Víkurfréttir 29. tbl. 41. árg.

Page 1

Njarðvískur hóteleigandi á Breiðdalsvík selur miklu meira af víni

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Magnaðar ljósmyndir!

Ráðherra skoðaði 75 ára gamlan bíl í Garðinum

i t s s i m s r a t é r Elli G i k a b a l l a j F ð a tímaskynið Makríll kíkti til Keflavíkur en er ekki alveg kominn

Ljúfir tónar ómuðu í Garðskagavita

Joey Gibbs

skorar hátt hjá Keflvíkingum

5

uppáhalds

HELGIN BYRJAR Í NÆSTU NETTÓ!

pKrlistíöntaruWiiurm 1.450 Hrossafille Grillsteik

ÁÐUR: 2.899 KR/KG

-20%

-50%

-50%

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

Lambaframpartssneiðar Kryddaðar

1.300

ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG

GOTT VERÐ!

Hamborgari 4x90 gr m/brauði

798

KR/PK ÁÐUR: 998 KR/PK Tilboðin gilda 30. júlí - 2. ágúst


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hertar reglur á Heilbrigðisstofnun

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur breytt reglum varðandi heimsóknir á D-deild og beinir þeim eindregnu tilmælum til fólks sem er nýkomið til landsins að heimsækja ekki veika aðstandendur þar eða á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Þá er fólk sem er í heimasóttkví eða með einkenni sem geta bent til COVID sýkingar beðið um að leita ekki beint á stofnunina heldur hringja á undan sér í síma 4220500 og fá ráðleggingar eða bóka COVID ráðgjöf á www.heilsuvera.is.

Takmörkun er á fjölda aðstandenda með hverjum skjólstæðingi. Ef fólk getur komið eitt þá er það best annars er hámarkið einn aðstandandi. Fólk er beðið að koma ekki að óþörfu inn á stofnunina.

Á Facebook síðu HSS kemur fram: - ATH breyttar reglur varðandi heimsóknir á D-deild HSS Heimsóknir á deildina verða leyfðar kl 18-20 með ákveðnum skilyrðum: • Einn gestur per sjúkling á dag (og eftir atvikum einn fylgdarmaður) • Hver heimsókn að hámarki í eina klst. • Þeir sem ætla að koma í heimsókn þurfa að hringja milli kl 13 og 16 og bóka heimsóknartíma. S. 422-0636 • Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn eða ef þeir eiga ekki bókaðan heimsóknartíma.

ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir: • eru í sóttkví • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku) • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, gæti reglur varðandi heimsóknir verið hertar enn frekar.

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Hæ Reykjanes! Megum við vera memm? Krónan í Reykjanesbæ auglýsir eftir styrktarumsóknum Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum. Hvað getum við gert saman? Árlega veitir Krónan styrki til verkefna í nærumhverfi verslanna Krónunnar. Um er að ræða samfélagsstyrki sem styðja samfélagið t.d. á sviði íþrótta/hreyfingar, menningar og lista eða menntunar. Ert þú með hugmynd?

Ofureinfalt ferli: Sækja þarf um styrk - rafrænt*

Kronan.is/styrktarumsokn Öllum umsóknum verður svarað og tilkynnt verður hvaða verkefni fær styrk í ár. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2020 *Styrktarumsóknum verður einungis svarað í gegnum heimasíðu

www.kronan.is Krónan Reykjanesbæ – Opið mán.-fös. 8-20

helgar 8-19


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ung stúlka frá Hondúras ræddi við bæjarstjórann Unga stúlka frá Honduras, Belén Mezadóttir, íbúi í Reykjanesbæ, heimsótti Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, nýlega og spurði nokkurra spurninga. Hún heldur úti YouTube-rás um upplifun sína á að búa á Íslandi. Belén spurði Kjartan m.a. hvort hann vildi frekar hjóla eða keyra bíl og fékk hann líka til að útskýra sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem urðu að Reykja-

nesbæ árið 1994. Kjartan gaf henni eftir heimsóknina barmmerki Reykjanesbæjar og hún var alsæl með það. Belén og Kjartan Már á skrifstofu bæjarstjórans.

Belén var alsæl með að fá barmmerki Reykjanesbæjar.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

LJÓSANÓTT Í HÖNDUM ÍBÚA

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi

ÓLAFUR HALLDÓR GARÐARSSON lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13. Óli Haukur Mýrdal Ína Hrund Ísdal Sunna Dís Ólafsdóttir Daníel Árnason Hanna Þurý Ólafsdóttir Garðar Ólafssson Thelma Guðlaug Arnardóttir og afabörn

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,

ÁRNI JÚLÍUSSON

fyrrverandi símaverkstjóri sem lést þriðjudaginn 14. júlí síðastliðinn verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13. Anna Birna Árnadóttir Arnar Ingólfsson Sigurður Einar Árnason Ásborg Guðmundsdóttir Ingvar Örn Árnason Sonya Pritchett Árnason og barnabörn

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Fjölskyldu- og menningarhátíðin Ljósanótt fer fram dagana 2.–6. september með breyttu sniði vegna Covid-19. Dagskráin verður aðlöguð að þeim fjöldatakmörkunum sem í gildi verða þannig að fólksfjöldanum verður dreift um bæinn til þess að gæta að öryggi hátíðargesta. Framlag bæjarbúa í dagskrá hátíðarinnar hefur ávallt skipað stóran sess við hátíðarhöldin og gert Ljósanótt að einni glæsilegustu bæjarhátíð landsins. Kröftug menningardagskrá í Höfnum, tónleikaröðin Með blik í auga og heimatónleikar í gamla bænum eru dæmi um íbúaframtak sem hefur heppnast virkilega vel. Í ár vill Reykjanesbær stuðla að enn öflugri þátttöku bæjarbúa, félaga og fyrirtækja með því að veita kraftmiklum hugmyndasmiðum sem vilja

standa fyrir skemmtilegum viðburði á Ljósanótt styrki úr nýstofnuðum Ljósanætursjóði Reykjanesbæjar. Hægt er að sækja um allt að 500.000 króna styrk fyrir framkvæmd á vel útfærðri og góðri hugmynd að viðburði fyrir gesti Ljósanætur. Allar upplýsingar um hátíðina og styrkveitingar er að finna á vefsíðu Ljósanætur. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2020 og sótt er um stafrænt á heimasíðunni ljosanott.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5

Margrét Elín ráðin sem yfirkennari Flugakademíu Íslands Margrét Elín Arnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem yfirkennari hjá Flugakademíu Íslands. Skólinn var nýlega sameinaður úr Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands og er nú stærsti flugskóli landsins. Margrét Elín býr yfir umtalsverðri reynslu úr flugheiminum og hefur meðal annars starfað sem flugmaður hjá Icelandair síðan 2014 og þar áður sem flugumferðarstjóri hjá Isavia. Auk þess hefur Margrét starfað til fjölda ára sem bók- og verklegur flugkennari hjá Flugakademíu Keilis. Kjartan Már og Jin Zhijian, sendiherra Kína.

Reykjanesbær fékk tvö þúsund andlitsgrímur að gjöf frá Kína Jin Zhijian, sendiherra Kína, afhenti Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, tvö þúsund andlitsgrímur í heimsókn bæjarstjórans í kínverska sendiráðið 22. júlí síðastliðinn. Tilefni heimsóknarinnar var m.a. að endurgjalda heimsókn Jin í ráðhús Reykjanesbæjar í apríl í fyrra en einnig til að ræða með hvaða hætti væri hægt að efla vinabæjarsamstarf milli Reykjanesbæjar og Xianyang-borgar. Reykjanesbær og Xianyang hófu formlegt vinabæjarsamstarf árið 2014 og hefur verið vilji til að efla tengslin. Borgaryfirvöld í Xianyang vildu gefa Reykjanesbæ andlitsgrímurnar til að styðja við mikilvægar sóttvarnir í baráttu við kórónuveiruna. Grímurnar verða

nýttar í viðkvæmum stofnunum og starfsstöðvum Reykjanesbæjar fyrir bæði starfsmenn og aðra íbúa bæjarins sem heimsækja þær.

„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum. Stærsta verkefnið til að byrja með er að innleiða uppfærða samevrópska námsskrá. Það er líka vert að minnast á það að þrátt fyrir að flug sé í lágmarki núna vegna veirufaraldurs þá hefur sagan sýnt okkur að besti tíminn til að læra flug sé í kreppu. Það kemur á endanum uppsveifla í fluginu aftur og þá er um að gera að vera tilbúinn,“ segir Margrét Elín, nýráðinn yfirkennari Flugakademíu Íslands. Skólinn er sá eini sinnar tegundar sem býður upp á nám til atvinnuflugmanns á Íslandi og er jafnframt einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndunum. Þann 14. júní síðastliðinn útskrifuðust 78 atvinnuflugnemar sem er stærsta einstaka brautskráning atvinnu-

flugmanna á Íslandi frá upphafi. Nú þegar er orðið fullt í einn bekk á haustönn og búið að opna fyrir umsóknir í annan bekk. Umsóknarfresturinn rennur út 15. ágúst. „Við bjóðum Margréti hjartanlega velkomna til starfa. Það er magnað að fá svona öflugan og faglegan kennara til liðs við okkur og við hlökkum mikið til að starfa með henni,“ segir Björn Ingi Knútsson, forstöðumaður og rekstrarstjóri flugakademíunnar. Nám í Flugakademíu Íslands er kennt sem staðnám frá Keflavík og Hafnarfirði. Einnig býðst nemendum að taka hluta af náminu í fjarnámi. Flogið er frá bæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli en Flugakademía Íslands er eini flugskóli landsins sem býður upp á flug frá alþjóðaflugvelli.

Fjölbreytt ferskt

Fis k b úð R e y k j ane ss þar sem ferðalag bragðlaukanna hefst Tökum á móti ykkur með bros á vör ... hjartanlega velkomin!

Þjónustum fyrirtæki, mötuneyti og veitingastaði Fyrirspurnir berist í bæði síma 7839821 og tölvupóst fiskbudreykjanes@gmail.com

Brekkustíg 40 // Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá 10:00 til 19:00, föstudaga frá 10:00 til 18:00


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hundur réðist á lamb í Sandgerði. Málið kært til lögreglu. Óvíst um hvort hundurinn fái að lifa.

Myndskeið náðist af því þegar hundurinn er að ráðast á lambið, líklega í annað sinn, en félagar Jóns komu að árásinni og komu í veg fyrir að dýrbýturinn næði að skaða lambið frekar. Á næstu síðu má sjá þetta myndskeið og síðan þegar Jón frístundabóndi fer með lambið aftur á túnið í Bæjarskeri. Á myndinni hér til hliðar er Jón brosmildur með lifandi lambið en hann er mjög ásáttur hvað margir hundar ganga lausir í Sandgerði.

Lausir hundar plága í Sandgerði „Það var fyrir tilviljun að tveir vinir mínir hér í nágrenninu sáu þegar hundurinn réðist á lambið. Þeir héldu fyrst að tvö lömb væru að leika sér en tóku upp kíki og sáu hvað var í gangi og fóru á staðinn og náðu að stöðva hundinn. Hann var búinn að særa lambið að aftan og bíta af rófunni,“ segir Jón Sigurðsson, frístundabóndi í Sandgerði um óskemmtilegt atvik þegar laus hundur réðist á lamb í hans eigu í vikunni. Jón og félagi hans eru með sex kindur og fimmtán lömb á túninu að Bæjarskerjum í Sandgerði og hafa stundað frístundabúskap í

all nokkur ár. Krakkar úr Sandgerði voru með hundinn með sér á gangi á túninu án þess að vera með hann í ól þegar hann réðist

Hér má sjá áverkana á lambinu. Rófan er aðeins hálf eftir árásina.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

á lambið. Jón segir að það sé ekki útilokað að hundurinn hafi verið búinn að ráðast á fleiri lömb þegar félagar hans sáu hvað gerðist. Þeir komu strax á staðinn og stöðvuðu hundinn. Þeir náðu að festa það á myndband þegar hundurinn réðist aftur á lambið, líklega í anað sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn sem fékk myndbandið og tók skýrslu. Jón gaf út kæru á eiganda hundsins með bótakröfu og ljóst að eigandi hundsins situr uppi með kostnað vegna málsins. Það fer einnig inn á borð Matvælastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort hundurinn fær að lifa eða ekki. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir á Suðurnesjum segir að það sé litið alvarlegum augum þegar hundar ráðist

á önnur dýr eða búfénað. Þá séu þeir orðnir dýrbýtar. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona gerist hérna. Það er mikið af því að hundar gangi lausir í Sandgerði og dæmi eru um nokkur atvik, sum mjög ljót, þar sem hundur hefur ráðist á lömb. Þetta er að verða alger plága og það er alveg ljóst að komi þetta fyrir aftur verður ekki gefinn neinn griður ef við grípum hund aftur sem fer í féð,“ segir Jón. Víkurfréttir hittu Jón sem fór með lambið til dýralæknis sem gerði að sárum þess. Jón fór svo með lambið aftur á Bæjarsker þar sem urðu fagnaðarfundir ef svo má segja, eins og sjá má á myndunum og myndbandinu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

Páll Ketilsson pket@vf.is

Ærin var ánægð að fá lambið sitt aftur og kom til Jóns og var líklega að þakka honum fyrir .

Kindurnar una hag sínum vel í Bæjarskeri.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og Smelltu á myndskeiðið tilhlusta að horfa og hlusta


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals.

Grindavík tekur vel á móti gestum Reykjadals

Reykjadalur, sem starfrækir sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í Mosfellsdal, hafa boðið upp á sumardvöl fyrir fatlað fólk í Grindavík í sumar. Dvölin gengur undir nafninu „Sumarfrí Reykjadals“ og fer fram á GEO hótelinu í Grindavík. Reykjadalur bauð þangað fólki með fötlun á aldrinum 21 til 35 ára og hefur dvölin gengið mjög vel. „Við fréttum af þessu frábæra hóteli á lausu í sumar, könnuðum málið og það var tekið ofsalega vel í beiðnina okkar,“ sagði Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á meðan á dvölinni stendur. Á daginn er spilað, farið í leiki og föndrað. Allir dagar enda síðan á kvöldvöku. Einnig hefur verið farin ferð í Bláa lónið vikulega og kíkt á söfn í Reykjanesbæ. „Ég hugsa að kvöldvökurnar séu oftast á toppi listans hjá gestunum en þá erum við oft aðeins að fíflast í starfsfólkinu. Þá halda þau hæfileikakeppni eða „Reykjadalur got talent“ eins og þau kalla það, blanda ógeðsdrykki, setja upp leikrit, spila bingó með alls konar tvisti og margt fleira. Þau halda líka upp á ógleymanleg böll þar sem allir dansa og tjútta,“ segir Margrét. Vonir standa til að hægt sé að bjóða upp á sumarfrí aftur á GEO hótelum á næsta ári.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


GÓÐA FERÐA H E L G I !

MUNUM AÐ AKSTUR OG ÁFENGI FER EKKI SAMAN. VERUM TILLITSSÖM OG BROSUM Í UMFERÐINNI.

A K IÐ VA R L E G A ! REYKJANESBÆ


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bæjarstjórinn skammar eigendur bílhræja í Vogum

Svartur blettur í bænum – segir bæjarstjórinn í Vogum Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd, sendir eigendum númerslausra bíla tóninn og það í annað sinn. Mikinn fjöldi bílhræja má sjá í Vogum og bæjarstjórinn er ekki ánægður með það. Ásgeir fór yfir málið í pistli bæjarstjóra fyrir skömmu sem hljóðar svo: „Vogar - fallegi bærinn okkar. Við þekkjum mörg þetta heiti, sem prýðir vinsælan Facebook-hóp hér í bænum. Þar er vettvangur til samskipta, upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta. Nafn hópsins er mér hugleikið þessa dagana, nú þegar er hásumar og gróður allur í fullum sumarskrúða. Nemendur vinnuskólans og starfsmenn Umhverfisdeildar hafa ekki slegið

slöku við, opin svæði eru vel hirt, götukantar og gangbrautir málaðar og fleira mætti telja. Margir húseigendur hafa tekið til hendinni í sumar, byggt palla og skjólveggi, hellulagt innkeyrslur og almennt snyrt til í kringum sig. Enn er þó svartur blettur í bænum okkar, er kemur að umgengni. Það er fullt af fólki sem sér ekkert athugavert við það að hrúga upp númerslausum bíldruslum og bílhræjum jafnvel svo tugum skiptir, í og við hús sín og fyrirtæki. Mörg dæmi eru

Vogar hafa áhyggjur af Jöfnunarsjóði Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga bókaði eftirfarandi á 309. fundi ráðsins, sem haldinn var 15. júlí 2020 en þar er lýst yfir áhyggjum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga: Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem hefur veruleg áhrif á afkomu sveitarsjóðs. Bæjarráð hvetur því ríkisvaldið til að huga alvar-

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

lega að því að bæta Jöfnunarsjóði tekjutap sitt, og með því móti verði sjóðnum gert kleift að rækja skyldur sínar gagnvart sveitarfélögunum í landinu.

einnig um að íbúar geymi þessi djásn sín inni í görðum sínum, þar sem druslurnar komast ekki lengur fyrir á bílastæðunum við húsin. Heilbrigðiseftirlitið virðist hafa gefist upp í baráttunni, og þá er nú fokið í flest skjól. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tjái mig um þennan blett á samfélaginu okkar. Án efa mun það gerast nú sem fyrr að sjálfskipaðir sérfræðingar í verðmætum og gæslumenn eignarréttar munu rísa upp á afturlappirnar og skammast í bæjarstjóranum fyrir að vera að skipta sér af málum sem honum kemur ekkert við. Það verður þá bara að hafa það. Við sem viljum sjá bæinn okkar fallegan hljótum hins vegar að gera þá kröfu til samborgara okkar að þeir sjái sóma sinn í að hafa snyrtilegt í kringum sig, og taka sig nú á í eitt skipti fyrir öll og fjarlægja þessi verðlausu bíhræ af lóðum sínum og koma þeim á réttan stað þar sem þeim er fargað og eytt. Þetta er ekki flókið. Nú er mikið byggt og margir nýir íbúar eru hér í bænum. Tökum vel á móti þeim með snyrtilegum, bílhræjalausum bæ.“

timarit.is

Vogar – fallegi bærinn okkar

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

timarit.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland Markaðsstofur landshlutanna ýta úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs. Markaðsstofur landshlutanna, MAS, hafa ýtt úr vör samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er langstærsta þróunarverkefni sem MAS hefur tekið sér fyrir hendur. Verkefnið ber yfirskriftina Upplifðu og er sannkölluð stafræn bylting þegar kemur að skipulagningu ferðalaga um Ísland sem og upplýsingagátt um það sem í boði er. Allar sex markaðsstofur landshlutanna; Markaðsstofa Norðurlands, Markaðsstofa Vestfjarða, Markaðsstofa Vesturlands, Austurbrú, Markaðsstofa Reykjaness og Markaðsstofa Suðurlands standa að verkefninu. Um ræðir gagnvirkt vefsvæði, www.upplifdu.is, þar sem notendum gefst kostur á að sníða ferðalagið nákvæmlega eftir sínu höfði og fá aðstoð við að sjá hvað er í boði á hverjum stað, fá nákvæma tímaáætlun milli áfangastaða og síðast en ekki síst, uppgötva nýja möguleika á myndrænan hátt. „Það er afar ánægjulegt að sjá verkefnið verða að veruleika en það hefur verið á óskalista okkar frá upphafi samstafs markaðsstofanna. Þessi vefur kemur til með að auðvelda okkur, gestum okkar og ferðaþjónustuaðilum að setja saman hugmyndir að ferðum um Reykjanesið og landið allt og til að endurspegla það sem svæðin hafa upp á að bjóða. Nú getum við valið áhugaverða staði til að skoða og afþreyingu til að upplifa og deilt því með einföldum hætti með samferðafólki okkar eða á samfélagsmiðlum,“ segir Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. Upplifdu.is brýtur þannig blað í sögu upplýsingagjafar til ferðalanga um Ísland en ekki eru fordæmi fyrir viðlíka gagnvirkri síðu með jafn yfirgripsmiklar upplýsingar á fjölmörgum sviðum ferðaþjónustu á Íslandi. Þróun og framleiðsla er í höndum framleiðslustofunnar Tjarnargötunnar og er myndefnið sem prýðir síðuna unnið úr einum stærsta mynda-

banka sem gerður hefur verið úr efni frá Íslandi. „Þetta er stórt skref fram á við fyrir okkur og við hlökkum til að þróa þetta áfram með sveitarfélögum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Við eigum mikið inni og þessi gagnagrunnur á eftir að vaxa og dafna okkur öllum til hagsbóta,“ segir Þuríður.

Viðbót um virkni síðunnar:

Síðan er einföld í notkun og miðar að því að sem flestir geti nýtt sér hana. Notendur velja sér upphafspunkt ferðalags og geta svo séð hvað er í boði á hverjum þeim stað sem heillar og handvelja hvað skuli heimsækja og hvaða afþreyingu og þjónustu skuli nýta meðan á heimsókn stendur. Hægt er að velja þar til gerðar síur til að auðvelda enn frekar skipulagningu ferðarinnar og eru þær síur þrjár; staðir, afþreying og þemun. Sían staðir nær til að mynda yfir kirkjur, fornminjar, útsýni, gil og gljúfur, jökla

og hella. Afþreying yfir baðstaði, hvalaskoðun, matarupplifanir, hjólaferðir, golfvelli, dýragarða ofl. Þemun endurspegla svo tegund ferðar, fjölskylduferð, ævintýraferð, söguslóðir, afslöppun, menningu, dýralíf eða náttúru. Þegar búið er að velja eru óskir ferðalangsins dregnar saman og

úr verður heildstæð ferðaáætlun í formi myndbands sem og skjals, sem nær ekki aðeins utan um spennandi ferðalag heldur einnig utan um hagnýta hluti eins og lengd aksturs milli áfangastaða og áætlaðan tíma í hverri afþreyingu. Sjá enn frekar: www.upplifdu.is

Mikil aukning ferðamanna á Reykjanesið í sumar Búið að opna snyrtiaðstöðu og þjónustubygging í undirbúningi Mikil aukning hefur orðið í heimsóknum ferðamanna á Reykjanesvita í vor og í sumar að sögn Grétu Súsönnu Fjeldsed sem sinnir svæðisumsjón á Reykjanesi. „Við urðum vör við aukna aðsókn strax í Covid-19 og hún hefur bara aukist. Síðasta sunnudag komu um 300 bílar og líklega hátt í þúsund manns,“ segir Gréta Súsanna. Í vor var opnuð snyrtiaðstaða í gamla húsinu fyrir neðan Reykjanesvita og húsið lagfært og málað. Snyrtiaðstöðu hefur verið ábótavant á svæðinu. Unnið er að undirbúningi við byggingu þjónustumiðstöðvar, sem hefur tafist vegna Covid-19, sem nú er komið í hendur Bláa lónsins. Gréta sagðist vona að framkvæmdir hæfust í haust. „Fólk er afar hrifið af svæðinu en hér eru fjölmargir magnaðir ferðamannastaðir í nágrenni vitans. Síðustu vikurnar hafa margir mætt og ég sinni svæðisumsjón og hef talið bílafjölda sem er oft 20–30 á klukkustund. Það er meiri aðsókn um helgar en

líka góð virka daga núna á sumrin þegar margir eru í fríi. Svo erum við að skipuleggja gönguferðir um svæðið,“ segir Gréta. Vinsælt er að ganga um svæðið við Valahnjúk og ströndina og ekki síður Gunnuhver og Brú milli heimsálfa. Í kvikmyndinni „The Story of Fire Saga“ sem fjallar um Eurovision-söngva-

keppnina eru atriði sem voru tekin upp í nágrenni Valahnúks og á Reykjanesinu. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi nýlega við Rannveigu Garðarsdóttur, leiðsögumann, og hún fer yfir helstu ferðamannastaði í því spjalli og sýndar eru fallegar myndir sem VF tók í byrjun sumars.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fulltrúar styrkþega sem voru fjölmargir ásamt nöfnunum, Ásmundunum, Friðrikssyni og Daðasyni. VF-myndir/pket.

Þrjár og hálf milljón frá Skötumessu til góðra málefna Nærri 400 manns mættu á elleftu Skötumessu að sumri sem haldið var í sal Gerðaskóla í Suðurnesjabæ 22. júlí. Þrjár og hálf milljón króna söfnuðust í þessari einni stærstu góðgerðarmálahátíð sem haldin er á Suðurnesjum. Gestir komu víða að og nutu góðra veitinga á Þorláksmessu að sumri en það var að venju kæst skata, saltfiskur og plokkfiskur ásamt meðlæti við hæfi. Þá voru fjölbreytt skemmtiatriði, söngur og fjör og ræðumaður kvöldsins var Njarðvíkingurinn Örvar Þór Kristjánsson sem fór á kostum.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Garði, er frumkvöðull Skötumessunar og heldur utan um þetta merka framtak ár hvert. Hann var í skýjunum með mætingu og þann mikla velvilja sem verkefnið nýtur. „Ég vil þakka öllum sem komu og einnig þeim mikla fjölda fólks og

aðila sem hjálpa okkur að gera þetta að veruleika. Við styrkjum marga einstaklinga og aðila sem ýmist eiga á brattan að sækja eða eru veikir. Þá var ánægjulegt að fá Ásmund Einar Daðason, félagsog barnamálaráðherra, sem veitti verkefninu 300 þúsund króna styrk og notaði einnig tækifærið til

að undirrita styrktarsamning við Fjölskylduhjálp Íslands. „Þetta er magnað starf sem Skötumessan er að gera, ég hefði ekki trúað því og er ánægður með að hafa komið og orðið vitni að því,“ sagði ráðherra m.a. í stuttri ræðu á Skötumessunni.

Páll Ketilsson pket@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

ÞÚSUND ÞAKKIR FRÁ SKÖTUMESSUNNI Enn ein Skötumessan á Þorláksmessu á sumri tókst eins og best verður á kosið. Eftir mikla sprengingu í mætingu á síðast ári mættu nú tæplega 400 manns, gerðu sér glaðan dag og létu gott af sér leiða í orði og verki. Það er merkilegt að þegar allt er talið mættu tuttugu manns til að gera Skötumessuna mögulega. Undirbúningur, að elda og framreiða matinn, vaska upp og ganga frá var á höndum hóps sem gert hefur þetta saman í rúman áratug.

Ómetanleg er okkur hjálpin frá stjórn Íþróttafélagsins Nes, félags fatlaðra íþróttamanna á Suðurnesjum, tíu manna hópur sem tímunum saman tekur þátt í undirbúningi, framreiðslu, uppvaski og frágangi fram á nótt án þess að nokkur maður nefni nokkru sinni laun fyrir sína vinnu. Alls komu fram fimmtán listamenn á skemmtidagskrá Skötumessunnar. Hópur þeirra kom langt að, enginn þeirra, ekki einn, tók krónu fyrir sitt framlag eða þáði greiðslu

vegna kostnaðar sem sýnir ótrúlega gott hjartalag og beittan vilja til að láta gott af sér leiða. Baldvin, Víkingur, Páll Rúnar, Andri Páll, Sölvi, Eiríkur, Sigurbjörn, Sigga Klingenberg, Örvar Þór, Lúðvík, Óskar, Davíð Þór, Antonína, Ásdís Rún, Björg og Ólafur Magnús gáfu okkur sína vinnu og einhverjir greiddu líka aðgangseyri fyrir að fá að skemmta. Við erum ótrúlega þakklát þessu fólki. Fyrir utan aðgangseyri styrktu einstaklingar og fyrirtæki Skötumessuna um

1,2 milljónir króna, fjöldi fólks og fyrirtæki úti í bæ lögðu okkur lið og hjálpsemi sem er ómetanleg við verkefnið. Nefni sérstaklega tólf manna hóp morgunhana sem hittast í Reynisbakarí í Kópavogi. Þeir gáfu 250.000 krónur auk aðgangseyris til styrktar fallegu málefni. Þeir gera meira en þeir tala. Þúsund þakkir frá okkur í forsvari Skötumessunnar, Ási, Sigga, Teddi, Jóna, Þórarinn, Ingunn og Gulli.

STARFSMAÐUR Í BARNAVERND FJÖLS KY L D U SVI Ð SU Ð U R NE S J A B ÆJ A R A U G L Ý S IR 1 0 0 % STÖÐU Í BARN AVER ND. H E L ST U VE RK E FN I E R U ME Ð FE R Ð O G V INN SL A BARN AVERN DARMÁ L A O G E FT IR FY LG N I Þ E IR R A. Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði velferðarmála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar á fjölskyldusviði vinni í teymum þvert á stofnanir. Meðal verkefna eru: • Vinnsla barnaverndarmála • Ráðgjöf við foreldra og börn • Samtarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir er tengjast börnum • Sinna bakvöktum

Hæfniskröfur: • MA í félagsráðgjöf eða starfsréttindanám • Reynsla af starfi barnaverndar æskileg • Góð alhliða tölvukunnátta, þekking á OneSystem kostur • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt • Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Bílpróf er skilyrði • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2020 Umsókn ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið afgreiðsla@sudurnesjabaer. is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Rós Skúladóttir mariaros@sudurnesjabaer.is deildarstjóri félagsþjónustu eða Guðrún Björg Sigurðardóttir gudrun@sudurnesjabaer.is sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 425-3020.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, settist upp í 75 ára gamlan Renault og fór rúnt í huganum. Hreifst af bílnum og safni Ásgeirs Hjálmarssonar í Garðinum.

RÁÐHERRA VAR HRIFINN AF GAMLA HAPPDRÆTTISBÍLNUM

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, settist upp í 75 ára gamla Renault bifreið í safni Ásgeirs Hjálmarssonar í Garði. Ráðherra var gestur á Skötumessu 2020 og leit við í safni Ásgeirs áður. „Þetta er alveg magnað safn og bíllinn líka,“ sagði ráðherra þegar hann settist upp í gamla bílinn sem á sér sérstaka sögu eins og fleiri hlutir í safni Ásgeirs í gömlum braggabyggingum hans í Garðinum í Suðurnesjabæ. Ásgeir Hjálmarsson kom Byggðasafninu í Garði á koppinn á sínum tíma. Eftir að hann lét af störfum hefur hann haldið áfram að safna munum í bragga í Útgarði. „Ég veit nú ekki af hverju ég byrjaði að safna munum en eftir að ég hætti hjá Byggðasafninu hélt ég áfram að safna og er hérna kominn með annað safn í bragganum. Maður losnar ekkert við það að safna,“ sagði Ásgeir í viðtali við Víkurfréttir þegar hann sýndi Hilmar Braga Bárðarsyni. Safnið er í tveimur samliggjandi húsum í Út-Garði. Áður fyrr þurrkaði Oddur Jónsson, afi Ás-

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

geirs, fisk í og við húsin. „Hérna byrjaði ég að vinna ásamt fleiri krökkum, líklega sex til átta ára gamall.“ Það er því óhætt að segja að húsin eigi sér langa og skemmtilega sögu. Á safni Ásgeirs kennir ýmissa grasa. Þar eru ýmis áhöld og tæki tengd búskap, heimilishaldi, bílum og bátum. Ásgeir gerði upp sjötíu ára gamlan bíl sem eiginkona hans, Sigurjóna Guðnadóttir, vann í happdrætti þegar hún var þriggja ára. Bíllinn er af gerðinni Renault Juvaquatre og árgerð 1946. Bíllinn er glæsilegur að sjá eftir yfirhalningar síðustu missera. Nokkrir

slíkir bílar voru fluttir til landsins á fimmta áratug síðustu aldar. Þeir voru geymdir við bæinn Haga í Vesturbæ Reykjavíkur og hlutu því viðurnefnið Hagamýs. Bíll Sigurjónu var aftur á móti alltaf kallaður Tíkallinn því happdrættismiðinn kostaði tíu krónur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

GOÐAFOSS ÁRÁSIN Í GARÐINUM Í myndskeiði sem fylgir hér með umfjölluninni er viðtal við Ásgeir Hjálmarsson um skipið Goðafoss sem fórst út í Garðsjó fyrir margt löngu síðan. Á safninu er líkan frá Út-Garðinum sem á að sýna árásina á Goðafoss en Ásgeir gerði það í samvinnu við Friðrik Friðriksson. „Það voru margir í Garðinum sem sáu árásina á Goðafoss, m.a. föðurbróðir minn, Siggi á Nýjalandi, sem sat í eldhúsinu með móður sinni og ömmu minni og hann lýsti fyrir mér nákvæmlega hvernig þetta gerðist ,“ segir Ásgeir í viðtalinu sem Víkurfréttir tóku við hann árið 2015.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Gamlar mjólkurfernur og lyklakippur í tuga tali.

Það kennir margra grasa í bragganum hjá Ásgeiri í Garðinum, m.a. úrval gamalla bílnúmera. Kannast einhver við númerið sitt?

Ásmundur Einar ráðherra með Axel Jónssyni í Skólamat. Þeir fóru beint í Skötumessu eftir heimsóknina til Ásgeirs.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Missti tímaskynið aleinn í heiminum að Fjallabaki

Múlagil, skammt frá Fjallsárlóni, er hrikalegt og fallegt.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Myndavélin og kaffið alltaf með Ellerti Grétarssyni, ljósmyndara sem hefur farið víða í sumar


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kyrrlátt sumarkvöld í Kálfshamarsvík.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Ellert er með tjald á toppi bílsins þar sem hann leggur sig á völdum myndatökustöðum meðan hann bíður eftir sólarupprás og réttu birtunni.

Missti tímaskynið aleinn í heiminum að Fjallabaki

Myndavélin og kaffið alltaf með Ellerti Grétarssyni, ljósmyndara sem hefur farið víða í sumar

„Sumarið hefur leikið ákaflega vel við mig. Hef verið mikið á ferðinni um allt land að taka myndir, heimsótt marga fallega og áhugaverða staði og upplifað íslenskrar sumarnætur eins og þær gerast bestar. Þetta verður ekkert betra,“ segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og starfsmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hvaða staðir hafa heillað þig? „Þeir eru svo margir, staðirnir sem hafa heillað mig í sumar. Ég átti til dæmis alveg himneskt sumarkvöld við sólsetur í Kálfshamarsvík í algjöru logni og kyrrð þar sem ég var eina manneskjan á svæðinu og ekki einu sinni einn bíll uppi á vegi. Ekkert sem truflaði og einu hljóðin voru í fuglunum og öldugjálfrið í fjöruborðinu. Kálfshamarsvík er magnaður staður. Einnig átti ég yndislega einveru að Fjallabaki í byrjun júlí þar sem ég ók ýmsa hliðarslóða af Landmannaleið til að skoða og ljósmynda fornar eldstöðvar. Hitti ekki eina manneskju í tvo daga og var bara aleinn í heiminum. Ekkert stress, ekkert áreiti og maður missir tímaskynið. Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? „Ég hef verið mikið á ferðinni í sumar og nánast ekkert heima hjá mér síðustu vikurnar þannig að um Verslunarmannahelgina ætla ég að vera rólegheitum heima hjá mér. Enda er veðurútlitið heldur ekki gott. Ég er ekki mikið gefinn fyrir mannmergð og mannmót, hef t.d. aldrei farið á Þjóðhátíð og forðast slíka viðburði. Þannig að um Verslunarmannahelgar hef ég

annað hvort verið heima hjá mér eða leitað á staði þar sem fáir eru á ferli, t.d. á hálendinu.“

niður í Skaftafell í hrikalegu og ólýsanlega fallegu landslagi. Þessi ferð var mikil upplifun.“

Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? Eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin mín var árið 2012. Þá fór ég í fjögurra daga gönguferð með allt bakinu frá Núpsstaðarskógum yfir Skeiðarárjökull og Skaftafellsfjöllin, alveg

Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmannahelgina? „Mikilvægastu hlutirnir sem ég tek alltaf með í ferðalög, hvort sem það er Verslunarmannahelgi eða ekki, eru myndavélin, kaffið og prímusinn til að hita vatnið í kaffið.“


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Elg. ljósmyndari á ferð um Ísland

Margir fallegir eldgígar prýða landslagið á Snæfellsnesi. Hér er horft yfir Rauðkúlu í átt að tveimur öðrum gígum, Grákúlu nær og Kothraunskúlu fjær. Úr þessum gígum rann Berserkjahraunið sem hefur m.a. runnið út í Selvallavatn, eins og sést á myndinni. Í baksýn má svo sjá til Hraunsfjarðar. Myndina tók Ellert með dróna.

Horft yfir hluta Valagjár, gossprungu sem myndaðist stuttu fyrir landnám og tilheyrir eldstöðvarkerfi Heklu, sem sést í bakgrunni.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


GÓÐA FERÐA H E L G I !

MUNUM AÐ AKSTUR OG ÁFENGI FER EKKI SAMAN. VERUM TILLITSSÖM OG BROSUM Í UMFERÐINNI.

A K IÐ VA R L E G A !


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hughrif í bæ er hópur 17 til 27 ára ungmenna sem hafa unnið að skapandi verkefnum í sumar.

Sæluhús og útilistaverk um allan Reykjanesbæ „Þetta er búið að ganga frábærlega og við viljum þakka kærlega fyrir viðtökur fólks sem hafa verið mjög góðar. Starfið í hópnum hefur gengið mjög vel og markmiðið gengið eftir en það var að lífga upp á bæinn,“ segir Hildur Hlíf Hilmarsdóttir, annar tveggja verkefnisstjóra hópsins Hughrif í bæ í Reykjanesbæ. Hinn var Krummi Laxdal, myndlistarmaður, og saman hafa þau verið í nýju verkefni fyrir ungt fólk í sumar. Málað og skapað um allan bæ Hópurinn saman stóð af fimmtán ungmennum á aldrinum 17 til 27 ára sem öll höfðu hugmyndir og koma úr skapandi greinum. Í sumar hefur hópurinn staðið að hinum ýmsu skemmtilegu verkefnum í Reykjanesbæ. Við greindum frá því í síðasta tölu-

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

blaði Víkurfrétta þegar hópurinn málaði hluta Tjarnargötunnar fyrir framan ráðhús Reykjanesbæjar í öllum regnbogans litum á táknrænan hátt. Þá varð til þessi flotta skessa á gafli Svarta pakkhússins sem snýr að Hafnargötunni en þar er hún með tvo hægri fætur. Hópurinn gerði fleiri skemmtileg verkefni við Svarta pakkhúsið og Fishershúsið. Síðustu verkefni sem hópurinn hefur klárað eru m.a. „Takk“ veggur og þá voru glæsileg vegglistaverk máluð á veggi Háaleitisskóla á Ásbrú, píanógangbraut við Krossmóa og síðast en ekki síst smíðuðu meðlimir hópsins útsýnis smáhýsi á Bakkalág, stóra túninu milli Hafnargötu og Ægisgötu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Sæluhúsin eiga örugglega eftir að hitta í mark.

Sæluhús á Bakkalág með útsýni til sjávar „Við köllum þetta sæluhús þar sem fólk getur sest inn og slappað af, hvort sem það er eftir hlaup, hjólahring eða bara göngu. Í húsunum er plexigler sem snýr út að sjónum til að njóta útsýnis. Þetta er svona skemmtilegur hvíldarstaður þar sem hægt er að njóta útsýnisins og fá sér kaffi eða hvað sem er ef fólk vill,“ segir Hildur Hlíf og bætir því við að nú hefur verið settur upp hátalari við eitt sæluhúsið sem hægt er að tengjast í gegnum blátönn (Bluetooth) og skella tónlist á eða töluðu máli.

„Markmiðið var líka að hugmyndirnar myndu vera framkvæmanlegar og nýtast eins og raunin hefur orðið á,“ segir Hildur Hlíf sem er háskólanemi í sálfræði og býr í bítlabænum. Félagi hennar í verkefnisstjórninni, Reykvíkingurinn Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson, Krummi, hefur fallið fyrir Reykjanesbæ og er að flytja í bæinn. Það var ekki eitt af markmiðum hópsins en er ánægjulegt engu að síður.

Háaleitisskóli fékk andlitslyftingu hjá hópnum.

Hópurinn saman kominn Hughrif í bæ.

Hildur Hlíf og Krummi Laxdal, verkefnisstjórar Hughrif í bæ.


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skilinn eftir allslaus í Eyjum Guðbergur Reynisson, eigandi Cargo flutninga, er alvöru fjórhjólagaur og hefur farið margar ferðir um hálendið í sumar. Hann á magnaða sögu frá Þjóðhátíð í Eyjum. Guðbergur, eða Beggi, með Arnbjörgu Elsu, konu sinni, í fjórhjólatúr.

„Landið okkar hefur upp á svo margt að bjóða að upplifunin, sérstaklega fyrir þá sem eru að koma í fyrsta sinn inn á hálendið, verður yfirþyrmandi, alveg sama hvernig veður er.“ Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Guðbergur í hópi fjórhjólavina.

„Sumarið hefur verið ótrúlega gott miðað við að það er 2020 og allt hefur gengið á afturfótunum síðustu mánuði. Þetta ár hefur auðvitað verið alveg ótrúlegt og það er bara rétt hálfnað,“ segir Guðbergur Reynisson, eigandi Cargo flutninga. – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? Við fjölskyldan eyðum flestum sumarhelgum á Flúðum í algerri sumarsælu, fórum þó eina fótboltaferð á Sauðárkrók í júní og svo má segja að þetta sumar einkennist af fjallaferðum á fjórhjólum sem við Elsa reynum að gera sem mest af allt árið. Í júní skelltum við okkur nokkrir saman norður Sprengisand á fjórhjólum og í júlí fórum við svo í fjölmennustu fjórhjólaferð Íslandssögunnar þegar hópur þrjátíu og eins Suðurnesjamanna keyrðu um 600 kílómetra frá Flúðum inn Hrunamannaafrétt, norður Sprengisand, vestur í Vesturdal í Skagafirði og í Varmahlíð. Þaðan norður fyrir Blöndulón og suður í Hveravelli. Svo var á fjórða degi Íslandsfegurð í fjórhjólaferð.

ekið í Kerlingafjöll og loks aftur á Flúðir. Landið okkar hefur upp á svo margt að bjóða að upplifunin, sérstaklega fyrir þá sem eru að koma í fyrsta sinn inn á hálendið, verður yfirþyrmandi, alveg sama hvernig veður er. Mér finnst alltaf svo ótrúlegt hversu margir hafa aldrei komið inn á hálendi Íslands, ég bara skil það ekki, ég gæti til dæmis alveg búið í Eyvindarkofaveri sunnan Hofsjökuls. Ég gæti líka búið á Hrunamannafrétti, Laugafelli Sprengisandi, Þorljótsstöðum i Skagafirði, Kerlingafjöllum, Flúðum, Lambhagaafrétti og fleiri fleiri stöðum sem við fengum að njóta í ferðinni. Næsta ferð er áætluð í enda ágústmánaðar en þá munu um 30 fjórhjólamenn taka Fjallabak

á tveimur dögum. Við erum rúmlega 60 í ferðahópnum sem kallar sig Melrakkar en melrakkinn, eða refurinn, er einmitt langfyrsti landnemi Íslands. – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Um verslunarmannahelgina verðum við fjölskyldan eins og síðustu ár á Flúðum en þessi verslunarmannahelgi verður um allt land með nýju sniði vegna Covid19, nýjar reglur og fjöldatakmarkanir breyta öllu og verðum við að hjálpast að við að fara eftir settum reglum. – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? Það eru margar verslunarmannahelgar ofarlega í minni þegar

maður hugsar til baka, eins og fyrsta skiptið fimmtán ára í Húsafelli með frændsystkynum mínum en ég er enn bundinn þagnareið um þá ferð. Eða fyrsta og eina skiptið mitt í Eyjum með félögunum ‘93, þá flugum við til Eyja á sunnudegi og þeir skildu mig eftir í Vestmannaeyjum og þurfti ég að taka Herjólf til Þorlákshafnar, rútu á Umferðarmiðstöðina, með SBK til Keflavíkur og húkka far út í Garð, allt út á krít þar sem strákarnir tóku jakkann, veskið og flugmiðann með sér heim um nóttina. Það voru engir farsímar eða kortin í símanum þá sko. – Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmannahelgina? Það er alveg hægt að hafa skemmtilega verslunarmannahelgi þó engin sé skipulögð dagskráin, bara hafa það mikilvægasta með – fjölskylduna.


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Njarðvíkingurinn á Hótel Bláfelli í Breiðdalsvík

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

„Íslendingarnir eru allt öðruvísi ferðamenn en þeir útlendu. Þeir gera til dæmis miklu betur við sig í mat og drykk og svo eru þeir bara skemmtilegir,“ segir Njarðvíkingurinn Friðrik Árnason, eigandi Hótels Bláfells í Breiðdalsvík.


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Friðrik Árnason er búinn að reka hótelið vel á annan áratug en það opnaði árið 1983. Friðrik hefur upplifað ýmislegt í hótelrekstri og ferðaþjónustu en ekkert í líkingu við afleiðingar kórónuveirunnar. „Eftir langt stopp vegna Covid-19 fór allt í gang seinni part júnímánaðar þegar Íslendingarnir fóru að mæta og þeir hafa verið góðir viðskiptavinir í sumar. Það er mikill munur á íslenskum og erlendum ferðamönnum þegar þeir eru í fríi. Íslendingarnir velja sér til dæmis dýrari rétti á matseðli, gjarnan dýrustu steikina og fá sér gott rauðvín með á meðan útlendingurinn velur sér það ódýrasta á matseðli og fær sér sjaldan vín með matnum. Við höfum verið að selja jafn mikið af rauðvíni á einu kvöldi eins og við gerðum á þremur vikum þegar

útlendingar voru að megninu til gestir á hótelinu,“ segir Friðrik.

Aðbúnaður til fyrirmyndar á Bláfelli Eitthvað hefur verið um erlenda ferðamenn í sumar en þó í mjög litlum mæli og þegar Víkurfréttir litu við hjá Friðriki um miðjan júlí var von á svissneskum ferðamönnum sem ætluðu að hertaka hótelið eina nótt. Njarðvíkingurinn segir að sumarið eigi eftir að verða fínt en mikil óvissa sé með haustið og veturinn. Á Hótel Bláfelli eru margar tegundir herbergja í boði í hótelbyggingunni og í gömlu pósthúsi sem nú sinnir gistihlutverki á staðnum. Alls eru 39 vel búin herbergi í boði, standard herbergi, bjálkaherbergi,

junior-svítur og fjölskylduherbergi. Aðbúnaður á herbergjum er til fyrirmyndar. Þá er á hótelinu hugguleg setustofa með arni og bókasafni. Þar er líka finnskt sána og veitingastaður þar sem boðið er upp á ekta íslenska rétti, matreidda úr fersku, íslensku hráefni úr nærumhverfi hótelsins.

Ástríðuverkefni „Þetta er skemmtilegur rekstur og það er gaman að vinna í ferðaþjónustu. Ísland er magnað land og það er gaman að skoða það og heimsækja, Íslendingar og útlendingar eru sammála um það, en að reka hótel er svolítið ástríðuverkefni og tekur mikinn tíma ef maður vill gera það vel,“ segir Friðrik.

Auk hefðbundins hótelsreksturs hefur Friðrik staðið fyrir ýmsum uppákomum á staðnum en á móti Hótel Bláfelli er hann með aðgang að stórum salarkynnum fyrir allt að 300 manns þar sem frystihúsið á staðnum var áður með starfsemi. Þar er góð aðstaða fyrir hvers kyns fundarhald og þá hafa verið haldnir þar margir tónleikar og fyrir jólin hefur hann fengið vini sína frá Suðurnesjum til að hjálpa sér með jólahlaðborð. Friðrik hefur verið útsjónarsamur í ýmsu sem hann hefur gert þarna eystra. Hann útbjó til dæmis stórar ljósakrónur í veislusalinn úr trampólínum. Páll Ketilsson pket@vf.is

Séð inn í eitt af herbergjum Hótels Bláfells.

Gamla frystihúsið er núna stór veislusalur.

Hugguleg arinstofa er á Hótel Bláfelli.

Trampólín-ljós voru útbúin í veislusalinn.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

Íslandskort dregur að

Í öðrum sal við hlið veislusalarins við Hótel Bláfell er mjög sérstakt Íslandskort, nærri nítján fermetrar að flatarmáli. Þetta er stórt steinkort sem Axel Helgason gerði og það er um þrjú tonn að þyngd, gert úr steinsteypu og járni og upphaflega málað með olíulitum. Axel gerði þrjú svona Íslandskort en þetta er það eina sem hefur varðveist. Háskóli Íslands fékk upphaflega kortið að gjöf og átti að setja það upp við byggingu skólans. Af því varð þó aldrei og var kortið í geymslu skólans til ársins 2008, þá fór það til varðveislu á safnið að Skógum á Suðurlandi þar sem til stóð að byggja sérstaklega yfir það og hafa til sýnis. Úr því varð ekki og var kortið geymt úti undir berum himni í nokkur ár og skemmdist mikið. Gosið í Eyjafjallajökli 2010 setti mark sitt á það og máði út mest alla málningu á hluta þess. Kortið er til sýnis hjá Friðriki í því ástandi sem það var þegar því var bjargað frá náttúruöflunum. Kortið er í eigu fjölskyldu Axels og er sýnt í fyrsta skipti í samvinnu Barinn var gerður úr efniviði úr nágrenninu og hverfisbjórinn Beljandi í hávegum hafður.

við Friðrik og íbúa Breiðdalsvíkur. Friðrik segist hafa séð frétt um kortið og haft samband við fjölskyldu Axels og í framhaldinu var sýning á því sett upp á staðnum.

Brugghúsið Beljandi Á Breiðdalsvík er rekið handverksbrugghúsið og barinn Beljandi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 2017 og býður alla jafna upp á fjórar, fimm tegundir af bjór. Hann er að mestu seldur á staðnum en einnig á nokkrum góðum stöðum á Austfjörðum á sumrin og má líka finna hann í Reykjavík og á Akureyri stöku sinnum. Barinn á Breiðdalsvík er opinn öll kvöld yfir sumartímann

en lokað er að mestu yfir veturinn. Rétt hjá er svo Gamla Kaupfjelagið á Breiðdalsvík, þar er kaffihús og verslun og í hillum er að finna gamlar vörur sem voru til sölu í Kaupfjelaginu á upphafsárum þess. Breiðdalssetur er einnig í Gamla Kaupfélaginu en það er

elsta húsið í þorpinu, byggt árið 1906. Á Breiðdalsvík búa aðeins um 140 manns en einnig er önnur afþreying í boði, eins og skemmtileg sundlaug sem er opin alla daga, hægt er að fara í gönguferðir og fleira.


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

KYNNING

Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar.

Tjaldað í Eyjafjarðarsveit við bæjardyr Akureyrar Þægilegt fjölskyldutjaldstæði við Hrafnagilsskóla bókanlegt á netinu Framundan er stór ferðahelgi þó svo verslunarmannahelgin í ár sé um margt frábrugðin vegna COVID-19. Ætli fólk sér að fara norður í Eyjafjörð þá er Eyjafjarðarsveit þægilegur kostur, hvort sem það er um verslunarmannahelgina eða í ágústmánuði. Hlýlegt viðmót sveitunga og fallegt umhverfi eru sérkenni Eyjafjarðarsveitar sem er samheldið og gott samfélag við bæjardyr Akureyrar. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 eru fjöldatakmarkanir á tjaldstæði landsins og því er góður kostur að bóka tjaldstæðið fyrirfram. Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett við Hrafnagilsskóla 10 km innan við Akureyri.

Í Hrafnagili er fjölskylduvæn sundlaug með varðlaug og stórri rennibraut ásamt leiktækjum. Þar er mjög gróðursælt og náttúrufegurð mikil. Gestir eru lausir við skarkalann en eru samt sem

Sparkvöllur er á svæðinu.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

áður mjög nálægt allri þjónustu. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í nágrenninu. Fullkomin hreinlætisað-

staða er við tjaldsvæðið og við flokkum sorp í þartilgerðar flokkunartunnur. Nú er hægt að bóka tjaldstæði í Hrafnagili á slóðinni parka.is/hrafnagil/ Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu þurrlendi og því er mögulegt að opna svæðið snemma á vorin. Á tjaldsvæðinu er lítið uppþvottahús með heitu og köldu vatni en snyrtingar og sturta eru í kjallara Íþróttamiðstöðvarinnar. Góð aðstaða er fyrir húsbíla svo sem raftenglar og skólplosun. Fastur opnunartími er 1. júní til 31. ágúst ár hvert en helgaropnun

Skemmtilegt leiksvæði er við Hrafnagilsskóla.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu þurrlendi.

Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar - við Hrafnagil Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar v/ Hrafnagilsskóla, 605 Akureyri Sími: 464 8140 / 895 9611 Netfang: sundlaug@esveit.is esveit.is

Gjaldskrá tjaldsvæðis 2020 Tjald/húsbíll 1.300 kr. á mann. Hver nótt umfram það 1.000 kr. á mann. Rafmagn fyrir húsbíl 800 kr. á sólarhring Frítt fyrir börn 17 ára og yngri í fylgd með fullorðnum Jólahúsið er í göngufæri frá tjaldsvæðinu í Hrafnagili. Það þarf ekki að fara langt til að komast í snertingu við dýrin. er í maí og september þegar vel viðrar. Sparkvöllur og íþróttavöllur eru fast við tjaldsvæðið sem og leiksvæði Hrafnagilsskóla þar sem víkingaskip, litlir leikkofar og sandkassar hafa í áranna rás verið vinsæl leiksvæði barna.

Ferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit Blómleg ferðaþjónusta er í Eyjafjarðarsveit þar sem hægt er að gera sér góðan dag með því að aka sveitarhringinn og bera þar augum fallega náttúruna sem Eyjafjarðará liðast um. Góðar göngu- og hjólaleiðir eru í sveitinni og afar vinsælt að ferðast um útivistastíginn milli Hrafnagils og Akureyrar. Þá er hægt að ganga á ýmis fjöll í sveitarfélaginu og

gnæfir tignarleg Kerling hæst yfir þeim öllum. Í Hrafnagili er fjölskylduvæn sundlaug með varðlaug og stórri rennibraut ásamt leiktækjum sem umvefja umhverfi hennar ásamt glæsilegu og fullbúnu tjaldsvæði. Þar má einnig finna Jólahúsið sem sett hefur svip sinn á ferðaþjónustu á norðurlandi um árabil. Í sveitinni má bera augum sex fallegar kirkjur og hið frábæra Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem hefur að geyma skemmtilegan karakter og fjölda muna af allri heimsins gerð. Fjölbreytt úrval gistimöguleika, veitinga og afþreyingar er í Eyjafjarðarsveit og geta gestir svæðisins notið matar úr héraði, dægrastyttingar og gistingar í kyrrð og nálægt við náttúru og persónuleika sveitarinnar.

Þægilegt er að ganga um svæðið. Hrafnagilshverfið er fallegur byggðarkjarni við Hrafnagilsskóla.


34 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lítill afli á Suðurnesjum í júlí Júlímánuður er að verða á enda kominn og myrkur sækir á með sínu fallega sólarsetri. Mánuðurinn er búinn að vera mjög svo rólegur. Í Grindavík, sem er einn af stærstu útgerðarstöðum landsins, var mjög lítið um að vera því bæði Þorbjörn ehf. og Vísir ehf. voru með alla báta sína í stoppi allan mánuðinn. Er það nokkuð merkilegt því ekki einn einasti stóri línubátur var á veiðum allan júlímánuð og gildir þá engu um það hvort báturinn var gerður út frá Grindavík eða annars staðar á landinu.

Frítt á söfnin í sumar Það er góð hugmynd að nota tækifærið og skoða söfnin okkar í sumar. Það eru fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar í boði sem engin ætti að láta fram hjá þér fara. Það er opið alla daga vikunnar.

Það eru reyndar miklar hræringar í útgerðarmálum þessara fyrirtækja í Grindavík og Þorbjörn ehf. hefur t.d. lagt línubátnum Sturlu GK og mun gera út 29 metra togbát í staðinn sem heitir í dag Sturla GK. Það sama er að gerast hjá Vísi ehf. Nánar um það seinna. Landaður afli í höfnum á Suðurnesjum var mjög lítill. Í Grindavík var landað um 1345 tonnum, reyndar er inni í þeirri tölu 734 tonna löndun sem frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK landaði. Ef hann er tekinn í burtu þá standa eftir 611 tonn sem landað var í Grindavík af bátunum. Hæstir þar voru Áskell ÞH með 193 tonn, Vörður ÞH með 183 tonn og Skinney SF sem er á humri með 167 tonn. Enginn neta- eða dragnótabátur landaði í Grindavík í júlí. Í Keflavík var engum afla landað nema í lokin en þá kom smávegis af makríl til Keflavíkur og þegar þessi pistill er skrifaður þá er búið að landa í Keflavík 2,8 tonnum, svo til allt makríll. Í Sandgerði var landað 500 tonnum og var það allt af bátum. Landanir voru mjög margar eða alls 274 og var Sandgerði með stærstu höfnunum á landinu í júlí miðað við fjölda landana. Þar var nokkuð góð netaveiði og var Langanes GK hæstur með 112 tonn í 21, Maron GK 82 tonn í átján og

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Sigurfari GK, sem var á dragnót, með 56 tonn í einni löndun. Þeir bátar sem voru á ufsaveiðum á handfærunum veiddu ansi vel og hæstur þeirra var Ragnar Alfreðs GK með 24 tonn í aðeins fjórum róðrum og mest um átta tonn sem er nú eiginlega fullfermi hjá bátnum. Birta Dís GK var líka á ufsanum og var með ellefu tonn í fjórum róðrum og var ufsi 8,3 tonn af því. Sóley Sigurjóns GK er við rækjuveiðar við Norðurlandið og var með 145 tonn í júlí og af því var rækja 88 tonn. Berglín GK, sem var siglt tómri suður til Njarðvíkur vegna óánægju skipverja eftir að Nesfiskur stóð ekki við gerða samninga um laun um borð, er kominn aftur til veiðar og hefur landað fjórtán tonnum í einni löndun. Pálína Þórunn GK er búin að veiða lítið í júlí. Hefur landað 62 tonnum á Siglufirði en annars lá báturinn á Sauðárkróki í hátt í þrjár vikur. Skipstjórinn á Pálínu Þórunni GK hefur verið nokkuð ánægður með það því að Snorri skipstjóri býr á Sauðárkróki.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


GÓÐA F E R ÐAH E L G I !

MUNUM AÐ AKSTUR OG ÁFENGI FER EKKI SAMAN. VERUM TILLITSSÖM OG BROSUM Í UMFERÐINNI.

A KIÐ VAR L E G A !

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þessi ungi peyi náði nokkrum fiskum á land.

Makríllinn kíkti við í Keflavík Makríllinn mætti í sína fyrstu heimsókn sumarsins til Keflavíkur og fyrstu fiskarnir komu á land þriðjudaginn 21. júlí. Veiðimenn á bryggjunni voru fljótir að taka við sér og fyrsti báturinn sem kom með smá afla að landi var Votabergið úr Keflavík. Votabergið fór í prufutúr seinni partinn þann dag og fékk ágætan slatta af makríl við ströndina í Helguvík. Þegar þetta er skrifað í lok júlí hefur ekkert gerst í mak-

rílgöngu. Sjómenn á Votaberginu segja að þetta hafi bara verið smá innlit hjá makrílnum því ekkert hefur veiðst síðan. Makrílveiðar gengu ekki mjög vel síðustu tvö

árin en mjög vel árin á undan. Óvissa er með makrílveiðar í sumar. Það myndast oft mikill fjöldi veiðimanna með stangir í Kefla-

víkurhöfn og þegar Víkurfréttir litu þar við voru nokkrir með stöngina úti og nokkrir fiskar komu á land. Beitan var misjöfn, allt frá bleikum gúmmíspúnum yfir í eitthvað fiskmeti. Þetta er mjög vinsælt sport hjá mörgum inflytjendum á svæðinu en einnig eru þó heimamenn innan um en þeir eru ekki eins duglegir að borða makrílinn. Páll Ketilsson pket@vf.is

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

Fyrsti markrílaflinn kominn á land hjá Votaberginu. Eigendurnir Guðmundur Jens Guðmundsson og Gunnar Jóhannsson á bryggjunni.


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Dettifoss myndaður í glæsilegum regnboga.

Anna Birgitta Geirfinnsdóttir og fjölskylda fóru hringinn á húsbíl:

Það er dásamlegt að vera ferðamaður í eigin landi „Sumarið hefur verið mjög gott hjá okkur fjölskyldunni. Við keyptum húsbíl í vor og tókum viku í að skoða Vestfirðina og svo í beinu framhaldi fórum við hringinn. Það eru nokkur ár síðan við höfum ferðast að ráði um landið okkar en það var algjörlega magnað,“ segir Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Deloitte í Reykjanesbæ.

– Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? Vestfirðirnir eru stórkostlegir með sín háu fjöll og firði en við fórum síðast í ferðalag á Vestfirðina fyrir átján árum síðan. Við vorum heppinn með veður í sumar en fyrir átján árum flúðum við frá Tálknafirði og heim eftir að hafa verið í rigningu í nokkra daga sem endaði með hellidembu og við gáfumst upp og keyrðum heim. Það er dásamlegt að vera ferðamaður í eigin landi og njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Það sem stendur mest upp úr er samferðafólkið, Dynjandi, kajaksigling í Tálknafirði, fiskihlaðborð í Tjöruhúsinu Ísafirði, Mývatn, Dettifoss, heimsókn á æskuslóðir föður míns í Böðvarsdal og VÖK á Egilsstöðum. – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Stórfjölskyldan fer saman í bústað foreldra minna í Grímsnesi og við sem eigum ferðavagna nýtum þá svo fleiri komist að. – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? Eftirirminnilegasta verslunarmannahelgin er án efa Þjóðhátíð 1986 en við vinkonurnar fórum nokkrar saman og höfðum fengið leyfi foreldra okkar til þess að fara með því skilyrði að við gistum í

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

Dimmuborgir eru magnaðar.

garði hjá frændfólki. Maður þurfti nú að skvísa sig upp fyrir þá ferð og þegar fatapöntun úr Freemanslistanum kom í pósthúsið sama dag og við fórum til Eyja þá náttúrlega skellti maður þeim efst í töskuna þrátt fyrir mótmæli mömmu. Ég lenti svo í því að töskunni minni var stolið á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Ég fór á lögreglustöðina og kærði þjófnað og byrjaði að telja upp hvað var í töskunni en það er ekki hægt að segja annað en að lögreglan hafi verið hissa yfir magninu af fötum. Síðan spurði lögreglumaðurinn: „Var ekkert meira í töskunni?“ Ég svaraði: „Ekkert sem ég vil segja þér frá.“ Í rigningu á sunnudeginum var ég klædd í ruslapoka. Heimferðin var líka nokkuð skondin en þegar Herjólfur lagði að í Þorlákshöfn þá fór fullt af fólki í sjoppuna áður en farið var í rútuna heim á leið. Þegar ég og Una vinkona komum út úr sjoppunni var rútan farin og vinkonur okkar líka. Það voru einnig tveir strákar úr Njarðvík sem misstu af rútunni þannig að við ákváðum að halda hópinn og fara saman á puttanum heim. Þegar við komum

til Keflavíkur voru vinkonur okkar nýbúnar að átta sig á því að við vorum ekki með í rútunni en þær sátu aftarlega í rútunni og héldu að við tvær værum fremst. Ég endaði svo þessa verslunarmannahelgi á því að fara í útsölu í tískuverslunina Poseidon í Keflavík um leið og búðin opnaði á þriðjudeginum.

Finnur reynir sig á kajak.

– Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmannahelgina? Mér finnst mikilvægt að hafa góðan félagsskap og hef í gegnum tíðina oftast farið eitthvað út úr bænum með fjölskyldunni eða góðum vinum.

„Maður þurfti nú að skvísa sig upp fyrir þá ferð og þegar fatapöntun úr Freemans-listanum kom í pósthúsið sama dag og við fórum til Eyja þá náttúrlega skellti maður þeim efst í töskuna þrátt fyrir mótmæli mömmu.“

Með fjölskyldunni á góðri stundu.

Anna og Ívar, maður hennar, í fríinu.


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Baráttan um brauðið Það var heldur ójafnt skipt í lið þegar barist var um brauðbitana á tjörninni við Fitjar eins og Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, varð vitni að þegar hann smellti þessari mynd af á dögunum. Álftin mátti sín lítils gegn margnum.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Í íþróttaumfjöllun Víkurfrétta lítum við á gengi Suðurnesjaliðanna í fótboltanum sem hefur verið misgott og kíkjum á stórglæsilegt golfmót sem haldið var í Leirunni til styrktar Special Olympics á Íslandi þar sem söfnuðust 800.000 krónur.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gríðarleg spenna í Lengjudeild karla:

Keflavík í toppbaráttunni Aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu Keflvíkingar unnu stórsigur á Þrótturum í sjöttu umferð Lengjudeildar karla og í þeirri sjöundu léku þeir gegn Þór á Akureyri, þeim leik lyktaði með 1:1 jafntefli. Keflvíkingar tóku á móti Vestra í Lengjudeild karla í áttundu umferð Lengjudeildar karla.

Joey Gibbs og Kian Williams skoruðu tvö mörk hvor gegn Vestra.

ÞEIR VERJA HANN EKKI ÞARNA!

Frábært opnunarmark Kian sem setti hann í þverslána, niður og boltinn þandi út netmöskvana. Algerlega óverjandi fyrir markvörð Vestra. Ljósmyndir: Guðmundur Sigurðsson.

Óverjandi þrumufleygur Leikurinn fór ekki amalega af stað en á 5. mínútu átti Kian Williams sannkallaðan þrumufleyg langt fyrir utan teig, sláin inn. Stórglæsilegt mark. Leikurinn fór fjörlega af stað og tveimur mínútum eftir að hafa lent undir fékk Vestri sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf barst fyrir mark Keflvíkinga á Vestramann sem var einn og óvaldaður á fjærstöng en skot hans fór rétt framhjá markinu. Fyrri hálfleikur var ágætur hjá báðum liðum sem skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér álitleg færi, eftir því sem leið á hálfleikinn tók Vestri þó að sækja ívið meira en náði þó ekki að

koma boltanum í netið. Staðan því 1:0 í hálfleik, Keflavík í vil.

Jöfnunarmarkið kveikti í Keflvíkingum sem slökktu á Vestra Vestramenn mættu ákveðnir til seinni hálfleiks og settu pressu á Keflvíkinga, á 57. mínútu fékk Vestri horn og upp úr því barst boltinn á sóknarmann þeirra sem afgreiddi hann í markið, 1:1. Keflvíkingar tóku miðju, léku upp vinstri kantinn, sendu fyrir markið þar sem Joey Gibbs setti hann framhjá markverði Vestra og Keflavík því aftur komið yfir á innan við mínútu. Vestramenn voru enn að fagna og vissu varla hvað skall á þeim þegar Joey skoraði.

ENGIN MISKUNN HJÁ KEFLAVÍK Keflvíkingar kláruðu Þróttara á þrjátíu mínútum Keflvíkingar góða ferð í höfuðborgina í sjöttu umferði Lengjudeildarinnar þar sem þeir sóttu sóttu lið Þróttar heim. Þróttarar voru stigalausir eftir fyrstu fimm umferðirnar en Keflvíkingar sýndu hvorki miskunn né vanmat og mættu Þrótturum af fullum krafti frá fyrstu mínútu. Það tók ekki langan tíma að brjóta niður varnarmúra Þróttara, Joey Gibbs skallaði boltann í netið á 3. mínútu og kom Keflavík yfir. Stundarfjórðungi síðar bætti Adam Ægir Pálsson við marki þegar hann óð að teignum og gott skot hans hafnaði í markinu, 2:0. Adam Ægir var aðgangsharður upp við mark Þróttara því skömmu síðar átti hann skot

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

í stöng og á 24. mínútu skoraði hann þriðja mark Keflvíkinga. Það var ljóst að Þróttarar voru ekki að fara að sækja sín fyrstu stig í kvöld og tveimur mínútum eftir að Adam Ægir skoraði þriðja markið mætti Joey Gibbs góðri fyrirgjöf og skallaði í netið. Það var ekkert lát á sókn Keflvíkinga og þeir sköpuðu sér fleiri færi en staðan 4:0 í hálfleik fyrir Keflavík. Seinni hálfleikur var í raun aðeins formsatriði og Keflvíkingar slökuðu aðeins á en hefðu engu að síður getað bætt við mörkum. Adam Ægir var skeinuhættur og átti m.a. skot í stöng. Leiknum lauk með 4:0 sigri Keflvíkinga.

Það má segja að neistinn sem kveikti í Keflvíkingum hafi alveg slökkt á Vestramönnum því á 59. mínútu kom Keflavík upp hægri kantinn og Sindri Þór Guðmundsson gaf góða fyrirgjöf inn fyrir vörn Vestra þar sem Kian stakk sér fram og skallaði í markið, 3:1 fyrir Keflavík. Áfram hélt Keflavík að sækja og hafa stjórn á leiknum. Vestraliðið var í hálfgerðu áfalli eftir að fá þessi mörk á sig og Keflvíkingar voru með leikinn í höndunum. Á 74. mínútu mætti Joey Gibbs á nærstöng og skoraði fjórða mark Keflvíkinga sem reyndist lokamark leiksins. Úrslit 4:1 fyrir Keflavík.

Keflavík með bestu markatöluna Sóknarleikur Keflvíkinga hefur verið góður í sumar og ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en þeir, 25 mörk í átta umferðum. Svipaða sögu er að segja af varnaleik liðsins en Keflavík hefur aðeins fengið tíu mörk á sig í deildinni í sumar, aðeins ÍBV (hefur fengið átta mörk á sig) hefur fengið færri mörk á sig. Joey Gibbs hefur verið á skotskónum í sumar og er enn markahæstur í deildinni með átta mörk. Joey er vinnusamur leikmaður og hefur smollið vel inn í leik Keflavíkurliðsins eins og sést best á tölfræðinni.

