__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Verð frá 3.890 kr/mán

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 8.–14. JÚNÍ 2020

DOMINOS.IS | 58 12345 | DOMINO’S APP

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

Prjónuð í Sandgerði!

A G A K S Ð R A G Á U T R Ö MEÐ M

IÐANDI MANNLÍF

Elín Ása Einarsdóttir:

ætti í ráðherrabíl Jónatan Stefánsson m eytið um stund! un og tók yfir forsætisráð

Dreymir um kóngabláa bjöllu Sólborg safnar!

Fávitar

Sólborgar gefnir út

5

Netspj@ll

k k é f a r r e h ð á r is t Forsæ u s y e p a p lo G V a t forlá

PERL AN handan við hornið

IN

ykjanesið segir Jón Stefán um Re

Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar 2020

ALLT FYRIR HELGINA Í NETTÓ!

s d l a h á p up

pGlA ÞöóRtS ur

Blloarlatf sitanðn!

-30% Hrossafille

1.160

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-60%

Lamba frampartssneiðar Kryddaðar

1.300

ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG

-50%

Tómatar 5 tegundir Verð frá:

321

KR/PK Tilboðin gilda 11. júní - 14. júní


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Góð hreyfing á fasteignamarkaðinum Sala að hefjast á íbúðum í hæsta fjölbýlishúsi Suðurnesja við strandlengjuna í Keflavík

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK

Sala á íbúðum við Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ er að hefjast og verður fyrsta sölusýning í háhýsinu næsta sunnudag á milli klukkan 16 og 17. Háhýsið er níu hæðir og verður því hæsta fjölbýlishús á Suðurnesjum en nágrannar þess við Pósthússtræti eru sjö hæða hús. Að sögn þeirra Guðlaugs Helga Guðlaugssonar og Brynjar Guðlaugssonar hjá Stuðlabergi, sem er með íbúðirnar til sölu, verða í boði tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir og þá eru tvær þakíbúðir í háhýsinu sem er við strandlengjuna í Keflavík. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu tvö árin en þær stöðvuðust um tíma vegna skipulagsmála sem voru síðan leyst. Minnstu íbúðirnar eru um 70 fermetrar með geymslu en þriggja herbergja íbúðirnar eru frá 108 fermetrum. Öllum íbúðunum verður skilað fullbúnum með gólfefnum. Vandaðar innréttinar frá Axis með granítborðplötum eru í íbúðunum, þá er bílakjallari við húsið.

Útsýni er úr öllum íbúðunum til sjávar sem þeir feðgar segja að sé óviðjafnanlegt. Verðið er frá 31,9 milljónum króna en meðalverð á fermetra er um 420 þúsund krónur sem þykir hagstætt sé tekið mið af staðsetningu, gæðum og frágangi. Þeir Guðlaugur og Brynjar segja að fasteignasala sé góð um þessar mundir og hafi tekið mikinn kipp strax eftir páska. Talsverð eftirspurn sé eftir eignum frá 40 milljónum króna og upp úr. Þá hafi sala á nýjum íbúðum og einbýlishúsum í Hlíðahverfi gengið vel. Þar sé lítið eftir af eignum til sölu en bygging hverfisins er langt komin og framkvæmdir við næsta áfanga Hlíðahverfis að hefjast. Þar verða rúmlega 400 íbúðir í boði.

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319

845 0900 Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Opið hús sunnudaginn kl. 16-17

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Í REYKJANESBÆ KOMNAR Í SÖLU

Vel skipulagðar 2ja - 4ra herbergja útsýnisíbúðir í níu hæða fjölbýlishúsi. Íbúðirnar eru vel skipulagðar og afhendast fullbúnar án megin gólfefna. Flestar íbúðir afhendast með stæði bílageymslu. Húsið stendur á fallegum stað við sjóinn og er einstaklega vel staðsett með tilliti til aðgengis að verslun, þjónustu og samgönguleiðum. Örstutt er í strandleiðina sem er 10 kílómetra hjóla- og gönguleið meðfram ströndinni.

Verð frá 31,9 mkr.

Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur Tveir voru fluttir á sjúkrahús hefur harðan árekstur stórra ökurækja á Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík í hádeginu á þriðjudag. Fiskflutningabíl var ekið aftan á vegmerkingabíl við mislæg gatnamót við Innri-Njarðvík. Einn var í hvorum bíl og voru báðir fluttir með sjúkrabílum frá Brunavörnum Suðurnesja undir læknishendur. Fiskflutningabíllinn er mikið skemmdur og einnig búnaður á vegmerkingabílnum. Reykjanesbraut var lokað á kafla vegna slyssins og umferð beint um hjáleið.

Skólphreinsistöð með útsýnispalli við Ægisgötu

Reykjanesbær hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir skólphreinsistöð við Ægisgötu. Heimilt verður að byggja á lóðinni skólphreinsistöð, sem verði tvær hæðir að hluta og allt að 900 fermetrar að stærð með útsýnispalli. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að haldinn verði íbúafundur um framkvæmdina. Hreinsistöðin verður staðsett á grjótfyllingu út við ströndina neðan Ægisgötu á svæði á móts við hús nr. 27–33 við Hafnargötu. Svæðið sem unnið er með er allt á fyllingu og því manngert á síðari árum. Í aðal-

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

skipulagi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir byggingu skólphreinsistöðvar á þessum stað. Stöðin mun geta afkastað 750 l/s eða allt að 20.000 persónueiningum. Skólpið er hreinsað með eins þreps hreinsun. Auk byggingar hreinsistöðvar verður lögð 1000 metra löng útrás á 28 metra dýpi eftir sjávarbotninum sem og stofnlagnir fráveitu að stöðinni frá norðri. Föstum úrgangi er

safnað í lokaða sekki og fargað með brennslu eða öðrum viðurkenndum aðferðum. Heimilt er að byggja á lóðinni skólphreinsistöð, tvær hæðir að hluta auk þróar, allt að 900 fermetra að stærð með útsýnispalli og er hæsta hæð byggingar frá jörðu sex metrar. Við hönnun byggingarinnar hefur verið lögð áhersla á að fella skólphreinsistöðina inn í núverandi landslag og gera svæðið áhugavert. Hægt verður að ganga upp á hreinsistöðina og á þaki hennar verður útsýnis- og áfangastaður á gönguleiðinni meðfram Ægisgötu. Mannvirkið verður tengt núverandi stígakerfi og hugsað sem áningarstaður með útsýnispalli. Byggingar-

reitur er rúmur til að rúma möguleika á stækkun. Hreinsistöðin mun taka við skólpi frá byggðinni í Keflavík, iðnaðarhverfinu í Helguvík og fyrirhuguðu nýju hverfi, Ásbrú Norður, en skólp frá þessum hverfum er nú í dag leitt óhreinsað til sjávar. Frá skólphreinsistöðinni verður hreinsað skólp leitt með útrás um 1000 metra út fyrir strandlengjuna. Þar sem stöðin er staðsett í umhverfi sem er viðkvæmt fyrir lyktarmengun er gert ráð fyrir búnaði sem að fjarlægir lykt frá útkasti loftræsikerfisins. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


Kristín Gyða Njálsdóttir

Hinrik Reynisson

Sigurbjörn Gústavsson

Ánægðari viðskiptavinir Við tökum vel á móti þér í útibúinu okkar í Keflavík og hjá þjónustuaðila okkar í Grindavík. s. 440–2450 | sudurnes@sjova.is


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sumarnám er hafið í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík.

Mikil eftirspurn eftir fisktækni á pólsku Sumarnám hafið í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Glymdrandi viðbrögð við „Sjávarakademíu“.

Sautján nemendur af pólskum uppruna hófu nám í fisktækni í Grindavík síðasta mánudag. Námið er sumarnám sem veitir tíu einingar og stendur yfir í fimm vikur. Kennt er á pólsku og íslensku en námið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þátttakendur greiða því einungis þrjú þúsund krónur í skólagjöld. „Óhætt er að segja að eftirspurn eftir þessu sumarnámi hafi farið fram úr björtustu vonum okkar,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskólans, en byrjað var að auglýsa námið í síðustu viku. Mjög stór hluti starfsmanna í vinnslu og fiskeldi á Íslandi kemur frá Póllandi og fjölmargir tala litla sem enga íslensku.

Kröfum fyrirtækja mætt „Til að mæta kröfum fyrirtækja um meiri menntun starfsfólksins höfum við því verið að þýða námsefni og leiðbeiningar til að undirbúa þetta námsframboð allt síðastliðið ár. Við vorum því vel í stakk búin til að takast á við þetta núna, þegar atvinnuleysið skall á. Gert er ráð fyrir því að halda áfram í haust og bjóða þá upp á fulla 30 eininga námsönn. Það er eftir töluverðu að slægja,“ segir

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

Ólafur og ekki bara fyrir íslenskt starfsfólk í greininni. Fyrir utan auknar gæðakröfur eru mörg fyrirtæki að tæknivæðast og vilja því fá til sín betur menntað starfsfólk. „Þetta tveggja ára nám er mjög hagnýtt og gefur 120 einingar á framhaldsskólastigi. Að því loknu er möguleiki á framhaldi við skólann á nokkrum sérbrautum, svo sem á sviði Marel-vinnslutækni, gæðastjórn og í fiskeldi, allt eins árs sérnám sem mikil eftirspurn er eftir í greininni í dag. Þá má geta þess að starfsmaður sem lokið hefur grunnámi í fisktækni fær samkvæmt kjarasamningi fimm launaflokka ofan á ófaglærðan. Þetta eru frekar víðsjárverðir tíma á vinnumarkaði og við búumst við töluverðri fjölgun umsókna í nám hjá okkur í haust. Fólk áttar sig á því að vinna í greininni er mikið að breytast. Þeim fækkar þeim smáu

og sem einungis styðjast við gamla handbragðið en halda helst vinnunni og fá betur launuð störf sem mennta sig og eru tilbúnir að taka þátt í þróuninni.“

Glymdrandi viðbrögð við „Sjávarakademíu“ Aðspurður um nýtt námsframboð í haftengdri nýsköpun undir nafninu „Sjávarakademían“, sem kynnt var í Húsi sjávarklasans í síðustu viku, segir Ólafur að viðbrögðin hafi sýnt að mikill áhugi er á því námi. „Við erum nú rétt að byrja að auglýsa það nám en viðbrögðin nú þegar hafa sýnt að það er mjög mikill áhugi á þessu námi einnig. Fólk er að sjá að það eru ótal tækifæri í hafinu, annað en að veiða þorskinn, og ánægjulegt að segja frá því að það er fólk með góða almenna menntun fyrir, sem hefur verið að spyrjast

Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskólans. fyrir um námið. Við stefnum á að hefja kennslu í Húsi sjávarklasans að Granda þann 15. júní. Við erum með valinn mann í hverju rúmi til kennslu og leiðsagnar. Við ætlum að vera með hámark tólf nemendur í hóp og miðað við viðtökur má reikna með að það fyllist í það nám fljótlega. Það er sem fólk sé að vakna og sjá þau óendanlegu tækifæri sem eru í þessu geira og þegar þú setur áhugasamt fólk inn í miðju þess fjölbreytta umhverfis, sem sjávarklasinn er, þá gerast undrin. Við byrjum á ellefu eininga námi í fjórar til fimm vikur þar einnig en stefnum einnig á að kenna fulla námsönn (30 einingar) í Húsi sjávarklasans og á Suðurnesjum í haust.“


Frábær tilboð í júní! 46%

43%

56% 79 kr/stk

169

áður 179 kr

296

kr/stk

Rommý Freyja - 24 gr

áður 299 kr

kr/stk

Collab 33 cl - ástaraldin & límónu

56%

Jarðarber Coop - 400 gr

áður 549 kr

40% 27%

179 kr/pk

69 kr/stk

áður 159 kr

Toppur 33 cl - epla eða límónu & sítrónu

Cadbury Fingers 114 gr - mjólkursúkkulaði

328 kr/pk

50%

áður 449 kr

Mix Freyja - 200 gr

33% 199 kr/stk

áður 299 kr

Billys Pan Pizza 170 gr - original eða pepperoni Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

áður 299 kr

35%

99 kr/stk

97 kr/stk

áður 149 kr

áður 198 kr

Doritos 44 gr - Nacho Cheese eða Sweet Chilli Pepper

Oatly Haframjólk 250 ml - súkkulaði

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Finndu Krambúðina á Facbook.com/krambudin Krambúðirnar eru 21 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðir, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxsl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nýtt skeið hafið í starfsemi Kadeco – Kadeco stendur frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að umbreyta flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar í öfluga miðstöð hagvaxtar og nýsköpunar.

Pálmi Freyr Randversson er nýr framkvæmdastjóri Kadeco.

Aðalfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var haldinn á mánudag. Við sama tækifæri var haldinn kynningarfundur um breytt hlutverk félagsins og nýjar áherslur varðandi skipulag flugvallarborgar á nærsvæðum Keflavíkurflugvallar. Á aðalfundinum var kjörinn nýr stjórnarformaður, Steinunn Sigvaldadóttir, en hún tekur við formennsku af Ísaki Erni Kristinssyni sem situr áfram í stjórn sem varaformaður. Einar Jón Pálsson kemur nýr inn í stjórn fyrir hönd Suðurnesjabæjar og tekur við af Ólafi Þór Ólafssyni. Stjórn félagsins skipa, auk Steinunnar, Ísaks og Einars, þau Elín Árnadóttir fyrir hönd Isavia og Reynir Sævars­ son fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Vettvangur samstarfs Kadeco var stofnað árið 2006 með það markmið að hafa umsjón með og selja þær eignir sem Bandaríkin afhentu Íslandi við brottför varnarliðsins. Árið 2019 seldust síðustu húseignirnar sem félagið hafði umsjón með og sama ár undirrituðu íslenska ríkið, Isavia, Reykjanesbær

Öflug miðstöð hagvaxtar og nýsköpunar

Alþjóðleg samkeppni um þróunaráætlun

Kadeco hefur fengið til liðs við sig ráðgjafa á sviði byggðarþróunar við flugvelli, Max Hirsh. Hirsh er á meðal fremstu sérfræðinga heims í uppbyggingu flugvallarsvæða og hefur komið að ráðgjöf við slíka uppbyggingu víða um heim. „Kadeco stendur frammi fyrir einstöku tækifæri til þess að umbreyta flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar í öfluga miðstöð hagvaxtar og nýsköpunar,“ sagði Hirsh í grein sem hann skrifaði fyrir ársskýrslu Kadeco. „Næstu mánuði munum við nýta okkur fólksmiðaða skipulagsnálgun sem kallast Airport Urbanism (borgarþróun við flugvelli). Með þessari nálgun leggjum við áherslu á þarfir og væntingar fólks sem notar og starfar við flugvöllinn og að sama skapi íbúa sem búa í nágrenni við hann.“

Á kynningarfundinum kynntu Halldóra Hreggviðsdóttir og Árni Geirsson frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta vinnu við verklýsingu fyrir gerð þróunaráætlunar. Alþjóðleg samkeppni um þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar verður haldin vorið 2021. „Um er að ræða stórt verkefni sem hefur tækifæri til þess að efla atvinnuuppbyggingu og efnahag hér á þessu svæði og á landinu öllu,“ sagði Halldóra. „Mikilvægt er að Keflavíkurflugvöllur nýtist að fullu sem sá aflvaki sem hann er. Þess vegna skiptir máli að vanda sig vel við undirbúning og skipulag.“

Skýr framtíðarsýn og gott skipulag „Landið sem umlykur Keflavíkurflugvöll er mjög dýrmætt en land án skipulags er svo til verðlaust,“

og Suðurnesjabær samkomulag um að vinna saman að skipulagi, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Þar með fékk Kadeco aukið hlutverk, að leiða samstarf þessara aðila um að auka virði landsins með skipulagningu nýs þróunarsvæðis við flugvöllinn.

Á kynningarfundinum kynntu Halldóra Hreggviðsdóttir og Árni Geirsson frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta vinnu við verklýsingu fyrir gerð þróunaráætlunar.

Aukin þjónustu á Suðurnesjum Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur. Þjónustan býðst einnig þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Boðið er upp á viðtöl og einstaklingsslökun að Tjarnargötu 12, kjallari. Hægt er að panta tíma á radgjof@krabb.is eða í síma 800-4040. Stuðningshópur kvenna sem greinst hafa með krabbamein er á miðvikudögum frá kl. 13–15 í þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Suðurnesja á Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

Um Kadeco: Kadeco er félag í eigu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að leiða formlegt samstarf ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll og nærsvæða. Samstarf þessara aðila er grundvallaratriði til þess að tryggja að til verði heildstæð stefna og framtíðarsýn um þessi verðmætu landsvæði. Slík stefna miðar að því að nýta styrkleika flugvallarins sem drifkraft efnahagslegrar fjárfestingar, atvinnusköpunar og almennra lífsgæða á svæðinu og samfélagsins í heild. Gott skipulag er forsenda þess að hægt verði að hámarka samfélagslegan ábata af nýtingu landsins og er skipulag á svæðinu því mikilvægur þáttur í vexti atvinnustarfsemi, sköpun starfa og almennri efnahagsþróun. Því þarf að tryggja að skipulag verði heildstætt og land verði nýtt sem best óháð skipulagsmarka sveitarfélaga og Keflavíkurflugvallar. Hlekkur á ársskýrslu Kadeco 2019.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Landsvæði Kadeco er mikið eins og sjá má hér á þessari mynd, afmarkað með grænu.

PIPAR \ TBWA • SÍA

sagði Ísak Ernir Kristinsson, fráfarandi stjórnarformaður, í ávarpi sínu í ársskýrslu félagsins. „Okkar markmið til næstu áratuga er að fullnýta þau framtíðartækifæri sem við vitum að liggja í þessu landi. Fyrsta skrefið í þá átt er skýr framtíðarsýn og gott skipulag.“

Mikil tækifæri í uppbyggingu Pálmi Freyr Randversson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kadeco fyrr á þessu ári, sagði mikil tækifæri liggja í því að byggja upp nærsvæði Keflavíkurflugvallar. „Staðsetningin á milli Evrópu

CHAR-BROIL GÆÐAGRILL GRILLAÐU EITTHVAÐ GOTT Í SUMAR

og Ameríku, nálægðin við höfuðborgarsvæðið, sveitarfélögin við völlinn og kostir íslensks samfélags eru ótvíræðir. Græn orka, sveigjanleiki, aðlögunar- og samstarfshæfni eru sömuleiðis þættir sem gegna æ stærra hlutverki í samskiptum og viðskiptum þjóða.“

GASGRILL 3400S PL BIG EASY

Grillflötur 670x485 mm 3 brennarar

Steikarofn, reykofn og grill

Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu. Fæst í Rekstrarlandi, útibúum Olís um land allt og á charbroil.is.

Olís Njarðvík Sími 420-1000


10 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Samanburður vertíða 50 ár aftur í tímann Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Júnímánuður kominn af stað og eins og greint var frá í síðasta pistli, þar sem talað var um hversu margt breytist í júni, og skulum við aðeins kíkja á það sem og líta á nýjustu afurð mína í útgáfumálum. Þessa fáu daga í júní hefur smá slatta verið landað í Grindavík og Sandgerði en það sem vekur athygli er að engum afla hefur verið landað í Keflavík/Njarðvík. Í Grindavík hefur 573 tonnum verið landað og mest af því kemur frá stóru línubátunum. Páll Jónsson GK með 82 tonn, Sighvatur GK 79 tonn, Kristín GK 76 tonn, Fjölnir GK 73 tonn og síðan komu Áskell ÞH og Vörður ÞH báðir með sitt hvor 83 tonnin í land. Eins og sést þegar búið að er að leggja þetta saman að þá eru þetta 542 tonn og því aðeins um 30 tonn sem hafa komið aukalega frá smábátunum.

Hrappur GK er með 4,5 tonn, Sæfari GK 4,1 tonn, Þórdís GK 3,3 tonn og Jón Pétur RE 3,8 tonn allir á færum og allir með fjóra róðra. Í Sandgerði hafa aðeins fleiri bátar landað afla og heildarlöndun er komin í 144 tonn í júní. Mest af því á Pálína Þórunn GK sem kom með 68 tonn í einni löndun. Aðalbjörg RE, sem er á dragnót, er með 22 tonn í fjórum róðrum. Af færabátunum er Fagravík GK með 3,5 tonn í þremur, Gréta GK 2,9 tonn í fjórum, Guðrún GK 2,6 tonn í þremur og Jói á Seli GK 2,4 tonn í þremur. Allir minni línubátarnir eru farnir í burtu frá Suðurnesjum, flestir fóru

austur og nokkrir norður, en einn línubátur er eftir,það er Steinunn HF sem var með 5,1 tonn í tveimur róðrum í Sandgerði.

Vertíðirnar 1970 og 2020 Förum aðeins í aðra sálma því alveg síðan árið 2005 hef ég skrifað um vetrarvertíðirnar, sem eru ár hvert frá 1. janúar til 11. maí. Gerði það fyrst í Fiskifréttir fram til ársins 2017 og bar þá alltaf saman vertíðir 50 ár aftur í tímann, t.d fyrsta var 2005 og 1955 og svo koll af kolli. Síðan árið 2018 hef ég gefið út þessi vertíðarrit sjálfur. Þetta eru engir risadoðrantar, hvert rit er um

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í júní.

Reykjanesbær 23. júní 2020

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

um 36 blaðsíður að stærð. Nýjasta ritið um vertíðina 2020 og vertíðina árið 1970 var að koma út. Í því er fjallað um vertíðirnar bæði árin, sem og birtur listi yfir alla þá báta sem náðu yfir 400 tonn árið 2020, en þeir voru um 90, og líka birtur listi yfir alla þá báta sem náðu yfir 400 tonn árið 1970. Bátarnir árið 1970 voru ótrúlega margir eða um 270 sem náðu yfir 400 tonn á þeirri vertíð og mjög margir bátar frá Suðurnesjum eru þar á blaði, þá lönduðu þeir bátar í Grindavík, Sandgerði, Keflavík og Vogum. Í þessu riti er líka smá innsýn inn í loðnubátanna árið 1970, togarana bæði árin og smábátana árið 2020 en þar er miðað við 200 tonn. Ef þið hafið áhuga þá getið þið pantað ritið í síma 6635575 (Gísli), 7743616 (Hrefna) eða á netfangið gisli@aflafrettir.is. Ritið kostar 3.000 krónur. Það má geta þess að nýtt Íslandsmet var sett á vertíðinni 2020 þegar netabáturinn Bárður SH veiddi yfir 2000 tonn í net á vertíðinni, gamla metið var frá árið 1989 og aftur til ársins 1970 þá var Geirfugl GK sem setti Íslandsmet með mestum netaafla á vertíð þegar að hann landaði þá yfir 1700 tonn á vertíðinni. Sem sé báðar vertíðir ansi merkilegar.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


Grillaðar pylsur og ís

frá 12-15

SUMARHÁTÍÐ Laugardaginn 13. júní

Fjöldi frábærra sumartilboða

Skoðaðu tilboðin á byko.is á fimmtudag!

Auðvelt að versla á byko.is


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jónatan og Katrín í peysunum góðu. VF-myndir/Páll Orri Pálsson

Hún er fullkomin – sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem fékk nýja VG lopapeysu frá Jónatan Stefánssyni, vini sínum suður með sjó. Hann mætti í Stjórnarráðið með peysuna á ráðherrabíl og færði forsætisráðherranum. „Á eftir að nota hana mikið,“ sagði Katrín, alsæl með peysuna. Þær eru misjafnar heimsóknirnar og gjafirnar sem forsætisráðherra Íslands fær alla jafna. Suðurnesjamaðurinn Jónatan Jóhann Stefánsson er gallharður stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur og kom færandi hendi með óvænta gjöf til hennar nýlega í Stjórnarráðið, forláta rauða lopapeysu, prjónaða í Sandgerði, merkta VG. Jónatan er félagi númer sjö í Vinstri hreyfingunni Grænu framboði á Suðurnesjum og segir skemmtilega frá því í viðtali sem Páll Orri Pálsson, fréttamaður Víkurfrétta, átti við

hann þegar hann heimsótti Katrínu í Stjórnarráðið. Ástæðan fyrir óvæntu peysugjöfinni er skemmtileg en þegar Katrín mætti með félögum sínum í Vinstri grænum í heimsókn til Suðurnesja rétt fyrir COVID-19 hreyfst hún af rauðri lopapeysu vinar síns á fundi hennar á Hótel Keflavík. Jónatan tók hana á orðinu og fékk saumakonuna Kristínu Kristjánsdóttur í Sandgerði til að prjóna peysu á Katrínu. Svo þegar hún var tilbúin var pantaður tími hjá forsætisráðherra sem sagðist taka glöð á móti vini sínum.

„Ég fór bara strax að huga að því að láta prjóna á hana svona peysu,“ sagði Jónatan sem var spenntur að vita hvort hún passaði ekki á hana. Jónatan er vinamargur maður og þeir Ásmundur Friðriksson og Margeir Elentínusson fóru með honum til fundar við Katrínu til að færa henni peysuna, Margeir sem einkabílstjóri og Ási sem aðstoðarmaður. Auðvitað mætir einn mesti VG félagi á Suðurnesjum í ráðherrabíl þegar hann hittir ráðherrann sinn og sat aftur í bílnum að sið ráðherra.

Katrín bauð þeim félögum inn í hús Stjórnarráðsins og sýndi Tana fundarherbergi ríkisstjórnarinnar og aðstæður í húsinu. Okkar maður hafði hins vegar mun meiri áhuga á því að Katrín mátaði peysuna en Kristín saumakona hafði fengið þrjá konur sem voru áþekkar Katrínu til að máta hana. „Hún er fullkomin,“ sagði Katrín eftir að hún hafði smellt sér í peysuna og undir það er hægt að taka eins og sjá má á myndum og í myndskeiðinu.

Jónatan og félagar hans fengu kaffi hjá Katrínu í Stjórnarráðinu.

Magnús Elentínusson á ráðherrabílnum við stjórnarráðið. Tani aftur í að hætti ráðherra. Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

„Ég fór bara strax að huga að því að láta prjóna á hana svona peysu eftir fundinn hennar í Keflavík.“


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bláa lónið hefur ekki verið opið almenningi um nokkurra vikna skeið vegna COVID-19. Það þýðir þó ekki að þar hafi menn setið auðum höndum. Unnið hefur verið að viðhaldsframkvæmdum og meðal annars var „tappinn“ tekinn úr sjálfu baðlóninu. Þetta er sýn sem blasir alla jafna ekki við fólki – en síðustu vikur hafa verið sérstakar víða og Bláa lónið hefur ekki farið varhluta af því. Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ar nn ri ka bó fu gá út r ri fy ar fn sa tir ót sd nd ra Sólborg Guðb

FÁVIT AR

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Fávitar

– leiðarvísirinn sem ég sjálf sem unglingur hefði haft virkilega gott af

„kynlíf og ofbeldi“

Sólborg Guðbrandsdóttir er 23 ára tónlistarkona, fyrirlesari og laganemi, hún hefur einnig starfað sem blaðamaður fyrir Víkurfréttir. Núna stefnir hún að útgáfu bókarinnar Fávitar. „Ég brenn fyrir jafnrétti og hef varið miklum tíma síðastliðin ár í að reyna að láta gott af mér leiða. Það er mér hjartans mál að þessi bók verði að veruleika,“ segir Sólborg um verkefnið. Bókin Fávitar verður hennar fyrsta bók en hún mun innihalda mörg hundruð spurningar íslenskra ungmenna sem Sólborg hefur séð um að svara á fyrirlestrum um allt land sem og á Instagram-síðunni Fávitar. „Þær fjalla meðal annars um femínisma, fjölbreytileika, kynfæraheilsu, kynlíf og ofbeldi. Spurningarnar og fjöldi þeirra sýnir fram á gífurlega þörf fyrir kyn- og kynjafræðslu, sérstaklega þegar kemur að unglingum sem virðast hafa margar spurningar en ansi fá svör um þessi málefni. Ef þessi bók hefði verið í boði þegar ég sjálf var unglingur hefði það geta sparað mér ansi margar erfiðar tilfinningar og upplifanir.“

– Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka slaginn gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi? Hvenær varð þér málstaðurinn svona hugleikinn?

Ég hafði verið á samfélagsmiðlum í nokkur ár og lent annað slagið í einstaklingum sem óðu alveg yfir mín mörk, hvort sem það var með óumbeðnu kynferðislegu tali eða kynfæramyndum, suði yfir einhverju kynlífstengdu eða hreinlega hótunum. Ég vissi hve algeng svona samskipti voru á netinu og mig langaði að reyna að gera eitthvað til að vekja fólk til umhugsunar um þetta. Mér var gjarnan sagt að „blokka viðkomandi“, halda áfram með daginn minn o.s.frv. en ég var ósammála því að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti bara að þola ef ég ætlaði að vera áfram á samfélagsmiðlum. Þess vegna fór ég af stað með þetta, fyrir fjórum árum síðan, til að fræða um stafrænt kynferðisofbeldi og skila skömminni þangað sem hún á raunverulega heima.

– Telur þú að það sé erfiðara fyrir ungmenni að komast í gegnum lífið í dag á tímum samfélagsmiðla og þá sérstaklega þar sem fólk getur siglt undir fölsku flaggi og í skjóli nafnleyndar? Er mikið ofbeldi og áreiti unnið úr launsátri?

Fólk virðist alla vega oft leyfa sér að segja mun meira á bak við skjáinn en það myndi gera augliti til auglitis, hvort sem það er undir réttu nafni eða fölsku flaggi. Samfélagsmiðlar geta klárlega aðstoðað til við að stækka tengslanetið manns en á sama tíma er svo rosalega greiður aðgangur að manni og það er ekkert alltaf gott. Það getur verið erfiðara að setja skýr mörk á netinu heldur en augliti til auglitis og þess vegna skiptir fræðsla um samskipti svo ótrúlega miklu máli. Það ættu ekkert að gilda aðrar reglur á netinu en í raunveruleikanum og fólk á ekki að fá bara að komast upp með það að beita ofbeldi á netinu. Ég hef heyrt talað um samfélagsmiðla sem „tvíeggja sverð“ og ég er sammála því, ef þú notar þá á uppbyggilegan hátt þá eru þeir frábærir en ofbeldi þrífst ansi vel á netinu og það er samtal sem við þurfum að eiga, ef við ætlum einhvern tímann að ná að breyta því.

– Hvernig hefur Instagram-síðan Fávitar þróast, er ofbeldið orðið grófara í dag en það sem var að berast þér fyrst frá þolendum?

Síðan Fávitar byrjaði sem átak gegn stafrænu og annars konar ofbeldi og hún er það í raun og veru ennþá. Fyrstu tvö árin einkenndist síðan af skjáskotum af kynferðislegri áreitni á netinu sem ég fékk send til mín frá alls konar fólki ásamt sögum þeirra af öðru kynferðisofbeldi í þeirra daglega lífi. Á þeim tíma tók það

virkilega á mig að halda úti þessari síðu. Ég var daglega áminnt um það hversu mikið ofbeldi á sér stað í raun og veru og reyndi eins og ég gat að vera til staðar fyrir brotaþola og hlusta. Í stað þess að einblína bara á það slæma og gefast upp ákvað ég að reyna að hugsa í lausnum, fór af stað með fyrirlestra og hóf að sinna fræðslu inn á síðunni. Í dag hef ég unnið sem fyrirlesari í tvö ár og hitt þúsundir ungmenna um allt land og rætt þessi mál við þau. Fræðsla getur komið í veg fyrir ofbeldi og það hlýtur að vera markmiðið okkar, að minnka ofbeldið í heiminum eins og við mögulega getum. Ofbeldið er ennþá mjög gróft og langstærsti hluti þess gerist á bakvið luktar dyr. Þess vegna er mikilvægt að við pössum upp á hvert annað og grípum inn í, ef við annað hvort verðum vitni að ofbeldi eða teljum að eitthvað óeðlilegt sé í gangi hjá fólkinu í kringum okkur.

– Hvað einkennir helst það stafræna ofbeldi sem þú ert að sjá að beitt sé í dag?

Stafrænt kynferðisofbeldi er alls konar en það sem ég tel að sé algengast í dag eru óumbeðnar kynfæramyndir, hótanir um dreifingu nektarmynda, hótanir um annars konar ofbeldi, boð um vændiskaup eða óumbeðið kynferðislegt tal. Það er mjög mikilvægt að fólk viti að ofbeldi, sama hvar það á sér stað eða að hverjum það beinist, er ólöglegt og þeim sem vilja leita réttar síns og kæra ofbeldið til lögreglu er velkomið að gera það.

– Hverjir/hverjar eru að verða fyrir ofbeldinu?

„Hver ekki?“ væri eflaust styttra svar. Ég held ég þekki ekki manneskju sem hefur


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„niðurlægja, græða á þeim – Nú man ég eftir því þegar þú tæklaðir gaur sem hafði í hótunum við fyrrverandi kærustu. Hún hafði leitað til þín vegna hótana fyrrverandi um birtingu á myndskeiði nema hún myndi senda sjálfsfróunar- eða kynfæramyndir. Er algengt að stúlkur/ungar konur séu að eiga við svona hótanir?

Já, því miður þá er það mjög algengt að fólk reyni að hrifsa völd kvenna yfir eigin líkama með því beita svona ofbeldi. Í gegnum tíðina finnst mér við, sem samfélag, hafa tekið á svoleiðis málum með því að skamma fólk fyrir að hafa yfir höfuð tekið af sér nektarmyndir, eins og það sé einhver glæpur og afsaki það þá að einhverju leyti að nektarmyndirnar fari í dreifingu. Það er ekkert skömmustulegt eða ólöglegt við það að taka af sér nektarmyndir. Það

! m u g fékk nnin e ðan isn, í k s r iðuum vikumrá Uppre rir v n i y f r Hlað rir nokk enningu reisnar, f ttis

é ð k Fy iður fingu Vi sis, jafnr var v g r l a y o Sólb gliðahre þágu fre gs. Í fyrr einn í a n u sem f sitt mfél star nara sa tilnefnd di ungum a g og op n einni rskaran g forset , o ú hú ram I Ísland til barna f u í t a. af t , af JC g sit réttind a l m u m n ding man ir fra Íslen nds, fyr iðar og Ísla heimsfr

er heldur ekki ólöglegt að senda svoleiðis myndir áfram með samþykki viðtakandans. Skömmin felst raunverulega í því að viðtakandinn brjóti það traust sem honum var gefið með því að dreifa nektarmyndunum áfram í því skyni að niðurlægja, græða á þeim eða kúga til frekara ofbeldis. Þessi þolendaskömm er svo ótrúlega úrelt og þarf að stoppa.

– Ég veit að þú hefur sjálf mátt þola ýmsar útgáfur af óumbeðnum óþverra. Þú færð sendar typpamyndir og jafnvel eitthvað sóðalegra en það. Er algengt að stelpur fái slíkar sendingar? Hversu sóðalegt og gróft er það sem börn og ungmenni eru að fá sent í dag?

Við skulum bara orða það þannig að flest skilaboðanna, sem ég hef birt á FávitaInstagramminu, eru það ógeðsleg að ég vil helst ekki þylja þau upp í blaðaviðtali. Ég hvet þau sem áhuga hafa, og vilja kynna sér málin betur, að skottast á Instagram og skoða skilaboðin með eigin augum. Mjög margar tólf ára stelpur hafa haft samband við mig eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi á netinu. Svo ungar eru þær.

– Það er leitað til þín með ýmis konar spurningar um allt milli himins og jarðar. Á ungt fólk erfitt með að fá eða finna svör við því sem brennur á því?

Það virðist vera. Ég hef fengið mörg þúsund spurningar frá ungu fólki síðustu ár. Kynfræðslan í grunnskólum landsins er af skornum skammti og hefur verið lengi, þrátt fyrir áratugalanga kröfu ungmenna um að stjórnvöld auki hana. Þessi fjöldi spurninga sýnir það vel hversu mikilvægt það er að auka kynfræðslu fyrir öll börn. Það gengur ekki að skólakerfið okkar virki fyrir sum börn og önnur ekki. Við þurfum að tryggja jafna menntun fyrir þau öll. Þetta snýst ekkert um að fullorðnir viti allt eða geti svarað öllum spurningum sem börn og unglingar hafa. Það er allt í lagi að segja: „Ég er ekki viss en ég skal samt reyna að komast að því fyrir þig og aðstoða þig.“ Stundum þurfa ungmennin okkar bara að finna fyrir því að það sé einhver í lífinu þeirra sem hlustar á þau og virðir.

– Segðu mér frá fyrirlestrum og hvernig hafi gengið að komast inn í skólana? Hvernig hefur viðhorf skólakerfisins verið?

Það hefur gengið voðalega vel. Ég hef bæði verið að flytja fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum og svo á kvöldin í félagsmiðstöðvum. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo dýrmætt að fá að tala um þessa hluti opinskátt við alls konar fólk. Mér hefur alltaf verið vel tekið af starfs-

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

„Það er ekkert skömmustulegt eða ólöglegt við það að taka af sér nektarmyndir“

aldrei orðið fyrir einhvers konar ofbeldi en þau sem senda oftast á mig varðandi ofbeldi eru ungt fólk, oftast undir tvítugu.

va dó bön k


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

eða kúga“ fólki í þeim skólum sem ég hef verið bókuð og ég kann að meta það. Ég hef líka oft verið bókuð af foreldrafélögum í grunnskólum en þau geta einmitt farið fram á að fá fyrirlesara inn í skólana á skólatíma með fræðslu.

– Hvernig kom það til að Fávitafræðslan verður tekin upp á Akureyri?

Grunnskólakennari á Akureyri hafði samband við mig og spurði mig hvað mér fyndist um að hann myndi nota efnið á síðunni minni til kennslu á unglingastigi. Mér fannst það auðvitað bara sjálfsagt mál og gaf góðfúslegt leyfi. Í framhaldinu samþykktu svo bæjaryfirvöld á Akureyri að áfanginn „Fávitar“ yrði valgrein í boði fyrir allt unglingastig í grunnskólum Akureyrarbæjar næsta haust. Þetta er auðvitað algjör heiður. Í kjölfarið á þessu hafa svo fleiri kennarar og skólastarfsfólk í öðrum grunnskólum á Íslandi sett sig í samband við mig og óskað eftir nánari upplýsingum um fyrirkomulagið og lýst yfir áhuga á þessu verkefni.

– Ákvaðstu að fara í bókaútgáfuna í framhaldið af því?

Ég hafði verið með hugmyndina af bókaútgáfu í kollinum í smá tíma en fyrirkomulagið á Akureyri hvatti mig til að láta verða af þessu. Mig langaði að koma þessum gríðarlega fjölda spurninga frá unglingunum og svörum við þeim á prent og stefni á að gefa út kynlífsbókina Fávitar fyrir jól.

Fávitar

er kyn- og ig. fræðsla fyrir unglingast getnaðarFræðsla um kynhneigð, útferð, kynsjúkarnir, óléttu, blæðingar, rlmennsku, samóma, tékk, femínisma, ka ður, brjóst, knús, nd, sambandsslit, suð, da amshár, hjálparkynlíf, druslur, mörk, lík fyrsta skiptið, tæki, sæði, píkur, typpi, llnægingar, sjálfsfróun, sleipiefni, fu og hótanir lög um kynferðisofbeldi na og hvar aðstoð er að fin vegna ofbeldis.

víkur á einum Fríður hópur í Grunnskóla Grinda Sólborgar. af fjölmörgum fræðslufyrirlestrum – Hvernig verður bókin og hvernig á að kosta það verkefni?

Fávitar verður fræðslubók, byggð á nákvæmlega þeim spurningum sem íslenskir unglingar hafa til samskipta, kynlífs, ofbeldis, fjölbreytileika og fleira, og svör við þeim. Ég held hún muni bæði gagnast við kennslu, hvort sem það er innan eða utan skóla, eða til að skapa umræður heima fyrir. Þessi bók verður leiðarvísirinn sem ég sjálf sem unglingur hefði haft virkilega gott af því að hafa til hliðsjónar þegar ég var með ýmsar vangaveltur um lífið og tilveruna. Ég stefni á að gefa bókina út á

eigin vegum og er þess vegna að safna fyrir útgáfukostnaðinum. Það er söfnun í gangi inn á Karolina Fund en sú síða er „all or nothing“ fjármögnunarverkefni sem hefur ákveðinn tímaramma, svo annað hvort tekst mér að safna upphæðinni allri eða ekki. Nú þegar er helmingi markmiðsins náð og það eru rúmlega tuttugu dagar af söfnuninni eftir en peningurinn færi meðal annars í að greiða fyrir umbrot, prófarkalestur, teikningar, prentun og dreifingu. Á Karolina Fund er m.a. hægt að forpanta bók eða bækur hjá mér og styrkja þannig útgáfuna.

Með því að smella á merki Karolina Fund getur þú heitið á verkefnið Fávitar – Fræðslubók um fjölbreytileika, ofbeldi, samþykki og kynlíf.

Teikning: Ethorio


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gísli Freyr Njálsson

er háseti á varðskipinu Tý. Hann hefur áhuga á siglingum og sjóbjörgun og ætlaði sér að verða skipstjóri eða vélstjóri þegar hann yrði stór.

Netspj@ll

Hvað er það versta sem getur gerst?

– Nafn: Gísli Freyr Njálsson.

– Versti matur: Skata.

– Hvað sástu síðast í bíó? Playing with Fire.

– Fæðingardagur: 22. júlí 1999.

– Hvað er best á grillið? Nautalund.

– Fæðingarstaður: Reykjavík.

– Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn.

– Uppáhaldsíþróttamaður: Gylfi Sigurðsson.

– Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Heiða og Njáll Trausti. Ég á tvo bræður, Björgvin Frey og Árna Frey og systir mín er Arnbjörg.

– Hvað óttastu? Kóngulóarvef.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Skipstjóri eða vélstjóri.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Tom Hanks.

– Aðaláhugamál: Siglingar og sjóbjörgun.

– Hvaða bók lastu síðast? Every Tool’s a Hammer: Life Is What You Make It.

– Uppáhaldsvefsíða: Visir.is – Uppáhalds-app í símanum: Facebook. – Uppáhaldshlaðvarp: Nei, hættu nú alveg.

– Mottó í lífinu: Hvað er það versta sem getur gerst?

Skata

– Uppáhaldsmatur: Lambalæri og með því.

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Nei. – Uppáhaldssjónvarpsefni: South Park. – Fylgistu með fréttum? Já, í sjónvarpi og á netinu.

– Hvað á að gera í sumar? Sigla og ferðast innanlands. – Hvert ferðu í sumarfrí? Til Ameríku.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert n o s s – Ertu hjámyndir þú fara með ð Sigur i f l y G trúarfullur? þá fyrst og hvað Nei. myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi fara út á Reykjanesvita – Hvaða tónlist kemur og ég myndi fara um allt Reykjanes þér í gott skap? með gestina. Folks. – Uppáhaldsíþróttafélag: Keflavík.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Rapp. – Hvað hefur þú að atvinnu? Háseti á varðskipinu Tý. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, vinna meira. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Bara ágætlega miðað við hvernig staðan er núna. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, já.


Kl. 12:00 Hátíðarguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar ásamt messuþjónum og sönghópurinn Ómur syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista.

Fyrir unga fólkið

Kl. 13:00 Hátíðardagskrá í Skrúðgarðinum Streymt beint frá Facebooksíðu Víkurfrétta og Facebooksíðu Reykjanesbæjar.

15:00-17:00 Sundlaugarpartý í Vatnaveröld Fyrir nemendur sem voru að klára 4. - 7. bekk. DJ heldur uppi stuðinu.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur þakkarorð. Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Skátafélagið Heiðabúar stýra fánahyllingu. Fánahyllir: Inga María Ingvarsdóttir, fyrrum leikskólastjóri. Þjóðsöngur: Karlakór Keflavíkur. Setningarræða: Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar. Ræða dagsins: Sveinbjörg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Fjallkona: Salka Lind Reinhardsdóttir, nýstúdent.

18:30-19:30 Pylsupartý í Fjörheimum Pylsur í boði fyrir nemendur sem voru að klára 4 - 10. bekk á meðan birgðir endast. Partý í Fjörheimum Fyrir nemendur sem voru að klára 7. - 10. bekk. 20:00 - 21:00 Útileikir (ef veður leyfir, annars innileikir.) 20:30

Íbúar eru hvattir til þess að fylgjast með hátíðardagskránni í beinu streymi. Aðrir viðburðir: 13:00 - 17:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í Blue-höllinni 14:00 - 17:00 Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í Njarðvíkurskóla 12:00 - 13:30 Fjölskyldubingó Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í íþróttahúsi við Njarðvíkurskóla 12:00 - 17:00 Duus Safnahús opin - aðgangur ókeypis. 11:00 - 18:00 Rokksafn Íslands opið - aðgangur ókeypis. 12:00 - 17:00 Vatnaveröld opin fyrir almenning.

Danskompaní sýnir atriði.

21:00 - 22:00 Ingó og nokkrir Veðurguðir. Sjoppa á staðnum. Nánari upplýsingar á fjorheimar.is.

R U K I E L A T ÞR AU og Skemmtigarðsins jar æ b s e n a j k í boði Rey

Skráning

ngar á www.reykjanesbaer.is i s ý l p p u ri og freka

VERÐLAUN Í BOÐI


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hlustað á hafið

Nýjar sýningar opnaðar í Duus Safnahúsum Fjórar nýjar sýningar opnuðu í Duus Safnahúsum á föstudaginn. Listasafn Reykjanesbæjar opnaði tvær sýningar og Byggðasafn Reykjanesbæjar opnaði jafnframt tvær sýningar. Af hug og hjarta er sýning eftir Harald Karlsson en þar er að finna tilraunakennd vídeóverk. Í Stofunni er svo sýningin Gerðið eftir Steingrím Eyfjörð. Gerðið er innsetning og lýsir ferli listamannsins þar sem hann nær tengslum við huldumann í gegnum miðil. Verkið er smíðað eftir leið­ beiningum huldumannsins, eins og segir í lýsingu á sýningunni.

Af hug og hjarta Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

Hlustað á hafið er sýning sem fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatím­ ans við hafið umhverfis Reykjanesið en sýningin er í Gryfjunni. Fólkið í kaupstaðnum er sýning þar sem gefur að líta sýnishorn af ljós­ myndum í eigu Byggðasafns Reykja­ nesbæjar með sérstakri áherslu á ljós­ myndir Heimis Stígssonar og Jóns Tómassonar. Þema sýningarinnar er fólk og mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarð­ vík á árunum 1944 til 1994. Við opnun sýningarinnar var jafnframt opnaður ljósmyndavefur Byggðasafns Reykja­ nesbæjar, reykjanesmyndir.is.

Af hug og hjarta


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Fólkið í kaupstaðnum

Gerðið


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sýningar Listasafns Reykjanesbæjar: Af hug og hjarta Haraldur Karlsson Á sýningunni Af hug og hjarta er að finna tilraunakennd vídeóverk eftir Harald Karlsson. Frá árinu 2014 hefur Haraldur verið að vinna verk í vídeó sem byggja á segulómmyndum af heila og hann kallar ein­ faldlega Heili (Brain). Vísindin vita ennþá lítið um heilann en segul­ ómyndirnar eru hluti af vísindarannsókn sem miðar af því að öðlast betri þekkingu á starfsemi heilans og þroska hans. Í gegnum segul­ ómyndirnar hefur Haraldur haldið í sinn eigin listræna könnunar­ leiðangur um myndefnið þar sem hann nýtir sér myndvinnsluforrit til að ferðast um óþekkt svæði og teikna upp mynstur, brautir og efna­ hvörf. Nýverið áskotnuðust honum einnig segulómyndir af hjarta sem hann notar á sama hátt og birtast í þessari sýningu með myndum af heilanum. Hluti af innsetningunni í Listasafni Reykjanesbæjar byggir einnig á óhlutbundnu myndefni sem fjallar um sama viðfangsefni en eru unnið beint í myndvinnsluforrit. Verkið er langtímaverkefni, gert í beinu framhaldi af Litla sólkerfinu (2000–2022).

Gerðið Steingrímur Eyfjörð Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) hóf að starfa í myndlist á áttunda ára­ tug síðustu aldar, hann hefur unnið með fjölbreytta miðla og ólík viðfangsefni m.a. menningararfleið Íslendinga, þjóðsögur og hjátrú. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 með verkið Lóan er komin sem samanstendur af þrettán sjálfstæðum verkum og þar á meðal er Gerðið sem sýnt er á Listasafni Reykjanesbæjar. Gerðið er innsetning og lýsir ferli listamannsins þar sem hann nær tengslum við huldumann í gegnum miðil. Verkið er smíðað eftir leið­ beiningum huldumannsins og kaupir Steingrímur einnig af honum huldukind til þess að sýna í gerðinu. Áhorfandinn stendur því gagn­ vart nútíma álfasögu þar sem hann þarf að ákveða hverju hann vilji trúa.

Sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar: Hlustað á hafið Sýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið um­ hverfis Reykjanesið. Íbúar þessa svæðis áttu allt sitt undir hafinu og því sem sjórinn gaf. Undir yfirborðinu var gullkistan sem sjómenn sóttu lífsviðurværið í, án auðugra fiskimiða nærri landi hefði svæðið trauðla haldist í byggð en sóknin á árabátum gat orðið varasöm, ekki síst þegar róið var á vetrarvertíð. Þá urðu formenn bátanna að hlusta á hafið á myrkum morgnum til að meta hvort óhætt væri að róa. Sýning­ unni er ætlað að veita gestum innsýn í þann heim sem forfeður okkar áttu með hafinu, sem stundum var blítt og létt en kannski oftar úfið og krafðist reglulega mannfórna. Sýningarsalur: Gryfjan.

Fólkið í kaupstaðnum Á sýningunni gefur að líta sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggða­ safns Reykjanesbæjar með sérstakri áherslu á ljósmyndir Heimis Stígs­ sonar og Jóns Tómassonar. Þema sýningarinnar er fólk og mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994. Sýningin er jafnframt tileinkuð nýjum ljósmyndavef Byggða­ safns Reykjanesbæjar, reykjanesmyndir.is, sem var opnaður við þetta tilefni. Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Ljósmyndavefur Byggðasafns Reykjanesbæjar, reykjanesmyndir.is, var opnaður formlega við opnun sumarsýninga í Duus Safnahúsum.


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vildi vakna í líkama Tiger Woods og spila lokadaginn á Masters Netspj@ll

Anna María Sveinsdóttir væri til í að bjóða Michael Jordan og Tiger Woods í draumakvöldverð. Hún væri reyndar til í að vakna upp í líkama Tiger Woods og leika lokadaginn á Masters. Golf á hug Önnu Maríu í dag eins og sjá má af lestri svara við spurningum í netspjalli Víkurfrétta. Ef tímaflakk væri í boði færi Anna María reyndar á þann stað þar sem hún var 25 ára og átti mörg ár eftir í körfuboltanum, enda mun ævisagan fá titilinn Tvö líf – fyrir og eftir boltann! – Nafn: Anna María Sveinsdóttir. – Árgangur: 1969. – Búseta: Keflavík. – Fjölskylduhagir: Gift Brynjari Hólm Sigurðssyni og eigum tvo stráka Hafliða Má og Sigurð Hólm og svo tvö barnabörn, Daníel Hólm og Hugrúnu Önnu. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Ég er fædd og uppalin í Keflavík, í Háholtinu þar sem ég bý í dag. Mamma mín er Anna Pála Sigurðardóttir og pabbi minn Sveinn Ormsson, ég á tvær systur Erlu og Helgu. – Starf/nám: Vátryggingarráðgjafi í TM. – Hvað er í deiglunni? Reyna að spila sem mest golf í sumar.

heitinn sagði við mig að skólinn færi ekkert frá mér en körfufboltaferillinn gerði það. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Íþróttakennari, væri alveg til í að vera það í dag, þá væri ég í fríi á sumrin og gæti spilað meira golf, annars er ég mjög ánægð í mínu starfi í TM. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Daihatsu Charade, rauður með kýrauga, algjör kaggi. Við vinkonurnar, Björg og Svandís, rúntuðum um allt land á honum. – Hvernig bíl ertu á í dag? Toyota Land Cruiser.

– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Ég held að ég hafi nú bara verið ágætis nemandi í grunnskóla.

– Hver er draumabíllinn? Mér finnst Land Cruiserinn mjög góður en annars er ég líka til í Volvo jeppa.

– Hvernig voru framhaldsskólaárin? Framhaldsskólaárin voru mjög skemmtileg … var frekar lengi að taka stúdentsprófið, lét körfuboltann ganga fyrir. Það hafðist á endanum en sé ekki eftir neinu, þetta var góður tími, eins og Gísli Torfa

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Það var dúkkan mín hún Bettý, lék mér mikið með hana en ég átti líka bangsa sem fór út um allt með mér og ég á hann ennþá.

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

– Besti ilmur sem þú finnur: Mér finnst lykt af nýslegnu grasi æðisleg.

– Leikurðu á hljóðfæri? Ég leik ekki á hljóðfæri og hef aldrei gert.

– Hvernig slakarðu á? Ég er alsæl þegar ég er með ískaldan öl í góðu veðri og góðum félagsskap

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi nokkuð á sjónvarp og þá aðallega íþróttir, stundum Netflix líka.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Þegar ég var á þeim aldri, var það bara þessi „eitís“-tónlist annars held ég að ég verði bara pínu að setja pass á þessar tónlistarspurningar, ég hlusta á mest allt en er mjög léleg t.d. í popppunkti og þess háttar tónlistarleikjum.

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Leik með Liverpool! – Besta kvikmyndin: Ég er ekki mikil kvikmyndamanneskja og nú fara vinkonur mínar í Stellunum að hlægja en Lion King og Stella í Orlofi eru mjög svo tímalausar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Pass!

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Tvö líf – fyrir og eftir boltann!

– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Þríf betur en allir en þeir eru mun betri í eldhúsinu en ég!

– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ég væri til í að vera í líkama Tiger Woods og spila lokadaginn á Masters.

– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Karamellutertan hennar mömmu, ég er að mastera hana. – Hvernig er eggið best? Hálf linsoðið. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Get pirrað mig á minnstu hlutum en er að reyna að gera það ekki, er allt í vinnslu ! – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og ókurteisi. – Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Ekki geyma til morguns það sem þú getur gert í dag! – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var á Mallorca með mömmu og pabba, fjögurra ára gömul. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Nákvæmlega, mögulega!

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ég myndi alltaf bjóða einhverjum af mínum skemmtilegu vinum en ef við förum út fyrir það myndi ég bjóða Michael Jordan, Jürgen Klopp og ég gæti ekki gert upp á milli vinkvenna minna í saumaklúbbnum þannig að ég myndi bjóða Höddu vinkonu, þetta yrði geggjað kvöld og karlmennirnir mínir í fjölskyldunni myndu elda fyrir okkur ... þetta myndi ekkert endilega klikka! – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Eins og flestir aðrir ... mjög sérstakt hingað til en það rætist vonandi úr þessu þegar líður á árið. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, já. Ég er nú alltaf frekar bjartsýn og reyni lítið að kíkja í baksýnisspegilinn þannig að ég er bara bjartsýn fyrir sumrinu.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Þegar ég var u.þ.b. 25 ára og átti nóg eftir í körfunni. Vildi óska þess að ég gæti enn æft körfu, ekkert endilega keppa bara æfa ... þetta var skemmtilegur tími ...

eistari Deildarm 1995

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

– Hvað á að gera í sumar? Ég ætla að reyna að spila mikið golf, ferðast með hjólhýsið og sinna barnabörnunum eins mikið og hægt er.

myndi ég taka hring um Reykjanesið eins og það leggur sig. Ég þyrfti meira að segja að skoða það betur það eru svo margir fallegir staðir hér á svæðinu.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Það er ekki ákveðið, ég læt bara veðrið ráða því hvert ég fer, nenni ekki að ferðast mikið í rigningu.

– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... Ég myndi fara með Binna til Sevilla á Spáni, mér finnst það sjúklega kósý staður. Allt svo rólegt og þægilegt, gott að borða og drekka ... en núna tækjum við golfsettin með.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi fara með þau í Leiruna í golf og mat á eftir í Leirukaffi, svo


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lyktin í búningsklefanum rétt fyrir leik í fótboltanum er sérstök Falur Helgi Daðason gæti ekki bjargað lífi sínu með hljóðfæraleik. Hann sér ekki fyrir sér útilegur, segist vera meiri hótelmaður. Spurður hvar hann slaki á stendur ekki á svarinu: „Í góðu fríi á sólarströnd með fjölskyldunni er besta slökunin. Einnig er góð slökun að fara út að hlaupa og hjóla, þannig hleður maður batteríin vel.“ Falur er í Netspjalli við Víkurfréttir í þessari viku. – Nafn: Falur Helgi Daðason. – Árgangur: 1974. – Fjölskylduhagir: Ég er giftur, fjögurra barna faðir; tólf ára drengur og fimmtán, sautján og 22 ára stúlkur. – Búseta: Bý í Sunny Kef.

– Starf/nám: Ég er sjúkraþjálfari og rek, ásamt Björgu Hafsteins og mökum okkar, Sjúkraþjálfun Suðurnesja og hef gert í tuttugu ár. Ég er með Bs gráðu frá Háskóla Íslands.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

Netspj@ll

– Hverra manna ertu og hvar upp alin? Er sonur Daða Þorgrímssonar, sveitamanns úr Kelduhverfi í Öxarfirði, og Jóhönnu Birnu Falsdóttur, Keflvíkings. Ég fæddist í Keflavík og hef búið hér alla mína tíð.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

– Hvað er í deiglunni? Það er alla vega ekki að fara í útilegur í sumar, ég er meira svona hótelmaður. Annars er það helst á döfinni í dag að halda áfram að hugsa vel um fjölskylduna mína og fyrirtækið og rækta það eins vel og hægt er. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Ég var ágætur nemandi, krefjandi, orkumikill og nokkuð góður í leikfimi. Held bara fínn drengur. – Hvernig voru framhaldsskólaárin? Ég stundaði nám við FS og voru þetta góð ár enda kynntist maður mörgu fólki á þessum árum sem urðu vinir til lífstíðar og að sjálfsögðu kynntist ég Elínu minni þarna þannig að það er ekki annað hægt að segja en þetta hafi verið góð ár. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég man ekki eftir neinu sérstöku en ætli ég hafi ekki haft þann draum að verða atvinnumaður í fótbolta, hef reyndar atvinnu að einhverju leyti af fótbolta í dag :-) – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Toyota Corolla, standard týpa með vínilsætum, geggjaður bíll. – Hvernig bíl ertu á í dag? Toyota Landcruiser og Kia Stonic. – Hver er draumabíllinn? Volvo xc90 eru geggjaðir bílar, á eftir að fá mér svoleiðis bíl þegar ég verð stór. – Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ætli það hafi ekki verið fótboltinn. – Besti ilmur sem þú finnur: Það er svolítið skrýtið en lyktin inní búningsklefanum rétt fyrir leik í fótboltanum er sérstök, kannski ekki besti ilmur ef við getum kallað hann ilm en tilfinningin af spennu fyrir leiknum gerir ilminn góðan. – Hvernig slakarðu á? Í góðu fríi á sólarströnd með fjölskyldunni er besta slökunin. Einnig er góð slökun að fara út að hlaupa og hjóla, þannig hleður maður batteríin vel. – Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Það er auðvelt, U2, besta hljómsveit allra tíma :-) – Uppáhaldstónlistartímabil? Ég er alæta á tónlist, hlusta á flestar tegundir tónlistar þannig að það

tímabil sem maður er í er líklega það besta. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Nýjasta platan hans Ásgeirs, Satt, er geggjuð. – Hvers konar Villi Vill tónlist var hlustað á á þínu heimili? Þegar ég bjó hjá mömmu og pabba á Heiðarhorninu þá var Villi Vill oftast spilaður og er oftast spilaður enn í dag. – Leikurðu á hljóðfæri? Nei, gæti ekki bjargað lífi mínu með hljóðfæraleik. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi mikið á sjónvarp, helst horfi ég á þætti á Netflix, Stöð 2 og RÚV en aðalsjónvarpsefnið mitt er þó íþróttir, þar horfi ég á allt sem ég kemst í tæri við og fæ að hafa sjónvarpið í friði. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Leikjum með Liverpool, það er ótrúlega margt sem ég er tilbúinn að fórna til að geta horft á leik með mínum mönnum. – Besta kvikmyndin: Shawshank Redemption er geggjuð mynd. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Ég les alveg rosalega lítið, líklega er uppáhaldsrithöfundurinn minn Arnaldur Indriðason þar sem ég hef ekki lesið bækur eftir neinn annan og besta bókin er Betty. Reyndar las ég bókina um Klopp líka en það er annað mál. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég vil meina að ég geri allt betur en allir hér á mínu heimili, ég kann að skera ost rétt, skera appelsínurnar rétt, sný klósettrúllunni líka rétt en það virðist vera mjög erfitt að ná því hvernig þær eigi að snúa. Svo vinn ég yfirleitt í öllum íþróttum. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Nautalund, verður að vera Medium Rear, þar er ég algjör meistari. – Hvernig er eggið best? Over Easy egg eru best. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á það til að hlaupa stundum á mig.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og geta ekki gert það sem ég taldi upp áðan, skera ostinn rétt, sumir vinnufélagar mínir á Sjúkraþjálfun Suðurnesja eru þarna algjörlega ófærir í því. – Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Be kind always. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var að veiða með pabba í Brunná við bæinn þar sem hann ólst upp. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Nota þennan svolítið heima hjá mér við fjölskylduna ... æi viltu ná í þetta fyrir mig? – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi líklega til baka um fjögur, fimm ár, til Manchester og ég færi ekki í Liverpool-bolnum mínum á leikinn Manchester - Liverpool. Ég kæmist þá kannski inn á leikinn. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Maðurinn sem fór ekki í útilegu. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump, ég myndi byrja á því að segja af mér forsetaembættinu og svo myndi ég líklega fara að spila golf á einhverjum af golfvöllunum mínum. – Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Hef mikinn áhuga á að bjóða meistara Klopp í mat, held að það yrði mjög skemmtilegt. Svo væri ég alveg til í að detta í smá dinner með Bono og The Edge og spjalla um

heimsmálin og fá þá svo til að taka lagið í stofunni hjá mér. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Þetta ár hefur ekki verið alveg uppá það besta, það má þó segjast eins og er að þegar það hægðist á öllu í kjölfarið á COVID-19 þá sá maður svolítið hlutina í réttu ljósi og sér hve heppinn maður er með fjölskyldu og vini. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Sumarið verður flott, líklega mikil vinna. Fótboltinn mun standa sig vel og maður á eftir að fara eitthvað um landið og kanna hótelin með fjölskyldunni. – Hvað á að gera í sumar? Fótbolti og sund lita sumarið hjá okkur. Vegna COVID þá frestuðust öll sundmótin og verða þau fyrirferðamikil næstu vikurnar. – Hvert ferðu í sumarfrí? Við munum líklega ferðast að mestu innanhúss en jafnvel verða farnar stuttar ferðir um landið þegar tími gefst til. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Fyrst myndi ég náttúrlega fara með þá á Garðskaga og skoða sólarlagið þar, algjörlega geggjað. Svo myndi ég fara með þá þennan helsta hring, Brú milli heimsálfa, Sandvík, Brimketil og Gunnuhver og ef þeir eiga nægilega mikinn pening þá myndi ég biðja þau að bjóða mér í Bláa lónið. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu.... ... til Ítalíu í frí með fjölskyldunni minni. Myndi líklega enda á Lake Como og hafa það huggulegt í tvær vikur.


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur Inga Þórs Ingibergssonar Ingi er hljóðmaður í hljóðverinu Lubba Peace sem hann og eiginkona hans, Anna Margrét Ólafsdóttir, eiga og reka saman. Lubbi Peace er samt miklu meira en hljóðver eins og segir á heimasíðu þeirra:

„Lubbi Peace er bakhús í Keflavík sem hjónin Ingi Þór og Anna Margrét eiga. Þetta er ekkert venjulegt bakhús því þar gerast galdrar þegar saman koma skapandi einstaklingar og búa til tónlist, skrif og skraf.“ Ingi Þór hefur ástríðu fyrir tónlist og hér veitir hann lesendum Víkurfrétta innsýn í hvaða plötur hafi haft einna mestu áhrifin á hann. Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

Crosby Stills Na sh &

Young: Deja Vu Þessi hefur haf t gífurleg áhrif á mig. Það er ei þessum upptök tthvað magic á um! Lög eins og Teach Your Chil Our House og m dren, Woodstoc itt allra uppáhal k, ds ... Almost Cu Ég eeegna þessa t My Hair. plötu! Coverið er mjög áhugavert en lj ósmyndarinn m með aldargamal yndaði félagana li myndavél þar sem myndin frá brennd á einhv linsunni er erskonar málm plötu. Þeir þurf kyrrir í heilar tv tu að vera graaaafær og hálfa mín útur. Ekki er hæ í svo langan tím gt að halda bros a. Þessa vegna i eru allir svona myndum teknu grafalvarlegir á m átján hundru ð og eitthvað. En alla vega ... ljósmyndarinn var með backuphann smellti af myndavélar sem nokkrum mynd um á meðan þeir grafkyrrir. Á ei sátu og stóðu nu augnabliki rö lti hundur nágra framan þá, stal nnans fyrir draði við og hél t svo ferð sinni Þeir enduðu með áfram. að velja þá myn d vegna þess að unum var ekki út frá málmplöt hægt að framkal la nægilega skar pa mynd. wbiz i verið gær, o h S : e s haf Mu Museum ns og það

að ei uscle Ég man þ gar ég heyrði M ldhúsinu á þe íe stundina ptið ... nítján ára angi og lagið i k íg í fyrsta s tunni, útvarpið ri ö . Ég sper g .. a l k l e a s v r t a s r raSé a í nokk r meista g e n a a t g t ð e a þ búið þétt ax að heyri str tól, legg smettið a g o n u r y e ás skr tend upp n ... Ég ö verk ... S ð og hækka í bot vo st þetta s rpi n a n v a t f ú r é ð i v .m æringu .. af geðshr ata! geggjað. osaleg pl R D :y r True Sto

Sepu l Fimm tura: C haos t vasad án ára í b AD æj is

á kas kó í vasa arvinnu e n n djúps ttu-repea um og þe ni með t. Þes ssa sn tæð á si me aðra. hrif á illd ta Þ m Ég hl etta er m ig eins o ll hafði u a g ég va staði svo sterpiece svo marg ! o n a skóla n stærðfr ft á þessa plötu æðiv nn. E erkef inhv ég 10 þegar n er 0 þung % einbeit ra hluta v i fyrir ingu arokk þegar egna hélt . ég hl ustað iá

Nirvana: Nevermind

Tímamótaplata!! Þess i plata breytti öllu! Eins og Michael Jord an fyrir NBA þá brey ttu Kurt Cobain og félaga r tónlistinni í níunni , tónlistarsvamp áratug kynslóðar minnar. Þeir líka gátu ekki ve rið heppnari með að fá upptökustjórann Bu tch Vig til að taka upp plötuna. Hann tó k tónlistina þeirra og hjálpaði til við að gera þessi lög ódauðleg m eð geggjuðu Soundi og gó ðu mixi. Butch fékk meira að segja Kurt til að dobbla sönginn sinn sem hann hafði aldrei verið til í. Fullkomið samstarf.

Fleetwo od Mac: Peter G The bes reen er að mínu t of Pete hljómsv mati be eit. Það r Green s ti gítarl er svo m til að fá ’s Fleet eikari a ikil tilfi sand í a llra tím nning í ugun. A wood M Money a og Fleet spilame lbatross Maker m ac w n e ns o r e

Sorgleg od Mac bes ku ð þessum th er mögn eðaldúd ta instrument nni hans að það u notkun vernig fór fyri a d l g u e l m a t u g allra t er bara r fengið ð r Peter og varð í m e s m i aldrei s mínu m ig amur af nemma í sjöun ns og blúseyrn a og Shake You at ni í Þýs akonfek tur. Han r Þessi pl i aldrei með tæ kala t. nt ata ram r mar inn nar þar sem ha ók aftur upp gí ndi. Klikkaðis ta t af LSD n allt það besta fr n var með hæl rinn seinna en ana i Fl á Peter k omst að eetwood Green-t ímabili Fleetwo Mac. od Mac.


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Dreymir um kóngabláa bjöllu – krómaða í drasl Hársnyrtimeistarinn Elín Ása Einarsdóttir er hvatvís og ör, hún trúir að Tæland sé eitt fallegasta landið á hnettinum og langar að heimsækja það. Elín Ása syngur líka í bílnum þó hún sé kannski pínuuu fölsk.

Netspj@ll

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Klárlega rokk, Skid Row var alltaf í fyrsta sæti og svo Guns’n’Roses og AC/ DC – og jú Bubbi var nú alltaf líka í uppáhaldi.

– Nafn: Elín Ása Einarsdóttir. – Árgangur: 1977. – Fjölskylduhagir: Er í sambúð og erum með fjögur börn saman.

– Uppáhaldstónlistartímabil? 80’s rokk.

– Búseta: Keflavík. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Foreldrar mínir eru Einar Guðberg Gunnarsson og Guðný Sigurðardóttir, ég er fædd og uppalin upp í Keflavík. – Starf/nám: Hársnyrtimeistari. – Hvað er í deiglunni? Að lifa og njóta í núinu með fjölskyldunni og vinum.

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Er alæta á tónlist í dag þannig að ef ég get blastað tónlistinni í bílnum og sungið með þá er ég sátt, þó restin af fjölskyldunni er ekki á því að ég eigi vera að syngja því ég er kannski pínuuu fölsk. – Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Allskonar Jazz og Rock. – Leikurðu á hljóðfæri? Nei.

– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Ég var hvatvís og ör en samviskusöm með námið og skilaði góðum einkunum.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Horfi aðallega á Netflix, á sakamálaþætti og þætti um víkingatímabilið – og jú, dett stundum inn í dramaþætti.

– Hvernig voru framhaldsskólaárin? Þau voru skemmtileg og ævintýrarík.

– Besta kvikmyndin: Shawshank Redemption.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ætlaði alltaf að verða hársnyrtimeistari, það kom aldrei neitt annað til greina.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Arnaldur Indriðason er uppáhaldsrithöfundurinn minn en á ekki eina uppáhaldsbók.

– Hver var fyrsti bíllinn þinn? Það var Fiat Uno og minnir mig að hann var árgerð 1976.

– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég mastera í djúsý folaldasteik með ofnsteiktum sætum kartöflum sem eru baðaðar upp úr olíu og kryddi, ljúffengu salati og piparostasveppasósu – og ég er mikið fyrir það að útbúa ljúffengan mat en hann þarf einnig að líta vel út á disknum, því vel eldaður matur er ekki jafngóður ef hann tekur sig ekki vel út á disknum.

– Hvernig bíl ertu á í dag? Ég er á Toyota Auris 2011. – Hver er draumabíllinn? Kóngablá bjalla, krómuð í drasl, árgerð 1972–1973 og með svörtu leðri að innan og góðum græjum svo ég þurfi ekki hlusta á sjálfa mig syngja. – Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég elskaði hjólið mitt.

– Hvernig er eggið best? Linsoðið.

Blá bjalla

– Besti ilmur sem þú finnur: Ilmurinn í sveitasælunni þegar það er að kvölda og nýbúið að rigna, þá kemur mildur og ferskur ilmur af trjánum/náttúrunni ... það er það allra besta. – Hvernig slakarðu á? Hmmm, góð spurring … en ætli það sé ekki þegar ég fer í bað á kvöldin og tek smá „me-time“ í ró og næði. Þá er ekkert annað að trufla og ég neyðist til að slaka á.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Meðvirkni.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti og seinagangur. – Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Glymur hæst í tómri tunnu. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Það var þegar ég var að fara í aðgerð fjögurra ára gömul og þurfti vera ein yfir nótt á spítalanum. Hjúkrunarkonurnar sáu óttann í mér og rúlluðu rúminu fyrir framan herbergið þeirra og ég fékk að horfa á sjónvarpið í gegnum glerið þar til ég sofnaði.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Lifðu hverja stund, hlæðu alla daga og elskaðu ótakmarkað. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi klárlega aftur í æskuna og myndi vilja kósý tíma með ömmu minni sem ég var mjög náin og sakna mikið. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Kletturinn. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump og ég myndi byrja á því að segja af mér sem forseti, láta leggja mig inn á geðdeild og sjá til þess að hann gæti ekki aftur snúið til baka sem forseti! – Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Unnustanum og foreldrum mínum. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Eins og ég sé í rússibana og ég veit ekki hvað gerist í næstu lykkju. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, sumarið verður frábært í alla staði. Hvort sem það verður sól eða rigning þá verður þetta frábært sumar sem ég ætla njóta með fjölskyldunni og vinum. – Hvað á að gera í sumar? Ég ætla mér að ferðast um landið með fjölskyldunni og vinum, bæði á mótorhjólinu og húsbílnum. Svo ætla ég mér að njóta þess að vinna og æfa ... það var alltaf sjálfsagt að gera þessa hluti en eftir að vera án vinnu og Sporthússins út af COVID-19 þá nýt ég þess enn meir eftir að allt var opnað aftur. Þannig ég ætla mér að NJÓTA! – Hvert ferðu í sumarfrí? Ég ætla mér að njóta Íslands og ferðast um fögru eyjuna okkar. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Það fer alveg eftir áhugasviði hvers og eins en ætli ég færi ekki út fyrir bæinn og fara á Gunnuhver og Reykjanesvita og þar í kring, það er svo fallegt þar og margar perlur á Reykjaneshringnum. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... til Tælands því mig hefur alltaf dreymt um að skoða landið og upplifa menninguna þar. Af myndum af dæma þá held ég að það sé eitt af fallegustu löndunum á hnettinum.

Tæla nd


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

G E V L A R I R Y F R E K K Ö S R E G L A

glötuðum þáttum Skúli Björgvin Sigurðsson keyrði um á Honda Civic, árgerð 1991, dökkblárrri með fullt af

hestöflum, spoiler og álfelgum. Þetta var fyrsti bíllinn hans. Í dag ekur hann um á rútu en á einnig Toyota Hilux og dreymir um alvöru amerískan pallbíl. Ástæðuna segir hann dvöl í Oklahoma um árið. Skúli gaf sér tíma frá eldamennskunni, þar sem hann eldaði Mac’N’Cheese og pulsur, og svaraði nokkrum spurningum í Netspjalli Víkurfrétta. – Nafn: Skúli Björgvin Sigurðsson.

Netspj@ll

– Árgangur: 76ers (1976).

– Hvernig bíl ertu á í dag? Ég ek um á rútu og svo Toyota Hilux.

– Fjölskylduhagir: Full House, þrjár dætur, Birta, Emma og Lilja. Einn sonur, Alexander, og eiginkona ... líka bara ein.

– Hver er draumabíllinn? Dvöl í miðríkjum Oklahoma hér um árið hafa haft þau áhrif að ég vill bara einhvern huggulegan pallbíl (pick-up).

– Búseta: Ég bý í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar.

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Lego. Hannaði heilu hverfin með Lego hér um árið.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin? Sonur Sigurðar Tómas Garðarssonar frá Höskuldarkoti úr Njarðvíkinni og Guðfinnu Sesselju Skúladóttir úr Garðshornsætt Keflavíkurmegin. Þau eru svona Romeo og Juliet par án harmleiks. Ég er svo alinn upp beggja vegna gömlu bæjarmarka Reykjanesbæjar, sleit barnskóm Keflavíkurmegin en hef haldið mig í Njarðvíkurlandi síðan (sunnan Aðalgötu).

– Besti ilmur sem þú finnur: Sjávarloftið finnst mér alltaf svakalega gott, þessu komst ég að þegar ég bjó í Oklahoma og komst lítið í tæri við slíkt (byrjaður að hljóma eins og Falur Harðar með sitt Charleston). – Hvernig slakarðu á? Ég tylli mér bara í sófann eða halla mér og er ansi snöggur að komast í algera slökun þegar tækifæri gefst. Þessum tækifærum hefur hinsvegar snarlega fækkað síðustu ár.

– Starf/nám: Starfa sem flugvirki hjá Icelandair. – Hvað er í deiglunni? Fagna og njóta komandi sólarsumri og öllu sem því fylgir. nokkru sinnum í „skorkortið“ frá – Hvernig nemandi varstu í kennurum. grunnskóla? Ég var þessi týpíski – Hvernig voru framB-nemandi held haldsskólaárin? 1 9 9 1 ég. Náði öllum Þau byrjuðu nokkuð c a Civi d n o H prófum enn var vel, fór í gegnum voðalega mikið gömlu góðu busunað flýta mér. ina (slorkar og koss „Þolinmæðin á svínshöfuð). Í þrautir vinnur miðju kafi fór ég svo allar“ fékk ég í gegnum þungan lærdómstíma sem komu Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

– Hver var fyrsti bíllinn þinn? Honda Civic 1991, dökkblár með fullt af hestöflum , spoiler og álfelgum.

skóla ekkert við. Endaði samt allt gríðarlega vel. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það var ekkert sérstakt planað en pabbi var alltaf svalur með sitt resumé sem útvarpsmaður (Lög ungafólksins) umboðsmaður hljómsveita, torfærukappi, fararstjóri og framkvæmdarstjóri.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Hlustaði mikið á það sem var bara í útvarpi en var mikill rapp/RnBmaður. Lag sem datt í hausinn á mér og man vel þegar ég hugsa til þessa tíma er Rebirth of Slick með Digable Planets, Feel Good-lag. – Uppáhaldstónlistartímabil? 90’s Þar var farið vítt og breitt, þar ber helst að nefna Nirvana, Smashing Pumpkins, Dr Dre, Fugees, Pearl Jam, Metallica, 2Pac, Arres-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35

ted Development, U2. Heljarins smekkur þar á ferð. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég er slakur að finna nýja tónlist og ég uppgötva tónlist mikið hjá vinum mínum Palla K og Jonna Norðdal. Þeir eru duglegir að grafa upp tónlist sem ég svo heyri hjá þeim og í kjölfarið virðist þá falla í kramið hjá mér. – Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Bítlarnir voru vinsælir og svo þessi hefðbundnu íslensku dægurlög voru mikið spiluð hjá mömmu og pabba. Pabbi á plötusafn uppá einhverjar hundruðir platna eftir sína gömlu daga og hans smekkur hefur breyst með árunum meðfram aldri. Gamli spilar þessa dagana á fiðlu og hlustar á klassík. – Leikurðu á hljóðfæri? Nei, því miður en ég er búinn að eiga þrjá gítara, selja tvo þeirra og einn er núna heima. Sverrir Leifsson, flugmaður, smiður og lífskúnster, lofaði mér einhverntímann kennslu á Fender-inn. Ég bíð spenntur. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi þó nokkuð á sjónvarp og þá helst þætti. Er alger sökker fyrir alveg glötuðum þáttum en upp úr standa þeir sem eru byggðir á sannsögulegum atburðum eða þeir sem eru „plausible“ (gætu í alvöru gerst). Breaking Bad líkast til efstur þar á lista.

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég get alveg misst af öllu og kippi mér ekkert sérstaklega upp við það þessa dagana, t.d. að missa af leik með Man Utd. Hins vegar kemur svo flott efni sem ég vil sjá sem fyrst líkt og „Last Dance“. – Besta kvikmyndin: Pulp Fiction. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? James Patterson. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Smíða, laga, syngja. Reyndar er stöngin ansi lágt niðri í því síðast nefnda. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Þjóðarréttur fjölskyldunnar, Mac’N’Cheese og pulsur! – Hvernig er eggið best? Með honum Benedict. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á tímum kannski full bjartsýnn (sbr. sólarsumarið hér fyrr í þessu viðtali). – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Dónaskapur og leiðinlegt/neikvætt hugarfar.

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Því morgni eftir orðinn dag, enginn gengur vísum að. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Mamma og pabbi að skutla mér í pössun hjá ömmu Laddý í „kotið“ um u.þ.b. fimm, sex leytið á morgnanna áður enn þau fóru í vinnu við skreið hérna um árið. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Ekki málið ... – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? 5. nóvember 1955. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Old School. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Myndi líkast til ganga í skrokk á Michael Jordan og semja eitt ár í viðbót við Chicago Bulls. Spila 18 holur með vindil og viskí og loka deginum með því að kaupa mér einhvern huggulegan pallbíl. – Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Obama með góðar inhouse forsetasögur, Seinfeld halda uppi hlátri með góðum sögum og Kurt Cobain á gítarinn plús bransa-

sögur. Frúin fengi líkast til að fljóta með. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Þetta fer líkast til í bankann sem eitt af þeim erfiðari, svo mikið er ljóst – en um leið hef ég það í huga að þetta gæti verið töluvert verra. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, klárlega! Besta sumar ever segi ég alltaf. Heppnaðist í fyrra nokkuð vel eftir mögur ár þar á undan. – Hvað á að gera í sumar? Ég mun skutlast eitthvað út á land við hvert tækifæri. Fæ loksins smjörþefinn af fótboltamótum sem væntanlega koma til með að vera nokkur á næstu árum. – Hvert ferðu í sumarfrí? Vanalega er haldið þar sem hitastigið er reglulega í plús tuttugu gráðum. Þetta árið þurfa þessar tíu til sextán íslensku gráðurnar að duga og ég missi engan svefn yfir því. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... til Madagascar, mig langar að kanna hvort þessi dýr þarna geti bara í raun og veru talað, já og svo kannski líka aðeins á sundlaugarbakkann.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Háaleitisskóli á Ásbrú hlaut Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar 2020 fyrir verkefnið „Réttindaskóli UNICEF“ en síðasta haust hóf Háaleitisskóli þátttöku í tilraunaverkefni sem miðar að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í allt skóla- og frístunda­ starf. Þetta er alþjóðlegt vottunarverkefni sem hefur síðastliðinn áratug verið innleitt með góðum árangri í þúsundum skóla um allan heim.

Anna Kristjana Egilsdóttir og Elíza Geirsdóttir Newman frá Háaleitisskóla. VF-myndir/pket

Réttindaskóli UNICEF í Háaleitisskóla hlaut Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar 2020 Elíza M. Geirsdóttir Newman, deildarstjóri eldra stigs í Háaleitisskóla og verkefnastjóri í verðlaunaverkefninu, sagðist afar ánægð með verðlaunin og sagði að starfið hafi gengið mjög vel á skólaárinu. „Að vera Réttindaskóli UNICEF felur í sér að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er lagður til grund-

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

vallar í öllu skólastarfi. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, efla jákvæð samskipti, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins. Réttindaskólinn passar vel inn í yfirlýsta stefnu Háaleitisskóla um að vera fjölmenningarskóli þar

sem allir fá að vera eins og þeir eru. Hann stuðlar að betri líðan nemenda, vald­eflingu, samkennd og samvinnu meðal nemenda og starfsfólks þar sem allar raddir fá að heyrast. Háaleitisskóli er fyrstur skóla á Suðurnesjum til að innleiða þessa stefnu og verður vonandi öðrum skólum til hvatningar,“ segir í umsögn Val-

gerðar Bjarkar Pálsdóttur, formanns fræðsluráðs Reykjanesbæjar, sem afhenti fulltrúum skólans Hvatningarverðlaunin en fjögur önnur verkefni voru tilnefnd og hlutu einnig viðurkenningu frá Reykjanesbæ. Páll Ketilsson pket@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

Nítján ábendingar bárust „Okkur bárust að þessu sinni nítján ábendingar frá almenningi og aðilum úr skólakerfinu og það sem verkefnin eiga sameiginlegt er að þarna eru stjórnendur, kennarar eða starfsfólk skóla að nýta nýsköpun til að gera eitthvað öðruvísi, ná til nemenda á óhefðbundinn hátt og hugsa út fyrir rammann. Það er einmitt þetta atriði – nýsköpun – sem skólafólk í Reykjanesbæ er augljóslega alveg með á hreinu eins og sást í COVIDástandinu. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig stjórnendur, kennarar og starfsfólk skólanna umbreyttu öllu skipulagi og kennsluháttum hérumbil á einum degi þegar samkomubann var sett

á og við í fræðsluráði viljum þakka ykkur öllum fyrir ykkar framlag á þessum krefjandi tímum,“ sagði Valgerður Björk Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar, við afhendingu verðlaunanna.

Elíza og Anna sitja fyrir á mynd hjá Haraldi Einarssyni. Valgerður Björk Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar kynnti úrslitin.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tilnefning til hvatningarverðlauna 2020:

Hænurnar á Akri

Heiti verkefnis: Hænurnar á Akri. Skóli sem það tilheyrir: Leikskólinn Akur. Nöfn þeirra sem standa að verk­ efninu: Sigrún Gyða og starfsfólk leikskólans Akurs. Lýsing á verkefninu: Starfsfólk leikskólans stóð að byggingu hænsnakofa á lóð skólans og hafa börnin fengið að fylgjast með ferlinu alveg frá því fyrstu eggin og ungarnir komu í hús. Börnin fá einstakt tækifæri til að kynnast dýrum og læra að umgangast þau. Á tímum COVID-19, þar sem börn komu minna í skólann, greip starfsfólk skólans á það ráð

að setja inn upplýsingar, myndir og myndbönd af eggjunum/ ungunum á facebook hóp þannig að börn og foreldrar gátu fylgst með heiman að frá sér.

Tilnefning til hvatningarverðlauna 2020 Heiti verkefnis: Lærum saman í gegnum orðin. Skóli sem það tilheyrir: Háaleitisskóli. Nöfn þeirra sem standa að verk­ efninu: Jóhanna Helgadóttir og Jurgita Millerienė ásamt öðrum kennurum Háaleitisskóla.

Lýsing á verkefninu: Þetta er þróunarverkefni sem Jóhanna og Jurgita hófu haustið 2018 í samfélagsfræði með 6. bekk.

Kolbjörn Ivan Matthíasson og Sigrún Gyða Matthíasdóttir, leikskólastjóri, með viðurkenninguna.

Tilgangur verkefnisins er: • Að auka orðaforða nemenda. • Efla orðskilning nemenda. • Kenna nemendum aðferð í að auka eigin orðaforða. • Skipuleggja vinnu með hugtökum fyrir nemendur með mismunandi námsgetu. Verkefnið nýttist mjög vel skólaárið 2018-2019 í samfélagsfræði og fljót-

lega vildu aðrir kennarar taka upp aðferðina. Haustið 2019 innleiddu stjórnendur skólans hafa aðferðafræðina í öllum námsgreinum.

Tilnefning til hvatningarverðlauna 2020:

Bugsy Malone á sviði Heiðarskóla Heiti verkefnis: Bugsy Malone á sviði Heiðarskóla. Skóli sem það tilheyrir: Heiðarskóli. Nöfn þeirra sem standa að verkefninu: Esther Níelsdóttir (leikstjóri - leikur og dans), Hjálmar Benónýsson (leikstjóri - leikur og söngur), Guðný Kristjánsdóttir (leikstjóri) og nemendur í árshátíðarleikriti. Lýsing á verkefninu: Útfærsla á söngleiknum Bugsy Malone var sett á svið Heiðarskóla í vor. Rúmlega tuttugu nemendur tóku þátt og úrr varð tilkomumikil sýning með glæsilegum söng og dansatriðum. Í ár leit út fyrir að takmarkanir á skólastarfi í samkomubanni myndu koma í veg fyrir að söngleikurinn Bugsy Malone yrði settur á svið en einstaklega áhugasamir og metnaðarfullir nemendur og kennarar blésu til sóknar við afléttingu takmarkana og settu verkið á svið með miklum glæsibrag.

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

Esther Níelsdóttir, Hjálmar Benónýsson og Guðný Kristjánsdóttir.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

Tilnefning til hvatningarverðlauna 2020:

Áskorun & ævintýri í garðinum okkar Heiti verkefnis: Áskorun & ævintýri í garðinum okkar. Skóli sem það tilheyrir: Tjarnarsel. Nöfn þeirra sem standa að verkefninu: Kennarar, börn og foreldrar í Tjarnarseli. Lýsing á verkefninu: Í janúar 2013 hóf þróunarverkefnið Áskorun og ævintýri göngu sína í Tjarnarseli sem fólst í að umbylta flötu útisvæði skólans í náttúrulegan garð þar sem áskoranir og ævintýri biðu barnanna dag hvern. Markmið verkefnisins var að breyta útileiksvæði Tjarnarsels og skapa öruggt, náttúrulegt umhverfi sem hvetur börnin til leiks, rannsókna, sköpunar og hreyfingar. Garðurinn er sífelldri þróun en í byrjun júní ár hvert er haldinn vinnudagur þar sem kennarar, börn, fjölskyldur þeirra og aðrir velunnarar skólans taka höndum saman og búa hann undir sumarið. Það er smíðað og lagfært, gróðursett og snyrt svo fátt sé nefnt.

Inga Sif Stefánsdóttir og Árdís Jónsdóttir frá Tjarnarseli.

Tilnefning til hvatningarverðlauna 2020

Lærum saman í gegnum orðin

Heiti verkefnis: Lærum saman í gegnum orðin. Skóli sem það tilheyrir: Háaleitisskóli. Nöfn þeirra sem standa að verkefninu: Jóhanna Helgadóttir og Jurgita Millerienė ásamt öðrum kennurum Háaleitisskóla. Lýsing á verkefninu: Þetta er þróunarverkefni sem Jóhanna og Jurgita hófu haustið 2018 í samfélagsfræði með 6. bekk.

Tilgangur verkefnisins er: • • • •

Jóhanna Helgadóttir og Jurgita Millerienė, kennarar í Háaleitisskóla.

Að auka orðaforða nemenda. Efla orðskilning nemenda. Kenna nemendum aðferð í að auka eigin orðaforða. Skipuleggja vinnu með hugtökum fyrir nemendur með mismunandi námsgetu.

Verkefnið nýttist mjög vel skólaárið 2018-2019 í samfélagsfræði og fljótlega vildu aðrir kennarar taka upp aðferðina. Haustið 2019 innleiddu stjórnendur skólans hafa aðferðafræðina í öllum námsgreinum.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Hjallagötu 4, Sandgerði,

lést á Landspítalanum við Fossvog laugardaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 13.

Sjáðu þessa mynd!

Það er ekkert mál að taka myndir á þessa síma í dag Helgi, sjáðu bara þessa! Kjartan Már, bæjarstjóri, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs, glugga í síma bæjarstjórans.

Guðmundur Þórðarson Pálmar Guðmundsson Kamilla Guðmundsdóttir Smári Guðmundsson Fríða Dís Guðmundsdóttir Þorsteinn Árnason Surmeli Særún Lea Guðmundsdóttir Guðjón Örn Sigurðsson og ömmubörn.


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kenndi listdans á Zoom í bresku útgöngubanni – Bryndís Einarsdóttir segir mottóið að njóta lífsins og láta drauma rætast.

Netspj@ll

– Nafn: Bryndís Einarsdóttir.

breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, kenndi listdans á Zoom-foritinu í útgöngubanni í Bretlandi sem stóð til 1. júní.

– Fæðingardagur: 6. júní 1969.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Skrýtinn tími og sorglegur fyrir heiminn en það er ótrúlega fallegt núna í Bretlandi, blóm og tré í fullum blóma.

– Fæðingarstaður: Keflavík. – Fjölskylda: Eiginmaður, Daniel James Coaten, og dóttir, Amelía Molly Tatjana Coaten.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, held þetta verði yndislegt sumar.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Danskennari og danshöfundur.

– Hvað á að gera í sumar? Eyða tíma í náttúrunni í Bretlandi og á Íslandi.

– Aðaláhugamál: Listdans, ferðalög og að læra eitthvað nýtt.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Til Íslands.

– Uppáhaldsvefsíða: YouTube.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Víkingaskipið í Innri-Njarðvík, Söfnin í Keflavík, Sandgerði og Garði, síðan Bláa lónið. Alla vitana á svæðinu sem að við eigum líka.

– Uppáhalds-app í símanum: WhatsApp. – Uppáhaldshlaðvarp: BBC. – Uppáhaldsmatur: Allt lífrænt. – Versti matur: Hrútspungar.

– Hvaða bók lastu síðast? Crops in pots.

– Uppáhaldsíþróttafélag: Njarðvík.

– Hvað er best á grillið? Hamborgari.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Nei.

– Ertu hjátrúarfull? Já, ef ég sé svartann kött fara yfir götuna, geng t.d. aldrei undir stiga.

– Uppáhaldsdrykkur: Kristall.

ari Grillbrog

– Hvað óttastu? Að hafa enga drauma. – Mottó í lífinu: Að njóta lífisins og láta draumana rætast. Lífið er núna! – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Leonardo da Vinci, Sam Shepard leikskáld, Viktoríu Bretlandsdrottningu og Marilyn Monroe.

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

– Uppáhaldssjónvarpsefni? Svo víðfemt, hef áhuga á mörgu. – Fylgistu með fréttum? Já, mest á netinu.

– Hvað sástu síðast í bíó? Downton Abbey. – Uppáhaldsíþróttamaður: Koby Bryant.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Popptónlist, klassísk tónlist eða heilunartónlist. – Hvaða tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Þungarokk. – Hvað hefur þú að atvinnu? Kenni listdans.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

– Hefur þú þurft að gera

öttur Svartur k

Opið:

11-13:30

alla virka daga


Fylgstu með á Hringbraut Kynntu þér alla dagskrána á hringbraut.is

21

Bærinn minn

Eldhugar

Fasteignir og heimili

Hugleiðsla

Mannamál

Einn sígildasti viðtalsþátturinn í íslensku sjónvarpi, opinskár og hispurslaus.

Skoðar mannlífið, atvinnulífið og íþróttirnar suður með sjó.

Saga og samfélag

Undir yfirborðið

Viðskipti með Jóni G

frétta- og umræðuþáttur með áherslu á pólitík, þjóðmál, menningu og lífsreynslu.

Færir viðmælendur út á jaðar hreysti, hreyfingar og áskorana lífsins.

Auður Bjarnadóttir leiðir kennir landsmönnum að anda léttar, slaka á, njóta stundarinnar fólk í þá líðan sem það á skilið.

Fer með áhorfendur fram og aftur tímann í íslenskum fræðum og menningu.

Þáttaröð um þá töfra sem bæjarfélögin á Íslandi hafa upp á að bjóða.

Upplýsandi og fróðlegur þáttur um fasteignir, heimili og húsráð af öllu tagi.

Varpar ljósi á allt það sérstæða í lífinu sem stundum er falið og fordæmt.

FRÉTTAUMRÆÐA, MENNING, HEILSA, LÍFSREYNSLA OG NÁTTÚRA

Bílalíf

Fjörlegur og fjölbreyttur þáttur um bílana okkar í leik og starfi.

Helgarviðtalið

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, fer dýpra í efnistök blaðsins.

Suðurnesjamagasín

Fréttatengdur þáttur sem tekur púlsinn á íslensku viðskiptalífi.


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Elvis, Obama og Guðni Th. í draumakvöldverðarboði

Ísfólkið og raunar allt eftir Margit Sandemo er í uppáhaldi þegar kemur að bókmenntum, segir Laeila Jensen Friðriksdóttir, starfsmaður hjá Skólamat, í netspjalli við Víkurfréttir. Lykt af nýslegnu grasi, já og lyktin af hvolpum, er besti ilmur sem hún finnur. Í eldhúsinu eru það æðislegir brauðréttir og chilli-sulta sem koma fyrst upp í hugann.

– Nafn: Laeila Jensen Friðriksdóttir. – Árgangur: 1974.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin: Faðir Friðrik Jensen, móðir Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir og alin upp í Keflavík.

– Fjölskylduhagir: Gift, fjögur börn, tveir hundar og einn köttur. – Búseta: Sunny Kef City.

– Starf/nám: Vinn hjá Skólamat. – Hvað er í deiglunni? Vonandi að ferðast sem mest linnanlands og eyða tíma með fjö skyldunni. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Hljóðlátur og frekar einmana.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Lögga. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Volkswagen Jetta með engu vökvastýri. – Hvernig bíl ertu á í dag? Citroen. – Hver er draumabíllinn? Volkswagen rúgbrauð, Volkswagen bjalla (gamla gerðin) eða jeppi.

gið – Hvert var uppáhaldsleikfan ? þitt þegar þú varst krakki Lítið plasttréhús með lyftu og litlum fígúrum. – Besti ilmur sem þú finnur: Nýslegið gras og lykt af hvolpi. – Hvernig slakarðu á? á Les góða bók, ligg í sólbaði ef það við eða leik við hundana mína. – Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Whitney Houston og bara allt sem var á vinsældarlistanum.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

– Uppáhaldstónlistartímabil? 1950–1970. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Bara flest allt í útvarpinu eða á Spotify. – Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Óperur og klassísk tónlist. – Leikurðu á hljóðfæri? Ekki í dag, nei. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Horfi ekki neitt brjálæðislega mikið á sjónvarp. Horfi á Netflix og Sky-sjónvarpsstöðvarnar. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Löggudrama (911) og Chicago Fire.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Allt með Margit Sandemo, þá sérstaklega Ísfólkið. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég geri æðislegan heitan brauðrétt. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Chilli-sultan sem ég og bóndinn búum til.

– Hver er elsta minningin sem þú átt? Man ekki hversu gömul ég var en ég var á ferðalagi með mömmu og pabba, sé ég belju míga úti á túni og segi við mömmu að það þyrfti að setja bleyju á beljuna, það væri ekki hægt að láta hana pissa úti. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: JÆJA.

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Elvis Presley, Barack Obama og Guðna Th. forseta. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Frekar erfitt að geta ekki hitt ættingja og vini og knúsað þau rækilega. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Svona hæfilega mikil, já. – Hvað á að gera í sumar? Grilla og vonandi ferðast.

– Hvernig er eggið best? Í salati.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Keflavík 30. júni 2013.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Hvert ferðu í sumarfrí? Allt opið ekkert ákveðið.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á það til að vera ekki nógu hörð við sjálfa mig.

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hver er hún, hvað er hún að gera, hvert fer hún?

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Reykjanesið eins og það leggur sig!

– Besta kvikmyndin: Dirty Dancing.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Frekja, óheiðarleiki og snobb.

ncing Dirty Da

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Make life count?

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Deildarstjóri á leikskólastigi Sumarátak námsmanna – Könnun á ferðavenjum Velferðarsvið – Liðveisla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Elvis Presley, keyra fallegu bílunum og syngja.

– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu … ... til Hawaii.

Viðburðir í Reykjanesbæ Nesvellir - rútuferð með leiðsögn Þriðjudaginn 16. júní verður boðið upp á rútuferð um Suðurnesin. Lagt verður af stað kl. 13:00 og komið til baka kl 16:00. Farið verður frá Reykjanesbæ út í Garð, Sandgerði og Ósabotnaleið til baka. Leiðsögumaður er Rannveig Garðarsdóttir og er ferðin endurgjaldslaus. Skráning er í síma 420-3400 en henni lýkur 12. júní kl. 16:00. 17. júní í Reykjanesbæ Margt verður til skemmtunar á 17. júní í Reykjanesbæ. Kynnið ykkur dagskrá á vef Reykjanesbæjar og í Víkurfréttum


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

REYKJANESIÐ

þvílík perla

HANDAN VIÐ HORNIÐ

Jón Stefán Einarsson er arkitekt og verkefnastjóri. Hann segir að það hafi fljótlega komið

í ljós að styrkur hans tengdist listum þegar ákvörðun var tekin um hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. „Ég teiknaði mikið sem barn þá helst hús, heilu styrjaldirnar og hvað sem þurfti til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinum. Held að ég hafi verið búinn að ákveða mig að verða arkitekt um níu, tíu ára gamall.“ Jón Stefán er í Netspjalli við Víkurfréttir í þessari viku. – Nafn: Jón Stefán Einarsson.

passaði mér vel, eins og listir og raungreinar.

– Árgangur: 1976.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fann strax að styrkur minn var tengdur listum. Teiknaði mikið sem barn þá helst hús, heilu styrjaldirnar og hvað sem þurfti til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinum … held ég hafi verið búinn að ákveða mig að verða arkitekt um níu, tíu ára gamall.

– Fjölskylduhagir: Giftur Guðfinnu Dís, tvö börn, Kormákur Ragnar og Melkorka Sól. – Búseta: Reykjanesbæ. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Pabbi, Einar Stefánsson, og mamma, Guðlaug Jónsdóttir, ólst upp í Heiðarhverfinu í Reykjanesbæ. – Starf/nám: Arkitekt, verkefnastjóri … kláraði arkitektúr við Technische Universitaet Wien 2005. – Hvað er í deiglunni? Svo margt ... eldast, njóta og reyna breyta heiminum gegnum góðan arkitektúr ... – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Svakalega duglegur á köflum, svo ekki svo duglegur ... – Hvernig voru framhaldsskólaárin? Þau voru frábær, við stökkið úr grunnskóla í framhaldsskóla opnaðist skemmtilegur heimur fyrir mér, fjölbreyttur hópur nemanda og áhugavert námsefni sem

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

– Hver var fyrsti bíllinn þinn? Pabbi var með þetta á hreinu, hann ætlaði ekki að vera lána stráknum heimadrossíuna, þannig að hann fékk vinnufélaga sinn að selja mér fimmtán ára gamlan BMW. Hann var svo ryðgaður að það var keypt skipamálning og bíllinn rúllaður … þvílík fegurð. Svo með tímanum kom spólerkítti að framan og ýmislegt til að fegra kaggan. – Hvernig bíl ertu á í dag? Keyri Kia Optima, alger snilld ... fyrsta skrefið mitt í átt að rafmagnsbíl. – Hver er draumabíllinn? Þarna segi ég pass, kannski pickup ... eitthvað svo svalt við að hafa pall ... – Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Fannst LEGO og Playmobil alveg geggjað ...

– Besti ilmur sem þú finnur: ferskar matarjurtir ... matarilmur ... minnir mig á vorið í Vín ... þar sem lyktin frá veitingarstöðunum var um alla borgina. – Hvernig slakarðu á? Er forfallinn pottamaður, hef gaman að fara í pottinn heima eða í Vatnaveröldinni … besta spa í heimi. – Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Nirvana, Botnleðja og Doors. – Uppáhaldstónlistartímabil? Núið, hef aldrei haft eins gaman að því að hlusta á tónlist eins og eftir að ég fór að nota algóritmana á Spotify. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Þar er Favela mikið uppáhald, svo detta inn snillingar eins og Sean Angus Watson og Roken – Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Íslensk dægurlög og Roy þorbison í bílnum ... fengum að hlusta á hann söngla á repeat frá keflavík til þórshafnar, ansi löng ferð ... – Leikurðu á hljóðfæri? Já, aðeins á gítar ... finnst voða gott að kúpla út með

smá spili og söng, konan er alls ekki sammála þessu ... – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Er eitthvað inn á Prime Video, YouTube og Netflix ... en geri sem minnst af því ... mest rétt fyrir svefninn ... – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Nú áttar maður sig á því hversu gamall maður er ... en í fyrstu þá eru það fréttir og allt scifi-efni ... þar sem hönnun leikur stóra rullu í leikmyndinni. – Besta kvikmyndin: Big Lebowski. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Draumalandið, Andri Snær ... því hún lá hvað lengst á náttborðinu hjá mér ... – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Góður að útskýra lífið gegnum dæmisögur ... krökkunum finnst gaman að vitna í ruglið sem hefur komið upp úr mér ... er pottþéttur að allt hefur skilað sér til þeirra ...


Netspj@ll

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Enginn snilld hér ... en er að vinna í þessu ... horfði á bbq kónginn um daginn og er að fara kaupa mér kolagrill, ekki spurning.

– Hver er elsta minningin sem þú átt? Já, há ... giska minningar frá hringbraut 136 ... þar bjó ég frá eins til fjögurra ára aldri ... ansi mikið fjör á þeim bæ ...

– Hvernig er eggið best? Sólarhliðin upp ... spælt.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Ich meine ... sem er þýskur frasi, hann er bara fastur þarna lengst inni, eftir dvölina mína úti.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Kannski helst að vera utan við mig ... þar sem hugurinn er staddur í einhverju verkefninu og bíllinn gleymdist við leikskólan en ég kominn heim. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Má bæta í jákvæðnina, við erum allaf að takast á við verkefni ... sum erfiðari en önnur ... en jákvæðnin svo sterkt fundament í stærri hluti. – Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Það gerist ekkert af sjálfum sér.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég myndi fara þegar börnin voru yngri og nenntu að hanga með pabba gamla ... þau eru samt frábær þó þau eru pínu upptekinn. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Pottþétt ekki, Don’t Hassel the Hoff, þar sem hann er frátekinn ... kannski, lífið er arkitektúr.

– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump, segja af mér í hvelli og kannski skella mér í klippingu. – Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Konunni, býst við að hún lesi þetta og báðum börnunum mínum ... – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Eins og flest allir bíst ég við.....alger óvissa, ótti, en samt jákvæður, hversu vel við tökumst á við erfiða tíma...virðumst standa betur saman, en flestum hefði grunað.

akkland r F r u ð u S

– Er bjartsýni fyrir sumrinu? Heldur betur.....sól og logn í allt sumar.... tilbúinn að starta gaseldstæðinu frá costco á veröndinni heima.

– Hvað á að gera í sumar? Vera á pallinum heima, ná krökkunum í góða útileigu og vera duglegur á kayakinum ... – Hvert ferðu í sumarfrí? Vestur í Djúpið eða sveitina í Skagafirðinum ... tveir uppáhalds. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Reykjanesið, þvílík perla handan við hornið. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu … Núna væri ég til í Suður-Frakkland ... sötra smá rautt á einhverri vínekrunni.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

K STOK IÐ

Á NIKKEL

18 byrjuðu en 11 komust í mark

Ljósmynd: Akstursíþróttafélag Suðurnesja

Fyrsta keppni ársins á Íslandsmótinu í rall­ akstri fór fram á Suðurnesjum um síðustu helgi. Átján áhafnir hófu leik snemma á laugardagsmorgun og enduðu ellefu áhafnir heilar eftir átök dagsins. Á akstursleið um Nikkelsvæðið, sem liggur neðan Reykjanesbrautar og ofan við byggðina

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

í Njarðvík, voru veittar 100.000 krónur í verðlaun fyrir lengsta stökkið. Það voru Icasa ehf., Grjótgarðar, Big Red Racing og Salsa Racing sem lögðu til verðlaunin. Þau hlutu Baldur Arnar og Heimir Snær fyrir að stökkva lengst eða 21,5 metra. Stökkin á leiðinni má sjá í myndskeiði hér í opnunni. AB Varahlutir veittu verðlaun fyrir

hraðasta tíma á ofurleiðinni, Patterson C, bæði í heild og C-flokki, (AB Varahlutaflokkurinn). Yfir heildina voru það Baldur og Heimir sem fóru hraðast yfir en í C-flokki, (AB Varahlutaflokknum,) voru það Ívar og Guðni sem fóru hraðast á þeirri leið.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Úrslit keppninnar voru þessi: 1. Gunnar Karl og Ísak G 2. Skafti og Sigurjón 3. Sigurður Bragi og Björgvin 4. Baldur Arnar og Heimir 5. Ívar Örn og Guðni Freyr 6. Almar og Halldór 7. Gedas og Arturas 8. Kristján og Egill 9. Guðmundur og Magnús 10. Arnkell og Ragnar 11. Daníel og Sverrir

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Smelltu á myndskeiðið til að horfa


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gyðjur skemmtu sér vel á Það var mikið fjör um síðustu helgi á glæsilegu hóteli Lighthouse Inn þegar konur á öllum aldri, alls staðar af landinu, fjölmenntu á Garðskaga. Á Lighthouse Inn, sem er fjölskyldurekið hótel og hefur skorað mjög hátt á Trip Advisor, voru Gyðjurnar meðhöndlaðar sem drottningar af gestgjöfum hótelsins.

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

Marta Eiríksdóttir, gleðiþjálfi og dansjógakennari, stóð þarna fyrir árlegu helgarnámskeiði sínu sem hún nefnir Gyðjur og gleði. Þetta var í ellefta skipti sem Gyðjuhelgi var haldin en í fyrsta sinn á Suðurnesjum, áður fór hátíðin fram á Snæfellsnesi.

Gæðanámskeið fyrir konur „Þetta var rosalega gaman og heppnaðist frábærlega. Við konurnar vorum í skýjunum eftir helgina. Lighthouse Inn passaði svo vel inn í þetta helgarnámskeið því við

vildum upplifa lúxus og fengum það svo sannarlega í höndum fjölskyldunnar sem rekur hótelið,“ sagði Marta Eiríksdóttir þegar Víkurfréttir höfðu samband við hana til að forvitnast um Gyðjuhelgina. „Gyðjuhelgin gengur út á að efla sig og styrkja með hreyfingu, jóga, dansi, góðu mataræði, hugleiðslu og hvíld. Við konur erum svona að endurskoða líf okkar þessa helgi, hvernig við viljum breyta okkur til þess að verða frískari, orkumeiri og glaðari. Þetta eru þaulreyndar aðferðir sem ég nota á svona nám-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

á Garðskaga skeiði enda með margra ára reynslu í að byggja upp fólk. Ég er fyrirmyndin. „Ef ég get það, þá geta þær það!“ segi ég alltaf við þær.“

Breytingaskeið kvenna er áskorun um betra líf „Konum sem byrja að finna fyrir breytingaskeiðinu finnst gott að hitta aðrar konur sem eru að upplifa svipaðar breytingar í líkamanum og fræða hver aðra. Við viljum auðvitað allar vera hressar og glaðar út lífið. Ég held hvatningarfyrirlestra með

konunum, hristi upp í gömlu hegðunarmynstri hjá þeim og bendi þeim á leiðir til jákvæðrar hugþjálfunar, svo þær upplifi nýjar hliðar í sjálfri sér. Hver er sinnar gæfu smiður. Mér finnst æðislegt þegar ég sé augu kvenna ljóma og gleðina taka meira pláss í andliti þeirra. Þær yngjast um mörg ár eftir svona helgi og auðvitað almennt með meiri útivist og jóga finnst mér. Á svona helgarnámskeiði kynnumst við sjálfum okkur betur og eignumst nýjar vinkonur. Það er svo gaman hjá okkur.“

Flugmenn í eldhúsinu Marta lætur ekki þar við sitja heldur ætlar hún að bjóða upp á eina námskeiðshelgi í viðbót á Garðskaga í sumar. „Já, ég er með nýja jógahelgi fyrir konur síðustu helgina í júní. Þær gista á Lighthouse Inn og æfa jóga, dansjóga, hláturjóga, fá hvíld og slökun. Fara í gönguferðir og prófa sjóbað. Svo fá þær að sjálfsögðu girnilegan mat alla helgina, sem gæðakokkar hjá Lighthouse Inn útbúa fyrir þær. Það eru flug-

mennirnir og parið, Jenný María Unnarsdóttir og Viktor Gíslason, sem reiða fram dýrindis krásir, hvort sem það er morgunverður, hádegisverður eða kvöldverður. Sem sagt lúxusjógahelgi framundan fyrir þær konur sem vilja gefa sér þessa fallegu upplifun í sumargjöf,“ segir Marta að lokum og hvetur konur til að finna sig á Facebook ef þær vilja vita meira. Páll Ketilsson pket@vf.is


Ljósmyndir til tækifærisgjafa h i l m a r @ v f. i s - s í m i 8 9 8 2 2 2 2


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Bygg hf. og íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ.

Bygg hf. sér um jarðvinnu og lagnir við nýjan gervigrasvöll í Reykjanesbæ Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Reykjanesbær og Bygg hf. hafa undirritað verksamning um jarð­ vinnu og lagnir fyrir nýjan gervi­

grasvöll vestan Reykjaneshallar í Reykjanesbæ. Bygg hf. var lægs­ tbjóðandi að undangegnu útboði í verkið. Áætlað er að fjarlægja þurfi um 14.000 rúmmetra af uppgreftri, fylling er um 9000 rúmmetrar og

fleyga þarf um 3000 rúmmetra af klöpp. Fráveitulagnir eru um 1500 metrar, ídráttarrör um völl 3300 metrar og hitalagnir í völl eru um 40 kílómetrar. Bygg hf. hefst strax handa við verkið og áætlað er að völlurinn

verði tilbúin til lagningar gervigrass í lok september 2020. Undirbúningur að útboð fyrir yfirborð þ.e. gervigrasið og lýsingu er hafin. Fullbúin æfingavöllur verður bæði upplýstur og upphitaður.

Fyrsta skóflustungan var tekin með stórvirkri vinnuvél á svæðinu vestan við Reykjaneshöllina þar sem gervigrasvöllurinn verður lagður.

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53

Ungt knattspyrnufólk úr Keflavík og Njarðvík tók þátt í undirritun samningsins.

Smíðavellir á vegum skátafélagsins Heiðabúa fyrir börn fædd 2008–2013. Dagsetning: 6. júli–6. ágúst kl 13:00-16:00. Verð: 14.000 krónur. Þátttakendur koma klæddir eftir veðri, koma með nesti og hamar. Umsjónarmaður námskeiðs er Katrín Auðbjörg Aðalsteinsdóttir, sími: 8446991 Skráning er hafin á http://skatar.felog.is.

Víkurfréttir taka púlsinn á Suðurnesjum í hverri viku

Færði forsætis­ ráðherra forláta VG-lopapeysu

Hvatningarverð Reykjanesbæja laun r 2020

og fleira í þætti vikunnar fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Boltinn byrjar að rúlla

– knattspyrnusumarið 2020 að hefjast Í næstu viku hefst keppni Íslandsmótsins í knattspyrnu. Næstefsta deildin heitir í ár Lengjudeildin og í Lengjudeild karla leika Grindavík og Keflavík en Keflavík teflir einnig fram liði í Lengjudeild kvenna. Víkurfréttir höfðu samband við forráðamenn þeirra félaga sem tefla fram meistaraflokkum í knattspyrnu og kannaði stemmninguna fyrir komandi tímabili. Í þessu tölublaði tökum við stöðuna á þeim liðum sem leika í Lengjudeildunum og í næstu viku verður tekin staðan á þeim liðum sem leika í neðri deildum Íslandsmótsins. Það er ljóst að hugur Lengjudeildaliðanna stefnir beinustu leið upp í

efstu deild enda eiga Suðurnesin að eiga fulltrúa þar, annað er ekki ásættanlegt. Það eru Keflavíkurstrákarnir sem fá fyrsta heimaleikinn í Lengjudeildinni í ár þegar þeir taka á móti Aftureldingu föstudaginn 19. júní á Nettóvellinum í Keflavík og hefst leikurinn klukkan 19:15. Grindvíkingar hins vegar þurfa að gera sér ferð norður á Akureyri í fyrstu umferð þar sem

þeir etja kappi við Þórsara, þeirra leikur hefst klukkan 18:00 sama dag. Keflavíkurstúlkur þurfa einni að ferðast norður í land í fyrstu umferð en þær mæta Völsungi á Vodafonevellinum á Húsavík sunnudaginn 21. júní klukkan 14:00. Úrslit leikjanna verða birt á vef Víkur­frétta, vf.is, að leikjum loknum.

Aðalfundur

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 2020 verður haldinn fimmtudaginn 25. júní kl 17:00 á Hótel Park Inn, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

ATVINNA

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Einnig til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55

Grindavík, meistaraflokkur karla:

Markmiðið að fara upp í deild þeirra bestu

Markmið og væntingar sumarsins: Upp í deild þeirra bestu.

Helstu styrkleikar liðs: Litlar mannabreytingar milli ára, góð blanda reynslubolta og ungra, sprækra peyja. Grindvíkingar fagna í leik gegn Fylki á síðasta leiktímabili. Þeir stefna á að fagna oft á þessu tímabili.

Helstu veikleikar liðs: Hárvöxtur nokkurra leikmanna liðsins ku vera undanhaldi en er víst arfengur kvilli svo lítið er hægt að gera við því nema að leggjast í stórtækar kynbætur.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Aðalfundur UMFN

Þjálfarateymi: Aðalþjálfari: Sigurbjörn Örn Hreiðarsson. Aðstoðarþjálfari: Ólafur Brynjólfsson. Markmannsþjálfari: Maja Majewski.

verður haldinn miðvikudaginn 24. júní 2020 kl. 20:00 í íþróttamiðstöð Njarðvíkur, félagssal okkar á annarri hæð

Leikmannahópur: Adam Frank Schmidt, Alexander Veigar Þórarinsson,Aron Jóhann Pétursson, Baldur Olsen (nýr leikmaður), Dagur Ingi Gunnarsson Hammer, Elias Tamburini, Guðmundur Magnússon (nýr leikmaður), Gunnar Þorsteinsson (fyrirliði), Hermann Ágúst Björnsson, Hilmar Andrew McShane, Maja Majewski, Marinó Axel Helgason, Nemanja Latinovic, Oddur Ingi Bjarnason (nýr leikmaður), Óliver Berg Sigurðsson, Sigurður Bjartur Hallsson, Sigurjón Rúnarsson, Sindri Björnsson (nýr leikmaður), Símon Logi Thasaphong, Viktor Guðberg Hauksson, Vladan Djogatovic, Josip Bijeli Zmaj Zeba og Ævar Andri Ámundínusarson Öfjörð.

Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf.

Kaffiveitingar. Bjóðum alla velkomna. Ólafur Eyjólfsson, formaður UMFN.

Fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson.


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Keflavík, meistaraflokkur karla:

Þéttur og hávær hópur stuðningsmanna tólfti maðurinn Markmið og væntingar sumarsins:

Reynsluboltarnir Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson ráða ráðum sínum á hliðarlínunni. VF-mynd: Hilmar Bragi

Liðið hefur vakið athygli á undirbúningstímabilinu og meðal annars lagt nokkur Pepsi-deildarlið, auk þess að gera jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Allir sem koma að liðinu eiga sér það markmið að keppa á meðal þeirra allra bestu og bera þær væntingar til liðsins að vera í slagnum um að komast þangað í haust.

Helstu styrkleikar liðs: Liðsheild metnaðarfullra leikmanna sem berjast hver fyrir annan og ætla sér árangur.

Þjálfarateymi: Aðalþjálfarar: Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Markvarðarþjálfari: Ómar Jóhannsson. Sjúkraþjálfarar: Falur Daðason og Gunnar Ástráðsson. Liðsstjóri: Jón Örvar Arason. Búningastjóri: Þórólfur Þorsteinsson.

– Helstu veikleikar liðs: Liðið er heilt yfir mjög ungt að árum sem getur stundum opinberað að menn eru enn að læra fagið.

Annað:

Leikmannahópur: Markmenn: Sindri Kristinn Ólafsson, Þröstur Ingi Smárason. Varnarmenn: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, Cezary Wiktorowicz, Magnús Þór Magnússon (fyrirliði), Nacho Heras Anglada (kom frá Leikni Reykjavík), Rúnar Þór Sigurgeirsson, Sindri Þór Guðmundsson. Miðjumenn: Andri Fannar Freysson (kom frá Njarðvík), Edon Osmani, Frans Elvarsson, Ingimundur Aron Guðnason. Sóknarmenn: Adam Ægir Pálsson, Ari Steinn Fyrirliðinn Magnús Guðmundsson (kom frá Víði), Davíð Snær Þór Magnússon. Jóhannsson, Joe Gibbs (kom frá Ástralíu), Dagur Ingi Valsson, Jóhann Arnarsson, Kristófer Páll Viðarsson, Tómas Óskarsson, Kian Williams (kom frá Magna), Adam Róbertsson.

Metnaður Keflvíkinga á knatt­ spyrnu­sviðinu er jafn mikill í dag og hann hefur nokkru sinni verið

og langtímamarkmiðin háleit eftir því. Á sama tíma er knattspyrnudeildin rekin með skynsamlegum hætti fjárhagslega og kjarni liðsins eru heimamenn, flestir ungir að árum. Við ætlum að komast þangað sem við eigum heima, á meðal þeirra allra bestu, og í fyrra fengu leikmenn okkar dýrmæta reynslu sem þeir njóta góðs af í ár. Lykilatriði hvað það varðar að endurreisa Keflavík sem eitt af bestu liðum landsins er þéttur og hávær hópur stuðningsmanna sem geta verið sem tólfti maðurinn á vellinum. Sameinumst um liðið okkar í einu og öllu, betur en aðrir. Þegar leikmennirnir finna fyrir sönnum og kraftmiklum stuðningi verður erfitt að stoppa okkur.

Lykilleikmenn:

Nacho Heras Anglada

Frans Elvarsson

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.

Joe Gibbs

Byrjunarlið Keflavíkur gegn KR. Efri mynd sýnir boltann í netinu hjá KR-ingum í leiknum. VF-myndir: Jón Örvar Arason


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57

Keflavík, meistaraflokkur kvenna:

Kvennaknattspyrnan í Keflavík á mikilli uppleið Leikmannahópur:

Markmið og væntingar sumarsins: Vinna Lengjudeildina, spila skemmtilegan fótbolta, skora mikið af mörkum, fá lítið af mörkum á sig, vinna sem flesta leiki, hafa gaman.

Helstu styrkleikar liðs: Samheldinn og metnaðarfullur hópur þar sem kjarninn hefur

verið lengi saman. Munum byggja á sterkri liðsheild þar sem allir munu leggja sitt af mörkum til að ná markmiðum liðsins.

Helstu veikleikar liðs: Breiddin í liðinu ekki mikil og má því lítið út af bregða. Nokkuð af ungum og óreyndum stelpum í hópnum að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Þjálfarateymi: Aðalþjálfari: Gunnar Magnús Jónsson. Aðstoðarþjálfari: Haukur Benediktsson. Markmannsþjálfari: Ómar Jóhannsson. Styrktarþjálfari: Helgi Rafn Guðmundsson. Sjúkraþjálfarar: Soffía Klemenzdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir.

Markmenn: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (á láni frá Breiðablik), Sigrún Björk Sigurðardóttir. Varnarmenn: Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Berta Svansdóttir, Brynja Pálmadóttir, Celine Rumpf (þýsk, kom frá University of West Florida), Gyða Dröfn Davíðsdóttir, Kristrún Ýr Holm, Þóra Kristín Klemenzdóttir, Þórsteina Þöll Árnadóttir. Miðjuleikmenn: Arnhildur Unnur Kristjánsdóttir, Helena Aradóttir, Herdís Birta Sölvadóttir, Ísabel Jasmín Almarsdóttir, Kara Fyrirliðinn Natasha Petra Aradóttir, Natasha Moraa Anasi (fyrirMoraa Anasi. liði), Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (kom frá Haukum), Una Margrét Einarsdóttir (var að slíta krossbönd, verður frá tímabilið 2020). Sóknarleikmenn: Amelía Rún Fjeldsted, Anita Lind Daníelsdóttir, Dröfn Einarsdóttir, Ester Grétarsdóttir, Marín Rún Guðmundsdóttir, Paula Germino-Watnick (bandarísk, kom frá Georgetown University), Sólveig Lind Magnúsdóttir (byrjuð aftur eftir hlé), Særún Björgvinsdóttir.

Lykilleikmenn: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, Natasha Moraa Anasi.

Annað: Kvennaknattspyrnan í Keflavík hefur verið á mikilli uppleið undanfarin ár. Yngri flokkastarfið hjá félaginu er mjög öflugt og mikið af hæfileikaríkum stúlkum að koma upp. Meistaraflokkurinn hefur verið í markvissri mótun síðustu ár og hefur kjarninn í liðinu haldist að stórum hluta. Stelpurnar

fengu smjörþefinn af því að spila á meðal þeirra bestu í fyrra og þar vilja þær vera. Liðið tók eitt skref aftur á bak með falli um deild en mun koma enn sterkara til baka á komandi árum. Það er von allra er koma að liðinu að Keflvíkingar muni fjölmenna á völlinn í sumar og styðja stelpurnar í baráttunni sem framundan er.

Keflavík hefur gert myndbönd sem kynna leikmenn liðanna sem leika í Lengjudeildinni í sumar, smellið á tenglana til að sjá liðin:

Markverðir: meistaraflokkur karla Vörnin: meistaraflokkur karla

Vörnin: meistaraflokkur kvenna

Miðjan: meistaraflokkur karla

Miðjan: meistaraflokkur kvenna

Sóknin: meistaraflokkur karla

Sóknin: meistaraflokkur kvenna

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Allir bestu kylfingar landsins börðust við vindinn í Leirunni Aron Snær Júlíusson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, sigruðu á Golfbúðarmótinu á stigamótaröðinni sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Sigur Arons Snæs var nokkuð öruggur en keppnin var jafnari í kvennaflokki. Aron var með fimm högga forskot fyrir lokahringinn sem hann lék á +2. Haraldur Franklín var í öðru sæti fyrir lokahringinn og endaði þar jafn Dagbjarti Sigurbrandssyni en þeir eru báðir í GR og léku á tveimur undir pari í heildina. Dagbjartur lék best á þriðja hringnum en hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari sem var mjög gott skor við erfiðar aðstæður.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var höggi á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, eftir tvo keppnisdaga og landaði sigri. Hún endaði tveimur höggum á undan Sögu Traustadóttur, GR, en Ólafía átti slæman dag og lék lokahringinn á 83 höggum, eða ellefu yfir pari. Hún endaði í 3.–4. sæti með Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR. Aðstæður voru erfiðar í Leirunni þessa daga, mikill vindur, úr norðri fyrstu tvo dagna og síðan

úr suðri lokadaginn. Það mátti sjá á skori leikmanna en aðeins fjórir úr öllum hópnum léku 54 holurnar á undir pari, Aron Snær var þar í nokkrum sérflokki á sex undir pari. Hólmsvöllur er í góðu ásigkomulagi eins og allir vellirnir á Suðurnesjum. Aðsókn hefur aldrei verið meiri í sögunni og fjöldi nýrra félaga hafa bæst í hóp félagsmanna klúbbanna.

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, lék ágætlega í mótinu og endaði í 15. sæti þó eflaust margir heimamenn vildu hafa séð hann ofar.

Björgvin Sigmundsson, Suðurnesjakylfingur púttar á 15. flöt.

Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59

FLEIRI ÁHORFENDUR FYLGDUST MEÐ STÚLKUNUM! Bestu kvenkylfingar landsins, þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir vöktu athygli á Golfbúðarstigamótinu í golfi. Ólafía er líklega þekkasti kylfingur landsins en hún hefur verið atvinnumaður síðustu þrjú ár. Guðrún er líka orðin atvinnumaður og það mátti sjá á lokadeginum í Leirunni voru fleiri áhorfendur að fylgjast með þeim en þeim bestu hjá strákunum. Guðrún Brá í sveiflu í Leirunni.

Ein efnilegasta golfkona Suðurnesja, Fjóla Viðarsdóttir, var kylfusveinn hjá Ólafíu Þórunni atvinnukylfingi í Leirunni.


60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fótboltastelpur að s

Nettómót Keflavíkur í fótbolta fyrir 7. flokk kvenna fór

fram í Reykjaneshöll og á æfingasvæðinu vestan við höllina um síðustu helgi. Fjölmörg lið mættu til leiks en á mótinu eru ungar fótboltastelpur að stíga sín fyrstu skref og var markmið mótsins að þær fengju að njóta þess að spila fótbolta með leikgleðina að leiðarljósi. Á mótinu var mikil áhersla lögð á félagslega þáttinn og var mikið um að vera fyrir iðkendur til viðbótar við fótboltann. Fimmtudagur 11. júní 2020 // 24. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61

stíga sín fyrstu skref


! a s le ð a il t ið ð la b á u t ll Sme MBÚ ÐUM PÁSKAOPNUN Í KRA SKÍRDAGUR 9. apríl

virkilega gott! Fljótlegt, einfalt og

an“ „Miðill er manns gam nni uba í Reykjanesbæ í samkom

ki sem er vonandi ekki orðatiltæ en „Miðill er manns gaman“ nna „maður er manns gaman“ segir leysir af hólmi hið gamalku til okkar förum við til fólksins,“ tofu þegar fólkið kemst ekki verkefnas skrifstofustjóri Súlunnar mennÞórdís Ósk Helgadóttir framtak legt Þórdís í sameigin í Reykjanesbæ. Þar vísar að færa menninguna banni, samkomu í ingarstofnana bæjarins stunda hana með öðrum það hefur ekki kost á að undirbúningi hjá þeim heim til fólks á meðan í 50 viðburði af ýmsum toga samkomubanni stendur. hætti. Þórdís segir yfir á ljós jafnt og þétt á meðan og munu þeir líta dagsins

55%

30%

299

79

áður 429 kr

áður 179 kr

kr/stk

kr/stk

t: Opnunartími Hringbrau Allan sólarhringinn ut: Opnunartími Tjarnabra 08.00 - 23.30 Virka daga

áður 299 kr

Billys Pan Pizza 170 gr - Original eða Pepperoni

Plús 33 cl

að lágmarki 303Mb/sek

12. apríl

Hringbraut

Opið 24 klst.

Opið 24 klst.

Opið 24 klst.

Opið 24 klst.

Tjarnabraut

09:00 - 23:30

09:00 - 23:30

09:00 - 23:30

09:00 - 23:30

Suðu

frá 7.490 kr/m

199

kr/stk

Knorr Snack Pot 4 tegundir

Dagbærnkeusjrafólks

Við bjóðum betra verð í heimabyggð án

Opnum snemma lokum seint

33%

ANNAR Í PÁSKUM 13. apríl

PÁSKADAGUR

FÖSTUDAGURINN LANGI 10. apríl

innifaldar og 15 stjónvarpsstöðvar

09.00 - 23.30 Helgar

NÁNAR Á SÍÐUM 8 - 9

þriðjudagur 7. apríl

fimmtudagur 2. apríl

fimmtudagur 26. mars

2020 // 13. tbl. // 41.

árg.

Skráðu póstfangið þitt

á vef Víkurfrétta, vf.is

„Það sem ég óttast mest er að þegar baráttunni hér á Íslandi við Covid 19 lýkur verði henni ekki lokið í Bandaríkjunum og víða í Evrópu fara ferðast og því muni fólk ekki a með alá milli þessara heimsálf fyrir okkur varlegum afleiðingum Kjartan Már Suðurnesjamenn,“ segir ri í ReykjaKjartansson, bæjarstjó nesbæ. dsKristmun Guðbjörg dóttir, framkvæmdastjóri Verkalýð s- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis segir stöðuna grafalvarlega og félagsmanna um það bil helmingur manns hafi VSFK, nærri 3 þúsund í hlutastarf. fengið uppsagnarbréf eða mjög stórt „Það er ljóst að þetta verður num og erfhögg hjá okkar félagsmön Guðbjörg. segir iðir tímar framundan,“ fór á blaðsins útgáfa rafræn Þegar nýjar tölur vefinn voru ekki komnar eða þá sem um fjölda atvinnulausra fall. fara í skert starfshlut

Margir þeirra eru komnir VF-MYND/PKET. nú eru aðeins örfáir á ferð. ráða um þrjátíu slíkum en Fleiri myndir inni í blaðinu. a. Icelandair hefur yfir að , rétt hjá flugturninum. mikilvægustu fuglum Íslending Þessir fjórir stálfuglar eru á Keflavíkurflugvelli Þessir farfuglar eru með að komast í háloftin á ný. í óumbeðið frí og bíða þess

Samstaða mikilvæg ri Reykjanesbæjar ástandi, segir bæjarstjó — í þessu tímabundna

Fastur á skemmtiferðaskipi á Kyrrahafi VIÐTAL Á SÍÐUM 40-41

Dagdvölum lokaðm

höndum saman og og máli að við tökum varna, Sóttvarnalæknis fyrirmælum sem gefin allir eru að leggja sig Almanna lifum nú förum að þeim sinni. okkar sveitarfélaganna; Már Kjartansson, Landlæknis því betra. Við sinni við höfum eru hverju Kjartan „Það sem einkennir baráttu Áður en ástand sem er ólíkt öllu sem Covid 19 fram,“ segir Öll él styttir upp um síðir. Suðurnesjamanna við ekki gerst áður. ri Reykjanesbæjar. hefur bæjarstjó Þetta farið að vora og þekkt. einn verður áður sem á Suðurvið við vitum af veiruna er samstaðan. Allir Hann segir að sveitarfélögin svona. Á hverjum degi þurfum í eðlilegt horf. Þangað allt sem þeir dagana að ræða hvað Ekki og bregðast hlutirnir færast eru staðráðnir í að gera mikilvægt að og draga nesjum séu þessa mæta ástandinu. að tileinka okkur nýja hluti til og um alla framtíð er að til geta til útrýma þessari óáran . gert segir geta eitt,“ , öll sem við breyttum aðstæðum Hvort sem þau bann eru við sýnum samstöðu úr neikvæðum áhrifum. miklu hversu lengi plágan Hertar reglur um samkomu rinn. sig heima í „Þar ræður það er fólk sem heldur fyrr sem henni líkur því betra. í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu bæjarstjó bann, starfs- varir. Því fylgja fyrirmælum sóttkví, virðir samkomu ja eða Því betur sem íbúar fólk HSS, starfsfólk fyrirtæk

á Nesvöllu Starfsemi dagdvalanna lokar frá og í Selinu í Reykjanesbæ og sett hefur deginum í dag, 24. mars fyrir þá verið upp þjónustuáætlun meðan á sem fá þjónustuna heima na eða símavitja formi í hvort annað heimavitjana. rð Þetta kemur fram í fundargefrá sbæjar Neyðarstjórnar Reykjane Þar kemur mánudeginum 23. Mars. á að samfram að áhersla verði lögð krun þætta þjónustuna við heimahjú sé hægt að þannig og heimaþjónustu með að veita nauðsynlega þjónustuboðið verður aðkomu færri. Jafnframt fyrir þá upp á heimsendingu matar sem þess óska.

Stærst a frétta - og auglýs

Átt þú rétt á slysabótum?

Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

FRÍTÍMASLYS

TORT

511 5008

INNHEIMTA SLYSABÓTA

ingabl aðið á Suður nesjum

i Eins og fólk ð a k k hafi fæ num í bæins dóttir er

Gróa Hre keyrir Noregi og organisti í nd enn um Ísla með ferðam

■ aðalsím anúme r 421

0000 ■ auglýs ingasí

minn 421 0001 ■ frétta

rsteinsson, ús Sverrir Þo l – segir Magn e Car Renta eigandi Blu

Stærst

sáu þau bangsa í mörgum

yndir í blaði gluggum. Feiri bangsam

-40%

-25%

Hamborgarhryggur

Nautalund Wellington

1.199

5.999

KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 1.598 KR/KG

ÁÐUR: 9.998 KR/KG

GA ÁSRÚN HEL K Í GRINDAVÍ

KR/KG

ÁÐUR: 4.399 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

aðið á a frétta - og auglýs ingabl

■ frétta síminn Humar ingasí minn 421 0001 r 421 0000 ■ auglýs 1.kg skelbrot nesjum ■ aðalsím anúme Suður

IÐRIKSSON

r Veiran hefu umturnað i daglegu líf

urfrétta 74 síðna páskablað Vík

í blaði vikunnar!

Tilboðin gilda 2. - 5. apríl

í Guðný Birna eit á bakvarðasv um lan Landspíta

Nauðsyn að huga vel að börnunum

áhugaljósmyndara

2.859

FR ELVAR MÁR

arti ... með fyrrip

Bestu myndir

Humar 1 kg skelbrot

SON GVI TRAUSTA

Hefur notið a tímans heim g o i með barn u n o k eigin

Svaraðu nú ...

vikunnar.

-30%

898 2222

2.859

KR/PK

ÁÐUR: 4.399 KR/PK

á

PIZZUR MÁNAÐARINS

með afa sínum og saman

ALLT FYRIR PÁSKANA Í NETTÓ!

tta hitti Rafræn útgáfa Víkurfré lesendum heldur betur í mark hjá deginum vf.is. Frá því á miðviku til miðí síðustu viku og fram nýjasta vikudagsins 1. apríl hefur sótt tölublað Víkurfré tta verið sinnum. í rétt tæplega 16.000 í dag. - Sjá nánar á síðu 9 í blaðinu

síminn 898 2222

ARNÓR YN

Nauðsyn að allir sýni samfélagslega ábyrgð

16.000 sóttu rafrænar Víkurfréttir

upp á opna Vinnumálastofnun býður landi starfssímatíma með pólskumæ kl. 13 og manni alla virka daga á milli pólsku það á 15. Búið að upplýsa um sbæjar, PoFacebook síðu Reykjane gar hafa lacy na Reykjanes. Ábendin á ástandið um borist um að upplýsingar borist nógu tímum COVID-19 hafi ekki jum. mikið til útlendinga á Suðurnesí vinnu a „Ég er með fimmtán útlending nema stöðuna um og þeir vita ekki neitt sagði eigandi það sem ég segi þeim,“ við VF. fyrirtækis í Reykjanesbæ

VINNUSLYS

t um leið Sækjum stíf m unnið fu hö ð og vi r boltann aftu

fór í göngutúr um Njarðvík Elma Ísold Eyþórsdóttir

Opinn símatími fyrir Pólverja

UMFERÐASLYS

1.790 KR.

Hallur Hallsson, lögreglumaður úr Keflavík:

árg.

ur Frekar mað samtals en tík átaka í póli

Óttast alvarlegar afleiðingar

veiruna Farfuglarnir bíða af sér

annSundlaugum, öllum íþróttamstofnog virkjum og fleiri stöðum hefur verið unum á Suðurnesjum að í lokað. Skólastarf er takmarkopnir grunnskólum, flestir leikskólar taskóla og fjarkennsla er í Fjölbrau Suðurnesja. ll hafa Hljómahö og Safnahús Duus arstofnlokað sem og fleiri menning stöðin anir á Suðurnesjum en félagsmið sinnum í Fjörheimar er opin fjórum gegnum í viku en öll dagskrá fer fram skemmtinetið og boðið upp á ýmsa lega viðburði. þetta gangi „Ég held að segja megi að af stað. Það nokkuð vel og hafi farið vel þessu fyrir er mikið álag sem fylgir r að kennara ekki síður en nemendu og kenna að í yfir einu í skipta svona allt segir Kristján aðstoða gegnum netið,“ FjölbrautaÁsmundsson, skólameistari skóla Suðurnesja.

árg.

Bangsar í glugga

upósti! Fáðu Víkurfréttir í tölv Víða lokað

2020 // 14. tbl. // 41.

2020 // 15. tbl. // 41.

bæjarstjórn er hættur í Ólafur Þór ttur vestur bæjar og flu Suðurnesja

Viðar búa Guðbjörg og ið ria hálft ár Gran Cana

ið Sama veðr allt árið

APP DOMINOS.IS | DOMINO’S

ÍBK

ANDSVINNUR ÍSL LINN Í ITI MEISTARAT NU 1964 KNATTSPYR öld

„Ég er með (GÍG) 1000 mb/sek uppi á Ásbrú“ frá 10.590 kr/mán

1000 Mb/sek og

hafið að gull Lesið um upp r í Keflavík knattspyrnunna

virkilega gott! Fljótlegt, einfalt og 45%

2.284 kr/kg

79

299

áður 3.359 kr

kr/stk

kr/pk

áður 149 kr

áður 549 kr

2 Pizza Subs Pepperoni Cheese & Tomato eða

Opnum snemma lokum seint

32%

47%

Lambakótilettur Kjötsel - með raspi

Prins súkkulaði Gói - 50 gr

t: Opnunartími Hringbrau Allan sólarhringinn ut: Opnunartími Tjarnabra 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

FIMMtUdAGUR 20. MAÍ

Fimmtudagur 13. maí

FimmtudaGuR 7. maí

2020 // 19. tbL. // 41.

sland Marc McAu

m sér Kemur sjálfu art mest á óv bakar þegar hann auð bananabr

25 metra rí au hr nveggi já g lls fe ba Lam

r og hunda u t s k a b s ig ldri Súrde nuveirufara ró ó k í n u lf þjá

verða

í Danmörku innumaður Ólafsson atv segir Ísak Óli óttir Rut Helgad

á Nýja-Sjálan

5

u

lds ppáha

Sigurðar Sævars

EYÞÓR ATL

Rósa fékk afmælissöng úti í garði

rs Logi Gunna r mætir aftu á parketið l al 39 ára gam

Á MI

kast alltaf að au

virkilega gott! Fljótlegt, einfalt og

299 kr/pk

áður 549 kr

2 Pizza Subs Pepperoni Cheese & Tomato eða

Opnum snemma lokum seint

34%

52% 89

kr/stk áður 189 kr

Sumar Kristall 33 cl

296 kr/stk

áður 449 kr

Fulfil 55 gr - 3 tegundir

t: Opnunartími Hringbrau Allan sólarhringinn ut: Opnunartími Tjarnabra 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

5

up

s páhald

pÖRlGVöINtSuÍVArRS BJ

Helmingur í eldisbleikju á fr um in im he m Suðurnesju

VIÐ ALGERU BRUGÐUST

uppáh

STRI STOPPI Í REK

þjónustu Úr bókunar áfu

aútg í barnabók t Lærði marg g si fa ál sj um ÐNA KAREN GU TIL FLUTTI UR DANMERK

Fljótur að segja já við flutningum til útlanda

áRG.

nguferðir lbreyttar gö a upp á fjö víkursvæðið óð bj illa M -Reykja Krilla og esið og Stór um Reykjan a Kalla: Gestir Gumm

GRILLAÐ

ÁHUGI Á N

45%

nn Keflvíkinguri adóttir Sylvía Rut Kári við er læknanem fnarháskóla aha ann Kaupm

LÍNUNA FYRIR FRAM

undan og tímar fram Spennandi

2020 // 21. tbL. // 41.

Fallegast sinu á Reykjane

AVÍK I ÚR GRIND

ur Stebbins hef Hulda Björk íkjunum í 37 ár búið í Bandar

„ALLTAF HÆGT AÐ REKAST Á NÝTT ÆVINTÝRI“

plötur

astarf og Öflugt vísind rfi mikilheilbrigðiske mfélög væg fyrir sa

ðurnesjum Útivist á Su

ingarar Keflbevstík a liðið í sum FLUG OG BAKSTURdi

árg.

líu síðan 2004 r búið í Sydney í Ástra Eydís Konráðsdóttir hefu

áRG.

af COVID-19 í London riffiths veiktist alvarlega Sigrún Sævarsdóttir-G

„ Allt í lífinu st hefur brey t s á síðu u sex vikum“

2020 // 20. tbL. // 41.

alds

5 plötur GUÐJÓNS INGA

MAGNAÐAR MYNDIR!

Katlar í Garði

ola „Þyrftu að þ óverdós af um ng æskuminni i“ b b ro g og

: Bergný Jóna

Nýtur þess í að vera úti náttúrunni

Flagghúsið eitt elsta hús Grindavíkur

MARTA R EIRÍKSDÓTTI ELGI RH MEÐ DEKU R FYRIR KONU

Gyaðrðjskuarga áG

800 SÍÐUR Í RAFRÆN

Í tólf vikur hafa Víkurfréttir verið gefn Með þessum hætti höfum við getað aukið við lesefni blað Við nýtum okkur líka tæknina og birtum myndskei Við höldum ótrauð áfram á rafrænu brautinni í allt sumar og Þið standið með okkur vaktina og bendið okkur á áh


5

Jónsson, Guðmundur Kristinn Kiddi í Hjálmum, er vizkuað tónlist. brunnur þegar kemur til að hann fengu Víkurfréttir ldsplötur velja sínar fimm uppáha vegna. og segja okkur hvers

Verð frá 3.890 kr/mán

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek

og 15 stjónvarpsstöðvar

innifaldar

429

739

279

kr/stk

kr/pk

frá 10.590 kr/mán

ðvar innifaldar

1000 Mb/sek og 15 stjónvarpsstö

Tjarnabraut: Opið frá 09.00 - 23.30

Xtra tómatsósa 1 kg

SS vínarpylsur 10 stk í pakka

„Ég er með (GÍG) 1000 mb/sek uppi á Ásbrú“

eru áhugamál Thelmu

Sumardaginn fyrsta Hringbraut: inn Opið allan sólarhring

áður 869 kr

kr/pk

Myllu pylsubrauð 5 stk í pakka

knattspyrna

Opnum snemma lokum seint

15%

Skíthræddur og rosalega feiminn

uppáhaldsplötur Kidda í Hjálmum

Kjólarog

taka á móti sumrinu! Allt sem þarf til að

GÆI BYRJAR MEÐ HLAÐVARP

Fimmtudagur 30. apríl

Fimmtudagur 23. apríl

Fimmtudagur 16. apríl

á Íslandi ott-hótelið Fyrsta Marri

2020 // 16. tbl. // 41.

2020 // 17. tbl. // 41.

árg.

Mögnuð upplifun

árg.

num fyrstu gestu bíður eftir

ttu „ Á einni nó a t varð þet “ draugabær

n. ir Kristinsso segir Ísak Ern gardeild nusta á fæðin Frábær þjó junum ský í álaráðherra HSS. Fjárm ið. barnabarn með fyrsta

verkefni Suðurnesja rð af bestu ge

Með Góðar sögur í nýju hlaðvarpi

5

is fólk erlend Suðurnesja

5

tur er miðpunk r u ta rs ta a M mum ði á veirutí mikillar gle ÓLÖF DAÐEY Í SAN DIEGO

tir er Brynja Lind Sævarsdót

„Get verið andlega fjarverandi þegar kemur að útliti“

LSSON JÓN ÞÓR KAR ÐVEG 66 BÝR VIÐ ÞJÓ

tir að „Á aldrei ef ktu stei prófa djúp un“ ist ae naut

Hveiti er lúxusvara

Ígulkerjahrogn og makrílsneiðar í sushi

plötur BUBBA

ttir tjana Héðinsdó i hús rnason og Kris Þorsteinn Bja nágrönnum sínum í næsta targleði með hafa notið ma

sa í fyrsta klas

Brynju

g Lengsta flu Icelandair!

plötur HULDU GEIRS

ÞAR SEM

ldi okkur“ „Ástralía va

g Staðan mjö alvarleg g en líka mör tækifæri

ahóteml GæludýárSu ðurnesju

ÆvinítNýeprail

TTIR ISTINSDÓ RI SUMAR UNA ÓSK KR ALLTAF VÆ

VILDI BÚA

i væmdastjór óttir, framk Þuríður Arad í viðtali u Reykjaness Markaðsstof

dum? lífið í útlön Hvernig er

árg.

rsku Lærir kínve nd rö við hvíta st díu í Kambó

ldu með fjölsky tarsdóttir býr Elva Sif Gré Spáni: á Malaga á sinni hálft árið

ðir að verða fa n n í fyrsta si

ðikennari Heimilisfræ usnum í la r sem hugsa

2020 // 18. tbl. // 41.

tir Haraldsdót Kristín Bára týri Asíu upplifir ævin

í Frakklandi hóteleigandi í litlum bæ

virkilega gott! Fljótlegt, einfalt og

Ungir nemu endur í Ork já h i kn og tæ HS Veitum

t samstarf Ánægjuleg Heiðarskóla HS Veitna og

Hlaupið á m! flugbrautu

„Ég er með (GÍG) 1000 mb/sek uppi á Ásbrú“ frá 10.590 kr/mán

ðinu r Isavia í bla Hreyfileika

56%

33%

56%

Opnum snemma lokum seint

Verð frá 3.890 kr/mán

79

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

kr/stk

69

199

kr/stk

kr/stk

áður 299 kr

Billys Pan Pizza pepperoni 170 gr - original eða

áður 179 kr

áður 159 kr

Toppur 33 cl - epla eða límónu & sítrónu

Rommý Freyja - 24 gr

t: Opnunartími Hringbrau Allan sólarhringinn ut: Opnunartími Tjarnabra 08.00 - 23.30 Virka daga

að lágmarki 303Mb/sek

og 15 stjónvarpsstöðvar

innifaldar

ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á

1.590 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 8.–14.

APP DOMINOS.IS | 58 12345 | DOMINO’S

JÚNÍ 2020

09.00 - 23.30 Helgar

ðvar innifaldar

1000 Mb/sek og 15 stjónvarpsstö

Fimmtudagur 11. júní

Fimmtudagur 4. júnÍ

FIMMTudAguR 28. MAí

sdóttir, Ásdís Ármann esjum: r á Suðurn sýslumaðu

2020 // 22. Tbl. // 41.

r Þinglýsinga um m tí á á fullu COVID-19

IÐAN MANNLÍF

Svona var sjómannadagurinn! Netspj@ll

gestir Kínverskir kaga: Inn á Garðs Lighthouse

í Keflavík Freyja ir: Sigurðardótt

Eigum gott ð sumar skili eftir harðan tu ve r

ka Koma í fers ði til loftið í Gar lungun að hreinsa

uppáh

alds

5 plötur TOMMA YOUNG

ttir sa Kristjánsdó Sigríður Ró

Skoðar r Ísland betu ll ö fj og fer á

Golf Í GRINDAV

ÍK

Dreymir um kóngabláa bjöllu Sólborg safnar!

5

a uppáh

pÍZlUöNEtWMuANr EL

Sólborgar gefnir út

rsdóttir Bylgja Baldu tjóri las aðstoðarskó óla: ssk í Sandgerði

Hugmynd að r pe leig ja Cam a og elta sólin

5

uppáh

PERL AN kjanesið fán um Rey segir Jón Ste

oltinn! B rúllar af stað

verðlaun Hvatningar jar 2020 Reykjanesbæ

ALLT FYRIR HELGINA Í NETTÓ!

alds

pGAlÞóöRStur IN

Netspj@ll

ðherra fékk Forsætisrá opapeysu forláta VG-l

hornið handan við

Fávitar

Útskrift FldSs

rabíl tti í ráðher nd! fánsson mæ stu Jónatan Ste sætisráðuneytið um for og tók yfir

Elín Ása : Einarsdóttir

n fá vísindamen erði ir k s r e v ín K g ið frá Sand netnámske

í Kanada: Siggi Jóns

ta „Erfitt að ge öld ekki kíkt í kv mu mat til möm a“ og pabb

árg.

AGA U Á GARÐSK MEÐ MÖRT DI

... afréttir og Nýjustu afl

óttir, lags istmundsd Guðbjörg Kr alýðs- og sjómannafé a rk Ve ur að gir á fjórð n rm fo grennis, se ög ná ps og up ur FK með Keflavík smanna VS þúsund félag rfshlutfalli. sta tu er eða í sk

2020 // 24. tbl. // 41.

Prjónuð í Sandgerði!

árg.

ór Berg urinn Halld Sandgerðing fur unnið og búið í he Harðarson átta ár. Fór á síðasta ir Beijing í yf a í Kína en 22 borg ári til meira ndi og viðburði. fu lda ha til að

áRg.

ÞETTA ER MIKIÐ SJOKK

2020 // 23. tbl. // 41.

-30%

Hrossafille

1.160

-60%

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG Lægra verð - léttari innkaup

Lamba frampartssneiðar Kryddaðar

1.300 ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG

-50%

Tómatar 5 tegundir Verð frá:

321

NUM VÍKURFRÉTTUM

nar út á rafrænu formi en ekki á pappír. ðsins og gefið bæði texta og myndum það pláss sem þarf. ið og heilu sjónvarpsþættina í blaðinu í hverri viku. g tökum púlsinn á Suðurnesjafólki hér heima og í útlöndum. hugavert efni með því að senda okkur línu á vf@vf.is

KR/PK

Tilboðin gilda 11. júní - 14. júní


Mundi

facebook.com/vikurfrettirehf

FORE!

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Skattpíndir sjálfboðaliðar! LOKAORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari í kvennaflokki, slær upphafshögg á sextánda teig Leirunnar um síðustu helgi.

VF-mynd: PKet

Það var stórkosleg skemmtun að vera í Leirunni síðastliðinn mánudag. Golfskálinn var kjaftfullur af fólki. Uppgjafa boltaíþróttamenn sem leika saman á mánudögum undir merkjum Golfklúbbsins Kvíðis og um 60 konur margar hverjar eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu. Allt um 100 manns á mánudagskvöldi í mat. Við erum ekki að ferðast til útlanda svo við finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera hér heima. Golfið er náttúrlega alveg frábært og golfiðkun eitthvað mesta lýðheilsumál sem til er á Íslandi. Golfvöllurinn í Leiru er meðal þeirra fimm bestu á Íslandi. Algerlega frábær. Golfklúbburinn líður hins vegar fyrir það að vera í landi Suðurnesjabæjar, Reykjanesbær notar það sem afsökun fyrir að gera sem minnst og Suðurnesjabær gerir helst ekkert

vegna þess að það er líka golfvöllur í Sandgerði. Golfklúbburinn er rekinn af miklum vanefnum og ef ekki væri fyrir frábæra stjórn og sjálfboðaliða væri aðstaðan þarna ekki merkileg. Sá sem síðast tók til hendinni þarna í framkvæmdum, góður tannlæknir

í Reykjanesbæ var látinn hætta sem formaður með skömm fyrir framúrkeyrslu í framkvæmdum. Tuttugu árum síðar – tel ég rétt að þakka honum kærlega fyrir framsýnina. Án hans væri þessi klúbbur í dag væntanlega í tómu tjóni því litlar

sem engar hafa framkvæmdirnar verið síðan. Það sama á við um mörg önnur íþróttamannvirki á Suðurnesjum. Reykjanesbær greiðir Keflavík skammarlegan styrk fyrir að reka knattspyrnuvöll. Svo skammarlegan að sá sem þetta skrifar, einstaklingur úti í bæ er eigandi sláttuvélanna sem nota þarf til að viðhalda keppnisvelli Keflavíkur í Reykjanesbæ. Sorgleg staða á sama tíma og menn hreykja sér af sex milljarða rekstrarhagnaði. Það þarf að gera miklu betur. En bestu þakkir til sjálfboðaliðanna í íþróttahreyfingunni, án ykkar væri þetta ómögulegt. Það væri óskandi að kjörnu fulltrúarnir væru jafn öflugir. Með sumarkveðju, Margeir Vilhjálmsson

ALDREI HLÉ!

NÆSTI ÞÁTTUR HEFST KL. 20:30 Á FIMMTUDAG

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 24. tb. 41. árg.  

Víkurfréttir 24. tbl. 2020

Víkurfréttir 24. tb. 41. árg.  

Víkurfréttir 24. tbl. 2020

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded