__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Guðbjörg og Viðar búa rið á Gran Canaria hálft á

Sama veðrið allt árið

„Ég er með (GÍG) 1000 mb/sek uppi á Ásbrú“ frá 10.590 kr/mán

1000 Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

Eydís Konráðsdóttir hefur búið í Sydney í Ástralíu síðan 2004

Útivist á Suðurnesjum

25 metra hraunveggir í Lambafellsgjá

a d n u h g o r u t s k a b s g i e d r ú S i r d l a r a f u r i e v u n ó r ó k í n u f l á j þ EYÞÓR ATLI ÚR GRIN

5

s d l a h á p up

pJÖlRGöVINtSuÍVArRS

B

Helmingur eldisbleikju í heiminum frá Suðurnesjum

U BRUGÐUST VIÐ ALGER

DAVÍK

STOPPI Í REKSTRI

Úr bókunarþjónustu

í barnabókaútgáfu Lærði margt um sjálfa sig KAREN GUÐNA FLUTTI TIL DANMERKUR

Fljótur að segja já við flutningum til útlanda


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Íbúafundur um aðgerðir í atvinnumálum

Frá bæjarstjórnarfundi í Suðurnesjabæ nýlega.

Sterk efnahagsleg staða Suðurnesjabæjar

Íbúafundur um aðgerðir í atvinnumálum verður haldinn í Reykjanesbæ fimmtudaginn 14. maí kl. 17:30. Fundurinn verður sendur út beint í streymi á Facebook-síðu Reykjanesbæjar: www.facebook. com/reykjanesbaer.is/ Íbúar geta tekið þátt í fundinum og sent inn spurningar á póstfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is Starfsfólk Reykjanesbæjar hefur undanfarna daga og vikur verið að kortleggja og greina möguleika á fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu, meðal annars í gegnum þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur kynnt. Þau verkefni sem þegar eru á teikniborðinu verða kynnt á íbúafundinum á netinu. Upptaka af fundinum verður síðan aðgengileg á sömu síðu fyrir þá sem ekki geta fylgst með streyminu beint.

„Framundan eru krefjandi tímar með miklum áskorunum í starfsemi og rekstri Suðurnesja­ bæjar,“ segir í bókun bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2019. Reikningurinn nær yfir fyrsta heila starfsár Suðurnesjabæjar og var sam­ þykkur samhljóða eftir síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Í bókun bæjarstjórnar um ársreikning 2019 segir: Ársreikningur 2019 nær yfir fyrsta heila starfsár Suðurnesjabæjar. Niðurstöður í rekstri málaflokka var í góðu samræmi við fjárheimildir og heildar niðurstöður nálægt fjárhagsáætlun ársins. Bæjarstjórn lýsir ánægju með þá niðurstöðu og þakkar öllum stjórnendum sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag við góðan rekstur. Sterk efnahagsleg staða sveitarfélagsins birtist m.a. í því að skuldaviðmið samkvæmt nýjum viðmiðunarreglum í árslok 2019 er

66% og hefur lækkað frá fyrra ári. Bæjarstjórn lýsir ánægju með þessa niðurstöðu en samkvæmt fjármálareglum sveitarstjórnarlaga má skuldaviðmið ekki vera yfir 150%. Á árinu 2019 var haldið áfram því verkefni að móta nýtt sveitarfélag og því verkefni er ekki lokið. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur lagt af mörkum mikla vinnu við þetta verkefni og fyrir það þakkar bæjarstjórn. Jafnframt hafa fjölmargir aðrir aðilar komið að þeirri vinnu og það er mat bæjarstjórnar að vel hafi tekist til við að leysa úr fjölmörgum og ólíkum

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900 Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

verkefnum í tengslum við mótun á nýju sveitarfélagi. Framundan eru krefjandi tímar með miklum áskorunum í starfsemi og rekstri Suðurnesjabæjar. Það er markmið bæjarstjórnar að Suðurnesjabær veiti íbúum sínum sem mesta og besta þjónustu, þannig að búsetuskilyrði í Suðurnesjabæ verði áfram eins og best er á kosið. Ársreikningur ársins 2019 felur í sér sterka efnahagslega stöðu Suðurnesjabæjar og á því mun bæjarstjórn byggja til framtíðar.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Hátíðarhöld með breyttu sniði í Vogum Almennar umræður um hátíðarhöld 17. júní og Fjölskyldudaga 2020 fóru fram í frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga á síðasta fundi ráðsins. Nefnd ræddi á fundinum hvort og þá með hvaða hætti viðburðir sumarsins verði haldnir. Ljóst er að viðburðir verða ekki haldnir með sama hætti og undanfarin ár. Sveitarfélög eru að leita nýrra leiða til að gera daginn hátíðlegan og mun Sveitarfélagið Vogar horfa til þess hvort eitthvað slíkt verði gert og hlýða öllum ábendingum og fyrirmælum almannavarna.

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


MEIRIHÁTTAR HELGARTILBOÐ! Lambalærissneiðar Kryddaðar

1.739

-25%

-40%

KR/KG ÁÐUR: 2.899 KR/KG

-20% Kjúklingalundir Ísfugl

1.998

-40%

ÁÐUR: 2.498 KR/KG

-22% Lambalærissneiðar í raspi Kjötsel

Hamborgarar 2x130 gr m/brauði, osti og BBQ - Kjötsel

KR/KG ÁÐUR: 2.999 KR/KG

KR/PK ÁÐUR: 1.399 KR/PK

1.799

KR/KG

Lamba helgarsteik í bláberjamarineringu Kjötsel

2.024 ÁÐUR: 2.699 KR/KG

GÓMSÆTT Á GRILLIÐ!

1.091

Sláðu upp indverskri veislu

KR/KG

-40% Grísakótilettur Kjötsel

1.139

KR/KG ÁÐUR: 1.899 KR/KG

-20%

Bökunarkartöflur

135

KR/KG ÁÐUR: 269 KR/KG

Heilsuvara vikunnar! Bio-Kult Candéa 100 gr

1.867

-50% -25%

KR/PK ÁÐUR: 2.489 KR/PK

Tilboðin gilda 14. - 17. maí

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Krabbameinsfélags Íslands og Suðurnesjadeildarinnar eftir undirritun samningsins.

Ókeypis rágjöf nú einnig á Suðurnesjum Krabbameinsfélagið býður nú upp á ráðgjöf og stuðning án endurgjalds á Suðurnesjum fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í vikunni var skrifað undir samning á milli félagsins, Reykjanesbæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um að veita ráðgjöf og stuðning án endurgjalds fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra á svæðinu. Fagaðilar frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins munu veita ráðgjöfina tvo daga í mánuði og fer hún fram í Ráðhúsi Reykjanesbæjar. „Þetta er bætt þjónusta fyrir íbúana okkar þannig að við erum afar

ánægðir með það að ná svona samkomulagi á milli þessara aðila til að gera enn betur fyrir íbúana okkar hér,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins samanstendur af hjúkrunarfræðingum, sálfræðingi, kynfræðingi, lýðheilsufræðingi og félagsráðgjafa og mikið er lagt upp úr jafningastuðningi í gegnum stuðningshópa og stuðningsnet félagsins og aðildarfélaga þess.

„Þetta er bara tímabært vegna ástandsins að koma með ráðgjöf hingað suðureftir enda erum við stórt svæði og það er alveg þörf fyrir þetta,“ segir Sigríður Erlingsdóttir, starfsmaður Krabbameinsfélags Suðurnesja. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra á landsbyggðinni, þannig er ráðgjöf nú veitt hjá félögunum á Austurlandi, Selfossi og Akureyri auk hefðbundins starfs

félaganna þar. Á Suðurnesjum er nú einnig verið að fara af stað með stuðningshópa í endurbættu húsnæði félagsins. „Það er mikið um greiningar hérna suðurfrá. Bara að geta veitt þessa auka þjónustu frá heilbrigðisstarfsmanni og fagaðila. Þannig að þessi viðbót er kærkomin,“ segir Sigríður „Ég vil þakka þeim sem hafa haft frumkvæði og komu þessu samkomulagi á og við hlökkum til samtarfsins við Krabbameinsfélagið, bæði Krabbameinsfélag Íslands og náttúrulega starfsfólki hér suðurfrá, heilbrigðisstofnun og aðra sem að málinu koma,“ segir Kjartan.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5

Um 200 lítrar af olíu láku af bílaflutningabíl á Reykjanesbraut.

Vonbrigði að ekki verði byggð áfyllingarstöð í Vogum Linde Gas ehf., áður Ísaga ehf., hefur tilkynnt Sveitarfélaginu Vogum um að ekki verði af uppbyggingu áfyllingarstöðvar á lóð við verksmiðju sveitarfélagsins. Ákvæðum viljayfirlýsingar frá 14. apríl 2016 hefur því verið aflétt. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Voga og þar var bæjarstjóra falið að rita forstjóra Linde Gas ehf. bréf þar sem lýst er yfir vonbrigðum með niðurstöðuna auk þess að óska eftir samtali um næstu skref málsins.

Erill hjá Brunavörnum Suðurnesja Erill var hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja í síðustu viku. Þó nokkuð var um alvarleg slys á Suðurnesjum í liðinni viku, samkvæmt samantekt sem birt var á fésbókarsíðu Brunavarna Suðurnesja. Karlmaður féll niður þrjár hæðir og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús í síðustu viku. Sömu nótt var karlmaður fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt flugeldaslys.

Dælubíll og eiturefnabíll Brunavarna Suðunesja voru kallaðir út vegna óhapps á Reykjanesbraut þar sem um 200 lítrar af olíu láku af bílaflutningabíl. Honum hafði verið ekið yfir aðskotahlut á brautinni með þeim afleiðingum að lagnir fóru í sundur. Á föstudag varð svo mótorhjólaslys á Reykjanesbraut. Þar fór betur en á horfðist en sjúklingur var fluttur á Landspítala í Fossvogi.

Kynntu þér frummatsskýrslu um endurbætur á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík samrad.stakksberg.is

28% atvinnuleysi í Reykjanesbæ Í lok apríl var skráð atvinnuleysi í Reykjanesbæ 28%, 16,1% af því eru þeir sem skráðir eru í hlutabótaleiðina. Alls er atvinnuleysi á Suðurnesjum 25,2%, þar af 14,4% á hlutabótaleiðinni. Þessar tölur eru mjög kvikar og breytilegar vegna starfahlutaleiðar og uppsagna starfsmanna, segir í gögnum Súlunnar, menningarog atvinnuráðs Reykjanesbæjar, 6. maí.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Efnahagsáhrifa aukins atvinnuleysis gætir ekki strax

Tíu tilnefningar til menningarverðlauna í Vogum Tíu tilnefningar bárust til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2020. Þetta kemur fram í gögnum frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga.

Nefndin valdi einn einsakling og eitt félag til að hljóta menningarverðlaun sveitarfélagins árið 2020 og voru nöfn þeirra skráð í trúnaðarbókun. Bjarki Þór Wium Sveinsson vék af fundi undir umræðum og

kosningu um hvaða félag hlyti verðlaunin. Nefndin leggur það til við bæjarstjórn að afhending verðlaunanna verði 17. júní og henni verði streymt.

Efnahagsáhrifa aukins atvinnuleysis vegna COVID-19 gætir ekki strax í aukinni fjárhagsaðstoð sem fjölgar aðeins lítillega milli mánaða, segir í gögnum Neyðarstjórnar Reykjanesbæjar frá því í síðustu viku. Velferðarsvið Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir því að áhrifin komi fyrst fram í aukinni eftirspurn eftir ráðgjafaviðtölum um félagsleg réttindi og umsóknum frá atvinnuleitendum með stuttan uppsagnarfrest hjá atvinnurekanda sem eiga engan eða skertan bótarétt hjá Vinnumálastofnun og langtímaatvinnulausum sem eru að klára bótarétt sinn án þess að komast á vinnumarkað. Aukning hefur verið á tilkynningum til barnaverndar í mars og apríl miðað við fyrstu mánuði ársins 2020 og aukið álag verið á bakvakt vegna barnaverndar og heimilisofbeldismála.

Séð yfir stóran hluta Sandgerðishafnar. VF-mynd/hilmarbragi.

Gera starfslokasamning við hafnarstjóra Sandgerðishafnar Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að áfram verði leitað leiða til að bæta rekstur Sandgerðishafnar. Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 6. maí að unnið verði eftir „sviðsmynd II“ í tillögum Deloitte um bættan rekstur hafnarinnar sem felur m.a. í sér að breytingar verði á skipuriti hafnarinnar og að bæjarstjóri sinni hlutverki hafnarstjóra.

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

Bæjarstjóra var á fundinum falið að ganga frá starfslokasamningi við núverandi hafnarstjóra. Jafnframt verði leitað samstarfs við aðrar hafnir um að skoða kosti þess að auka samstarf rekstur hafna

eins og fjallað var um í starfshópi um rekstur Sandgerðishafnar. Samþykkt var að veita bæjarstjóra og formanni hafnarráðs heimild til að fara í þá vinnu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

KENNSLUMYNDBAND FYRIR NETVERSLUN NETTÓ Nettó setti nýlega í loftið kennslumyndband fyrir netverslun Nettó. Í myndbandinu er farið ítarlega yfir það hvernig skuli panta heimsendar dagvörur í gegnum netið. Myndbandið er ætlað þeim sem vilja afla sér betri þekkingar á virkni og notendaviðmóti netverslunarinnar. Myndbandið er talsett og leiðir áhorfendur í gegnum hvert einasta skref í kaupferlinu. „Við höfum séð að netverslun Nettó nær nú til breiðari aldurshóps en áður. Fólk sem er komið á efri ár er áhugasamt og vill nýta sér netverslunina en treystir sér kannski ekki til að ganga frá pöntun í gegnum netið,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. „Við töldum því að það gæti gagnast mörgum að framleiða kennslumyndband fyrir netverslunina til að auðvelda fólki kaupferlið á netinu. Við vonumst til þess að myndbandið gagnist flestum og auðveldi þannig viðskiptavinum okkar að fá vörurnar sendar heim að dyrum.“ Heimsending á dagvöru í gegnum netverslun Nettó er í boði víðs vegar um landið. Viðskiptavinir Nettó geta einnig valið að sækja vörur sínar í verslununum sjálfum og sparað sér þannig tíma. Samtals eru sautján Nettóverslanir um allt land.

Smelltu á hnappinn til að sjá myndbandið

„Við viljum halda í okkar lykilfólk“ Samkaup hleypa seinni hluta 150 milljóna króna aðgerðapakka til starfsmanna sinna af stað í lok mánaðarins. Fyrirtækið hefur ekki nýtt sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar, jafnvel þótt það hafi þurft að loka einni verslun og 70% samdráttur hafi orðið í einhverjum verslunum. „Við höfum þurft að loka einni verslun og það hefur verið allt að 70% samdráttur í einhverjum verslana okkar þar sem erlendir ferðamenn voru stór hluti viðskiptavina. Þrátt fyrir það höfum við ekki nýtt okkur hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar heldur fært fólk til í starfi eins og mögulegt er,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. „Starfsfólkið okkar er mikilvægasti hluti fyrirtækisins og það hefur verið mikið álag á því síðustu misseri, sérstaklega þeim sem hafa verið í framlínunni. Við viljum því þakka starfsfólkinu fyrir vel unnin störf með aðgerðarpakkanum.“ Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á samþykkti stjórn Samkaupa að veita um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Yfirskrift aðgerðarpakkans er Takk fyrir að standa vaktina! og nær til allra starfsmanna Samkaupa sem eru um 1.400 talsins. Allir starfsmenn fengu auka orlofsdag á launum, verulega aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og andlega upplyftingu hjá Heilsuvernd. Samkaup reka 61 verslun um land allt, meðal annars Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina, Iceland

og Samkaup Strax auk miðlægar miðstöðvar fyrir netverslun fyrirtækisins. Um 1.400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í um 670 stöðugildum. Seinna hluti aðgerðapakkans kemur til framkvæmda í lok mánaðarins. Starfsmenn verða þá hvattir til að ferðast innanlands í sumar og fá meðal annars gjafabréf fyrir hótelgistingu, bíla-

Samkaup veita 150 milljónum króna til starfsmanna en nýta sér ekki hlutabótaleiðina.

leigubíl, á veitingastaði, leikrit eða annarri afþreyingu. „Við viljum halda í okkar lykilfólk eins og kostur er því þegar hjólin fara að snúast á ný viljum við áfram sjá okkar frábæra starfsfólk standa vaktina með okkur,“ segir Gunnar Egill.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tveir ungir Suðurnesjamenn sem reka leitarvél í samvinnu við bílaleigur hafa brugðist við algeru stoppi í rekstrinum með því að fara nýjar leiðir

Arnar og Ívar Rafn með fyrstu bókina.

Úr bókunarþjónustu í barnabókaútgáfu Tveir ungir Suðurnesjamenn sem reka bókunarþjónustufyrirtæki hafa brugðist við algeru stoppi í rekstrinum með því að fara nýjar leiðir. Þeir Ívar Rafn Þórarinsson og Arnar Stefánsson eru komnir í barna­ bókaútgáfu en þeir hafa síðustu fjögur árin rekið ferðaþjónustufyrirtækið www.northbound.is sem er miðlari á bílaleigumarkaðinum. „Þetta er í raun svipað viðskiptamódel og booking.com. Við rekum

leitarvél þar sem fólk getur leitað að bílaleigubílum og borið saman verð

hjá rúmlega þrjátíu bílaleigum sem við erum í samstarfi við á Íslandi. Fólk getur svo bókað bíl í gegnum okkur og við fáum söluþóknun af því. Fyrirtækið er búið að vera starfandi frá 2016 og við höfum upplifað mikinn vöxt síðan þá en líka áföll eins og fall WOW air og nú COVID-19. Staðan í dag er þannig að það er nánast ekkert að bókast,“ segja þeir félagar.

Leitað nýrra leiða Þeir segjast hafa brugðist við algeru tekjufalli með þeim aðgerðum sem ríkið hefur boðið upp á en það dugar ekki til og því var leitað nýrra leiða í rekstrinum en á allt öðru sviði. „Við erum búnir að gera allt sem við getum til þess að bjarga fyrir-

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

tækinu, draga úr öllum kostnaði, nýta hlutabótaleiðina ásamt öðrum úrræðum. Það góða við okkar stöðu er að við skuldum ekkert en félagið hefur skilað hagnaði alveg frá byrjun. Í dag er í raun bara verið að afgreiða afbókanir og tilfærslur á bókunum á aðrar dagsetningar. Í stað þess að sitja bara hér og bora í nefið á meðan ferðaþjónustan er í lamasessi þá ákváðum við að gera eitthvað annað sem hægt væri að selja hérna á Íslandi og erlendis.“

Sérhönnuð barnabók Útkoman er Sögubók.is en það er vefur þar sem fólk getur hlaðið inn mynd af barni og keypt sérhannaða bók þar sem andlitið á barninu er blandað inn í persónur í bókinni. „Við erum með eina bók tilbúna núna en það er stafrófsbók fyrir krakka á leikskólaaldri. Við Arnar eigum báðir börn á leikskólaaldri og það er búið að vera virkilega gefandi að getað búið til bók fyrir krakkana og komið með hana heim og lesið fyrir svefninn, þetta er klárlega


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Sögubók.is er vefur þar sem fólk getur hlaðið inn mynd af barni og keypt sérhannaða bók þar sem andlitið á barninu er blandað inn í persónur í bókinni.

uppáhaldsbókin á heimilinu í dag. Ef allt gengur vel þá er ætlunin er að að gera að minnsta kosti fimm sögubækur á íslensku og svo í framhaldinu munum við þýða þær á nokkur önnur tungumál og selja þær fyrst á Norðurlöndunum og svo annars staðar í Evrópu. – Sjáiði fyrir ykkur að ná í einhverjar tekjur með þessari bókaútgáfu? „Við erum að reyna að halda okkur plúsmegin með fyrstu bókinni, það er ekki sjálfgefið þegar allur kostnaðurinn er tekinn með. Svo er þetta líka alveg nýr vettvangur fyrir okkur og við erum að læra hvar við getum sparað kostnað en við viljum gefa út gæðavöru. Við gerum ekki ráð fyrir því að fyrsta bókin verði arðbær, frekar ætlum við að leggja það sem kemur til baka inn aftur í nýja bók til þess að bæta við úrvalið okkar,,“ segja þeir Ívar Þór og Arnar.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þurfum að auka fjölbre – segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Auka þarf fjölbreytni í atvinnulífi Suðurnesja svo áföll hafi ekki jafn sterk áhrif á atvinnustig eins og nú er að gerast á tímum COVID-19. Jóhann Frið­ rik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að þegar stór sveitarfélög eins og Reykjanesbæ séu svona háð ferðaþjónustu og sam­ göngum séu áhrif áfalla, eins og nú dynja á okkur, miklu meiri. „Þetta er okkar veruleiki. Samgöngur og ferðaþjónusta eru mjög stór þáttur í atvinnulífi á Suðurnesjum og kemur þetta ástand því mjög illa við okkur, verr en marga aðra. Þó svo það megi sjá hærri atvinnuleysistölur í minni sveitarfélögum úti á landi er fjöldinn sem verður fyrir slæmum áhrifum af svona stóru áfalli eins og COVID-19 svo mikill því stærstur hluti atvinnubærra manna vinnur störf tengd ferðaþjónustu. Auðvitað höfum við verið að reyna að auka á fjölbreytni í atvinnulífi í

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

gegnum tíðina en gengið misjafnlega vel. Það hefur gengið ótrúlega vel í ferðaþjónustunni undanfarinn áratug, sérstaklega síðustu fimm árin, og fólksfjölgun að sama skapi verið mjög mikil en þetta sýnir þó svart á hvítu að þetta er of einhæft. Við þurfum að halda áfram að vinna að því að atvinnulíf sé fjölbreyttara. Þegar stærsti vinnustaður landsins stoppar á svona stuttum tíma og stærsti hluti fólks sem þar vinnur býr hér hefur það augljóslega mikil

áhrif. Þetta er sláandi staða,“ segir forseti bæjarstjórnar.

Nýta tímann vel Jóhann segir að það sé mikil áskorun að vinna úr stöðunni sem upp er komin. „Við gerum okkur grein fyrir stöðunni og bæjarfélagið brást snemma við með ýmsum aðgerðum fyrir fólk og fyrirtæki. Sumt er þó ekki hægt að gera, eins og að fella niður fasteignagjöld. Við þurfum að nýta tímann vel sem framundan

er og vera raunsæ hvað framtíðina varðar. Við þurfum líka að vera tilbúin þegar þessum veirutíma lýkur en það er ljóst að áhrifin af COVID-19 munu vara lengur en við vorum að vonast. Staðan á næstunni er því ekki góð og það er spurning hvernig við vinnum úr henni.“

Samheldni í bæjarstjórn „Við þurfum að stofna nýsköpunarsetur, sækja fjármagn í það og þróa fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri sem kalla á fólk með menntun. COVID-19 er fjórða stóra áfallið sem dynur á Suðurnesjum frá árinu 2006. Við vorum með Varnarliðið og svo ferðaþjónustuna og þessi áföll tengjast þessum tveimur þáttum. Þó eru nokkur nýsköpunarfyrirtæki á svæðinu en við þurfum fleiri tæki-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

eytnina í atvinnulífinu færi til framtíðar og þurfum að endurmeta stöðuna til lengri tíma litið. Það hefur verið samheldni í bæjarstjórn um þessi mál og ég hef fulla trú á því að við munum vinna okkur út úr þessum vanda sem nú er kominn upp. Við höfum upplifað mörg áföll og höfum alltaf náð að vinna okkur úr þeim en það hefur auðvitað kostað sitt.“

Endurmetum stöðuna Jóhann segir að í sveitarfélögum sem Reykjanesbær getur borið sig saman við, eins og til dæmis Akureyri, sé það ljóst að þar er meiri fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það eru til að mynda ekki margar ríkisstofnanir á Suðurnesjum fyrir utan Isavia. Það þarf að horfa til lengri tíma hvað það varðar. Uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur auðvitað verið ótrúlegur og um leið frábær en við viljum samt sem áður

að vera þannig í stakk búin að einstaka áföll setji ekki allt á annan endann eins og nú hefur gerst. Þetta áfall mun til dæmis hafa slæm áhrif fyrir fjárhag Reykjanesbæjar. Sem betur fer hefur gengið mjög vel í rekstrinum síðustu ár, sérstaklega síðustu tvö. Við höfum því aðeins borð fyrir báru. Við vorum búin að hlaða vel í framkvæmdir í upphafi árs og reynum að fara í verkefni sem kalla á starfsfólk og flýta einhverjum verkefnum. Í framhaldinu þurfum við síðan að endurskoða fjárhagsáætlun og sjá hvar við stöndum. Við erum í samtali við ríkið og fleiri sveitafélög hvernig hægt er að bregðast best við. Öll stærri sveitarfélög hafa frestað fasteignagjöldum og reynt að koma til móts við skammtímaþætti sem það hefur tækifæri til. Við munum leggja fram plön hvað sveitarfélagið getur gert til að bregðast við þessum vanda á næstunni. Ef hann lengist og við sjáum að hann verður ekki

Jóhann Friðrik á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. VF-mynd/pket.

skammvinnur er ljóst að við verðum í stöðu sem við höfum aldrei verið í áður og þurfum að endurmeta stöðuna út frá því.“

Tökum þetta saman „Ég hef alla tíð verið bjartsýnn. Ég horfi bara á þann þrótt sem er í starfsmönnum Reykjanesbæjar og samfélaginu á Suðurnesjum undir

þessum kringumstæðum og ég hef nefnt það í stól forseta bæjarstjórnar að við Suðurnesjamenn höfum gengið í gegnum ýmislegt en ég átti nú ekki von á þessu. Þetta verður áskorun sem við munum öll taka á saman og í samheldni. Ég hef trú á því að samfélagið hér eigi eftir að koma sterkt til baka út úr þessum vanda sem kom aftan að okkur svona snöggt,“ segir Jóhann Friðrik.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stakksberg undirbýr endurbæ

Stakksberg undirbýr endurbætur á 1. áfanga kísilverksmiðjunnar í Helguvík með allt að 25.000 tonna árs­ framleiðslu og stækkun verksmiðjunnar í áföngum 2-4 í framleiðslugetu á allt að 100.000 tonnum af kísli á ári. Endurbætur fela í sér framkvæmdir á lóð, breytingar á núverandi byggingum og nýbyggingar, upp­ setningu á 52 metra háum skorsteini til að bæta dreifingu útblásturs og varða einnig meðhöndlun hráefna, ljósbogaofn og afsogskerfi verksmiðjunnar. Gert er ráð fyrir að 70 til 90 bein störf verði til við uppbygg­ ingu fyrsta áfanga en þau verði fleiri við byggingu áfanga 2 til 4 auk enn fleiri afleiddra starfa sem verði til þegar starfsemin verði komin í gang. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu um endurbætur á kísilsverksmiðju Stakksbergs í Helguvík, áður United Silicon, sem Skipulagsstofnun hefur birt. Í frummatsskýrslunni segir meðal annars: Aðrar framkvæmdir snúa að aukinni hagkvæmni, bættum framleiðsluvörum og aðstöðu starfsmanna. Seinni áfangar fela í sér fjölgun ljósbogaofna í allt að fjóra með stækkun ofnhúss og nýjum mannvirkjum. Einnig er fjallað um aðra framkvæmdakosti. Fjallað er um og lagt mat á áhrif á umhverfisþættina loftgæði, vatnafar (grunnvatn og hiti strandsjávar), fuglar, lífríki fjöru og strandsjávar, samfélag, heilsu, hljóðvist og ásýnd. Áhrif eru metin frá því að vera nokkuð neikvæð á loftgæði, grunnvatn við fullbyggða verksmiðju og ásýnd yfir í nokkuð jákvæð á atvinnustig samfélags á framkvæmdatíma og talsvert jákvæð á samfélag á rekstrartíma. Áhrif á aðra umhverfisþætti eru metin óveruleg. Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða, sem fyrst og fremst felast í reisingu skorsteins eftir síuvirki auk ýmissa endurbóta sem eiga að auka rekstraröryggi og tryggja rétt viðbrögð, er það mat framkvæmdaraðila að ekki sé líklegt að kísilverksmiðjan í Helguvík hafi umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.

Tilgangur og markmið Markmiðið með framkvæmdum við endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík er að lágmarka umhverfisáhrif vegna reksturs verksmiðjunnar

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

og stuðla að því að starfsemin megi verða í sátt við íbúa svæðisins. Tilgangur framkvæmdanna er að gera allar þær úrbætur, sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar um breytingar og viðbætur á búnaði fyrir endurræsingu verksmiðjunnar, bæta gæði framleiðsluferilsins og vinnuumhverfi starfsmanna. Stakksberg óskaði eftir því við sveitarfélagið að deiliskipulaginu verði breytt til samræmis við útgefin byggingarleyfi og byggingar sem þegar hafa verið byggðar. Áformaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni rúmast innan gildandi deiliskipulags og kalla því einar og sér ekki á breytingu á skipulaginu.

tengjast stækkun verksmiðjunnar í framleiðslugetu á allt að 100.000 tonnum af kísli á ári með ofnum 2 til 4. Mun það ráðast af þáttum eins og markaðsaðstæðum og möguleikum á fjármögnun. Þegar framkvæmdir við 1. áfanga verksmiðjunnar standa sem hæst munu allt að 70–90 manns starfa á svæði verksmiðjunnar og allt að 120 manns við hvern af seinni áföngum. Þegar núverandi ofn verður endurræstur er gert ráð fyrir um 70–80 starfsmönnum. Gert er ráð fyrir að um 190 manns verði starfandi í verksmiðjunni þegar fjórir ofnar verða komnir í rekstur.

Umfang framkvæmda

Stakksberg hefur opnað samráðsgátt vegna vinnslu frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Með samráðsgáttinni vill Stakksberg stuðla að auknu samráði við almenning, umfram það sem lög og reglur gera ráð fyrir, og er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdaraðili stendur fyrir samráði með þessum hætti á meðan á vinnslu frummatsskýrslu stendur. Með auknu samráði vonast Stakksberg til þess að fram komi athugasemdir frá almenningi sem stuðli að betri og vandaðri frummatsskýrslu. Samráðsgáttin er aðgengileg á slóðinni www.samrad.stakksberg.is.

Í 1. áfanga verður unnið að úrbótaframkvæmdum svo unnt verði að endurræsa núverandi ljósbogaofn til framleiðslu á 25.000 tonnum á ári af kísli. Endurbæturnar varða m.a. lóð verksmiðjunnar, breytingar á núverandi byggingum og nýbyggingar, uppsetningu á 52 m háum skorstein, meðhöndlun hráefna, ljósbogaofn og afsogskerfi verksmiðjunnar. Einnig verður farið í framkvæmdir til að auka hagkvæmni, bæta framleiðsluvörur og aðstöðu starfsmanna. Ekki er ljóst hvenær verður ráðist í uppbyggingu seinni áfanga sem

Samráðsgátt


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

ætur á fyrsta áfanga kísilversins

Fjöldi starfa skapast til framtíðar. Stakksberg sækir um byggingarleyfi fyrir nýtt mannvirki að lokinni kynningu á umhverfisáhrifum.

