__MAIN_TEXT__

Page 1

Kvennareið Mána vinsæl

Konur sem elska hesta!

Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

8–9

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Lent með mjaldra í Keflavík

Mjaldrar, sem nefnast Litla grá og Litla hvít, komu með flugi Cargolux til Keflavíkurflugvallar á miðvikudaginn. Þær lentu hér eftir langt ferðalag frá dýragarðinum Shang Feng Ocean World í Shanghai í Kína. Frá Keflavíkurflugvelli voru þær fluttar landleiðina í Landeyjahöfn og þaðan með Herjólfi til Vestmannaeyja þar sem framtíðarheimili þeirra verður. Í Eyjum verða hvalirnir settir í einangrun í sérsmíðaðri landlaug þar sem þeir munu dvelja í a.m.k. 4 vikur. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þeir fluttir á

afgirtan griðastað í Klettsvík. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um 10 árum síðan og fluttir í dýragarðinn í Kína en í Vestmannaeyjum munu þeir

búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. Á myndunum með fréttinni má sjá flutningavélina, Boeing 747, bruna eftir flugbraut Keflavíkurflugvallar með útvörð Reykjaness, Eldey, í baksýn. Á innfelldu myndinni má sjá hvar Litla grá er tekin úr flugvélinni í sérsmíðuðum tanki. Fleiri myndir má sjá á vf.is. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Útlendingastofnun skoðar að leigja húsnæði fyrir allt að 250 manns á Ásbrú

Hugnast ekki hugmynd um fjölgun skjólstæðinga Útlendingastofnunar í Reykjanesbæ Útlendingastofnun er í viðræðum um húsnæði á Ásbrú sem væri þá viðbót við það sem fyrir er á svæðinu. Það þýðir að 170 manns gætu verið í þjónustu Útlendingastofnunar á Ásbrú með möguleika á fjölgun í allt að 250 manns. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Útlendingastofnun sem lagður var fyrir fund velferðarráðs Reykjanesbæjar á dögunum. Í umræddum tölvupósti er óskað eftir því að sveitarfélög auki þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en engin jákvæð svör hafi borist. Einnig hafi verið leitað að hentugu húsnæði á suðvesturhorninu. Í viðbrögðum velferðarráðs Reykjanesbæjar við póstinum segir: „Velferðarráð hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi málefni einstaklinga sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Skýr stefna sveitarfélagsins er sú að uppfylla þjónustusamning sem gerður hefur verið við Útlendingastofnun um að sinna þjónustu við fjölskyldur eða einstaklinga í viðkvæmri stöðu, allt að 70 manns og gera það vel. Í þeirri þjónustu hefur tekist nokkuð vel að

aðlaga einstaklinga að samfélaginu og veita stuðning í nærumhverfi á meðan einstaklingarnir bíða eftir úrlausn mála sinna. Á sama tíma hefur Útlendingastofnun skort húsnæði til að taka á móti fleiri einstaklingum og því þurft að leigja húsnæði m.a. í Reykjanesbæ þar sem Útlendingastofnun sér um daglegan rekstur þar sem dvalið geta allt að 100 manns í einu. Þeir einstaklingar tengjast þjónustu sveitarfélagsins ekki á nokkurn hátt. Velferðarráði hugnast ekki sú hug-

mynd Útlendingastofnunar að stækka þjónustuhóp þeirra í sveitarfélaginu enn frekar og hefur áður leitað til stofnunarinnar og mælt með aðkomu

fleiri sveitarfélaga. Mikilvægt er að kynna vel fyrir öðrum sveitarfélögum hver samfélagslegi ávinningur er af því að sinna þessari þjónustu. Full-

trúar Reykjanesbæjar eru tilbúnir að taka þátt í þeirri vinnu“.

Frábær júnítilboð 54%

Opnum snemma lokum seint

30%

275

2 fyrir 1

279

kr/askja

kr/pk

áður 598 kr

Bláber 125 gr askja

áður 399 kr

Fanta Lemon eða Fanta Shokata Zero 0,5 L

Freyju dýr 110 gr - 3 tegundir

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Síðasta útskrift Hjálmars Árnasonar Hjálmar Árnason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Keilis í sumar en hann hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrsta árið sem forstöðumaður Samgöngu- og öryggisskóla, sem síðar varð Flugakademía Keilis en frá 1. september 2008 hefur hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra. Í kveðjuræðu sinni kvaðst Hjálmar afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að skapa nýjan skóla og vinna að því með hinu frábæra Keilisteymi. Upp úr stæði þó gleðin yfir því að hafa brautskráð rúmlega 3.500 nemendur á 12 árum. Í lok athafnarinnar tók Kjartan Már Kjartansson, stjórnarformaður Keilis til máls og þakkaði Hjálmari fyrir störf hans í þágu menntamála á Suðurnesjum og uppbyggingu Keilis. Hjálmar hefur komið víðar við

í skólamálum því hann var lengi skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jóhann Friðrik Friðriksson tekur við starfi Hjálmars nú í sumar en hann mun fyrst um sinn vinna að sérstökum þróunarstörfum fyrir Keili.

Fjölmennasta brautskráning nemenda Keilis frá upphafi Guðrún Edda Haraldsdóttir dúx vorannar Keilir brautskráði 185 nemendur við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. júní síðastliðinn en um er að ræða fjölmennustu útskrift skólans frá upphafi. Fyrsta útskrift Keilis fór fram sumarið 2008 en síðan hafa samtals 3.522 nemendur lokið námi við skólann. Við athöfnina, sem fór fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú, brautskráðust nemendur úr Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu. Þetta var jafnframt síðasta útskrift Hjálmars Árnasonar, sem hefur verið framkvæmdastjóri Keilis frá árinu 2008.

Nærri tvö þúsund nemendur hafa útskrifast af Háskólabrú frá upphafi

Hjálmar Árnason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Keilis í sumar en hann hefur starfað við skólann frá upphafi. Hér er hann ásamt Kjartani Má Kjartanssyni, stjórnarformanni Keilis, við útskriftina sl. föstudag. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson

Daglegar fréttir á vf.is FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

Háskólabrú Keilis brautskráði 93 nemendur úr þremur deildum skólans. Eftir útskriftina hafa yfir 138 nemendur Háskólabrúar lokið námi það sem af er ársins en í ágúst bætist auk þess við útskriftarhópur úr Verk- og raunvísindadeild skólans. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp. Dúx Háskólabrúar var Guðrún Edda Haraldsdóttir með 9,64 í meðaleinkunn. Fékk hún bók frá Íslandsbanka og spjaldtölvu frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Þá fékk Ögn Þórarinsdóttir menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á Háskólabrú og eftirtektarverða þrautseigju. Ásta Dorsett flutti ræðu útskriftarnema. Með útskriftinni hafa samtals 1.839 nemendur lokið Háskólabrú Keilis og hafa langflestir þeirra haldið áfram í háskólanámi bæði hérlendis og erlendis. Mikill fjöldi umsókna er í Háskólabrú Keilis fyrir haustönn 2019 og hefur verið stöðug aukning í námið á undanförnum árum. Nú geta nemendur valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu en námið veitir aðgang að flest öllu námi í háskólum hérlendis auk háskóla erlendis.

Fyrsta brautskráning atvinnuflugnema

Fyrsta útskrift sameinaðra skóla Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands, Flugakademía Keilis, útskrifaði 43 atvinnuflugnema og hafa þá samtals 71 atvinnuflugnemar útskrifast úr skólanum það sem af er ársins. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir með 9,54 í meðaleinkunn og fékk hún bókagjöf frá Icelandair. Ræðu útskriftarnema flutti Hrannar Páll Kristbjargarson. Þetta var fyrsta brautskráning atvinnuflugnema Keilis eftir að skólinn sameinaðist Flugskóla Íslands fyrr á árinu. Eftir sameininguna verður til einn öflugasti flugskóli á

Norðurlöndum, með rúmlega tuttugu kennsluvélar og á fjórða hundrað flugnemendur. Samtals hafa 289 nemendur lokið atvinnuflugmannsnámi hjá Keili frá upphafi. Með útskrift Flugskóla Íslands, sem fór fram í lok maí, hafa samtals 126 atvinnuflugnemar lokið bóklegu námi á Íslandi það sem af er ársins.

Einkaþjálfarar Keilis brautskráðir með evrópska vottun

Samtals 40 nemendur brautskráðust sem ÍAK þjálfarar úr Íþróttaakademíu Keilis, 24 einkaþjálfarar og 16 styrktarþjálfarar. Með útskriftinni hafa 685 einstaklingar lokið þjálfaranámi frá Keili. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis flutti ávarp. Alda Ýr Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ÍAK einkaþjálfun með 9,66 í meðaleinkunn og Andrés Gísli Ásgeirsson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ÍAK styrktarþjálfun með 9,86 í meðaleinkunn. Þau fengu bæði TRX bönd frá Hreysti og gjafabréf frá H-verslun. Ketill Helgason flutti ræðu útskriftarnemenda fyrir hönd Íþróttaakademíu Keilis. ÍAK einkaþjálfaranám Keilis hlaut á síðasta ári alþjóðlega viðurkenningu og vottun á vegum Europe Active stofnunarinnar. Vottunin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur boðið upp á undanfarin ár og mun auka sýnileika útskrifaðra nemenda á alþjóðavísu en framvegis verða útskrifaðir einkaþjálfarar skráðir í EREPS gagnagrunn þeirra og öðlast þar með evrópska vottun á færni sinni.

