__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Fljótlegt, einfalt og virkilega gott!

Hlaupið á flugbrautum!

56%

33%

79

199

69

áður 299 kr

áður 159 kr

kr/stk

laðinu Hreyfileikar Isavia í b

kr/stk áður 179 kr

kr/stk

Toppur 33 cl - epla eða límónu & sítrónu

Billys Pan Pizza 170 gr - original eða pepperoni

Opnum snemma lokum seint

56%

Rommý Freyja - 24 gr

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

lldór Berg Sandgerðingurinn Ha og búið í ið n n u r fu e h n o rs a rð a H ór á síðasta F r. á ta át r fi y í g in ij e B a í Kína ári til meira en 22 borg iðburði. til að halda fundi og v

... Nýjustu aflafréttir og

Svona var sjómannadagurinn! Netspj@ll

á f n n e m a d n i s í v Kínverskir i ð r e g d n a S á r f netnámskeið

sdóttir Sigríður Rósa Kristján

Skoðar Ísland betur og fer á fjöll

Golf

Í GRINDAVÍK

S F t f i r k s t Ú

5

s d l a h á p up

pLÍZlUöNEtWMuANr

E

Bylgja Baldursdóttir aðstoðarskólastjóri í Sandgerðisskóla:

Hugmynd að leig ja Camper og elta sólina


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gott rekstrarár að baki hjá hjá Reykjanesbæ Ársreikningur Reykjanesbæjar 2019 var samþykktur á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 2. júní, 2020 með tíu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

5.313,2 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 3.553,1 milljónum króna. Eigið fé bæjarsjóðs í árslok nam 9.693,3 milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 26,80%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 8.391,6 milljónum

Helstu niðurstöður bæjarsjóðs samkvæmt rekstrarreikningi eru að rekstrarniðurstaða er jákvæð um

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK

króna, skammtímaskuldir 5.133 milljónum króna og veltufjárhlutfall 1,635. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs nema 26.472,4 milljónum króna og er skuldahlutfall samkvæmt því 152,88%. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð 502/2012 er hins vegar 88,69%. Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðu a og b hluta nam hagnaður af rekstri 5.553,4 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 5.895,8 milljónum króna. Eigið fé nam um 24.844,1 milljónum króna og er eiginfjárhlutfallið 36,10%. Samkvæmt efnahagsreikningi nema veltufjármunir 11.572,3 milljónum króna, skammtímaskuldir 5.518,2 milljónum króna og veltufjárhlutfall er 2,097. Heildarskuldir og skuldbindingar nema 43.974,5 milljónum króna og er skuldahlutfall samkvæmt því 185,95%. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð 502/2012 er hins vegar 110,12%. Á árinu 2019 gerði Fagfjárfestingasjóðurinn ORK upp kröfu Reykjanesbæjar á sjóðinn en bókfært verð kröfunnar var 1.333 milljónir króna við uppgjörið. Uppgjör kröfunnar nam 4.070,1 milljónum króna og er því færður hagnaður sem nemur 2.737,1 milljónum króna í rekstrarreikning ársins. Í samkomulagi milli Reykjanesbæjar, Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. og kröfuhafa þess félags frá 12. febrúar 2018 er skjalfest

að við uppgjör Fagfjárfestingasjóðsins ORK á kröfu Reykjanesbæjar verði þeim fjármunum ráðstafað til lækkunar á skuldum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. við kröfuhafa. Til að gangast við því keypti Reykjanesbær þær fasteignir í eigu félagsins sem ekki eru nýttar fyrir lögbundna starfsemi sveitarfélaga á 2.943,9 milljónir króna og gerði Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. upp skuldir við kröfuhafa sem hvíldu á þeim eignum. Ljóst er að heimsfaraldur af völdum COVID-19 veirunnar muni hafa veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og mun hafa mikli áhrif á fjárhag Reykjanesbæjar. Búast má við því að tekjur bæjarins dragist saman vegna minni i umsvifa í atvinnulífinu og aukins atvinnuleysis og að útgjöld muni aukast vegna atvinnuskapandi verkefna og aukinnar fjárhagsaðstoðar. Erfitt er að meta endanleg áhrif á rekstur og efnahag bæjarins á meðan óvissa ríkir en ljóst er að árið 2020 verður sveitarfélaginu þungt og mun árið 2021 verða erfitt líka vegna atvinnuástands sem hefur áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins sem munu dragast saman. Reykjanesbær er nú að hefja fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2021 og fyrir þrjú ár eftir það eins og lög gera ráð fyrir og mun hún endurspegla það sem er að gerast á þessu ári í kjölfar faraldursins, segir í tilkynningu frá bænum.

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319

845 0900 Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


HELGIN BYRJAR Í NÆSTU NETTÓ! Lambainnralæri Fyllt

-30%

2.589 ÁÐUR: 3.699 KR/KG

-32%

KR/KG

-48%

ÁÐUR: 1.599 KR/PK

KR/PK

Mini hamborgarar 8x30 gr m/brauði KR/PK ÁÐUR: 1.399 KR/PK

Heilsuvara vikunnar!

1.049 ÁÐUR: 1.399 KR/PK

KR/PK

-51%

1.091

-25%

Oumph! The Banger 300 gr

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

1.971

ÓDÝRT LAMBAKJÖT Á GRILLIÐ UM HELGINA!

-20%

1.279

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

1.195

-22%

Kókos karrýsúpa með gulrótum

Bleikjuflök með roði Sjávarkistan

Lambalærvöðvi í hvítlaukspipar marineringu

NOW D-Vítamín 120 töflur

959

-40%

KR/PK ÁÐUR: 1.599 KR/PK

Lambagrillkjöt í original marineringu

882

KR/KG ÁÐUR: 1.799 KR/KG

LÆKKAÐ VERÐ!

-30% Apríkósur 300 gr Nektarínur 500 gr Ferskjur 500 gr

321

KR/PK ÁÐUR: 459 KR/PK

Tilboðin gilda 4. - 7. júní

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Grindavíkurbær skilar um hálfum milljarði í hagnað Landris hafið að nýju og hundruð skjálfta við Grindavík Jarðskjálfti af stærð M2,8 mældist aðfararnótt þriðjudags um 3 km vestsuðvestur af Reykjanestá og fannst hann í byggð. Laugardaginn 30. maí jókst jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur og voru staðsettir um 300 skjálftar þann dag. Stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð. Einnig var skjálfti af stærð 2,5 aðfaranótt 31. maí sem fannst í Grindavík. Heldur hafði dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu vikur en rúmlega 120

jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku (20.–27. maí). Samkvæmt gögnum frá 26. maí eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn, þó hægt sé. Meiri gögn þarf til að fullyrða frekar um núverandi ferli og þær hættur sem því fylgja, segir á vef Veðurstofu Íslands. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar var jákvæð um 496 milljónir króna árið 2019 samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 3.642 milljónum króna samkvæmt ársreikningi A- og B-hluta. Rekstrartekjur A-hluta námu 3.312 milljónum króna á meðan rekstrarniðurstaða A-hluta nam 443,8 milljónum króna. „Það er gleðiefni að fjárhagsstaða bæjarins skuli vera jafn sterk og raun ber vitni. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 314 milljónum í rekstrarafgang en niðurstaðan varð umtalsvert betri. Á sama tíma skuldar bæjarfélagið engin vaxtaberandi lán og handbært fé okkar hækkaði um 63,7 milljónir á milli ára. Góður rekstrarafgangur og sterk eiginfjárstaða er grundvöllur þess að hægt sé að ráðast í viðamiklar framkvæmdir og það á svo sannarlega við hér í Grindavík,“ segir

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, í tilkynningu. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti reikninginn samhljóða á fundi í lok apríl og var honum vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar í kjölfarið. Veruleg óvissa ríkir um efnahagsleg áhrif COVID-19-faraldursins segir í ársreikningnum og á sveitarfélagið von á því að tekjur þess verði lægri árið 2020. „Að okkur hafi tekist að fara fjárhagslega sterk inn í þetta ár er auðvitað kostur. Íbúar okkar verða samt alltaf í fyrsta sæti og munum við gera okkar besta til að mæta þörfum þeirra. Grindavíkurbær hefur skapað um 50 ný störf í sumar og flestir í þeim hópi eru nemendur í framhaldsskólum eða háskólum. Auk þess verða í vinnuskólanum um 140 nemendur og að viðbættum verkstjórum og flokksstjórum verða hjá okkur meira en 200 sumarstarfsmenn sem er mikil aukning frá fyrri árum,“ segir Fannar.

Eagles-heiðurstónleikar og sóttvarnalæknir í sjómannabandi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verður í Bakkalábandi Vísisfjölskyldunnar á tónleikum laugardaginn 6. júní á Bryggjunni í Grindavík. Dagskráin hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis. Bakkalábandið er skipað Vísis-fjölskyldunni; Margréti, Pétri, Kristínu og Svanhvíti Pálsbörnum, ásamt Ársæli Mássyni, Axel Ómarssyni, Halldóri Lárussyni og engum öðrum en sóttvarnalækninum Þórólfi Guðnasyni. Föstudagskvöldið 5. júní verða tónleikar þar sem hinir þjóðkunnu tónlistarmenn Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson og Vignir Snær Vigfússon flytja helstu smelli hljómsveitarinnar The Eagles. Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


GÁMASALA! Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl. Tilboð gilda til 10. júní, eða á meðan birgðir endast.

Tvær vörur á frábæru verði Tilboðsverð Bensínsláttuvél 2,52kW fjórgengis mótor, 46cm sláttubreidd, sjálfdrifin. 55 lítra safnpoki.  7 stiga hæðarstilling 25-75mm.  Vatnstengi fyrir þrif.

39.995 7133004344

Almennt verð: 69.995

Tilboðsverð

Þú sparar:

Bensínsláttuorf Bensín sláttuorf 1,4KW, 55cc, tvígengis mótor sem er auðvelt að kveikja á.

30.000

39.995 1

7133002545

Almennt verð: 49.995

Þú sparar:

10.000

20% Nýtt blað á byko.is

Vinnur þú

100.000kr. inneign í BYKO?

Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem um ræðir baðherbergi, stofu, eldhús eða annað. Settu myndina á Instagram fyrir 17. júní og merktu:

#bykoheimili20 Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is

2

43%


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jákvæð niðurstaða vel á sjötta milljarð Guðbrandur Einarsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar Leiðar á bæjarstjórnarfundi í vikunni: „Í drögum að ársreikningi sem lagður var fram til fyrri umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi var að finna einskiptis tekjufærslu upp á 1.288 milljónir sem endurskoðendur sveitarfélagsins leggja nú til að hljóði upp á 728 milljónir eins og kemur

fram í endurskoðendaskýrslu sem fylgir með ársreikningi. Þetta byggja þeir á verðmati tveggja fasteignasala sem fyrir liggur. Sú tekjufærsla sem birtist í fyrri umræðu um ársreikning byggðist hins vegar á mismun á yfirtökuverði og bókfærðu verði eignanna, sem aftur byggðist á þeim skuldum sem á eignunum hvíldu þegar þær voru keyptar yfir í bæjarsjóð sínum tíma. Þrátt fyrir að ekki sé að fullu ljóst hvert raunverulegt virði þessara eigna er og þrátt fyrir að óheppi-

Deiliskipulag í Reykjanesbæ

legt sé að leiðrétting sem þessi skuli eiga sér stað á milli umræðna um ársreikning, telur meirihluti bæjarstjórnar engu að síður rétt að fara að tilmælum endurskoðenda, enda hefur þessi niðurfærsla hvorki áhrif á skuldaviðmið né á handbært fé bæjarsjóðs. Bæjarsjóður skilar þrátt fyrir breytingu jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nemur vel á sjötta milljarð.“ Guðbrandur Einarsson (Y), Díana Hilmarsdóttir (B), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S). Til máls tóku Baldur Þórir Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Ársreikningur 2019 samþykktur 10-0. Margrét Þórarinsdóttir sat hjá.

Ársreikningur Reykjanesbæjar samþykktur Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir árið 2019 var samþykktur á bæjarstjórnarfundi í vikunni með atkvæðum tíu bæjarfulltrúa meiri- og minnhluta en Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki, sat hjá. Minnihluti og meirihluti bæjarstjórnar sendu frá sér bókun við afgreiðslu ársreikningsins sem sjá má hér á síðunni.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkt 19. maí 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Dalshverf II og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Dalhverfi III Reykjanesbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á deiliskipulagi Dalshverfis II

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalshverfis II. Eystri mörk skipulagssvæðisins eru færð til lítils háttar á opnu svæði.

Deiliskipulagstillaga fyrir Dalshverfi III

Deiliskipulag felst í nýju íbúðahverfi austast í bænum á svæði sem kallast í aðalskipulagi IB 9A. Gert verður ráð fyrir blandaðri byggð sérbýlis og fjölbýlis með um 300 íbúðum og samfélagsþjónustu s.s. nýjum leikskóla. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 4. júní til 23. júlí 2020. Tillögurnar eru einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. júlí 2020. Skila skal inn skriflegum athugasemdum við tillögurnar á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Skipulagsfulltrúinn í Reykjanesbæ Reykjanesbær, 4. júní 2020

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Mikilvægt að auka tekjur og fjölbreyttari atvinnutækifæri Margrét A. Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjanesbæ lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa minnihlutans við afgreiðslu ársreiknings: „Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fagnar því að samkvæmt ársreikningi 2019 er Reykjanesbær undir lögbundnu skuldaviðmiði. Afkoman er mjög góð, rúmlega 5 milljarðar, sem skýrist að mestu af einskiptistekjum s.s. tekjum af svokölluðum Magmabréfum, bókhaldsfærslum og 15% hækkun á tekjum af

fasteignasköttum, samkvæmt endurskoðunarskýrslu. Nú eru blikur á lofti um að tekjur minnki verulega og ekki endalaust hægt að leggja auknar álögur á bæjarbúa. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að auka tekjur með fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum. Þar þarf Reykjanesbær að gegna lykilhlutverki.“ Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Margrét A. Sanders (D), Gunnar Þórarinsson (Á) og Margrét Þórarinsdóttir (M).

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Fylgstu með á Hringbraut Kynntu þér alla dagskrána á hringbraut.is

21

Bærinn minn

Eldhugar

Fasteignir og heimili

Hugleiðsla

Mannamál

Einn sígildasti viðtalsþátturinn í íslensku sjónvarpi, opinskár og hispurslaus.

Skoðar mannlífið, atvinnulífið og íþróttirnar suður með sjó.

Saga og samfélag

Undir yfirborðið

Viðskipti með Jóni G

frétta- og umræðuþáttur með áherslu á pólitík, þjóðmál, menningu og lífsreynslu.

Færir viðmælendur út á jaðar hreysti, hreyfingar og áskorana lífsins.

Auður Bjarnadóttir leiðir kennir landsmönnum að anda léttar, slaka á, njóta stundarinnar fólk í þá líðan sem það á skilið.

Fer með áhorfendur fram og aftur tímann í íslenskum fræðum og menningu.

Þáttaröð um þá töfra sem bæjarfélögin á Íslandi hafa upp á að bjóða.

Upplýsandi og fróðlegur þáttur um fasteignir, heimili og húsráð af öllu tagi.

Varpar ljósi á allt það sérstæða í lífinu sem stundum er falið og fordæmt.

FRÉTTAUMRÆÐA, MENNING, HEILSA, LÍFSREYNSLA OG NÁTTÚRA

Bílalíf

Fjörlegur og fjölbreyttur þáttur um bílana okkar í leik og starfi.

Helgarviðtalið

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, fer dýpra í efnistök blaðsins.

Suðurnesjamagasín

Fréttatengdur þáttur sem tekur púlsinn á íslensku viðskiptalífi.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Íbúðamat og fasteignamat lækkar mest í Vogum Fasteignamat íbúða lækkar um 5,2% í Vogum og 3,3% í Reykjanesbæ Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,2% en um 1,9% á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Vestfjörðum eða 8,2%, um 6,5% á Norðurlandi vestra, 3,5% á Austurlandi og um 2,2% á Suðurlandi, 1,9% á Norðurlandi eystra, um 0,4% á Vesturlandi og lækkun um 0,5% á Suðurnesjum. Mest lækkun í einstökum sveitarfélögum er í Skorradalshreppi og Sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamatið lækkar um 3,6%.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

SIGURÐUR HILMAR GUÐJÓNSSON Húsasmíðameistari Bárugerði, Sandgerði,

lést á sjúkrahúsi á Torrevieja á Spáni, þriðjudaginn 26. maí. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Sæunn Guðmundsdóttir Guðjón Ingi Gunnhildur Ása Geir Sigurðsson Sævar Erla Sigurjónsdóttir Sigurður Jóna Pálsdóttir afabörn og langafabörn.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir litlar breytingar að þessu sinni miðað við undangengin ár. „Það ætti ekki að koma á óvart að þegar dregur úr verðhækkunum á fasteignamarkaði þá eru breytingar á fasteignamati í takt við þá þróun,“ segir Margrét um breytingar á milli ára.

Íbúðamatið lækkar í Vogum og Reykjanesbæ Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 2,3% á milli ára og verður alls 6.511 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 2,2% á meðan fjölbýli hækkar um 2,4%. Almennt er hækkun á íbúðarmati á höfuðborgarsvæðinu 2,4% en 2,1% á landsbyggðinni.

Mestu lækkanir á íbúðamati eru í sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 5,2%, í Vopnafjarðarhreppi lækkar matið um 3,6% og í Reykjanesbæ þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 3,3%.

Fasteignamat sumarhúsa nær óbreytt Fasteignamat sumarhúsa fyrir árið 2021 stendur nánast í stað á milli ára þegar litið er á landið í heild en hækkar að meðaltali um 0,1%. Fasteignamat sumarhúsa hækkar mest í sveitarfélaginu Ölfusi eða um 7,7% og um 6,8% í Ásahreppi. Mesta lækkun á fasteignamati sumarhúsa er í Skorradalshreppi og Sveitarfélaginu Vogum þar sem matið lækkar um 4,3% á milli ára. Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Vorhátíð Háaleitisskóla

V

orhátíð Háaleitisskóla fór fram á þriðjudaginn. Í boði var andlitsmálning, ýmsir útileikir, knattþrautir og leiktæki, þá var einnig sett upp hjólabraut og hoppukastali á lóð skólans. Þríeykið frá BMX bros kom í heimsókn og sýndi listir sínar. Hátíðinni lauk svo með brekkusöng og grilluðum pylsum. Meðfylgjandi myndir fengum við frá hátíðinni en þær eru teknar af starfsmönnum skólans.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vinna saman að fagháskólanámi í leikskólafræðum á S

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Háskóla Íslands. Sitjandi frá vinstri: Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Standandi frá vinstri: Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, Oddný Sturludóttir, aðjunkt og verkefnastjóri um eflingu kennaramenntunar, Rannveig Björk Þorkelsdóttir, lektor í kennslufræði leiklistar, Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lektor í leikskólakennarafræði, Jónína Vala Kristinsdóttir, forseti deildar kennslu- og menntunarfræði, og Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Háskóli Íslands, Keilir og sveitarfélög á Suðurnesjum hafa undirritað viljayfirlýsingu um að skipuleggja í sameiningu fagháskólanám í leikskólafræðum fyrir leiðbeinendur sem starfa á leikskólum á Suðurnesjum. Menntavísindasvið mun halda utan um námið af hálfu Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er í senn að efla menntun innan leikskóla á svæðinu og fjölga möguleikum starfsfólks til starfsþróunar en jafnframt að sameina styrkleika formlegrar menntunar og þeirrar reynslu sem starfsfólk leikskóla býr yfir. Um er að ræða 60 eininga starfstengt nám á háskólastigi sem skilgreint er sem nám með vinnu og er áætlað að það taki tvö ár. Námið er þannig byggt upp að allar þreyttar einingar nýtast þátttakendum til áframhaldandi náms til diplóma­ gráðu eða B.Ed.-gráðu. Námið er hugsað fyrir þau sem hafa stúdentspróf eða uppfylla skilyrði um undanþágu til háskólanáms. Námið verður skipulagt sem sveigjanlegt nám með starfi. Kennarar í leikskólakennarafræði heimsækja nemendur í heimabyggð, í húsnæði Keilis þar sem þunginn af

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

náminu fer fram. Nemendur fara enn fremur í heimsóknir á vettvang og koma einnig á menntavísindasvið Háskóla Íslands í Stakkahlíð sem ber faglega ábyrgð á náminu. Þróun námsins verður jafnframt unnin í

góðu samstarfi við fræðsluyfirvöld á Suðurnesjum með stofnun fagráðs um námið. Hlutfall menntaðra leikskólakennara á Suðurnesjum er lægra en víða á landinu og telja aðstand-

endur viljayfirlýsingarinnar til mikils að vinna að bjóða leiðbeinendum og öðrum þeim sem vilja sækja sér meiri menntun tækifæri og aðstöðu við hæfi. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, fagnar viljayfirlýsingunni og segir að samstarfið við Keili, sveitarfélög á Suðurnesjum og skólaskrifstofur hafi einkennst af metnaði fyrir hönd leikskólastigsins og vilja allra aðila til að bjóða starfsfólki leikskóla tækifæri til vaxtar og starfsþróunar með fagháskólanámi. „Það er dýrmætt að námið geti farið fram í heimabyggð með ríkulegum stuðningi heimamanna sem þekkja best til starfsaðstæðna. Keilir er með frábæra aðstöðu til náms og farsæla reynslu af því að styðja fólk til mennta með sveigjanleika og lausnamiðaða hugsun í fyrirrúmi. Skólaskrifstofur og leikskólastjórar hafa verið einkar styðjandi sem er gríðarlega mikilvægt.“ Unnið er að fjármögnun verkefnisins og er stefnt að því að kennsla hefjist á hausti komanda.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

PIPAR \ TBWA • SÍA

Suðurnesjum

CHAR-BROIL GÆÐAGRILL GRILLAÐU EITTHVAÐ GOTT Í SUMAR

GASGRILL 3400S PL BIG EASY

Grillflötur 670x485 mm 3 brennarar

Steikarofn, reykofn og grill

Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu. Fæst í Rekstrarlandi, útibúum Olís um land allt og á charbroil.is.

Olís Njarðvík Sími 420-1000


12 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Það er af sem áður var Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þá er maímánuður liðinn og júní tekinn við, áður en við vitum er árið hálfnað. Hvað þýðir það gagnvart sjávarútvegi og veiðum við Suðurnes? Árið 2020 þýðir þetta það að það hægist mikið um í höfnunum þremur; Grindavík, Sandgerði og Keflavík/Njarðvík. Eftir verða smábátarnir sem eru á handfæraveiðum og eru þeir þá aðallega í Sandgerði og Grindavík. Flestallir línubátarnir eru farnir og togarar Nesfisks eru farnir á rækju og landa fyrir norðan á Siglufirði eða á Grundarfirði. Eftir standa þá dragnótabátarnir og netabátarnir hans Hólmgríms, þannig að það er frekar rólegt framundan í höfnunum á Suðurnesjum. Á árunum frá 1970 og fram til 2000 var það þannig að það var þó nokkuð mikið um að vera í höfn-

unum á Suðurnesjum og þá erum við ekki að tala um þrjár hafnir, heldur fimm. Því auk Grindavíkur, Sandgerðis og Keflavíkur/Njarðvíkur þá má bæta við Vogum og Höfnum. Hafnir voru nokkuð stór útgerðarstaður yfir sumarmánuðina alveg fram undir þann tíma þegar að Hafnir sameinuðust Keflavík, og fóru undir forræði Reykjaneshafna, en þá var löndunarkraninn sem var í Höfnum tekin í burtu og við það þá má segja að útgerð hafi lagst af þar. Í hinum bæjunum, og þá aðallega í Sandgerði og Grindavík, var mikið um að vera yfir sumarmánuðina því þá voru bátar að veiða tegund sem

FMS hf. leitar að starfsmanni Framtíðarstarf hjá FMS hf. fiskmarkaði í Grindavík

Íslenskukunnátta er skilyrði fyrir ráðningu. Lyftararéttindi æskileg. Upplýsingar veittar á staðnum, Seljabraut 2–4 (Styrmir eða Birkir). Ekki er tekið við umsóknum í gegnum síma.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

ekki er veidd frá Suðurnesjum í dag, humar og rækju. Í Grindavík fóru nokkuð margir bátar á humarveiðar sem var þá unnin t.d. í Fiskanesi hf. og Þorbirni hf. Það sama var í Sandgerði og var þá aðallega unnin humar í Miðnesi hf. í Sandgerði og hjá Rafni hf. í Keflavík, í Njarðvík var líka unnin humar, t.d. í Brynjólfi í Njarðvík, Keflavík hf. og Sjöstjörnunni hf. Þetta er allt liðin tíð og enginn humar er unnin í neinum húsum á Suðurnesjunum í dag þrátt fyrir að humarmiðin séu ennþá til staðar. Það sama á við um rækjuna, Eldeyjarrækjuna eins og hún var kölluð.

Veiðar á Eldeyjarrækju voru stundaðar á hverju sumri til ársins 1997 þegar veiðarnar voru bannaðar vegna hruns á stofni en veiðar hófust aftur í litlu mæli árið 2013. Stærstu rækjuverksmiðjurnar á Suðurnesjum sem unnu rækju voru Saltver í Njarðvík og Rækjuvinnsla Óskar Árnasonar í Sandgerði. Ég vann þar þrjár vertíðir og er þetta einhver skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Það má geta þess að tveir bátar voru ansi áberandi stórir á þessum veiðum og voru þessir tveir bátar oft aflahæstir í hvorri tegund fyrir sig ár eftir ár. Þetta voru bátarnir Guðfinnur KE sem Sigurður Friðriksson var skipstjóri á en hann var ansi oft langaflahæstur á rækjunni og náði þeim ótrúlega árangri árið 1995 að fiska um 270 tonn af rækju. Hinn báturinn er Hafnarberg RE sem stundaði humarveiðar frá Sandgerði í hátt í 30 ár og lagði alltaf upp hjá Miðnesi hf. í Sandgerði, Tómas Sæmundsson, eða Tommi á Hafnarbergi eins og hann var kallaður, var mjög oft aflahæsti humarbáturinn á öllu Íslandi. Núna er þetta allt horfið því miður og eftir standa húsin sem hýstu þessar verksmiðjur og minning þeirra sem unnu við þetta, bæði humarinn og rækjuna.


Stjórnvöld styðja við sumarnám

Fisktækniskóli Íslands og Hús Sjávarklasans hafa unnið að gerð námsframboðs á framhaldsskólastigi á sviði haftengdrar nýsköpunar undir nafni „Sjávarakademían“.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Salka Lind dúx FS á vorönn

107 nemendur útskrifuðust frá vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fjölmenn útskrift þrátt fyrir margvíslegar áskoranir á veirutímum. Salka Lind Reinhardsdóttir var dúx á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem var slitið síðasta föstudag. Salka Lind var með 9,43 í meðaleinkunn. Við útskriftina voru eingöngu viðstaddir útskriftarnemendur og kennarar FS vegna fjöldatakmarkana COVID-19. Útskriftin var send út í beinni útsendingu á heimasíðu skólans og Facebook-síðu Víkurfrétta. Að þessu sinni útskrifuðust 107 nemendur; 78 stúdentar, ellefu luku verknámi, nítján útskrifuðust af starfsnámsbrautum. Þá luku átta nemendur prófi af starfsbraut og fjórir af framhaldsskólabraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 47 og karlar 60. Alls komu 80 úr Reykjanesbæ, fjórtán úr Suður-

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

nesjabæ, ellefu úr Grindavík og tveir úr Vogum. Dagskráin var annars með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson, skólameistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Júlía Mjöll Jensdóttir, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Þorsteinn Þorsteinsson, kennari, flutti

útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt tónlist við athöfnina en að þessu sinni lék Arnar Geir Halldórsson, nýstúdent, á selló og Alexander Fryderyk Grybos, nýstúdent, spilaði á píanó og söng. Kristján Ásmundsson afhenti námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Salka Lind Reinhardsdóttir

100.000 króna styrk en hún var með 9,43 í meðaleinkunn. Salka Lind fékk einnig 30.000 krónu styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Jónas Eydal Ármannsson, málmiðnakennari, og íslenskukennararnir Kristrún Guðmundsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson voru kvödd á útskriftinni en þau voru að hætta störfum eftir að hafa kennt við skólann um árabil. Við athöfnina veitti skólameistari Katrínu Sigurðardóttur, kennara, gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hún hefur starfað við skólann í 25 ár. Það er hefð að veita starfsfólki skólans þessa viðurkenningu við þessi tímamót.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari, flytur yfirlit yfir störf annarinnar. VF-myndir/Oddgeir Karlsson


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Júlía Mjöll Jensdóttir, nýstúdent, flutti skemmtilegt ávarp fyrir hönd brautskráðra. Sjáðu það hér í myndskeiðinu.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Arnar Geir Halldórsson, nýstúdent, lék á selló Sarabande, Courante og Gigue, kafla úr Svítu nr. 1 eftir Johann Sebastian Bach.

Alexander Fryderyk Grybos, nýstúdent, spilaði á píanó og söng Rocket Man eftir Elton John, texti eftir Bernie Taupin.

Við athöfnina veitti skólameistari Katrínu Sigurðardóttur, kennara, gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hún hefur starfað við skólann í 25 ár.

Jónas Eydal Ármannsson, málmiðnakennari, og íslenskukennararnir Kristrún Guðmundsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson voru kvödd á útskriftinni en þau voru að hætta störfum eftir að hafa kennt við skólann um árabil.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Nauðsynlegt er að fólk geti sótt sér menntun óháð bakgrunni eða efnahag – sagði Kristján P. Ásmundsson, skólameistari, við útskrift á vorönn 2020 „Við aðstæður sem nú eru uppi, vaxandi atvinnuleysi sem er misskipt eftir atvinnugreinum og landshlutum og hálflamað athafnalíf er brýnt að verja auknu fé til menntunar eins og verið er að gera. Nauðsynlegt er að fólk geti sótt sér menntun óháð bakgrunni eða efnahag. Öll misskipting er skaðleg og getur leitt af sér fáfræði og skert lífsgæði. Við þurfum öflugt menntakerfi sem skapar jöfn tækifæri fyrir ungt fólk og veitir því tækifæri til að þroska hæfileika sína,“ sagði Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, við útskrift á vorönn síðasta föstudag á sal FS. Hér er ágrip úr ræðu skólameistara: „Útskriftardagurinn er dagur gleðinnar og stoltsins af farsælum verklokum, dagur nýrra markmiða og nýrra væntinga. Það að hafa náð takmarki sínu og klárað þessa áskorun veitir ákveðna innri vellíðan. Öll þekkjum við hversu gaman er að sigrast á verðugri áskorun. Menn fá oft auka orku þegar þeir sjá fyrir endann á takmarkinu og innri gleðin þegar markinu er náð er ólýsanleg og ég vona að þið séuð að upplifa það í dag. Þessi síðasta önn hefur svo sannarlega verið eftirminnileg og reynt á. Hún hófst á hefðbundinn hátt og fólk gerði áætlanir hvernig ljúka mætti prófum og ná þannig settu marki. Í einu vetfangi var öllu umturnað og nemendur sem ætluðu sér að vera í hefðbundnu námi voru þess í stað komnir í fjarkennslu og öll samskipti við kennara orðin rafræn. Segja má að fjórða iðnbyltingin, svo kallaða, hafi skollið á fyrirvaralaust. Þessi breyting gerði ríkar kröfur bæði til kennara og nemenda. Nú þurfti að

meta þekkingu og þjálfa færni og hæfni nemenda á annan hátt en áður. Þetta hvatti kennara og nemendur jafnframt til að prófa nýjungar og vera skapandi í lausnum. Skólahúsnæðið stóð að mestu tómt en kennarar og nemendur sinntu kennslu og námi að heiman. Í þessu fólust samt ákveðin tækifæri. Þið urðuð að tileinka ykkur ný vinnubrögð, treysta meira á eigin getu og sýna meira sjálfstæði í vinnubrögðum til að sigrast á þessum áskorunum. Þið sem hér eru stóðust þessa áskorun og eru að útskrifast. Því er ekki að leyna að þið hafið farið margs á mis á þessari síðustu önn ykkar, ekkert skemmtikvöld, engin dimmisjón svo þið fenguð ekki tækifæri til að kveðja samnemendur og starfsmenn eins og venja er og þið voruð búin að búa ykkur undir með kaupum á búningum. Kennsluhættir eru í stöðugri þróun og skólastarfið hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Við leggjum áherslu á að allir geta lært og viljum skapa ólíkum hóp-

um tækifæri til náms. Meginatriðið er að hjálpa hverjum og einum að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta svo árangur náist. Þær aðstæður sem sköpuðust á þessari önn urðu til þess að kennarar þurftu að breyta áherslum, tileinka sér ný vinnubrögð, nýja tækni og nýja siði til að mæta breyttum aðstæðum og að mínu mati tókst það vel. Það er samheldinn og góður hópur starfsmanna hér við skólann sem

hefur metnað fyrir hönd nemenda og vilja til að sækja stöðugt fram. Það er þessum góða starfsmannahópi að þakka hvað skólinn er í dag. Ég vil nota tækifærið og þakka kennurum og öðru starfsfólki fyrir þeirra góða starf og umburðarlyndi, því án samstillts átaks hefði þetta ekki tekist. Því er samt ekki að leyna að svona fjarkennsla hentar ekki öllum og einhverjir nemendur helltust úr lestinni. Hverjar verða mögulega afleiðingar kórónuveiru faraldursins? Það er ánægjulegt að stjórnvöld séu að leggja aukið fjármagn í menntun. Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun til að mynda bjóða upp á sumarskóla sem stendur þeim opinn sem vilja nýta sér það tækifæri til að afla sér meiri menntunar, flýta fyrir sér í námi og styrkja sig hvort heldur er til frekara náms eða til að auka getu sína og fjölhæfni í starfi.“

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Langar að vinna við glæparannsóknir – segir Sandgerðismærin Salka Lind Reinhardsdóttir, dúx á vorönn í FS með 9,43 í meðaleinkunn. „Ég er að fara í lífeindafræði í Háskóla Íslands. Það er eitthvað sem hljómar mjög spennandi. Ég sé fyrir mér að þetta sé fjölbreytt og áhugavert nám,“ segir Salka Lind Reinhardsdóttir, dúx á vorönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en hún var með 9,43 í meðaleinkunn og útskrifaðist af raunvísindabraut og var þrjú ár í náminu. – Hvað er svo eftirminnilegast eftir námið í FS, námslega séð og félagslega séð? Eftirminnilegast varðandi námið var að fá að virkja neyðarsturtuna í efnafræðistofunni. Gummi efnafræðikennari varð upp frá því uppáhaldskennarinn minn að eilífu. Einnig kom mér á óvart hvað það eru fjölbreyttir áfangar í FS og hvernig kennararnir gera námsefnið áhugaverðara og skemmtilegra. Eftirminnilegast félagslega var hvað ég eignaðist marga góða og trausta vini sem ég mun vera í sambandi við allt lífið. – Hvernig var að útskrifast á tímum COVID-19? Hvernig gekk þér með það? Allt námið fór fram í fjarkennslu og það var oft erfitt að taka próf í líffræði einn heima í stofu. Sem betur fer var ég í fáum áföngum því ég var búin með flest fögin fyrir þessa síðustu önn. Mér gekk vel að vinna heima en það kom vel í ljós hvað kennarinn er mikilvægur í kennslunni. Þegar kennarinn er ekki þá vantaði oft drifkraftinn til að læra sjálfur. Þegar prófin voru gagnapróf þá sá maður ekki alltaf tilganginn í að skoða námsefnið, því það var leyfilegt að hafa öll gögn í prófinu. Prófin voru líka miklu erfiðari þar sem leyfilegt var að hafa gögn. – Hefur þú alltaf verið góður námsmaður? Já, mér hefur alltaf gengið vel í námi. Ég fékk mjög mörg verðlaun þegar ég útskrifaðist úr 10. bekk í GrunnskólFimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

anum í Sandgerði og var með hæstu meðaleinkunnina. – Áttirðu von á því að verða dúx? Ég átti alls ekki von á því. Ég vonaði það samt af öllu mínu hjarta þar sem mér hafði gengið vel og þetta voru æðstu verðlaunin fyrir að hafa lagt mikið á sig. – Einhver uppáhaldsfög? Stærðfræði er uppáhaldsfagið mitt þegar ég veit hvað ég á að gera. Ég held líka upp á efnafræði þó hún geti verið snúin. Þessi fög eru líka í uppáhaldi því kennararnir mínir í þeim eru frábærir. Maður er ekkert stressaður að fara í tíma hjá Gulla og Gumma því maður veit að þeir hjálpa manni ef maður er stopp. – Framtíðaráform, draumastarf? Ég ætla að klára grunnnámið í lífeindafræði og líka master. Svo er spurning hvort ég fari út og bæti við mig sérfræðiþekkingu. Mig langar að

vinna við glæparannsóknir í framtíðinni en það verður líklega ekki á Íslandi. – En sumarið, hvernig verður það? Ég er að vinna á Byggðasafni Reykjanesbæjar sem aðstoðarmaður safnstjóra þar. Við setjum upp sýningar eins og til dæmis sýninguna Hlustað á hafið. Sú sýning byrjar föstudaginn 5. júní. Mér líst vel á starfið og held að það verði mjög skemmtilegt að vinna við þetta í sumar. Ég hef verið að vinna í fiski undanfarin þrjú sumur, svo þetta verður góð tilbreyting. Ég ætla svo að ferðast með fjölskyldunni minni. Við ætlum í fossagöngu með Ferðafélagi Íslands en það er þriggja daga ganga með hópi. Svo ætlum við að gera eitthvað meira saman en erum ekki alveg búin að fastsetja það. Páll Ketilsson pket@vf.is

Eftirminnilegast varðandi námið var að fá að virkja neyðarsturtuna í efnafræðistofunni. Gummi efnafræðikennari varð upp frá því uppáhaldskennarinn minn að eilífu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sjávarakademían sett á laggirnar „Mjög jákvæð áhrif og tækifæri fyrir Suðurnesin,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans „Ef einhvern tíma var þörf þá er núna nauðsyn að efla áhuga fyrir haftengdum greinum. Aldrei áður í sögunni hefur jafn mikið verið rætt um fæðuöryggi hérlendis eins og undanfarna mánuði og tækifærin í þeim efnum í hafinu við Ísland eru mikil. Þetta samstarf milli Sjávarklasans og Fisktækniskólans mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir Suðurnesin,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans en í vikunni var Sjávarakademía Sjávarklasans sett á laggirnar í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra opnaði Sjávarakademíuna formlega í Húsi sjávarklasans að viðstöddum gestum. Frumkvöðlastarfsemi Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins. Aðalkennslan fer fram í Húsi sjávarklasans en einnig fer kennsla fram í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum.

Sjávarakademían býður upp á nám sem stendur yfir í eina önn og hefst námið í haust. Í sumar verður sérstakt 4 vikna námskeið Sjávarakademíunnar þar sem lögð er áhersla á nýsköpun, sjálfbærni og tækifæri í bláa hagkerfinu. Þetta námskeið er ætlað fólki sem hefur áhuga á umhverfismálum og öllu er við kemur hafinu.

Sumarnámskeið Á sumarnámskeiði Sjávarakademíunnar munu þátttakendur hitta frumkvöðla og kynnast því hvernig þau komu hugmynd í framkvæmd, læra að stofna fyrirtæki, kynnast fjölmörgum tækifærum til að nýta betur sjávarauðlindir, læra um sjálfbærni og umhverfismál. Námskeiðið er stutt af Menntamálaráðuneytinu og er námskeiðs-

Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskólans.

gjaldi því stillt mjög í hóf. Námskeiðsgjald er 3.000 krónur.

Tækifæri Íslands „Við viljum vekja áhuga fólks á þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða í tengslum við hafið. Við þurfum meira af fólki sem mun í framtíðinni vinna við eða skapa störf tengd umhverfismálum á hafinu, markaðssetningu íslenskra vara, sjálfbærni, útflutningi tækniþekkingar, þörungaeldi og sjávarlíftækni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans. „Ísland á að vera í forystu á þessu sviði á heimsvísu og Sjávarakademían er einn vettvangur sem nýtist í þeim tilgangi.“

Urmull nýrra tækifæra „Nú viljum við breikka aðeins sviðið, benda þátttakendum á urmul nýrra tækifæra sem tengjast hafinu en nýta um leið þá miklu reynslu sem til staðar er hjá nýsköpunarfyrirtækjum sem þátttakendur munu kynnast,“ segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans og kennari á námskeiðinu. Nánari upplýsingar um Sjávarakademíuna og sumarnámskeið má finna á www.sjávarklasinn.is og hjá Söru Björk Guðmundsdóttir verkefnisstjóra námsins á sarabjork@ sjavarklasinn.is.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


TIL HA MIN G J U ME Ð D A G I NN

SJ Ó ME N N REYKJANESBÆR

vinalegur bær


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

HU

R E P M A C A J G I E L Ð A D N GMY

og elta sólina Bylgja Baldursdóttir aðstoðarskólastjóri í Sandgerðisskóla ætlar í ferðalag til Akureyrar

og Ísafjarðar í sumar. Hún stefnir einnig á að komast í Jökulfirði og segir það hugmynd að leigja Camper og elta sólina í nokkra daga. Þá segir hún að það séu fjölmargir möguleikar til ferðalaga á Suðurnesjum, eins og við komumst að í þessu Netpsjalli Víkurfrétta við Bylgju. - Nafn: Bylgja Baldursdóttir - Árgangur: 1970 - Fjölskylduhagir: Gift Þóroddi Sævari Guðlaugssyni, saman eigum við tvö börn, þau Sunnevu Ósk og Baldur Matthías sem er giftur Alexöndru Lilju, barnabörnin eru gullmolarnir Sævar Berg og Tómas Ari. - Búseta: Niður við sjóinn í Sandgerði í Suðurnesjabæ. - Hverra manna ertu og upp alin: Dóttir Baldurs G. Matthíassonar frá Grunnavík og Margrétar Bergsdóttur frá Bæjarskerjum og er fædd og upp alin í Sandgerði. - Starf/nám: Aðstoðarskólastjóri í Sandgerðisskóla, grunnskólakennari og er í stjórnunarnámi. - Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Fróðleiksfús. - Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða líffræðingur, fóstra eða prestur. - Hver var fyrsti bíllinn? Toyota Corolla Zetan árgerð 1984.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Gönguferð í fjörunni er góð slökun að mati Bylgju Baldursdóttur. - Hvernig bíl áttu í dag? Toyota Rav 4. - Hver er draumabíllinn: Nýr Rav 4, fínn ömmubíll. - Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Barbie hárgreiðslustofan sem ég fékk í jólagjöf frá afa. - Besti ilmur sem þú finnur: Sjávarloft. - Hvernig slakar þú á? Í gönguferð í fjörunni, eða heima að prjóna.

- Hver var uppáhalds tónlistin þín þegar þú varst 17 ára? Allt með Bruce Springsteen. - Uppáhaldstónlistartímabil? Alæta á tónlist.

Ellý

- Leikurðu á hljóðfæri? Nei, því miður þá og mér finnst ég hafa misst af tungumáli að kunna ekki að r lesa u m l á j h l nótur. i og V

- Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Skemmtileg sumartónlist. - Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Mest íslenskt, Ellý Vilhjálms, Villa Vill, einnig Abba og Kenny Rogers.

- Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Nei ég er ekki mikil sjónvarpsmanneskja, Það er þá helst hámáhorf á valdar þáttaraðir á Netflix eða Skjánum. - Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

í að vera og hvað myndir þú gera? Sr. David Attenborough og myndi skoða dýralífið á Madagaskar. - Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Mömmu, pabba og Sævari. - Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Árið 2020 verður minnistætt fyrir margra hluta sakir. En það sem hefur verið gleðilegast er fæðing sonarsonarins Tómasar Ara í febrúar. - Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Smámunasemi eða fullkomnunarárátta. - Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. - Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Besti dagur ævi þinnar er dagurinn í dag, ef þú notar hann rétt.

Netspj@ll

- Hver er elsta minningin sem þú átt? Á fjórða ári í leik með vinum.

- Besta kvikmyndin? Forrest Gump. - Hver er uppáhalds bókin þín? Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur. - Hvað gerir þú betur en allir aðrir á heimilinu? Baka og flokka rusl. - Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Eplakaka og randalína (mjólkur og eggjalaus bakstur). - Hvernig er eggið best? Spælt báðum megin.

- Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, ég tel að sumarið verði gott og feli í sér einstakt tækifæri til að ferðast innanlands án þess að vera í örtröð við áhugaverða staði. - Hvað á að gera í sumar? Fara í viku ferð til Akureyrar þar sem dóttirin er að útskrifast frá HA, vera viku á Ísafirði og ef veður leyfir þá ætlum við að kíkja norður í Jökulfirði í þeirri ferð. Einnig er hugmynd að leigja Camper og elta sólina í nokkra daga.

- Ef þú fengir gest utan af landi sem - Orð eða frasi sem aldrei hafa þú notar of mikið? skoðað sig Hvar eru gleraugun um á Suðurmín? nesjum. kirkja Hvert myndir Hvalsnes - Ef þú gætir farið til þú fara fyrst baka í tíma, hvert færir og hvað myndir þú? þú vilja sýna þeim? Í jólamat til mömmu og pabba. Ég færi fyrst með gestina að Hvalsnesi þar myndum við - Hver væri titil- skoða kirkjuna og fara yfir sögu inn á ævisögu sr. Hallgríms Péturssonar, Eftir þinni? það myndum við myndum skoða: Sjávarloftið laðar. Stafnesvita, Básenda, Gálgakletta, Þórshöfn, brúna á milli heimsálfa, - Þú vaknar einn Stampahraunið og færum upp í morgun í líkama gíginn nær veginum, hnullungafrægrar mannfjöruna sunnan við Valahnjúk, eskju og þarft að Gunnuhver, Brimketil og Bláa dúsa þar einn dag. lónið. Ef gestirnir kæmu í heimHver værirðu til sókn til mín eftir 15. júní og væru á hjólum þá myndum við hjóla að kvöldlagi nýja hjólastíginn frá Sandgerði inn í Garð að Garðskaga, njóta sólarlagsins, skoða vitana og fara í fjöruferð. Það er af nógu að taka og alls ekki allt uppGarðskag talið sem áhugavert er að skoða i eða gera á Suðurnesjum.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frá höfninni í Ushuaia í Argentínu þar sem Ingvar var um borð í togara sínum í rúma tvo mánuði áður en hann komst heim. Þar áður hafði hann verið 40 sólarhringa á veiðum, þannig að veran um borð lætur nærri að hafa verið rúmir 100 sólarhringar. Nú er kominn vetur í Argentínu og styttist í vetrarsólstöður þar.

INGVAR VAR FASTUR UM BORÐ Í FRYSTITOGARA Á ARGENTÍSKRI EYJU

Tók rúma tvo mánuði að komast heim vegna COVID-19 Ingvar Þór Jóhannesson er loksins kominn heim til sín í Mocoretá í Argentínu eftir að hafa verið fastur um borð í frystitogara við bryggju í Ushuaia í Argentínu frá því í 26. mars. Kann komst loksins heim laugardaginn 30. maí og hafði dvalið um borð í skipi sínu, San Arawa II, allan þennan tíma eða í rúma tvo mánuði. Hann fór með flugi frá Ushuaia til Buenas Aires í Argentínu og þaðan með einkabíl heim. Við ræddum við Ingvar Þór í Víkurfréttum um miðjan apríl. Hann starfar sem verksmiðjustjóri á frystiskipinu San Arawa II sem gert er út frá Argentínu. Skipið kom í höfn í Ushuaia í Argentínu 26. mars, eins og áður segir. Ushuaia er syðsta byggða ból í Argentínu og í raun næsti bær við Suðurskautslandið. Ástæða þess að Ingvar og aðrir áhafnarmeðlimir komust ekki til síns heima í Argentínu var sú að flugvellinum í Ushuaia var lokað þar sem fjölmargir starfsmenn þar höfðu smitast af COVID-19. Þá er Ushuaia á argentískri eyju með landamæri Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

að Síle og áhöfninni var óheimilt að fara yfir landamæri til að komast heim. Ingvar hefur búið í Argentínu í sautján ár og starfað á verksmiðjutogurum í þrjá áratugi. Hann flutti tvítugur til Nýja Sjálands og var þar á verksmiðjuskipum í þrettán ár og hefur verið í sautján ár á skipum sem gerð eru út frá Argentínu. Þegar Ingvar komst loks heim tók ekkert betra við. Heimabærinn Mocoretá er í sóttkví. Daginn áður en Ingvar kom heim til sín greindust átta fyrstu smitin í bænum. Það voru einstaklingar sem voru búnir að valsa um í tíu daga án þess að vita af smiti og því var bærinn settur í sóttkví. „Ég má ekki einu sinni fara út að labba,“ segir Ingvar í samtali við Víkurfréttir. Hann segir alltof lítið um sýnatökur vegna kórónuveirunnar en þær séu að aukast núna. Efnahagslífið í Argentínu er í rúst eftir þriggja mánaða höft vegna veirunnar og nú er búið að fram-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Frá höfninni þar sem Ingvar var um borð í togara sínum í góða tvo mánuði.

Á leiðinni heim með viðeigandi varnir vegna COVID-19.

Þegar þú þarft að bíða tvo mánuði eftir að komast heim er gott að mynda fuglalífið um borð.

lengja höftin til loka júlí. „Það eru allir hræddir hérna í Argentínu vegna ástandsins í Brasilíu en Brasilíumenn eru komnir í annað sætið á heimsvísu yfir smit og dauðsföll vegna kórónuveirunnar.“ jöti fyrir Þrjú kíló af nautak Sjómannslífið hjá Ingvari krónur. 15 dollara um 2000 er þannig að hann er í 40 á Nautið er vinsælt daga á sjó og svo aðra 40 . grillið í Argentínu daga í landi, þannig að hann vinnur í raun sex mánuði á ári og er sex mánuði í fríi. Frystitogarinn San Arawa II er á hvítfiskveiðum við landhelgi Falklandseyja og einnig við Suðurskautslandið. Þá heldur skipið sig einnig nærri lögsögu Síle. Fiskurinn er frystur í blokk og fer til skyndibitastaða á vegum McDonalds í Kína. Þegar Víkurfréttir heyrðu í Ingvari var hann í garðinum við heimili sitt í Mocoretá að grilla þriggja kílóa nautasteik. Argentískar nautasteikur eru þekktar á heimsvísu en kílóið af úrvals nautakjöti er á innan við 1.000 krónur. Ingvar á von á því að fara um borð í togarann í lok júlí. Þá verður farið Viðtalið við Ingvar frá því um miðjan apríl með flugi Ushuaia þar sem áhöfnin mun fara í fjórtán daga einangrun

áður en hún fer um borð í togarann. Ekkert smit hefur komið upp hjá útgerðinni til þessar. Þó svo Ingvar hrósi happi yfir því að vera kominn heim þá eru tveir íslenskir skipstjórar hjá útgerðinni sem komast ekki frá borði þar sem að skipstjórar sem eiga að leysa þá af fá ekki að koma til Argentínu. Skipsstjórarnir íslensku eiga því von á að þurfa að vera um borð í skipum sínum fram til loka september. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

1983

1983

1999

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

1984

í 40 ár! ... Sjómannadagurinn

S

jómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Suðurnesjum í áratugi. Síðasta rúma áratuginn hefur þó orðið sú breyting að hátíðarhöld þessa dags hafa færst til Grindavíkur þar sem hátíðin Sjóarinn síkáti hefur verið haldin með glæsibrag. Nú verður reyndar ekki sjómannahátíð í Grindavík með sama sniði og er þar kórónuveirunni um að kenna. Víkurfréttir hafa frá upphafi fjallað um sjómannadagshátíðarhöld í blaðinu og í þessari og næstu opnu eru nokkrar úrklippur úr Víkurfréttum í gegnum tíðina sem sýna umfhjöllun blaðsins um sjómannahátíðir sem haldnar voru í Keflavík, Sandgerði, Garði og Grindavík. Lesendur geta nálgast Víkurfréttir frá upphafi og fram á þetta ár inni á vefnum timarit.is.

2000


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

í 40 ár! ... Sjómannadagurinn 2001

2003

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

2000

9.6.2004 16:36

Page 36

➤ Sjómannadagurinn í Sandgerði fór vel fram:

n ppnrra

n skóormaðBetri in sem sé vonhverj u mátt en n verði kjanesdrekkur ópurinn na blint ð og við búa til laginu,“ st fyrirka þátt í rtæk in um hver örur og á góðu

kill kaffinn á góða í Tryggann segir með kaffi sé mjög

öldin? ur nái sér

2004

Fjölmenni skemmti sér í frábæru veðri

S

andgerðin gar og nærsveitarmenn fjölmenntu á Sjómannadagshátíðina sem fór fram í blíðskaparveðri á Vitatorgi og við höfnina. Þar voru afhent heiðursmerki sjómannadagsins auk þess sem látinna sjómanna var minnst með því að blómsveig var fleytt út á sjó. Að ræðu höldu m loknu m var börnum boðið að bregða á leik í hoppuköstulum og öðrum leiktækjum áður en Idol-stjarnan Kalli Bjarn i mætt i á svæð ið. Kalli hélt uppi miklu fjöri eins og honum er einum lagið og voru

undirtektir áhorfenda góðar. Eftir að Kalli hafði lokið sínu prógrammi var aftur haldið niður á bryggju þar sem fór fram keppni í koddaslag og gekk mikið á. Seinni partinn var svo haldið í siglin gu með Moby Dick og fleiri bátum út á Hamarssund, en eftir það var slegið upp grillveislu á Vitatorgi þar sem bæjarstjórnin grillaði fyrir gestina og Mummi Hermanns söng nokkur vel valin lög. Þá lauk hátíðarhöldunum með verðlaunaafhendingu fyrir koddaslag og flekadrátt.

s i . t i r a m i t á r i t t é r f r u k í V r u n S IG n til ir i kk f Þa Þú

Til yfirmanna og vinnufélaga: nssonar, sem starfFyrir hönd föður míns heitins, Kristins Árman ég þakka ykkur örg ár vil


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hola í höggi á Bergvíkinni Agnar Mar Gunnarsson sló draumahöggið síðasta miðvikudag þegar hann lék golf á Hólmsvelli í Leiru. Fyrsta umferð Geysisdeildarinnar, liðakeppni sem haldin er hjá Golfklúbbi Suðurnesja, fór fram á miðvikudag. Agnar keppti þar í tvímenningi og sló hið fullkomna högg á þriðju braut Leirunnar, Bergvíkinni. Hann notaði 5-járn og sló boltann sem sveif í fallegum sveig í átt að pinna. Af teig var ekki hægt að sjá boltann detta í holuna en höggið var gott, á því var enginn vafi. Það var svo ekki fyrr en á flötina var komið að allur sannleikurinn kom í ljós, boltinn lá í holunni. Það þarf ekki að taka fram að Agnar vann holuna (og einnig leikinn) en haft var á orði að þarna hafi hann farið illa með forgjöfina sem hann átti á andstæðing sinn á þessari holu. Blaðamaður Víkurfrétta var í sama holli og varð vitni að högginu góða honum þótti því tilvalið að fá Agga til að svara nokkrum laufléttum spurningum í Netspjalli við Víkurfréttir. Netspjallið má sjá á næstu opnu.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


& r e d n a x Ale s o b y r G Jakob

Smelltu á myndirnar til að horfa og hlusta

keflvískir bræður með pólskar rætur GERA ÓTRÚLEGA HLUTI Í TÓNLIST OG NÁMI


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Netspj@ll

Hávær kennarasleikja með brennandi áhuga á íþróttum – Agnar er gegnheill Njarðvíkingur og körfuboltaþjálfari, það fyrsta sem hann myndi sýna gestum utan af landi á Reykjanesi væri Ljónagryfjan. – Nafn: Agnar Mar Gunnarsson. – Árgangur: 1982. – Fjölskylduhagir: Giftur og þrjú börn. – Búseta: Njarðvík City. – Hverra manna ertu og hvar upp alin: Hulda Örlygsdóttir og Elvar Gottskálksson ólu mig upp hér í Reykjanesbæ en ég er sonur Huldu og Gunnars Maríussonar. – Starf/nám: Hef unnið hjá Reykjanesbæ í 25 ár og við þjálfun körfubolta í 22 ár. – Hvað er í deiglunni? Sumarfrí og golf.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Rólegur nemandi, kennarasleikja. – Hvernig voru framhaldsskólaárin? Þægileg og skemmtileg. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kokkur. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Volkswagen Jetta. – Hvernig bíl ertu á í dag? Landcruiser. – Hver er draumabíllinn? Nýr Landcruiser.

– Besti ilmur sem þú finnur: Íslenska loftið.

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Körfubolti/fótbolti.

– Hvernig slakarðu á? Ligg upp’í sófa.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Queen. – Uppáhaldstónlistartímabil? 1970–1980.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Róleg tónlist (er gömul sál). – Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Alls kyns tónlist. – Leikurðu á hljóðfæri? Nei. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Reyni að horfa á kvöldin þegar maður hefur tíma, þá aðallega íþróttir en dett stundum í góðar seríur og kvikmyndir. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Beinar útsendingar, íþróttir. – Besta kvikmyndin: Shawshank Redemption. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Lalli ljósastaur, Þorgrímur Þráins. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Drasla til. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Hunangsgljáð, grillið kjúllabringa með sætum kartöflum.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Reyni að láta fólk ekki fara í taugarnar á mér.

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Michael Jordan, TigerWoods og Maradonna.

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Aukaæfingin skapar meistarann.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Skrýtnir tímar.

– Hver er elsta minningin sem þú átt? Úfff, man ekki einu sinni hvað ég gerði í gær.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu? Ég er mjög bjartsýnn.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Shaka Baby!

– Hvað á að gera í sumar? Slaka á, ferðast með vinum, golfast.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Myndi alltaf sýna þeim Ljónagryfjuna og svo kannski þennan hring sem allir fara um Reykjanesið. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... til Víetnam.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Ekkert planað eins og er.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Landnámsaldar. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Gaurinn sem bjó í íþróttahúsi. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump og hoppa ofan af þaki.

– Hvernig er eggið best? Brotið (borða ekki egg). – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég er hávær.

na Best svo

Viðburðir í Reykjanesbæ

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Duus Safnahús - föstudag kl. 18:00 Listasafnið opnar sýningarnar - Af hug og hjarta eftir Harald Karlsson og Gerðið eftir Steingrím Eyfjörð. Byggðasafnið opnar sýningarnar - Hlustað á hafið og Fólkið í kaupstaðnum. Nánari upplýsingar um þessar sýningar eru á vef listasafns Reykjanesbæjar. Allir velkomnir – ókeypis aðgangur

Heiðarsel – Deildarstjóri Hjallatún – Leikskólakennarar Hjallatún – Sérkennslustjóri Háaleitisskóli – Náms- og starfsráðgjafi Stapaskóli – Deildarstjóri á leikskólastigi

Duus Safnahús - sunnudag kl. 11:00 Sjómannamessa í Bíósal Duus Safnahúsa. Krans lagður við minnismerki sjómanna við Hafnargötu. Skoðið fleiri viðburði á heimasíðu Reyjanesbæjar.

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, Axel Jónsson, eigandi Skólamatar, Fanný Axelsdóttir, samskiptaog mannauðsstjóri Skólamatar, og Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar.

Skólamatur til skólabarna á Seltjarnarnesi Skólamatur ehf. hefur undirritað samning við Seltjarnarnesbæ um skólamat fyrir leik- og grunnskóla að undangengnu útboði. Við mat á tilboði var horft til verðs og reynslu rekstraraðila af sambærilegum verkefnum. Tilboð Skólamatar ehf. kom best út þegar tekið var tillit til verðs, gæða og reynslu, segir í tilkynningu frá Skólamat.

Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja tvisvar sinnum um eitt ár eða að hámarki til fimm ára. Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, segir að það sé afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að þjónusta íbúa Seltjarnarnesbæjar og hlakkar til samstarfsins.

Loftrýmisgæsla Ítala hefst í júní Liðsmenn ítalska flughersins fara í fjórtán daga sóttkví fyrir komuna til landsins og aftur á Íslandi.

Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. Liðsmenn flughersins fara í fjórtán daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fara þeir aftur í fjórtán daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins. Síðustu loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins lauk hér á landi í byrjun apríl með brottför norska flughersins. Gert var ráð fyrir að ítalski flugherinn kæmi í kjölfarið en vegna aðstæðna var komu Ítalanna seinkað. Nú er verkefnið aftur komið á dagskrá og er ráðgert að loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefjist að nýju um miðjan júní með komu flugsveitar ítalska flughersins. Áætlað er að 135 liðsmenn flughersins taki þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur og eru þoturnar væntanlegar í annarri viku júnímánaðar. Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Undirbúningshópur ítölsku flugsveitarinnar er kominn til landsins. Fyrir komu Ítala fóru þeir í læknisskoðun og skimum, síðan í fjórtán daga sóttkví á herstöð. Að lokinni fjórtán daga sóttkví fara þeir aftur læknisskoðun og skimun. Ítölsk yfirvöld gefa út vottorð fyrir alla liðsmenn áður en þeim er heimilt að fara með herflugi til Íslands. Við komuna til Íslands fara þeir aftur í fjórtán daga sóttkví innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd sóttvarnaráðstafana er unnin í samráði við embætti landlæknis. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 10. til 19. júní. Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki eftir miðjan júlí. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmdina í samvinnu við Isavia.


TIL HA MIN G J U ME Ð D A G I NN

SJ Ó ME N N REYKJANESHÖFN


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Með kærustunni á lestarstöð í Tævan 25 janúar 2020, 2 dögum eftir að lýst var yfir neyðarástandi í Kína út af Kórónavírusinum.

Kínverskir vísindamenn fá netnámskeið frá Sandgerði Sandgerðingurinn Halldór Berg Harðarson hefur unnið og búið í Beijing í yfir átta ár. Fór á síðasta ári til meira en 22 borga í Kína til að halda fundi og viðburði. Sandgerðingurinn Halldór Berg Harðarson hefur haldið netnámskeið fyrir hundruð kínverskra vísindamanna frá stofu foreldra hans í Sandgerði og unnið að þróun sýndarveruleikaviðburða sem gerir meðlimum þeirra kleift að mynda ný tengsl þótt þeir séu langt frá hverjum öðrum. Víkurfréttir náðu rafrænu sambandi við Halldór sem er með blóð Sandgerðinga og Keflvíkinga í æðum en hann hefur unnið og búið í Beijing í meira en átta ár og verið fram og til baka milli Evrópu og Kína síðan 2006. Við spurðum hann út í þetta sérstaka líf og störf hans undanfarin ár. Tæknisamskipti Kína og Evrópu „Undanfarin fimm ár hef ég verið að stjórna verkefni á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem heiti EURAXESS og hefur að gera með vísinda-, nýsköpunarog tæknisamskipti á milli Kína og evrópska vísindasvæðisins. Ég er yfirlandsfulltrúi EURAXESS í Kína og við erum í innsta koppi þegar kemur að vísindasamstarfi á milli þessara tveggja vísindavelda – mál sem eru auðvitað bæði hápólitísk

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

og mjög mikilvæg, enda reiðir allur heimurinn sig á því að heimsveldin geti unnið saman að stærstu vísindarannsóknum samtímans svo við getum notið þeirra framfara og aukinna lífsgæða sem við vonumst eftir að framtíðin beri í skauti sér. Þetta er ekki síst skýrt þessa dagana þegar allir keppast að því að finna lausn á þessari kórónaveiru. Evrópusambandið var fljótt að setja tugi milljarða í vísindarannsóknir og byrjuðu strax í janúar. Við fórum í það að kynna þessa styrki fyrir kínverskum vísindateymum í okkar

tengslaneti og á endanum fór svo að fjögur stór vísindaverkefni höfðu kínversk teymi innanborðs. Eitt þeirra hefur nú þegar borið árangur, 30 mínútna COVID-skimun sem hefur fengið CE-merkingu og er tilbúin á markað. Kannski munum við sjá það á Keflavíkurflugvelli einhvern tímann?“

Styrkja tengslanetið Halldór segir að vinnan snúist ekki síst um það að búa til, stækka og styrkja tengslanet vísindamanna

í Evrópu og Kína og í dag eru yfir 5.000 vísindamenn í EURAXESS Kínanetinu. – En hvernig tengir þú þig við vísindamennina? „Til þess að geta gert þetta þá ferðast ég mikið um Kína og heimsæki flesta háskóla og vísindastofnanir í heimsálfunni þverri og endilangri. Í fyrra fór ég til dæmis til meira en 22 borga í Kína til að halda fundi og viðburði með vísindamönnum. Þessi endalausu ferðalög hafa skilað mér á ýmsa staði og ég hef heimsótt alveg mergjaðar vísindamiðstöðvar; fólk sem er að þróa kjarnasamruna, vinna með vélmenni, leysa matarvanda mannkynsins og fleira. Þannig hef ég til dæmis margoft heimsótt Wuhan, borgina þar sem heimsfaraldurinn byrjaði, og var þar meðal annars í fyrra. Það er alveg dásamleg borg með ótrúlegu gæðafólki, fallegum, gömlum hverfum og mikilli uppbyggingu – það er alveg ömurlegt að fylgjast með


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

„Það eru ekki margir sem vita að rannsóknarstöðin var byggð sem samstarfsverkefni Frakklands og Kína eftir SARSfaraldurinn 2002, einmitt til að Kínverjar ættu réttu tæknina ef kæmi til annars faraldar.“

þeim hremmingum sem þau hafa þurft að ganga í gegnum á þessu ári. Ég hef líka heimsótt hina frægu vírusarannsóknarmiðstöð í Wuhan sem Trump hefur borið þungum sökum og talað við vísindamennina sem þar starfa. Það eru ekki margir sem vita að rannsóknarstöðin var byggð sem samstarfsverkefni Frakklands og Kína eftir SARS-faraldurinn 2002, einmitt til að Kínverjar ættu réttu tæknina ef kæmi til annars faraldar.“ – Hvernig hefur þú upplifað veirutímann? „Þetta vírusástand er búið að vera að hrella mig lengur en flesta. Þann 19. janúar fór ég í stutt ferðalag til Tævan til að eyða kínversku áramótunum með tengdafjölskyldunni. Konan mín hafði sagt mér alveg viku áður að það væru alls konar fréttir og póstar á kínverska internetinu um veirufaraldur í Wuhan svo ég var með grímu í flugvélinni en hugsaði ekki mikið meira um það að öðru leyti. Um viku síðar hins vegar er ljóst að það er allt farið í bál og brand á meginlandinu, flugmiðanum mínum var aflýst og ég endaði á því að ílengjast í Tævan í meira en mánuð. Þetta kom alveg flatt upp á mig, ég hafði búist við því að vera aðeins fáeina daga í burtu og heima í Beijing var matur í ískápnum og óhreint tau sem fær víst enn að bíða. Ég var samt ekki einn í þessari stöðu, það voru fjölmargir útlendingar sem vinna í Kína sem fóru í ferðalag í nýársfríinu en ílengdust og gátu ekki snúið heim. Blessunarlega voru tævönsk stjórnvöld í stórfínni aðstöðu til að loka landinu og þótt það hafi gripið um sig svolítil

Á ráðstefnu með vísindamönnum í Kína.

hræðsla snemma í ferlinu var öryggið sett á oddinn og í dag eru færri sem hafa smitast í Tævan en á Íslandi þrátt fyrir að þar búi 60 sinnum fleiri. Í lok febrúar fór svo að sjá fyrir endann á þessu ástandi í Kína en þar sem ég þurfti að fara á einn af mínum reglulegum fundum í Brussel um miðja mars taldi ég best að halda mig fyrir utan hááhættusvæðið og bíða með að snúa til baka þangað til að ég hefði a.m.k. lokið þeirri ferð. Það sem ég hafði ekki reiknað með var að um miðjan mars var ástandið í Evrópu orðið alveg hræðilegt og kínversk stjórnvöld lokuðu landmærunum fyrir öllum útlendingum, jafnvel fólki eins og mér sem hefur verið

með landvistar- og dvalarleyfi þar í meira en fimm ár samfleytt. Síðan þá hef ég verið á Íslandi að beðið eftir því að Kína opni aftur. Það eru þó ákveðnar blikur á lofti að það gæti orðið bráðlega.“

Kærkominn tími með fjölskyldunni við sjóinn Haraldur segir að það hafi verið mjög kærkomið að fá að vera með fjölskyldunni í húsi þeirra við sjóinn í Sandgerði. „Það eru orðin mörg ár síðan við höfum getað verið saman svona lengi. Ég hef farið í ófáa göngutúra með mömmu og pabba og við eldum saman mat. Ég hef líkað geta fengið smá hvíld frá öllu

þessu flandri, ég hef verið að fljúga að meðaltali einu sinni í viku í yfir fimm ár, svo að geta komið sér í rútínu og unnið í rólegheitnunm heima er líka hið besta mál.“ – En þetta ástand og þín staða hefur auðvitað kallað á breytingar, er það ekki? „Á meðan ástandinu stendur höfum við breytt stefnumörkun EURAXESS fyrir 2020 og ég stjórna teyminu mínu héðan frá við að færa alla áhersluna á viðburði á netinu. Þetta hefur virkað mjög vel og maímánuður var með mestan vöxt verkefnisins frá upphafi, bæði í fjölda nýrra meðlima og þegar kemur að þátttöku þeirra sem fyrir eru.“

„Blessunarlega voru tævönsk stjórnvöld í stórfínni aðstöðu til að loka landinu og þótt það hafi gripið um sig svolítil hræðsla snemma í ferlinu var öryggið sett á oddinn og í dag eru færri sem hafa smitast í Tævan en á Íslandi þrátt fyrir að þar búi 60 sinnum fleiri.“


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Halldór horfir til hafsins við Selatanga.

Skálað meðt borgarstjóra í Zhengzhou, í Henan héraði í Kína. Október 2019.

„Ég hef tekið nokkra erlenda vini til að skoða sig um á Reykjanesi þegar ég hef haft tök á. Ég fer með þeim út á Garðskaga og svo Ósabotnaleið suður Reykjanesið. Það er margt að sjá á leiðinni. Mörgum útlendingum finnst einstakt að komast í svo náin tengsl við náttúruna.“

„Svipmyndir frá sjónvarpsviðtali sem ég fór í hjá ríkissjónvarpi Kína til að tala um Svartholsmyndirnar sem komu út í fyrra. Apríl 2019.“ Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

„Á flugi í febrúar 2020. Það kom mér á óvart eftir að vera kominn til London hvað enginn var að taka ástandið alvarlega, en í Asíu var allt í hers höndum.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

Á ráðstefnu með ungum vísindamönnum í Wenzhou, Zhejiang héraði í Kína í október 2019.

Með Jean-Eric Paquet, aðalframkvæmdastjóra Rannsókna og Nýsköpunar hjá Evrópsambandinu að sýna honum nýsköpunarmiðstöðina Zhongguancun í Beijing. Desember 2018. – Nafn: Halldór Berg Harðarson. – Árgangur: 1986. – Fjölskylduhagir: Í sambúð. – Búseta: Alla jöfnu í Beijing, Kína. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Ég er sonur Harðar Kidda Lár frá Sandgerði og Vilborgu Einarsdóttur frá Keflavík. Ég ólst upp í Sandgerði og gekk í grunnskólann þar. – Starf: Yfirlandsfulltrúi EURAXESS í Kína, verkefnis á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ég er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum og háskólagráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. – Hvað er í deiglunni? Annar pakki Evrópusambandins til að styrkja rannsóknir tengdum COVID var að koma út og er opinn fyrir alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi og við erum að reyna sjá til þess að kínversk vísindateymi í sömu rannsóknum séu meðvituð um það. – Grunnskólaárin: Ég var fyrirmyndarnemandi, mér tókst til dæmis að vinna stærðfræðikeppnina á Suðurnesjum þegar ég var í 9. bekk og ég útskrifaðist sem dúx í flestum fögum frá Grunnskóla Sandgerðis 2002. Páll Ketilsson pket@vf.is

– Framhaldsskólaárin: Ég tók rútuna á hverjum degi svo ég gæti stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík og kynntist þar fólki og hugmyndum sem hafa hjálpað mér alveg síðan þá. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var átta ára var ég ákveðinn í því að verða uppfinningamaður. Í framhaldsskóla fór ég á mjög stranga raunvísindabraut og var ákveðinn í því að verða verkfræðingur. Í MR áttaði ég mig hins vegar á því að þótt ég væri mjög góður í hörðu vísindunum þá var ég á sama tíma betri en hinir raunvísindakrakkarnir þegar kom að félagsvísindum og tungumálum. Ég söðlaði því um völl og í dag vinn ég með uppfinningamönnum, hjálpa þeim að tengjast og finna verkefni. – Fyrsti bílinn: Það var notuð Toyota Carina sem mér tókst að keyra sem nemur langleiðinni til tunglsins áður en ég varð að farga henni. Í dag nota ég mest Uber eða almenningssamgöngur þegar ég ferðast um Beijing og á engan bíl. Ég á hins vegar fínasta rafmagnsmótórhjól sem ég gríp í ef ég vil keyra sjálfur. – Hvernig slakarðu á? Á undanförnum árum þykir mér besta leiðin til að slaka á að setja gott hlaðvarp á og fara í ræktina. – Uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 17 ára: Bítlarnir, ég hlustaði aftur og aftur á allar plöturnar þeirra og vissi allt um þá. Bítlaæðið hefur aðeins sjatnað með árunum og í dag hlusta

ég mest á raftónlist og alls konar djass. – Leikurðu á hljóðfæri? Ég hef æft gítar án stopps síðan ég var átta ára og hef tekið það hljóðfæri með mér um allan heim. Ég spila bæði klassíska, spænska gítartónlist og svo strömma ég alls konar popptónlist, oft tengdan í looper til að hlaða aðeins ofan á það sem ég er að gera. – Sjónvarp eða lestur bóka: Ég hef alltaf verið mikill lestrarhestur en lítið fyrir það að velja mér uppáhalds- eitt eða neitt. Ég get samt mælt með bókum sem ég held að eigi erindi við marga, til dæmis finnst mér bókin Sapiens eftir Yuval Harari alveg frábær. Ég held að hún sé kominn út á íslensku í dag enda toppaði hún vinsældarlistana í langan tíma. – Hvernig er eggið best? Hrært og silkimjúkt, með flögusalti á súrdeigsbrauðssneið, eða sætt teegg, linsoðið í japönsku ramen. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var mjög lítill lenti ég í mjög alvarlegu bílslysi í blindbyl á Reykjanesbrautinni. Ég fór í stóra aðgerð og er með stórt ör eftir kviðnum enn þann dag í dag. Ég man eftir hinu og þessu frá endurhæfingunni og stundum finnst mér eins og ég muni eftir deginum sem slysið varð – þótt það sé jafn líklegt að það séu falskar minningar byggðar á seinni tíma samtölum sem aðeins eldra barn. – Hvert ferðu í sumarfrí? Ætli dvölin á Íslandi þessa daganna muni ekki teljast sem „sumarfríið“

mitt. Um leið og tækifæri gefst mun ég snúa aftur til Beijing. Ég hef á tilfinningunni að það eigi önnur veirubylgja eftir að ganga yfir aftur í haust og ég vil vera Kínamegin á þeim tímapunkti svo ég geti sinnt almennilega starfinu mínu. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég hef tekið nokkra erlenda vini til að skoða sig um á Reykjanesi þegar ég hef haft tök á. Ég fer með þeim út á Garðskaga og svo Ósabotnaleið suður Reykjanesið. Það er margt að sjá á leiðinni. Við förum í gegnum Sandgerði og Hvalsnes sem mér finnst vera eitt fallegast kirkjustæði á landinu. Það er auðvelt að ganga út í Básenda og Stafnes, og halda svo áfram, kíkja við í brúnni á milli heimsálfa, út á Reykjanesvita, Gunnuhver og svo framvegis. Ég ólst upp við eggjaleit svo ef þeir koma á vorin þá fer maður í heiðina og reynir að finna egg og ef maður kemur að hausti þá reyni ég að finna gott berjaland. Mörgum útlendingum finnst einstakt að komast í svo náin tengsl við náttúruna. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... Ég myndi fljúga til Tævan svo ég geti verið með kærustunni aðeins fyrr. Ef allt væri með eðlilegum hætti myndi ég líklega beina flugvélinni eitthvert sem ég hef aldrei komið áður. Kannski Íran eða Brasilíu. Ég á vini á báðum stöðum sem ég vildi gjarnan heimsækja.

„Ég hef á tilfinningunni að það eigi önnur veirubylgja eftir að ganga yfir aftur í haust og ég vil vera Kínamegin á þeim tímapunkti svo ég geti sinnt almennilega starfinu mínu.“


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur drush l o G e h t r e t : Af Neal Young sérstakur Neil Young- n

Joni Mitchell: B lue

din ei neinn g fannst röd o i r Ég var aldr g n y r a þessa egar ég v egar ég fékk aðdáandi þ þ n e g le in t fattleið á hana fyrs i ð ta hans frekar s lu h g Þarna urnar o snillingur. l plötu í hend il ik m r e Can hann g Only Love o y aði ég hvað h W e M ka og Tell ík í dag en lí s s la k eru lög eins u r e sem Heart sem llegasta lag fa t Break Your it e r e m ði irds se gar ég heyr e Þ t. r y lög eins og B e h m urn tímann anum mínu r a il p ég hef nokk s la is e í ferðag varð ég Birds fyrst, n hér í den, o d n o L í lda, t s arle ni í því einfa in ð í neðanjarð r u g fe r mínum rvot yfi fullkomið í eiginlega tá a g le in ig e r u og sál að e stemmning f a litla lagi. Þ ll fu r e aldrei si plata alla daga og eyrum. Þes a n a h á ð ta lus og ég gæti h henni. á fengið leið

Þessi plata er n áttúrlega bara m eistaraverk frá fyrstu nótu til þeirrar síðust u. Joni er einn allra besti lagah öfundur sem til er og hvernig hún semur á sv o opin, hráan og einlægan hátt snertir við man ni á djúpstæðan hátt. Ég man alltaf þegar ég h lustaði á þessa plötu fyrst. Ég var svo hissa á hvað hún var viðkvæm en svakalega sterk á sama tíma og þá uppgvötvaði ég að það er hæ gt að vera bæði og það má líka í tónlist. Lög ein s og River og Cas e of You eru gæsahúðalög – ei nföld, einlæg en beinskeitt og söngurinn er sv o flottur og næm ur að maður getur ekki annað en dáðst að þess um endalausu hæfileikum sem Joni býr yfir. S em sagt snilld frá A til Ö.

The Beatles: White Album

Ég er mikill Bítlaaðdáandi eins og foreldar mínir og ólst upp við að hlusta á þá en þessi plata er eithvað annað. Þegar maður hlustar á Hvíta albúmið þá fer maður á tryllt ferðalag með Bítlunum um þeirra hugarheima og þeirra frábæru lagasmíðar, svo ólíkar og skemmtilegar. Það er allt frá lögum eins og Blackbird yfir í Happiness is a Warm Gun. Það er allt þarna rólegt, tryllt, skrítið. fallegt, fyndið, sorglegt og þessi tvöfalda plata lætur mér líða eins og ég sé að fá innsýn inn í þeirra heim og fái að vera með þeim í partíi í smá stund. Það er góður staður til að dvelja á! Þetta er uppáhalds-Bítlaplatan mín en ég verð að segja að það var mjög erfitt að velja á milli!

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Ride: Nowhere

Þessi plata með bresku Showgaze-hljómsveitinni Ride breytti lífi mínu sem unglingur. Þarna kom saman allt sem ég vissi ekki að ég þyrfti í mínu lífi fyrr en ég heyrði þessa plötu! Þessi plata er vanmetið meistaraverk þar sem nýbylgjugítarrokk mætir melódískri draumsýn. Alger snilld. Lagið Dreams Burn Down er með eitt flottasta trommuintró sem nokkurntímann hefur heyrst og ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri það. Lagið Vapour Trail er orðið einskonar indí-klassík með sinni bjartsýnu melodíu og stengjakvartett í lokin. Öll lögin eru flott og þessi plata eldist mjög vel. Hún sýndi mér inn í annan heim þar sem krakkar spiluðu í hljómsveitum og breyttu heiminum og ég vildi vera með í því.

dur og of Love s d r lagahöfun n æ u b o á fr H r g : e h lv Kate Bus þá finnst mér Kate Bush saem semja tónlist því húnfrheáfu

r rli Joni d fyrir konu órn á sínu listræna fe n y Eins og með m ir r fy ilvæg lla stj erk og öll ótrúlega mik r eigin leiðir og haft fu lega heilstæð og flott v öðrum ú sína ólíkan öllum s er alveg ótr alltaf farið im ta e la h p ð i ó s lj s h e lög ein nda. Þ þarna byrjun til e ate skapar ýn. Það eru s K . g u o r ín a s n ir n r e a fy rk h u með flott r ty e s m ir e r s fy y t k lögin stand k S r nnur svo ste loudbusting og The Big er titillag plötunnar og maður fi C ld l, a il h jum, itt uppá Up that H með streng afa út en m im h e og Running h ið ð m ó o lj k h r r betra m a um se g það verðu o n upp snilld ú ið h g ir ari popplög la g g m y u b i ast í gegn ove. Þar g og ögrand le m u fr a Hounds of L öddum. Spennan magn g . Ótrúle gr g rödd Kate o ta x trommum o te m u ð frábær og betra me nilld. plata. Tær s


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41

Elízu Geirsdóttur Newman lja bara fimm „Það er nær ómögulegt að ve vega fimm uppála al u er ð Þa r. tu lö sp ld ha uppá istar­tímabil sem haldsplötur fyrir hvert tónl nlist og plötur fylgja Tó . um gn ge í ur ng ge ur að m ann svo sterkt m ja ng te og ið líf um gn ge í manni tilfinningar. við alls konar minningar og i 50 sem gætu sk nn ka im þe af m fim u er Hér a Geirsdóttir komist á listann,“ segir Elíz rfréttir. Newman í samtali við Víku


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vaknaðu Nýtt lag frá Elízu Newman Þann 30. maí 2020 kom út nýtt lag með Elíza Newman sem kallast Vaknaðu. Lagið er fyrsta útgáfa Elízu í þrjú ár og gefur smjörþefinn af því sem koma skal. Elíza er á fullu að klára nýja plötu um þessar mundir sem verður hennar fimmta sólóbreiðskífa á ferlinum. Lagið er frískandi vonar- og sumarlag sem ætti að koma örgustu fýlupúkum í einhvers konar stuð! Vaknaðu er samið af Elízu en um upptökustjórn sá Gísli Kjaran Kristjánsson í Stererohóli í Höfnum á Reykjanesi. Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður, bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni og samið allt frá pönki til óperu og Eurovisionlaga með smá stoppi á Eyjafjallajökli! Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/ Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinavia og fjórar sólóplötur til þessa sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda, bæði heima og erlendis, og hlaut síðasta breiðskífa Elízu, Straumshvörf, m.a. tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, sem plata ársins og lag ársins.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Lagið Vaknaðu er aðgengilegt á streymisveitum Spotify og Soundcloud. Til að hlusta á lagið smelltu á merki streymisveitnanna.


TIL HA MIN G J U ME Ð D A G I NN

SJ Ó ME N N


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þrálátar ranghugmyndir þingkonu Það er margt bullið sem slengt er fram um ferðaþjónustu reglulega. Oftast er það ekki svara vert. En þegar kjörinn fulltrúi og þingflokksformaður Samfylkingarinnar reiðir til höggs og skellir blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins, þá get ég ekki á mér setið. Sérstaklega ekki þegar atvinnugreinin er nú á hnjánum vegna óviðráðanlegra orsaka, starfsmenn hennar flestir á hlutabótum eða með uppsagnarbréfið í vasanum. Afkoma þessa fólks og fjölskyldna þeirra næstu mánuði og ár er óviss. Á dögunum birti þessi kjörni fulltrúi og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftirfarandi á Facebook síðu sinni: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki”. En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Oddný Harðardóttir opinberar með þessu innleggi sínu bæði óvild í garð ferðaþjónustu, vanþekkingu og rangfærslur.

Ferðaþjónustan dró vagninn Kannski er best að byrja á að benda þingflokksformanninum á að ferðaþjónusta spratt ekki upp úr engu árið 2010. Áratugina á undan, hafði átt sér stað öflugt frumkvöðla- og nýsköpunarstarf og fjárfesting - í mannauði, tækjum, húsum, búnaði og ekki síst í markaðsstarfi. Opinbert markmið var alltaf að auka hlut Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

ferðaþjónustunnar í útflutningstekjum svo um munaði, en aðstæður til þess sköpuðust ekki fyrr en eftir fjármálahrunið, ókeypis alþjóðlegu umfjöllunina og auglýsingaherferðina í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli. Í uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin áratug hefur frumkvöðlastarfsemin og nýsköpunin haldið stöðugt áfram og sér ekki fyrir endann á því. Sem betur fer. Það var ferðaþjónustan, sem dró þjóðina upp úr djúpum, efnahagslegum öldudal eftirhrunsáranna, var aflgjafi hagvaxtar og atvinnusköpunar. Hún var grunnurinn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar njóta í dag. Ferðaþjónusta varð sjálfsprottinn byggðaaðgerð í leiðinni og tókst það sem stjórnmála- og embættismönnum hafði mistekist í áratugi áður - að renna stoðum undir búsetu fólks á köldum svæðum, hringinn í kringum landið.

Ferðaþjónusta þarf að vera samkeppnishæf Ferðaþjónusta hefur að mestu byggst upp á einkaframtaki. Að stærstum

hluta erum við að tala um lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki, sem sjá eigendum sínum og öðrum fyrir lífsviðurværi. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa ekki fengið neinar niðurgreiðslur eða skattafslætti. Líklega er Oddný að vísa til þess að ekki eru allar greinar innan ferðaþjónustu í hæsta virðisaukaskattsþrepi. Það er í augum sumra ígildi skattaafsláttar. Ástæðan er hins vegar sú, að í ferðaþjónustu þarf að huga að alþjóðlegri samkeppnishæfni og stundum er það nú bara þannig, að lægri skattar á neytendur og fyrirtæki þýða hærri tekjur fyrir alla þegar upp er staðið. En til þess að skilja það, þarf maður sennilega sjálfur að hafa stundað atvinnurekstur en ekki bara tala um hann.

Að vita, skilja og tileinka sér Ég ráðlegg þingflokksformanninum að skoða aðrar atvinnugreinar en ferðaþjónustu til að finna mjög afgerandi dæmi um skattaafslætti, ívilnanir og niðurgreiðslur. Þá má benda fjármálaráherranum fyrrverandi að allar skapandi greinar

Ferðaþjónusta hefur að mestu byggst upp á einkaframtaki. Að stærstum hluta erum við að tala um lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki, sem sjá eigendum sínum og öðrum fyrir lífsviðurværi ...


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

Úr dagbók lögreglunnar:

Viðurkenndi sölu á hlaupböngsum sem innihéldu fíkniefni Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni íslenskan karlmann á fimmtugsaldri vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. Maðurinn játaði sök. Eins og greint var frá í síðasta mánuði á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum veiktust tvær unglingsstúlkur hastarlega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Hið meinta sælgæti höfðu þær þegið af ungum manni sem hafði keypt það af eldri manni.

eru utan virðisaukaskattskerfisins. Er hún að leggja til að skapandi greinar fari inn í virðisaukaskattskerfið og hætti að njóta „skattastyrkja“ eins og hún talar um? Skapandi greinar hér á landi líkt og ferðaþjónustan eiga í harðri samkeppni á heimsvísu og því þarf að gæta að samkeppnishæfni þessara greina. Þetta á nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að vita, skilja og tileinka sér. Annað er óboðlegt.

Fjárfest til framtíðar Oddný fullyrðir að vöxtur ferðaþjónustu hafi heilt yfir verið ósjálfbær. Þar er ég henni algjörlega ósammála. Fjárfestingar í ferðaþjónustu hafa verið gerðar með tilliti til framtíðarvaxtarmöguleika. Á mjög eðlilegum forsendum - enda var þar til í mars á þessu ári, ekkert sem benti til annars en að ferðaþjónusta héldi áfram að vera burðarás í verðmætasköpun á Íslandi til framtíðar. Í raun hefur kórónuveirufaraldurinn ekki breytt þeim forsendum að neinu leyti - það er ekkert sem bendir til annars, en að ferðaþjónusta í heiminum taki upp þráðinn þar sem frá var horfið, um leið og aðstæður skapast.

Mikil nýsköpun á sér stað í ferðaþjónustu Þingflokksformaðurinn vill taka aðra stefnu og renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Efla nýsköpun á öllum sviðum, tækniþróun og skapandi greinar. Það eru allir sammála um að það sé skynsamlegt. Meira að segja svo skynsamlegt, að þetta er orðið að hálfgerðri „möntru“, sem hver étur upp eftir öðrum og oft hefur maður á tilfinningunni að fólk viti ekki almennilega um hvað það er að tala. Hafa þarf að hafa í huga að nýsköpun og tækni-

þróun er stunduð í miklum mæli nú þegar, meðal annars í ferðaþjónustu í stórum stíl. Það vita líka allir sem eru í alvöru að stunda nýsköpun og tækniþróun (og tala ekki bara um það) að hún kostar tíma og fjármuni. Tíma sem við eigum ekki til núna og því fullkomlega óraunhæft að stóla á „eitthvað nýtt“, við endurreisn hagkerfisins til skamms tíma. Ekki geri ég ráð fyrir að Oddný sé sátt við um 16% atvinnuleysi í Suðurkjördæmi eða hátt í 20% atvinnuleysi á sínum heimaslóðum – Suðurnesjum – til langs tíma. Ekki ætlar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar að setja alla í tækniþróun og nýsköpunarverkefni, eða hvað?

Á bak við fyrirtækin er fólk Oddný segir í lok dæmalausrar færslu sinnar að nú sé ekki rétti tíminn „í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja“ að segja „sagði ég ekki“ - en hún gerir það nú samt. Hvað sagði hún? Að heimsfaraldur myndi á einhverjum tímapunkti kippa fótunum undan ferðaþjónustu og það væri í raun eðlilegt, þar sem hún var svo ósjálfbær? Ég ráðlegg þingflokksformanninum að hafa í huga að á bakvið fyrirtækin sem nú berjast í bökkum er venjulegt fólk, sem á afkomu sína algjörlega undir því að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á nýjan leik. Fólk, sem oft hefur lagt allt sitt undir við að byggja upp sín fyrirtæki og skapað um leið atvinnu fyrir aðra og skatttekjur fyrir samfélagið. Nú er ekki rétti tíminn til að koma með hrokafullar, ómaklegar og ósmekklegar yfirlýsingar. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Lögreglan gerði húsleit hjá manninum, sem handtekinn var, að fenginni heimild. Þar fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu, þar á meðal á hlaupböngsum. Maðurinn játaði að hafa framleitt fíkniefni og selt þau um skeið. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála. Rannsókn málsins er á lokastigi.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: www.facebook.com/lss.abending/

Kvaðst hafa fundið tvo poka með fíkniefnum

Verðmætum stolið úr bílaleigubílum

Tveir ökumenn sem lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið úr umferð á undanförnum dögum vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndust hafa fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra kvaðst hafa fundið fíkniefnin sem voru í tveimur pokum og var hann að auki án ökuréttinda. Einn ökumaður til viðbótar var svo handtekinn, einnig grunaður um fíkniefnaakstur.

Borið hefur á því að undanförnu að farið hafi verið inn í bílaleigubíla í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og greipar látnar sópa. Dýrum tækjabúnaði hefur verið stolið úr bílunum, svo sem myndavélum í framrúðu, vélartölvum, útvörpum og miðstöðvum. Einnig eru dæmi um að ljósabúnaður hafi verið fjarlægður af þeim. Nú síðast um helgina var öllum fjórum hjólbörðunum stolið undan bílaleigubíl. Lögregla vill beina þeim tilmælum til forráðamanna bílaleiga að ganga vel og tryggilega frá bifreiðum sem eigu eða umsjá þeirra og geyma þær ekki á fáförnum stöðum.

Kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum kannabisræktun í íbúðarhúsnæði. Ræktunin var í tveimur tjöldum í svefnherbergjum, á annað hundrað plöntur samtals. Í öðru húsnæði, sem lögregla gerði einnig húsleit í að fenginni heimild, fundust svo fáeinar plöntur til viðbótar. Sami einstaklingurinn stóð fyrir ræktuninni á báðum stöðum. Lögregla fjarlægði bæði plöntur og ræktunartól til eyðingar. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lögregla stöðvar umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu.

150 þúsund í sekt fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur og mældist sá sem hraðast ók á 144 km hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hans bíður 150 þúsunda króna fjársekt. Þá er enn verið að hafa afskipti af ökumönnum sem aka á negldum hjólbörðum eða eru á ótryggðum eða óskoðuðum bifreiðum.

Undir áhrifum á 203 km hraða Erlendur ökumaður, sem mældist á 203 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km, á Reykjanesbraut í vikunni sem leið, var einnig grunaður um ölvunarakstur. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og var gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir brot sín. Tíu ökumenn til viðbótar voru staðnir að hraðakstri. Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem ók sviptur ökuréttindum með barn í bílnum. Nokkur umferðalagabrot til viðbótar voru skráð í síðustu viku. Tveir óku á negldum dekkjum, einn var grunaður um fíkniefnaakstur og skráningarnúmer voru fjarlægð af tveimur bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fyrstir í mark voru þeir Guðmundur Daði Guðlaugsson, starfsmaður í Fríhöfninni, og Börkur Þórðarson, starfsmaður viðhaldsdeildar.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Fjörutíu í flugbrautar hlaupi Fjörutíu starfsmenn Isavia tóku þátt í flugbrautar-hlaupinu, um 5 km. leið á norður-suður flugbraut á Keflavíkurflugvelli síðasta miðvikudag. Hlaupið var lokahnykkurinn í Hreyfileikum Isavia sem stóð í fjórar vikur en þeir hófust 14. maí síðastliðinn. Starfsmenn skiptu sér í lið og skráðu alla hreyfingu á tímabilinu. Lokaspretturinn var flugbrautarhlaupið en mjög góð þátttaka var í Hreyfileikunum.

Starfsmenn Isavia sem Víkurfréttir töluðu við voru í skýjunum með hlaupið en þessi hugmynd, að hlaupa á einni af flugbrautum Keflavíkurflugvallar hefur verið lengi í umræðunni hjá þeim. Nú varð það að veruleika þar sem mjög rólegt er á flugvellinum og flugumferð í sögulegu lámarki.


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Símar voru á lofti að loknu draumahlaupi. Bílar slökkviliðsins voru á brautinni eins og þegar flugvélar lenda.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

Fjörutíu í flugbrautar hlaupi

Stemmningin var góð hjá hlaupurum. Hér kemur Suðurnesjakonan Sigrún Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, í mark.

Aldrei fyrr hefur verið hlaupið á flugbraut á Keflavíkurflugvelli.

Páll Ketilsson pket@vf.is


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Dæmin eru um vörur unnar úr fiskafurðum, í matvælaiðnaði, snyrtivöruframleiðslu, í ferðaþjónustu og svo mætti lengi telja ...

Atvinnusköpun á óvissutímum Á þessum alvarlegu óvissutímum, þegar bregðast þarf snöggt við bráðavanda, er hollt að gefa sér tíma til að líta upp og horfa til framtíðar. Líta upp og koma auga á tækifærin sem bíða og lausnir sem færa þau nær okkur. Á þessum alvarlegu óvissutímum er þó eitt víst. Það verður að renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Ferðaþjónustan verður örugglega áfram í stóru hlutverki en fleira þarf að koma til. Nýsköpun er lykilhugtak og grundvallaratriði fyrir sjálfstæða þjóð sem einsetur sér að efla velferð og skapa fólki lífsskilyrði á borð við það sem best þekkist meðal þjóða. Ný verkefni, ný viðfangsefni bíða og tækni fleygir fram. Fjórða iðnbyltingin er hafin og með henni verða stórfelldar samfélagsbreytingar á næstu árum og áratugum. Það eru margir spennandi hlutir að gerast á þessu sviði á Íslandi. Sprotar eru við það að skjóta rótum og ef þeir fá góðan jarðveg og ná að festa rætur munu þeir gefa vel af sér. Það eru reyndar til fyrirtæki sem náð hafa þessari nauðsynlegu rótfestu, eru fyrirmyndir á þessu sviði og orðin burðug, öflug og skipta miklu máli í íslensku atvinnulífi. Þetta eru þróuð hátæknifyrirtæki sem hafa haslað sér völl á alþjóðamörkuðum. Við þurfum að skapa jarðveg fyrir fleiri fyrirtæki sem geta boðið í framtíðinni vellaunuð störf. Störf sem reyna á menntun og þá þekkingu sem býr meðal þjóðarinnar.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Möguleikar landsbyggðarinnar Nýsköpunin á landsbyggðinni er mikilvæg en á sama tíma brothætt og það er sjálfstætt áhyggjuefni. Á Alþingi er jafnan rætt um að nýsköpun eigi að raða framarlega á forgangslistum en aldrei eins og nú. Þessa dagana er fjallað um lagabreytingar og ýmis jákvæð atriði sem lúta að nýsköpunarfyrirtækjum sem þverpólitísk sátt er um. Umsóknir og úthlutanir til nýrra verkefna koma þó nær allar frá höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðirnar verða að koma þar sterkari inn. Margir þar búa yfir góðum hugmyndum en þurfa hvatningu og stuðning til að komst af stað, þróa hugmyndir og móta og koma í framkvæmanlegt ferli. Áhuga og færni skortir ekki og þekking býr um land allt. Í Suðurkjördæmi eru mörg dæmi um stór og smá nýsköpunarverkefni sem hafa skapað verðmæti og störf. Dæmin eru um vörur unnar úr fiskafurðum, í matvælaiðnaði, snyrtivöruframleiðslu, í ferðaþjónustu og svo mætti lengi telja. Löggjafinn á að skapa almennar forsendur til að nýsköpun fái að dafna en það þarf að taka sérstakt tillit til aðstæðna þar sem fjarlægðir eru talsverðar og kostnaðarsamt að afla aðfanga og koma þeim sömu leið á markað. Flutningsjöfnun, bæði á aðföngum og eldsneyti, er því ein af forsendunum. Þar sem nýsköpun byggist á hugviti og rafrænum lausnum, þá skipta þessir þættir líka máli en vissulega í minna mæli.

COVID-19aðgerðarpakkar Í aðgerðarpökkum vegna COVID-19 er fjármunum veitt til nýsköpunar, þróunar og til skapandi greina. Það er gott svo langt sem það nær en það þarf að gera enn betur. Þetta eru atriði sem auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að takast á við afleiðingar COVID-veirufaraldursins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta eru hins vegar bara aðgerðir til bráðabirgða en ekki til frambúðar. Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki búa við of mikla óvissu og það er erfitt fyrir mörg þeirra að gera lengri tíma áætlanir um þróun og vöxt. Þegar fyrirtæki horfast í augu við versnandi efnahag á meðan heimsfaraldurinn gengur yfir, gæti verið freistandi að skera niður rannsóknarverkefni innan fyrirtækjanna. Ríkið þarf að vinna gegn þessu með öflugum styrkjum og hvatningu til enn meiri rannsókna, þróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.


TIL HA MIN G J U ME Ð D A G I NN

S J Ó ME N N


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Opnun sumarsýninga í Duus Safnahúsum Sumardagskrá Duus Safnahúsa hefst með opnun fjögurra nýrra sýninga næstkomandi föstudag. Þess má geta að ókeypis aðgangur verður í söfn Reykjanesbæjar í júní, júlí og ágúst.

Sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar: Fólkið í kaupstaðnum

Hlustað á hafið

Á sýningunni gefur að líta sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar með sérstakri áherslu á ljósmyndir Heimis Stígssonar og Jóns Tómassonar. Þema sýningarinnar er fólk og mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994. Sýningin er jafnframt tileinkuð nýjum ljósmyndavef Byggðasafns Reykjanesbæjar, reykjanesmyndir.is, sem verður opnaður við þetta tilefni.

Sýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið umhverfis Reykjanesið. Íbúar þessa svæðis áttu allt sitt undir hafinu og því sem sjórinn gaf. Undir yfirborðinu var gullkistan sem sjómenn sóttu lífsviðurværið í, án auðugra fiskimiða nærri landi hefði svæðið trauðla haldist í byggð. En sóknin á árabátum gat orðið varasöm, ekki síst þegar róið var á vetrarvertíð. Þá urðu formenn bátanna að hlusta á hafið á myrkum morgnum til að meta hvort óhætt væri að róa. Sýningunni er ætlað að veita gestum innsýn í þann heim sem forfeður okkar áttu með hafinu, sem stundum var blítt og létt en kannski oftar úfið og krafðist reglulega mannfórna. Sýningarsalur: Gryfjan.

Sýningar Listasafns Reykjanesbæjar: Af hug og hjarta Haraldur Karlsson

Gerðið Steingrímur Eyfjörð

Á sýningunni Af hug og hjarta er að finna tilraunakennd vídeóverk eftir Harald Karlsson. Frá árinu 2014 hefur Haraldur verið að vinna verk í vídeó sem byggja á segulómmyndum af heila og hann kallar einfaldlega Heili (Brain). Vísindin vita ennþá lítið um heilann en segulómyndirnar eru hluti af vísindarannsókn sem miðar af því að öðlast betri þekkingu á starfsemi heilans og þroska hans. Í gegnum segulómyndirnar hefur Haraldur haldið í sinn eigin listræna könnunarleiðangur um myndefnið þar sem hann nýtir sér myndvinnsluforrit til að ferðast um óþekkt svæði og teikna upp mynstur, brautir og efnahvörf. Nýverið áskotnuðust honum einnig segulómyndir af hjarta sem hann notar á sama hátt og birtast í þessari sýningu með myndum af heilanum. Hluti af innsetningunni í Listasafni Reykjanesbæjar byggir einnig á óhlutbundnu myndefni sem fjallar um sama viðfangsefni en eru unnið beint í myndvinnsluforrit. Verkið er langtímaverkefni, gert í beinu framhaldi af Litla sólkerfinu (2000–2022).

Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) hóf að starfa í myndlist á áttunda áratug síðustu aldar, hann hefur unnið með fjölbreytta miðla og ólík viðfangsefni m.a. menningararfleið Íslendinga, þjóðsögur og hjátrú. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 með verkið Lóan er komin sem samanstendur af þrettán sjálfstæðum verkum og þar á meðal er Gerðið sem sýnt er á Listasafni Reykjanesbæjar. Gerðið er innsetning og lýsir ferli listamannsins þar sem hann nær tengslum við huldumann í gegnum miðil. Verkið er smíðað eftir leiðbeiningum huldumannsins og kaupir Steingrímur einnig af honum huldukind til þess að sýna í gerðinu. Áhorfandinn stendur því gagnvart nútíma álfasögu þar sem hann þarf að ákveða hverju hann vilji trúa.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


HELGIN BYRJAR Í NÆSTU NETTÓ! Lambainnralæri Fyllt

-30%

2.589 ÁÐUR: 3.699 KR/KG

-32%

KR/KG

-48%

ÁÐUR: 1.599 KR/PK

KR/PK

Mini hamborgarar 8x30 gr m/brauði KR/PK ÁÐUR: 1.399 KR/PK

Heilsuvara vikunnar!

1.049 ÁÐUR: 1.399 KR/PK

KR/PK

-51%

1.091

-25%

Oumph! The Banger 300 gr

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

1.971

ÓDÝRT LAMBAKJÖT Á GRILLIÐ UM HELGINA!

-20%

1.279

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

1.195

-22%

Kókos karrýsúpa með gulrótum

Bleikjuflök með roði Sjávarkistan

Lambalærvöðvi í hvítlaukspipar marineringu

NOW D-Vítamín 120 töflur

959

-40%

KR/PK ÁÐUR: 1.599 KR/PK

Lambagrillkjöt í original marineringu

882

KR/KG ÁÐUR: 1.799 KR/KG

LÆKKAÐ VERÐ!

-30% Apríkósur 300 gr Nektarínur 500 gr Ferskjur 500 gr

321

KR/PK ÁÐUR: 459 KR/PK

Tilboðin gilda 4. - 7. júní

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Veit ekki enn hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór Lögmaðurinn Jóhannes Albert Kristbjörnsson gerði garðinn frægan með körfuboltaliði Njarðvíkur fyrir „nokkrum“ árum síðan – hann keppist nú við að ala upp foreldra sína og systkini þó uppskeran sé rýr. Hann vonast til að verða börnum sínum góð fyrirmynd.

– Nafn: Jóhannes Albert Kristbjörnsson. – Árgangur: 1965. – Fjölskylduhagir: Í hjúskap með Guðrúnu Sigríði Jóhannesdóttur og á með henni börnin Ásdís Hjálmrós (2004) og Jóa Krissa (2007). Á börnin Auði Indíönu (1988) og Axel Sölva (1990) með Matthildi Gunnarsdóttur og ól Elísabetu Lovísu Björnsdóttur (1981) upp frá fjögurra ára aldri til átján ára aldurs. Keppist nú við að ala upp foreldra mína og systkin, við lítinn árangur! – Búseta: Melavegur 3 í Njarðvík. – Hverra manna ertu og hvar upp alin: Faðir minn er Kristbjörn Albertsson (1944) sem er af Króksætt í Árnessýslu. Hann kenndi við góðan orðstír í Njarðvíkurskóla í áratugi og var einn af frumkvöðlum dómgæslu í körfuknattleik á Íslandi, m.a. fyrsti íslenski dómarinn með alþjóðleg réttindi. Mamma er Marta Ólína Jensdóttir (1948) sem líka var kennari, lengst um í Kópavogi. Hún á ættir að rekja til Stykkishólms og Austfjarða auk þess sem við eigum fjölda ættingja í Grundavík. Foreldrar mínir eru og voru fádæma skipulagðir og agaðir. Dæmi um það er að ég er fæddur á sjötíu ára afmæli föðurafa míns og Jens bróðir minn er fæddur sjö árum síðar, á sextíu ára afmæli móðurafans. Ég ólst upp að mestu í Njarðvíkunum en á afar góðar minningar frá ömmu Ásdísi og afa Jens í Hvammi í Höfnum. Ég á eiginlega flestar bestu minningarnar af frelsinu í fjörunni í Höfnunum. Ég hef búið í Pennsylvania í USA, Breiðholtinu í Reykjavík og í Grindavík en það voru í sjálfu sér skammvinnar dvalir og ég lít á mig sem Suðurnesjamann í húð og hár.

– Starf/nám: Starfaði við alls konar fiskvinnslu-, bygginga- og verslunarstörf sem pjakkur. Hóf störf í lögreglunni 1986, þá tvítugur. Útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins 1993 og starfaði samtals í fimmtán ár í lögreglunni en hætti 2007. Hætti reglulega í lögreglunni en byrjaði alltaf aftur. Starfaði sem blaðamaður á Víkurfréttum á einu „hættutímabilinu“ úr lögreglunni en félagarnir þar höfðu á orði að í hvert skipti sem ég hætti þá hækkuðu launin hjá þeim. Starfaði einnig sem forritari hjá Softa í öðru hléi. Hætti endanlega þegar ég fór í laganám í Háskólanum í Reykjavík. Útskrifaðist þar 2012 og þótti svo eftirsóknarverður til starfa að ég stofnaði Lögmannsstofu Reykjaness um leið og lögmannsréttindin Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

fengust 2013. Hef rekið hana síðan og er með skrifstofu á Hafnargötu 35 í Keflavík. Reyni að hafa gaman að hverju því verkefni sem inn á borð til mín ratar þó stundum séu málin snúin og leiðinleg. – Hvað er í deiglunni? Ásdís Hjálmrós okkar er að útskrifast frá Njarðvíkurskóla á næstu dögum og er jafnframt komin í ökunám hjá Krissa Geirs. COVID-19 breytti aldeilis öllum plönum flestra en við Íslendingar vorum afburða heppnir með krísustjórnendur að þessu sinni. Þessi líka óagaða og uppreisnargjarna þjóð hvers frambærilegast einstaklingur er taugalæknir með stáltaugar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að bursta í körfubolta. Ég er svo mikill „team-Kári“-maður

að ég myndi eflaust leyfa honum að vinna, bara til að svekkja Grím Atlason og Svavar Vignisson, sem báðir trúa því enn að þeir hafi bara verið óheppnir. Annars fylgjumst við fjölskyldan (ég) vel með fréttum af vondri þróun í Bandaríkjunum sem er eins og verulega vont raunveruleikasjónvarp. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Báðir foreldrarnir voru kennarar en því fylgja bæði kostir og gallar. Ég nýtti eflaust ekki mína hæfileika sem skyldi en ég kom alltaf (að eigin mati) til varnar þeim sem minna máttu sín. Ég á ekki margar minningar úr grunnskóla. Sjálfsvitundin var ekki á háu stigi. – Hvernig voru framhaldsskólaárin? Stúdentsnámið fór fram að hluta í Versló, að hluta í Ameríku og að hluta í kvöldnámi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þegar ég var orðinn fullorðinn. Skemmtilegustu námsárin voru árin í laganáminu í HR. Kynntist þar mörgum frábærum einstaklingum. Sumir kölluðu fram bros daglega á meðan ég dáðist að öðrum úr fjarlægð. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég hafði aldrei hugmynd og hef ekki enn. Vonast að mestu að ég sé börnum mínum góð fyrirmynd, standi

fyrir sanngirni og gegn klíkuskap og ofríki. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Þú meinar eftir að ég hafði tjónað bifreiðar foreldranna? Ég held það hafi verið brúnleit Mazda. – Hvernig bíl ertu á í dag? Í dag ek ég um á 2019 árgerð, rauðum Mitsubishi Outlander. Samkvæmt frúnni er ég rafmagnsofstækismaður sem kveikir aldrei á miðstöðinni, til að spara rafhleðsluna. – Hver er draumabíllinn? Svartur Toyota Yaris með skráningarnúmerinu EZMO1, þ.e.a.s frúarbíllinn. Ég vil að hún taki Fagra-Rauð en hana vantar hleðslustöð við hennar frábæra vinnustað, aðalstyrktaraðila Vals, Origo, til að það sé hagkvæmt.

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Nú langar mig að svara á tiltekinn hátt sem oft var sagt um blökkumenn í sturtuumræðum í körfunni í þá góðu gömlu daga en ég átti víst nóg af is r a Y r u r a leikföngum. Ætli Sv það hafi ekki verið reiðhjólin sem ég átti á hverjum tíma.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55

breytinguna á heiminum frá 1900 til 1930. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ekki eins og flestir. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Hafþór Júlíus Björnsson myndi aldeilis éta á sig gat þann daginn og taka eins og þúsund þriggja stiga skot.

Netspj@ll

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ég á mér engan draumakvöldverð með frægu fólki, lifandi eða látnu. Draumakvöldverður er kvöldverður sem Gunna Sigga þarf ekki að elda og draumapersónurnar væru þær sem mér þykir allra vænst um. Svona af því að það eru aðeins þrír aðilar í boði þá nefni ég engin nöfn.

– Besti ilmur sem þú finnur: Lyktin af fallegri konu, jafnast ekkert á við hana. – Hvernig slakarðu á? Þetta er raunverulegt vandamál í dag, áreitið er höfuðverkur alls staðar. Körfuboltinn var alltaf minn sálfræðingur, geðlæknir og Jónína Ben. Hef aldrei haft gaman af því að reyta arfa eða telja skrúfur. Líkamleg áreynsla er besta slökunin sem ég á í dag. – Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Bonnie Tyler og Sinead O’Connor. – Uppáhaldstónlistartímabil? Hef alltaf fagnað þögninni meira en hávaðanum í tónlist. Held að mitt uppáhaldstónlistartímabil sé að renna í garð núna – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Billie Eilish, Leonard Cohen á endurkomu og sama með Kenny Rogers. – Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Man það hreinlega ekki. Eflaust Bítlana og ABBA í bland. – Leikurðu á hljóðfæri? Hahahaha!

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Línuleg dagskrá er liðin tíð á mínu heimili. Ég gríp eina og eina seríu af Netflix. Þar er finnski þátturinn Bordertown í uppáhaldi núna en ég hika ekki við að setjast niður með syninum og horfa á Rick & Morty.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hve ég er fljótur að kenna sjálfum mér um þegar eitthvað fer úrskeiðis. Já, og hve lengi ég er að gefast upp á vonlausum verkefnum.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? – Hverju missirðu helst ekki af í Þegar fólk heldur að það sé betra sjónvarpinu? en annað fólk vegna uppruna síns, menntunar, Það er ekkert í sjónvarpinu sem ég má ekki missa af. fjölskyldu eða ríkiKleinur dæmis. – Besta kvik– Uppáhaldsmyndin: The Good, the Bad málsháttur eða and the Ugly en The tilvitnun: Shining er ekki langt Það eru ekki alltundan. af jólin. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Stephen King. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Vakna á morgnana um helgar. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Uppvask. – Hvernig er eggið best? Linsoðið.

– Hver er elsta minningin sem þú átt? Að baka kleinur með ömmu Dísu, fyrir alla þá einstöku einstaklinga sem amma tók með glöðu geði á móti daglega í Hvammi. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Í alvöru. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Að minnsta kosti ekki til ársins 2020. Að öllu gamni slepptu þá held ég að ég myndi vilja sjá með eigin augum

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Ég hef vonda tilfinningu fyrir stefnu heimsmála. Ég er þó samt fullur jákvæðni yfir því hve Ísland hefur staðið sig vel í COVID-19-þrengingunum og hef fulla trú á endurreisn atvinnulífsins. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, ég held þetta verði gott sumar, a.m.k. í samanburði við vetrarlok og vordaga. – Hvað á að gera í sumar? Dytta að heimilinu og ferðast innanlands. – Hvert ferðu í sumarfrí? Vestfirðir eru líklegasti áfangastaður sumarsins. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Er eitthvað rangt svar? Ég myndi fara á Reykjanesið og þar í góða gönguferð. Enda á Þorbirni og borða þar nesti og taka myndir í góða veðrinu sem hér alltaf ríkir. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... til Færeyja. Hef aldrei komið þangað þrátt fyrir að hafa alltaf langað. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Húsatóftavöllur tekur vel á móti þeim golfþyrstu – Golfsumarið hefur farið vel af stað hjá Golfklúbbi Grindavíkur, fjölgun er í klúbbnum og aðsókn verið með besta móti. Þar á bæ eru menn bjartsýnir en á tímabili leit sumarið alls ekki vel út þegar tugir tonna af sandi og grjóti rak á land á golfvellinum í einu versta hamfaraveðri í manna minnum.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Húsatóftavöllur tekur vel á móti þeim golfþyrstu

Helgi Dan Steinsson, framkvæmda- og vallarstjóri Golfklúbbs Grindavíkur. Ljósmynd: seth@golf.is

Helgi Dan Steinsson, PGA-golfkennari, tók við starfi framkvæmda- og vallarstjóra Golfklúbbs Grindavíkur í byrjun þessa árs og er óhætt að segja að hann hafi þurft að stinga sér rakleitt í djúpu laugina, Víkurfréttir tóku Helga Dan í létt spjall. – Hvernig gengur hjá GG þessa dagana? Það gengur virkilega vel. Völlurinn er vel sóttur og kylfingar eru almennt mjög ánægðir með völlinn okkar. Það kom sér vel fyrir okkur að geta opnað völlinn snemma í vor

og dögum saman voru allir rástímar vel nýttir, sérstaklega af golfþyrstu utanbæjarfólki. Þetta fólk ætti einmitt að leita aðeins út fyrir höfuðborgarsvæðið þegar kemur að því að velja sér klúbb til að geta fengið að spila eitthvað að ráði yfir sumarið.

– Þú ert nýtekinn við sem framkvæmdastjóri, var kannski fyrsta verkefnið að takast á við afleiðingar óveðursins í febrúar? Já, það má segja það. Veðrið skall á þegar ég hafði nýlega hafið störf

Húsatóftavöllur hefur tekið stakksbreytingum á ótrúlega skömmum tíma. VF-mynd: Hilmar Bragi

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59

– Völlurinn leit vissulega illa út, hver er staðan á honum núna? Völlurinn lítur vel út og á eingöngu eftir að verða betri með sumrinu. Það má enn sjá ummerki eftir erfiðan vetur en í stóra samhenginu skiptir það litlu máli. Grasið er iðagrænt og fínt eftir rigninguna undanfarna daga.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

– Nú voru gerðar breytingar á vellinum í fyrra og nýjar holur teknar í notkun. Er þeim breytingum lokið að fullu eða er það eilífðarverkefni að hirða golfvöll? Það er að sjálfsögðu eilífðarverkefni að sinna golfvelli og alltaf nóg að gera. Engar stórar framkvæmdir eru á döfinni að svo stöddu en við þurfum að lagfæra teiga á ýmsum stöðum og fegra völlinn enn frekar eftir langt framkvæmdatímabil. Varðandi umgjörð vallarins þá vorum við að taka í notkun undirgöng undir Nesveg sem er þjóðvegurinn sem sker völlinn í sundur. Það hefur legið þungt á kylfingum að þurfa að fara tvívegis yfir þjóðveginn á hringnum og því mikil öryggisbót að fá göngin í gagnið. – Eru komnir hvítir teigar eða eru þeir á teikniborðinu? Þeir eru ekki komnir og ekki á döfinni á næstunni. Það væri vissulega gaman að hrinda því verkefni í framkvæmd á næstu árum því plássið er til staðar en þetta er ekki á forgangslista hjá okkur.

Til hamingju með daginn ykkar sjómenn

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

hjá klúbbnum og þetta var auðvitað fyrsta stóra verkefnið. Neðri völlurinn var meira og minna undir sjó og á land ráku tugir tonna af sandi og grjóti sem þurfti að hreinsa burt. Þetta var stórt verkefni sem tókst vel þrátt fyrir að við höfum ekki verið upplitsdjarfir á tímabili. Þetta hefði sennilega ekki gengið svona vel ef ekki hefði verið fyrir aðstoð úr nærsamfélaginu en margir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og ómetanlegur stuðningur frá Grindavíkurbæ skipti sköpum.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Tugir tonna af grjóti, sandi og möl bárust langt inn á völlinn í óveðrinu eins og sést vel á þessari mynd. Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson


60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Jón Steinar Sæmundsson eftir aftakaveðrið sem gekk yfir Húsatóftavöll í febrúar. Myndirnar sýna berlega þá ógnarkrafta sem hafa verið þar að verki og eyðilegginguna sem óveðrið hafði í för með sér.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

– Náðuð þið að halda einhver vormót og hvernig gekk það? Það var ákveðið í ljósi aðstæðna að setja mótahald á ís og völlurinn eingöngu opnaður fyrir almennt spil. Við höfum þó haldið nokkur innanfélagsmót sem hafa verið vel sótt og slegið aðsóknarmet í hverri viku í mótin. – Hver eru helstu markmið sumarsins og ertu bjartsýnn á komandi golftímabil? Númer eitt, tvö og þrjú er að hafa aðkomu að velli og völlinn sjálfan snyrtilegan og bjóða fólki upp á skemmtilegan og góðan völl. Sumarið hefur farið virkilega vel af stað með blíðviðri dag eftir dag svo við hjá klúbbnum erum full bjartsýni á komandi mánuði.

Framkvæmdastjórinn hefur fengið matarást á Höllu – Er andinn góður í félagsstarfi í klúbbnum? Já, það er virkilega góður andi í klúbbnum og mikil stemmning. Klúbburinn er ríkur af fólki sem gefur af sér til klúbbsins og aðstoðar eftir þörfum. Það er ekki sjálfsagt og er mjög mikilvægt. Það er ný stjórn tekin við starfinu og með henni jákvæðar breytingar eins og oft vill verða. Fyrir stjórn fer Sverrir Auðunsson sem ber hag klúbbsins fyrir brjósti sem gerir hlutina þægilegri fyrir okkur hin.

Nýliðanámskeiðin hafa verið vel sótt hjá Helga Dan og hér má sjá að þeir slá ekki slöku við þótt veðrið sé ekki alltaf upp á það besta. VF-mynd: PKet Það hefur orðið gífurleg fjölgun í nýliðahópnum okkar en um fimmtíu manns hafa sótt nýliðanámskeið sem við erum með í gangi núna. Margir reyndari kylfingar hafa líka verið að koma aftur til okkar svo meðlimum hefur fjölgað um hundrað manns á síðastliðnum vikum. – Hvaða þjónusta er í boði hjá klúbbnum? Við bjóðum upp á alla helstu þjónustu sem aðrir klúbbar hafa líka. Ég býð uppá einka- og hópatíma í golfkennslu. Við getum leigt kylfur og tekið á móti hópum í golf og mat í skálanum í kjölfarið. Við búum svo vel að hafa hana Höllu okkar í eldhúsinu þar sem hún töfrar fram hvern dásemdarréttinn á fætur öðrum. Kökurnar hennar eru svo

sannarlega heldur ekki af verri endanum og má segja að framkvæmdastjóri klúbbsins sé með mikla matarást á henni. Það er einfaldlega ekki hægt að sleppa því að koma við í skálanum hjá henni eftir hringinn. Halla er mikill happafengur fyrir klúbbinn og við vonum að hún verði með okkur sem lengst, enda fer hróður hennar víða. – Hefur Golfklúbbur Grindavíkur inniaðstöðu – er golf heilsársíþrótt í Grindavík? Eins og staðan er núna þá getum við ekki boðið upp á golf sem heilsársíþrótt í Grindavík, því miður. Það strandar á því að klúbburinn hefur ekki þá aðstöðu sem við þyrftum til að geta haldið úti starfi á ársgrundvelli. Okkur vantar sárlega

húsnæði fyrir vélarnar okkar og innanhúss æfingaaðstöðu. Æfingasvæði klúbbsins er ekki gott en við erum með ákveðnar hugmyndir um hvernig þróunin gæti orðið hjá okkur á næstu árum. Það er hins vegar stórt verkefni, of stórt fyrir klúbbinn okkar en þetta er gerlegt með aðkomu bæjaryfirvalda sem við vonum svo sannarlega að verði raunin. Það skiptir Grindavíkurbæ auðvitað máli að hér sé blómlegt starf í golfinu því þar geta menn elst í íþróttinni. Börn geta byrjað sinn íþróttaferil hjá okkur og stundað golfið til æviloka – það er hagur bæjarins að fólk stundi hreyfingu og útivist og fái félagsskapinn sem fæst í gegnum sportið.

Á Facebook-síðu Golfklúbbs Grindavíkur má sjá skemmtileg viðtöl við félagsmenn eins og þetta sem Atla Kolbein Atlason.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.


GÁMASALA! Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl. Tilboð gilda til 10. júní, eða á meðan birgðir endast.

Tvær vörur á frábæru verði Tilboðsverð Bensínsláttuvél 2,52kW fjórgengis mótor, 46cm sláttubreidd, sjálfdrifin. 55 lítra safnpoki.  7 stiga hæðarstilling 25-75mm.  Vatnstengi fyrir þrif.

39.995 7133004344

Almennt verð: 69.995

Tilboðsverð

Þú sparar:

Bensínsláttuorf Bensín sláttuorf 1,4KW, 55cc, tvígengis mótor sem er auðvelt að kveikja á.

30.000

39.995 1

7133002545

Almennt verð: 49.995

Þú sparar:

10.000

20% Nýtt blað á byko.is

Vinnur þú

100.000kr. inneign í BYKO?

Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem um ræðir baðherbergi, stofu, eldhús eða annað. Settu myndina á Instagram fyrir 17. júní og merktu:

#bykoheimili20 Ánægðustu viðskiptavinirnir 2 ár í röð! Auðvelt að versla á byko.is

2

43%


64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sverrir Auðunsson, formaður GG:

„Ef maður er ekki hluti af lausninni er maður hluti af vandamálinu“

– Hver er maðurinn? Ég heiti Sverrir Auðunsson og er fæddur í Keflavík þann 1. október 1975. Ég flutti til Bandaríkjanna þegar ég var tíu ára gamall og flutti svo aftur til Íslands eftir að ég lauk háskólanámi árið 1999. Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri DHL á Íslandi ásamt því að vera formaður Golfklúbbs Grindavíkur. Eiginkona mín heitir Sesselja Bogadóttir og er hún náms- og starfsráðgjafi hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Börnin mín eru fimm (þrjár dætur og tveir synir) og það elsta var að útskrifast úr FS og það yngsta af leikskólastigi. Fyrir utan golfið hef ég mjög gaman að nánast öllum öðrum íþróttum, sérstaklega fótbolta og ameríska fótboltanum.

17. hola – þessi teigur og hola var öll undir sjó þegar óveðrið gekk yfir Grindavík. Ótrúlegt að völlurinn hefur jafnaði sig eins og hann hefur gert.

Netspj@ll

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

Golfk Góður vinahóp og spila Frá V til H Sighvatur G


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 65

– Hvenær byrjaðir þú að leika golf? Spilaði smávegis með skólafélögunum þegar ég var í háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 1997– 1999. Tók svo langt hlé og byrjaði aftur árið 2009. – Hvað fékk þig til að byrja í golfi? Þegar við hjónin vorum að skoða möguleikann á að flytja til Grindavíkur nefndi ég við frúna að þá þyrfti ég að fara á fullt í golfið, sagði henni að það væri tilvalin leið til að kynnast bænum og bæjarbúum þar sem ég þekkti fáa í bænum. Konan samþykkti það með bros á vör og við fluttum til Grindavíkur árið 2009. – Eru fleiri fjölskyldumeðlimir í golfi með þér? Eins og er hefur bakterían ekki gripið neinn annan en mig. Sex ára sonur minn bað reyndar nýlega um og fékk sínar fyrstu golfkylfur. Hefði óskað þess að ég hefði byrjað svona ungur. Svo má maður alltaf binda vonir við að konan og aðrir fylgi manni út á völl enda er golfið frábær fjölskylduíþrótt. – Ertu góður kylfingur, hvað ertu með í forgjöf? Er ágætur, kem mér frá teig að flöt án þess að skapa mikla hættu fyrir aðra. Er a.m.k. farinn að tapa færri golfkúlum en áður. Eins og er stendur forgjöfin í 13,6. – Hefurðu sett þér markmið fyrir golfsumarið? Já, er með tvö meginmarkmið ofarlega í huganum í sumar. Hið fyrra er fyrst og fremst sem formaður langar mig að spila með tuttugu félagsmönnum sem ég hef aldrei áður spilað með [innsk. formaðurinn er kominn með níu félagsmenn], seinna markmiðið er svo langþráður draumur að komast undir tólf í forgjöf.

klúbburinn Einn yfir Pari. pur sem spilað fótbolta með UMFN ar nú golf reglulega saman. H: Sverrir, Bjarni Sæmundsson, Gunnarsson og Högni Þórðarson.

– Ertu mótaglaður kylfingur? Ég hef lítið tekið þátt í mótum utan Grindavíkur en á heimavelli hef ég verið duglegur að taka þátt í innanfélagsmótum eins og Stigamótunum og Tóftabóndanum, svo reynir maður að taka þátt á hverju ári í Meistaramótinu.

lögð fyrir mitt Baby Draw og komandi högg gefa manni gott tækifæri á fugli – en par á öllum þessum holum er mjög gott.

– Hvað spilarðu oft í viku? Reyni að komast einu sinni til tvisvar í viku en það fer oftast eftir veðri. Rástíminn klukkan 08:40 um helgar er að verða heilagur enda frábært að taka hring snemma í góðum félagskap og eiga nánast allan daginn eftir með fjölskyldunni.

– Hvernig stóð á því að þú tókst að þér formennsku í Golfklúbbi Grindavíkur? Rekstrarlega var klúbburinn ekki á góðum stað og nokkur mál hjá klúbbnum voru búin að dragast á langinn sem þurfti kraft til að klára. „Ef maður er ekki hluti af lausninni er maður hluti af vandamálinu,“ hugsaði ég – og mér fannst engin betri leið til að sýna það í verki en að taka að mér leiðtogahlutverkið og vinna að því að klára þessi mál og að rekstur klúbbsins endurspegli allt það góða sem í honum býr.

