Víkurfréttir 23. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 9. júní 2021 // 23. tbl. // 42. árg.

Á fjórða þúsund tók þátt í íbúakosningu – 30 milljónir í framkvæmdir

Krabbamein ekki marktækt hærra á Suðurnesjum

Kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Reykjanesbær er lokið. Alls bárust 3.484 atkvæði í þau 27 verkefni sem kosið var um. „Það er mjög ánægjulegt hversu margir tóku þátt en þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á svona kosningu,“ segir Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri Þjónustu og þróunar hjá Reykjanesbæ. Á kjörskrá voru um 16.200 einstaklingar en það voru íbúar fimmtán ára og eldri í Reykjanesbæ sem gátu tekið þátt í kosningunni. Framtíðarnefnd Reykjanesbæjar vann úr öllum innsendum hugmyndum og alls var kosið um 27 hugmyndir. Þær hugmyndir sem voru hlutskarpastar og munu núna fara í endanlegt kostnaðarmat:

– en samt hæst

Upplýsingar um krabbameinstíðni á Suðurnesjum sem bárust frá Krabbameinsfélaginu voru kynntar lýðheilsuráði Reykjanesbæjar á síðasta fundi ráðsins. Samkvæmt þeim er krabbamein ekki marktækt hærra í heild hér á Suðurnesjum en er þó hæst hér. Lýðheilsuráð segist í fundargerð telja líklegast að lífsstílstengdir sjúkdómar vegi þyngst í tíðni krabbameins á svæðinu og óskar þess efnis frá Krabbameinsfélaginu.

• • • • • •

Ein stærsta og óvanalegasta snekkja í heimi sigldi inn í Keflavíkina í síðustu viku og lónaði skammt undan Berginu. Gestir af snekkjunni komu í litlum bát frá henni inn í smábátahöfnina í Keflavík og sást til þeirra fara í Skessuhellinn. Meðal gestanna voru tvö börn.

„Farið verður í framkvæmdir upp að 30 milljónum en verkefni sem ekki ná inn í þann kostnaðarramma þurfa að bíða betri tíma. Nánari upplýsingar verða gefnar þegar endanlegt kostnaðarmat liggur fyrir og við sjáum hve margar hugmyndir rúmast innan rammans,“ segir Jóna Hrefna.

Ofurskútan A skammt undan landi við Bergið í Keflavík síðasta fimmtudag. Skútan er 142 metra löng og með 100 metra há möstur. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Ríkur rússi á ofurskútu heimsótti Skessuhelli

Snekkjan er í eigu rússneska viðskiptajöfursins Andrey Melnitsénkó og er 142 metra löng og möstrin eru um hundrað metrar. Snekkjan vakti fyrst athylgi á Íslandi þegar hún sigldi inn Eyjafjörðinn um miðjan apríl. Skútan stoppaði við Reykjanesbæ frá fimmtudegi og þar til hún fór til Reykjavíkur á sunnudag.

Ævintýralegt leiksvæði í Skrúðgarði (372 atkv.) Vatnsholt Reykjanesbæ (Trúðaskógur) (327 atkv.) Strandsvæði í Seylu (225 atkv.) Ærslabelgur og leiktæki í Inni-Njarðvík (218 atkv.) Úti-vísindaleiktæki fyrir börn (154 atkv.) Fótboltagolfvöllur – Sumarvöllur (152 atkv.)

BARION DAGAR! 23%

24%

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

20% Hamborgarar 2x140 gr

Barion sósur 300 ml

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Hamborgarabrauð 2 stk

A L L T FY RIR Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

PÁLL ÞOR­ BJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

GUNNUR@ALLT.IS 560-5503

UNNUR@ALLT.IS 560-5506

PALL@ALLT.IS 560-5501

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Covid skyndipróf við Aðaltorg – tilbúið á fimmtán mínútum

Átta í framboði hjá Framsókn Alls eru átta í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 19. júní. Kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi alþingkosningar. Kosið verður í lokuðu prófkjöri á 22 kjörstöðum vítt og breytt um kjördæmið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður 15. júní, 16. júní og 18. júní. Kjörstaði má finna á framsokn.is. Talning fer fram 20. júní. Framsókn náði tveimur þingmönnum á þing í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra og Silju Dögg Gunnarsdóttur alþingismanni. Í framboði eru: Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi – sækist eftir 1. sæti Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppi – sækist eftir 2.–4. sæti Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg – sækist eftir 3. sæti Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 3.- 4. sæti Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjum – sækist eftir 3.–4. sæti Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Vík í Mýrdal – sækist eftir 3.–5. sæti.

Opnuð hefur verið ný skimunarstöð fyrir Covid skyndipróf í húsnæði Aðaltorgs, áður gistiheimilisins Alex í Reykjanesbæ, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða svokallað Antigen próf sem skila niðurstöðu með mikilli nákvæmni á aðeins timmtán mínútum. Prófunarstaðurinn á Aðaltorgi er einkum ætlaður ferðamönnum sem þurfa að vera með nýlegt sýni áður en þeir halda frá Íslandi til síns heima. Prófið er gert með stroku í nef og niðurstaða er send með QR-kóða í tölvupósti til viðkomandi strax að prófi loknu. QR kóða er svo framvísað áður en haldið er í flug til Bandaríkjanna og fleiri landa sem fara fram á að flugfarþegar sýni stöðu sína gagnvart Covid-19. „Þetta skyndipróf hjálpar til við allt flæði ferðafólks frá landinu. Álag á hefðbundnu PCR prófin minnkar og þar með verður greiningar- og skimunargeta í því kerfi ekki lengur flöskuháls. Öryggismiðstöðin sér um alla framkvæmd í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind en notast er við skyndipróf frá Siemens sem hafa 98,73% nákvæmni. Öryggismiðstöðin hefur séð um meginþorra

allra PCR skimana hér á landi þannig að reynsla þeirra af sýnatöku er gríðarleg. Bandaríkjamenn sem hafa verið að fjölmenna til Íslands þurfa að fara í svona próf fyrir heimferð þannig að það ætti ekki að hafa slæm áhrif á ferðaþjónustu og gistingu á Suðurnesjum að þessi þjónusta sé hér á svæðinu, steinsnar frá flugvellinum,“ segir Ingvar Eyfjörð hjá Aðaltorgi en von er á allt upp í tvö þúsund ferðamönnum frá Bandaríkjunum á dag í sumar í daglegu flugi bandarískra flugfélaga til Keflavíkur.

Öryggismiðstöðin er með á annað hundrað manns við störf í flugstöðinni við ýmis störf en fyrirtækið sinnir m.a. umfangsmikilli sýnatöku hjá komufarþegum á flugvellinum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að skyndiprófið sé kærkomin nýjung og bæti þjónustu verulega við ferðafólk sem heimsækir Ísland. Fyrst um sinn verður opið í skimunarstöðinni við Aðaltorg frá kl. 7 til 16 alla daga en framhaldið mun ráðast af eftirspurn. Hægt er að bóka sýnatöku á www.testcovid.is.

Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, og Ingvar Eyfjörð hjá Aðaltorgi skoða niðurstöðu úr skyndiprófi sem Ingvar fór í hjá starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar. VF-mynd/pket

Ferðavögnum verði fundin sumarstæði í Reykjanesbæ Róbert Jóhann Guðmundsson, nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar, lagði á síðasta fundi ráðsins fram þá tillögu að Reykjanesbær bjóði íbúum Reykjanesbæjar stæði fyrir ferðavagna yfir sumartímann. „Það er í mörgum tilfellum erfitt fyrir fólk að leggja hjólhýsum og öðrum ferðavögnum við heimili

sín þar sem þau taka mjög mikið pláss og hefta oft aðgengi annarra um götur og gangstéttar og í sumum tilfellum er fólk að leggja ferðavögnum á opin svæði þar sem þeir eiga ekki að vera,“ segir í tillögunni. Sviðsstjóra umhverfissviðs og starfsfólki falið að koma með tillögu að staðsetningu á næsta fund ráðsins.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Algalíf á Ásbrú meira en tvöfaldar verskmiðjuna Ársframleiðsla rúmlega þrefaldast Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar tóku í gær fyrstu skóflustungu að nýrri verksmiðju líftæknifyrirtækisins Algalífs að Axartröð 1 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hin nýja 7.000 m² verksmiðja mun rísa við hlið núverandi 5.500 m² starfsstöðvar Algalífs. Rúmlega eitt hundrað innlend störf verða til á framkvæmdatímanum 2021 til 2023. Byggðir verða um 7.000 m2 og húsnæðið fer því úr 5.500 m2 í um 12.500 m2. Ársframleiðslan fer úr rúmum 1.500 kg af hreinu astaxanthíni í rúm 5.000 kg. Verksmiðjusvæðið mun þannig meira en meira en tvöfaldast en framleiðsla á astaxanthíni rúmlega þrefaldast. Varanlega störf verða um 80 eftir stækkun. Algalíf er nú þegar stærsta og öflugasta þörungafyrirtæki á Íslandi og með þeim stærstu í Evrópu. Eftir stækkun verður það eitt stærsta örþörunga fyrirtæki í heimi og stærsti framleiði heims á astaxanthíni. Líftæknifyrirtækið Algalíf Iceland framleiðir örþörunga í lokuðum hátækni vatnskerfum og vinnur úr þeim astaxanthín sem nýtt er í fæðubótaefni og snyrtivörur um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og er í eigu norskra fjárfesta. Sá sem leitt hefur uppbyggingu þess er forstjórinn Orri Björnsson. Nú starfa um fjörutíu manns hjá

fyrirtækinu og ársveltan yfir einn og hálfur milljarður króna. Nánasta allar afurðir eru fluttar út og skapa gjaldeyristekjur. Í desember 2020 var tilkynnt um fjögurra milljarða erlenda fjárfestingu frá eigendum fyrirtækisins til að stækka það. Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. Því er náttúrulegt astaxanthín frá Algalíf mjög vel samkeppnishæft á alþjóðamarkaði, markaðshorfur eru góðar og sala gengur mun betur en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Algalíf hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. Nýlega hlaut Algalíf hin virtu Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaun, fyrst

íslenskra fyrirtækja, sem besti framleiðandi á náttúrulegu astaxanthíni í heimi. Algalíf hefur sett sér metnaðarfulla umhverfisstefnu sem lesa má um á vefsíðunni www.algalif.com Framleiðslan fer fram í stýrðu umhverfi innanhúss með umhverfisvænum orkugjöfum og ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í ferlinu. Notast er við sérstök LED ljós og tölvustýrð ljósa- og hitakerfi við ræktun örþörunganna í lokuðum rörakerfum sem þýðir að vatns-, raforku- og landnotkun er í lágmarki. Binding á koltvísýringi er 80 tonn á ári en verður 250 tonn á ári og kolefnisfótsporið neikvætt sem því nemur. Náttúrulegt astaxanthin frá Algalíf er alþjóðlega vottað af NonGMO Project.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tóku skóflustunguna og eru hér með Orra Björnssyni, forstjóra Algalífs.


SUMARFRÍ 4 VIKUR

26 kr. AFSLÁTTUR

Skráðu þig á orkan.is Skipuleggðu sumarfríið vel og vertu með afslátt í áskrift Veldu þínar 4 vikur og tankaðu með 26 kr. afslætti* með Orkulyklinum! Þú gætir líka unnið gistinótt á Icelandair hóteli með morgunmat fyrir tvo, 50.000 kr. eldsneytisinneign, lesbretti og 12 mánaða áskrift að Storytel eða aðgang fyrir tvo í Sky Lagoon. Orkan — Ódýrasti hringurinn

*Gildir ekki á Orkunni Bústaðavegi, Dalvegi, Reykjavíkurvegi og Mýrarvegi, en þar gildir okkar allra lægsta verð — skilyrðislaust.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Svona var staðan á hrauninu í Nátthaga sl. sunnudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi

Fagradalshraun fyllir Nátthaga Hraunbreiðan í Nátthaga stækkar ört þessa dagana. Hraun tók að flæða yfir vestari varnargarðinn í Syðri-Meradölum á laugardagsmorgun. Hraunfossum niður í Nátthaga hefur svo fjölgað talsvert og á sama tíma eykst hraunstraumurinn í dalinn. Nokkuð er síðan flæddi yfir eystri stífluna og hraunið þaðan flæddi niður í dalinn. Á sunnudag bætti svo talsvert í hraunið breiðan hefur þykknað og haldið áfram að breiða úr sér. Aðfaranótt þriðjudags bættist svo enn við hraunárnar og nú má segja að hraunið sé komið yfir um helming dalbotnsins í Nátthaga. Grindvíkingar vilja koma upp varnargörðum í Nátthaga og beina hrauninu um rás austur fyrir Ísólfsskála þar sem það gæti runnið í sjó fram. Þær hugmyndir veltast nú um í kerfinu en Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, sagði í samtali við blaðamann Víkurfrétta á sunnudagskvöld að ef það ætti að ráðast í þá framkvæmd þyrfti að byrja fljótlega, því hraunjaðarinn færist hratt nær þeim stað þar sem efnið í varnargarðinn yrði tekið. Gosið í Fagradalsfjalli er úr einum gíg. Hraunrennsli úr gígnum er stöðugt undir storknaðri skel en síðan fer gígurinn á yfirfall á tíu til tólf mínútna fresti. Þá flæðir gífurlegt magn af kviku upp úr um 100 metra háum gígnum og hraunið gusast í um tuttugu metra háum boðaföllum.

Hraunrennslið er tvöfalt meira en fyrstu sex vikurnar Jarðvísindastofnun Háskólans birti nýjar mælingar voru gerðar miðvikudaginn 2. júní en þá flaug Garðaflug með Hasselblad myndavél Náttúru-

fræðistofnunar og hafa nú verið unnin landlíkön af Fagradalshrauni. Meðalhraunrennslið yfir tímabilið 18. maí til 2. júní (fimmtán dagar) er 12,4 rúmmetrar á sekúndu. Þessi mæling staðfestir að sú aukning á hraunrennsli sem varð í byrjun maí hefur haldist. Hraunrennsli í maí var því tvöfalt meira en var að meðaltali fyrstu sex vikurnar. Hraunið mælist nú 54 milljónir rúmmetrar og flatarmálið 2,67 ferkílómetrar, miðað við mælinguna 2. júní.

nú fer á yfirfall og flæðir yfir barma sína og byggir hann hratt upp en minna er um strókavirkni sem var meira áberandi áður. Áferð gígsins sem nú gýs er líka mjög falleg og við rétt birtuskilyrði er gígurinn silfurlitaður og glansandi glerjungur á honum. Með sama áframhaldi byggist upp dyngja í Fagradalsfjalli og þunnfljótandi hraunið rennur frá gígnum og myndar miðlunarlón í umhverfi sínu sem síðan deila hrauni áfram í Geldingadali, Merardalina og nú síðast niður í Nátthaga.

Sumarsýningar opna í Duus Safnahúsum Næstkomandi laugardag, 12. júní klukkan 13, verður mikið um dýrðir í Duus Safnahúsum þegar Listasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar opna sumarsýningar sínar og eru bæjarbúar boðnir velkomnir að líta við og taka þátt í þessum viðburði.

Stutt í að renni yfir gönguleiðina

Lilja fékk sent Fagradalshraun

Einn vinsælasti útsýnishóllinn við eldstöðvarnar varð ófær í síðustu viku þegar hraun rann þar yfir gönguleiðina upp á hólinn. Þá hefur yfirborð hraunsins í Geldingadölum vaxið hratt síðustu daga og aðeins tímaspursmál hvenær hraun flæðir yfir aðalgönguleiðina að gosstöðvunum. Þá þarf að finna nýja leið að gosinu. Virknin í gígnum hefur tekið breytingum síðustu daga. Hraunkvikan stendur hærra í gígnum sem

Nafn á nýju hrauni og gígum við Fagradalsfjall var til afgreiðslu á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Með vísan til laga nr. 22/2015 hafði bæjarráð Grindavíkur lagt til við bæjarstjórn að nýtt hraun austan Fagradalsfjalls verði nefnt Fagradalshraun. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs og vísar örnefninu til staðfestingar hjá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Glóandi hraunið flæðir hratt yfir Nátthaga þessa dagana. VF-mynd: Birta María Hilmarsdóttir

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Steingrímur Eyfjörð í Listasafninu Listasafn Reykjanesbæjar opnar stóra einkasýningu á verkum eftir Steingrím Eyfjörð (f. 1954) sem eru sambland eldri og nýrri verka og ber sýningin yfirskriftina Tegundagreining. Sýningin er tilraun listamannsins til að skýra kveikjuna að myndsköpuninni. Steingrímur hefur verið virkur myndlistarmaður frá áttunda áratug síðustu aldar og í verkum sínum hefur hann unnið með fjölbreytta miðla, margvíslegt efnisval og ólík viðfangsefni. Steingrímur hefur haldið fjölmargar einkasýningar síðan 1977, ásamt því að vera valinn til þess að taka þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Þar má meðal annars nefna viðamikla sýningu á verkum hans í Listasafni Íslands árið 2006. Steingrímur var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007. Árið 2017 var hann sæmdur titlinum bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Steingrímur hlaut Menningarverðlaun DV fyrir myndlist árið 2002 og var tilnefndur til Carnegie Art Award árin 2004 og 2006.

ATVINNA

Blaðberi óskast hjá Morgunblaðinu. Upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 8609199

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

Hraunbreiðan í Nátthaga.

Saga Kaupfélags Suðurnesja Í tilefni 75 ára afmælis Kaupfélags Suðurnesja verður opnuð sýning í Stofunni í Duus Safnahúsum þann 12. júní kl. 13 í samvinnu Byggðasafns Reykjanesbæjar og Kaupfélagsins. Hluti sýningarinnar verður staðsettur utandyra gegnt Duus Safnahúsum. Sýningin samanstendur af ljósmyndum og munum úr sögu Kaupfélagsins. Sýning Listasafnsins stendur til 22. ágúst en sýning Byggðasafnsins stendur lengur. Ókeypis er í Duus Safnahús í sumar og því um að gera að leggja leið sína þangað með gesti og gangandi.


A L L A IR R Y F Ð A V H T EIT ! Ó T T E N M U N U L S R E V Í TILBOÐ GILDA 10. -- 13. JÚNÍ

MEÐLÆTI Á GRILLIÐ 20% AFSLÁTTUR

30%

40%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Nauta Rib-eye Í heilu

2.759

KR/KG ÁÐUR: 4.599 KR/KG

25%

Úrbeinuð kjúklingalæri Í marineringu

1.749

KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG

Heilsuvara vikunnar!

AFSLÁTTUR

Parmigiano Reggiano Michelangelo – 200 gr

20%

1.159

KR/STK ÁÐUR: 1.549 KR/STK

Guli miðinn C-500 100 töflur

989

969

35% AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 1.495 KR/KG

Eggaldin

349

Lamba grillpakki Blandaður

1.999

KR/KG ÁÐUR: 2.499 KR/KG

AFSLÁTTUR

KR/PK ÁÐUR: 1.419 KR/PK

AFSLÁTTUR

Grísalæri Purusteik

30%

Kúrbítur Grænn

30%

KR/KG ÁÐUR: 499 KR/KG

AFSLÁTTUR

279

KR/KG ÁÐUR: 399 KR/KG

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM

Náðu í appið og safnaðu inneign Lægra verð – léttari innkaup

Þú getur notað appið í öllum Nettó verslunum Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sigríður Þóra vann Söguverðlaunin Sigríður Þóra Gabríelsdóttir, tíu ára úr Njarðvíkurskóla, vann Söguverðlaunin í flokki smásagna á Sögum - verðlaunahátíð barnanna um nýliðna helgi. Það voru RÚV og Menntamálastofnun sem stóðu fyrir viðburðinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti verðlaunin í beinni útsendingu á RÚV. Sigríður Þóra fór á laugardaginn til að taka á móti viðurkenningu ásamt tuttugu öðrum krökkum af landinu sem valdir höfðu verið til viðurkenningar fyrir sögur sínar. Síðar um kvöldið kom svo í ljós að Sigríður Þóra átti aðra af þeim sögum sem sérstaklega voru verðlaunaðar. Saga Sigríðar Þóru heitir „Soffía frænka“ en einnig var sagan „Ævintýravíddin“ verðlaunuð sérstaklega en höfundur hennar er Ásgeir Atli Rúnarsson.

Á hátíðinni er það efni verðlaunað sem þótt hefur skara fram úr í íslenskri barnamenningu á síðasta ári. Sigurvegararnir voru valdir af börnum í gegnum netkosningu. Hluti af Söguverkefninu eru innsendingar frá krökkum sem fá þá tækifæri til að senda inn sín lög, leikrit, sögur eða handrit. Úr innsendum sögum velur Menntamálastofnun sögur og gefur út í rafbókinni Risa-stórar-smásögur, Borgarleikhúsið velur verk til að setja á svið sem útskriftarverk Leiklistarskóla Borgarleikhússins, KrakkaRÚV velur handrit að stuttmyndum sem framleiddar eru og fagfólk í tónlist velur lög og texta til að vinna áfram með höfundum. Í ár veitti Árnastofnun auk þess verðlaun fyrir handrit ársins í tilefni af því að 50 ár eru frá heimkomu íslensku handritanna.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

ELDGOSIÐ OG AFLEIDD ÁHRIF ÞESS Það er nú kannski að bera í bakkafullann lækinn að tala um eldgosið – en samt… Nú þegar höftum á ferðafrelsi er að létta og túristinn fer að láta sjá sig í ríkara mæli skyldi maður ætla að það væri heppilegt að hafa eitt eldgos hér á Reykjanesinu. Aðdráttarafl eldgossins er mikið og ferðamaðurinn sem kemur til þess að berja það augum hann þarf á ýmissi þjónustu að halda, versla sér mat, leigja bíl, kaupa gistingu og fleira eins og alltaf áður og er kominn kippur í sölu hjá söluaðilum slíkrar þjónustu á svæðinu. Það er allskonar í boði í öllum landshlutum en enginn annar sem býður upp á gott eldgos nema við hér á Reykjanesinu. Er ekki í lagi að það logi í þessu aðeins lengur?

Jón Steinar Sæmundsson

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Sumarhátíð 10.-17. júní BYKO Fjöldi tilboða Fylgstu með á byko.is Verslaðu á netinu á byko.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hólmfríður Guðmundsdóttir ein stofnsystra Keflavíkurklúbbs er enn ötul við vöxt klúbbsins. Þær Sigurbjörg Sigurðardóttir og Arna Hrönn Sigurðardóttir voru öflugar í gróðursetningunni með henni og fleirum.

Gróðursettu 100 tré á 100 ára afmæli Soroptimistaklúbbur Keflavíkur fyrstur félagasamtaka til að gróðursetja í Njarðvíkurskógum

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur gróðursetti á stofndegi klúbbsins 5. júní sl. alls 100 tré í Njarðvíkurskógum í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimista. Klúbburinn er fyrstur félagasamtaka til þess að fá úthlutað reit í skóginum til gróðursetningar, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur skrúðgarðyrkjumeistara hjá Reykjanesbæ en uppbygging skógarins hefur verið í höndum Reykjanesbæjar og Skógræktarfélags Suðurnesja, sem eru samstarfsaðilar Soroptimistaklúbbs Keflavíkur við gróðursetninguna. Auk uppgræðslu gróðurs hafa útvistar- og leiksvæði verið gerð í skóginum ásamt gróðurkössum þar sem íbúum gefst kostur á að rækta eigin matjurtir. Fleiri félagasamtök hafa líst áhuga á að gróðursetja í Njarðvíkurskógum.

■ Netþjónusta ■ Ljósleiðaraþjónusta ■ Gervihnattaþónusta ■ Sjónvarpsþjónusta ■ Rafvirkjaþjónusta einnig loftnet eða 4G router og tv box í húsbílinn eða hjólhýsið Loftnetstaekni@loftnetstaekni.is Sími 8942460

Smiðir óskast!

óskar að ráða smiði til starfa. Umsækjendur sendi helstu upplýsingar eða ferilskrá á tsa@tsa.is

Að sögn Svanhildar Eiríksdóttur formanns Soroptimistaklúbbs Keflavíkur var fyrsti soroptimistaklúbburinn í heiminum stofnaður í Oakland í Kaliforníu í október 1921. „Í klúbbnum voru 80 konur en Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Fyrsta verkefni Soroptimista var að bjarga rauðviði sem hafði næstum verið útrýmt og síðan hefur gróðursetning rauðviðar verið eitt af verkefnum Soroptimista í Kaliforníu. Í tilefni af 100 ára afmælinu hefur Soroptimistahreyfinging mælst til þess að allir klúbbar gróðursetji tré til þess að minnast tímamótanna, en að sjálfsögðu var ætlunin að halda upp á tímamótin með miklum veisluhöldum í Kaliforníu. Kórónuveirufaraldurinn kom hins vegar því miður í veg fyrir það,“ segir Svanhildur.

Eitt af verkefnasviðum Soroptimista eru umhverfismál og líkt og hjá systrum í Kaliforníu hefur gróðurrækt verið áberandi í starfsemi klúbbanna. „Systur í Keflavíkurklúbbi hafa lengi gróðursett í lundi við Voga en nú höfum við ákveðið að færa okkur um set í Njarðvíkurskóga og taka þátt í uppbyggingu þar. Með gróðursetningunni viljum við Keflavíkursystur ekki aðeins minnast tímamótanna í starfsemi Soroptimista heldur taka þátt í uppbyggingu skóglendis og grænna svæða í okkar samfélagi sem er ekki síður mikilvæg fyrir kolefnisbindingu í nálægð við alþjóðaflugvöll,“ segir Svanhildur að lokum og vildi færa styrktaraðilum við verkefnið bestu þakkir en þeir voru: HS Orka styrkti klúbbinn við trjákaup, HH steinar grófu holur fyrir stærstu trén og Íslenska gámafélagið gaf moltu til gróðursetningarinnar.

Unga fólkið tók hraustlega til hendinni í gróðursetningunni. Hér má sjá Ernu Ósk Leifsdóttur og Viktoríu Líf Einarsdóttur.

Reykjaneshöllin fái að heita Nettóhöllin

Rannsaka jarðhita í Stóru Sandvík

Knattspyrnudeildir UMFN og Keflavíkur hafa sent beiðni til íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þess efnis að Reykjaneshöllin fái að heita Nettóhöllin næstu fimm árin. Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir beiðnina með fyrirvara um að öll leyfi liggi fyrir. Í erindi knattspyrnudeildanna segir að í samningnum er meðal annars kveðið á um að Reykjaneshöllin beri nafnið Nettóhöllin í öllu kynningar-

Orkustofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar um umsókn HS Orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík. Skipulagsnefnd Grindavíkur gerði ekki athugasemd við umsókn HS Orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík fundi sínum þann 17. maí síðastliðinn og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á síðasta fundi sínum.

efni sem notað verður þegar viðburðir, mót eða leikir fara þar fram. Að auki er hugmyndin að setja upp ljósaskilti á gafl hússins þar sem aðalinngangur og að aftan.

Ásdís Elma og Ásta Maren fengu aðalverðlaun Nýsköpunarkeppni grunnskólanna Ásdís Elma og Ásta Maren nemendur í 7. bekk í Sandgerðisskóla unnu aðalverðlaun Nýsköpunarkeppni grunnskólanna með hugmynd sinni um samanbrjótanlegan hjálm. Alls tóku 31 grunnskóli víðsvegar um landið þátt í keppninni. Nýsköpunarkennsla hefur verið stór þáttur af náttúrufræðikennslu 7. bekkjar í vetur í umsjón Ragnheiðar Ölmu Snæbjörnsdóttur og Guðrúnar Óskar Gunnlaugsdóttur. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. til 7. bekk grunnskóla. Keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og hefur verið haldin, óslitið síðan. Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða annarri kennslu á skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni út frá sínu áhugasviði, allt frá hugmynd til veruleika. Þetta ferli

virkjar sköpunarkraft nemenda í lausnamiðuðum hugsunarhætti og eykur sjálfstraust þeirra og frumkvæði. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands afhenti Ásdís Elma og Ásta Maren nemendur í 7. bekk í Sandgerðisskóla.

þeim Ásdísi og Ástu vegleg verðlaun og verðlaunagrip að viðstöddum kennurum, stjórnendum, aðstandendum og bæjarstjóra Suðurnesjabæjar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Myndarlegt Tinnasafn Ingvars fær gott pláss á heimili hans í Keflavík. VF-mynd: pket

ÆVINTÝRI TINNA heilla Ingvar Georgsson

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurinn Ingvar Georgsson er mikill áhugamaður um Tinna og það er vel sýnilegt að heimili hans í Keflavík. Ingvar hefur verið aðdáandi teiknimyndahetjunnar frá því hann var barn en það eru bara fá ár síðan hann fór að safna bókunum og munum sem tengjast sögunum og þeim ævintýrum sem Tinni lendir í. Ingvar Georgsson er í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í þessari viku þar sem hann sýnir áhorfendum safnið sitt. Tinnasafnið er reyndar ekki eina safn Ingvars. Hann safnar einnig knattspyrnubúningum, á stórt safn af litlum vínflöskum og varðveitir yfirgripsmikið safn af eldspítustokkum og lyklakippum. Þekktasta safnið sem Ingvar kemur að er samt örugglega Slökkviliðsminjasafnið sem staðsett er í Rammanum í Innri-Njarðvík en þar er að finna mikið magn gamalla slökkvibíla og margt annað sem tengist sögu íslenskra slökkviliða. Kynntist Tinna fyrst sex ára Ingvar segist hafa verið um sex ára gamall þegar hann byrjaði fyrst að lesa Tinna og eignaðist nokkrar bækur. Þær hafi glatast á einhverjum tímapunkti. Hann sá síðan viðtal við Keflvíkinginn Rúnar Hannah í Víkurfréttum fyrir nokkrum árum en Rúnar er mikill aðdáandi Tinnabókanna. Ingvar segist hafa rætt við Rúnar sem hafi aðstoðað hann. „Ég fór á fullt í þetta og er kominn með allar bækurnar og meira til,“ segir Ingvar í samtali við Víkurfréttir. Bækurnar eru til í nokkrum útgáfum og Ingvari vantar ennþá nokkrar bækur í mismunandi útgáfum. Höfundur Tinna er Hergé. Það er dulnefni fyrir Georges Prosper Remi sem var belgískur skáti og

teiknaði fyrir skátablað en var svo síðar ráðinn til tímarits til að teikna. Teiknimyndasögur um Tinna byrjuðu í vikublaði þar sem var ein síða í hverri viku en þessar sögur þróuðust síðan yfir í bækurnar sem við þekkjum. „Tinni í Kongó og Tinni í Ameríku voru ekkert skemmtilegar. Svaðilför í Surtsey var hins vegar geggjuð því maður tengdi hana við Surtsey. Einnig Dularfulla stjarnan þegar Tinni kemur til Íslands,“ segir Ingvar þegar hann er beðinn um að lýsa upplifun sinni af bókunum úr barnæsku. Þegar Tinni kom til Íslands kemur hann við á Akureyri til að taka eldsneyti og þar kemur KEA við sögu í bókinni. Ingvar segir að íslenska þýðingin á Tinna sé alveg einstök. „Tinni heitir

Auðvelt að ferðast með Tinna

Ingvar safnar líka íþróttabúningum, smáflöskum og varðveitir stórt safn af eldspítustokkum fyrir föður sinn.

í raun Tin Tin og það er einstakt að við fáum að búa til Tinna og breyta mörgu orðalagi í bókunum, sem gerir þær mjög skemmtilegar. Nú stoppar Hergé-stofnunin í Brussel að þú getir búið til þitt eigið skrifmál í bækurnar og það þarf að fá samþykki fyrir því í dag. Þessi stofnun er stórt batterí. Ég gæti ekki auglýst Tinnasafn á Íslandi, þá fengi ég væntanlega á mig her lögfræðinga.“

Tinni er súperhetja – Hver er Tinni? „Þegar Hergé byrjar að teikna Tinna þá er hann 21 árs gamall og segir að Tinni sé sextán ára unglingur. Tinni er líkur bæði Hergé og einnig bróður hans, sem er fimm árum yngri. Menn segja að hann sé að teikna sjálfan sig eða jafnvel bróður sinn og búa til

hetju úr þeim. Svoleiðis lifir Tinni áfram. Hergé er að teikna hann í fimmtíu, sextíu ár en Tinni eldist aldrei. Menn hafa velt því fyrir sér hvort Tinni sé strákur eða stelpa. Er hann kannski eitthvað annað? Tinni er aldrei kenndur við kvenmann í bókunum. Þegar ég byrjaði að lesa Tinna þá fannst mér hann vera hetja. Mér fannst hann vera fullorðinn þá en í seinni tíð er hann bara krakki. Tinni kann allt. Hann flýgur og siglir. Tinni kann að keyra og hann fer til tunglsins. Tinni er súperhetja á þessum tíma.“

Ingvar segir það skemmtilega við Tinna að það sé auðvelt að ferðast með honum í gegnum ævintýrin. Það er hægt að ferðast með honum til Sovétríkjanna, Afríku, Ameríku og svo fer hann til tunglsins löngu á undan Armstrong. Hann er til Austurlanda fjær og til Kína. Frá Suður-Ameríku fer hann til Skotlands. „Hann er út um allt og það er svo skemmtilegt við ævintýrin hjá honum,“ segir Ingvar. Það er talað um að Tinnabækurnar séu tuttugu og fjórar. Svo er kvikmyndabókin Tinni og bláu appelsínurnar en hún er ekki talin með. Svo hefur verið gefin út bók sem Hergé var byrjaður á áður en hann deyr og í henni eru bara skissur að myndasögunni. Ingvar safnar ekki bara bókunum um Tinna því hann á einnig ýmsa aðra muni tengda sögunum. Styttur og fígúrur ýmiskonar sem tengjast hverri sögu fá pláss með viðkomandi bók í sýningarskápum á heimilinu. Einnig eru myndir á veggjum, púðar með myndefni úr Tinnabókum, borðspil og myndefni á DVD. Þá áskotnaðist Ingvari nýlega vínilplata með Tinna. Hann á ennþá eftir að komast að því hvað í raun er á plötunni þar sem hann þarf að eignast plötuspilara.

– Tinni er blaðamaður. „Já, hann byrjar sem blaðamaður en fer svo úr því og yfir í ævintýramennsku og lendir í ýmsum ævintýrum.“

Nánar um Tinnasafn Ingvars í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skip sem landi ná Mennt er máttur og menningin auðgar andann og því þurfa mennta- og menningarstofnanir okkar að vera lifandi og kröftugar. Undirrituð hefur átt sæti í allsherjar- og menntamálanefnd síðustu misseri og fengið að fylgja eftir nokkrum málum í gegnum nefndina sem menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur lagt fram. Þar eru mál sem þjóna að sjálfsögðu landinu öllu en líka nokkur verkefni sem snúa beint að Suðurnesjum og ætla ég að rekja nokkur þeirra hér.

Árangursríkar aðgerðir Þegar Wow varð gjaldþrota vorið 2019, ákvað ríkisstjórnin að setja 45 milljónir í fyrri hluta aðgerðaráætlunar til að efla menntaúrræði á Suðurnesjum sem andsvar við miklu atvinnuleysi. Aðgerðaáætlunin var unnin í nánu samráði við fræðsluaðila á svæðinu og Vinnumálastofnun. Í áætluninni var lögð áhersla á íþrótta- og æskulýðsstarf sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka, raunfærnimat með náms- og starfsráðgjöf og styttri námslínur og námskeið. Það er óumdeilt að það skipti miklu máli fyrir svæðið að menntamálaráðherra brást strax við kalli íbúa á þessum erfiða tíma.

Menntanetið og Keilir Atvinnuleysi á Suðurnesjum hélt áfram að vaxa vegna Covid-19. Þá ákvað ríkisstjórnin, í samráði við sveitarfélög, atvinnurekendur, menntastofnanir og fleiri, að koma á fót menntaneti til að efla náms- og starfsúrræði fyrir atvinnuleitendur. Þrjú hundruð milljónum var ráðstafað úr ríkissjóði til að kaupa þjónustu hjá menntanetinu sem hluti af átakinu Nám er tækifæri. Þá var ákveðið að styrkja námsleiðir Keilis, gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum kæmu einnig inn með fjármuni. Þannig var hægt að styrkja rekstrarstöðu Keilis.

Niðurfelling námslána Meðal þeirra framfaramála sem Alþingi hefur samþykkt frá menntamálaráðherra á kjörtímabilinu eru lög um lýðskóla, lög um Menntasjóð sem fela m.a. í sér 30% niðurfellingu á námslánum, styrki til barnafólks og afnám ábyrgðamannakerfisins, menntastefna, kvikmyndastefna, lög um leyfisbréf kennara, hvatar til fjölgunar nema í kennaranámi og nýlega samþykkti Alþingi lög um breytingum á aðgengi í háskóla. Nú getur fólk sem hefur lokið 3. hæfnisstigi í starfs- eða tækninámi fengið aðgang í háskólanám. Nú gildir ekki

einungis stúdentspróf, eins og áður. Ég tel að þessi breyting svari kalli atvinnulífsins um fjölbreyttari hæfni á vinnumarkaði, sér í lagi hæfni á tæknisviði og starfsmenntun.

Fiskur og flug Fisktækniskóli Íslands er staðsettur í Grindavík en þjónar öllu landinu og er afar mikilvæg menntastofnun. Fyrirhuguð er að gera samning við skólann um fisktækninám og annað nám tengt því. Áætlað er að samningurinn muni taka gildi 1. ágúst 2021, verði til fimm ára og að árlegt framlag ríkisins verði 71 milljón króna. Stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja er einnig verkefni sem sett hefur verið af stað á þessu kjörtímabili, sem ég er mjög stolt af. Reist verður 300 fermetra viðbyggingu sem mun hýsa félagsrými nemenda. Þá mun ríkissjóður leggja til 80 milljónir á ári næstu þrjú árin til Flugakademíu Keilis til stuðnings flugnáms í landinu. Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Sterkar menntastofnanir um land allt eru algjört lykilatriði í því samhengi. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Sveigjanleg starfslok eru réttindamál Undanfarin ár hefur félags- og barnamálaráðherra lyft grettistaki í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna í landinu. Mikilvægt er að tryggja að þær áherslur komi til framkvæmda og verði áfram hafðar að leiðarljósi óháð því hvaða stjórnmálaflokkar munu mynda næstu ríkisstjórn. En að því sögðu tel ég brýnt að meta hvaða umbætur verður að ráðast í þegar kemur að málefnum eldra fólks og að við tryggjum þar skýra stefnu til framtíðar. Mikilvægt er að tryggja örugg og farsæl efri ár, fjölbreytta þjónustu byggða á einstaklingsþörfum, efla fjarþjónustu og sveigjanleg starfslok. Á nýafstöðnum landsfundi Landssambands eldri borgara voru samþykktar ályktanir og tillögur er

varða hag eldra fólks. Fimm áhersluatriði voru lögð fram og samþykkt fyrir komandi Alþingiskosningar. Skilaboð landsfundarins eru skýr. Eldra fólk vill fá að vinna eins og annað fólk án skerðinga í almannatryggingakerfinu. Ríki og sveitarfélög þurfa að stórauka samvinnu sína til að veita samhæfða þjónustu þar sem heilsugæslan er vagga öldrunarþjónustu. Þá er brýnt er að byggja upp fjölbreyttara búsetuform sem er millistig milli heimilis og hjúkrunarheimilis, einfalda þarf lagaumhverfið og gera það skilvirkara með því til dæmis að aðskilja lög um eldra fólk og öryrkja og að starfslok miðist við færni en ekki aldur. Með aukinni áherslu í lýðheilsumálum til dæmis á forvarnir og heilsueflingu sjáum við fram á að

eldra fólk verði heilsuhraustara og að hluti þeirra kjósi að vera lengur á vinnumarkaði. Eins og kemur fram í samþykkt landsfundarins, er það réttlætismál að eldra fólk fái að miða starfslok sín við áhuga, færni og getu í stað þess að þurfa að hætta virkri þátttöku í atvinnulífinu eingöngu vegna aldurs. Það er því réttindamál að fella úr allri lagasetningu ákvæði um aldurstengdar viðmiðanir um starfslok. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir. Frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar.

Takk fyrir stuðninginn! Nú að afloknu velheppnuðu prófkjöri Sjálfstæðismanna hér í Suðurkjördæmi er mér bæði ljúft og skylt að þakka öllum þeim sem tóku þátt í prófkjörinu kærlega fyrir stuðninginn. Það var sérstaklega ánægjulegt að kjörsóknin var meiri en í síðasta prófkjöri eða tæplega 4.700 manns. Við frambjóðendur erum afskaplega þakklát fyrir stuðning og hvatningu og höfum fengið dýrmætt veganesti í sjálfa kosningabaráttuna. Suðurkjördæmi er á margan hátt sérstakt. Það er víðfeðmt og í fljótu bragði getur maður spurt sig hvað fólk eigi til að mynda sameiginlegt á Kirkjubæjarklaustri og í Reykjanesbæ? En þegar betur er að gáð þá eigum við marga sameiginlega snertifleti. Fyrst ber að nefna aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við eigum öll rétt á sambærilegri heilbrigðisþjónustu hvar sem við búum í landinu. Því miður er það ekki raunin og fyrir

því viljum viljum við Sjálfstæðismenn berjast. Atvinnumál eigum við sameiginleg. Öll finnum við fyrir því að við þurfum fleiri stoðir í atvinnulífið hvar svo sem við búum. Við viljum forðast einhæfni og þurfum fjölbreyttari störf, verðmætari störf. Við Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi berjumst fyrir öflugra atvinnulífi. Samgöngur er svo þriðja sviðið sem við eigum sameiginlegt. Samgöngur verða að vera öruggar og góðar hvar sem er í Suðurkjördæmi. Öðruvísi dafnar hvorki mannlíf né atvinnulíf sem skyldi. Mennta- og menningarmálin eru okkur sömuleiðis hugleikin. Við viljum sjá öflugar menntastofnanir og að börnin okkar eigi jafnan rétt til náms og þroska óháð búsetu. Sá sem tekur þátt í prófkjöri stjórnmálaflokks kynnist samfélagi sínu á nýjan hátt og er mikilli reynslu ríkari að leik loknum. Við frambjóð-

Heilsueflandi grunnskólar í Reykjanesbæ Allir skólastórnendur og kennarar grunnskólanna í Reykjanesbæ fá stórt hrós fyrir að hefja þá vegferð í vetur að að allir skólarnir verði heilsueflandi grunnskólar. Undanfarin ár hafa ótal verkefni komið á borð skólanna og eru þau misstór og sum þung og umfangsmikil en verkefnið heilsueflandi grunnskólar er verkefni sem hefur áhrif á alla. Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Heilsueflandi skólar hafa átta áhersluþætti en sérstök áhersla er lögð á að vinna með þessa lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þessir þættir eru; nemendur, nærsamfélag, hreyfing og öryggi, mataræði og tannheilsa, heimili, geðrækt, lífsleikni og starfsfólk. Skólasamfélagið allt tekur þátt í að móta stefnuna og

jafnvel fleiri. Skólarnir eru allir með ábyrgðarmenn og er stefnan samtvinnuð skólastarfinu. Einnig er heilbrigðisfræðsla í skólunum á vegum skólaheilsugæslunnar sem foreldrar þekkja og er námsefnið 6H kennt um heilsu. Á dögunum sóttu skólarnir um styrk upp á 700.000 krónur í forvarnasjóð hjá íþrótta og tómstundaráði Reykjanesbæjar og fengu þeir útlhlutað þennan góða styrk til að nota í verkefnið næsta vetur. Lýðheilsufulltrúi Reykjanesbæjar starfar með skólunum að verkefninu um heilsueflandi skóla og verður gaman að fylgjast með næsta vetur þegar verður hægt að fara af meiri krafti inn í heilsueflandi verkefni sem efla lýðheilsu allra og fylgja vel eftir því að Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, aðalmaður í lýðheilsuráði og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ.

Krabbamein á Suðurnesjum og mengun Undirritaður hef lagt fram á Alþingi þingsályktun þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið að gera samning við Rannsókna- og skráningarsetur Krabbameinsfélags Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum í samanburði við nýgengi krabbameina annars staðar á landinu. Einnig verði könnuð tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og loks yfirfarnar skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Um þetta verði gerð heildstæð skýrsla sem lýsir þeim gerðum krabbameina sem hækkuð eru á Suðurnesjum ásamt því að meta algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum og loks verði borinn saman styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda. Ráðherra kynni síðan niðurstöður fyrir Alþingi að rannsókn lokinni. Ákvörðun um næstu skref verði síðan tekin í framhaldinu.

kynjum. Á Suðurnesjum var t.d. áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en skoða þarf muninn varðandi fleiri gerðir krabbameina.

Orsakaþættir verði kannaðir

Nauðsynlegt er að kanna betur hugsanlega orsakaþætti, bæði efnafræðilega og lífstílstengda þætti. Samkvæmt lýðheilsuvísum Landlæknisembættisins er t.d. tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði en 85% lungnakrabbameina orsakast af reykingum og mæting í leit að leghálskrabbameini hefur verið slakari en annars staðar. Krabbameinsfélagið telur hins vegar að ekki sé hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Nauðsynlegt er því að fara yfir skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Í þingsályktuninni er lagt til að gerð verði heildstæð skýrsla sem lýsir nýgenginu og þeim gerðum krabbameina sem

Árlegt aldursstaðlað (2014 mannfj) nýgengi 100.000 endur þökkum öllum þeim sem tóku á móti okkur, gáfu okkur af dýrmætum tíma sínum og leyfðu okkur að skyggnast inn í tilveru sína. Fyrir fólk sem ætlar að starfa í almannaþágu er ekkert dýrmætara en einmitt það að fá tækifæri til að hitta fólk og ræða málin. Því samtali er hvergi nærri lokið. Nú horfum við fram á veg full bjartsýni og eftirvæntingar með það eitt að leiðarljósi að láta gott af sér leiða. Sjálfstæðisflokkurinn er skýr kostur þeirra í komandi alþingiskosningum sem vilja byggja íslenskt samfélag á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi. Við fylgjum stefnu sem á traustar rætur í mannréttindum, jafnræði, frelsi og ábyrgð einstaklingsins. Við göngum full tilhlökkunar til kosninga í haust. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkur­fréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is

2009–2018

kk Höfuðborg kk Suðurnes kk Vesturland kk Vestfirðir kk Norðurland kk Austurland kk Suðurland

539 595 475 531 518 427 486

kvk Höfuðborg kvk Suðurnes kvk Vesturland kvk Vestfirðir kvk Norðurland kvk Austurland kvk Suðurland

478 483 422 405 444 404 431

kk Alls

523

kvk Alls

464

Suðurnesin með hæsta nýgengi krabbameina á landinu

Samkvæmt nýlegri könnun á búsetu og krabbameinum hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins, hafa Suðurnesin hæst nýgengi krabbameina af öllum stöðum á landinu (sjá töflu) yfir tímabilið 2009–2018. Almennt hafa höfuðborgir og aðrar stærri borgir gjarnan hæst nýgengi þegar krabbamein eru borin saman eftir búsetu. Á Íslandi eru nú Suðurnesin komin upp fyrir höfuðborgarsvæðið hjá körlum og eru á svipuðu róli og höfuðborgarsvæðið hjá konum. Samtals greindust rúmlega 1.000 krabbamein á Suðurnesjum yfir tíu ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum

hækkuð eru á Suðurnesjum ásamt því að meta algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum og loks að styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi verði borin saman við lista IARC (Alþjóðastofnunar um krabbameinsrannsóknir) yfir krabbameinsvaldandi efni. Undirritaður telur brýnt að skoða málið ítarlega. Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Birgir Þórarinsson. Höfundur er þingmaður ­Miðflokksins.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Sjóstöng og hvalaskoðun

með Særós frá Keflavíkurhöfn

Ferðaþjónustufyrirtækið Voga Sjóferðir hefur flutt heimahöfn Særósar, sjóstangaveiði- og hvalaskoðunarskips, til Keflavíkurhafnar. Þaðan er siglt í Garðsjóinn eða á aðra staði í Faxaflóa þar sem rennt er fyrir fisk eða hvalir af ýmsum stærðum eru skoðaðir. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Símon Georg Jóhannsson og Sigrún Dögg Sigurðardóttir. Fyrirtækið þeirra hóf útgerð í ferðaþjónustu frá höfninni í Vogum haustið 2018. Símon segir að ferðaþjónustan hafi gengið vel. Þau hafi keypt bátinn vorið 2018 og þá þegar farið í að breyta honum úr fiskiskipi yfir í ferðaþjónustuskip. Símon var búinn að vera með hugmyndina lengi í kollinum og ætlaði fyrst árið 2008 að fara í þessa tegund ferðaþjónustu en sem betur frestað þeim áformum. Þau hafi leitað í nokkur ár að hentugu skipi og þegar Særós fannst

hafi þau skellt sér í verkefnið. Símon segir að þau hafi hugsað þetta lengi og ekki hlaupið af stað í þetta. Þau unnu flestar breytingar á skipinu sjálf og nutu einnig aðstoðar vina og ættingja. Þá aðstoðaði Skipasmíðastöð Njarðvíkur við að glerja skipið en stórir gluggar eru á bátnum til að njóta einnig útsýnis neðan þilja. Símon segir að útgerðin hafi hafist haustið 2018 og farið vel af stað. Árið 2019 var mjög gott og svo kom Covid-árið 2020 og það hafi gengið alveg ágætlega. Þau hafi tekið á móti ferðagjöfinni og margir nýtt tækifærið og farið á sjóstöng. Alltaf var hugmyndin að gera Særós út frá Vogum en Símon segir að það hafi komið babb í bátinn hjá sveitarfélaginu og því hafi legið beinast við að flytja heimahöfnina

til Keflavíkur. Hjá Reykjaneshöfn hafi verið tekið vel á móti Voga Sjóferðum og til að gera aðstöðuna sem besta hafi flotbryggja sem þjónaði Særós í Vogum verið keypt af Sveitarfélaginu Vogum og sett upp í Keflavíkurhöfn. Þar hefur einnig verið komið upp gámahúsi sem þjónustar ferðaþjónustufyrirtækið. Í sölugámnum við höfnina er opið alla daga og þangað getur fólk komið ef það hefur ekki bókað ferð fyrirfram og keypt miða í daglegar ferðir sem eru farnar klukkan níu að morgni og aftur klukkan 13:30. Sjóstanga- og hvalaskoðunarferðir taka þrjár til fjórar klukkustundir en í sumar verður bætt við nýjum skoðunarferðum sem taka um eina og hálfa klukkustund þar sem siglt er með Hólmsberginu og einnig undir

Stapanum. Þá geta hópar bókað ferðir á öðrum tímum. Særós er gerð út frá apríl og fram til áramóta en ekki er boðið upp á ferðir um hörðustu vetrarmánuðina. Með haustinu taka svo við norðurljósaferðir en það er einstök upplifun að sjá norðurljós af sjó. Þar er engin ljósmengun og engu líkt að anda að sér söltu sjávarloftinu og njóta norðurljósanna.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sumarboðinn ljúfi er stálbátur Þá er það þetta klassíska. Þetta með vorboðann ljúfa sem allir segja að sé lóan. Jú, kannski fyrir marga. Hjá Suðurnesjamönnum er það nú reyndar ekki fugl sem boðar vorkomuna eða þá sumarkomuna, heldur er það dragnótabáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík. Undanfarin ár þá hefur áhöfn bátsins tekið ansi duglega á því í maí ár hvert og klárað kvótann sem á bátnum er og maí 2021 var enginn undantekning, því þeir lönduðu yfir 400 tonnum og urðu aflahæstir í maí hjá dragnótabátunum – og eins og vanalega þá sigldu þeir bátnum síðan til Njarðvíkur þar sem hann er kominn í slipp. Já, sumarboðinn ljúfi er stálbátur sem á sitt fasta sæti í slippnum í Njarðvík. Talandi um dragnótabátana þá byrja þeir nokkuð vel á veiðum núna í júní. Sigurfari GK kom með 41,2 tonn í einni löndun, Benni Sæm GK 32 tonn í tveimur og Siggi Bjarna GK 17 tonn í tveimur róðrum. Núna eru netabátarnir svo til allir hættir þorskveiðum. Erling KE er kominn í slipp og bátarnir hans Hólmgríms eru stopp. Eftir eru þá tveir bátar í Sandgerði sem eru á skötuselsveiðum. Garpur RE sem hefur landað 547 kg. og Sunna Líf GK 391 kg., báðir í einni löndun.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli – Kennari í íslensku sem annað mál Háaleitisskóli – Verkefnastjóri Nýheima Háaleitisskóli – Kennari í Nýheima Háaleitisskóli – Kennari á miðstigi Akurskóli – Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari Fræðslusvið – Sálfræðingur Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Björgin - Ráðgjafi

Allir minni línubátarnir eru farnir í burtu nema Katrín GK sem er í Sandgerði en hefur reyndar ekkert róið þaðan, nema landaði smá slöttum þar í maí eftir að hafa byrjað maí í Grindavík. Nokkrir bátar eru á veiðum við Norðurlandið og er veiðin hjá þeim frekar döpur og ef tekið er tillit til þess hversu mikið kostar að keyra aflanum þá er þetta nokkuð furðulegt reikningsdæmi. Óli á Stað GK er með 12,5 tonn í þremur túrum, Hópsnes GK 10,3 tonn í þremur en hann er á bölum og er beitt af bátnum í Sandgerði og bölunum er síðan ekið norður til Siglufjarðar. Margrét GK var með 9,9 tonn í þremur túrum, Dóri GK landaði í Bolungarvík 11,3 tonnum í einni löndun . Stóru línubátarnir fara nú að hætta veiðum en Páll Jónsson GK

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

var með 87 tonn, Valdimar GK 75 tonn og Sighvatur GK 73 tonn, allir eftir eina löndun og allir að landa í Grindavík Hjá togurunum kom Pálína Þórunn GK með 43 tonn í einni í Sandgerði, Bylgja VE 76 tonn í einni í Grindavík en Vísir ehf. er með togarana á leigu. Sóley Sigurjóns GK var með 52,5 tonn í einum túr en aflinn fór til Siglufjarðar og af því þá var rækja 31,3 tonn. Vörður ÞH var með 91 tonn í einum túr og Áskell ÞH 93 tonn í einum róðri, báðir í Grindavík. Berglín GK er núna í Reykjavík og liggur við Skarfabakka rétt aftan við uppsjávarskipin Venus NS og Víking AK.

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ Opnanir sumarsýninga 12. júní í Duus safnahúsum Laugardaginn 12. júní kl. 13:00 verður mikið um dýrðir í Duus Safnahúsum þegar Byggðasafn Reykjanesbæjar og Listasafn Reykjanesbæjar opna sumarsýningar sínar. Íbúar eru hvattir til að líta við og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Við viljum einnig vekja athygli á því að það er ókeypis í söfnin okkar í sumar.

Tungumálakaffi heldur áfram 11. júní í Bókasafni Reykjanesbæjar

Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag á timarit.is

Tungumálakaffi hefst klukkan 10.00 þar sem hægt er að spjalla saman á íslensku og gæða sér á kaffi.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Húsnæði knattspyrnudeildar UMFN bútasaumsteppi í orðsins fyllstu merkingu Brýnt að hefja framkvæmdir sem fyrst við nýtt vallarhús Forsvarsmenn knattspyrnudeildar UMFN buðu fulltrúum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar í heimsókn á heimavöll þeirra við Afreksbraut á dögunum. „Ljóst er að aðstaða þeirra er ekki eins og hún gerist best og er búningsklefar þeirra t.a.m. enn í aðstöðu sem gerð var fyrir fjórtán árum og átti að vera tímabundin lausn,“ segir í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs og þakkar fyrir frumkvæði knattspyrnudeildarinnar og tekur undir með þeim að mikilvægt er að bæta aðstöðuna þeirra sem allra fyrst. „ÍT ráð vill jafnframt leggja áherslu á mikilvægi þess að fylgja stefnu Reykjanesbæjar í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og að unnið sé eftir þeirri stefnumótun sem var samþykkt á 134. fundi íþrótta- og tómstundaráðs þann 17. október 2019,“ segir í afgreiðslu ráðsins.

Gervigrasvöllur við knattspyrnuvöll Njarðvíkinga.

Svona gæti nýtt vallarhús og íþróttahús við Afreksbraut litið út. Knattspyrnudeild UMFN hefur sent bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ erindi vegna framtíðaruppbyggingar UMFN við Afreksbraut. Þar segir meðal annars: „Árið 2007 flutti knattspyrnudeild UMFN úr vallarhúsinu við Vallarbraut í vallarhús okkar við Afreksbraut 10. Flestir þekkja söguna en húsnæðið sem hýsir starfsemi deildarinnar átti að vera tímabundið til eins árs. Húsnæðið er bútasaums­ teppi í orðsins fyllstu merkingu – þrjú sumarhús skeytt saman. Nú, fjórtán árum seinna, stendur tímabundna vallarhúsið enn. Vallarhúsið er 380 fermetrar. Í húsinu eru þrír búningsklefar, boltageymsla, dómaraherbergi, fundar- og samkomusalur með eldhúsaðstöðu, skrifstofa deildarinnar, þjálfaraherbergi, þvotta- og búningageymsla. Einnig eru útisalerni við húsið.

Aðalstjórn UMFN hefur lýst yfir vilja sínum að fara í framtíðaruppbyggingu á Afreksbraut og telur knattspyrnudeild UMFN það brýnt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Knattspyrnudeild UMFN telur það mögulegt að hefja framkvæmdir við nýtt vallarhús og síðar byggja við íþróttahús. Til hliðsjónar má líta til uppbyggingar sem hefur átt sér stað á Ásvöllum í Hafnarfirði. Aðstaða knattspyrnudeildarinnar er sprungin og það er komin gífurleg uppsöfnuð viðhaldsþörf, líkt og fram kom í erindi frá knattspyrnudeildinni í nóvember síðastliðnum. Vegna ófullnægjandi uppbyggingar á grasvellinum á sínum tíma þarf að leggja gífurlega vinnu til að tryggja það að völlurinn sé í fullnægjandi ásigkomulagi, líkt og kom fram í erindi Einars F. Brynjarssonar, umhverfisfræðings, á 126. fundi ÍT-ráðs.

Síðasta sumar var mikil vinna lögð í grasvöllinn sem skilaði sér strax í vor. Einnig var farið í umfangsmiklar framkvæmdir á svæðinu, meðal annars lagður gervigrasvöllur, hellulagt og tyrft. Fyrir utan það að hefja uppbyggingu á nýju vallarhúsi þá telur knattspyrnudeildin mikilvægt að bæta vökvunarkerfi á svæðinu, meðal annars með því að bæta vatnskrönum á svæðið, gróðursetja og bæta aðstöðuna almennt. Iðkenndum í yngri flokkum hafa fjölgað gífurlega á síðustu árum og virðist ekkert lát á. Þar af leiðandi fer æfingasvæði félagsins að verða of lítið til þess að rýma alla iðkendur. Til þess að aðalvöllurinn verði sem bestur er mikilvægt að lágmarka æfingar og leiki á vellinum. Aftur á móti mun nýr gervigrasvöllur nýtast deildinni mjög vel.“

Knattspyrnuvöllur á Ásbrú fær viðhald Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur lagt fram beiðni til Reykjanesbæjar um styrk upp á fjórar milljónir króna til viðhalds á fótboltavellinum á Ásbrú og að halda þar fótboltanámskeið fyrir krakka og unglinga með áherslu á erlenda íbúa. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið til umfjöllunar og samþykkti beiðnina og hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, að vinna áfram í málinu. Áður hafði íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekið fyrir beiðni knattspyrnudeildar Keflavíkur um að nýta knattspyrnuvöllinn á Ásbrú og rekstur á honum. Íþrótta- og tómstundaráð tók vel undir þá hugmynd og segir hana í anda þess sem ráðið starfar eftir, þ.e. að reyna eftir fremsta megni að færa þjónustuna nær íbúunum eins og hægt er hverju sinni. „Því miður er ekki til fjármagn hjá ÍT ráði til að fara í þetta verkefni að sinni,“ segir í afgreiðslu ráðsins.

SMÁAUGLÝSINGAR

Liðveisla Er ekki stúlka eða kona þarna úti sem vill aðstoða eldri konu í Reykjanesbæ? Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar í síma 487-4786.

INGVAR & TINNI ásamt 35 ára hótelafmæli

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


sport

Miðvikudagur 9. júní 2021 // 23. tbl. // 42. árg.

Keflavík leikur til úrslita í fyrsta sinn í ellefu ár

r a g n i k í s v ’ l o f n i m o Ke D k i e l a t i l í úrs Keflvíkingar höfðu ærna ástæðu til að fagna eftir að hafa unnið frækinn 3:0 sigur á KR til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleik Íslandsmótsins 2020–2021 Keflvíkingar tóku tíu stiga forystu á fyrstu mínútunum í þriðja leik liðanna á mánudagskvöld og KR-ingum fengu aldrei færi á að komast almennilega inn í leikinn. Leiknum með átján stiga sigri heimamanna, 88:70. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn liðsins gífurlega að leik loknum. VF-myndir: POP

GRINDAVÍK VANN ÞRIÐJA LEIKINN Njarðvík - Grindavík 63:68 – Njarðvík leiðir einvígið 2:1

Það var að duga eða drepast fyrir Grindavík þegar þær mættu í Ljónagryfjuna á mánudag en Njarðvík þurfti bara einn sigur enn til að tryggja sér sæti í efstu á næstu leiktíð. Njarðvík leiddi með tveimur stigum fyrir lokaleikhlutann (57:55) en þá skellti Grindavíkurvörnin í lás og sá til þess að Njarðvíkingar skoruðu aðeins sex stig í fjórða leikhluta. Grindavík seig fram úr og hafði að lokum góðan baráttusigur, 63:68. Mjög góð stemmning var á leiknum og áhorfendur vel með á nótunum. Njarðvíkurhlutinn var stappfullur og fjöldi Grindvíkinga mætti í Njarðvík til að hvetja sitt lið til sigurs. Með sigrinum halda Grindvíkingar í vonina um sæti í efstu deild að ári en vinni þær fjórða leikinn sem fer fram á miðvikudagskvöld verður leikinn hreinn úrslitaleikur í Ljónagryfjunni á laugardag.

FRÍSTUNDIR.IS Nýr upplýsingavefur um frístundastarf á öllum Suðurnesjum

VF-myndir: JPK

Lokabardaginn hafinn – ákall til allra Sannra Keflvíkinga!

STYRKT AF

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

vinalegur bær

Nú er lokabardaginn um Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s-deild karla í körfunni kominn af stað. Árangur meistaraflokkanna okkur hefur verið afar góður í vetur. Gríðarleg vinna og mikill metnaður hefur verið lagður í starfið þar sem byggt hefur verið á þeim grunni sem lagður var síðasta keppnistímabil. Meistaraflokkur karla tryggði sér deildarmeistaratitilinn í ár og þar með heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Liðið er komið í lokaúrslit Íslandsmótsins. Liðið er feykilega vel mannað af reynslumiklum sem og yngri leikmönnum í bland. Stúlkurnar í meistaraflokki tryggðu sig inn í úrslitakeppnina en féllu út í fjögurra liða úrslitum

á móti gríðarlega vel mönnuðu liði Hauka. Í vetur var tekin sú ákvörðun að byggja upp til framtíðar og spila á mjög ungu og efnilegu liði. Sú vinna mun án efa skila sér á næstu keppnistímabilum. Til að styrkja stoðirnar fyrir lokaátökin, þar sem við ætlum okkur stóra hluti, þá leitum við enn og aftur til okkar frábæru stuðningsmanna. Stofnuð hefur verið VALgreiðsla í heimabanka íbúa Keflavíkur að upphæð kr. 2.500,- í þeirri von að sem flestir Keflvíkingar sjái sér fært um að leggja okkur lið. Eins og áður segir þá er um valgreiðslu að ræða en það er von okkar að þið kæru Keflvíkingar takið þessari beiðni okkar með opnum huga.

Áfram Keflavík! Stjórn KKDK


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lék einn æfingaleik – skoraði fjögur Hann er úr Garðinum, byrjaði í Víði en hefur leikið knattspyrnu með Keflavík síðan í fjórða flokki. Það eru miklar breytingar framundan hjá hinum sautján ára gamla Birni Boga Guðnasyni en hann er að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku og á leið til hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen. Víkurfréttir settust niður með Birni Boga og mömmu hans, Jónínu Magnúsdóttur, og fengum að kynnast þessum unga manni lítillega.

VF-mynd: JPK

„Ég er mjög sáttur við þetta, bara geggjað tækifæri. Ég fór þarna út í apríl og leist mjög vel á allar aðstæður.“

Björn Bogi í leik með Keflavík í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.

– Þú lékst æfingaleik þá, er það ekki? „Jú, ég fékk einn æfingaleik ...“ ... og skoraðir bara fjögur mörk. „Já,“ segir Björn og skellir upp úr. „Þetta var svolítið fyndið,“ segir Jónína. „Ég sagði við hann fyrir leikinn: „Þú verður alla vega að skora eitt til að sýna að þú getir skorað.“ Svo þegar hann sendi mér skilaboð; „Unnum 9:1, ég skoraði fjögur,“ þá hélt ég að hann væri að ljúga.“ „Það héldu allir að ég væri að ljúga,“ bætir Björn við.

Fjölskyldan sem aldrei er kyrr – Þetta er svaka íþróttafjölskylda, eru ekki allir í einhverri hreyfingu? „Jú, við erum öll alltaf á hreyfingu,“ segir Jónína. „Þessi fjölskylda situr ekki kyrr. Magnús Máni, sá yngsti [níu ára], er líka kominn í fótboltann og svo er hann í tónlistarskólanum líka. Hann er svo músíkalskur, er að læra á gítar og hefur líka mjög gaman af því að syngja. Ingimundur er í meistaraflokki Keflavíkur og hefur ávallt stundað boltann vel og verið bróður sínum fyrirmynd. Hann lærði á trompet en hætti þegar hann var tólf ára en

Björn fór í tvær vikur á píanó. Við hlæjum oft af því, það var ekki alveg það sem hann hafði áhuga á að gera. Hann gæti orðið góður á gítar, er með svo langa fingur, og ég sé fyrir mér að hann fari að plokka meira á gítarinn núna. Þannig að það er aldrei að vita. Pabbi þeirra var mjög góður í fótbolta með Víði áður fyrr og honum var boðið að fara í Keflavík í öðrum flokki en hann hafði aldrei neinn áhuga á fótbolta, var meira í golfi og hafði miklu meiri áhuga á því – svo eignuðum við Ingimund,“ segir Jónína hlæjandi og það má lesa út úr því að upp frá þeim degi hefur fjölskyldan eiginlega setið uppi með fótboltann sem aðaláhugamál. – Hvernig verður þetta hjá þér þarna úti, hvar muntu búa? „Ég verð, ásamt fjórum öðrum, hjá fjölskyldu sem mun sjá um mig. Svona stuðningsfjölskyldu. Þau sjá um að elda mat fyrir mig, þvo þvottinn og svona.“ Mamma hans bætir við: „Hann kann alveg að elda og þvo fötin sín sjálfur. Hann er enginn stórkokkur en bjargar sér með ýmislegt – en það hefur nú ýmislegt gerst hérna búandi með fjórum karlmönnum.“

Aukaæfingin skapar meistarann Björn Bogi byrjaði að æfa fótboltann með Víði en skipti yfir í Keflavík á yngra ári í fjórða flokki. „Bara beint í ellefu manna bolta,“ segir hann. Björn hefur verið í Keflavík síðan að undanskyldu síðasta tímabili sem hann lék með Víði í annarri deild á láni frá Keflavík.

Að hafa eignast þrjá stráka sem hafa allir áhuga á fótbolta gerir hann að aðaláhugamáli fjölskyldunnar.

– Hvernig líst mömmunni á þetta? „Að hann sé að fara út? Mér finnst þetta frábært tækifæri fyrir hann. Hann er búinn að láta sig dreyma um þetta lengi, eins og margir ungir drengir, að komast út og spila með erlendu félagsliði – en hann hefur kannski gert meira en

Tæknilega góður og frábær fyrirmynd Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Björns Boga hjá meistaraflokki Keflavíkur, hefur mikið álit á Birni sem knattspyrnumanni og efast ekki um hæfni á því sviði: „Björn Bogi er fyrst og fremst mjög góður tæknilega og Hollendingarnir hafa ekki þurft langan tíma til að sjá það. Hann er frábær fyrirmynd fyrir aðra iðkendur, skynsamur og yfirvegaður drengur og þegar þú blandar því við hæfileika og einskæra, brennandi ástríðu er alltaf líklegt að árangur náist. Það er mikil viðurkenning fyrir hann að vera boðinn samningur hjá Heerenveen enda um að ræða draum allra ungra stráka sem stunda fótbolta af metnaði að fara í atvinnumennsku. Ekki síður er þetta frábært fyrir unglingastarfið hjá Keflavík að Björn Bogi fái þetta spennandi tækifæri. Keflvíkingar munu fylgjast vel með þróun mála hjá honum og við óskum honum sannarlega alls hins besta.“

Aðalmálið er samt að standa sig vel með sínu félagsliði, það er það sem skiptir öllu. Landsliðið er bónus ... Björn Bogi með foreldrum sínum, Guðna Ingimundarsyni og Jónínu Magnúsdóttur.

Fótboltabræðurnir Magnús, Björn og Ingimundur. margir aðrir. Hann hefur verið rosa duglegur að stunda aukaæfingar og sýnt staðfestu í fótboltanum, ekkert gefist upp þótt á móti blási. Hann er með gott hugarfar, finnst mér. Ótrúlega þrautseigur. Þegar hann var lítill var hann farinn að skrifa upp æfingarnar sjálfur, setja sér markmið og hann var úti heilu klukkutímana, einn að æfa sig.“ – Og aldrei neitt annað en fótbolti? „Nei, bara fótbolti,“ svarar Björn. „Einu sinni fór ég í parkour, í svona eitt ár. Eina önn eða eitthvað svoleiðis. Svo var ég aðeins í sundi.“ „Það er um að gera að prófa fleiri íþróttir,“ segir Jónína. „Allir ættu að vera óhræddir við það, það eiga ekki allir heima í fótbolta en Björn hefur einhvern veginn alltaf verið með með hugann við boltann. Hann hefur alveg þurft að æfa sig til að verða betri, hafa fyrir hlutunum. Þetta gerist ekki náttúrulega, þú þarft alltaf að vera á tánum. Maður átti nú samt ekki von á þessu alveg strax, eftir eitt „trial“, að honum skyldi vera boðinn samningur strax. Bjóst nú kannski frekar við að þeir myndu vilja hitta hann aftur.“ – Hvað áttu marga landsleiki með yngri landsliðum? „Tvo með U15. Ég er búinn að vera svona inn og út úr þessu liði, hef verið á úrtaksæfingum en ekki verið valinn í lokahóp. Ég veit að það er verið að fylgjast með mér og vona að ég fái fleiri sénsa bráðlega. Aðalmálið er samt að standa sig vel með sínu félagsliði, það er það sem skiptir öllu. Landsliðið er bónus.“

Verður í fjarnámi Heerenveen er norður af Amsterdam og Björn segist hafa verið um klukkutíma að keyra þangað af flugvellinum. „Þetta er ekki langt að fara.“ – Þannig að það er möguleiki að mamma kíki í heimsókn. „Já, hún er strax búin að panta sér far,“ segir Jónína ákveðin. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

– Hvernig eru svo aðstæðurnar hjá Heerenveen? „Þetta er geggjað umhverfi, ég fór bara beint út að skokka þegar ég var þarna. Það eru flottir þjálfarar og flott fólk sem er þarna. Mitt markmið eru að komast í meistaraflokkinn hjá þeim sem fyrst, það er ekkert annað í boði.“ Björn Bogi hefur lítið verið að æfa og spila undanfarið þar sem smávægileg meiðsli hafa verið að hrjá hann en Björn er kominn með æfingaprógram frá Heerenveen sem hann æfir eftir þessa dagana og leggur sig fram við að vera kominn í toppstand þegar hann fer út í læknisskoðun. „Þetta er sennilega bara smávægileg tognun eða eitthvað svoleiðis aftan í lærinu svo ég hef farið varlega undanfarið og ekki verið að æfa á fullu.“ – Hvernig ætlarðu að haga náminu? „Ég verð í fjarnámi í Menntaskólanum á Tröllaskaga,“ segir Björn sem var hefur verið við nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann var svolítið seinn að sækja um segir mamma hans og gat því ekki verið í öllum þeim fögum sem hann hefði viljað. „Hann tekur aðeins minna núna en tekur svo bara meira á vorönninni – en það er samt í lagi og kannski ágætt að nota tímann til að aðlagast þessum breyttu aðstæðum.“ – Hvað ætlarðu svo að læra? „Ég er ekki alveg búinn að ákveða það en eins og staðan er núna þá verður það sennilega sálfræði, mér finnst það líklegast.“ „Ég sé hann alltaf fyrir mér í einhverju stafrænu umhverfi, markaðssetningu eða eitthvað þannig,“ segir Jónína. „Það kemst bara einhvern veginn ekkert annað að en fótboltinn en það er mikilvægt að mennta sig samhliða honum. Ótrúlega mikilvægt, jafnvel þótt fókusinn sé alltaf fyrst og fremst á fótboltanum þá mun hann bara gera það á lengri tíma.“

Frábær fyrirmynd Björn Bogi mun án efa verða hvatning fyrir marga unga fótboltastráka og -stelpur en hann hefur alltaf gefið sér tíma til að sinna yngri krökkum. Mamma hans segir að hann hafi oft verið einn út á Gerðatúni með krökkum úr Garðinum með keilur og kennt þeim allskonar æfingar og svo aðstoðaði Björn við þjálfun sjöunda og áttunda flokks hjá Víði í fyrrasumar og þótti ná vel til krakkanna. „Mér þótti þetta rosalega gaman en ég væri samt meira til í að vera með aðeins eldri krakka, svona fimmta flokk,“ segir Björn Bogi.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Sigurjón Rúnarsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Grindavíkur í meistaraflokki karla, hefur átt mjög gott tímabil með liði sínu í ár. Grindavík hóf Íslandsmótið á góðum sigri á ÍBV en tapaði næstu tveimur leikjum þar á eftir. Grindavík hefur unnið síðustu tvo leiki og er nú meðal efstu liða í deildinni.

Stefnir út fyrir landsteinana

Sigurjón var við æfingar í síðustu viku með úrtakshópi U21 landsliðs Íslands en hann lék tvo vináttulandsleiki með U19 á móti Albaníu í september 2018. Þá æfði hann einnig með hópnum í mánuð fyrir undankeppni EM sem var haldin í Tyrklandi í nóvember sama ár en fékk ekki kallið í lokahópinn. „Sem voru svolítið vonbrigði,“ sagði Sigurjón í viðtali við Víkurfréttir.

Gulur í gegn – Þú og þið Grindvíkingar hafið farið ágætlega af stað í Lengjudeildinni – síðasta tímabil var auðvitað vonbrigði fyrir ykkur. Hverjar eru væntingarnar í ár? „Stefnan er auðvitað að fara upp, eins og hjá flestum liðum í þessari deild, en miðað við hópinn sem við erum með eigum við að gera tilkall til þess. Ég er fæddur og uppalinn Grindvíkingur, hef bara verið í Grindavík og aldrei spilað annars staðar. Ég kom inn í meistaraflokkshópinn 2017 og lék minn fyrsta leik í Íslandsmóti í síðasta leik Grindavíkur á tímabilinu í næstefstu deild. Þarna fékk ég að finna smjörþefinn af því að vera í hóp. Ég var á sautjánda ári og

Vinnan á knattspyrnuvellinum fer vel saman við fótboltann. fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til að spila fyrir meistaraflokk Grindavíkur. Tímabilið þar á eftir datt ég alveg inn og fékk ég átta leiki í efstu deild.“ – Hvert stefnir þú sjálfur? „Stefnan er náttúrlega að komast eitthvað út fyrir landsteinana – til Noregs, Svíþjóðar eða eitthvað svoleiðis. Ég hef svo sem ekki fengið neinar fyrirspurnir þess efnis, ekkert af neinu viti allavega. Það er bara að spila vel í sumar og sjá hvað gerist.“

Sigurjón vinnur með fótboltanum á knattspyrnuvellinum í Grindavík og segir það vera sniðið í kringum fótboltann. Hann lauk við stúdentinn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á síðasta ári og tók sér ársfrí frá námi en stefnir á að fara í skóla eftir sumarið. „Ég hef verið að skoða að fara í málarann, pabbi er málari og ég hef aðeins verið að vinna hjá honum. Mér líst bara þokkalega vel á það. Það yrði bara tveggja ára nám, mest verklegt, því ég er auðvitað búinn með megnið af skólanum. Svo sjáum við bara eftir tímabilið, hvort eitthvað gerist.“

Sigurjón og María Sól hafa verið í sambandi síðan hún lék með Grindavík tímabilið 2017. Á innfelldu myndinni er María Sól í leik með Grindavík.

Er í fjarsambandi Sigurjón er í sambandi með Maríu Sól Jakobsdóttir sem spilar með Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna. „Við kynntumst þegar hún lék með Grindavík tímabilið 2017 og höfum verið par síðan. Við búum ekki saman, erum svona til skiptis heima hjá foreldrum hennar og mínum. Svo hefur hún verið á fótboltastyrk hjá University of Miami síðustu tvö ár þannig að þetta er búið að vera svolítið fjarsamband síðan þá,“ segir Sigurjón að lokum. KNATTSPYRNUSAMANTEKT

Lengjudeild karla:

Pepsi Max-deild kvenna:

Grindavík vann Selfoss Grindvíkingar eru komnir í þriðja sæti Lengjudeildar karla eftir 1:0 sigur á Selfossi. Það má segja að vindurinn hafi sett mark sitt á leikinn og falleg knattspyrna hafi ekki verið áberandi. Grindvíkingar skoruðu eina mark leiksins á 63. mínútu þegar Aron Jóhannsson setti boltann milli fótanna á markverði Selfoss, vægt sagt klaufalegt hjá markverðinum og verður að skrifast á hann.

Grindvíkingar voru ekki ánægðir með framkomu liðsstjóra Selfyssinga en eftir leik skildu allir sáttir. Í lok leiks sauð upp úr á hliðarlínunni þegar liðsstjóri Selfoss hljóp inn í boðvang Grindvíkinga því honum fannst boltastrákurinn vera of lengi að sækja boltann. Úr þessu urðu einhverjir pústrar og við fyrstu sýn leit út fyrir að hann hafi lagt til Sigurbjörns Hreiðarssonar, þjálfara Grindvíkinga, sem sagði eftir leikinn að atvikið hafi litið verr út á myndum en það hafi verið í raun og veru. Mark Grindavíkur: Aron Jóhannsson (63’).

Blikarnir réðu ekkert við Aerial Hörður Sveinsson skorar hér seinna mark sitt í leiknum. 2. deild karla:

Markasúpa í Sandgerði Reynir tók á móti Völsungi frá Húsavík á Blue-vellinum í Sandgerði um helgina og í lok tíðindalítils fyrri hálfleik komust Reynismenn í 1:0 með marki úr víti. Í seinni hálfleik tóku Reynismenn heldur betur við sér og bættu fjórum mörkum við gegn einu marki Húsvíkinga. Lokastaðan varð 5:1 og Reynir situr í fimmta sæti deildarinnar. Mörk Reynis: Hörður Sveinsson (38’, víti og 63’), Magnús Þórir Magnússon (59’), Kristófer Páll Viðarsson (73’) og Elfar Máni Bragason (90’+5).

Keflvíkingar unnu fyrsta leik sinn í Pepsi Maxdeild kvenna í sumar þegar liðið gerði góða ferð í Kópavog og hafði sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks með þremur mörkum gegn einu. Aerial Chavarin lék stórt hlutverk í leiknum en þessi hraði framherji Keflavíkur skoraði tvö mörk og skapaði oft usla í vörn Blikanna, þriðja mark Keflvíkinga skoraði Ísabel Jasmín Almarsdóttir. Keflvíkingar sýndu tennurnar og voru talsvert grimmari og ákveðnari en Blikar. Fyrsti sigur Keflavíkur í Íslandsmótinu í ár, 1:3 gegn Íslandsmeisturum Breiðablik, og með sigrinum er Keflavík komið í sjöunda sæti deildarinnar. Mörk Keflavíkur: Aerial Chavarin (8’ og 72’) og Ísabel Jasmín Almarsdóttir (25’).

2. deild karla:

Lengjudeild kvenna:

KF - Þróttur 0:0

KR - Grindavík 5:2

Þróttur gerði markalausu jafntefli við KF á Ólafsfirði en Þróttarar fóru illa með færin sín og sitja í þriðja sæti, einu stigi á eftir ÍR og KF.

Grindavík situr á botni Lengjudeildar kvenna eftir tap gegn KR á mánudag.

Fjarðabyggð - Njarðvík 1:1 Á sama tíma gerður Njarðvíkingar svekkjandi jafntefli við Fjarðabyggð sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar en Njarðvík er í því sjötta. Elfar Máni skoraði beint úr hornspyrnu.

Aerial Chavarin „klobbar“ varnarmann ÍBV fyrr í sumar.

Mark Njarðvíkur: Andri Fannar Freysson (85’, víti).

Mörk Grindavíkur: Una Rós Unnarsdóttir (4’) og Christabel Oduro (56’).

3. deild karla:

Ægir - Víðir 2:2 Víðismenn eru í sjötta sæti deildarinnar eftir fimm umferðir. Mörk Víðis: Jóhann Þór Arnarson (17’, víti) og Ísak John Ævarsson (90’+5).


Árni í Tungu á sjómannadaginn.

Frá blessun Árna í Tungu við Grindavíkurkirkju.

Nýr Árni í Tungu blessaður á Sjómannadaginn Nýr björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, Árni í Tungu, var blessaður við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju að lokinni sjómannadagsmessu á sunnudag. Báturinn var gjöf frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur ásamt útgerðarfyrirtækjum í Grindavík og

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að ganga til samninga Ellert Skúlason ehf. á grundvelli tilboðs félagsins í gangstíga, yfirborðsfrágang og kantsteina á Miðbæjarsvæði í Vogum. Fyrirtækið var lægstbjóðandi í verkið en tilboðsfjárhæðin er krónur 33.688.888, sem er 81,19% af kostnaðaráætlun hönnuða.

LOKAORÐ

Ellert Skúlason ehf. lægstur í Vogum

er hann þriðji harðbotna björgunarbáturinn til þess að bera nafnið Árni í Tungu. Eftir athöfnina var báturinn sjósettur og honum siglt nokkra stund eins og gjarnan er gert á sjómannadaginn en eins og allir vita var minna um hátíðarhöld þetta árið rétt eins og í fyrra.

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Breytingar Sumarið er framundan og handan við hornið sjáum við fram á endalok veirutíma. Næsta haust ætti allt að vera orðið nánast eðlilegt, eða eins og við þekktum það áður. Staðnám í öllum skólum. Engar fjöldatakmarkanir, engar grímur og engin tveggja metra regla.

Allt um útimálningu, pallaolíu, pallahreinsun og almenna málningavinnu

Fimmtudaginn

10. júní í Reykjanesbæ kl. 10-17

Komdu og fáðu góð ráð hjá Gylfa

Gylfi Már Ágústsson, sölustjóri og málarameistari veitir ráðgjöf um viðald á pallinum og allri almennri málningarvinnu.

Hvað fæst eiginlega mikill landi fyrir tólf milljónir?

Björgunarsveitin Þorbjörn vill koma á framfæri gríðarlegu þakklæti til Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur sem og útgerðarfyrirtækjanna í Grindavík fyrir allan þeirra stuðning síðustu ár, segir í Facebook-síðu sveitarinnar.

Þá kemur að vangaveltu. Er mögulega eitthvað sem veiruástandið hefur fært okkur sem vert væri að halda í. Er eitthvað sem við höfum tamið okkur á þessum leiðinda fimmtán mánuðum sem væri betur komið til að vera? Er kannski betra að byrja helgardjammið fyrr á daginn og ljúka því bara um miðnætti. Hætta næturbröltinu. Hefur einhvern tíma eitthvað gáfulegt gerst eftir djamm milli klukkan tvö og fimm á nóttunni? Fjölmargir munu kjósa að nota grímur áfram þó engin sé skyldan. Aðrir munu reyna að halda sig við tveggjametra regluna. Ferðamennirnir eru að snúa aftur. Meiri umsvif eru framundan á Suðurnesjum og atvinnulífið á svæðinu mun taka við sér. Það er gott. Hins vegar er ljóst að auka þarf fjölbreytni starfa á svæðinu og víða má gefa hressilega í til að bæta búsetuskilyrði á svæðinu.

Fáðu ráðgjöf

Mundi

Myndir: Björgunarsveitin Þorbjörn

Ég hafði gaman af tveimur myndum sem birtust í blöðunum af fjármálaráðherra. Hann kom til að taka skóflustungu að glæsilegri viðbyggingu við flugstöðina. Ekki sá ég neinn Suðurnesjamann á þeirri mynd, enda er flugstöðin í Reykjavík. Svo kom hann til að taka skóflustungu fyrir glæsilega nýja byggingu hjá Algalíf á Ásbrú. Þar fékk bæjarstjóri Reykjanesbæjar að vera með á myndinni. Ég hef oft verið efins um að Ásbrú teljist til Reykjanesbæjar. En menn þiggja góða myndatöku sem gæti gefið atkvæði. Það hafa menn lært af Degi B. Framundan eru kosningar. Á næstu tólf mánuðum verða tvennar kosningar, alþingiskosningar í september og sveitarstjórnarkosningar í maí 2022. Þá er gott að muna að ef maður gerir alltaf það sama, þá breytist ekki neitt.

Tæpar tólf milljónir til landakaupa Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárfestingaráætlun ársins að fjárhæð 11.941.000 króna til landakaupa. Viðaukinn verður fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með sex atkvæðum en Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir sat hjá við afgreiðsluna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.