{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade.

Page 1

KOMINN Í LAND EFTIR 50 ÁR HJÁ GÆSLUNNI

Opnunartími mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

10-11

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Vígalegur í Lionsgöngu Íslenskt Lionsfólk lætur ekki Suðurnesjarigningu stoppa sig í að fara í skrúðgöngu á setningarathöfn Fjölumdæmisþings Lionsmanna sem fram fór í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Lionsmenn hreiðruðu um sig á Ásbrú og þinguðu bæði í Háaleitisskóla og Yfirmannaklúbbnum. Einnig ferðaðist Lionsfólkið um Suðurnes og heimsótti fyrirtæki og stofnanir. Myndin var tekin í skrúðgöngunni þegar hún fór framhjá Phantom-þotunni við skólahús Keilis. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

Fjórir buðu í endurbyggingu stálþils í Sandgerðishöfn Fjórir aðilar buðu í endurbyggingu stálþils á Suðurgarði Sandgerðishafnar en tilboð voru opnuð þann 10. apríl sl. Lárus Einarsson sf. í Kópavogi bauð lægst í verkið eða tæpar 106 milljónir króna. Það eru 84,7% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á tæpar 125 milljónir króna. Lárus Einarsson skilaði einnig inn frávikstilboði. Aðrir sem buðu í verkið voru Ísar ehf. með tilboð upp á rúmar 129 milljónir, Ístak hf með tilboð upp á rúmar 143 milljónir og Hagtak hf. með tilboð upp á 162,5 milljónir króna. Helstu verkþættir eru rif á núverandi þekju, 1.350 m2, og kantbita, 138 m. Sprengja þilskurð fyrir 46 stálþilsplötur, um 58 m. Rekstur á 116 stk. tvöföldum stálþilsplötum, frágangur á stagbitum og stögum. Jarðvinna, fylling aftan stálþils. Steypa 146 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. október 2018.

Sandgerðishöfn. Suðurgarður fyrir miðri mynd.

Dýr hraðakstur Erlendur ferðamaður sem var nýverið á hraðferð á Reykjanesbraut þurfti að greiða 97.500 krónur í sekt þar sem bifreið hans mældist á 153 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Auk hans hafa 14 ökumenn verið sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Þá voru átta ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaaksturs, þrír þeirra voru án ökuréttinda.

Vogar þrefaldast -150 íbúða hverfi að fara í byggingu í nýjum miðbæ. Framkvæmdir við aðrar 800 íbúðir hefjast á næsta ári Gera má ráð fyrir að íbúafjöldi þrefaldist á næstu árum og áratug í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri segir Vogamenn finna fyrir mikilli eftirspurn eftir húsnæði og vinnuafli. Framkvæmdir við byggingu 150 íbúða í nýjum miðbæjarkjarna er að hefjast en gatnagerð er nýlokið. „Við gerum ráð fyrir því að það hverfi byggist hratt upp en í kjölfarið fylgir risaverkefni þar sem gert er ráð fyrir byggingu 800 íbúða,“ segir Ásgeir. Í því byggingarátaki sem verður á gamalli bújörð sem hét Grænaborg, sem fjárfestar og aðilar í byggingageiranum hafa keypt, verða þær íbúðir byggðar á næstu árum eða áratug.

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

Þar er búið að skipuleggja 450 íbúðir sem verða í byggingu á næstu árum en með breytingu á deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingu allt að 800 íbúða. Sú uppbygging muni hefjast á næsta ári og stefna verktakar á að gera það í áföngum á næsta áratug. Þá verði íbúafjöldi búinn að þrefaldast frá því sem nú er en um 1200 manns búa í Vogum um þessar mundir. „Það eru auðvitað margar og ánægjulegar áskoranir sem bíða okkar varðandi þessa uppbyggingu. Við höfum eytt miklu púðri í undirbúning vegna þessara framkvæmda og ljóst að verkefnið er nokkuð ærið varðandi innviði,“ segir Ásgeir. Um 400 íbúðir eru í sveitarfélaginu núna en

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

SAMLOKUR & SALÖT

RJÚKANDI HEITT KAFFI

BAKAÐ Á STAÐNUM

MIKIÐ ÚRVAL, FÍNT Í HÁDEGISMATINN

NÝMALAÐ ILMANDI KAFFI

KLEINUHRINGIR, RÚNSTYKKI OG FLEIRA

staðsetning Voga hefur heillað marga en hún er um það bil mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Þar liggja miklir vaxtamöguleikar. Í Vogum eru nokkur öflug fyrirtæki í matvælaframleiðslu, eggjabú, svínakjötframleiðsla auk fiskeldis og fiskvinnslu en í síðustu viku opnaði Ísaga, 99 ára gamalt fyrirtæki nýja súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju og mun færa alla starfsemi í sveitarfélagið á næstu árum. „Það hefur verið gróska í þessum fyrirtækjum og síðan var ánægjulegt að sjá Ísaga opna í sveitarfélaginu. Þannig að það er óhætt að segja að það sé vöxtur í Vogunum þessa stundina,“ sagði Ásgeir bæjarstjóri.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ HELGAR

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

Kanna kaup á húsnæði fyrir dagvistun Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl sl. að kanna kostnað við að byggja tvær deildir við leikskólann Krók, kostnað við viðbyggingu við Hópsskóla og felur bæjarstjóra að kanna með kaup á húsnæði undir dagvistun. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar mun sjá um kostaðaráætlun vegna framkvæmdanna, þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur. Grindavíkurbær hefur auglýst eftir dagforeldrum á heimasíðu sinni en í auglýsingunni kemur meðal annars fram að óskað sé eftir tveimur dagforeldrum til að starfa saman að daggæslu barna í húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir dagmömmuplássi í Grindavík en Víkurfréttir ræddu við nokkra foreldra úr Grindavík í fyrra sem voru og eru orðnir langþreyttir á ástandinu og geta sumir þeirra ekki farið aftur út á vinnumarkaðinn fyrr en tveimur árum eða lengur eftir fæðingu barna sinna vegna þess að ekkert dagmömmupláss sé til staðar.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

NÝTT FÓLK TIL REYKJANESBÆJAR

Hilma Hólmfríður ráðin verkefnisstjóri fjölmenningarmála

Nærri 200 milljónir fyrir Airbnb útleigu í Reykjanesbæ Heildartekjur til Airbnb leigjenda í Reykjanesbæ námu tæplega 200 milljónum króna á árinu 2017 sé tekið mið af meðaltalstekjum en þær voru rúmar 1.200 þús. kr. hjá íslenskum leigusölum samkvæmt samantekt turista.is. Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

voru 150 aðilar í Reykjanesbæ sem leigðu út herbergi á Airbnb í júlí í fyrra. Aðilarnir voru aðeins færri í febrúar 2018 eða um 120 samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs. Að jafnaði leigðu Íslendingar úr fasteignir sínar í 62 daga á sl. ári en að hámarki má leigja út fasteign í skamm-

tímaleigu í 90 daga á ári. Tekjurnar mega ekki fara yfir 2 millj. kr. Íslendingar eru efstir allra þjóða í heiminum og eru heildartekjur að jafnaði 1.211.360 kr. á árinu 2017 fyrir útleigu í gegnum Airbnb. Japanir eru næstir með 1.157.760 kr. og Bandaríkin í 3. sæti með 782 þús. kr. á ári.

NÁGRANNAVARSLA VIÐ GÓNHÓL Íbúar við Gónhól í Reykjanesbæ hafa tekið sig saman og verða með nágrannavörslu í götunni sinni. Reykjanesbær býður upp á nágrannavörslu í Reykjanesbæ en í henni gera íbúar með sér samkomulag um eðli nágrannavörslunnar í hvert sinn. Lágmarks nágrannavarsla felur í sér að íbúi taki að sér að skrá grunsamlega hegðun, bifreiðanúmer og lýsingu á fólki og tilkynni til lögreglu með því að hringja í símanúmerið 112. Góður granni getur því til viðbótar m.a. tekið að sér að: Fylgjast með að póstur safnist ekki upp í bréfalúgu Setja sorp í ruslatunnu yfirgefna hússins Leggja bíl í heimreiðina við húsið Draga frá og fyrir gluggatjöld í gluggum Kveikja og slökkva ljós Ekki er ætlast til að þátttakendur taki að sér löggæsluhlutverk eða grípi inn í atburðarásina. Nágrannavarslan ein nægir ekki til að upplýsa og uppræta innbrot/skemmdir. Lögreglan vinnur að afbrotavörnum, rannsóknum og handtökum með góðri aðstoð íbúa á hverju svæði.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir hefur verið ráðinn verkefnisstjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ. Hilma lauk félagsráðgjafanámi B.A. árið 2006 með starfsréttindum frá Háskóla Íslands og diplómanámi í fjölmenningarfélagsráðgjöf 2009. Hilma hefur starfað hjá Velferðarráðuneytinu frá árinu 2012 sem sérfræðingur í málefnum innflytjenda. Fyrir þann tíma starfaði hún sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og sinnti þar helst málefnum innflytjenda og flóttafólks. Hún hefur verið stundakennari við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands frá árinu 2010 og kom að stofnun fagdeildar fjölmenningarfélagsráðgjafa árið 2011. Hilma er með víðtæka þekkingu og reynslu í málaflokknum sem mun nýtast vel í uppbyggingu málaflokksins hjá sveitarfélaginu.

Sigurgestur til Reykjanesbæjar Sigurgestur Guðlaugsson hefur verið ráðinn Verkefnastjóri viðskiptaþróunar hjá Reykjanesbæ. Sigurgestur lýkur Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri í vor; með áherslu á stjórnun og markaðsfræði. Síðastliðin níu ár hefur Sigurgestur starfað sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar (KADECO) og tekið virkan þátt í verkefnastjórnun, samningagerð, stefnumótun og þróun fyrrum varnarsvæðisins. Hann hefur undanfarin sex ár sinnt markaðsmálum KADECO og verið í samskiptum við fjölda innlendra og erlendra aðila. Bæjaryfirvöld eru sannfærð um að reynsla Sigurgests og menntun muni nýtast vel í framtíðaruppbyggingu atvinnulífs í Reykjanesbæ, segir í tilkynningu frá bænum.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Íbúar við Gónhól í Reykjanesbæ hafa tekið sig saman og verða með nágrannavörslu í götunni sinni. VF-mynd: Rannveig Jónína

eru á timarit.is - það er ekki vika án Víkurfrétta!


markhönnun ehf

GRILL OG GOTTERÍ -50% LAMBASMÁLEGGIR FERSKIR 5 LEGGIR Í PAKKA KR KG ÁÐUR: 1.798 KR/KG

-50%

899

GRÍSARIF BBQ KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG

778

-22%

LÚXUSGRILLPAKKI Í MARINERINGU KR KG

1.249

ÁÐUR: 2.498 KR/KG LAMBA SIRLOINSNEIÐAR Í RASPI KR KG

1.499

ÁÐUR: 2.498 KR/KG

-40%

1.329

ÁÐUR: 1.898 KR/KG

-30% NAUTA PIPARSTEIK FERSKT KR KG

2.999

1.539

ÁÐUR: 3.329 KR/KG

-50%

KJÚKLINGABRINGUR MARINERAÐAR KR KG ÁÐUR: 2.698 KR/KG

1.889

-25%

ÁÐUR: 3.998 KR/KG

FERSK LAXAFLÖK BEINHREINSUÐ, M/ROÐI KR KG

-30%

LAMBALÆRI GRILL KRYDDAÐ KR KG

Fljótlegt & þægilegt!

-30%

JARÐARBER 250 GR KR PK

245 HRISTA & BAKA PÖNNSUR 220 G KR PK

239

ÁÐUR: 299 KR/PK

-20%

HRISTA & BAKA VÖFFLUMIX 330 G KR PK

326

-20%

ÁÐUR: 489 KR/PK

ÁÐUR: 408 KR/PK

Tilboðin gilda 26. - 29. apríl 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

R E YK J A N E S BÆ R

Reykjanesbær - Umhverfissvið

Breytingar á viðtals- og símatímum Frá og með 1. maí 2018 verða opnir viðtals- og símatímar skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa frá þriðjudegi til föstudags kl. 9:00 - 11:00. Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi

Núna getur þú lesið öll gömlu blöðin á timarit.is

AÐALFUNDUR

Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. 2. Borin verður upp tillaga um heimild til að ganga til viðræðna við VR um sameiningu. Náist samkomulag verður tillaga um sameiningu lögð fyrir félagsmenn í allsherjaratkvæðagreiðslu.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Gils Einarsson munu mæta á fundinn og kynna starfsemi VR og sameiningu VR og Verslunarmannafélags Suðurlands. Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja

SKILAFRESTUR FRAMBOÐSLISTA

vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Vogum 26. maí 2018 Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 5. maí. Tekið er á móti framboðslistum í Álfagerði á milli kl. 10-12 þennan sama dag. Leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista: • • • • • •

Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista. Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Tilnefna þarf tvo umboðsmenn. Tilgreina ber nafn framboðs. Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf.

Frekari upplýsingar má finna á vef stjórnarráðs Íslands.

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga

Hafnavegur mun tengjast þessu hringtorgi Reykjanesbrautar við Stekk á Fitjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Nýr Hafnavegur fyrir 15. ágúst Íslenskir aðalverktakar hf. áttu lægsta tilboð í gerð nýrrar vegtengingar Hafnavegar við Reykjanesbraut, við hringtorg nærri Fitjum. Alls bárust fjögur tilboð og buðu Íslenskir aðalverktakar tæpar 118,9 milljónir króna í verkið. Er það 86,7% af áætluðum verktakakostnaði, sem hljóðaði upp á 137 milljónir. Ellert Skúlason ehf. bauð 122,8 milljónir, Háfell ehf. 153,6 milljónir og Ístak hf. 160,6 milljónir.

Verkið felst í nýbyggingu vegarins á um 850 m löngum kafla, og lokun á núverandi gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar vestan við hringtorgið, með tilheyrandi rifi malbiks og yfirborðsfrágangi umferðareyja Reykjanesbrautar, sem og landmótun og yfirborðsjöfnun utan hennar. Á vef Vegagerðarinnar segir að verklok séu 15. september 2018. Gerð Hafnavegar skal þó lokið fyrir 15. ágúst 2018.

ÁRNI SIGFÚSSON Á 300 BÆJARSTJÓRNARFUNDI AÐ BAKI Árni Sigfússon bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat sinn 300. bæjarstjórnarfund þriðjudaginn 17. apríl sl. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar færði Árna blómvönd frá bæjarstjórn af því tilefni. Jafnframt þakkaði Guðbrandur Árna hans framlag til samfélagsins. Árni var kjörinn bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í maí 2002. Hann er því að ljúka sínu fjórða kjörtímabili í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Árni sat sinn fyrsta fund í bæjarstjórn þann 11. júní 2002 og var á þeim fundi ráðinn í starf bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Því embætti gegndi Árni í 12 ár. Árni sat sinn 100. fund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 6. febrúar 2007, sinn 200. fund þann 8. nóvember 2012 og þann 300. 17. apríl 2018. Árni er þriðji einstaklingurinn sem nær því marki að hafa verið á 300 fundum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hinir eru Björk Guðjónsdóttir og Böðvar Jónsson, bæði fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Árni hefur starfað lengi í íslenskum stjórnmálum. Hann var fyrst kjörinn til starfa á vettvangi sveitarstjórnarmála í borgarstjórn Reykjavíkur 1986. Hann sat í borgarstjórn í rúmlega þrjú kjörtímabil eða til ársins 1999. Hann gengdi um tíma starfi borgarstjóra í Reykjavík. Með fundunum sem hann sat í borgarstjórn Reykjavíkur má gera ráð fyrir að Árni hafi setið yfir 500 fundi á vettvangi bæjar- og borgarstjórnar í gegnum tíðina.

Árni Sigfússonar bæjarfulltrúi tekur við blómvendi úr hendi Guðbrands Einarssonar forseta bæjarstjórnar á 300. bæjarstjórnarfundi Árna.

Ökumaður sem lést var ekki í bílbelti

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu vegna banaslys sem varð á gatnamótum Njarðarbrautar og Tjarnarbrautar þann 21. janúar 2016. Tveir bílar skullu saman í slysinu með þeim afleiðingum að annar ökumaðurinn lést og var hann ekki í bílbelti, hinn ökumaðurinn var réttindalaus þegar slysið átti sér stað en auk þess ók hann of hratt. Morgunblaðið greinir frá þessu. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður bifreiðar tók vinstri beygju í veg fyrir aðra bifreið sem kom á móti. Rannsókn leiddi í ljós að ökumaðurinn sem lést hafi

tekið vinstri beygju og ekki verið í öryggisbelti. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, sem kom úr gagnstæðri átt var með útrunnið bráðabirgðaökuskírteini, auk þess ók hann talsvert yfir hámarkshraða. Hraðaútreikningur bendir til þess að ökumaðurinn hafi verið á um 75 km hraða þar sem 50 km hámarkshraði er þegar slysið varð. Einnig kemur fram í skýrslunni að engar mið eða deililínur hafi verið sjáanlegar á vegyfirborði til að afmarka akreinar og rannsóknarnefndin bendir einnig á það að hemlakerfi beggja bílanna hafi verið í bágbornu ástandi.


Grunnnám

við Háskólann á Akureyri

Félagsvísindi* Fjölmiðlafræði* Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði*

Kennarafræði Líftækni* Lögfræði Lögreglufræði*

Nútímafræði* Sálfræði Sjávarútvegsfræði*

Tölvunarfræði í samstarfi við HR

Viðskiptafræði

*Námsleiðir sem ekki eru í boði í öðrum háskólum landsins

Umsóknarfrestur er til 5. júní Allt grunnnám við HA er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námsskránni og hafa aðgang að sama námsefninu.

Fræði til framtíðar www.unak.is


6

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Viðburðir í Reykjanesbæ

Bókasafn Reykjanesbæjar Foreldramorgunn. Fimmtudaginn 26. apríl klukkan 11.00 fjallar barnabókavörðurinn Anna María Cornette um mikilvægi lesturs fyrir ung börn. Bókabíó. Föstudaginn 27. apríl klukkan 16.30 verður myndin Hook sýnd sem fjallar um ævintýri Péturs Pan. Notaleg sögustund. Laugardaginn 28. apríl klukkan 11.30 kemur Halla Karen og les og syngur um flökkurófuna og ævintýrakonuna Línu langsokk í tilefni Listahátíðar barna í Reykjanesbæ. Tilboð í Ráðhúskaffi og allir velkomnir.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

EFTIRLÆTIS-

Kennari: Elísabet Karls er mjög næs. Mottó: Hakuna Matata. Sjónvarpsþættir: Er mikill áðdáandi sjóvarpsþáttinn Arrow. Hljómsveit/tónlistarmaður: Ed Sheeran allan daginn. Leikari: Leonardo Dicaprio. Hlutur: Nike úlpan mín.

FS-ingur: Ingi Steinn Ingvarsson Á hvaða braut ertu? Ég er á Íþróttabraut Hvaðan ertu og aldur. Ég er 18 ára Grindvíkingur í húð og hár. Helsti kostur FS? Maður þekkir svo marga og stutt frá Grindavík. Hver eru þín áhugamál? Áhugamálin mín eru aðallega fótbolti svo sem finnst mjög gaman að vera í kringum vini mína og gera eitthvað skemmtilegt. Hvað hræðist þú mest? Ég er sjúklega hræddur við geitunga. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Dröfn Einarsdóttir frænka, vegna hæfileikana og dugnaðinn sem hún hefur í fótbolta. Hver er fyndnastur í skólanum? Svenni Haralds fær mitt atkvæði, ólýsandi fyndinn gaur. Hvaða mynd sástu seinast í bíó? Sá síðast myndina Rampage.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það yrði skemmtilegt að fá Nocco í mötuneytið. Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög jákvæður og alltaf hægt að plata mig í eitthvað Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég yrði ekki lengi að breyta nýjum mætingar reglununum. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Kurteisi verð ég að segja Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Bara mjög fínt samt alltaf hægt að bæta, en annars ekkert til að kvarta yfir Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég mun spila fótbolta eins lengi og get annars eftir það líklega þjálfun eða eitthvað tengt íþróttum Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum? Hægt að gera allt og mjög nálægt Reykjavík Hvað myndir þú kaupa þér ef þúsund kall? Myndi fara í sund í bænum með sys.

Grunnskólanemi vikunnar

Getur ekki verið án símans

Holtaskóli – Aðstoðarskólastjóri Vinnuskóli – Garðyrkjuhópur, 17 ára og eldri Myllubakkaskóli – Þroskaþjálfi Málefni fatlaðs fólks – Störf í þjónustukjörnum Holtaskóli – Umsjón fasteigna Velferðarsvið – Störf á heimilum fatlaðs fólks Grunnskólar – Fjölbreytt störf í öllum skólum Vinnuskóli – Flokkstjórar Málefni fatlaðs fólks – Sumarstörf Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf.

miðvikudagur 18. apríl 2018 // 16. tbl. // 39. árg.

m u n æ b Í sund í r i r y f s y s með l l a k 0 0 0 1

Ingi Steinn Ingvarsson er FS- ingur vikunnar en hann segir að það sé auðvelt að plata sig í eitthvað.

Hljómahöll - viðburðir framundan SSSól á trúnó - 26. apríl. Örfáir miðar eftir. Miðasala á hljomaholl.is

19

EITT ÁR Á SUÐURN E S J U M

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

aí. Listinn var

ór fram miðarkosningar

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

FS- ingur vikunnar

Verið velkomin

esbæ

élagi

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

TA K T U M YND

LJÓSMYNDASAMKEPPNI Á SUÐURNESJUM

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LISTASAFNS REYKJANESBÆJAR: LISTASAFN.REYKJANESBAER.IS

Sumardansleikur Félag eldri borgara á Suðurnesjum

Oskar Zarski er grunnskólanemi vikunnar, hann er nemandi í Gerðaskóla og finnst honum skemmtilegast að vera úti með vinum sínum. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Gerðaskóla Hvar býrðu? Ég bý í Garðinum Hver eru áhugamálin þín? Spila,vera í símanum, borða, sofa og fara út með vinum. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gamall? Ég er í 8. bekk og ég er 13 verð 14 í nóvember. Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Bara að þá hef ég eitthvað að gera og mér leiðist ekki og svo bara líka vinir mínir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Nei, ég er ekki byrjaður að pæla í því. Ertu að æfa eitthvað? Nei en ég æfði Taekwondo í rúmlega 5 ár en svo missti ég áhugann. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera úti með vinum eða bara gera eitthvað. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vera heima og gera ekkert. Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Annað hvort myndi ég fara út í búð og kaupa mér snakk og orkudrykk eða fara út í sjoppu eða bara geyma hann og spara fyrir eitthvað i framtíðinni. Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Símans. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búinn að ákveða það.

UppáhaldsKj..úk. lingasalat

Pizza, er það Lil Peep ... matur: KFC, þessu tímabili Á : ur að rm ta ... tónlis at ... app: Snapch i m Sí : ... hlutur tion ... þáttur: Z Na


Laugardagur 28. apríl kl. 12-17 – Duus svæðið • „Börn um víða veröld“. Listsýningar skólanna – Duus Safnahús kl. 12-17 • Heims-smiðja Bíósal Duus Safnahús kl. 12-17 • Fána-og veifusmiðja Tjarnarsels – Svarta pakkhús kl. 12-17 • Indíánasmiðja – Leikskólinn Vesturberg kl. 12-17 • Skátar grilla pylsur – Keflavíkurtún kl. 13 • Skessan býður í lummur – Skessuhellir kl. 13-16 • Sóla tröllastelpa gefur blöðrur – Skessuhellir kl. 13-16 • Fjölskylduratleikur KFUM og K – Hefst í Skessuhelli. Frá kl. 13 • Andlitsmálun – Duus svæðið kl. 13:30-15:30 • Sirkus Íslands – Keflavíkurtún kl. 14 • Gleðistund með dýrunum í Hálsaskógi – Frumleikhús kl. 16:30 Meðan húsrúm leyfir • Tívolítæki á Keflavíkurtúni • ATH. Notaleg sögustund með Höllu Karen fyrir „börn um víða veröld“ – Bókasafn Reykjanesb. kl. 11:30

Og ýmislegt fleira. Sunnudagur 29. apríl • Stopp leikhópurinn sýnir Ósýnilegi vinurinn – Keflavíkurkirkja kl. 11 • „Börn um víða veröld“. Listsýningar skólanna – Duus Safnahús kl. 12-17 • „Ég er furðuverk!“. Glæsilegir fjölskyldutónleikar í Stapa með Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Manúsi Kjartanssyni kl. 14

Tökum myndir og merkjum #listahatidbarna2018 Ath. útidagskrá getur breyst vegna veðurs.

Hátíðin stendur frá 26. apríl – 13. maí. Fullt af viðburðum fyrir börn til 16 ára. Heildardagskrá á Facebooksíðunni Listahátíð barna í Reykjanesbæ og á reykjanesbaer.is

SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

„Börn um víða veröld“ á Listahátíð barna í Reykjanesbæ - Skessan í hellinum býður til fjölskyldudaga um helgina Listahátíð barna í Reykjanesbæ verður sett með pompi og prakt í þrettánda sinn fimmtudaginn 26. apríl. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

viðfangsefnið og skoðað hvað það er sem er börnum um allan heim sameiginlegt. Hafa þau m.a. komist að því að þótt börn búi um margt við misjafnar aðstæður þá þarfnast þau öll fjölskyldu og ástvina og skjóls af einhverju tagi. Þá hafa öll börn ánægju af leik hvar í heimi sem þau eru staðsett.

Duus Safnahús undirlögð

Laugardaginn 28. apríl verður svo boðið upp á skemmtilegan fjölskyldudag á svæðinu í kringum Duus Safnahús með alls kyns listasmiðjum og uppákomum. Skessan í hellinum verður auðvitað í hátíðarskapi og hrærir í lummusoppu og býður gestum og gangandi upp á rjúkandi lummur og Sóla tröllastelpa

Duus Safnahús verða undirlögð undir listsýningar leik-, grunn- og listnámsbrautar framhaldsskólans sem hafa unnið hörðum höndum stóran part úr vetri að verkefnum sínum. Yfirskrift sýninganna í ár er Börn um víða veröld og hafa krakkarnir kafað ofan í

Flottir fjölskyldudagar

spjallar við börnin og gefur þeim blöðrur. Auk þess verður hægt að taka þátt í ratleik, Sirkus Íslands kemur í heimsókn, skátarnir ætla að grilla pylsur, tívolítæki verða á staðnum og í lok dags verður sérstök gleðistund með dýrunum í Hálsaskógi. Á sunnudag, 29.apríl, verður blásið til skemmtilegra fjölskyldutónleika með poppívafi í Stapa. Þar mun Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í samstarfi við Magnús Kjartansson dusta rykið af gömlum og góðum barnalögum sem eiga rætur sínar að rekja til Suðurnesja með einum eða öðrum hætti en Magnús var öflugur þegar kom að útgáfu slíkrar tónlistar á árum áður m.a. í samstarfi við barnastjörnuna Ruth Reginalds. Magnús tekur þátt í tónleikunum sem þýðir

bara eitt, að þetta verður stórskemmtilegt. Ókeypis aðgangur er á tónleikana og allir velkomnir.

Hæfileikahátíð grunnskólanna

Miðvikudaginn 9. maí fer svo fram Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa þar sem úrval stórglæsilegra árshátíðaratriða úr öllum grunnskólum bæjarins verða sýnd fyrir fullu húsi. Ýmsir fleiri viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar sem stendur til 13. maí og má nálgast upplýsingar um þá á Facebook síðunni Listahátíð barna í Reykjanesbæ og á vefsíðunni reykjanesbaer.is og vert er að geta þess að ókeypis er á alla viðburði.

Um að gera að koma og bregða sér á leik með börnunum HILDUR HARÐARDÓTTIR, LEIKSKÓLANUM GIMLI Segðu okkur aðeins frá vinnuferlinu á leikskólunum. Það byrjaði þannig að við fórum að skoða börn um víða veröld og hvort við værum öll eins, hvort einhver væri öðruvísi en við og skoðuðum fullt af löndum. Síðan var lýðræðisleg kosning þar sem að fullt af löndum voru settar í hatt og við drógum upp fjögur lönd. Ghana, Grikkland, Ísrael og Japan, síðan var börnunum skipt upp í fjóra hópa og hver hópur skoðaði eitt land. Við teiknuðum og máluðum börnin í svarthvítu og þau eru utan á húsinu okkar sem er múrsteinshús því við vorum búin að finna það út að í öllum heiminum eru múrsteinshús eftir að við vorum búin að kynna okkur hvernig börn byggju annars staðar. Við fundum það líka út að skókassar eru líkir múrsteinum en við söfnuðum kössum frá heimilum og svo hjálpaði Skóbúð Reykjanesbæjar okkur líka að safna kössum. Hvernig fannst börnunum þetta ferli? Þeim fannst þetta æðislega gaman. Við skoðuðum fatatísku landanna og þjóðbúninga og fleira. Þau bíða eftir að fá húsið heim til að leika í því en þau geta ekki beðið eftir að fá að koma á sýninguna og sjá afaksturinn.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Þær stóðu í ströngu við að setja upp sýninguna fyrir Listahátíð barna í Listasal Duus Safnahúsa en gáfu sér tíma fyrir myndatöku.

Leikur sameinar öll börn GUÐLAUG MARÍA LEWIS, STARFSMAÐUR MENNINGARSVIÐS REYKJANESBÆJAR Segðu okkur aðeins frá sýningunni hér í Duus húsum. Við erum að fara af stað með listahátíð barna í þrettánda sinn í ár og leikskólarnir taka þátt, tíu talsins. Á hverju hausti veljum við okkur viðfangsefni og í ár vorum við með þemað börn um víða veröld sem er kannski ekki áþreifanlegt. Það var smá hausverkur hvernig við ættum að takast á það viðfangsefni, þó svo að við höfum valið það en okkur fannst það spennandi í ljósi aðstæðna í heiminum en þá vildum við setja fókusinn á það sem sameinar börn um víða veröld og niðurstaðan var sú að öll börn vilja hafa húsaskjól, heimili og öll börn hafa þörf fyrir fjölskyldu eða umönnunaraðila og síðan er það leikurinn sem sameinar öll börn, hvar sem þau eru stödd í heiminum. Niðurstaðan var því sú að hér yrðu gerð hús, myndum búa til alheimsþorp með heimilum, börnum um víða veröld sem leiðast meðfram veggjunum og síðan voru gerð flögg sem verða yfir þorpinu. Hvað er undirbúningstímabilið búið að vera langt fyrir þessa sýningu? Í rauninni frá því í haust, þegar Ljósanótt er búin þá förum við að vinna í þessu verkefni, leikskólarnir vinna mikla rannsóknarvinnu fyrir þetta verkefni á veturnar og síðan fæðist þetta á vor-

mánuðum. Þannig að undirbúningurinn er búinn að vera meira og minna síðan í haust hjá skólunum. Nú eru húsin, börnin og flöggin unnin úr endurunnum efnum, er einhver ástæða fyrir því? Ég veit það að leikskólinn hefur þetta mikið inni í sinni vinnu að nýta allt sem til er en verkin þeirra eru mikið úr endurunnu efni, svo erum við líka með grunnskólana og þar er efniviðurinn í bland en grunnskólarnir eru líka að fást við þetta viðfangsefni. Hvenær hefst sýningin og hvenær er setning hátíðarinnar? Setningin er 26. apríl og hún er í þremur hlutum, leikskóli kl 10:30, grunnskólinn eftir hádegið, svo er listnámsbraut FS með okkur og hún opnar kl. 16. Hvað er sýningin opin lengi? Sýningin er opin til 13. maí og þetta er vinsælasta sýningin í húsinu en í fyrra sáu 4000 gestir sýninguna sem er alveg frábært. Aðgangur er ókeypis en þann 28. apríl er fjölskyldurdagur hjá okkur, sem er smá uppskeruhátíð, þá erum við með listasmiðjur

og smá húllumhæ. Þá ætlar skessan líka að baka lummur og við gerum þetta svolítið skemmtilegt. Það verður fleira í gangi, tívolítæki ef það viðrar vel hjá okkur, ratleikur í boði KFUM og K, skátarnir ætla að grilla pylsur og það verður Sirkus Íslands, Dýrin í Hálsaskógi ætla að taka á móti krökkunum þannig að það er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Svo eru líka tónleikar, ekki satt? Jú, á sunnudaginn eru tónleikar í Stapanum, við erum tónlistarbærinn og við fórum að hugsa svolítið til baka og fórum að spá í því hvort það væri einhver tónlist sem tengist börnum í Reykjanesbæ. Þá þarf nú ekki að fara mjög langt aftur en plöturnar frá Ruth Reginalds var mjög vinsæl til dæmis þegar ég var ung og Maggi Kjartans var aðalmaðurinn þar, þannig að við þurftum ekki að leita langt. Við fórum að spá í þessa hugmynd, hvort við gætum tekið þennan menningararf okkar sem er barnatónlist og gert eitthvað úr henni. Niðurstaðan var sú að tónlistarskóli Reykjanesbæjar heldur tónleika í Stapanum kl 14 og Maggi Kjartans verður með í þeim tónleikum og þar ætlum við að dusta rykið af okkar gömlu barnalögum og gera skemmtilega popptónleika þar sem við vonumst eftir fjölmenni.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR Á LISTAHÁTÍÐ BARNA

„Ég er furðuverk“ Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í samvinnu við Menningarsvið Reykjanesbæjar, stendur að barnaog fjölskyldutónleikum í Stapa, Hljómahöll, sunnudaginn 29. apríl kl.14.00. Flutt verða þekkt barnalög sem tengjast Suðurnesjum, til dæmis vegna upphaflegs flutnings þeirra, plötuútgáfu eða að höfundar laga og/eða texta eru Suðurnesjamenn. Það má því segja að tónlistararfur Suðurnesja sem snýr að börnum verði rifjaður upp. Flytjendur eru rokkhljómsveit og söngvarar úr Rytmískri deild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Barnakór Tónlistarskólans. Sérstakur gestur er Magnús Kjartansson sem var öflugur fulltrúi þessarar tónlistar á sínum tíma og kom t.a.m. að útgáfu hljómplatna með barnastjörnunni Ruth Reginalds. Hinn geðþekki Marteinn skógarmús verður kynnir tónleikanna. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Ég er furðuverk“ og eru liður í Listahátíð barna í Reykjanesbæ. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir. Allar upplýsingar um dagskrá Listahátíðar barna í Reykjanesbæ eru á vefsíðu bæjarins reykjanesbaer.is.

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

9

ATVINNA / JOBS MCRENT ICELAND, HÚSBÍLALEIGA, AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI Í EFTIRFARANDI STÖRF

MCRENT MOTORHOME RENTAL COMPANY ADVERTISES FOR PEOPLE IN THE FOLLOWING POSITIONS

INNIÞRIF Á BIFREIÐUM

INSIDE CLEANING OF VEHICLES

Um er að ræða lausar stöður í inniþrifum til loka október 2018.

Postions in inside preperations of our vehicles are available on a temporary basis until the end of October 2018.

Hæfniskröfur: Bílpróf er nauðsynlegt, reynsla af þrifum er kostur. Lágmarksaldur er 17 ár.

Hiring standards: Driver’s license is necessary; experience of cleaning is a plus. Minimum age is 17 years.

VIÐGERÐIR

VEHICLE REPAIR

Laus staða er við viðhald og viðgerðir húsbíla fyrirtækisins. Um er að ræða fastráðningu, frábært tækifæri fyrir áhugasama.

We have an open permanent position in vehicle repairing, great oportunity for people with interest in vehicle maintenance.

Hæfniskröfur: Reynsla af viðgerðum, eða smíðavinnu, mikill kostur. Lágmarksaldur er 25 ár.

Hiring standards: Experience of vehicle repairs and carpentry a great plus. Minimum age is 25 years.

Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á: iceland@mcrent.is. Tekið er við umsóknum fram til 15.5.2018.

Please send your CV with picture to: iceland@mcrent.is. Applications will be received until 15.5.2018.

Allar nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: iceland@mcrent.is

For further information please send us an e-mail to: iceland@mcrent.is

r u t t á l s f a 25% ukahlutum af grillum og grill a

Mikið úrval af aukahlutum

Olíuverzlun Íslands hf Útibú Njarðvík Fitjabakka 2-4, Reykjanesbæ, sími 420 1000

15% afsláttur af gasi með keyptu grilli

Vortilboð á grillum og grill aukahlutum


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

Sigurður Steinar Ketilsson er kominn úr brúnni á varðskipum Landhelgisgæslunnar og hættur eftir hálfa öld. Er mikill Suðurnesjamaður og vill sjá Gæsluna flytja alla starfsemi til Keflavíkur. VIÐTAL

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

FRÁ KEFLAVÍKURHÖFN Í L Sigurður Steinar Ketilsson skipherra kom úr sinni síðustu varðskipsferð eftir samfellt 50 ára starf hjá Landhelgisgæslunni 13. apríl sl. Hann á að baki farsælan og viðburðaríkan feril hjá Landhelgisgæslunni. Sigurður Steinar byrjaði sem háseti, lauk svo námi úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var skipstjórnarmaður á varðskipum og í loftförum í fjölda ára en fastráðinn skipherra varð hann fyrir um 30 árum. Sigurður Steinar á ættir sínar að rekja í Hafnir og Sandgerði. Hann ólst upp í Keflavík og leiksvæðið var við Keflavíkurhöfn. Þar hittum við skipherrann þegar hann

kom með varðskipaflota til hafnar í Keflavík eftir æfingu á Faxaflóa í síðustu viku. Það voru skemmtileg tímamót hjá skipherranum að kom við í heimhöfninni Keflavík í síðasta sinn á varðskipi. „Já, nú eru góð tímamót, ég er búinn að starfa hjá Landhelgisgæslunni í hálfa öld og hef líkað mjög vel. Það var viðeigandi að enda ferilinn í heimahöfn minni í Keflavík þar sem ég byrjaði fyrir 55 árum, 15 ára strákur, á síld.“ En hvernig lá leiðin til Landhelgisgæslunnar? „Við vorum nokkrir félagar frá Suður-

Íslensku varðskipin Týr og Þór ásamt danska varðskipinu Hvítabirninum utan við Keflavíkurhöfn á dögunum að lokinni þriggja daga æfingu áhafna skipanna á Faxaflóa.

nesjum í Stýrimannaskólanum 1967, allir í fiskimannadeildinni en skólastjórinn skoraði á okkur Árna heitinn Vikarsson að fara í farmannadeildina. Við þurftum að ná okkur í sex mánaða siglingatíma til að komast í þá deild, á varðskipi eða flutningaskipi. Ég komst að á varðskipinu Maríu Júlíu og ég er ennþá að ná mér í siglingatíma,“ segir Sigurður Steinar og hlær. Hvernig hafa þessi 50 ár verið, þú hefur verið til sjós en líka í fluginu? „Menn rótera á milli, til sjós og í þyrlunum, á skrifstofunni eða stjórnstöðinni eða sérverkefnum. Það er mjög góður skóli. Ég var 9 ár samfleytt á

þyrlunum og þótti það gaman. Það var mikil uppbygging eftir slys sem höfðu orðið. Þá fannst mér tímabært að fara á sjóinn aftur.“

Þessi björgun var tímamót í flugdeildinni. Þegar það reynir á menn er ekki annað en að láta hlutina gerast en þetta voru 9 manns“.

Þú tókst þátt í björgunaraðgerð 1987 í Dritvík á Snæfellsnesi þegar bátur, Barðinn frá Sandgerði strandaði en það varð giftusamleg björgun. Hvernig var sú upplifun? „Þetta voru erfiðar aðstæður. Þegar við sáum hvernig var umróts í fjörunni áttum við ekki von á því að það væri neitt líf þarna fyrr en við sáum hönd út um glugga. Samhent áhöfn gerði þetta. Við vorum í góðri þjálfun og vorum að berjast að fá verkefni.

Það hafa náttúrulega orðið miklar breytingar til sjós frá því þú byrjaðir? „Það má eiginlega segja að maður sé að koma úr tjaldi í hótel eins og í varðskipinu Þór. Í gamla daga gátu menn varla þrifið sig vegna vatns- og aðstöðuleysis. Það er glæsilega búið að mönnum eins og í þessu skipi (Þór) og það hefur alltaf verið stefnan hjá Landhelgisgæslunni, að búa eins vel að mönnum og hægt er til sjós.“ Þú hefur nú verið talsmaður þess að Keflavíkurhöfn ætti að vera heimahöfn Landshelgisgæslunnar. „Já, mér fannst og finnst að Landhelgisgæslan hefði átt að flytja til Keflavíkur daginn eftir að herinn fór. Við þurfum að sinna okkur skyldum í gegnum Nató, ekki þessu hernaðarbrölti heldur björgunarþættinum. Við erum komin með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og það hefur gengið vel.“ Þú hefur sterkar taugar til Keflavíkur og Suðurnesja? „Já, ræturnar eru þar. Enda á ég ættir til Suðurnesja, í Hafnir og Sandgerði. Hér er líka talsvert af gömlum félögum og skyldfólk líka.“ Hvernig er þín tenging á Suðurnesjum? „Pabbi er fæddur í Höfnum og öll hans systkini þó hann hafi alist upp að mestu leyti í Vestmannaeyjum. Svo fór hann til Reykjavíkur og ég flutti með honum lítill peyi til Keflavíkur. Svo kemur móðurfólkið mitt að hluta til úr Sandgerði, amma mín var þaðan.“ Það hefur eitthvað verið brallað í gamla daga í Keflavík, á æskustöðv-


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

11

Þór og Týr í Keflavíkurhöfn.

Haldið til hafs á ný eftir viðkomu í Keflavíkurhöfn.

Í LANDHELGISGÆSLUNA Buðu Þór heimahöfn í Reykjanesbæ

Það má eiginlega segja að maður sé að koma úr tjaldi í hótel eins og í varðskipinu Þór. Í gamla daga gátu menn varla þrifið sig vegna vatns- og aðstöðuleysis.

unum? Manstu einhverjar sögur? „Þær voru margar. Ég held að ég þyrfti að fá gamla félaga með mér í þá upprifjun. En leiksvæðið var fjaran og höfnin.“ Þannig að það lá beinast við að framtíðin yrði til sjós? Það var alveg ljóst hjá mér alla tíð. Ég ætlaði að verða skipsstjóri eins og afi og það tókst.“ Hvað er svo eftirminnilegast eftir hálfa öld hjá Landhelgisgæslunni?

„Já, sumt ótrúlegt. Ég var tvisvar sinnum aðstoðarmaður við botnlangaskurði í varðskipinu Óðni norður í Noregi. Hannes heitinn Finnbogason, skurðlæknir og mikill snillingur fékk mig í teymið sem var við þessar aðgerðir, því ég hafði verið í Stýrimannaskólanum. Sumir trúa því ekki að þetta hafi gerst en það gerist ansi margt í varðskipum. Það voru til dæmis fæðingar í varðskipinu Alberti. En maður kynnist mikið af góðu fólki um allt land. Það hefur verið virkilega ánægjulegt.“

Reykjanesbær ítrekaði boð til Landhelgisgæslunnar um að heimahöfn hins nýja björgunarog eftirlitsskips, Þórs, verði í Reykjanesbæ þegar skipið kom nýtt til landsins undir lok árs 2011. „Bæjarráð Reykjanesbæjar samfagnar Landhelgisgæslunni við komu hins stórglæsilega varðskips Þórs og ítrekar um leið boð um heimahöfn í Reykjanesbæ,“ segir í bókun sem þá var samþykkt og stendur enn.

En tæknibyltingin og öryggismálin. Þetta hefur breyst mikið. „Já, það er sérstaklega margt í öryggismálunum. Slysavarnarskólinn og þyrlan. Ekki má gleyma öldumælisduflunum sem mörg minni skip reiða sig á, veðurupplýsingar, veðurspár. Stærsta byltingin um borð í þyrlunum var að fá læknana um borð. Það var mjög gott og nú ganga læknar vaktir með þyrlunum.“ Hvað tekur við? „Ég á hvorki golfsett né sumarbústað

en ég hef nóg að gera. Ég byrjaði að vinna 7 ára hjá honum föðurbróður mínum að draga á eftir mér saltfisk. Ég held að við félagarnir höfum verið 11 ára þegar við vorum komnir með fasta sumarvinnu hjá Ásmundi Friðrikssyni. Ég held ég haldi því bara áfram, það er vinna, ekki endilega í Keflavík en það er nóg að gera. Eitthvað þarf maður að gefa fjölskyldunni. En ég óttast ekkert hvað er framundan. Það eru bara bjartir og góðir tímar,“ segir Sigurður Steinar Ketilsson.

Viðtalið við Sigurð Steinar í Suðurnesjamagasíni fyrir snjalla lesendur Víkurfrétta. Opnaðu QR-kóðann í snjalltækinu þínu!


12

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

SUNNUDAGUR 29. APRÍL KL. 11

Í tilefni af Barnahátíð fá við heimsókn í Keflavíkurkirkju af Stoppleikhópnum með leiksýninguna Ósýnilegi vinurinn. Verkið segir frá Jónatan Finkeltopp og Pálu Pimpen er kynnast einn daginn og verða vinir. Saman eiga þau eftir að læra ýmislegt, t.d að kunna að fyrirgefa og sættast. Í leikritinu er brugðið upp skemmtilegum frásögnum úr sköpunarsögu Biblíunnar og samskipti kynjanna fá einnig sinn skerf, ásamt hæfilegum skammt af kærleika. Verið öll velkomin. SUNNUDAGSKVÖLD 29. APRÍL KL. 20

Við verðum við á hugljúfum og léttum nótum með Vox Felix félögum í kvöldmessu. Arnór organisti og sr. Erla leiða stundina í söngvum, bænum og biblíufrásögn. Það er ljómandi að sækja kraft í kvöldgöngu og staldra við í kirkjunni og fá andlega næringu inní nýja viku. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ KL. 12

Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Hugleiðing, bæn ásamt söng og orgelspili. Gæðakonur bera fram matarmikla súpu og brauð. Velkomin öll til okkar. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ KL. 17:30

Aðalfundur Keflavíkursóknar fer farm í Kirkjulundi. Almenn aðalfundarstörf eru á dagskrá.

Sigurður Magnússon framleiðslustjóri URTA Islandica í verslun fyrirtækisins við Básveg í Keflavík.

„Leggjum ríka áherslu á að framleiðslan sé íslensk“ Urta Islandica með framleiðslu á áhugaverðum vörum við Básveginn í Keflavík.

Helgihald í

Njarðvíkurprestakalli 26. apríl til 2. maí 2018

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Kóræfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju 1. maí kl.19:30. Nýtt söngfólk boðið velkomið. Vinavoðir miðvikudaginn 2. maí kl.10:30-13:30.

Njarðvíkurkirkja (Innri)

Guðsþjónusta 29. Apríl kl. 11:00. Að lokinni guðsþjónustu verður aðalfundur Njarðvíkurkirkju haldin. Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf. Foreldramorgun í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 1. maí kl.10.30. Umsjón hefur Emilía B. Óskarsdóttir. Æskulýðsstarfssemi KFUM/K í Njarðvíkurkirkju (Innri) 26. apríl kl. 19:30-20:30. Umsjón hefur Heiðar Örn Hönnuson.

Fjölskyldufyrirtækið Urta Islandica flutti hluta af fyrirtækinu sínu til Reykjanesbæjar, nánar tiltekið á Básveginn í fyrra og hefur fyrirtækið verið starfrækt í Reykjanesbæ í ár. Húsnæði þess hefur verið tekið í gegn og loftið er meðal annars klætt Lerki frá Egilsstöðum og stemningin er notaleg og heimilisleg, við Básveg fer framleiðsla fram, ásamt því að vörunum er pakkað fyrir verslanir. Framleiðslan byrjaði í eldhúsi hjónanna Þóru Þórisdóttur og Sigurðar Magnússonar en fyrirtækið hefur blómstrað á síðustu árum og því má þakka af stórum hluta til ferðamannastraumnum sem kemur til Íslands.

Framleiða vörur úr íslenskum jurtum

Eins og áður hefur komið fram er Urta Islandica fjölskyldufyrirtæki en rík áhersla er lögð á það að framleiðslan sé íslensk. „Við framleiðum vörur úr íslenskum jurtum og berjum og við framleiðum jurtakrydd með Norðursalti þar sem íslenskum jurtum og berjum er blandað

saman, svo erum við að gera jurtasýróp, sultur og jurtate, allt unnið úr íslensku hráefni“, segir Sigurður.

Fallegar og handhægar umbúðir

Saltið frá Urta Islandica hefur notið mikilla vinsælda, þó sérstaklega hjá ferðamönnum en Sigurður segir að vinsældir þess megi rekja hversu fallega sé búið um vöruna og að umbúðirnar séu einnig handhægar, sérstaklega þegar verið er að ferðast með þær. Íslenskar jurtir fá að njóta sín í vörum frá Urta Islandica og eru þær týndar vítt og breitt um landið. „Það eru ýmsir sem týna fyrir okkur og ég hugsa að við séum með um þrjátíu manns sem eru samtals að týna fyrir okkur. Við erum meðal annars með bláber í vörunum okkar og höfum fengið þau að norðan og vestfjörðum.“

Grunnurinn er íslenskt hráefni

Urta Islandica býður upp á svart kex sem er sjaldséð sjón en Frón sér um að baka það fyrir fyrirtækið. Í kexinu er meðal annars jurtir, salt frá Urta Islandica og reyna þau að nota sem mest af íslensku hráefni í kexið. Sigurður segir að grunnur framleiðslu þeirra sé íslenskt hráefni en það sé einnig mikilvægt að varan sé falleg. „Við höfum verið hér í Reykjanesbæ frá því í apríl/maí í fyrra en þá kom hluti af framleiðslunni, saltframleiðslan, hingað, við vorum þá enn með pökkunina okkar í Hafnarfirði en í haust var eiginlega allt komið hingað yfir.“

Svart salt sem rokselst

Vörurnar frá Urta Islandica hafa notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum og eru söltin heillandi. „Vinsælasta varan okkar er án efa „Black lava“ saltið, ég held að útlitið á því heilli og svo eru það líka söltin sem innihalda íslenskar jurtir vinsælar og þær eru sérstaklega góðar á lambið og villibráðina.“ Verslun Urta Islandica í Reykjanesbæ er leyndur gimsteinn en Sigurður segir að það sé svolítið þeirra einkenni, að láta lítið fyrir sér fara í byrjun en hann vonast til þess að þau stækki út á við í framtíðinni.

VIÐSKIPTI

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

Unnið við pökkun á söltum frá URTA Islandica.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is

Innslag um Urta Islandica er einnig í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut á fimmtudagskvöld kl. 20:00. Þátturinn er einnig á vf.is.


BARÁTTUKVEÐJUR TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2018 Leiðarlínur fyrir merki FIT

Hollt, gott og heimilislegt

Reykjanesbæ

GARÐUR

vinalegur bær


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

R E Y K J A NE S B Æ R

Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga 2018

Skil á framboðslistum Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar veitir framboðslistum móttöku á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 frá kl. 10:00 til 12:00 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018. Mikilvægt er að skila framboðsgögnum á tölvutæku formi. Athygli er vakin á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum, sérstaklega 21. gr., 22. gr. og 23. gr. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is, undir sveitarstjórnarkosningar 2018. Kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS). Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í FS í stofu 221. Netfang hennar er yfirkjorstjorn@reykjanesbaer.is Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar, Hildur Ellertsdóttir, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir og Kristján Friðjónsson

Serrano fer vel af stað í Reykjanesbæ Veitingastaðurinn Serrano opnaði í síðustu viku í Reykjanesbæ og hafa viðtökurnar verið mjög góðar að sögn Thelmu A. Grétarsdóttir, markaðsog verkefnastjóra Serrano. Thelma segir einnig að það sé alveg ljóst að íbúar Reykjanesbæjar og Suðurnesja hafi beðið eftir þeim með mikilli eftirvæntingu. „Frá því að við opnuðum í síðustu viku er búin að vera stöðugur straumur hjá okkur og viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Starfsfólkið okkar hefur staðið sig mjög vel, þrátt fyrir mikið álag. Allt skipulag er að komast í horf núna. Það er líka gaman að segja frá því að nýi staðurinn í Reykjanesbæ er í nýju útliti hjá okkur og er einn okkar glæsilegasti til þessa.“ Serrano er til húsa í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ en maturinn sem Serrano býður upp á er innblásin frá Mexíkó og taquerium í Mission hverfinu í San Fransisco, þar sem serrano piparinn leikur stórt hlutverk. Lögð er áhersla á að maturinn sé ferskur og hægt er að fá sér salat, burrito, taco eða quesadilla.

eru á timarit.is - allar fréttirnar og gömlu myndirnar sem þið hélduð að væri gleymt...

Auglýsing

vegna sveitarstjórnarkosninga 2018 Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 5. maí. Yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs veitir framboðslistum móttöku þann dag frá kl. 10:00 til kl. 12:00 á hádegi á skrifstofu Sveitarfélagsins Garðs, Sunnubraut 4. Yfirkjörstjórn vekur sérstaka athygli á 22. gr. laga um kosningu til sveitarstjórna nr. 5/1998, en þar er kveðið á um fjölda meðmælenda með framboðslistum. Skulu meðmælendur vera að lágmarki 40 og að hámarki 80 í sameiginlegu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagins Garðs. Yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

Biðskýlið Njarðvík óskar eftir starfsfóki 18 ára og eldri(reyklaus).

Vaktavinna, 2-2-3, frá kl: 13:30 til 22:30. Upplýsingar á staðnum frá kl: 10 til 11 á morgnana.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

15

Prúðbúnar löggur og skátar gengu inn í sumarið Sumarið tók ágætlega á móti skrúðgöngu Skátafélagsins Heiðarbúa sem það stendur fyrir í samstarfi við Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Lögregluna. Löng hefð er fyrir því að halda fagna Sumardeginum fyrsta með skrúðgöngu þar sem genginn er góður hringur í Keflavík og endað í skátamessu sem nú var undir

heitinu „Með sól í hjarta“ í Keflavíkurkirkju. Veðurguðirnir buðu göngufólk velkomið í ágætu veðri á fyrsta degi sumars. Að skrúðgöngu lokinni og messu voru skátar með skemmtidagskrá við skátaheimilið. Ágæt mæting var í gönguna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd Páls Ketilssonar.

1. MAÍ

STERKARI SAMAN - alþjóðlegur dagur verkafólks

HÁTÍÐARDAGSKRÁ Í STAPA Kl.13:45 Kl. 14:00

Húsið opnar, Guðmundur Hermannsson leikur létt lög Setning Stefán Benjamín Ólafsson formaður STFS Leikfélag Keflavíkur - Dýrin í Hálsaskógi Ræða dagsins Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Söngur: Valdimar Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. Kvennakór Suðurnesja.

Kynnir : Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ísl.verslunarmanna. Kl. 13:00

Börnum boðið á bíósýningu í Sambíó í Keflavík.

Merkjasala: 1. maí merki verða afhent duglegum sölubörnum föstudaginn 27. apríl á skrifstofu stéttarfélaganna Krossmóa 4, 4. hæð frá kl. 12.00 til 15.00. Andvirði merkjasölu rennur til sölubarna. Félagar-fjölmennið á 1. maí hátíðarhöldin.


16

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

AÐALFUNDUR

Björgunarsveitin Þorbjörn, Björgunarbátasjóður Grindavíkur og unglingadeildin Hafbjörg halda aðalfund sinn þann 1. maí nk. kl. 18:00 í húsi sveitarinnar að Seljabót 10. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, breytingar á lögum félagsins, stjórnarkjör og önnur mál. Stjórnin

Grindarvíkurkirkja Kirkjuvörður - hlutastarf Við auglýsum eftir starfskrafti í 50% stöðu kirkjuvarðar frá 15. maí 2018. Í starfi kirkjuvarðar felst almenn kirkjuvarsla, þátttaka í athöfnum kirkjunnar. Kirkjuvörður heldur utan um útleigu á safnaðarheilmili og innkaup og þrif kirkjunnar. Kirkjuvöruður þarf að búa yfir góðri framkomu, reglusemi og þjónustulund. Tölvukunnátta er nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist til Grindavíkurkirkju eða netfang: gudbjorg@grindavik.is Upplýsingar í síma 893 8626 Umsóknarfrestur er til 5.maí 2018. Öllum umsóknum verður svarað. Sóknarnefnd og sóknarprestur.

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

MENNTUN BARNA Þrátt fyrir mikla íbúaaukningu hefur tekist að fjölga leikskólaplássum í takt við hana svo engir biðlistar eru eftir leikskóla fyrir börn 2-5 ára börn. Þá var sett sú stefna fyrir átta árum síðan að leikskólabörn okkar skyldu betur undirbúin fyrir læsi þegar þau kæmu inn í grunnskóla. Án efa hefur þessi stefna stuðlað að betri árangri fleiri barna í grunnskóla. Þennan árangur þarf að varðveita og huga að nýjum leikskólum svo börn eigi áfram kost á leikskólaplássi án biðlista. Við viljum bestu grunnskóla fyrir okkar börn og Reykjanesbæ tókst á síðasta áratug með góðri samvinnu

bæjaryfirvalda og starfsfólks skóla að lyfta skólum úr lægstu sætum á samræmdum prófum upp í hóp hinna bestu. Hingað sóttu skólamenn alls staðar að af landinu til að fræðast um þessa byltingu. Bæjarstjórn þarf áfram að sýna raunverulegan áhuga á fræðslumálum og vinna í takt með fræðsluskrifstofu og starfsfólki skóla. Með öflugu skólafólki í okkar röðum og með samvinnu við foreldra verður árangrinum viðhaldið. Mikilvægt er að veita öllum börnum tækifæri til menntunar sem stenst alþjóðlegan samanburð. Ungt fólk þarf að hafa möguleika til að geta starfað hvar sem er og til að svo megi verða þurfum við að veita þeim trausta og góða menntun sem leggur grunn að öflugu atvinnulífi. Grunnurinn er að öll börn nái góðum tökum á læsi svo þau eiga auðveldara með að standast

námskröfur. Börn sem geta lesið sér til gagns við lok grunnskóla eru líklegri til að ljúka námi á tilsettum tíma í framhaldsskóla. Þau verða einnig virkari þátttakendur í samfélaginu og eru líklegri til að hafa atvinnu. Leggjum áherslu á fjölbreytni í framhaldsnámi í okkar heimabyggð. Við ætlum að stuðla að að fleiri framhaldsdeildum í heimabyggð sem endurspegla atvinnuverkefnin tengdum hugbúnaðargerð, flugnámi og tæknifræði. Með samvinnu bæjarins, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keilis og ríkis getum við gert þetta ef við vinnum saman. Anna Sigríður Jóhannesdóttir Skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

FJÖLBREYTNIN LIGGUR Í GRASRÓTINNI Framtíð Reykjanesbæjar byggist á jöfnum tækifærum, virðingu fyrir náttúrunni o g g r ó s ku n n i sem þrífst í fjölbreytninni en ekki í stórum heildarlausnum. Reykjanesbær þarf að styðja og styrkja grasrótina til að viðhalda heilbrigðri stjórnsýslu og hvetja íbúa unga sem aldna til þátttöku í mótun samfélagsins. Grasrótar samtök spretta fram þegar íbúar taka til sín ýmis verkefni sem ætlað er að þjóna samfélaginu. Skoðum tvö nærtæk dæmi: Verndun menningarminja. Grasrótarhópar eins og “Björgum Sundhöll Keflavíkur” á sér mikla hefð í sögu húsverndar á íslandi og hafa oft gegnt lykilhlutverki við björgun bygginga. Því miður hafa bæjaryfirvöld ekki haft frumkvæði að farsælli lausn og hafa samtökin þess í stað fundið vini hjá Minjastofnun Íslands sér til halds og trausts.

Sumarafleysingar í íþróttamiðstöð Um er að ræða störf við afgreiðslu, þrif, gæslu á böðum, laugarvörslu og annað tilfallandi. Starfsmaður þarf að standast hæfnispróf sundstaða, vera stundvís og geta unnið undir álagi. Skilyrði er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri. Starfsmaður verður að geta hafið störf í júní. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum. Starfsstöðvar sveitarfélagsins eru tóbakslausir vinnustaðir.

Umsóknarfrestur er til 4. maí 2018. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja. Námsmenn jafnt sem atvinnuleitendur, karlar og konur eru hvött til að sækja um ofangreind störf. Nánari upplýsingar um störfin veita frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440 6225 og 867 8854 og forstöðumaður umhverfis og eigna í síma 893 6983. Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvar, í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eða á skrifstofu sveitarfélagsins.

Hvað gerðist í Keflavík 1983? - skoðaðu Víkurfréttir á timarit.is

Náttúru-og umhverfisvernd. Grasrótarsamtök sem vinna að verndun náttúru hafa mikil áhrif en því miður oft í óþökk yfirvalda. Samtökin “Andstæðingar stóriðju í Helguvík” er hópur sem berst fyrir grundvallarrétti bæjarbúa til að geta andað að sér hreinu lofti. Þau krefjast þess að kísilverskmiðjum eins og United Silicon verði lokað. Skemmst er frá því að segja að baráttan hófst löngu áður en verksmiðjan var opnuð þar sem íbúar töldu sig sjá ýmsa vankanta í hönnun byggingarinnar og í umhverfismati. Því miður létu bæjaryfirvöld þetta engu varða og héldu ótrauð áfram að styðja framkvæmdirnar sem hafa síðan kostað bæjarsjóð hundruð miljóna.

Þegar yfirvaldið kýs að sniðganga raddir íbúa sem þeim er ætlað að þjóna sýnir það hroka sem skapar vantraust og sundrung í samfélaginu. Bæjaryfirvöld eiga að umvefja frumkvæði íbúa sem sýna umhverfinu sínu áhuga og vinna með grasrótinni til að finna farsælar lausnir. Einnig ætti bæjarsjóður að leggja til ákveðið fjármagn til úthlutunar sem menningarstyrkir til grasrótarhreyfinga sem um það sækja. Menning er skilgreind sem list og listsköpun en oft vill gleymast að menning felst í mannauði. Dagný Alda Steinsdóttir, oddviti Vinstri grænna og óháðra í Reykjanesbæ.

Bjarki kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hefur ráðið til sín Bjarka Má Viðarsson sem kosningastjóra fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Bjarki er 27 ára sölu og markaðsstjóri, en hann hefur áður starfað við félagsmál á sviði íþrótta og menningarmála. „Ég er þakklátur fyrir traustið sem mér er sýnt frá forystu flokksins til að gegna þessu hlutverki og hlakka til þess að taka þátt í baráttunni með öllu því frábæra fólki sem Sjálfstæðisflokkurinn teflir fram í komandi kosningum,“ segir Bjarki í tilkynningu. Bjarki mun taka til starfa frá og með 1. maí nk.

1. MAÍ BARÁTTUDAGUR

VERKALÝÐSINS Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis óskar félagsmönnum til hamingju með daginn. Verkalýðsog sjómannafélag Minnum á baráttufundinn í Stapa, kl. 13.45. Keflavíkur og nágrennis

1. MAÍ 2018

Sterka ri saman


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

17

Heimavist MA og VMA á Akureyri Umsóknarfrestur um heimavist er til 8. júní 2018 Nánari upplýsingar og umsóknir á heimasíðunni:

www.heimavist.is Hlökkum til að sjá ykkur í haust

SORPHIRÐUMENN Í SKRÚÐGÖNGUNA Skrúðganga á Sumardaginn fyrsta í Reykjanesbæ gekk vel en litlu munaði að hún færi í „ruslið“ í orðsins fyllstu merkingu. Skátafélagið hefur í áratugi séð um þennan viðburð og gert það mjög vel en skátarnir hafa alltaf haft lögregluna með sér til að leiða skrúðgönguna og flestum þykir nokkur hátíðarbragur á því. Nú státaði Lögreglan á Suðurnesjum splunkunýjum Volvo lögreglubíl sem var í fararbroddi til að gangan gengi vel fyrir sig. Skondin uppákoma varð þó til þess að litlu munaði að stór sorphirðubíll æki á nýja lögreglubílinn og stoppaði auk þess gönguna því

sorphirðumenn þurftu nauðsynlega að sækja sorptunnur við hús alveg við hringtorg Faxabrautar og Hringbrautar þegar gangan nálgaðist. Var sérstakt að sjá sorphirðumenn á harðahlaupum með bílinn stopp við hringtorgið. Lögreglumenn horfðu á þessa óvæntu uppákomu og hafa örugglega hugsað hvort ekki þyrfti að stoppa skrúðgönguna. En ruslakapparnir voru snöggir og rétt náðu að klára sitt verk og koma sér í burtu áður en skrúðgangan kom að hringtorginu. Og nýi löggubíllinn slapp líka en myndin sýnir nokkuð vel þessa spaugilegu uppákomu.

Starfsfólk Heimavistar MA og VMA Á heimavistinni búa um 330 framhaldsskólanemendur Heimavistin er gott og öruggt heimili þar sem vel er búið að íbúum

frá upphafi eru á timarit.is - það er ekki vika án Víkurfrétta!

Aðalsafnaðarfundur

Keflavíkursóknar og Kirkjugarða Keflavíkur Verður haldinn miðvikudaginn 2. maí klukkan 17:30 í Kirkjulundi. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf.

Verðlaunahafar með fulltrúum FS, Verkfræðistofu Suðurnesja og Íslandsbanka.

Mjög góð þátttaka í stærðfræðikeppni grunnskólanna Mjög góð þátttaka var í stærðfræðikeppni grunnskólanema sem fram fór í Fjölbrautaskóla Suðurneja 12. mars s.l. Þátttakendur voru 148 úr 8., 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 83. Í 1. sæti var Klaudia Kuleszewicz Myllubakkaskóla Í 2. sæti var Hjörtur Máni Skúlason Myllubakkaskóla Í 3. sæti var Halldóra Guðrún Jónsdóttir Heiðarskóla Í 4. sæti var Gyða Dröfn Davíðsdóttir Myllubakkaskóla Jöfn í 5.-6. sæti voru þau Agnes Perla Sigurðardóttir Holtaskóla og Tómas Orri Agnarsson Grunnskóla Grindavíkur. Í 7. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Ásta Kamilla Sigurðardóttir Heiðarskóla, Friðrik Ingi Hilmarsson Myllubakkaskóla, Gabríela Beben Myllubakkaskóla og Róbert Sean Birmingham Njarðvíkurskóla. Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 33. Í 1. sæti var Guðni Kjartansson Holtaskóla Í 2. sæti var Stefán Ingi Víðisson Heiðarskóla Í 3. sæti var Lovísa Gunnlaugsdóttir Heiðarskóla Í 4. sæti var Lárus Logi Elentínusson Holtaskóla Í 5. sæti var Jón Kristófer Vignisson Háaleitisskóla Í 6.-10. sæti voru í stafrófsröð: Anna Þrúður Auðunsdóttir Holtaskóla, Bergrún Dögg Bjarnadóttir Myllubakkaskóla, Bjarni Hrafn Hermannsson Myllubakkaskóla, Eyþór

Ingi Einarsson Gerðaskóla og Gabríella Sif Bjarnadóttir Stóru-Vogaskóla. Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 32. Í 1. sæti var Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Stóru-Vogaskól Í 2. sæti var Guðbjörg Viðja Pétursdóttir Stóru-Vogaskóla Í 3. sæti var Benóný Einar Færseth Guðjónsson Holtaskóla Jöfn í 4.-5. sæti voru þau Daníela Dögg Harðardóttir Akurskóla og Helgi Snær Elíasson Njarðvíkurskóla. Í 6.-11. sæti voru þessir í stafrófsröð: Birna Hilmarsdóttir Holtaskóla, Borgar Unnbjörn Ólafsson Myllubakkaskóla, Jökull Halldór Þórðarson Holtaskóla, Olga Nanna Corvetto Akurskóla, Valbjörg Pálsdóttir Njarðvíkurskóla og Þórunn Kolbrún Árnadóttir Akurskóla. Verðlaunaafhending fór síðan fram mánudaginn 9. apríl. Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin. Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Það voru þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Sighvatur Gunnarsson frá Íslandsbanka sem afhentu verðlaunin.

Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og stjórn kirkjugarða Keflavíkur

MAR

GUESTHOUSE

Sumarstörf Sumarstarfsfólk óskast á MAR Guesthouse í Grindavík við þjónustustörf og almenn þrif. Nánari upplýsingar veitir Klara í síma 856-5792 eða á klara@marguesthouse.is.


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

„Okkar styrkleiki er samheldni“ Þurfum að hafa virkilega trú og þroska í það að verða sigurvegarar, segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga í Pepsi-deildinni

Grindavík tekur á móti FH í fyrsta leik sumarsins í Pepsi-deild karla þann 28.apríl á Grindavíkurvelli, liðinu er spáð sjöunda sæti í deildinni en markaskorari ársins í fyrra í Pepsideildinni, Andri Rúnar mun ekki leika með Grindavík á næsta tímabili þar sem að hann er farinn út í atvinnumennsku. Liðið stefnir að því að halda sér í deildinni en Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur segist taka lítið mark á spám yfir höfuð og nýtir sér þær í hag. Liðinu var ekki spáð góðu gengi í fyrra en endaði í fimmta sæti Pepsi- deildarinnar. Óli Stefán svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um tímabilið, meiðsli og markmið liðsins. Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? Það hefur gengið vel. Höfum spilað mikið af leikjum, sumir hafa spilast vel, aðrir ekki. Við fórum í úrslit í báðum vetrarmótunum þar sem við töpum báðum leikjunum. Aðalmálið er þó að við erum tilbúnir fyrir alvöruna sem hefst næstu helgi á heimaleik við FH. Hvernig er staðan á hópnum? Staðan á hópnum er ágæt. Síðustu tvær vikur hafa verið að detta inn svokölluð furðumeiðsli en það er t.d bólginn hæll, tábergssig, aðgerð á putta. Ekki þessu týpísku meiðsli en vissulega vont að fá svona inn rétt fyrir mót. Það verða kannski 2-3 leikmenn frá í fyrsta leik. Hvert er markmið sumarsins? Fyrsta markmið er að halda okkur í deildinni. Til þess þurfum við stig á leik sem verður þá parið okkar. Vonandi náum við þeim stigum bara sem

Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í vetur eða bindur miklar vonir við? Það hafa margir það sameiginlegt í hópnum okkar að hafa sýnt miklar framfarir sem er mikilvægt fyrir lið eins og Grindavík. Ef okkar lið á að taka skref áfram þurfa yngri leikmenn sérstaklega að læra hratt. Sem betur fer er að koma upp sterkur kjarni ungra leikmanna hjá okkur, sá stærsti og sterkasti í langan tíma. Þeir eru nokkrir þar sem eru farnir að minna verulega á sig og það er jákvætt.

Skiptir stuðningurinn máli? Án stuðnings er ekkert fjör í þessu. Það á jafnt við í stúkunni eins og fyrir utan völlinn. Ég hef upplifað frábæra tíma hér í Grindavík bæði sem leikmaður og eins sem þjálfari. Grindavík er rétt rúmlega 3000 manna bæjarfélag og það á lið á meðal þeirra bestu í tveimur hópíþróttum, fótbolta og körfubolta bæði karla og kvenna. Oft finnst mér að fólk hérna átti sig ekki á þessu og taki þessu sem sjálfsögðum hlut. Sem betur fer eigum við samt kjarna sem stendur með okkur í blíðu og stríðu en það mættu vera fleiri. Ég er þess samt fullviss um að Grindavík fari nýjar hæðir hvað þetta varðar í sumar. fyrst því þá getum við farið beint í næsta markmið sem er að gera betur en í fyrra. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn áður en leikmannaglugginn lokar? Þetta snýst allt um að finna leikmenn sem eru á lausu og það er bara mjög lítið um það hér á landi. Við erum samt með augun opin og ef eitthvað spennandi dettur inn gætum við bætt í hópinn. Ykkur er spáð sjöunda sæti, í deildinni, hvað finnst ykkur um það? Ég hef lært það í gegnum tíðina að taka lítið mark á spám. Síðan ég byrj-

Hver er leiðtoginn í hópnum og heldur leikmönnum saman? Er með nokkra leiðtoga í hópnum. Fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson er einn þeirra og sér um að allt sé á hreinu. Frábær karakter og einn besti fyrirliði ef ekki sá besti sem Grindavík hefur átt. Hver er ykkar styrkleiki / Veikleiki? Styrkleikinn myndi ég segja að væri

samheldni. Við erum með stóran hóp leikmanna sem hafa verið með okkur Jankó og Steina í þrjú ár þannig að þeir þekkja hlutverk sín mjög vel. Ég horfi þannig á hlutina þegar byggt er upp lið að ég vill frekar góðan hóp af duglegum og sterkum týpum heldur en lið uppfullt af stjörnum. Styrkleikinn liggur akkúrat í því að ég er með leikmenn sem vilja vinna fyrir liðið á kostnað eigins egó. Síðan ég tók við liðinu höfum við spilað í rauninni fjóra úrslitaleiki. Sá fyrsti var um sigur í Inkassódeilinni í leik fyrir norðan á móti KA, við töpuðum 2-1. Í janúar fórum við í úrslitaleik við Stjörnuna í Fótbolta.net mótinu en töpuðum þeim leik 1-0. Við fórum í úrslit lengjubikarsins tvö ár í röð en töpuðum þeim leikjum á móti KR og Val. Þarna liggur hugsanlega veikleikinn, að taka skrefið alla leið og hafa virkilega trú og þroska í það að verða sigurvegarar.

aði að þjálfa hefur mínu liði verið spáð neðarlega. Það eina sem ég tek úr því er að nota þá spá okkur í hag og minna reglulega á það að þetta er það álit sem aðrir hafa á okkur. Deildin er mjög jöfn í ár og ef ég tek t.d lið eins og Keflavík sem víða er spáð falli þá get ég sagt það með fullri vissu að erfiðasti leikur okkar í sumar verður í annari umferð þegar við förum í útileik við þá. Okkur var spáð 6. sæti í Inkasso- deildinni en við enduðum númer 2. Okkur var svo spáð 11. sæti en við enduðum númer 5. Spá er bara spá og það þýðir lítið að velta þeim fyrir sér.

„Viljum festa okkur í sessi í úrvalsdeildinni“ Okkar styrkur liggur í afar samheldnum hóp sem er tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir félagið sitt, segir Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflvíkinga í Pepsi-deildinni Keflavík leikur sinn fyrsta leik í Pepsideild karla í sumar í knattspyrnu þann 27. apríl þegar liðið mætir Stjörnunni á Samsung vellinum.

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? Undirbúningstímabilið hefur gengið vel. Við fórum á vordögum í æfingaferð til Spánar sem heppnaðist mjög vel og var afar mikilvægur þáttur í lokaundirbúningi okkar. Hvernig er staðan á hópnum? Staðan er góð. Við erum að fá til baka þá leikmenn sem hafa verið meiddir þannig að breiddin hefur aukist undanfarnar vikur. Hvert er markmið sumarsins? Við viljum festa okkur í sessi í úrvalsdeildinni. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn áður en leikmannaglugginn lokar? Þetta er leikmannahópurinn sem við, að öllu óbreyttu, verðum með í sumar. Ykkur er spáð falli, hvað segið þið við því? Við ætlum okkur að afsanna þá spá.

Spekingar spá liðinu falli eftir eins árs veru í úrvalsdeildinni en Keflvíkingar ætla sér að afsanna þær spár. Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um fótboltann, sumarið og undirbúningstímabilið.

Hver er leiðtoginn í hópnum og heldur leikmönnum saman? Marc MacAusland er fyrirliði liðsins en hann er sem betur fer ekki eini leiðtoginn. Við höfum reynda leikmenn innan hópsins sem allir eru tilbúnir til þess að gefa af sér og leiða liðið til góðra verka. Skiptir stuðningurinn máli? Já stuðningurinn skiptir miklu máli, það fundum við berlega í fyrrasumar þar sem við fengum frábæran stuðning. Við gerum okkur grein fyrir því að

við erum að fara í enn erfiðara verkefni í sumar heldur en í fyrrasumar þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar unga leikmannahóp að finna stuðning bæjarbúa.

Hver er ykkar styrkleiki? Okkar styrkur liggur í afar samheldnum hóp sem er tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir félagið sitt.

Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í vetur eða bindur miklar vonir við? Í leikmannahópnum okkar eru margir ungir og efnilegir leikmenn sem er mjög viljugir til þess að læra og bæta sig sem knattspyrnumenn. Margir þeirra hafa tekið miklum framförum og verða framtíðarleikmenn Keflavíkur ef þeir halda áfram á sömu braut.

Keflavík mætir Val í Mjólkurbikarnum -Víðir fær nágrannana úr Grindavík í heimsókn Dregið var í Mjólkurbikar karla síðastliðna helgi og eru fimm lið frá Suðurnesjum sem keppa í 32 liða úrslitum bikarsins. Njarðvík fær Þrótt Reykjavík í heimsókn þann 30. apríl kl. 18.

Keflavík mætir Íslandsmeisturum Vals þann 1. maí á Valsvelli og hefst sá leikur kl. 17. Víðir tekur á móti nágrönnum sínum úr Grindavík þann 1. maí kl. 16 og Reynir Sandgerði tekur á móti Víking Reykjavík þann 1. maí kl. 13.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 26. apríl 2018 // 17. tbl. // 39. árg.

Grindvíkingum spáð sjöunda sæti Vísir.is og Fótbolti.net spá Grindavík sjöunda sæti í Pepsi- deild karla í knattspyrnu í sumar. Grindavík missti markakóng sinn síðasta haust, Andra Rúnar Bjarnason í atvinnumennsku til Svíþjóðar og verður erfitt að stíga í hans spor en liðið hefur eingöngu bætt við sig tveimur leikmönnum á meðan að fimm eru farnir. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur hefur verið að gera góða hluti með liðinu og gert það skipulagðra en áður. Þetta kemur meðal annars fram hjá Vísir: „Hann vinnur mikið með andlega þáttinn utan vallar og virðist ná mjög vel til leikmanna sinna. Hann hefur líka mikið Grindavíkurhjarta en Óli Stefán er sá þjálfari í deildinni sem hefur spilað flesta leiki (194) og skorað flest mörk (32) fyrir liðið sem hann þjálfar. Óli Kristjáns (149-9) er næstur í röðinni.“ Fótbolti.net segir að Gunnar Þorsteinsson og Kristijan Jajalo séu lykilmenn liðsins en Gunnar er fyrirliði Grindvíkinga og hefur vaxið gríðarlega mikið síðan hann kom til félagsins frá ÍBV. Að þeirra mati er Jajalo einn allra besti markvörður deildarinnar.

„Hópurinn hjá Grindavík er ekki jafn breiður og hjá liðunum sem spáð er efstu sætunum og lítið má út af bregða í meiðslum og leikbönnum. Andri Rúnar Bjarnason skoraði 19 af 31 marki Grindavíkur í Pepsideildinni í fyrra og það verður hægara sagt en gert að fylla skarð hans. Grindvíkingar náðu ekki að halda stöðugleika til að blanda sér í toppbaráttuna í fyrra og liðið má ekki lenda í jafn djúpri lægð í sumar og það gerði síðari hlutann í fyrra.“

19

Keflavík styrkir sig fyrir komandi átök Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert þriggja ára samning við leikmanninn Dag Dan Þórhallson sem kemur frá belgíska úrvalsdeildarliðinu Gent. Dagur er ungur og efnilegur miðjumaður sem hefur leikið tólf landsleiki með U-17 landsliði Íslands. Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Haukum í Inkasso-deildinni árið 2016 og gerði í kjölfarið samning við Gent í Belgíu. Dagur er fæddur árið 2000 og þykir mikið efni, hann verður án efa góð viðbót við Keflavíkurliðið sem leikur í Pepsi-deildinni á ný eftir tveggja ára fjarveru úr deild hinna bestu.

Komnir: Aron Jóhannsson frá Haukum Jóhann Helgi Hannesson frá Þór Farnir: Andri Rúnar Bjarnason í Helsingborg Aron Freyr Róbertsson í Keflavík Gylfi Örn Á Öfjörð í ÍR Magnús Björgvinsson í KFG Milos Zeravica til Borac Banja Luka

Njarðvíkingum spáð falli í Inkasso sett spurningarmerki við það hvort að hópurinn sé nægilega sterkur fyrir baráttuna í Inkasso-deildinni, þrátt fyrir liðsstyrk í vetur. Lykilmenn liðsins eru sagðir vera þeir Andri Fannar Freysson, Kenneth Hogg og Luka Jagacic. Fyrsti leikur Njarðvíkur er þann 5. maí á Njarðtaksvelli gegn Þrótti Reykjavík.

Njarðvík er spáð 11. sætinu í Inkasso-deildinni í knattspyrnu af fótbolta.net. Njarðvík komst upp úr annari deildinni í fyrra en þeir unnu hana með yfirburðum, Rafn Markús Vilbergsson mun halda áfram að þjálfa liðið en hann tók við Njarðvík í lok árs 2016 og kom Njarðvík upp á sínu fyrsta

heila tímabili með liðið. Samheldni liðsins er það sem fótbolti.net tekur fram og einnig skipulagning þjálfarans. Þá er einnig tekið fram að árangur Njarðvíkinga á útivelli sé eftirtektarverður en í fyrra tapaði liðið ekki leik á ferðalögum sínum og vann níu af ellefu. Þegar veikleikar liðsins eru taldir upp þá er

Komnir: Helgi Þór Jónsson frá Víði Garði Hlynur Örn Hlöðversson frá Breiðabliki á láni Luka Jagacic frá Króatíu Sigurbergur Bjarnason frá Keflavík Unnar Már Unnarsson frá Víði Garði Farnir: Brynjar Atli Bragason í Víði á láni Gualter Aurelio Oliveira Bilro til Portúgal Hörður Fannar Björgvinsson í Álftanes á láni

Starfsmaður óskast á matarvagn Bílpróf er skilyrði.

Unnið er á vöktum enn næg vinna í boði.

UTAN VALLAR

Uppl. á kobbi@humarsalan.is

Fótboltastrákur sem er góður í pílu Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu segir að Grindavík sé uppáhalds staðurinn sinn á Íslandi og hann stefnir á atvinnumennsku. Við fengum Dag til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur í Sportspjalli Víkurfrétta.

Blásið til fundar

Fullt nafn: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson. Íþrótt: Fótbolti. Félag: Grindavík. Hjúskaparstaða: Einhleypur. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Held ég hafi verið 4-5 ára þegar ég byrjaði. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Minnir að það hafi verið hann Eysteinn Húni. Hvað er framundan? Íslandsmótið og vinnan. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Þegar við öðrum flokk í Grindavík urðum deildarmeistarar í fyrra og færðum okkur upp um deild.

Hvernig æfir þú til að ná árangri? Æfi vel og stunda einnig aukaæfingar. Hver eru helstu markmið þín? Atvinnumennskan. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Ein skemmtileg þegar við vorum á Costa Blanca á Spáni og Sigurjón Rúnarsson núverandi leikmaður meistaraflokks Grindavíkur reynir við hjólhestaspyrnu og dettur skyndilega út og rotast. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Æfingin skapar meistarann!

MYND: GRINDAVIK.IS

Hvað vitum við ekki um þig? Vitið það eflaust ekki að ég er fjandi góður í pílukasti

í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík miðvikudaginn 2.maí nk., kl. 20:00.

Uppáhalds: Leikari: Adam Sandler. Bíómynd: Snatch. Bók: Engin í uppáhaldi. Alþingismaður: Sigmundur Davíð. Staður á Íslandi: Grindavík auðvitað.

Aðalmál: Aðstöðuleysi UMFN Farið verður yfir þá aðstöðu sem knattspyrnudeildin og körfuknattleiksdeildin búa við í dag. Allir eru velkomnir og vonast er til að frambjóðendur til sveitarstjórnar mæti, ásamt forráðamönnum íþróttamála Reykjanesbæjar.

Aðalstjórn UMFN


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKAORÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

18

Með aldrinum kemur þroski og viska, vonandi. Stundum vildi ég samt óska þess að ég hefði vitað allt sem ég veit núna þegar ég var 18 ára. Ég man þegar ég var 18. Endalaus tækifæri. Alltaf spenningur og gaman að vera til. Nóg framundan. Þurfti ekki margar gulrætur til. Maður gat allt og vissi allt. Með sitt „sjitt“ þokkalega á hreinu.

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

MUNDI Ég er 18+

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

HYUNDAI IONIQ RAFBÍLAR

BÍLASÝNING Í REYKJANESBÆ

Margt af þessu er satt og rétt en ég vissi ekki þá hvað ég vissi lítið. Kannski var það blessun. Jú það var blessun. Við kæmumst sennilega ekki í gegnum lífið ef við vissum allt á unga aldri. Spenningurinn breytist nefnilega í kvíða með aldrinum. Ég veit ég hljóma frekar þunglyndislega en ég meina þetta á fallegan hátt. Varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að stunda yoga heila helgi með góðri vinkonu. Alla helgina. Þegar ég var 18 ára hefði ég aldrei látið mér detta í hug að mæta í yogatíma. Hvað þá að eyða heilli helgi í það. Með aldrinum hefur maður þroskast eins og gengur og gerist. Sem betur fer og auðvitað. Ég man eftir þeirri stundu þegar ég hætti að hlakka brjálæðislega til að fara til útlanda. Man og undraðist yfir því hvað hafi eiginlega gerst. Lífið gerðist. Með aldrinum verður maður ekki eins ódauðlegur, hræðumst meira, óttumst meira og kvíðum meira fyrir því ókomna. Kvíðum meira að segja fyrir því hvernig ferðin erlendis muni fara í staðinn fyrir hreina tilhlökkunina þegar maður var 18. Kvíðum stundum fyrir mannamótum. Ég hélt ég væri ein um þetta og það væri mögulega eitthvað að mér. En annað hefur komið á daginn. Það er ekkert að mér. Kvíði er náttúrulegt viðbragð sem hendir okkur öll á mismunandi tímum og með mismunandi hætti. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að við erum að sjá mikla aukningu í kvíða hjá yngri aldurshópum. Langir biðlistar hafa myndast hjá barna- og unglingasálfræðingum. Þessir biðlistar myndast þrátt fyrir að heilbrigðiskerfið niðurgreiði ekki slíka þjónustu. Það er ódýrara til skemmri tíma að ráðast ekki á rót vandans heldur tækla bara einkennin með róandi, örvandi og kvíðastillandi lyfjum. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Þetta er skammsýni. En ekki hafa áhyggjur kæri lesandi. Þrátt fyrir að vera ekki 18 lengur þá er ég mjög spennt fyrir lífinu, hamingjusöm og já ennþá með mitt „sjitt“ þokkalega á hreinu. Er þó ekki sama manneskjan og ég var 18 ára. Sem betur fer, þrátt fyrir að stundum vildi ég óska þess að geta verið bara meira í núinu eins og ég var þá. Áhyggjulaus. Notið þess sem koma skyldi. Hlæjandi. Svona er lífið og sem betur fer.

IONIQ PLUG-IN HYBRID TENGITVINNBÍLL IONIQ HYBRID

IONIQ 100% RAFBÍLL

ÞRJÁR RAFMAGNAÐAR GERÐIR Hyundai hefur haslað sér völl sem einn framsæknasti bílaframleiðandi heims á sviði raf- og vetnistækni. Við bjóðum Ioniq rafbílinn í þremur glæsilegum útfærslum. Ioniq rafbílalína Hyundai er sú eina sinnar tegundar á markaðnum og spannar allt frá 100% rafbíl til Hybrid og tengjanlegra Plug-in Hybrid tvinnbíla sem hafa unnið til fjölda umhverfisverðlauna á undanförnum misserum.

KOMDU Á BÍLASÝNINGU LAUGARDAGINN 28. APRÍL FRÁ KL. 12–16 HJÁ GE BÍLUM, BOLAFÆTI 1. Reynsluaktu nýjum Hyundai og þú gætir unnið ferð á leik Íslands og Argentínu í Moskvu þann 16. júní. GE bílar – Umboðsaðili BL Reykjanesbæ – 420 0400 www.gebilar.is

W W W.GEBIL AR.IS SÍMI 420 0 40 0

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 17. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 17 / 2018

Víkurfréttir 17. tbl. 39. árg.  

Víkurfréttir 17 / 2018

Advertisement