Víkurfréttir 20. tbl. 40. árg.

Page 1

SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 19. MAÍ KL. 20:30 Ungt fólk á Suðurnesjum er í aðalhlutverki í Suður með

Opnunartími

sjó í þessari viku. Dagný Halla Ágústsdóttir, Karín Óla Eiríksdóttir og Júlíus Viggó Ólafsson eru gestir Sólborgar

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Guðbrandsdóttur á sunnudagskvöld kl. 20:30.

Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut. SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

fimmtudagur 16. maí 2019 // 20. tbl. // 40. árg.

Knattspyrnuvertíðin er hafin fyrir alvöru á Suðurnesjum. Keflavík og Njarðvík eiga bæði lið í Inkasso-deild karla. Þau hafa bæði leikið tvær umferðir. Keflavík hefur unnið báða leiki sína en Njarðvíkingar hafa unnið einn leik og tapað öðrum, gegn Þór frá Akureyri. Myndin er úr þeirri viðureign í Njarðvík um síðustu helgi. Þarna má sjá Njarðvíkinginn Brynjar Frey Garðarsson í dauðafæri en knötturinn vildi ekki rata í markið. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Vínbúð í Suðurnesjabæ Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt erindi frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, þar sem fyrirtækið óskar eftir leyfi til reksturs áfengisverslunar í Suðurnesjabæ. Bæjarráð tók erindið fyrir á dögunum og samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindið. Bæjarstjórn samþykkti svo samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að veita ÁTVR leyfi til að reka áfengisverslun í Suðurnesjabæ.

Almannavarnir skoða afhendingaröryggi raforku

Frábærir námsmenn en falla á mætingu – Fulltrúar unga fólksins á Suðurnesjum gagnrýna mætingakerfi framhaldsskólanna „Námið kemur ekki alltaf til móts við mann en ég held það einskorðist ekkert við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég held það sé bara nám á Íslandi yfir höfuð. Það þarf að komast í takt við samtímann,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, nýr formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en hann, ásamt þeim Dagnýju Höllu Ágústsdóttur og Karín Ólu Eiriksdóttur, er gestur næsta þáttar af Suður með sjó sem sýndur verður á sunnudagskvöld á Hringbraut kl. 20:30. Þau Dagný, Júlíus og Karín eiga það sameiginlegt að vera með sterkar skoðanir á stjórnmálum og hafa reynt að hafa áhrif á samfélagið með ýmsum hætti þrátt fyrir ungan aldur. Í þættinum ræða þau meðal annars skólakerfið á Íslandi og eru gagnrýnin á mætingakerfi Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem þau stunda nám. Það sé letjandi fyrir námsmenn að mörgu leyti. „Ég er mjög ánægð með skólann og líður vel þar en

árið er samt 2019 og mér finnst margar kennsluaðferðirnar úreltar. Ég er hins vegar rosalega ánægð að sjá að margir áfangar eru orðnir lausir við lokapróf. Það gengur vel að læra jafnt og þétt yfir önnina,“ segir Karín og hin taka undir það. Kennararnir séu yndislegir og skólinn almennt mjög fínn. „Mér finnst mætingakerfið í skólanum fáránlegt. Maður er orðinn stressaður yfir því hversu oft maður verður veikur á önninni,“ segir Dagný en

Sundlaug, vaðlaug og heitir pottar við Stapaskóla Gert er ráð fyrir sundlaug við nýjan Stapaskóla sem mun nýtast til sundkennslu og sundæfinga fyrir sundráð ÍRB og fyrir almenning. Þá verður vaðlaug og heitir pottar. Annar áfangi Stapaskóla var kynntur á fundi íþrótta- og tómstundaráðs

Reykjanesbæjar þar sem Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti teikningar af öðrum áfanga skólans. Þar kom einnig fram að íþróttahúsið mun nýtast til íþróttakennslu við Stapaskóla og mun verða gott æfingahús fyrir körfuknattleiksdeild UMFN.

krakkarnir lýsa kerfinu á þá vegu að ef nemandi er veikur tvo daga í röð fái hann einungis annan daginn skráðan sem veikindi. Restin verði að fjarvistum. „Þú þarft að vera fjarverandi í þrjá daga til að fá þennan helming til baka sem gefur þér í rauninni ástæðu fyrir því, ef þú ert veikur í tvo daga, að vera heima þriðja daginn líka. Nú þekki ég fólk sem náði öllum prófum, kláraði öll verkefni en það var fellt í náminu vegna of margra fjarvista. Þessu þarf að breyta,“ bætir Júlíus við. „Það er val að fara í framhaldsskóla. Mér finnst við klárlega eiga að fá meira svigrúm varðandi mætingu. Það er á ábyrgð okkar að sinna náminu og okkur ætti að vera treystandi til þess,“ segir Karín Óla.

Öryggi dreifikerfis raforku á Suðurnesjum verður ekki tryggt fyrr en tvær flutningslínur fyrir raforku til Suðurnesja verða komnar upp. Þetta kom fram á síðasta fundi Almannavarna Suðurnesja þar sem afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum var til umfjöllunar. Fulltrúar HS Veitna kynntu stöðu afhendingaröryggis rafmagns á Suðurnesjum. Þeir segja öryggi dreifikerfisins verði ekki tryggt fyrr en tvær flutningslínur rafmagns verði komnar upp. Áhyggjuefnið snýr að Suðurnesjalínu 1, því ef hún dettur út, horfi til vandamála. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, fór yfir stöðu undirbúningsvinnu á fundi almannavarna Landsnets varðandi fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2. Stefnt er að því að fá fund Almannavarnanefndarinnar og fulltrúa frá HS Orku.

Allt fyrir Eurovision partýið! -30% Kjötsel nautaborgarar 4x90 gr m/brauði

699

KR/PK

ÁÐUR: 998 KR/PK

Lægra verð - léttari innkaup

CHIP & DIP!

SANTA MARIA VÖRUR Á 20% AFSLÆTTI!

-20%

-20% Xtra Flögur 300 gr - Salt, BBQ eða Sour Cream & Onion

239

KR/PK

STÓRU POKARNIR

ÁÐUR: 2.99 KR/PK

Tilboðin gilda 16. - 19. maí

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 20. tbl. 40. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu