Víkurfréttir 20. tbl. 41. árg.

Page 11

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

eytnina í atvinnulífinu færi til framtíðar og þurfum að endurmeta stöðuna til lengri tíma litið. Það hefur verið samheldni í bæjarstjórn um þessi mál og ég hef fulla trú á því að við munum vinna okkur út úr þessum vanda sem nú er kominn upp. Við höfum upplifað mörg áföll og höfum alltaf náð að vinna okkur úr þeim en það hefur auðvitað kostað sitt.“

Endurmetum stöðuna Jóhann segir að í sveitarfélögum sem Reykjanesbær getur borið sig saman við, eins og til dæmis Akureyri, sé það ljóst að þar er meiri fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það eru til að mynda ekki margar ríkisstofnanir á Suðurnesjum fyrir utan Isavia. Það þarf að horfa til lengri tíma hvað það varðar. Uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur auðvitað verið ótrúlegur og um leið frábær en við viljum samt sem áður

að vera þannig í stakk búin að einstaka áföll setji ekki allt á annan endann eins og nú hefur gerst. Þetta áfall mun til dæmis hafa slæm áhrif fyrir fjárhag Reykjanesbæjar. Sem betur fer hefur gengið mjög vel í rekstrinum síðustu ár, sérstaklega síðustu tvö. Við höfum því aðeins borð fyrir báru. Við vorum búin að hlaða vel í framkvæmdir í upphafi árs og reynum að fara í verkefni sem kalla á starfsfólk og flýta einhverjum verkefnum. Í framhaldinu þurfum við síðan að endurskoða fjárhagsáætlun og sjá hvar við stöndum. Við erum í samtali við ríkið og fleiri sveitafélög hvernig hægt er að bregðast best við. Öll stærri sveitarfélög hafa frestað fasteignagjöldum og reynt að koma til móts við skammtímaþætti sem það hefur tækifæri til. Við munum leggja fram plön hvað sveitarfélagið getur gert til að bregðast við þessum vanda á næstunni. Ef hann lengist og við sjáum að hann verður ekki

Jóhann Friðrik á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. VF-mynd/pket.

skammvinnur er ljóst að við verðum í stöðu sem við höfum aldrei verið í áður og þurfum að endurmeta stöðuna út frá því.“

Tökum þetta saman „Ég hef alla tíð verið bjartsýnn. Ég horfi bara á þann þrótt sem er í starfsmönnum Reykjanesbæjar og samfélaginu á Suðurnesjum undir

þessum kringumstæðum og ég hef nefnt það í stól forseta bæjarstjórnar að við Suðurnesjamenn höfum gengið í gegnum ýmislegt en ég átti nú ekki von á þessu. Þetta verður áskorun sem við munum öll taka á saman og í samheldni. Ég hef trú á því að samfélagið hér eigi eftir að koma sterkt til baka út úr þessum vanda sem kom aftan að okkur svona snöggt,“ segir Jóhann Friðrik.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.