Joey Gibbs hefur verið á skotskónum í sumar, hér er hann að skora áttunda mark sitt í Lengjudeildinni í ár.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

Grindavík með einn eitt jafnteflið í Lengjudeildinni:

Grindvíkingar fyrsta liðið til að tapa stigi gegn botnliðinu Grindvíkingar léku á Grenivík í áttundu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu þar sem þeir mættu botnliði Magna. Fyrir leikinn hafði Magni tapað öllum sínum leikjum og aðeins skorað þrjú mörk. Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindvíkinga, hlýtur að vera vonsvikinn með gengi sinna manna í sumar.

að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu. Úr hornspyrnunni barst boltinn út úr teignum þar sem Magnamaður tók viðstöðulausa spyrnu í samskeytin, óverjandi fyrir Vladan. Magnað mark og staðan orðin jöfn.

Grindvíkingar missa mann af velli

Lánlausir Grindvíkingar Grindavík hefur gert jafntefli í síðustu fimm umferðum Lengjudeilarinnar. Í síðustu tveimur leikjum hafa Grindvíkingar fengið jöfnunarmark á sig í uppbótartíma. Stóra spurningin er hvort hlutirnir fari ekki að detta fyrir Grindvíkinga og hvort það sé orðið of seint.

Leikurinn gegn Magna Í fyrri hálfleik tókst hvorugu liði að ná yfirráðum í leiknum, hann einkenndist af baráttu beggja liða á miðjunni en öðru hvoru komu hættulegar skyndisóknir sem vantaði að klára. Skyndisóknir Grindvíkinga voru þó heldur betur útfærðar og öllu hættulegri en heimamanna. Eftir því sem leið á hálfleikinn færðist meiri þungi í sókn Grindvíkinga og loks á 37. mínútu fengu þeir hornspyrnu sem Magnamenn áttu í miklum vandræðum með. Sindri Björnsson reyndi skot sem hrökk af leikmanni Magna fyrir Guðmund Magnússon sem átti hörkuskot í stöng. Það var svo Josip Zeba sem náði til boltans og afgreiddi viðsöðulaust í netið, Grindavík búið að brjóta ísinn og komið í forystu. Skömmu fyrir leikhlé átti Elias Tamborini góða sendingu fyrir markið sem rataði beint á skallann á Guðmundi sem náði góðum skalla rétt framhjá nærstönginni, stórhættulegt færi sem hæglega hefði getað endað í marki.

Fjörugur seinni hálfleikur Grindvíkingar mættu öflugir til leiks eftir hlé og settu strax mikla pressu á heimamenn.

Á 52. mínútu sóttu þeir gulu og komu boltanum fyrir markið þar sem Guðmundur var aleinn á fjærstöng fyrir opnu marki og bætti við öðru marki, 2:0 fyrir Grindavík. Áfram hélt Grindavík að hafa yfirhöndina en á 64. mínútu náðu Magnamenn góðri skyndisókn sem skilaði marki, 2:1 fyrir Grindavík. Eitthvað hresstust Magnamenn við markið og komust aðeins betur inn í leikinn sem hafði verið í höndum Grindvíkingar fram að þessu. Magni gerði tvöfalda skiptingu og fimm mínútum síðar áttu þeir hættulega sókn sem var bjargað í horn en Grindvíkingar voru lánsamir

Josip Zeba skoraði bæði í jafnteflinu gegn Magna og Keflavík.

Skömmu eftir að hafa misst leikinn niður í jafntefli átti Magni aðra skyndisókn þar sem sending komst inn fyrir vörn Grindvíkinga á framherja Magna sem var við það að komast í gott færi en Sindri renndi sér aftan í hann og fékk að launum beint rautt spjald. Grindvíkingar þurftu að leika manni færri síðasta korterið en þrátt fyrir það náðu þeir að skora þriðja markið skömmu fyrir leikslok. Grindavík náði að stöðva skyndisókn Magna og bruna sjálfir upp völlinn þar sem Guðmundur Magnússon kom góðri sendingu á fjærstöng og þar mætti Oddur Ingi Bjarnason og afgreiddi boltann í netið. Heimamenn gáfust ekki upp og lögðu allt undir, pressuðu stíft og þegar fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma fengu þeir hornspyrnu. Allt lið Magna mætti í sóknina og fyrirgjöfin barst inn á markteig þar sem Magni náði að koma honum í netið. Þetta varð síðasta sókn leiksins því um leið og Grindvíkingar tóku miðju blés dómarinn leikinn af. Grindvíkingar sitja nú í sjötta sæti Lengjudeildarinnar og draumurinn um sæti í efstu deild að ári verður sífellt fjarlægari.


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Joey Gibbs hefur heldur betur leikið vel í Lengjudeildinni í sumar og reynst mikilvægur hlekkur í liði Keflavíkur. Þessi knái Ástrali hefur fallið vel að leik Keflavíkurliðsins og bætt gæði sóknarleiks þess. Blaðamaður Víkurfrétta heyrði í Joey eftir leikinn gegn Vestra þar sem hann skoraði tvö mörk og er markahæstur í Lengjudeildinni eftir átta umferðir ásamt Gary Martin leikmanni ÍBV. Joey er samt hógværðin uppmáluð þegar talið berst að markaskorun og segir hana aðeins lokahlekkinn í langri keðju sem allt liðið stendur að baki í sameiningu.

Þú skorar mörk sem lið – ég er bara sá sem sé um að koma boltanum í netið tíma sem ég hef verið hér á Íslandi þá finnst mér Keflavík vera lið og bær sem ætti að vera í efstu deild og þar viljum við virkilega vera á næsta ári.“

Keflavík er lið og bær sem ætti að vera í efstu deild – Jæja Joey, tímabilið hefur farið vel af stað hjá þér. „Já, þetta er gott upphaf á tímabilinu. Ekki bara hjá mér einum heldur liðinu öllu. Við höfum örlítið misst taktinn á tímum en verið að taka framförum eftir því sem líður á deildina – sem er jákvætt því við erum ekki enn upp á okkar besta, við eigum meira inni. Metnaður okkar og markmið er að vinna okkur upp um deild og leika í efstu deild að ári. Af því sem ég hef kynnst á þeim

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

– Nú ert þú markahæstur í Lengjudeildinni þó Gary Martin [ÍBV] hafi reyndar verið að jafna það með því að skora „hat-trick“ í kvöld. Ertu ekki í góðu standi? „Jú, ég lít reyndar á það þannig að mörkin eru afrakstur þeirrar „þjónustu“ sem ég fæ frá liðsfélögum mínum. Ég tek hlaupin og stóla á sendingar frá félögunum – og ég hef verið að fá góða aðstoð frá þeim. Ég vona að sú tenging sem við höfum náð haldi áfram. Ég meina, þetta er ein ástæða þess að ég elska að leika fótbolta. Þú skorar mörk sem lið, ég er bara sá sem sé um að setja boltann í netið.“

Metur sjálfan sig ekki út frá markaskorun „Ég held að það séu alls kyns týpur af sóknarmönnum til, ég sjálfur fæ mest út úr því að vinna vinnuna mína vel. Ég lít ekki á mitt hlutverk sé bara að skora mörk, að vera sóknarmaður snýst um svo margt annað. Sérstaklega þegar maður er í svona liði eins og Keflavík, það er mikil áhersla lögð á hvernig við pressum, hvernig við verjumst og stundum er það mitt verk að halda boltanum. Ég legg mikinn metnað í að vinna vinnuna mína

vel, ekki bara að skora mörk því stundum spilar maður vel án þess að skora og stundum spilar maður illa en skorar. Þannig að mér finnst mikilvægt að meta ekki sjálfan sig eingöngu út frá markaskorun.“ – Hvernig stóð á því að þú endaðir uppi á Íslandi af öllum stöðum? [Hlær] „Ég bjóst nú reyndar aldrei við að ég myndi leika á Íslandi, ég er reyndar ekki alveg viss hvernig stendur á því en býst við að Keflavík hafi sett sig í samband við fulltrúa minn eða öfugt. Um leið og ég hafði rætt við Sigga [Sigurð Garðarsson, formann Keflavíkur] fannst mér það hljóma freistandi. Hann sagði mér frá sínum fyrirætlunum, hvernig þeir vildu leika og hverju þeir væru að leita eftir. Ég hafði séð eitthvað af Íslandi í sjónvarpinu og vissi að það væri falleg land svo ég hugsaði með mér: „Því ekki?,“ og sló til. Ég er mjög ánægður að hafa komið því ég hef notið þess að vera hérna, notið bæjarins og félagið hefur reynst mér mjög vel. Leikmennirnir hafa tekið mér vel og okkur hefur gengið vel að smella saman. Allt hefur gengið virkilega vel.“ – Hefurðu getað ferðast eitthvað um landið fyrir utan keppnisferðir? „Já, aðeins. Ekki eins mikið og ég hefði viljað því Covid setti einhvern veginn allt úr skorðum. Eftir á að hyggja hefði sá tími kannski verið upplagt tækifæri til þess


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

Ég hef notið þess að vera hérna og held að klúbburinn sé ánægðu með mína frammistöðu svo ég reikna með að við setjumst fljótlega niður og ræðum framhaldið ...

„Þegar ég var í Ástralíu fékkst ég aðeins við þjálfun yngri krakka og ég held að maður bæti sig sem manneskju við að deila sinni þekkingu með yngri kynslóðum. Að vinna við knattspyrnu hefur svolitla glansímynd á sér og þegar maður hugsar til þess hvað maður geti gefið til baka til samfélagsins og einstaklinga þá finnst mér kennsla vera af svo allt öðrum toga og tilfallin til þess. Mér myndi líða vel í þannig starfi og að geta gefið af mér, ég er alveg viss um að það sé mjög gefandi.“ en svo þegar tímabilið hófst tóku stífar æfingar við og maður var upptekinn við vinnu. Ég náði þó að ferðast eitthvað um Suðurlandið sem var mjög ánægjulegt. Við fáum reyndar nokkurra daga frí í vikunni og þá vonast ég til að fara með einhverjum af strákunum til að sjá meira af landinu.“

Hefur mikinn áhuga á tónlist – Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan fótboltann? „Mörg minna áhugamála eru „áströlsk“ og kannski ekki sniðin að Íslandi. Ég fer t.d á brimbretti í Ástralíu, það er eitthvað sem ég get ekki gert hérna.“ Þegar blaðamaður skýtur inn að einhverjir örfáir „sörfi“ hérlendis hlær Joey og segist þá þurfa að fá sér mjög þykkan blautgalla. „Á þeim tíma sem ég hef verið hérna hef ég einnig lagt stund háskólanám, það hefur tekið sinn tíma og haldið mér uppteknum. Svo hef ég mjög gaman af lifandi tónlist. Ég hefði viljað getað komist á tónleika en þá komum við aftur að þessu Covid sem hefur aftrað því. Ég hef heyrt að Keflavík hafi það orðspor á sér að vera tónlistarbær og ég myndi elska að komast í kynni við tónlistina hér. Ég hef mjög breiðan tónlistarsmekk, hlusta á allt frá Nirvana til Neil Young og þess háttar. Ég er alæta á tónlist.“ – Leikurðu á hljóðfæri sjálfur? „Nei, því miður bý ég ekki yfir þeim hæfileika. Kærastan mín í Ástralíu er sú sem hefur tónlistarhæfiileikana, hún leikur á fiðlu og víólu. Ég myndi elska að geta leikið á gítar, ég hef reynt að læra sjálfur en ekki fylgt því eftir. Svo er ég aðeins byrjaður að reyna fyrir mér í golfi, ég er með pútter í bílnum og fer stundum á púttvöllinn við Mánaflöt. Mig langar að læra golf og verða aðeins betri, ég hef séð að það eru margir fallegir golfvellir hérna.“

Ætlar að verða grunnskólakennari þegar ferlinum lýkur

Líður vel á Íslandi „Upphaflega samdi ég til eins árs við Keflavík því þetta er svo framandi staður og ég vissi ekki við hverju ég mætti búast. Ég hef notið þess að vera hérna og held að klúbburinn sé ánægðu með mína frammistöðu svo ég reikna með að við setjumst fljótlega niður og ræðum framhaldið. Þetta er góður staður til að vera á, ég vildi óska að kærastan mín gæti komið en hún er augljóslega föst í Ástralíu út af Covidástandinu en vonandi verður næsta ár auðveldara.“

Joey veitir okkur innsýn í tónlistarsmekk sinn Hér eru nokkur nöfn á hljómsveitum/söngvurum og uppáhaldslag með hverjum og einum: Cold Chisel (ástralskt „old school“ pöbbarokk / dæmigerð áströlsk tónlist) uppáhaldslagið er Flame Trees. Johnny Cash

(við þekkjum hann öll) uppáhaldið mitt með honum er Cocaine Blues.

Rodriguez (platan hans Cold Fact ein af mínum uppáhalds) held mikið upp á lagið I Wonder.

Paul Kelly (fyrir mér er hann hinn

ástralski Bob Dylan) To Her Door er uppáhaldslagið mitt með honum.

Smelltu á myndirnar til að hlusta

Laurencia (kærastan mín er nýbyrjuð að semja og gefa út tónlist, ég myndi koma sjálfum mér í vandræði ef hún ratar ekki á listann) Run er lag með henni sem ég held upp á.

Joey leggur stund á kennaranám þessa stundina, hann hefur BS-gráðu í íþróttafræðum og langar að blanda saman þjálfun og kennslu barna þegar hann leggur fótboltann á hilluna.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lengjudeild kvenna:

Keflavíkurstelpur einar á toppnum Aníta Lind Daníelsdóttir var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Keflavíkur í leiknum gegn Víkingi, vann vel og skoraði mark.

Keflavík tók á móti Víkingi í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á Nettóvellinum í sjöundu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn var Keflavík í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Tindastóli, en Víkingar í því sjötta. Keflavík eina taplausa liðið Eftir sjö umferðir hafa Keflavíkurstelpurnar ekki tapað leik, þar hafa gert tvö jafntefli en sigrað í fimm leikjum. Markatala þeirra er einnig stórgóð, hafa skorað 22 og fengið fjögur mörk á sig. Dröfn Einarsdóttir er markahæst í deildinni með sex mörk og Natasha Anasi kemur í kjölfarið með fimm.

Keflvíkingar ná forystu skömmu fyrir leikhlé

aðeins dampinn en voru þó ekki lengi að hrista slenið af sér. Paula komst í gott færi aðeins nokkrum mínútum síðar en markvörðu Víkinga var enn á réttum stað og varði skot hennar vel. Víkingar voru ákveðnar í að jafna leikinn en fyrirliði Keflvíkinga var ekki á þeim buxunum þegar hún tók á rás upp völlinn, gaf góða sendingu á mann leiksins, Anítu Lind Daníelsdóttur, sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið og Keflavík aftur komið með tveggja marka forystu (82’). Það var svo Kara Petra Aradóttir sem

skoraði síðast markið aðeins mínútu eftir að henni var skipt inn á (89’) og lokatölur leiksins urðu 4:1 fyrir Keflavík.

Keflavík á toppnum Eftir leikina í sjöundu umferði sitja Keflavíkurstelpur einar í efsta sæti því á sama tíma tapaði Tindastóll fyrir Haukum. Keflvíkingar eru því efstar með sautján stig og hafa ekki tapað leik í deildinni í sumar.

Keflavík byrjaði leikinn gegn Víkingi vel og sóttu stíft að marki þeirra, eftir því sem leið á hálfleikinn komst Víkingur þó betur inn í leikinn en Keflavíkurstelpurnar höfðu þó töglin og hagldirnar og sköpuðu sér nokkur ágætis færi. Natasha Anasi var ógnandi og átti m.a. skot í utanverða stöngina, þá var Paula Watnick spræk og hættuleg fram á við. Það var þó ekki fyrr en á 43. mínútu að fyrsta markið leit dagsins ljós, þar var Paula að verki eftir að hafa hirt frákast af skoti Amelíu Rúnar Fjeldsted. Paula var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hún átti sendingu á Ísabel Jasmín Almarsdóttur sem tvöfaldaði forystu Keflavíkur (45’+1). Staðan 2:0 í hálfleik.

Víkingar minnka muninn Stelpurnar í Keflavík hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru ógnandi upp við mark Víkinga en markvörður þeirra sá við því sem kom á markið. Á 58. mínútu náðu Víkingar þó að skora gott mark og komast aftur inn í leikinn. 2:1. Við það að fá mark á sig misstu Keflavíkurstelpurnar

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Markvörður Víkinga varði oft og tíðum vel, það dugði ekki til því hún þurfti engu að síður að sækja boltann fjórum sinnum í netið. VF-mynd: JPK


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

2. deild kvenna:

Grindavík í baráttunni Grindavík í ágætri stöðu eftir fimm leiki Grindavíkurstelpur mættu Sindra á Hornafirði í sjöttu umferð 2. deildar kvenna í knattspyrnu. Grindavík hefur leikið fimm leiki en þar sem einungis eru níu liði í deildinni situr ávallt eitt lið hjá í hverri umferð, Grindavík hvíldi í fimmtu umferði og stelpurnar hafa því fengið góða hvíld eftir 6:0 stórsigur á Álftanesi í fjórðu umferð.

Aðeins eitt mark skorað Leikurinn gegn Sindra, sem hefur tapað öllum sínum leikjum nema einum, fór alveg eftir bókinni. Grindavík stóð uppi sem sigurvegari, þó aðeins með einu marki sem Birgitta Hallgrímsdóttir skoraði á 50. mínútu. Eftir fimm leiki situr Grindavík í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Álftanes og sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis sem á leik til góða. Markatala Grindvíkinga er talsvert betri en bæði Álftaness og liðs Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis, eða með þrettán mörk skoruð og hafa fengið á sig sex.

Grindvíkingar hafa haft ærin tækifæri til að fagna í sumar enda skorað þrettán mörk.


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

2. deild karla:

Viktor Smári Segatta skoraði mark Þróttar gegn Kórdrengjum, hér er hann við það að koma sér í færi gegn Kára í annari umferð.

Þróttarar náðu góðu stigi gegn Kórdrengjum Þróttur Vogum sótti Kórdrengi, topplið 2. deildar karla, heim í áttundu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu, fyrir leikinn voru Þróttarar í sjötta sæti en Kórdrengir sátu í því efsta. Eftir góðan sigur á Selfossi í sjöttu umferð hafa Þróttarar gert tvö jafntefli, gegn Fjarðabyggð og Kórdrengjum. Kórdrengir hafa á að skipa mjög sterku liði og eru taldir líklegir til að vinna sig upp um eftir þetta tímabil, Þróttarar báru enga virðingu fyrir þeim þegar liðin mættust á heimaveilli Kórdrengja og hefðu hæglega getað staðið uppi sem sigurvegarar.

Hiti í leikmönnum Það voru Kórdrengir sem byrjuðu leikinn af krafti og sköpuðu sér hættuleg færi snemma í leiknum. Kórdrengir vildu fá dæmt víti eftir um 25 mínútna leik en fengu ekki. Eitthvað virðist það hafa hlaupið í skapið á þeim og í kjölfarið fengu tveir leikmenn þeirra gul spjöld eftir harkalegar tæklingar. Einar Orri Einarsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, braut illa á leikmanni Þróttar á 41. mínútu upp við varamannabekk Þróttar og var stálheppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir brotið. Liðsstjóri Þróttar var alls ekki sáttur við

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

niðurstöðuna og fékk að líta rautt í kjölfarið. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik þó bæði lið hafi fengið færi til þess og staðan því markalaus þegar gengið var til búningsklefa.

Þróttur kemst yfir Ekki var langt liðið á seinni hálfleik þegar Kórdrengir töpuðu boltanum klaufalega, Þróttarar nýttu sér mistökin og þökkuðu fyrir sig með marki, þar var að verki Viktor Smári Segatta (53'). Kórdrengir gáfust ekki upp og sköpuðu sér færi en inn vildi boltinn ekki, ekki fyrr en á 73. mínútu þegar þeir fengu aukaspyrnu upp við endamörk Þróttara. Aukaspyrnan kom inn í teiginn það sem leikmaður Kórdrengja náði að skalla í mark Þróttar og jafna leikinn. Staðan orðin 1:1 og stundarfjórðungur eftir. Liðin skiptust á að skapa sér dauðafæri það sem eftir lifði af þessum fjöruga leik og eiginlega ótrúlegt að fleiri mörk skuli ekki hafa verið skoruð en jafntefli niðurstaðan.

Hermann byrjar vel Fyrsti heimaleikur Hemma í Vogum Á Vogaídýfuvellinum mættu Þróttarar Selfossi í 2. deild karla í sjöttu umferð. Þróttur hefur verið á fínni siglingu í síðustu leikjum eftir smá gangtruflanir í byrjun Íslandsmótsins. Þetta var fyrsti heimaleikur Hermanns Hreiðarssonar eftir að hann tók við liðinu og það vakti athygli að fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, David James, var í þjálfarateymi Þróttar en hann og Hermann eru miklir mátar. Snemma í leiknum (20’) urðu Selfyssingar fyrir blóðtöku þegar þeir misstu mann af velli með rautt spjald og fengu þeir að sjá þrjú gul spjöld til viðbótar fyrir leikhlé. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á 53. mínútu kom Andri Jónasson heimamönnum yfir. Leikurinn reyndist erfiður gestunum manni færri og þeir héldu áfram að safna spjöldum, fengu þrjú gul til viðbótar í seinni hálfleik.

Á 70. mínútu skipti Hermann Erni Rúnari Magnússyni inn á fyrir Alexander Helgason en Örn átti eftir að stoppa stutt við, fékk að líta rautt spjald átta mínútum eftir að hann kom inn á og því jafnt í liðum út leikinn. Ekki náðu Selfyssingar að nýta sér það og með góðum sigri hafði Þróttur sætaskipti við Selfoss, eru komnir í fjórða sæti með jafnmörg stig og Fjarðabyggð sem er í því þriðja.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

2. deild karla:

Vonbrigði Njarðvíkinga norðan heiða

Náðu aðeins jafntefli gegn Dalvík/Reyni Njarðvíkingar léku í áttundu umferð 2. deildar karla á Dalvíkurvelli gegn Dalvík/Reyni sem situr í fall­sæti ásamt Völsungi. Fyrifram var búist við öruggum sigri Njarðvíkur en ekkert er öruggt í fótboltanum.

Bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik í svekkjandi jafntefli

upp fyrir sig og eru nú fjórum stigum á eftir Haukum sem verma efsta sætið.

Það var Dalvík/Reynir sem byrjaði betur og komst yfir á 11. mínútu leiksins. Kári Daníel Alexandersson jafnaði fyrir Njarðvík skömmu fyrir leikhlé og þar við sat. Svekkjandi jafntefli niðurstaðan.

Jafntefli og sigur

Hafa sett stefnuna á Lengjudeildina Njarðvík er eitt þeirra liða sem hafa sett stefnuna á sæti í Lengjudeildinni að ári. Fyrir leikinn gegn Dalvík/Reyni voru Njarðvíkingar í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Haukum, en með jafntefli hafa þeir misst Fjarðabyggð

Í sjöttu umferði mættu Njarðvíkingar ÍR í Breiðholti og lyktaði þeim leik með 1:1 jafntefli. Njarðvíkingar hins vegar tóku á móti Víðismönnum í sjöundu umferð og gerðu það sem þurfti í fyrri hálfleik. Það voru þeir Atli Freyr Ottesen Pálsson (10’), Marc McAusland (31’ úr víti) og Kenneth Hogg (41’) sem skoruðu mörkin, úrslit 3:0 fyrir Njarðvík.

Kenneth Hogg hefur skorað þrjú mörk fyrir Njarðvík í sumar, hann skoraði þriðja markið gegn Víði.

Fjölbreytt ferskt

Fis k b úð R e y k j ane ss þar sem ferðalag bragðlaukanna hefst Tökum á móti ykkur með bros á vör ... hjartanlega velkomin!

Þjónustum fyrirtæki, mötuneyti og veitingastaði Fyrirspurnir berist í bæði síma 7839821 og tölvupóst fiskbudreykjanes@gmail.com

Brekkustíg 40 // Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá 10:00 til 19:00, föstudaga frá 10:00 til 18:00


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

2. deild karla:

Víðismenn í vondum málum

Það gengur ekkert upp hjá Víðismönnum þessa dagana, þeim gengur illa að þétta vörnina og jafnvel enn verr að skora. Vörnin götótt og gengur illa að skora Víðir mættu mættu ákveðnir í að snúa löku gengi sínu í sumar við þegar þeir mættu Haukum í áttundu umfer 2. deildarð á Nesfisk-vellinu. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum og Víðismenn fengu ágætis tækifæri til að komast yfir í leiknum en eins og fyrr gengur þeim illa að koma tuðrunni í netið. Það var því markalaust í hálfleik en á 54. mínútu brast vörn Víðis og Haukar komust yfir. Þeir bættu öðru marki við á 69. mínútu og sigruðu því 2:0.

Þegar að við fáum á okkur mörk verðum við svolítið litlir Hólmar Örn Rúnarsson, þjálfari Víðis, sagði eftir leikinn í viðtali við Fótbolti.net að þeir væru að vinna í að bæta varnarleikinn. „Síðan þegar að við fáum á okkur mörk verðum við svolítið litlir.“ Þá hefur hann einnig áhyggjur af sóknarleik liðsins sem nær ekki að nýta þau færi sem hafa skapast. Lítið hefur gengið hjá liðinu að skora og Víðir er með langlökustu markatöluna í 2. deildinni, hafa fengið á sig 23 mörk en aðeins skorað

fjögur, og sitja í þriðja neðsta sæti með sex stig. Aðeins munar nú einu stigi á Víði og Dalvík/ Reyni.

Útreið á Akranesi Víðir mátti sætta sig við 5:0 tap gegn Kára í sjöttu umferð og 3:0 tap gegn Njarðvík í þeirri sjöundu. Í síðustu þremur leikjum hafa þeir fengið á sig tíu mörk án þess takast að skora sjálfir.

STARFSMAÐUR Í BARNAVERND FJÖLSKY L D U SVI Ð SUÐ U R NE S J A B ÆJ A R A U G L Ý S IR 1 0 0 % STÖÐU Í BARN AV ER N D . H E L ST U VE R K E F N I E R U ME Ð FE R Ð O G V INN SL A BARN AVERN DARM Á LA O G E FT IR FY LG N I Þ E IR RA. Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði velferðarmála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar á fjölskyldusviði vinni í teymum þvert á stofnanir. Meðal verkefna eru: • Vinnsla barnaverndarmála • Ráðgjöf við foreldra og börn • Samtarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir er tengjast börnum • Sinna bakvöktum

Hæfniskröfur: • MA í félagsráðgjöf eða starfsréttindanám • Reynsla af starfi barnaverndar æskileg • Góð alhliða tölvukunnátta, þekking á OneSystem kostur • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvægt • Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Bílpróf er skilyrði • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2020 Umsókn ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið afgreiðsla@sudurnesjabaer. is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Rós Skúladóttir mariaros@sudurnesjabaer.is deildarstjóri félagsþjónustu eða Guðrún Björg Sigurðardóttir gudrun@sudurnesjabaer.is sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 425-3020.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 51

3. deild karla:

Reynismenn skoruðu sjö mörk Fóru illa með Sindra á Blue-vellinum og eru efstir

Reynir Sandgerði hefur ekki tapað leik í þriðju deild karla í knattspyrnu í sumar. Í áttundu umferð tóku þeir á móti Sindra sem situr í fjórða sæti deildarinnar og fóru vægast sagt illa með þá. Sindramenn sáu aldrei til sólar Það var Hörður Sveinsson sem reið á vaðið á 15. mínútu þegar hann kom Reynismönnum yfir úr vítaspyrnu. Hann var hvergi hættur því áður en flautað var til leikhlés hafði hann náð þrennunni (23’ eftir vel útfærða hornspyrnu og 45’ víti) og Magnús Magnússon skoraði á 37. mínútu eftir hornspyrnu. Markvörður Sindra varði skalla eftir fyrirgjöfina en Magnús var fyrstur í frákastið og afgreiddi boltann í netið, staðan því 4:0 í hálfleik. Sindri gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og reyndu að klóra í bakkann en Reynismenn héldu áfram að stjórna leiknum. Þrátt fyrir það tókst Sindra að minnka muninn á 62. mínútu þegar þeir náðu góðri sókn sem endaði með glæsilegu skoti utan teigs í samskeytin.

Ferskir fætur koma inn á og bæta við mörkum Reynir gerði einnig tvöfalda skiptingu á 56. mínútu þegar þeir Elton „Fufura“ Barros og Magnús Sverri Þorsteinsson mættu ferskir inn á. Fufura bætti við fimmta marki Reynis á 69. mínútu og á 76. mínútu skoraði Magnús sjötta markið. Magnús rak svo síðasta naglann í kistu Sindra á lokamínútu leiksins með glæsilegu skoti utan teigs, úrslit 7:1 fyrir Reyni sem stefna ótrauðir á sæti í 2. deild að ári.

Fufura Barros er skeinuhættur upp við mark andstæðinganna, hann kom inn á og skoraði eitt mark í stórsigri á Sindra.

Leikir framundan: Lengjudeild karla:

2. deild karla:

2. deild kvenna:

ÍBV - Keflavík Hásteinsvöllur þri. 4/8 kl. 18:00 Þri. 4. 8. 2020 Víkingur Ó. - Grindavík Ólafsvíkurvöllur þri. 4/8 kl. 19:15 Keflavík - Fram Nettóvöllurinn lau. 8/8 kl. 16:00 Grindavík - Leiknir R. Grindavíkurvöllur lau. 8/8 kl. 18:00

Völsungur - Víðir Vodafonevöllur Húsavík fim. 30/7 kl. 17:00 Þróttur - KF Vogaídýfuvöllur fös. 31/7 kl. 17:30 Njarðvík - Kári Rafholtsvöllurinn þri. 4/8 kl. 19:15 ÍR - Þróttur Hertz-völlurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Njarðvík - Fjarðabyggð Rafholtsvöllurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Víðir - Selfoss Nesfisk-völlurinn mán. 10/8 kl. 19:15

Grindavík - HK Grindavíkurvöllur mið. 12/8 kl. 19:15

Lengjudeild kvenna: Grótta - Keflavík Vivaldivöllurinn fim. 6/8 kl. 19:15

3. deild karla: Álftanes - Reynir Bessastaðavöllur fim. 30/7 kl. 19:00 Reynir - Tindastóll BLUE-völlurinn lau. 8/8 kl. 14:00 Ægir - Reynir Þorlákshafnarvöllur mið. 12/8 kl. 19:0

Allar nýjustu íþróttafréttirnar frá Suðurnesjum eru á

vf is


TAKK! 52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Glæsilegt golfmót LETR á Íslandi til styrktar Special Olympics Sunnudaginn 19. júlí var haldið glæsilegt golfmót í Leirunni á Suðurnesjum en mótið var styrktarmót fyrir Special Olympics á Íslandi. Lögreglumennirnir Guðmundur Sigurðson og Daði Þorkelsson sem eru fulltrúar LETR á Íslandi ásamt Karen Ástu Friðjónsdóttur, í stjórn Special Olympics, sáu alfarið um undirbúning og framkvæmd í samstarfi við Golfklúbb Suðurnesja og Víkurfréttir.

Eins og sést var mótið vel sótt og komust færri að en vildu.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Lögreglumenn og -konur úr öllum heiminum hafa tekið þátt í LETR (Law Enforcement Torch Run) sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni lögreglunnar og Special Olympics samtakanna ...

Allir teigar voru fullskipaðir og biðlisti í mótið sem tókst framar björtustu vonum og fór fram í blíðskaparveðri. Keppt var eftir Texas Scramble-fyrirkomulagi þar sem tveir voru í liði. Auk þátttökugjalda voru fjölmargir aðilar sem styrktu mótið og heildarinnkoma var um 800.000 krónur. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi þakka LETR á Íslandi fyrir þetta frábæra framtak og mikilvægan stuðning. Golfklúbbur Suðurnesja, Víkurfréttir og allir þeir sem styrktu mótið eða lögðu lið fá einnig innilegar þakkir. Sigurvegarar mótsins var ManUtd með Friðrik Kristján Jónsson og Atla Má Halldórsson innanborðs. Í 2. sæti voru Pink and beautiful eða Victor Ingvi Jacobsen og Sigurður Helgi Ágústsson og í 3. sæti var


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53

Það lá vel á mönnum að leik loknum.

Frá verðlaunaafhendingunni.

LETR OPEN TIL STYRKTAR SPECIAL OLYMPICS 2020

Daði Þorkelsson, Ásta Friðjónsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, fulltrúar LETR og Special Olympics á Íslandi. Cccp með Þorgeir Ver Halldórsson og Jóhannes Þór Sigurðsson innanborðs. Nándarverðlaun á 8. og 16. olu unnu Björn Marius Jónasson og Marta Teitsdóttir. Auk þess voru 21 útdráttarverðlaun. Lögreglumenn og -konur úr öllum heiminum hafa tekið þátt í LETR (Law Enforcement Torch Run) sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni lögreglunnar og Special Olympics samtakanna. LETR á Íslandi var sett á fót árið 2013 í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og Ísland hefur átt fulltrúa í alþjóðlegum hópi lögreglu sem hlaupið hefur kyndilhlaup fyrir Evrópu og Alþjóðaleika Special Olympics, m.a. í Abu Dhabi 2019. Innanlands hefur lögreglan staðið að kyndilhlaupum fyrir Íslandsleika Special Olympics auk ýmissa verkefna, s.s. afhendingu verðlauna á mótum ÍF og Special Olympics. „Samstarf við lögregluna vegna LETR hefur frá upphafi verið einstaklega ánægjulegt. Sú vinna sem lögð var í þetta verkefni sýnir þann áhuga og eldmóð sem LETR á Íslandi býr yfir en meginmarkmiðið var að vekja athygli á starfi Special Olympics og safna styrkjum til starfsins,“ segir Guðmundur Sigurðsson. Special Oympics International var stofnað af Kennedy-fjölskyldunni 1968, meginmarkmiðið er að

Heiða Guðnadóttir og Bjarki Guðnason kepptu fyrir Íslands hönd á alþjóðaleikum Special Olympics í LA árið 2015.

allir geti tekið þátt í íþróttastarfi og markhópurinn er fólk með þroskahömlun en einnig er sífellt meiri áhersla á „unified“, sem er keppni fatlaðra og ófatlaðra. Allir geta verið með, byrjendur sem lengra komnir, og Íslendingar hafa átt yfir 500 fulltrúa af öllu landinu á leikum Special Olympics. Á alþjóðaleikum Special Olympics í LA árið 2015 var „unified“ golfkeppni þar sem lið Íslands var skipað Íslandsmeistara í holukeppni í golfi og bróður hennar, Heiðu Guðnadóttur og Bjarka Guðnasyni sem eru af Suðurnesjum. Tækifæri til keppni í golfi eru mikil, þar er auk „unified“ keppt í mismunandi styrkleikaflokkum og í byrjendaflokki er þrautabraut í stað golfvallar. Allir geta því verið með og tækifærin blasa við þeim sem vilja nýta þau. Næstu alþjóðaleikar Special Olympics verða í Berlín 2023.

Fyrsta LETR Open móti í golfi til stuðnings Special Olympics var haldið á Hólmsvelli í Leiru þann 19. júlí 2020. Mótið tókst með eindæmum vel og ber þar að þakka hinum fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu málefnið með myndarlegum styrkjum. Vildum við því koma þakklæti til skila til eftirfarandi fyrirtækja og einstaklinga: Golfklúbbur Suðurnesja Víkurfréttir K.Steinarsson ehf. Toyota Reykjanesbæ Össur Iceland ehf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Nettó Reykjanesbæ Danól Katla Rétturinn Lighthouse Inn Bifreiðaverkstæði Sigurðar Guðmundssonar AMP rafverktaki ehf. Birch and Wool Regalofagmenn Sport 24

Keiluhöllin Ásbjörn Ólafsson, heildsali Golfskálinn Apótekarinn Golfklúbburinn Oddur Kol restaurant Gluggavinir ehf. Skiltagerð ehf. Inga Rósa Kristinsdóttir, listakona Rut Ingólfsdóttir, listakona Dagmar Róbertsdóttir (Dalla), listakona Petrína Sigurðardóttir, listakona Magnús Orri Arnarson Kef TV

Eins og áður sagði var aðalmarkmiðið með þessu golfmóti að vekja athygli á og afla styrkja fyrir Special Olympics á Íslandi og má segja að því takmarki hafi verið náð með miklum myndarbrag. Það er okkur mikil ánægja að greina frá því að alls safnaðist hátt í kr. 800.000.- í mótinu sem mun renna óskipt til Special Olympics og það er bara eitt um það að segja……………TAKK!


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

JÓGA ÚTI Í GÓÐA VEÐRINU

Veðrið hefur verið mjög fínt í sumar og margir hafa notað tækifærið og sinnt heilsurækt ýmis konar sem jafnan er innan dyra og gert hana úti við. Jóga er til dæmis mjög auðveldlega hægt að stunda úti en einnig ýmis konar aðra líkamsrækt. Á Garðskaga voru nokkrar konur í kakóslökun og jóga með Önnu Margréti Guðmundsdóttur og eins og sjá má á myndunum lék veðrið við jógakonurnar. Jógaleiðbeinandinn Ágústa Hildur Gizurardóttir hefur líka farið út með sitt fólk og stundað jóga fyrir utan Óm setrið í Njarðvík. Jógaskvísurnar brostu framan í ljósmyndara VF þegar hann fékk að smella af þeim í blíðunni.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fer í gönguferðir í nágrenni Reykjanesvita en er ekki búin að reita allan arfann í garðinum

Seltún er fallegt.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57

Berglind Kristinsdóttir hefur heimsótt Ísland, gist á hótelum og notið góðs matar og þjónustu í sumar.

Með Georg bónda sínum í sólgleraugna-selfí.

„Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á undanfarna mánuði hefur sumarið leikið mig vel. Ég hef notið þess að sóla mig á pallinum heima, reitt arfa úr tveimur af þremur blómabeðum (bið nágranna minn hér með afsökunar á því að vera ekki búin með allt), lagað til í skápum og notið þess að ferðast innanlands,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS. „Við hjónin fórum m.a. yfir Kjöl í júní í tuttugu stiga hita og upplifðum ansi stóran jarðskjálfta þegar við vorum stödd á Akureyri. Skjálftinn sá var nú samt aðeins minni en þessi sem við fundum fyrir á Reykjanesi nú í júlí. Ég hef líka verið duglegri núna en oft áður að gista á hótelum innanlands, notið frábærrar þjónustu og enn betri matar.“ – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? „Ég ætla að reyna að halda mig við stuttu útgáfuna en á Íslandi eru margir staðir sem hafa heillað mig. Fyrst ber að nefna Lambafellsgjá, eða Lambafellsklofa, í nágrenni Keilis, svo finnst mér litirnir við Seltún ægifagrir. Mér finnst nágrenni Reykjanesvita mjög heillandi og hef afar gaman að skella mér í göngutúr þar. Ef ég færi mig aðeins út fyrir Reykjanesskagann þá er Ásbyrgi ævintýralegur staður og Hallormstaðaskógur er dásemdin ein.“ – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? „Það fer nú svolítið eftir veðrinu en við ætlum alla vega eina nótt upp í bústað til tengdaforeldra minna.“

– Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? „Ef ég ætti að velja bara eina þá er það sennilega þegar ég kom fyrst í Atlavík sem barn um Verslunarmannahelgi. Það var mikil upplifun að gista í skógi, mæta á brennu og sulla í Lagarfljótinu.“

Stemmning heima í sumarfíling.

– Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um verslunarmannahelgina? „Mikilvægast að öllu er að hafa góðan félagsskap, þá helst í formi fjölskyldunnar! Til að fullkomna góða verslunarmannahelgi þá skemmir ekki fyrir að hafa sól, ofnæmislyf, gott á grillið og bland í poka.“

Gunnuhver á Reykjanesi.


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kristín Ósk Wiium er þjónustufulltrúi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og förðunarfræðingur. Hún hefur lifað og hrærst í tónlist frá sex ára aldri en þá kom hún fyrst fram syngjandi í sjónvarpinu. „Ég hef sungið inn á nokkrar plötur, en engar þeirra eru þó á listanum, auk þess að hafa komið mikið fram opinberlega, tók m.a þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2009 og lék eitt af aðalhlutverkunum í Bugsy Malone sem Baltasar Kormákur leikstýrði hér um árið.

Kristín Ósk og Þorvaldur Kristjánsson fóru með aðalhlutverkin í söngleiknum Bugsy Malone sem Baltasar Kormákur leikstýrði í Loftkastalanum.

Fimm uppáhaldsplötur Kristínar Óskar Wiium Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59

e d´oú lá ci u ro C i: n ri or T a n ía il Em nnar – allt frá því að

dáandi he Var og ER einlægur að haldsvinna Söngkeppni fram ég fylgdist með henni skólanna. l lögin þessa plötu og kunni öl Ég gjörsamlega át í mig itt ð „Crazy love“ mér einm utan að, og skilaði lagi ærslu pf up í um í Bugsy Malone einu af aðalhlutverkun það í 1997, þar sem ég flutti ið ár s ák rm Ko rs sa Balta tatíma ðin að syngja það í frét prufunni og var svo be RÚV sama kvöld.

Cypress Hill: Black Sunday

Ég ætla bara að koma út úr skápnum og segja það opinberlega að ég gjörsamlega elska Old School rapp og þetta er mín Feel Good-tónlist. Þegar aðrir hlusta á þessi típísku „ræktarlög“ þegar þeir stunda líkamsrækt þá blasta ég Cypress Hill – og á erfitt með að dansa ekki með. Ætli ég hafi ekki fundið mig þarna svona í kringum ‘95 og þá var ekki aftur snúið. Ég gat þó aldrei „púllað“ Stüzzy-buxurnar þar sem ég var, og er, svo lítil að það var ekki á það bætandi að láta mig líta út fyrir að vera ennþá minni.

Eagles: Hotel C alifornia Mamma ELSK

AR Eagles og að sjálfsögðu fékk þessi disk ur að hljóma um heimilið mörg kvöld í vik u á mínum yngr i árum. Uppáhaldslagið mitt var, og er, alltaf New kid in town. Mótaði mig algj örlega og ég fæ alltaf sama sæluhroll in þegar ég hey ri í mínum mönnum í Eagle s.

gatory r u P : s r e d llin l i Ég er s.s forfa Tyler Ch r snillingur!

elska. r er algjö r allt sem ég fu Þessi drengu e h i s s e þ g o snillingi en í ándi d m ð u s -a s y e tr þ n ir u r o C ig fy hjónin inn kynnti m sen, sáum við e -v id v Eiginmaður o C a rir allt þett byrjun árs, fy viði í Manchester. inni en tás um í framtíð s s e þ ð e hann einmit m l e ú í ár að fylgjast v -verðlauna n ð y e m m m li a æ r G m l g ti É ur mitt tilnefnd hann var ein . t All Your’n fyrir lagið sit

Weezer: Blue A lbum

Þegar ég kynnti st manninum mínum fyrir tæ plega tveimur ár atugum gerði han n lítið annað en að röfla um uppáh aldshljómsveiti n a sína, Weezer. Þ egar ég svo loksi ns fór að hlusta át taði ég mig á að ég hafði oft heyrt lö g með þeim og fí lað vel. Ég gat að sj álfsögðu ekki v ið u rkennt það svon a strax í byrjun að ég fílaði þá eins vel og ég gerði – en með tíð og tíma varð ekki aftur snúið og eftir að hafa farið á tón leika með þeim eru þeir að sjálfsögðu orðnir ein ir af mínum upp áhalds.


60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VÖLLUR GRÆR OG Ó MARÍA

ómuðu í ljúfum tónum í Garðskagavita

Það var glatt á hjalla þegar Suðurnesjabær bauð upp á útibingó, strandblak og fleira á Garðskaga þriðjudaginn 28.júlí. Nokkrir bæjarbúar mættu í fjörið og nutu góðrar stundar í fjölskyldu og vinasamveru á fallegum Garðskaga. Þær Una María Bergmann og Steinunn Björg Ólafsdóttir, söngkonur, settu punktinn yfir i-ið með söng í Garðskagavita. Ljúfir tónar þeirra ómuðu um allan vitann og þær stöllur tóku þekkt lög sem landsmenn þekkja, m.a. ‘Ég er kominn heim’ og ‘Ó María’. Víkurfréttir litu við og tóku upp nokkra lagabúta sem við sýnum í meðfylgjandi myndbandi frá Garðskaga.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61

Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar var á Garðskaga og sá til þess að hlutirnir gengju smurt fyrir sig. Hér er hún brosandi eftir smá tiltekt í lokin

Hressir krakkar á fjölskyldu- og vinasamverunni á Garðskag sem Suðurnesjabær stóð fyrir.


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Góðir golfvellir eru nauðsynlegir Hafþór Barði Birgisson stundar golfíþróttina af kappi og sérstaklega í sumarfríinu

Hafþór Barði og nánasta fjölskylda á góðri stundu.

„Þetta hefur verið bara mjög gott sumar! Við erum búin að ferðast víða mest þó um Suðurlandið og fjölmargir golfvellir hafa verið heimsóttir,“ segir Hafþór Barði Birgisson, tómstunda- og félagsmálafræðingur og íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar. Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? Hraunborgir í Grímsnesinu hafa verið í uppáhaldi og hið stórkostlega landslag sem er í golfvellinum í Kiðjabergi. Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? Við munum fara í Húsafell og erum búin að skipuleggja fjölskyldugolfmót í Borgarnesi föstudaginn 31.júlí en um árlegt mót er að ræða. Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? Get ómögulega gert upp á milli allra þjóðhátíðanna sem að maður fór á í gamla daga. Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmannahelgina? Góða golfvelli í kring og þokkalegt veður er góð uppskrift að góðri verslunarmannahelgi.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


GÓÐA F E R ÐAH E L G I !

MUNUM AÐ AKSTUR OG ÁFENGI FER EKKI SAMAN. VERUM TILLITSSÖM OG BROSUM Í UMFERÐINNI.

A KIÐ VAR L E G A ! REYKJANES B ÆR

vinalegur bær


64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Silja Dögg, þingmaður, hefur ferðast mikið um Ísland í sumar og segir landið ægifagurt í öllu sínu veldi

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 65

Aumingja strákurinn að fá okkur allar sex í næturheimsókn „Sumarið var kærkomið eftir sérkennilegan og erfiðan vetur. Ég byrjaði að flakka aðeins um í maí. Fór í dagsferðir á Suðurlandinu og tók eina nótt á hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Það var yndislegt að fá að upplifa og njóta friðsældar og fegurðar náttúrunnar, þar sem afar fáir voru á ferli fyrripart sumars,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður úr Njarðvík. Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? „Ég hef alltaf verið mikið fyrir að ferðast um landið, elska útilegur og á veturna ferðast ég líka um vegna starfsins, oftast um Suðurlandið. Ég get ekki gert upp á milli staða á Íslandi. Landið allt er ægifagurt í öllu sínu veldi og náttúran er síbreytileg. Birtan og veðrið, litirnir og árstíðirnar. Allt þetta býr til stemmingu sem hrífur mig á ólíkan hátt.“

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég er ekki með neitt plan fyrir Verslunarmannahelgina. Ætla að sjá til með veður og í hvernig stuði ég verð. Vinkona mín, sem býr í Noregi, er hér á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Það gæti allt eins verið að ég myndi elta þau eitthvert. Það skiptir eiginlega ekki máli hvar maður er, góður félagsskapur er málið.“

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? Eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin mín hlýtur eiginlega að vera þegar ég fór á mína fyrstu Þjóðahátíð með nokkrum vinkonum úr Njarðvík. Veðrið var hræðilegt. Endalaus rigning og brjálað rok. Við komumst ekki frá Eyjum vegna veðurs og höfðum í engin hús að vernda. Peningalausar og allt rennandi blautt. Það

endaði með því að ein vinkonan bankaði uppá hjá einhverjum strák sem hún kannaðist lauslega við og við fengum að gista á stofugólfinu heima hjá honum. Aumingja strákurinn að fá okkur allar sex í heimsókn.“ Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmannahelgina? „Gott veður er bónus en góður félagsskapur nauðsynlegur“, segir Silja Dögg.

Páll Ketilsson pket@vf.is


66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Alexandra

stóð sig vel í alþjóðlegri söngkeppni

hefur gefið út nýtt myndband sem tekið var upp við Kleifarvatn Alexandra Chernyshova komst nýlega í úrslit í alþjóðlegri söngkeppni, í topp tíu tónlistarmanna af 4000 atriðum og lenti í 9. sæti í tónlistarkeppni World Folk Vision. Í keppnina sendi hún frumsamið lag, „Ave Maria“, úr óperunni „Skáldið og biskupsdóttirin“ við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, ljóð eftir Rúnar Kristjánsson. Nótnabók með fjórtán lögum fyrir rödd og pianó úr óperunni er hægt er að kaupa í gegnum heimasíðu Alexöndru: www.alexandrachernyshova.com. Nýtt tónlistarmyndband Alexöndru er um Svanaprinsessuna úr óperunni „Ævintýrið um Tsar Saltan“ eftir tónskaldið Nikolai Rimskiy-Korsakov við ljóð Alexander Pushkin. „Meðan ég vann að undirbúningi tónleikanna „Russian Souvenir: Alexander Pushkin“, kynnti ég mér mjög vel ljóð Pushkins. Ég heimsótti Pushkin-safnið í St. Pétursborg, las mikið um Pushkin í bókasafninu og spjallað við Pushkinsérfræðinga. Febrúartónleikarnir

á þessu ári, „Russian Souvenir“ í Hörpu í Reykjavík, fengu hlýlegar móttökur áhorfenda og góða dóma hjá Jónasi Sen, tónlistargagnrýnenda. Tónleikarnir voru þeir síðustu fyrir Covid-19 og auðvitað vildi ég halda áfram. Þetta myndband er líklega framhaldið, lenging

á góðu ævintýri. Ég hef alltaf hlustað á töfrandi tónlist RimskyKorsakov. Ísland er stórkostlega fallegt land, svo ekki var erfitt að finna réttan stað fyrir myndbandið. Maðurinn minn, Jón Hilmarsson, er landslagsljósmyndari og einnig leiðsögumaður fyrir at-

vinnuljósmyndara og áhugamenn og hann lagði til þennan stað, Kleifarvatn, þar sem við tókum myndband um aríu Svanaprinsessunnar. Kjóll og myndarammi var sérstaklega valinn fyrirfram. Veðrið á Íslandi er breytilegt, svo eftir að hafa tekið upp rödd og píanó með píanóleikaranum Kjartani Valdemarssyni þurfti ég að bíða aðeins með myndbandið. Við þurfum að bíða eftir rólegu veðri sem myndi ramma fallega inn það sem var hugsað í tónlist og aríu í ​​heild, nefnilega það sem við öll viljum – ljós og kærleika á jörðinni. Við búumst við kraftaverki og vellíðan á jörðinni. Ég vil líka ráðleggja lestur á Alexander Pushkin fyrir alla, hann er snilldar rithöfundur og ljóðskáld,“ segir Alexandra.

Hér er nýja tónlistarmyndband Alexöndru.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 67

Ritstjóri Víkurfrétta var í viðtali við mbl.is


68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fylgdist með byggingu Ja ja Ding Dong á Húsavík

Sighvatur Jónsson lenti í mikilli samkeppni um timbur í pallasmíði sumarsins.

Frændsystkinin Arnar Gauti Vilbergsson, Embla Dís Sighvatsdóttir, Aron Ingi Vilbergsson og Elmar Elí Sighvatsson í Dimmuborgum.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69

Dóra Hanna Sigmarsdóttir, Sighvatur Jónsson, Heiðrún Björk Sigmarsdóttir og Vilberg Eiríksson í Ásbyrgi á köldum sumardegi.

Sumarið hefur leikið við okkur. Við höfum nýtt hluta þess í framkvæmdir úti við. Það er góð samstaða hér í hverfinu okkar og við nágrannarnir fórum þá íslensku leið á þessum tíma að fara í smíði á skjólvegg. Það reyndist á köflum krefjandi vegna mikillar samkeppni um timbur á Íslandi þessi misserin en vegna þessa verkefnis er það ofarlega í huga mér hversu lítið rigndi í júní. Svo höfum við fjölskyldan aðeins ferðast innanlands og þá stundum í tengslum við fótboltaiðkun miðlungsins sem leikur með 3. flokki Njarðvíkur,“ segir Sighvatur Jónsson, fjölmiðlamaður. Hann og fjölskylda hans eru nýir Suðurnesjamenn en þau fluttu fyrir ári síðan frá Vestmannaeyjum og una hag sínum vel í Innri-Njarðvík þar sem þau búa. – Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? Við skutumst sem dæmi norður til Húsavíkur þegar Njarðvíkurstrákarnir áttu leik við Völsung. Þangað höfðum við ekki komið áður þó svo að við höfum ferðast eitthvað um Norðurland. Það var sérstaklega gaman að koma til Húsavíkur á þeim tíma þegar umræðan um Eurovision-mynd Will Farrels og félaga var sem mest. Við fylgdumst til dæmis með smíði Ja ja Ding Dong-barsins við hótelið þar sem við gistum en sá bar var tekinn í notkun stuttu síðar. Á ferðalagi okkar um Norðurland

keyrðum við hluta af hinum svokallaða Demantshring, við skoðuðum meðal annars Ásbyrgi, Dettifoss og Dimmuborgir. Ég man eftir því að hafa komið í Ásbyrgi á yngri árum, það vakti athyli mína hversu mikill gróður er þar, minnti mig einna helst á dönsku skógana frá því að við bjuggum þar fyrir um áratug. – Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Við hjónin erum frá Eyjum og höfum fylgst grannt með umræðunni um Þjóðhátíð, sem engin verður nú vegna heimsfaraldurs

Covid-veirunnar. Persónulega finnst mér þetta mjög sérstakt í ljósi þess að ég og félagi minn, Skapti Örn Ólafsson, framleiddum heimildarmyndina Fólkið í Dalnum sem var frumsýnd fyrir ári. Ég hef verið að vinna í textun myndarinnar á íslensku og ensku síðustu vikur og sé hversu mikilvægt það var að við náðum að skrásetja þessa merkilegu sögu hátíðarinnar í fyrra, vitandi það ekki að engin yrði hátíðin í ár. Myndin var birt á VOD-leigum símafyrirtækjanna fyrr á árinu og má búast við að margir noti tækifærið og horfi á hana nú. Annars verð ég að vinna

á Bylgjunni um verslunarmannahelgina en við fjölskyldan ætlum þó að nota hluta helgarinnar til að gera eitthvað saman – en stillum ferðalögum í hóf. – Hver er eftirminnilegasta verslunarmannahelgin þín? Þessu er auðsvarað. Þrátt fyrir að hafa myndað Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í mörg ár og fjallað um hana sem fréttamaður og við gerð heimildarmyndar um hátíðina er árið 1992 mjög eftirminnilegt. Á þeirri þjóðhátíð kynntumst við Dóra Hanna, eiginkona mín, og ég segi stundum í gríni að við séum svo týpískt Eyjafólk að við höfum kynnst á hátíðinni. Reyndin er nú sú að margir Íslendingar hafa þessa sömu sögu að segja. Ef ég þarf að auka við rómantíkina í sögunni þá bæti ég því við að ég hafi beðið Dóru Hönnu undir dynjandi flugeldasýningu í Herjólfsdal nokkrum árum síðar. Við giftum okkur hins vegar í kirkju – en ekki í Dalnum,“ segir nýi Njarðvíkingurinn Sighvatur. Páll Ketilsson pket@vf.is


70 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

5

uppáhaldsplötur Kidda í Hjálmum

Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum, er vizkubrunnur þegar kemur að tónlist. Víkurfréttir fengu hann til að velja sínar fimm uppáhaldsplötur og segja okkur hvers vegna.

Verð frá 3.890 kr/mán

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

Fyrsta Marriott-hótelið

Heimilisfræðikennari sem hugsar í lausnum Með Góðar sögur í nýju hlaðvarpi

á Íslandi bíður eftir fyrstu

gestunum

Suðurnesjaverkefni af bestu gerð

Suðurnesjafólk erlendis

Ævintýril

Lengsta flug Icelandair!

Brynju í Nepa

Þetta viðtal birtist áður í 16. tölublaði Víkurfrétta 2020. Smelltu á forsíðuna til að sjá allt blaðið!

Ígulkerjahrogn og makrílsneiðar í sushi

Fimm uppáhaldsplötur Kidda í Hjálmum Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum, er viskubrunnur þegar kemur að tónlist. Víkurfréttir fengu hann til að velja sínar fimm uppáhaldsplötur og segja okkur hvers vegna.

John Prine The Tree of Forgivenessnn– og sagði mér að ég hefði

dagi Spotify sendi mér póst um á síðasta ári. Það passar. Ég n an m ta lis an nn þe á t es ar hlustað m var að flytja síðasta sum ég r ga þe u öt pl a ss þe ði í uppgötva pilaranum, bæði heima og us öt pl af rið fa rla va r fu og hún he síðan gerði ég útgáfu af lagi, um ár m ru kk no þó rir Fy . rt vinnunni með hljómsveitinni Klassa , gt fræ rt ge i fð ha e in Pr mli sem John r útgáfu var lagið kallað Ga ka ok Í . ni sy ds un ðm Gu i e, og Sigurð eikti ég ekki á John Prin kv a tím um ss þe Á n. rin agrafreitu febrúar vorum við á tónleik n in lið st ða Sí gi. la í þv ra því nema ba austa og ég hafði tekið eftir Tr iri ge Ás eð m pu ró Ev aði ferð um erðalagi um Evrópu. Ég plat af eik nl tó á a lík r va e in Pr r að John smá krók á ferðalagið þega ka ta að ni in eit sv jóm hl í strákana gi hjá á tónleikum í París á fríde nn ha sjá að til u ug sm ðég fann Valdimar og Sigurður Gu i ag Br , ín m n na ko , ía ar okkur. M ana. nig út til að koma á tónleik ein gu flu ns ha na ko og n mundsso dust ég hef farið á og þetta reyn m se ar eik nl tó u st be ru rir Þetta vo ns. Hann lést í Nashville fy ha r ni ar eik nl tó tu us síð ra síðan ve D-19. nokkrum dögum úr COVI

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 71

Sittin’ by t he Road – Blaze Fole y

Hér er list am fann í gegn aður sem ég um John P rine. Ég uppgöt vaði hann nýle og hlusta m est á hann ga þessar mu um nd bandarísk ir. Hann var ur söngvari s Countryem lést ár ið 1989. Ég hlakka mikið til a ð horfa á bíómynd um hann s em heitir Blaz e. Hún kom ú síðasta ár i og var leik t á stýrt af Ethan H awke.

illie Nelson Red Headed Stranger – W rita

ks More Blood, More Trac Bob Dylan

ðum við í Hljóð Fyrir nokkrum árum ákvá s hljóðversins. að setja plötuspilara í eldhú stuðum á var lengi Fyrsta platan sem við hlu það var safnplata eina platan í eldhúsinu en hef ég safnað með Willie Nelson. Síðan þá turnar sem hann Willie Nelson-plötum en plö 70 talsins. Red hefur gefið út eru rúmlega mmd plata sem Headed Stranger er lágste ekki gefa út því útgáfufyrirtækið vildi helst og demó (prufuupphún hljómar svolítið eins st selda platan hans tökur). Þetta er þó ein me rgum, þar með í dag og talin sú besta af mö talið mér.

tað meira Ég hef líklega ekki hlus Bob Dylan á neinn listamann en að velja og því á ég erfitt með . Núna eina plötu með honum leg Series. hlusta ég mest á Boot ks er More Blood, More Trac . Þetta Bootleg Series Vol. 14 gerðar ru eru upptökur sem vo e Tracks í kringum Blood On Th 75. Dylan á árunum 1974 til 19 agn af tónhefur gefið út mikið m gt að finna list og það er alltaf hæ ur hefur eitthvað nýtt sem mað ekki heyrt áður.

In the Wee Small Hours – Frank Sinatra

Það er til heimasíða og bók sem inniheldur 1001 plötu sem þú þarft að hlusta á áður en þú deyrð. Frank Sinatra er þar með plötu nr. 1. Algjörlega frábær plata með frábærum söngvara.

Saga úr bransanum: Þegar Ásgeir skrifaði undir samning við Columbia Records í Ameríku þá var okkur tjáð að við yrðum að vera með bandarískan umboðsmann. Við hittum nokkra á tónlistarhátíðinnni SXSW. Einn af þeim var afbragðsgóður að slá um sig með nöfnum frægra einstaklinga sem hann þekkti til. Ég spurði hann hvort að hann gæti reddað okkur á tónleika með Willie Nelsons sem ég vissi að færu fram á búgarðinum hans þá um kvöldið. Eftir að hafa drukkið Moon Shine í hlöðunni í dágóðan tíma kallaði umboðsmaðurinn á okkur og við spruttum allir á fætur sem endaði með því að Steini Hjálmur og Ásgeir Trausti voru fremstir í röðinni og fengu að fara inn. Það var lokað beint á nefið á mér og við hinir þurftum því að bíta í það súra. Það er kannski óþarfi að segja frá því að umboðsmaðurinn fékk ekki starfið.


72 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur HULDU GEIRS Að biðja manneskju eins og mig um að velja fimm uppáhaldsplötur er meira en að segja það þegar tónlistaráhuginn er botnlaus og smekkurinn fjölbreyttur. Ég á örugglega um þúsund plötur og hlusta á alls kyns tónlist alla daga – en ég ætla að nefna nokkrar plötur sem hafa verið í sérstöku uppáhaldi eða haft mikil áhrif.

Ten með Pearl Ja Ég var v m ið n

ám í B unum þ egar gru andaríkjnge-rok yfir heim kið i í mér fé nn. Rokkhundu tók ll s ri Pearl Ja trax fyrir Nirv nn a m n álíka sv , Soundgarden a, eitum o o g g þe hitti mig bara str ssi plata a stað. Ed die Vedd x í hjartaer er au einn alb ðvi es tíma og ti rokksöngvar tað ein ia mestu u n af mínum al llra lra ppáhald smönnu Get end m. alaust h l u plötu og s hún vir tað á þessa ka maður þ arf að rí r alltaf ef fa í gang. R okkogró sig eitthvað l!

Grace með Jeff Buckleyfur komið.

sem út he Þetta er ein albesta plata ckley ná alveg inn í Túlkun og tilfinningar Bu ð hverri hlustun, merg og þessi plata vex me nur minni benti mér verð aldrei leið á henni. Vi n ratar reglulega á á hana á sínum tíma og hú ungi síðar. fóninn rúmum aldarfjórð

ing Bring on the Night með Stin

The Joshua Tree með U2

Hef elskað U2 og fylgt frá því á barnsaldri og á allar þeirra plötur. M hafði það fyrir reglu að amma heitin splæsa á mig einni plöt u fyrir hverja 10 í eink fékk í skóla og þessa pl unn sem ég ötu keypti ég einmitt af slíku tilefni. Var re í menntaskóla en regl yn da r komin an hjá mömmu gilti en n. Þykir þess vegna m hana og svo var mín up jög vænt um plifun af þessari plötu toppuð á 30 ára afmæ hennar árið 2017, á he listónleikum imavelli þeirra félaga í Du blin. Algerlega ógleym kvöld sem maður mun anlegt lifa á lengi enda U2 ei n besta tónleikasveit og lögin kann ég afturá sö gu nnar bak og áfram.

plata tek Bring on the night er tónleika árs tímabil r yfi upp á mörgum tónleikum svo ótrúlega eða svo. Þarna er Sting með ð sér að unun magnaða hljóðfæraleikara me unglingaer á að hlýða. Ekki hefðbundin ga til mín plata en hún náði svo sannarle mikið að hjóla og ég man eftir að hafa verið na og alltaf með sumarið eftir að eignaðist ha ssettu í. Hjólaði Walkman-inn með þessari ka leik Sting og í Sandgerði og Garð við undir mæli með. félaga. Geggjuð plata sem ég

KISS keypti með ð e m r e Destroy fyrsta platan sem ég ð eiga hana

a r er . Er búin m u áð að Destroye g in n e r hef ég n ngið in p á ig e in ð m li u t s mín síða og fe tíu ár og mi KISS uð í rúm fjör prunalegu meðli rðið nokk i o r e p ið u g a Umsla merkt hitta all plötuna. atugi, ég aa r it á r í á ð ð u a il þá til barn rið sp platan ve ig að mín n a n d a n þ e a ið anna lú sínum tím m áritanir stjarn og á a n a h mér ana an u arna inn fun að hitta kapp er á þ r e t if r sk ún pli ögnuð up áritaða. H sjálfra. M t að eiga plötuna g stórkostle a og upp á vegg. m leið í ram

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Hefði getað nefnt hundrað plötur í viðbót, bæði íslenskar og erlendar, gamla klassík og nýtt og spennandi efni, og mér finnst alveg fáránlega erfitt að gera upp á milli. En þessar perlur standa fyrir sínu og ég læt þær standa fyrst ég mátti ekki velja fleiri!


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 73

YFIR 1.000 RAFRÆNAR SÍÐUR Allt sem þarf til að taka á móti sumrinu!

GÆI BYRJAR MEÐ HLAÐVARP

Skíthræddur og rosalega feiminn

15%

Opnum snemma lokum seint

739

279

kr/pk

kr/pk

Myllu pylsubrauð 5 stk í pakka

áður 869 kr

SS vínarpylsur 10 stk í pakka

429 kr/stk

Xtra tómatsósa 1 kg

Sumardaginn fyrsta Hringbraut: Opið allan sólarhringinn Tjarnabraut: Opið frá 09.00 - 23.30

Fimmtudagur 23. apríl 2020 // 17. tbl. // 41. árg.

Mögnuð upplifun

að verða faðir í fyrsta sinn son. segir Ísak Ernir Kristins rdeild Frábær þjónusta á fæðinga í skýjunum HSS. Fjármálaráðherra með fyrsta barnabarnið.

m? Hvernig er lífið í útlöndu

5

plötur HULDU GEIRS

tel Gæludýrahó rnesjum í fyrsta klassa á Suðu

Hveiti er lúxusvara

æmdastjóri Þuríður Aradóttir, framkv ess í viðtali Markaðsstofu Reykjan

Staðan mjög alvarleg en líka mörg tækifæri

Þetta viðtal birtist áður í 17. tölublaði Víkurfrétta 2020. Smelltu á forsíðuna til að sjá allt blaðið!


74 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

976). The Royal Scam (1 Steely Dan. n r hún kom út og en þega Þessi plata sló í gegn ld nu. Ég hef fylgt Dona stendur hún fyrir sí n. ða jómsveitarinnar, sí hl ka ak pr rs fo n, Fage engu til hljóðheim sem er Hann kann að búa ð m virkar einföld vi líkur og tónlistin se rúlega flókin. hlustun er alveg ót

Innervisions (197 3). Stevie Wonder.

Þessi plata er stútfu ll af meistaraverkum eftir þenn an snilling. Fyrir utan það að vera sö ngvari af bestu gerð er hann frábæ r hljóðfæraleikari sérstaklega sem hljómborðs- og munnhörpuleikari.

Heavy Weather (1977). Weather Report.

Þessi plata sló algerlega í gegn hjá okkur strákunum sem á þessum tíma vorum að hlusta á Fusion-tónlist. Algjört brautryðjendaverk. Hljóðheimurinn sem maður kynntist þarna var engu líkur. Lagið Birdland lifir enn.

Bubbi á góðri stund rir með börnum sínum fy . nokkrum árum síðan

One on one (1979). Bob James and Earl Kl ugh. Þægilegur F usion -diskur sem hlusta mik ég ið á. Frábæ r ir þessir tv Annar pian e ir . óleikari sem mikið á Fen s p il a r lí ka der Rhodes og hinn frá bær kassagítarle ikari.

Fimm uppáhaldspl

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 75

Kjólarog knattspyrna

1000 „Ég er með (GÍG) “ mb/sek uppi á Ásbrú n frá 10.590 kr/má

mu eru áhugamál Thel

1000 Mb/sek og

r innifaldar

15 stjónvarpsstöðva

Fimmtudagur

30. apríl 2020

// 18. tbl. // 41.

árg.

óttir ra Haraldsd Kristín Bá intýri Asíu upplifir æv

rsku Lærir kínve nd strö við hvíta ódíu í Kamb

kyldu býr með fjöls arsdóttir Elva Sif Grét á Malaga á Spáni: árið sinni hálft

ttu „Á einni nó varð þetta r“ draugabæ

SDÓTTIR KRISTINVÆR I SUMAR UNA ÓSK AF SEM ALLT

VILDI BÚA

ÞAR

r“ valdi okku „Ástralía

5

plötur BUBBA

ttir jana Héðinsdóhúsi ason og Krist í næsta Þorsteinn Bjarn nágrönnum sínum með matargleði

nktur r er miðpu Matarstau i á veirutímum eð gl mikillar hafa notið

SAN DIEGO ÓLÖF DAÐEY Í

KARLSSON JÓN ÞÓR VEG 66 BÝR VIÐ ÞJÓÐ

eftir að „Á aldrei eiktu pst prófa djú istun“ nautae

„Get verið andlega fjarverandi þegar kemur að útliti“

ist Þetta viðtal birt ði áður í 18. tölubla . Víkurfrétta 2020 na Smelltu á forsíðu ið! til að sjá allt blað

Recycled (1977). Edgar Winter’s White Trash.

t annað. Þessir gaurar voru eitthvað all var alveg frábær Forsprakkinn, Edgar Winter, hans Johnny. tónlistarmaður og einnig bróðir í útliti en þeir Þeir bræður voru mjög sérstakir jar“. voru það sem kallað er „hvíting kkrum gaurum Edgar safnaði þarna saman no um hljómsveitum sem höfðu haslað sér völl í öðr ikil plata. og úr varð alveg ótrúlega kraftm ins, Ég og vinur minn, Svenni Björgv an. lágum yfir þessu tímunum sam r voru megnugir. þei Lagið Open Up sýnir vel hvers

lötur Bubba Einars


76 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur SIGURÐAR SÆVARSSONAR Hérna koma fimm uppáhaldsplötur, eða réttara sagt fimm plötur sem hafa haft áhrif á mína tónlistarsköpun. Svo er náttúrlega hellingur af klassískri tónlist sem ég hef miklar mætur á en læt rokkið eiga sviðið hér. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 77

Ambi ent eft Brian ir B

E rian E David no stjórna no ði upp Bowie t verið ökum , þar á á á Eno. H stæðan fyr meðal Low þremur af ir .Þ p a er mjö nn hefur g því að ég k að hefur s lötum jálfsa eypti ert m g drey gt argar mér p að sla mand lö A pp i væri u a af yfir. E tónlist og s mbient-plö tu með tu é n p vilja h plögð tónl o sagði sjá rstaklega g r. Þetta i l ó s f l ur, í g ð til hlusta usta heyra t til að spil a í par ríni, að þet tónlis geta a ta tí ti uðvel dlega na en þeir um: „Þeir s se leitt h e ana h m vilja ek m já sér. ki “

ir OMD Dazzle Ships steftvel. Þessi plata

elda Talandi um að the Dark Manoeuvres in frá Orchestral na á fónþegar ég set ha ý n f ta ll a r a hljóm eitt af meistara ta et þ er ér m r inn. Fyri jutímans. verkum nýbylg

Low eftir David Bowieki fyrir ferm-

ettutæ Ég keypti mér kass tta var lítið mónó ingarpeninginn. Þe sonic. Ég fjárfesti tæki, líklegast Pana m: A New World í tveimur kassettu svo Low með David Record með ELO og t ég hafi þekkt tónlis Bowie. Ekki það að á nnaðist við myndina ka ég en l ve ie w Bo bíóún var nefnilega úr plötuumslaginu. H m Who Fell to Earth se an M e Th i nn di yn m tin verkið í. Mjög skrí Bowie lék aðalhlut ki ð fyrstu hlustun, ek vi , an at pl og d yn m á g framúrstefnulega minna skrítin. Mjö fur elst vel. þessum tíma en he

Around the Wo rld in a

Day eftir Prince Prince var svo skemmtilegur tó nlistarmaður. Hann var eins og svampur, dró í sig stefnur og bjó ti l eitthvað nýtt og allar tónlistaspennandi. Þes plata er, finnst si mér, hans besta. Hún er bókstaf springa af ótal sk le ga að emmtilegum hu gmyndum. Þetta meistarav erk fær mig allt af til að brosa. Radiohead er ein af fáum starfandi hljómsveitum sem ég fylgist með. Þeir eru framsæknir en samt aðgengilegir. Kid A var fyrsta platan sem ég eignað ist með þeim og ég er ekki frá því að hún sé sú besta, enn sem komið er. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með tónsköpun þeirra. Alltaf eitthvað nýt t og ferskt á hverri plötu.

Eins og fólki hafi fækkað í bænum Gróa Hreinsdóttir er keyrir organisti í Noregi og með ferðamenn um Ísland

1.790 KR.

Kid A eftir Radiohead

PIZZUR MÁNAÐARINS

FimmtudaGuR 7. maí 2020 // 19. tbL. // 41. áRG.

Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths veiktist alvarlega af COVID-19 í London

„Allt í lífinu hefur breyst á síðustu sex vikum“

Marc McAusland

Kemur sjálfum sér mest á óvart þegar hann bakar bananabrauð

Þetta viðtal birtist áður í 19. tölublaði Víkurfrétta 2020. Smelltu á forsíðuna til að sjá allt blaðið!

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP

ingar Keflvíkliðið í sumar verða besta

u atvinnumaður í Danmörk segir Ísak Óli Ólafsson Rut Helgadóttir

FLUG OG BAKSTURi á Nýja-Sjáland

hefur Hulda Björk Stebbins í 37 ár búið í Bandaríkjunum

s

5 plötur uppáhald

„ALLTAF HÆGT AÐ REKAST Á NÝTT ÆVINTÝRI“

ndan og Spennandi tímar framu

Sigurðar Sævars

Rósa fékk afmælissöng úti í garði

Logi Gunnars mætir aftur á parketið 39 ára gamall

ÁHUGI Á NÁMI alltaf að aukast

Fljótlegt, einfalt og virkilega gott! 45%

34%

52% 299 kr/pk

áður 549 kr

2 Pizza Subs Cheese & Tomato eða Pepperoni

89 kr/stk

áður 189 kr

Sumar Kristall 33 cl

Opnum snemma lokum seint

296 kr/stk

áður 449 kr

Fulfil 55 gr - 3 tegundir

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar


78 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

No tim e

s 1989 – Ryan Aderam r Swiftég mesti Taylo

veit Svo Eins og alþjóð ar væri leitað. íð v ó þ og s d n þar er aðdáandi Ísla lega tónlist og ju en v á t es ar m hlusta ég al jafningja. Þeg eð m r u st em fr t leið Ryan Adams eð Taylor Swif m t ú om k 9 8 tu 9 platan 1 gaf út cover-plö n a y R l ti ð ga n n leggur aðeins ár þa tuna eins og hú lö p k tó n n a h þar sem . Lög eftir Max ði öf h u n sí r ti n Adams. sig og gerði ef ift flutt af Rya w S r lo y a T og muð Martin fi verið sérsau a h n ú h s n ei l dólgur. Þessi plata er ð hann er mikil a v h st er V . ig fyrir m

for dr Einst akur o eamin g götun g – Cha ni, og ótrúlegur maðu meða rles B eftirh r l . Eftir erma annar radley í a s hljóðv m erstey örg ár, va unnið sem ð hafa búið r hann Jame Wineh á mi sem s o l 2011. use og kom hafði t.d. u oksins upp BrownE g n svo he lsku kallin fyrsta plata nið mikið ötvaður af m n p n höfn á pinn að sjá lést fyrir þ hans í full eð Amy ri len rið 20 remu hann gd r 1 á eftir t ónleik 3. Við áttu tónleikum árum en ég út m a af þak í v klæti na þar sem geggjaða s Kaupmann ar t f að sjá h a u yrir a sig. ð hafa ann grét o nd með ho g faðm num lagt le að ið okk ar frá i okkur Ísland i til

Land míns föðu r–E

inar Scheving Sólóplöturnar h ans Einars eru allar svo ótrúlega fallegar og vel spilaðar. Lof tið í saxanum hjá Óskari Guðj óns er eitthvað sem tekur á móti þér í himn aríki. Yndislega r útsetningar á gömlum íslen skum þjóðlögum í bland við lög Einars við göm ul ljóð. Þessi plat a rúllaði hring eftir hring við fæ ðingu dóttur m innar og gerði fallega stund en n fallegri.

Fimm uppáhaldsplötur Björgvins Ívars Baldurs Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 79

dd Terje It’s album time – To , og þegar það

aldrei Ég dansa eiginlega áhrifum, en þegar ég gerist er það undir rð í n gerðum okkur fe og Valdi vinur min nar sjá Todd Terje á Só að l ti n in að st up ka af slaust alla tónleika dönsuðum við stan rtta er fullkomin pa Þe n. ifu nl in i kr ílí þv u dramatískri ábreið týplata. Toppuð með er y eftir Robert Palm á Johnny and Mar rry. sungna af Brian Fe

arie Andrews M y e tn r u o C est Life – á Spotify

Hon

ly iscover Week D m se í v þ f a n katalóg Þetta er eitt a á ekki stóra lp e st i ss e Þ ð ér. i erfitt með a tt á hefur gefið m g é n e l u ára göm all killer enda bara 29 ni. Þessi er „ n e h á fr tu og lö ap salega flottar ro velja bara ein u r e r a n r a i gasmíð ddina. Mann rö m u no filler“. La ja g se ð sama má mylou þroskaðar, þa uboltanna Em sl n y re l ti ð sa enjuleg verður hug mericana (v A . ss u ra K n alla so á þessa plötu ð Harris og Ali a st lu h ti æ . Ég g nni. tónlist) negla að fá leið á he ss e þ n á f ta ll daga, a

ssonar

og Viðar búa Guðbjörg árið aria hálft á Gran Can

rið Sama veð ð allt ári

1000 „Ég er með (GÍG) “ mb/sek uppi á Ásbrú n frá 10.590 kr/má

1000 Mb/sek og

r innifaldar

15 stjónvarpsstöðva

Fimmtudagur

13. maí 2020 // 20.

y í Ástralíu síðan tir hefur búið í Sydne Eydís Konráðsdót

tbL. // 41. árg.

2004

urnesjum Útivist á Suð

25 metra gir í hraunveg gjá Lambafells

hundaakstur og Súrdeigsb rónuveirufaraldri þjálfun í kó EYÞÓR ATLI

5

uppáh

alds

plRGVötINSuÍVArRS BJÖ

Helmingur í eldisbleikju frá heiminum jum es Suðurn

ALGERU STO

ÍK

TRI PPI Í REKS

ST VIÐ BRUGÐU rþjónustu Úr bókuna tgáfu

aú í barnabók

gt Lærði mar sig um sjálfaNA KAREN GUÐ TIL FLUTTI KUR DANMER

ÚR GRINDAV

Fljótur að ð segja já vi m flutningu a til útland

ist áður í t ir b l a t ið v a t t e Þ ta 2020. t é fr r u ík V i ð la b 20. tölu na Smelltu á forsíðu ið! til að sjá allt blað


80 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðj

Sumar á Sýrlan d

Þetta var fyrsta popppla enda ekki annað hægt. Þ tónn sem slegin n var me manna „and th e rest is h er. Á meðan nál in flutti m legu tóna af þess ari eðals ég plötuumslag ið en á bak myndasaga sem gerði upp legri. Snilld frá Stuðmönn

ÍBK

NDSVINNUR ÍSLA INN Í ITIL MEISTARAT NU 1964 KNATTSPYR að gullöld

afið Lesið um upph r í Keflavík unna knattspyrn

t og virkilega gott!

Fljótlegt, einfal

áður 3.359 kr

kr/stk áður 149 kr

kr/pk

áður 549 kr

2.284 kr/kg

79

299 2 Pizza Subs eða Pepperoni

Opnum snemma lokum seint

32%

47%

45%

Prins súkkulaði Gói - 50 gr

Lambakótilettur Kjötsel - með raspi

FIMMtUdAGUR

ndastarf og Öflugt vísi erfi mikilheilbrigðisk samfélög væg fyrir

GRILLAÐ

A AMLÍNUN FYRIR FR

5

alds

pÐJlöÓNtS INGuAr GU

MAGNAÐAR MYNDIR!

Katlar í Garði

21. tbL. // 41. áRG.

nguferðir eyttar gö p á fjölbr ið la bjóða up javíkursvæð Krilla og Mil sið og Stór-Reyk ane um Reykj ma Gestir Gum

uppáh

20. MAÍ 2020 //

Fallegast esinu á Reykjan

nn Keflvíkinguri dóttir Kára Sylvía Rut i við er læknanem afnarháskóla Kaupmannah

Greatest Hits –

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: daga 08.00 - 23.30 Virka 09.00 - 23.30 Helgar

Cheese & Tomato

Kalla:

þola „Þyrftu að óverdós af um ing æskuminn og grobbi“

a: Bergný Jón

Nýtur þess ií að vera út i náttúrunn

Flagghúsið eitt elsta hús Grindavíkur

MARTA IR EIRÍKSDÓTT ELGI URH MEÐ DEK UR FYRIR KON

Gyaðrðjskuarga

ist Þetta viðtal birt ði áður í 21. tölubla . Víkurfrétta 2020 na Smelltu á forsíðu ið! til að sjá allt blað

áG

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

The Cure er sannarleg hljómsveit og hefur ve sett nokkrar plötur m uppáhalds en kýs að s þeirra frá 2001, sem b Greatest Hits, því hún þeirra bestu laga. Ég h þessa plötu og diskuri anum í bílnum mínum


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 81

Fimm uppáhaldsplötur jóns Inga Guðjónssonar

ndi – Stuðmenn

atan sem ég féll fyrir, Það var einhver nýr eð þessari plötu Stuðhistory“ eins og sagt mér þessa stórk ostskífu grandskoð aði khlið þess var te ikniplifunina enn án ægjunum.

– The Cure

ga ein mín uppáhaldserið lengi. Ég gæti með þeim sem mínar setja bara safnplötuna ber hið frumlega nafn n inniheldur mörg hef hlustað mikið á inn hefur verið í spilarm í mörg ár.

Ég er í raun alæta á tónlist, ef lagið er grípandi og mér finnst það gott skiptir ekki máli hvort það flokkast sem diskó, pönk eða hvað sem er þar á milli. Ég hef gjarnan tekið ástfóstri við ákveðin lög án þess endilega að annað sem frá viðkomandi tónlistarmanni hafi komið hafi snert mig mikið. Ég hef því í gegnum tíðina ekki átt marga hillumetra af plötum eins og sumir en það eru ákveðnar plötur sem ég hef átt sem ég hef hlustað á meira en aðrar og eru þessar hér hluti af þeim. Piano Man – Billy Jomelall unglingur á Akureyri kom út

ára ga er frábær og Þegar ég var þrettán Billy Joel, plata sem eð m “ er ng ra St ss he platan „T i mér far í bæinn til þe rð ge Ég a. st be a lr al KEA né í er talin ein hans hvorki til í Vöruhúsi r va n hú en a un öt pl upa að kaupa ir sem hægt var að ka að st ir þe ru vo m se vildi ég ekki Sport og Hljóð, tíma. En tómhentur um ss þe á ri ey ur einu Ak plötur á lly Joel (og reyndar Bi eð m u öt pl ra að í iano Man“. fara og keypti þv honum í búðinni), „P eð m ði bo í r va m se hún var plötuna kkrum vonbrigðum, no r ri fy ég rð va n voru á „The Við fyrstu spilu nsælu smellum sem vi im þe eð m ki ek nt ga sannarle textarnir hafi almen að a gj se að gt hæ ki fannst mér Stranger“ og ek eftir nokkra hlustun en di an ífg pl up ní g jö verið m Piano Man, sem er en ð gi la að tt ei ð þa – ð setur hana í hún virkilega gó slögum, sé á plötunni ld ha pá up um ín m af dag eitt páhaldsplötum. flokk með mínum up

Tunnel Of Love – Bruce Springsteen

Bruce Springsteen, sá mikli meistari, hafði komið með marga smelli og gefið út góðar plötur þegar hann, árið 1987, gaf út plötunva „The Tunnel of Love“ en þar finnst mér hann hafa toppað sig. Ég hlustaði á þessa plötu hvenær sem færi gafst á þessum tíma og hlusta á hana enn í dag. Persónulega finnst mér ekki veikur blettur á þessari plötu, algjört meistaraverk.

Mellon Collie and th e Infinite Sadness – The Smashing Pumki ns

Þessi tvöfalda plata The Smashing Pumki ns sýnir hversu miklir snillin gar eru þarna á ferð, ein plata dugði þeim ekki en hv or um sig hefði náð að slá í gegn. Klárlega ein al lra besta útgáfa tíund a ár atugarins sem ég þrey tist ekki á að spila.


82 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Þetta var mjög erfitt verkefni, að velja bara fimm uppáhaldsplöturnar. Ég myndi sennilega eiga erfitt með að velja tuttugu uppáhaldsplöturnar mínar og hvað þá fimm. Auðvitað eru alltaf einhverjar plötur sem manni þykir vænna um en aðrar,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar. Hér eru hans fimm uppáhalds.

Ungir nem rku endur í O á hj i kn og tæ HS Veitum HS

samstarf Ánægjulegt ðarskóla Hei Veitna og

1000 „Ég er með (GÍG) “ mb/sek uppi á Ásbrú n frá 10.590 kr/má

1000 Mb/sek og

r innifaldar

15 stjónvarpsstöðva

FIMMTudAguR

annsdóttir, Ásdís Árm urnesjum: á Suð sýslumaður

28. MAí 2020 //

22. Tbl. // 41. áRg.

ÞETTA Ð ER MIKI SJOKK

r Þinglýsinga um á fullu á tím 19 COVID-

dóttir, Kristmundsog sjómannafélags Guðbjörg Verkalýðs- nis, segir á fjórða n formaður ð uppsög r og nágren Keflavíku gsmanna VSFK me féla alli. þúsund starfshlutf eða í skertu

: s í Kanada Siggi Jón

geta „Erfitt að kvöldekki kíkt í mmu mö til t ma og pabba“

gestir Kínverskir Inn á Garðskaga: se Lighthou

í Keflavík Freyja ir: Sigurðardótt

tt Eigum go lið sumar ski eftir harðan vetur

ska Koma í fer til rði loftið í Ga a lungun að hreins

5

uppáh

alds

tur plö MA YOUNG TOM

áður í t is t ir b l a t ið v a t Þet rfrétta 2020. u ík V i ð la b lu ö t . 22 llt blaðið! a já s ð a il t a n u Smelltu á forsíð

Fimm uppáhalds Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 83

Radiohead: In r ainbows

Radiohead er be sta hljómsveit í heimi. Að velja þeim er hægara eina plötu sagt en gert. Fle stir myndu segj Computer, Kid a að OK A eða In Rainbo ws væru bestu þeirra. Ég hefði plöturnar lengið svarað að OK Computer v uppáhalds og ja æri mín fnframt þeirra besta en undan hefur In Rainbo fa rin ár ws verið uppáh aldsplatan mín gáfu þessa plötu . Þ egar þeir út mátti fólk hal a henni niður og bara það sem fó borga lki fannst sann gjarnt. Minnir borgað tíu bresk að ég hafi pund. Hrein un un þessi plata fr hafi til enda. All á uppur hljóðfæraleik ur svo mínimal samt öf lugur. T ískur en hom Yorke er sn illingur og á þess fer hann hamfö ari plötu rum. Ég sá hljóm sveitina á tónle eftir að þessi pl ikum árið ata kom út. Það kannski spilar hjá mér en þá tó mikið inn k hljómsveitin br óðurpartinn af og það voru ótrú plötunni legir tónleikar.

s: Nick Cave & The Bad Seed No More Shall We Part tta

num þá er þe Af öllum Nick Cave plötu nnilega af þeirri uppáhaldsplatan mín. Se ta platan sem ég ástæðu að þetta var fyrs ð Nick Cave. eignaðist og hlustaði á me r með heyrnartól og Ég hafði aldrei sest niðu lögum einhverrar lesið textann með öllum á þessa. Þessi plötur fyrr en ég hlustaði ar aðrar plötur plata er rólegri en flest all en samt sem áður sem Nick Cave hefur gert að mínu mati. er þetta besta platan hans ð annað, mesti Maðurinn er bara eitthva sjá hann á tóntöffari sem ég veit um. Að jómsveitinni Bad leikum, einan eða með hl mur fyrir mig. Seeds, er það besta sem ke

ed m Karate: Unsoplv og ein af mínu lata allra tíma r

esta na þegar ég va ti Klárlega ein b ei sv m ó lj h s. Ég sá r í hljómallra uppáhald g var þá sjálfu É . u d el k sá rs a ró Rými. Þegar ég i nítján ára á H n n ti ei sv m ó með hlj vað sem sveitarbrölti sveit var eitth m ó lj h ri sa g hef es íþ á trommur. É a il trommarann sp ð a a tt æ vilja h ommuleik fékk mig til að áleiddur af tr d ið er v g o a i ekki leik legur. Ég skild ú oft farið á tón tr ó r a v ri ð a muleik Langaði lítið a . a er g en þessi trom ð a r a v hvað hann ar. Karate upp né niður í það stuttu síð r fi y st m o k en ég s hafði spila eftir það rn söngvaran ey h m se r a ina þ 5 til missti heyrn taf hætti árið 200 o sv n n a h g o mikið u víst all skaddast svo lf ár og spiluð tó í i ð a rf a st ginn n og auðvitað en en hljómsveiti “ 1 „1 á a lt il ara st m tíma. með alla magn atappa á þessu rn ey ta o n ð a r itti anda og ról. Ef ég h svo skynsamu k k ro ið ik m r ein nógu tímann verðu n er v Það þótti ekki h n ei ir þrjár ósk ómsveitin sem veitir mér rina fái heyrnina aftur, hlj um. Fa aftur á tónleik á þ ð þeirra að Geoff sé i et g an og að ég taki aftur sam

Tindersticks: Cur tains

Ég kolféll fyrir hl jómsveitinni þega r ég heyrði þessa plötu í útskriftarferð á Krít árið 2002. Það var skem mtileg uppgötvun þegar ég var búinn að hl usta á þessa hljóm sveit í örugglega sex, sjö ár þegar ég áttaði mig því í einhverju gúggli að hljómsveitin væ ri frá Nottingham í Bre tlandi en það vill þa nnig til að það er heim abær pabba. Mér Rela: fannst n þetta mjög skemm i e v i r tilegt uppgötvun. Einhver hlaut tengin At the D f Command gin að vera! Notti ngham er líka þekkt fyri ship o ldsrokkplatan r allt annað en gó n o i t ða tó nlist og ég held að ég uppáha afi til geti fullyrt að það Þetta er snilld frá upph til eru engar aðrar góðar r ga hljómsveitir frá N mín. Tæ ðar stórkostle ar, hratt ottingham nema Tind öf xt ersticks. Það voru enda. H s í mér. Bullte ftæði. alger forréttindi að n ja a geta sett á laggirna rokkar kk og ekkert k og það tónleika með svei r tinni í Hljómahöl ro g xas l í febrúar og gott lfan mi ar síðastliðinn, rétt r frá Te á g e j e s n þ i a t g r i i e æ áður en COVID19 m v as, í annf -ástandið Hljóms af bein áhrif á itnar hófst. Við höfðum inn að s hljóðveri í Tex ð ú b t h r l samband við hljó l e r a é g a. M en é litlu r bilu msveithefur ina þegar við sáum á plötun na um plötuna inhverju pínu í hljóðverinu e sig að a t að hún væri að fa s u l h ég ra gefa ífa gin suni út nýja plötu í fyrr pp í e ra að dr lir heim. ftkælin ð tilhug i verið tekin u a a og spurðum hvor o i l b v g u a o r r i e a t r b ú f i al t þeir ætluðu að fara í tó atan ha svona 35° hiti túdíóinu og þe kursyngja og l nleikaferðalag til p ð a þá. um að kynna plötuna. Svörin st hiti í s ratt, ös sem hefur séð það er ° h g 0 o a 4 l i a óðu ekki á sér og þe r p m s a aði, i er u fólk kjall ir voru meira en til að ko leiðand lötuna með hr kum en þekki f ma og spila í Hljóm a r a þ og ahöll. Sveitin átti upphaf upp p ónlei lega að spila 65 tó að taka ómsveitina á t a r á l k nleika á ferðalagi sínu en i séð hlj þeir náðu bara að Hef ekk ð af lífi og sál. spila á tíu tónleikum áður en þa þeir þurftu að slau Öfunda fa tónleikaferðalaginu vegna COVID-19.

splötur Tómasar Young


84 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur drush l o G e h t r e t : Af Neal Young sérstakur Neil Young- n

Joni Mitchell: B lue

din ei neinn g fannst röd o i r Ég var aldr g n y r a þessa egar ég v egar ég fékk aðdáandi þ þ n e g le in t fattleið á hana fyrs i ð ta hans frekar s lu h g Þarna urnar o snillingur. l plötu í hend il ik m r e Can hann g Only Love o y aði ég hvað h W e M ka og Tell ík í dag en lí s s la k eru lög eins u r e sem Heart sem llegasta lag fa t Break Your it e r e m ði irds se gar ég heyr e Þ t. r y lög eins og B e h m urn tímann anum mínu r a il p ég hef nokk s la is e í ferðag varð ég Birds fyrst, n hér í den, o d n o L í lda, t s arle ni í því einfa in ð í neðanjarð r u g fe r mínum rvot yfi fullkomið í eiginlega tá a g le in ig e r u og sál að e stemmning f a litla lagi. Þ ll fu r e aldrei si plata alla daga og eyrum. Þes a n a h á ð ta lus og ég gæti h henni. á fengið leið

Þessi plata er n áttúrlega bara m eistaraverk frá fyrstu nótu til þeirrar síðust u. Joni er einn allra besti lagah öfundur sem til er og hvernig hún semur á sv o opin, hráan og einlægan hátt snertir við man ni á djúpstæðan hátt. Ég man alltaf þegar ég h lustaði á þessa plötu fyrst. Ég var svo hissa á hvað hún var viðkvæm en svakalega sterk á sama tíma og þá uppgvötvaði ég að það er hæ gt að vera bæði og það má líka í tónlist. Lög ein s og River og Cas e of You eru gæsahúðalög – ei nföld, einlæg en beinskeitt og söngurinn er sv o flottur og næm ur að maður getur ekki annað en dáðst að þess um endalausu hæfileikum sem Joni býr yfir. S em sagt snilld frá A til Ö.

The Beatles: White Album

Ég er mikill Bítlaaðdáandi eins og foreldar mínir og ólst upp við að hlusta á þá en þessi plata er eithvað annað. Þegar maður hlustar á Hvíta albúmið þá fer maður á tryllt ferðalag með Bítlunum um þeirra hugarheima og þeirra frábæru lagasmíðar, svo ólíkar og skemmtilegar. Það er allt frá lögum eins og Blackbird yfir í Happiness is a Warm Gun. Það er allt þarna rólegt, tryllt, skrítið. fallegt, fyndið, sorglegt og þessi tvöfalda plata lætur mér líða eins og ég sé að fá innsýn inn í þeirra heim og fái að vera með þeim í partíi í smá stund. Það er góður staður til að dvelja á! Þetta er uppáhalds-Bítlaplatan mín en ég verð að segja að það var mjög erfitt að velja á milli!

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

Ride: Nowhere

Þessi plata með bresku Showgaze-hljómsveitinni Ride breytti lífi mínu sem unglingur. Þarna kom saman allt sem ég vissi ekki að ég þyrfti í mínu lífi fyrr en ég heyrði þessa plötu! Þessi plata er vanmetið meistaraverk þar sem nýbylgjugítarrokk mætir melódískri draumsýn. Alger snilld. Lagið Dreams Burn Down er með eitt flottasta trommuintró sem nokkurntímann hefur heyrst og ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri það. Lagið Vapour Trail er orðið einskonar indí-klassík með sinni bjartsýnu melodíu og stengjakvartett í lokin. Öll lögin eru flott og þessi plata eldist mjög vel. Hún sýndi mér inn í annan heim þar sem krakkar spiluðu í hljómsveitum og breyttu heiminum og ég vildi vera með í því.

dur og of Love s d r lagahöfun n æ u b o á fr H r g : e h lv Kate Bus þá finnst mér Kate Bush saem semja tónlist því húnfrheáfu

r rli Joni d fyrir konu órn á sínu listræna fe n y Eins og með m ir r fy ilvæg lla stj erk og öll ótrúlega mik r eigin leiðir og haft fu lega heilstæð og flott v öðrum ú sína ólíkan öllum s er alveg ótr alltaf farið im ta e la h p ð i ó s lj s h e lög ein nda. Þ þarna byrjun til e ate skapar ýn. Það eru s K . g u o r ín a s n ir n r e a fy rk h u með flott r ty e s m ir e r s fy y t k lögin stand k S r nnur svo ste loudbusting og The Big er titillag plötunnar og maður fi C ld l, a il h jum, itt uppá Up that H með streng afa út en m im h e og Running h ið ð m ó o lj k h r r betra m a um se g það verðu o n upp snilld ú ið h g ir ari popplög la g g m y u b i ast í gegn ove. Þar g og ögrand le m u fr a Hounds of L öddum. Spennan magn g . Ótrúle gr g rödd Kate o ta x trommum o te m u ð frábær og betra me nilld. plata. Tær s


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 85

Elízu Geirsdóttur Newman lja bara fimm „Það er nær ómögulegt að ve vega fimm uppála al u er ð Þa r. tu lö sp ld ha uppá istar­tímabil sem haldsplötur fyrir hvert tónl nlist og plötur fylgja Tó . um gn ge í ur ng ge ur að m ann svo sterkt m ja ng te og ið líf um gn ge í manni tilfinningar. við alls konar minningar og i 50 sem gætu sk nn ka im þe af m fim u er Hér a Geirsdóttir komist á listann,“ segir Elíz rfréttir. Newman í samtali við Víku

t og virkilega gott!

Fljótlegt, einfal

56%

33%

Hlaupið á m! flugbrautu

56%

Opnum snemma lokum seint

79

kr/stk

69

199 kr/stk

áður 299 kr

inu r Isavia í blað Hreyfileika

Billys Pan Pizza eða pepperoni 170 gr - original

áður 179 kr

kr/stk áður 159 kr

Toppur 33 cl - epla eða límónu & sítrónu

Rommý Freyja - 24 gr

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: daga 08.00 - 23.30 Virka 09.00 - 23.30 Helgar

Fimmtudagur

4. júnÍ 2020 // 23.

tbl. // 41. árg.

ldór Berg gurinn Hal ðí Sandgerðinhefur unnið og búi sta Harðarson átta ár. Fór á síða a Beijing í yfir en 22 borga í Kín ári til meira fundi og viðburði. til að halda

... fréttir og Nýjustu afla

r Svona va sjómanna ! dagurinn Netspj@ll

a Sigríður Rós

enn fá vísindam Kínverskir ið frá Sandgerði e netnámsk

ttir Kristjánsdó

Skoðar tur Ísland be l öl og fer á fj

S Útskrift Falds h á p p u tuANr plö Golf ELÍZU NEWM VÍK Í GRINDA

5

ursdóttir Bylgja Bald lastjóri aðstoðarskó skóla: í Sandgerðis

að Hugmynd er leigja Camp a lin og elta só

ist Þetta viðtal birt ði áður í 23. tölubla . Víkurfrétta 2020 na Smelltu á forsíðu ið! til að sjá allt blað


86 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

n

Verð frá 3.890 kr/má

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek

og 15 stjónvarpsstöðvar

innifaldar

ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI

Á 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR,

| DOMINO’S APP DOMINOS.IS | 58 12345

8.–14. JÚNÍ 2020

Fimmtudagur

11. júní 2020 //

24. tbl. // 41. árg.

Prjónuð í Sandgerði!

SKAGA U Á GARÐ MEÐ MÖRT ANDI

IÐ MANNLÍF

Elín Ása Einarsdóttir:

Dreymir um kóngabláa bjöllu Sólborg safnar!

uppáh

kk áðherra fé Forsætisr -lopapeysu forláta VG

PERL AN hornið handan við

Fávitarr Sólborga gefnir út

Netspj@ll

bíl ti í ráðherra ánsson mætneytið um stund! Jónatan Stef forsætisráðu og tók yfir

Reykjanesið Stefán um segir Jón

oltinð!n B rúllar af sta ALLT FYRIR HELGINA

INGA ÞóRS

Í NETTÓ! -30%

alds

5 plötur

n arverðlau Hvatning sbæjar 2020 Reykjane

Hrossafille

1.160

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG innkaup Lægra verð - léttari

-60%

Lamba frampartssneiðar Kryddaðar

1.300

KR/KG

ÁÐUR: 2.599 KR/KG

-50%

Tómatar 5 tegundir Verð frá:

321

KR/PK Tilboðin gilda 11. júní

- 14. júní

ist Þetta viðtal birt ði áður í 24. tölubla . Víkurfrétta 2020 na Smelltu á forsíðu ið! til að sjá allt blað

Fimm uppáhaldsplötur Inga Þórs Ingibergssonar Ingi er hljóðmaður í hljóðverinu Lubba Peace sem hann og eiginkona hans, Anna Margrét Ólafsdóttir, eiga og reka saman. Lubbi Peace er samt miklu meira en hljóðver eins og segir á heimasíðu þeirra:

„Lubbi Peace er bakhús í Keflavík sem hjónin Ingi Þór og Anna Margrét eiga. Þetta er ekkert venjulegt bakhús því þar gerast galdrar þegar saman koma skapandi einstaklingar og búa til tónlist, skrif og skraf.“ Ingi Þór hefur ástríðu fyrir tónlist og hér veitir hann lesendum Víkurfrétta innsýn í hvaða plötur hafi haft einna mestu áhrifin á hann. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 87

Crosby Stills Na sh &

Young: Deja Vu Þessi hefur haf t gífurleg áhrif á mig. Það er ei þessum upptök tthvað magic á um! Lög eins og Teach Your Chil Our House og m dren, Woodstoc itt allra uppáhal k, ds ... Almost Cu Ég eeegna þessa t My Hair. plötu! Coverið er mjög áhugavert en lj ósmyndarinn m með aldargamal yndaði félagana li myndavél þar sem myndin frá brennd á einhv linsunni er erskonar málm plötu. Þeir þurf kyrrir í heilar tv tu að vera graaaafær og hálfa mín útur. Ekki er hæ í svo langan tím gt að halda bros a. Þessa vegna i eru allir svona myndum teknu grafalvarlegir á m átján hundru ð og eitthvað. En alla vega ... ljósmyndarinn var með backuphann smellti af myndavélar sem nokkrum mynd um á meðan þeir grafkyrrir. Á ei sátu og stóðu nu augnabliki rö lti hundur nágra framan þá, stal nnans fyrir draði við og hél t svo ferð sinni Þeir enduðu með áfram. að velja þá myn d vegna þess að unum var ekki út frá málmplöt hægt að framkal la nægilega skar pa mynd. wbiz i verið gær, o h S : e s haf Mu Museum ns og það

að ei uscle Ég man þ gar ég heyrði M ldhúsinu á þe íe stundina ptið ... nítján ára angi og lagið i k íg í fyrsta s tunni, útvarpið ri ö . Ég sper g .. a l k l e a s v r t a s r raSé a í nokk r meista g e n a a t g t ð e a þ búið þétt ax að heyri str tól, legg smettið a g o n u r y e ás skr tend upp n ... Ég ö verk ... S ð og hækka í bot vo st þetta s rpi n a n v a t f ú r é ð i v .m æringu .. af geðshr ata! geggjað. osaleg pl R D :y r True Sto

Sepu l Fimm tura: C haos t vasad án ára í b AD æj is

á kas kó í vasa arvinnu e n n djúps ttu-repea um og þe ni með t. Þes ssa sn tæð á si me aðra. hrif á illd ta Þ m Ég hl etta er m ig eins o ll hafði u a g ég va staði svo sterpiece svo marg ! o n a skóla n stærðfr ft á þessa plötu æðiv nn. E erkef inhv ég 10 þegar n er 0 þung % einbeit ra hluta v i fyrir ingu arokk þegar egna hélt . ég hl ustað iá

Nirvana: Nevermind

Tímamótaplata!! Þess i plata breytti öllu! Eins og Michael Jord an fyrir NBA þá brey ttu Kurt Cobain og félaga r tónlistinni í níunni , tónlistarsvamp áratug kynslóðar minnar. Þeir líka gátu ekki ve rið heppnari með að fá upptökustjórann Bu tch Vig til að taka upp plötuna. Hann tó k tónlistina þeirra og hjálpaði til við að gera þessi lög ódauðleg m eð geggjuðu Soundi og gó ðu mixi. Butch fékk meira að segja Kurt til að dobbla sönginn sinn sem hann hafði aldrei verið til í. Fullkomið samstarf.

Fleetwo od Mac: Peter G The bes reen er að mínu t of Pete hljómsv mati be eit. Það r Green s ti gítarl er svo m til að fá ’s Fleet eikari a ikil tilfi sand í a llra tím nning í ugun. A wood M Money a og Fleet spilame lbatross Maker m ac w n e ns o r e

Sorgleg od Mac bes ku ð þessum th er mögn eðaldúd ta instrument nni hans að það u notkun vernig fór fyri a d l g u e l m a t u g allra t er bara r fengið ð r Peter og varð í m e s m i aldrei s mínu m ig amur af nemma í sjöun ns og blúseyrn a og Shake You at ni í Þýs akonfek tur. Han r Þessi pl i aldrei með tæ kala t. nt ata ram r mar inn nar þar sem ha ók aftur upp gí ndi. Klikkaðis ta t af LSD n allt það besta fr n var með hæl rinn seinna en ana i Fl á Peter k omst að eetwood Green-t ímabili Fleetwo Mac. od Mac.


88 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur

Ljósmynd: Sophie Bey

andgerðis S la ó k s r ta s li n ó T i g skólastjór o i r a m urfréttir. m ík o V tr ir n r o s fy s r u r tu á L lö p r s ó d ld Hall mm uppáha fi r a ín s i ld a v g o n kíkti í plötuskápin ikari landsins. Hann hefur leikið með n besti trommule Halldór er listamaður af lífi og sál og ein s og MX-21, Rúnari Júlíussyni, en rth Mo a bb Bu . t.d , ins ds lan um nn mö mörgum helstu tónlistar amt mörgum fleirum. ás m ktu Nö ð Me , lum fíf ila Sp co, & . P.S , Bjartmari Guðlaugssyni, Júpíters meðal Afríkuböndunum á r þa ki, fól tar lis tón su ým ð me r þa ði Hann bjó í Hollandi um árabil og starfa nkhljómsveitinni The Harries pö ku ns lle ho , ah um So ba ou yd Se , ots Ro Lanyi og King Taky and Afro æ síðasta vetur. ab esj rn ðu Su í m du vin um rsk Fe í tt þá og mörgum fleirum. Þá tók Halldór

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 89

Halldórs Lárussonar David Bowie: Aladdin Sane

ed King Crimson: R mínu. Bók-

Fyrsta platan se m ég keypti mér , tíu ára gamall. Það var mikið safnað og valið vandað. Ég heim sótti hljómplötu verslun Fálkan s á Laugaveginum og þá fékk maðu r að hlusta og efti r miklar spekúla sjónír og vanga veltur þá varð þe ssi plata fyrir valin u. Held ég kunn i öll lögin utanað en þá. Ein besta Bow ie platan að mínu mati.

i lífi Platan sem breytt ára þegar Valur staf lega. Ég var 11 með hana heim en bróðir minn kom gelast í fínu stereó ég var vanur að st gar hann var ekki ræjurnar hans þe ötuna á og féll nánheima. Ég setti pl platan rann í gegn ast í trans. Þegar að ég myndi verða þá vissi ég strax hv . Tónlistarmaður, þegar ég yrði stór það varð raunin trommuleikari. Og annað til greina og enda kom ekkert a Sennilega sú plat hefur aldrei gert. hefur haft mest og hljómsveit sem áhrif á mig.

Byrne: Brian Eno & David h of Ghosts My Life in the Bus keim af tónlist sem ber Algerlega mögnuð . sum heimshornum heimstónlist frá ým man svokölluðum Þarna er blandað sa nar tónlist og “sömplum” af allsko nlist þeirra Eno og uppákomum við tó u bara taka eina plöt Byrne. Ef ég mætti þá væri það þessi. með mér á eyðieyju

The Polic e: Regatt Alger bom a de Blan ba. Þvílík c ur kraftu Frábærar r

Keith Jarrett: B elonging Þessi er enþá í bí

lagasmíð o ar og trom g spilagleði. fékk mig mu til Gífurlega að hoppa upp úr só leikarinn f lott band fa og frábær num. plata.

lnum og er renn t reglulega. Keith Jarrett ge rði þessa plötu m eð Norðmönnunum Jon Christensen og Jan Garbarek og Sænska bass aleikaranum Pal le Danielson. Nokkurskonar Skandinavísku r jazz og eiginle tímalaus snilld ga sem hafði mjög mótandi áhrif á mig. Þetta var m ikill kontrast v ið pönkið sem ég hrærðist í á sí num tíma en þe ssi tónlist teku mann í ferðalag r .

ef þú smellir á plöturnar geturðu hlustað á þær á

ist Þetta viðtal birt ði áður í 25. tölubla . Víkurfrétta 2020 na Smelltu á forsíðu ið! til að sjá allt blað

n! Sumarið er tímin

17. JÚNÍ í máli og

myndum!

Opnum snemma lokum seint

36% 559 kr/pk

áður 879 kr

Djæf ísar 4x120 ml - 3 tegundir

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: daga 08.00 - 23.30 Virka 09.00 - 23.30 Helgar

FimmtudaguR

18. júní 2020 //

25. tbL. // 41. áRg.

inn smaður Útvarp litli

Doddi

erkstæði Reiðhjólav ar fer nn Fjölsmiðju að vel af st strún

@ll Lilja Kri óttir Netspj inarsd Ste

vera Væri til í að iston Jennifer Ann dag í ein

ömul Fór í eldg

t jaokgkgearðifnö ýtt lag , n Bjarndal Unnar Stein janesbæjar: maður Reyk bæjarlög

ið Hefði orð skelfilega lélegur læknir

réttir Víkurf ár! í 40

Sögur úr Rockville dir fá gott Fótboltamyn

pláss!

g Myndarle umfjöllun knattspyrnu

5

uppáh

alds

plötur

mmara Halldórs Tro


90 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

: Rumours Fleetwood Maucppáhaldsplata.

mín Þetta er ef laust nar, flottar útset íð sm ga la r ra Frábæ söngraleikurinn og a ingar og hljóðfæ r enda eru þarn gu le ði æ st ót óm urinn wood ellirnir. Sá Fleet ófáir útvarpssm tónog á plötunni á d n y m u m sö í Mac þar. Þá á meðan ég bjó leikum í Boston ér. r draumur hjá m ðu rá gþ n la t is rætt

Pink Floyd: The W all

Síðan ég kynntist þessari plötu fyrs tá unglingsárunum þá hef ég haldið m ikið upp á hana. Það va r í enskutímum í grunnskólanum þa r sem við stúderuðum þessa plötu og fræddumst um tilurð hennar. Ég varð mjög heillaðu r af svona „concept “-plötum og þessum miklu leikhúsáhr ifum sem fylgdi þe gar Pink Floyd flutti plötuna live.

Chicago Sym phony Orche stra: Gustav Hols t , T he Planets Þarna samein ast allt s

em ég hef ga klassískri tó man af í nlist, mikill kraftur og óm hljómar en lí stríðir ka fallegar la glínur og hu tónar. Mikið gljúfir af kvikmynd atónlist er sa undir áhrifu min m frá þessar i tónlist og s það eflaust lí k ýrir ka ást mína ák list. Ég hef s pilað þessa m vikmyndatónúsík með sin hljómsveit o fóníug er það eitt þ a ð skemmtile sem ég hef te gasta kið þátt í.

Trúbrot: Lifun

þar ötu ekki á þessum lista pl a ss þe fa ha að t fit Er ill trommuleikari var mik sem að Gunnar Jökull rog hafði mjög svona „e frumkvöðull á Íslandi nn lætur ljós sitt skína lendis“ trommustíl. Ha r og orðtakið segir: „Alli ns ei og u öt pl i ar ss þe á ,“ þá er þessi plata mín vildu Lilju kveðið hafa Lilja í því samhengi.

Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

The National: High Vio let Ég kynntis

t þessari plötu í gegnum Valdimar Guðmundsson vin min n og ég varð gjörsamle ga háður þessari plötu í la ngan tíma á eftir. Ég vi ðurkenni líka að hafa ve rið mikið undir áhrifum frá þessari plötu í eigin hljóðfæraleik á þessum tíma, svona þegar litið er til baka, en ég hef síð an verið mikill aðdáandi þessarar hljómsveitar og hef farið að sjá þá á tónl eikum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 91

Fimm uppáhaldsplötur Þorvaldar Halldórssonar Þorvaldur Halldórsson er uppalinn í Garðinum og starfar sem trommuleikari og slagverkskennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hann hefur verið trommuleikari hljómsveitarinnar Valdimar frá upphafi en hann hefur einnig tekið þátt í margskonar verkefnum á ýmsum sviðum tónlistar, t.d. með sinfóníuhljómsveitum, í ýmsum tónleikauppfærslum, í leikhúsum og bíómyndum. Hann hefur lokið tónlistarnámi frá Tónlistarskóla FÍH í Reykjavík og Berklee College of Music í Boston.

Sportið í máli og

! m síðum á mörgu myndum

1.790 KR.

64 síður í þessari

S

APP DOMINOS.IS | DOMINO’S

PIZZUR MÁNAÐARIN

ist Þetta viðtal birt ði áður í 27. tölubla líf Víkurfrétta 2020. n n a m i d n Blómstra Liverpool na Smelltu á forsíðu ið! til að sjá allt blað Miðvikudagur

ef þú smellir á plöturnar geturðu hlustað á þær á

viku!

gt Gleðile ! sumar

1. júlí 2020 // 27.

tbl. // 41. árg.

ölti rna á bæjarr Listaskóli ba

við Ingó Netspj@ll

á Langbest

um með t ekki af leikj Missir hels

sbæ viku í Reykjane Settust að

ID-19 fyrir COV

lagið Verzlunarfévíkur la flutt til Kef

r Kinnfisku vinsæll í úð kb fis i rr ný

lds ppáha

l við Róbert Netspj@l

Jóhann

verða Ætlaði að

íll Draumab er Kristínar e yc Ro lls Ro

bóndi eða tannlæknir

Allt í útileguna! 20%

2

fyrir

50%

1

199 479

kr/pk

áður

Opnum snemma lokum seint

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn


Hæ Reykjanes! Megum við vera memm? Krónan í Reykjanesbæ auglýsir eftir styrktarumsóknum Við höfum áhuga á að taka þátt í uppbyggingu í samfélaginu og auglýsum eftir styrktarumsóknum. Hvað getum við gert saman? Árlega veitir Krónan styrki til verkefna í nærumhverfi verslanna Krónunnar. Um er að ræða samfélagsstyrki sem styðja samfélagið t.d. á sviði íþrótta/hreyfingar, menningar og lista eða menntunar. Ert þú með hugmynd?

Ofureinfalt ferli: Sækja þarf um styrk - rafrænt*

Kronan.is/styrktarumsokn Öllum umsóknum verður svarað og tilkynnt verður hvaða verkefni fær styrk í ár. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2020 *Styrktarumsóknum verður einungis svarað í gegnum heimasíðu

www.kronan.is Krónan Reykjanesbæ – Opið mán.-fös. 8-20

helgar 8-19