Víkurfréttir 23. tbl. 41. árg.

Page 22

22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

HU

R E P M A C A J G I E L Ð A D N GMY

og elta sólina Bylgja Baldursdóttir aðstoðarskólastjóri í Sandgerðisskóla ætlar í ferðalag til Akureyrar

og Ísafjarðar í sumar. Hún stefnir einnig á að komast í Jökulfirði og segir það hugmynd að leigja Camper og elta sólina í nokkra daga. Þá segir hún að það séu fjölmargir möguleikar til ferðalaga á Suðurnesjum, eins og við komumst að í þessu Netpsjalli Víkurfrétta við Bylgju. - Nafn: Bylgja Baldursdóttir - Árgangur: 1970 - Fjölskylduhagir: Gift Þóroddi Sævari Guðlaugssyni, saman eigum við tvö börn, þau Sunnevu Ósk og Baldur Matthías sem er giftur Alexöndru Lilju, barnabörnin eru gullmolarnir Sævar Berg og Tómas Ari. - Búseta: Niður við sjóinn í Sandgerði í Suðurnesjabæ. - Hverra manna ertu og upp alin: Dóttir Baldurs G. Matthíassonar frá Grunnavík og Margrétar Bergsdóttur frá Bæjarskerjum og er fædd og upp alin í Sandgerði. - Starf/nám: Aðstoðarskólastjóri í Sandgerðisskóla, grunnskólakennari og er í stjórnunarnámi. - Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Fróðleiksfús. - Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða líffræðingur, fóstra eða prestur. - Hver var fyrsti bíllinn? Toyota Corolla Zetan árgerð 1984.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Gönguferð í fjörunni er góð slökun að mati Bylgju Baldursdóttur. - Hvernig bíl áttu í dag? Toyota Rav 4. - Hver er draumabíllinn: Nýr Rav 4, fínn ömmubíll. - Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Barbie hárgreiðslustofan sem ég fékk í jólagjöf frá afa. - Besti ilmur sem þú finnur: Sjávarloft. - Hvernig slakar þú á? Í gönguferð í fjörunni, eða heima að prjóna.

- Hver var uppáhalds tónlistin þín þegar þú varst 17 ára? Allt með Bruce Springsteen. - Uppáhaldstónlistartímabil? Alæta á tónlist.

Ellý

- Leikurðu á hljóðfæri? Nei, því miður þá og mér finnst ég hafa misst af tungumáli að kunna ekki að r lesa u m l á j h l nótur. i og V

- Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Skemmtileg sumartónlist. - Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Mest íslenskt, Ellý Vilhjálms, Villa Vill, einnig Abba og Kenny Rogers.

- Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Nei ég er ekki mikil sjónvarpsmanneskja, Það er þá helst hámáhorf á valdar þáttaraðir á Netflix eða Skjánum. - Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.