– Hefurðu farið holu í höggi? Ég hef orðið vitni að einu slíku höggi en hef aldrei afrekað það sjálfur. Fór reyndar með hálfa kúluna ofan í í einu höggi á 18. holunni í Grindavík. Eftir það högg er ég búinn að sætta mig við það að fara jafnvel aldrei holu í höggi. – Hver er uppáhaldsholan þín? Á Húsatóftarvelli er það önnur holan, ný par 3 hola. Hingað til hef ég oftar en ekki labbað í burtu með skramba. Þessi 169 metra hola er alvöru, fullorðins golfhola sem refsar slæmu höggi og ef maður kemur sér á rangan stað við flötina getur það reynst erfitt að bjarga parinu. Þannig á golfið að vera. – Hver er uppáhaldskylfan þín? Blendingurinn minn, Diablo Edge. Kylfa sem ég get púttað með eða slegið 100–150 metra nánast eftir þörfum. Þegar járnin klikka er blendingurinn traustur vinur sem getur gert kraftaverk. – Hvert er draumahollið þitt? Fyrir utan að spila Augusta National með félögunum í golfklúbbnum Einn yfir Pari væri ég til í að spila átján með Diego Maradona, Larry Bird og Patrick Reed. – Nefndu þrjár uppáhaldsholur (ekki á Húsatóftavelli), eina par 3, eina par 4 og eina par 5: Ég ætla mér að spila fleiri velli í sumar þannig að það er aldrei að vita að uppáhaldsholurnar gætu eitthvað breyst eftir sumarið. Par 3, það er þriðja holan á Akranesi, séríslensk stemmning að vera umkringdur litlum skógi við teighöggið. Par 4, það er tólfta í Korpunni, skemmtileg hola sem reynir á golfhæfileikana hjá manni. Hérna skiptir máli að halda boltanum á braut. Blint innáhögg á flötina er krefjandi högg. Par 5, er sú fjórtánda í Oddinum, hola sem býr yfir áhættum beggja megin við teighöggið og er hún upp-

því! Næstum

– Er þetta góður hópur með þér í stjórn? Klárlega. Þessi hópur samanstendur af mörgum ólíkum einstaklingum sem gerir liðsheildina enn sterkari. Við erum með fulltrúa frá báðum kynjum og það er góð blanda af heima- og aðkomumönnum. Samstilltur hópur sem hefur það sameiginlega markmið að m.a. vera vel upplýstur um rekstur klúbbsins og saman stuðlum við að því að heimsóknirnar á Húsatóftarvöll sé góð upplifun fyrir bæði félagsmenn og alla okkar gesti. – Hefurðu unnið lengi að félagsmálum í klúbbnum? Já, frá árinu 2012 hef ég annað hvort verið í stjórn eða unnið náið með þáverandi stjórn. – Hvernig leggst komandi golftímabil í þig? Við höfðum smá áhyggjur af golftímabilinu eftir óveðrið í febrúar en dugnaðurinn hjá Helga og öðrum gerði það að verkum að völlurinn var opnaður tímanlega, á sumardaginn fyrsta. Fyrstu vikurnar voru heimsóknir á völlinn með því mesta í manna minnum og bara gaman að fá að taka þátt í þeirri vertíð. Mikil nýliðun hefur átt sér stað í ár og félagatalið okkar er komið yfir tvö hundruð félagsmenn. Eftir mörg ár í framkvæmdum á vellinum munum við verja tímanum á vellinum í sumar við að einblína á litlu

Boltinn hálfur yfir holunni. „Kemur næst,“ sagði meðspilarinn. hlutina sem skipta máli, eins og að fegra völlinn. Klúbburinn er búinn að opna inn á nýju brautirnar og bíða félagsmenn spenntir eftir nýju vallarmati frá Golfsambandinu. Bara spennandi tímar framundan! – Hvernig er starfsmannahaldi háttað hjá Golfklúbbi Grindavíkur? Í ár var gerð ákveðin breyting á stafsmannahaldinu og erum við búnir að sameina starf framkvæmda- og vallarstjóra. Þessi blanda hefur reynst vel hjá öðrum klúbbum og hef ég fulla trúa á okkar manni í brúnni, Helga Dan Steinssyni. Að öðru leyti erum við ekki með neina aðra fastráðna starfsmenn heldur munum við reiða okkur á sumarstarfsmennina í ár. Klúbburinn er líka mjög heppinn að eiga marga góða félagsmenn sem leggja fram mikla vinnu í sjálfboðavinnu. Fyrir lítinn klúbb eins og okkar eru þessir sjálfboðaliðar algjör fjársjóður. – Aðstoðar Grindavíkurbær ykkur með starfsfólk, leggur hann til mannskap? Aðkoma Grindavíkurbæjar að rekstri golfklúbbsins er ómetanleg og þar höfum við m.a. haft mjög góðan aðgang að vinnuaflinu frá vinnuskólunum í bænum í gegnum árin. Frá því ég flutti í bæinn hefur mér alltaf fundist aðkoma Grindavíkurbæjar að íþróttastarfseminni í bænum vera algjörlega til fyrirmyndar. Verðið sem barnafjölskyldur leggja út fyrir sín börn til að stunda allar þær íþróttir sem eru í boði er stillt í hóf. Það má segja að: Það er gott að búa í Grindavík.

– Hvað ertu með í pokanum? Ég er mikill Callaway-maður og í pokanum í dag er ég með frá 9,5 gráðu RazrX driver, 3- og 5-tréin úr sömu RazrX-línu, blendingurinn er 24 gráðu Diablo Edge, járnin 6–AW eru RazrX HL og 56 og 60 gráðu fleygjárnin Jaw X-series. Pútterinn sem kemur vel undan vetri er White-Hot Odyssey. Aldrei að vita ef maður kemst undir tólf í forgjöf að verðlaunin verði smá endurnýjun á pokanum.


66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Netspj@ll

Mun trúlega skoða Ísland betur og fara á fjöll – Sigríður Rósa Kristjánsdóttir upplifir árið 2020 þannig að hana langar til að vakna af slæmum draumi. Hún vonar samt að þessu vonda fylgi eitthvað gott. Sigríður ætlar að ferðast innanlands í sumar.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Nafn: Sigríður Rósa Kristjánsdóttir.

– Uppáhaldsvefsíða: vedur.is

– Hvað er best á grillið? Grilluð nautasteik.

– Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og spennumyndir/-þættir.

– Fæðingardagur: 12. nóvember 1970.

– Uppáhalds-app í símanum: Þessa dagana MyFitnessPal.

– Uppáhaldsdrykkur: Sangria.

– Fæðingarstaður: Reykjavík.

– Uppáhaldshlaðvarp: Kjarninn.

– Hvað óttastu? Pöddur eða köngulær.

– Fylgistu með fréttum? Já, fylgist með fréttum bæði á neti og sjónvarpi.

– Fjölskylda: María B. Lúðvíksdóttir, móðir, Örvar Þór Kristjánsson, bróðir, þrjú börn; Karó Andrea Jónsdóttir, Kristjana Dögg Jónsdóttir og Kristþór Ingi Jónsson.

– Uppáhaldsmatur: Grillmatur og ítalskur matur.

– Mottó í lífinu: Lifa lífinu lifandi – alltaf.

– Versti Skata.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Pass ...

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða hárgreiðslukona. – Aðaláhugamál: Líkamsrækt og útivist, fjallgöngur og eldamennska.

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

matur:

autasteik Grilluð n

– Hvaða bók lastu síðast? Boðorðin eftir Óskar Guðmundsson. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? The Blacklist.

– Hvað sástu síðast í bíó? Bíó, það er langt síðan en þá Joker. – Uppáhaldsíþróttamaður: Michael Jordan. – Uppáhaldsíþróttafélag: UMFN. – Ertu hjátrúarfull? Já, frekar ... mikið. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Öll diskótónlist og ‘80.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 67

Sigríður Rósa með dætrunum Karó Andreu Jónsdóttur og Kristjönu Dögg Jónsdóttur.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Þungarokk. – Hvað hefur þú að atvinnu? Vinn hjá Isavia í GÁT. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, ýmsu var breytt en bara til að passa upp á öryggi fólksins og þá sem við þjónustum. Einnig þrif og sótthreinsun aukin til muna. Allir voru sem einn í þessu verkefni og gekk mjög vel hjá okkur. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Árið 2020 byrjaði ekki vel en öllu illu fylgir eitthvað gott svo trúi því og vona. Upplifunin á þessu ári hefur verið sú að mig langi til að vakna upp af slæmum draumi og allt sé bara eins og áður var. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, held að þetta verði gott sumar og ætla vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og fáum sólríkt sumar. – Hvað á að gera í sumar? Sumarfríið er óákveðið en sem komið er en trúlega skoða Ísland betur og fara á fjöll og hjóla úti í náttúrunni – og fá dætur kannski heim til Íslands í frí. – Hvert ferðu í sumarfrí? Ætlaði til spánar í sumarfríinu en það verður bara á næsta ári.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Færi með þau á fjórhjólaævintýri í Grindavík, mjög fallegt þar, svo í Bláa lónið. Einnig að sjá Garðskagann, vitann og menninguna þar. Yrði að hafa þau í góðan tíma til að ná að skoða fleira, því nóg er í boði á Suðurnesjum.


68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Adam Ægir Pálsson skoraði jöfnunarmark Keflavíkur á 55. mínútu. Hér rennir hann boltanum í netið. VF-mynd/JónÖrvar

Ágætt gengi Suðurnesjaliðanna í æfingaleikjum Keflvíkingar gerðu 1:1 jafntefli við Pepsi Max-deildarlið KR-inga og Grindavík gerði 3:3 jafntefli við Fjölni. Nokkuð hefur verið um æfingaleiki í knattspyrnunni að undanförnu en stutt er í að deildakeppnir hefjist. Adam Ægir Pálsson skoraði jöfnunarmark Keflavíkur á 55. mínútu en heimamenn komust yfir með marki Ægis J. Jónassonar á 40. mínútu. Keflvíkingar léku vel gegn Vesturbæjarstórveldinu og gáfu þeim ekk-

ert eftir. Keflavík tapaði hins vegar 5:1 gegn Val í æfingaleik í síðustu viku. Lið Keflavíkur er skipað ungum leikmönnum og hafa þeir allir fengið að spreyta sig í þessum æfingaleikjum. Fyrstudeildarlið Keflavíkurstúlkna lagði FH í æfingaleik 0:1 og skoraði Aníta Lind Daníelsdóttir mark Keflavíkur. Njarðvíkingar léku æfingaleik gegn Aftureldingu á Njarðtaksvellinum síðasta fimmtudag og enduðu leikar 2:2. Atli Fannar

Það var hart barist á Njarðtaksvellinum í Njarðvík.

Ottesen skoraði eitt en Kristján Ólafsson eitt mark. Njarðvíkingar leika í 2. deild eftir fall úr Inkassodeildinni í fyrra.

Sex mörk í æfingaleik í Grindavík Lengjudeildarlið Grindavíkur mætti Fjölni í æfingaleik á Grindavíkurvelli sl. laugardag. Hér má sjá mörkin úr leiknum sem urðu alls sex talsins. Úrslitin urðu 3:3 í fjörugum leik.

Elias Tamburini og Aron Jóhannsson skoruðu fyrstu tvö mörk Grindavíkur og komu heimamönnum í 2:0. Fjölnir minnkaði muninn en þriðja markið var Grindvíkinga en það skoraði Oddur Ingi Bjarnason. Fjölnismenn gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk eftir hornspyrnur og það síðara var beint úr slíkri spyrnu. Um næstu helgi fer Grindavík í æfingaferð til Ólafsvíkur og leikur æfingaleik gegn Víkingi Ólafsvík í sannkölluðum sjómannaslag, segir á Facebook-síðu Grindvíkinga.

Keflavíkurstúlkur léku vel og unnu FH.

RÚMAR ÞRJÁR MILLJÓNIR TIL GRINDAVÍKUR OG KEFLAVÍKUR Stjórn KSÍ samþykkti að greiða út 100 milljónum króna af eigin fé sambandsins til aðildarfélaga KSÍ. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði félög með barna og unglingastarf og félög án þess, fá þar að auki niðurfellingu ferðaþátttökugjalds og þátt-

Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

tökugjalds (skráningargjalds), alls tæpar 20 milljónir. Samkvæmt lista sem Knattspyrnusamband Íslands birti fengu knattspyrnuliðin á Suðunresjum samtals tæpar tíu milljónir króna og fengu Grindavík og Keflavík mest eða um 3 millj. kr. hvort félag.

1. deild karla Grindavík 3.137.097 Keflavík 3.311.290 2. deild karla Njarðvík 875.000 Víðir 775.000 Þróttur V 775.000

3. deild karla Reynir S 435.000 4. deild GG 175.000


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69

Nýr útlendingur í Ljónagryfjuna

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við Rodney Glasgow þess efnis að hann leiki með meistaraflokki karla á komandi keppnistímabili. Rodney er 180 cm bakvörður, fæddur 1992. Hann er fæddur í Bandaríkjunum en er með breskt vegabréf. Rodney útskrifaðist úr VMI háskólanum árið 2014 en þar var hann með 18,8 stig, 4,1 frákast og 5,8 stoðsendingar á leik. Með VMI háskólanum lék einmitt annar fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Travis Holmes. Eftir útskrift úr háskóla hefur Rodney leikið í Sviss, Belgíu, Slóvakíu (tvö ár) og svo lék hann með Newcastle í ensku deildinni sl vetur og varð með þeim enskur bikarmeistari. Rodney verður mættur í slaginn seinni part ágústmánaðar, segir í frétt frá UMFN.

Opið:

11-13:30

alla virka daga

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Heiðarskóli í 2. sæti í Skólahreysti Heiðarskóli varð í 2. sæti í Skólahreysti en úrslitakeppnin fór fram í gær í Laugardalshöll. Lindaskóli sigraði með 43 stig en Heiðarskóli endaði með 37 stig. Silfurlið Heiðarskóla skipuðu Klara Lind Þórarinsdóttir, Stefán Jón Friðriksson (hraðaþraut), Logi

Þór Ágústsson (upphífingar og dýfur) og Emma Jónsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Lundarskóli, Flóaskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskólar Hellu og Húnþings vestra.

Nettó aðalsamstarfsaðili Keflvíkinga Nettó verður aðalsamstarfsaðili Knattspyrnudeildar Keflavíkur í knattspyrnu og mun keppnisvöllur félagsins bera nafn Nettó. Þá verða keppnisbúningar keppnisliða með Nettómerkinu. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaup segir að

fyrirtækið hafi stutt íþróttahreyfinguna um árabil og þetta sé endurnýjun á samningi. Meðal samstarfsverkefna Nettó og Keflavíkur í sumar er stelpumót í knattspyrnu sem haldið verður 6. júní í Reykjanesbæ, Nettómótið. 230 stelpur í 7. flokki munu mæta

til leiks. Búist var við 600 stelpum á mótið en vegna COVID verða þær færri og verður mótið keyrt á einum degi vegna aðstæðna í staðinn fyrir heila helgi. Stelpurnar fá Nettóbolta, brúsa, Nettóverðlaunapening og ávexti.

Hallur Geir Heiðarsson og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir frá Samkaupum handsöluðu samning við Jónas Sævarsson, framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar Keflavíkur. VF-mynd/pket


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Mundi Það get’ekki allir verið gordjöss!

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Það geisar stríð í Bandaríkjum Norður-Ameríku, borgarastyrjöld sem er ólík öðrum stríðum sem við þekkjum. Stríð sem snýr að kynþáttafordómum. 45. forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem kosinn var til embættis 20. janúar árið 2017 hefur kallað þetta yfir bandarísku þjóðina með sínum orðum og athöfnum. Eftir höfðinu dansa limirnir. Frá því Trump sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna hefur hann brugðist á ofsafenginn hátt gegn öllu sem honum mislíkar hverri stundu. Sagan sýnir okkur án nokkurs vafa að Donald Trump er fullur af kynþáttafordómum og hefur markvisst egnt saman ólíkum kynþáttum í

eigin þágu. Þessi fullyrðing er ekki frá sjálfri mér komin. Fjöldi greina hafa verið skrifaðar í blöð eins og New York Times, Fortune og fjölda annarra virtra tímarita sem hafa rannsakað feril hans undanfarna áratugi. Mynstrið er greinilegt og ekki fallegt. Heimildir um kynþáttafordóma ná alveg til byrjunar áttunda

áratugarins þegar Trump stóð í lagadeilu þar sem hann neitaði svörtu fólki að leigja íbúðir í hans eigu. Á níunda áratugnum hvatti Trump opinberlega til upptöku dauðarefsingar í tengslum við mál fimmmenninga sem áttu að hafa nauðgað konu sem var að skokka í Central Park. Trump keypti heilsíðuauglýsingar í blöðum til að koma skoðun sinni á framfæri. Þessir fimmenningar voru bæði af suður-amerísku og afrísku/ amerísku bergi brotnir og voru að lokum hreinsaðir af allri sök eins og frægt er orðið. Hvet ykkur til þess að horfa á myndina áhrifaríku „When They See Us“ sem gerð var um málið. Trump stóð einnig fyrir herferð gegn Obama á sínum tíma sem snerist um að hann væri frá Afríku en ekki frá Hawaii til að véfengja þjóðerni hans og grafa þannig undan Obama. Í aðdraganda eigin kosningabaráttu rægði hann Mexíkóbúa og boðaði alls kyns boð og bönn til höfuðs múslimum. Ofangreind eru bara örfá dæmi af löngum lista, mjög löngum. Svo ég endurtaki mig, eftir höfðinu dansa limirnir. Ofsinn og hatrið sem Trump sýnir af sér setur tóninn og lýsir sér núna síðast með því hvernig lögreglan myrti George Floyd með

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

LOKAORÐ

President Prump

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

köldu blóði. Á meðan Bandaríkin velja sér siðblindan kynþáttahatara sem forseta sem kyndir undir misrétti og valdbeitingu í orðum sínum og athöfnum þá er erfitt að sjá að það muni skapast friður innan landsins. Trump er líklegur til að skapa áframhaldandi ófrið og ímyndaðar ógnir í aðdraganda næstu forsetakosninga í anda myndarinnar „Wag the Dog“ til að þjappa þjóðinni saman gegn ímynduðum óvini og tryggja sér endurkjör. Maður getur bara vonað að kjósendur í USA komi auga á þetta mynstur í gegnum allan skarkalann og fréttavaðalinn sem flæðir í gegnum alla miðla eins og illa lyktandi gas. Í nóvember geta Bandaríkjamenn breytt þessari þróun og kosið sér forseta sem kann að fara með valdið. Forseta sem er að lágmarki mennskur. Forseta sem er færari að öllu leyti en Donald Prump.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 23. tbl. 41. árg.  

Víkurfréttir 23. tbl. 2020

Víkurfréttir 23. tbl. 41. árg.  

Víkurfréttir 23. tbl. 2020

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded