24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Eyþór Atli Einarsson er búsettur ásamt eiginkonu sinni, Írisi Dögg Pétursdóttur, og þremur sonum, Nökkva Degi, Bjarka Leó og Mikael Darra, í Falkenberg í Svíþjóð. Bærinn er staðsettur um 100 km suður af Gautaborg. Þar býr fjölskyldan í sænsku timburhúsi sem sem Eyþór segir að sé ansi líkt því sem hann ólst upp í í Eyjabyggðinni í Grindavík. Eyþór starfar sem kennari í unglingadeild ásamt því að þjálfa knattspyrnulið sem spilar í einni af mörgum sjöttu deildum Hallandshéraðs/-sýslu í Svíþjóð. Fjölskyldan flutti út sumarið 2014 og er því búin að búa úti í næstum sex ár.
Fljótur að segja
við flutningum til ú Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Það má segja að margir litlir hlutir hafi haft áhrif á ákvörðun okkar að flytja út. Efnahagslega var oft basl þrátt fyrir að við bæði værum í ágætis störfum, oft fleiri en einu og jafnvel fleiri en tveimur, en kennaralaunin dugðu ansi skammt og lánin á litlu íbúðinni okkar í Breiðholtinu ruku upp úr öllu valdi. Okkur langaði að breyta aðeins til og hafði ég nokkrum sinnum fengið tilboð að flytja út til Noregs eða Svíþjóðar og spila fótbolta eftir að sá elsti fæddist en Íris var ekki alveg á þeim nótunum þá. Þegar hún síðan bar upp hugmyndina að flytja út var ég fljótur að samþykkja það og eftir smá umræður varð Svíþjóð fyrir valinu. Ég skráði mig í nám í hugbúnaðarverkfræði við Gautaborgarháskóla og stefnan var að koma sér úr kennarastarfinu og gera eitthvað annað. Það hefur gengið svona glymrandi vel þar sem ég er aftur kominn í kennarastarfið. Önnur ástæða flutninganna var svo sú að Nökkvi Dagur, elsti sonur okkar, er einhverfur og hann átti erfiða tíma í leikskóla sem við sáum að myndu fylgja honum þegar hann byrjaði í grunnskóla. Við vildum gefa honum möguleika á að byrja aftur með hreinan Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.
skjöld í skóla þar sem ekki væri búið að mála myrkustu myndina af honum áður en hann hæfi sína skólagöngu. Hvort sú ákvörðun hafi verið rétt veit maður svo sem ekki en einn skólasálfræðingur í skóla sem ég starfaði við í Gautaborg sagði eitt sinn við mig þegar ég ræddi þetta við hann: „Eyþór þú hefðir átt að flytja til Danmerkur.“
Auðveld ákvörðum að flytja út – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja til Svíþjóðar? „Að vissu leyti var ákvörðunin ansi auðveld. Auðvitað var það smá mál að flytja út með tvo litla drengi og Íris kasólétt af þriðja hermanninum. Örugglega einhverjir sem töldu okkur kolrugluð að vera að standa í þessu á þeim tímapunkti. Frá því að ákvörðunin var tekin var þetta engu að síður ansi fljótt að gerast og lítill sem enginn efi hjá okkur um að þetta hafi verið rétt ákvörðun.“ – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Það má segja það. Við höfum verið hér á vesturströndinni öll árin. Byrjuðum í Gautaborg á meðan ég menntaði mig í öðru en þegar leigusalinn okkar þar ákvað að selja húsið sem við bjuggum í vildum við kaupa húsnæði svo við yrðum ekki í endalausum flutningum og að raska öllu í kringum
drengina og þá kannski helst þennan elsta sem á nokkuð erfitt með breytingar. Að kaupa húsnæði í Gautaborg var svolítið eins og að kaupa hús í miðborg Reykjavíkur, verðið var gífurlega hátt. Við skoðuðum okkur um í bæjunum sem liggja sunnan Gautaborgar og leist vel á okkur í Falkenberg þar sem við búum í smá úthverfi sem heitir Skogstorp og er ekki ósvipað Grindavíkinni góðu, bara aðeins minna.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Ég myndi segja að helstu kostirnir séu að þrátt fyrir að kennaralaunin séu ekki há hér þá er engu að síður hægt að ná endum saman og kaupmátturinn er að einhverju mun meiri en á Íslandi. Veðrið er líka voðalega gott yfir sumarið og við erum ekki nema tíu mínútur að hjóla niður á strönd. Síðan er nokkuð fínt að hér á vesturströndinni blæs nokkuð sem minnir óneitanlega á heimahagana.“
Menningin í Svíþjóð svipuð – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Menningin í Svíþjóð er að mörgu leyti mjög svipuð þeirri á Íslandi. Það má engu að síður