__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

ÍBK

Fljótlegt, einfalt og virkilega gott! 45%

VINNUR ÍSLANDSMEISTARATITILINN Í KNATTSPYRNU 1964

llöld Lesið um upphafið að gu knattspyrnunnar í Keflavík

32%

47% 299 kr/pk

áður 549 kr

2 Pizza Subs Cheese & Tomato eða Pepperoni

79

kr/stk áður 149 kr

Prins súkkulaði Gói - 50 gr

Opnum snemma lokum seint

2.284 kr/kg

áður 3.359 kr

Lambakótilettur Kjötsel - með raspi

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

Öflugt vísindastarf og heilbrigðiskerfi mikilvæg fyrir samfélög

Fallegast u n i s e n a j k y á Re

Keflvíkingurinn Sylvía Rut Káradóttir er læknanemi við óla Kaupmannahafnarhásk

r gönguferðir a tt y re lb ö fj á p p u a ð Krilla og Milla bjó ursvæðið ík v ja k y e R rtó S g o ð um Reykjanesi Gestir Gumma Kalla:

GRRIALMLLÍNAUÐ NA

FYRIR F

5

s d l a h á p up

pUÐlJÓöNStINuGAr

G

MAGNAÐAR MYNDIR!

Katlar í Garði

„Þyrftu að þola óverdós af æskuminningum og grobbi“ Bergný Jóna:

Nýtur þess að vera úti í náttúrunni

Flagghúsið eitt elsta hús Grindavíkur

MARTA EIRÍKSDÓTTIR MEÐ DEKURHELGI FYRIR KONUR

Gyðjskuagra á Garð


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hundruð starfa í sumar laga stöðuna tímabundið „Við sóttum um 307 störf til ríkisins sem eru sérstaklega hugsuð fyrir námsmenn átján ára og eldri og fengum þau og vonum að þau verði öll nýtt í sumar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem kynnti málið á íbúafundi sem streymt var frá Hljómahöll síðasta fimmtudag.

Við erum þó viðbúin því að stærsta höggið komi í haust þegar fólk á uppsagnarfresti dettur inn á atvinnu­leysisskrá og tímabundnum störfum lýkur. ...

Kjartan segir að bæjarfélagið muni þó einnig koma veglega á móti framlagi ríkisins og alls verða því um 600 tímabundin störf í boði fyrir ungmenni, yngri og eldri en átján ára. Störfin eru fjölbreytt, útivinna í umhverfinu, ýmis konar önnur störf inni við og störf hjá íþróttahreyfingunni. Kjartan Már og þrír aðrir stjórnendur hjá Reykjanesbæ svöruðu spurningum og fluttu stutta tölu á rafræna íbúafundinum. Meðal þess sem spurt var um á íbúafundinum var um frekari framkvæmdir við kísilver í Helguvík. Kjartan sagði að formlegt erindi hafi ekki borist bæjarfélaginu en meirihluti og bæjarfulltrúar úr minnihluta hafa lýst sig andsnúna þessari starfsemi í Helguvík. Ekki hafi verið hægt að svara ýmsum spurningum sem komu upp um þessa starfsemi þar sem þau liggja ekki fyrir ennþá.

Kjartan var m.a. spurður um þanþol bæjarsjóðs í kjölfar COVID-19. Hann sagði það talsvert enda svigrúm eftir

góðan árangur í rekstri sveitarfélagsins undanfarin ár. Hann sagði að þessi tímabundnu störf myndu laga stöðuna í sumar. „Við erum þó viðbúin því að stærsta höggið komi í haust þegar fólk á uppsagnarfresti dettur inn á atvinnuleysisskrá og tímabundnum störfum lýkur.“ Í viðtalinu fer Kjartan Már yfir það helsta sem kynnt var á íbúafundinum og spurningum sem var svarað.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

600 ný tímabundin störf hjá Reykjanesbæ – Rúmlega 300 ný sumarstörf fyrir námsmenn í sumar Hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í atvinnumálum er að verja um 2,2 milljörðum króna í að standa straum af átaksverkefni með sveitarfélögunum í landinu og opinberum stofnunum. Markmiðið er að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Reykjanesbær fékk í vikunni vilyrði fyrir 307 stöðugildum í gegnum átakið og samþykkti bæjarráð í morgun að greiða þær 78 milljónir sem upp á vantar til að ráða þann fjölda námsmanna. Síðastliðna daga hafa starfsmenn Reykjanesbæjar unnið ötullega að undirbúningi þessa verkefnis. Öllum sviðum bæjarins var falið að finna afmörkuð verkefni sem námsmenn á svæðinu gætu sinnt í sumar. Um er að ræð tveggja mánaða ráðningartímabil og þurfa námsmenn að vera

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

átján ára á árinu og á milli anna, þ.e. eru að koma úr námi og eru aftur skráðir í nám í haust. Störfin sem verða í boði eru mjög fjölbreytt; leiðbeinendur í listasmiðju, skráning verkferla í gæðakerfi, setja upp Harry Potter-sýningu í bókasafninu, skráning ljósmynda,

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

aðstoð við þjálfun, skógrækt og svo mætti lengi telja. Öll störfin verða auglýst á vef Reykjanesbæjar og eru námsmenn hvattir til að fylgjast með og sækja um þegar atvinnuauglýsingarnar byrja að flæða inn á næstu dögum.

Ungmenni sem eru fædd árið 2003 fá einnig möguleika á vinnu Þar sem átján ára og eldri eiga sér skjól í úrræði stjórnvalda og árgangar 2004–2006 hafa möguleika á að sækja um í vinnuskóla Reykjanesbæjar stendur 2003 árgangurinn einn eftir. Bæjarráð samþykkti því í morgun að bjóða ungmennum fæddum árið 2003 til starfa í vinnuskóla Reykjanesbæjar í sumar og ráðstafa allt að

75 milljónum króna til að standa undir kostnaðarauka vinnuskólans vegna þessa. Umsóknir fyrir ungmenni fædd 2003 eru nú aðgengilegar á vinnuskoli.reykjanesbaer.is

Sérstakt átak fyrir þá sem hafa verið lengur í atvinnuleit Þessu til viðbótar hefur bæjarstjórn samþykkt að ráðstafa allt að 50 milljónum í sérstakt átak í gegnum úrræði Vinnumálastofnunar, ráðningarstyrk sem ætti að geta skapað allt að 80 tímabundin störf fyrir þá sem hafa verið lengur í atvinnuleit. Frekari kynning á þessu verkefni verður á næstu dögum.


HAFÐU ÞAÐ GOTT UM HELGINA! Hrossalund í blönduðum pipar

3.499

-30%

-45%

-48%

KR/KG

ÁÐUR: 4.999 KR/KG

Grísagrillsneiðar Bógsneiðar

Bleikjuflök með roði Sjávarkistan

-22%

Heilsuvara vikunnar!

1.044

1.195

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

ÁÐUR: 1.899 KR/KG

KR/KG

LJÚFFENG SUNNUDAGSSTEIK NOW Astaxanthin 4 mg hylki

-25%

2.362

ÁÐUR: 3.149 KR/PK

KR/PK

Hamborgarar 4x130 gr m/ brauði

1.091

KR/PK ÁÐUR: 1.399 KR/PK

-32%

Lambalærvöðvi í hvítlaukspiparmarineringu

-30%

Gulrætur 1 kg

KR/PK ÁÐUR: 699 KR/PK

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

Hindber 250 gr

-43%

398

1.971

Íslenskar agúrkur

139

KR/STK ÁÐUR: 199 KR/STK

559

-30%

KR/PK ÁÐUR: 799 KR/PK

Brómber 125 gr

433

KR/PK ÁÐUR: 619 KR/PK

Tilboðin gilda 21. - 24. maí

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Grindavíkurbær tryggir öllum vinnu í sumar Grindavíkurbær mun tryggja öllum þeim sem sóttu um sumarstarf hjá sveitarfélaginu fyrir 7. maí vinnu í sumar, óháð aldri, fyrri störfum eða stöðu í námi. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar þann 12. maí og sagt er frá þessu á vef bæjarins í síðustu viku. Alls verða því til um 50 ný störf á vegum sveitarfélagsins, flest í nýjum umhverfishópi þjónustumiðstöðvar en einnig störf sem snúa að stjórnsýslu og beinni þjónustu við bæjarbúa, velferð þeirra og vellíðan. Störfin voru auglýst 24. apríl og var umsóknarfrestur til og með 7. maí. Einhverjir hafa þegar hafið störf en

flestir munu mæta til vinnu á mánudaginn og starfa fram í miðjan ágúst. Við þetta bætist að um 140 nemendur hafa skráð sig í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar í sumar sem er 35% fjölgun frá fyrra sumri. Áætlað er að kostnaður við þetta átak Grindavíkurbæjar nemi um 122 milljónum króna.

Sumarstörf fyrir 35 námsmenn í Suðurnesjabæ Suðurnesjabær hefur auglýst laus störf til umsóknar fyrir sumarið 2020. Um er að ræða störf sem eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun og er ætlað námsmönnum, átján ára og eldri, búsettum í sveitarfélaginu. Skilyrði ráðninga eu m.a. að nemendur séu á milli anna í námi (þ.e. að koma úr námi og skráður í nám að hausti) og er ráðningatímabilið tveir mánuðir.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Umsóknarfrestur er til 23. maí 2020 og umsóknir skal senda á póstfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is með tilvísun í starf sem sótt er um. Suðurnesjabær fékk úthlutað 35 störfum fyrir atvinnuátakið. Ráðn-

Sérstök umræða á ­Alþingi um varnartengd verkefni á Suðurnesjum

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900 Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

ingartími námsmanna er að hámarki tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 1. júní til 31. ágúst 2020. Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitafélaginu.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, hefur óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um varnartengd verkefni á Suðurnesjum. Umræðan mun fara fram fljótlega. Birgir hefur óskað eftir því að utanríkisráðherra svari nokkrum

spurningum um málið. Að neðan eru þær spurningar sem þingmaðurinn hefur lagt fyrir ráðherrann. Ráðherra geri grein fyrir þeim varnartengdu verkefnum sem til stendur að ráðast í á Suðurnesjum en ríkisstjórnin er ekki samstíga um. Hvernig tengjast þessi verkefni annars vegar Atlandshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin og hins vegar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Hvert er umfang framkvæmd­ anna; framkvæmdartími, heildarkostnaður og kostnaðarskipting. Hver er áætlaður starfsmannafjöldi á framkvæmdatíma? Hvernig verða mannvirkin nýtt og hversu mörg störf tengjast þeim til frambúðar?


Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka

Ert þú frumkvöðull og með góða hugmynd? Íslandsbanki vill vera hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu og í júní verða veittir styrkir til verkefna sem styðja við þau fjögur heimsmarkmið sem Íslandsbanki leggur sérstaka áherslu á:

Alls verða 7-10 styrkir veittir að þessu sinni og nema þeir frá 1-5 milljónum króna hver og verða veittir í Norðurturni Íslandsbanka 15. júní 2020. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2020. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má finna á islandsbanki.is/frumkvodlasjodur.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Góð viðbrögð við samráðsvef Reykjanesbæjar

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

„Viðbrögðin hafa verið góð og margar góðar hugmyndir borist, allt frá staðetningu á leikvöllum, söguappi og ísbúð. Við viljum fá sem mest af hugmyndum og helst þær sem nýtast slæmu atvinnuástandi en hvetjum auðvitað bæjarbúa til að vera duglega. Við tökum við öllum hugmyndum og komum þeim í umræðu í viðkomandi nefndum hjá bæjarfélaginu,“ segir Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar hjá Reykjanesbæ. Á dögunum opnað Reykjanesbær nýjan samráðsvef, BetriReykjanesbaer.is sem hefur það markmið að auka þátttöku íbúa í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Vefurinn er einfaldur í notkun og hægt að velja hvort komið er fram undir nafni eða ekki og ætti því að henta flestum. „Ég hvet alla til að skoða vefinn og setja inn nýjar hugmyndir og ábendingar eða hafa skoðun á þeim sem þegar eru komnar inn og taka með því þátt í að byggja í sameiningu upp enn betri Reykjanesbæ,“ bætti Jóna Hrefna við.

Þrjátíu og átta fasteignir skiptu um eigendur í apríl Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Suðurnesjum í apríl 2020 var 38. Þar af voru sextán samningar um eignir í fjölbýli, nítján samningar um eignir í sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.221 milljón króna og meðalupphæð á samning 32,1 milljónir króna. Af þessum 38 voru 25 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru þrettán samningar um eignir í fjölbýli, tíu samningar um eignir í sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 886 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,4 milljónir króna.

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


Kjörvari 12

Olíubundin viðarvörn sem smýgur vel inn í viðinn, veitir honum góða vatnsvörn og hamlar gegn sprungumyndun.

Fáðu tilboð

4.195 86363041-640

Vinsælasta pallefnið

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Alhefluð og gagnvarin fura

4l.

Viðarskoli

Einkum ætlaður til að fjarlægja viðargráma og sveppagróður af timbri utanhúss.

1.795 86333010

REIKNAÐU ÚT ÁÆTLAÐAN KOSTNAÐ í girðinguna og pallinn á BYKO.is

Pallaskrúbbur

Hægt að setja á skaft.

3.695 84105030

Bútsög

PCM 8, 1200W

Tilboðsverð

32.095

Tilboðsverð

x0

Hjólsög

Rafhlöðuborvél

25%

18V kolalaus með 2x2,5Ah rafhlöðum.

Rafhlaða fylgir ekki.

17.996

51.196

7133002338

74862008

7133003613

Almennt verð: 22.495

Almennt verð: 63.995

x2

20%

Tilboðsverð Ferðagasgrill

Kílóvött

4,1

Brennarar

2

TRAVELQ 2B. Tveir ryðfríir hringbrennarar, glerjað pottjárn í grillfletinum og grillflötur upp á einn fjórða úr fermetra sjá til þess að þú ferð létt með að grilla hamborgara fyrir alla á tjaldstæðinu!

Gott í ferðalagið

Ferðagasgrill

Létt og þægilegt ferðagasgrill, frábært í útileguna. Hillur og sambrjótanlegir plastfætur undir grillinu, hægt er að taka hillurnar af.

24.995 50632100 Kílóvött

35.996

2,93

506600010 Almennt verð: 44.995

Brennarar

1

Gasgrill Gasgrill

ROGUE R365, grillgrind 51x46cm úr pottjárni.

99.995 506600035

Kílóvött

8,2

Brennarar

2

ROYAL 320 með þremur ryðfríum brennurum, og grillgrindum úr pottjárni sem hægt er að snúa við.

79.995 50657512

Yfirbreiðsla: 13.195 506661365

Auðvelt að versla á netinu á byko.is

Kílóvött

8,8

Brennarar

3

SUÐURNES


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frá bæjarstjórnarfundi í Hljómahöll í Reykjanesbæ.

Um sex milljarða hagnaður af bæjarsjóði – Reykjanesbær greiddi tæpa níu milljarða króna í laun 2019 Reykjanesbær greiddi tæpa níu milljarða króna í laun og rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 4,6 milljarða og samstæðu um níu milljarða króna. sýndi jákvæða rekstrarniðurstöðu. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og er nú 108,91% hjá samstæðu en 88,53% hjá bæjarsjóði. Þetta kemur fram í bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem var lögð fram við seinni afgreiðslu ársreiknings 2019 á bæjarstjórnarfundi 19. maí. Bókun meirihluta bæjarstjórnar: „Ársreikningur Reykjanesbæjar vegna ársins 2019 er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun ársins, að teknu tilliti til þeirra einskiptisliða sem hafa veruleg áhrif á niðurstöðu ársreiknings. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2019 námu um 26,8 milljörðum króna samkvæmt samstæðureikningi. Rekstrartekjur bæjarsjóðs námu um 17,8 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 8,8 milljörðum króna en starfsmenn sveitarfélagsins voru að meðaltali 976 talsins. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 4,6 milljarða króna en að teknu

tilliti til þeirra liða er rekstrarniðurstaða jákvæð um 5,8 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um níu milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um rúma 6,8 milljarða. Þeir einskiptisliðir sem hafa veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu koma til vegna sölu á hlutabréfum í HS Orku upp á rúma 2,7 milljarða króna og síðan færist reiknuð færsla vegna leigusamninga til tekna upp á tæpan 1,3 milljarð króna. Þá var einnig afskrifuð skuld Íslendings, sem er eigandi Víkingaheima, við Reykjanesbæ að upphæð 250 milljónum króna sem útséð var um að fengist nokkurn tímann greidd.

Þeir einskiptisliðir sem hafa veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu koma til vegna sölu á hlutabréfum í HS Orku upp á rúma 2,7 milljarða króna. Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi námu um 70 milljörðum króna og heildareignir bæjarsjóðs námu tæpum 37 milljörðum króna í árslok 2019. Heildarskuldir og skuldbindingar í samanteknum ársreikningi námu um 44 milljörðum króna og í ársreikningi bæjarsjóðs um 26,5 milljörðum króna í árslok 2019. Eigið fé í samstæðu nam um 26 milljörðum króna og eigið fé bæjarsjóðs var 10,2 milljarðar króna í árslok 2019. Eigið fé hefur því aukist um sex milljarða á milli ára hjá bæjarsjóði og átta milljarða hjá samstæðu. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og er nú 108,91% hjá samstæðu en 88,53% hjá bæjarsjóði.

Það er ærin ástæða til að fagna góðri rekstarniðurstöðu og þeirri staðreynd að Reykjanesbær er laus undan samningi við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Um leið er rétt að benda á að heimsfaraldurinn af völdum COVID-19 mun hafa veruleg neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins á þessu ári og jafnvel lengur. Rekstrarniðurstaða ársins 2019 gerir það hins vegar að verkum að sveitarfélagið er ágætlega í stakk búið til þess að takast á við þær áskoranir sem þessu fylgja. Því er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki Reykjanesbæjar sem hefur unnið ötullega að því að gera þessar aðstæður bærilegar fyrir íbúa sveitarfélagsins. Viljum við færa þeim bestu þakkir fyrir. Framtíðarhorfur Reykjanesbæjar eru hins vegar ágætar þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og áfram verður unnið að því að bæta aðstæður íbúa. Munum að öll él birtir upp um síðir,“ segir að lokum í bókuninni.

Skuld vegna Íslendings, sem er eigandi Víkingaheima, við Reykjanesbæ að upphæð 250 milljónum króna var afskrifuð en útséð var um að hún fengist nokkurn tímann greidd.


við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444

TVEIR

FYRIR

EINN!

Suzuki Jimny

Árg. 2015 og 2015, eknir 190 þús. og 144 þús., beinsk., skoðaðir 21

Verð 1.350.000 kr. fyrir báða

Peugeot 108

Honda Civic Tourer

Tilboð 870.000 kr.

Tilboð 1.990.000 kr.

Honda CR-V

Jeep Wrangler

Tilboð 2.750.000 kr.

Tilboð 2.970.000 kr.

Árg. 2017, ekinn 28 þús., beinsk.

Árg. 2015, ekinn 26 þús., sjálfsk.

Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is

Árg. 2017, ekinn 26 þús., beinsk.

Árg. 2015, ekinn 199 þús., beinsk.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Soroptimistar styrkja Frú Ragnheiði á Suðurnesjum Soroptimistaklúbbur Keflavíkur færði á dögunum Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, styrk að upphæð 200.000 króna. Vonir standa til að hægt verði að hefja starfsemina innan skamms en það verður gert um leið og Almannavarnir gefa grænt ljós.

Svanhildur Eiríksdóttir (t.h.), formaður Soroptimistaklúbbs Keflavíkur, afhendir Jóhönnu Björk styrkinn.

Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum, hélt erindi á maífundi Soroptimistaklúbbs Keflavíkur og fræddi systur um verkefnið. Í máli Jóhönnu Bjarkar kom fram að vitað hafi verið um þörfina á Suðurnesjum um nokkurt skeið og að unnið hafi verið að undirbúningi í rúm tvö ár. Jóhanna Björk, sem áður var sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði í Reykjavík, og Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar - Geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, unnu þarfagreiningu sem samþykkt var af Rauða krossinum. Samkvæmt greiningu er áætlað að hátt í 40 manns þurfi á þjónustunni að halda á Suðurnesjum. Bíllinn mun fara um öll Suðurnes eftir þörfum og verður

þjónustan í boði á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:30–21:00. Markmið skaðminnkunarverkefnisins er að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, s.s. húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. Í erindi Jóhönnu Bjarkar kom fram að þjónustan geti verið margs konar, ekki bara nálaskiptaþjónusta sem oftast er rætt um. „Við bjóðum þjónustuþegum okkar einnig upp á mat, drykk og vítamín, ullarfatnað, svefnpoka og tjalddýnur, ásamt sálrænum stuðningi og samtali, skaðaminnkandi leiðbeiningum og fræðslu, allt eftir ósk hvers og eins og þörfum. Við mætum skjólstæðingum okkar alltaf þar sem þeir eru og reynum að

Til sölu gróðurmold sími 892-1164 Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

tengjast þeim. Við tölum alltaf fallega til þjónustuþega okkar sem oft þurfa að hlusta á mjög niðrandi orð um sig. Mér þykir ótrúlega vænt um þessa einstaklinga.“ Hjúkrunarfræðingur er alltaf á vakt í bíl Frú Ragnheiðar, ásamt sjálfboðaliðum. Þá er læknir á bakvakt. Skaðaminnkunarverkefni (harm reduction) gengur út á að fyrirbyggja skaða og áhættu við notkun fíkniefna í æð en ekki að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Sem slíkt er það hluti af mannúðlegri nálgun við vímuefnanotkun og -vanda þar sem viður-

kennt er að hluti af samfélaginu notar lögleg og/eða ólögleg vímuefni. Í þeim hópi eru einstaklingar sem ekki geta né vilja hætta notkun vímuefna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi inngrip draga úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd, þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Soropti­mistasystur beita sér m.a. fyrir að veita þjónustu í heimabyggð og vinna að mannréttindum öllum til handa. Verkefni Rauða krossins rímar því vel við markmið Soroptimista og eru systur í Keflavíkurklúbbi stoltar af því að geta lagt þessu þarfa verkefni lið. Það var Svanhildur Eiríksdóttir, formaður klúbbsins, sem færði Jóhönnu Björk styrkinn.


Gyðjur & Gleði á Garðskaga námskeið helgina 5.–7. júní

Settu kraft í drauma þína! Skráning og nánari upplýsingar á Facebook Marta Eiríksdóttir, gleðiþjálfi


12 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hvað eru bátarnir að gera núna?

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Í þarsíðasta pistli var greint frá banni á grásleppuveiðum og að það kæmi mjög illa við útgerðir báta hérna á Suðurnesjum því þeir voru sumir bara rétt svo byrjaðir á veiðum. En hvað eru bátarnir að gera núna? Lítum aðeins á það. Svala Dís KE náði aðeins að fara í sjö róðra á grásleppunni en hefur síðan legið við bryggju, næst fer báturinn væntanlega á makrílveiðar. Addi Afi GK landaði einni löndun í maí en var síðan hífður upp á bryggju í Sandgerði þar sem smá viðhaldi verður sinnt á bátnum. Guðrún Petrína GK landaði einu sinni grásleppu í maí en fór síðan

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

einn róður á línu og landaði 4,8 tonnum í einni löndun. Bæði Addi Afi GK og Guðrún Petrína GK munu fara á makríl þegar þær veiðar hefjast. Guðrún GK 96 landaði einni löndun í maí en útgerðaraðilinn sem á bátinn á annan bát sem líka heitir Guðrún GK 90 og hefur hann stundað handfæraveiðar á bátnum og fiskað mjög vel. Hann hefur landað tuttugu tonnum í sex róðum.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þó svo báðir bátarnir heiti Guðrún GK þá er nokkur munur á þeim. Guðrún GK 96 er smíðuð á Englandi árið 1982 og er 13,1 tonn af stærð og 11,5 metrar á lengd. Báturinn var lengst af á Akranesi, hét þar Særún AK og var með því nafni frá 1982 til ársins 2000. Hinn báturinn var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði og er af gerðinni Cleopatra 31L, hann er 8,3 tonn af stærð og 9,5 metrar á lengd. Sá bátur var fyrst í Hafnarfirði og hét þá Ösp HF en fór síðan til Bolungarvíkur, kom á Suðurnesin árið 2010 og hefur verið þar síðan, hét lengst af Bjarmi GK. Garpur RE landaði tvisvar í maí en hefur síðan legið við bryggju í Grindavík og ekkert farið á sjóinn til veiða, Tryllir GK var fyrsti báturinn á Suðurnesjunum til þess að hefja veiðar á grásleppu á Suðurnesjum, báturinn landaði tvisvar í maí en hefur síðan legið við bryggju í Grindavík og ekkert róið. Alli GK var eini báturinn sem réri á grásleppu frá Keflavík, báturinn fór

í ansi langa siglingu því hann fór alla leið austur á Neskaupstað þar sem hann mun stunda línuveiðar í sumar. Eins og sést á þessari upptalningu þá hafa útgerðir þessara báta sem voru á grásleppuveiðum lítið stundað veiðar og þetta bann setti plön útgerða þessara báta í frekar mikið uppnám. Fyrst talað var um grásleppunetaveiðar þá er rétt að kíkja á aðrar netaveiðar. Erling KE er kominn austur á Vopnafjörð þar sem hann mun stunda grálúðunetaveiðar í sumar fyrir Brim ehf., það fyrirtæki hét áður HB Grandi. Hefur Erling KE landað tvisvar um 30 tonnum alls. Talandi um Erling KE þá er Halldór Jóhannesson, sem var t.d skipstjóri á línubátum í Grænlandi, skipstjórinn á bátnum núna. Skipstjórinn sem vanalega er með Erling KE heitir líka Halldór, kallaður Dóri, en hann er kominn á Bergvík GK að róa með Hafþóri og Hafþór hefur líka verið skipstjóri á Erling KE. Þeir félagar, Dóri og Hafþór, hafa fiskað ansi vel en þeir hafa verið með netin utan við Sandgerði í maí og eru komnir með um 60 tonn í þrettán róðrum, mest um sjö tonn í róðri. Kvótinn á Bergvík GK kemur, jú, hvaðan haldið þið? Frá Erlingi KE.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Flugmaður með mottóið „þetta reddast!“ – Vilmundur Friðriksson segir ótrúlega margt spennandi á áhugavert að skoða á Suðurnesjum. – Nafn: Vilmundur Friðriksson.

– Mottó í lífinu: Þetta reddast.

– Fæðingardagur: 28. apríl 1970

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Einstein.

– Fæðingarstaður: Keflavík. – Fjölskylda: Maki Sigurrós Hrólfsdóttir, sonur Viktor Örn, fósturbörn Axel og Isabel. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fótboltamaður.

– Hvaða bók lastu síðast? Man ekki enda les ég of lítið. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Tek þá gjarnan í törnum. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Fótbolti og golf.

– Aðaláhugamál: Golf.

– Fylgistu með fréttum? Já, öllu.

– Uppáhaldsvefsíða: vedur.is

– Hvað sástu síðast í bíó? Klown.

– Uppáhalds-app í símanum: Mörg öpp í uppáhaldi hjá mér.

– Uppáhaldsíþróttamaður: Michael Jordan.

– Uppáhaldshlaðvarp: Hvað er það?

– Uppáhaldsíþróttafélag: Liverpool.

– Uppáhaldsmatur: Steik í uppáhaldi.

– Ertu hjátrúarfullur? Pínu.

– Versti matur: Tofu fer ekki inn fyrir mínar varir.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Misjafnt eftir því hvernig skapi ég var í fyrir.

– Hvað er best á grillið? Lambakjet – Uppáhaldsdrykkur: Úlfur.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Líka misjafnt.

– Hvað óttastu? Að óttast.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Flugmaður.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Vel. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Mjög mikil. – Hvað á að gera í sumar? Ferðast með fjölskyldunni innanlands, spila golf og jú vinna í verkefnalistanum heima. – Hvert ferðu í sumarfrí? Vonandi sem víðast og þar sem veður verður gott.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ef það væru golfarar þá í Leiruna annars er ofboðslega margt fallegt og spennandi að skoða á Suðurnesjum eins og sólarlagið á Garðskagavita, Reykjanesviti og hans nágrenni, Sandvík, Gunnuhver, ganga á Þorbjörn, Keili og Sveifluhálsinn, Höskuldarvellir, Vigdísarvellir, Hafnarberg, Krísuvíkurberg o.fl. o.fl.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Þyrftu að þola óverdós af æskuminningum og grobbi“ – segir Guðmundur Karl Brynjarsson um gestina utan af landi sem hann færi með í ferð um æskuslóðirnar. – Nafn: Guðmundur Karl Brynjarsson.

– Hvað óttastu? Tyggjó. Þetta er ekki grín.

– Fæðingardagur: 18. mars 1966.

– Mottó í lífinu: Að reyna að lifa samkvæmt því að við erum öll jafn dýrmæt.

– Fæðingarstaður: Keflavík. – Fjölskylda: Eiginkona mín er Kamilla Hildur Gísladóttir, við eigum þrjú börn, tvö uppkomin, Kristínu Gyðu 25 ára og Felix Arnkel 23 ára, yngstur er Brynjar Karl sautján ára og ekki má gleyma heimilisundinum Bessa. Hann er orðinn þrettán ára og er því bæði aldursforseti og yngstur í fjölskyldunni en það fer eftir því hvort talið er í árum hunda eða manna. Hilmar Bragi Bárðarson

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Ég held ég verði að nefna hinn nettgeggjaða Jónas spámann í Gamla testamentinu (Jónas í hvalnum). – Hvaða bók lastu síðast? Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Síðastliðin ár hef ég beðið óþreyjufullur eftir hverjum einasta þætti af The Walking Dead.

hilmar@vf.is

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fornleifafræðingur (löngu áður en Indiana Jones-myndirnar komu). – Aðaláhugamál: Þau eru mörg. Tónlist, kvikmyndir og bækur. Söfnunarárátta hefur sótt í sig veðrið undanfarið en ég er mjög sæll í vinnunni minni og ætli hún sé ekki aðaláhugamálið. – Uppáhaldsvefsíða: www.lindakirkja.is – Uppáhalds-app í símanum: Spotify.

– Uppáhaldssjónvarpsefni: Vaktaseríurnar: Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin. – Fylgistu með fréttum? Ekki markvisst en maður kemst ekki hjá því. – Hvað sástu síðast í bíó? Joker. – Uppáhaldsíþróttamaður: Skúli Óskarsson.

ja Lindakirk

– Uppáhaldshlaðvarp: Í ljósi sögunnar. – Uppáhaldsmatur: Lax. – Versti matur: Súrmatur. – Hvað er best á grillið? Lax. – Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

– Uppáhaldsíþróttafélag: Keflavík, að sjálfsögðu, en mér þykir líka vænt um Val. – Ertu hjátrúarfullur? Nei.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Ég hlusta meira og minna allan daginn á alls konar tónlist en sjaldnast til að koma mér í gott skap, enda er ég oftast í góðu skapi. – Hvaða tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Rapp fær mig til að skipta um skap og útvarpsstöð. Ég á sérstaklega erfitt með þetta átótjúnaða veimil-

Netspj@ll títurapp sem þykir voða flott núna – en það þýðir að trúlega er ég orðinn gamall kall.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Í sumarbústaðinn.

– Ef þú fengir gesti utan af – Hvað hefur þú að atvinnu? landi sem hafa aldrei skoðað Sóknarprestur í Lindakirkju í sig um á Suðurnesjum. Hvert Kópavogi. myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna – Hefur þú þurft að gera þeim? breytingar á starfi þínu vegna Þegar ég bjó á Suðurnesjum sótti COVID-19? ég mikið í að fara út að GarðskagaJá, hver hefur ekki þurft þess? vita. Ég myndi byrja þar, keyra svo til Kefla– Hvernig hefur þú víkur, rölta með verið að upplifa árið þeim um bæinn 2020 hingað til? þar sem þessir Dálítið mikið spes. ímynduðu gestir utan af – Er bjartsýni fyrir landi þyrftu að sumrinu? þola óverdós Ég er alltaf bjartsýnn. af æskuminni g a k ingum og grobbi. s Garð – Hvað á að gera í sumar? Skoða sig eitthvað um innanlands.


LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI

25%

AFSLÁT

TUR

AF ÖLLU M GRAN ÍT LEGSTE INUM Í MAÍ

Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

a r e v ð a s s e Nýtur þ

úti í náttúrunni Bergný Jóna Sævarsdóttir ætlaði að vinna í blómabúð og verða lögga. Hún starfar sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og vinnur hjá Suðurnesjabæ.

Hilmar Bragi Bárðarson

– Nafn: Bergný Jóna Sævarsdóttir.

hilmar@vf.is

að þú getir. Þetta hefur komið mér í gegnum t.d. nokkur hlaup þegar auðveldlega hefði verið hægt að gefast upp og ég hef muldrað þetta þegar ég tek „lokasprett“ í mark – í stað þess að hægja á mér eða labba SISU er hægt að nota í mörgum aðstæðum.

Fæðingardagur: 28. janúar á því herrans ári 1975. – Fæðingarstaður: Egilsstaðir. – Fjölskylda: Er barnlaus og karlmannslaus. Annars á ég foreldra, Friðbjörgu Ósk Arnbergsdóttur og Sævar Ólafsson, og tvær yngri systur, Hörpu Sif og Gunnu Lísu.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Ég held að það væri lærdómsríkt og gagnlegt að eiga samtal við Móður Teresu. – Hvaða bók lastu síðast? Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ og bók sem heitir Jólasysturnar. Ég er yfirleitt með fleiri en eina bók „á náttborðinu“ í einu.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Samkvæmt gömlum minningarbókum ætlaði ég einhvern tíman að vinna í blómabúð og síðar að verða lögga. Hvorugt hefur ræst.

– Uppáhaldsvefsíða: mbl.is, visir.is og vf.is. – Uppáhalds-app í símanum: Strava og Garmin held ég bara.

Netspj@ll

– Aðaláhugamál: Fjöldi áhugamála eykst ört með tímanum. Ég nýt þess að vera úti í náttúrunni, fara í göngur, hlaupa, hjóla og fara á skíði. Ég er nýlega búin að kynnast gönguskíðum og á bæði brautar- og utanbrautarskíði. Nýjasta áhugamálið er golfið. Þá finnst mér voða gaman að fara á tónleika og í leikhús, lesa og horfa á góðar bíómyndir. Vinnan mín er einnig áhugamál sem mér finnst mikill kostur.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Ekki þessa dagana. En síðast datt ég inn í þættina A Million Little Things. – Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég er voða hrifin af ofurhetju- og ævintýramyndum. X-men myndirnar get ég t.d. horft á oftar en einu sinni.

unnar. Annars er ég enn að læra á þessi hlaðvörp.

– Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn hjá mömmu, sérstaklega s n humarsúpan. r rri Bjö

Sno

– Uppáhaldshlaðvarp: Snorri Björns og einnig í Ljósi sög-

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

– Versti matur: Ég hef aldrei verið hrifin af kjötbollum. – Hvað er best á grillið? Humar.

– Uppáhaldsdrykkur: Íslenska vatnið og búbblur. – Hvað óttastu? Ætli köngulær og hæð sé ekki það sem ég óttast mest … eða a.m.k. oftast. – Mottó í lífinu: Finnska orðið SISU hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðustu ár. Það er eiginlega ekki til íslensk þýðing á því en það vísar til ákveðins hugrekkis í erfiðum aðstæðum og að ganga aðeins lengra en þú heldur

– Fylgistu með fréttum? Já – aðallega á netinu, í línulegri dagskrá í sjónvarpi og í útvarpinu í bílnum. – Hvað sástu síðast í bíó? Little Women sem er endurgerð myndar með sama titli frá 1994. – Uppáhaldsíþróttamaður: Mér finnst skemmtilegt að fylgjast Arnari Péturssyni hlaupara. Mér finnst líka aðdáunarvert hvað hann gefur af sér út í hlaupa- og íþróttasamfélagið. – Uppáhaldsíþróttafélag: Ég hef alltaf verið mikil Reynis- og Liverpool-stelpa. Almennings-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

i Garðskag

íþróttadeild Víkings er einnig í uppáhaldi og nú er ég að æfa mig hratt og örugglega að meta Víði. – Ertu hjátrúarfull? Ég var það en ekki svo mikið lengur – held ég. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Hljómsveitin Belle and Sebastian kemur mér alltaf í gott skap. – Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Þungarokk.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Ég ber starfstitilinn sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og vinn hjá Suðurnesjabæ. Ég fæ að vasast í alls konar verkefnum og viðfangsefnum, stórum og smáum, en öll með það að markmiðið að efla Suðurnesjabæ með einum eða öðrum hætti. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, ég og aðrir á skrifstofunni þurftum að breyta ýmsu vegna COVID-19. Ég er nýkomin inn

n Sebastia d n a e l l e itin B Hljómsve

á skrifstofuna mína aftur en við skiptum starfsstöðinni upp og flestir unnu heima. Ég sit þó nokkuð af fundum sem margir hverjir hafa breyst í fjarfundi eða fundi í stærra rými en venjulega þar sem tveggja metra reglan er virt. Mörg verkefna hafa einnig tekið breytingum og sum hver hafa verið sett á „pásu“. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Árið 2020 er að kenna mér margt og þá einna helst hversu mikilvægt það er að tileinka sér æðruleysi, aðlögunarhæfni og vera tilbúinn í breytingar með stuttum fyrirvara. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, ég er bjartsýn. Það verður nóg að gera hjá okkur í Suðurnesjabæ og svo er ég að flytja aftur heim eftir að hafa búið í Reykjavík síðustu þrettán ár. – Hvað á að gera í sumar? Ég ætla að vinna, koma mér fyrir á nýja heimilinu og ferðast um landið. Ég ætla einnig að reyna að hjóla, hlaupa og ganga um Reykjanesið eins og ég mögulega get.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Ég hef ekki verið dugleg að taka sumarfrí – heldur duglegri að taka haustfrí og þá hef ég stundum farið til útlanda. Ég hef þó reynt að fara í göngur um helgar á sumrin. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi byrja á því að sýna þeim hvað Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða og hvetja fólk til þess að gista hér, taka með sér hjól, gönguskó og golfsett. Ég færi með vini mína í vita- og hjólaskoðunarferð út á Stafnes með viðkomu við Stafnesvita, segja frá Básendaflóðinu, heimsækja Hvalsneskirkju, Sandgerðishöfn og svo út á Garðskagavita og jafnvel hvetja til sjósunds. Ef um er að ræða barnafólk færi ég á Þekkingarsetrið í ratleik, skoða sýninguna „Heimskautin heilla“ og fara svo í sund í Garði eða Sandgerði. Þegar þetta er búið væri Reykjaneshringurinn farinn um Ósabotna.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Á einkatónleikum með Jeff Buckley Davíð Örn Óskarsson saknar bumbuboltans og segir árið hafa verið eins og rússíbana. — Nafn: Davíð Örn Óskarsson.

— Hvað hefur þú að atvinnu? Ég starfa sem markaðsstjóri Blue Car Rental.

— Fæðingardagur: 11. apríl 1986.

— Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, í þessu ástandi sem hefur skapast þá höfum við þurft að nýta okkur úrræði ríkisstjórnarinnar og farið í lægra starfshlutfall rétt eins og öll önnur fyrirtæki sem starfa ferðamannabransanum.

— Fæðingarstaður: Fæddur og uppalinn í Keflavík. — Fjölskylda: Já, á þrjú falleg börn með yndislegri konu.

— Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Þetta ár hefur verið mikill rússíbani og mikið gengið á. Ég hef þó náð að halda haus og horfa með jákvæðni til framtíðar og reynt eftir fremsta megni að vera rólegur, sérðu ekki hvað ég er rólegur. Viðurkenni þó að daginn sem Trumparinn tilkynnti lokun Bandaríkjanna og stóri jarðskjáftinn reið yfir Suðurnesin þá hélt ég að heimsendir væri í nánd, ég var lítill þá – en annars bara mjög góður.

— Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég var alltaf mjög spenntur fyrir því að verða slökkviliðsmaður og vaða inn í brennandi hús. — Aðaláhugamál: Ég mundi segja að aðaláhugamál mitt í dag væri að spila bumbubolta og hef ég saknað þess virkilega undanfarnar vikur. Einnig hef ég brennandi áhuga á því að renna mér á snjóbretti en geri lítið af því. En aðaláhugamálið í dag er að vera skapandi og að hafa gaman. — Uppáhaldsvefsíða: Ég heimsæki oftast visir.is og svo VF.is þegar nýjasta tölublaðið kemur á netið, þar á eftir kemur karfan.is — Uppáhalds-app í símanum: Spotify á hug minn allan í símanum. — Uppáhaldshlaðvarp: Get ekki gert upp á milli Í ljósi sögunar, Endalínunnar og Fílalag. — Uppáhaldsmatur: Ætli það sé ekki heimatilbúna pítsan sem konan gerir. — Versti matur: Grjónagrautur.

— Mottó í lífinu: A clean desk is the sign of a sick mind — Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Ég mundi vilja vera á einkatónleikum með Jeff Buckley og gott partý eftirá. — Hvaða bók lastu síðast? 50 ways to beat a Hangover. — Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Nei, ekki beint að fylgjast með neinum sérstökum í línulegri dagskrá

— Hvað er best á grillið? Halloumi-ostur og lambakonfekt — Uppáhaldsdrykkur: Kristall Lime, þessi græni.

Netspj@ll

i ostur Halloum

— Hvað óttastu? Að vera fljótandi á opnu hafi og vita ekki hvaða sjávardýr leynast fyrir neðan.

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

— Uppáhaldssjónvarpsefni: Heimildarmyndir og spennutryllar.

— Fylgistu með fréttum? Já, ég fylgist mjög vel með fréttum á neti og í útvarpi, svo horfi ég á kvöldfréttir.

— Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, bjartsýni fyrir góðu veðri og samveru með fjölskyldunni.

— Hvað sástu síðast í bíó? Sonic the hedgehog — Uppáhalds­ íþróttamaður: Ég horfði mikið upp til MJ en í dag er engin sérstakur íþróttamaður uppáhalds.

— Hvað á að gera í sumar? Ætla að skella mér í húsbílaferðalag og heimsækja vestfirði meðal annars og ferðast um landið mitt.

já Villa Borgari h

— Uppáhaldsíþróttafélag: Keflavík. — Ertu hjátrúarfullur? Nei, get því miður ekki sagt það. — Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Góð 70’s Rock-tónlist — Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Ég er algjör alæta á tónlist og get hlustað á hvað sem er en það eru tvær hljómsveitir sem ég nenni ekki að hlusta á það eru U2 og Metallica.

— Hvert ferðu í sumarfrí? Mun væntanlega eyða því á Íslandi, vonandi þegar það fer að hausta aftur að maður skelli sér kannski í smá ferð erlendis, hver veit?

— Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ætli ég mundi ekki fara með þá á Villa svo rúnta með þau út á Reykjanesskaga og enda í Sandvík í sólbaði og smá sundsprett í sjónum. Nema þau þyrftu að fara ein í sjóinn því ekki fer ég þangað.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

ð i ð i v g n u á p p Passað u Þ

essi hross eru í gerði við Melaberg í Suðurnesjabæ. Þau hafa nóg að bíta og brenna og una sér vel með ungviðinu sínu. Vel er passað upp á ungviðið og folaldið fór aldrei langt frá móður sinni á meðan ljósmyndari gerði stuttan stans við gerðið.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hamborgarar með sætum kartöflum í staðinn fyrir brauð bestir á grillið Anna Margrét Ólafsdóttir segist vera dellukona með dellu fyrir ofnbökuðu grænmeti. – Nafn: Anna Margrét Ólafsdóttir.

– Uppáhaldsvefsíða: lubbipeace.com sem er í stöðugri vinnslu.

– Fæðingardagur: 30. desember.

– Uppáhalds-app í símanum: Instagram og The Pattern.

– Fjölskylda: Er gift Inga Þór Ingabergssyni og saman eigum við þrjú börn og einn hund, nýlega bættust við nokkur síli! Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Tamningakona og rithöfundur. – Aðaláhugamál: Ég get ekki valið eitt sem aðal en þau sem tróna á toppnum eru; jóga, lestur, útivist (fjallgöngur og göngur), samskipti fólks og allt sem tengist orku og andlegri næringu manneskjunnar.

– Uppáhaldshlaðvarp: Já, komdu nú þar! Við hjónin eigum og rekum Lubba Peace þar sem eru framleidd og komið að nokkrum sérlega góðum og vel hljóðandi hlaðvörpum: Fjölskyldan ehf., Góðar sögur, Leiðin að sjálfinu og Skúffuskáld. Það sem ég er að hlusta á núna, sem er ekki frá okkur, heitir Dying for sex – frábærlega vel unnið og skemmtilegt. – Uppáhaldsmatur: Ég er dellukona og núna er ég með dellu fyrir ofnbökuðu grænmeti, þá helst rauðrófum og súrdeigsbrauði og pizzum – já, ég er í Súrdeigshópnum á facebook og já, ég bjó til minns eigins súr.

ace Lubbi Pe

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

– Versti matur: Allur þorramatur og sveppir.

– Hvað er best á grillið? Hamborgarar með sætum kartöflum í staðinn

Netspj@ll

– Fæðingarstaður: Sjúkrahúsið á Selfossi.

fyrir brauð. Það setur hamborgarann á annað gæðastig.

– Uppáhaldsdrykkur: Engiferöl og sódavatn


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

– Hvað óttastu? Það versta. – Mottó í lífinu: Að hlusta á plexið og sinna mér og fólkinu mínu. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Astrid Lindgren, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Edgar Cayce, Elvis Presley og langömmu mína, Guðfinnu Þorsteinsdóttur – Erlu. Gæti orðið gott partý þetta! – Hvaða bók lastu síðast? Ég er að lesa Litlir eldar alls staðar eftir Celeste Ng, síðast kláraði ég Signs eftir miðilinn Laura Lynn Jackson. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Ég fylgist með Grace & Frankie, Working Moms, Dead to me, After Life, A-Typical, The Let Down o.fl. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Eins og sjá má að ofan, eitthvað sem er ekki of þungt eða hræðilegt ... fréttirnar sjá um það. – Fylgistu með fréttum? Já, í útvarpi og á neti. – Hvað sástu síðast í bíó? Yesterday. – Uppáhaldsíþróttamaður: Golfarinn Skarphéðinn Óli og markmaðurinn Bergrún Björk. – Uppáhaldsíþróttafélag: RKV og Golfklúbbur Suðurnesja. – Ertu hjátrúarfull? Ég segi bara nei og já!

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Otis Redding, Nina Simone, Stevie Wonder, Lizzo, Maggie May með Rod Stewart, Bítlarnir, Cat Stevens, Nick Cave kemur mér kannski ekki í gott skap en hann er „all-time favorite“ og verður að vera með. Mér finnst samt erfitt að velja því góð tónlist bara kemur mér yfirleitt í gott skap. – Hvaða tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Ég vil ekki einu sinni telja það upp, þá bara fer ég í fýlu! – Hvað hefur þú að atvinnu? Ég hef verið að kenna jóga og skipuleggja ótrúlega spennandi námskeið í Lubba Peace. Er framkvæmdarstýra Lubba Peace. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Heldur betur, hef bara ekkert geta unnið sem er auðvitað mjög súrt. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Sem mjög krefjandi en mikilvægt ár. Ár til að læra og takast á við sjálfan sig. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, meira að segja mjög mjög mikil bjartsýni. – Hvað á að gera í sumar? Vera með fjölskyldunni, taka til í garðinum, keyra um, njóta – og í ágúst fer ég með fjölskyldunni til Aðalvíkur sem verður hápunkturinn held ég.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Aðalvíkur og svo er restin óskrifað blað. Mig langar að fara til Akureyrar og vera eitthvað hjá fjölskyldunni minni á Selfossi. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Ég myndi byrja á göngu á Þorbjarnarfell og fara í Þjófagjá og stoppa svo Hjá Höllu í Grindavík. Þaðan myndi ég svo keyra að Brimkatli, stoppa í Höfnum, skoða Stafnes, Sandgerði og Garð. Það eru ótrúlega margar náttúruperlur sem ég myndi skoða. Þyrfti sennilega nokkra daga til að gera þetta vel og vandlega.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Garðskagi er kynngimagnaður staður

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Gyðjuhelgi á Garðskaga 5.–7. júní Sjóbað verður á dagskránni fyrir þær sem vilja prófa það. Þá verða teknar fyrir gleðiæfingar sem opna fyrir hláturinn og jákvæð hugþjálfun sem kennir þeim að efla vellíðan ...

„Já, ég er búin að vera með mjög vinsæl göngujóganámskeið á Garðskaga síðan um miðjan mars og langaði að gera eitthvað meira á svæðinu, sem er svo frábært útivistarsvæði. Þessi gyðjuhelgi 5.–7. júní er fyrir allar konur sem vilja hrista upp í sjálfri sér, endurnýja orku sína og dusta rykið af draumunum sínum. Það verður margt skemmtilegt að gerast hjá konum þessa helgi en dagskráin samanstendur af gönguferðum, dansjóga og jógaæfingum innandyra og utan. Sjóbað verður á dagskránni fyrir þær sem vilja prófa það. Þá verða teknar fyrir gleðiæfingar sem opna fyrir hláturinn og jákvæð hugþjálfun sem kennir þeim að efla vellíðan. Konurnar gista allar í fallegum einkaherbergjum á Lighthouse Inn á Garðskaga. Þær munu hafa gaman á meðan dekrað verður við þær í mat og notalegheitum, allar máltíðir eru innifaldar. Þetta verður sannkallað húsmæðraorlof kvenna sem vilja fara að heiman eina helgi og skemmta sér án áfengis með öðrum konum. Þessar helgar hafa

„Garðskagi er kynngimagnaður staður í náttúru Íslands,“ segir námskeiðs­ haldarinn, Marta Eiríksdóttir, sem ætlar að þessu sinni með sumarfagnað kvenna, Gyðjur & Gleði á Garðskaga, námskeið sem hún hefur haldið í tíu skipti á Snæfellsnesi en fannst nú kominn tími til að breyta um staðsetningu.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta alltaf slegið í gegn og verið mjög vinsælar á landsvísu. Nú verður spennandi að prófa nýjan stað fyrir þessa gleðihátíð. Konur eru strax byrjaðar að skrá sig enda líst þeim vel á staðsetninguna og dagskrána sem getur hjálpað þeim að efla lífsgleði sína. Það er mikið hlegið og konur eru konum bestar þessa helgi, það er reynsla mín. Ég er mjög spennt að taka á móti konunum og hrista upp í þeim á jákvæðan hátt. Skráning er komin á fullt og stéttarfélög styrkja svona sjálfstyrkingarnámskeið,“ segir Marta sem bendir konum á að finna hana á Facebook til að skrá sig og fá nánari upplýsingar.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja Fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 19:30 á Park inn hótelinu Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Kosningar (stjórn og skoðunarmenn reikninga). 4. Kosning formanns. 5. Sigríður Erlingsdóttir forstöðumaður fer yfir starfsemina hjá KS. 6. Önnur mál. 7. Ráðgjafi frá ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands heldur erindi. Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags Suðurnesja eru hvattir til að mæta. Stjórnin


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fallegast á Reykjane – Krilla og Milla bjóða upp á fjölbreyttar gönguferðir um Reykjanesið og StórReykjavíkursvæðið. Vinkonurnar og leiðsögumennirnir Milla og Krilla hafa boðið upp á mánudagsgöngur á Reykjanesinu og á Stór-Reykjavíkursvæðinu að undanförnu. Hefur verið nokkuð góð mæting og í vikunni komu um 60 manns. „Við ætlum að halda þessu áfram út maí og jafnvel aðeins inn í júní. Fyrir mig fædda og uppalda í Keflavík finnst mér allt hér á Reykjanesinu fallegast en Sogin sem við gengum á síðasta mánudag eru með því fallegra á skag­ anum. Verst hvað vegurinn þangað er erfiður og hægfara,“ segir Kristin Jóna Hilmarsdóttir, Krilla, í samtali við Víkurfréttir. Krilla hefur verið á fleygiferð sem leiðsögumaður og göngugarpur undanfarin ár, hér á landi og einnig hefur hún farið með hópa til útlanda. „Í þessum gönguferðum síðustu vikur höfum við farið á nokkra staði: Mánu­ daginn 4. maí var farið með um 30 manns á Ketilstíg við Seltún í Krýsuvík. Önnur gangan okkar, 11. maí, í henni fórum við skemmtilegan hring í Búr­ fellsgjá frá Kaldárseli og miðað við veðurspá vorum við bara nokkuð ánægðar að fá tuttugu manns. Þriðja ferðin, 18. maí, þá fórum við með 60 manns um sjö kílómetra hring um Sogin sem er sérkennilegt háhitasvæði fyrir sunnan Trölladyngju og Grænudyngju, stundum kallað litli Laugarvegurinn. Við fengum vin okkar, áhugaljósmyndarann og augnlækninn Ólaf Má Björnsson, með í för og fór hann í hraðkennslu hvernig á að taka flottar myndir á símann og vinna þær aðeins fyrir samfélagsmiðla,“ sagði Kristín Jóna og bætti því við að ekki væri búið að fastsetja næstu göngur en hvatti áhugasama að fylgjast með viðburðum á Facebook, MilluogKrillu ferðir.

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


esinu

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fallegast á Reykjanesinu

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

Fallegast á Reykjanesinu

Fyrir mig fædda og uppalda í Keflavík finnst mér allt hér á Reykjanesinu fallegast en Sogin sem við gengum á síðasta mánudag eru með því fallegra á skaganum ...


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fallegast á Reykjanesinu

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

Fallegast á Reykjanesinu


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðj

Sumar á Sýrlan d

Þetta var fyrsta popppla enda ekki annað hægt. Þ tónn sem slegin n var me manna „and th e rest is h er. Á meðan nál in flutti m legu tóna af þess ari eðals ég plötuumslag ið en á bak myndasaga sem gerði upp legri. Snilld frá Stuðmönn

Greatest Hits –

The Cure er sannarleg hljómsveit og hefur ve sett nokkrar plötur m uppáhalds en kýs að s þeirra frá 2001, sem b Greatest Hits, því hún þeirra bestu laga. Ég h þessa plötu og diskuri anum í bílnum mínum

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35

Fimm uppáhaldsplötur jóns Inga Guðjónssonar

ndi – Stuðmenn

atan sem ég féll fyrir, Það var einhver nýr eð þessari plötu Stuðhistory“ eins og sagt mér þessa stórk ostskífu grandskoð aði khlið þess var te ikniplifunina enn án ægjunum.

– The Cure

ga ein mín uppáhaldserið lengi. Ég gæti með þeim sem mínar setja bara safnplötuna ber hið frumlega nafn n inniheldur mörg hef hlustað mikið á inn hefur verið í spilarm í mörg ár.

Ég er í raun alæta á tónlist, ef lagið er grípandi og mér finnst það gott skiptir ekki máli hvort það flokkast sem diskó, pönk eða hvað sem er þar á milli. Ég hef gjarnan tekið ástfóstri við ákveðin lög án þess endilega að annað sem frá viðkomandi tónlistarmanni hafi komið hafi snert mig mikið. Ég hef því í gegnum tíðina ekki átt marga hillumetra af plötum eins og sumir en það eru ákveðnar plötur sem ég hef átt sem ég hef hlustað á meira en aðrar og eru þessar hér hluti af þeim. Piano Man – Billy Jomelall unglingur á Akureyri kom út

ára ga er frábær og Þegar ég var þrettán Billy Joel, plata sem eð m “ er ng ra St ss he platan „T i mér far í bæinn til þe rð ge Ég a. st be a lr al KEA né í er talin ein hans hvorki til í Vöruhúsi r va n hú en a un öt pl upa að kaupa ir sem hægt var að ka að st ir þe ru vo m se vildi ég ekki Sport og Hljóð, tíma. En tómhentur um ss þe á ri ey ur einu Ak plötur á lly Joel (og reyndar Bi eð m u öt pl ra að í iano Man“. fara og keypti þv honum í búðinni), „P eð m ði bo í r va m se hún var plötuna kkrum vonbrigðum, no r ri fy ég rð va n voru á „The Við fyrstu spilu nsælu smellum sem vi im þe eð m ki ek nt ga sannarle textarnir hafi almen að a gj se að gt hæ ki fannst mér Stranger“ og ek eftir nokkra hlustun en di an ífg pl up ní g jö verið m Piano Man, sem er en ð gi la að tt ei ð þa – ð setur hana í hún virkilega gó slögum, sé á plötunni ld ha pá up um ín m af dag eitt páhaldsplötum. flokk með mínum up

Tunnel Of Love – Bruce Springsteen

Bruce Springsteen, sá mikli meistari, hafði komið með marga smelli og gefið út góðar plötur þegar hann, árið 1987, gaf út plötunva „The Tunnel of Love“ en þar finnst mér hann hafa toppað sig. Ég hlustaði á þessa plötu hvenær sem færi gafst á þessum tíma og hlusta á hana enn í dag. Persónulega finnst mér ekki veikur blettur á þessari plötu, algjört meistaraverk.

Mellon Collie and th e Infinite Sadness – The Smashing Pumki ns

Þessi tvöfalda plata The Smashing Pumki ns sýnir hversu miklir snillin gar eru þarna á ferð, ein plata dugði þeim ekki en hv or um sig hefði náð að slá í gegn. Klárlega ein al lra besta útgáfa tíund a ár atugarins sem ég þrey tist ekki á að spila.


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Planið er að hjóla frá Snæfellsnesi þvert yfir landið að Seyðisfirði Ingibergur Þór hefur áhuga fyrir fjórhjólum og ætlar í nokkrar slíkar ferðir í sumar. – Nafn: Ingibergur Þór Jónasson.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, ég tók algjöra U-beygju og er í dag í 50% starfi ef það má kallast 50%.

– Fæðingardagur: 22. maí 1976. – Fæðingarstaður: Keflavík.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Frekar leiðinlegt ár þar sem allir hafa þurft að lifa í mikilli óvissu.

– Fjölskylda: Fjóla Sigurðardóttir er konan mín. Sigurður Bergvin Ingibergsson og Erna Lóa Ingibergsdóttir eru börnin mín.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu? Þegar við búum við íslenskt sumar þá þarf enga bjartsýni. Þetta verður gott sumar, það er klárt!

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hvað á að gera í sumar? Heyrðu, mála húsið, taka ferð með Melrökkum á Hveravelli sem mun taka fjóra daga. Planið er að hjóla frá Snæfellsnesi þvert yfir landið að Seyðisfirði en það kemur í ljós þegar nær dregur. Njóta þess að vera með mínu fólki og svo náttúrlega vinna.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Skipstjóri eða ljósmyndari. Hef unnið sem háseti og vélstjóri til sjós en lengra komst ég ekki þar. – Aðaláhugamál: Ljósmyndun og að ferðast um landið mitt á hjólinu. – Uppáhaldsvefsíða: Aah, þetta er erfitt. – Uppáhalds-app í símanum: Lightroom. – Uppáhaldshlaðvarp: Ég er nú bara frekar nýr þar en hef verið að hlusta á Góðar sögur og Þvottakörfuna. – Uppáhaldsmatur: Soðin ýsa eða í raspi. Svo klikkar naut í Bearnaise aldrei.

a Soðin ýs

– Versti matur: Soðið hrossakjöt frá afa Leifs Guðjóns. – Hvað er best á grillið? Naut. – Uppáhaldsdrykkur: Toppur með hvítum tappa. – Hvað óttastu? Í raun ekkert en það væri hræðilegt ef það kæmi eitthvað fyrir börnin mín. Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Ég fer austur á Flúðir og mun ferðast innanlands í sumarfríinu

Netspj@ll – Mottó í lífinu: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Gamalt og gott. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Ingólf Arnarsson. – Hvaða bók lastu síðast? Útkall í hamfarasjó. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Tja varla, ég elti flest allt Documentary. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Lord of the Rings / Documentary – Fylgistu með fréttum? Já, ég geri það. – Hvað sástu síðast í bíó? Man það ekki!

– Uppáhaldsíþróttamaður: Óli Óla. – Uppáhaldsíþróttafélag: UMFG, gulur í gegn. – Ertu hjátrúarfullur? Nei, eiginlega ekki. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Bara eitthvað hresst. Stjórnin klikkar aldrei. – Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Ópera og dauðarokk. – Hvað hefur þú að atvinnu? Ég er atvinnubílstjóri.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi fyrst fara með þeim Hópsneshringinn og sýna sem skipsflökin sem standa fyrir innan varnargarðana ásamt því að lesa um sjóslysin sem hafa átt sér stað við Grindavík. Myndi helst vilja sýna þeim Eldvörpin sem eru stórkostleg að sjá.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

... og svo leið tíminn Matti Óla gefur út nýtt en samt gamalt efni. Það var á óveðurskvöldi í nóvember 2006 sem Matti Óla gekk inn í Hvalsneskirkju með gítarinn sinn ásamt nokkrum félögum sínum. Undir morgun hélt mannskapurinn til baka og var þá búinn að taka upp fjögur ný lög úr smiðju Matta. Nú, fjórtán árum síðar, eru þau loksins að koma út á stuttskífunni … og svo leið tíminn sem verður aðgengileg á streymisveitum föstudaginn 15. maí 2020. Með Matta á þessu töfrakvöldi í gömlu kirkjunni var upptökumaðurinn Ingi Þór Ingibergsson og nokkrir tónlistarmenn sem allir lögðu örlítið af sál sinni í lögin. Harður diskur sem hrundi ásamt ýmsum lífsins verkefnum urðu hins vegar til þess að það náðist ekki að ganga frá upptökunum og svo leið tíminn alla leið til vorsins 2020. Þá var Ingi Þór að fara yfir gamalt dót í upptökuverinu sínu Lubba Peace og datt niður á hljóðskrárnar frá þessu blauta nóvemberkvöldi 2006. Í samstarfi við útgáfufélagið Smástirni var drifið í að ganga frá lögunum til útgáfu. Sem fyrr segir var það Ingi Þór Ingibergsson sem tók upp tónlistina í Hvalsneskirkju og honum til aðstoðar var Smári Guðmundsson. Ingi sá svo um að hljóðblanda upptökurnar og Smári masteraði. Matti sjálfur syngur og spilar á klassíska gítarinn sinn. Hlynur Þór Valsson spilar á kassagítar og raddar, Ólafur Þór Ólafsson spilar á rafmagnsgítar og raddar, Pálmar Guðmundsson spilar á bassa og Ingi Þór slær taktinn á einum stað. Ef vel er hlustað má á sumum stöðum heyra í vindinum sem lemur kirkjuna og skapar bakgrunninn fyrir þessa einlægu tónlist. Myndlistarkonan Gunna Lísa gerði svo teikninguna sem prýðir útgáfuna, sem er einföld, hrá og falleg eins og tónarnir á plötunni. Matti Óla er einstakur tónlistamaður sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann hefur fengið að reyna ýmislegt á lífsins leið

sem skilar sér textum sem eru í senn einlægir og mannlegir og tónlistin ber skýr merki höfundarins. Matti byrjaði ekki að fást við tónlist fyrr en hann var kominn á fertugsaldurinn og það voru aðeins fjögur ár liðin frá því að hann spilaði sínu fyrstu tóna á gítar þar til að hann var búinn að gefa út plötuna Nakinn árið 2005. Upptökurnar sem er að finna á … og svo leið tíminn eru teknar upp ári síðar og eru lágstemmdari enda fanga þær einstakt augnablik á einstökum stað. Matti Óla er sannarlega ekki hættur að búa til tónlist. Það má segja að fundurinn á þessum gömlu upptökum hafi ýtt honum aftur í gang því þessa dagana er hann að vinna að upptökum á nýju efni með Smára Guðmundssyni í Smástirni. Stefnt er að því að sú tónlist komi út síðar á þessu ári en fram að því verður hægt að njóta þess að hlusta á lögin sem voru töfruð fram í Hvalsneskirkju fyrir fjórtán árum.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Tjarnarsel – Deildarstjóri Velferðarsvið – Liðveisla Fjölmörg sumarstörf fyrir námsmenn sem eru fæddir 2002 eða fyrr. Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Spáir stórkostlegu sólarsumri Hjörtur M. Guðbjartsson, fastlínusérfræðingur hjá Nova, óttast köngulær og segir indverskan mat vera það versta sem til er matarkyns. Hilmar Bragi Bárðarson

– Nafn: Hjörtur M. Guðbjartsson.

hilmar@vf.is

– Uppáhaldsíþróttamaður: Shaq.

– Fæðingardagur: 6. júní 1983.

Uppáhalds­ íþróttafélag: Njarðvík.

– Fæðingarstaður: Reykjavík. – Fjölskylda: Kvæntur Vilborgu Pétursdóttur og saman eigum við börnin Jón Daníel, Auði og Mörtu.

– Ertu hjátrúarfullur? Nei. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Ekkert sem toppar gott techno.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Körfuboltamaður.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Ed Sheeran.

– Aðaláhugamál: Körfubolti og eldamennska.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Fastlínusérfræðingur hjá Nova.

– Uppáhaldsvefsíða: vf.is

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Hef unnið mest heiman frá og græði tvo tíma á dag með fjölskyldunni.

– Uppáhalds-app í símanum: Instagram. – Uppáhaldshlaðvarp: Get ekki valið á milli Í ljósi sögunnar, Endalínunnar og Þvottakörfunnar. Hlusta á hvern einasta þátt. – Uppáhaldsmatur: Gott pasta í rjómasósu.

Netspj@ll – Hvað óttastu? köngulær. – Mottó í lífinu: Við reddum þessu!

– Versti matur: Indverskur „matur“. – Hvað er best á grillið? Vel meyrnuð nauta ribeye.

ur matur k s r e v d n I

– Uppáhaldsdrykkur: Redbull reddar mörgum dögum.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Ég tæki góðan tebolla með Karli Marx.

– Hvaða bók lastu síðast? Bróðir minn Ljónshjarta.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Það er Big Bang Theory maraþon í gangi. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Körfuboltakvöld – Fylgistu með fréttum? Já, alltof mikið. – Hvað sástu síðast í bíó? Ég man þig.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Ekki einu sinni COVID getur skyggt á fæðingu dætra minna tveggja í febrúar þannig að fyrir mína fjölskyldu hefur þetta ár verið rólegt en samt frábært. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Ég spái stórkostlegu sólarsumri sem verður ekki síðra en 2019 sem á eftir að lyfta brún okkar eftir erfiðan vetur. – Hvað á að gera í sumar? Rúlla eitthvað út á land, grilla og njóta þess að vera til. – Hvert ferðu í sumarfrí? Á Snæfellsnes þar sem mín bíður gullin strönd og lækur fullur af silungi. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi byrja á því að kaupa nesti í Valgeirsbakaríi og taka svo Reykjaneshringinn og finna góða skjólsæla gjótu og fara í lautarferð.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur og gegndi mikilvægi hlutverki

Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur, byggt 1890, og var áður íbúðarhús í Garðhúsum og síðar pakkhús við Einarsbúð. Þetta hús er upphaf skipu­ lagðrar byggðar í Grindavík enda öll húsnúmer frá þessu húsi talin. Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af flaggstönginni á norðurgaflinum sem þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876–1944 ) hætti formennsku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk

að gefa sjófarendum leiðbeiningar úr landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft hættuleg og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir

1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn.

Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastarhverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum. Jón Steinar Sæmundsson tók myndina og skrifaði texta.


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Öflugt vísindastarf og heilbrigðiskerfi mikilvæg fyrir samfélög

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

– Keflvíkingurinn Sylvía Rut Káradóttir er lækna­ nemi við Kaupmanna­ hafnarháskólann í Dan­ mörku. Þar býr hún ásamt kærasta sínum, Eyþóri Inga Einars­ syni. Sylvía er ánægð með Danmörku, segir það mikinn kost að geta hjólað allt, eignast nýja vini og árstíðirnar í Kóngsins séu fallegar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41

Ég var hér í Danmörku í fyrra yfir sumarið og það var yndislegt. Við ætlum að vera hér úti þar sem við erum bæði með vinnu hér. Vonandi náum við svo að fljúga heim og hitta fólkið okkar eitthvað í sumar ... – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég flutti út út af náminu mínu en ég hef lengi haft það á bak við eyrað að vilja að búa í Danmörku. Eftir að hafa reynt tvisvar við inntökuprófið heima fékk ég að vita að ég hefði komist inn í Danmörku og ég sé alls ekki eftir því að hafa flutt út.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Já, ég sakna allra heima ennþá meira núna því það er ekki svo létt að fljúga heima á þessum tímum. Það er líka erfitt að geta ekki hitt nýju bróðurdóttur mína sem fæddist í janúar.“ – Hve lengi hefurðu búið erlendis? „Við Eyþór fluttum hingað út í janúar 2019.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa í Kaupmannahöfn? „Að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini, fallegar árstíðir, að geta hjólað allt og að sjálfsögðu að fá þann möguleika að verða góð í dönsku!“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Áður en COVID-19 skall á var ég vön að vakna snemma og hjóla af stað í skólann, hitta bekkjarfélaga mína og læra saman. Það eru bæði stórir fyrirlestrar og bekkjartímar og alls konar tilraunir á tilraunastofum skólans, svo enginn dagur er eins. Eftir skólann fer ég stundum í jóga og undirbý mig fyrir næsta skóladag.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Já, ég ætla að gera það. Sumarið er besti tími ársins.“

Sólborg Guðbrandsdóttir vf@vf.is


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini, fallegar árstíðir, að geta hjólað allt og að sjálfsögðu að fá þann möguleika að verða góð í dönsku! Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

– Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Mín áhugamál eru dans og jóga. Ég hef auðvitað ekki geta farið og stundað það meðan þetta stendur yfir. Félagslífið í skólanum er gott svo ég reyni að nýta það til að hitta vini og fara á alls konar viðburði, sem er auðvitað öllu aflýst núna. Það er ekki margt sem maður getur gert en sem betur fer hefur veðrið verið gott og maður getur notið þess að vera úti í sólinni.“ – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Ég var hér í Danmörku í fyrra yfir sumarið og það var yndislegt. Við ætlum að vera hér úti þar sem við erum bæði með vinnu hér. Vonandi náum við svo að fljúga heim og hitta fólkið okkar eitthvað í sumar. Annars reyni ég líka að plata alla að koma út til mín en það er ekkert skemmtilegra en að fá fjölskyldu og vini hingað út.“ – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Ég var nú ekkert með mikil plön fyrir utan skólann. Ég ætlaði reyndar til Íslands í apríl, í tíu ára fermingarafmæli sem var svo frestað.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Það er bara mjög svipað og heima, Danirnir voru reyndar fljótari að setja samkomu­bannið á. Þeir hafa líka lokað landinu sem gerir það auðvitað erfitt að ferðast heim, sem vanalega er svo létt. Það var létt á samkomubanninu eftir páska þar sem leikskólar og grunnskólar opnuðu aftur ásamt hárgreiðslustofum og því um líkt. Það er ennþá lokað á veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og skemmtistöðum og öllum hátíðum í sumar hefur verið aflýst, eins og t.d. Hróaskeldu.“ – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur? Hefur margt breyst? „Já, mjög margt hefur breyst. Þetta tekur alveg á andlega, sérstaklega að geta ekki verið með fjölskyldunni. Ég er nýbúin í mjög stóru prófi, sem ég tók heima, búin að vera að undirbúa mig fyrir það síðastliðinn mánuð. Það er sameiginlegt rými hérna þar sem við búum en það brýtur aðeins upp á daginn að geta farið þangað niður að læra.“ – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Hversu mikilvægt það er fyrir samfélög að stuðla að öflugu vísindastarfi og heilbrigðiskerfi.“

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja Fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 19:30 á Park inn hótelinu Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Kosningar (stjórn og skoðunarmenn reikninga). 4. Kosning formanns. 5. Sigríður Erlingsdóttir forstöðumaður fer yfir starfsemina hjá KS. 6. Önnur mál. 7. Ráðgjafi frá ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands heldur erindi. Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags Suðurnesja eru hvattir til að mæta. Stjórnin


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

GRILLAÐ FYRIR

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mætti í portið hjá Heilbrigðis­ stofnun Suðurnesja og grillaði hamborgara í vorblíðunni fyrir starfsfólk stofnunarinnar sem og lögreglunnar á Suðurnesjum og Brunavarna Suðurnesja. Um var að ræða þakklætisvott fyrir frammistöðu framlínufólks í COVID-faraldrinum. „Við í körfuknattleiksdeild Keflavíkur erum afar þakklát í dag. Þakklát fyrir allan þann stuðning og meðbyr sem við höfum fundið fyrir undanfarið og sérstaklega eftir að við fórum af stað með Karolina Fundverkefnið okkar. Þvílíkar móttökur sem við fengum þar. Til að sýna okkar þakklæti ákváðum við að nýta hamborgarana sem átti að grilla í úrslitakeppninni í að bjóða okkar framlínufólki, eða starfsfólki HSS, Brunavarna Suðurnesja og lögregluembættis Suðurnesja, að koma í portið við sjúkrahúsið okkar og gæða sér á gourmetborgurum, frönskum og gosi.

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

Okkur fannst það mjög viðeigandi að fólkið sem hefur staðið vaktina á þessum erfiðu tímum fyrir alla bæjarbúa Keflavíkur njóti góðs af því að við gátum loksins gefið til baka. Ég veit að þið kæru stuðningsmenn eruð okkur hjartanlega sammála,“ segir í pistli frá körfuknattleiksdeildinni á fésbókinni. Á fésbók Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er skrifað: „Starfsfólk HSS þakkar innilega fyrir bragðgóða borgara, og ekki síður fyrir stuðninginn í samfélaginu hér Suður með sjó.“ Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í grillveislunni.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

R FRAMLÍNUNA

VR óskar eftir

tilboðum fyrir félagsmenn áhuga á að veita félagsmönnum VR tilboð eða afslætti fyrir sumarið 2020. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 1. júní 2020. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: – Merki eða mynd til birtingar á vef VR – Stutt lýsing – Tengill á vefsíðu – Gildistími tilboðs Tilboð verða birt á vef VR – vr.is/tilbod VR

KRINGLUNNI 7

103 REYKJAVÍK

SÍMI 510 1700

WWW.VR.IS


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Katlar minnisvarðar um s

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

skipsströnd á Garðskaga Skipsströnd voru tíð við Garðskaga á tuttugustu öldinni. Sjaldan hafa þó orðið mannskaðar vegna þeirra sem oft má þakka skjótum viðbrögðum heimamanna í Garði.


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Siglingaleiðin fyrir Garðskaga er fjölfarin og var áður fyrr talin víðsjárverð. Þar ná grynningar langt út. Má þar nefna Garðskagaflös, Lambarif og Gerðahólma. Flest voru ströndin við Garðskaga og snemma var kallað eftir merkingum og að viðvaranir yrðu settar upp. Gamli vitinn var byggður 1897 en áður höfðu verið sett upp leiðamerki á Garðskagatánni. Sjómenn vissu að flösin var um sjómíla á lengd og lægi í norður og vestur. Því var ráð að sigla djúpt fyrir en það tók aukinn tíma og kostaði meira eldsneyti. Frá árinu 1903 hafa um fjörutíu skip strandað við Garðskaga, síðast 1987. Þá eru ótaldir smærri bátar sem hafa stranda á flösinni og verið dregnir út á næsta flóði. Hugmynd kom upp í blaðaskrifum Sveinbjörns Egilssonar, sjómanns, árið 1916 að setja upp klukkudufl við flasarhausinn á Garðskaga. Til slíkrar klukku myndi heyrast langar leiðir í stillu og væri til viðvörunar í dimmviðri. Þó voru uppi efasemdir vegna mikils sjógangs en lagt var út flotdufl 1932 á tuttugu metra dýpi. Duflið var uppmjótt, hvítmálað og búið klukku sem hringdi þegar duflið hreyfðist. Þegar horft er til hafs frá Garðskaga má sjá katla úr skipum sem hafa brotnað á Garðskagaflösinni. Katlarnir hafa verið þarna áratugum saman og haggast ekki þrátt fyrir óveður og brotsjói. Þá eru þarna einnig skipsvélar, öxlar og fleira. Margt er grafið í flösina eða komið undir þaragróður en katlarnir sjást vel úr landi. Myndirnar með þessari umfjöllun voru teknar með dróna á stórstraumsfjöru í byrjun ágúst í fyrra. Katlarnir eru í um 800 metra fjarlægð frá gamla vitanum. Ekki er mælt með því að ganga að þeim þar sem þarna fellur hratt að og aðeins skammur tími á fallaskiptum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

Katlar minnisvarðar um skipsströnd á Garðskaga


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skiptir um útvarpsstöð

þegar Daði og gagnamagnið eru settir á fóninn – Kristján Carlsson Gränz væri til í að hitta Malcolm X og sumarfríið verður í BYKO og Húsasmiðjunni. – Nafn: Kristján Carlsson Gränz. – Fæðingardagur: 18. ágúst 1977. – Fæðingarstaður: Reykjavík. – Fjölskylda: Særós og svo börnin Kristján Sindri, Júlía Auðbjörg og Alexandra Eldey. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fyrst lögreglumaður, síðar flugumferðarstjóri, fyrirmyndir mínar í æsku mótuðu þessar pælingar. – Aðaláhugamál: Ljósmyndun, félagsmál, pólítík og hreyfing. – Uppáhaldsvefsíða: Engin ein, en hbr.org er skoðuð reglulega ásamt fréttamiðlum VF, mbl og vísi. – Uppáhalds-app í símanum: Spotify. – Uppáhaldshlaðvarp: How I built this by Guy Raz, Í ljósi sögunnar og The GaryVee Audio Experience – Uppáhaldsmatur: Sá sem hefur verið hlúð vel að og ást sett í allt ferlið en ég áttaði mig á því að ég held ég eigi engan „uppáhalds“mat. Þó þykir mér vænt um góða steik í góðum félagsskap. – Versti matur: Ofunnin matvara og ég er lítið hrifinn af grænmeti ...

eð Matur m

– Hvað er best á grillið? Íslenskt lamb. – Uppáhaldsdrykkur: Egils appelsín hefur verið í uppáhaldi núna í nokkur ár. – Hvað óttastu? Að lifa börnin mín en þegar ég upplifi ótta reyni ég að finna leið til að yfirstíga hann.

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 51

– Mottó í lífinu: Lífið heldur áfram með sín verkefni, ekki vandamál.

Malcolm X

– Hvaða bók lastu síðast? Surrounded by Idiots eftir Thomas Erikson og Everything is F*cked eftir Mark Manson. Þó titlarnir séu stórorðir eru báðar bækurnar mjög fræðandi og upplýsandi.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? 90‘s Rock Anthems-playlistinn á Spotify er mjög fínn til þess. Annars kemur gott rokk mér í gott skap.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Ég er að bíða eftir nýrri seríu af bæði Vikings og Lucifer en við hjónin erum að klára Ozark á næstunni og ég er nýbyrjaður á Breaking Bad.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Ég verð líklega óvinsæll við þetta svar en gott dæmi er Daði og gagnamagnið, ég er lítið hrifinn af Eurovision en get skipt um gír ef félagsskapurinn er góður og í réttum gír.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Það eru svo margar perlur hér á Reykjanesinu sem vert er að skoða en Trölladyngja og Sog væru líklega með fyrstu stöðunum. Það væri best svo ef ég næði að fá Ellert Grétarsson með í för og fá að kíkja í nokkra fallega hella í leiðinni.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu? Veistu, já, ég er nokkuð bjartsýnn fyrir sumrinu, ég trúi því og vona að veðrið verði eins gott og í fyrra. Aflétting hafta vegna COVID-19

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR HEIMAVIST.IS

– Hvað sástu síðast í bíó? Ég held að það hafi verið Klovn 3 frekar en einhver teiknimynd með börnunum.

FRAMHALDSSKÓLANEMENDUR ALLS STAÐAR AÐ AF LANDINU

HLÍÐARFJALL VEITINGARSTAÐUR

– Uppáhaldsíþróttafélag: Njarðvík! En ég fylgist með Manchester United í enska boltanum.

7M

15 MÍNÚ

TUR

2 MÍNÚTUR

AR

HE

8M

ÍNÚ

TUR

ÍNÚ

TUR

3M

ÍNÚ

TUR

LY ST KA I GA FF I

– Ertu hjátrúarfullur? Heilt yfir held ég ekki, en ég er viss um að ef það yrði rýnt í hegðun hjá mér er ég örugglega hjátrúarfullur að einhverju leyti.

UR

ING

B ÍÓH

– Uppáhaldsíþróttamaður: Detroit „Bad Boys“ og þá kannski helst Dennis Rodman.

NÚT

NN

NN BÆR I MIÐ R S LANI VER ÚS

3 MÍ

ME

VMA Á AKU A OG RE AH M YR ST I I V A ÚS

IM

SU ND RÆ K ÍÞR TIN ÓT T

MA

S

VMA Heimavist MA og VMA

8 MÍNÚTUR

ást

– Hvert ferðu í sumarfrí? Húsasmiðjuna og Byko? Ég er að vona að gluggarnir á húsið verði klárir þegar ég er í sumarfríi, vegna veirunnar sem er í gangi er fjölskyldan svo sem ekki búin að skipuleggja ferðir en bæði vaktafrí og sumarfríið verða nýtt í að skoða Ísland.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Árið byrjaði ágætlega og jólagjöfin átti að vera ferð á fótboltaleik í London, nema hvað að daginn sem við lendum er ákveðið að fresta öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar um óákveðinn tíma ... en heiðarlegasta svarið er að frá byrjun mars hefur árið ekki verið meira eins og félagslegt fangelsi, ég hef t.d. ekki getað heimsótt og knúsað ömmu og afa vegna öryggisráðstafana á Hrafnistu.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Slökkviliðsmaður og allt mögulegt hjá Flugvallarþjónustu Isavia.

– Fylgistu með fréttum? Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast og nýti til þess fréttasíður, sjónvarp og af og til TIL útvarp. 7.JÚNÍ

– Hvað á að gera í sumar? Skipta um nokkra glugga í húsinu, skoða íslenskar náttúruperlur með fjölskyldunni. Vonandi verður svo Þjóðhátíð í Eyjum á listanum ef þríeykið opnar á það.

N IN UR S

– Uppáhaldssjónvarpsefni: Vandaðir grínþættir og bíómyndir. Gæti samt dottið í Discoveryrásirnar og National Geographic í lengri tíma.

gerir mér kleift að hitta vinahópa sem eru mér kærir.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Malcolm X væri mjög ofarlega á listanum hjá mér.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Ég hef ekki þurft að gera miklar breytingar á starfinu sjálfu en vegna veirunnar hefur allt flug snarminnkað og við erum að nýta tímann til þess að betrumbæta Keflavíkurflugvöll og hreinsa upp smá „tossalista“ sem deildin var með.


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Upphafið að gullöld knattspyrnunnar í Keflavík byrjaði þegar

ÍBK VINNUR ÍSLANDSMEISTARATITILINN Í KNATTSPYRNU 1964 Árið 1964 vann ÍBK Íslandsmeistaratitilinn í knatt­ spyrnu í fyrsta sinn. Liðið rétt slapp við fall árið á undan en lék svo best allra árið eftir og tapaði að­ eins einum leik allt sumarið. Þetta voru stórtíðindi á Suðurnesjum þegar fyrsti Íslandsmeistaratitill­ inn kom í hús. Félagið fékk að launum aukafram­ lag úr Bæjarsjóði Keflavíkur fyrir árangrinn að upphæð 150 þúsund krónur á þeim tíma. Upp­ reiknað er það um 3,3 milljónir króna á núvirði. Í samantekt Byggðasafns Suðurnesja sem birt var á Facebook-síðu safnsins segir svo: Hér verður ör­ lítið gripið niður í fundargerðarbók bæjarstjórnar frá því í september á því herrans ári 1964 og síðan skoðuð umfjöllun dagblaðanna um tvo leiki liðsins á þessu sumri en þeir voru nokkuð dramatískir. Úr fundargerðabók bæjarstjórnar: Ár 1964, fimmtudaginn 24. september kl. 6 e.h. var bæjarstjórnin samankomin á aukafundi í æskulýðsheimilinu að Austurgötu 14. Fundarefni: Sigur knattspyrnuflokks Í.B.K. á Íslandsmótinu. Þar sem knattspyrnulið Keflvíkinga hefur á Íslandsmótinu í ár borið sigur af hólmi og hreppt Íslandsmeistaratitilinn í ár og þar með Íslandsbikarinn, þykir bæjarstjórninni tilhlýðilegt að sýna flokknum og þjálfara hans Óla B. Jónssyni nokkra viðurkenningu fyrir afrek sitt og þann ljóma sem sigur þeirra hefur varpað á Keflavík og keflvíska æsku. Telur bæjarstjórnin rétt að viðurkenningin verði í því fólgin að hækkað verði framlag bæjarsjóðs til knattspyrnudeildarinnar svo henni verði kleift að halda þjálfara sínum a.m.k. næsta ár. Bæjarfulltrúar eru allir sammála um, að knattspyrnudeild Í.B.K. skuli veitt í þakklætis- og viðurkenningarskyni fyrir frammistöðu sína á Íslandsmótinu kr. 150.000,00 aukaframlag úr bæjarsjóði er greiðist

næstu tólf mánuði eða nánar tiltekið frá 1. okt. 1964 til 1. okt. 1965 og verði fé þessu varið til knattspyrnumála og áframhaldandi þjálfun knattspyrnumanna okkar. Bæjarstjóri upplýsti, að hann hefði gert ráðstafanir til að Íslandsmeisturunum verði haldið samsæti í Aðalveri n.k. sunnudag, er þeir koma heim með Íslandsbikarinn til Keflavíkur. Hér verður sagt frá leikjum Keflavíkurliðsins við Val þetta sumar, sem reyndust nokkuð ævintýralegir Vísir mánudagur 15. júní Keflavík tekur forystuna í 1. deild – og KR dettur niður í 3. sæti. Keflavíkurliðið var í gær það lið, sem kom, sá og SIGRAÐI. Áhangendur liðsins komu einnig hundruðum saman frá Keflavík, sáu góðan leik sinna manna og sneru til baka sem sigurvegarar, hæstánægðir með leikinn, enda er Keflavík nú búið að taka forystuna í 1. deild, og án efa verður erfitt að þoka liðinu þaðan aftur, a.m.k. verður þá að berjast betur en Valsmenn gerðu í gærkvöldi.

„Eins og menn muna fótbrotnaði Jón í leik við Val á Laugardalsvellinum í sumar. Virtust Keflvíkingar ákveðnir í að hefna ófara félaga síns. Leikur liðsins gjörbreyttist, hraðar og nákvæmar sendingar rugluðu Valmenn algjörlega í ríminu.“ Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53

Högni Gunnlaugsson heldur hér á Íslandsbikarnum eftir fyrsta sigur Keflavíkur á Íslandsmóti við komuna til Keflavíkur en sérstakt sigurhóf var haldið liðinu til heiðurs í Aðalveri. Rúta frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur ók leikmönnum til Reykjavíkur til að taka á móti bikarnum.


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Valsmenn sjálfir hjálpuðu Keflvíkingum á sporið. Árni Njálsson gerði einhver ljótustu mistökin á sínum bakvarðarferli, sem vissulega hefur verið blessunarlega laus við slíkt. Hann ætlaði að gefa til Gylfa markvarðar á augnabliki er virtist ekki hættulegt, en Gylfi var á leið út úr markinu til að hirða boltann og fór hann framhjá honum og inn. Þetta gerðist eftir 12. mín. leik. Á 34. mín. jafna Valsmenn. Ingvar skoraði með fallegu skoti innan vítateigs. Einar Magnússon, mjög skemmtilegur leikmaður, skorar 2:1 þremur mín. síðar. Boltinn kom fyrir markið frá Karli Hermannssyni, sem einnig sýndi mjög skemmtilegan leik. Einar var fljótur að afgreiða óverjandi í netið, 2:1. Högni skoraði 3:1 úr vítaspyrnu á 1. mín. síðari hálfleiks. Mjög gott skot og öruggt. Vítaspyrnan kom vegna brots Gylfa markvarðar á Jóni Jóhannessyni, sem meiddist við þetta. Meiðslin á Jóni urðu til þess að hann varð að fara út á kantinn. Var hann þar sem eftir var draghaltur og háði það honum skiljanlega mikið. Samt var það hann sem skoraði við mikil fagnaðarlæti, 4:1 fyrir Keflavík á 31. mín. Mjög laglega gert hjá Jóni gott skot. Keflvíkingar unnu þarna verðskuldaðan sigur, áttu mjög fjörug tilþrif og í heild var liðið mjög gott. Hér segir frá síðari viðureign Keflavíkur og Vals, og er byrjað á frásögn Vísis, en síðan haldið áfram í Morgunblaðinu.

Ekkert virðist geta ógnað sigri Keflavíkur í 1. deild Enn breikkar bilið milli „keppinautanna“ í 1. deild, KR og Keflavíkur. Keflavík vann Val eftir nokkuð óvænta mótstöðu í fyrri hálfleik, með 5:1, en KR-ingar máttu heita góðir í gærdag með 2:2 gegn Þrótti, sem jafnframt eygir þó nokkra von um að halda sæti sínu í deildinni, enda hefur liðið ekki staðið sig sem verst tapað 5 af 9 leikjum og þar af nokkuð slysalega stundum. Verður baráttan milli Þróttar og Fram án efa mjög hörð og jöfn. Það er hins Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

„Leikur Keflvíkinga síðustu 30 mín. leiksins er það bezta, sem ég hef séð hjá íslenzku liði á þessu ári. Samleikur Karls og Rúnars ruglaði algjörlega þunglamalega vörn Vals, og Einar Magnússon og Magnús Torfason áttu nú sinn bezta leik á sumrinu. Högni og Sigurður Albertsson stóðu vel fyrir sínu.“ vegar af toppbaráttunni að segja að ég mundi þora að afhenda Keflvíkingum Íslandsbikarinn á stundunni, því KR-liðið kemur vart til með að vinna fyrst Akranes, síðan Keflavík á heimavelli og þá aftur Keflavík í úrslitaleik. Það er vart hægt annað en „bóka“ Keflvíkinga sem Íslandsmeistara 1964, ári eftir að þeir stóðu í fallbaráttu þar sem KR-sigur á Akureyri, færði þeim sætið í deildinni í sumar. Í Keflavík fór fram tilþrifamikill leikur við Val á laugardal. Fyrri hálfleikur bauð upp á jafna og skemmtilega keppni, sem leiddi þó ekki til marks. Bezta tækifærið áttu Keflvíkingar, en Högni Gunnlaugsson spyrnti úr vítaspyrnu beint í fang Gylfa Hjálmarssonar. Strax í seinni hálfleik, þegar Keflvíkingar áttu á móti golunni að sækja skoruðu þeir. Það var Sigurður Albertsson sem skoraði 1:0 eftir 5 mínútna leik. Örstuttu síðar varð Jón Jóhannesson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, sem hann hlaut nú aftur á fæti, en hann fótbrotnaði í fyrri leik þessara liða í sumar og hefur síðan verið frá. Myndataka leiddi þó í ljós að hér var aðeins um að ræða mar en ekki brot. Léku Keflvíkingar eftir þetta 10 gegn 11 Valsmönnum, – og það undarlega var, að nú fór að ganga í haginn. ... Morgunblaðið þriðjudagur 8. sept. 1964 Á 14. mín. skeði atvik, sem að líkindum hefur haft úrslitaþýðingu fyrir gang leiksins. Jón Jóhannesson fékk spark í fótinn í návígi við Árna Njálsson og varð Jón að yfirgefa völlinn.

Eins og menn muna fótbrotnaði Jón í leik við Val á Laugardalsvellinum í sumar. Virtust Keflvíkingar ákveðnir í að hefna ófara félaga síns. Leikur liðsins gjörbreyttist, hraðar og nákvæmar sendingar rugluðu Valmenn algjörlega í ríminu. Á 22. mín. tók Jón Ólafur hornspyrnu, knötturinn stefndi í markið, Gylfi hafði hendur á knettinum, en missti hann í netið. Tíu mín. síðar skoraði Magnús Torfason þriðja mark Keflavíkur, með þrumuskoti af 25 metra færi. Ennþá pressa Keflvíkingar og nú skoraði Jón Ólafur með vinstrifótarskoti, eftir að hafa leikið á bakvörð Vals. Loksins á 44. mín. tókst Valsmönnum að komast á blað. Hermann miðherji lék laglega á tvo varnarleikmenn ÍBK og skoraði með rólegu og föstu skoti. Síðasta markið kom síðan, er örfáar sekúndur voru til leiksloka. Sigurður Albertsson var með knöttinn á vítateigslínu Vals og allir bjuggust við skoti. Í stað þess, renndi Sigurður knettinum aftur fyrir sig, til Magnúsar Torfasonar, sem ekki lét á sér standa að afgreiða knöttinn í netið. – Það má segja að sigur Keflavíkur hafi verið réttlátur. Bæði liðin áttu marktækifæri, nokkurn veginn í hlutfalli við mörkin, sem skoruð voru. Leikur Keflvíkinga síðustu 30 mín. leiksins er það bezta, sem ég hef séð hjá íslenzku liði á þessu ári. Samleikur Karls og Rúnars ruglaði algjörlega þunglamalega vörn Vals, og Einar Magnússon og Magnús Torfason áttu nú sinn bezta leik á sumrinu. Högni og Sigurður Albertsson stóðu vel fyrir sínu.

Ellefu Keflvíkingar fór á Laugardalsvöll og tóku á móti bikarnum úr hendi Gunnars Schram, formanns KSÍ. Um helmingur þessara leikmanna voru síðan lykilmenn í Gullaldarliði Keflavíkur sem vann Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum á árunum 1969 til 1973.

Lið Vals er skipað leiknum einstaklingum, með góða og áferðafallega knattmeðferð. Samt er eins og liðinu takist aldrei að ná verulega vel saman nema örstutt augnablik í einu. Og það er eins og baráttuviljann vanti hjá flestum. Nái mótherji knettinum, þá er hætt og horft á hvernig næsta manni tekst. Þetta er þó ekki hægt að segja um Árna Njálsson, sem alltaf berst og stundum af full miklu kappi. Hermann, Reynir og Árni Njálsson voru beztu menn Vals í þessum leik. Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi ágætlega. Áhorfendur voru fjölmargir.

Leikir Keflavíkurliðsins þetta sumar: Keflavík-Fram 6:5 Keflavík-Valur 4:1 Keflavík-Þróttur 0:0 Keflavík-KR 2:3 Keflavík-ÍA 2:0 Keflavík-ÍA 3:1 Keflavík-Fram 0:0 Keflavík-Valur 5:1 Keflavík-KR 1:1 Lokastaðan í deildinni Keflavík 10 6 3 1 25:13 15 Akranes 10 6 0 4 27:21 12 KR 10 4 3 3 16:15 11 Valur 10 3 2 5 19:24 8 Fram 10 2 3 5 16:20 7 Þróttur 10 2 3 5 14:24 7 Fram og Þróttur spiluðu úrslitaleik um fallsætið og vann Fram 4:1. Árni Daníel Júlíusson, söguritari.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55

Íslenska landsliðið í knattspyrnu árið 1948 sigraði Finna 2:0 og var það fyrsti sigur íslensks landsliðs í knattspyrnu. Hafsteinn Guðmundsson er fjórði leikmaður frá vinstri í fremri röð.

Hafsteinn Guðmundsson gerði Keflavík að knattspyrnustórveldi:

Hafsteinn í bikarflóði. Borðið sem Hafsteinn stendur við svignar undir bikurum eftir afraksturinn á hápunkti gullaldar 1973 m.a. Íslandsbikarinn, Meistarabikarinn ásamt öðrum bikurum sem unnust þetta árið. Guðni Kjartansson, fyrirliði, situr við borðið en stóru styttuna á miðju borði fékk hann eftir að íþróttafréttamenn höfðu útnefnt hann íþróttamann ársins sama ár. Aðrir á myndinni eru Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar, Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri og Árni Þorgrímsson formaður knattspyrnuráðs.

Markaði dýpstu sporin í íþróttasögu Suðurnesja Sá veldur mestu er upphafinu veldur, segir gamalt orðtæki. Hafsteinn Guðmundsson var brautryðjandi á sviði íþróttastarfseminnar á Suðurnesjum og vann ómetanlegt starf í þágu ýmissa greina íþrótta, bæði heima í héraði og á landsvísu. Ferill hans er sögulegur og sennilega án fordæma í íslenskri íþróttasögu. Hann kleif ungur hæstu tinda forfrömunar í íslenska íþróttaheiminum og var sæmdur bæði heiðurskrossi Íþróttasambands Íslands og heiðurskrossi Knattspyrnusambands Íslands þegar hann varð fimmtugur 1973. Heiðurskrossinn er æðsta heiðursmerki ÍSÍ og KSÍ og aðeins veittur þeim sem unnið hafa íþróttum ómetanlegt gagn. Þá var Hafsteinn kosinn heiðursfélagi Ungmennafélags Keflavíkur, sem var æðsta viðurkenning félagsins, þegar hann varð sextugur. Hafsteinn var formaður ÍBK frá stofnun félagsins 1956 fram til ársins 1975. Hann var í

stjórn HSÍ 1959-1960. Hann var stjórnarmaður í KSÍ 1968-1972, landsliðsnefndarmaður og síðar landsliðseinvaldur 1969-1973 eins og það var kallað, þ.e. sá um val á landsliði Íslands í knattspyrnu. Hafsteinn lék í mörg ár með Val. Hann varð Íslandsmeistari með þeim í knattspyrnu 1942-45 og nokkrum sinnum Íslandsmeistari í handknattleik bæði innanhúss og utan. Hann lék á annað hundrað leiki með meistaraflokki Vals í knattspyrnu og síðan með ÍBK 1956-60. Þá lék hann fjóra landsleiki í knattspyrnu á árunum 1946-51 og einnig þrjá landsleiki í handknattleik. Á þessum árum var ekki mikið um landsleiki í knattspyrnu. Á árunum 1946-51 voru aðeins leiknir 5 landsleikir eða einn landsleikur á ári. Sama má reyndar einnig segja um landsleiki í handbolta. Hér vantaði nógu stóran íþróttasal fyrir landsleiki og þeir fáu landsleikir sem hér fóru fram voru leiknir úti á gamla

Melavellinum. Þetta breyttist þega Laugardalshöllin var tekin í notkun 1965. Hafsteinn var landsliðsmaður í handknattleik í fyrstu landsleikjum Íslands á árunum 1950-1955, einnig lék hann fyrsta landsleik Íslands í knattspyrnu - gegn Dönum á Melavellinum 1946. Hafsteinn gerði Keflavík að knattspyrnustórveldi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Keflvíkingar hrepptu á þessum tíma Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum og unnu meistarakeppni KSÍ fimm sinnum og urðu bikarmeistarar 1975. Var þá oft talað um Gullaldarliðið í Keflavík. Íslandsbikarinn til Keflavíkur eftir 10 ár Hafsteinn var sjálfkjörinn sem formaður ÍBK við stofnun þess enda með mikla reynslu af félagsstarfi, auk keppnisreynslunnar. Hann segir: „Það var strax byrjað að vinna skipulega í sambandi við fótboltann. Við settum okkur það markmið að

Íslandsbikarinn væri kominn til Keflavíkur eftir 10 ár. Það tókst og gott betur því eftir aðeins 8 ár var bikarinn kominn til Keflavíkur. Ástæðan var sú að við byrjuðum strax að leggja rækt við yngstu aldurshópana. Við vorum með mikið af ungum og efnilegum strákum, héldum þeim við efnið og þjálfuðum þá uns þeir urðu Íslandsmeistarar í fjórða flokki 14 ára gamlir, aðeins þremur árum eftir stofnun ÍBK. Síðan héldum við áfram með þessa stráka og lögðum mikla vinnu í þjálfun þeirra uns við náðum fyrsta Íslandsmeistaratitlinum 1964. „Þremur árum eftir stofnun bandalagsins, árið 1959 voru allir yngri flokkarnir hjá Keflavík komnir í úrslit og fjórði flokkur varð fyrsti Íslandsmeistari ÍBK. Rjóminn úr þessum flokki er síðan gullaldarliðið sem varð Íslandsmeistari fimm árum síðar, 1964.

Þessi umfjöllun birtist í 80 ára afmælisriti Keflvaíkur árið 2009.

Sigursælasta knattspyrnulið Keflavíkur Tímamót með ÍBK Árið 1956 stóð KFK ásamt UMFK að stofnun Íþróttabandalags Keflavíkur og lagði þeim samtökum síðan lið sitt allt. Stofnun ÍBK markaði tímamót í íþróttasögu Keflavíkur, því þá hófst sameiginleg þátttaka félaganna í Keflavík í öllum keppnisgreinum og ÍBK tók við allri almennri þjálfun í knattspyrnu, handknattleik og sundi. Skipulagðar æfingar voru hafnar fyrir alla aldursflokka í þessum íþróttagreinum.Nokkur keppni var þó inn byrðis á milli félaganna, KFK og UMFK, og árlega voru haldin Keflavíkurmót og Suðurnesjamót í knattspyrnu. 12

Gullaldarliðið Íslandsmeistarar ÍBK 1973, yfirburðarlið sem tapaði ekki leik í Íslandsmótinu. Tíu leikmenn liðsins voru í landsliðinu og er það einstakt í íslenskri knattspyrnusögu að svo margir landsliðsmenn skuldi vera frá einu og sama félaginu. Fremi röð f.v.: Steinar Jóhannsson, Karl Hermannsson, Einar Gunnarsson, Friðrik Ragnarsson, Jón Sveinsson, Þorsteinn Ólafsson, Lúðvík Gunnarsson, Ástráður Gunnarsson, Albert Hjálmarsson og Vilhjálmur Ketilsson. Aftari röð f.v: Joe Hooley þjálfari, Hjörtur Zakaríasson, Ólafur Júlíusson, Guðni Kjartansson, Grétar Magnússon, Stefán Jónsson, Gunnar Jónsson, Gísli Torfason, Jón Ólafur Jónsson og Hafsteinn Guðmundsson form. ÍBK.

BLÓMSTRANDI MANNLÍF ÞÚ GETUR FLETT VÍKURFRÉTTUM FRÁ STOFNUN 1980 TIL DAGSINS Í DAG Á TIMARIT.IS

VÍKURFRÉTTIR


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stóra NATO-fjárfestingarmálið Umræða sem fer fram eftir tilfinningum og með upphrópunum skilar sjaldnast upplýsingum um hið efnislega mál og staðreyndirnar týnast. Við þekkjum margar slíkar umræður undanfarin ár og virðist sem ein slík sé farin af stað nú varðandi framgang varnarsamstarfs Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem við Íslendingar vorum stofnaðilar að 4. apríl 1949. Á grundvelli samstarfsins höfum við getað verið herlaus þjóð en samt tryggt varnir okkar. Samstarfið er enn mikilvægara nú eftir því sem málefni Norðurslóða þróast meira.

Það er því í senn einkennilegt og dapurlegt að verða vitni að því áhugaleysi sem forsvarsmenn bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sýna þessum innviðaframkvæmdum á svæðinu og bera við að þeir þekki ekki málið ...

Hluti af framlagi okkar til samstarfsins hefur verið að leggja fram landsvæði, aðstöðu og fjárframlög til uppbyggingu innviða og það er skuldbinding af okkar hálfu. Skuldbinding þessi hefur skilað sér margfalt til baka inn í íslenskt velferðarsamfélag. Sem dæmi um innviði sem tengjast NATO-samstarfinu er ljósleiðari sem liggur hringinn í kringum landið og er grunnurinn að öflugu netsambandi um land allt. Flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli og flugumferðarstjórnunin er grundvöllur þeirrar mikilvægu tengimiðstöðvar sem Ísland er í flugi yfir Atlantshafið, núverandi

hafnarmannvirki og olíubirgðastöðin í Helguvík þar sem mest allt flugvélaeldsneyti landsins fer í gegn. Ekki má gleyma öllum þeim björgunarbúnaði sem fylgdi veru varnarliðsins, eins og þyrlurnar, en mikið af þeim búnaði er hér enn. Tillögur utanríkisráðherra um frekari uppbyggingu innviða í Helguvík og á öryggissvæðinu í Keflavík eru eðlileg framkvæmd varnarsamstarfsins sem munu koma íslenskum borgurum vel. Nái áformin fram að ganga munu þau herskip sem nú liggja við Reykjavíkurhöfn vegna loftrýmisgæslu og fleiru geta

lagt að bryggju nær öryggissvæðinu. Þannig væri hægt að fá stærri, hagkvæmari og umhverfisvænni skip til landsins, og framkvæmdirnar því draga úr borgaralegum áhrifum af varnarsamstarfinu og minnka umhverfissporið. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ þekkja mikilvægi NATO og hvaða umsvif fylgja starfseminni, eins og viðtal við Margréti Sanders á dögunum bar með sér. Þá höfum við þingmenn ásamt fulltrúum frá NATO og íslensku utanríkisþjónustunni verið í samskiptum við nærsamfélagið vegna mögulegrar uppbyggingar og framgöngu samstarfsins, eins og eðlilegt er með verkefni á svona stærðargráðu. Það er því í senn einkennilegt og dapurlegt að verða vitni að því áhugaleysi sem forsvarsmenn bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sýna þessum innviðaframkvæmdum á svæðinu og bera við að þeir þekki ekki málið, sem er rangt því ég hef sjálfur rætt málið við þá. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Er atvinnuuppbygging á Suðurnesjum „moldvirði alþingismanna“? Á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 19. maí kom undirrituð með tillögu að bókun vegna uppbyggingar í Helguvík og óskaði eftir því að meirihluti bæjarstjórnar myndi samþykkja hana. Málið var fellt af Framsókn, Samfylkingu og Beinni leið. Sjálfstæðisflokkurinn studdi tillöguna en oddviti Frjáls afls sat hjá. til að það yrði liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa heimsfaraldursins. Yrði af framkvæmdum myndi það hafa verulega jákvæð áhrif fyrir svæðið. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvetur ríkisstjórnina til að standa sameinuð í baráttunni gegn þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í atvinnumálum Suðurnesja og útiloka ekkert í þeim efnum.

Furðuleg tillaga meirihlutans Tillaga Miðflokksins Í nýrri skýrslu starfshóps um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum, á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins, kemur m.a. fram að þörf sé á samstilltu átaki og grípa þurfi til öflugra varna gegn þeirri stöðu sem komin er upp vegna algjörs hruns í ferðaþjónustu og starfsemi tengdri henni. Taka ber heilshugar undir þetta enda tölur um atvinnuleysi á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ mjög alvarlegar. Þegar svo er komið að fjórði hver íbúi sveitarfélagsins er án atvinnu, ber stjórnvöldum og bæjarstjórn að leita allra leiða til þess að draga úr fordæmalausu atvinnuleysi. Borist hafa fréttir af áhuga Atlandshafsbandalagsins (NATO) á uppbyggingu í Helguvík fyrir milljarða króna og að utanríkisráðherra hafi lagt Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.

Meirihlutinn; Framsókn, Samfylking og Bein leið, höfnuðu ofangreindri tillögu en komu með eftirfarandi, sem svar við bókun undirritaðar: Við teljum óeðlilegt að bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ taki undir „sögusagnir“ um áhuga NATO um að ráðast í miklar framkvæmdir í Helguvík sem nemur mörgum milljörðum. Forsætisráðherra sagði á þingi í gær engar upplýsingar hefðu komið fram um meintan áhuga þeirra í þessu máli, en að ef svo væri þyrfti þetta að fara fyrir Alþingi. Við höfum lýst yfir áhuga á uppbyggingu í Helguvík í samstarfi við alla áhugasama aðila en viljum ekki taka þátt í pólitísku moldvirði alþingsmanna. Að öðru leiti viljum við vísa til þeirra bókunar sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 7. apríl síðasliðinn og allir bæjarfulltrúar skrifuðu undir. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni 19. apríl staðfesti utanríkisráðherra það sem fram

kemur í bókun Miðflokksins. Taldi hann líklegt að málið myndi fá þinglega meðferð í haust. Utanríkisráðherra lagði það til við ráðherranefnd um ríkisfjármál að ráðist yrði í verkefni á Suðurnesjum á vegum Atlantshafsbandalagsins í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna gæti hlaupið á tólf til átján milljörðum króna. Bæjarfulltrúi Miðflokksins frábiður sér þær aðdróttanir sem fram koma í bókuninni, að um „pólitískt moldviðri“ sé að ræða eða „sögusagnir“ þegar utanríkisráðherra staðfestir með afgerandi hætti að hægt er að ráðast í þessar framkvæmdir. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikilvægt þetta fjármagn yrði fyrir bæjarfélagið á þessum erfiðu tímum en því hafnar bæjarstjórnin. Það er mér óskiljanlegt af hverju meirihlutinn gat ekki samþykkt tillögu Miðflokksins. Ég velti einnig fyrir mér hvort að þessi meirihluti ætli sér ekki að vinna með þingmönnum Suðurkjördæmis, til að bæta hag okkar og fá að sitja við sama borð og önnur sveitarfélög varðandi fjármagn til svæðisins. Það virðist ekki vera þar sem að meirihlutinn ætlar ekki að taka þátt í „moldvirði alþingismanna“ eins og þeir komust að orði. Er atvinnuuppbygging í mesta atvinnuleysi sögunnar á Suðurnesjum nú orðið „moldvirði alþingismanna“? Dæmi nú hver fyrir sig. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57

Loftgæðum Reykjanesbæjar úthýst til Arion banka Leikmaður spyr hvaða lagaskyldu um framtíð kísilversins í Helguvík yrði ekki fullnægt samkvæmt sveitarstjórnarlögum ef íbúakosning færi fram, t.d. um fyrirsjáanleg versnandi loftgæði í Reykjanesbæ vegna eiturefna frá starfseminni? Snýst lagaskyldan um að úthýst hafi verið, á einhverjum tímapunkti til fimm manna stjórnar fjármálafyrirtækis í Reykjavík‚ lögbundnu leyfi til að ráða loftgæðum í bæjarfélaginu til frambúðar. Að það fái þar með mögulegan bótarétt ef íbúarnir neita að sættast á loftgæðin sem þeir boða. Mýta bæjarfulltrúanna Íbúafundur um aðgerðir í atvinnumálum, sem haldin var 14. maí síðastliðinn, var eins og vera ber upplýsandi og skilmerkilegur. Hann var haldinn í samræmi við sveitarstjórnarlög og vísað til þeirra í umræðu og svari við innsendri fyrirspurn um mögulega íbúakosningu. Kjarni hennar var „hver er raunveruleg ástæða þess að bæjarstjórn virðist ekki vilja halda íbúakosningu um málið?“ Bæjarstjóri sem var til svara vísaði til 107. og 108. greina sveitarstjórnarlaga og hengdi hatt sinn á þessar tvær lagagreinar, fyrir ómöguleika íbúakosningar. Hann las meðal annars upp alla 3. málsgrein 108. gr. þar sem vísað er til 107. gr. um almennar atkvæðagreiðslur‚ sem lýkur með eftirfarandi orðalagi‚ „... eða tillögu sem gengur gegn lögum eða mundi leiða til þess að lagaskyldu yrði ekki fullnægt af hálfu sveitarfélagsins“. Hvaða mýta er í gangi? Hvernig hefur sveitarfélagið skuldbundið sig að lögum með samningum við einkafyrirtæki sem setur heilsu bæjarbúa að veði? Sveitarfélaginu ber skylda til að upplýsa bæjarbúa ef svo er.

Þ.e. ef það hefur gengist undir bótaskyldar skuldbindingar sem ganga framar rétti íbúa til að anda að sér hreinna lofti en fyrirtækið boðar. Framleiðslan var stöðvuð vegna forsendubrests í mengun frá kísilverinu. Þrátt fyrir stöðugar mengunarmælingar‚ sem virtust ávallt undir lögbundnum viðmiðunarmörkum, fann stór hópur íbúa fyrir miklum óþægindum og vanlíðan sem rakin var til kísilversins. Starfræksla kísilversins var stöðvuð vegna eituráhrifa sem hún hafði á íbúa. Loftgæði í bæjarfélaginu höfðu versnað svo að ekki var við unað. Forsendur loftgæða stóðust hvorki loforð né lagaskildu fyrirtækisins við íbúa Reykjanesbæjar né við opinbera eftirlitsaðila.

Loftgæðin, grunnvatnið og ásýndin í brennidepli Nú eru komnir nýir eigendur. Jafnvel þeir fullyrða í frummatsskýrslu sinni um mat á umhverfisáhrifum, með eftirfarandi niðurstöðu um heildaráhrif við rekstur kísilversins.

„Áhrif á umhverfisþætti eru metin frá því að vera nokkuð neikvæð á loftgæði, grunnvatn við fullbyggða verksmiðju og ásýnd yfir í nokkuð jákvæð á atvinnustig samfélags á framkvæmdatíma og talsvert jákvæð á samfélag á rekstrartíma. Áhrif á aðra umhverfisþætti eru metin óveruleg.“ Þeir boða að loftgæði muni minnka og að starfsemin muni einnig hafa nokkuð neikvæð áhrif á grunnvatn og ásýnd bæjarfélagsins. Er mögulegt að það gangi gegn einhverjum lögum eða leiði til þess að sérstakri lagaskyldu við Arion banka verði ekki fullnægt af hálfu sveitarfélagsins ef bæjaryfirvöld virða vilja 20% þeirra sem kosningarétt eiga í sveitarfélaginu og æskja samþykktar íbúa í kosningum fyrir að heimila bankanum að minnka loftgæði, vatnsbúskap og ásýnd í sveitarfélaginu til frambúðar? Reykjanesbæ 18. maí 2020, Tómas Láruson.


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Netspj@ll

„Ég er mjög ánægður á Íslandi og langar ekki til baka, alla vega ekki á meðan Trump er forseti.“ Mike Weaver var í bandaríska sjóhernum og kom til Íslands árið 2003. Á Íslandi kynntist kynntist hann Svanhildi og syni hennar, Stefáni. Svanhildur og Mike giftu sig árið 2006 og fluttu til Texas. Óðinn Kristjón, elsti sonur þeirra, fæddist í Houston, Texas. Þau voru ekki ánægð í Bandaríkjunum því fór svo að þau fluttu við aftur til Íslands ári síðar. Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59

Vill kjöt á grillið

og er ekki aðdáandi Trump

– Nafn: Michael Anthony Weaver.

– Uppáhaldssjónvarpsefni: Heimildarmynd.

– Ertu hjátrúarfullur? Nei.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já.

– Fæðingardagur: 14. apríl 1976.

– Fylgistu með fréttum? Á neti og í sjónvarpi.

– Fæðingarstaður: San Antonio, Texas í Bandaríkjunum.

– Hvað sástu síðast í bíó? Jumanji: The Next Level.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Blúsinn, Djass, Fönk.

– Hvað á að gera í sumar? Ferðast með fjölskyldu og njóta lífsins.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Trap-tónlist.

– Hvert ferðu í sumarfrí? Við ætluðum að fara til Kaliforníu en ekki núna vegna COVID-19. Við keyptum okkur fellihýsi og ætlum að ferðast um landið.

– Fjölskylda: Konan mín er Svanhildur Gísladóttir og strákarnir okkar eru Sigurður Stefán Ólafsson, Óðinn Kristjón og Ísak Logi. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hafnaboltaleikmaður. – Aðaláhugamál: Júdó. – Uppáhaldsvefsíða: Nasa.gov

– Uppáhaldsíþróttamaður: David Robinson, San Antonio Spurs. – Uppáhaldsíþróttafélag: San Antonio Spurs.

– Hvað hefur þú að atvinnu? Ég kenni stærðfræði og ensku hjá Menntaskólanum á Ásbrú. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já. Ég kláraði að kenna önnina í fjarnámi. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Vinna heima og fara í búð.

– Uppáhalds-app í símanum: Spotify. – Uppáhaldshlaðvarp: Imagined Life. – Uppáhaldsmatur: Grillmatur. – Versti matur: Myglaostur. – Hvað er best á grillið? Nautakjöt, svínakjöt, kjúklingur ... KJÖT! – Uppáhaldsdrykkur? Laphraoig, tíu ára. – Hvað óttastu? Að Trump verði endurkosinn. – Mottó í lífinu: If it ain’t broke, don’t fix it. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Albert Einstein.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur?

– Hvaða bók lastu síðast? Of Mice and Men. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? The Walking Dead, Transplant, This Is Us.

Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi fara með þau á Brú milli heimsálfa, Gunnuhver, Bláa lónið, Þorbjörn og fleira. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tjaldurinn er fastagestur á Hólmsvelli í Leiru

Tjaldurinn hefur verið auðfúsugestur og fastagestur á Hólmsvelli í Leiru í mörg ár og flestir eru ánægðir með hans veru á vellinum þó svo það þurfi að taka tillit til þess hvar hann verpir. Hreiðrið getur nefnilega verið á hinum ýmsu stöðum þar sem golfboltinn getur lent, til dæmis í sandglompum. Hér á myndunum má sjá egg í hreiðri og tjald sitjandi þar á sjöundu braut í Leirunni en svo er líka hreiður á gangstíg við fjórtánda teig. Þar hefur nú verið settur setubekkur til að verja eggin og hreiðrið því oft vilja aðrir fuglar koma og fara í eggin. Vallarstarfsmenn setja gjarnan einhverja vörn við eggin sem eru oft ber í sandinum. Annars er fuglalíf óvenju fjölskrúðugt í Leirunni þetta vorið og kunnugir hafa aldrei séð jafn mikið af kríu. Tjaldur er auðgreindur á stærð og lit en hann er í hópi stærstu vaðfugla sem verpa á Íslandi. Hann er er hávaðasamur og félagslyndur fugl og er er einn fárra vaðfugla sem matar unga sína. Hann verpir einkum í möl og sandi nálægt sjó en einnig við ár og vötn inn til landsins, stundum í grónu landi og oft í vegköntum, stöku sinnum á húsþökum. Hreiðrið er grunn dæld í sendna jörð eða möl, ávallt á berangri, fóðrað innan með þurrum gróðri, smásteinum og skeljabrotum en svo segir á Vísindavefnum um þennan skemmtilega fugl.

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61

GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA:

HÓLMSVÖLLUR Í LEIRU

Smelltu á spilarann hér að neðan og sjáðu viðtal við Ólöfu Kristínu Sveinsdóttur, formann GS, og Sigurpál Geir Sveinsson, íþróttastjóra.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

PENNINN Á LOFTI HJÁ KEFLVÍKINGUM Valur Orri Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason hafa skrifað undir samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og spila með Keflavík á næsta tímabili. Valur Orri kom frá Bandaríkjunum undir lok tímabils en Dupree og Ágúst hafa verið sterkir liðsmenn í hópnum undanfarin ár.

Þá skrifuðu einnig sjö ungir leikmenn undir samning við félagið. Fyrr í vor var skrifað undir við helstu lykilmenn liðsins þannig að leikmannahópur Keflvíkinga er að verða klár.

Gróska í kvennajúdó Um fjörutíu konur að æfa júdó í Njarðvík og Vogum

Svakaleg gróska er í kvennajúdó í Vogum og Njarðvík. Um helmingur iðkenda eru konur í hvoru félagi fyrir sig. Rannís styrkti kvennastarfið með vænum styrk áframhaldandi uppbyggingar og hafði það mikil áhrif. Fjölgun stúlkna hefur verið hröð því nú eru um 40 konur að æfa í þessum tveimur félögum en fyrir tveimur árum voru ekki fleiri en tíu. Þessi árangur er einstakur á landsvísu og ef til vill á heimsvísu að sögn Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara hjá félögunum. Hann segir að stefnan sé sett á að meistaraflokkur kvenna verði stofnaður á næstu önn. Guðmundur er afar ánægður með mætingu á æfingar eftir COVID-19 en flestir gátu æft heima í gegnum Zoom.

Fimmtudagur 20. maí 2020 // 21. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 63

KRISTINN PÁLSSON TIL GRINDAVÍKUR Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við Kristinn Pálsson um að leika með Grindavík næstu tvö keppnistímabil í Domino’s-deild karla. Kristinn kemur frá uppeldisfélagi sínu í Njarðvík þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil eftir að hafa komið heim úr bandaríska háskólakörfuboltanum. Áður var Kristinn á mála hjá ítalska félaginu Stella Azzura.

Kristinn var með 9,8 stig að meðaltali með Njarðvík á síðasta tímabili. Hann er skotbakvörður að upplagi, er 197 cm á hæð og getur því einnig leikið fleiri stöður. Faðir Kristins er Páll Kristinsson sem lék með Grindavík um árabil. Segja má að Kristinn feti þar með í fótspor föður síns og ríkir gríðarleg ánægja innan körfuknattleiksdeildar Grindavíkur með að hreppa þennan hæfileikaríka leikmann.

Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, um komu Kristins til Grindavíkur: „Kristinn er frábær leikmaður sem hlaut góða þjálfun ungur að árum í Njarðvík og úr góðu prógrammi á Ítalíu þar sem hann stóð sig vel. Sömuleiðis hefur hann leikið með einu sterkasta yngri landsliði Íslands ásamt því að hafa verið í háskólaboltanum,“ segir Daníel Guðni.

„Ég þjálfaði Kristinn í Njarðvík þegar hann kom heim úr skóla, þannig ég þekki hann vel. Það er sterkt fyrir okkar lið að fá hávaxinn bakvörð, sem er góður skotmaður og frákastar sömuleiðis vel. Hann hefur að geyma mikla körfuboltahæfileika en það sem eru hvað sterkustu eiginleikarnir hjá Kristni eru leiðtogahæfileikar hans og skilningur á leiknum.“

Grindvíkingar fá liðsstyrk Viktor Segatta í Þrótt Vogum Viktor Segatta hefur samið við Þrótt í Vogum og leikur með liðinu í sumar. Viktor þekkir vel til hjá Þrótti, hann spilaði nítján leiki í deild og bikar árið 2018 og skoraði í þeim níu mörk. Síðustu tvö árin hefur Viktor verið hjá Stord í 3. deildinni í Noregi við góðan orðstír. Viktor, sem er fæddur 1992, er uppalinn FH-ingur en hann hefur einnig leikið með Gróttu, Haukum og ÍR á sínum ferli, ásamt Stord í Noregi. Á myndinni eru Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, Viktor Segatta og Brynjar Gestsson, þjálfari Þróttar Vogum.

Grindvíkingar hafa fengið liðsstyrk frá KR-ingum í sumar. Suðurnesjaliðið leikur í næst efstu deild en Vesturbæingar sendu einn ungan kappa til Grindavíkur og mun leika í þeirra búningi í sumar. Þetta er Oddur Ingi Bjarnason en hann lék í neðri deild í fyrra með KV og skoraði þá fimmtán mörk. Oddur Ingi er tvítugur og leikur á hægri vængnum. Á Facebook-síðu UMFG er sagt að hann búi yfir miklum hraða og eigi eftir að styrkja liðið í sumar.

Þá hafa Grindvíkingar fengið markvörðinn Baldur Olsen en hann kemur frá Víkingi á Ólafsvík. Baldur er tvítugur og lék með Grindavík í sameinuðum öðrum flokki Grindavíkur, Víkings Ólafsvík og GG á síðustu leiktíð. Hann kemur inn í öflugt markvarðateymi hjá Grindavík og standa vonir til þess að hann muni taka framförum í góðri samkeppni um markvarðarstöðuna, segir á Facebook-síðu Grindvíkinga.

RÚNAR INGI OG LÁRUS TAKA VIÐ KVENNALIÐI NJARÐVÍKUR Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við kennaliði Njarðvíkur en síðustu tvö ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari liðsins. Rúnar er mikill Njarðvíkingur sem hefur mikla ástríðu fyrir þjálfun en þeir sem þekkja kauða vita að hann er mikill viskubrunnur um körfubolta. Lárus Ingi Magnússon verður aðstoðarþjálfari Rúnars á komandi leiktíð en hann hefur mikla reynslu sem þjálfari á öllum stigum körfu-

boltans. Hann var t.d aðstoðarmaður Sverris Þór Sverrisonar 2011–2012 þegar Njarðvíkurkonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar og það ár vann stúlknaflokkur félagsins einnig tvöfalt. Lárus mun einnig taka við stúlknaflokki og bindur körfuknattleiksdeild Njarðvíkur miklar vonir við að saman takist þeim Rúnari og Lárusi að koma kvennaliði Njarðvíkur í hóp þeirra bestu á nýjan leik, segir á vef Njarðvíkur.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Mundi Hvað var Maddi eiginlega að reykja?

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Kannabis úr kreppu LOKAORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Leaf photo created by jcomp - www.freepik.com

Nú sér fyrir endann á fyrsta kafla í Covid-veseninu. Við höfum sloppið vel veikindalega séð en það er allt í skrúfunni í atvinnumálum. Sérstaklega á Suðurnesjum. Atvinnuleysið fer að bíta af fullum krafti í haust. Það er því mikilvægt að nota sumarið vel og hugsa í lausnum. Mig dauðlangar að kaupa ónotaða kerskála í Helguvík og breyta þeim í gróðurhús. Engin venjuleg gróðurhús, heldur gróðurhús sérsniðin til ræktunar á kannabis.

Það er búið að lögleiða kannabis í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna og löndum víða í heiminum. Eftirspurnin virðist vera næg. Af hverju ekki að stökkva á vagninn – framleiða úrvalsefni, flytja það beint upp á flugvöll og senda það í beinu

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

flugi til Denver, Colorado? Ég er ekki að segja með því að við eigum að lögleiða kannabis, það er önnur umræða, en af hverju ekki að framleiða vöru fyrir markaði þar sem löglegt er að selja hana? Slíkt gróðurhús myndi ekki spilla andrúmsloftinu í kringum sig eins og kísilverið, já eða álverið. Kannski að við yrðum öll ofboðslega glöð ef við myndum ganga framhjá og menn yrðu alveg svakalega „ligeglad“ á golfvellinum. Væri það ekki bara gaman. En fyrst og fremst – útflutningstekjur og atvinna fyrir Suðurnesjamenn. Vel launuð. Stöndum keik og stöndum saman. Það styttir alltaf upp og lygnir. Gleðilegt sumar!

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 21. tbl. 41. árg.  

Víkurfréttir 21. tbl. 2020

Víkurfréttir 21. tbl. 41. árg.  

Víkurfréttir 21. tbl. 2020