Endurbætur stórbæta loftgæði 4,5–5 milljarða fjárfesting vegna endurbóta Í fréttatilkynningu frá Stakksbergi kemur fram að framkvæmdir vegna endurbóta á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík feli í sér 4,5–5 milljarða króna fjárfestingu. „Við hönnun endurbóta á kísilverksmiðjunni er lögð sérstök áhersla á að lágmarka lyktaráhrif enda ljóst að íbúar Reykjanesbæjar hafa af þeim miklar áhyggjur. Áhyggjurnar komu meðal annars fram í samráði sem Stakksberg hafði við almenning við vinnslu frummatsskýrslunnar. Ráðgjafarfyrirtækið Vatnaskil hefur metið áhrif þessara breytinga á loftgæði með viðurkenndu loftdreifilíkani. Niðurstöður líkansins sýna að styrkur mengunarefna verður í lágmarki og undir öllum viðmiðunarmörkum. Að auki koma endurbæturnar til með að lágmarka lyktaráhrif. Sérstök skýrsla Vatnaskila um loftdreifingu

fylgir með frummatsskýrslu sem viðauki og er öllum aðgengileg á kynningarvefnum. Endurhönnuð verksmiðjan uppfyllir allar kröfur og skilyrði laga og reglugerða um umhverfismál. Um er að ræða tæknilegar lausnir sem unnið hefur verið að í nokkurn tíma með sérfræðingum á þessu sviði og eru í fullu samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar. Endurbæturnar eru í samræmi við gildandi deiliskipulag í Helguvík. Síðustu breytingar á því voru samþykktar í íbúakosningu árið 2015, þar sem meðal annars var veitt heimild fyrir 52 metra háum reykháfum á lóð Stakksbergs,“ segir m.a. í frétt frá Stakksbergi.

Kynning hafin á frummatsskýrslu Föstudaginn 8. maí 2020 hófst kynning á frummats­ skýrslu um endurbætur á kísilverksmiðju Stakksberg í Helguvík, Reykjanesbæ. Stakksberg ehf. er endur­ bætt verksmiðja sem áður var rekin undir nafni United Silicon. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 8. maí 2020 til 26. júní 2020 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar og í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www. skipulag.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. júní 2020 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@ skipulag.is segir í tilkynningu stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum kísilverksmiðjunnar verði lokið um mitt ár 2020. Í framhaldi af því verður sótt um byggingarleyfi fyrir ný mannvirki og endurskoðun á starfsleyfi auglýst.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

200 VIÐTÖL O

í rafrænum og lifandi Víkurfréttum á tímum COVID-19. Veldu þ

Friðrik Árnason

Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir

Guðlaug Sigurðardóttir

Jóngeir H. Hlinason

Baldur Þórir Guðmundsson

Guðlaug María Lewis

Kristján Jóhannsson

Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir

Bjarki Þ. Wíum

Hildur María Magnúsdóttir

Helga Jóhanna Oddsdóttir

Guðný María Jóhannsdóttir

Eva Rut Vilhjálmsdóttir

Hanna Björg Konráðsdóttir

Ágústa Guðný Árnadóttir

Íris Sigtryggsdóttir

Ragnar Sigurðsson

Jón Norðdal Hafsteinsson

Bjarni Thor Kristinsson

Hallur Hallsson

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

OG FRÁSAGNIR

þér viðtal eða umfjöllun með því að smella á viðkomandi mynd!

Kjartan Már Kjartansson

Dagbók úr Ásgarði

Eiríkur Hermannsson

Guðborg Eyjólfsdóttir

Guðmundur Bjarni Guðbergsson

Árni Árnason

Björg Hafsteinsdóttir

Gísli Gíslason

Haukur Hilmarsson

Jónína Magnúsdóttir

Helgi Valdimar Viðarsson Biering

Dagbók Sigurbjörns

Guðlaugur Ottesen

Dagbók Önnu Sigríðar

Hjálmar Árnason

Guðmundur Sigurðsson

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson

Bryndís Jóna Magnúsdóttir

Ásgeir Eiríksson

Magnús Sverrir Þorsteinsson


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum. Framleiðir um 3.800 tonn árlega en það er nærri helmingur allrar eldisbleikju sem framleidd er á heimsvísu. Verið að bora þrjár nýjar holur í hrauninu við stöðina í Grindavík.

Helmingur eldisble eldisble

– Alin í Grinda

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

eikju í heiminum

avík og slátrað í Sandgerði


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Borinn að störfum í Grindavík.

Framkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu við fiskeldisstöð Samherja á Stað við Grindavík. Verið er að bora í þrjár nýjar sjóholur í hrauninu við stöðina. Um er að ræða talsverða fjárfestingu til að auka afkastagetu stöðvarinnar, segir Hjalti Bogason, rekstrarstjóri fiskeldis Samherja á Suðurnesjum. Seiði alin upp í Grindavík Tilgangurinn er að tryggja betur vatnsbúskapinn eftir stækkanir síð-

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

ustu ára og undirbúa næsta áfanga stækkunar. Á Stað við Grindavík starfrækir Samherji bæði seiðastöð og áframeldi fyrir bleikju. Kvið-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Páll Ketilsson pket@vf.is

pokaseiði eru flutt í seiðastöðina frá klakstöð fyrirtækisins að Núpum í Ölfusi. Seiðin eru alin í seiðastöðinni í tíu til tólf mánuði, eða þangað til þau hafa náð 100 gr. að stærð. Þá eru þau flutt úr seiðastöðinni yfir í áframeldið sem er utandyra í kerjum á landi. Þegar fiskur nær tilskilinni stærð er hann svo fluttur lifandi í sérútbúnum tankbílum til slátrunar og vinnslu í Sandgerði. Það er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem sér um boranirnar á nýju sjóholunum og þær hafa gengið vel þrátt fyrir að þurft hafi að breyta verklaginu vegna núverandi ástands.

Framkvæmdir eru langt komnar og á þeim að ljúka með virkjun nýrra hola fyrir lok júní næstkomandi.

Tuga milljarða útflutingsverðmæti

Eykur afköstin „Þetta mun auka afkastagetu fiskeldisstöðvarinnar umtalsvert en þetta er mikið vatnsmagn sem við erum að dæla. Þegar framkvæmdum lýkur mun stöðin geta dælt tveimur og hálfum rúmmetra af vatni á sekúndu,“ segir Hjalti Bogason, rekstrarstjóri Samherja fiskeldis á Suðurnesjum, á heimasíðu Samherja. Nýlega fékk fiskeldisstöðin að

Stað stækkun á rekstrarleyfi sínu í 3.000 tonn og félagið er að auki með 1.600 tonna leyfi að Vatnsleysu. Að sögn Hjalta mun fiskeldið á Suðurnesjum geta framleitt tæplega 4.000 tonn af bleikju þegar þessum hluta framkvæmdanna lýkur.

Samherji fiskeldi er stærsti framleiðandi bleikju í heiminum með um 3.800 tonn árlega en það er tæplega helmingur allrar eldisbleikju sem er framleidd á heimsvísu. Radarinn, mælaborð sjávarútvegsins sem rekið er af SFS, greindi nýlega frá því að útflutningsverðmæti eldisafurða hafi verið 25 milljarðar króna á síðasta ári. Það er 90% aukning frá fyrra ári og hefur útflutningsverðmætið aldrei verið meira. Hjalti Bogason rekstrarstjóri Samherja fiskeldis á Suðurnesjum.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

150 metra gjá og 25 metra hraunveggir í

Lambafellsgjá á Reykjanesi

Tækifærin til göngu og útivistar á Reykjanesi eru mörg. Einn af áhugaverðum stöðum sem vert er að heimsækja er Lambafellsklofi sem er misgengisgjá við Höskuldarvelli. Ekið er aðeins lengra en bílastæðið þar sem gengið er á Keili og svo til vinstri. Frá bílastæði við Eldborg er síðan léttur göngutúr að gjánni, 4,5 km fram og til baka. Gjáin sjálf er um 150 metra löng og 25 metra háir lóðréttir hraunveggir þar sem hæðst er. Hjónin Skúli Þ. Skúlason og Inga Lóa Guðmundsdóttir skruppu í sunnudagsgöngutúr og sögðu upplifunina mikla.

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Beta GK.

Hvað er merkilegt við 11. maí? Fyrir marga er 11. maí ekkert merkilegri dagur en hver annar. Þessi dagur er ekki einu sinni merktur inn á dagatölum. Hvað er þá eiginlega sérstakt við þennan dag sem mörgum finnst ekkert merkilegur? Jú, 11. maí var kallaður lokadagurinn, eða lokadagur vetrarvertíðarinnar. Það var nefnilega þ ­ annig á árum áður að það var oft mikil keppni á milli báta og sjómanna um að verða aflahæstir í sinni höfn nú eða þá yfir landið allt. Má fara ansi langt aftur í tímann til þess að finna þessa keppni. Í raun mætti fara alveg aftur til ársins 1940 eða aðeins lengra aftur í tímann til þess að sjá fréttir um vertíðar- og aflakónga eftir hverja vertíð – en þetta er liðin tíð. Eða er það svo? Að mínu mati er ennþá spenningur í sjómönnum að fiska meira en næsti sjómaður eða bátur og finn ég það mjög vel í gegnum aflafrettir. is því ég fæ svo mörg skilaboð um að þessi og þessi hafi fiskað þetta og þetta mikið og það vantar tölur inn á þennan og þennan bát. Ég hef þurft að endurreikna þennan bát því hann er hæstur. Já, kannski má segja að vertíðarstemmningin sé ennþá til staðar, þó með allt öðru sniði því núna er þetta kvóti og jafnvel mismunandi ísprósenta sem hefur áhrif. Fer nánar út í vertíðina í næsta pistli. Lítum á aflabrögðin sem hafa verið gríðarlega góð núna í maí. Mjög margir línubátar eru búnir að vera að veiðum skammt utan við Grindavík og hafa allir bátar þar mokveitt. Sem dæmi kom Beta GK með sautján tonn í land í einni löndun og er mynd af Betu GK með hérna.

Fékk hún þennan afla á þrettán þúsund króka eða um 31 bala. Það gerir um 596 kíló á bala sem er ekkert annað en mokveiði. Gísli Súrsson GK lenti líka í mokveiði. Hann kom í land með 15,2 tonn sem fékkst á aðeins uppreiknað í bala alls 22 bala og það gerir um 691 kíló á bala. Þetta er rosalegur afli svo ekki sé meira sagt. Gísli Súrsson GK hefur landað alls 76 tonnum í aðeins fimm róðrum. Aðrir bátar hafa líka fiskað vel og skulu nokkrir nefndir: Kristján HF 129 tonn í sjö róðrum og mest 25 tonn, Fríða Dagmar ÍS 128 tonn í tíu, Jónína Brynja ÍS 127 tonn í ellefu, Kristinn HU 116 tonn í sjö og mest 22,3 tonn, Sævík GK 99 tonn í átta, Daðey GK 93 tonn í ellefu, Auður Vésteins SU 70 tonn í fimm, Geirfugl GK 65 tonn í sjö og Katrín GK 45 tonn í sjö. Allir þessir bátar hafa landað í Grindavík. Eitthvað er lítið um að dragnótabátarnir hafi verið að veiða og ennþá eru Nesfisksdragnótabátarnir bundnir við bryggju en enginn dragnótabátur frá þeim hefur landað afla síðan um miðjan apríl. Þetta þýðir það að aðeins einn dragnótabátur hefur verið að veiðum hérna við Suðurnes og er það Aðalbjörg RE sem hefur landað 22 tonn í þremur róðrum. Netabátarnir hafa fiskað mjög vel og eru þeir flestir að veiðum inn í Faxaflóa nema Bergvík GK og Sunna

Líf GK sem hafa verið að veiðum utan við Sandgerði. Langanes GK er hæstur með 87 tonn í sjö róðrum, Maron GK 57 tonn í átta, Halldór Afi GK 28 tonn í átta, Sunna Líf GK 24 tonn í fjórum, Bergvík GK 24 tonn í sex og mest sjö tonn.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Netabáturinn Erling KE er svo farinn í burtu en hann fór ansi langt því hann sigldi um 400 sjómílna leið alla leið til Vopnafjarðar þar sem hann mun vera í sumar til að stunda grálúðuveiðar fyrir Brim ehf. og landa á Vopnafirði.

V OR T ÓN L E I KA R Vortónleikar verða haldnir dagana 15.–27. maí n.k. Vegna gildandi samkomutakmarkana verður tónleikunum streymt á YouTube, án tónleikagesta. Nánari upplýsingar um YouTube-rásina og tímasetningar tónleikanna eru á Facebook-síðu og vefsíðu skólans. S KÓL A S L I T Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 29. maí kl. 18.00. Afhending áfangaprófsskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt. Tónlistaratriði. Skólaslitunum verður streymt á YouTube án gesta. Nánari upplýsingar um YouTube-rásina o.fl. eru á Facebook-síðu og vefsíðu skólans. INNRITUN Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2020–2021. Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að. Sækja skal um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“ Skólastjóri


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ÞAU KOMA Ö

í rafrænum og lifandi Víkurfréttum á tímum COVID-19. Veldu þ

Arnór Ingvi Traustason

María Líndal

Ásdís Þorgilsdóttir

Rúnar Ingi Hannah

Kristín Eva Bjarnadóttir

Bragi Einarsson

Jón Steinar Sæmundsson

Ásrún Helga Kristinsdóttir

Þorsteinn Árnason Surmeli

Örn Sævar Eiríksson

Andri Örn Víðisson

Ingigerður Sæmundsdóttir

Einar Guðberg Gunnarsson

Harpa Lind Harðardóttir

Einar Jón Pálsson

Gígja Eyjólfsdóttir

Helgi Rafn Guðmundsson

Agnar Guðmundsson

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

Matti Ósvald Stefánsson

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

ÖLL VIÐ SÖGU

þér viðtal eða umfjöllun með því að smella á viðkomandi mynd!

Georg Aspelund

Dagbók Palla Bjöss

Ólafur Þór Ólafsson

Dagbók Sólnýjar Pálsdóttur

Margit Lína Hafsteinsdóttir

Særún Ástþórsdóttir

Ingvar Þór Jóhannesson

Dagbók Eysteins

Samúel Kári Friðjónsson

Elvar Már Friðriksson

Andrea Sif Þorvaldsdóttir

Guðný Kristjánsdóttir

Kristjana Jóhannesdóttir

Birgir Þórarinsson

Ómar Ólafsson

Guðjónína Sæmundsdóttir

Þorvaldur Halldórsson

Þuríður Ingibjörg Elísdóttir

Fritz Már Jörgensson

Agnes Ásta Woodhead


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eyþór Atli Einarsson er búsettur ásamt eiginkonu sinni, Írisi Dögg Pétursdóttur, og þremur sonum, Nökkva Degi, Bjarka Leó og Mikael Darra, í Falkenberg í Svíþjóð. Bærinn er staðsettur um 100 km suður af Gautaborg. Þar býr fjölskyldan í sænsku timburhúsi sem sem Eyþór segir að sé ansi líkt því sem hann ólst upp í í Eyjabyggðinni í Grindavík. Eyþór starfar sem kennari í unglingadeild ásamt því að þjálfa knattspyrnulið sem spilar í einni af mörgum sjöttu deildum Hallandshéraðs/-sýslu í Svíþjóð. Fjölskyldan flutti út sumarið 2014 og er því búin að búa úti í næstum sex ár.

Fljótur að segja

við flutningum til ú Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Það má segja að margir litlir hlutir hafi haft áhrif á ákvörðun okkar að flytja út. Efnahagslega var oft basl þrátt fyrir að við bæði værum í ágætis störfum, oft fleiri en einu og jafnvel fleiri en tveimur, en kennaralaunin dugðu ansi skammt og lánin á litlu íbúðinni okkar í Breiðholtinu ruku upp úr öllu valdi. Okkur langaði að breyta aðeins til og hafði ég nokkrum sinnum fengið tilboð að flytja út til Noregs eða Svíþjóðar og spila fótbolta eftir að sá elsti fæddist en Íris var ekki alveg á þeim nótunum þá. Þegar hún síðan bar upp hugmyndina að flytja út var ég fljótur að samþykkja það og eftir smá umræður varð Svíþjóð fyrir valinu. Ég skráði mig í nám í hugbúnaðarverkfræði við Gautaborgarháskóla og stefnan var að koma sér úr kennarastarfinu og gera eitthvað annað. Það hefur gengið svona glymrandi vel þar sem ég er aftur kominn í kennarastarfið. Önnur ástæða flutninganna var svo sú að Nökkvi Dagur, elsti sonur okkar, er einhverfur og hann átti erfiða tíma í leikskóla sem við sáum að myndu fylgja honum þegar hann byrjaði í grunnskóla. Við vildum gefa honum möguleika á að byrja aftur með hreinan Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

skjöld í skóla þar sem ekki væri búið að mála myrkustu myndina af honum áður en hann hæfi sína skólagöngu. Hvort sú ákvörðun hafi verið rétt veit maður svo sem ekki en einn skólasálfræðingur í skóla sem ég starfaði við í Gautaborg sagði eitt sinn við mig þegar ég ræddi þetta við hann: „Eyþór þú hefðir átt að flytja til Danmerkur.“

Auðveld ákvörðum að flytja út – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja til Svíþjóðar? „Að vissu leyti var ákvörðunin ansi auðveld. Auðvitað var það smá mál að flytja út með tvo litla drengi og Íris kasólétt af þriðja hermanninum. Örugglega einhverjir sem töldu okkur kolrugluð að vera að standa í þessu á þeim tímapunkti. Frá því að ákvörðunin var tekin var þetta engu að síður ansi fljótt að gerast og lítill sem enginn efi hjá okkur um að þetta hafi verið rétt ákvörðun.“ – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Það má segja það. Við höfum verið hér á vesturströndinni öll árin. Byrjuðum í Gautaborg á meðan ég menntaði mig í öðru en þegar leigusalinn okkar þar ákvað að selja húsið sem við bjuggum í vildum við kaupa húsnæði svo við yrðum ekki í endalausum flutningum og að raska öllu í kringum

drengina og þá kannski helst þennan elsta sem á nokkuð erfitt með breytingar. Að kaupa húsnæði í Gautaborg var svolítið eins og að kaupa hús í miðborg Reykjavíkur, verðið var gífurlega hátt. Við skoðuðum okkur um í bæjunum sem liggja sunnan Gautaborgar og leist vel á okkur í Falkenberg þar sem við búum í smá úthverfi sem heitir Skogstorp og er ekki ósvipað Grindavíkinni góðu, bara aðeins minna.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Ég myndi segja að helstu kostirnir séu að þrátt fyrir að kennaralaunin séu ekki há hér þá er engu að síður hægt að ná endum saman og kaupmátturinn er að einhverju mun meiri en á Íslandi. Veðrið er líka voðalega gott yfir sumarið og við erum ekki nema tíu mínútur að hjóla niður á strönd. Síðan er nokkuð fínt að hér á vesturströndinni blæs nokkuð sem minnir óneitanlega á heimahagana.“

Menningin í Svíþjóð svipuð – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Menningin í Svíþjóð er að mörgu leyti mjög svipuð þeirri á Íslandi. Það má engu að síður


a já

útlanda

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

segja að múslimskar hefðir hafi fest rætur hér sem ekki er ekki á Íslandi. Ég finn kannski helst fyrir því kennarastarfinu þegar nemendur iðka sína trú í kringum Ramadan o.s.frv. Síðan hafa Svíarnir verið duglegir að taka á móti flóttafólki og hef ég þ.a.l. í kennarastarfinu verið að taka á vandamálum sem áður voru mér verulega fjarlæg og næstum óraunveruleg. Ég var t.d. með nemanda frá Sýrlandi sem flúði, eins og margir aðrir, á bát sem var meira en stútfullur af fólki sem borgaði ævisparnaðinn í þessa ferð. Um borð var ófrísk kona sem var alveg

komin á steypinn. Ferðin tók einhverja daga þarna yfir Miðjarðarhafið og konan fæddi barnið um borð. Sá sem fékk greitt frá fólkinu fyrir þessa ferð, hvort það var skipstjórinn eða einhver annar veit ég ekki, tók nýfætt barnið og fleygði því í hafið. Segir síðan við konuna: „Þú hefur ekki borgað fyrir þetta.“ Svona sögur eiga margir af þeim krökkum sem hingað kom sem flóttafólk og ég kenni. Það sem hefur yfirleitt verið mín sterkasta hlið í kennarastarfinu er að setja mig í spor annarra og út frá því finna lausnir og leiðir til að hjálpa nemendunum. Hvernig setur maður sig í spor nemenda sem hafa upplifað svona hrylling?“ – Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? „Ég myndi segja að það sé yndislegt að vera með fjölskyldu hérna. Maður borgar ekki fyrir lækna- eða tannlæknaþjónustu fyrir börnin. Barnabæturnar eru töluvert hærri en heima en útgjöld sem viðkoma íþróttaiðkun eða þvíumlíkt eru aftur á móti kannski hærri. Einn af okkar drengjum æfir fótbolta og það er ekki nema einu sinni í viku og langt í frá allt árið um kring. Við erum eins og áður sagði í nokkuð litlum bæ og nú þegar sólin hækkar á lofti þá er oft mikið líf og mörg

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

börn úti að leika sér. Við búum einnig mjög nálægt ströndinni og tekur ekki nema tíu mínútur að hjóla þangað þegar veðrið er gott. Hér höfum við allt til alls og þrátt fyrir mikla baráttu við skólakerfið, og svosem kerfið yfir höfuð, þegar kemur að þessum elsta þá eru allir af vilja gerðir og vilja flestir gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að hann fái að njóta sín eins og aðrir.“

Fljótari að hjóla en keyra í vinnuna – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Dagurinn hér byrjar nú yfirleitt um hálf sjö, sjö á stríði við börnin og koma þeim í skólann. Það gengur upp flesta daga en sá elsti lætur foreldrana aldeilis hafa fyrir því á köflum. Íris keyrir svo yfirleitt þá tvo eldri í sína skóla, þar sem þeir eru allir á mismunandi stað. Ég fer með Mikael (þennan yngsta) á leikskólann sem er um 500 metra frá húsinu okkar og annað hvort hjólum við eða löbbum. Ég held síðan áfram í vinnuna sem tekur ekki nema nokkrar mínútur að ganga til. Það má segja að ég sé fljótari að hjóla þangað en keyra bíl. Akkúrat í þessum skrifuðu orðum vinn ég einungis 50% vinnu þar sem ég er búinn að vera í veikindaleyfi, líklega sökum álags. Þannig að ég vinn frá átta til hádegis og eru það yfirleitt um tvær kennslustundir á dag. Þar fyrir utan tók ég að mér tæknimálin í skólanum og vinn mikið með að laga iPad-tækin sem nemendum skólans er úthlutað.

Ég var t.d. með nem aðrir, á bát sem ævisparnaðinn í alveg komin á ste Miðjarðarhafið o greitt frá fólkinu fy einhver annar v hafið. Segir síðan við Svona sögur eiga m


manda frá Sýrlandi sem flúði, eins og margir m var meira en stútfullur af fólki sem borgaði í þessa ferð. Um borð var ófrísk kona sem var eypinn. Ferðin tók einhverja daga þarna yfir og konan fæddi barnið um borð. Sá sem fékk yrir þessa ferð, hvort það var skipstjórinn eða veit ég ekki, tók nýfætt barnið og fleygði því í ð konuna: „Þú hefur ekki borgað fyrir þetta.“ margir af þeim krökkum sem hingað kom sem flóttafólk og ég kenni.

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Það er oft á tíðum bullandi vinna og samkvæmt læknisráði á ég að passa upp á það að hætta á réttum tíma og vera ekki að bæta á mig of mörgum verkefnum en það gengur brösuglega og ég er yfirleitt að detta heim um eitt, hálf tvö. Þá finn ég mér yfirleitt eitthvað að gera, hvort sem það er í bílskúrnum eða í garðinum. Sá elsti er ekki í skólanum nema til hálf ellefu og er yfirleitt kominn heim um ellefuleytið en hinir tveir er sóttir um fjögur. Þá tekur oft við einskonar dauður tími þar sem allir eru þreyttir eftir amstur hversdagsins þar til klukkan er að verða fimm. Oftar en ekki borðum við kvöldmat um fimmleytið, rétt rúmlega, og síðan fer ég á fótboltaæfingu til að verða átta. Þegar heim er komið eru drengirnir svæfðir og ef það gengur samkvæmt áætlun stekk ég út í skúr og kasta pílum. Það geri ég yfirleitt svo lengi sem það tekur mig að vinna gamlan skólabróður úr Grindavík, Sigurð Rúnar Ásgeirsson sem er búsettur í Noregi, og yfirleitt tekur það ekki langan tíma! Síðan er það bara koddinn góði og ef ég er heppinn þá næ ég að sofa svona þrjá tíma! Síðan byrjar þetta allt aftur.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Ég geri það algjörlega. Alveg handviss um að það verði yndislegt veður og við getum skellt okkur á ströndina og dittað að húsinu sem við erum að velta fyrir okkur að setja á sölu. Það finnast alls konar verkefni sem maður getur dundað sér við þegar sá gállinn er á manni og vonandi tekst mér að leysa þau nokkur. Fótboltatímabilið er aftur á

móti komið á ís og enga leiki fáum við að spila fyrr en í júní eins og staðan er í dag. Það breytist líklega í byrjun ágúst og þá mun það snúast um að mótívera leikmenn í þessu leveli til að mæta á æfingar en spila enga leiki. Það gæti reynst erfitt. Við erum nú líklega ekki að fara að ferðast neitt í sumar. Höfum undanfarin ár komið til Íslands yfir sumartímann en við fáum að njóta sænska sumarsins í staðinn og það er ekkert til að svekkja sig á.“

Mikill áhugamaður um allar íþróttir – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Ég er náttúrlega mikill áhugamaður um allar íþróttir og hefur fótbolti fylgt mér bróðurpart lífsins. Nú er ég kominn í þjálfarastarfið og ástandið í heiminum hefur aldeilis sett strik í reikninginn þar eins og áður sagði. Fyrir rúmlega hálfu ári síðan fann ég að mig vantaði eitthvað til að keppa í og fór að kasta pílu. Skráði mig í lið í Varberg sem er rétt fyrir utan Gautaborg og u.þ.b. 40 mínútna akstur héðan. Hef ferðast aðeins um landið til að keppa í því með misjöfnum árangri en það hefur einnig allt verið sett á ís. Þar af leiðandi kasta ég mínum pílum úti í skúr og spila við fólk í gegnum vefmyndavél og finnst það bara ágætt. Síðan finnst mér gaman að ditta að hlutum, þá einna helst smíða kannski. Reyndar fæ ég ótrúlega þörf fyrir að saga niður tré og klippa runna svona í byrjun sumars og keypti ég mér keðjusög og er meira og minna búinn að


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ég er ansi hræddur um að margir hafi misst ástvini og naga sig í handarbakið vegna þess að þeir ætluðu alltaf að hringja og segja að þeim þótti vænt um þá og þar fram eftir götunum.

saga niður allt sem hægt er að saga í garðinum. Ástandið hefur ekki með nokkru móti haft áhrif á það, nema þá að ég hef fengið meiri tíma heima til að saga niður fleiri tré.“ – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Grindavík er og mun alltaf vera minn uppáhaldsstaður á Íslandi. Þar hef ég búið stærsta hluta lífs míns, fjölskyldan er öll þar og margir vinir en ef maður ætti að velja einhvern sem kannski ekki er augljós þá myndi ég líklega velja þá tvo staði sem eru sameiginlega númer tvö í röðinni, álíka augljósir og sá fyrsti. Kjósina í Skagafirðinum og Reykholtsdalinn í Borgafirði, þangað sem ættina er að rekja.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Maður saknar auðvitað fjölskyldunnar og vina sinna. Oft finnst manni erfitt að vera svona langt frá þegar eitthvað bjátar á heima. Ef það eru veikindi eða dauðsföll þá fær maður ákveðið samviskubit yfir því að hafa ekki verið til staðar. Síðan verð ég að viðurkenna það að ég sakna svolítið að geta fengið mér alvöru pizzu. Skella sér á Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

Papa’s pizzu í Grindavík er yfirleitt eitt af því fyrsta sem ég geri þegar ég kem til Íslands.“

Ekki mikið ferðasumar í ár – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Ég býst við að það verði að mestu stússast í húsinu og garðinum. Síðan á fótboltinn að rúlla í gang um mitt sumar og þá mun það taka einhvern tíma. Reyndar gera Svíarnir síðan hlé á tímabilinu í júlí þannig að það verða kannski spilaðir tveir leikir og síðan verður önnur pása. Það lítur ekki út fyrir að það verði mikið ferðasumar í ár en við reynum jafnvel að að keyra norður eftir og heimsækja vinafólk í Noregi ef leyft verður og þá gæti ég jafnvel fengið að vinna Sigga í pílunni á meðan við erum í sama herbergi, ekki bara í gegnum tölvuna.“ – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Hér voru engin plön þannig séð. Einhverjir ætluðu sér kannski að kíkja í heimsókn til okkar út sem líklega verður ekkert af. Ég er svo rosalega lélegur að skipuleggja eitthvað fram í tímann því ég fæ

yfirleitt fullt af nýjum hugmyndum áður en að því kemur og oftar en ekki gleymi ég að ég hafi verið búinn að ákveða eitthvað þegar ég lofa öðrum einhverju öðru. Þannig að það er best að vera ekkert að flækja hlutina of mikið og leyfa því að gerast sem gerist. Annars er Íris ágæt að skipuleggja fyrir mig og minna mig á hluti sem eru mikilvægir sem ég annars myndi gleyma.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Maður finnur fyrir því að fólk, þá kannski helst yngra fólk, er meira vart um sig. Eldri kynslóðin er svolítið í einhverjum mótþróa finnst mér og ætlar ekkert að breyta sínum venjum út af einhverri helvítis pest. Þau hafa nú lifað af spænsku veikina og af hverju ættu þau þá að vera hrædd við þetta er svolítið hugarfar hjá mörgum. Svíarnir tóku síðan annan pól í hæðina en aðrar þjóðir og eru að reyna

við þetta hjarðónæmi og meira og minna allt hefur rúllað eins og það hefur gert. Maður sér engu að síður ekki jafnmarga á þeim stöðum sem yfirleitt eru troðnir af fólki. Tjaldstæðin hér í Falkenberg eru samt sem áður troðfull af ellilífeyrisþegum.“

Skjótt skipast veður í lofti – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Ég held að þessi faraldur sé ágætis áminning á að skjótt skipast veður í lofti. Enginn virðist vera óhultur og þetta er eitthvað sem getur hent hvern sem er, hvar í heiminum sá finnur sig. Ég er ansi hræddur um að margir hafi misst ástvini og naga sig í handarbakið vegna þess að þeir ætluðu alltaf að hringja og segja að þeim þótti vænt um þá og þar fram eftir götunum. Síðan áttar fólk sig á því nú er það of seint. Þess vegna verðum við að vera duglegri við að láta fólk vita

að okkur þyki vænt um það og taka upp símann og spjalla við þá sem við höfum ekki heyrt í lengi en ætlað að hringja í síðustu þrjú árin. Ég veit að ég er bullandi sekur af þessu og þarf aldeilis að bæta mig á þessu sviði. Síðan gæti ég líka orðið voðalega pólitískur og þóst hafa eitthvað vit á hvernig bjarga eigi smáfyrirtækjum, hvernig koma eigi í veg fyrir að svona faraldur breiðist út svo hratt og hver besta aðferðin er að tækla svona. Ég hef bara ekki hugmynd um hvernig og ætla að leyfa mér fróðari mönnum á þessu sviði að upplýsa mig og taka ákvarðanir sem eru vel ígrundaðar og „réttar“. Það finnst enginn svindlmiði fyrir þetta próf og vonandi þegar öllu þessu er lokið þá höfum við fengið nægilega mikið kjöt á beinið til þess að hindra það að svona katastrófa eins og ríkir í dag endurtaki sig.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Ég tek nú yfirleitt upp símann og hringi, hvort sem það er í gegnum Messenger eða bara í gegnum símakerfið.“ – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? „Ég er bara ekki frá því að ég myndi hringja í konuna. Ég veit að það er ógeðslega klisjukennt en hún er bara með einstaklega fallega rödd. Síðan væri ég reyndar til í að hringja í Andrew Wakefield, gaurinn sem sagði samband vera á milli bólusetninga og einhverfu, og spyrja hvað í andskotanum vakti fyrir honum.“


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

! ó j s r ú r u k s i f Fagur Það er ávallt stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma í land með spriklandi ferskan fisk. Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir við löndun í Grindavík á dögunum á degi þar sem hafði fiskast vel.


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

200 VIÐTÖL O

í rafrænum og lifandi Víkurfréttum á tímum COVID-19. Veldu þ

Slippfélagið í Keflavík

Dagbók Sossu

Gunnar Felix Rúnarsson

Grétar Ólason

Bryndís Arnþórsdóttir

Árni Freyr Rúnarsson

Björn Bergmann Vilhjálmsson

Erla Björg Rúnarsdóttir

Guðný Birna Guðmundsdóttir

Óskar Þórmundsson

Sigurjón Guðleifsson

Pálmar Örn Guðmundsson

Guðrún Ösp Theódórsdóttir

Hildur Sigfúsdóttir

Sólveig Ágústa Guðmundsdóttir

Unnur Karlsdóttir

Þórunn Erlingsdóttir

Berglind Ásgeirsdóttir

Álfhildur Sigurjónsdóttir

Magnús Stefánsson

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

OG FRÁSAGNIR

þér viðtal eða umfjöllun með því að smella á viðkomandi mynd!

Ingvar Eyfjörð

Royal Iceland

Jóna Sigurðardóttir

Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir

Brynja Bjarnadóttir

Kúvending í skólastarfi

Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir

Góðar sögur af Suðurnesjum

Þórður Þorbjörnsson

Sigurborg Magnúsdóttir

Jóhann Axel Thorarensen

Högni Júlíusson

Örn Ævar Hjartarson

Halla Karen Guðjónsdóttir

Guðmundur Kristin Jónsson

Sjúkraliðanám í FS

Skólamatur

Óskar Brown

Sigríður Erlingsdóttir

Hafþór Barði Birgisson


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eydís Konráðsdóttir hefur búið í Sydney í Ástralíu síðan 2004 og starfar þar sem heimilislæknir á einkarekinni heilusgæslu.

Súrdeigsbak og hundaþ í kórónuveirufaraldri í Ástralíu Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


kstur þjálfun

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eydís Konráðsdóttir býr í Sydney í Ástralíu með manninum sínum, Matthew Dunn og strákunum þeirra, Alexander, þrettán ára, Lúkas, tíu ára og Adam, átta ára. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er hundurinn Sesar. Eydís er heimilislæknir og starfar á einkarekinni heilsugæslu í nágrenni við heimili sitt en Eydís hefur búið í Ástralíu síðan árið 2004. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Ég flutti til Ástralíu eftir að við Matt giftum okkur. Á þeim tíma var auðveldara fyrir mig að halda áfram með námið mitt í Ástralíu en fyrir hann að flytja til Íslands.“ – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Já, það var það svo sannarlega en líka ákveðið ævintýri að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýrri menningu og siðum. Læknar fara gjarnan erlendis í sérnám svo margir vinir mínir fluttu erlendis á svipuðum tíma.“

Saknar fjölskyldu og vina á Íslandi – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Þetta er svo langur listi að ég get ekki nefnt allt hér. Ég sakna fjölskyldunnar minnar og vina mjög mikið og finnst ofboðslega erfitt að vera svona langt í burtu frá þeim. Svo er það auðvitað sundlaugin í Keflavík og heitu pottarnir. Við erum yfirleitt mætt í laugina um leið og við komum til landsins. Ég sakna þess líka hvað það er sjaldan vindur hérna, eitthvað sem ég veit Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

að fáir Suðurnesjamenn eru sammála mér um. Ég sakna frelsisins sem börn búa við heima á Íslandi. Sakna þess að fara í berjamó á haustin og vera úti í náttúrunni á löngum sumarkvöldum. Svo sakna ég líka tónlistarinnar heima, sérstaklega söng- og kórastarfsins.“ – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Þó að ég vissi að Ástralía samanstæði af mörgum mismunandi þjóðarbrotum kom það mér á óvart

hvað hefðirnar frá öllum þessum móðurlöndum ríkja sterkt. Hér i Sydney búa innflytjendur frá sama landi oft í sama hverfi svo það skapast svæði þar sem ákveðnar hefðir, menning og trúarbrögð ráða ríkjum. Sem heimilislæknir er mjög mikilvægt fyrir mig að hafa góða þekkingu á öllum þessum mismunandi siðum og venjum því þeir geta haft svo mótandi áhrif á heilsu fólks, bæði líkamlega og andlega. – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Já, ég hef alltaf búið í Sydney en í nokkrum mismunandi hverfum.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Ég bý í úthverfi Sydney og helstu kostir þess að búa hér er meira rými og nálægð við skóla fyrir strákana okkar. Hér er mikið af trjám og gróðri og æðisleg svæði til útivistar.“

Vinnudagurinn oft langur – Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? „Við búum í mjög fjölskylduvænu hverfi og auðvelt fyrir strákana að ganga í skólann á morgnana. Hér er mikið íþróttaog tónlistarstarf og margt í boði fyrir börn. Almennt séð þá er Ástralía þó langt á eftir Íslandi þegar kemur að fjölskyldumálum. Vinnudagurinn er langur og oft þarf annað foreldrið að vera heima til að sinna börnum því leikskólapláss eru svo rándýr.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

til að prófa nýjar og skemmtilega uppskriftir. Eftir að Sesar bættist í fjölskylduna hef ég fengið áhuga á hundaþjálfun og ástandið hefur verið kjörið tækifæri til að kenna honum eitt og annað þó við eigum enn langt í land í að hann verði fyrirmyndarhundur. Ég les mikið og hef náð að lesa fjölmargar bækur á þessum tíma.“

– Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Það eru satt best að segja engir tveir dagar eins hjá okkur. Daglegt líf snýst um skóla, vinnu, íþróttir og tónlist og er í raun mjög hefðbundið fjölskyldulíf.“ – Líturðu björtum augum til næstu mánaða? „Hér er nú að koma vetur sem verður örugglega mjög sérkennilegur í kjölfar COVID-19. Ég lít þó mjög björtum augum til vorsins. Nýtt áhugamál – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Ástandið hefur satt best að segja haft mjög jákvæð áhrif á mörg af mínum áhugamálum. Nýjasta áhugamálið mitt er súrdeigsbakstur enda tilvalið að nota tækifærið þegar allir eru heima og baka brauð sem eru alltaf að verða betri og betri. Eins finnst mér ofboðslega gaman að elda góðan mat og við höfum nýtt tímann

– Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Þingvellir – þetta er svo stórbrotið og fallegt svæði sem hefur verið svo stór hluti af íslenskri sögu í gegnum aldirnar. Jarðfræðilega og sögulega séð er það alveg einstakt. Eins verð ég að nefna Fellsströndina þar sem mamma og pabbi eiga bústað.“

Ætluðum á Ólympíuleikana – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Við ætluðum að fara á Ólympíuleikana í Tokyo en þau plön eins og flest annað hafa breyst. Nú er veturinn að byrja hérna í Ástralíu og satt best að segja erum við að vona að skólastarf fari að hefjast að nýju svo lítið verður um frí á næstunni.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Ástralir stöðvuðu flug frá Kína tiltölulega snemma í þessum faraldri og skömmu síðar var landamærunum lokað. Hér ríkti útgöngubann, fólk var hvatt til að vinna að heiman, skólar hafa allir verið með fjarkennslu og á tíma mátti

aðeins fara út til að kaupa nauðsynjar eða stunda líkamsrækt. Hagkerfið er í molum en hins vegar hefur tekist vel að stöðva útbreiðslu COVID-19. Síðastliðin sólarhring [6. maí] hafa einungis fundist tuttugu ný tilfelli af tæplega 34.000 prófum sem lofar góðu. Það er gert ráð fyrir því að það verði létt á höftunum í næstu viku.“

Heima flestum stundum – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Já, við höfum verið heima flestum stundum. Strákarnir hafa ekki farið í skólann síðan í byrjun mars heldur verið í fjarkennslu. Allt íþrótta- og tómstundastarf hefur legið niðri svo við erum búin að vera dugleg að finna eitthvað skemmtilegt að gera hérna heima. Satt best að segja hefur okkur fundist ágætt að hægja aðeins á okkur og njóta þess að vera saman. Ég hef farið í vinnuna en mikið sinnt fólkinu með símatímum til að minnka sýkingarhættuna.“ – Að lokum. Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Við notum mikið Messenger og Zoom.“

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VANTAR ÞIG MYNDAT

Við tökum flu SENDU FYRIRSP

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

DATÖKU MEÐ DRÓNA?

ugið fyrir þig! URN Á VF@VF.IS


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

No tim e

s 1989 – Ryan Aderam r Swiftég mesti Taylo

veit Svo Eins og alþjóð ar væri leitað. íð v ó þ og s d n þar er aðdáandi Ísla lega tónlist og ju en v á t es ar m hlusta ég al jafningja. Þeg eð m r u st em fr t leið Ryan Adams eð Taylor Swif m t ú om k 9 8 tu 9 platan 1 gaf út cover-plö n a y R l ti ð ga n n leggur aðeins ár þa tuna eins og hú lö p k tó n n a h þar sem . Lög eftir Max ði öf h u n sí r ti n Adams. sig og gerði ef ift flutt af Rya w S r lo y a T og muð Martin fi verið sérsau a h n ú h s n ei l dólgur. Þessi plata er ð hann er mikil a v h st er V . ig fyrir m

for dr Einst akur o eamin g götun g – Cha ni, og ótrúlegur maðu meða rles B eftirh r l . Eftir erma annar radley í a s hljóðv m erstey örg ár, va unnið sem ð hafa búið r hann Jame Wineh á mi sem s o l 2011. use og kom hafði t.d. u oksins upp BrownE g n svo he lsku kallin fyrsta plata nið mikið ötvaður af m n p n höfn á pinn að sjá lést fyrir þ hans í full eð Amy ri len rið 20 remu hann gd r 1 á eftir t ónleik 3. Við áttu tónleikum árum en ég út m a af þak í v klæti na þar sem geggjaða s Kaupmann ar t f að sjá h a u yrir a sig. ð hafa ann grét o nd með ho g faðm num lagt le að ið okk ar frá i okkur Ísland i til

Land míns föðu r–E

inar Scheving Sólóplöturnar h ans Einars eru allar svo ótrúlega fallegar og vel spilaðar. Lof tið í saxanum hjá Óskari Guðj óns er eitthvað sem tekur á móti þér í himn aríki. Yndislega r útsetningar á gömlum íslen skum þjóðlögum í bland við lög Einars við göm ul ljóð. Þessi plat a rúllaði hring eftir hring við fæ ðingu dóttur m innar og gerði fallega stund en n fallegri.

Fimm uppáhaldsplötur Björgvins Ívars Baldurs Fimmtudagur 14. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41

dd Terje It’s album time – To , og þegar það

aldrei Ég dansa eiginlega áhrifum, en þegar ég gerist er það undir rð í n gerðum okkur fe og Valdi vinur min nar sjá Todd Terje á Só að l ti n in að st up ka af slaust alla tónleika dönsuðum við stan rtta er fullkomin pa Þe n. ifu nl in i kr ílí þv u dramatískri ábreið týplata. Toppuð með er y eftir Robert Palm á Johnny and Mar rry. sungna af Brian Fe

arie Andrews M y e tn r u o C est Life – á Spotify

Hon

ly iscover Week D m se í v þ f a n katalóg Þetta er eitt a á ekki stóra lp e st i ss e Þ ð ér. i erfitt með a tt á hefur gefið m g é n e l u ára göm all killer enda bara 29 ni. Þessi er „ n e h á fr tu og lö ap salega flottar ro velja bara ein u r e r a n r a i gasmíð ddina. Mann rö m u no filler“. La ja g se ð sama má mylou þroskaðar, þa uboltanna Em sl n y re l ti ð sa enjuleg verður hug mericana (v A . ss u ra K n alla so á þessa plötu ð Harris og Ali a st lu h ti æ . Ég g nni. tónlist) negla að fá leið á he ss e þ n á f ta ll daga, a

ssonar


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sigurður Garðarsson í starf forstjóra Hrafnistu – tekur við starfinu ásamt Maríu Fjólu Harðardóttur Sjómannadagsráð hefur falið Sigurði Garðarssyni, framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs og Nausta­varar, og Maríu Fjólu Harðardóttur, framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistu, að taka tímabundið við starfinu og munu þau leiða áframhaldandi starfsemi, þróun og uppbyggingu Hrafnistuheimilanna sem eru alls átta að tölu á suðvesturhorni landsins. Pétur Magnússon hefur óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri Hrafnistu eftir tólf ára farsæl störf fyrir Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins við daglega stjórn og mikla uppbyggingu og umbætur í starfsemi Hrafnistu sem leiðandi fyrirtækis á sviði öldrunarþjónustu hér á landi. Stjórn Sjómannadagsráðs er afar þakklát Pétri fyrir framlag hans í þágu félagsins og fyrir þann árangur sem hann hefur náð í starfi sem bætt hafa gæði öldrunarþjónustu í landinu og óskar ráðið honum alls velfarnaðar á nýjum vettvangi. Jafnframt er stjórn ráðsins þess fullviss að undir stjórn Sigurðar Garðarssonar og Maríu Fjólu Harðardóttur í starfi forstjóra verði engir hnökrar á daglegri og mikilvægri starfsemi Hrafnistu og því skipulagi sem þróað hefur verið til að hámarka gæði þjónustunnar í þágu íbúa Hrafnistu og þeirra fjölmörgu sem sækja þangað daglega þjónustu, segir í frétt frá Hrafnistu.

Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins er móðurfélag Hrafnistu, Naustavarar og Happdrættis DAS. Á vegum félagsins eru rekin átta hjúkrunarheimili Hrafnistu í fimm sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins. Hrafnista er stærsta einstaka öldrunareining landsins, með um fjórðung hjúkrunarrýma á landsvísu þar sem íbúar eru um 800 auk þess sem um tvö hundruð einstaklingar sækja þangað þjónustu í dagdvöl. Þessum stóra og góða hópi þjónustar vel á annað þúsund

breiður hópur starfsmanna Hrafnistu með einum eða öðrum hætti árið um kring. Auk íbúa og dagdvalarþega

Hrafnistu rekur Naustavör um 250 leiguíbúðir í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi.

„Margir að komast á þann aldur að þeir þurfi meiri aðstoð við athafnir daglegs lífs“ – segir Sigurður Garðarsson. Starfið á Nesvöllum gengur vel. Bygging 60 rúma hjúkrunarheimilis við Nesvelli mun auka lífsgæði og þjónustu við íbúa. „Starfsemin hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár og það leggst vel í mig að taka við því ásamt Maríu Fjólu Harðardóttur sem er snillingur í öldrunarþjónustu,“ segir Sigurður Garðarsson en hann hefur tekið við starfi forstjóra Hrafnistu ásamt Maríu Fjólu. Sigurður hefur undanfarin ár starfað í framlínu félagsins sem framkvæmdastjóri S­ jómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Starfsemi Hrafnistu er gríðarlega umfangsmikil en hún rekur um 850 hjúkrunarrými og um 200 dag­ dvalarrými. Þar að auki búa um 350 í leiguíbúðum Naustavarar. „Það má þá segja að það séu vel á annað þúsund aldraðir sem leggja traust sitt á okkur til að sinna þeirra þörfum. Við þessa þjónustu starfa síðan ríflega 1500 starfsmenn sem sinna þeirri þjónustu,“ segir Sigurður. Sigurður segir ýmsar áskoranir í rekstri Hrafnistu þegar til framtíðar sé litið. „Það blasir við okkur að það er mjög stór hópur af fólki sem er að komast á þann aldur að það þurfi meiri aðstoð við athafnir daglegs lífs. Þessum þörfum þarf að mæta og við munum taka þátt í að sinna því í framtíðinni.“ Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

– Hvernig hefur starfið gengið á tímum COVID-19? „Fram til þessa hefur starfsmönnum Hafnistu tekist framúrskarandi vel að ráða við COVID-19. Það er fórnfýsi og einbeitingu þeirra sem vinna á hjúkrunarheimilinum að þakka að engin smit hafa komið upp hjá heimilisfólki fram til þessa.“ Nú hefur Hrafnista verið með rekstur hjúkrunarheimila á Suðurnesjum undanfarin ár. Hvernig hefur það gengið og hvaða þýðingu mun það hafa þegar 30 ný herbergi verða tekin í notkun og 30 herbergi frá Hlévangi flytja í nýja heimilið? „Það gengur mjög vel hjá Þuríði Elíasdóttur og starfsfólki hennar á Hrafnistu að veita þjónustu á Nesvöllum. Sú aðstaða sem þar er búið

að koma upp hefur skipt sköpum með meiri lífsgæði fyrir íbúana og það mun batna enn meira þegar að nýju hjúkrunarheimili með 60 rýmum hefur verið bætt við,“ segir Sigurður. Sigurður Garðarsson er Keflvíkingur og starfaði lengi hjá Keflavíkurverktökum á Keflavíkurflugvelli, þá starfaði hann einnig sem

ráðgjafi, m.a. hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og nú síðast sem framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur verið ötull félagsmálamaður á Suðurnesjum, var um tíma formaður Golfklúbbs Suðurnesja og er nú formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

Aldursforsetinn orðinn 97 ára og er duglegur í heilsuátakinu Einn elsti Suðurnesjamaðurinn, Gunnar Jónsson, varð 97 ára í síðustu viku en hann hefur stundað heilsurækt í heilsueflingarátaki Janusar undanfarin ár – er þar elstur allra en einn af þeim duglegri. „Hann stundar heilsueflinguna af krafti; gengur daglega úti á íþróttavellinum í um 30 mínútur og iðkar sínar styrkar- og liðleikaæfingar heima á tímum samkomubannsins. Gunnar hefur verið með okkur frá upphafi heilsueflingar 65+ í Reykjanesbæ. Við heimsóttum hann í byrjun vikunnar, afhentum honum vikulegan heilsupistil okkar á tímum COVID-19. Hann bauð okkur í bæinn. Á gólfinu er æfingadýna og á veggnum hanga spjöldin með heima-

æfingunum í plasti. Í næsta heilsupistli okkar er viðtal við hann ásamt nokkrum öðrum þátttakendum í heilsueflingaraverkefni okkar. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN GUNNAR JÓNSSON,“ segir Janus Guðlaugsson á Facebook-síðu heilsuátaksins. Víkurfréttir hafa tvívegis rætt við Gunnar í heilsuátakinu. Síðast fyrr í vetur og þá var hann hress að vanda og ræddi meðal annars um það að hann væri eini kallinn sem stundaði danstíma.

Gunnar hefur verið með í heilsueflingarátakinu 65+ í Reykjanesbæ frá upphafi. Janus Guðlaugsson afhenti honum viðurkenningu á síðasta ári fyrir frammistöðuna. Á efstu myndinni er kallinn í salnum hjá Massa í Njarðvík.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ÞAU KOMA Ö

í rafrænum og lifandi Víkurfréttum á tímum COVID-19. Veldu þ

Ingvar Gissurarson

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir

Oddný Harðardóttir

Lárus Frans Guðmundsson

Arnar Már Ólafsson

Sveinn Magni Jensson

Ósk Wall

Guðbergur Reynisson

Gerður Sigurðardóttir

Arnór Vilbergsson

Einar Lárus Ragnarsson

Súsanna Margrét Gunnarsdóttir

Árni Þór Guðjónsson

Kristín Óla Eiríksdóttir

Þóra Lind Halldórsdóttir

Benedikt Jónsson

Tómas J. Knútsson

Hafsteinn Kröyer Eiðsson

Guðbjörg Bjarnadóttir Özgun

Aníta Lind Róbertsdóttir Fisher

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

ÖLL VIÐ SÖGU

þér viðtal eða umfjöllun með því að smella á viðkomandi mynd!

Þuríður Aradóttir

Ásmundur Friðriksson

Hermann Helgason

Guðrún Þorsteinsdóttir

Hunda- og kattahótelið á Ásbrú heimsótt

Ragna Ingveldur Ragnarsdóttir

Sigurpáll Sveinsson

Hulda Geirsdóttir

Sigurveig Guðmundsdóttir

Guðmundur Steinarsson

Brynja Lind Sævarsdóttir

Freydís Kneif Kolbeinsdóttir

Eiríka Guðrún Guðjónsdóttir

Garðar Gæi Viðarsson

Ísak Ernir Kristinsson

Sigurður B. Magnússon

Davíð Þór Þórarinsson

Elva Dögg Sigurðardóttir

Sigvaldi Arnar Lárusson

Hótellíf á tímum COVID-19


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðbjörg Bjarnadóttir og Viðar Sigurðsson búa á Gran Canaria hálft árið:

Sama veður allt árið og allt annað verðlag í búðum

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Guðbjörg Bjarnadóttir er úr Grindavík en hún og sambýlismaður hennar, Viðar Sigurðs­ son, búa hálft árið á Gran Canaria og hálft árið í Grindavík. Samtals eiga þau fimm börn og ellefu barnabörn. Guðbjörg rak prjónabúðina Gallery Spuna í Grindavík og einnig Bókhaldþjónustuna og skólann Control Alt ehf. í Grindavík. Í dag starfar hún aðeins í bókhaldi, reikningsgerð, launaútreikningum og kennslu. „Ég er að leita fyrir mér eftir verkefnum sem ég get unnið í fjarvinnslu þar sem ég er mikið á ferðinni og eiginleg ekki tilbúin að festa mig einhvers staðar í vinnu,“ segir hún í samtali við Víkurfréttir. – Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Bóndinn er hættur að vinna og okkur langar að vera laus við íslenska veturinn og njóta útiveru þar sem hægt er að fara út dagsdaglega án þessa að vera í slysahættu.“

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

– Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? „Nei, mjög auðvelt og mjög spennandi.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Það væri þá helst sá partur af fjölskyldunni sem enn er á Íslandi og vinanna en við notum tæknina og erum mikið í sambandi á FaceTime og svo er auðvitað Zoom sem er algjörlega frábært. Það er mikill lúxus frá því að við höfðum bara símann og faxið! Það varð algjör bylting þegar Skype kom og tala nú ekki um eins og þetta er orðið í dag. Fjölskyldan mín hefur alltaf verið mjög tvístruð. Við erum fimm systkinin og búum á mjög ólíkum slóðum, ein systir í Bretlandi, önnur á Bali og sú þriðja upp í Mosó. Bróðir minn í Stavanger og dóttir

mín í Kragerø en það er hvort tveggja í Noregi og langt á milli þeirra. Foreldrar okkar eru með annan fótinn á Íslandi en hinn í Englandi. Fjölskylda Viðars er svo á Íslandi og í Vestmannaeyjum. Við erum til dæmis með prjónahitting á Zoom og í mörg ár höfum við verið mæðgurnar verið saman á FaceTime meðan við erum að græja matinn á kvöldin.“ – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? „Það væri þá helst að að geta vaknað hér á hverjum morgni í blíðskapaveðri og skrítið að fatta það að 6. janúar er mesti hátíðisdagurinn hjá þeim vegna jólahalds.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Hér er mjög gott íslenskt samfélag með frábærum stuðningi ef fólk þarf aðstoð, alveg sama hvað er, alltaf er einhver nærstaddur til að aðstoða ... Guðbjörg segir að sér finnist Kanarí eiginlega vera framlenging á Ísland. „Hér er mjög gott íslenskt samfélag með frábærum stuðningi ef fólk þarf aðstoð, alveg sama hvað er, alltaf er einhver nærstaddur til að aðstoða.“ – Hve lengi hefurðu búið erlendis? „Maðurinn minn er búin að koma hér á hverju ári í um 35-40 ár en hann tók alltaf sumarfrí á veturnar og ég síðustu suttugu árin með honum og oft oftar en einu sinni á ári. Síðustu tvö ár erum við búin að skipta tímanum milli Íslands og Kanarí og viljum halda í íslenska sumarið.“ – Hefurðu alltaf búið á sömu slóðum? „Já höfum gert það“. – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Veðrið. Hér er sama veður eiginlega allt árið. Allt annar prís í búðinni sem er stór plús. Að vera í hita og blíðu allt árið hefur

svo að sjálfsögðu mikil áhrif á kropp og anda. Mikið og gott félagslíf og alls konar klúbbar/hópar og frábært fólk. Við erum velkomin í allt sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á en það er hellings dagskrá eins og til dæmis spilavist, bingó, spilabingó, minigolf, gönguferðir, söngstundir og fleira og fleira væri hægt að telja endalaust upp, endalaus afþreying.“ – Hvernig er að vera með fjölskyldu og börn þarna? „Það kemur fólki mjög á óvart hvað það er frábært að vera með börn hér og hvað það er margt í boði fyrir þau eins og til dæmis fuglagarður, vatnagarður, krókódílagarður, kúrekagarður, sjávardýrasafnið með lifandi dýr og endalaust hægt að telja upp. Og svo alls staðar sundlaugar. Við komum með fermingarbarnabörnin okkar hingað í fyrra og þau elskuðu að vera hér, vildu ekki fara heim og bíða spennt eftir að koma aftur.“

– Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Bóndinn fer í minigolf klukkan tíu, þá fer ég og syndi en laugin er hér við dyrnar hjá okkur. Þegar hann kemur heim um hádegi þá fáum við okkur bröns, síðan er göngutúr, prjónað, hlustað á sögu, farið í heimsóknir og/eða við fáum heimsóknir. Þá er kvöldmatur og sjónvarp, bara svona hefðbundið íslenskt.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Mjög svo. Við erum mjög spennt að koma til Ísland þegar farið verður að fljúga að nýju. Við erum búin að vera í útgöngubanni síðan um miðjan mars en megum núna fara út í göngutúr í einn klukkutíma á dag svo það verður gott að fá frelsi.“ – Hver eru þín áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á þau? „Áhugamálin eru útivist, ferðalög, prjónar og bara lífið. Og, já, ástandið hefur orðið

Við komum með fermingarbarnabörnin okkar hingað í fyrra og þau elskuðu að vera hér, vildu ekki fara heim og bíða spennt eftir að koma aftur. ...


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Að vera í hita og blíðu allt árið hefur svo að sjálfsögðu mikil áhrif á kropp og anda. Mikið og gott félagslíf og alls konar klúbbar/ hópar og frábært fólk. ...

til þess að það er allt lokað og ekkert má gera, svo það er ekkert minigolf, engir göngutúrar og þeir tóku vatnið úr sundlauginni til að nota tíma í viðhald þar sem ekki mátti nota hana hvort sem var. Svo er ekkert flug eins og er, svo ekki hægt að fljúga til Íslands né annað með ásættanlegri áhættu.“ – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Íslenska sveitin og kyrrðin.“ – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Ferðast innanlands.“ – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Að ferðast um eyjuna og með vorinu að kaupa flugmiða til Íslands.“ – Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Mikil áhrif. Allir lokaðir inn og nánast engin á ferli þar sem það var sett á útgöngubann og allt lokað nema sumar matvörubúðir, apótek, banki og pósthús.“ – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? Það er allt breitt en tilveran hefur verið fín. Frábært frí án nokkurs áreitis frá umhverfinu eins og ég segi.“

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

– Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? „Að það er í lagi að hægja á sér og þurfum ekki alltaf að vera á harðahlaupum eftir veraldlegum gæðum. Njótum dagsins.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? „Símann, Messenger, Snapchat, E-mail, FaceTime og Zoom.“ – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? „Mundi nota Zoom og hringja í tvíbbana mína, tveir fyrir einn.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

HAFNARVÖRÐUR VIÐ SANDGERÐISHÖFN S A ND G ERÐISHÖFN ÓSKAR EFTIR AÐ R Á Ð A H AFN ARVÖRÐ Í FULLT STARF

Helstu viðfangsefni: • Vigtun og skráning sjávarafla • Öryggiseftirlit • Þjónusta við skip, s.s. raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og afgreiðsla á vatni og rafmagni • Þrif og almennt viðhald á hafnarsvæði • Önnur tilfallandi verkefni Menntun og hæfniskröfur: • Góð almenn tölvukunnátta • Æskilegt er að viðkomandi hafi réttindi til vigtunar • Þjónustulund, stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði í vinnubrögðum Vinnutími og launakjör Unnið er á vöktum og taka laun mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Við hvetjum alla áhugasama til þess að sækja um Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á netfangið magnus@sudurnesjabaer.is eða afgreidsla@sudurnesjabaer.is Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri í síma 425 3000. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2020. Sandgerðishöfn er höfn í sókn og leggur áherslu á umhverfis- og öryggismál


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

200 VIÐTÖL O

í rafrænum og lifandi Víkurfréttum á tímum COVID-19. Veldu þ

Elva Sif Grétarsdóttir

Thelma Jónsdóttir

Matarstaurinn

Jóhann Snorri Sigurbergsson

Kristín Bára Haraldsdóttir

Guðbrandur Einarsson

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson

Anna Lóa Ólafsdóttir

Gunnar Einarsson

Jón Þór Karlsson

Lovísa Sif Einarsdóttir

Fanney Grétarsdóttir

Ólöf Daðey Pétursdóttir

Góð útivist á Gefnarborg

Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir

Una Ósk Kristinsdóttir

Andri Þór Unnarsson

Jóhann Friðrik Friðriksson

Ísak Óli Ólafsson

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 51

OG FRÁSAGNIR

þér viðtal eða umfjöllun með því að smella á viðkomandi mynd!

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Hulda Björk Stebbins

Gróa Hreinsdóttir

Sigurður Sævarsson

Anna Ósk Erlingsdóttir

Sigrún SævarsdóttirGriffiths

Rut Helgadóttir

Marc McAusland

Kristjana Dögg Jónsdóttir

Dagbjört Magnúsdóttir

Logi Gunnarsson

m a r f á m u d l ö ... og við h a ð r e v a g u h á i p p u að leita ! m i e h n a l l a viðmælendur um STANDIÐ MEÐ OKKUR VAKTINA! BENDIÐ OKKUR Á ÁHUGAVERT FÓLK FRÁ SUÐURNESJUM TIL AÐ TALA VIÐ. SENDIÐ ÁBENDINGAR Á VF@VF.IS

Guðmundur Þórðarson


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Karen Guðnadóttir (28 ára) og eiginmaður hennar, Stefán Már Jónsson (30 ára), tóku sig til fyrir þremur árum og fluttu til Danmerkur. Karen starfar á elliheimili þar og hefur verið með hóptíma í líkamsrækt en Stefán vinnur við forritun. Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53

Heimatilfinningin kom fljótt

– Steig út fyrir þægindarammann og lærði margt um sjálfa sig

Auðvitað, ég sakna íslenska íssins úr vél ekkert lítið. Fjölskyldunnar helling og vinanna sem búa á Íslandi ...

– Hvernig stóð á því að þú fluttir til útlanda? „Fyrst og fremst til að prófa eitthvað nýtt og verða reiprennandi í öðru tungumáli. Ég er mjög opin og forvitin um annað fólk og lönd og hef lengi vitað að ég vildi prófa að búa erlendis.“ – Saknarðu einhvers frá Íslandi? „Auðvitað, ég sakna íslenska íssins úr vél ekkert lítið. Fjölskyldunnar helling og vinanna sem búa á Íslandi. Sérstaks matar saknaði ég mest til að byrja með en hægt og rólega leið það hjá, annars fæ ég reglulega harðfisk og fleira séríslenskt. Akkúrat þessa stundina sakna ég mest fjölskyldunnar, sérstaklega vegna óvissunnar um hvenær við náum að hittast aftur.“

– Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? „Klárlega landamærin. Við búum í SuðurDanmörku, innan hálftíma frá Þýskalandi. Þar er hægt að versla mun ódýrara, sérstaklega matvöru. Líka gaman að geta fengið upplifun beggja landa, t.d. að hlusta á útvarpið bæði á þýsku og dönsku. Fyrst áttum við heima í litlum bæ sem heitir Gråsten en núna búum við í Rødekro, þó er Gråsten ennþá stór partur af okkar lífi þar sem við erum bæði að vinna þar. Varðandi Danmörku sem kost, þá er það kostur hversu fljótur maður er að aðlagast hérna eins og í eigin heimalandi ásamt því að læra tungumálið.“

– Eitthvað komið þér á óvart við að búa erlendis? „Mest hversu fljótt heimatilfinningin kemur í nýja landinu. Það hefur líka komið mér helling á óvart hversu heitt getur orðið hérna að vori til, hversu miklu lengri sumur eru hér miðað við Ísland. Núna sem dæmi erum við að skríða inn í miðjan maí en samt eru alveg stuttbuxur búnar að vera notaðar í fimm plús daga. Að sakna fjalla og finnast tré út um allt stundum of mikið er líka eitthvað sem ég hugsaði ekki um fyrirfram.“

Netspj@ll Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Karen kann vel við sig á golfvellinum enda afbragðs kylfingur.

– Við hvað starfarðu í Danmörku? „Ég hef verið að vinna sem afleysingarstarfsmaður á elliheimili síðustu tvö árin. Þrátt fyrir að leysa bara af eru vaktir í hverri viku. Einnig hef ég verið að kenna hóptíma í rækt síðustu rúm tvö árin. Var komin með um tólf hóptíma á viku þegar mars skall á [COVID-19].“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? „Núna er ég bara á elliheimilinu því ræktarstöðvar eru lokaðar. Þá daga sem ég vinn vakna um fimm, byrja að vinna klukkan sjö. Það er um hálftíma akstur þangað. Stundum vinn ég til eitt og stundum til þrjú. Líklega er ég annað hvort mætt á golfvöllinn, farin út að labba eða hlaupa eða gera æfingar heima eftir vinnu. Við hjónin löbbum mikið, elskum að skoða um og labba t.d. í skógum.“ – Líturðu björtum augum til sumarsins? „Jú, jú. Aðallega út af veðrinu og ég trúi á að við fáum að spila golf allan tímann.“

Afreksíþróttamanneskja með marga hæfileika Karen er snjall kylfingur og keppti lengi í golfi hér heima áður en hún flutti út, hún varð m.a. átta sinnum klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja og keppti fyrir hönd íslenska landsliðsins.

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

– Nú hefur þú keppt í golfi lengi og hefur m.a. skipað landslið Íslands, ertu ennþá í golfi? „Já, golf er vel partur af lífinu og ég er í klúbbliði hérna. Við áttum að keppa í maí en því var aflýst, svo er spurning með júní og rest sumars. Þegar við völdum til hvaða bæjar við vildum nákvæmlega flytja þá var golfvöllur stór partur af þeirri ákvörðun. Hins vegar höfum við nú búið í tveimur bæjum og verið í tveimur mismunandi golfklúbbum.“ – En ertu ennþá að keppa? „Já en einungis í liðakeppni. Það var mikið stökk niður fyrir mig að keppa bara fjórar helgar yfir sumarið í stað þess að vera að keppa u.þ.b. aðra hverja helgi eins og ég var vön að gera á Íslandi.“ – Áttu fleiri áhugamál og hefur ástandið haft áhrif á áhugamálin? „Ég sem mikið ljóð og hreyfing almennt er líka áhugamál. Ég get ekki beinlínis sagt að áhugasviðið hafi breyst mikið á þessum tímum en hins vegar hefur það verið mikil hvatning og skemmtun að setja inn myndir og myndbönd á Facebook til að hvetja fólk til að hreyfa sig. Þar sem ég er hóptímakennari hérna þá vil m.a. hvetja þau sem hafa verið í tímum hjá mér.“ – Þú ert virk á samfélagsmiðlum, segðu okkur hvað þú ert að gera þar. „Upp á síðkastið (á COVID-tímum) hef ég mjög mikið verið að dreifa þeim skilaboðum að þrátt fyrir að allar líkamsræktastöðvar séu lokaðar

Í fyrsta lagi átti ég von á að fá pabba, mömmu og bróðir minn í heimsókn um páskana. Við höfum búið hérna síðan 2016 og þetta hefði orðið fyrsta heimsókn foreldra minna, ásamt því að ég hafi ekki hitt þau í tvö ár ...

getur maður samt haldið sér í formi. Mitt markmið í þessu er að hvetja hvern og einn áfram, ég sýni gjarnan æfingar sem ber ekki endilega mikið á annars staðar. Ég vil líka mikið koma því á framfæri á mínum samfélagsmiðli (Facebook) að allir lifi því lífi sem þá langar og að læra að vera alveg sama hvað öðrum finnst almennt. Þessum boðskapi blanda ég mikið saman við hreyfi- og heilsuboðskap minn og þetta felst oft líka inn í ljóðum mínum sem ég deili.“ – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? „Ég fæ mögulega að kenna smá á golfvellinum sem aðstoðarþjálfari, annars eru það vaktir á ellliheimilinu, spila golf, stunda ræktina, heima og úti, og vonandi tjaldferðalög.“

Heimaleikfimi.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55

inn. Golfvöllurinn lokaði hins vegar í tólf daga í mars/apríl sem var akkúrat þegar byrjaði að vora og golfið hefði verið byrjað á fullt. Nú vinn ég á elliheimilinu með plasthlíf fyrir andlitinu. Lokun landamæranna, að fara ekki í heimsóknir eða fá heimsóknir og svo að komast ekki í ræktina eru auðvitað stærstu breytingarnar.“

Óhrædd við að reyna nýja hluti Í upphafi sagði Karen að hafi þau ekkert verið búin að ákveða hvort þau ætluðu að búa stutt, lengi eða alla ævi erlendis en aðspurð um hvort þau reikni núna með því að ílengjast eða hvort þau stefni heim segir Karen erfitt að segja, að fátt hafi í raun breyst. „Þó tel ég meiri líkur en minni á að við munum vera lengi búsett erlendis.“

Fjölskyldan var á leiðinni í heimsókn Karen var farin að hlakka til að fá foreldra sína í heimsókn um páskana en þau eiga enn eftir að koma í heimsókn til hennar og Stefáns frá því að þau fluttu til Danmerkur. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? „Púha! Ég er nú ein af þeim sem hef samt sem áður verið frekar heppin. Í fyrsta lagi átti ég von á að fá pabba, mömmu og bróðir minn í heimsókn um páskana. Við höfum búið hérna síðan 2016 og þetta hefði orðið fyrsta heimsókn foreldra minna, ásamt því að ég hafi

ekki hitt þau í tvö ár. Einnig áttum við að hitta þau í Frakklandi í ágúst, þar sem pabbi átti að fara að keppa í golfi og við því að ætluðum keyra þangað – en þeirri ferð var aflýst. Ég var komin vel af stað í að kenna hóptíma, sem ég var búin að byggja upp hægt og rólega af þátttakendum, og var bara búin að kenna í fyrsta sinn tvo danstíma. Þannig að því leyti þarf ég nánast að byrja upp á nýtt. Við eigum ferð heim um jólin, sjáum til hvernig það fer. Einnig var ég farin að skoða aðrar vinnur en er heppin að geta enn tekið vaktir á elliheimilinu.“

Hér kyssast hjónin yfir landamæri Danmerkur og Þýskalands.

– Hvernig hefur COVID-19 verið að hafa áhrif þar sem þú býrð? „Við erum á einu af þeirra svæða í Danmörku þar sem fá tilfelli hafa verið en sömu reglur gilda þó í öllu landinu. Það helsta sem gerðist hjá okkur var að landamærin lokuðu. Við höfum ekki verslað þar í tvo mánuði en vorum vön að gera það þrisvar, fjórum sinnum í mánuði.“ – Hvernig hefur tilveran verið hjá þér undanfarnar vikur, hefur margt breyst? „Tilveran hefur heilt litið yfir verið fín þar sem við höfum ekki beint misst innkomu, nema hóptíma mína en þá hef ég verið að taka vaktir meira á elliheimilinu í stað-

– Er eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum? „Að flytja til útlanda fær mann til að læra betur á sjálfa sig. Ég prófaði t.d. í fyrsta sinn að vera með uppistand eftir að ég flutti út. Núna hef ég gert það þrisvar sinnum, alltaf á íslensku. Mér finnst ég líka hafi samið betri ljóð eftir flutninginn út en ég hef samið í nánast tvo áratugi. Það brjótast öðruvísi tilfinningar út þegar maður hefur prófað búsetu erlendis og þannig verða oft góð ljóð til. Svo hef ég farið í grunnnám í einkaþjálfun hérna í Danmörku og öðlast réttindi hóptímakennara en ég hef ekki náð að halda áfram með námið því ég hef ekki ennþá náð fullum vinnusamningi við ræktarstöð. Þetta eru hlutir sem breyttust hjá mér, því þetta hafði ég aldrei gert á Íslandi áður.“

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Heiðarsel – Deildarstjóri Heiðarsel – Leikskólakennari Holtaskóli – Starfsmaður á bókasafn Holt – Deildarstjóri Tjarnarsel – Deildarstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur árið 2016 þegar þau léku bæði í 1. deild. VF-mynd: Hilmar Bragi

Fótboltinn byrjar að rúlla í júní – sjáið leikjaplan allra deilda og bikarkeppni Íslandsmót karla hefst 19. júní Í Íslandsmótinu 1. deild fær Keflavík Aftureldingu í heimsókn í fyrstu umferð og Grindavík heimsækir Þór á Akureyri. Í annarri umferð frá Grindvíkingar Þrótt úr Reykjavík í heimsókn en Keflvíkingar fara vestur í Ólafsvík. Í 2. deildinni keppa þrjú Suðurnesjalið; Víðir, Njarðvík og Þróttur Vogum. Fyrsta umferð verður 19. og 20. júní. Í fyrstu umferð fá Víðismenn Kórdrengi í heimsókn, Þróttur Vogum fer á Dalvík og mætir heimamönnum og Njarðvík tekur á móti Völsungi frá Húsavík. Það verður talsvert um ferðalög í 2. deildinni í sumar. Reynismenn í Sandgerði leika í 3. deild og mæta KV á útivelli í fyrstu umferð 19. júní.

Mjólkurbikarkeppni karla hefst 5. júní Þróttur Vogum tekur á móti Ægi þann 6. júní. Þann 7. júní gerir Víðir Garði sér ferð til Álftaness og leikur gegn KFB en Njarðvíkingar mæta Smára í Kópavogi, þá mæta einnig Reynismenn Létti í Breiðholtinu þennan sama dag. Keflvíkingar sitja hjá í fyrstu umferð og mæta Ísbirninum eða Birninum þann 12. júní. Að lokum munu Grindvíkingar taka á móti ÍBV laugardaginn 13. júní. Smelltu á eftirfarandi tengla til að sjá leikjaplan 1. deild karla

1. deild kvenna

2. deild karla

2. deild kvenna

3. deild karla

Mjólkurbikar kvenna

Mjólkurbikar karla

Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

Innileikinn allsráðandi hjá Keflvíkingum. Davíð Snær fær koss frá liðsfélaga sínum í leik á síðasta tímabili. VF-mynd: Guðmundur Sigurðsson

Davíð Snær áfram í herbúðum Keflavíkur Davíð Snær Jóhannsson hefur gert nýjan samning við knattspyrnudeild Keflavíkur til næstu þriggja ára. Davíð er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður landsins, leikjahæsti leikmaður U-17 ára landsliðs Íslands og hefur samtals leikið 40 landsleiki með yngri landsliðum. „Davíð er holdgervingur þeirrar stefnu sem við hjá Keflavík erum að vinna eftir. Ungur heimamaður og gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur fengið verðskulduð tækifæri í bæði efstu og næst efstu deild þrátt fyrir ungan aldur. Davíð verður vafalítið í lykilhlutverki hjá okkur í sumar og verður gaman að fylgjast með honum þroskast áfram í ungu Keflavíkurliði. Davíð hefur verið mjög eftirsóttur af liðum erlendis frá síðustu ár en ákvað að semja við keflavík til næstu þriggja ára og taka slaginn með okkur áfram,“ segir á Facebook-síðu Keflvíkinga.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57

Íslandsmót og Mjólkurbikar kvenna Íslandsmót í 1. deild kvenna hefst 18. júní en Keflavík leikur á útivelli í tveimur fyrstu umferðunum, fyrst leika Keflavíkurstúlkur gegn Völsungi á Húsavík þann 20. júní og þann 26. júní fara þær til Sauðárkróks og leika gegn Tindastóli. Grindavíkurstúlkur féllu í fyrra og leika í 2. deild, þær heimsækja Hamrana á Akureyri í fyrstu umferð þann 21. júní.

Mjólkurbikar kvenna Keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst þann 7. júní. Í fyrstu umferð leika Grindavíkurstúlkur gegn Fram á útivelli og fer sá leikur fram þann 8. júní. Keflavík situr hjá í fyrstu umferð og mætir sigurvegara úr leik Aftureldingar og HK á Nettóvellinum þann 14. júní.

Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Keflavíkur, fékk íslenskan ríkisborgararétt í vetur og var valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn fyrir æfingamót sem fram fór á Spáni í mars. VF-mynd: Hilmar Bragi

Grindverk ehf. styrkir Þrótt frá Vogum „Okkur fannst tilvalið að hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni,“ segir Sigurður Garðar frá Grindverki en þeir styrkja nú Þróttara frá Vogum og hafa síðustu mánuði unnið að hinum ýmsu verkefnum í Vogum. „Þróttarar frá Vogum hafa verið að gera það gott undanfarin ár í boltanum. Það er mikið afrek að reka öflugt íþróttastarf í svona litlu bæjarfélagi. Ég þekki það hvaða þýðingu það hefur fyrir Vogabúa og bæjarsálina að eiga félag sem nær árangri, komandi frá Vogum,“ en Sigurður Garðar (Bói) ólst upp á Minna Knarrarnesi. „Verkefnin í Vogum hafa gengið vel og bæjarbúar hafa tekið vel á móti okkur. Okkur fannst því tilvalið að hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni.“

AUGLÝSING TILLÖGU AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI SVEITARFÉLAGSINS VOGA 2008–2028 OG TILLÖGU AÐ DEILISKIPULAGI ÁSAMT UMHVERFISSKÝRSLU VEGNA NÝS VATNSBÓLS Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í breyttri staðsetningu á fyrirhuguðu vatnsbóli þéttbýlisins í Vogum (VB-2). Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulag vegna nýs vatnsbóls ásamt umhverfisskýrslu skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Tillögurnar eru settar fram á uppdráttum og greinargerð ásamt umhverfisskýrslu og vísast til þeirra um nánari upplýsingar. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 13. maí 2020 til og með miðvikudagsins 24. júní 2020. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi liggur einnig frammi hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, Reykjavík. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/is/thjonusta/ skipulag/skipulag-i-kynningu Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 24. júní 2020.

Vogum, 13. maí 2020 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

AUGLÝSING UM TILLÖGU AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI LÓÐAR STOFNFISKS VIÐ VOGAVÍK Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Stofnfisks við Vogavík, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að byggingarreitur D færist frá því að vera í norðaustur horninu á lóðinni í suðvestur hornið), ásamt að bílastæði færast til og þeim fækkar. Áður var gert ráð fyrir skrifstofu- og rannsóknabyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins) en eftir breytingu er gert ráð fyrir seiða- og skrifstofubyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins. Byggingarmagn reitsins er aukið í 5.000 m² úr 2.000 m² og hámarkshæð seiða- og skrifstofubyggingar verður 10,0 m. Byggingarreitur A (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) minnkar vegna færslu byggingarreits D og bílastæða ásamt nýju aðkomusvæði. Byggingarreitur B (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) stækkar yfir það svæði þar sem byggingarreitur D var fyrir breytingu. Bætt er við upplýsingum um þær byggingar sem byggðar hafa verið frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 13. maí 2020 til og með miðvikudagsins 24. júní 2020. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/ Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 24. júní 2020.

Vogum, 13. maí 2020 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Taekwondo æft á fullu þrátt fyrir æfingabann Helgi Rafn að þjálfa Taekwondo-iðkanda yfir netið með XPS-æfingaforritinu.

„Fyrsta vikan eftir að hefja mátti æfingar gekk vonum framar en 98% iðkenda komu aftur í þeirri viku. Það var gífurlega gaman að sjá iðkendur koma til baka og langflestir betri en þeir voru fyrir sex vikum enda hafa næstum allir verið duglegir að nýta æfingarnar sem voru í boði,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, þjálfari hjá Taekwondo-deild Keflavíkur, en þegar samkomubann var í gangi bauð deildin öllum fjölskyldum iðkenda sinna upp á ókeypis heimaæfingar auk þess sem fjöldi úrlausna voru í boði fyrir iðkendur deildarinnar.

Laus störf við leikskólann Laut Sérkennslustjóra, deildarstjóra, leikskólakennara, þroskaþjálfa eða annað uppeldismenntað fólk vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík frá 12. ágúst næstkomandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leikskólinn er fjögra deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða til 6 ára. Við erum „Skóli á grænni grein“ og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni – Uppeldi til ábyrgðar. Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu.

Allir iðkendur fengu í það minnsta sex heimaæfingar á viku sem þeir gátu valið úr og í hverri viku fengu þau nýjar æfingar. Æfingarnar voru sendar með XPS-æfingaforritinu og iðkendur merktu við hvað þau voru að gera á æfingum. Þannig gátu þjálfarar fylgst með hverjir eru að æfa og heimaæfingar gilda sem mæting á æfingu. Yfir 100 iðkendur tóku þátt í þessum æfingum. Þá skiptu þjálfara með sér ZOOMæfingum þrisvar sinnum í viku þar sem iðkendur gátu verið með heima og þær æfingar voru vel sóttar. Meira að segja iðkendur utan af landi tóku þátt í æfingunum. Þjálfarar buðu líka upp á einkatíma í gegnum ZOOM. Þar gátu iðkendur verið í beinni með þjálfara sem hjálpaði þeim með æfingarnar sínar. Einnig voru þjálfara í samskiptum við iðkendur og fjölskyldur þeirra með æfingar og beltagráðanir. Það hafa tveir iðkendur fengið nýja beltagráðu í gegnum netið og það er í fyrsta skipti hjá félaginu sem iðkendur ná belti í gegnum einkatíma á netinu.

Krakkarnir voru dugl egir að æfa heima í stofu.

Það voru reglulegar áskoranir, t.d. myndasamkeppni og iðkendur senda inn hvernig þeir brjóta páskaaegg með taekwondo-sparki svo dæmi séu tekin. „Þjálfarar eru mjög stoltir af því hversu vel gekk að halda iðkendum virkum í sex vikur í samkomubanni en einnig hafa foreldrar og systkini tekið þátt í æfingunum við mikinn fögnuð,“ sagði Helgi Rafn.

Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg • Færni í samskiptum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 420-1160 og 847-9859. Umsóknir berist til leikskólastjóra á netfangið frida@grindavik.is Endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2020. Heiða Dís og Nói gleðjast að lokinni góðri æfingu. Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 59

Guðbrandur náði draumahögginu á draumaholunni Guðbrandur Lárusson fór holu í höggi á draumabraut margra kylfinga, Bergvíkinni í Leiru, síðasta mánudag. Í stífri vestanátt tók þessi brottflutti Njarðvíkingur upp 5-tré og hitti boltann vel sem sveif vel í vindinum, lenti um hálfa metra frá stönginni og þaðan í holu. Guðbrandur var við leik með nokkrum félögum sínum í vikulegu móti golfhópsins Kvíðis. Guðbrandur sagði eftir draumahöggið að hann hafi verið hálf dofinn eftir atvikið næstu þrjár brautir. Kristján Jóhannsson var í holli með Guðbrandi og tók myndirnar.

Sumar í Reykjanesbæ! sumar.rnb.is

Fræðslusvið hefur umsjón með að safna saman upplýsingum á vefnum sumar.rnb.is um hvað stendur börnum og ungmennum til boða á sumrin og á veturna. Vefurinn er kjörin leið til að auðvelda foreldrum og forráðamönnum að finna afþreyingu í samráði við börnin sín sem hentar hverju sinni. Þau sem vilja bæta við auglýsingum um tilboð geta gert það með að senda tölvupóst með upplýsingum á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is Íþrótta- og tómstundafulltrúi


60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Njarðvíkingar styrkja sig fyrir næsta tímabil

Ólöf Helga tekur við Baldur Örn nýr leikmaður kvennaliði Grindavíkur Njarðvíkur körfunni Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik hjá Grindavík og mun stýra liðinu í 1. deild kvenna á næstu leiktíð. Hún undirritaði þriggja ára samning við félagið eða til vors 2023. Ólöf Helga er Grindvíkingum að góðu kunn. Hún lék upp alla yngri flokka hjá félaginu og var lykilleikmaður í meistaraflokki félagsins um árabil. Undanfarin tvö tímabil hefur hún þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Haukum í Domino’s-deildinni

Íbúðaskipti

Suðurnes - Grafarvogur

3ja herb. íbúð í Grafarvogi á jarðhæð, góð og snyrtileg íbúð með öllum helstu heimilistækjum eins og þvottavél, stórum ískáp, uppþvottavél og rúmum. Er að leita að: 2ja til 3ja herb. íbúð í Ytri-Njarðvík á svæðinu nálægt skólanum í YtriNjarðvík og verður að vera norðan Reykjanesbrautar; t.d. Þórustíg, Brekkustíg, Grundarveg, Borgarveg, Klapparstíg, Tunguveg, Sjávargötu, Reykjanesveg. Óska eftir þessum íbúðaskiptum frá 1. júní til og með 31. sept. eða lengur ef um semst. Upplýsingar í síma 894-5265.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga Fimmtudagur 13. maí 2020 // 20. tbl. // 41. árg.

en var áður sigursæll þjálfari í yngri flokkum hjá Grindavík. „Ég er mjög þakklát tækifærinu til að hjálpa við uppbyggingu uppeldisfélags míns og get ekki beðið eftir að hitta stelpurnar og byrja. Ég hef þjálfað þær margar áður með góðum árangri og efast ekki um að getum haldið áfram góðu samstarfi. Grindavíkurhjartað er sterkt og það er frábært að vera orðin aftur hluti af þessari öflugu körfuboltafjölskyldu í Grindavík,“ segir Ólöf Helga. Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er afar ánægður að endurheimta Ólöf Helgu aftur heim til Grindavíkur. „Ólöf er gríðarlega flottur þjálfari sem hefur safnað reynslu og er komin aftur heim. Við treystum henni fyrir þessu krefjandi verkefni og það verður mjög gaman að fylgjast með stelpunum á komandi tímabilum með Ólöfu í brúnni.“

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Baldur Örn Jóhannesson hefur gengið til liðs við UMFN frá Þór á Akureyri og semur til tveggja ára. Baldur er nítján ára framherji sem lék um þrettán mínútur að meðaltali með Þórsurum í Domino’s-deildinni í vetur. Baldur Örn á að baki unglingalandsleiki og var sterkur hlekkur í mjög sigursælum 2001 árgangi þeirra Þórsara. Kappinn flytur í Njarðvík í ágúst og tekur slaginn með bæði meistara- og unglingaflokki félagsins.

Helena Rafnsdóttir áfram með Njarðvík Helena Rafnsdóttir skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild UMFN nú á dögunum. Helena er uppalin Njarðvíkingur úr unglingastarfi félagsins og ein af okkar allra frambærilegustu leikmönnum til framtíðar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Helena nú spilað með góðum árangri fyrir meistaraflokk félagsins og tekið framförum samfara því. Helena skoraði um sjö stig í leik og tók um fimm fráköst á síðustu leiktíð og skilaði svo frábæru varnarhlutverki sem sést síður á tölfræðiblöðum.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Mundi Hálfsdags-herbergi skilst mér að hægt sé að fá í nágrenni Leifsstöðvar, Ragnheiður mín!

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Í vikunni bárust þær fréttir að unnið sé að því að aflétta ferðatakmörkunum til landsins, með skilyrðum þó. Það er mikilvægt að vel takist til í því að finna þetta gullna jafnvægi á milli þess að auka frelsið sem við öll þráum án þess að kvika hvergi frá mikilvægasta markmiðinu sem er að tryggja öryggi borgaranna gegn þessari skæðu veiru sem engu eirir. Þetta er gríðarlega stórt skref og ríkisstjórnin sýnir mikið hugrekki með þessari ákvörðun, sem er í senn brött og varfærin. Nú sem aldrei fyrr þarf að hugsa í lausnum og hugsa hratt. Það er óhjákvæmilegt að þetta skimunarferli á flugvellinum taki einhvern tíma og valdi farþegum óhagræði, til viðbótar við allt það sem við höfum þurft að venja okkur við til þessa og er hefðbundin vopnaleit orðin hluti af

ferðalaginu. Þess vegna þarf að leita allra leiða til að þetta ferli taki sem stystan tíma og verði eins snuðrulaust og mögulegt er. Eins og þetta hefur verið kynnt er hugmyndin sú að farþegar verði skimaðir við komu til landsins, yfirgefi svo flugvöllinn og haldi kyrru fyrir á áfangastað þar

Ársfundur 2020 Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 28. maí 2020 og hefst kl. 18:00. Dagskrá fundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál Í stjórn sjóðsins eru: Örvar Ólafsson, formaður Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, varaformaður Anna Halldórsdóttir Dagbjört Hannesdóttir Ólafur Magnússon Sigurður Ólafsson Framkvæmdastjóri: Gylfi Jónasson

til niðurstaða úr skimuninni liggur fyrir og þeim veitt leyfi til að ferðast um landið. Samkvæmt því sem fram hefur komið er áætlað að það gæti tekið fjóra til átta tíma þar til farþegar geti vænst þess að fá niðurstöðu, ekið verði með sýnin á veirufræðideild Landsspítalans og þau greind þar. Nú er unnið að útfærslunni, þetta hefur aldrei verið gert og ég efast ekki um að allar leiðir verði skoðaðar til þess að spara tíma. Nú er ég ekki veirufræðingur og set þann mikilvæga fyrirvara á það sem ég velti hér fyrir mér en gæti verið skynsamlegt að skoða að setja upp færanlega veirudeild í nágrenni flugstöðvarinnar til að stytta greiningartímann? Kári Stefánsson greindi allt í Turninum í Kópavogi þannig að þetta er greinilega hægt. Ef það gæti stytt úrlausnartímann um allt að klukkutíma að setja þetta upp hér væri til mikils að vinna. Ef vel tekst til og ferðamenn byrja að koma til landsins með þessum skilyrðum gætu falist í þeim mögu-

LOKAORÐ

Frelsi með öryggi

RAGNHEIÐAR ELÍNAR leikar fyrir ferðaþjónustufyrirtæki hér á svæðinu til að bjóða fram „biðtíma áfangastað“, sérstaklega til þeirra ferðamanna sem vilja sneiða hjá borginni og fara beint í fámennið og víðernið úti á landi. Hálfsdagsherbergi með „Room Service“ á meðan beðið er gæti verið söluvara ferðasumarsins 2020. En allt veltur þetta auðvitað á því að fólk almennt, hérlendis sem erlendis, vilji byrja að ferðast aftur og að framboð verði á flugi á milli landa. Óvissan er mikil en henni verður ekki eytt nema með því að fara af stað. Þessi bröttu en varfærnu skref eru vonandi upphafið að viðspyrnunni.

2019

2018

11.822 -4.279 20.415 -306 27.651 148.928 176.579

11.066 -3.887 8.599 -295 15.483 133.445 148.928

Fjárfestingar

85.839 84.386 170.225

64.324 79.283 143.607

Kröfur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Innlán og aðrar eignir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Viðskiptaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Annað Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris

1.501 5.005 152 6.354 176.579

1.587 3.829 96 5.320 148.928

Ýmsar kennitölur Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar . . . . . . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára . . . . . . . . . . . Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára. . . . . . . . . . . . . . Tryggingafræðileg staða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

13,2% 10,2% 5,4% 4,9% -0,5%

6,1% 2,7% 4,7% 3,3% -1,3%

Breytingar á hreinni eign: Iðgjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lífeyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hreinar fjárfestingatekjur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarkostnaður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris Efnahagsreikningur: Eignahlutir í félögum og sjóðum Skuldabréf og aðrar fjárfestingar

* fjárhæðir í milljónum króna

Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum en til að tryggja núgildandi samkomubann verður einnig hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu meðan á honum stendur. Þeir sjóðfélagar sem hyggast nýta sér það eru beðnir um að skrá sig á festa@festa.is í síðasta lagi kl. 12 á ársfundardegi og fá þá uppgefna slóð til að tengjast. Ávöxtun séreignardeildar 2019 Hrein eign séreignardeildar nam 705 milljónum króna í árslok 2019, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 678 milljónum króna. Hrein nafnávöxtun Sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári 2018, nam 6,3% eða 3,6% í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði 12,6% í hreina nafnávöxtun eða 9,7% í hreina raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 4,7%.

Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands

Sími: 420 2100 - netfang: festa@festa.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 20. tbl. 41. árg.  

Víkurfréttir 20. tbl. 2020

Víkurfréttir 20. tbl. 41. árg.  

Víkurfréttir 20. tbl. 2020