Víkurfréttir 30. tbl. 41. árg.

Page 12

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

COVID-19 er dauðans alvara Fólk á erfitt með að ímynda sér þau skelfilegu áhrif sem veiran getur valdið

Heimsfaraldurinn COVID-19 hefur markað djúp spor í okkar daglega líf og kemur til með að hafa varanleg áhrif á líf okkar allra. Við höfum séð heimsmyndina taka stórkostlegum breytingum á ótrúlega skömmum tíma og allir hafa þurft að endurskoða sinn lífsmáta. Nú þegar „önnur bylgja“ faraldursins hefur verið að herja á Íslendinga eftir að búið var að kveða veiruna niður og þjóðin þarf aftur að takast á við kórónuveiruna heyrast enn raddir sem vilja meina að COVID-19 sé alls ekki eins alvarlegt og haldið sé fram. Það er áberandi hve margir eru ekki tilbúnir að samþykkja þá lífskjaraskerðingu sem fylgir þeim takmörkunum sem sóttvarnalæknir leggur til að farið sé eftir til að vinna bug á veirunni – hugarfarið „þetta gerist ekki fyrir mig“ er of algengt og fólk kærulaust. Það er þetta hugarfar sem var til þess að Guðný Kristín Bjarnadóttir samþykkti að veita lesendum Víkurfrétta innsýn í reynsluheim þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á COVID-19 en hún og fjölskylda hennar gengu í gegnum hræðilega lífsreynslu sem valdið hefur sárum sem munu aldrei gróa að fullu. Hjónin Guðný Kristín Bjarnadóttir og Jónas Finnbogason eru bæði fædd og uppalin á Ísafirði. Eins og margt ungt fólk héldu þau í nám til Reykjavíkur þar sem þau svo ílengdust. Þegar þau fluttu í bæinn voru þau tvö með þrjú börn en fyrr en varði höfðu þrjú til viðbótar bæst í hópinn. Þar sem húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu var hærra en ung og barnmörg fjölskylda hafði ráð á varð það úr að þau festu kaup á húsnæði í Sandgerði þar sem þau búa. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður

með þeim hjónum og fékk að heyra sögu þeirra.

Sumarfrí á Vestfjörðum

vera að ferðast mikið í þessu ástandi, við kíktum á Bíldudal en megnið af tímanum vorum við inn á Ísafirði með pabba.“

Þegar við setjumst niður er fjölskyldan nýkomin úr sumarfríi sem þau vörðu í sumarbústað fjölskyldunnar í Haukadal í Dýrafirði. Þau ferðuðust lítillega um Vestfirðina auk þess að verja tíma með pabba Guðnýjar sem býr á Ísafirði. „Það má segja að tíminn fyrir vestan hafi farið í að sleikja sárin,“ segir Guðný. „Maður vill ekkert

– Þið fenguð nú að kynnast kórónuveirunni, ertu til í að segja okkur ykkar upplifun af því sem gerðist? „Já, við fengum heldur betur að kynnast COVID-19. Þetta hófst þannig að við fórum, foreldrar mín, ég, systir mín og maðurinn hennar, til Kanaríeyja í mars. Sólarhring eftir að við komum til Kanarí

Miðvikudagur 12. ágúst 2020 // 30. tbl. // 41. árg.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

byrjaði pabbi að veikjast og við héldum að þetta væri eitthvað eftir ferðalagið, hann væri bara eitthvað slappur. Svo versnaði honum bara alltaf þannig að við erum nokkuð viss að hann hafi smitast á Íslandi áður en við fórum út – en hann sýndi aldrei þessi Covid-einkenni sem alltaf var verið að hamra á svo við vorum eiginlega bara á því að þetta gæti ekki verið Covid. Svo fórum við systurnar heim en þau ætluðu að vera lengur og önnur systir okkar ætlaði út til þeirra. Þegar ég lendi hérna þann 14. mars virðist allt vera farið af stað, bara á þeim stutta tíma sem það tók okkur að fljúga heim. Þá er búið að setja á útgöngubann á Kanarí, allir sem koma heim eru settir í sóttkví og þar fram eftir götunum. Þá fór allt í gang við að koma þeim heim enda var pabbi fárveikur úti – en eins og ég segi þá var hann aldrei með þessi dæmigerðu einkenni. Mamma og pabbi komu svo heim aðfaranótt 19. mars og ég sótti þau á flugvöllinn. Pabbi, sem var að verða áttræður, stóð þá varla undir sér og þau voru alveg búin á því.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.