Víkurfréttir 30. tbl. 44. árg.

Page 1

MEÐAL

Íslandsmeistari og heimsmeistari úr Reykjanesbæ

Íþróttafólk úr Reykjanesbæ var í sviðsljósinu í síðustu viku. Hestakonan Jóhanna Margrét Snorradóttir úr Hestamannafélaginu

Mána varð tvöfaldur heimsmeistari eftir magnaða frammistöðu á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi sem

lauk um helgina. Kylfingurinn Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja varð á sunnudag Íslandsmeistari í golfi eftir spennandi keppni.

Jóhanna Margrét keppti á hestinum Bárði sem er frá Melabergi á Stafnesi á Suðurnesjum en

faðir hennar, Snorri Ólason, tamdi hestinn. Á golfvellinum var Logi ekki einn á ferð. Faðir hans, Sigurður Sigurðsson, var kylfusveinn hans alla fjóra keppnisdagana og vakti samvinna feðganna athygli á Íslandsmótinu á Urriðavelli. Sig -

Sumarspjall

Held ég sé búinn með minn skammt af ferðalögum í sumar

urður varð Íslandsmeistari 1988, fyrir þrjátíu og fimm árum, og þegar Logi tryggði sér sigurinn með erfiðu lokapútti á síðustu flötinni hágrét pabbinn.

Nánar er rætt við Jóhönnu og Loga á íþróttasíðum blaðsins.

Klemenz stýrir Fisktækniskólanum Síða 9

VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN ELIN@ALLT.IS 560-5521 HAUKUR HAUKUR@ALLT.IS 560-5525 SIGURJÓN SIGURJON@ALLT.IS 560-5524 HELGA HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA DISA@ALLT.IS 560-5510 ELÍNBORG ÓSK ELINBORG@ALLT.IS 560-5509 PÁLL PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Trek Flapjack Saltkaramellu, kókos, hafrar 50 g Pepsi Max Kríli 330 ml Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar FLJÓTLEGT OG GOTT! BonAqua Epla og án bragðefna 500 ml 50% 198 kr/stk
storminn í fanginu ÓLAFUR ARNBERG Í VIÐTALI Í MIÐOPNU
10
Með
Síða
EFNIS
Félagsvirkur orkuráðgjafi í Vogum
Miðvikudagur 16. ágúst 2023 // 30. tbl. // 44. árg.

7,9% fjölgun í Vogum

Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 1.471 frá því í desember á síðasta ári. Mest hefur fjölgunin orðið í Vogum þar sem búa 1.504 samkvæmt nýútgefnum tölum Þjóðskrár Íslands. Fjölgun hefur orðið í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum og er hún frá 1,7% í Suðurnesjabæ upp í 7,9% í Vogum. Samtals eru Suðurnesjamenn orðnir 32.379 talsins.

Íbúar í Reykjanesbæ voru 23.172

í byrjun ágúst og hafði fjölgað um 5,3% eða 1.174 frá 1. desember 2022. Íbúum í Sveitarfélaginu

Vogum hefur fjölgað um 110 á sama tímabili. Þeir eru í dag 1.504 talsins en fjölgunin er 7,9%

Grindvíkingar eru 3.727 talsins og fjölgunin er 1,8% á tímabilinu eða 66 manns. Þá hefur íbúum í Suðurnesjabæ fjölgað um 67 manns frá 1. desember 2022. Það

gerir 1,7% fjölgun en íbúar sveitarfélagsins voru 3.976 þann 1. ágúst síðastliðnum. Íbúum fjölgar í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest á Suðurnesjum, eða um 4,6% sem er fjölgun um 1.417 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 8.109 frá 1. desember 2022 til. 1. ágúst 2023 sem er um 2,1%.

338 einstaklingar fá aðstoð

Velferðarráð Reykjanesbæjar birtir reglulega tölfræði og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings.

Í júlí fengu 338 einstaklingar

greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar um 44,8 milljónir króna eða að meðaltali kr. 132.422 á einstakling. Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 29.797.544 samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í sama mánuði 2022 fengu 227 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar um 32,5 milljónir króna eða að meðaltali kr. 143.130. Fjöldi barna voru 110 á fimmtíu heimilum. Í júní 2023 fengu 309 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar um 43,9 milljónir króna eða að meðaltali kr. 141.943. Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð 28,1 milljón króna.

Í sama mánuði 2022 fékk 261 einstaklingur greidda fjárhagsað-

stoð, alls voru greiddar um 39,5 milljónir króna eða að meðaltali kr. 151.265.

Í júlí fengu alls 285 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals um sex milljónir króna. Í sama mánuði 2022 fengu 280 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals rúmar 3,9 milljónir króna.

Á síðasta fundi ráðsins var lagt fram minnisblað frá teymisstjóra ráðgjafar- og stuðningsteymis þar sem fram koma leiðréttar upplýsingar um fjölda barna sem eiga foreldra á fjárhagsaðstoð það sem af er árinu 2023. Flest voru börnin 142 á 65 heimilum í mars á þessu ári. Fjöldi barna voru 88 í júlí á 43 heimilum skv. bráðabirgðatölum.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Flokkun sorps fer vel af stað á Suðurnesjum

„Ég er búinn að vera í eins árs undirbúningsvinnu með þetta verkefni og verð að segja að ég er ánægður með hve flestir eru jákvæðir,“ segir Davor Lucic, rekstrarstjóri sorphirðu og móttökuplana hjá Kölku, en nýjar flokkunarreglur á sorpi tóku gildi í vor.

Davor er ánægður með hvernig verkefnið hefur farið af stað. „Það var byrjað að dreifa nýju sorptunnunum um miðjan maí í Grindavík, svo fórum við í Suðurnesjabæ og verkefninu lauk svo í Reykjanesbæ 25. júlí. Það voru björgunarsveitirnar Þorbjörn í Grindavík, Skyggnir í Vogum, Sigurvon í Sandgerði og Ægir í Garði sem sáu um dreifinguna, við vorum mjög ánægð með samstarfið og ég vil koma á framfæri kærum þökkum til þessa aðila. Við gerðum ráð fyrir að dreifingunni yrði lokið í byrjun ágúst svo við getum verið mjög ánægð með hvað þetta tók stuttan tíma, það má líka ekki gleyma að

björgunarsveitirnar fengu verkefni í kringum eldgosið á sama tíma. Um er að ræða talsverðar breytingar á sorphirðu en nú þarf lögum samkvæmt að flokka sorpið í fjóra flokka; matarleifar, plastumbúðir, pappír og pappa, og blandaðan úrgang. Sumir höfðu áhyggjur af framkvæmdinni og einhver óánægjuskrif hafa sést á samfélagsmiðlum.

„Mín tilfinning er að þetta hafi gengið mjög vel, ég hef verið mikið í samskiptum við fólk, bæði í síma og í tölvupósti og ég get ekki sagt annað en þetta fari vel af stað. Fólk hefur verið að hafa samband til að fá leiðbeiningar um flokkun og langflestir eru mjög jákvæðir en við vitum að alltaf er fólk inn á milli sem er neikvætt, þau eru kannski bara ekki nógu vel upplýst. Kalka auglýsti þetta mjög vel, við fengum

íþróttafélögin í sveitarfélögunum til að dreifa bæklingum inn á öll heimili svo það ættu allir að vera vel upplýstir. Fyrstu tölur úr flokkuninni gefa til kynna að verkefnið fari mjög vel af stað, t.d. hefur flokkun á lífrænum úrgangi komið mjög vel út, fólki hefur fundist vera meira af pappa og plasti en það er ekki að marka því áður fór þetta saman í eina tunnu.

Mér finnst t.d. gaman að segja frá fólki í fjölbýlishúsum, sumir þurfa að labba nokkrar hæðir í stað þess að henda ruslinu bara í rennulúguna en fólk er að loka þessum lúgum og nýta þá plássið niðri sem var ruslageymsla, í öðruvísi geymslurými núna sem verður þá miklu snyrtilegra,“ sagði Davor að lokum.

Fjölbreyttir Fjölskyldudagar í Vogum

Bæjarhátíðin Fjölskyldudagar fer fram í sveitarfélaginu Vogum dagana 16-20. ágúst. Fjölbreytt dagskrá er alla dagana, allt frá hverfaleikum þar sem hverfin keppa í hinum ýmsu þrautum, til tónleika og ættu ungir sem aldnir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldudagarnir hefjast á miðvikudaginn kl. 14 þegar markaður FEBV opnar í Álfagerði. Fyrsta listasýning Eldþóru er það sem ber hæst á fimmtudaginn og á föstudaginn verður endað á brekkusöng. Laugardagurinn er tileinkaður börnunum til að byrja með og endar svo með glæsilegri flugelda-

sýningu við tjörnina og hátíðinni lýkur svo á sunnudaginn kl. 16 með tónleikum í Kálfatjarnarkirkju með Hlyn, Adda og Valdimar. Hægt er að sjá alla dagskrána í auglýsingu á baksíðu Víkurfrétta og á vefsíðu Sveitarfélagsins Voga, vogar.is

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
2 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Svipmyndir frá fjölskyldudögum sem haldnir voru í Sveitarfélaginu Vogum á síðasta ári.

DAGSKRÁ BÆJARHÁTÍÐAR SUÐURNESJABÆJAR

21.–27. ÁGÚST

Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar verður haldin hátíðleg dagana 21. – 27. ágúst næstkomandi. Grunnlitir hátíðarinnar eru bleikur og fjólublár. Undirbúningshópur bæjarhátíðarinnar hvetur íbúa og vinnustaði til þess að skreyta hjá sér, setja upp seríur og ljós og skapa stemningu í Suðurnesjabæ. Við hvetjum öll til að mæta og taka þátt í hátíðinni. Suðurnesjabær þakkar þeim fyrirtækjum sem hafa styrkt okkur á hátíðinni.

Laugardagurinn 19. ágúst og sunnudagurinn 20.ágúst

Barna- og unglingaráð Reynis/Víðis heldur

Suðurnesjabæjarmót í fótbolta fyrir 7. flokk og 8. flokk karla og kvenna.

Mánudagurinn 21. ágúst

Bókasafn Suðurnesjabæjar

Bókasafnið efnir til spilastundar frá kl 14:00 - 17:00 allir velkomnir að eiga notalega stund á bókasafninu.

Ljósaganga

Ljósaganga á stígnum á milli Garðs og Sandgerðis í umsjón Knattspyrnudeildar Reynis og Golfklúbbs Sandgerðis. Gengið frá Þekkingarsetrinu kl. 18:45 og Víðisvelli kl. 19:00. Ljós, Hreimur Örn Heimisson kemur og syngur, grill og kjötsúpa í boði Skólamatar. Göngugarpar eru hvattir til að koma vel skóaðir og klæddir eftir veðri í gönguna.

Þriðjudagurinn 22. ágúst

Sjósund við Bæjarskersfjöru Bylgja leiðir sjósund við Bæjarskersfjöru mæting er við innsiglingamerkið sunnan við Sjávargötu kl 19:00.

Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar 20:00 - Pottakvöld kvenna í sundlauginni í Sandgerði í umsjón starfsmanna íþróttamiðstöðva. Athugið að 18 ára aldurstakmark er í laugina. Léttar veitingar í boði.

Miðvikudagurinn 23. Ágúst

Bókasafn Suðurnesjabæjar – Föndurstund Bókasafnið stendur fyrir föndurstund fyrir alla þá sem vilja frá kl 14:00 - 17:00

Samkomuhúsið í Sandgerði

Fjölskyldubingó kl 17:00-19:00 Pizzusala og sjoppa á staðnum.

Íþróttamiðstöðin Garði

Partýspinning 17:30. Álfheiður spinningkennari stendur fyrir partýspinning í 90 mínútur.

Gerðaskóli- streetball

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar stendur fyrir Streetball móti ( körfuboltamót) kl 19:30 og er keppnin haldin í Gerðaskóla. Við hvetjum alla aldurshópa til að taka þátt og má skrá sig hér.

Sjósund

Gauja leiðir sjósund úti á Garðskaga og hefst sjósundið kl 20:30.

Lopapeysupartý í Þorsteinsbúð í Garði. Ungmennaráð Suðurnesjabæjar stendur fyrir lopapeysupartýi í Þorsteinsbúð, björgunarsveitarhúsinu í Garðinum miðvikudaginn 23.ágúst kl 21:30 – 23:00. Daniil og Sigurður Smári mæta og halda uppi stemningu. Frítt er á viðburðinn sem er áfengis- og vímuefnalaus, léttar veitingar verða í boði og hvetjum við öll 15 ára og eldri til þess að mæta.

Fimmtudagurinn 24. ágúst

Bleikur/fjólublár dagur á starfstöðvum í

Suðurnesjabæ við hvetjum vinnustaði til að mæta í bleiku/fjólubláu

Brons völlurinn - Sandgerði

Reynir – Kormákur Hvöt kl 18:00 á Brons vellinum.

Samkomuhúsið í Sandgerði

Partýbingó í Samkomuhúsinu í Sandgerði með

Evu Ruzu og Sigga Gunnars í umsjón Unglingaráð Reynis og Víðis. Bingóið hefst kl 21:00 og er 18 ára aldurstakmark inn á viðburðinn

Föstudagurinn

25. Ágúst

Grunnskólar Suðurnesjabæjar Pizza veisla fyrir nemendur hjá grunnskólum Suðurnesjabæjar.

Sandgerðishöfn

14:00 -18:00 – Hoppland mætir í heimsókn við Sandgerðishöfn. Hægt verður að leigja blautbúninga á viðráðanlegu verði.

Brons völlurinn - Sandgerði

16:00 - Norðurbær - Suðurbær. „Gamlar knattspyrnuhetjur takast á“.

Reynisheimilið Saltfisksveisla hefst kl 19:15 í Reynisheimilinu. Mikilvægt að skrá sig hér - https://nordursudurbaer.is/ skraning/

Samkomuhúsið í Sandgerði Ball í Samkomuhúsinu í Sandgerði með Stuðlabandinu. Ballið byrjar kl 23:45 og kostar 4.500 kr. í forsölu og verður forsalan haldin í Reynisheimilinu 16. og 17. ágúst. Annars er verðið 5.500 kr. við hurð. Við vekjum athygli á því að 20 ára aldurstakmark er á viðburðinn.

Laugardagurinn 26. ágúst Sandgerðishöfn Dorgveiðikeppni við Sandgerðishöfn kl. 11:00 í umsjá Björgunarsveitarinnar Sigurvon. Verðlaunaafhending verður eftir veiðina.

Hátíðarhöld á Garðsskaga í umsjón Knattspyrnufélagsins Víðis Fjölskylduskemmtun kl.13:00-15:00. Kynnir skemmtunarinnar er Guðjón Davíð Karlsson (Gói) n Dagskrá sett af Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra n Leikskólar bæjarins syngja lög n Danskompaní með sýningu

n Latibær n Benedikt Búálfur í boði SI raflagna n Diljá n BMX brós

Bubbluboltar, veltibíllinn og leiktæki frá Hopp og Skopp verða á svæðinu á meðan barnadagskráin er í gangi.

Bjórhlaup með Litla brugghúsinu kl.15:30 Litla Brugghúsið heldur bjórhlaup í annað sinn en hlaupið tókst ótrúlega vel í fyrra. Hlaupin verður bjórmíla sem þýðir samtals fjórir bjórar og 1,6 km. Þau sem náð hafa 20 ára aldri og eru ekki að keyra bíl geta tekið þátt. Það kostar 4000 kr. að taka þátt í hlaupinu og skal það greitt á staðnum áður en hlaupið hefst, en hægt er að greiða með bæði korti, peningum eða með að leggja inn á reikning 0542-26-680520 kt. 6805200380. Mæting er kl. 15:30 hjá Víðishúsinu en hlaupið hefst kl. 16:00 með fyrsta bjór en tvær bjórstöðvar verða á leiðinni og svo lokastöðin verður hjá okkur í Litla Brugghúsinu.

Við óskum eftir því að einstaklingar forskrái sig á https://www.formpl.us/form/5666577125605376 Í ár verða veitt tvenn verðlaun. Verðlaun verða fyrir fyrsta sætið og svo fær það lið eða einstaklingur sem er í flottasta búningnum verðlaun. En fyrst og fremst er þetta hlaup til að skemmta sér og njóta. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum að taka þátt og skemmta sér.

Kvöldskemmtun kl.20:00 á Garðsskaga. Kynnir kvöldskemmtunarinnar er Eva Ruza

n Herbert Guðmundsson

n Stefanía Svavarsdóttir

n Aron Can

n XXX Rottweiler

n Matti Matt og hljómsveit

n Flugeldasýning í umsjón björgunarsveitarinnar Ægis.

Sjávarsetrið í Sandgerði

Afmælisfögnuður Sjávarsetursins

Eins árs afmæli Sjávarsetursins verður fagnað í stórum stíl með „opnu sviði“

Hljómsveitin 3/4 mætir og öllum frjálst að leyfa hæfileikum sínum að blómstra, eigna sér sviðsljósið og grípa í fóninn.

Sunnudagurinn 27. Ágúst

Golfklúbbur Sandgerðis

Golfklúbbur Sandgerðis efnir til golfmóts og hefst mótið kl 09:00. Skráning er á golfbox.

Garðskagi

Sunnudaginn 27.ágúst verður fornbíla- og tækjadagur við safnið þar sem gestum gefst tækifæri til að skoða tæki og bíla af svæðinu kl.12:00 -17:00.

Af sama tilefni verður BSA A10 mótorhjól frá 1958 sýnt inni á safninu og tvær vélar úr Vélasafni Guðna Ingimundarsonar settar í gang kl. 15:00. Perlur safnsins verða á sínum stað; Verzlun Þorláks Benediktssonar verður opin, Húsin hans Sigga í Báru, örsýningarými safnsins er með tímabundna sýningu á herminjum, ágiskunarleikur safnsins ásamt fjöldanum öllum að spennandi munum.

Víðisvöllur - bílaplan

Bílabíó á Víðisplani. Tímasetning kemur síðar. Söfn og áhugaverðir staðir í Suðurnesjabæ Byggðasafnið á Garðskaga

Í tilefni af Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar dagana 21. – 27.ágúst opnar Byggðasafnið á Garðskaga nýja ljósmyndasýningu með myndum úr Suðurnesjabæ eftir Magnús Magnússon og fyrstu einkasýningu perlulistamannsins Hannesar Sveinlaugssonar. Báðir listamennirnir búa í Suðurnesjabæ og eru þetta söluog uppboðssýning. Byggðasafnið er opið alla daga til loka september kl. 10:00-17:00. Aðgangur ókeypis.

Þekkingarsetur Suðurnesja

Opið laugardag og sunnudag kl 13:00 – 17:00.

Aðgangur ókeypis.

Bókasafn Suðurnesjabæjar

Opið mánudaga-fimmtudaga kl 10:00-17:30. Föstudaga kl 10:00-12:00. Aðgangur ókeypis.

Sjólyst

Opið laugardag og sunnudag frá kl.14:00-17:00. Aðgangur ókeypis.

El Faro

El faro Norðurljósavegi 2, Garði verður með 10% afslátt af öllu á matseðli fyrir utan tilboðin sem þau eru með nú þegar. Biðja þarf um afsláttinn við kassa þegar greitt er.

Eldhúsið er opið alla daga frá 17.00 - 21:30

Við vekjum athygli á því að dagskráin getur tekið breytingum og bætingum og hvetjum við því bæjarbúa að fylgjast með á heimasíðu Suðurnesjabæjar og facebooksíðu bæjarins.

Aukið samstarf Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar

Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að

Suðurnesjabær veitir Sveitarfélaginu Vogum þjónustu við launavinnslu og mannauðsmál. Suðurnesjabær mun því annast launavinnslu fyrir Sveitarfélagið Voga, ásamt því að Sveitarfélagið Vogar hefur aðgang að mann -

auðsstjóra Suðurnesjabæjar um aðstoð og ráðgjöf. Samningurinn gildir í eitt ár til reynslu. Suðurnesjabær fagnar auknu samstarfi við Sveitarfélagið Voga en undanfarin ár hafa sveitarfélögin átt mjög gott samstarf á sviði félagsþjónustu og fræðsluþjónustu, segir í frétt á vef Suðurnesjabæjar.

Girðing á lagersvæði HS Veitna verði lækkuð og færð

„Með stóraukningu á umferð um Fitjabakka þá lýsum við áhyggjum á því hversu girðing sem er á lagersvæði HS veitna skyggir mikið á útsýni þeirra aðila sem keyra út af bílastæðum við Fitjabakka 1 og skapar hættu þegar bílar keyra út af bílastæðinu. Nú á að stórauka umferð með nýrri Byko-verslun og framkvæmdum við hafnarsvæði ásamt breytingum á rekstri við Olís. Förum við fram á að umhverfis- og skipulagsráð taki á þessu vandamáli þar sem núverandi girðing er alveg út í lóðar-

mörkum og er rúmlega tveggja metra há og verði færð aftur eins og lög og reglur kveða á um. Einnig viljum við benda á að engar biðskyldur eru við nokkur gatnamót

við Fitjabraut sem þarf að laga,“ segir í erindi sem Guðmundur Þ. Ingólfsson hefur sent umhverfisog skipulagsráði Reykjanesbæjar

f.h. Húsfélags Fitjabakka 1 a-d.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar innsendar ábendingar og segir að unnið sé að undirbúningi endurskipulags svæðisins og verða ábendingar hluti þeirrar vinnu.

Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!

Áratuga reynsla Sjónmælingar

Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun

Nýjungar í sjónglerjum og tækjum

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is

Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

Yfirbyggð þurrkví og fyrsta nýsmíði

Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur í áratugi

n Þjónustar í dag minni og meðalstór skip en yfirbyggð þurrkví mun valda byltingu

Yfirbyggð þurrkví Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur [SKN] í skipaþjónustuklasa við Njarðvíkurhöfn mun valda byltingu í þjónustu við íslensk skip. Síðastliðin þrjú ár hefur staðið yfir undirbúningur að gerð og skipulagi mannvirkisins. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning og skipulag aðstöðunnar sem kölluðu á breytingar aðalskipulags og deiliskipulags. Þessir ferlar hafa nú allir verið uppfylltir. Skipulagsstofnun afgreiddi málið frá sér 13. júlí síðastliðinn. Verkefnið hefur verið unnið með góðum stuðningi frá bæði Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ.

Lúðvík Börkur Jónsson, fráfarandi stjórnarformaður SKN, fór yfir stöðuna hjá skipasmíðastöðinni með hluthöfum á fundi í sumar. Í máli hans kom fram að yfirbyggð þurrkví sem mun geta sinnt þjónustu í öllum veðrum við stærstu fiskiskip landsins ásamt öðrum skipum sem óska eftir skjótri og öruggri þjónustu. Með tilkomu nýju yfirbyggðu þurrkvíarinnar getur SKN þjónustað alla flóruna og óhætt er að segja að bylting verði í þjónustu við skip, sem nær til nútíma skipaflota. Lúðvík Börkur sagði að fyrirtæki tengd sjávarútvegi hafi heldur ekki látið sitt eftir liggja til að gera hugmyndina að veruleika. Þau þekkja mikilvægi og tækifæri að baki yfirbyggðri þurrkví.

Skipasmíðastöð Njarðvíkur var stofnuð í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og er vel búið fyrirtæki í dag með 78 ára sögu og 50% eigið fé. Árleg velta fyrirtækisins er um 750 milljónir króna. Þegar fyrirtækið var stofnað var íslenski fiskiskipaflotinn um 20.000 tonn.

Lúðvík

Hann hefur sjöfaldast að stærð síðan þá og er í dag yfir 150.000 brúttótonn. Á sama tíma og brúttó stærð skipa eykst, fækkar slippum í landinu. Enginn íslenskur slippur hefur getað tekið við stærstu fiskiskipum flotans, sem eru að stækka enn frekar og er nýrri yfirbyggðri þurrkví ætlað að svara þeirri þörf. Í dag er SKN að þjónusta minni og meðalstór skip sem er um 38% af heildarmarkaðnum. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur á nýjan leik hafið nýsmíðar eftir 40 ára hlé. Nýtt skip, Margrét GK, verður afhent Stakkavík á haust-

mánuðum. Stærð skipsins liggur í stærstu leyfilegum mörkum krókakerfisins. Þetta skip getur veitt um það bil 2.000–2.500 tonn ári, sem er sambærilegt og minni togarar voru að veiða á árum áður. Með raðsmíði nýrra gerðar af stálbátum er stigið nýtt skref í átt til þróunar félagsins og íslenska fiskiskipaflotans. Þá er nýjung í takt við nútímakröfur að skipin munu minnka olíunotkun um 20–25%. „En ekki síður er mikilvægt að það er sterkbyggt stálskip með þrautreyndar lausnir úr vertíðarflotanum og á að geta þolað það álag sem fylgir slíkri útgerð. Talsverð eftirspurn hefur verið eftir þessari lausn og ljóst að margir bíða eftir því að sjá hvernig til tekst,“ sagði Lúðvík Börkur á hluthafafundinum. Takist raðsmíðaverkefnið vel er ekki ólíklegt að SKN geti tvöfaldað árlega veltu fyrirtækisins.

Lúðvík Börkur lét af stjórnarformennsku SKN í sumar og við keflinu tók Árni Sigfússon. „Ég féllst á að taka við keflinu sem formaður stjórnar til að fylgja eftir uppbyggingu þurrkvíar og styrkja eigendahópinn að Skipasmíðastöð Njarðvíkur,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.

w
Hafnargötu 52, 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Opið Mán - fös 8 - 18 Lau 10 - 14
TURTLE WAX
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Börkur Jónsson, fráfarandi stjórnarformaður Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, og Árni Sigfússon, sem tekið hefur við keflinu. Tölvugerð mynd sem sýnir nýja þurrkví, ásamt þeirri eldri, við Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Athafnasvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur á vormánuðum 2020. VF/Hilmar Bragi Öll tölublöð Víkurfréttafrá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is
4 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M

ÚTIMÁLNING

Þegar þú velur útimálningu og viðarvörn frá Slippfélaginu þá ertu að velja íslenskar vörur sem þola íslenskt veðurfar . SLIPPFÉLAGIÐ Fellsmúla 26 og Skútuvogi 2, Reykjavík, S: 588 8000 Dalshrauni 11, Hafnar rði, S: 588 8000 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 4 21 2720 Austurvegi 58, Selfossi, S: 482 1250 Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760 Opið: 8-18 virka daga / 10-14 laugardaga slippfelagid.is

Vogar fá gæðasamband

frá Ljósleiðaranum

Íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd geta tengst gæðasambandi Ljósleiðarans eftir að framkvæmdum við lagningu ljósleiðara lýkur nú í ágúst. Framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar en alls eru 170 hús tengd í þessum fyrsta áfanga verkefnisins sem unnið er í samstarfi við Mílu en ráðgert er að allir íbúar sveitarfélagsins geti tengst fyrir árslok.

Með tilkomu Ljósleiðarans á svæðið fá íbúar bæjarins hraðari nettengingu og geta streymt efni

í háum gæðum í mikinn fjölda

tækja á sama tíma. Þær tækniframfarir sem nú eru að eiga sér

stað byggja á hröðum flutningi

gagna en aukinn hraði og snerpa

í nettengingu mun meðal annars bæta gæði sjónvarpsáhorfs, streymi kvikmynda, fjarfunda og netleikja fyrir notendur. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og stendur íbúum til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. Íbúum er bent á að hafa samband við sitt þjónustufyrirtæki til þess að panta tengingu við Ljósleiðarann en ráðgert er að fyrstu íbúarnir geti tengst strax í byrjun september.

n Fá svæði þar sem hægt er að sitja lengi og mikið um varasöm svæði

Töluvert um óþægileg svæði á Vatnsnesi að sumri til

„Fólk er sífellt að gera frekari kröfur þegar kemur að hraða og þar kemur gæðasamband Ljósleiðarans sterkt inn. Metnaður okkar hjá Ljósleiðaranum liggur meðal annars í því að fólk allsstaðar á landinu hafi tækifæri á sama hraða

og því er það mikið fagnaðarefni að ná að tengja fyrstu húsin í Vogunum” segir Dagný Jóhannsdóttir, framkvæmdastýra Ljósleiðarans, í frétt frá Ljósleiðaranum.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Heiðarsel - Aðstoðarmatráður

Heiðarsel - Sérkennari (tímabundin ráðning)

Heiðarskóli – Kennari á yngsta stigi

Njarðvíkurskóli - Starfsmenn skóla

Njarðvíkurskóli - Starfsmenn skóla / Sérdeildin Ösp Velferðarsvið - Barnaverndarþjónusta, neyðarheimili Velferðarsvið - Barnaverndarþjónusta, persónulegur ráðgjafi Velferðarsvið - Barnaverndarþjónusta, stuðningsfjölskyldur

Reykjanesbær - Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Bílaviðgerðir

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur

í hádeginu Opið: 11-13:30

alla virk a daga

Reykjanesbær hefur lagt til óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir Vatnsnes í Keflavík. Heildarfjölda íbúða og byggingarmagns á reit „M9 Vatnsnes“ sbr. uppdrætti JeES arkitekta frá 7. júní 2023 er aukinn. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið.

Í síðustu fundargerð umhverfisog skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að við lokaúrvinnslu endurskoðunar Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020–2035 náðist ekki fram sú metnaðarfulla uppbygging sem kynnt hafði verið fyrir svæðið. Heildarfjöldi íbúða er skv. gildandi aðalskipulagi 600 en verði með breytingunni 1.250 og heildarbyggingarmagn geti orðið 125.000 m2. Þetta samræmist þeim skipulagsáætlunum sem þegar hafa verið samþykktar eða auglýstar og þess fjölda íbúða sem fyrir eru þegar reitir á svæðinu voru sameinaðir í reit „M9“.

Samkvæmt aðalskipulaginu verður heimilt að byggð verði allt að sex til sjö hæðir meðfram strönd Vatnsness að austanverðu, enda veldur það ekki skuggavarpi yfir byggðina og unnin var vindgreining sem sýndi ekki fram á neikvæð áhrif á vind hvort sem byggð yrði fimm eða sjö hæðir á þessum stað.

Gerð hefur verið vindgreining á deiliskipulagi fyrir Vatnsnes, Reykjanesbæ, þar sem bornar voru saman tvær tillögur með mismunandi hámarkshæð bygginga; annars vegar fimm hæðir og hins vegar sjö hæðir. Það var verkfræðistofan Örugg sem vann vindgreininguna. Hermun á vindi var gerð fyrir tólf vindáttir þannig að auðvelt yrði að bera saman vindhraða í 1,5 metra hæð í tillögunum tveimur. Auk þess var lagt mat á vindafar innan tillaganna með vindvist þar sem svæði innan tillaganna eru flokkuð eftir gæðum og öryggi.

„Vindvist í deiliskipulaginu ber þess merki að vera óvarið fyrir vindi af sjó og vera stakstæðar byggingar, þar sem töluvert um óþægileg svæði er að finna að sumri til, fá svæði þar sem hægt er að sitja lengi og mikið um varasöm svæði. Vindvist er almennt betri vestanmegin við byggingarnar heldur en annars staðar þ.a. ásinn

sem liggur frá norðri til suðurs á milli bygginganna hentar betur til útivistar heldur en ásar sem liggja frá vestur til austurs sama hvort hámarkshæð bygginga yrði fimm hæðir eða sjö hæðir.

Niðurstöðurnar sýndu að staðbundinn vindhraði við byggingarnar yrði hærri ef þær yrðu hækkaðar um tvær hæðir í þeim vindáttum sem koma frá sjó þar sem vindur magnast á milli bygginganna. Hins vegar eru þessi áhrif á svæðum þar sem vindvist er þegar óþægileg miðað við fimm hæða hús hvað varðar gæði og varasöm m.t.t. öryggis.

Í deiliskipulaginu verður lítil breyting á vindvist, bæði hvað varðar gæði og öryggi, þótt byggingarnar fjórar yrðu hækkaðar um tvær hæðir. Lagt er til að nýta niðurstöðurnar til að staðsetja innganga og dvalarsvæði m.t.t. vindvistar ásamt því að setja fram markmið um vindvist á einstaka svæðum og kanna staðbundnar aðgerðir til að ná þeim markmiðum, sama hvort hámarkshæð bygginga væri fimm hæðir eða sjö hæðir,“ segir í samantekt verkfræðistofunnar.

ALLIR MINNI LÍNUBÁTARNIR FARNIR

Tíminn æðir áfram og núna þegar þessi pistill kemur þá er ágúst orðin svo til hálfnaður – og það þýðir að stutt er í nýtt fiskveiðiár.

Annars er ég staddur núna á Hótel Smyrlabjörgum ekki langt frá Hornafirði og eins og gefur að skilja þá er nú ekki miklar tengingar við sjávarútveginn á Suðurnesjum við Smyrlabjörg, svo við förum þá lítið í þá sálma.

Núna í sumar hefur enginn bátur verið að róa á línu frá Suðurnesjum fyrir utan Vísisbátana sem réru aðeins í júní og júlí, voru þá aðallega að eltast við keilu og löngu. Minni bátarnir hafa ekkert verið á veiðum þangað til núna því Helgi skipstjóri á Margréti GK hóf róðra núna um helgina og landaði um átta tonnum í fyrsta róðri sínum í Sandgerði á línu. Þennan afla fékk hann á fjórtán þúsund króka, eða u.þ.b. 240 kíló á bala uppreiknað.

Það telst nú vera mjög gott miðað við ágúst.

Það er nú þannig að allir minni línubátarnir eru farnir í burtu og Margrét GK mun væntanlega líka fara – en það gæti breyst ef veiðin hérna fyrir sunnan verður góð.

Í það minnsta þá eru engir 29 metra togarar á línuslóðinni en þeir hafa hangið á þeirri slóð í mars og apríl og þá rétt utan við Sandgerði eins og ég hef skrifað um.

En það var ekki bara einn bátur sem hóf veiðar með línu í ágúst því Maron GK hóf netaveiðar

í Faxaflóanum og hefur veiðin verið ansi góð hjá honum. Maron GK hefur landað um 25 tonnum í fimm róðrum og mest 7,6 tonn í róðri.

Maron GK er eins og við vitum í eigu Hólmgríms en hann hefur gert út frá Suðurnesjum í vel yfir þrjátíu ár. Flaggskipið hans, Grímsnes GK, eyðilagðist í eldi í vetur og það þýðir að Maron GK er núna flaggskipið hans, sem sé stærsti báturinn hans. Ekki er vitað á þessari stundu hvað verður, hvort stærri bátur muni koma í staðin fyrir Grímsnes GK.

Meira um línubátana því að núna eru allir bátarnir frá Einhamri í Grindavík (Auður Vésteins SU, Vésteinn GK og Gísli Súrsson GK) komnir til Stöðvarfjarðar. Þeir voru allir stopp í um fimm til sex vikur og tekur smá tíma að koma

AFLAFRÉTTIR

Gísli

þeim í gang, varðandi dælur og fleira. Núna í ágúst munu bátarnir reyna fyrir sér á grálúðunni út af af austfjörðum, sem eru hátt í 50 mílur þar út, sem er nú þokkalega langt.

Dúddi Gísla GK er líka kominn á veiðar en hann er kominn til Skagastrandar og hefur landað þar fjórum tonnum í einni löndun. Hópsnes GK er þar líka en hann er bölum og hefur landað þar 26 tonnum í sex róðrum og mest 8,2 tonn í róðri. Af þessuim afla hjá Hópsnesi GK er þorskur 12,7 tonn og ýsa um 11 tonn.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Reynisson gisli@aflafrettir.is
6 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M

Allt fyrir helgina!

Krossmói

Opið 10–19

Iðavellir

Opið 10–21

Grindavík

Opið virka daga 9–19

Opið um helgar 10–19

Betra verð með appinu!

Tilboð gilda 17.–20. ágúst Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

Með storminn í fanginu

n Fyrrum útgerðarmaður, fiskbúðareigandi og nú eigandi hótels og veitingastaðar í Grindavík. n Eldhamarsslysið mikið áfall.

„grindavík á helling inni sem ferðamannastaður,“ segir Ólafur arnberg, fyrrum útgerðarmaður og núverandi veitinga- og hótelrekstrarmaður.

GRINDAVÍK

Ólafur hefur reynt margt á langri ævi og er ekki beint hægt að segja að líf hans hafi alltaf verið dans á rósum. Hann byrjaði mjög ungur til sjós, gerðist síðar útgerðarmaður og gekk oft á ýmsu hjá honum í rekstrinum og á endanum vatt hann kvæði sínu í kross og fór út í veitinga- og hótelbransann. Hann verður 72 ára á þessu ári, er farinn að huga að því að setjast í helgan stein og vill að veitingastaðurinn sem heitir Brúin, og hótelið sem er í sama húsnæði og heitir einfaldlega Hótel Grindavík, komist í góðar hendur. Ólafur telur stór tækifæri felast í ferðaþjónustu í Grindavík en vill þá sjá bæjaryfirvöld beita sér meira.

Ólafur skautaði yfir æskuna.

„Ég er fæddur í Árnessýslunni, er bóndasonur en þegar mæðuveikin kom upp þurftum við að skera allt fé niður og fluttum þá í Kópavog. Svo skildu foreldrar mínir og ég flutti með mömmu í Hafnarfjörð. Ég var ekki að finna mig í skóla og stakk af um jólin þegar ég var í fyrsta bekk í gagnfræðiskóla og réði mig á Gullfoss sem messagutti, var þá fjórtán ára gamall. Ég

var á Gullfossi fram í apríl þegar pabbi dó, fór ekki aftur um borð og flutti svo til Grundarfjarðar þar sem tveir eldri bræður mínir voru komnir með eigin bát og ég fékk pláss hjá þeim. Eftir það var ég á hinum og þessum bátum og eftir mjög lélega vertíð ´67-´68, ákvað ég að fara eitthvert annað og endaði í Grindavík. Ég sá auglýst eftir beitiningarmanni á Albert og lét Þórarinn Ólafsson sem átti bátinn, ekki í friði fyrr en hann réð mig. Fljótlega kynntist ég Helgu dóttur hans og við byrjuðum saman. Ég fann fljótt að ég vildi sækja mér skipstjórnarréttindi og hóf nám í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum en kláraði seinna árið í Reykjavík. Eftir það réði ég mig aftur á Albert, nú sem annar stýrimaður og var á honum þar til ég vildi reyna fyrir mér sem útgerðarmaður.“

Útgerðarmaður og fisksali

Það gekk á ýmsu á útgerðarferli Ólafs og um tíma rak hann fiskbúð í Grindavík. „Ég keypti fyrsta bátinn ásamt Páli Hreini Pálssyni sem þá átti Sævík en nafnið breyttist síðar meir í Vísir hf. Ég fann fljótt að ég vildi frekar vera einn í útgerð og fór því út úr því. Fór um tíma aftur á Albert en var með augun á bátum til sölu og stökk á bát árið 1977, breytti

„Þetta áfall fékk mjög mikið á mig, þetta leiddi til gjaldþrots og hjónaskilnaðar og þarna upplifði ég einn erfiðasta tíma lífs míns en ég er ekki svo auðveldlega sleginn niður og komst aftur á lappir.“

nafninu í Eldhamar sem var sama nafn og útgerðin mín bar allar götur síðan. Það gekk á ýmsu á þessum árum en alltaf barðist maður áfram, það voru hæðir og

lægðir í þessu. Ég seldi þennan bát sem ég hafði keypt, leigði annan og þegar ég skilaði honum ári síðar, var eins bátur til sölu og ég keypti hann og gerði út í nokkur ár. Ég var farinn að selja talsvert af fiski til fisksala í Grindavík en eitthvað gekk viðkomandi illa að borga svo hann lét mig fá búðina upp í skuldina og þar með var ég líka farinn að reka fiskbúð! Útgerðin var samt áfram hornsteinninn og um tíma seldi ég mikið af fiski í matvöruverslanir í Reykjavík og þ.a.l. þurfti ég að fara út í fiskverkun líka, við flökuðum ófá kílóin þá. Út frá þessu hófst líka saltfiskverkun sem Þóri sonur minn stýrði mjög vel. Ég fór út úr útgerð um tíma og setti orkuna í fiskverkunina en útgerðarmaðurinn togaði alltaf og því var ég kominn með nokkra báta stuttu síðar og gerði út á línu. Þetta var á þeim tíma sem línutvöföldunin var sett á en hún virkaði þannig að helmingur aflans taldi ekki til kvóta ef bátar og skip réru á línu, hvort sem var á balalínu eða með beitningarvél,“ segir Ólafur.

Áfall og ástin bankar á ný

Ólafur lenti í áfalli sem enginn

útgerðarmaður vill lenda í, bátur frá honum fórst. „Árið 1989 keypti ég bát frá Ísafirði, gaf honum að

sjálfsögðu nafnið Eldhamar en því miður reyndist báturinn mjög illa. Við ákváðum að lengja hann í Póllandi og þegar hann kom til baka og var að koma úr sínum fyrsta róðri í lok nóvember árið 1991, fórst hann í Hópsnesinu

við Grindavík og allir nema einn fórust úr sex manna áhöfn. Ég var að halda fertugsafmælið mitt þetta sama kvöld og átti von á áhöfninni í afmælið en fékk þessar hörmulegu fréttir. Þetta áfall fékk mjög mikið á mig, þetta leiddi til gjaldþrots og hjónaskilnaðar og þarna upplifði ég einn erfiðasta tíma lífs míns en ég er ekki svo auðveldlega sleginn niður og komst aftur á lappir.“ Eftir áföllin fann Ólafur ástina aftur. „Árið 2000 hitti ég konuna

mína, Ingu Gunndórsdóttur. Hún kom af fullum krafti inn í útgerðarbaslið með mér, sá um allt í landi á meðan ég var á sjó og reyndist mér mikil stoð og stytta. Ég hafði verið byrjaður aftur í útgerð, lagði upp hjá Þrótti sem var gamla fiskverkunin sem ég stofnaði en Þórarinn, fyrrum tengdafaðir minn, hafði keypt af mér og Þóri, sonur minn, stýrði. Einhver bátaskipti urðu næstu árin en þegar Þórarinn féll frá og fiskverkunin lognaðist út af, fundum við Inga að nú væri kominn tími til að gera nýja hluti og hættum endanlega í útgerð árið 2012. Þegar við vorum búin selja síðasta bátinn fórum við að velta fyrir okkur hvað við gætum gert við húsnæðið sem Eldhamar ehf. hafði keypt af Þrótti. Ég geymdi veiðarfæri þarna, náði að selja þau til Hornafjarðar og því stóð húsið autt.“

Brúin og Hótel Grindavík

Fljótlega fengu Ólafur og Inga hugmynd að opnun kaffihúss en sú hugmynd endaði sem 300 fm. veitingastaður. „Við opnuðum Brúna á Sjómannahelginni árið 2013 og svo vatt þetta upp á sig og á svipuðum tíma byrjuðum við að breyta neðri hæðinni í hótel. Við opnuðum Hótel Grindavík í fyrra, sömuleiðis á Sjómannahelginni, þetta eru fimm herbergi núna og ég er búinn að láta teikna stækkun og eftir hana mun hótelið vera með nítján herbergi. Það er greinilegt að þetta vantar hér í Grindavík, ég er með 100% nýtingu núna og geri allt eins ráð fyrir að hún haldi sér í vetur. Ég er með morgunmat fyrir hótelgesti og er svo með veitingastaðinn opinn frá klukkan 18 til 21. Ég er sannfærður um að Grindavík á helling inni sem ferðamannastaður og myndi vilja sjá bæjaryfirvöld gera meira í því að laða ferðamenn inn í bæinn. Það er sorglegt að vera með vinsælasta ferðamannastað Íslands hinum megin við Þorbjörn en baðgestir vita ekki að hinum megin við fjallið er mjög flottur sjávarútvegsbær með ríka sögu. Eftir skjálftavirknina og eldgosin hefur að sjálfsögðu orðið breyting og mun fleiri ferðamenn koma til Grindavíkur en hér væri hægt að gera svo miklu, miklu meira.

Ég er að verða 72 ára gamall og finn að ég vil fara setjast í helgan stein. Fyrir aðila sem hefur áhuga á að eiga og reka veitingastað og hótel, er hér um frábært tækifæri að ræða vil ég meina. Öll aðstaða hér er mjög góð, stórt eldhús o.s.frv. svo ég hvet áhugasama um að kíkja til mín í heimsókn, ég mun taka vel á móti viðkomandi,“ sagði Ólafur að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Myndir teknar inni á veitingastaðnum, í hótelherbergjunum og að utan. Inga og Ólafur við inni á Brúnni.
8 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Ólafur við málverk sem Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, málaði utan á húsnæðið.

n Klemenz Sæmundsson er nýr skólameistari Fisktækniskóla Íslands í Grindavík

BREYTTIR TÍMAR OG MEIRI

ÞÖRF Á SÉRFRÆÐIKUNNÁTTU

„Það eru mikil sóknarfæri í bláa hagkerfinu, m.a. í fisktækni, gæðastjórn, vinnslutækni og fiskeldi. Það er talað um að það muni vanta um 800 starfsmenn bara í fiskeldi á komandi árum,” segir nýr skólameistari Fisktækniskóla Íslands, Klemenz Sæmundsson.

talsvert stærra húsnæði og munum því geta fjölgað nemendum sem er eitt af markmiðunum.“

Fisktækniskóli Íslands fagnaði tíu ára starfsafmæli í fyrra en grunnur að stofnun skólans var þó fyrst lagður árið 2007. Það var Ólafur Jón Arnbjörnsson sem þá var skólameistari Fjölbrautaskóla

Suðurnesja, sem var einn hvatamanna að stofnun skólans og hefur verið skólameistari frá upphafi. Klemenz hefur kennt við skólann um árabil en er nú tekinn við stjórninni. „Það var Ólafur Jón Arnbjörnsson sem byggði þennan skóla upp og ég tel mig vera taka við mjög góðu búi. Það má segja að skólinn sé búinn að slíta barnsskónum, Ólafur ruddi brautina og nú er það mitt að þróa skólann og festa enn frekar í sessi. Kannski er þetta mjög góður tímapunktur því framundan eru flutningar, skólinn er búinn að sprengja núverandi húsnæði utan af sér og því verður gott að flytja á næsta ári í nýtt húsnæði á Hafnargötunni í Grindavík. Þetta er húsnæði sem stórútgerðin Þorbjörn á en fyrir þá sem ekki þekkja til, var fyrirtækið Hælsvík þar áður með fiskvinnslu. Það er verið að taka húsnæðið algjörlega í gegn og við fengum að taka þátt í hönnun skólans sem er auðvitað frábært. Við munum verða í um-

Fisktækniskólinn náði ákveðnum áfanga í fyrra þegar allt námið var samþykkt af Menntamálaráðuneytinu og þar með niðurgreitt og það er eitt af mikilvægustu verkefnunum framundan, að tryggja þann fjárstuðning ríkisins áfram.

„Í fyrra voru allar námsbrautir skólans samþykktar af Menntamálaráðuneytinu, það skipti okkur og ekki síst nemendur mjög miklu máli. Fram að því hafði bara grunnnámið í fisk -

tækni verið samþykkt sem þýddi að ef nemandi vildi halda áfram í framhaldsnámi, þurfti viðkomandi að borga um 400 þúsund í skólagjöld fyrir eina önn, í stað u.þ.b. tuttugu þúsund króna. Þó svo að þetta hafi verið samþykkt í fyrra og þetta gildi núna, er ekki tryggt að stuðningurinn haldi áfram eftir áramótin og því verður þetta eitt af mínum helstu verkefnum, að tryggja þennan stuðning ríkisins áfram.

Þessi skóli hefur algjörlega sannað sitt gildi, það eru mjög breyttir tímar í fiskvinnslu í dag og meiri þörf á sérfræðikunnáttu. Við vitum að fólk fer seinna á vinnumarkað í dag. Ég var sjálfur t.d. byrjaður að vinna í fiski þegar ég var átta ára gamall og hafði auð-

Þessi skóli hefur algjörlega sannað sitt gildi.

vitað bara gott af því en sjálfsagt var það ekkert sniðugt svona eftir

á að hyggja. Slys voru mun tíðari á þeim árum, ekki síst á ungmennum og sjálfur lenti ég t.d. illa í því þegar ég var fimmtán ára, var heppinn að missa ekki af mér fótinn. Aðbúnaður hefur auðvitað snarlagast síðan þá og slysatíðni lækkað, meðal annars vegna aukinnar tækni og menntunar starfsfólks. Atvinnugreinin í dag og þá er ég að tala um í sjávarútvegi og fiskeldi, er mjög alþjóðleg og við kennum orðið jöfnum höndum á íslensku, ensku og pólsku. Við notumst við kennslukerfi sem heitir LearnCove, það aðlagar kennsluefnið að tungumáli nemanda. Þó svo að bækistöðvar skólans séu í Grindavík kennum við víða um land, nemendur eru þá bæði í fjarnámi auk þess sem kennari mætir á

viðkomandi stað í einn til tvo daga í kennslulotu.

Varðandi framtíð skólans þá viljum við auðvitað stækka. Það eru mikil sóknarfæri í hinu bláa hagkerfi og okkar markmið eru að menntun starfsfólks haldist í hendur við þá tækniþróun sem er að eiga sér stað. Ég á ekki von á öðru en þessi frábæri skóli eigi eftir að festa sig vel í sessi innan íslensks framhaldsskólakerfis, ég hlakka mikið til að leiða skólann næstu ár,“ sagði Klemenz að lokum. Skólasetning Fisktækniskóla Íslands fer fram föstudaginn 18 ágúst kl. 10:00 í húsnæði Fisktækniskólans, Víkurbraut 56. Ennþá er hægt að innrita sig á brautir skólans. Frekari upplýsingar á heimasíðu skólans, www.fiskt.is

Lífssaga Didda Frissa

Bókakynning: í Samkomuhúsinu í Sandgerði Suðurnesjabæ næstkomandi laugardag, 19. ágúst, kl. 14.00

Bókin er 400 blaðsíður með fjölda mynda frá æsku og ferli Didda. Saga hans er saga óborganlegra ævintýra til sjós og lands.

Sagðar sögur úr bókinni, sýndar myndir. Þórólfur Þorsteinsson leikur á harmonikku.

Allir velkomnir, kaffiveitingar.

Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni er margt til lista lagt, enda hefur hann komið víða við á lífsleiðinni.

Í tómstundum fæst hann við myndlist og skriftir. Hann hefur haldið einkasýningar á myndverkum sínum og

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Úr verklegri kennslu Fisktækniskóla Íslands. Klemenz við skrifborðið sitt í skólanum.
áður sent frá sér þrjár bækur sem hlotið hafa hinar bestu viðtökur.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 9

Félagsvirkur orkuráðgjafi í Vogum

„Vogar eru á mikilli uppleið, það eru mikil tækifæri hér,“ segir Friðrik Valdimar Árnason sem er alinn upp í Vogum og fluttist þangað aftur ásamt fjölskyldu sinni eftir að hann og kona hans luku námi í Danmörku. Hann hefur alltaf verið virkur í félagslífi Vogabúa og tekur í dag þátt í bæjarpólitíkinni.

Það er stutt að skjótast til Reykjavíkur, stutt upp á flugvöll enda er alltaf að aukast að fólk flytji af höfuðborgarsvæðinu til okkar ...

Held ég sé búinn með minn skammt af ferðalögum í sumar

Friðrik fór yfir fyrstu skrefin í sínu lífi. „Ég er alinn upp hér í Vogum og hef búið hér mestan hluta lífs míns. Það eru forréttindi að ala upp börn í Vogum þar sem frelsið er mikið, við Helga Ágústsdóttir, eiginkona mín, eigum fjögur börn saman. Eftir að grunnskólagöngu lauk fór ég í Fjölbrautaskóla

Suðurnesja en færði mig yfir í Iðnskólann þar sem ég kynntist Helgu og útskrifaðist sem tækniteiknari.

Eftir útskrift fór ég að vinna, fyrst á bílaleigu á Keflavíkurflugvelli og svo hjá Icelandair. Við Helga fórum svo að huga að frekara námi og vorum nálægt því að fara til Bandaríkjanna í nám en ákváðum svo að Danmörk væri þægilegri staður því við vorum með frumburðinn okkar, Finn Valdimar, og settumst að í Óðinsvéum og fórum í nám. Ég byrjaði í byggingafræði og eftir útskrift ákváðum við að flytja til Kaupmannahafnar og ég stundaði nám í orkutæknifræði sem snýst aðallega um að nýta orkuna sem best. Við fluttum svo heim árið 2013 og fór ég að vinna hjá Orkusölunni, byrjaði að vinna í orkuráðgjöf fyrir fyrirtæki og var aðallega í greiningum og ráðgjöf í fyrirtækjum, hvernig þau gætu dregið úr orkunotkun. Ég færði mig svo um tíma yfir til Isavia þar sem ég var verkefnastjóri í byggingaframkvæmdum. Í því starfi nýttist það sem ég lærði fyrst í Danmörku en áhugi minn liggur meira í orkugeiranum og ég fór aftur yfir til Orkusölunnar sem sérfræðingur í hleðslulausnum. Ég þurfti aðeins að uppfæra kunnáttuna frá því úr orkunáminu, læra á hvernig rafmagnið virkar, sólarsellur, mótorar og annað slíkt og er í dag að að fara út um allt land og skipuleggja uppbyggingu á hleðsluneti Orkusölunnar.“

Virkur í félagsstarfinu í Vogum

Friðrik hefur alltaf tekið þátt í félagsstarfinu í Vogum. „Þegar við fluttum aftur til Voga fann ég hvað ég vildi láta gott af mér leiða, ég byrjaði strax að æfa og spila með Þrótti og tók þátt í starfinu í kringum fótboltann. Ég fór í stjórn eftir að ég hætti að spila og var um tíma formaður. Það var mjög skemmtilegur tími, mikill uppgangur þar sem við fórum úr fjórðu deild og komumst á endanum upp í næstefstu deild í fyrra. Svo datt ég í stjórn hjá Norræna félaginu, er gjaldkeri, en þetta er skemmtilegur félagsskapur sem heldur tengsl við vinabæ Voga í Noregi. Í sumar fór t.d. hópur héðan og tók þátt í hlaupi sem er til heiðurs Leifi Eiríks. Við erum byrjuð að huga að heimsókn Norðmannanna til okkar og hver veit, vonandi munu bætast við fleiri vinabæir á Norðurlöndunum. Í dag einbeiti ég mér að bæjarpólitíkinni en fyrir síðustu kosningar bauð ég mig fram fyrir hönd E-listans sem er óháður flokkur góðs fólks sem vill láta gott af sér

leiða fyrir samfélagið sitt. Vogar eru á góðri leið myndi ég segja, staðsetningin er frábær því við erum þannig séð mitt á milli. Það er stutt að skjótast til Reykjavíkur, stutt upp á flugvöll enda er alltaf að aukast að fólk flytji af höfuðborgarsvæðinu til okkar. Loksins er matvörubúð starfrækt í Vogum, það er verið að skipuleggja opnun heilsugæslu og nýlega opnaði nýr veitingastaður svo það er allt í gangi. Nú þurfum við bara að fara laða fyrirtæki inn í bæinn. Það er verið að skipuleggja stórt og mikið iðnaðarsvæði, Vogar búa yfir miklu landsvæði og sumstaðar liggur vatn undir sem hentar vel fyrir fiskeldi t.d. Ég myndi hvetja alla til að taka þátt í félagsstarfi í samfélaginu, því það er bæði gefandi og býr til gott samfélag.

Ég sé Voga fyrir mér eftir þrjú ár þannig að við verðum búin að stækka og fjölbreyttari atvinna verði í boði. Íþróttalífið mun þ.a.l. styrkjast, m.a. barna- og unglingastarfið. Ég sé ekki annað en við munum bara vaxa og dafna á næstunni,“ sagði Friðrik að lokum.

Hafliði Breki Bjarnason er átján ára nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hafliði er búin að vera að vinna á Langbest síðustu þrjú ár og ætlar að verja sumrinu þar ásamt því að ferðast innan- sem utanlands.

Aldur og búseta?

18 að verða 19 ára Keflvíkingur.

Starf eða nemi? Er að vinna hjá Langbest. Nýstúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér? Bara helvíti gott, fór í útskriftarferð til Krít í júní og svo til Tene í tvær vikur í byrjun júlí og svo bara vinna og vera með vinunum og fjölskyldu.

Hvar verður þú að vinna í sumar?

Verð að vinna á Langbest til loka ágúst.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Vinna eins mikið og hægt er en samt reyna gera skemmtilega hluti með vinum og fjölskyldu.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá? Held ég sé búinn með minn skammt af ferðalögum í sumar.

Eftirlætisstaður á Íslandi?

Flatey á

Breiðafirði, það þurfa allir að kíkja þangað einhvern tímann á lífsleiðinni.

Hvað einkennir íslenskt sumar?

Vinna og ferðast, helst til útlanda. Reyna líka að eyða tíma með fjölskyldu og vinum og ekki pæla í skóla í smá stund. Njóta og lifa.

Áhugamál þín? Ferðast, tónlist, skíða, Formúla 1, vera með fjölskyldu og vinum.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?

Nei, það held ég ekki, kannski slá grasið heima.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?

Góða veðrið og sólin, hvort sem það er hérna heima eða einhvers staðar annars staðar skiptir mig ekki máli.

Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Úfff, þetta er erfið spurning. Ætli það sé ekki bara Overdrive með Post Malone.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?

Að geta komist í sólina og slakað smá eftir langan vetur.

En versta?

Að þú veist aldrei hvernig veðrið er að fara vera, gæti þess vegna byrjað að snjóa.

Uppáhaldsgrillmatur?

Smá erfitt val en held það sé bara nautið, klikkar seint.

Sumardrykkurinn í ár?

Fanta Lemon, engin spurning. Það þarf samt að vera ísskalt, mjög mikilvægt.

Njóta
lifa
og
Fjölskyldan í Flatey: Mikael Árni, Friðrik Steinarr í fangi Helgu móður sinnar, Anna Hulda og Finnur Valdimar. Fjölskyldan í Danmörku.
10 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Nýr sex

Heilsueflandiumhverfi

Heilsueflandi umhverfi

NÝR SEX DEILDA HEILSULEIKSKÓLI VIÐ BYGGÐAVEG 5

Skólar ehf. hafa samið við Suðurnesjabæ um rekstur á nýjum sex deilda heilsuleikskóla að Byggðaveg 5 sem opnar í mars á næsta ári. Skólar ehf. er 23 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fimm heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi, Reykjavík og Garðabæ.

deilda

heilsuleikskóli,

Taktu þátt í að byggja upp nýjan skóla fyrir yngstu börnin í Suðurnesjabæ.

Urriðaból,

Leikskólinn tekur mið af nýjustu lögum um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla og verður í samræmi við menntastefnu bæjarfélagsins.

opnar í Garðabæ í haust

Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Laus staða aðstoðarleikskólastjóra:

Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar.

Skólar ehf. hafa samið við Garðabæ um rekstur á nýjum sex deilda leikskóla í Urriðaholti sem opnar í september nk. Skólar ehf. er um 20 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.

Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.

Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla.

Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla.

Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi.

góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi

Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast þau þarf líka að vera í fyrirrúmi.

Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast þau þarf líka að vera í fyrirrúmi.

Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga. Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök Heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd.

Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga. Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd.

Viðverustefna umbunar starfsmönnum fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á hjá.

Viðverustefna umbunar starfsmönnum fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á hjá.

• Aðstoðarleikskólastjóri https://alfred.is/starf/adstodarleikskolastjori-26 Þeir sem hafa ekki aðgang að alfred.is geta haft beint samband við Skóla ehf.

Taktu þátt í að byggja upp nýjan skóla fyrir yngstu Garðbæingana Leikskólinn tekur mið af nýjustu lögum um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla og verður í samræmi við menntastefnu bæjarfélagsins.

Við þurfum allt að 38 starfsmenn til að starfa í sex deildum. Störfin eru eftirfarandi:

– Leikskólastjóri

Nánari upplýsingar veitir Katrín Lilja Hraunfjörð, leikskólastjóri katrinlilja@skolar.is eða Kristín Margrét framkvæmdastjóri Skóla ehf. kristin.margret@skolar.is

– Aðstoðarleikskólastjóri

– Deildarstjórar fyrir sex deildir

– Fagstjóri í hreyfingu

– Fagstjóri í sköpun

– Sérkennslustjóri

– Matráður

– Aðstoðarmatráður

– Leikskólakennarar

– Leiðbeinendur

Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred .is og um skólann á skolar.is

Í SUÐURNESJABÆ OPNAR Í MARS Á NÆSTA ÁRI
HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA

Árangur í baráttu fyrir launum fatlaðra

Undanfarna daga hefur töluvert verið ritað og rætt um laun fatlaðra einstaklinga. Þar er margt sem ekki lítur vel út og vekur upp spurningar. Við hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum höfum farið aðrar leiðir í launamálum fatlaðra starfsmanna en þeir sem við berum okkur saman við. Þar hefur öll okkar orka síðustu tíu árin farið í að bæta kjör og aðbúnað þeirra starfsmanna sem hjá okkur vinna. Eftir að þjónusta sem ríkið veitti fötluðu fólki var flutt frá ríki til sveitarfélaga

1. janúar 2011 stóð Þroskahjálp á

Suðurnesjum frammi fyrir miklum vanda. Fótum var kippt undan umsvifamiklum rekstri í Ragnarseli á mælikvarða óhagnaðardrifins

áhugamannafélags. Og eftir sat félag og einstaklingarnir sem byggt höfðu upp þjónustuna með stórt húsnæði og skuldir. Í Ragnarseli var tekið á móti fötluðum börnum úr grunn- og framhaldsskólunum á Suðurnesjum eftir skólatíma. Þeim var boðin fjölbreytt félagsþjónusta, sjúkraþjálfun og gæsla til loka vinnudags. Með yfirtöku málefna fatlaðra til sveitarfélaganna færðist öll sú þjónusta yfir til skólanna. Sagan geymir afrek þessa fólks sem vann sig út úr vandanum, losaði húsnæði í Ragnarseli og greiddi upp skuldir þegar tekjurnar hættu að berast. En draumurinn um stuðning og atvinnusköpun fyrir fatlaða var á lífi. Dósasel var þá komið á koppinn og hefur verið eini starfandi vinnustaður fyrir þann hóp á Suðurnesjum allar götur síðan. Sjálfstætt starfandi félag sem hefur ekki notið opinberra styrkja umfram annað atvinnulíf ef frá er talin niðurfelling fasteignagjalda af húseign félagsins.

Styrkari rekstur, betri laun Framan af var rekstur Dósasels erfiður en með viljann að vopni og nánu samstarfi við yfirmenn og starfsfólk Endurvinnslunnar

og vélvæðingu starfseminnar fóru góðir hlutir að gerast. Fyrstu árin í rekstri Dósasels voru lág laun greidd til viðbótar við bætur. En með samstilltu átaki stjórnarmanna, Endurvinnslunnar og fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli var skotið styrkum fótum undir starfsemina í Dósaseli.

Meginmarkmiðið var að styrkja reksturinn og bæta starfskjör og aðstöðu starfsmanna. Eftir að við kynntum okkur launakjör hjá

öðrum og sambærilegum vinnustöðum lá ljóst fyrir að slík kjör

ætluðum við aldrei að greiða. Við gerðum því samkomulag við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur um kaup og kjör okkar starfsmanna. Markmiðið var að fatlaðir starfsmenn Dósasels fengju sambærileg launakjör og tíðkuðust á almennum vinnumarkaði. Það var auðvitað bratt og því fylgdi mikil

áskorun fyrir veikburða rekstur og litla tekjumöguleika að ná því marki. Samkvæmt samkomulagi sem við gerðum við VSFK greiddum við okkar starfsfólki 50% af almennum launataxta á meðan við styrktum reksturinn til að standa undir frekari launakostnaði. Með samningum fengu starfsmenn Dósasels öll þau réttindi sem aðrir félagsmenn í VSFK hafa. Þar með talið aðgengi að leigu sumarhúsa, afslætti í líkamsrækt og önnur kjör og hlunnindi sem félögum stendur til boða. Þrátt fyrir að okkar fólk nýti sér þessi hlunnindi á takmarkaðan hátt eru þau mikilvæg fyrir starfsmenn okkar og stöðu þeirra. Að þau sitji við sama borð og aðrir. Við hjá Þroskahjálp erum þakklát starfsmönnum og forystufólki VSFK fyrir þeirra skilning og hjálpsemi að koma skikki á launamál okkar fólks. Og ekki síður fyrir að taka á móti þeim eins og öðrum fullgildum félagsmönnum á starfssvæði VSFK. Í dag greiða allir starfsmenn félagsgjald til VSFK.

Launin eru sambærileg

Í dag skrifa allir launamenn undir ráðningasamning þar sem fram kemur starfs hlutfall og í dag eru út borguð dagvinnulaun

2.225 kr./klst. og næt urvinna 4.004 kr./klst. Þá fær okkar fólk eins og aðrir 10,17% orlof greitt inn á orlofsreikning sem greitt er út í maí á hverju ári. Launahækkanir eru í takt við það sem gerist á almennum markaði.

Lengi vel var starfsfólki boðið upp á hafragraut í morgunmat og heita máltíð í hádeginu. En áhugi var ekki á því til lengdar hjá starfsmönnum svo því hefur að mestu verið hætt en stendur til boða breytist forsendur. Sama var upp á teninginn þegar fyrirtækið Dynjandi gaf starfsmönnum vinnufatnað að ekki var áhugi fyrir að klæðast sérstökum fatnaði í vinnunni. Ég held að það hafi verið þeirra leið til að vera hluti af samfélaginu og ekki sérstaklega merkt eða öðruvísi klædd. Þetta lærðum við með samstarfinu í Dósaseli og þar fann enginn upp hjólið en við þekkjum hvert á annað. Starfsandinn er líkari stóru heimili en vinnustað þar sem nýliðar njóta þekkingar þeirra reyndari og samkennd er stór hluti daglegs lífs. Við erum öll einstök og hlúum að hæfileikum hvert annars sem af einhverjum ástæðum er hluti af okkar starfsmönnum. Þegar einhver þarf að fara í bílpróf, fá ný

gleraugu eða sækja sér heilbrigðisþjónustu er það oft leyst eins og á hverju öðru heimili. Við gerum það saman. Eðlilega er Dósasel ekki vinnustaður fyrir alla fatlaða og það þarf töluvert líkamlegt og andlegt atgervi til að standast álag og vinnutíma.

Uppskeran er ríkuleg

Þjónusta starfsmanna í Dósaseli er samfélagsleg þjónusta þeirra við íbúa á Suðurnesjum. En starfsemin nýtur líka stuðnings einstaklinga og fyrirtækja sem við erum þakklát fyrir. Fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli hafa lagt starfseminni lið og sum gefa allar tómar dósir og flöskur í Gjafasjóð Dósasels. Eldri borgarar sem alltaf eru á röltinu safna dósum og leggja í Gjafasjóð og margir aðrir sýna stuðning í verki. Starfsemin í Dósaseli verður aldrei sterkari en það bakland sem íbúarnir sýna starfseminni. En starfsmenn Dósasels standa líka vaktina fyrir íþróttahreyfinguna

og þjónusta Flugstöðina á Keflavíkurflugvelli alla daga ársins þegar kallað er eftir að tæma full ílát af flöskum og dósum.

Ánægjulegustu tíðindin eru þegar okkar starfsmenn eru kallaðir til starfa hjá öðrum fyrirtækjum. Hæfileikar og reynsla okkar fólks er eftirsótt í þjónustustörf í öðrum fyrirtækjum og við gleðjumst innilega þegar til þeirra er leitað. Margir hafa þannig fest sig í sessi á almennum vinnumarkaði á eigin ábyrgð, með reynslu og þekkingu úr Dósaseli. Uppskeran af starfinu verður ekki ríkulegri en það. Kannski finnst fólki þetta allt svo sjálfsagt, en það er það ekki og ábyrgð okkar allra er mikil á því að þessi tækifæri sem við sköpum í Dósaseli verði áfram til staðar.

Okkar starfsmenn rísa undir þeirri ábyrgð. Þess vegna er það okkar ósk að samfélagið á Suðurnesjum standi áfram vörð um starfsemina í Dósaseli. Þannig tryggjum við sambærileg launakjör fyrir okkar fólk.

Ásmundur Friðriksson, fv. formaður.

Hvar er íbúalýðræðið?

Höfundur: Margrét S Þórólfsdóttir.

Hópfimleikaferð til Danmerkur

Árið 2022 hófu níu fimleikastelpur úr Keflavík ásamt foreldrum þeirra undirbúning og fjáraflanir fyrir ferð til Danmerkur. Tilefni ferðarinnar var að fara í æfingabúðir í hópfimleikum í Ollerup. Brottför var loks þann 30. júlí 2023 og var mikill spenningur í hópnum. Einnig voru þjálfarar stúlknanna með í för, systurnar Hildur Björg og Ásdís Birta Hafþórsdætur.

Þjálfararnir voru á þjálfaranámskeiði á meðan stelpurnar voru á æfingum. Frá morgni til kvölds var mikil dagskrá, nokkrar fimleikaæfingar, dansæfingar, hópefli og slip and slide. Eftir kvöldmat gátu stúlkurnar t.d. valið að fara í sund, frisbígolf eða strandblak. Rétt fyrir svefninn var svo danskt „Hygge“, þá voru allir iðkendur saman komnir þar sem ýmislegt skemmtilegt var gert eins og að syngja, fara í leiki og í Kahoot-spurningakeppni. Stelpurnar nutu sín í botn í ferðinni, lærðu helling af þjálfurum Ollerups og skemmtu sér vel. Mikil ánægja var með ferðina og myndu stelpurnar vilja fara aftur í æfingabúðirnar eftir eitt ár. Að lokum vilja þær skila þakklæti til allra sem styrktu þær á einn eða annan hátt fyrir þessari æðislegu æfingaferð.

Fyrir hönd hópsins, Jane Petra Gunnarsdóttir, fararstjóri.

Eitt af því sem Píratar og óháðir settu sem aðalstefnumál á stefnuskrá sinni í kosningabaráttunni í síðustu bæjarstjórnarkosningum var íbúalýðræði. Þar sem íbúar í þeim hverfum sem Reykjanesbær samanstendur af gætu komið skoðunum sínum á framfæri og þar með opnað stjórnsýsluna í sátt og samlyndi við íbúa Reykjanesbæjar. Þar mátti líka finna þessa grein: „Ef upp koma stór mál eða ágreiningur um málefni er varðar bæjarfélagið hvort sem það eru skipulagsmál, atvinnumál eða önnur vafamál þá ætti að halda íbúafund um sem væri þá upplýsandi fyrir bæjarbúa um málefnið.“ Þegar líða tók á kosningabaráttuna voru allir hinir flokkarnir farnir að taka undir það að efla þyrfti íbúalýðræði í bæjarfélaginu en hvað svo? Íbúar hafa verið að kalla eftir íbúafundum, t.d. um innflytjendamál, húsnæðisvandamál og fleiri málefni, en þau köll hafa verið hunsuð eða fengið þau svör að slíkur fundur sé ekki á döfinni hjá þeim sem stjórna hér í

Reykjanesbæ. Ætlar stjórnsýslan að hunsa allar beiðnir um íbúafundi eða samráð við bæjarbúa? Eru stefnur settar fram korter fyrir kosningar með fögrum orðum en nokkrum mánuðum síðar er allt gleymt og grafið? Í heimsmarkmiðum Sameinu þjóðanna sem Reykjanesbær hefur haft að leiðarljósi er fjallað um „VELLÍÐAN ÍBÚA“, um aukin lífsgæði og samskipti bæjarbúa sem veitir þá jöfn tækifæri til heilbrigðs lífs og hamingju. Ef íbúalýðræði væri virkt þá ætti bæjarstjórnin/stjórnsýslan að kalla til íbúalýðræðisfunda tvisvar á ári þar sem bæjarstjórn kemur með upplýsingar fyrir bæjarbúa og í framhaldi af þeim fundum gætu íbúar farið í vinnuhópa og unnið tillögur sem væru upplýsandi fyrir stjórnsýslu bæjarins. Ef íbúar kalla eftir íbúafundi þá ætti stjórnsýslan/bæjarstjórn að taka því fagnandi. Þannig mun aðkoma íbúa verða virkari innan stjórnsýslunnar því öll viljum við það besta fyrir bæjarfélagið okkar, þess vegna þurfum við að setja Reykjanesbæ í fyrsta sæti í sátt og samlyndi allra íbúa bæjarins með því að efla beint lýðræði og draga úr miðstýringu valdsins með einhliða ákvarðanatöku. Við íbúar eigum að hafa þann rétt að láta rödd okkar heyrast og taka þátt í okkar nærsamfélagi, tala um hlutina og leita sameiginlegra lausna.

12 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M

Grasið fer í vetrardvalann

Nú loksins þegar grasið er farið að láta sjá sig í sínum besta lit og farið að vera vel spilhæft fer senn að líða að lokum tímabils. Septembermánuður er að renna upp sem þýðir að fótboltasumrinu fer að ljúka og grasið fer að setjast í vetrardvala allstaðar á landinu. Það spá kannski ekkert mörg knattspyrnulið í því þegar grasið fer í vetrarbúninginn en við Grindvíkingar sem stundum þessa frábæru íþrótt kvíðum þeim tíma árs.

Grindvíkingar skarta þremur fínum grassvæðum sem koma misvel undan vetri og einungis er hægt að leika

á því í nokkra mánuði en við getum ekki sagt að við leikum þessa mánuði við toppgrasaðstæður þar sem grasið er nú oftast ekki orðið „leikhæft“ fyrr en í júní.

Því kvíða grindvískir knattspyrnumenn vetrinum?

Í september fækkar æfingum, æfingar styttast og ekki er hægt að leika keppnisleiki í okkar heimabæ

þar sem við höfum ekki löglegan völl yfir vetrartímann. Grindvískir iðkendur æfa töluvert færri klukkustundir að vetri til miðað við aðra klúbba og þarf engan Albert Einstein til þess að finna út að það komi niður á framþróun leikmanna Grindavíkur.

Grindavík hefur átt nokkra leikmenn á síðustu árum

í úrtökum fyrir yngri landslið Íslands og hafa nokkrir

þeirra komist áfram í lokahópa sem segir okkur að þjálfunin er góð en við gætum átt fleiri leikmenn með betri aðstöðu.

Hópið

Hópið sem var tekið í notkun haustið 2008 var stórt skref í framþróun knattspyrnu í Grindavík á sínum tíma og hefur nýst okkur vel í gegnum tíðina. Stærðin var flott árið 2008 miðað við iðkendur og æfðu stundum tveir flokkar á sitthvorum vallarhelmingnum en í dag er það ekki hægt sökum fjölda á æfingum sem þýðir að æfingatímunum fækkar og náum við ekki að bjóða iðkendum upp á þá þjálfun og þjónustu sem við myndum vilja gera.

Ákveðið var í haust að skipta ekki um gervigras í Hópinu sem var farið að slitna vel í sundur og orðið öllum þeim sem léku þar inni mikil hætta á meiðslum. Ákveðið var að fara í bráðabirgðaviðgerð sem átti að duga í tvö ár en grasið er farið að losna í sundur aftur og eru viðgerðirnar orðnar hættulegar á ný og leikmenn eiga á hættu að festa fæturnar. Ljósin voru farin að syngja sitt síðasta en búið er að skipta þeim út í sumar sem er frábært. Engin búningaaðstaða er fyrir iðkendur til þess að skipta um föt eða fara í sturtu eftir æfingar. Við erum búnir að hafa klósettgám fyrir utan Hópið síðan 2008 og skammast maður sín niður í skó þegar fólk spyr hvort það sé klósett á svæðinu og þarf að benda á þennan gám sem er orðinn mjög lélegur og eiginlega bara óbjóðanlegur.

Æfingar í Hópinu

Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá æfa grindvískir iðkendur töluvert minna en aðrir klúbbar sökum aðstöðuleysis í Grindavík. Ég tók við yfirþjálfun yngri flokka síðasta haust og var mitt fyrsta verk að búa til æfingatöflu og reyna að koma öllum fyrir í Hópinu sem ætla sér að æfa. Ég sá það fljótt að ekki væri möguleiki fyrir alla flokka að æfa jafn mikið og önnur félög gera. Við tókum þá ákvörðun að panta völlinn á Álftanesi fyrir meistaraflokka félagsins þrisvar sinnum í viku til þess að koma yngri flokkum betur fyrir á skikkanlegum tímum og til þess að meistaraflokkar félagsins gætu nú æft á knattspyrnuvelli í réttri stærð. Þrátt fyrir að hafa losað um nokkrar klukkustundir í viku æfðum við samt töluvert minna en önnur félög.

Grindvískir krakkar þurftu að æfa til tíu á kvöldin á virkum dögum sem kom niður á svefni þeirra fyrir skóla. Oft heyrir maður talað um að krakkar í dag þurfi að sofa meira en þeir sem stunda knattspyrnu í Grindavík fórna svefninum til þess að ná að gera það sem þeir elska og er það að spila fótbolta.

Álftanes

Ég er fæddur og uppalinn Grindvíkingur en í vetur var maður nánast farinn að teljast sem Álftnesingur þar sem æfinga- og keppnisvöllur okkar Grindvíkinga var þar í vetur. Álftanes leigði okkur völlinn sinn mikið í vetur og stöndum við í þakkarskuld við þá fyrir að hafa látið okkur fá tíma til þess að æfa og spila með meistaraflokkana okkar ásamt því að leika okkar „HEIMALEIKI“ í yngri flokkum á Álftanesi. Það kostar ekki bara klúbbinn pening að leigja völlinn á Álftanesi heldur kostar það líka leikmenn, þjálfara, foreldra og dómara bæði tíma og bensínpening að koma sér til og frá vellinum.

Veturinn 2023 og Grindavík í heimilisleit

Nú fer senn að líða að vetri og er búið að fjölga í yngri flokkunum hjá okkur og viljum við efla grindvíska knattspyrnu enn meir og liggur við enn meira vesen við að koma iðkendum Grindavíkur fyrir í Hópinu þennan vetur. Allir yngri flokkar félagsins ásamt meistaraflokkum félagsins þurfa á æfingum að halda í vetur, því miður er ekki pláss fyrir allar þær æfingar í Hópinu. Því eru tveir möguleikar framundan hjá knattspyrnudeildinni og annað hvort munu meistaraflokkar félagsins eða yngri flokkar verða af æfingartímum sem er alls ekki gott fyrir grindvíska knattspyrnu þróun, seinni er að við munum detta í lukkupottinn aftur og fá leigða velli t.d. á Álftanesi og lítur út fyrir að einhverjir af yngri flokkum félagsins þurfi að æfa úr bænum allavega einu sinni í viku ásamt því að meistaraflokkar félagsins æfi þar líka. Einnig munum við halda áfram þeim hætti að leika alla heimaleiki Grindavíkur í 4. flokki og upp úr í öðrum heimabæjum sem verður að teljast mjög dapurt árið 2023.

Klukkustundir í viku á æfingum

Flokkur Grindavík ÍA Mism.

7. flokkur (1. og 2. bekkur) 2 klst. 3 klst. 1 klst.

6. flokkur (3. og 4. bekkur) 3 klst. 3 klst. 0 klst.

5. flokkur (5. og 6. bekkur) 3 klst. 4 klst. 1 klst.

4. flokkur (7. og 8. bekkur) 4 klst. 5 klst. 1 klst.

3. flokkur (9. og 10. bekkur) 4:30 klst. 5 klst. 30 mín.

Spurningin

Vill Grindavíkurbær standa í vegi fyrir því að grindvískir knattspyrnumenn nái langt í heimi knattspyrnunnar vegna aðstöðuleysis til æfinga og keppnisleikja yfir vetrarmánuðina?

Anton Ingi Rúnarsson.

Sál Voga og Vatnsleysustrandar

Sál hverrar byggðar er mannlíf, saga og náttúra. Sögulaus bær er þannig séð sálarlaus.

Sumir eiga fornar skrifaðar heimildir til að byggja á, t.d. Borgarfjörður með sitt frábæra landnámssetur í Borgarnesi, þar sem moðað er úr Egilssögu, Sturlungu og fleiri fornum ritum. Aðrir eiga minjar magnaðrar atvinnusögu, eins og Ísafjörður, Akureyri og ekki síst Siglufjörður, þar sem blásið hefur verið nýju lífi í síldarævintýri tuttugustu aldar með Síldarminjasafninu þar – vel kryddað með þjóðlagasafni til heiðurs séra Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafnara með meiru. Á Ísafirði og Djúpavogi hefur verið blásið nýju og öðruvísi lífi í eldgömul verslunarhús. Allt eru þetta fjölsóttir ferðamannastaðir, með mikið aðdráttarafl.

Hvað með okkar aldagamla Vatnsleysustrandarhrepp? Hver er sál arftaka hans, Sveitarfélagsins Voga? Hér nam Ingólfur Arnarson land og lét eftir frændfólki sínu og vinum, en það er fáorð saga og engar þekktar minjar um það. Hér var róið til fiskjar úr hverri vör í aldir og á því byggðist mannlíf, í þéttu dreifbýli. Meðan svo háttaði til var strax árið 1872 byggður hér einn elsti barnaskóli landsins, hefur starfað samfellt síðan. Eitt af mörgum húsum þess skóla bjargaði og endurbyggði Minjafélagið hér í sveit og er þar vísir að skólasafni –rétt við Kirkjuna á Kálfatjörn, sem var stærsta sveitarkirkja landsins þegar hún var byggð 1893.

Um aldir var fiskur dreginn hér á land á undursmáum tvíæringum, enda örstutt að sækja og þurfti ekki stærri skip. Enginn slíkur bátur hefur varðveist en Haukur Aðalsteinsson, skipasmiður, hefur smíðað einn slíkan eftir lýsingu sem varðveist hefur. Sá sami Haukur hefur dregið útgerðarsögu byggðarinnar, allt frá um 1200 til 1930, saman í bók sem Minjafélagið gaf út síðastliðið haust, undir titlinum Út á Brún og önnur mið.

Til eru trillur frá fyrstu áratugum vélbátaútgerðar og fyrsti vélbáturinn sem smíðaður var fyrir byggðarlagið í Danmörku 1930 er enn heillegur og vilja Minjafélag Vatnsleysustrandar og Minjavernd ríkisins varðveita hann sem sönnunargagn um upphaf vélbátaútgerðar hér á landi á tuttugustu öld.

Ljóðasamkeppni í tilefni af Ljósanótt

Menningarfélagið Bryggjuskáldin efnir til ljóðasamkeppni á Suðurnesjum í tilefni af Ljósanótt

Reglur keppninnar eru einfaldar: Innsent ljóð má ekki hafa birst áður og æskilegt er að það fjalli um Suðurnesin á einn eða annan hátt.

Veitt verða verðlaun fyrir besta ljóðið að mati dómnefndar og auk þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenningu.

Í dómnefnd sitja skáldin: Anton Helgi Jónsson, Ragnheiður Lárusdóttir, Guðmundur Magnússon, Gunnhildur Þórðardóttir og þýðandinn Helga Soffía Einarsdóttir.

Ljóðin skal merkja með dulnefni ásamt nafni, heimili, netfangi og símanúmeri höfundar í öðru lokuðu umslagi með sama dulnefni merkt „Ljós-

berinn“ til Bókasafns Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ.

Skilafrestur rennur út mánudaginn 28. ágúst.

Einnig má senda ljóðin ásamt upplýsingum um höfund á netfangið: stefania.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is ef það hentar betur.

Tilkynnt verður um úrslit föstudaginn 1. september 2023. Þá munu vinningshafar lesa upp ljóðin sín og taka

á móti viðurkenningu.

Sá viðburður verður auglýstur þegar nær dregur.

Með tilkomu svo stórra fiskiskipa (u.þ.b. tuttugu tonn) þurfti höfn. Besta hafnarstæðið reyndist vera í Vogum og því varð þéttbýlið þar til. Í frábærri bók sinni, Strönd og Vogar, sem Árni Óla, blaðamaður, tók saman upp úr 1960, var því spáð að Vogar yrðu síldarbær, en sú spá gekk ekki eftir. En Vogar

urðu útgerðarbær, stærri höfn var byggð (sem þó telst nú vera smábátahöfn) og aðstaða til að salta, þurrka og frysta fisk. Byggð voru salthús, þurrkhús og tvö frystihús. Fyrsta frystihúsið, Vogar hf., tók til starfa 1943 og starfaði fram undir 1990. Sú bygging stendur enn, að hluta til ónýt en heillegur kjarni. Fólk er ekki sammála um hvort beri að rífa húsið eða endurbyggja og ljá nýju líf. Sérfræðingar Minjastofnunar skoðuðu Voga hf. og sáu þar möguleika á að varðveita útgerðarsögu, enda markaði tilkoma þess varanleg spor í sögu byggðarinnar og er að auki eitt af elstu uppistandandi frystihúsum landsins. Þar mætti jafnframt skapa aðstöðu fyrir lista- og frístundastarfsemi og sögutengda ferðaþjónustu. Í vor vann Eva Dögg Jóhannsdóttir, nemi í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, mastersverkefni um þessa byggingu og gerði athyglisverðar tillögur um varðveislu hennar og verðugt framhaldslíf, í máli, myndum og líkani. Verkefnið var meðal lokaverkefna nemenda á sýningu í gamla Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og vakti athygli. Evu Dögg kynnir það verkefni heimafólki í Vogum í Álfagerði á komandi Fjölskyldudögum, opnar þar fimmtudaginn 17. ágúst kl. 16. Krækja á verkefni Evu Daggar: https://architecturesforcare. cargo.site/II-Frystihusid-iVogum-Eva-Johannsdottir Verkefnið er á ensku en þar er líka að finna þennan útdrátt Evu Daggar á íslensku: „Frystihúsið í Vogum var grundvöllur fyrir stækkun bæjarins. Frá byggingu þess 1941 var frystihúsið einn af stærstu vinnuveitendum bæjarins og var það allt fram á níunda áratuginn. Byggingin stendur auð í dag. Flestir íbúar hafa persónulega tengingu við bygginguna, en hún er samofin bæjarímyndinni. Er hægt að endurvekja frystihúsið til að styðja við félagslegar þarfir stækkandi Voga án þess að missa tenginguna við fortíðina? Stofnun menningarseturs sem nýtir aðlögunarhæfa endurnotkun getur stuðlað að þróun nýrra venja og hefða og skapað þannig grunn fyrir samfélagið áfram.“

Spakmæli manns sem vinnur að verndun mannvirkja og annars frá fyrri tíð: „Þar sem sögunni er haldið við og mannvirki fá endurnýjun lífdaga, þar er líf og þar er líka verðmætasköpun bæði í andlegum og veraldlegum skilningi.“

Vogum, sumarið 2023, Þorvaldur Örn Árnason.

SKIL Á AÐSENDU EFNI

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

vf@vf.is v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 13

Tvöfaldur heimsmeistaratitill til Keflvíkings

Gleði- og sorgartár féllu á sama tíma

keflvíkingurinn Jóhanna Margrét snorradóttir gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur heimsmeistari á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi og lauk á sunnudaginn. Ekki bara að Jóhanna sé af suðurnesjum, hesturinn sem hún keppti á heitir bárður og er frá Melabergi á stafnesi og til að fullkomna þrennuna þá tamdi snorri Ólason, faðir Jóhönnu, bárð.

Heimsmeistaramót íslenska

hestsins er haldið annað hvert ár og gildir sú regla með þá hesta sem fara frá Íslandi á mótið að þeir eiga ekki afturkvæmt. Ástæðan er einföld, um einfalda sóttvarnaraðgerð er að ræða. Jóhanna var nýbúin að kveðja Bárð og var að ferðbúast þegar blaðamaður náði tali af henni. „Þetta voru mjög blendnar tilfinningar, bæði ofboðsleg gleði yfir að hafa unnið tvo heimsmeistaratitla en í leiðinni mikil sorg yfir að þurfa kveðja þennan vin minn sem ég hef verið með nánast daglega í fimm ár, nokkrum klukkustundum eftir að keppni lauk fór hann til nýs eiganda í Sviss. Það voru því bæði gleði- og sorgartár sem féllu í gær en ég vissi auðvitað af þessu, svona eru reglurnar. Það voru líka sviptingar í sjálfri keppninni, ég var grátlega nærri því að landa þremur titlum, það munaði bara 0,03 á mér og þeim sem vann fjórgang V1 en svo vann ég tölt T1 og þar með samanlagt í fjórgangi og tölti eftir forkeppni.“

Þar sem leiðir skilja hjá Jóhönnu og Bárði þarf Jóhanna nýjan gæðing. „Ég er kominn með tvo hesta sem koma til greina sem keppnishestar, þeir eru átta og níu vetra en Bárður er þrettán vetra. Það er talað um að hestar geti verið að toppa allt að tuttugu vetra svo Bárður á nóg eftir hjá nýjum eiganda. Þessir tveir hestar sem ég er að taka við eru mjög efnilegir en

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

ekki hægt að fullyrða núna hvort þeir verði keppnishestar á heimsmeistaramóti eða ekki, það kemur bara í ljós. Ég hef einu sinni farið á heimsmeistaramót íslenska hestsins, keppti í unglingaflokki árið 2015 en það eru fjögur ár síðan mótið var haldið síðast, það datt niður vegna COVID. Með því að vinna núna tryggði ég mér keppnisrétt á næsta móti en annars er landsliðseinvaldur sem velur sjö fullorðna knapa og fimm ungmenni á heimsmeistaramótið. Bæði er farið eftir árangri á mótum hérlendis en svo getur einvaldurinn valið án þess að taka tillit til þess árangurs, t.d. var einn Íslandsmeistari ekki valinn núna. Ég hef verið innan um hesta síðan ég var í móðurkviði, mamma og pabbi hafa alltaf verið í hestum og eru félagar í Hestamannafélaginu Mána, ég er líka félagi en hef undanfarin ár búið á bæ rétt fyrir utan Hellu ásamt kærastanum mínum og tengdaforeldrum. Við erum á fullu að rækta hross svo það má segja að líf mitt snúist um íslenska hestinn,“ sagði heimsmeistarinn Jóhanna Margrét að lokum.

Úrslit

Ég hef verið innan um hesta síðan ég var í móðurkviði, mamma og pabbi hafa alltaf verið í hestum og eru félagar í

Hestamannafélaginu Mána, ég er líka félagi

ÍÞRÓTTIR
Fyrrum eigendur Bárðar, Gunnar Auðunsson og Snorri Ólason.
vf.is sport
leikja og aðrar íþróttafréttir birtast á
Glæsilegt samspil hests og knapa. Jóhann á Bárði frá Melabergi.
sport

„Vonbrigði“

Keflavík - Valur 1:1

„Á endanum verða þetta vonbrigði,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, nýráðinn aðalþjálfari Keflavíkur, í viðtali við Víkurfréttir eftir jafntefli við Val í nítjándu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Keflavík lék skynsamlega og hélt vel mönnuðu liði Vals í skefjum allan leikinn með góðum varnarleik. Keflvíkingar komust svo yfir á fimmtu mínútu uppbótartíma og héldu þá flestir að sigur væri í höfn en Valsmenn tóku miðju, brunuðu í sókn og jöfnuðu á síðustu stundu.

Haraldur var stoltur af liðinu og sagði það hafa leikið frábærlega í yfir níutíu mínútur þrátt fyrir andartaks einbeitingarleysi á lokamínútum leiksins.

Keflavík situr enn á botni deildarinnar en það mátti greina mikla bætingu í leik liðsins gegn Val. Lykilleikmenn hafa náð sér af meiðslum og lék Nacho Heras sinn fyrsta leik með liðinu frá því að hann meiddist í leik gegn HK um miðjan maí. Þá hefur knattspyrnudeildin samið við króatíska leikmanninn Muhamed Alghoul fyrir lokabaráttu Íslandsmótsins en hann er miðjumaður sem á að baki landsleiki með yngri landsliðum Króatíu.

Besta deild kvenna:

Keflavík - FH 1:1

Logi Sigurðsson sýndi stáltaugar þegar hann þurfti að setja niður pútt fyrir Íslandsmeistaratitlinum

á síðustu flötinni

Logandi pútter hjá

Íslandsmeistaranum

„Ég var mjög heitur á pútternum. Púttin skópu þennan sigur hjá mér,“ segir Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja en hann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi með sigurpútti á lokaflöt Urriðavallar á Íslandsmótinu 2023 síðasta sunnudag.

Keflavík og FH skildu jöfn í Bestu deild kvenna en markvörður FH sá til þess að Keflavík tók ekki sigurinn þegar hún varði ótrúlega skot frá Ameera Abdella Hussen í síðari hálfleik.

Keflavík komst yfir í upphafi leiks með skoti frá Madison Wolfbauer af löngu færi (3’) en gestirnir jöfnuðu á 36. mínútu.

Keflvíkingar hófu seinni hálfleik af krafti en FH-ingar komust betur inn í leikinn eftir því sem leið á leikinn.

Lengjudeild karla:

Afturelding - Grindavík 1:2

Njarðvík - Vestri 2:0

Njarðvíkingar unnu þriðja sigurinn í röð þegar þeir unnu Vestra á Rafholtsvellinum um helgina.

Grindavík vann sinn fyrsta leik undir stjórn Brynjars Björns Gunnarssonar þegar liðið lagði efsta lið Lengjudeildar karla.

Afturelding var nærri því að skora eftir korters leik en Símon Logi Thasapong braut ísinn með marki í fyrri hálfleik (37’).

Í seinni hálfleik jafnaði Afturelding úr vítaspyrnu (49’) en Grindvíkingar fengu vítaspyrnu stuttu síðar og Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmarkið af öryggi (58’).

Lengjudeild kvenna:

Grindavík - KR 3:2

Njarðvík náði forystu á tólftu mínútu þegar Oumar Diouck skallaði í slánna eftir sendingu frá Gísla Martin Sigurðssyni, Rafael Victor náði frákastinu og kláraði færið með marki (12’).

Í seinni hálfleik sótti Vestri stíft en vörn heimamanna var vandanum vaxin. Seinna mark Njarðvíkur var gegn gangi leiksins en það kom upp úr aukaspyrnu sem Joao Ananias Jordao Junior tók og Rafael Victor sneiddi boltann í netið (71’).

Grindavík lenti undir í fyrri hálfleik á heimavelli gegn KR (33’) en Helga Rut Einarsdóttir jafnaði metin í þeim síðari (56’). Aftur komust KR-ingar yfir (77’) en Þuríður Ásta Guðmundsdóttir jafnaði á nýjan leik (85’).

Það var svo Jasmine Aiyana Colbert sem skoraði sigurmark Grindvíkinga fjórum mínútum síðar (89’) og tryggði þeim sigurinn.

Fjöldi áhorfenda fylgdist með bestu kylfingum landsins berjast um stærsta titilinn í karla- og kvennaflokki. Logi lék jafnt og mjög gott golf alla fjóra hringina en kom sér í toppbaráttuna með frábærum öðrum hring. Hann hélt sínu striki og var í öðru sæti fyrir lokahringinn, fjórum höggum á eftir Hlyni Geir Hjartarsyni frá Selfossi. Logi var öryggið uppmálað á meðan Hlynur gerði sjaldséð mistök í þrígang á fyrri níu holunum. Logi segir að örn á tólftu holu og fugl á þeirri þrettándu hafi komið honum í þægilega stöðu með fjögurra högga forskot þegar fimm holur voru eftir. Hlynur tók tvö högg af því með fuglum á fimmtándu og sextándu holu og setti svo þrýsting á Suðurnesjamanninn á átjándu braut. Logi lenti í einu vandræðum dagsins eftir upphafshöggið á þeirri átjándu og þurfti svo að setja niður eins og hálfs metra pútt á lokaflöt-

inni fyrir skolla til að tryggja sér sigur, sem hann og gerði. „Ég var með línuna og en auðvitað var smá skjálfti í púttstrokunni. Þetta var fyrir titlinum,“ segir Logi og bætir því við að hann hafi unnið mikið í andlega þættinum sem er mörgum kylfingum erfiður. „Ég hringdi í Brynjar nuddara, vin minn í Grindavík, kvöldið fyrir lokadaginn og við áttum gott spjall. Hann hefur hjálpað mér mikið. Þeir Sigurpáll Geir Sveinsson og Magnús Birgisson hafa síðan hjálpað mér í öðru sem tengist golfinu.“ Logi lék 72 holurnar á ellefu höggum undir pari en mótsmetið á Íslandsmóti er þrettán undir pari. Logi var í golfi og knattspyrnu á yngri árum en hann er 21 árs.

Ég hef æft mjög vel undanfarin ár. Á mínum heimavelli í Leirunni á sumrin en svo hef ég haft tækifæri á að stunda æfingar í útlöndum á haustin og vorin þar sem ég hef verið við golfkennslu í golfferðum ...

Hann hættir í fótboltanum árið 2018 og sneri sér alveg að golfi undir handleiðslu nýs þjálfara, Sigurpáls Geirs Sveinssonar. Logi varð klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja í sumar, hann varð Íslandsmeistari unglinga í höggleik 19–21 árs í fyrra og svo hefur hann unnið fleiri titla en var hann farinn að hugsa um þann stóra? „Nei, mín markmið voru þau að gera atlögu að Íslandsmeistaratitli karla á næsta eða þar næsta ári. Þetta kom því virkilega vel á óvart. Ég hef æft mjög vel undanfarin ár. Á mínum heimavelli í Leirunni á sumrin en svo hef ég haft tækifæri á að stunda æfingar í útlöndum á haustin og vorin þar sem ég hef verið við golfkennslu í golfferðum. Svo hef ég líka æft vel í golfhermum yfir veturinn – en það er gott að hafa náð þessu núna. Það skipti líka sköpum fyrir mig að hafa pabba (Sigurð Sigurðsson) á pokanum. Hann var kylfusveinn alla dagana. Við unnum vel saman og það var gott að hafa hans reynslu í þessari baráttu. Svo er auðvitað gaman að fá mitt nafn á bikarinn sem pabbi vann 1988.“

2. deild karla:

ÍR - Þróttur 1:3

Þróttarar sóttu þrjú dýrmæt stig með sigri á ÍR í 2. deild karla.

Fyrir leik voru liðin jöfn í fimmta og sjötta sæti en með sigrinum er Þróttur komið í þriðja sætið. ÍR skoraði eftir átján sekúndur en Þróttarar létu það ekki slá sig

3. deild karla:

Elliði - Reynir 2:1

Elliðamenn náðu forystu á 60. mínútu en Kristófer Páll

Viðarsson jafnaði fyrir Reyni með marki úr vítaspyrnu (72’).

Heimamenn tóku svo öll stigin með marki skömmu fyrir leikslok (85’).

út af laginu og Ólafur Örn Eyjólfsson jafnaði leikinn korteri síðar (15’).

Guðni Sigþórsson kom Þrótti yfir í seinni hálfleik (52’) og Stefán Jón Friðriksson rak endahnútinn á mikilvægan útisigur þróttara með þriðja marki þeirra (74’).

Víðir - Árbær 2:4

Gestirnir komust yfir í upphafi leiks (3’). Ari Steinn Guðmundsson jafnaði (38’) en Árbæingar náðu forystunni (44’) og skoruðu tvívegis (52’ og 70’) áður en Helgi Þór Jónsson minnkaði muninn (89’).

GOLF Páll Ketilsson pket@vf.is Logi spilaði jafnt og gott golf á Íslandsmótinu sem var leikið í fallegu umhverfi Urriðavallar. Feðgarnir Logi og Sigurður hafa nú báðir fengið nafn sitt áletrað á sjálfan Íslandsmeistarabikarinn, eftirsóttasta verðlaunagripinn í íslensku golfi. Íslandsmeistari í golfi 2023, Logi Sigurðsson úr GS. VF/PKET
Besta deild karla:
Madison Wolfbauer skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 15
Jasmine Aiyana Colbert tryggði Grindvíkingum sigur á KR. Mynd/Petra Rós

Skæðustu vopn bandaríska flughersins í Keflavík

Skæðustu vopn bandaríska flughersins í Keflavík

Flugsveit bandaríska flughersins verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu við Íslandsstrendur næstu vikurnar þar sem notast verður við fullkomnustu og jafnframt skæðustu herþotur sem smíðaðar hafa verið. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar sem komu til Keflavíkurflugvallar síðasta sunnudag með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja

Göngustígur milli Garðs og Reykjanesbæjar í augsýn

Reykjanesbær hefur sótt um framkvæmdarleyfi vegna 1. áfanga hjóla- og göngustígs á milli Reykjanesbæjar og Garðs í Suðurnesjabæ. Áfanginn sem um ræðir er á milli Reykjanesbæjar og golfvallarins í Leiru.

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar segir að fyrirhugaður göngustígur sé í samræmi við aðalskipulag hjá Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ og er framkvæmdin í grenndarkynningu gagnvart landeigendum.

Ráðið hefur falið sviðsstjóra skipulagsog umhverfissviðs að gefa út framkvæmdarleyfi þegar endanleg útfærsla liggur fyrir að lokinni grenndarkynningu.

Breyta

Fyrir liggja drög að þjónustusamningi Sveitarfélagsins

Voga við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um afnot af húsnæði fyrir heilsugæslusel í hluta af húsnæði bæjarins að Iðndal 2 í Vogum. Áætlaður kostnaður við breytingar og endurbætur nemur tuttugu milljónum króna. Bæjarráð leggur til að ráðist verði í verkefnið hið fyrsta og að heimild sé veitt til verkefnisins með fyrirvara um staðfestingu samnings. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Daglegar fréttir

skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til Íslands. Síðasta heimsókn var fyrir réttum tveimur árum, þegar meðfylgjandi myndir voru teknar af komu B-2 vélanna. Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og er mikilvægt framlag til fælingaraðgerða í Norður-Evrópu. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia.

Ætli Kaninn geti ekki boðið upp á karamelluregn úr þessum B-2 þotum á bæjarhátíðum?

Mundi
húsnæði fyrir heilsugæslusel í Vogum
B-2 Spirit flugvélar bandaríska flughersins í aðflugi að Keflavíkurflugvelli í ágúst fyrir tveimur árum. VF-myndir: pket
vf is
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.