Mörg tækifæri hjá leiðsögumönnum í ævintýraferðamennsku

Íþróttaakademía Keilis og Thompson Rivers University í Kanada brautskráðu níu nemendur úr leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku. Námið hefur vakið athygli bæði á meðal íslenskra og erlendra nemenda og hafa samtals 85 nemendur af nær tuttugu þjóðerni útskrifast á undanförnum árum. Simon Ward Able, yfirkennari hjá Thompson Rivers University, flutti ávarp fyrir hönd samstarfsháskóla Keilis í leiðsögunáminu. Hjördís Björnsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur með 9,08 í meðaleinkunn. Fékk hún gjöf frá GG sport.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

12°

4kg

REYKJANESBÆR

40kg

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

-20°

150kg

GRINDAVÍK

14°

1250kg

VOGAR

12°

75kg


VERÐ- A! J G N E R SP

Afsláttur til félagsmanna 30% afsláttur af öllum vörum frá Maku

Afsláttur gildir frá 20. - 23. júní í öllum verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar

Stálrör 4 í pakka

Tréhnífapör 10 í pakka

Hitabrúsi 500 ml

Hitabrúsi 750 ml

419 kr

349 kr

909 kr

1.259 kr

Verð áður 598 kr

Verð áður 498 kr

Verð áður 1.298 kr

Hamborgarapressa

Vírkarfa fyrir franskar

909 kr

622 kr

Verð áður 1.298 kr

Olíupappi í franskagrindur

Verð áður 889 kr

559 kr

Verð áður 798 kr

Kjöthitamælir

209 kr

Verð áður 299 kr

Verð áður 1.798 kr

Stafrænn kjöthitamælir

1.259 kr

Verð áður 1.798 kr

Palm Leaf diskur 16x24cm, 20x20cm eða 25x25cm

-30%

489 kr

Afsláttur af öllum vörum úr Maku línunni

Verð áður 698 kr

Lambalærissneiðar Í suðrænum kryddlegi

-36%

1.637 kr/kg

Verð áður 2.598 kr/kg

-37%

Grísahnakkasneiðar BBQ

1.791 kr/kg

Verð áður 2.798 kr/kg

tur e g r u k Hjá ok að með þú borg og skipt Netgírólum eins greiðs hentar! og þér


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Hjálmar Árnason fékk fálkaorðu Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 17. júní 2019 sæmdi forseti Íslands sextán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þar á meðal var Hjálmar Waag Árnason fyrrverandi skólameistari, þingmaður og framkvæmdastjóri Keilis, Reykjanesbæ, sem fékk riddarakross fyrir forystu á vett-

vangi skólastarfs og menntunar. Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur, Álftanesi, fékk einnig riddarakross fyrir framlag til eflingar heilbrigðis og íþrótta eldri borgara. Hann hefur starfað mikið í Reykjanesbæ síðustu misseri með eldri borgurum á sviði heilsueflingar en Janus á ættir að rekja suður með sjó.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Lítum aðeins á þessa báta og sjáum hvort það er einhver tenging við Suðurnes. Byrjum á litla bláa bátnum sem er fremstur, númer 1581. Þarna heitir hann Faxi RE og hefur ekki stundað neinar fiskveiðar undanfarin ár, því hann átti að vera í ferðaþjónustu en lítið hefur farið fyrir því. Ekki er mikil tenging við Suðurnes varðandi bátinn en þó var hann gerður út frá Keflavík frá 1984 til 1986 og hét þá Geir KE 67 og var í eigu Björns Ólafssonar.

Báturinn sem er við hliðina á honum heitir í dag Valbjörn ÍS. Hann á mjög stutta sögu varðandi Suðurnes því báturinn hét Gullþór KE 70 árið 1990 en hét það aðeins í um átta mánuði. Stóri báturinn þar framan við Valbjörn ÍS, sem er blár á litinn, heitir Tjaldur SH og er smíðaður árið 1992. Ekki er hægt að finna neina tengingu varðandi bátinn við Suðurnes. Báturinn hefur alla sína tíð heitið Tjaldur SH.

AFLA

Við Suðurnesjamenn höfum ekki þurft að upplifa innrásir af neinu tagi. Þó er kannski komin innrás núna, reyndar í öðru formi en með stríðsvopnum og tólum. Þessi innrás kemur frá Snæfellsnesi og víðar. Það er nefnilega þannig að í Njarðvík er Skipasmíðastöð Njarðvíkur, sem er gamalgróinn slippur og hefur þjónustað fullt af bátum í gegnum árin. Slippurinn var stofnaður árið 1945 og orðinn 74 ára gamall. Þrátt fyrir að útgerð stærri báta frá Suðurnesjum hafi fækkað stórlega síðustu árin, þá er nú samt alltaf eitthvað um að vera í slippnum. Núna er til dæmis mikið um stærri báta og eins og myndin gefur til kynna sem fylgir þessum pistli. Þá má segja að innrás báta frá Snæfellsnesi sé í slippnum, því núna eru tveir bátar þaðan og þriðji báturinn liggur í Njarðvíkurhöfn.

FRÉTTIR

Innrás að vestan

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Blái báturinn hægra megin við Tjald SH, sem sést í skutinn á, er Friðrik Sigurðsson ÁR. Mikill aflabátur. Hann hefur heitið þessu nafni síðan árið 1971 eða í 48 ár. Eins og með Tjald SH þá hefur þessi bátur aldrei verið gerður út frá Suðurnesjum. Hægra megin við Friðrik Sigurðsson ÁR er svartur bátur og er það Steinunn SH, dragnótabáturinn sem hefur verið fjallað um í þessum pistlum. Er tenging við Suðurnes varðandi bátinn? Jú, því þessi bátur hét fyrst, eins og fram hefur komið, Arnfirðingur II GK 412 og var gerður út af Arnarvík hf í Grindavík frá janúar 1971. Báturinn strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur í ágúst sama ár og var seldur eftir það. Þannig að já, það er smá tenging við Suðurnes við þennan bátaflota sem er í slippnum í Njarðvík núna. Þriðji báturinn sem er frá Snæfellsnesi og liggur í Njarðvíkurhöfn. Grænn og laglegur og heitir Grundfirðingur SH, bátur sem búið er að leggja. Sá bátur var smíðaður í Garðabæ árið 1973 og hét fyrst Þorlákur ÁR. Lengst af hét sá bátur Hringur GK 18 og var lengst af gerður út frá Hafnarfirði en vandi komur sínar til Sandgerðis og Grindavíkur. Að öðru leyti hefur báturinn enga tengingu við Suðurnes því aldrei hefur báturinn verið gerður út af útgerðaraðila frá Suðurnesjum.

VEGNA AUKINNA UMSVIFA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI LEITUM VIÐ AÐ ÖFLUGUM STARFSKRAFTI

Leggja vatnslögn ofanjarðar að Reykjanesvita Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita allt að sex milljónum króna í lagningu bráðabirgðalagnar fyrir kalt vatn að Reykjanesvita. Bláa lónið er að fara í uppbyggingu þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita en forgangsmál er að koma upp salernisaðstöðu þar strax í sumar. Vatnslögn á svæðið er forsenda þjónustumiðstöðvar og vatnssalerna. Verkfræðistofa Suðurnesja hefur tekið saman gögn fyrir Reykjanesbæ um bráðabirgðalögn sem er um 2,2 kílómetrar og verður lögð ofanjarðar frá vatnslögn sem liggur að eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Lögnin mun

sjá salernisaðstöðu ferðamanna og vitavarðarhúsinu á Reykjanesi fyrir köldu vatni. Lögnin mun samkvæmt gögnum verkfræðistofunnar kosta 3,7 milljónir króna án virðisaukaskatts.

Slökkvistöð á besta stað metin á 175 milljónir króna Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja mun flytja á nýjan stað í Reykjanesbæ áður en árið er á enda. Núverandi slökkvistöð að Hringbraut 125 í Keflavík mun því fá annað hlutverk. Flatarmál slökkvistöðvarinnar eru tæpir 709 fermetrar og stendur á lóð sem er 3852 fermetrar. Eignin er

mjög vel staðsett við eina af aðalumferðaræðum Reykjanesbæjar. Fasteignasali hefur unnið verðmat á byggingunni. Kemur fram að miðað við hliðstæðar eignir á sambærilegum svæðum er söluverð slökkvistöðvarinnar við Hringbraut talið vera 175 milljónir króna.

SPURNING VIKUNNAR

Hvað hefurðu verið að gera í góða veðrinu?

Anna Fjeldsted: „Vinna í garðinum hjá mér, svo bara liggja í sólbaði og njóta útiveru með börnunum mínum.“

Fimm stöður lausar í fullt starf. Við leitum að metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki.

Karítas Lára Rafnkelsdóttir: „Bara sitja úti og njóta góða veðursins. Þvo þvott og viðra hann úti á snúru, fá góða lykt í það sem ég var að þvo. Mér finnst til dæmis æðislegt þegar ég get sett sængurfötin út á snúru.“

Allar frekari upplýsingar má nálgast á baseparking.is

UPPHAF OG ENDIR Á GÓÐRI FERÐ

baseparking.is

Jón Kristinn Pétursson: „Aðallega vera úti að labba með stelpurnar mínar og fara á róló.“ Stefán Bergmann Böðvarsson: „Bara vera úti í góða veðrinu og taka ljósmyndir, já og vera í sundlauginni.“


JÓNSMESSUGANGA Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar verður farin laugardaginn 22. júní. Gangan hefst kl. 19:00 og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur.

Upplifðu töframátt Jónsmessunnar á bjartri sumarnótt Gengið verður upp á fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður. Áætlað er að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund. Gunnar og Hebbi úr hljómsveitinni Skítamóral munu spila tónlist við varðeldinn á fjallinu. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og eru þátttakendur á eigin ábyrgð. Þeir sem vilja slaka á í Bláa Lóninu að göngu lokinni eru beðnir um að bóka tímanlega á heimasíðu Bláa Lónsins – www.bluelagoon.is og greiða fyrir það sérstaklega. Bláa Lónið er opið til 23:00 en hægt er að slaka á ofan í lóninu til 23:30.


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Víkurfréttamyndir: Páll Ketilsson

Aldrei eins fjölmennt á þjóðhátíðardeginum í Reykjanesbæ Fjölmenni sótti vel heppnuð hátíðarhöld þann 17. júní í Reykjanesbæ í miklu blíðviðri. Hátíðardagskráin var hefðbundin þar sem skátar gengu inn í skrúðgarðinn með stærsta þjóðfána landsins eftir guðsþjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Það kom í hlut fyrrverandi verkalýðsleiðtogans, Kristjáns Gunnarssonar, að draga fánann að húni með hjálp skáta úr Heiðabúum. Kristján lét af störfum sem formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis eftir að hafa sinnt starfinu í langan tíma. Azra Crnac, háskólastúdent, flutti ávarp fjallkonu og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar Reykjanesbæjar, flutti ræðu dagsins. Þá var skemmtidagskrá á sviði þar sem Friðrik Dór kom fram auk Danskompanís og Bryn Balletts sem sýndu skemmtileg dansatriði. Þá

mættu Lilli klifurmús og Mikki refur og skemmtu krökkunum. Í tilefni 75 ára lýðsveldisafmæli Íslands bauð forsætisráðuneytið í samvinnu við Landssamband bakarameistara upp á Lýðveldisköku sem var um fjórir metrar á lengd. Þá var kvölddagskrá í Ungmennagarði fyrir 7.–10. bekk.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Holtaskóli – Samfélagsfræðikennari Leikskólinn Holt – Sérkennslustjóri Vinnuskólinn 2019 – Ný umsókn 8., 9. og 10. bekkur Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Viðburðir í Reykjanesbæ

Leiðsögn um sýninguna Varnarlið í Verstöð Sýningin Varnarlið í verstöð á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, í Gryfjunni í Duushúsum, tekur fyrir hvernig það var fyrir lítið sjávarþorp að fá Ameríska herstöð í bakgarðinn hjá sér. Helgi Biering þjóðfræðingur og verkefnastjóri söfnunar varnarliðssögu hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar leiðir gesti um sýninguna milli kl. 13 og 14 laugardaginn 22. júní.


OPNUNARTILBOÐ Í KROSSMÓUM! VIÐ HÖFUM FLUTT Í GLÆSILEGT NÝTT RÝMI Í KROSSMÓUM 4. VERIÐ VELKOMIN!

ÚTGÁFUH ÓF

Í DAG KL 17:00 Í VERSLUN OK KROSSMÓU KAR Í M4

Líkið í kirkjugarðinum TILBOÐSVERÐ: 3.199.Verð áður: 3.999.-

Sara TILBOÐSVERÐ: 3.199.Verð áður: 3.999.-

PAX - Uppvakningurinn TILBOÐSVERÐ: 3.199.Verð áður: 3.999.-

Reykjanesskagi TILBOÐSVERÐ: 4.999.Verð áður: 6.699.-

WOW - Ris og fall flugfélags TILBOÐSVERÐ: 3.599.Verð áður: 4.499.-

40%

40%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

30%

40%

Strumpa samstæðuspil fyrir börn TILBOÐSVERÐ: 1.199.Verð áður: 1.999.-

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

30%

Skemmtileg borðspil TILBOÐSVERÐ: 1.329.Verð áður: 1.899.Ferðataska Cabin XS TILBOÐSVERÐ: 8.999.Verð áður: 14.999.-

AFSLÁTTUR

ÖLL sumarleikföng

40%

35%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

30% AFSLÁTTUR

Bréfabindi 70mm A4 TILBOÐSVERÐ: 299.Verð áður: 498.ALLAR LEITZ WOW vörur

30%

67%

Tússpennaveski Fineliner 20 stk. TILBOÐSVERÐ: 4.759.Verð áður: 6.799.-

30%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Stílabók A5 / A4 TILBOÐSVERÐ FRÁ: 49.Verð áður frá: 149.-

ALLAR harðspjalda skissubækur frá Winsor & Newton

AFSLÁTTUR

Cubebot (ýmsir litir) TILBOÐSVERÐ FRÁ: 1.049.Verð áður frá: 1.499.-

30%

ALLIR ástrekktir blindrammar

30% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

30% AFSLÁTTUR

FROZEN borðspil TILBOÐSVERÐ: 1.049.Verð áður: 1.499.-

30% AFSLÁTTUR

ÖLL litasett frá Derwent

ALLIR akrýllitir frá Winsor & Newton

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Krossmóa 4

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut 9

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

ALLIR W&N penslar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Tilboð gildir til og með 24. júní eða á meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


8

Konur sem elska hesta

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Kvennareið hestamannafélagsins Mána hefur farið fram í áratugi og ávallt er blásið til hópreiðar kvöldið fyrir uppstigningardag. Þetta eru mjög vinsælar ferðir og fjörugar með fagurskreyttum konum og hestum. Sérvalin undirbúningsnefnd Mánakvenna sér um dagskrána.

Gunnhildur Erla ásamt Feldísi frá Ásbrú.

lagningu Kvennareiðar í ár. Gudda, Gunnhildur, Halla og Gunnhildur Erla sáu um skipu

Á þessu ári endaði kvennareið Mána í Fjörukoti þeirra Gunnhildar Gunnarsdóttur og Guðmundar Sigurbergssonar en hjónin hafa komið sér upp þessu stórskemmtilega sumarhúsi rétt fyrir utan Sandgerði, í áttina að Hvalsnesi. Víkurfréttir mæltu sér mót við eina úr undirbúningsnefnd, hana Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur og fékk innsýn í líf hestakonunnar en hún fór fyrst á bak sem lítið barn hjá pabba sínum, Vilbergi Skúlasyni eða Villa pulsu eins og hún kallaði hann sjálf.

Hópreið kvenna á hverju ári

VIÐTAL

Hesthúsabyggðin að Mánagrund iðaði af lífi þegar konur mættu í árlega kvennareið, viðburð sem laðar til sín marga kvenknapa. Víkurfréttir áttu stefnumót rétt fyrir kvennareið með Gunnhildi Erlu í hesthúsi fjölskyldu hennar. „Við ætlum að fara í klukkustundar reiðtúr frá Mánagrund yfir móann og enda í Fjörukoti hjá Gunnhildi sem er gestgjafinn okkar í kvöld. Þetta er afslöppuð reið og við tökum tvö þrjú stopp á leiðinni. Gunnhildur er einnig í undirbúningsnefnd, ásamt mér, Höllu Sig og Guddu Vilhjálms. Þema ferðarinnar er gull og silfur þetta árið en við erum alltaf með nýtt þema á hverju ári. Í fyrra var það

Þema ferðarinnar er gull og silfur þetta árið en við erum alltaf með nýtt þema á hverju ári. Í fyrra var það Flower Power. Það er rosa gaman að sjá hvernig sumar konur skreyta sig sjálfar og hestinn sinn ...

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Flower Power. Það er rosa gaman að sjá hvernig sumar konur skreyta sig sjálfar og hestinn sinn. Reiðtúrinn miðast alltaf við umhverfi þar sem við getum ferðast um á hesti án þess að bílaumferð trufli of mikið. Móinn er yfirleitt léttasta leiðin en stundum þarf að fara yfir vegi þar sem bílar bruna fram hjá okkur á mikilli ferð en við reynum að skipuleggja reiðtúrinn utan vegar. Það eru fjörutíu konur skráðar í ferðina okkar í kvöld, allt

Þemað í ár var gull og silfur.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Ég hef sagt að hestar séu jógað mitt því ég fer mjög mikið ein á bak og þá er ég í núvitund, hér og nú. Ég keppi ekki lengur í hestamennsku en mér finnst æðislegt að klára vinnudaginn hér úti á Mánagrund, í náttúrunni alein á hestbaki ...

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg. en pabbi er hesthaus. Mamma fer á bak en ekki mikið. Ég er ein eftir í hestamennskunni hér suður frá því foreldrar mínir eru fluttir upp í sveit. Pabbi og mamma keyptu sér jörð fyrir tuttugu árum í Ásahreppi þar sem þau hafa nú byggt sér heimili og hesthús og eru alsæl. Þar eru þau einnig með fjárhús og hænur, hund og kött. Mamma mín Gulla er pæja í sveitinni, hún er komin í kirkjukórinn og pabbi kynnist öllum þar sem hann kemur,“ segir Gunnhildur brosandi en pæjan sem hún nefnir, móðir hennar, heitir Guðlaug Skúladóttir. Gunnhildur segir að þau systkinin hafi haft mismikinn áhuga á hestamennsku en hún og Skúli yngri bróðir hennar séu hvað hrifnust af þessari íþrótt.

9

Álfadrottningar voru með í ferðinni, þær Eygló og Úlfhildur.

Hestamennska eins og jógaiðkun vanar hestakonur og í ár verður sú elsta í hópnum 90 ára, spræk og flott hestakona sem býr í Reykjavík en er móðir einnar í hestamannafélaginu Mána,“ segir Gunnhildur Erla sem fór fyrst á bak með pabba sínum sem lítið barn.

Alin upp á Mánagrund

Alveg frá byrjun hefur Gunnhildur Erla haft gaman af hestamennsku. „Ég er alin upp við hestamennsku, fæðist inn í hestafjölskyldu. Ég var hestasjúkust af okkur systkinunum en ég á tvo bræður, yngri og eldri. Pabbi þurfti oft að segjast vera að fara eitthvað annað en í hesthúsið, þegar ég spurði hann hvert hann væri að fara en þá var hann kannski að fara að þjálfa hest og vildi vera barnlaus. Pabbi minn er svona náttúrubarn í hestamennsku. Ég fékk hestasýkina fyrir alvöru eftir að ég fermdist en fyrstu reiðbuxurnar mínar fékk ég í fermingargjöf. Ég er eiginlega alin upp á Mánagrund. Mamma hefur alltaf stutt okkur öll sem erum í hestamennskunni og hefur gaman af þessu

Að koma út á Mánagrund eftir vinnu finnst Gunnhildi æðislegt. „Ég hef sagt að hestar séu jógað mitt því ég fer mjög mikið ein á bak og þá er ég í núvitund, hér og nú. Ég keppi ekki lengur í hestamennsku en mér finnst æðislegt að klára vinnudaginn hér úti á Mánagrund, í náttúrunni alein á hestbaki. Mér finnst æðislegt að fara í skítagallann og bóndaskóna en það þarf að moka skít og sinna hestunum sem mér finnst ofboðslega gefandi. Náttúran tosar í mig og gefur mér svo mikinn kraft. Ég get ekki beðið eftir að koma í hesthúsið eftir vinnu og endurnýja orkuna mína hér. Ég kem hingað í hesthúsið hans pabba eins oft og ég get en hann á ennþá húsið. Ég á tvo fótboltastráka sem eru tíu og þrettán ára. Sá yngri er svolítill kúreki og er til að fara á hestbak með mömmu sinni,“ segir Gunnhildur kímin en nú þarf hún að byrja að leggja reiðtygin á Feldísi, uppáhaldshestinn sinn, því kvennareiðin hefst innan tíðar. Feldís er tíu vetra verðlaunahryssa, fædd og ræktuð frá föður Gunnhildar Erlu, að Ásbrú í Ásahreppi.

VINKONUR SEM TÓKU ÞEMAÐ ALLA LEIÐ – Eygló og Úlfhildur voru með í kvennareið Mána Þær voru klæddar eins og álfadrottningar og hestarnir þeirra voru einnig skreyttir með fallegu höfuðskrauti. Okkur lék forvitni á að vita hvers vegna þær völdu þennan búning í tilefni dagsins. „Við vildum vera fallegar konur á góðri stundu og það er bara svo gaman að búa til svona fallega búninga og fara á fallegum fák út í náttúruna,“ segir Úlfhildur.

Hvers vegna hestamennska?

„Ég hef verið í hestum frá því að ég var barn. Þetta er yndisleg skepna til að vera með úti í náttúrunni,“ segir Eygló og Úlfhildur samsinnir því. „Ég hef einnig verið í hestamennsku frá því að ég var lítið barn. Þegar ég fer á bak þá er ég drottning um

stund, er ein með sjálfri mér og hestinum. Ég finn frelsið og allar áhyggjur eru á bak og burt,“ segir Úlfhildur.

Eru konur virkar í hestamannafélagi Mána?

„Já, ég myndi segja það, í vetur var til dæmis hópur með slaufureið í reið-

höllinni okkar þar sem við vorum að vinna með tölt í hóp,“ segir Eygló. „Hestamennska er mjög gott fjölskyldusport sem sameinar fjölskylduna, þar sem allir geta tekið þátt, allir geta mokað, allir geta verið með þegar verið er að kemba og hugsa um hestinn. Allir hafa gaman með hestunum. Kvennareið er skemmtilegt tækifæri fyrir okkur Mánakonur til að hittast. Að koma í Fjörukot er dásamlegt en Gunnhildur gestgjafi teymdi okkur hingað frá Mánagrund og stóð sig vel,“ segir Úlfhildur að lokum.

YNDISLEG KVENNAREIÐ – segir Gunnhildur gestgjafi dagsins. Blaðakona Víkurfrétta fylgdi kvennareið Mána eftir í bifreið sinni og elti hópinn heim í Fjörukotið hennar Gunnhildar Gunnarsdóttur. Þegar þangað var komið slepptu konurnar hestunum innan girðingar, sem fóru á beit um leið og þeir voru komnir í ilmandi safaríkt grasið.

Hvað segir Gunnhildur um þennan skemmtilega viðburð Mánakvenna?

„Þetta gerum við á hverju ári, bara yndislegt. Þetta árið bauð ég konunum í kvennareið hingað heim í Fjörukotið mitt. Ég keypti þetta hús fyrir mörgum árum en þá var það í niðurníðslu. Ég kom heim og tilkynnti manninum mínum og dætrum okkar þremur, að ég væri búin að kaupa þennan A bústað niður í fjöru því hérna langaði mig að slaka á, hér í fjörunni. Maðurinn minn sem var ekkert of hrifinn af þessari skyndiákvörðun minni fékk svo víðáttubrjálæði og hefur byggt upp allt hérna. Hér líður fjölskyldunni vel og hingað langaði mig að bjóða konunum í dag til að eiga góða stund. Hestarnir fóru áðan inn í gerðið á beit og á meðan ætlum við konurnar líka að fá okkur að borða,“ segir Gunnhildur og skælbrosir, enda ekki hægt annað á þessum fallega stað sem hún og maður hennar Guðmundur Sigurbergsson hafa skapað í sameiningu.

Vildi ekki láta skjóta hestinn

Gunnhildur var á hliðarlínunni í hestamennsku til að byrja með eða alveg þangað til að henni bauðst að bjarga lífi hests. „Ég byrjaði í hestamennsku út frá yngstu dóttur minni en hún hefur alltaf haft áhuga á hestum. Ég var eiginlega tilneydd til að byrja því þeir komu með hryssu til mín sem átti að fara að skjóta en ég aumkast alltaf yfir dýrum og það kom ekki til greina að þeir færu með hana til að láta skjóta hana, svo ég tók hana að mér. Þeir redduðu plássi fyrir mig í hesthúsi hjá öðrum, þannig að ég var tilneydd að fara á bak og gera allt sem gera þurfti en ég var skíthrædd, alveg rosalega hrædd. Ég þorði ekki að koma nálægt þessu, ég þorði ekki að fara inn í bás eða neitt. Ég var svo skíthrædd.

Kristín Pálmadóttir er 90 ára hestakona. Hún tók þátt í kvennareið Mána ásamt dóttur sinni, Jóhönnu Harðadóttur, og dætrum hennar sem einnig eru hestakonur eins og amman spræka.

Þeir þurftu í byrjun að gera allt þetta fyrir mig en ég fór á bak og hreyfði merina. Í dag geri ég allt þetta sjálf. Ég er sjálf komin með hesthús og við eigum fjórtán hross eða fimmtán því það fæddist folald í dag en ég á eina meri sem er alltaf að gefa okkur hross,“ segir Gunnhildur sem segir eiginmanninn ekki enn hafa smitast af hestamennskunni.

Barnabörn eru komin í hestana

Það er ákveðinn lífsstíll að vera í hestamennsku og Gunnhildur á barnabörn sem eru farin að hafa mikinn áhuga á hestum. „Nei, maðurinn minn kemur ekki nálægt þessu en hann kíkir í kaffi annað slagið hingað út í hesthús. Það erum við Sunna, yngsta dóttir okkar sem erum aðallega í þessu saman. Tvö af barnabörnum okkar hafa mikinn áhuga á hestum og ég vona að það endist, við krossum puttana,“ segir Gunnhildur skælbrosandi um leið og hún drífur sig inn í veisluna með konunum, sem fram fer í risastórri uppgerðri olíutunnu á túninu við Fjörukot, rými sem eiginmaðurinn er búinn að breyta í skemmtilegan sal með sófum og borðum.

Kæru Suðurnesjamenn.

Verðum á heilsugæslunni í Keflavík fimmtudaginn 27. júní.

Tímapantanir í síma 534 9600. Nánari upplýsingar www.heyrn.is Ellisif Katrín Björnsdóttir Lögg. heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf

HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Glæpasögur heilla prestinn Við mæltum okkur mót við rithöfundinn og fengum innsýn í hugarheim prests sem skrifar ekki eingöngu predikun fyrir sunnudagsmessu, heldur skrifar hann einnig spennusögur og á dágóðan hóp lesenda, fólk sem bíður spennt eftir að fá að lesa nýjustu afurðina, spennusöguna Líkið í kirkjugarðinum.

Hefur gaman af lestri

„Ég er svona lestrarhestur og hef lesið frá því ég man eftir mér. Þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf leyfi fyrir tvöföldum bókaskammti hjá Bókabílnum í Reykjavík, bækur sem ég fór með heim og las upp til agna. Í dag er ég eins, ég er með nokkrar

bækur í gangi í einu. Það eru bækur á náttborðinu sem ég er að lesa, inni í stofu, ein í símanum ef ég þarf einhvers staðar að bíða en þá les ég á meðan. Við hjónin búum í stóru húsnæði og ég leigi geymslu úti í bæ undir bókasafnið mitt sem kemst ekki fyrir heima hjá okkur. Það er einmitt verkefni framundan að fara í gegnum þessar bækur, flokka þær og fara með í Kolaportið því Góði hirðirinn tekur ekki lengur við bókum. Kannski að Kompan á Iðavöllum gæti tekið við bókum frá mér?“ segir Fritz Már sem ljómar þegar hann talar um bækur. Honum dugði ekki að lesa bækur eftir aðra heldur tók hann sig til og byrjaði sjálfur að skrifa skáldsögur.

Ég hef sömu væntingar og er jafn spenntur fyrir ferðalaginu hjá sjálfum mér þegar ég byrja að skrifa nýja bók. Þó ég viti hvað ég ætla að skrifa um þá gerast margir óvæntir hlutir á leiðinni þegar ég er að semja ... Nennti ekki að læra málfræði

ÞROSKAHJÁLP Á SUÐURNESJUM

AÐSTOÐARMAÐUR FORSTÖÐUMANNS

Okkur í Dósaseli vantar aðstoðarmann forstöðumanns. Viðkomandi þarf að uppfylla nokkur skilyrði: • • • •

Hafa bílpróf og getað farið í flugstöðina. Þarf að vera handlaginn. Þarf að getað leyst forstöðumann af. Vera góður í mannlegum samskiptum.

Vinsamlegast hafið samband í síma 8612208 eða ingajonab@gmail.com

„Bækur fyrir mér eru svo magnaðar. Ég var alltaf góður í stafsetningu en nennti ekki málfræðinni en það bjargaðist því ég las svo mikið að íslensk málfræði síaðist inn hjá mér. Ég hef alltaf átt auðvelt með íslenskt mál. Ég er sannfærður um að allur þessi bókalestur hafi gert mig betri í íslensku. Mér finnst bækur opna fyrir mér heim sem er svo spennandi, hver bók er ævintýraheimur, mikil sköpun í hverri bók. Lesturinn kallar fram myndir í huga lesandans sem býr sjálfur til sjónarsvið í huganum. Þetta er ferðalag sem lesandinn fer í og upplifir söguna á mjög raunverulegan hátt á meðan hann les,“ segir Fritz Már fullur af eldmóði fyrir bókalestri en hann hefur jafn brennandi áhuga á að skrifa bækur sjálfur. „Ég hef sömu væntingar og er jafn spenntur fyrir ferðalaginu hjá sjálfum

VIÐTAL

Það er ekki á hverjum degi sem við heyrum af presti sem skrifar glæpasögur en Keflavíkurkirkja státar af einum slíkum. Séra Fritz Már Jörgensson er ekki bara séra, hann er einnig rithöfundur og hefur gefið út heilar fimm glæpasögur. Sú fyrsta kom út árið 2007. Bækur hans hafa verið þýddar á erlend tungumál.

mér þegar ég byrja að skrifa nýja bók. Þó ég viti hvað ég ætla að skrifa um þá gerast margir óvæntir hlutir á leiðinni þegar ég er að semja. Ég hef gaman af því að skrifa krimma og í kiljuformi. Það er þessi norræna glæpasagnahefð sem heillar mig. Þetta er svo skemmtilegt form þar sem hægt er að ávarpa eitthvað mein í samfélaginu. Það eru ákveðnar persónur sem fylgja bókunum mínum og halda uppi söguþræðinum. Þær þróast í gegnum bækurnar og stundum er einhver sem hefur haft lítið hlutverk í einni bók jafnvel komin með stærra hlutverk í þeirri næstu. Nýjar persónur bætast að sjálfsögðu við. Fyrir mér verða þessar persónur mjög lifandi, nánast eins og góðir vinir eða kunningjar. Nýir lesendur geta alltaf bæst í hópinn því söguþráðurinn er ferskur í hverri bók,“ segir Fritz Már og segir allar sögurnar hafa plott sem bindur söguna saman.

Plott er nauðsynlegt

„Að sjálfsögðu er alltaf plott í þessum sögum, það er í öllum góðum spennusögum. Ég eyði púðri í að hafa bækur mínar ekki of langar því mér finnst sjálfum það fráhrindandi sem lesanda að sjá þykkar bækur, sérstaklega ef ég er að kynnast nýjum höfundi. Þá er betra að bókin sé í hæfilegri lengd. Þetta er afþreying fyrst og fremst en samt gefur þessi norræna glæpasagnahefð okkur tækifæri til að skoða samfélagið í leiðinni. Ég nefni sem

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

dæmi lögguna á Íslandi sem er öðruvísi en löggan í Ameríku en þar er meira um hetjur og byssuskot. Íslenskir lesendur okkar geta betur tengt sig við lögguna í norrænum spennusögum, þetta eru jafnvel týpur sem þeir kannast við. Eins og Jónas vinur minn sem mér þykir mjög vænt um en hann kemur fyrir í bókunum mínum. Hann er lögregluþjónn og hommi en það hefur ekki alltaf verið létt fyrir hann, sérstaklega ekki í fyrstu bókunum mínum þegar samfélagið hafði meiri fordóma gagnvart samkynhneigðum. Í dag nýtur Jónas meiri skilnings samfélagsins, allt þróast og breytist. Þegar ég er að skrifa þá birtast stundum persónur sem vilja vera með. Ég er kannski kominn í gang og þær taka yfir. Það er dálítið merkilegt hvernig þetta gerist mitt í sköpun sögunnar og ég kominn inn í söguþráðinn. Ég verð sjálfur mjög spenntur þegar ég er að semja og það má segja að ég fylgist með hvernig persónur leysa úr málum sínum. Ég verð eins og áhorfandi þótt ég viti í raun hvernig sagan endar þá er ég ekki alltaf með á hreinu allt ferðalagið, allt til enda. Ég veit í upphafi bókar hvaða lína er í gangi og ég veit hver er sekur en samt verður þetta ákveðið ferðalag fyrir mig sjálfan,“ segir Fritz og blaðamaður hrífst með. Nýjasta bók séra Fritz Más Jörgenssonar var sem sagt að koma út hjá Uglu forlagi og nefnist hún Líkið í kirkjugarðinum, þrúgandi spenna frá fyrstu síðu eins og segir á forsíðu. Bókin fjallar um Sigrúnu sem er prestur í Reykjavík en hún fær á tilfinninguna að fylgst sé með henni. Séra Fritz Már býður öllum í útgáfuteiti í tilefni útgáfu bókar sinnar, Líkið í kirkjugarðinum, fimmtudaginn 20. júní klukkan 17:00 hjá Penninn Eymundsson í nýrri verslun í Krossmóa.


ÐU A Ð SKO

RÁ A K OK Ð I AL V R Ú

Allveg einstök gæði

HT916 097 905

HT911 444 429

HT914 550 043

þú færð Heimilstækin Hjá okkur

COMFORt liFt

Aeg ÞURRkARi 8kg BARkAlAUs 139.900,HT944 187 865

HT925 070 910

Aeg kæliskÁPUR Rke83925MX 185CM stÁl 179.900,-

Aeg keRAMik HellUBORð 59.900,-

Aeg veggOFn stÁl 79.900,-

436 0 940 HT90

HT900

9.990,-

HT900

7.990,-

940 359

Aeg RYksUgUR

8.990,-

940 36 0

Aeg lítil HeiMilistæki

Aeg ÞvOttAvÉl 8kg 1400sn 129.900,-

Aeg kæliskÁPUR RCB63726OW 200CM HvítUR 189.900,-

HT925 052 385

AðRiR Aeg kæliskÁPAR FRÁ 59.900,-

AðRAR Aeg UPPÞvOttAvÉlAR FRÁ 99.900,-

HT949 595 049

Aeg UPPÞvOttAvÉl COMFORtliFt 179.900,-

16.900,9.990,-

39.900,21.900,FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Virka daga kl. kl. 11-15. 10-18 Laugardaga Laugardaga kl. 11-15 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

39.900,-

29.900,-

Skoðaðu úrvalið r okkar á

nýr vefu Netverslun ýr vefur

n Netverslun

*SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust

Greiðslukjör í allt að 12 mánuði Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


12

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Glæsileg bókaverslun opnar í Krossmóa

Nú hefur Penninn Eymundsson flutt sig um set yfir í nýja og glæsilega verslun í Krossmóa, húsnæði sem er mjög bjart og rúmgott. Formleg opnun fer fram fimmtudaginn 20. júní klukkan 13:00 og útgáfuhóf verður sama dag í versluninni klukkan 17:00 þegar séra Fritz Már Jörgensson, kynnir nýja spennuskáldsögu sína, Líkið í kirkjugarðinum. Allir eru hjartanlega velkomnir! Bókabúðin flytur á nýjan stað

Það var árið 2006 sem Penninn hf., sem í dag heitir Penninn Eymundsson, keypti Bókabúð Keflavíkur, á Sólvallagötu, af fjölskyldu Marteins Jóns Árnasonar. Gamla bókabúðin var rekin frá árinu 1965 af Marteini og fjölskyldu hans og var fyrst staðsett við Hafnargötu. Húsnæðið við Sólvallagötu var löngu úr sér vaxið fyrir allt það vöruúrval sem nútímabókabúðir bjóða upp á eða svo segir Aníta Gunnlaugsdóttir, verslunarstjóri, þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn. „Þetta er geggjuð tilfinning, æðislega flott verslun og bara svo gaman að koma hingað í Krossmóann með allar vörurnar sem við bjóðum upp á. Í gamla húsnæðinu, vorum við svo út úr þrátt fyrir að vera nálægt miðbænum. Nú erum við komin í kjarnann þar sem fólkið er. Ég hefði aldrei trúað hvað það er mikið af fólki sem kemur hingað í Krossmóann, það er stanslaus straumur allan daginn,“ segir Aníta hæstánægð með nýja verslun á nýjum stað sem opnaði síðasta laugardag en formleg opnun fer fram þann 20. júní.

Þurftu að loka í þrjá daga vegna flutninga

„Bókaverslanir og þjónusta þeirra skiptir máli, það sáum við glöggt þegar við þurftum að loka gömlu búðinni í þrjá daga, á meðan við vorum að stilla upp vörum hér á nýja staðnum. Þá kom fólk til okkar, bankaði upp á og spurði hvort við gætum ekki bjargað þeim um hitt og þetta og það gerðum við þrátt fyrir að tölvukerfið okkar lá niðri. Við erum eina bókaverslun svæðisins, eina bókaverslunin á öllum Suðurnesjum og fáum fólk úr Grindavík, Vogum, Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ sem verslar við okkur. Hér er jöfn verslun allt árið því við bjóðum ekki einungis upp á bækur og tímarit heldur einnig gjafavöru og vörur til ferðalaga, ferðatöskur og fleira. Árstíðabundin verslun er þegar skólarnir byrja og þegar jólin koma og bókaflóðið en margir kaupa og lesa bækur allan ársins hring. Þá er gott að vera félagi í Vildarklúbbnum okkar en félagsmenn fá alltaf 5% afslátt og sértilboð á vildarkjörum þegar þau bjóðast. Það geta allir farið inn á penninn.is á vefnum og skráð sig í Vildarklúbbinn,“ segir Aníta og horfir yfir

verslunina sem fær hana til að brosa og segja: „Í þessu húsnæði eru allar vörur að njóta sín miklu betur. Allt er sýnilegt á sömu hæð, þetta er einn stór geimur. Það háði okkur í gamla húsnæðinu að vera með vörur á tveimur hæðum, þetta er mun einfaldara og miklu betra. Hér sjá viðskiptavinir okkar allt úrvalið í einni svipan. Hér eru einnig stórir gluggar sem opna fyrir birtuna að utan.“ Aníta segir opnunartímann breytast, að þjónustan verði aukin í nýrri verslun og fleiri góðar breytingar verða. „Við verðum með mun lengri opnunartíma. Mánudaga til miðvikudaga opnum við klukkan 9:00 á morgnana og höfum opið til klukkan 18:00. Fimmtudaga og föstudaga verðum við með opið frá 09:00 til 19:00 og laugardaga frá klukkan 11:00 til 18:00 og sunnudaga frá klukkan 13:00 til 17:00. Þetta er mun meiri þjónusta en við höfum áður boðið upp á og það gefur viðskiptavinum okkar möguleika á að kaupa það sem vantar um helgar til dæmis en áður var lokað hjá okkur um helgar. Við erum með virka fyrirtækjaþjónustu alla virka daga en um helgar getum við aðstoðað ef þeim vantar til dæmis pappír í posann eða ef fólki

i Penninn Eymundsson. Aníta Gunnlaugsdóttir, verslunarstjór

Hvað segir starfsfólk um nýja verslun?

Rut Sumarrós Eyjólfsdóttir:

„Þetta er mikil tilbreyting og stórglæsileg vinnuaðstaða. Kominn tími til að uppfæra búðina. Hér erum við á þægilegum stað og hér er fullt af fólki sem fer í Nettó og kíkir hingað í leiðinni.“ vantar bækur til gjafa, tækifæriskort og fleira. Jú, jú tækifæriskort eru líka til annars staðar en verslun okkar býður miklu meira úrval. Hjá okkur færðu einnig þjónustu og þekkingu starfsfólks þegar þú vilt kaupa til dæmis bók en þá getum við ráðlagt fólki því við þekkjum bækurnar,“ segir Aníta og heldur áfram: „Við tökum einnig virkari þátt núna í öllu viðburðarhaldi, tilboðum og uppákomum sem fara fram í Krossmóa. Nú verðum við beinir þátttakendur því hérna erum við í alfaraleið og tökum þátt

Hrönn Guðmundsdóttir:

„Mjög gott að vera hér og það fyrsta sem ég tek eftir er loftið sem mér finnst betra hér, betri loftræsting. Hér er mun meiri traffík viðskiptavina og bara gaman að koma í vinnuna á svona fallegum vinnustað.“ í viðburðum eins og kósýkvöldi, haustdögum og fleiru skemmtilegu sem Krossmói skipuleggur fyrir viðskiptavini. Við verðum einnig með notalegt kaffihorn hjá okkur þar sem fólk getur látið fara vel um sig, fengið sér kaffi og kíkt í blöðin. Þar seljum við alvöru kaffi og einnig kalda drykki.“ Að lokum vill Aníta benda á allskonar opnunartilboð þessa daga og hvetur fólk til að líta við og gera góð kaup í Penninn Eymundsson.

NOKKRIR VIÐSKIPTAVINIR VORU GRIPNIR GLÓÐVOLGIR OG SPURÐIR HVAÐ ÞEIM FYNDIST UM NÝJA VERSLUN

Ása Guðmundsdóttir:

„Mér finnst búðin æði, geggjuð, þetta er svona alvöru bókabúð annað en holan þarna niðurfrá á gamla staðnum. Þegar ég stend hérna inni þá lokka bækurnar mig til sín en ég kom til að skoða skólatöskur fyrir haustið.“

Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir:

„Ég fékk svona VÁ tilfinningu þegar ég kom hingað inn. Frábær verslun og tímabær breyting, kominn tími á að uppfæra sig. Ég er viss um að þessi staðsetning eigi eftir að auka viðskipti fyrir alla aldurshópa, það er svo gaman að koma inn í flotta bókabúð og sjá allt úrvalið. Ég hlakka til þegar þeir opna kaffihornið hérna.“

Tómas Júlían Knútsson:

„Mér finnst þessi nýja verslun björt og falleg, mér leið strax vel þegar ég kom hingað inn. Ég fann líka strax það sem ég var að leita að og fékk góða þjónustu hjá stúlkunum eins og alltaf.“


Múrbúðin komin í HAFNARFJÖRÐ! Velkomin í nýja verslun við Selhellu 6

KR

FRÁBÆR Í Ð O B L I T R A N OPNU UNUM L S R E V M U L ÖL

20%

ÍSU

ÁS

UR

BR

AU T SE

LH

Áður kr. 42.900

T AU

JA YK

RE

Kaliber Black II gasgrill

45.990 Áður kr. 57.900

20%

MÁLN ING

Kaliber Silver gasgrill

AFSLÁTTUR

19.672

2 brennarar (5kW) Grillflötur 53x37cm

4 brennarar, (12kW) Grillflötur 62x41cm

Deka Projekt 10 innimálning, 9 lítrar (stofn A)

5.752

20%

35.920

25.492

Áður kr. 44.900

Áður kr. 1.980

AFSLÁTTUR

PALLAOLÍA

Oden þekjandi viðarvörn 1 líter, A stofn

1.522 Áður kr. 1.790

Orka: 2100W- 230V-50Hz Hámarksþrýstingur: 140 bör Max Vatnsflæði: 400 L/klst. Max

20%

Fyrirvari um prentvillur. Tilboðin gilda í öllum verslunum Múrbúðarinnar til og með 6. júlí meðan birgðir endast.

59.920 Sláttuvél m/drifi, BS 6,0 hp Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 163 CC, skurðarvídd 53cm/21”, sjálfknúin 3,4 km/klst., safnpoki að aftan 70 L, hliðar útskilun, skurðhæð og staða 25-80mm/8

15%

20%

AFSLÁTTUR

MOWER CJ21G

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

15% Áður kr. 74.900

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Áður kr. 7.990

1.683

15%

BS 3,5hp Briggs&Stratton mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-80mm/10

Lavor Vertico 20 háþrýstidæla

6.392

Landora tréolía Col-51903 3 lítrar

Áður kr. 7.190

MOWER CJ18

Áður kr. 29.990

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar

AFSLÁ TTUR

VIÐARVÖRN

Áður kr. 24.590

15%

A

UT RA SB E N

3 brennarar (9kW). Grillflötur 60x42cm

Kaliber Ferðagasgrill

ELL

BR

ÁS

AFSLÁTTUR

34.320

VÍK UR VEG

21.165 Áður kr. 24.900

15%

AFSLÁTTUR

Sláttuorf Mow FBC310 Sláttuorf: 1strokks fjórgengis mótor. 0,7 kW Rúmtak 31CC, Bensíntankur 0,65 L

Þýsk gæði 3-6 lítra hnappur

18.712 Áður kr. 23.390

25.492

Lavor Race 125 háþrýstidæla

Lavor SMT 160 ECO

1800W, 125 bör (170 bör m/turbo stút) Vatnsflæði: 400 L/klst.

2500W, 160 bör (245 m/ túrbóstút) 510 L/klst. Þrjár stillingar: mjúk (t.d. viður), mið (t.d. bill) og hörð (t.d. steypa).

Áður kr. 29.990

GARÐVERKFÆRI Á GÓÐU VERÐI! MIKIÐ ÚRVAL!

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

15%

AFSLÁTTUR

CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Þýsk gæðavara

33.057 Áður kr. 38.890

í Hafnarfirði


14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Ólíkir skólar fyrir ólíka einstaklinga Skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýðræðissamfélagi verði áfram undirstaða íslenska skólakerfisins. Á dögunum samþykkti Alþingi frumvarp sem festir í sessi faglega umgjörð um starfsemi lýðskóla. Til þessa hefur ekki verið nein löggjöf í gildi um slíka skóla.

Styrkir til bæjarbúa til viðburðahalds á Ljósanótt Menningarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að veita kr. 500.000 í styrki til íbúa sem hefðu áhuga á að standa fyrir skemmtilegum viðburðum á Ljósanótt. Styrkirnir eru hugsaðir til að efla grasrótarstarf og hvetja íbúa sjálfa til að brydda upp á einhverju skemmtilegu. Þróun í þessa átt hefur farið vaxandi og vill menningarráð með þessum styrkjum ýta undir þróunina, Heimatónleikar í gamla bænum eru t.d. dæmi um einstaklega vel heppnað íbúaframtak og sama má segja um tónleikaröðina Með blik í auga og menningardagskrá í Höfnum sem hefur verið áberandi á sunnudegi Ljósanætur undanfarin ár. Hér að neðan er kynning á hugmyndinni og eru íbúar hvattir til að láta slag standa, senda inn umsókn með góðum hugmyndum og muna að hver vegferð hefst á einu skrefi. Því sé um að gera að prófa sig áfram með nýjum hugmyndum.

Bæjarbúar fyrir bæjarbúa:

Viðburðir á Ljósanótt Viltu standa fyrir viðburði, uppákomu, tónleikum, námskeiði, smiðju eða einhverju öðru skemmtilegu á Ljósanótt? Menningarráð Reykjanesbæjar býður einstaklingum eða hópum fimm 100.000 króna styrki fyrir framkvæmd á vel útfærðum og góðum hugmyndum að viðburðum fyrir gesti Ljósanætur. Skilyrði er að verkefnin séu framkvæmd af styrkþegum sjálfum (þ.e. að styrkir séu ekki nýttir til kaupa á utanaðkomandi atriðum) og að þau séu í þágu íbúa og

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

gesta á Ljósanótt. Styrkurinn er hugsaður til að greiða fyrir kostnað við framkvæmd viðburðar og er greiddur eftir að viðburður hefur farið fram.

Umsóknir skulu sendar á netfangið ljosanott@ ljosanott.is fyrir 12. ágúst. Fram þarf að koma: ■■ Lýsing á fyrirhuguðu verkefni ■■ Útfærsla á framkvæmd (hvar, hvenær og fyrir hverja verkefnið er hugsað) ■■ Gróf kostnaðaráætlun ■■ Upphæð styrkumsóknar

Umsóknarfrestur er til 12. ágúst og liggur úthlutun fyrir þann 19. ágúst.

Meiri fjölbreytni – minna brottfall

Hlutverk lýðskóla er fyrst og fremst að búa nemendur undir lífið, gera þá að fjölhæfum einstaklingum og reiðubúna til að takast á við tilveruna. Fjölbreytni er menntakerfinu mikilvæg, nemendur hafa ólíkar þarfir og þeir þurfa að hafa val um nám sitt. Meðal ástæðna brotthvarfs úr framhaldsskólum okkar er ákveðin einsleitni í námsvali og það að nemendur finna sig ekki í námi. Það er vel að fjölbreytni námsframboðs hér á landi hefur aukist, ekki síst á framhaldsskólastiginu og að fleiri nemendur séu opnir fyrir námskostum t.d. á sviði verk- og tæknigreina.

sjálfbærni og lýðræðisleg vinnubrögð en meðal markmiða þeirra samkvæmt frumvarpinu verður að mæta áhuga og hæfileikum nemenda sem vilja átta sig betur á möguleikum sínum og stefnu í lífi og starfi. Í dag starfa LungA-skólinn og Lýðskólinn á Flateyri eftir hugmyndafræði lýðskóla og á forsvarsfólk þeirra lof skilið fyrir frjótt og gott starf. Skólarnir hafa glætt nærsamfélög sín auknu lífi og gefið nemendum úr ýmsum áttum tækifæri til að dvelja þar. Gaman væri að sjá lýðskóla verða að veruleika á Suðurnesjum. Þar liggja ákveðin tækifæri.

Mikil gróska

1916–2019

Lýðskólar vinna með lykilhæfni skólastarfs, líkt og kveðið er á um í aðalnámskrá framhaldsskóla, svo sem námshæfni, skapandi hugsun,

Í umræðu um lýðskóla og menntamál er áhugavert að skoða fyrstu stefnuskrá Framsóknarflokksins frá 1916, en þar segir m.a.: Alþýðumenntun-

ina, sem flokkurinn telur hyrningarstein allra þjóðþrifa, vill hann stefnumarka og styðja, einkum með aukinni kennaramenntun og eflingu ungmennaskóla í sveitum og lýðskóla fyrir karla og konur í landsfjórðungi hverjum. Hina æðri menntun vill flokkurinn einnig láta til sín taka og halda hinu vísindalega merki Íslands hátt á lofti í öllu, sem vér getum keppt um við aðrar þjóðir. Sérstaklega vill hann styðja að því, að raunþægum vísindagreinum verði aukið við háskólanám vort og kennsla tekin upp í rafmagnsfræði og vélfræði. Menntastefna Framsóknarflokksins frá 1916 á jafn mikið erindi nú sem fyrr. Margt hefur áunnist í menntamálum á Íslandi síðastliðin 100 ár og ný lög um lýðskóla eru svo sannarlega framfaraskref. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Er lýðheilsa íbúa á Suðurnesjum góð eða slæm? Nýverið birti Embætti landlæknis niðurstöður lýðheilsuvísa í Hljómahöll eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi en lýðheilsuvísarnir gefa vísbendingar um heilsu okkar. Dæmi þar sem Suðurnes voru frábrugðin öðrum á landinu eru bæði jákvæð og neikvæð. Þættir sem voru jákvæðir eru að orkudrykkjaneysla framhaldsskólanema er minni hér, hlutfall aldraðra er undir landsmeðaltali og þunglyndislyfjanotkun er einnig undir landsmeðaltali. Við getum glaðst yfir þessum fréttum en þurfum einnig að skoða þessa neikvæðu þætti eins og að hlutfallslega flestir fullorðnir sofa of lítið, fullorðið fólk drekkur of mikið af gosdrykkjum og þátttaka í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbamein er minnst hér og hlutfallslega flestir framhaldsskólanemar hafa prófað kannabis. Þetta eru dæmi um neikvæðar niðurstöður sem eru frábrugðnar öðrum tölum á landinu. Hér eru áskoranir sem við þurfum vinna að með markvissum hætti og stefna að bættri heilsu. Þegar

Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma

KRISTÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR lést sunnudaginn 9. júní. Útför hennar fer fram frá Skálholtskirkju föstudaginn 21. júní kl. 14. Skúli Sigurðsson Hlíf Matthíasdóttir Venný R. Sigurðardóttir Elías Kristjánsson Marinó Már Magnússon Sonja Kristín Sverrisdóttir Barnabörn og barnabarnabörn

fulltrúar Embætti landlæknis voru spurðir út í fræðslu um vímuefni lögðu þeir áherslu á forvarnir og góða foreldrafræðslu um afleiðingar kannabisneyslu en það er vandasamara að fræða framhaldsskólanemana því einhverjar erlendar rannsóknir benda til að eftir fræðslu hafa sumir nemendur farið að prófa í stað þess að forðast efnin. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er foreldrafélag sem leggur áherslu á forvarnir og vil ég hvetja nýja foreldra til að bjóða sig fram í stjórn í haust, mikilvægt er að halda þessu góða starfi áfram, foreldrar bera ábyrgð á börnunum sínum til átján ára aldurs. Fram kom í niðurstöðum um lesskilning hjá börnum í 9. bekk að hann mætti bæta og getum við alltaf bætt lesskilninginn hjá öllum grunnskólanemendum en það verður að vera sameiginlegt átak sem allir þurfa að taka þátt í; foreldrar, kennarar, nemendur og sveitarfélagið. En

lestur er lýðheilsa og lesskilningur er lykillinn að góðum námsárangri. Það er ekki nóg að segja fólki að sofa meira, segja nemendum að forðast kannabis og benda svo öllum konum á að fara í skimun fyrir krabbameini. Við þurfum að bregðast við með margvíslegum hætti til að ná til allra íbúa og taka tillit til þess að við erum fjölmenningarsamfélag og ná þarf til allra á mismunandi tungumálum til að ná til fjöldans. Auðveldasta aðgerðin væri að allar konur sem ekki hafa farið í skimun myndu hringja strax og panta sér tíma og þetta er áskorun fyrir allar konur. Hugum að betri lýðheilsu allra íbúa í sameiningu og verum stolt af því að vera Heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi D-listans BA sálfræði og MBA

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi

MAGNÚS MAGNÚSSON frá Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvík

lést á Stony Brook sjúkrahúsi á Long Island 25. apríl s.l. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 21. júní kl 14 Þórhildur Sylvía Magnúsdóttir Jón Einar Kjartansson Edda Magnúsdóttir Sonja Margrét Magnúsdóttir og barnabörn

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

SMÁAUGLÝSINGAR Laus til leigu Snyrtileg og góð 3 herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi á Lyngholti 15 Keflavík. Áhugasamir senda upplýsingar á olof.steinunn@gmail.com

Aðstandendur Gísla Þórs Þórarinssonar vilja koma á framfæri einlægum þökkum fyrir auðsýnda samúð og jafnframt þakka innilega öllum þeim sem komu að útförinni og erfidrykkjunni með einum eða öðrum hætti. Söfnunin fyrir flutningnum heim og útförinni gekk vel og vilja aðstandendur einnig þakka þeim fjölmörgu sem lögðu söfnuninni lið. Frekari tilkynning varðandi söfnunina mun koma þegar allur kostnaður liggur endanlega fyrir en stefnt er að því að nota umfram fjármagn sem safnaðist til að stofna minningarsjóð í nafni Gísla Þórs og styrkja góð samfélagsmálefni. Aðstandendur

GUÐRÚN ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR frá Þórukoti

sem lést á Hrafnistu, Nesvöllum, 3. júní verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 25. júní og hefst athöfnin kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin Hreinn Óskarsson Gróa Hreinsdóttir Sigurður Hreinsson Sigrún Júlíusdóttir Karen Öder Magnúsdóttir ömmubörn og langömmubörn.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 20. júní 2019 // 25. tbl. // 40. árg.

Sævar Helgi sá um tónsmíðar fyrir Mutter Courage sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu

15

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

VERÐUR ERFITT AÐ KVEÐJA KEFLAVÍK

– Ísak Óli leikur með Sønderjyske í Danmörku næstu fjögur árin „Það er skrýtið að fara frá Keflavík en auðvitað var alltaf markmiðið hjá mér að spila erlendis. Keflavík verður samt alltaf mér í hjartastað og það verður erfitt að kveðja,“ segir hinn átján ára gamli Ísak Óli Ólafsson en hann mun á næstunni skrifa undir fjögurra ára samning við danska liði Sønderjyske.

Tónlistin þarfnast ekki sama tungumáls

Ísak Óli hefur spilað fótbolta með Keflavík alla sína tíð og er fyrirliði meistaraflokks Keflavíkur sem er nú í öðru sæti Inkasso-deildarinnar. Ísak hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur og var nýverið valinn í undir 21 árs landslið Íslands. „Síðasti leikurinn minn með Keflavík verður 23. ágúst. Ég er virkilega spenntur að fara út en það verður krefjandi.“ Aðspurður um frammistöðu Keflavíkurliðsins í sumar segist Ísak nokkuð sáttur. „Við byrjuðum vel en duttum aðeins niður í nokkra leiki en það var mjög gott að vinna á sterkum útivelli í Ólafsvík. Við erum með virkilega ungt lið sem er fullt af heimamönnum sem eru hugraðir þannig við erum á góðum stað.“ Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, segist ánægður með samkomulagið við Sønderjyske og telur það sanngjarnt fyrir alla aðila. „Við erum með öflugt yngri flokka starf sem sést vel á fjölda fyrrverandi Keflvíkinga sem eru virkir í atvinnumennsku og standa sig vel. Við erum mjög ánægð fyrir hönd Ísaks og óskum honum alls hins besta. Hann mun skilja eftir sig stórt skarð í liðinu en ég efast ekki um að við munum ná að fylla það með tíð og tíma. Ísak er uppalinn hjá Keflavík og því stór hluti af Keflavíkurfjölskyldunni.“ Markmið Keflavíkurliðsins restina af sumrinu er, að sögn Ísaks, að mæta með það hugarfar á hvern leik að vinna hann. „Við sjáum svo hvert það fleytir okkur.“

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

„Tónlist hefur mismunandi þýðingu fyrir fólki. Fyrir mér er tónlist útrás fyrir alls konar tilfinningum. Það er griðarstaður í tónlist sem hægt er að sækja í. Það er svolítið „introvert-inn“ í mér sem spilar einn á píanóið en svo getur tónlist líka verið mjög félagsleg. Hún tengir fólk saman. Það er ótrúlegt að hlusta á lag eftir einhvern annan og tengja við það. Þú getur verið með ótrúlega ólíkan hóp á sviði, sem á ekkert sameiginlegt og talar ef til vill ekki einu sinni sama tungumálið, en getur svo spilað geggjaða tónlist saman og haft ótrúlega gaman.“

VIÐTAL

Píanóleikarinn og lagahöfundurinn Þó að nokkrir píanókennarar séu innan Sævar Helgi Jóhannsson hefur getið Sólborg Guðbrandsdóttir fjölskyldunnar er Sævar Helgi nánast vf@vf.is sér gott orð í tónlistinni hérlendis sjálflærður á píanó. „Það var píanó síðustu ár en fyrir stuttu sá hann um heima hjá ömmu og ég fór til hennar og tónsmíðar fyrir leikverkið Mutter var alltaf að spila, bullaði bara eitthvað Courage, sem sýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og og reyndi að semja. Hvorki mamma né amma nenntu að í Samkomuhúsinu á Akureyri, en verkið var útskriftarkenna mér,“ segir Sævar og skellir upp úr en bætir því verkefni leikarabrautar sviðslistadeildar Listaháskóla við að hann skilji það þó ósköp vel í dag. „Þegar maður Íslands. Þá flutti hópurinn einnig atriði úr leikritinu á vinnur svona mikið við þetta þá þarf maður smá ró og verðlaunaafhendingu Grímunnar, íslensku sviðslistanæði þegar maður kemur heim en þá var ég bara mættur verðlaununum, á dögunum. að hamra á píanóið.“ Sævar Helgi stundar nám við tónsmíðar í ListaháskólSævar hefur sjálfur starfað sem píanókennari við Tónanum en samhliða því starfar hann sem píanókennari við listarskólann í Sandgerði frá því í ágúst í fyrra og hann Tónlistarskólann í Sandgerði, spilar undir hjá Karlakór segir það mjög gefandi og gott fyrir sig. „Maður lærir Keflavíkur og gefur út eigin tónlist. svo margt á því sjálfur að miðla þekkingu til yngri kynslóðarinnar. Ég er ótrúlega þakklátur og heppinn að fá Með grjót í maganum tækifæri til að kenna. Tónlistarnámið í Sandgerði er Mutter Courage er talið með bestu leikverkum tuttugustu ótrúlega öflugt. Mér finnst rosalega góð orka hérna. Ég aldarinnar og eitt kröftugasta stríðsádeiluverk sögunnar hef aldrei verið jafn glaður og liðið jafn vel á vinnustað.“ en það er eftir Bertolt Brecht. Þetta var í fyrsta skiptið sem Sævar samdi tónlist fyrir leikverk en hann segir það Nærandi að vinna með ólíku fólki hafa verið mjög lærdómsríkt ferli. Tónsmíðar í Listaháskólanum lágu beinast við þegar „Ég var með grjót í maganum en er ánægður að þetta Sævar tók ákvörðun um áframhaldandi nám og segist í hafi komið svona vel út. Ég var lengi að semja þetta og raun ekki muna eftir einhverju tilteknu augnabliki þar rakst alveg á veggi en það hjálpaði mér að einbeita mér sem sú ákvörðun var tekin. „Ég hef alltaf haft þörf fyrir að að því hvað þjónaði verkinu, hvernig orku þyrfti í atriðin. skapa og mér líður eins og ég sé algjörlega á réttri hillu. Það varð mjög margt af þessu til á æfingum og ég fékk Ég gæti ekki verið ánægðari með skólann hvað kennarana leikarana til að spila á hljóðfæri með mér í sýningunni. varðar. Ég er hjá Kjartani Valdimarssyni í píanókennslu Það var gaman að vinna þetta með leikhópnum og við en hann er alveg sturlaður jazz-píanóleikari. Ég er búinn reyndum að draga út þeirra styrkleika,“ segir Sævar og að læra svo margt af honum. Hann er með allt aðra sýn á píanóinu og opnaði á marga möguleika fyrir mig. Svo segist aðspurður að hann myndi tvímælalaust taka að sér svipað verkefni aftur. „Maður þarf bara að passa sig er ég ótrúlega ánægður með einkakennarana mína, Atla að lenda ekki í gryfjunni með egóið og vera með svolítið Ingólfs og Mikael Lind. Ég hafði lengi litið upp til Mikael opinn huga þegar maður fær svona verkefni.“ og rakst svo á hann á ganginum í skólanum, eftir að hafa hlustað á tónlistina hans í langan tíma, þar sem ég bað Sonur óperusöngvarans og píanókennarans hann um að komast að hjá honum. Hann hjálpaði mér Sævar er alinn upp í Keflavík en bæði móðir hans, Elín með fyrstu plötuna mína, Lucid, og er að hjálpa mér með Halldórsdóttir, og amma hans, Ragnheiður Skúladóttir, þá næstu sem ég stefni á að gefa út á þessu ári. Mér þykir eru píanókennarar. Faðir Sævars er óperusöngvarinn rosa vænt um það,“ segir Sævar. Innblásturinn í tónlistinni kemur til Sævars alls staðar Jóhann Smári Sævarsson sem stjórnar Karlakór Keflavíkur. „Ég hef lært ótrúlega margt af pabba og ég held að frá en hann segir það ótrúlega nærandi að vinna með ein af ástæðunum fyrir því að þetta leikverk hafi tekist öðru fólki á mismunandi sviðum listarinnar, dönsurum, svona vel hjá mér er vegna þess að ég var nánast alinn leikurum og kvikmyndagerðarfólki sem dæmi. „Mér finnst upp í óperuhúsinu, sem er svolítill samruni leiklistar svo gaman að vinna með fólki sem er ólíkt mér. Það er og tónlistar.“ svo gott að fá algjörlega aðra sýn á hlutina.“

Loksins, loksins

Loksins hefur Alþingi samþykkt að líta sérstaklega til Suðurnesja, meta stöðu sveitarfélaganna sem er um margt sérstök og miklar sveiflur verið í atvinnulífi á undanförnum árum og áratugum. Fulltrúar sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa komið fyrir fjárlaganefnd árum saman til að benda á að vitlaust sé gefið þegar að ríkisfjármunum er útdeilt og Suðurnesin ekki notið sannmælis hvað það varðar. Fyrirtækið Aton gerði ítarlega greiningu fyrir Reykjanesbæ á fjárframlögum til stofnana svæðisins og verkefna á vegum ríkisins sem Alþingi verður að taka alvarlega, sannreyna og bregðast við með aðgerðaráætlun til að bæta og styrkja stöðu Suðurnesjamanna. Mörg dæmi má nefna sem benda til þess að sveitarfélögin hafi rétt fyrir sér. Athyglisverð er t.d. ábending Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í umsögn um tillöguna um að á meðan að fjáraukning til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var 1% á ári með 0,5% hagræðingarkröfu þá fjölgaði íbúum svæðisins um 15%. Slík skekkja kemur niður á heilbrigðisþjónustu við Suðurnesjamenn. Með þingsályktunartillögunni er lagt til að skipaður verði starfshópur fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem fari heildstætt yfir stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum með tilliti til íbúafjölgunar og samsetningu íbúa. Samfélagsleg áhrif fólksfjölgunarinnar verði könnuð og sérstakt mat lagt á hvort fjárframlög til ríkisstofnana á svæðinu hafi fylgt þróun mála á Suðurnesjum, hvort sem er félagslegri eða efnahagslegri. Einnig er nauðsynlegt að meta áhrif niðursveiflu í ferðaþjónustu og færri flugferða um Keflavíkurflugvöll á sveitarfélögin á Suðurnesjum. Keflavíkurflugvöllur er stærsti vinnustaðurinn á Suðurnesjum og staða hans hefur mikil áhrif á samfélögin. Það er því mikilvægt að breytingar, hvort sem eru aukin um-

svif á undanförnum árum eða samdráttur sem nú stendur yfir, verði metnar með skipulögðum hætti. Samfylkingin gerði það að forgangsmáli sínu að fá ríkisstjórnina til að gera tímasetta áætlun til að bæta stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Ég er fyrsti flutningsmaður málsins en að þessu sinni eru aðrir þingmenn Suðurkjördæmis meðflutningsmenn mínir. Tillagan hefur áður verið lögð fram af þingflokki Samfylkingarinnar en fékk þá ekki brautargengi. Nú fær tillagan forgang eingöngu vegna þess að Samfylkingin valdi málið sem forgangsmál, bæði í haust þegar ég mælti fyrir málinu og kom því til nefndar og nú við frágang þinglokasamninga, þegar Samfylkingin kom málinu út úr nefnd til samþykktar. Ef við hefðum ekki lagt þessa áherslu á málið, hefði stjórnarmeirihlutinn orðið til þess að málið dagaði uppi. Það er sorglegt til að hugsa en sannarlega ástæða til að gleðjast yfir því að tekist hafi að greiða fyrir málinu. Það er reyndar við hæfi að það hafi verið gert fyrir tilstilli jafnaðarmanna því málið snýst um að jafna stöðu Suðurnesjamanna hvort sem er á milli ólíkra hópa eða við aðra landshluta. Ég bind miklar vonir við að verkefnið sem Alþingi felur ráðuneytunum að ráðast í, muni skila Suðurnesjamönnum góðum ávinningi. Oddný G. Harðardóttir, Alþingismaður


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

MUNDI Er von á pakka frá bænum?

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

25 ára afmælisgjöf til bæjarbúa?

gert samkomulag um að ekkert nafna gömlu sveitarfélaganna yrði notað. Reykjanesbæjarnafnið var lengi að venjast en í dag, eru að manni grunar, flestir búnir að taka nafnið í sátt. Þeir sem eiga rætur að rekja til svæðisins tala þó ávallt um Njarðvík, Keflavík og Hafnir í daglegu tali. 25 ár er ekki langur tími en þetta blessaða sveitarfélag hefur farið í gegnum ansi margt, sannkölluð rússíbanareið. Herinn fór, hrunið kom, Helguvíkurklúðrið, sigruðum í keppninni um skuldsettasta sveitarfélag landsins árið 2014… mínus 41.000.000.000! Svo hófst endurreisnin með blómlegri Ásbrú, gagnaverum, líftæknifyrirtækjum, Keili og fordæmalausum vexti í ferðaþjónustunni þar sem Keflavíkurflugvöllur var í aðalhlutverki. Allt í blóma, atvinnuleysi „núll“ og fasteignir okkar bæjarbúa hækkuðu vel. Reyndar eru fáein óverðurský farin að láta á sér kræla núna enda fer allt í hringi á þessu blessaða landi og menn læra seint af fyrri áföllum. Með falli WOW air þá dundi yfir enn eitt áfallið í Reykjanesbæ en áhrifin eiga eflaust

LOKAORÐ

Reykjanesbær varð nú á dögunum 25 ára gamall en fyrir þá sem ekki vita þá sameinuðust Njarðvík, Keflavík og Hafnir formlega þann 11. júní 1994. Í dag er Reykjanesbær fjórða stærsta sveitarfélag landsins með 19.020 íbúa og flestir sammála um að sameiningin hafi heppnast alveg ágætlega. Þegar kosið var um sameininguna í febrúar 1994 var það mikill meirihluti sem kaus með henni, eða rétt um 95% í Keflavík, 98% í Höfnum (þeir sjá eflaust eftir því í dag enda hafa þeir nánast gleymst) en mun meiri óvissa var í Njarðvík. Fór svo að lokum að rúm 60% þar sögðu já við sameiningunni en það var talsverð hræðsla fyrir kosningar að þar yrði sameiningin felld. Í Njarðvík var nefnilega ansi hávær og kröftugur hópur á móti sameiningunni og lét hann mikið til sín taka í baráttunni, mættu meðal annars á kjörstað og reyndu að tala um fyrir fólki með misjöfnum árangri. Það voru miklar tilfinningar í spilinu. Nafnið á sameiginlega sveitarfélaginu var einnig mikið hitamál en fyrir kosningar var

eftir að koma betur í ljós í haust. Við höfum séð það verra reyndar. Vonandi verður höggið mildara en margir óttast en miðað við stefnuleysi ríkisvaldsins í ferðaþjónustunni þá er maður ekki beint bjartsýnn. Hins vegar þá stendur Reykjanesbær betur en nokkru sinni fyrr, vissulega hafa nýjar áskoranir fylgt mikilli fólksfjölgun og ærin verkefni eru framundan en við erum á nokkuð grænni grein. Já og erum að fá einhverja milljarða vegna sölu á HS Orku. Bæjarbúar eiga hrós skilið fyrir endurreisnina enda tóku þeir á sig auknar álögur m.a. aukaálag ofan á hámarksútsvar, fasteignaskattar voru hækkaðir verulega og ýmis þjónusta skert. Þessu sýndu íbúar mikinn skilning. Nú þarf sveitarfélagið að koma til móts við íbúa sína og færa þeim viðeigandi 25 ára afmælisgjöf með t.d. myndalegri lækkun á álagningarprósentu fasteignagjalda sem eru ansi íþyngjandi fyrir margar fjölskyldur. Treysti á ykkur bæjarstjórn, boltinn er hjá ykkur. Til hamingju með afmælið.

Örvar Þ. Kristjánsson

Bifhjólamaður sem féll af hjóli sínu grunaður um ölvunarakstur Ökumaður bifhjóls sem féll af hjóli sínu við Mánatorg í Reykjanesbæ á þjóðhátíðardaginn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Hann slasaðist talsvert, m.a. á höfði og var að auki talinn vera fótbrotinn. Hann var fluttur á Landspítala. Áður höfðu orðið tvö slys þar sem hjól komu við sögu. Ökumaður vespu missti stjórn á henni á göngustíg í

Grindavík með þeim afleiðingum að hann ók út af og rann niður brekku sem lá við veginn. Sjúkraflutningamenn mættu á staðinn og hlúðu að honum. Þá barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um umferðarslys þar sem bifreið var ekið utan í hjólreiðamann á Sandgerðisvegi. Hann kastaðist ásamt hjólinu út í vegkant. Meiðsl hans voru ekki talin alvarlegs eðlis.

Lausaganga katta áfram leyfð í Grindavík Töluverðar umræður sköpuðust um lausagöngu katta á fundi umhverfisog ferðamálanefndar Grindavíkur á dögunum í kjölfar erindis sem barst nefndinni um bann við lausagöngu katta í Grindavík.

Í gögnum nefndarinnar segir að haft hafi verið samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og ljóst sé að mjög erfitt geti reynst að framfylgja banni við lausagöngunni. Nefndin getur því ekki orðið við erindinu.

SUNNUDAGA KL. 20:30 á Hringbraut og vf.is

SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 25. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 25. tbl. 2019

Víkurfréttir 25. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 25. tbl. 2019