Víkurfréttir 20 tbl. 43. árg.

Page 1

Miðvikudagur 18. maí 2022 // 20. tbl. // 43. árg.

47,4% kjörsókn og aldrei verið lægri

H Á M A R KA Ð U VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR

Oddvitarnir, Friðjón Einarsson, Samfylkingu og óháðum, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Framsóknarflokki, og Valgerður Björk Pálsdóttir, Beinni leið, kjósa á laugardaginn.

FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI S Ý N I R A L LA R E I G N I R

VF-myndir: pket

Meirihlutinn styrkti stöðu sína „Ég er Serbi frá Bosníu – fæddur í Króatíu en ég hef alltaf litið á mig sem Júgóslava“

Meirihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar styrkti stöðu sína í sveitarstjórnarkosningunum Reykjanesbæ sl. laugardag. Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna og fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna en voru með tvo áður. Samfylking og óháðir fengu einnig þrjá menn kjörna. Þá hélt Bein leið jafnframt sínum bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna og Umbót, nýtt framboð, fékk einn mann kjörinn.

Framboðin sem hafa myndað meirihluta tvö síðustu kjörtímabil fara úr sex bæjarfulltrúum í sjö. Þau ætla sér að ræða áframhaldandi meirihlutasamstarf. „Eins og við sögðum fyrir kosningar þá er eðlilegt að fráfarandi meirihluti ræði fyrst saman þar sem meirihlutinn heldur. Það eru óformlegar viðræður í gangi og við verðum að sjá hvert þær leiða okkur,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokks.

PÁLL ÞOR BJÖRNSSON LÖ G G I LT U R F A S T E I G N A S A L I

PA L L@A L LT.I S | 560-5501

FLJÓTLEGT OG GOTT! 524

299 kr/stk

kr/stk

fyrir

1

32%

Milan Stefán Jankovic í opnuviðtali

áður 699 kr

2

áður 439 kr

Fulfil Crispy Hnetu og karamelli - 37 g

Toppur Epla og venjulegur 500 ml

25%

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Grandiosa Calzone m/skinku

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Framsókn sigurvegari í Reykjanesbæ Meirihluti Reykjanesbæjar styrkti stöðu sína í sveitarstjórnarkosningunum Reykjanesbæ en kjörsókn hefur aldrei verið lægri og var aðeins 47,4%. Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjanesbæ og bætti við sig manni. „Við erum ákaflega þakklát með árangurinn og að meirihlutinn haldi sem hann gerði og gott betur,“ sagði Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar, sagði ánægjulegt að meirihlutinn héldi og bætti við sig manni. „Meirihlutinn lagði verk sín í dóm og

bæjarstjórann og fékk góða niðurstöður,“ sagði Friðjón. Atkvæðin féllu þannig: B-listi Framsóknarflokks 22,6% 1.536 atkvæði - þrír bæjarfulltrúar D-listi Sjálfstæðisflokks 28,1 - 1.908 atkvæði - þrír bæjarfulltrúar M-listi Miðflokks 1,8% - 122 atkvæði P-listi Pirata 4,2% - 275 atkvæði S-listi Samfylkingar 22,1% - 1.500 atkvæði- þrír bæjarfulltrúar U-listi Umbótar 8,4% - 572 atkvæði - einn bæjarfulltrúi Y-listi Beinnar leiðar 12,8% - 870 atkvæði - einn bæjarfulltrúi Auðir seðlar voru 139 og ógildir 27.

„ Ég get ekki annað en verið ánægður. Meirihlutinn heldur og þetta er búin að vera varnarvinna. Við erum samstíga í meirihlutanum og höfum talað saman alla leiðina um að halda samstarfinu áfram,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, á kosninganótt. „V i ð e r u m virkilega ánægð með þetta og höfum fundið það síðustu vikur að íbúar í Reykjanesbæ treysta Framsókn til að leiða hér vinnuna . Ég er virkilega ánægð með þennan

stóra sigur okkar,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. „Við gáfum út alveg stax frá upphafi að ef meirihlutinn myndi halda, þá væri það eðlilega fyrsta samtalið sem við myndum eiga.“ Halldóra Fríða segir vinnuna síðustu fjögur ár hafa skapað þennan góða árangur í kosningunum sl. laugardag. „Við höfum staðið okkur vel, erum vinnusöm og heiðarleg. Það er að skila sér núna í þessum kosningum.“ „Þó svo við séum stærst , þá vonuðumst við til þess að ná fjórða manninum inn,“ sagði Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, í viðtali við Víkurfréttir á kosninganótt. Margrét segir það hafa komið á óvart í kosningabaráttunni að hún hafi snúist um Sjálfstæðisflokkinn. „Við höfum ekki verið í meirihluta í átta ár, en einhvernveginn þá stóð þeim ógn af okkur og ég tel að við höfum verið með gríðarlega öflugan hóp.“ „Ég er sátt við það að hafa haldið inni okkar eina manni en hefði gjarnan viljað ná annarri manneskju

inn. Úrslitin eru góð skilaboð til okkar í meirihlutanum ,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar l e i ð a r. „ Þ a ð voru engin stór ágreiningsmál í kosningabaráttunni og það endaði þannig. Það segir kannski eitthvað um stöðugleika og ró í Reykjanesbæ sem fólk er að kalla eftir áfram,“ segir Valgerður. „Það eru mikil gleðitíðindi að við höfum náð manni inn í bæjarstjórn,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Umb ó t a r. M a r grét sat síðast í bæjarstjórn fyrir Miðflokkinn en söðlaði um og stofnaði Umbót í vor. „Þeir bæjarbúar sem kusu okkur eru greinilega ánægðir með þau verk sem ég hef verið að vinna í bæjarstjórn síðustu fjögur ár. Það var markmiðið að fella þennan meirihluta, því við erum ekki alveg jákvæð fyrir öllu því sem hann hefur verið að gera.“

Ræða meirihlutasamstarf Suðurnesjabæ Þegar lokatölur úr Suðurnesjabæ voru birtar virðist allt vera opið í meirihlutamyndun. D-listi og B-listi eiga í viðræðum um samstarf samstarf á komandi kjörtímabili og eru viðræður á frumstigi. Fulltrúar framboðanna funduðu á þriðjudagskvöld í Suðurnesjabæ. Nánari

fréttir af þeim fundarhöldum eru á vef Víkurfrétta, vf.is. Sjálfstæðismenn og óháðir fá þrjá menn kjörna. Framboðið fékk 475 atkvæði eða 29,5%. Bæjarlistinn fékk tvo menn kjörna. Framboðið fékk 427 atkvæði eða 26,5% atkvæða. Samfylking og óháðir fengu

Ákall eftir áherslum Framsóknarflokksins

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

„Við í Framsókn erum gríðarlega ánægð með úrslit kosninganna. Við viljum þakka traustið sem okkur er sýnt. Þetta er mikill sigur og það er ákall eftir áherslum og stefnumálum Framsóknarflokksins. Það er bara gleði í okkar herbúðum að við höfum bætt við okkur manni í Suðurnesjabæ. Þetta er virkilega jákvætt,“ segir Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ, um úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Suðurnesjabæ um liðna helgi, þar sem Framsóknarflokurinn fékk tvo menn kjörna.

D-listinn enn stærsti flokkurinn í Suðurnesjabæ „Ég er mjög ánægður með þann stuðning sem D-listinn fékk í kosningunum og allan þann fjölda sem heimsótti okkur og við áttum í samskiptum við fyrir kosningarnar,“ segir Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra, í Suðurnesjabæ. „Niðurstaðan er að D-listinn er enn stærsti flokkurinn í Suðurnesjabæ þrátt fyrir að miklar breytingar hafi átt sér stað í aðdraganda kosninga. Það var ljóst að baráttan um stuðninginn yrði mikil enda mjög mikið af flottum fulltrúum að bjóða sig fram og stefnumálin lík. Við fulltrúar D-listans munum leggja okkur fram að vinna að heilum hug fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, nú sem endranær. Á listanum er mikið af nýjum og flottum fulltrúum sem hafa unnið gífurlega vel saman og eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið. Framtíð bæjarfélagsins er björt og það er okkar allra að vinna að því að svo verði áfram,“ segir Einar Jón.

Lesið nánar um kosningar á vefnum

vf is

tvo menn kjörna. Framboðið fékk 404 atkvæði eða 25,1% atkvæða. Framsóknarflokkurinn fékk tvo menn kjörna. Framboðið fékk 18,9% atkvæða en 304 greiddu framboðinu atkvæði sitt. Auðir seðlar voru 43 og ógildir níu. Kjörsókn var 60,9%.

Allir vinni saman við bæjarstjórnarborðið „B-listinn hefur tjáð okkur að hann sé að hefja óformlegar viðræður við D-listann, sem okkur þykir áhugavert í ljósi þess að þessir tveir flokkar eru með minnihluta atkvæða á bak við sig eða 48,8%. En O-listinn og S-listinn er með 51,6% atkvæða,“ segir Jónína Magnúsdóttir, oddviti Bæjarlistans, þegar hún er spurð út í viðbrögð við úrslitum sveitarstjórnarkosninga í Suðurnesjabæ. „Við höfum sent öllum kjörnum fulltrúum bréf þar sem við áréttum stefnu okkar um að allir vinni saman við bæjarstjórnarborðið, ekki sé hefðbundinn meiri- og minnihluti. Það er okkar vilji og bíðum við eftir viðbrögðum þeirra við þeirri bón,“ segir Jónína jafnframt. Bæjarlistinn var stofnaður í byrjun apríl þegar skila átti inn framboðslistanum til yfirkjörstjórnar. „Að fá 427 atkvæði í kosningunum, með tæp 27% fylgi er að mati Bæjarlistans stórsigur og eftirtektarverður árangur fyrir nýtt framboð,“ segir Jónína.

Grunaði snemma að B og D myndu byrja samtal sín á milli „Okkur fannst tími til kominn að bjóða fram undir S-listanum aftur, en hann hafði boðið fram í Sandgerði í nokkur skipti fyrir sameiningu Sandgerðis og Garðs. Við renndum nokkuð blint í sjóinn þar sem við vorum með mikið af nýju fólki á listanum og þar á meðal engan sitjandi bæjarfulltrúa, þó svo ég hafi setið í átta ár í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar fyrir sameiningu,“ segir Sigursveinn Bjarni Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra, sem bauð fram til bæjarstjórnar í Suðurnesjabæ og fékk tvo bæjarfulltrúa kjörna. „Við vorum þó vongóð um að vera flokkurinn sem myndi vera í lykilstöðu til að mynda meirihluta og eru því úrslitin að vissu leyti vonbrigði. Okkur grunaði þó snemma í kosningabaráttunni að ef svo færi að B og D næðu meirihluta bæjarfulltrúa að þeir flokkar myndu byrja samtal sín á milli, enda líkar áherslur og lítið um breytingar á stjórnun eða rekstri í þeirra málefnaskrám,“ segir Sigursveinn.


Sigraðu innkaupin! Tilboð gilda 19.-22. maí

Grilltvenna Lambamjöðm & nauta-rumpsteik

2.399

40%

kr/kg

3.999 kr/kg

Sigraðu innkaupin og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupa appinu

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Miðflokkurinn sigurvegari með þriðjung atkvæða í Grindavík Miðflokkurinn vann stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum í Grindavík. Flokkurinn fékk 32,4% atkvæða og þrjá menn kjörna. Talin voru 1623 atkvæði en kjörsókn var 64,1%. B-Listi Framsóknarflokks 324 atkvæði (20,2%) og einn mann kjörinn. D-Listi Sjálfstæðisflokks

Meirihlutinn fallinn í Sveitarfélaginu Vogum Í Sveitarfélaginu Vogum féll meirihluti E-listans. Greidd voru 653 atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum sl. laugardag af 1039 á kjörskrá en kjörsókn var 62,8%. D-listi fékk 242 atkvæði (39,1%) og þrjá menn kjörna. Listinn vinnur

einn mann. E-listi fékk 229 atkvæði (37,0%) og þrjá menn kjörna. Listinn tapar einum manni. L-listi fékk 148 atkvæði (23,9%) og fær einn mann kjörinn. Auðir seðlar voru tuttugu og fimm og ógildir voru níu.

Vonbrigði að missa meirihluta Birgir Örn Ólafsson, oddviti E-listans í Sveitarfélaginu Vogum, segir það vera fyrsta verkefnið eftir kosningar að ræða mögulegan nýjan meirihluta við sjálfstæðismenn í Vogum. E-listinn missti hreinan meirihluta sinn til átta ára í kosningunum á laugardaginn. Voru vonbrigði á missa meirihlutann? „Jú, vissulega. Það eru alltaf vonbrigði að missa meirihluta. Hafandi verið með hreinan meirihluta í tvö kjörtímabil þá eru þetta viðbrigði.“

það fljótlega eftir að niðurstöður lágu fyrir. Við ætlum að hittast og taka ákvörðun um hvort við ætlum í meirihlutaviðræður. Það er næst á dagskrá að við og sjálfstæðismenn taki fyrsta samtalið.“ Birgir segir spennandi tíma framundan í sveitarfélaginu og fólk sé að kalla eftir góðri samvinnu. „Það hefur verið mjög góð samvinna milli listanna síðasta kjörtímabil og við eigum ekki von á öðru en það haldi áfram. Við erum í spennandi umhverfi hér í Sveitarfélaginu Vogum eins og annarsstaðar á Suðurnesjum. Það er mikil uppbygging og jákvætt framundan,“ segir Birgir Örn Ólafsson, oddviti E-listans í Vogum.

397 atkvæði (24,8%) og tvo menn kjörna. M-listi Miðflokks 519 atkvæði (32,4%) og þrjár menn kjörna. S-listi Samfylkingar 149 atkvæði (9,3%) og engan mann kjörinn. U-listi Raddar unga fólksins 212 atkvæði (13,2%) og einn mann kjörinn. Auðir seðlar voru tuttugu og ógildir voru tveir.

„Teljum að hinir flokkarnir eigi að líta til okkar í samstarfi“ – segir Hallfríður Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík „Þetta kom okkur á óvart. Við höfum unnið alveg gríðarlega vel á kjörtímabilinu og ég fann að það var meðbyr með okkur. Ég gerði mér væntingar um að ná inn öðrum manni og að við yrðum tvö en mig óraði ekki fyrir því að við yrðum þrjú og sigurvegarar kosninganna. Langstærsti flokkurinn,“ segir Didda, Hallfríður Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík. Miðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari bæjarstjórnarkosningar í bænum og fékk þrjá bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo, Framsóknarflokkurinn einn og Rödd unga fólksins einn. Eruð þið að fara í meirihlutasamstarf eða eru hin framboðin að raða sér upp á móti ykkur? „Ég vona nú að það sé einhver misskilningur. Ég sá umræðu um þetta í morgun. Ég ætla nú rétt að vona að fólk eða flokkarnir hér í bæ séu að

fara gegn vilja fólksins. Ég trúi því eiginlega ekki, ekki fyrr en að það sé að fullu reynt með meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Ég ætla rétt að vona að þetta sé bara stormur í vatnsglasi.“ Eruð þið að ræða við einhverja. „Já, þetta er á viðkvæmu stigi. Það er hægt að orða það þannig að það séu þreifingar í gangi en ekkert verið fundað formlega. Við teljum samt að hinir flokkarnir eigi að líta til okkar í samstarfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að ná saman við okkur áður en þeir fara að reyna eitthvað annað. Ég trúi ekki öðru en að það verði niðurstaðan að það fari fram formlegir fundir með okkur áður en þeir fari saman í sæng með hinum.“ Hvað skapaði þennan mikla meðbyr sem þið fenguð? „Ég held að þetta sé bara traust. Við erum búin að vinna alveg ótrúlega

vel á kjörtímabilinu. Ég hef ein verið í bæjarstjórninni frá Miðflokknum og hef sýnt þessu staðfestu. Ég hef staðið í lappirnar og kannski aðeins staðið í meirihlutanum stundum. Ég styð öll góð málefni en þegar mér finnst að einhverjum málaflokki vegið þá stend ég fast í lappirnar og gef ekki tommu eftir. Þá er ég kannski helst að vísa í leigumálin í Víðihlíð sem var mikið réttlætismál. Svo stóð ég þversum í kokinu á þeim í launaumræðunni og svo öll þessi smáu mál. Þetta er bara traust sem fólk ber til okkar, mín og fólksins á listanum.· Nú hefur stuðningur við Miðflokkinn verið að minnka á landsvísu, þannig að staðan í Grindavík er svolítið á móti straumnum. „Ég er alltaf á móti straumnum. Við erum sér framboð hérna. Kjósendur eru að kjósa fólkið á listanum. Margir hafa verið að kjósa Miðflokkinn en mikið til var þetta líka bara fólk að kjósa okkur frambjóðendur á listanum.“

Samstarf á breiðum grund- „Þakklát fyrir velli og bæjarstjórn starfi að halda okkar manni inni“ án minni- og meirihluta Göngum sátt frá kosningunum „Við erum

Eru þreifingar í gangi? „Menn eru aðeins búnir að þreifa. Við höfum tekið spjallið og gerðum

„Ég er bara mjög sáttur við úrslit kosninganna. Okkar ósk var að það yrði ekki hreinn meirihluti hjá neinu framboðanna og það gekk eftir,“ segir Kristinn Björgvinsson, oddviti L-listans, Lista fólksins, í Sveitarfélaginu Vogum. L-listinn hélt sínum manni í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga og jók fylgi sitt um rúmlega „Það vantaði ekki nema um fimm atkvæði að við næðum öðrum manni inn, sem er að sjálfsögðu örlítil vonbrigði, en við göngum sátt frá kosningunum og ánægð með það traust sem við

hlutum og ætlum að gera okkar besta hvort heldur ef það er í meirihluta eða minnihluta,“ segir Kristinn. Kristinn segist engar fréttir hafa af meirihlutaviðræðum þegar Víkurfréttir heyrðu í honum um hádegisbil á mánudag. „ÉG veit ekki hvort E- og D-listi séu að ræða saman og ætli að mynda sex manna meirihluta. Það hefur allavega enginn haft samband við okkur ennþá. Við erum bara spök og sjáum hvað tíminn leiðir í ljós,“ segir hann að endingu. L-listinn hafi ekki ennþá boðið D- eða E-listanum upp í pólitískan dans.

„Ég er ánægð með að við jukum við fylgi okkar en hefði viljað ná manni með mér. Við háðum heiðarlega kosningabaráttu og tókum ekki þátt í skítkasti af neinu tagi þótt spjótin beindust oft að okkur á óvægin hátt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, oddviti Framsóknarflokks í Grindavík. „Mér finnst mikilvægt að milli þeirra sem mynda meirihluta ríki gagnkvæmt traust og virðing. Fólk þarf að vera samkvæmt sjálfum sér og samtaka í því að fylgja málum eftir sem það stefndi að í kosningabaráttunni.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Fari það svo að við í Framsókn förum ekki i meirihluta þá hef ég áhyggjur af því að mál sem við lögðum áherslu á og brunnum fyrir en hinir flokkarnir ekki fái ekki vægi. Við höfum hitt fulltrúa Miðflokksins en náðum ekki saman um myndun meirihluta, hins vegar kom hugmynd frá mínum flokki að við kæmumst að samkomulagi um samstarf á breiðum grundvelli og bæjarstjórn starfi án minni- og meirihluta sérstaklega i ljósi þess að samstarf milli flokka hefur verið gott í Grindavík,“ segir Ásrún Helga.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

þakklát fyrir að hafa haldið okkar manni inni og varðandi meirihlutaviðræður þá eru þreifingar í gangi en engar formlegar viðræður byrjaðar,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Raddar fólksins í Grindavík, spurð út í úrslit sveitarstjórnarkosninga í Grindavíkurbæ.

Lesið nánar um kosningar á vefnum

vf is


LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI

25%

AFSLÁT

TUR

AF ÖLLU M GRAN ÍT LEGSTE INUM Í MAÍ

Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sjórinn er fullur af fiski Skólaslit verðlaunuð Íslandsdeild IBBY, The International Board on Books for Young People, veitti sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundarsambandsins, sl. sunnudag. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar. Frá árinu 1987 hefur IBBY á Íslandi veitt einstaklingum og stofnunum árlegar viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi. Viðurkenningin er kennd við vorvinda og er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu og því sem vel er gert innan barnamenningar. Að þessu sinni fékk lestrarupplifunin Skólaslit Vorvindaviðurkenningu IBBY 2022. Stýrihópur Skólaslita tók við viðurkenningunni fyrir hönd verkefnisins þau Ari Yates myndskreytir, Heiða Ingólfsdóttir kennsluráðgjafi Suðurnesjabæjar og Voga, Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu Reykjanesbæjar og Ævar Þór Benediktsson rithöfundur. Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi hjá Reykjanesbæ sem situr í stýrihópnum var fjarverandi og tók Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs við viðurkenningunni í hennar stað. Lestrarupplifunin Skólaslit stóð yfir allan októbermánuð 2021 í grunnskólum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og í Vogum og var vel tekið af nemendum, foreldrum og kennurum hér sem og um allt land. Einnig tóku Fjörheimar félagsmiðstöð ríkan þátt í verkefninu ásamt Bókasafni Reykjanesbæjar. Samstarfið gekk vel og er gert ráð fyrir að framhald verði á því nú í haust. Stýrihópur Skólaslita er þakklátur og auðmjúkur fyrir þessa viðurkenningu og hlakkar til nýrra verkefna á komandi hausti, segir á vef Reykjanesbæjar.

Jörðin hérna á Suðurnesjunum heldur áfram að skjálfa og jarðfræðingar segja annaðhvort komi gos eða ekki. Þetta minnir um margt á starfsmenn Hafrannsóknarstofnunarinnar eða Hafró. Sjórinn í kringum Ísland er fullur af fiski og þá sérstaklega þorski en Hafró gengur illa að finna hann eða mæla og því er kvótinn ekki meira en hann er nú þegar. Held að hver sem er geti sagt nú gýs eða ekki gýs og hérna er þorskur. Þetta kvótaár var kvótinn skorinn ansi mikið niður og það hefur bersýnilega haft áhrif á afla og sjósókn báta frá Suðurnesjunum, t.d voru dragnóta bátarnir frá Nesfiski með hátt í 200 tonna minni afla á bát núna á vertíðinni. Rétt skriðu yfir 400 tonn hver bátur. Sama má segja um netabátana hans Hólmgríms. Mikið aflahrun hjá þeim, t.d var Maron GK með aðeins um 390 tonn á vertíðinni 2022, en um 570 tonn árið 2021. Grímsnes GK var með um 580 tonn á vertíðinni 2022 en 914 tonn árið 2021. Reyndar er rétt að hafa í huga að veðráttan var ein sú allra versta í manna minnum í janúar og febrúar og hafði það mikil áhrif á sjósókn bátanna, og það skýrir að nokkru

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

leyti minni afla núna á vertíðinni miðað við vertíðina 2021. Og það fækkar í fiskiskipaflota Suðurnesjamanna, því Þorbjörn hf. í Grindavík lét línubátinn Hrafn GK fara í burtu, á lokadegi vertíðarinnar 11. maí enn honum var siglt til Belgíu og fer þar í brotajárn. Þar með á Þorbjörn aðeins einn línubát, Valdimar GK. Hinir línubátarnir voru Sturla GK, Tómas Þorvaldsson GK og Hrafn GK, sem reyndar hét Ágúst GK. Allir þessir þrír línubátar áttu það sameiginlegt að hafa verið loðnubátar og verið breytt í línubát. Valdimar GK aftur á móti er eini línubáturinn af þessum fjórum sem var keyptur til landsins og sérhannaður sem línubátur. Hann kom til landsins árið 1999, og átti þá Valdimar hf. í Vogum bátinn, hét hann fyrst Vesturborg GK 125, en fékk Valdimar GK nafnið tíu dögum eftir að báturinn kom til landsins. Þorbjörn eignaðist bátinn þegar að sameiningin við Valdimar í Vogum átti sér stað.

Hrafn GK sem er nú búinn að yfirgefa okkur var smíðaður í Noregi árið 1974 og var því orðinn 48 ára gamall. Hann kom fyrst til Vestmannaeyja árið 1975 og hét þá Gullberg VE 292. Var báturinn fyrst óyfirbyggður og var byggt yfir bátinn árið 1977 en 1995 var báturinn lengdur og varð þá 53 metra langur. Fullfermi af loðnu var um 800 tonn á bátnum. Báturinn hét Gullberg VE til ársins 1999, þegar hann fékk nafnið Gullfaxi VE. Lítil útgerð var á bátnum frá árunum 1999 til 2002 þegar Þorbjörn ehf. kaupir bátinn árið 2002 og fór báturinn í sinn fyrsta róður sem línubátur í ágúst sama ár. Hét þá fyrst Ágúst GK og árið 2015 fékk báturinn nafnið Hrafn GK 111 eftir að frystitogari sem að Þorbjörn átti var seldur, en sá togari hafði heitið Hrafn GK og fékk því línubáturinn það nafn. Þess má geta að allir þessir bátar fóru árið 2009 í siglingu erlendis með afla sem veiddur var á línu og síðan þá hefur enginn bátur frá Íslandi farið í siglingu erlendis með afla. Hrafn GK fór tvær ferðir erlendis í mars árið 2009 og samtals með 274 tonn, fyrst með 141 tonna afla.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

SKÓLAKERFI Í MÓTUN UM ALDAMÓTIN 1900 Í 10. þætti var fjallað um fræðslu barna á heimilum áður en skólar komu til. Eftir að skólar tóku til starfa í Vatnsleysustrandarhreppi og í Garði 1872 voru næstu ár stofnaðir barnaskólar á þéttbýlum svæðum víða um land. Að auki urðu þá til nokkrir kvennaskólar, þrír bændaskólar, tveir gagnfræðaskólar, læknaskóli, stýrimannaskóli, iðnskóli, verslunarskóli – og loks Háskóli Íslands 1911. Bygging og rekstur fyrstu barnaskólanna byggði alfarið á áhuga og dug einstakra manna, því skólaskylda var engin og þáttur ríkis og sveitarfélaga rýr. Árið 1880 setti Alþingi lög um kennslu í skrift og reikningi, en kennsla lesturs og kristnfræði hafði verið lögskipuð frá 1790. Landssjóður hóf 1878 að styrkja barnafræðslu í landinu með u.þ.b. 2000 kr. framlagi á ári og hafði það hvetjandi áhrif. Árið 1887 er einnig farið að styrkja farkennara til sveita, fyrst um 50 kr. kennara á ári. Var framlag ríkisins til menntamála um 22 aurar á mann á ári um 1890 og komið upp undir 50 aura árið 1900. Árið 1889 taka tuttugu kennara á öllum skólastigum sig til og stofna Hið íslenska kennarafélag (HÍK). „Tilgangur fjelagsins er, að efla menntun hinnar íslenzku þjóðar, bæði alþýðnmenntunina og hina æðri menntun, auka samvinnu og samtök milli íslenzkra kennara og hlynna að hagsmunum kennarastjettarinnar í öllum greinum andlegum og líkamlegum.“ Félagið barðist fyrstu árin fyrir löggjöf um menntun í landinu, sem

skilaði loks árangri 1907, er Alþingi setti fræðslulög og ríki og sveitarfélög taka ábyrgð á skólagöngu tíu til fjórtán ára barna, þau verða skólaskyld. Árið 1892 er stofnuð Kennaradeild við Flensborgarskólann sem þá var tveggja ára gagnfræðaskóli. Það var að frumkvæði Jóns Þórarinssonar og eftir reglugerð landshöfðingja. Kennaradeildin var fyrst um sinn fáeinar vikur, frá 1. apríl til 14. maí, auk þess var kennd uppeldisfræði vetrarlangt í eldri deild gagnfræðaskólans. Voru 5 nemendur í kennaradeildinni fyrsta vorið og fáir næstu ár, enda var kennsla ekki eftirsótt ævistarf. Jón flutti tillögur í ræðu og riti og á Alþingi næstu ár um tveggja ára sérstæðan kennaraskóla sem varð loks að veruleika 1908, sama ár og fræðslulögin tók gildi. Kennaranámið hafði þó lengst í 7 1/2 mánuð 1896 og árlegur ríkisstyrkur hækkað í 2200 kr. Kennaradeildin í Flensborg starfaði í 17 ár og útskrifaði 121 kennara. Árið 1901 veitti Alþingi Guðmundi Finnbogasyni styrk til að kynna sér lýðmenntun erlendis. Efir dvöl í Danmörk, Noregi og Svíþjóð ritar hann tímamótabókina Lýðmenntun. Síðan er honum falið að kanna ástand menntunar um land allt – 160 árum eftir könnun Harboe – og út kom „Skýrsla um fræðslu barna og unglinga veturinn 1903 – 1904“. Þar kemur m.a.

fram að 47 skólahús eru í landinu (þar af tvö á Vatnsleysuströnd) og kennslustaðir 814 (flestir inni á heimilum). Árleg skólagjöld voru 8–18 kr. og tók karlmann 30–70 klst. að vinna fyrir þeim. Í sveitum var víða kennt í baðstofum innan um heimilisfólk, mörg dæmi um að börn gátu ekki skrifað fyrir kulda, og engin kennsluáhöld til. Þá nutu 5.400 börn skólafræðslu, u.þ.b. helmingur barna á þeim aldri. Alls staðar var kenndur lestur, reikningur, skrift, kver og biblíusögur; víðast í föstum skólum auk þess kennd réttritun, náttúrusaga og landafræði; og fáeinum stöðum saga, danska, söngur, íþróttir og handavinna stúlkna. 415 manns fengust við kennslu, flestir í hjáverkum, og höfðu 24 þeirra gengið í kennaraskóla (flestir í Flensborg) og sextán voru guðfræðingar. Vegur skóla landsins fór vaxandi. Árið 1906 voru skólabörn í Reykjavík 406, greitt fullt skólagjald fyrir 180 þeirra, hálft gjald fyrir 106 og 50 nutu styrks úr Thorkilliisjóði. Árið 1907, eftir átatuga baráttu, var lögfest skólaskylda tíu til fjórtán ára. Hannes Hafstein ráðherra fylgdi málinu fast eftir á þingi. Börn skyldu koma læs í skólann á tíunda ári, svo áfram var krafa um heimilisfræðslu. Við fullnaðarpróf fjórtán ára áttu börnin að geta lesið og skrifað íslenskt mál ritvillulaust, vita eitthvað um mestu menn, kunna kvæði og ættjarðarlög, skrifa læsilega snarhönd, kunna kristin fræði til fermingar og fjórar höfuðgreinar reiknings og flatarmál. Með

tilkomu þessara mikilvægu laga styttist þó skólavist barnanna hér í sveit. Í 2. grein reglugerðarinnar um Thorkilliskólann, sem sett var við stofnun hans 1872, er inntökuskilyrði að barnið sé orðið fullra sjö ára, og að auki heimild til að taka inn fermda unglinga (fjórtán ára og eldri). Þannig verða þessi lög til að stytta skólagöngu barna í Vatnsleysustrandarhreppi, en fjárframlag ríkisins var kærkomið. Næstu verulegu lagaumbætur urðu 1929, um stofnun héraðsskóla. Kann það að hafa kynt undir hugmynd um að hér yrði byggður heimavistarskóli, en teikning þar að lútandi var lögð hér fram 1933. Árið 1929 kom fyrst út námskrá fyrir barnaskóla landsins. Fræðslumálastjórnin

fór að senda út prófverkefni um allt land, í skrift, stafsetningu og reikningi, en sérstakir pródómarar höfðu þá tíðkast lengi. Bjarni námstjóri fór yfir og sendi endurgjöf til skólanna. Árið, 1929 var árangur hér í sveit í meðallagi á landsmælikvarða. Árið 1936 var skólaskylda frá sjö ára aldri sett í lög og skólaárið lengt um einn til tvo mánuði. Var yngstu börnunum kennt haust og vor næstu ár. Fram að því mun hafa tíðkast einkakennsla fyrir yngri börn. 8. nóvember 1930 skrifuðu fjórir feður á Vatnsleysuströnd skólanefndinni bréf og föluðust eftir kennslu fyrir börn sem ekki voru orðin skólaskyld. T.d. árið 1949 var enn vorskóli til maíloka fyrir börn yngri en níu ára, við skóla á Suðurnesjum.

20. ÞÁTTUR

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. Aðalheimild: Gunnar M. Magnúss 1939: Saga alþýðufræðslunnar. Einnig Fréttir úr skólunum, Faxi, júní 1949.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 7

Steinþór endurkjörinn formaður FÍB með öllum atkvæðum „Ég er þakklátur fyrir sterkan stuðning sem fram kom á landsþinginu eftir fimmtán ár í þessu embætti. Við erum með yfir átján þúsund fjölskyldur sem félagsmenn svo okkar ábyrgð sem neytendafélag er mikil og af nógu að taka” segir Steinþór Jónsson, ný endurkjörinn formaður Félags Íslenskra Bifreiðaeiganda, FÍB á vef félagsins.

339 íbúðum í fimm til sex hæða húsum á Vatnsnesi Tillaga að deiliskipulagi Vatnsness – Hrannargötu 2–4 var tekin fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 339 íbúðum í fimm til sex hæða húsum og sameiningu lóða í samræmi við uppdrætti JeES arkitekta ehf. frá 8. apríl 2022. Á 237. fundi umhverfis- og skipulagsráðs var veitt heimild til þess að vinna deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagsfulltrúa með þeim fyrirvara að aðalskipulag Reykjanesbæjar er í endurskoðun. Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Haldinn verði kynningarfundur á skipulagstímabilinu.

við staðsetningu þess við ströndina. Gera skal ráð fyrir trjábelti við Hrannargötu, sem sem hluti af grænni götumynd. Milli húsa og við strandlengjuna er lagt upp með stígum, setubekkjum, góðri lýsingu og gróðri sem endurspeglar umhverfið. Við mitt svæðið er gert ráð fyrir torgi í tengslum við helstu þjónusturými svæðisins með góða tengingu milli Hrannargötu og útivistarsvæðis til austurs.

Mikilvægt er að vanda hönnun og hafa samræmt yfirbragð til að skapa heildstæða hverfisásýnd og hafa vistvæna hönnun að leiðarljósi við val á byggingarefnum. Huga skal að því að nota endurnýtanleg og vistvæn efni við hönnun húsanna. Klæðningar skulu vera samræmdar í efnisnotkun og útfærslu fyrir allt svæðið og hafa náttúrulega ásýnd sem samræmist staðsetningu húsanna.

Landsþing félagsins var haldið sl. föstudag á Hilton Nordica í Reykjavík og var góð þátttaka félagsmanna enda fyrirliggjandi kosningar um formann félagsins. Niðurstaða í formannskjöri var afgerandi en Ólafur Guðmundsson, fyrrverandi varaformaður félagsins og núverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bauð sig fram gegn sitjandi formanni en og hafði ekki erindi sem erfiði. Steinþór Jónsson hlut 100 prósent atkvæða en Ólafur fékk ekkert atkvæði. Steinþór segir að barátta fyrir neytendur sé sér efst í huga á þessum tímamótum og nefnir sem dæmi að bílatryggingar séu nálægt helmingi hærri hér á landi en á Norðurlöndum. Steinþór sagði í ræðu sinni á þinginu að það þurfi einfaldlega að taka tryggingagjöld hér á landi föstum tökum og auka aðhald almennt varðandi eldsneytisgjöld sem og skatta á bifreiðaeigendur. Það sé verið að þrengja að bifreiðum m.a. með Borgarlínu sem muni þrengja að bílaumferð. Þar af síður að fjár-

mögnun Borgarlínu eða almenningssamgangna almennt komi í bifreiðasköttum. „Þá er rafbílavæðing mjög hröð og hugmyndir um skattlagningu rafbíla yfirvofandi svo nú er tími fyrir okkur að vera vakandi fyrir okkar félagsmenn. Við höfum öflugan framkvæmdarstjóra, Runólf Ólafsson, sterka samstæða stjórn sem ásamt starfsfólki skrifstofunnar mynda heild sem ég er stoltur að vera hluti af. Við saman ætlum að ná góðum árangri fyrir okkar félagsmenn. Ég skora á alla bifreiðaeigendur að kynna sér aðild að FÍB sem bæði margborgar sig og um leið styrkir fjöldinn málstaðinn,“ sagði Steinþór. Nýkjörin stjórn FÍB er skipuð eftirtöldum einstaklingum: Steinþór Jónsson, formaður. Kristín Sigurðardóttir, Reykjavík, Ingigerður Karlsdóttir, Reykjavík, Viggó Helgi Viggósson, Reykjanesbæ, og Einar Bárðarson, Hafnarfirði. Í varastjórn sitja Ástríður Sigurðardóttir, Reykjanesbæ, Bogi Auðarson, Kópavogi, og Halldór Óli Kjartansson, Akureyri.

Í tillögunni segir m.a.: Leggja skal ríka áherslu á landslagshönnun á svæðinu í samræmi

Algalíf í samstarf um þróun á lífplasthúð úr þörungahrati Um 50 manns starfa hjá Algalíf Iceland ehf. á Ásbrú sem fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Framkvæmdir við fjögurra milljarða þreföldun á framleiðslunni eru vel á veg komnar. Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú hefur skrifað undir samning við sprotafyrirtækið Marea ehf. um þróun á lífplasthúð úr þörungahrati. Um er að ræða næfurþunna lífniðurbrjótanlega húð um matvæli sem mun bæði minnka plastnotkun og draga úr matarsóun með því að auka geymsluþol matvæla. „Þessi nýting er nýnæmi og getur orðið mikilvægt skref til aukinnar sjálfbærni á Íslandi og innlegg í verðmætaskapandi hringrásarhagkerfi framtíðarinnar. Hún kemur til viðbótar núverandi þróun Marea á lífplastfilmum úr þara,“ segir Svavar Halldórsson, markaðsstjóri Algalífs. Marea ehf. er sprotafyrirtæki á sviði líftækni, sem hefur undanfarin ár verið að þróa þaraplast, lífplast úr þara. Marea hefur meðal annars

Steinþór Jónsson, formaður FÍB, ásamt eiginkonu sinni, Hildi Sigurðardóttir, á landsþingi FÍB sem haldið var á Hilton Nordica í Reykjavík.

Framtíðarstörf í boði!

hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði, hvatningarverðlaun sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2021 og er keppandi í úrslitum í alþjóðlegu TOM FORD Plastic Innovation Prize. www.marea.is Líftæknifyrirtækið Algalíf er stærsta fyrirtækið í örþörungaframleiðslu á Íslandi og eitt af þeim stærstu í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir

sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 50 manns og ársveltan er rúmur einn og hálfur milljarður króna. Framkvæmdir við fjögurra milljarða þreföldun á framleiðslunni eru vel á veg komnar. Líftæknifyrirtækið Algalíf Iceland ehf. var stofnað 5. maí 2012. Fyrirtækið framleiðir fæðubótaefnið astaxanthín úr örþörung. Algalíf leggur mikla áherslu á sjálfbærni en framleiðslan fer fram með umhverfisvænum orkugjöfum í stýrðu umhverfi innanhúss í 5.500 m² húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ. Við framleiðsluna eru bundin um 75 tonn af koltvísýringi en um 60 tonn af súrefni eru losuð út í andrúmsloftið. Ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í framleiðsluferlinu hjá Algalíf og efnanotkun er í lágmarki. Einu hráefnin til framleiðslunnar eru auk þörunganna sjálfra, vatn, næring og ljós (raforka). Annar úrgangur en súrefni er lífrænt þörungahrat sem nú er nýtt sem áburður. www.algalif.is

Blikksmiðja ÁG við Vesturbraut óskar eftir að ráða starfsmenn til starfa við blikksmíði og almenna málmsmíði. Reynsla í málm-, blikk- og eða trésmíði er kostur. Framtíðarstörf í boði. Umsóknir berist á skrifstofu eða á finnur@agblikk.is

Blikksmiðja

Ágústar Guðjónssonar ehf.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

„Ég er Serbi frá Bosníu – fæddur í Króatíu en ég hef alltaf litið á mig sem Júgóslava“ Milan Stefán Jankovic flúði yfirvofandi stríð í Júgóslavíu og kom til Grindavíkur fyrir 30 árum síðan. „Það var mjög skrítið að vera í Júgóslavíu á þessum tíma, í liðinu mínu voru Serbar, Króatar, Slóvenar o.fl. en okkur leið öllum eins og Júgóslövum – en allt í einu breyttist allt.“

Jankó á fyrsta ári sínu með Grindavíkingum. „Hva’ er í gangi í rúglinu?“ (viðkomandi þarf að hafa talað við Jankó eða heyrt hann í viðtali en íslenska hans er skemmtilega bjöguð ... hann virðist ekki geta sagt U, allt með U-i breytist í Ú og því ákvað greinarhöfundur að skrifa t.d. orðið rugl sem rÚgl í þessari grein, til að reyna ná mállýsku Jankós.) Milan Jankovic þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki, hið minnsta þeim sem hafa fylgst með íslenskri knattspyrnu síðan 1992 en þá kom þessi geðþekki Júgóslavi til Grindavíkur til að leika með liði

knattspyrnudeildar Grindavíkur sem þá var í næstefstu deild. Á þessum tíma var heldur betur byrjað að krauma undir niðri í Júgóslavíu eins og landið hét þá og stuttu síðar hófst borgarastyrjöld og braut Júgóslavíu upp í nokkrar þjóðir. Sökum ástandsins í gamla heimalandinu þá tóku Milan og Dijana, konan hans, ásamt börnunum Marko og Jovana, ákvörðun um að setjast að á Íslandi og gerast íslenskir ríkisborgarar. Þá var reglan sú að taka þurfti upp íslenskt nafn og bættust þessi nöfn við fjölskylduna; Milan

Jankó vakti mikla eftirtekt og stórliðið Rauða stjarnan frá Belgrad keypti hann þegar hann var einungis tuttugu ára gamall. Á þessum árum var Rauða stjarnan stórt lið á evrópskan mælikvarða og t.d. varð liðið Evrópumeistari meistaraliða árið 1991.

Stefán, Dijana Una, Jovana Lilja og Marko Valdimar. Jovana, sem er fædd árið 1985, býr í Þýskalandi ásamt unnusta sínum, Arnóri Þór Gunnarssyni, og eiga þau tvö börn. Arnór fór til Þýskalands til að leika handbolta og er ennþá að spila í Þýskalandi. Marko, sem er fæddur árið 1990, býr í Noregi í dag ásamt barnsmóður sinni, Berglindi Ýr Hrafnsdóttur, og eiga þau tvö börn. Marko fór til Noregs til að leika knattspyrnu og er að þjálfa þar í dag. Frá því að Milan, þessi goðsagnarkenndi knattspyrnumaður og þjálfari, kom til Íslands hefur hann alltaf verið kallaður Jankó en í dag gegnir hann starfi aðstoðarþjálfara fyrstu deildarliðs Grindvíkinga auk þess sem hann sér um alla afreksþjálfun. Fróðir menn segja að vandfundinn sé betri þjálfari á grasinu. Víkurfréttir settust niður með Jankó og röktu úr honum garnirnar.

Ungur og upprennandi leikmaður „Ég er fæddur 1960 í Júgóslavíu, n.t.t. í Zagreb í Króatíu, en er Serbi frá Bosníu. Ástæða þess að móðir mín fæddi mig í Zagreb er að eldri systir mín dó í fæðingu í Bihac í Bosníu en þar var ekki eins gott sjúkrahús eins og í Zagreb og mamma vildi ekki taka neina áhættu. Við bjuggum alltaf í Bihac og þar byrjaði ég að spila fótbolta.“ Jankó gekk vel og var fljótlega orðinn fyrirliði liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Hann vakti mikla eftirtekt og stórliðið Rauða stjarnan frá Belgrad keypti hann þegar hann

var einungis tuttugu ára gamall. Á þessum árum var Rauða stjarnan stórt lið á evrópskan mælikvarða og t.d. varð liðið Evrópumeistari meistaraliða árið 1991 (í dag er þetta Meistaradeildin, Champions League). Erfitt var að komast í aðalliðið á þessum tíma og Jankó spilaði með varaliðinu. Rauða stjarnan vildi gera samning við hann til fjögurra ára og lána hann á meðan hann öðlaðist reynslu en Jankó vildi leita á önnur mið og gekk aftur til liðs við gamla liðið í heimabænum, Bihac. Fljótlega var hann búinn að taka við fyrirliðabandinu, átti þrjú mjög góð ár og vakti athygli annarra liða – gat valið úr nokkrum tilboðum og tók að lokum ákvörðun um að ganga til liðs við Osjek í Króatíu. Þetta var árið 1984 og hann lék í sjö ár með liðinu, til ársins 1991. Athyglisvert að þegar hann samdi við Osjek fékk hann íbúð sem hluta af laununum og einhvern pening líka en þetta var fyrir tíma „Bosman-samningsins“ (eftir að belgíski knattspyrnumaðurinn Jean-Marc Bosman fór í mál við liðið sem hann var runninn út af samningi hjá, þá breyttist landslag knattspyrnufólks gríðarlega og þeir

Ég var búinn að spila mjög vel þetta tímabil, var valinn besti varnarmaðurinn í júgóslavnesku deildinni og nokkur lið í Evrópu voru að skoða mig, m.a. frá Frakklandi og Grikklandi. Ég var kominn í 24 manna ­HM-hópinn og allt leit vel út ...

voru ekki lengur „eign“ liðsins eftir að samningur rann út) og þegar lið í Júgóslavíu báru víurnar í Jankó sagði Osjek að Jankó þyrfti að skila íbúðinni ef hann myndi yfirgefa liðið! Þar sem Dijana konan hans var komin í góða vinnu í banka ákváðu þau að búa áfram í Osjek. Á þessum tíma var ungur og ansi upprennandi leikmaður að koma upp hjá Osjek, Davor Suker, en hann átti eftir að verða einn besti, ef ekki sá besti sóknarmaður heims, lék m.a. með Real Madrid á Spáni. Jankó hefur haldið góðum kynnum við hann allar götur síðan og þegar Suker, sem er Króati og gegndi stöðu formanns króatíska knattspyrnusambandsins um tíma, kom til Íslands þegar þjóðirnar mættust þá hittust gömlu liðsfélagarnir að sjálfsögðu. Jankó lék það vel á þessum tíma að hann var á leiðinni með landsliði Júgóslavíu í lokakeppni HM ‘90 á Ítalíu en á þessum tíma voru Júgóslavar á meðal bestu knattspyrnuþjóða heims og voru taldir líklegir til afreka á HM ‘90. Sumir myndu segja að það sé hreinlega magnað að Jankó skyldi vera í þeim hópi, og sýni hversu frábær knattspyrnumaður hann var, fyrst hann var á leiðinni með liði Júgóslavíu á HM en í liðinu voru t.d. Dejan Savicevic og ­Zvonimir Boban sem voru lykilleikmenn ítalska stórliðsins AC Milan. Jankó var sem sagt á leiðinni á stærsta íþróttamót heims en nokkrum mínútum fyrir leikslok í síðasta leik tímabilsins 1989, reið ógæfan yfir: „Ég var búinn að spila mjög vel þetta tímabil, var valinn besti varnarmaðurinn í júgóslavnesku deildinni og nokkur lið í Evrópu voru að skoða mig, m.a. frá Frakklandi og Grikklandi. Ég var kominn í 24 manna HM-hópinn og allt leit vel út en í síðasta leiknum, þegar nokkrar mínútur voru eftir, þá áttum við horn og ég hoppaði upp í skallabolta en sneri hnéið á mér þegar ég lenti og sleit krossbönd. Á þessum tíma þýddi það níu til tólf mánuði frá fótbolta og því fór HM-draumurinn. Ég var frá allt næsta tímabil (‘90 tímabilið) en ‘91 gat ég byrjað aftur að spila.“ Um þetta leyti, í kringum 1990, fann Jankó, ásamt öðrum Júgóslövum, að eitthvað slæmt lá í loftinu. Júgóslavía var stofnað sem sambandsríki í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og samanstóð af sex lýðveldum; BosníuHersegóvínu, Króatíu, Makedóníu, Svartfjallalandi, Serbíu og Slóveníu. Landið gekk í gegnum mikið hagSigurbjörn Daði Dagðbjartsson sigurbjornd@gmail.com


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

vaxtarskeið og allt lék í lyndi en frá falli Tito árið 1980 fór að síga á ógæfuhliðina ... og til að gera langa sögu stutta þá braust stríðið út á fyrri hluta ársins 1992. Jankó fékk óvænt tilboð stuttu áður: „Það var mjög skrítið að vera í Júgóslavíu á þessum tíma, maður fann að eitthvað lá í loftinu en við í liðinu vorum ekki mikið að hugsa um það, við litum allir á okkur sem Júgóslava, ekki Serba, Króata eða eitthvað annað. Hægt og býtandi þyngdist andrúmsloftið og maður fann að eitthvað var ekki gott. Í leikjum fórum við að heyra meira frá aðdáendum, þarna voru farin að heyrast öðruvísi köll á milli Serba og Króata t.d. og eins og ég segi, eitthvað slæmt lá í loftinu. Fyrir mig var þetta skrítið, ég þurfti í raun að spyrja mig hverjum ég tilheyrði! Ég er Serbi frá Bosníu – fæddur í Króatíu en ég hef alltaf litið á mig sem JÚGÓSLAVA. Þegar ég er spurður hvaðan ég er þá segist ég bara vera frá Júgóslavíu. Ég hef alltaf litið á alla sem Júgóslava, ekki sem Serba, Króata eða eitthvað annað.“ „Eftir tímabilið 1991 en þá var ég búinn að jafna mig nánast að fullu og hafði spilað síðustu leikina á tímabilinu, fór ég heim til Bihac í Bosníu í sumarfrí eftir mótið. Við fjölskyldan ætluðum bara að heimsækja foreldra okkar og stoppa stutt, tókum þess vegna bara tvær ferðatöskur með okkur. Við ætluðum auðvitað að snúa til baka til Osjek en það varð aldrei, því stríðið var að byrja í Króatíu. Ég opnaði bar í Bihac og hann gekk mjög vel en fékk þá óvænt tilboð – frá Íslandi. Fyrrum liðsfélagi hjá Osjek, Luka Kostic (Kóli), var í símanum og spurði mig hvort ég myndi vilja spila á Íslandi með Grindavík. Ég bað Kóla um að bíða smá, ég vildi hugsa málið því barinn var farinn að ganga vel. Ég ræddi málið við Dijönu og pabba, við ákváðum að ég myndi fara í einn mánuð og sjá til, ef mér myndi ekki lítast á þá myndi ég koma til baka. Ég kom til Íslands 24. janúar 1992.“ Athyglisvert en þegar Grindavík var að reyna semja við Jankó, þá setti Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, sig í samband við Eyjólf Sverrisson, fyrrum lærisvein sinn hjá Tindastóli frá Sauðárkróki, en hann lék þá með Stuttgart í Þýskalandi. Í liði Stuttgart var fyrrum liðsfélagi Jankó frá Júgóslavíu. Viðkomandi sagði Eyjólfi að þetta hlyti að vera einhver misskilningur, það gæti ekki verið að Milan Jankovic væri að fara spila með liði á Íslandi ...

Servíetta með sítrónubragði Jankó talaði eingöngu sitt móðurmál á þessum tíma og lenti í skondnu atviki í fluginu frá Kaupmannahöfn til Íslands með Icelandair. Forsvarsmenn Grindavík vildu auðvitað heilla sinn mann og smelltu honum á Saga Class en Jankó hafði ekki hugmynd um það, vissi ekkert hvað Saga Class var: „Ég var búinn að fljúga frá Júgóslavíu til Kaupmannahafnar, þurfti að bíða eftir fluginu til Íslands og var orðinn mjög svangur þegar loksins kom að fluginu til Íslands. Ég sofnaði strax og var hálf rúglaður þegar flugfreyjan var alltaf að koma til mín og bjóða mér eitthvað að borða en ég skildi ekki neitt, hélt ég þyrfti að borga fyrir matinn og var ekki með neinn pening á mér. Þarna var flugfreyjan auðvitað að spyrja mig hvað ég vildi fá af matseðlinum. Aftur og aftur kom hún með girnilegan mat til hinna farþeganna á Saga Class og mig langaði svo í, var orðinn mjög svangur! Eftir tvo tíma kom hún svo með servíettu sem var búið að rúlla upp, hún var með svona sítrónubragð og var hugsuð til að þvo sér í framan. Servíettan leit út eins og pönnukaka, ég horfði lúmskur í

Það var mjög skrítið að vera í Júgóslavíu á þessum tíma, maður fann að eitthvað lá í loftinu en við í liðinu vorum ekki mikið að hugsa um það, við litum allir á okkur sem Júgóslava, ekki Serba, Króata eða eitthvað annað ... kringum mig og þegar enginn sá þá stakk ég servíettunni upp í mig og reyndi að borða! Ég fór beint á æfingu þegar ég kom heim, Kóli fylgdi mér og eftir æfinguna fórum við með stjórn Grindavík á Hard Rock Café og ég sagði Kóla hvað skeði í vélinni en hann mætti alls ekki segja stjórnarmönnunum! Kóla fannst þetta svo fyndið að hann sagði auðvitað öllum strax frá og skilaði frá mér að næst þyrfti ég ekki Saga Class-sæti, bara venjulegt því þar fengu farþegar bara sinn bakka með mat á!“ Eðli málsins samkvæmt eru veðurguðirnir Íslendingum ekki beint hliðhollir í lok janúar en veðrin sem Jankó fékk að upplifa á fyrstu dögum Íslandsdvalarinnar voru skrautleg oft og tíðum! Jankó bjó fyrst á verbúð Fiskaness en hann var einn fyrstu mánuðinn, Dijana og börnin komu ekki strax og Jankó var eflaust á báðum áttum fyrstu vikurnar. Hann lenti í fyndnu atviki fljótlega eftir að hann var kominn og svo í öðru þegar fjölskyldan var komin: „Það var mjög vont veður fyrstu dagana, ég talaði ekki tungumálið svo mér leist ekki mikið á þetta til að byrja með. Krilli (Kristinn Jóhannsson) var aðstoðarþjálfari og hann sótti mig alltaf á æfingar þegar við æfðum á Haukavellinum á Ásvöllum. Ég átti að vera tilbúinn á ákveðnum tíma og var mættur út og það var algert rúglveður, snjór og rok og ég beið og beið – og beið! Ég var alveg að frjósa og hugsaði með mér að stjórnarmenn væru að „testa mig“, athuga hvort ég myndi gefast upp en þá kom í ljós að Krilli hafði gleymt að sækja mig! Það voru engir farsímar þarna, þeir gátu hringt í einhvern í Grindavík og einhver kona kom til að segja mér, já eða reyna segja mér að þeir hefðu gleymt að sækja mig! Hún talaði ekki júgóslavnesku og ekki skyldi ég íslensku! Hún hreyfði hendurnar og einhvern veginn náði ég því að ég yrði ekki sóttur! Þegar Dijana og börnin komu í lok febrúar þá bjuggum við fyrst í Gula húsinu (félagsheimili Grindavík) en þar var eldhús og við gátum eldað okkur mat. Í fyrsta skipti sem Dijana ætlaði að elda, þá fann hún hamborgara en vantaði matarolíu. Lýsi hf. var aðalstyrktaraðili Grindavík á þessum tíma og alltaf nóg til af lýsi í

Fyrir leik Grindavíkur og Þróttar í Lengjudeildinni var Milan Stefáni Jankovic og Dijana, eiginkonu hans veittur þakklætisvottur fyrir framlag þeirra til Ungmennafélags Grindavíkur. Það var Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sem afhenti hjónunum blóm og viðurkenningu. VF-mynd: JPK Gula húsinu og Dijana hélt að þetta væri matarolía í flöskunni. Það var skrítið bragð af þessum hamborgurum ...“ Það verður seint sagt að Jankó hafi heillað alla með spilamennsku sinni á þessu fyrsta tímabili og segir sagan að efasemdir hafi verið með að fá hann aftur næsta tímabil. Á lokahófi Grindavík í Festi haustið 1992 var Þorsteinn Bjarnason valinn besti leikmaður liðsins og á þessum tíma var Jankó farinn að geta bjargað sér aðeins í íslenskunni, hann sagði orðrétt við Þorstein á sinni bjöguðu íslensku: „Ég skal vera sá besti leikmaðurinn tharna eftir næsta tímabilið tharna!“

Fjölskyldan flutti skömmu áður ens stríðið braust út Þegar Jankó og fjölskylda tóku ákvörðun um að prófa Ísland, þá var ekki á stefnuskránni að setjast hér að en stríðið í Bosníu braust endanlega út stuttu eftir að Dijana var komin til Íslands með börnin. Kannski munaði hreinlega litlu að þau hefðu ekki komist en venjulega var hægt að fara með rútu til alþjóðaflugvallarins í Belgrad í Serbíu, Dijana og börnin þurftu hins vegar að fljúga með herflugvél frá Bihac í Bosníu. Stuttu síðar lokaði landið og enginn komst út úr því og stríðið hófst. 1993 tók Þorsteinn Bjarnason við þjálfun Grindavíkurliðsins og Jankó stóð við stóru orðin frá lokahófinu tímabilið á undan, var besti og í raun langbesti leikmaður liðsins. Hann vissi að hann hefði ekki staðið sig nógu vel fyrsta tímabilið og fyrst Grindavík vildi aftur gera samning við hann, sem gaf Jankó tækifæri á að sanna sig, þá skrifaði hann glaður undir samninginn og næstu ár skrifaði hann alltaf undir eins samning, þ.e. hann fór ekki fram á hækkun eins og hann hefði auðveldlega getað gert því hann var orðinn einn besti leikmaðurinn á öllu Íslandi. Jankó vildi einfaldlega þakka traustið, að fá að sanna sig aftur eftir lélegt fyrsta tímabil. Þvílíkur heiðursmaður en þarna, og í raun mjög fljótlega eftir að hann kom til GrindaJankó hefur þjálfað í Grindavík og hjá Keflavík. Hér er hann á grasvellinum í Grindavík.

víkur, var hann búinn að heilla alla upp úr skónum með persónuleika sínum. Það var bara knattspyrnuleg geta eftir fyrsta tímabilið sem bjó til efasemdir en þær efasemdir voru mjöööööög fljótar að fjúka út í hið íslenska veður og vind! Þess má til gamans geta að þegar COVID skall á fyrir tveimur árum þá bauðst Jankó til að þjálfa kauplaust til að byrja með. Eins og áður sagði, þvílíkur heiðursmaður! Gamli liðsfélagi Jankó, Kóli, tók svo við þjálfun liðsins árið 1994 og má segja að þá hafi ákveðið gullaldartímabil hafist því ekki nóg með að Grindavík hafi unnið næstefstu deildina auðveldlega, heldur fór liðið alla leið í úrslit bikarkeppninnar en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir KRingum. Oft er stutt á milli í íþróttum en í stöðunni 0:0 átti bakvörður Grindavíkurliðsins fyrirgjöf sem rataði alla leið í stöng KR-marksins! Ef þessi fyrirgjöf hefði endað í markinu og Grindavík komist 1:0 yfir, hvernig hefði leikurinn þá þróast?

Farsæll ferill Jankó lék með Grindavík til 38 ára aldurs og átti svo sannarlega sinn þátt í að liðið hélt sér uppi en tæpt stóð það ‘96 og ‘98 en þá bjargaði liðið sér í síðustu umferð með sigri og seinna skiptið skoraði Jankó m.a. eitt af mörkunum. Hann tók svo við þjálfun Grindavíkurliðsins árið 1999 og áfram voru heilladísirnar á bandi Grindvíkinga en í hreinum úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni vann Grindavík Val og varð þar með eina liðið á Íslandi sem hafði aldrei fallið um deild. Eftir það var bara horft til ljóssins eins og flugurnar – og þangað var stefnt! „Við rétt björguðum okkur frá falli á fyrsta tímabilinu mínu sem þjálfari en svo fór okkur að ganga betur, unnum Lengjubikarinn [minni bikarkeppni sem þá var leikin samhliða Íslandsmótinu og bikarkeppninni. Innsk. blaðamanns] og enduðum í þriðja sæti Íslandsmótsins, sem tryggði þátttökurétt í Intertoto Evrópukeppninni árið eftir. Þá unnum við Baku frá Azerbajan í fyrstu umferð en rétt töpuðum fyrir Basel í annarri umferð. Ég þjálfaði liðið næsta tímabil en þá enduðum við í fjórða sæti og eftir það tók ég við Keflavík sem þá var í næstefstu deild. Við fórum beint upp og urðum bikarmeistarar árið eftir.“ Taug Jankó til Grindavíkur hefur alltaf verið sterk og að loknum tveimur tímabilum í Keflavík sneri hann aftur til heimahaganna og átti fyrst að vera aðstoðarþjálfari Guðjóns Þórðarsonar – en stuttu eftir að búið var að samþykkja samning við Guðjón var hann floginn á vit ævintýranna í Englandi, staða Jankó breyttist og hann varð aðalþjálfari. Eftir það hefur Jankó einbeitt sér að uppbyggingu ungra og efnilegra leikmanna ásamt því að vera viðkom-

Framtíðin hjá Grindavík er björt [...] Ef við höldum áfram að byggja upp ungu leikmennina þá verðum við komnir með sterkt lið eftir nokkur ár sem getur verið byggt á leikmönnum frá Grindavík ... andi þjálfara meistaraflokks karla til aðstoðar. Segja má að hann flakki á milli Grindavíkur og Keflavíkur en eftir að hafa verið Óla Stefáni Flóventssyni til aðstoðar 2016 til 2018 fór hann aftur til Keflavíkur og var aðstoðarþjálfari Eysteins Húna Haukssonar en sneri svo til baka fyrir stuttu og er núna hægri hönd nýs þjálfara Grindavíkurliðsins, Alfreðs Jóhannssonar. Hvernig líst Jankó á framtíð grindvískrar knattspyrnu? „Framtíðin hjá Grindavík er björt, 5. flokkur drengja varð t.d. Íslandsmeistari í fyrra og þar eru nokkrir mjög efnilegir leikmenn. Ef við höldum áfram að byggja upp ungu leikmennina þá verðum við komnir með sterkt lið eftir nokkur ár sem getur verið byggt á leikmönnum frá Grindavík. Ég mun sjá um afreksþjálfun en þar líður mér best, að búa til góða leikmenn. Ég verð líka Alla til aðstoðar en mér líst mjög vel á hann sem þjálfara. Það er góð stemmning í kringum liðið og við munum gera góða hluti í sumar held ég. Það var frábært fyrir fótboltann í Grindavík að fá Jón Óla Daníelsson til að byggju upp kvennaknattspyrnuna, það er bjart framundan í Grindavík.“ Jankó er aðstoðarhúsvörður Grunnskóla Grindavíkur en er með sínar bækistöðvar í nýrri skólanum, Hópsskóla. Þar er hann kannski mest á heimavelli því börnin hreinlega dýrka hann! Hann sýnir þeim alls kyns galdrabrögð og grínast í þeim en hvernig kann hann við það starf og hvernig sér hann framtíðina fyrir sér: „Þetta er mjög gott starf, mér finnst frábært að vinna með börnum og þá get ég líka æft mig betur í íslenskunni. Sum börnin halda að ég sé skólastjóri en ég er nú fljótur að segja þeim að það sé ekki rétt. Okkur líður mjög vel á Íslandi en ég reyni að heimsækja Júgóslavíu eins oft og ég get. Mamma mín sem er orðin 84 ára er búin að vera aðeins veik en hún býr rétt hjá Sarajevo. Draumurinn er að búa á báðum stöðum, vera í Júgóslavíu yfir veturinn en á Íslandi á sumrin en þau íslensku eru þau bestu.“


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

FS-ingur vikunnar: Kamilla Ósk Jensdóttir

Viktor Garri Guðnason er fjórtán ára og kemur frá Njarðvík. Hann er metnaðarfullur körfuboltakappi sem hefur gaman af fjallahjólreiðum og líkamsrækt. Eftir grunnskóla langar Viktori að mennta sig og stefnir hann á að verða bæklunarskurðlæknir. Viktor Garri er ungmenni vikunnar.

Kamilla Ósk Jensdóttir er átján ára Keflvíkingur sem býr í Njarðvík. Kamilla er á íþrótta- og lýðheilsubraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er fótboltaþjálfari hjá Keflavík. Hennar stærsta áhugamál er að safna Crocs skóm en hún á alls tólf pör. ­Kamilla Ósk er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á íþrótta- og lýðheilsubraut. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er fólkið og forseti í eyðum. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Líklegastur til að vera frægur er Helgi Rúnar Hafsteinsson, hann verður frægur á TikTok einn daginn. Skemmtilegasta sagan úr FS: Skemmtilegasta sagan úr FS er þegar Ásgeir kennari lét okkur fara í planka í tíma því við vorum ekki að hlusta á hann.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á ekkert uppáhaldslag en ég elska Bubba og eiginlega allt með honum, svo er alltaf gaman að öskra Only Love Can Hurt Like This með Paloma Faith ein í bíl. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að ég er rosalega óþolinmóð og verð pirruð yfir minnstu hlutum. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Ég nota TikTok mjög mikið.

Hver er fyndnastur í skólanum? Auðvelt svar, ég er klárlega fyndnasta manneskja FS.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er ekki feimið og þegar það er auðvelt að tala við þau.

Hver eru áhugamálin þín? Helstu áhugamál mín eru að safna Crocs, þjálfa og Road Trip með vinum.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég stefni á að finna mér vinnu sem ég hef gaman af.

Hvað hræðistu mest? Tásur.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin.

Ung(menni) vikunnar: Viktor Garri

Metnaðarfullur körfuboltakappi

Elskar C rocs

Hvað hræðistu mest? Ég hræðist rottur og mýs mest. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Mér finnst eiginlega bara allt fínt. Hver er þinn helsti kostur? Mínir helstu kostir eru að ég er hreinskilinn, opinn og sjálfstæður.

Í hvaða bekk ertu? Ég er í 8. bekk.

Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að vera óþolinmóður.

Í hvaða skóla ertu? Njarðvíkurskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Fyrir utan skóla fer ég á körfuboltaæfingar og styrktaræfingar.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forrit í símanum mínum er TikTok og Snapchat.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Skemmtilegasta fagið er íþróttir. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Patrik Joe Birmingham er líklegastur til að verða frægur því hann er svo góður í körfu. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Skemmtilegasta sagan er þegar vinur minn kastaði óvart kústi í brunabjölluna. Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndnastur í skólanum er Gunnar Páll. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru körfubolti, fjallahjól og líkamsrækt.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Mér finnst besti eiginleiki í fari fólks vera heiðarleiki. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Eftir grunnskóla langar mig að mennta mig og verða bæklunarskurðlæknir. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ef ég ætti að lýsa mér í einu orði væri það metnaðarfullur. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com

Hvað segja ungir frambjóðendur í Reykjanesbæ að afloknum sveitarstjórnarkosningum?

Störf hjá Reykjanesbæ Ævintýrasmiðja - Sumarstarf Leikskólinn Tjarnasel - Leikskólakennarar Njarðvíkurskóli - Kennari Háaleitisskóli - Námsráðgjafi Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á mið- og elsta stig Velferðarsvið - Búsetuúrræði fyrir fatlaða Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna. Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið - Sumarstarf á heimili fatlaðs fólks Sumarstörf fyrir ungmenni með stuðningsþarfir Starf við liðveislu Reykjanesbær - Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

„Ungmenni þurfa að skilja hvað það er mikilvægt að hafa góða bæjarstjórn“ Þórarinn Darri Ólafsson: „Fyrir það fyrsta þá held ég að það mætti fjölga kjörstöðum innan bæjarfélagsins og svo held ég að ungt fólk fatti ekki hvað þetta er mikilvægt og kemur þeim mjög mikið við og taki lýðræði sem sjálfsögðum hlut,“ segir Þórarinn Darri Ólafsson, einn af yngstu frambjóðendunum í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, þegar hann var spurður út í hvers vegna yngsta fólkið skilaði sér ekki nógu vel á kjörstað. Þórarinn Darri skipaði 11. sæti á lista Beinnar leiðar. Hann ákvað að fara í framboð til þess að vera rödd ungs fólks í bænum og vegna breytinga sem hann telur vera þarfar en hvaða breytingar vill hann sjá? „Sem dæmi finnst mér þurfa fleiri félagsmiðstöðvar í Reykjanesbæ. Þar sem að við erum aðeins með eina slíka. Fyrir þá krakka sem búa til dæmis í Innri-Njarðvík er bara svaka „mission“ að komast í Fjörheima. Einnig þá finnst mér þurfa að bæta fjárhag til menningarmála þar sem okkur vantar húsnæði sem allskonar klúbba starfsemi getur verið í fyrir krakka sem finna sig kannski ekki í íþróttum en vilja fara eitthvert og kynnast öðrum krökkum,“ segir Þórarinn Darri. Aðspurður hver tilfinning hans væri fyrir þátttöku og kjörsókn ungmenna í Reykjanesbæ segir hann að „margir hafi verið með í umræðunni en mætingin á kjörstað var því miður ekki jafn góð.“ Þórarinn Darri segir ungt fólk taka kosningarétti sem sjálfsögðum hlut en leggur áherslu á að „það að hafa réttinn til að ákveða hver stýri landinu eða bænum er alls ekki sjálfsagt.“

Guðmundur Rúnar Júlíusson: „Ungmenni þurfa að taka þátt í umræðunni og mæta á kjörstað því þetta hefur áhrif á þau eins og alla aðra. Tilfinning mín er sú að þátttaka ungmenna er því miður ekki nógu góð,“ segir Guðmundur Rúnar Júlíusson en hann var einnig meðal yngstu frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Guðmundur Rúnar skipaði 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur áhuga á pólitík og var boðið að vera á lista hjá flokknum. „Það var ekkert annað í stöðunni en að segja já og ég sé alls ekki eftir því. Ég hef lært mikið og kynnst frábæru fólki,“ segir hann. Guðmundur Rúnar telur ungt fólk ekki gera sér grein fyrir hversu skemmtileg og lærdómsrík pólitík geti verið og hvetur ungt fólk til að kynna sér stefnur flokkanna og mæta á viðburði hjá þeim. Þá telur hann að kynna þurfi framboðin fyrir ungmennum með áhugaverðum hætti til að vekja áhuga þeirra. „Það þarf einnig að gefa ungu fólki kost á því að hafa áhrif á stefnuskrá flokkanna,“ segir hann og bætir við „ungmenni þurfa að skilja hvað það er mikilvægt að hafa góða bæjarstjórn.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

Úrslit kosninga í Suðurnesjabæ 2022

Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tala nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treysti engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo „hringrásarhagkerfi“ þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við

Jón Norðfjörð, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kölku.

„dótturfélag“ Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Ég velti fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með álendurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sínu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfirvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Fh. Pírata og óháðra, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir Margrét Þórólfsdóttir

Það er vissulega algengt að óvæntir hlutir gerist þegar kosningar eru annars vegar. Um það er hægt að nefna fjölmörg dæmi. Oft og tíðum er ekki alltaf allt sem sýnist. Ég held að það megi segja það um nýliðnar kosningar í Suðurnesjabæ. Að loknum kosningum núna er ágætt að reyna að greina niðurstöðuna. Ég sendi frá mér grein fyrir kosningar og spáði fyrir um úrslit sem mér fannst vera líkleg á þeim tíma sem ég skoðaði málið. Þegar nær dró kosningum þá fannst mér að spáin mín gæti breyst á þann veg að D-listinn mundi auka fylgi sitt og ná fjórða manni inn á kostnað S-listans, sem mundi þá fá tvo fulltrúa. Ég var þá enn þeirrar skoðunar að B-listinn mundi fá tvo fulltrúa og O-listinn mundi fá einn. Sjónarmið mín byggði ég á mörgum samtölum við fólk svo og þátttöku kjósenda í fjölmörgum viðburðum sem framboðin auglýstu. En ég endurtek, ekki er allt sem sýnist. Eins og fram kom í áðurnefndri grein minni, klofnaði D-listinn eftir að samþykkt var að sameinast H-listanum og tekin var ákvörðun af þeim sem ósáttir voru um að bjóða fram nýtt framboð, O-listann. Í svargrein sem forystufólk O-listans sendi frá sér vegna greinar minnar og bar fyrirsögnina „Véfréttin Jón Norðfjörð“, höfnuðu þau fullyrðingu minni um þessa óánægju. Ég vil aðeins segja um þetta, að ég stend við það sem ég skrifaði um klofninginn og óánægjuna, enda hefur þetta komið alveg skýrt fram í samtölum við mig og fleiri aðila sem hafa sömu sögu að segja. Árið 2018 mynduðu meirihluta D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og Samfylkingin sem bauð fram undir merki J-lista, Jákvæðs samfélags.

D-listinn fékk þá þrjá fulltrúa og J-listinn fékk einnig þrjá fulltrúa. Þannig hafði meirihluti sjálfstæðismanna og Samfylkingar sex fulltrúa af níu fulltrúum í fyrstu bæjarstjórninni í Suðurnesjabæ. Með góðum rökum má segja að í kosningunum nú hafi meirihlutinn alls ekki fallið, heldur einungis misst einn fulltrúa og hafi nú fimm fulltrúa í stað sex áður. Í minnihluta 2018 voru H-listi, Listi fólksins með tvo fulltrúa og B-listi Framsóknar og óháðra sem fékk einn fulltrúa.

Skoðum atkvæðatölur kosninga 2018 og 2022: 2018

2022

B-listi

237 atkvæði

304 atkvæði

D-listi

496 atkvæði

475 atkvæði

H-listi

283 atkvæði

2018 fengu D- og H-listar samtals 779 atkvæði

J-listi

420 atkvæði

O-listi

427 atkvæði

2022 fengu Dog O-listar samtals 902 atkvæði

S-listi

404 atkvæði

B-listi Framsóknar bætir við sig rúmlega 28% fylgi frá kosningunum 2018 og fær tvo fulltrúa í stað eins 2018. Fylgi D-lista Sjálfstæðismanna minnkar um rúmlega 4% þrátt fyrir að hafa sameinast H-listanum. Ef reiknað er út frá samanlögðu fylgi D og H lista 2018, þá hefur fylgið minnkað um 39%. Þeir fá þrjá fulltrúa nú en fengu saman fimm fulltrúa 2018. Fylgi Samfylkingar, S-listans (áður J-listans), minnkar um 3,8% og fær listinn tvo fulltrúa, en fékk þrjá 2018.

Ógnar stefna stjórnvalda raforkuöryggi á Suðurnesjum? Sveitarfélagið Vogar hefur nú til umfjöllunar umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2. Sveitarstjórnin hafði áður tekið umsóknina til umfjöllunar og synjað henni en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þá ákvörðun úr gildi og málið því að nýju til umfjöllunar innan sveitarfélagsins. Bæjarstjórn ákvað í kjölfar þessa úrskurðar að ráða sérstakan verkefnastjóra til að rýna sérstaklega og fara yfir þær ábendingar, athugasemdir og ávirðingar sem fram komu í úrskurði nefndarinnar. Einnig var ákveðið að fara þess á leit við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands að greind yrði náttúruog eldgosavá innan sveitarfélagsins með tilliti til jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesi 2021. Nú liggja fyrir niðurstöður Jarðvísindastofnunar sem bendir á að í ljósi þess að nýtt tímabil eldsumbrota sé hafið á Reykjanesi sé mat á áhættu gjörbreytt. Jafnframt er sýnt fram á það að tillaga Landsnets um að Suðurnesjalína 2 verði lögð samsíða Suðurnesjalínu 1 sé ekki skynsamleg ráðstöfun. Ljóst er að bæði út frá hættu á hraunflæði og s.k. höggunarhreyfinga sé ekki skynsamlegt að allur orkuflutningur til og frá landshlutanum sé á tveimur loftlínum sem eru lagðar samsíða. Sveitarfélagið Vogar samþykkti árið 2014 framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 en það mál endaði í kærumálum og dómsmálum sem lyktaði með að leyfisveitingin var dæmd ógild í Hæstarétti árið 2016. Í dómnum kom m.a. fram það álit Hæstaréttar að Landsnet hefði ekki lagt nægjanlegt

mat á aðra valkosti en að leggja loftlínu. Í kjölfarið hóf því Landsnet vinnu að nýju við umhverfismat, og setti á laggirnar verkefnaráð sem haft skyldi samráð við um vinnslu valkostagreiningarinnar. Þeirri vinnu lauk með sömu niðurstöðu, þ.e. Landsnet lagði áfram til valkost C, þ.e. að Suðurnesjalína 2 yrði loftlína samhliða Suðurnesjalínu 1. Á vettvangi verkefnaráðs voru aðrir valkostir vandlega skoðaðir en jafnan voru viðbrögð Landsnets við öðrum valkostum þau að fyrirtækinu bæri skylda til að fara eftir stefnu stjórnvalda um flutningskerfi raforku. Valkostagreining Landsnets var í kjölfarið send m.a. til Skipulagsstofnunar, sem gaf út það álit að skynsamlegt væri að fylgja valkosti B, þ.e. að leggja línuna sem jarðstreng samhliða Reykjanesbraut. Sveitarfélagið Vogar hefur á öllum stigum málsins lagt til að strengurinn yrði lagður í jörð, helst meðfram Reykjanesbraut en til vara meðfram Suðurnesjalínu 1. Í upphafi árs 2021 hófst mikil jarðskjálftahrina á Suðurnesjum. Þann 19. mars hófst síðan eldgos í Fagradalsfjalli sem stóð í sex mánuði. Öllum má ljóst vera að sú staðreynd að jarðskjálftahrina hefur gengið yfir, og að eldgos átti sér stað, hlýtur að gjörbylta öllum fyrri forsendum um lagningu háspennulínu um svæðið. Niðurstaða Jarðvísindastofnunar er nokkuð ótvíræðar hvað þetta varðar, og því má með rökum nú segja að óskynsamlegt sé að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu meðfram Suðurnesjalínu 1. Í ljósi niðurstöðunnar sé það einfaldlega of mikil áhætta sem því fylgir, og því skynsamlegt að leita leiða til að

dreifa áhættunni þannig að afhending raforku til og frá landshlutanum verði tryggð með minnstri áhættu, auk þess sem tryggt verði nægjanlegt framboð af raforku á svæðinu. Stefna stjórnvalda sem áður hefur verið nefnd og Landsneti er skylt að fara eftir, byggir á þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, og var samþykkt á Alþingi 28. maí 2015. Ný þingsályktunartillaga var samþykkt á Alþingi þann 11. júní 2018, þ.e. þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Í þessari þingsályktun var gefinn upp boltinn um endurskoðun á stefnu stjórnvalda frá árinu 2015 og tilgreint sérstaklega að þessi þingsályktun skyldi tekin til endurskoðunar á haustþingi 2019. Ekkert varð úr þeirri fyrirætlan og því gildir enn áðurnefnd þingsályktun frá 2015 sem stefna stjórnvalda. Þrátt fyrir að áform um lagningu Suðurnesjalínu 2 hafi verið til umfjöllunar í fjölda mörg ár, með tilheyrandi þrætum og flækjum, hefur frumkvæði Alþingis um að taka stefnu stjórnvalda til endurskoðunar verið lítið sem ekkert, ef frá er talin áðurnefnd þingsályktun sem samþykkt var árið 2018 en dagaði síðan upp í þinginu. Það eina sem frést hefur frá hinu háa Alþingi er að lagt hefur verið fram þingmannafrumvarp um að svipta Sveitarfélagið Voga skipulagsvaldi í málinu og samþykkja með lögum framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 samkvæmt aðalvalkosti Landsnets. Enginn flutningsmanna frumvarpsins hefur leitað til Sveitarfélagsins Voga og kynnt sér

Svo er það O­ listinn sem fær 26,5% fylgi og tvo fulltrúa. Þetta fylgi kom mörgum á óvart, ekki síst forystumanni D-listans, Einari Jóni Pálssyni, sem virtist undrandi í viðtali við Víkurfréttir og sagðist hafa átt von á meiru. Ég tek undir með Einari Jóni, fylgi O-listans kom á óvart og í mínum huga er alveg ljóst að óánægjan með

sjónarmið eða afstöðu sveitarfélagsins til málsins. Það er dapurt. Nú liggur fyrir að Jarðvísindastofnun telur að ekki sé skynsamlegt að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu meðfram Suðurnesjalínu 1. Landsnet situr við sama heygarðshornið og telur sér ekki fært að samþykkja neinn annan valkost en þann sem samræmist stefnu stjórnvalda. Sú áleitna spurning hlýtur því að vakna hvort ekki sé kominn tími til að Alþingi hefjist handa að nýju og ljúki við endurskoðun stjórnvalda um flutningskerfi raforku í landinu. Verði það ekki gert stefnir allt í að framkvæmdinni um lagningu Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 verði þröngvað í gegn, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og þar sem afhendingaröryggi og flutningskerfi raforku til og frá Suðurnesjum er teflt í tvísýnu. Ég hvet alþingismenn til að kynna sér málin og axla um leið ábyrgð með því að móta raunhæfa stefnu um flutningskerfi raforku og raforkuöryggi í landinu. Höfundur er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.

sameiningu D- og H-lista hefur verið víðtækari meðal sjálfstæðisfólks en margir gerðu ráð fyrir. Þetta virðist þá hafa farið nokkuð leynt í aðdraganda kosninganna. Það er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist. Nú er að sjá hverju fram vindur, viðræður D- og B-lista um meirihlutasamstarf eru nú í gangi ef marka má fréttir og fróðlegt að sjá hvert það leiðir. Að endingu óska ég nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar. Bestu kveðjur.

899 0304

Garðaúðun Reynis Sig. • 22 ára reynsla. • Úðunartímabil; u.þ.b. 15. maí til 5. júlí. • Við þjónustum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Borgarfirði og víðar. • Við úðum garða og tré í öllum stærðum. • Við tökum að okkur að taka geitungabú og einnig stærra hreiður. Úðum líka fyrir kóngulóm.

SMÁAUGLÝSINGAR

Bílskúr óskast Bílskúr óskast í Keflavík/ Suðurnesjum. Verð 5-10 mill. Bil eða frístandandi. Gunnar Davíðsson +4791676990 eða gunnidabb@gmail.com

á timarit.is

ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Víkurfréttir að GPS-stöðin á Þorbirni hafi risið um 20–30 mm frá mánaðamótum og er enn á uppleið. Benedikt segir að landris eða þennsla með miðju rétt norðvestan við Þorbjörn hafi hafist um mánaðamótin. „Því svipar mjög til þess sem mældist í byrjun árs 2020. Stærsta lóðrétta færslan sést á GPS-stöð sem er ofan á Þorbirni en á öðrum stöðvum eru láréttar færslur meira áberandi. GPS-stöðin á Þorbirni hefur núna risið um 20–30 mm og er enn á uppleið,“ segir Benedikt. Hann segir líkön benda til að þetta sé líklega kvika að safnast fyrir á um 4–5 km dýpi þar sem lögun og umfang þess er mjög sambærilegt og í upphafi árs 2020. „Það er ekki nokkur leið að spá fyrir um framhaldið en þetta gæti þróast svipað eins og 2020 en líka

þróast í frekari innskotavirkni eða eldgos. Það er þó ekkert að benda til þess á þessari stundu,“ segir Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni. Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga og hafa verið yfir 3.000 skjálftar á svæðinu við Eldvörp á Reykjanesi undanfarna viku. Talið er að mesta skjálftavirknin sé á 4–6 km dýpi. Á vef Veðurstofu Íslands segir að samkvæmt GPS-mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR-gervihnattamyndum eru færslur á yfirborði jarðar sem sýna þenslumerki sem bendir til kvikusöfnunar vestur af Þorbirni. Samkvæmt frumniðurstöðum er þetta á 4–5 km dýpi.

á Reykjanesskaga er að aukning í skjálftavirkni og aflögun getur verið fyrirvari eldgoss, en þá er það alls ekki alltaf raunin“, segir Michelle Maree Parks en Michelle er ein af vísindamönnum í aflögunarteymi Veðurstofunnar sem fylgist meðal annars með landrisi. „Eins og oft áður þurfum við hreinlega að sjá hver þróunin verður. Við erum að keyra líkön til að meta t.d. á hvaða dýpi kvikan er á þessu tiltekna svæði. Eins eigum von á nýjum InSAR-myndum síðar í mánuðinum og þær eru hluti af þeim gögnum sem við munum vinna úr til að átta okkur betur á þróuninni á svæðinu við Svartsengi,“ segir Michelle.

Gervitunglamyndir sýna sambærilegar breytingar

Í ljósi kvikusöfnunar og þenslumerkja á Reykjanesi hefur VONAfluglitakóðinn verið færður frá grænu yfir á gulan. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa lýst yfir óvissustigi almannavarna frá og með 15. maí.

InSAR-gervitunglamyndir sem spanna tímabilið 29. apríl til 7. maí og 21. apríl til 8. maí, sýna sambærilegar breytingar og mælst hafa á GPS-stöðvunum. „Það sem við höfum lært af eldsumbrotunum

Myndvinnsla: Veðurstofan, Michelle Maree Parks

Þorbjörn rís og staðan gæti þróast í frekari innskotavirkni eða eldgos

Flugkóði á gulan lit

Nýjustu gervitunglagögn úr Cosmo-SkyMed (InSAR) af Reykjanesskaga sem sýna breytingar á svæðinu frá 21. april til 8. maí. Miðja þenslunnar og jafnframt þar sem risið mælist mest er vestan við Þorbjörn upp á um það bil 1,5 sm.

„Höfum ekki stórar áhyggjur af stöðunni“

Orkuver HS Orku i Svartsengi.

„Við fórum yfir og uppfærðum allar okkar viðbragsáætlanir þegar þessar jarðhræringar fóru af stað síðast, fyrir tveimur árum síðan. Við eigum til áætlanir yfir flest allar mögulegar sviðsmyndir en það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er enn sem komið er mun minna heldur en við uppliðfum í aðdraganda gossins í fyrra og í langan tíma þar á undan,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, um hvaða áætlanir séu til staðar fyrir orkuverið í Svartsengi. „Við vinnum náið með almannavörnum og Grindavíkurbæ. Erum á fundum vísindaráðs, aukum allar okkar mælingar og höldum reglulega stöðufundi hér innanhúss til að fylgjast með – en enn sem komið er höfum við ekki stórar áhyggjur af stöðunni,“ segir Jóhann Snorri að endingu.

Óvissustig vegna jarðhræringa Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Aukin jarðskjálftavirkni hefur verið síðustu vikurnar og hafa skjálftar yfir fjórum mælst um helgina. Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að

grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Á óvissustigi fara viðbragðsaðilar og stofnanir yfir áætlanir sínar og viðbúnað.

Mik­il hættu­merki um yf­ir­vof­andi eld­gos „Mér finnst ekki ólík­legt að það sé kvika að safn­ast sam­an und­ir Svartsengi, eða þess vegna und­ir Sund­hnúkagígaröðinni sem ligg­ ur til norðaust­urs frá Grinda­vík þar sem að það eru bún­ir að vera viðvar­andi skjálft­ar í lang­ an tíma,“ seg­ir Ólaf­ur G. Flóvenz, jarðeðlis­fræðing­ur og fyrr­um for­ stjóri Íslenskr­ar orku­rann­sókna (ÍSOR), en hann tel­ur þetta vera mik­il hættu­merki um yf­i r­vof­ andi eld­gos. Frá þessu var greint á mbl.is. Í sam­tali við vefinn seg­ir hann að ef eld­gos myndi hefjast við

Svartsengi þá yrðu Bláa lónið og orku­verið í Svartsengi í mik­illi hættu vegna hraun­rennsl­is. Hann seg­ist þó hafa mest­ar áhyggj­ur af Grinda­vík sem hann seg­ir standa á hrauni sem rann úr Sund­ hnjúkagíg­um fyr­ir um tvö þúsund árum en syðstu gíg­arn­ir eru nán­ ast við ystu mörk­in á byggðinni í Grinda­vík. „Það seg­ir manni bara það að það hlýt­ur að vera mik­il hætta á eld­gosi í kring­um Grinda­vík, í Svartsengi og í Eld­vörp­um við nú­ver­andi aðstæður.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

Sundhnúkagígar Hópsnes

Á skjálftaslóðum norðan Grindavíkur

Grindavík Þorbjörn / Þorbjarnarfell

Hagafell

Svartsengi

Su

nd

hn

úk ag

íga

röð in

VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson

„Skammt norðan Grindavíkur eru merkilegar gos- og náttúruminjar sem ekkert margir hafa gefið gaum að hingað til. Það breyttist ekki alls fyrir löngu þegar jarðskjálftahrina hófst á svæðinu samhliða landrisi við bæjarfjall Grindvíkinga, Þorbjarnarfell.“ Þetta ritaði náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson á vefsvæði sitt, elg.is, um miðjan apríl árið 2020. Pistill Ellerts er um Suðurnesjaperlur og á vel við í dag þar sem augu, a.m.k. vísindasamfélagsins, beinast nú að Sundhnúkagígaröðinni. Á umræddu svæði er að finna Sundhnúkagígaröðina, um átta kílómetra langa en hún er á náttúruminjaskrá sem einstakt náttúruvætti. Hraunið frá þessum gígum mun vera um 2.500 ára gamalt. Stærsti gígurinn, sjálfur Sundhnúkurinn, er svo nefndur vegna þess að hann var notaður sem mið þegar sæfarendur sigldu inn sundið til Grindavíkur. Hraunflóðið frá þessum gígum hefur runnið alla leið til sjávar og myndað

þar um tveggja kílómetra langan og rúmlega eins kílómetra breiðan tanga sem við þekkjum sem Þórkötlustaðarnes. Einnig hefur mikill hraunstraumur runnið til norðurs, vestur með Svartsengisfelli og langleiðina að Eldvörpum. Við syðri enda gígaraðarinnar er náttúrufyrirbæri sem vert er að skoða. Þar rís tignarlegur hamraveggur utan í Hagafelli norðvestanverðu. Þarna er um að ræða all háan

misgengisstall en misgengi myndast við brothreyfingar í jarðskorpunni, þ.e. þegar hún brotnar upp og veggir hennar ganga á víxl, misháir sitt hvoru megin brotlínunnar. Undir hamraveggjunum eru hrikaleg björg sem hafa brotnað úr stallinum og eru þau nefnd Gálgaklettar. Nafngiftin tengist gamalli þjóðsögu um fimmtán útilegumenn sem höfðust við í Þjófagjá, efst uppi á Þorbjarnarfelli. Höfðu þeir orðið uppvísir að sauða-

Horft yfir syðsta hluta gígaraðarinnar í átt að Hagafelli. Grindavík í fjarska. Þorbjarnarfell til hægri.

Manneskjan er smá í samanburði við hrikaleg björgin undir hamraveggnum.

þjófnaði í Grindavík, sem þótti vitaskuld dauðasök fyrr á öldum. Enda fór það svo að þegar til þeirra náðist voru þeir hengdir í Gálgaklettum. Þetta svæði, Hagafell og Sundhnúkagígarnir, er afar áhugavert og upplagt til gönguferða enda vel aðgengilegt skammt frá þéttbýlinu.

Gaman er að ganga meðfram gígaröðinni og upp á Stóra–Skógfell þaðan sem gott útsýni gefst yfir gígaröðina og hraunin í kring, segir í pistli Ellerts. Gönguferðir um umrætt svæði eru kannski varasamar í dag, þar sem óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa á svæðinu.

Horft yfir Hagafell í átt til Grindavíkur.


sport

Verður ekki svona auðvelt í allt sumar Njarðvíkingar hafa heldur betur fengið fljúgandi start á Íslandsmótinu í 2. deild karla í knattspyrnu. Eftir tvær umferðir eru þeir með fullt hús stiga, hafa skorað níu mörk og haldið hreinu, fyrst unnu þeir Þrótt Reykjavík með fjórum mörkum gegn engu á útivelli og síðan var það Magni frá Grenivík sem Njarðvíkingar unnu 5:0. Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Jóhannsson eru nú á sínu öðru ári með Njarðvík en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Víkurfréttir slógu á þráðinn til Hólmars Arnar [Bóa] og heyrðu hvernig hann metur stöðuna. „Jú, þetta fer vissulega vel af stað,“ segir Bói, „en við vitum vel að þetta á ekki eftir að vera svona auðvelt í allt sumar. Báðir leikir hafa gengið fullkomlega upp af okkar hálfu og gaman að byrja svona.“ Svo er það Víkingur á Ólafsvík í næsta leik. Það verður ekki auðvelt verkefni, eða hvað? „Nei, alls ekki. Gaui Þórðar og félagar hafa ekki farið eins vel af stað og við, erum með eitt stig eftir tvo leiki svo þeir vilja fara að sjá sigur. Annars er skemmtileg dagskrá framundan hjá okkur. Fyrst Víkingur á Ólafsvík, svo Keflavík í bikarnum og þá Reynir Sandgerði. Skemmtilegir næstu tíu dagar eða svo.“

Stóri og litli mætast í bikarslag Talandi um það, hvernig leggst í þig að mæta Keflavík í bikarkeppninni?

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

„Mér líst bara vel á það,“ segir Bói sem lék vel yfir 200 leiki með Keflavík á árunum 2000 til 2018 en hann spilaði einnig með FH leiktímabilin 2011 til 2014. „Það verður bara gaman að mæta á minn gamla heimavöll.“ Hvernig meturðu möguleika ykkar á móti þeim? „Þetta verður krefjandi en það er alltaf séns í fótbolta, vonandi náum við að stríða þeim eitthvað. Þeir hljóta að teljast sterkari aðilinn, á pappírunum allavega, en maður veit aldrei. Það má reikna með að sjálfstraust þeirra hafa beðið einhverja hnekki á meðan okkar er í botni – það gæti haft áhrif.“

Góðar viðbætur Hafa orðið miklar breytingar á hópnum ykkar frá því í fyrra? „Einhverjar breytingar eðlilega, við höfum fengið góðar viðbætur við leikmannahópinn. Magnús Þórir Matthíasson kom til okkar frá Reyni

Það verður bara gaman að mæta á minn gamla heimavöll. Þetta verður krefjandi en það er alltaf séns í fótbolta, vonandi náum við að stríða þeim eitthvað ... Sandgerði, við fengum Bessa Jóhannsson frá Gróttu og Oumar Diouck sem er búinn að vera með Fjarðabyggð síðustu tvö ár. Síðan erum við með tvo unga í láni, Viðar Má Ragnarsson frá Keflavík og Úlf Ágúst Björnsson frá FH. Svo gekk Hörður Sveinsson til liðs við okkur frá Reyni.“

Síðasta markið sem Bói skoraði fyrir Keflavík kom úr vítaspyrnu á móti Blikum tímabilið 2018. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, sigraður. Mynd úr safni Víkurfrétta

Oumar Diouck hefur skorað þrjú mörk í tveimur leikjum. Hér er hann í bikarleik Njarðvíkur og KFG í annarri umferð Mjólkurbikarsins sem Njarðvík vann 5:2. VF-mynd: JPK Annars segir Bói að hópurinn sé að öður leyti sá sami og í fyrra. „Hreggviður Hermannsson ákvað að vera annað ár með okkur en hann var búinn að vera að þreifa fyrir sér hjá öðrum liðum svo ég er nokkuð sáttur við þann hóp sem við höfum.“ Það má segja að nýju mennirnir í lið Njarðvíkur sé vissulega ágætis viðbót við Njarðvíkurliðið en nýliðarnir hafa skorað sjö af níu mörkum Njarðvíkinga í 2. deild (Oumar Diouck þrjú, Úlfur Ágúst og Magnús Matthíasson tvö hvor).

Hvert er stefnan tekin á þessu tímabili? „Ég fer í engar grafgötur með það að stefnan er tekin upp. Ég tek það samt aftur fram að þetta verður ekki svona auðvelt í allt sumar, deildin verður örugglega jöfn eins og síðustu ár – en stefnan er tekin á sæti í Lengjudeildinni að ári,“ segir Hólmar Örn að lokum og miðað við hvernig Njarðvíkingar hafa farið af stað þá gætum við vel verið að sjá þá fara upp í haust.

Í leik með með Keflavík gegn FH árið 2008. Mynd úr safni Víkurfrétta


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

„Við stefnum hátt“

– segir Magnús Sverrir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Það eru ávallt gerðar miklar væntingar til körfuknattleiksliða Keflavíkur. Á því tímabili sem er nú að ljúka stóðu liðin ekki fyllilega undir væntingum, karlaliðið komst í úrslitakeppnina en var slegið út í átta liða úrslitum á meðan kvennaliðið náði ekki inn í úrslit. Undanfarin (Covid) ár hafa verið flókin og reynt mikið á starfsemi íþróttahreyfingarinnar svo líklega er mikið starf framundan hjá nýrri stjórn deildarinnar. Hvað er framundan hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur? „Það er talsvert mikið framundan. Það er mikið af nýju fólki að koma inn í stjórn svo við þurfum að hafa hraðar hendur við að koma okkur inn í fjármálin, leikmannamálin og aðra hluti sem þurfa að vera upp á tíu svo hægt sé að hafa umgjörðina í kringum karla- og kvennalið félagsins eins og best verður á kosið. Við ætlum að leggja mikið á okkur til að það geti orðið að veruleika en til þess að svo verði er ætlunin

Magnús er þekktari sem knattspyrnumaður, hér er hann í leik með Reyni Sandgerði á síðasta ári. Mynd úr safni Víkurfrétta

að enn fleiri komi að starfinu með okkur en áður hefur verið – svo það frábæra starf sem unnið hefur verið hjá körfuknattleiksdeild Keflavíkur undanfarin ár verði enn betra.“ Verða nýjar áherslur með nýjum formanni? „Já, það kemur alltaf eitthvað nýtt með nýju fólki. Það er nokkuð ljóst að við munum gera breytingar og reyna að bæta nokkra þætti. Við ætlum að leggja okkur vel fram og markmiðið er að bæta ýmsa þætti. Vonandi mun það ganga upp. Ætlun okkar er t.d. að skapa enn meiri og betri umgjörð í kringum liðin okkar og sömuleiðis að bjóða upp á meiri skemmtun á leikjum.“

Umgjörð deildarinnar Hver eru helstu málin? „Það er í raun af mörgu að taka en það má kannski nefna það helst að við höfum ráðið framkvæmdastjóra í hlutastarf sem hefur störf strax. Hann mun sjá um þætti er snúa að rekstri félagsins og þessum daglegu verkefnum. Ætlun okkar er að semja við þá leikmenn sem Hjalti og Hörður Axel [Vilhjálmssynir] telja mikilvæga pósta fyrir framhaldið og vonandi getum við sótt einhverja fleiri þótt íslenski „leikmannamarkaðurinn“ sé bæði lítill og oft flókinn. Þá er ætlunin að virkja enn fleiri til að taka þátt í starfi félagsins svo umgjörðin og rekstur deildarinnar sé eins og best verður á kosið. Keflavík býr það vel að við eigum mikið af frábærum velunnurum og stuðningsmönnum. Margt af því sem

við ætlum svo að gera lýtur að því að gera leikmönnum og þjálfurum Keflavíkur kleift að einbeita sér að körfuboltanum, hafa gaman og njóta þess að vera hluti af góðri og þéttri liðsheild.“ Þið hafið verið að klára samninga við leikmenn þessa dagana, munum við sjá miklar breytingar á leikmannahópum Keflavíkur? „Það er auðvitað smá óvissa með það. Það er mikið í gangi á skrifstofunni þessa dagana. Við erum að auðvitað að ræða við okkar þjálfara, endursemja og ræða við leikmenn sem verið hafa hjá okkur og svo höfum við verið að skoða hvernig landslagið er með styrkingar í bæði karla- og kvennaliðið. Eins og ég nefndi áðan er markaðurinn lítill og oft erfiður en vonandi getum við bætt einhverjum púslum við. Það er klárt mál að við stefnum á að koma sterkari til leiks á næsta tímabili en það verður hins vegar að ráðast hvort það verði með því að okkar leikmenn stígi enn meira upp eða með íslenskum eða erlendum viðbótum. Nú eða bara sitt lítið af hvoru!“ Hvert skal stefna á næsta tímabili? „Við stefnum hátt á næsta tímabili,“ segir Magnús og heldur áfram: „Krafan er alltaf sú að Keflavík berjist um það sem í boði er og allir sem koma að starfi Keflavíkur í körfubolta setja þar að leiðandi stefnuna hátt. Við ætlum okkur kannski einhverjar breytingar en það verður ekki gerð breyting á þessari stefnu, það er ljóst ...“

Fimm iðkendur frá fimleikadeild Keflavíkur valdir í landsliðshóp í hópfimleikum Fimleikasamband Íslands tilkynnti á dögunum þá 81 iðkanda í hópfimleikum sem skipa landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2022. Fimm iðkendur frá fimleikadeild Keflavíkur voru valdir í landsliðshópana fyrir mótið en það verður haldið verður í september. Þeir Heiðar Geir Hallsson, Leonard Ben Evertsson og Máni Bergmann Samúelsson voru valdir í landsliðshóp drengja og Katrín Hólm Gísladóttir í landsliðshóp stúlkna. Emma Jónsdóttir var síðan valin í blandað landslið unglinga. Öll æfa þau hópfimleika með blönduðu liði Keflavíkur en þetta er í fyrsta skipti í sögu fimleikadeildar Keflavíkur sem strákar frá deildinni eru valdir í landsliðshóp. Góður

Ný stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er þegar byrjuð að vinna í leikmannamálum og hefur m.a. endurnýjað samning sinn við þá Jaka Brodnik og Val Orra Valsson. Á nýliðnu tímabili skilaði Jaka Brodnik fjórtán stigum og 5,5 fráköstum að meðaltali í leik og Valur Orri skilaði tæpum níu stigum og fimm stoðsendingum að meðaltali í leik. Á myndinni handsala þeir Brodnik og Magnús samninginn. Mynd af síðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

Vorferð

Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður farin fimmtudaginn 9. júní n.k. í Húsafell. Lagt af stað frá Nesvöllum kl. 09:00 og komið heim fyrir kvöldmat. Ferðin kostar kr. 10.000 á mann, innifalið er hádegismatur, kaffi og heimsókn að Háafelli. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Ingibjörgu, s: 8633443, Margréti, s: 8963173 og Sigurjóni, s: 8999875. Skráningu lýkur 2. júní n.k! Ferðanefndin

Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Útskálasóknar verður haldinn þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 20:00 í Kiwanishúsinu.

Emma Jónsdóttir, Leonard Ben Evertsson, Máni Bergmann Samúelsson, Heiðar Geir Hallsson og Katrín Hólm Gísladóttir. árangur meðal iðkenda fimleikadeildarinnar á keppnisárinu leynir sér ekki en þá var Margrét Júlía Jóhannsdóttir einnig valin í úrvalshóp stúlkna í áhaldafimleikum í byrjun maí.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Sóknarnefnd

Erika Dorielle Sigurðardóttir, yfirþjálfari hópfimleika í Keflavík, segist vera einstaklega stolt af hópnum og að það verði spennandi að sjá þau takast á við verkefnið.

Stökkmótaröð í atrennulausum stökkum fyrir 30+

Frá stökkmóti Smára í apríl. Myndir af Facebook-síðu Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára

Næstkomandi laugardag, 21. maí á milli klukkan 13 og 16, fer fram keppni í atrennulausum stökkum fyrir 30 ára og eldri í Blue-höllinni. Þetta er annað mótið í stökkmótaröð sem Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, og Ungmenna- og íþróttafélagið Smári komu í sameiningu á laggirnar.

Keppnisgreinar eru hástökk, langstökk og þrístökk án atrennu, þá er einnig keppt í hástökki með atrennu. Markmiðið með þessari stökkmótaröð er að fjölga mótum fyrir eldra íþróttafólk sem og að endurvekja vinsældir þessara keppnisgreina frjálsra íþrótta en þær voru mjög áberandi á árunum 1960–1990.

Nú þegar hafa verið sett á tvö mót og var hið fyrra hjá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð 23. apríl n.k. og hið síðara 21. maí hjá Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi. Nánari upplýsingar um mótin má sjá á heimasíðu Frjálsíþróttasamband Íslands fri.is. Fyrir næsta vetur vonumst við til að mótunum fjölgi í a.m.k. fimm. Mótshaldarar vilja hvetja sem flesta til að taka þátt í skemmtilegri keppni.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

BÁRA ÁGÚSTSDÓTTIR Skipastíg 8, Grindavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 20. maí klukkan 12.

Keflvíkingurinn Helgi Hólm undirbýr stökk án atrennu.

Sigurður Ragnar Ólafsson Ágústa Kristín Guðmundsdóttir Snorri Viðar Kristinsson Guðný Sigurðardóttir Sigþór Gunnar Sigþórsson Magnús Ólafur Sigurðsson Aom Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn.


Sveitarstjórnarkosningar sem fóru fram um allt land síðustu helgi, voru afar tíðindalitlar fannst manni heilt yfir og hvergi voru þær daufari en í Reykjanesbæ. Kjörsókn var afar dræm og í raun alveg ömurleg eða rétt rúmlega 47% sem ætti að vera mikið áhyggjuefni. Það þurfa einhverjir aðrir að rýna mun betur í þessi mál en ein tillaga frá mér væri að gera þetta kosningaferli rafrænt enda tæknin til staðar núna árið 2022. RÚV fjallaði svo um kosningarnar í Reykjanesbæ af sama áhuga og íbúar bæjarins sýndu þeim eða í heilar ellefu sekúndur. Reyndar var kosningasjónvarpið um helgina jafnvel verra og vandræðalegra en framlag Þjóðverja í Eurovision þetta árið (sem rak þar lestina með ekkert stig) og er þá mikið sagt. Allir flokkar voru svo að venju sigurvegarar í kosningunum en enginn þó meiri en Framsókn sem poppuðu sig bókstaflega á toppinn. „Varnarsigur“ er samt orð orðanna eftir svona kosningar. Sjálfur fylgdist ég ágætlega með kosningabaráttunni hér í bæ og tók þátt í nokkrum viðburðum hjá flokkunum sem buðu hér fram. Ágætir viðburðir svo sem og allir að gera sitt besta en þetta ferli allt saman styrkti enn frekar þá skoðun mína að kannski væri betra að fá að velja fólk frekar en flokka. Í öllum flokkum fann ég nefnilega aðila sem ég gæti vel stutt við bakið á og aðra sem ég gæti það bara alls ekki. Hefði viljað fá að merkja við ellefu aðila af þessum listum sem boðið var upp á í ár og sumir sem ég hefði valið voru ekki einu sinni ofarlega á listum sinna flokka en að mínu mati fólk sem ég hefði viljað sjá í bæjarstjórn. Ætla þó ekki að kvarta enda lýst mér svo sem ágætlega á þessa ellefu aðila sem komust í bæjarstjórn að þessu sinni. Meirihlutinn af þeim eru konur sem er jákvætt og þarna er t.d. einn besti söngvari þjóðarinnar, Sverrir Bergmann (plús einn sá slakasti, Guðbergur Reynis) og óska ég öllu þessu fólki innilega til hamingju og óska þeim velfarnaðar í

LOKAORÐ

Dauft var það

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON störfum. Framtíð Reykjanesbæjar er nefnilega björt og þar er best að búa! Það er samt deginum ljósara að einhverjar breytingar þurfum við a.m.k. að gera því eins og sást um helgina þá er áhuginn á þessum kosningum sorglega lítill. Hvet flokkana til þess að skoða þessi mál betur enda skammarlegt að einungis 47% okkar nýtum rétt sem forfeður okkar börðust fyrir með kjafti og klóm.

Mundi

Gæsir og steggir á kjördegi Kjósendur nota oft tækifærið á kjördegi að gera eitthvað skemmtilegt. Þessir tveir hópar mættu á kjörstað í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, annars vegar ungar konur að „gæsa“ Ágústu Evu vinkonu sína og síðan voru ungir herramenn í stuði með KókómjólkurKlóa, Guðna Frey Róbertssyni, sem útbýtti drykknum góða til kjósenda í skemmtilegri steggjun. VF-myndir: Páll Ketilsson

Framtíðartækifæri hjá Kadeco

Það vantaði allan „kraft úr Kókómjólk“ í þessar kosningar ...

Ráða sumarstarfsmann vegna móttöku vegalausra barna Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur staðfest afgreiðslu bæjarráðs sem samþykkti samhljóða að veita heimild til ráðningar á sumarstarfsmanni vegna álags á starfsfólk fjölskyldusviðs við móttöku vegalausra barna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Jákvæð áhrif endurheimtar flugfarþega Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist 8,8% um mánaðarmótin febrúar/mars. Atvinnuleysið hefur verið í kringum 10% frá því í ágúst, en lækkaði nú loks um 1% á milli mánaða. Atvinnuleysi fór hæst í 24,9% um síðastliðin áramót. Jákvæð áhrif endurheimtar flugfarþega eru að koma fram og vonir standa til að atvinnuleysi lækki enn frekar í yfirstandandi mánuði.

Kadeco auglýsir eftir umsóknum um starf viðskiptaog þróunarstjóra, starf verkefnastjóra og starf við verkefnaumsjón. Við leitum að fólki til að taka þátt í að byggja upp teymi Kadeco og móta þróunarsvæði umhverfis Keflavíkurflugvöll með okkur. Sótt er um störfin á Alfred.is. Nánari upplýsingar er að finna á kadeco.is.

KEFLAVIK AIRPORT DEVELOPMENT COMPANY


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.