt nöfn fyrstu ábúenda. „Við reynum eftir fremsta megni að fá myndir af húsunum eins og þau litu út alveg í upphafi. Á skiltunum eru einnig ártalið hvenær húsið var byggt og hvað það heitir en öll húsin hér í Garði voru með nöfn.“ Hvernig gekk að fá allar þessar myndir? „Það gekk nokkuð vel að fá myndir úr Út-Garðinum. Það hjálpaði

kannski til að ég er fæddur og uppalinn í Út-Garðinum og þekki kannski meira til hérna en inni í Garði. Þetta gekk bara ótrúlega vel og margir sem áttu alveg ágætis myndir. Svo fundum við myndir á ýmsum stöðum eins og blöðum og bókum. Það er samt erfitt á köflum að finna réttu myndirnar og sums staðar höfum við þurft að nota nokkuð nýlegar myndir þar sem ekki hafa fengist eldri myndir. Þar sem við ætlum að reyna að halda áfram með þetta verkefni og setja upp merkingar í Gerðahverfi þá viljum við hvetja fólk til að hugsa

Merkir menn. F. v.: Sigfús Magnússon, Ásgeir Hjálmarsson, Bogi Jónsson, Reynir Ragnarsson, Kristján Leósson og Freyr Ragnarsson. Á myndina vantar Ásmund Friðriksson.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Útskálakirkja er byggð árið 1861 og á því stórt afmæli í ár. Hún fékk sitt skilti.

til okkar í næsta áfanga og finna til myndir bæði úr Gerðum og einnig frá horninu við Krókvöll og inn í Garð. Við erum að tala um hús sem eru byggð fram undir árið 1960.“ Ásgeir segir að þeir félagar hafi fengið góðan hljómgrunn við þessu uppátæki sínu og fólk verið áhugasamt um þetta. „Við höfum verið í góðu samráði við byggingayfirvöld í bæjarfélaginu og einnig skipulagsyfirvöld um niðursetningu á staurum fyrir skiltin. Vegagerðin styrkti okkur með því að setja niður staurana og þá fengum við styrk hjá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja í þennan fyrsta áfanga verkefnisins og við þurfum að senda inn umsókn í haust og kanna hvort við fáum ekki áframhaldandi þátttöku sjóðsins í verkefninu, sem verður vonandi.“

Félagsskapurinn Merkir menn er hópur karla sem hafa komið saman alla föstudagsmorgna klukkan sjö í bragganum hjá Ásgeiri Hjálmarssyni. Þar spjalla þeir um öll heimsins mál og nauðsynjar yfir kaffibolla og vínarbrauði. „Þessi hugmynd kom upp í svona kaffispjalli síðasta haust en ég hafði séð svipuð skilti á ferð minni um Þykkvabæ fyrir nokkrum árum. Hugmyndin er þaðan og ég féll strax fyrir henni. Svo kom þetta til tals í þessum góða hópi okkar og við kýldum á þetta, sóttum um styrk og fengum hann. Nú er fyrsti áfanginn búinn og með glæsibrag,“ segir Ásgeir Magnús Hjálmarsson, fyrrverandi skipstjóri og safnari í Garði, í samtali við Víkurfréttir.

Nýibær í Garði er eitt 34 húsa sem hefur fengið skilti með mynd og upplýsingum um smíðaár og fyrstu ábúendur.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Uppboð mun byrja að Vatnsnesvegi 33, 230 Reykjanesbæ, fimmtudaginn 2. september nk. kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum, sem hér segir:

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979

TPJ05 UYY38 VT711 VB083 TTP26 SKB03 HUM35

www.bilarogpartar.is

á timarit.is

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 23. ágúst 2021

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar fagnaði þrjátíu ára afmæli í ár

Góður gangur á afmælisári Golfklúbbur Vatnsleysustrandar fagnaði þrjátíu ára afmæli í ár en klúbburinn var stofnaður þann 14. maí 1991. Kálfatjarnarvöllur er fallegur níu holu golfvöllur á Vatnsleysuströnd sem hefur fagnað auknum vinsældum síðustu ár í kjölfar mikillar fjölgunar kylfinga. Víkurfréttir heyrðu í Hilmari Agli Sveinbjörnssyni, formanni GVS, og spurðu hann út í stöðu klúbbsins á þessum tímamótum. „Það gengur bara ljómandi vel. Við ákváðum snemma í vor að tengja afmælið við meistaramótið hjá okkur, keyptum fatnað og annað sem við merktum með afmælismerki klúbbsins og svo héldum við afmælishóf samhliða lokahófi meistaramótsins. Þar var matur og smá fjör.“ Var vel mætt í meistaramótið? „Já, það var ágætis þátttaka en það er alltaf svipaður fjöldi sem tekur þátt í meistaramótinu hjá okkur,

sama hvað fjölgar í klúbbnum þá er það alltaf sama fólkið sem er með í mótinu. Svo komu einhverjir aukagestir í hófið, sem höfðu ekki verið í mótinu.“

Sprenging í félagafjölda „Félagafjöldinn hefur heldur betur verið á uppleið hjá okkur,“ segir Hilmar. „Ég er ekki með nákvæma tölu núna en það er búið að vera að fjölga jafnt og þétt í allt sumar. Í fyrra vorum við á milli 170 og 180, núna held ég að við séum komin í 250 jafnvel. Þetta er langmesta aukning í langan tíma og það var einhver aukning í fyrra líka. Það sem gerðist í fyrravor í Covidfaraldrinum að það var lokað á allar golfferðir utanlands. Á sama tíma var afbragðsgott veður hér og golfvöllurinn okkar var opnaður talsvert fyrr en vellirnir í bænum og þá hrúgast kylfingar af höfuðborgar-

svæðinu á vellina í nágrenninu. Við vorum með troðfullan völl hjá okkur dag eftir dag í einhverjar tvær, þrjár vikur. Covid var þannig séð ákveðin lyftistöng fyrir golfíþróttina í fyrra og það var áfram samskonar sveifla í ár. Svo höfum við verið að fá svolítið af nýliðum og verðum að bregðast við því, koma þeim á réttan stað. Okkur vantar golfkennara en við erum með leiðbeinanda sem hjálpar okkur og er okkur innan handar – en okkur vantar þennan eiginlega golf-

kennara. Annað sem okkur vantar er almennilega æfingaaðstöðu, það er eitthvað sem við þurfum að ráðast í.“

Góð samvinna með Sveitarfélaginu Vogum „Sveitarfélagið er algerlega með okkur í liði og hefur styrkt okkur í gegnum tíðina. Það sem við höfum verið að kynna fyrir sveitarfélaginu er að við erum hitt stóra íþróttafélagið í bænum og það þurfi að gera þeim jafn hátt undir höfði – við

þurfum hreinlega að auglýsa Voga sem íþróttabæ og fara að vinna þetta þannig. Ef við skoðum kynningarbæklinga eða annað frá Skaganum sjást bara grænar grundir og gular treyjur, fólk að sparka bolta eða slá kúlu.“ Það er mikill hugur í kylfingum hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar og allt starf klúbbsins á uppleið. Meðal árvissra viðburða hjá klúbbnum er haldið fyrirtækjamót og segir Hilmar það hafa verið í gangi síðustu fimm árin. „Við verðum með firmakeppnina um næstu helgi og það er eiginlega búið að fylla mótið. Mótið hefur verið vel sótt og verið ágætis innkoma fyrir okkur. Við notum ágóðann til vélakaupa,“ segir Hilmar að lokum. Kálfatjarnarvöllur er níu holu völlur á Vatnsleysuströnd og þykir í meðallagi erfiður en léttur á fótinn. Völlurinn hentar bæði byrjendum og lengra komnum og er vel þess virði fyrir kylfinga að kynna sér þennan skemmtilega völl.

30 ára 1991-2021

Laust starf leigumiðlara Heimstaden á Ásbrú í Reykjanesbæ vill styrkja leigumiðlunarteymi sitt í þeim tilgangi að efla þjónustu við viðskiptavini sína. Okkar framtíðarsýn er að auðga og einfalda líf leigutaka okkar með vinalegum heimilum. Starfsfólkið er lykillinn að velgengni okkar og við leggjum ríka áherslu á að skapa vinalegt starfsumhverfi þar sem öllum líður vel. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi með þjónustulund og reynslu af tengdu sviði.

Frekari upplýsingar og umsóknir á heimstaden.is/leigumidlari

Heimstaden býður fjölbreytt úrval leiguíbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Okkar sýn er að veita góða þjónustu sem einfaldar og bætir líf viðskiptavina okkar – bæði í dag og í framtíðinni. Heimstaden er eitt af leiðandi leigufélögum Evrópu en á Íslandi starfa nítján manns með fjölbreytta reynslu og er félagið með um 1.600 íbúðir til útleigu.

www.heimstaden.is


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hvað eru bátar frá Suðurnesjum að elta í Vík í Mýrdal?

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Jón Steinar Sæmundsson

Þórshamar Eyðibýlið Þórshamar stendur á Þórkötlustaðanesi rétt austan Grindavíkur. Þórshamar var byggt árið 1934 af manni að nafni Hafliði sem þótti mikill hagleiksmaður og ber húsið þess merki með bogadregið útskotið með fimm gluggum með frábært útsýni út yfir flæðitjörnina sem húsið stendur við og einnig út á sjóinn. Hafliði þessi flutti úr húsinu um 1950 og seldi það Jóhanni Pétursyni sem lengi var vitavörður á Hornbjargi. Jóhann hugðist nota húsið sem sumarhús og þegar hann var að vinna við að breyta innanhús féll veggur yfir hann og slasaðist hann töluvert og fór húsið í eyði um 1960. Húsið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem fara um nesið og vinsælt mótív ljósmyndara.

Þessir pistlar mínir hafa verið skrifaðir víða um landið og yfirleitt reyni ég að finna tengingu við Suðurnesin varðandi þá staði sem ég er staddur á hverju sinni. Núna þegar ég skrifa þessi orð er ég staddur á Vík í Mýrdal. Og kemur örugglega strax í hugann hjá lesendum að það sé nú ekki mikil tenging við Vík í Mýrdal og Suðurnesin gagnvart sjávarútvegi, því að á Vík er enginn höfn. Jú það er reyndar rétt að það er enginn höfn á Vík í Mýrdal, en engu að síður er nú hægt að finna ansi miklar tengingar við þetta svæði. Utan við Vík eru nefnilega ansi góð fiskimið og margir bátar frá Suðurnesjunum hafa verið á veiðum utan við Vík og þá aðallega netabátar að eltast við ufsann. Þegar ég sjálfur fór fyrst á netaveiðar með þeim mikla netakóngi, Grétari Mar á bátnum Bergi Vigfúsi GK, þá fórum við frá Sandgerði og alla leið á miðin utan við Vík í Mýrdal til þess að eltast við ufsann. Undanfarin ár hefur netabáturinn Grímsnes GK verið þar á ufsaveiðum, í fyrra var líka Langanes GK á veiðum á þeim slóðum. Dragnótabátar frá Sandgerði hafa af og til farið á veiðar utan við Vík og gengið nokkuð vel. Grímsnes GK hefur landað núna alls 159 tonnum í 8 róðrum og af því er ufsi 145 tonn, ansi góð byrjun hjá honum. Þá má geta þess að um haustið 2020 landaði Grímsnes GK um 800 tonnum í heildina og var ufsi af því um 700 tonn. Enn sem komið er þá er Grímsnes GK eini netabáturinn á landinu sem er að eltast við ufsann, en þeir voru þrír í fyrra. Auk þeirra tveggja sem áður eru nefndir kom Friðrik Sigurðsson ÁR líka á ufsann.

Verður fróðlegt að sjá núna í haust hversu margir netabátar munu bætast í hópinn í ufsaveiðum á netunum. Af hinum netabátunum er Maron GK með 46 tn. í 15 róðrum, Halldór Afi GK var með 26 tn. í 20, Langanes GK 24 tn. í 12 og Bergvík GK var með 26 tn. í 10. Lítum aðeins á dragnótabátana en þeir eru aðeins að koma sér af stað, Sigurfari GK var með 78 tn. í 6 túrum, Benni Sæm GK 53 tn. í 7, Siggi Bjarna GK 42 tn. í 7 róðrum og síðan tveir til viðbótar sem hafa hafið veiðar og landa í Sandgerði. Þetta eru Aðalbjörg RE sem hefur landað 12 tn. í 2 túrum og Maggý VE sem hefur landað 10 tonn í einum túr. Skipstjórinn á Maggý VE komst á blað í síðasta pistli en þar er Karl Ólafsson skipstjóri, og hann þekkir svæðið utan við Sandgerði gríðarlega vel enda kominn með áratuga reynslu í skipstjórn á dragnótabátum þarna á svæðinu. Nú eru stóru allir línubátarnir komnir á veiðar og fóru bátarnir sem Vísir ehf. á út fyrir helgi og fóru þau öll á miðin við Vestfirði og Norðurlandið og það mun þýða að fiskflutningar munu byrja á fullu þegar þau koma til löndunar. Reyndar eru tveir bátar frá Þorbirni búnir að landa, Hrafn GK kom með 65

tn. til Siglufjarðar og Valdimar GK kom með 61 tonn í heimahöfn sína Grindavík. Ánægjulegt að sjá að bátarnir eru að landa í sinni heimahöfn, því núna er staðan þannig að enginn línubátur er á veiðum við Suðurnes og reyndar er bara einn línubátur á veiðum utan við Krýsuvíkurberg og er það Jón Ásbjörnsson RE sem hefur landað 48 tonnum í 10 túrum í Þorlákshöfn. Sem er reyndar nokkuð góður afli, sérstaklega þegar miðað er við það að það kostar nokkuð mikið að aka fiskinum suður og t.d er Dóri GK kominn með 50 tonn í 11 róðrum, Óli á Stað GK var með 51 tn. í 11 og Hulda GK var er með 56 tn. í róðrum. Ísfiskstogarar Nesfisks hafa í sumar verið á rækjuveiðum og hafa veiðarnar gengið mjög vel. Sóley Sigurjóns GK er komin með yfir 600 tonn af rækju síðan togarinn hóf veiðar í maí. Berglín GK er með nokkuð minni afla eða aðeins um tæp 200 tonn. Öllum aflanum er landað á Siglufirði og aflanum svo til skipt niður á þrjá staði. Rækjunni er ekið til Hvammstanga, bolfiski, þorski, ýsu og ufsa er ekið til Suðurnesja, restin er seld á Fiskmarkaði Siglufjarðar. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

JÖFNUNARSTYRKUR TIL NÁMS Umsóknarfrestur á haustönn 2021 er til 15. október n.k. Grenndarstöð á Ásbrú. Reikna má með að eitthvað þurfi að fínstilla staðsetningar gámana þegar komin er reynsla á þær. Þessir fjórir gámar verða í öllum stöðvunum og vonir standa til að fatagámar bætist við sumar þeirra áður en langt um líður. Kort með staðsetningum stöðvanna er í vinnslu og mun það birtast á vef Kölku á næstu dögum.

Grenndarstöðvar spretta upp á Suðurnesjum Þessa dagana er unnið að uppsetningu á grenndarstöðvum fyrir endurvinnanlegan úrgang á Suðurnesjum. Fjórir gámar eru í hverri stöð, fyrir pappír og pappa, plast, málma og gler. Kalka hefur svo átt í viðræðum við Rauða krossinn um uppsetningu á fatagámum á a.m.k. sumum grenndarstöðvanna. Vonir standa til að þeir bætist við fljótlega. Þessar stöðvar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir úrgang frá heimilum. Í málmgáma eiga t.d. ekki að fara stórir og þungir málmhlutir heldur málmar sem falla til á heimili, niðursuðudósir, dósalok og þvíumlíkt. Í glergámana má setja glerkrukkur og glerflöskur án skilagjalds en stærri glerhluti þarf áfram að koma með á móttökuplönin í Helguvík, Grindavík og Vogum. Upphaflega stóð til að grenndarstöðvarnar yrðu settar upp síðla vetrar eða snemma í vor. Vegna orsaka sem aðallega má rekja til Covid-19 hefur hins vegar orðið dráttur á afhendingu gámanna. Nú eru þeir komnir og þær stöðvar sem þegar hafa verið ákveðnar, fimm í Reykjanesbæ, tvær í Suðurnesjabæ og ein stöð bæði í Grindavík og

Vogum ættu allar að verða komnar í gagnið fyrir ágústlok. Með grenndarstöðvunum er stigið skref til að auðvelda íbúum Suðurnesja að skila úrgangi í farvegi sem auðvelda ráðstöfun hans til endurvinnslu. Þá er einnig horft til nýrrar stefnu stjórnvalda í úrgangsmálum og áherslu á að draga stórlega úr urðun úrgangs. Framundan eru miklar breytingar á sorphirðu á landinu öllu og búast má við að flokkum úrgangs í söfnun frá heimilum muni fjölga. Það er þó ljóst að markmiðum um hækkað endurvinnsluhlutfall úrgangs verð ekki náð með fjölgun íláta við húsvegg eingöngu. Grenndarstöðvarnar eru liður í að þétta netið og auðvelda íbúum að ráðstafa sínum úrgangi á ábyrgan hátt. Reynslan af þessum níu grenndarstöðvum sem nú verða settar upp mun svo ráða mestu um framhaldið. Gefi þær góða raun verður þeim vafalaust fjölgað. Auk nýju grenndarstöðvanna er unnið að breytingum á móttökuplani og annarri aðstöðu í Helguvík. Markmiðið er að geta fjölgað hreinum flokkum úrgangs, einkum í því skyni að koma meira efni í endurnýtingu og endurvinnslu segir í frétt frá Kölku.

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms og greiða leigu). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2021. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á „Mitt Lán“ sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur.is eða island.is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðsins. Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd

NÝJUSTU FRÉTTIR ALLA DAGA OG ÚRSLIT ÍÞRÓTTALEIKJA

vf.is

LITLA BÆJARHÁTÍÐIN Í SUÐURNESJABÆ

25.-29. ágúst 2021

HATTAá DAGUR ! g a d föstu

Fylgist með á Facebook og heimasíðu Suðurnesjabæjar! MEÐAL ÞESS SEM ER Í BOÐI: Miðvikudagur 25. ágúst kl. 20.00 – Bílabíó: Stella í orlofi Fimmtudagur 26. ágúst kl. 20.00 – Lilja hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar Laugardagur – Dorgveiði, hoppukastalar, Leikhópurinn Lotta, BMX brós, söfnin okkar og Óskalagakvöld í beinni Sunnudagur – Götubitar við Sandgerðisskóla kl.17.30

GÆTUM AÐ SÓTTVÖRNUM OG HÖLDUM ÁFRAM AÐ STANDA OKKUR VEL!


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Einstakt gos í Fagradalsfjalli Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, með fróðlegan fyrirlestur í Keflavík.

Þ

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

orvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, er orðinn Íslendingum kunnur eftir fjölmörg viðtöl í tengslum við eldgosið í Fagradalsfjalli. Gosið hefur staðið í fimm mánuði og á þeim tíma hefur

Þorvaldur farið tugi ferða að eldstöðinni sem vísindamaður og einnig kennari en gosið er lifandi kennslustofa fyrir eldfjallafræðina. Á fimmtudaginn í síðustu viku, þann 19. ágúst, voru liðnir fimm mánuðir frá því eldgosið hófst. Á þeim tímamótum var Þorvaldur gestur á fundi Rotaryklúbbs Keflavíkur og hélt fræðandi fyrirlestur um eldgosið í Fagradalsfjalli, auk þess sem hann rakti jarðfræði og eldgosasögu Reykjanesskagans.

Þegar hóf að gjósa í Geldingadölum 19. mars var liðið 781 ár frá því síðast gaus á Reykjanesskaganum. Síðasta goshrina á Reykjanesskaga varði í 30 ár en það er hrina sem stóð yfir frá árinu 1210 til ársins 1240 og nefnist Reykjaneseldar. Þeir voru þó aðeins síðasta hrinan í eldsumbrotatímabili sem stóð í 290 ár eða frá árinu 950. Á Reykjanesskaganum eru nokkur eldstöðvakerfi. Reykjaneskerfið, Svartsengi, Krýsuvíkurkerfið,

Brennisteinsfjöll og Hengilssvæðið. Fagradalsfjall, þar sem nú gýs, var í apríl á þessu ári skilgreint sem eldstöðvakerfi en þar hafði ekki gosið í að minnsta kosti 6.000 ár þegar Beinavörðuhraun rann. Þráinsskjaldarhraun er enn eldra en það það rann í lok ísaldar, stórt og mikið hraun sem þekur alla Vatnsleysuströndina frá Kúagerði að Vogastapa. Í viðtali við Víkurfréttir segir Þorvaldur að við séum komin inn í aðra röð eldgosa á Reykjanesskaga. „Nú

er spennusviðið sem ræður hvernig hlutirnir gerast á Reykjanesskaganum komið í þannig ástand að það hentar kviku til að komast til yfirborðs. Spennudreifingin á Reykjanesskaganum er í góðum gír fyrir eldgos en hefur ekki verið það undanfarin 700–800 ár,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði í viðtalinu hér blaðinu en viðtalið má einnig sjá í Suðurnesja­magasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.

Atburðir á undanförnum árum sem sennilega tengjast undirbúningi gossins

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

„Þurfum ekki að vera með kerfi á miklum yfirþrýsting til þess að það verði gos“ Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur staðið í fimm mánuði, gosið í Holuhrauni 2014–2015 stóð í sex mánuði og Skaftáreldar í átta mánuði frá 1783–1784. „Þannig að yfirstandandi gos er að ná þessum gosum í tímalengd en hvað stærðina varðar en þá vantar nokkuð mikið upp á. Gosið í Fagradalsfjalli er stærðargráðu minna en gosið í Holuhrauni og tveimur stærðargráðum minna en Skaftáreldar, allavega eins og stendur,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í viðtali við Víkurfréttir. Hvað höfum við lært af gosinu hingað til? „Við höfum lært ýmislegt. Það sem við höfum lært mest af þessu gosi er að það sýnir okkur að við þurfum ekki að vera með kerfi á miklum yfirþrýsting til þess að það verði gos. Skaftáreldar og gosið í Holuhrauni byrjaði með miklum látum og mikilli framleiðni. Í Skaftáreldum voru þetta á bilinu 6.000 til 8.000 rúmmetrar á sekúndu sem komu upp í byrjun og í Holuhrauni voru þetta á bilinu 500 til 600 rúmmetrar á sekúndu. Þetta gos í Fagradalsfjalli byrjaði með fjórum til átta rúmmetrum á sekúndu. Hin gosin byrjuðu með látum en duttu tiltölulega fljótt niður og það dró úr framleiðninni með tíma. Í þessu gosi hefur framleiðnin haldist nokkurn veginn jöfn allan tímann, alla þessa fimm mánuði. Þetta er svolítið eins og það sé verið að gera lítið gat á mjög stóra blöðru og hún er að tæmast hægt og rólega.“ Þannig að gosið er mjög stöðugt? „Það er það og framleiðnin og „rithminn“ í gosinu er stöðugur. Við höfum séð sveiflur í gígunum. Við fáum hrinur og síðan dettur virknin í gígunum niður í smá tíma og kemur

upp aftur. Það tengist bara ferlum sem eru allra efst í gosrásinni, efstu 100 metrunum í gosrásinni. Eins og komið hefur fram áður þá er gosrásin 17 km. löng.“ Vitið þið hvað er að gerast undir þessum 100 metrum? „Í sjálfu sér ekki. Við vitum þó að kvikan kemur upp og hún rís mjög hægt. Rishraðinn á kvikunni er ca. 350 - 400 metrar á dag eða 7,5 millimetrar á sekúndu, þannig að kvikan kemur mjög hægt upp en flæðið er stöðugt. Þó við sjáum þessar breytingar á yfirborðinu, þá eru þær ekki að hafa áhrif á það sem er að gerast neðar í gosrásinni.“

Algjör draumur Er þetta ekki draumur vísindamanna að fá þetta gos á þessum stað? „Jú, bæði sem vísindamanni í rannsóknum og sem kennara á þessu sviði þá er þetta algjör draumur. Þangað getur maður farið með nemendur í stað þess að reyna að sýna þeim þetta á glærum, í teikningum eða á töflunni. Við getum núna sýnt þetta í náttúrunni á vettvangi.“

Þetta er eitthvað sem ekki hefur gerst áður á Íslandi og er öðruvísi en þið þekkið. „Svona gos, sem byrja svona hægt og halda dampi, höfum við ekki séð síðan vísindamenn fóru að rannsaka eldgos. Það sem kemst næst þessu er Surtseyjargosið. Fyrstu þrjá mánuðina í Surtsey var virknin töluvert öflug en datt svo niður og var á þessum dampi sem við erum að sjá í gosinu í Fagradalsfjalli í þrjú og hálft ár.“ Hvaða þekkingu hafið þið fengið úr þessu gosi, hafið þið lært margt nýtt? „Já, já, alveg feikimargt nýtt. Ég nefni þrjú dæmi. Gosórói tengist afgösuninni og myndun þessara stóru gasbóla sem eru að koma upp og keyra kvikustrókana áfram. Við erum að sjá að lögunin á gosrásinni allra efst hefur mikið að segja um hvernig gosið hegðar sér á hverjum tíma, hvort það eru hrinur eða ekki hrinur. Svo erum við að sjá það að við erum að fá allar þessar hrauntegundir. Allar þær hrauntegundir sem við þekkjum, basalthraun á yfirborði jarðar eru að myndast þarna. Samt eru við ekki að sjá neinar breytingar í framleiðni eða í samsetningu á kvikunni. Við getum tekið þessa þætti í burtu og þeir eru ekki að stjórna því hvers konar hraun er að renna. Það eru aðrir þættir eins og hitabúskapur hraunsins, halli undirlagsins, hvernig landslagið er og hvernig staðbundið flæði er að haga sér á hverjum tíma. Við getum rannsakað þetta þætti í þessu gosi mun betur heldur en í öðrum gosum þar sem framleiðni er alltaf að breytast og það hefur áhrif líka.“

„Í upphafi voru menn sannfærðir um að þessir skjálftar sem voru undanfari gossins væru fyrst og fremst hreyfingar á plötuskilum. Það er alveg rétt að það var stór þáttur í þeim. Það kom líka í ljós eftir á að tilfærsla á kviku átti þátt í þessum óróa líka. Það sem er kannski skemmtilegast við þetta er að þetta er í raun og veru að sýna okkur samspil á milli plötuhreyfinganna og það að búa til rás fyrir kviku til að komast til yfirborðs. Þetta er eitt besta dæmið sem við höfum fengið á Íslandi,“ segir Þorvaldur um aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli. Aðspurður hvort menn séu farnir að rekja aðdragandann að gosinu með því að rýna í nútímasögubækurnar, þá segir Þorvaldur að það sé helst verkefni fyrir skjálftafræðinga. Blaðamaður rifjar upp öfluga skjálftahrinu í júlímánuði 2017 þegar menn héldu hreinlega að það væri að fara gjósa á sömu slóðum og nú gýs.

Atburðir við Þorbjörn hluti af sömu atburðarás „Það er alveg rétt að það eru búnir að vera atburðir á undanförnum árum sem sennilega tengjast undirbúningnum á einn eða annan hátt þó svo við vitum ekki nákvæmlega hvernig. Svo má líka hugsa þetta þannig að aðdragandinn sé búinn að vera 781 ár. Þetta er hlutur sem við erum að læra og eftir því sem við fáum meira af gögnum og náum að safna gögnum yfir langt tímabil þá fáum við meira af upplýsingum um hugsanleg tengsl þarna á milli og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því í framtíðinni.“ Atburðir sem urðu vestan við Þorbjörn, þegar land tók að rísa þar og

lýst var yfir óvissustigi almannavarna, tengjast þeir því sem nú er að gerast í Fagradalsfjalli? „Hvort það tengist beint eða óbeint, þá er þetta hluti af sömu atburðarás. Hvort að sú rúmmálsaukning sem varð vestan við Þorbjörn, þá hugsanlega vegna þess að kvika er að koma þar inn eða að sú kvika tengist eitthvað þeirri kviku sem er að koma upp í Fagradalsfjalli vitum við ekki og fáum sennilega aldrei að vita fyrr en við náum í sýni úr þessari kviku.“ Þið skiptið Reykjanesskaganum upp í eldstöðvakerfi „Eldstöðvakerfin eru okkar leið til að lýsa á einfaldan hátt flóknum fyrirbærum en það er ekki þar með sagt að það geti ekki verið tengsl á milli þeirra. Þó að það sé virkni á einu kerfi, þá getur líka verið virkni á öðru kerfi vegna þess að oft tengist það heildarspennusviðinu á Reykjanesskaganum og það getur náð yfir miklu meiri vegalengdir heldur en þessi skipting sem hentar okkur og okkur finnst þægileg í daglegu tali um jarðfræðina.“

Þorvaldur sýnir kort þar sem gosnæmi á Reykjanesskaga er gert skil. Rauðu svæðin eru líklegust til að gjósa.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA 26. ÁGÚST KL. 19:30

Fáum fleiri eldgos á næstu áratugum á Reykjanesskaga „Við erum komin inn í aðra röð eldgosa á Reykjanesskaga. Nú er spennusviðið sem ræður hvernig hlutirnir gerast á Reykjanesskaganum komið í þannig ástand að það hentar kviku til að komast til yfirborðs. Spennudreifingin á Reykjanesskaganum er í góðum gír fyrir eldgos en hefur ekki verið það undanfarin 700–800 ár. Eitthvað hefur breyst en ég þori ekki að fullyrða nákvæmlega hvað það er en á næstu áratugum munum við fá fleiri gos á Reykjanesskaga. Ekki þá bara við Fagradalsfjall, heldur á öðrum stöðum á Reykjanesskaganum og hugsanlega þegar yfir er staðið erum við búin að fá gos eftir öllum endilöngum Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. Er þetta gos ekki góð áminning til okkar um að horfa betur í kringum okkur varðandi innviði og það sem þú kallaðir á fyrirlestrinum „Plan B“? „Jú, þetta er besta viðvörum sem við gátum fengið. Þetta er lítið gos og aðgengilegt. Við erum með fullt af mælum og getum mælt allt sem tengist þessu og við getum notað þetta gos til að læra hvernig á að bregðast við t.d. hraunflæði á ákveðnum stöðum, mengun á ákveðnum stöðum og þar fram eftir götunum. Við getum búið okkur undir og verið betur undirbúin að takast á við atburði sem geta gerast miklu hraðar en þessi atburður og vera miklu stærri. Þetta var eins og best var á kosið þannig séð.“

Gos inni í stofu hjá fólki Gosið í Fagradalsfjalli er án efa eitt mest myndaða gos sögunnar. Gosið er í beinni útsendingu allan sólarhringinn og því liggur beinast við að spyrja hvort myndefnið sem fellur til í fjallinu komi ekki að góðum notum fyrir vísindamennina til framtíðar? „Jú, og við erum þegar farnir að nota það mjög mikið. Það er ómetanlegt að geta fylgst með gosinu á þennan hátt. Eins þessi nýju tól og tæki eins og drónarnir sem við getum nýtt okkur og fengið frekari upplýsingar. Þetta er líka merkilegt fyrir fólkið sem fylgist með því þetta er í raun eldgos inni í stofu hjá þér. Ef þú vilt þá getur þú verið með þetta gos á sjónvarpsskjánum heima hjá þér allan sólarhringinn og fylgst með svo lengi sem það er ekki þoka eða ef myndavélarnar virka ekki. Hinu megum við ekki gleyma að myndavélarnar horfa bara á þetta frá ákveðnum sjónarhóli. Það eru fleiri

sjónarhorn á gosinu og við verðum að passa upp á að ná í þau líka.“ Eldstöðin hleðst upp og það er horft til Suðurstrandarvegar. Hvenær þurfum við að fara að hafa áhyggjur af þessu gosi miðað við þann gang sem er á því í dag? „Ef gosið heldur áfram með sama hætti þá má gera ráð fyrir að Suðurstrandarvegur verði í hættu af hraunflæði snemma á næsta ári. Ég hugsa að það taka það langan tíma allavega að komast þangað niðureftir. Það getur líka verið styttri tími og það fer alveg eftir hvernig hraunið kemur útúr dölunum. Ef það kemur úr Meradölum þá er það spurningin hvernig það kemur úr þaðan. Kemur það út sem einangrað hraunflæði sem getur þá byggt rás tiltölulega hratt niður að sjó. Þá getum við verið að tala um vikur þangað til hraunið er komið yfir Suðurstrandarveginn. Ef að það er opin rás, þá kólnar hraunið tiltölulega hratt og þá fer það að hlaðast upp og þá fer hraunið

að tefja fyrir sjálfu sér og þá getur það tekið marga mánuði áður en það kemst niðureftir. Miðað við ganginn í gosinu þá býst ég við því snemma á næsta ári ef gosið verður ennþá í gangi.“

Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. VF-mynd: Hilmar Bragi

Hrauntjarnir sem við sjáum spila stórt hlutverk í uppbyggingu hraunsins. „Þær stjórna því hvernig það flæðir og ráða mjög miklu um það hvort það fer áfram eða ekki. Flæði frá gígunum er tiltölulega lítið og þá virðist það bara safnast í þessa stóru polla. Svo brjótast þeir út og þá veður hraunið áfram og býr til nýja polla neðar. Þetta stekkur úr einum hyl yfir í annan.“

Kjarninn í hrauninu helst lengi heitur Hvað er að gerast undir hraunhellunni sem við sjáum við eldstöðina? „Í mörgum tilfellum er þetta bara skán yfir. Þetta er skorpa sem er að myndast á hrauninu og hún er kyrrstæð. Hún hefur styrk og getur haldið sjálfri sér uppi. Neðri hlutinn á henni er deigur og heldur skorpunni uppi. Svo erum við með hraunkviku sem rennur undir. Það er engin hreyfing á skorpunni en hún er að þykkna neðanfrá og hún lyftist hægt og rólega upp. Ef við horfum á þetta í nægan tíma þá sjáum við yfirborðið tjakkast upp. Ef við horfum á dalina þá er alveg óvenju slétt hraunið þar. Ef þú ert með hraun sem rennur fram sem totur, þá býr það ekki til slétt hraunyfirborð. Það tjakkast upp að innan. Svo þykknar skorpan og verður sterkari og sterkari. Þetta einangrar hraunið mjög vel. Kjarninn

í því helst heitur í langan tíma og ef hann kemst út þá getur hann flætt áfram mjög auðveldlega.“ Við sjáum myndir af fólki sem er komið langt út á hraunið. Hversu mikil glapræði er þetta? „Þetta er óþarfa áhætta. Ég hef nú sagt það áður að mér finnst mikilvægara að fólk eigi að halda sig á öruggum stað og njóta sjónarspilsins sem er í gangi, heldur en að fara í óðagoti út á eitthvað hraun bara til að geta sagst hafa komið nálægt glóandi hrauni. Ef að það kemur undanhlaup og þú ert úti á hrauninu, þú hleypur ekki á undan því. Þau geta farið mjög hratt yfir. Stundum fara þau mjög hægt og yfirleitt gera þau það. Það eru til dæmi um það

VF-mynd: Ingibergur Þór Jónasson

að undanhlaup geta farið hraðar en maður getur hlaupið. Ef að menn lenda í slíku þá þarf ekki að spyrja að endalokum.“ Svo er gas. „Svo er það gasið. Það leggst í polla og það er stundum logn á Íslandi og það getur verið hættulegt ef þú ert að fara ofan í dali, þá situr gasið í pollunum. Vindur hjálpar til og alltaf betra að vera með vind í bakið.“

Gróður örugglega farinn að myndast á nýju hrauni Í hrauninu er gríðarlegur varmi. Eyjamenn nýttu hann í hitaveitu á sínum tíma en Þorvaldur heldur að umfang hraunsins þurfi að vera mun meira áður en það verður hagkvæmt að nýta varmann til t.d. upphitunar á vatni. Varminn mun þó hafa áhrif á gróðurfar og nefnir sem dæmi að mosi á hrauninu sem rann í Skaptáreldum sé óvenju þykkur. Menn hafa nefnt þá ástæðu að hraunið var heitt í marga áratugi á eftir. „Kannski ekki sjóðandi heitt en fyrir ofan meðalhita og mosinn nýtir sér það eins og á sólarströnd, fínt veður og góður hiti.“ Hvenær sjáum við gróður á þessu nýja hrauni í Fagradalsfjalli? „Hann er örugglega byrjaður að myndast. Það kæmi mér ekki á óvart ef við myndum labba fram á eina mosaþembuna þarna,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í viðtali við Víkurfréttir.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nýi æskulýðsfulltrúinn

varði sumrinu í Vindáshlíð

Sumarið hefur verið viðburðaríkt hjá Marínu Hrund Jónsdóttur, nýs æskulýðsfulltrúa Keflavíkurkirkju, en því varði hún að miklu leyti sem forstöðumaður nokkurra flokka í sumarbúðunum Vindáshlíð. Vindáshlíð eru sumarbúðir fyrir stelpur um 45 kílómetrum frá Reykjavík, á vegum KFUM&K á Íslandi sem er kristileg æskulýðshreyfing. Félagið heldur úti alls fimm sumarbúðum og um þrjátíu æskulýðsdeildum víðs vegar um landið. Forstöðukonan starfar nótt og dag

Marín og Jón Ólafsson, unnusti hennar, og börnin þeirra, Glódís Lind og Samúel Logi.

„Ég fékk þá hugdettu að athuga með starf í Vindáshlíð en ég var þar sem barn og á stórkostlegar minningar þaðan. Ég fékk mjög jákvæðar viðtökur og var ráðin inn í nokkra flokka sem forstöðukona og foringi,“ segir Marín en í hverjum flokki Vindáshlíðar eru 82 stelpur. Starf forstöðukonunnar segir hún krefjandi, enda sé hún alltaf á vakt, nótt og dag. Marín sá svo einnig um leikjanámskeið fyrir börn á vegum KFUM&K í Keflavík í júní. „Sumarið var því krefjandi en skemmtilegt, fullt af söng og börnum, sem er akkúrat það sem ég elska.“

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is

til að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún en Marín mun sjá um barna- og unglingastarfið í Keflavíkurkirkju, sunnudagaskólann og unglingastarfið hjá KFUM&K. Sunnudagaskólinn í Keflavíkurkirkju hefst að jöfnu sunnudaginn eftir Ljósanótt og

er alla sunnudaga kl. 11 yfir vetrarmánuðina. Hann er vettvangur fyrir dýrmætar samverustundir barnanna og fjölskyldna þeirra í kirkjunni.

Börnin eiga sérstakan stað í hjartanu Aðspurð hvaðan áhuginn á þessu starfi komi segist Marín alltaf hafa haft áhuga á að vinna með börnum. „Ég hef verið mjög ánægð í öllum fyrri störfum en börnin hafa einhvern sérstakan stað í hjarta mér. Ég prófaði mig áfram í háskólanum en endaði í kennaranáminu og var mjög ánægð. Ég stefni á kennarastarfið einn daginn en ég hef unnið sem forfallakennari áður og elska að kenna. Ég er þó mjög spennt fyrir starfinu mínu núna í haust og hlakka

Rafvirki/rafeindavirki Við óskum eftir rafvirkja eða rafeindavirkja í stöðu tæknimanns við Fjarskiptastöðina í Grindavík.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Duus safnahús - Verkefnastjóri safnfræðslu Fjármálaskrifstofa - Innheimtufulltrúi / gjaldkeri Fræðslusvið - Sálfræðingur Frístundaúrræðið Skjólið - Verkefnastjóri Holtaskóli - Skólasafnvörður Velferðarsvið - Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Háaleitisskóli - Arabískumælandi starfsmaður Háaleitisskóli - Forfallakennari Leikskólinn Holt - Stuðningsaðili Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Starfssvið tæknimanns á vöktum Í starfinu felst daglegur rekstur á vélbúnaði Fjarskiptastöðvarinnar ásamt bilanagreiningu og útskiptingu bilaðra íhluta. Einnig mun viðkomandi sinna fyrirbyggjandi viðhaldi á búnaði og sjá um almenna umhirðu búnaðar og mælitækja. Unnið er á tvískiptum vöktum og mun viðkomandi ýmist starfa á dag- eða næturvöktum. Menntunar- og hæfniskröfur • Sveinspróf í rafvirkjun eða rafeindavirkjun • Víðtæk reynsla • Rík þjónustulund og gott viðmót • Góð enskukunnátta, í ræðu og riti • Hreint sakavottorð Tæknimönnum á vöktum er séð fyrir vaktabíl fyrir akstur í vinnu hvort heldur er af Suðurnesjum eða höfuðborgarsvæðinu. Tekið er á móti umsóknum á www.advania.is/atvinna Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. Nánari upplýsingar veitir Einar Jón Pálsson, einar.jon.palsson@advania.is / S: 898-8505


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Þeim leiddist ekkert í vinnunni hjá Hughrif í bæ enda má sjá fjölmargar skemmtilegar afurðir eftir skapandi hópinn víðsvegar um Reykjanesbæ. Myndir af Facebook-síðu Hughrif í bæ

Hughrif í bæ

lífgar upp á tilveruna Hildur Hlíf Hilmarsdóttir er verkefnastjóri verkefnisins Hughrif í bæ sem hefur lífgað verulega upp á útlit Reykjanesbæjar síðustu tvö sumur. Hughrif í bæ skapar sumarstörf fyrir fólk sem vill koma skemmtilegum og öðruvísi hugmyndum í verk í þágu bæjarfélagsins.

Reykjanesbæ sem eru vaxnir upp úr vinnuskólanum. „Svona eitthvað sem tekur við, sem bæjarfélagið getur boðið upp á fyrir fólk til að nýta hæfileika sína í þágu bæjarins – og þetta eru auðvitað öðruvísi verkefni, það er verið að lífga upp á umhverfið með skapandi hætti.“

„Hughrif í bæ er verkefni sem byrjaði í Reykjanesbæ í fyrra. Menningarsvið Reykjanesbæjar fékk þá styrk fyrir skapandi sumarstörf fyrir eldra fólk og við vorum þá með fimmtán manna hóp, sautján ára og eldri. Núna var þetta svipað, fimmtán manns, átján ára og eldri. Við erum tveir verkefnastjórar, ég og Krummi. Ég er tónlistarmaður og

Það hefur verið áberandi í Reykjanesbæ hvað vegglistaverk eru orðin sjáanleg á mörgum stöðum í bænum. Hildur vill meina að listin smiti út frá sér.

hann myndlistarmaður, svo höfum við bæði verið í ýmsum skapandi verkefnum í gegnum tíðina. Þannig að við fáum hópinn til okkar og hvetjum þau til að koma inn í verkefnið með hugmyndir í þágu bæjarfélagsins, þannig mótast þetta verkefni.“ Hildur segir verkefnið Hughrif í bæ vera hugsað fyrir skapandi krakka í

Smitar út frá sér

Elektró-pönkskvísurnar Alexandra Ósk og Hildur Hlíf sem skipa dúettinn Monstra.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

„Þetta er líka svo mikil hvatning. Fólk hefur kannski ekki verið duglegt að leyfa sér að gera svona hluti en núna finnst mér þetta vera að poppa upp út um allt og lífga þvílíkt upp á tilveruna. Viðbrögðin frá bæjarbúum segja það, við höfum verið að fá viðbrögð á samfélagsmiðlum og út á götu. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er ánægt með þetta.“

Hildur Hlíf, annar verkefnastjóra Hughrif í bæ.

Myndir af Facebook-síðu Monstra

Elektró-pönk Hildur Hlíf er núna í sálfræðinámi í Háskólanum. Hún er eins og fyrr segir tónlistarmaður frá Keflavík og skipar annan helming dúettsins Monstra, hinn helmingurinn er Njarðvíkingurinn Alexandra Ósk Sigurðardóttir. Dúettinn Monstra skilgreinir sig sem elektró-pönkhljómsveit og í sumar gáfu þær út sitt fyrsta lag, Nobody. „Svo er ég í hljómsveitinni Monstra sem er keflvísk/ njarðvísk hljómsveit. Það gengur rosalega vel og við höfum fengið mjög góðar viðtökur við laginu sem við gáfum út um daginn. Það er búið að spila það í útvarpi út um allan heim og við erum bara í skýjunum. Við erum að fara að gefa út annað lag sem við höfum mikla trú á að fólki muni líka, það kemur vonandi út fljótlega án þess að nefna neina dagsetningu. Svo erum við að vinna í því að klára plötu og stefnum á að vera með tónleika næsta vor ef allt leyfir.“

Krísum fylgja frjóir tímar Það virðist vera mikil gróska í tónlistarlífi landsmanna um þessar mundir og Hildur er sammála því. „Já, fólk finnur fyrir þörfinni. Ég er líka nemandi í FÍH [Félag íslenskra hljómlistarmanna] og það er þessi innilokun, hún hefur áhrif á fólk. Mér finnst það líka

Smelltu hér til að hlusta á lagið Nobody. Aðeins aðgengilegt á rafrænni útgáfu Víkurfrétta.

jákvætt að fólk lærir að meta það sem það var vant að hafa aðgang að, eins og lifandi tónlist eða bara öll list. Ég er líka trúbador og það er allt að fara í gang þar. Mér finnst fólk vilja fá lifandi tónlist, það saknar þess. Það eru einmitt svona krísutímar sem gefa af sér svona frjóan tíma eftir á, þú veist innilokun eða kreppa.“ Hildur segir þær stöllur ekki vera búnar að gera myndband við lagið en það sé alveg pæling. „Við erum að flækja þetta svakalega því hún býr út í Svíþjóð, hún kom hingað og við kláruðum að taka upp. Svo erum við að vinna þetta á milli landa, með sitthvort stúdíóið, en ég er að fara út til hennar og þá er stefna að taka upp efni og vonandi líka vídeó við tvö lög.“ Vonandi verður ekki of langt að bíða eftir meira efni frá þeim rokkpíum í Monstra en tengill á lag þeirra, Nobody, er aðgengilegur í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.

Kæru Suðurnesjamenn

Verðum á heilsugæslunni í Keflavík föstudaginn 3. september.

Tímapantanir í síma 534 9600 Nánari upplýsingar www.heyrn.is Ellisif Katrín Björnsdóttir Lögg. heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf

HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sjálfsögð heilbrigðisþjónusta Suðurnesjamenn hafa bent á það oft og of lengi að heilbrigðisþjónustuna á svæðinu verði að bæta. En talað fyrir daufum eyrum. Fólkið sem þarf á þjónustunni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni hversu ófullnægjandi hún er. Biðtíminn er langur, engir heimilislæknar, húsakostur þröngur og takmarkaðar fjárveitingar valda því að skortur er á heilbrigðisstarfsfólki. Við þetta bætist að sum störf er erfitt að manna vegna þess að fagfólk sækir ekki um stöðurnar. Heilbrigðisstarfsfólk segir að margir í þeirra röðum séu að bugast undan álagi en fjármálaráðherrann segir þeim bara að hlaupa hraðar. Skilningsleysi á starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og þörfum sjúklinga er óþolandi.

Hvað er til ráða? Á Suðurnesjum búa tæplega 30.000 manns og heilsugæsla í heimabyggð ætti að vera fyrir þau öll, en svo er ekki. Fjöldi Suðurnesjamanna

er talinn í þúsundum sem sækir þjónustu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Í Suðurnesjabæ er engin heilsugæsla en þar búa um 4.000 manns. Ekkert svo fjölmennt sveitarfélag á landinu býr við slíkt ástand. Ný heilsugæsla í Reykjanesbæ verður að taka til starfa strax á næsta ári. Og tímasettar og fjármagnaðar áætlanir um heilsugæslu í Suðurnesjabæ verða sömuleiðis að líta dagsins ljós á næsta fjárlagaári. Annað er óásættanlegt fyrir okkur Suðurnesjamenn. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki vaxið í takti við fjölgun íbúa enda hafa fjárframlög ekki tekið mið af fjölgun íbúa. En stofnunin þarf ekki bara fjármagn heldur einnig faglegan stuðning og betri starfsaðstöðu. Ef ríkisreikningar síðustu ára eru skoðaðir sést með skýrum hætti að Heilbrigðisstofnun

Suðurnesja er fjársvelt og hefur fengið minna úr að spila miðað við fjölda fólks sem hún á að þjóna en aðrar stofnanir með sama hlutverk. Slíka sveltistefnu verður að stöðva með nýrri ríkisstjórn eftir kosningar í september. Suðurnesjamenn eiga betra skilið. Aðgengi að sérfræðiþjónustu á HSS má tryggja með því að Landspítalinn skipuleggi heimsókn sérfræðinga til Suðurnesja og með nýjustu tækni fjarlækninga. Landspítalinn er spítalinn okkar allra og ætti að sinna landinu öllu að þessu leyti líka. Öldrun þjóðarinnar er gleðileg í sjálfri sér en hún kallar á breytta þjónustu við þá sem eldri eru. Þar fer heimaþjónusta og betri heilsugæsla fremst auk fleiri hjúkrunarrýma.

Uppbygging í stað niðurskurðar Ríkisstjórnin sem brátt lýkur sínu kjörtímabili hefur boðað niðurskurð með fjármálaáætlun sinni upp á tugi milljarða frá og með árinu

2023. Það mun óhjákvæmilega bitna á heilbrigðiskerfinu og annarri velferðarþjónustu. Við í Samfylkingunni höfnum niðurskurðarleið ríkisstjórnarinnar. Við eigum að mæta fjárhagslegum erfiðleikum vegna Covid-19 með því að dreifa endurgreiðslu skulda á langan tíma og með sértækri tekjuöflun sem ekki er sótt í vasa almennings. Allar aðstæður er til að vaxa út úr efnahagslægðinni og byggja upp í velferðarkerfinu. Það er fjárfesting sem mun borga sig í betra lífi þeirra sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Ákall almennings er um betri opinbera heilbrigðisþjónustu. Við jafnaðarmenn ætlum að svara því kalli. Oddný G. Harðardóttir þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Orkan og tækifæri komandi kynslóða Ekkert stjórnmálaafl á lengri sögu í náttúruvernd en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er óumdeilt. Rafvæðing þéttbýlis, hitaveita í stað kolakyndingar, uppbygging flutningskerfa raforku eru allt verkefni sem lutu stjórn eða voru ákveðin af Sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn og sveitarstjórnum. Á þeirri löngu vegferð leit Sjálfstæðisflokkurinn aldrei til baka og enn má setja stefnuna í eitt orð: ÁFRAM!

Ísland til fyrirmyndar Engin verkefni í umhverfismálum hafa sett Ísland framar í loftslagsmálum en sjálfbær orku-

notkun Íslendinga. Frá árinu 1990 hefur hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verið í kringum 85% en stefna Evrópusambandsins er að hlutfall endurnýjanlegrar orku í sambandinu, sem er 30% hafi aukist um 5% árið 2050. Ísland er í öðru sæti þegar kemur að fjölda rafbíla miðað við höfðatölu. Þar er keppt við Evrópuþjóðir sem hlaða rafbíla með raforku sem framleidd er úr kolaorku. Fiskiskipafloti Íslendinga hefur farið á undan með góðu fordæmi og minnkað jarðefnaeldsneytisnotkun frá árinu 2005 um 40% miðað við útflutt verðmæti. Ef aðrar þjóðir í heiminum væru á sama stað og við Íslendingar í losun kolefnis væri engin umræða um loftslagsmál í heiminum. Við erum til fyrirmyndar en ætlum að gera betur.

Grænt atvinnulíf fyrir unga fólkið Ábyrgð okkar í loftslagsmálum er að taka þátt með öðrum þjóðum í minni losun kolefnis. Að sama skapi er það mikilvægt framlag okkar til loftslagsmála í heiminum að nýta endurnýjanlega óbeislaða orku sem við höfum yfir að ráða. Í því felst ekki alhæfing að það eigi að virkja allt sem virkja má. Í þessum atriðum skiptir framlag Íslands miklu máli, þótt árangur þjóða heimsins velti ekki á framlagi Íslands. Atvinnutækifæri framtíðarinnar eiga að skapa fjölbreytt, vel launuð störf við framleiðslu í grænu atvinnulífi, eins og vetnisframleiðslu sem þarf mikla orku og þekkingu. Lífsgæði unga fólksins okkar byggja á forystu Íslands í

umhverfisvænni atvinnustarfsemi, hreinleika landsins, gjöfulum fiskimiðum og heilbrigðum landbúnaði.

Sköpum framtíð Allt tal um að eina hlutverk Íslendinga sé að leggja okkar af mörkum til minni losunar er rangt. Hlutverk okkar er ekki síður mikilvægt í því að nýta endurnýjanlega orkugjafa til að skapa framtíð fyrir unga fólkið í landinu með fjölbreyttri grænni atvinnustarfsemi og fjölbreyttum störfum. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður

Fjárfestum í fólki Afglöp heilbrigðis­ráðherra! – það skilar árangri Eitt arðsamasta verkefni sem hægt er að ráðast í Þegar nýr meirihluti tók við keflinu í Reykjanesbæ vorið 2018 var tekin ákvörðun um að auknu svigrúmi í fjármálum yrði forgangsraðað í átt að velferð í sveitarfélaginu. Slík fjárfesting skilar yfirleitt ekki ávinningi á einni nóttu, er oft ekki sýnileg og því getur komið fyrir að einhverjir hafi ekki trú á henni. En ef við setjum gleraugu hagfræðinnar á okkur, eins og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur bent á, þá blasir við okkur eitt arðsamasta verkefni sem hægt er að ráðast í.

Í Reykjanesbæ sköpuðum við tækifæri Haustið 2019 sáðu sérfræðingar á velferðarsviði Reykjanesbæjar fræi sem varð að mikilvægu samfélagslegu samstarfsverkefni ólíkra aðila. Auk sérfræðinga í velferðarmálum hjá Reykjanesbæ kom Vinnumálastofnun að verkefninu, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum og Hjálpræðisherinn. Þetta reynsluverkefni hefði ekki getað farið af stað nema vegna þess að styrkur fékkst upp í kostnað þess frá félagsmálaráðuneytinu að upphæð 15,3 milljónum króna. Verkefnið fékk nafnið Kjarnahópur til vellíðunar og virkni og snýr að því að styðja við íbúa af erlendum uppruna sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. Skemmst er frá því að segja að mikil ánægja var meðal þátttakenda og starfsmanna með námskeiðið.

Félagsleg virkni þátttakenda jókst til muna, persónuleg tengsl innan hópsins höfðu jákvæð áhrif á líðan og meirihluti þátttakenda var annað hvort kominn í vinnu eða í virkri atvinnuleit þegar námskeiðinu lauk nú í sumar. Við sjáum að það er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri eins og þetta þar sem einstaklingar fá stuðning við að finna styrkleika sína og að verða virkir þátttakendur í samfélaginu.

Ætla má að 25 – 30 þúsund konur nýti sér boð í skimun fyrir leghálskrabbameini á hverju ári. Margar þeirra eru í reglulegu eftirliti, tilheyra áhættuhópum eða jafnvel með einkenni. Þjónusta við alla þessa hópa hefur verið meira og minna í lamasessi í 9 mánuði. Ástæðan er sú að ákveðið var að ana áfram án fyrirhyggju, í breytingar sem heilbrigðisráðherra ákvað að gera á þjónustunni og færa hana til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta var gert undir formerkjum þess að þjónustunni væri betur borgið í forsjá

stjórnvalda en hjá frjálsum félagasamtökum eins og Krabbameinsfélagi Íslands, sem starfaði samkvæmt þjónustusamningi. Í febrúar stofnaði ég hóp á fésbókinni undir titlinum „Aðför að heilsu kvenna“. Síðan þá hefur almenningur ítrekað vakið athygli á ástandinu. Óreiðan og glundroðinn sem hefur skapast síðan þessar breytingar komu til framkvæmda hafa hingað til engan enda ætlað að taka. Fjöldi kvenna hefur mátt bíða eftir niðurstöðum mánuðum saman. Þær segja einnig frá því að þær eigi í vand-

kvæðum með að fá frekari rannsóknir þegar þess er þörf. Að búa við slíkt er óásættanlegt og rýrir þeirra lífsgæði verulega bið eftir niðurstöðu getur haft mikil sálræn áhrif. Við óvissu vill enginn búa. Mikill árangur í að lækka tíðni leghálskrabbameins meðal íslenskra kvenna er kominn til vegna þess að greining á forstigseinkennum sjúkdómsins næst í tæka tíð svo að beita má meðferð til að koma

Virkni leiðir af sér vellíðan Það skiptir okkur öll máli að upplifa að við tilheyrum í samfélaginu og að þar hafi allir jöfn tækifæri til að vera virkir þátttakendur. Að vera virkur er ekki bara það að stunda launaða vinnu heldur líka að hafa tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á hvaða hátt sem einstaklingur hefur færni til. Virkni hefur gríðarlega mikil áhrif á vellíðan og því skiptir máli að þeir sem geta skapað umhverfi til að fjölga tækifærum íbúa til virkni geri það. Því vil ég að við leggjum áherslu á að halda áfram að skapa tækifæri og forgangsraða fjármagni í að fjárfesta í fólki. Hugmyndafræði Kjarnahópsins gæti orðið vísir að samvinnuverkefni þar sem t.d. Virk, Vinnumálastofnun og sveitarfélög taka höndum saman og styðja við einstaklinga sem geta nýtt sér brúarsmiði til að finna að þeir tilheyra í samfélaginu og að þeirra framlag skiptir virkilega máli. Það eykur virkni og vellíðan og það skilar árangri! Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Skipar 4.sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

KENNARI Í MATREIÐSLU /HEIMILISFRÆÐI Laus er til umsóknar 75–100% staða kennara í matreiðslu/heimilisfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja vegna forfalla. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og KÍ hafa gert og nánari útfærslu í stofnanasamningi skólans. Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um menntun (staðfest afrit af prófskírteinum), afrit af leyfisbréfi til að nota starfsheitið kennari, upplýsingar um fyrri störf og tilgreina skal meðmælendur. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum og viðtölum. Frekari upplýsingar um starfið veitir skólameistari, gudlaug.palsdottir@fss.is, 421-3100. Vinsamlega sækið um á www.starfatorg.is Umsóknarfrestur er til og með 30.08.2021


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Eflum heilsugæsluna Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn

í veg fyrir hann. Þegar best lét, áður en fyrr nefndar breytingar urðu, var biðtími eftir niðurstöðum 2 – 3 vikur. Núverandi ófremdarástand ógnar heilsu kvenna á Íslandi. Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra í byrjun júlí um að breytingar verði gerðar um komandi áramót breyttu engu þar um. Koma þarf á raunverulegum úrbótum á miðlun upplýsinga um niðurstöður og að það sé gert með þeim hætti að ekki valdi enn meiri óvissu og kvíða meðal skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Þetta þarf að gera án tafar eins og búið er að krefjast mánuðum saman. Það er fagnaðarefni að nú hefur fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands verið ráðinn til að stýra þessu verkefni. Hann þekkir þetta verkefni út og inn. Ljóst er að farið var af stað í þessa vegferð án nauðsynlegs undirbúnings á þeim gagnagrunnum sem taka við og vinna úr niðurstöðum greininga. Slíkt er vítavert gáleysi og hefur orsakað þá óreiðu sem fyrr er lýst. Það sem nú þarf að gera er að viðurkenna þetta í eitt skipti fyrir öll og koma fram með trúverðuga áætlun um hvernig þessi þjónusta verður veitt. Það er fjarri sanni að umræðan „...um leghálskrabbamein hafa snúist um hræðsluáróður“ eins og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lét hafa eftir sér í viðtali þann 20. ágúst sl. viku. Tala þarf til skjólstæðinga þjónustunnar af virðingu og endurvinna með því traust á henni. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

vf@vf.is

í kringum landið. Aðei ns þan nig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga.

Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar

líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í bið-

röðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Guðrún Hafsteinsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Fjölþætt heilsuefling 65+

í Reykjanesbæ

Leið að farsælum efri árum

Þér er boðið á kynningarfund Efni: Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ Stund: Miðvikudaginn 1. september kl. 17:00 Staður: Íþróttaakademían við Sunnubraut

Fjölþætt heilsuefling er verkefni á vegum Reykjanesbæjar í samvinnu við Janus heilsueflingu. Það er fyrir einstaklinga 65 ára og eldri sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ. Lagt er upp með markvissa þol- og styrktarþjálfun, reglubundnar heilsufarsmælingar, fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti. Markmið með þátttöku í verkefninu er að bæta afkastagetu og hreyfifærni þrátt fyrir hækkandi aldur. Einnig er markmiðið að gera einstaklinginn hæfari til að hægja á öldrunareinkennum með markvissri þjálfun. Samhliða þátttöku í þessu heilsueflingarverkefni er verið að óska eftir þátttakendum í vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Dr. Janus Guðlaugsson PhD-íþrótta- og heilsufræðingur ábyrgðarmaður rannsóknar og verkefnis.

Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ inniheldur meðal annars: Styrktarþjálfun í Sporthúsinu 2x í viku, 8-12 saman í hóp með þjálfara Þolþjálfun með þjálfara 1x í viku Aðgangur að heilsu-appi Janusar heilsueflingar og þjálfunaráætlunum fyrir alla daga vikunnar Reglulegir fyrirlestrar frá læknum, næringarfræðingum, sjúkraþjálfurum og öðrum sérfræðingum Ítarleg heilsufarsmæling á 6 mánaða fresti hjá Janusi heilsueflingu Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur um hollan lífsstíl Aðgangur að lokuðum Facebook hópi með fróðleik og stuðning Aðgangskort í Sporthúsinu

Umsókn um þátttöku

Ef þú hefur náð 65 ára aldri getur þú sótt um þátttöku á slóðinni hér fyrir neðan og mætt á kynningarfund og fengið helstu upplýsingar: www.janusheilsuefling.is/skraning

Skráning: www.janusheilsuefling.is/skraning

Verkefnið hefst í byrjun september

Kynningarfundur í Íþróttaakademíunni Miðvikudaginn 1. sept kl. 17:00


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sportNýtur þess betur en nokkru sinni

Miðvikudagur 25. ágúst 2021 // 31. tbl. // 42. árg.

Bretinn Andrew James Pew er öflugur klettur í vörn Þróttar, fyrirliði liðsins og aðstoðarþjálfari. Þótt Andy sé orðinn fertugur nýtur hann þess betur en nokkru sinni að spila fótbolta og er ekkert á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna.

Jón Axel sýndi sig í sumardeild NBA – leikur með ítölsku liði á næsta tímabili Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson lék með Phoenix Suns í sumardeild NBA-deildarinnar í körfubolta en hann mun leika með ítalska Fortitudo Bologna í vetur eftir árs veru hjá þýska liðinu Fraport Skyliners. Í sumardeild NBA gefst leikmönnum, eins og Jóni Axel og fleirum sem eru vongóðir um að komast að hjá einhverjum NBAliðanna, tækifæri til að sýna sig. Jón Axel segir í spjalli við Davíð Eld, blaðamann hjá vefsíðunni karfan. is, að það sé mikill munur á leiknum sjálfum og varnarreglum sem sé erfitt að aðlagast á stuttum tíma. Dómarar leyfa meiri snertingar og þá sé þriggja stiga lína töluvert lengra úti á vellinum en í Evrópu. Hann segir í viðtalinu að hann hafi tekið mikið úr þátttökunni í sumardeildinni. „Ég held þetta hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta „level“ og svo einnig bara hversu mikið þú þarft að leggja inn í þetta. Við vorum í íþróttahúsinu í sex til átta klukkutíma á dag að æfa

og lyfta og í „recovery“. Þannig ef við sumardeildarliðið erum svona mikið þarna, geturðu reynt að setja þig í spor leikmanna sem eru í NBAdeildinni og hversu lengi þeir eru þá í íþróttahúsinu. Svo nærðu að setja þig í samband við þjálfara sem eru til staðar fyrir þig allan ársins hring ef þig vantar eitthvað. Þá eru þeir alltaf tilbúnir að hjálpa þér.” Hann segir að þetta hafi opnað stærri dyr fyrir sig þegar hann spilaði fyrir framan 30 NBA-lið í sumardeildinni í Las Vegas og æfði með Suns í níu daga og spilaði fimm leiki með liðinu. Ég veit að Suns hafa mikinn áhuga á mér þó stigaskor mitt í sumardeildinni hafi ekki verið afburðar. Maður verður bara koma og sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina, spila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann og ekki vera að einspila eða ofdrippla boltanum,” segir Jón Axel í viðtalinu við karfan.is. Jón Axel er með klásúlu í samningi sínum við ítalska úrvalsdeildarliðið þannig að ef eitthvert NBA-liðið vill fá hann til sín í vetur getur hann farið frá ítalska liðinu.

Njarðvíkingar hlaða byssurnar með fjórum nýjum leikmönnum Úrvalsdeildarlið Njarðvíkinga í körfubolta hefur fengið góðan liðsauka fyrir komandi körfuboltatíð. Tveir leikmenn sem hafa leikið í efstu deildinni á Spáni eru komnir til Njarðvíkur en í vor var greint frá komu Hauks Helga Pálssonar sem einnig hefur leikið þar ytra. Þá hefur UMFN fengið til sín bandaríska leikmanninn Dedrick Basile en hann lék með Þór á Akureyri á síðasta tímabili. Benedikt Guðmundsson er nýr þjálfari UMFN en hann er einn þekktasti og reyndasti þjálfari landsins. Nicolás Richotti er argentínskur bakvörður og leikstjórnandi og hefur undanfarin áratug leikið með Tenerife í efstu deild á Spáni. Hann hefur m.a. unnið meistaradeildina í Evrópu með liði sínu þar sem hann var lengi fyrirliði og þá hefur hann leikið með argentínska landsliðinu. Njarðvíkingar sömdu síðan í framhaldi við fyrrum liðsfélaga Nicolás, grískan miðherja að nafni Forios Lampropoulos sem

er 206 sm. á hæð og lék síðast í Quatar en hann hefur líka leikið í hinni sterku spænsku ABC úrvalsdeild. Njarðvíkingar sögðu frá því í vor þegar þeir rétt sluppu við fall úr efstu deild að þeir myndu snúa vörn í sókn og mæta öflugir til leiks á nýrri leiktíð. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta á ónefndur styrktaraðili sem fáir kannast við að hafa sagt að hann vildi sjá karla- og kvennalið UMFN í toppbaráttunni og skyldi leggja til fjármagn til þess.

Þróttur situr á toppi annarrar deildar karla í knattspyrnu með fjögurra stiga forskot á næsta lið þegar fjórar umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu, báðum gegn Reynismönnum sem hafa skorað sjö af þeim sautján mörkum sem Þróttur hefur fengið á sig. Víkurfréttir ræddu við Andy um gengi Þróttar á tímabilinu og það sem framundan er. „Ég er svolítið þreyttur eftir leik gærdagsins en er ánægður með úrslitin [2:0 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði]. Tímabilið er búið að vera virkilega gott hjá okkur en við áttum svo sem von á því,“ segir Andy sigurreifur. Nú eigið þið fjóra leiki eftir, þar af tvo gegn helstu keppinautunum [KV og Völsungi]. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að klára mótið? „Já, þarna eru tveir mjög mikilvægir leikir en við tökum bara einn leik í einu og lítum á hvern leik sem úrslitaleik. Það er mikilvægt að halda sig á jörðinni og horfa ekki of langt fram í tímann, allt of auðvelt að missa fókusinn þannig. Svo við einbeitum okkur að einum leik í einu og vonandi kemur það okkur upp um deild. Við höfum ágætis forskot [fjögur stig] en eigum eftir að leika við bæði liðin sem eru í sætunum fyrir neðan okkur – og svo eiga þau eftir að leika innbyrðis líka sem gæti komið okkur vel.“

Er í góðri vinnu og hvergi á förum Andy er á sínu þriðja ári með Þrótturum en hvernig stóð á því að hann endaði upp á Íslandi. „Ég var að spila í neðri deildunum á Englandi og það var Íslendingur sem kom að fylgjast með mér spila. Selfyssingar höfðu beðið hann að finna miðvörð fyrir sig og hann horfði á mig spila nokkra leiki, síðan ræddi hann við mig og tveimur vikum síðar var ég kominn til Íslands – þetta var árið 2006, það eru komin fimmtán ár síðan. Virðist langur tími þegar maður horfir til baka.“ Andy hefur starfað síðustu þrjú ár hjá Benchmark Genetics í Vogum og segist ánægður þar. „Ég hef unnið mig upp í stöðu verkstjóra á þessum þremur árum og er einn af þremur slíkum í fyrirtækinu. Satt að segja þá lít ég á það sem mitt aðalstarf í dag, hef tekið það fram yfir fótboltann sem hefur alltaf verið númer eitt hjá mér. Fyrirtækið hefur reynst mér vel. Þarna er stundað laxeldi á landi og ég hef verið veiðimaður alla ævi, fór og veiddi reglulega á Englandi. Svo þetta er líka eitthvað sem ég hef ástríðu fyrir. Ég hef takmarkaðan

Andy Pew og sonur hans, Henry James Pew, saman á leik Þróttar og KF en Andy var í banni í þeim leik. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

tíma núna til að stunda fluguveiðar því vinnudagurinn er langur hjá mér með æfingum og öllu – en ég skelli mér líka af og til í golf,“ segir Andy en hann er líka ágætis kylfingur og var með í kringum níu í forgjöf þegar hann lék reglulega golf áður en hann flutti til Íslands. Andy á íslenska kærustu og þau búa saman í miðbæ Reykjavíkur. Hann á líka níu ára gamlan son sem býr á Selfossi og Andy reynir að verja eins miklum tíma með honum og mögulegt er og fylgist með honum keppa í fótbolta eins oft og hann getur. „Ég vil að hann alist upp hér á Íslandi því að mínu viti eru fleiri tækifæri hér fyrir hann. Það er almennt þægilegra fyrir börn að alast upp hér en heima á Englandi, öruggari staður. Sérstaklega miðað við þaðan sem ég kem. Svo ég verð hér alla vega í tíu ár í viðbót, þar til hann verður nógu gamall til að ákveða fyrir sig sjálfur. Kannski flyt ég einhvern tímann aftur til Englands en ég hef engar fyrirætlanir um það eins og er.“

Kemur frá Bítlaborginni Þegar maður ræðir við enskan knattspyrnumann verður maður að spyrja hvaðan hann sé og með hverjum hann haldi í enska boltanum. „Ég er frá Liverpool,“ segir Andy. Svo þú ert þá harður stuðningsmaður Everton, er það ekki? „Jú, ég held með þeim. Ég var með ársmiða á leiki Everton, er blár

í gegn og er á góðri leið með að gera son minn líka að Everton-aðdáanda.“ Þarna klikkaði eitthvað upplýsingagjöfin sem blaðamaður hafði fengið frá framkvæmdastjóra Þróttar en hann sagði Andy vera heitan Liverpool-aðdáanda. „Nei, hann hefur eitthvað verið að fíflast í þér. Ég fyrirlít Liverpool og hann veit það vel,“ segir Andy hlægjandi en hann byrjaði sinn knattspyrnuferil hjá Everton. „Ég var í unglingaakademíu Everton þangað til ég var sautján ára en þá fór ég til Tranmere Rovers. Síðar fór ég í prufur nokkrum hjá liðum og endaði á að leika í neðri deildum þangað til ég kom til Íslands.“

Hefur æft nóg yfir ævina En þú ert ekkert að hætta? „Nei, svo lengi sem skrokkurinn leyfir þá ætla ég að halda áfram að spila fótbolta. Þó að einhver segi mig kannski of gamlan til að spila þá myndi ég sjá eftir því ef ég hætti núna. Af hverju ætti ég að hætta þegar líkaminn er í góðu lagi og leyfir mér að halda áfram? Í sannleika sagt þá nýt ég þess betur núna en nokkru sinni að leika fótbolta. Auðvitað get ég ekki æft eins mikið og er lengur að jafna mig eftir leiki en Hemmi [Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar] er frábær með það að hlífa mér við þátttöku í æfingum liðsins. Ef ég næ einni góðri æfingu á milli leikja og spila nítíu mínútur þá er hann sáttur. Við Hemmi höfum komist að því samkomulagi að gera það sem er best fyrir líkama minn – ef ég er ferskur á leikdegi þá eru allir sáttir. Það hefur virkað vel fyrir mig og liðið. Ef ég myndi æfa eins og hinir myndi ég brenna fljótt upp – ég hef æft nóg yfir ævina,“ segir Andy og hlær.

Andy er öflugur skallamaður og bregður sér ósjaldan í sóknina í föstum leikatriðum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Við ætlum að klára mótið með sæmd Grindvíkingum hefur gengið bölvanlega á síðari hluta Lengjudeildar karla í knattspyrnu, eftir að hafa tapað aðeins tveimur leikjum í fyrstu tólf umferðum tímabilsins komu fjórir tapleikir í röð. Sigur hafðist loks í síðustu umferð þegar Grindavík bar sigurorð af Þrótti Reykjavík eftir að hafa lent undir snemma í leiknum. Sigurinn kom með tveimur mörkum frá Sigurði Bjarti Hallssyni sem hefur átt góðu tímabili að fagna með Grindavík og skorað ríflega helming marka liðsins. „Það var kominn tími á sigur,“ segir Sigurður í spjalli við Víkurfréttir. „Eftir tvo mánuði án sigurs var það löngu orðið tímabært. Þetta tímabil hefur orðið okkur mikil vonbrigði því við settum stefnuna á að fara upp – það yrði afskaplega mikið afrek ef við færum upp úr þessu.“ Þú hefur staðið þig vel í sumar og skorað rúmlega helming marka Grindavíkur. Hvernig finnst þér tímabilið hafa komið út hjá þér sjálfum? „Ég er persónulega mjög ánægður með það en náttúrlega ekki ánægður með hversu fáum stigum við höfum safnað, markmiðið var auðvitað að fara upp – alla vega var það mitt markmið. Eftir að hafa gert skítajafntefli gegn Kórdrengjum þá fylgdu fjögur jafntefli í kjölfarið og svo bara hrundi þetta hjá okkur.“ Hvernig var leikurinn gegn Þrótti, var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda? „Eftir að hafa horft á leikinn aftur þá fannst mér við eiginlega betri

Njarðvíkingar

léku Hauka grátt Njarðvík tók á móti Haukum á mánudag í lokaleik átjándu umferðar í annarri deild karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru Njarðvíkingar í fimmta sæti deildarinnar en með stórsigri færðust þeir upp í það fjórða. Njarðvíkingar byrjuðu betur og komust yfir á 11. mínútu með marki Bergþórs Inga Smárasonar en Haukar náðu að jafna leikinn stundarfjórðungi síðar (27'). Staðan var því jöfn, 1:1, í hálfleik en það átti eftir að breytast.

Guðmundur Steinarsson var skráður þjálfari Njarðvíkur og Hólmar Örn Rúnarsson vermdi varamannabekkinn. Það væri gaman að fá að vita hvað Guðmundur sagði við leikmenn í hálfleik en hvað sem hann sagði þá virkaði það. Ekki var langt liðið á seinni hálfleik þegar Conner Jai Ian Rennison kom Njarðvíkingum aftur yfir ('51) og tuttugu mínútum síðar bætti Magnús Þórðarson við þriðja marki heimamanna ('71). Aron Snær Ingason kom Njarðvík í 4:1 á 82. mínútu en ekki var allt búið enn.

Það segir sig sjálft að þótt við förum ekki upp er miklu skemmtilegra að enda í þriðja, fjórða sæti en í níunda eða tíunda ...

allan leikinn. Þeir sköpuðu sér engin færi, skoruðu eitt mark og reyndu svo að halda því. Þeir björguðu þrisvar á línu í fyrri hálfleik eftir að þeir komust yfir, við vorum frekar lélegir í byrjun en svo fórum við að sækja í okkur veðrið eftir að hafa lent undir. Það var ekki fyrr en við komumst yfir að þeir fóru að reyna að sækja eitthvað.“ Hafa einhver lið verið að sýna þér áhuga? „Ekki hérna heima, það er voða lítið að gerast. Kannski eru liðin að

Sigurður Bjartur hefur reynst Grindavík drjúgur í sumar. Hann hefur skorað sextán mörk á tímabilinu, yfir helming allra marka liðsins. VF-mynd: JPK bíða og sjá hvort þau séu halda sér í deildinni, fara upp eða bara klára tímabilið og fara svo að spá í leikmenn.“ Hefur þú sjálfur áhuga á að spila í efstu deild eða jafnvel úti? „Já, aðalmarkmiðið er að fara út. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“

Hvernig ætlið þið að klára mótið? „Við ætlum náttúrlega að reyna að enda eins ofarlega og við getum – og reyna að ljúka því með sæmd. Það segir sig sjálft að þótt við förum ekki upp er miklu skemmtilegra að enda í þriðja, fjórða sæti en í níunda eða tíunda.“

Grindavík situr í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur Grindavíkur er gegn Gróttu en leikurinn fór fram á þriðjudag eftir að Víkurfréttir fóru í prentun.

Fjóla Margrét tók stóra titilinn

– tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi Fjóla Margrét Viðarsdóttir, kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja, varð Íslandsmeistari í höggleik en leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Fjóla lék hringina þrjá á tólf höggum yfir pari og var þá alla á 76 höggum. Hún var fjórum höggum betri en næsti kylfingur. Fjóla sigraði á Íslandsmótinu í höggleik um síðustu helgi og bætti nú stærsta titlinum í safnið, tvövalt hjá efnilegu golfstelpunni úr Keflavík. Þá varð hún klúbbmeistari fullorðinna í Golfklúbbi Suðurnesja fyrr í sumar. Víkurfréttir ræddu við Fjólu Margréti degi áður en hún hóf leik á Íslandsmótinu og sjá má sjónvarpsviðtalið við hana með því að smella á myndina hér til hliðar (aðeins aðgengilegt í rafrænni útgáfu Víkurfrétta).

Hlynur Magnússon í baráttu um boltann gegn KF fyrr á tímabilinu.

Þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma fór markaskorarinn Aron Snær af velli og inn í hans stað Fyrirtækjakeppni GS kom Hlynur Magnússon. Hlynur Fimmtudaginn nýtti tækifærið vel2.ogSeptemskoraði mínútu eftir að honum var skipt inn ber 2021 á ('88). Hlynur sá svo um að kóróna Ræst út kl.Njarðvíkinga 10:00 til 17:30 yfirburðasigur þegar hann skoraði sjötta og mark Fyrirkomulag ersíðasta tvímenþeirra ('90+3). Lokatölur 6:1 fyrir ningur, tveir leika fyrir Njarðvík. Guðmundur Haukabani Steinhvert fyrirtæki, betri bolti arsson sagði í samtali við Víkurmeðeftir forgjöf 28öflog fréttir leikinn(hámark að þetta væri ugur sigur í baráttunni í þeim leikjum 24). Verðlaun fyrir fjögur sem eftir eru. efstu sætin. „Mikilvægt að hafa heimavöllinn GSsterkan geturoglagt leikmenn eins hanntil hefur verið. Nú þarf að ná í stig á útivelli líka.“ til að keppa fyrir hönd

Fyrirtækjakeppni Golfklúbbs Suðurnesja

fyrirtækis sé þess óskað. Allt getur gerst á toppi annarrar deildar karla

á öllum Þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinniNándarverðlaun eru Þróttarar efstir með 38 stig og nærri því að tryggja sér sæti par 3 holum. í Lengjudeildinni að ári. Njarðvíkingar eru í fjórða sæti með 29Samloka stig, fimm og gos fyrir hring stigum frá næstefsta sætinu og ennþá er en ogmeira málsverður að leik loknógu mörg stig í pottinum til að Njarðvík eygi möguRúnar Gissurarnum. son, markvörður leika á að komast upp. Á lokasprettinum á Njarðvík Reynis, gengur eftir að mæta Völsungi, sem er í þriðja sæti,Þátttökugjald og þá eiga kr. 50.000 sáttur af velli eftir liðin í öðru og þriðja sæti eftir innbyrðis viðureign auk fyrir fyrirtæki. sigur á Þrótti. þess að eiga bæði eftir að leika gegn Þrótti. Reynismenn hafa staðið sig vel í sumar, eru í átt- og nánari upSkráning unda sæti með 23 stig og búnir að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. plýsingar: gs@gs.is eða Þeir eru jafnfram eina liðið sem hefur sigrað Þrótt í sumar – og það tvisvar. 421-4100. Það verður því spennandi að fylgjast með síðustu umferðum deildarinnar og ljóst að margt getur breyst í toppbaráttunni – ekkert er öruggt.

Fimmtudaginn 2. september. Ræst út kl. 10:00 til 17:30. Fyrirkomulag er tvímenningur, tveir leika fyrir hvert fyrirtæki, betri bolti með forgjöf (hámark 28 karlar og 24 konur). Verðlaun fyrir fjögur efstu sætin. GS getur lagt til leikmenn til að keppa fyrir hönd fyrirtækis sé þess óskað.

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Samloka og gos fyrir hring og málsverður að leik loknum. Þátttökugjald kr. 50.000 fyrir fyrirtæki. Skráning og nánari upplýsingar: gs@gs.is eða 421-4100.


Kristín Gyða Njálsdóttir

Hinrik Reynisson

Sigurbjörn Gústavsson

Ingibjörg Óskarsdóttir

Til staðar í Reykjanesbæ Tryggingaráðgjöf og þjónusta á persónulegum nótum. Hafnargata 36 | 440 2450 | sudurnes@sjova.is