Víkurfréttir 21. tbl. 41. árg.

Page 52

52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Upphafið að gullöld knattspyrnunnar í Keflavík byrjaði þegar

ÍBK VINNUR ÍSLANDSMEISTARATITILINN Í KNATTSPYRNU 1964 Árið 1964 vann ÍBK Íslandsmeistaratitilinn í knatt­ spyrnu í fyrsta sinn. Liðið rétt slapp við fall árið á undan en lék svo best allra árið eftir og tapaði að­ eins einum leik allt sumarið. Þetta voru stórtíðindi á Suðurnesjum þegar fyrsti Íslandsmeistaratitill­ inn kom í hús. Félagið fékk að launum aukafram­ lag úr Bæjarsjóði Keflavíkur fyrir árangrinn að upphæð 150 þúsund krónur á þeim tíma. Upp­ reiknað er það um 3,3 milljónir króna á núvirði. Í samantekt Byggðasafns Suðurnesja sem birt var á Facebook-síðu safnsins segir svo: Hér verður ör­ lítið gripið niður í fundargerðarbók bæjarstjórnar frá því í september á því herrans ári 1964 og síðan skoðuð umfjöllun dagblaðanna um tvo leiki liðsins á þessu sumri en þeir voru nokkuð dramatískir. Úr fundargerðabók bæjarstjórnar: Ár 1964, fimmtudaginn 24. september kl. 6 e.h. var bæjarstjórnin samankomin á aukafundi í æskulýðsheimilinu að Austurgötu 14. Fundarefni: Sigur knattspyrnuflokks Í.B.K. á Íslandsmótinu. Þar sem knattspyrnulið Keflvíkinga hefur á Íslandsmótinu í ár borið sigur af hólmi og hreppt Íslandsmeistaratitilinn í ár og þar með Íslandsbikarinn, þykir bæjarstjórninni tilhlýðilegt að sýna flokknum og þjálfara hans Óla B. Jónssyni nokkra viðurkenningu fyrir afrek sitt og þann ljóma sem sigur þeirra hefur varpað á Keflavík og keflvíska æsku. Telur bæjarstjórnin rétt að viðurkenningin verði í því fólgin að hækkað verði framlag bæjarsjóðs til knattspyrnudeildarinnar svo henni verði kleift að halda þjálfara sínum a.m.k. næsta ár. Bæjarfulltrúar eru allir sammála um, að knattspyrnudeild Í.B.K. skuli veitt í þakklætis- og viðurkenningarskyni fyrir frammistöðu sína á Íslandsmótinu kr. 150.000,00 aukaframlag úr bæjarsjóði er greiðist

næstu tólf mánuði eða nánar tiltekið frá 1. okt. 1964 til 1. okt. 1965 og verði fé þessu varið til knattspyrnumála og áframhaldandi þjálfun knattspyrnumanna okkar. Bæjarstjóri upplýsti, að hann hefði gert ráðstafanir til að Íslandsmeisturunum verði haldið samsæti í Aðalveri n.k. sunnudag, er þeir koma heim með Íslandsbikarinn til Keflavíkur. Hér verður sagt frá leikjum Keflavíkurliðsins við Val þetta sumar, sem reyndust nokkuð ævintýralegir Vísir mánudagur 15. júní Keflavík tekur forystuna í 1. deild – og KR dettur niður í 3. sæti. Keflavíkurliðið var í gær það lið, sem kom, sá og SIGRAÐI. Áhangendur liðsins komu einnig hundruðum saman frá Keflavík, sáu góðan leik sinna manna og sneru til baka sem sigurvegarar, hæstánægðir með leikinn, enda er Keflavík nú búið að taka forystuna í 1. deild, og án efa verður erfitt að þoka liðinu þaðan aftur, a.m.k. verður þá að berjast betur en Valsmenn gerðu í gærkvöldi.

„Eins og menn muna fótbrotnaði Jón í leik við Val á Laugardalsvellinum í sumar. Virtust Keflvíkingar ákveðnir í að hefna ófara félaga síns. Leikur liðsins gjörbreyttist, hraðar og nákvæmar sendingar rugluðu Valmenn algjörlega í ríminu.“ Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 21. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu