fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.
34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Úr fótboltabúningum í golfskó
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, tífaldur klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja, er mikill safnari „Ég hef alltaf verði mikið fyrir að safna hlutum. Ég safnaði til að mynda fótboltabúningum i mörg ár, á um 130-140 slíka, þannig að golfskóa-söfnunin tók bara við þeirri söfnunaráráttu,“ segir kylfingurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson en hann á 61 par af golfskóm. Hann segist hugsa vel um golfskóna en elsta parið sé líklega brúnir Nike skór frá árinu 2003. Guðmundur hefur lengi verið einn besti kylfingur á Suðurnesjum og hefur til að mynda verið klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja tíu sinnum. Hvað finnst þér mikilvægast í skópari, útlitið eða þægilegheitin? Þeir verða að líta vel út en þægilegheitn eru nr. 1.
Hver eru markmið sumarsins þegar golftíðin hefst aftur? Bara fara á fullt. Spila á mótaröðinni, gera vel í meistaramótinu og lækka í forgjöf.
Uppáhaldsskópar eða pör? Þetta eru þrenn pör: Footjoy D.N.A., Footjoy Pro Sl og Ecco biom hybird.
Hvað væri það fyrsta sem þú myndir leiðbeina byrjanda með? Fara til kennara. Fá strax leiðbeiningar um réttu handtökin er algjört lykilatriði
Ertu farinn að kíkja í golf? Fór einu sinni í febrúar en þetta fer að koma. Er líka búinn að æfa í allan vetur hjá Sigga Palla golfkennara GS.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það? Ég byrjaði 1983, fór þá að elta ömmur mínar ömmu, Gerðu og ömmu Lórý.
Helstu afrek í golfinu? Tíu sinnum klúbbmeistari GS ,Stigameistari GSÍ 2001 og að hafa aldrei farið holu í höggi á meðan hann afi minn er búin að fara 5 sinnum!!! Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Löng saga en stutta útgáfan inniheldur magaverk, ekkert klósett og Ping handklæði. Segi ekki meira. Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? NEI!!
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? Helga Möller var einu sinni með mér í holli í móti í Grafarholtinu. Það er sennilega einn af skemmtilegri hringjum sem ég hef spilað. Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? Já, alltaf eitt tí, eitt grínmerki, einn gaffall og einn bursti í hægri vasanum. Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik? Stutta spilið. Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19? Erfitt. GS ætlaði t.d. að vera núna í æfingaferð í Portúgal.
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson aka Junior Aldur: 45 Klúbbur: GS Forgjöf: 0,1 Uppáhalds matur: Svínakjöt Uppáhalds drykkur: Red bull Uppáhalds kylfingar: Örn Ævar og Gummi Kristjáns hér heima en erlendis er það Tiger Woods en ég var mikil Payne Stewart maður. Þrír uppáhaldsgolfvellir? Leiran, Grafarholtið og Whispering Pines Golf í Texas. Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: Bergvíkin í Leirunni á hvítum, 15. braut í Grafarholtinu og 17. í Vestmannaeyjum.
Páll Ketilsson
Erfiðasta golfholan: Bergvíkin á öftustu
pket@vf.is
teigum í norðan roki. Erfiðasta höggið: Næsta högg á eftir góðu sjanki!! Ég hlusta á: Nánast allt en mikill U2 maður. Besta skor: 65 högg bæði í Leirunni og á Hvaleyri í Hafnarfirði. Besti kylfingurinn? Tiger Woods Golfpokinn: Srixon Dræver: Taylor Made SIM Brautartré: Srixon Járn: Srixon Z-forged Fleygjárn: Callaway jaws md5 Pútter: Odessey #1 wide Hanski: Footjoy Skór: Footjoy og Ecco
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta