__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Bangsar í glugga Óttast alvarlegar afleiðingar „Það sem ég óttast mest er að þegar baráttunni hér á Íslandi við Covid 19 lýkur verði henni ekki lokið í Bandaríkjunum og víða í Evrópu og því muni fólk ekki fara ferðast á milli þessara heimsálfa með alvarlegum afleiðingum fyrir okkur Suðurnesjamenn,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Guðbjörg Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis segir stöðuna grafalvarlega og um það bil helmingur félagsmanna VSFK, nærri 3 þúsund manns hafi fengið uppsagnarbréf eða í hlutastarf. „Það er ljóst að þetta verður mjög stórt högg hjá okkar félagsmönnum og erfiðir tímar framundan,“ segir Guðbjörg. Þegar rafræn útgáfa blaðsins fór á vefinn voru ekki komnar nýjar tölur um fjölda atvinnulausra eða þá sem fara í skert starfshlutfall.

Elma Ísold Eyþórsdóttir fór í göngutúr um Njarðvík með afa sínum og saman sáu þau bangsa í mörgum gluggum. Feiri bangsamyndir í blaði vikunnar.

16.000 sóttu rafrænar Víkurfréttir Rafræn útgáfa Víkurfrétta hitti heldur betur í mark hjá lesendum vf.is. Frá því á miðvikudeginum í síðustu viku og fram til miðvikudagsins 1. apríl hefur nýjasta tölublað Víkurfrétta verið sótt í rétt tæplega 16.000 sinnum. - Sjá nánar á síðu 9 í blaðinu í dag.

ALLT FYRIR PÁSKANA Í NETTÓ! -30%

-40% Nautalund Wellington

5.999 ÁÐUR: 9.998 KR/KG

-25%

Hamborgarhryggur

KR/KG

1.199

KR/KG

ÁÐUR: 1.598 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

Bestu myndir

Humar 1 kg skelbrot

2.859 ÁÐUR: 4.399 KR/KG

KR/KG

Tilboðin gilda 2. - 5. apríl

áhugaljósmyndara í blaði vikunnar!

Humar 1.kg skelbrot Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222

2.859 ÁÐUR: 4.399 KR/PK

KR/PK


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ÞIÐ HAFIÐ HERINN! H

vern gat órað fyrir því að við ættum eftir að upplifa COVID-19 með öllum þeim afleiðingum sem eru að koma í ljós þessa dagana? Við þekkjum afleiðingar falls WOW, bankahruns, brottfarar Varnarliðsins, kvótamissis og fleira. Afleiðingar sem komu verst við okkur Suðurnesjamenn.

RITSTJÓRNARPISTILL

O

g hvað gerum við nú þegar atvinnuleysi er orðið meira en nokkru sinni fyrr í sögunni? Vonandi ekki jafn langvinnt og það var eftir bankarhrunið 2008. Það er sérstakt að eitt landssvæði, í þessu tilviki Suðurnesin, skuli alltaf fara verst út úr þessum áföllum. Ekki einu sinni heldur aftur og aftur. Atvinnuleysi er orðið meira en nokkru sinni fyrr og mun líklega á næstu dögum fara í hæstu tölu sem við höfum upplifað. Við erum að tala um mikinn fjölda fólks sem eru án atvinnu og með skert starfshlutfall. Já, hvað gerum við nú? Eitt af framtíðarverkefnum svæðisins hlýtur að vera að búa til meiri fjölbreytni í atvinnulífinu. Það er greinilega of einsleitt. Það er að segja ef ferðaþjónusta fellur undir þann hatt.

Í

undanförnum áföllum sem hafa áföll dunið yfir okkur á um það bil 10 til 15 ára fresti, reyndar liðu ekki nema tvö ár frá brottför Varnarliðsins í bankahrun, og alltaf hafa Suðurnesin farið verst út allra landshluta. Á annað þúsund manns störfuðu hjá Varnarliðinu, flestir Suðurnesjamenn. Þeir fengu margir vinnu þegar staðan var góð í svokölluðu góðæri en voru fyrstir til að fá uppsögn í bankahruni. Í bankahruni er ekki hægt að þakka ríkisvaldinu fyrir mikla hjálp til handa Suðurnesjum. Erlendi ferðamaðurinn hjálpaði Suðurnesjamönnum á fætur og landinu öllu.

A

ðgerðir ríkisins á tímum COVID-19 eru enn nær allar almenns eðlis. Engar sértækar aðgerðir eru komnar vegna ástandsins á Suðurnesjum sem fær enn einu sinni

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

stærsta skellinn. Í blaði vikunnnar má sjá greinar frá þingmönnunun Birgi Þórarinssyni og Oddnýju Harðardóttur þar sem þau fara yfir þessa stöðu og hvað þurfi að gera. Þau eru bæði í minnihluta í ríkisstjórn en eru þó að reyna. Vonandi verður eitthvað gert.

S

veitarfélögin á Suðurnesjum hafa tekið saman aðgerðapakka sem hægt væri að ráðast í, framkvæmdir sem myndu skapa fjölda starfa nú þegar fleiri eru atvinnulausir en nokkru sinni fyrr. Ekki hafa komið viðbrögð ríkisvalds við þeim nema að mjög litlu leyti. En við megum víst ekki vera ósanngjörn og óþolinmóð. Við erum vön að vera þolinmóð. Við erum vön að þurfa að vera þakklát fyrir að hafa haft Varnarliðið og nú flugstöðina. Við höfum sinnt þessum stóru vinnustöðum vel. Við höfum gengið að fjölda starfa en beinn hagnaður hefur ekki runnið til Suðurnesja nema í störfunum. Suðurnesjamenn eiga bara að vera sáttir. Í gamla daga var sagt: Þið hafið herinn og nú hafið þið flugstöðina. Nú þegar allt fer í kalda kol þurfa Suðurnesjamenn að venju að taka stærsta skellinn. Eru vanir því. En er það sanngjarnt?

Á

svona skrýtnum tímum gerast samt oft góðir hlutir. Við hjá Víkurfréttum stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd að fyrirtæki í eigu íslenska ríksins, Pósturinn, tók þá einhliða ákvörðun að hætta að þjónusta blaðaútgáfu okkar með því að hætta að dreifa blaðinu. Það var ekki einu sinni í boði að borga hærra gjald sem flestir útgefendur hefðu tekið þegjandi. Fleiri landsbyggðarfjölmiðlar fengu sömu fréttir. Ríkisfyrirtækið Pósturinn þurfti að lækka kostnað í rekstrinum og eitt af því var að hætta að bjóða blaðaútgefendum blaðadreifingu. Við getum ekki talað um samfélagslega ábyrgð. Ríkisfyrirtækið var ekki að hugsa um það. Vilja helst ekki heldur koma bréfum til landsmanna. Nú skiptir mestu fyrir Póstinn að afgreiða pakka frá Aliexpress.

E

n góðir hlutir gerast á skrýtnu tímum. Við þurftum í ljósi ástandsins, m.a. vegna minnkandi tekna á tímum COVID-19, að taka þá ákvörðun að hætta að prenta blaðið, alla vega á meðan það ástand varir. Þetta tækifæri höfum við notað til að þróa mun stærra og veglegra blað og viðtökurnar hafa verið frábærar. Lestur á rafrænu blaði er miklu meiri en við gerðum okkur vonir um og var í fyrsta rafræna blaðinu meiri en nokkru sinni fyrr. Við vonumst til að geta þróað það enn meira í stafrænu umhverfi. Möguleikarnir eru mjög miklir. Það er nóg pláss og við getum gefið okkar efni allt það pláss sem við viljum. Lesendur hafa tekið þessu vel og lesa núna blaðið rafrænt. Yfir 15 þúsund manns opnuðu rafræna útgáfu VF í síðustu viku. Ekki má gleyma því að margir vilja ekki blað inn um lúguna á veiru tímum. Nýtt rafrænt blað er snertilaust.

A

ð lokum vil ég hvetja yngra fólk að hjálpa þeim eldri við að taka á móti þessum stafrænu breytingum. Hjálpið ömmu og afa, mömmu og pabba að lesa blaðið í spjaldtölvunni eða tölvunni. Sum þeirra þurfa kannski smá hvatningu og hjálp til þess. Höldum áfram að berjast. Góðar stundir! Páll Ketilsson

Leigubílar mjög nauðsynlegir í þessu fordæmalausa ástandi Leigubílstjórar áttu í dag símafund með Samgöngustofu og Landlækni vegna leigubílaþjónustu. Landlæknir telur að leigubílar séu mjög nauðsynlegir í þessu fordæmalausa ástandi sem nú er. A-Stöðin í Reykjanesbæ mun taka þátt í því að veita þessa leigubílaþjónustu. Allir bílstjórar stöðvarinnar eru meðvitaðir um hættuna af COVID-19 og þess vegna munu þeir fara að öllu eftir tilmælum Landlæknis, segir í tilkynningu frá A-stöðinni. Til þess að vernda bæði bílstjóra og farþega er ætlast til þess að eftirfarandi reglum sé fylgt:

Varðandi fjölda farþega í hverjum bíl

Í litlum bílum mega ekki vera fleiri en 2 farþegar og í stórum bíl ekki fleiri en

4 farþegar. Þessi regla gildir ekki t.d. um fjölskyldur og hópa sem hafa eitt saman tíma fyrir ferð.

Hvar má sitja í bílnum?

Gert er ráð fyrir að farþegar sitji aldrei frammí hjá bílstjóra. Í stórum bílum er gert ráð fyrir því að farþegar sitji á aftasta bekk ef því er komið við. Hvernig er greiðslu háttað? Ætlast er til þess að allar greiðslur fari fram snertilaust. Þurfi að slá inn pin númer mun bílstjóri sótthreinsa posa að því loknu. „Bílstjórar A-Stöðvarinnar eru einnig tilbúnir að sendast fyrir þá, sem ekki treysta sér til þess að ferðast með okkur eða á annan hátt, gegn vægu gjaldi. Má þar nefna ferðir í apótek, matvöruverslanir og fleira,“ segir í tilkynningunni.

Gunnar Víðir Þrastarson ráðinn verkefnastjóri markaðsmála Gunnar Víðir Þrastarson hefur verið ráðinn verkefnastjóri markaðsmála hjá Reykjanesbæ. Hann er menntaður grafískur hönnuður frá Arizona State University og hefur lokið MBA gráðu frá Western International University ásamt því að stunda nám í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum í Háskóla Íslands. Gunnar hefur margra ára reynslu af störfum sem markaðsstjóri og -ráðgjafi ásamt störfum sem grafískur hönnuður. Undanfarin ár hefur hann meðal annars starfað sem markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna og sem hönnunarstjóri og ráðgjafi hjá LarsEn Energy Branding sem sinnir vörumerkjastjórnun og stefnumótun á sviði orkumála.

Blaut- og sótthreinsiklútar stífla lagnir „Það er mjög mikilvægt að íbúa hendi ekki sprittklútum og eldhúsrúllum í salernin því þetta eyðist ekki í kerfinu heldur festist í dælum og öðrum búnaði,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, í færslu á fésbókinni. Þar segir hann að Reykjanesbær sé töluvert að lenda í þessu í hreinsistöðinni í Njarðvík en hún tekur við allri fráveitu frá Njarðvík og Ásbrú. „Bið ykkur því vinsamlegast að setja allt slíkt í ruslið,“ segir Guðlaugur.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Frábær tilboð í apríl! 50%

37%

56%

1.680 kr/kg

79 kr/stk

459

Lambalærissneiðar Kjötsel - með raspi

áður 179 kr

kr/stk

áður 729 kr

áður 3.359 kr

Nestle Kit Kat 41,5 gr - 4 stk/pk

Nice’n Easy réttir 7 tegundir

32%

50%

30%

189

1.259

kr/pk

áður 399 kr

kr/pk

áður 1.799 kr

298

kr/stk

áður 439 kr

Monster Mango Loco 500 ml

Kjúklingabringur Danpo - 900 gr

Lífrænar Rískökur 100 gr - 4 tegundir

40%

32%

GOTT VERÐ

394 kr/stk

áður 579 kr

298

299

kr/pk

kr/stk

Sveita vöfflumix 450 gr

áður 499 kr

Opnunartími Hringbraut:

Goodfellas Pizza Pockets 250 gr - Pepperoni eða Triple Cheese

H-Berg möndlur 150 gr - 3 tegundir

Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Finndu Krambúðina á Facbook.com/krambudin Krambúðirnar eru 17 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Byggðarvegur, Firði, Flúðir, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxsl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Páll Ketilsson pket@vf.is

Höfum fengið frábærar mótttökur, segir Gunnhildur Brynjólfsdóttir, verslunarstjóri í SPORT24

Brjálað að gera í nýrri búð í Keflavík „Við höfum fengið fljúgandi start og það á tímum Covid-19. Það er búið að vera brjálað að gera,“ segir Gunnhildur Brynjólfsdóttir, verslunarstjóri í SPORT24 en það er ný íþróttavöruverslun sem opnaði nýlega í sama húsnæði og K-sport var í. Gunnhildur sagði að það væri breitt úrval af íþróttavörum á alla aldurshópa. „Ég var spurð hvort við ætluðum ekki að hafa skertan opnunartíma en það er bara búið að vera svo mikið að gera að við höfum haft opið til kl.18 virka daga og til 16 á laugardögum. Þetta er bara mjög skemmtilegt. Það er gaman að fá svona móttökur,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði að íþróttafatnaður væri mjög vinsæll núna þegar margir væru heima við og ekki á vinnustöðunum í sama mæli og fyrir Covid-19. „Þá býr þessi verslun við það að eigendurnir eru með fleiri verslanir og stóran lager. Ef ég sé að sumt er ekki að virka þá skipti ég því út og fæ annað í staðinn. Sama er ef það er ekki til stærð eða gerð sem viðskiptavinurinn er að biðja um. Þá erum við fljót að útvega vöruna frá Reykjavík. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og ætlum að sinna Suðurnesjamönnum vel,“ sagði þessi hressa Keflavíkurmær.

Rólegt en til þjónustu reiðubúin í Optical „Það er búið að vera mjög rólegt hjá okkur en þó er alltaf eitthvað sem þarf græja og laga. Við þurfum að þjónusta fólkið og erum hér til þess,“ sagði Linda Ólafsdóttir, verslunarstjori í Optical Studio við Hafnargötu í Keflavík. Linda sagði að þetta væri mest lagfæringar og þjónusta með gleraugu. En svo væri verslunin að auglýsa linsur í heimsendingu og hún sagðist eiga von á að einhverjir myndu nýta sér það. Optical verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið lokað tímabundið á tímum Covid-19 en aðrar verslanir fyrirtækisins í Keflavík, Smáralind og Hafnartorgi opnar. „Þetta eru skrýtnir tímar, mjög skrýtnir,“ sagði Linda að lokum í stuttu spjalli við blaðamann Víkurfrétta í dyragættinni í versluninni.

Skessan komin á Feisbúkk Skessan í hellinum er nýbúin að stofna þessa Facebook-síðu þar sem hún ætlar að koma með hugmyndir að daglegri afþreyingu fyrir yngstu kynslóðina á meðan á þessum óvenjulegu tímum stendur. Hjálpið Skessunni endilega að fjölga fylgjendum á síðunni með því að líka við hana og deila henni.

Fjarfundað í bæjarstjórn og nefndum Sveitarfélagsins Voga Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt samhljóða að heimilt verði að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og fundum nefnda og ráða Sveitarfélagsins Voga. Auk þess voru leiðbeiningar um framkvæmd fjarfunda samþykktar á síðasta bæjarstjórnarfundi í Vogum. Einnig felur bæjarstjórn bæjarráði að útbúa reglur fyrir sveitarfélagið um heimild til fjarfunda.


Takk! Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi, Airport Associates, Isavia, Íslandsbanki og Landhelgisgæslan vilja lýsa þakklæti og senda um leið hvatningu til sjúkraflutningamanna Brunavarna Suðurnesja, lögreglunnar á Suðurnesjum, Almannavarna og annars starfsfólks sem bæta við vinnu sína umfram hefðbundin störf nú vegna COVID-19 og þakka þeim fyrir þá fórnfýsi sem þau sýna okkur samfélaginu á Suðurnesjum í verki. Um leið sendum við íbúum með sama hætti hvatningu um að virða þau fyrirmæli sem sett hafa verið fram af yfirvöldum okkur öllum til handa. Við getum þetta saman með virðingu, tillitssemi og jákvæðu hugarfari!

LANDHELGISGÆSLAN


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Afslættir og frestanir hjá Suðurnesjabæ

Fyrirtæki gáfu góðgæti í framlínuna og á dvalarheimili aldraða Það mæðir mikið á framlínustarfsfólki þessa dagana. Fyrirtækið Skólamatur í Reykjanesbæ færði starfsfólki HSS, Lögreglunni og Brunavörnum Suðurnesja hressingu. „Þakklætisvottur fyrir að standa alltaf vaktina fyrir okkur öll. Takk og gangi ykkur vel,“ segir á Facebook síðu Skólamatar. Nokkur fleiri fyrirtæki hafa einnig fært framlínufólki okkar glaðning. ALLT HREINT fór með drykki og

súkkulaði á nokkra staði. Halldór Guðmundsson, eigandi fyrirtækisins segir að farið hafi verið með þennan glaðning í lögreglustöðvar, heilsugæslur og á dvalarheimili eldri borgara. „Svo var þetta svo gaman að við fórum í Góu og keyptum 1120 páskaeggi sem við gáfum á tíu leikskóla í Reykjanesbæ. Þetta er gaman á erfiðum og skrýtnum tímum og við hvetjum önnur fyrirtæki að taka þátt,“ sagði Halldór.

Vegna áhrifa heimsfaraldurs af völdum COVID-19 hefur margvísleg þjónusta Suðurnesjabæjar tekið breytingum frá því sem verið hefur. Um er að ræða afslætti og frestun á ýmsum þáttum í þjónustu og gjöldum. Aðgerðastjórn hefur unnið eftir og tekið ákvarðanir á grundvelli leiðbeininga og tilmæla frá Embætti landlæknis, sóttvarnalækni og Almannavörnum hverju sinni. Þá hefur samkomubann og afleiðingar heimsfaraldurs haft mikil áhrif á mörg atvinnufyrirtæki, sérstaklega í ferðaþjónustu, þar sem tekjur fyrirtækjanna hafa nánast þurrkast upp. Af þessu leiðir að sveitarfélagið mæti annars vegar þjónustuþegum í skólum og barnagæslu og hins vegar atvinnufyrirtækjum sem lenda í greiðsluvanda. Vegna þessa hefur bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkt eftirfarandi aðgerðir:

Þjónustugjöld og skólamáltíðir

Eftir að samkomubann tók gildi frá og með 16. mars 2020 hefur starfsemi leikskóla, grunnskóla, skólasels og dagforeldra verið skert. Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur gefið út breytingar á innheimtu þjónustugjalda vegna þess og gildir það meðan samkomubann er í gildi og starfsemin er skert.

Leikskólagjöld og skólasel

Afslættir af gjöldum verði með eftirfarandi hætti frá og með 16. mars 2020.: Foreldrar sem hafa tekið ákvörðun um að nýta ekki dvalartíma sinn meðan samgöngubann varir fá 100% afslátt af gjöldum. Foreldrar sem nýta þjónustu greiða einungis fyrir þá þjónustu sem nýtt er. Endurútreikningur gjalda mun taka tíma en áætlað er að hægt verði að leiðrétta í apríl.

Dagforeldrar

Greiðslur til dagforeldra verði óskertar ef dregið verður úr vistun barna.

Skólamáltíðir

Allir nemendur í grunnskólum Suðurnesjabæjar fái einfalda máltíð þá daga sem nemendur eru í skóla meðan skólahald stendur á tímum samkomubanns og skertra skóladaga sökum þess. Engir reikningar vegna skólamáltíða verða sendir út fyrir apríl mánuð og meðan takmarkað skólahald stendur yfir. Greiðslur foreldra og forráðamanna vegna áskrifta að skólamat fyrir mars verða endurreiknaðar og miðast við 16. mars 2020. Nánari útfærsla á endurútreikningum verður kynnt nánar og þegar hún liggur fyrir. Starfsmenn Suðurnesjabæjar munu sjá um endurgreiðslu og því þurfa foreldra eða forráðamenn ekki að hafa samband við Skólamat til að segja upp áskriftum.

Íþróttamiðstöðvar

Þar sem loka hefur þurft aðgangi að sundlaugum og íþróttamiðstöðvum Suðurnesjabæjar vegna COVID-19 verða tímabundin aðgangskort framlengd um þann tíma sem lokunin stendur yfir.

Fasteignagjöld lögaðila

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hvatt sveitarfélög til þess að koma til móts við atvinnufyrirtæki sem lenda í rekstrarerfiðleikum vegna afleiðinga af Covid-19 faraldrinum, varðandi m.a. innheimtu fasteignagjalda. Í 4.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga er kveðið á um gjalddaga og eindaga fasteignagjalda sveitarfélaga. Sveitarfélögum ber að ákveða gjalddaga fasteignagjalda í upphafi hvers árs og er eindagi samkvæmt lögunum 30 dögum eftir gjalddaga. Varðandi innheimtu fasteignagjalda gildir eftirfarandi: Innheimta fasteignagjalda lögaðila: Lögaðilar sem þess óska og eiga í rekstrarerfiðleikum vegna tekjuskerðingar af völdum Covid-19 faraldurs, geta fengið frest á greiðslu fasteignagjalda án kostnaðar. Um er að ræða fasteignagjöld á gjalddaga í mars og apríl 2020 og mögulegur greiðslufrestur er til 30. júní 2020. Framangreindar ráðstafanir koma til endurskoðunar ef þörf krefur og eftir tilmælum almannavarna hverju sinni.

Vogamenn gera ítrekaðar athugasemdir

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

RAFRÆN ÚTGÁFA

Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga gerir athugasemd við sveitarfélagamörk sveitarfélaganna Voga og Grindavíkur eins og þau eru framsett í tillögu að aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032. Bæjarstjórnin hefur ítrekað gert athugasemd vegna sveitarfélagamarkanna. Í bókun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga segir að sveitarfélagamörkin séu ekki í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Í bókuninni, sem samþykkt var samhljóða, eru ítrekaðar fyrri umsagnir

Sveitarfélagsins Voga vegna aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 dags. 21. apríl 2010, 19. apríl 2011 og 8. desember 2015 þar sem gerðar voru athugasemdir við mörkin.

Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi

BJARNI GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari Hringbraut 56, Reykjanesbæ

lést 26. mars sl. Útförin fer fram í kyrrþey. Hólmfríður Jónsdóttir Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir Vilhjálmur Kristjánsson Guðrún Bjarnadóttir Ásmundur Jónsson Guðbjörg Bjarnadóttir Özgun Ali M. Özgun Guðmundur Jón Bjarnason Arnbjörg Drífa Káradóttir Bjarnfríður Bjarnadóttir Hermann Árni Karlsson barnabörn og barnabarnabörn

Þakka vel unnin störf við erfiðar kringumstæður Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vel unnin störf undir erfiðum kringumstæðum á undarförnum vikum. Þetta kemur fram í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

7 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Grindavíkurbær greiðir skólamáltíðir í apríl Grindavíkurbær greiðir allan kostnað vegna skólamáltíða í apríl. Þetta kemur fram á vef bæjarins. Foreldrar barna í Grindavík greiða enga áskrift vegna apríl 2020 óháð því hvort henni hafi verið sagt upp formlega af hálfu foreldra eða ekki. Skólamatur leggur til máltíðir daglega á grundvelli upplýsinga frá ritara í Grunnskóla Grindavíkur. Grindavíkurbær greiðir allan kostnað vegna skólamáltíða í apríl 2020, þ.e. hlut foreldra, auk eigin hlutar.

HEIMSENDINGAR Í SAMSTARFI VIÐ A-STÖÐINA

Sendum pizzur og meðlæti í Reykjanesbæ kl. 17:30-20:00 Höfum ákveðið að hefja heimsendingar í samstarfi við A-stöðina. Fyrst um sinn sendum við aðeins pizzur, meðlæti og forrétti.

Grindavíkurbær í aðgerðir til að mæta fjárhagslegum áhrifum af kórónuveirunni Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt eftirfarandi meðan á ástandi vegna Covid-19 stendur, þó ekki lengra en til maíloka: Bæjarráð samþykkir að einungis sé greitt fyrir nýtta daga í leikskóla og skólaseli og leiðrétting verður gerð á næsta reikningi. Bæjarráð samþykkir að greiðslur bæjarins til dagmæðra verða óskertar þrátt fyrir að dregið sé úr vistun barna. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fella niður leigu hjá þeim dagmæðrum sem eru með starfsemi sína í húsnæði bæjarins. Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að útfæra það að öll börn í grunnskóla fái mat þá daga sem þau sækja skólann í apríl. Bæjarráð samþykkir að veita lögaðilum, sem þess óska og eiga í rekstrarerfiðleikum vegna tekjuskerðingar, frest á greiðslu fasteignagjalda án kostnaðar. Um er að ræða gjalddaga mars og apríl 2020 og mögulegur gjaldfrestur er út maí 2020.

421 4777 Eingöngu tekið við símgreiðslum. 1500 kr. sendingarkostnaður.

Þarftu að auglýsa?

andrea@vf.is

Ertu með

brotna bílrúðu? Við sækjum bílinn til þín

og skilum honum aftur þegar við erum búnir. Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og búum að tuttugu ára reynslu.

Sjáum um skýrslugerð fyrir öll tryggingafélögin.

Grófinni 15c, Keflavík

Hringdu í síma 863-3455 eða sendu tölvupóst á bilruduthjonustan@simnet.is


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Óttast alvarlegar afleiðingar til lengri tíma -segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Sumarstörfum fyrir skólafólk fjölgað og bætt í framkvæmdir í bæjarfélaginu. „Það sem ég óttast mest er að þegar baráttunni hér á Íslandi við COVID-19 lýkur verði henni ekki lokið í Bandaríkjunum og víða í Evrópu og því muni fólk ekki fara ferðast á milli þessara heimsálfa með alvarlegum afleiðingum fyrir okkur Suðurnesjamenn,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Hann segir að mikill meirihluti farþega eða um 80% þeirra sem fara um Keflavíkurflugvöll séu svokallaðir „transit“ farþegar og eru á þessari leið án þess að heimsækja Ísland. „Þeir skapa mörg störf því það þarf að veita þeim alla sömu þjónustu á flugvellinum og þeim sem koma sem ferðamenn til Íslands; flytja farangur á milli véla, stundum að innrita aftur, þrífa vélarnar o.s.frv. Án þeirra verður starfsemin á flugvellinum því aðeins svipur hjá sjón,“ segir bæjarstjórinn en Isavia sagði 101 starfsmanni upp störfum rétt fyrir mánaðarmót. Kjartan segir að atvinnuleysi á Suðurnesjum gæti farið í 20% en það fór hæst í 15% eftir bankahrunið. Atvinnuleysi er mest í Reykjanesbæ, aðeins minna á Suðurnesjum í heild. Í viðtali við Kjartan Má á Facebooksíðu Víkurfrétta 27. mars greinir hann frá helstu mótvægisatriðum sem samþykkt voru í bæjarráði Reykjanesbæjar síðasta fimmtudag og fer yfir stöðuna á svæðinu á tímum COVID-19.

Þar var til dæmis samþykkt að lækka leikskólagjöld, bæjarsjóður bætir þjónustureknum leikskólum upp mismun á fullu framlagi foreldra og greiðir einnig fullt framlag kr. 50 þús. pr. barn með umsömdum fjölda barna til dagforeldra óháð mætingu. Þá lækkar gjald í frístund og öllum nemendum verður tryggður ókeypis skólamatur. Ógreidd fasteignagjöld einstaklinga í febrúar og mars af íbúðarhúsnæði verða ekki send í milliinnheimtu að svo stöddu en þeir hvattir til að greiða sem geta. Þá verða ógreidd fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði í febrúar og mars ekki heldur send í milliinnheimntu. Lögaðilar geta sótt um frestum á greiðslu í apríl og maí. Sveitarfélagið ætlar að skoða að bæta í framkvæmdir en áætlað var að framkvæma fyrir 750 milljónir á þessu ári. Þá er í undirbúningi að fjölga sumarstörfum fyrir skólafólk á aldrinum 1725 ára. Þá segir Kjartan að skoða ætti möguleika á sumarnámskeiðum hjá skólunum á svæðinu.

Í viðtali við Kjartan Má á Facebook-síðu Víkurfrétta 27. mars greinir hann frá helstu mótvægisatriðum sem samþykkt voru í bæjarráði Reykjanesbæjar síðasta fimmtudag og fer yfir stöðuna á svæðinu á tímum COVID-19.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

9 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Rafrænar Víkurfréttir ruku út í um 16.000 eintökum Rafræn útgáfa Víkurfrétta hitti heldur betur í mark hjá lesendum vf.is. Frá því á miðvikudeginum í síðustu viku og fram til miðvikudagsins 1. apríl hefur nýjasta tölublað Víkurfrétta verið sótt í rétt tæplega 16.000 sinnum. „Þetta er sprenging í aðsókn að rafrænu útgáfunni okkar og fólk kann greinilega að meta það sem við erum að gera,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Mikill vöxtur hefur verið í aðsókn að rafrænni útgáfu Víkurfrétta á þessu ári en blaðið hefur verið meira sótt rafrænt þegar veður hafa verið vond og tafir á dreifingu á prentuðu útgáfu blaðsins.

Nú eru færdæmalausir tímar og aðstæður með þeim hætti að ákveðið hefur verið að dreifa blaðinu frekar rafrænt til lesenda. Víkurfréttir í síðustu viku voru veglegar og í þessari viku er einnig myndarlegt blað frá ritstjórn blaðsins. Blaðið er stútfullt af viðtölum. Meðal annars munu nokkrir áhugaljósmyndarar á Suðurnesjum sýna lesendum sínar

bestu myndir. Einnig er fjölbreytt annað efni og víða leitað fanga í efnisöflun, eins og þið sjáið þegar blaðinu er flett. Rafræn útgáfa felur í sér fleiri möguleika en sú prentaða. Þannig er hægt að birta myndskeið í rafrænu útgáfunni. Þá er möguleiki á að vera með lifandi auglýsingar. Góð dæmi um þá möguleika má sjá víða um þetta blað.

Dekk sprungu undan vindálagi Það blés hressilega á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Flugvél sem stóð á flugvélastæði á austursvæði flugvallarins var illa staðsett miðað við vindátt og fékk öflugan sunnanvindinn á hliðina. Vélin lét illa á stæðinu og svo fór að lokum að dekk á vélinni sprungu eða gáfu sig undan vindálaginu. Við það hallaði vélin talsvert, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Slökkvibílar á flugvellinum voru kallaðir til og veittu þeir skjól fyrir mesta vindinum.

FRÍ HEIMSENDING Pantið linsur á heimasíðu Opticalstudio.is eða í síma 511 5800

Páskablaðið

Acuvue Moist, 3 pk. kr. 8.000 Acuvue Oasys, 3 pk. kr. 10.250 Dailies Total, 3 pk. kr. 10.250 Dailies AquaComfort Plus, 3 pk. kr. 7.250 Acuvue Vita, mánaðar, 2 pk. kr. 6.150 Acuvue Oasys, 2. vikna, 2 pk. kr. 4.950 Acuvue, sem dökkna í sól, 1 pk. kr. 5.900

i! n ef u g le ti m em sk f a t ll fu ð o tr u ik v u st æ n í t ú r u em k Andrea tekur á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

FS-ingur vikunnar:

Ætlar að verða sálfræðingur Loðnan í Keflavík og Njarðvík Byggðasafn Reykjanesbæjar birtir Ljósmyndir dagsins Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur síðustu daga staðið fyrir birtingu á Ljósmynd dagsins á fésbókarsíðu safnsins. Byggðasafnið hefur yfir að ráða mjög stóru og áhugaverðu myndasafni frá fyrri tíð. Síðasta föstudag var það loðnan sem var til umfjöllunar. Loðna (fræðiheiti: Mallotus villosus) er smávaxinn uppsjávarfiskur sem heldur sig í torfum. Loðnan er algeng í köldum og kaldtempruðum sjó á norðurhveli jarðar. Stærstu loðnustofnar þar eru í Barentshafi og á Íslandsmiðum. Á sumrin er loðnan við íshafsröndina þar sem hún étur dýrasvif. Stór loðna étur ljósátu og önnur smákrabbadýr. Afræningjar loðnu eru m.a. hvalir, selir og þorskur. Loðnan hrygnir á sandbotni og við sandstrendur 2-6 ára og drepst yfirleitt að lokinni hrygningu. Hrygna nær allt að 20 sm lengd og hængur verður allt að 25 sm langur. Þegar mikið er af síld í Barentshafinu virðist það hafa neikvæð áhrif á loðnuna, sennilega bæði

vegna samkeppni um æti og vegna þess að síldin étur loðnuhrogn. (Heimild: Wikipedia). Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, sagði að sumar- og haustvertíðin hafi gengið fremur illa allt frá árinu 1988. Hann sagði ennfremur að frá því að farið var að fylgjast skipulega með loðnunni árið 1966 hafi komið lægðir í stofninn á 8­10 ára fresti. (Heimild: Morgunblaðinu 1. febrúar 1997). En eins og myndir dagsins bera með sér þá hefur einnig gengið vel með loðnuna. Og þar má sjá bræðsluna og einnig alla mengunina sem kom frá henni yfir bæinn. Svo mikið var af loðnu að henni var jafnvel sturtað á Patterson til geymslu þar til losnaði pláss í geymsluþróm fiskimjölsverksmiðjunnar á landamærum Njarðvíkur og Keflavíkur. Dekkhlaðnir loðnubátar á leið í land og bræðsluskip úti á víkinni fyrir framan Keflavík má einig sjá á myndunum.

Hún hræðist með allskonar pöddur og hefur gaman af öllu. Rebekka Ýr er 16 ára FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hvað heitir þú fullu nafni? Rebekka Ýr Eyþórsdóttir. Á hvaða braut ertu? Er ekki viss. Hvar býrðu og hvað ertu gamall? Í Vogunum og er 16 ára. Hver er helsti kosturinn við FS? Vinir mínir. Hver eru áhugamálin þín? Allt! Hvað hræðistu mest? Allar pöddur. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Vala á tiktok. Hver er fyndnastur í skólanum? Halldór Már. Hvað sástu síðast í bíó? Joker. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Orkudrykki. Hver er helsti gallinn þinn? Enginn metnaður. Hver er helsti kostur þinn? Ég hef gaman af öllu.

UMSJÓN sdóttir

Arnmund Ásta Rún óttir Rós Jónsd og Birgitta

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Tiktok, insta og snap. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa meira að gera tengt félagslífinu. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ekki nógu gott. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að verða sálfræðingur. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Fólkið.

Uppáhalds? - kennari: Haukur. - skólafag: Stærðfræði. - sjónvarpsþættir: Suits eða Fresh prince. - kvikmynd: Notebook. - hljómsveit: One Direction. - leikari Michael B. Jordan.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jóga heima í stofu til styrktar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Systurnar Elín Rós og Ljósbrá Mist Bjarnadætur ætla að bjóða upp á rafrænt námskeið í jóga og styrk heima í stofu og ætla að láta 60% af innkomunni renna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. „HSS er ekki tækjum og tólum búið til að geta sinnt COVID-19 sjúklingum og því höfum við systur ákveðið að leggja okkar af mörkum. 60% af innkomu okkar af þessu námskeiði mun fara í það að útbúa herbergi á HSS fyrir COVID-19 sjúklinga. Í þetta herbergi þarf monitora, bþr mæla og allt til alls. Það er nánast ómögulegt fyrir HSS að halda úti þeirri þjónustu sem nú er gert án styrkja og því finnst okkur það vera samfélagsleg skylda okkar að hjálpa til eins og við mögulega getum. Við þurfum á ykkur að halda svo þetta geti orðið að veruleika og vonandi að sem flest ykkar séuð tilbúin að leggja þessu verkefni lið,“ segja þær Elín Rós og Ljósbrá Mist á Facebook-síðu sinni þar sem þær auglýsa námskeiðið en það heitir Styrkur og Jóga heima í stofu. Þær hafa verið á fullu að taka upp efni á námskeiðin en alls verða tólf tímar settir inn á lokaða grúbbu á Facebook. Námskeiðið kostar 2500 kr. en þátttakendur mega greiða hærra ef þeir vilja en eins og fyrr segir mun 60% af tekjunum fara til HSS vegna COVID-19.

Systurnar Elín Rós og Ljósbrá Mist

VÍKURFRÉTTIR FENGU NOKKRA SUÐURNESJAMENN TIL AÐ HALDA DAGBÓK Í EINN DAG

Dagbók úr Ásgarði

Lífið í sveitinni Það er vor í lofti, tjaldurinn er kominn og frést hefur af lóunni. Snjórinn er að hörfa og undan sköflunum koma grænar nálar í ljós. Grágæsin er tíður gestur hér í högunum og kemur jafnvel alveg upp að húsinu okkar að kroppa í sig nálarnar í blómsturgarðinum. Það fer að styttast í sauðburð og um að gera að nýta tímann til að undirbúa allt fyrir kindurnar og lömbin þeirra svo allt gangi sem best.

Búið er að þrífa burðarstíurnar og sótthreinsa vatnsrennuna þeirra og bara eftir að fylla stíurnar af þurrum hálmi. Kindurnar voru rúnar um daginn og nú sést berlega hverjar eru með þrjú lömb í sér. Allar voru þær sónaðar í febrúar og eru þær sjö sem ganga með þrjú lömb, þrjár sem ganga með eitt og restin er tvílemd. Það er deginum ljósara að ég þarf að vera með pelann á lofti að gefa ábót

þeim þrílembingum sem á honum þurfa að halda. Jafnvel enda ég með heimalninga sem getur verið ansi mikil vinna en oft á tíðum skemmtilegt en krefjandi verkefni. Fyrstu lömbin eru væntanleg í lok apríl. Bestu kveðjur úr sveitinni og farið vel með ykkur! Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

„Ef ég er í hetjutenórsstuði þá er það Draumalandið“ — segir Eiríkur Hermannsson, sem syngur oft í einrúmi og ekkert endilega bara í sturtu. „Ég þrái að fara af stað með hjólhýsið, hvert á land sem er,“ segir Eiríkur Hermannsson í samtali við Víkurfréttir. Hann hefur yndi af hjólaferðum í góðum hópi og fyrirhuguð er ferð um Pólland ef Guð lofar. Hann segist vera fréttafíkill og humar, endur, ýsa og pizzur eru honum ofarlega í huga þegar góður matur er annars vegar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Venjulega fer ég út með hundinn í 10 mín rölt, helli síðan á könnuna og hendi í hafragraut. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta nær eingöngu á gömlu Gufuna, RUV1. Spotify nota ég líka en aðallega í ferðalögum. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég syng oft í einrúmi og ekkert endilega bara í sturtu og ef ég er í hetjutenórsstuði þá er það Draumalandið en stundum heyrist Við saman, eftir Gunna Þórðar líka. Flott lög. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég sæki mér Fréttablaðið og er áskrifandi að Stundinni og Víkurfréttum. Bækur eru alltaf innan seilingar. Á náttborðinu þessa dagana er ævisaga Roberts Lee hershöfðingja, Landnám Íslands, Njálssaga og Nesti og nýir skór, úrval úr íslenskum barnabókum. Mig

grunar að dótturdóttir mín hafi komið þeirri síðastnefndu fyrir. Uppáhaldsvefsíða? Ég er fréttafíkill. RÚV og Kjarninn eru efst á blaði en stundin og fotbolti.net skammt undan. Svo lít ég daglega á bbc.com og guardian.co.uk. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Ekki beinlínis en sá síðast Bloodline og Lost girl og þar á undan Narco Mexico. Uppáhaldskaffi eða te? Um þessar mundir er það French Roast frá Te og Kaffi og Darjeeling House Blend frá Tante Te. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Skemmtiefni er sjaldan mjög skemmtilegt, en ég sit um allt sem tengist sagnfræði og fornleifarannsóknum en svo hef ég gaman af Sporðaköstum og fótbolta.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Á stórhátíðum er það humar eða önd en annars ný ýsa eða pizza. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ég þrái að fara af stað með hjólhýsið, hvert á land sem er. Svo hef ég yndi af hjólaferðum í góðum hópi og fyrirhuguð er ferð um Pólland ef Guð lofar. Og svo auðvitað veiðitúrar með góðum vinum. Uppáhaldsverslun? Veiðibúðir hafa einstakt aðdráttarafl. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Það er fátt sem fer verulega í taugarnar á mér en ég hef enga þolinmæði fyrir öfgahægrimönnum Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Tómas Ingi dóttursonur minn fermdist um daginn og lóan er komin.

„Tíkin Tinna er minn tryggi göngufélagi,“segir Eiríkur Hermannson sem tekur tíu mínútna rölt með Tinnu sinni alla morgna áður hann hellir upp á könnuna og fær sér hafragraut.

Hafragrautur og

slátur í morgunmat — er uppskrift að góðum degi, segir Guðborg Eyjólfsdóttir, sem drekkur hvorki te né kaffi.

Draumafríið hjá Guðborgu Eyjólfsdóttur úr Garðinum er í íbúð sem hún á á Spáni. Þangað verður farið þegar COVID-19 faraldurinn er yfirstaðinn. Þegar Guðborg eldar góða máltíð fyrir makann þá verða hægelduð BBQ svínarif, franskar og mais fyrir valinu. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Borða hafragraut og slátur Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Já Bylgjuna og nota Spotify þegar ég fer að sofa.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Já, CBS, Glæstar vonir. Uppáhaldskaffi eða te? Drekk hvorki te né kaffi, bara Coke Zero.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Ekkert.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Mr. Bean

Hvaða blöð eða bækur lestu? Víkurfréttir og Morgunblaðið.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Hægelduð BBQ svínarif, franskar og mais.

Uppáhaldsvefsíða? Facebook

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Spánn, í íbúðina okkar þar. Uppáhaldsverslun? Home&You, geggjaðar vörur fyrir heimilið og gjafavara Hvað fer mest í taugarnar á þér? Draslið í herbergjum barnanna. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Vaxtalækkun Seðlabankans.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Saknar smá enska boltans

— segir Guðmundur Bjarni Guðbergsson.

„Eftir að samkomubannið kom á, þá hef ég eytt meiri tíma fyrir framan sjónvarpið og finnst dagskráin ágæt. Þó ég sakni smá enska boltans. Það er samt einn þáttur sem ég finnst hafa slegið í gegn, það er Heima með Helga,“ segir Guðmundur Bjarni Guðbergsson. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Að opna augun og reyna að muna hvaða dagur er í dag. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Yfirleitt hlusta ég bara á útvarp, en kemur fyrir að kveiki á 80‘s lista á Spotify. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég er það laglaus að ég get ekki hlustað á sjálfan mig syngja.

Sjónvarpsperlur Víkurfrétta

Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég er ansi latur að lesa, síðasta bók sem ég las, var Ferðin til tunglsins eftir Hergé. Ég las nýju þýðinguna og var að reyna að bera hana saman við eldri þýðinguna. Uppáhaldsvefsíða? Itsyourturn.com. Þetta er leikjasíða þar sem ég og nokkrir vinir mínir byrjuðu að tefla á fyrir um 20 árum síðan og við höfum haldið því í öll þessi ár.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Nei, ég er miklu meira fyrir bíómyndir, en það er alltaf verið að segja mér hvaða þætti ég ætti að horfa á. Núna er dóttir mín að hóta því að flytja ekki af heiman fyrr en ég er búinn að sjá Tiger King: Murder, Mayhem and Madness. Þannig að ég mun sennilega horfa á það núna í samkomubanninu. Uppáhaldskaffi eða te? Ég drekk mjög sjaldan te og kaffi drekk ég bara ef ég fæ viskí út í og þá er ég nokkuð sama um hvaða tegund kaffið er. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Eftir að samkomubannið kom á, þá hef ég eytt meiri tíma fyrir framan sjónvarpið og finnst dagskráin ágæt. Þó ég sakni smá enska boltans. Það er samt einn þáttur sem ég finnst hafa slegið í gegn, það er Heima með Helga. Ég hef a.m.k. verið límdur við kassann síðustu tvö laugardagskvöld að horfa á hann. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann?

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

Ég elda eitthvað sem mér finnst gott. Fjóla er alltaf svo ánægð, þegar ég er saddur og sæll. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Þegar ástandið skánar, þá held ég að ég verði ekki í miklu stuði til að ferðast. En ég held að ég myndi vilja fara eitthvert til að komast í sól og sjó. Væri samt skemmtilegt ef það væri Karíbahafið eða Indlandshafið. Uppáhaldsverslun? Aliexpress. Gott úrval af vörum sem ég vissi ekki að ég þurfti og ég þarf ekki að óttast að smitast af COVID-19 þar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Allir sjálfskipuðu sóttvarnasérfræðingar sem skjótast upp kollinum þessa dagana og vita allt betur en sóttvarnalæknir og liðið hans. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Í raun þá eru 98% af öllum fréttum í dag tengdar COVID-19 á einn eða annan hátt. Stóra fréttin sem er að snerta mig, eru jarðhræringarnar hérna á Reykjanesskaganum.


Engir tveir dagar eru eins við Jökulsárlón Þarna var fallegt 14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR veður og sólsetrið eftir því.

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Óþrjótandi myndefni á Íslandi ÁHUGALJÓSMYNDARINN ÁRNI ÁRNASON Árni Árnason er Keflvíkingur í húð og hár. Hann hefur undanfarin sex til sjö ár starfað sem hópferðabílstjóri og keyrt ferðamenn vítt og breytt um landið. Myndavélin er aldrei langt undan en Árni hefur verið áhugaljósmyndari í mörg ár. Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Það er ekki gott að segja. En sennilega fyrir alvöru á seinnihluta áttunda áratugarins. Það má segja að áhuginn hafi lagst í dvala, að óviðráðanlegum orsökum, í byrjun tíunda áratugarins, þar til að ég kaupi mína fyrstu stafrænu vél, sennilega 2012-2013. Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Það var ekkert eitt sérstakt sem kveikti áhugann.

Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta myndavélin sem ég eignast var Kodak Instamatic 25. Fyrsta SLR vélin sem ég kaupi var Canon TLb Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun. Uppáhalds ljósmyndara? Það er enginn einn ljósmyndari sem er í upphaldi hjá mér. En til að nefna einhverja, þá má nefna RAX, Einar Fal, Ellert Grétarsson og Heimir Stígsson

Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Ég hef sótt nokkur námskeið og hef lært mikið af þeim. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Í töskunni minni er ég með Canon 5D MK III, Canon 24-105 mm linsa og Canon 100-400 mm linsa. Svo er að sjálfsögðu flass og auka rafhlöður fyrir bæði myndavélina og flassið. Að auki er ég með til vara, aðra myndavél sömu gerðar og 70-200 mm linsu. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Þar sem ég er hef verið mikið á ferðinni út á land, þá hef ég tekið mest af landslagsmyndum, enda af nægu að taka.

Svo hef ég áhuga á portraitmyndatökum. Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í grírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Myndavélin er aldrei langt undan, sérstakleg í vinnunni, ef ég sé e-h áhugavert þá er smellt af. Ertu að notast við símann við myndatökur? Ég nota símann aðallega fyrir skyndimyndir. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Það sem mér finnst skipta mestu máli í ljósmyndun, er að kunna á vélina,

ekki vera alltaf stillt á Auto. Svo að sjálfsögðu mynduppbygging og lýsing, svo eitthvað sé nefnt. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Já ég tek alltaf fleiri en eina mynd. Áttu uppáhalds staði til að ljósmynda? Uppáhaldsstaðurinn minn er Ísland, enda óþrjótandi myndefni á landinu. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Ég nota yfirleitt Lightroom til að vinna mínar myndir.


Haustið er fallegt á Mývatni.

Hilmar Bragi Bárðarson

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. hilmar@vf.is tbl. // 41. árg.

15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Myndn er tekin frá Víkingaheimum yfir höfnina í Njarðvík og til Keflavíkur, og sést aðeins í Hótel Keflavík.

Á fallegum sumardegi er gaman að horfa yfir Hornafjörðinn, frá Höfn yfir Jöklana.

Systir mín, Guðný heitin, Höskuldur Goði og Gosi, sátu fyrir hjá mér


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Forstjóri Samherja laumaði sér aftur til starfa og enginn að pæla í því — segir Björg Hafsteinsdóttir sem dreymir um ferðalag án þess að vera með fulla vasa af spritti. „Stóra fréttin sem ekki tengist Covid-19 er að Þorsteinn Már Baldvinsson laumaði sér aftur til starfa hjá Samherja og það er enginn að pæla í því,“ segir Björg Hafsteinsdóttir. Hún segir draumafríið eftir Covid vera að ferðast um Ísland og þurfa ekki að forðast fólk og staði með fulla vasa af spritti. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að bursta tennurnar. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta alltaf á útvarp í bílnum og einnig á Spotify. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Í sturtu raula ég yfirleitt eitthvað sem hljómar í símanum, 80´s tónlist er í uppáhaldi bæði erlend og íslensk. Hvaða blöð eða bækur lestu? Les ekk mikið af blöðum en er alltaf með einhverja bók á náttborðinu, helst spennusögur. Uppáhaldsvefsíða? Uppáhaldsvefsíður eru fréttasíðurnar visir.is og mbl.is en einnig síður sem tengjast körfubolta og knattspyrnu.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Horfi mest á íþróttir í sjónvarpi en aðeins á Netflix undanfarið þar sem það eru engar íþróttir. Uppáhaldskaffi eða te? Uppáhaldskaffi er Cappuccino eða venjulegt koffeinlaust kaffi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Þættirnir „Nostalgía“ er það skemmtilegasta sem ég hef horft á í sjónvarpi nýlega. Hrikalega fyndnir. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Matreiði góða steik fyrir eiginmanninn ef það á að gera sér dagamun. Hreindýrasteik er í uppáhaldi hjá okkur báðum.

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Draumafríið eftir Covid er að ferðast um Ísland og þurfa ekki að forðast fólk og staði með fulla vasa af spritti. Uppáhaldsverslun? Uppáhaldsverslun er Target í Bandaríkjunum, svo gaman að koma þangað inn og skoða. Er allt til þar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Það sem fer einna mest í taugarnar á mér er neikvæðni og óstundvísi. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Stóra fréttin sem ekki tengist Covid-19 er að Þorsteinn Már Baldvinsson laumaði sér aftur til starfa hjá Samherja og það er enginn að pæla í því.

Gott að hlusta á góðan playlista á Spotify — segir Gísli Gíslason sem dreymir um sólarlandaferð Heimatónleikarnir með Helga Björns og Síðan Skein Salka Sól er með því skemmtilegasta sem Gísli Gíslason hefur séð í sjónvarpi undanfarið. „Virkilega skemmtilegt,“ segir hann. Ef hann raular í baði, þá eru það íslenskir tónar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fer framúr rúminu er það fyrsta, svo pissa, tannbursta og hleypi hundinum út. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Já, bæði. Gott að hlusta á góðan playlista á spotify. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Líklega eitthvað íslenskt.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Mjög latur að lesa eftir að allt kom á netið. Eigum við ekki að segja VF er það blað sem ég les. Uppáhaldsvefsíða? vf.is / karfan.is Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Svona reglulega byrja ég að fylgjast með, en á það til að detta bara út og klára aldrei þætti, finnst samt gaman af einhverju íslensku. Uppáhaldskaffi eða te? Dolce Gusto Americano. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Heimatónleikarnir með Helga Björns.. Síðan skein Salka Sól. Virkilega skemmtilegt.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Grillað lamb er vinsælt. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Sólarlandaferð með fjölskylduna, erum sex, svo það væri geggjað að slaka á í sól og sumaryl. Uppáhaldsverslun? (Hvers vegna) Bónus, hagstæðast fyrir okkur, og yfirleitt allt til sem okkur vantar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ókurteisi og bílstjórar sem gefa ekki stefnuljós. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Erfið þessi, það virðist allt tengjast Covid-19. Jarðskjálftahrinan hér á okkar svæði er það sem kemur uppí hugann.


17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

ÆGIKRAFTAR Á REYKJANESI LJÓSMYNDIR HILMAR BRAGI BÁRÐARSON


ÁHUGALJÓSMYNDARINN HAUKUR HILMARSSON 18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Landslag og kyrrmyndir í náttúrunni er sem hugleiðsla

Ótrúlegur öldugangur í óverðrinu 14. febrúar 2020.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Haukur Hilmarsson er áhugaljósmyndari og kennir samfélagsfræði í Holtaskóla í Keflavík. Hann fékk ljósmyndabakteríuna sem krakki og segist hafa smitast af pabba sínum, sem alltaf átti flottustu græjurnar. Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Fékk bakteríuna sem krakki. Fékk fyrstu myndavélina 9 eða 10 ára. Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Pabbi var með ljósmyndadellu og átti alltaf flottustu Canon vélarnar. Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta myndavélin var Kodak Instamatic 55x, með kasettufilmu og flasskubb. Fyrsta 35mm vélin var Chinon CP-7m. Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun. Uppáhalds ljósmyndara? RAX er fyrirmyndin. Hann var goðsögn þegar ég var að mynda sem unglingur. Ég held líka svolítið upp á Spessa. Myndirnar hans segja svo skemmtilegar sögur. Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér?

Ég er að læra brúðkaupsljósmyndun í fjarnámi hjá New York Institute of Photography. Svo hef ég horft á hundruð klukkustunda af efni á Youtube. Slíkt hjálpar, en að vera iðinn við að taka myndir og gera tilraunir er besti skólinn. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Canon 5d MkIII, 17-40mm, 24105mm, 70-200mm, allar f/4. Svo er flass, hreinsiklútur og nokkur aukabatterí. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Mér finnst skemmtilegt að taka alls kyns myndir og skoða þær síðan mörgum mánuðum síðar. Þá finn ég alltaf einhverjar flottar og skemmtilegar myndir að vinna með. Landslag og kyrrmyndir í náttúrunni er einhvers konar hugleiðsla fyrir mig. Heillar mig að fá að fanga fegurð og kyrrð náttúrunnar.

Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í gírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Ég er aldrei langt frá myndavélinni. Tek hana oft með þótt hún verði ekki alltaf notuð. Svo tek ég skorpur þar sem ég sleppi ekki hendinni af vélinni og tek mjög mikið af myndum. Ertu að notast við símann við myndatökur? Ég nota símann meira sem heilmildasöfnun, t.d. tek myndir af viðfangsefnum og kem svo aftur með stóru vélina og tek myndina sem ég sá fyrir mér. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Ég er oft að pæla í myndbyggingu og leikstýra, setja upp myndirnar mínar. En svo eru staðir og atburðir sem eru bara mómentið og þá er bara að taka nógu margar myndir og velja þá bestu. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Ég tek yfirleitt alltaf slatta af myndum. Það er af því að ég er búinn að venja mig á að taka of mikið og eyða frekar en að taka bara eina mynd og geta ekki notað hana. Áttu uppáhalds staði til að ljósmynda? Reykjanesið er frábært svæði og er uppáhaldið mitt af því ég er svo snöggur að komast á góða og myndræna staði. Svo er svakalega gaman að veiða norðurljós og næturmyndir. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Hvaða hugbúnað ertu að nota? Ég vinn oft myndirnar mínar og ég nota hugbúnað sem heitir ON1 Photo Raw.

Bryggjupolli. Sonur minn að fylgjast með makrílveiði við Keflavíkurhöfn.

Triumph Scrabler. Tók þessa mynd á stórsýningu Triumph í Birmingham árið 2007.


Finnbjörn. Sonur minn var að koma heim úr Listasmiðju. Var 19 með á höfðinu Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR //hettuna VÍKURFRÉTTIR og sólin lýsti svo skemmtilega upp loðkragann að ég lét hann standa úti í garði á meðan ég hljóp inn að sækja myndavélina.

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Puntstrá. Tók þessa mynd í grjótgarðinum við Keflavíkurhöfn. Morgunsólin lýsti upp stráin. Litirnir ýktir eftir á til að fá gyllingu í stráin.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Golfferð í kjölfar COVID-19 — segir Jónína Magnúsdóttir sem smitaðist af golfbakteríu á Spáni. „Ég les bæði skáldsögur og fræðibækur um þau málefni sem mér eru hugleikin hverju sinni. Nú er ég t.d. að lesa bók um breytingarstjórnun, Leading Change eftir John P. Kotter og Becoming eftir Michele Obama. Þá er ég alger fréttafíkill, fer á flesta vefmiðla daglega og oft á dag,“ segir Jónína Magnúsdóttir. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Ég er mjög vanaföst á morgnana og byrja alltaf á því að draga frá eða kveikja ljós fer fram og fæ mér vatnsglas. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta alltaf á útvarp þegar ég er í bíl. Spotify nota ég mikið heima og tengi við hátalarann, einnig þegar ég fer út að skokka eða ganga. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég syng nánast alltaf í sturtu eða baði, lögin eru mismunandi en syng oft lög með Dolly Parton og Kenny Rogers heitnum (Jolene, island in the stream) Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les bæði skáldsögur og fræðibækur um þau málefni sem mér eru hugleikin hverju sinni. Nú er ég t.d. að lesa bók um breytingarstjórnun, Leading Change eftir John P. Kotter og Becoming eftir Michele Obama. Þá er ég alger fréttafíkill, fer á flesta vefmiðla daglega og oft á dag. Það er ekki eitthvað sem gerðist eftir

að Covid kom upp, hef alltaf verið fréttaþyrst. Uppáhaldsvefsíða? Á mér ekki uppáhalds vefsíðu en ætli mest sótta vefsíðan hjá mér núna sé ekki landlaeknir.is En vegna starf míns hef ég þurft og valið að heimsækja hana ansi oft upp á síðkastið. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Horfi alltaf reglulega á Netflix og tek syrpur þar, ekkert sem ég er að taka sérstaklega fyrir núna. En hef nýverið lokið við að horfa á Twins og Exit á sjónvarpi símans. Uppáhaldskaffi eða te? Drekk ekki kaffi en drekk daglega te eða kakó frá Kamillu Ingibergsdóttur, kakó Kamillu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Andrar á flandri og Ace Ventura. Tókum smá Jim Carrey kvikmyndauppeldi á yngsta fjölskyldumeðliminn og höfum verið að horfa á Jim Carrey í þessari uppeldishrinu.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Það sem honum þykir best er ég ekki svo góð að elda, en það er naut og sér hann yfirleitt um þá eldamennsku. Hins vegar er ég góð í að matreiða kljúklingasalat af hinum ýmsum gerðum og hann er alltaf sáttur með þau, þannig að ég elda oftast kjúklingasalat ef ég vil gleðja hann. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Það verður að öllum líkindum golfferð þar sem ég fékk algera bakteríu eftir Spánarferð sl. haust. Uppáhaldsverslun? Á mér enga uppáhalds verslun en þar sem ég fer mjög reglulega í matvörubúð þá er Nettó uppáhalds matvörubúðin mín. Mér líkar afar vel hversu umhverfismálin skipa stóran sess hjá þeim sem birtist í vöruframboði og afsláttum t.d. til að koma í veg fyrir matarsóun. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Leti og framkvæmdaleysi.

Humar a la Helgi

eða bara pönnukökur — er það sem Helgi Valdimar Viðarsson Biering töfrar fram úr erminni þegar hann vill elda eitthvað gott

Helgi Valdimar Viðarsson Biering segir stóru fréttina síðustu daga, sem ekki tengist COVID-19, vera þá þegar Norðmenn fóru með látum frá Keflavík og vöktu alla bæjarbúa, nema hann!

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Kyssi konuna mína góðan dag.

Já. „Tiny home nation“ og „Grand design“ á Netflix. Einnig „Brother vs Brother“ á sjónvarpi Símans.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Bæði. Fer eftir því hvað ég er að gera.

Uppáhaldskaffi eða te? Hvorugt. Ég er ekki nógu gamall fyrir slíka drykki.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Mér finnst rigningin góð

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Heimatónleikar með Helga Björns og Brother vs Brother.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Ferðabækur og blöð. Er núna með árbók Ferðafélags Íslands 1971 og útivistarblaðið Úti á náttborðinu.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Grilla góða steik, útbý Humar ala Helgi eða baka pönnukökur.

Uppáhaldsvefsíða? https://www.fi.is/

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Fjallganga á erlendri grund með konunni minni annað hvort í Evrópu eða í Klettafjöllunum í Bandaríkjunum.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum?

Uppáhaldsverslun? Flest allar útilífsverslanir. Ég hef mjög gaman af útivist s.s. fjallgöngum og vil hafa góðan búnað og klæðnað sem hæfa áhugamálinu. Gott að vera búinn að fá Sport24 í þorpið. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki, leti og almennt áhugaleysi. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Þegar Norðmennirnir hættu loftrýmisgæslu og flúðu með látum frá landinu snemma morguns og vöktu nokkra bæjarbúa. Ég svaf það af mér.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

21 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VÍKURFRÉTTIR FENGU NOKKRA SUÐURNESJAMENN TIL AÐ HALDA DAGBÓK Í EINN DAG

Dagbók Sigurbjörns Síðasta vika, 23. - 27. mars, var nokkuð spes.

H

H

ún byrjaði á því að tvö af fjórum rútuverkefnum sem við vorum með fóru í tímabundna pásu og þegar að þetta mun birtast verða öll fjögur föstu verkefnin okkar komin í tímabundið stopp. Við vonum auðvitað allir að þetta vari ekki lengi og hlökkum til að byrja aftur. Staðan núna er sú að 12 af 16 bílum eru ekki á númerum og get ég viðurkennt að það var erfitt að horfa á röðina sem flestir þeirra voru í standa í því ástandi núna fyrir stuttu.

aður hafði smá áhyggjur á meðan að allir okkar viðskiptavinir voru ennþá starfandi að maður væri í áhættuhóp en við hreinsuðum bílana á milli ferða og buðum upp á grímur fyrir þá sem það vildu.

F

E

ór í sund með föður mínum blessuðum á síðasta opnunardegi fyrir aðþrengt samkomubann og var það dálítið skrítið en líklegast enn skrítnara fyrir hann og hina jálkana sem mæta á sama tíma og hann hvern einasta dag. Breyting á venjum er ekki auðveld fyrir fólk og allra síst þá sem eldri eru því það er klárt mál að þeir munu ekki hittast á Facetime.

Þ

að sem hefur einkennt síðustu tvo mánuði hjá mér er að klára að taka húsnæði í gegn sem ég keypti rétt eftir áramótin á Vatnsholti1D og koma því í stand.... ég = her annarra sem sáu um þetta allt.

U

ndanfarin vika hefur farið í lokafrágang og fíniseríngu og lokatiltekt og er þetta allt farið að líta nokkuð vel út, svipað og ég gerði fyrir allmörgum árum síðan......damn it.

Á

föstudeginum 27. mars fór ég með einn af okkar strætóum í hefðbundið tékk inn í Öskju og nýtti tímann á meðan að ég beið til að þræla heittelskuðum föður í akstur á milli búða í leit að stærri spegli en ég hafði keypt í Byko. Pabba fannst unun að keyra á milli fleiri fleiri búða í mínum eltingaleik og ég lét það fara í taugarnar á mér hvernig hann lagði illa við hliðina á bílum og skemmdi þannig oft tóma stæðið við hliðina á sínum bíl líka, eggið og hænan og allt það og Jesús minn hvað ég mun verða leiðinlegt gamalmenni þegar sá tími rennur upp á næsta ári!!

vað varðar mitt persónulega umhverfi varðandi blessaða veiruna að þá kenni ég mér einskis mein, engin af mínum samstarfsfélögum hefur veikst og enginn í mínum persónulega innsta hring heldur.

M

n maður passar sig eins og maður getur á 2 metra reglunni og einnig held ég mig frá heimili sonar míns því þar eru líka yngri börn búandi sem maður vill ekki óafvitandi smita ef svo ólíklega kæmi til að maður væri smitberi.

Þ

að sem þetta samkomubann snertir helst við mér persónulega án vinnu og fjölskyldutengingar er sú staðreynd að öll bíóin eru lokuð. Bíóferðir eru mín uppáhalds afþreying svo að þessu leyti er samkomubannið að hamla þeirri upplifun hjá mér.

A S

ð setja sjálfan sig í heimsóknarbann til annarra er eigið val, bíóstoppin eru samfélagsleg skylda.

vo maður tali aðeins í léttari dúr svona í lokin að þá er gaman að segja frá því að ég og bróðir minn, sem er með svipaðan húmor og ég oft á tíðum, vorum að hugsa nákvæmlega sama hlutinn um daginn þegar að bangsiútíglugga tískan fór í gang.

S

vo við skelltum í mynd af mér hálfklæddum að halda á bangsa sem ég á og fær meiri knús en vanalega þar sem maður er einhleypur og býr við knúsþurrð....og grænmetisþurrð en það er samt minna vandamál.

S

tillti mér upp við einn af stofugluggunum og vildi sýna öllum fallegu einhleypu kvenmönnunum að í þessu húsi byggi núna einhleypur foli (já eða fíll) og þær væru auðvitað velkomnar. Sigurbjörn Arnar Jónsson


Norðurljósin og náttúran heilla

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ÁHUGALJÓSMYNDARINN GUÐLAUGUR OTTESEN

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Guðlaugur Ottesen er uppalinn í Sandgerði en er núna búsettur í Reykjavík, giftur með á fjögur börn. Hann starfar hjá Eldingu hvalaskoðun við ýmislegt. Hann fékk ljósmyndabakteríuna þegar hann starfaði í raftækjaverlsun fyrir um 15 árum síðan.

ar og Óla. Brúðkaup Sigurveig

Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Ég hef alltaf haft gaman af því að mynda. En líklega ekki fyrr en ég var að vinna í raftækjaverslun um 2004-5 sem ég „dat“” inn í þetta af einhverju ráði.

Útskrift, Eva Dís.

Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Líklega bara að vera að umgangast myndavélrnar i versluninni sem ég vann í og fór að fikta að einhverju ráði við myndavélarnar. Þurfti að læra á þetta til að geta selt þetta. Þannig fór boltinn af stað. Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta linsuvélin var Canon filmuvél. Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun. Uppáhalds ljósmyndara? Nei ekki beint. En hef litið upp til Olgeirs Andréssonar og Friðriks Hreinssonar svona eftir að maður kynntist þeim og því sem þeir hafa verið að gera. Annars heilla fallegar og góðar myndir mest sama hver tekur þær. Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Allt of lítið. Fór í byrjun á námskeið hjá einhverjum og jú jú, það hjálpaði

eitthvað að skilja betur stillingar en annars hef ég bara verið duglegur að fikta og spyrja þá sem eru í kring um mig. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Í dag er ég með Nikon D3 og D3s. Linsurnar eru Sigma 70-200mm 1:2, Sigma 24-70mm 1:2,8 og Sigma 150600 1:5-6,3. Nikon Flass, hreinsidót, kort og svona smádót. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Náttúran hefur heillað. Norðurljósin. Eins tek ég töluvert að íþróttamyndum sem er mjög skemmtilegt. Svo tek eg mikið af myndum í vinnunni sem er mjög gaman. Mikil áskorun getur verið í því. Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í grírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Bæði og. Ef ég veit t.d af leikjum eða spáin er góð í norðurljósin þá er hún við hendina. Svo koma alveg dagar þar sem maður þarf að setja sig í stellingar. En hún er aldrei langt undan.

Ertu að notast við símann við myndatökur? Mjög lítið. Ekki nema ef ljósmyndavélin er ekki við hendina. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Það sem skiptir máli er að vera vel stilltur og ná augnablikinu. Nei, ég velti myndbyggingu of lítið fyrir mér. Ekki nema að viðfangsefnið sé ákveðið fyrirfram. Annars er þetta bara að fanga viðfangsefnið og hafa það pínu villt ef svo má að orði komast. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Í íþróttunum já, en annars er ég nokkuð hóflegur þegar kemur að venjulegum myndum. Vinnumyndir geta líka verið nokkuð margar. Áttu uppáhalds staði til að ljósmynda? Náttúran einna helst. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Hvaða hugbúnað ertu að nota? Nei ég hef ekkert verið af því að nota slíkan búnað. Hef oft velt þessu fyrir mér og langað til að fara í Lightroom en ekki látið verða af. Finnst einhvern vegin meira spennandi að stilla vélina og ná myndinni góðri án þess að vinna hana.


Bruni í Seljaskóla. 23 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Norðurljós við Hafravatn Okt 2019

Hvalaskoðun á Eyjafirði.

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

VÍKURFRÉTTIR FENGU NOKKRA SUÐURNESJAMENN TIL AÐ HALDA DAGBÓK Í EINN DAG

Dagbók Önnu Sigríðar

Vaknaði um átta og bjó til hafragraut fyrir okkur hjónin. Ég byrja alla daga á hafragraut með bláberjum og mjólk og tek inn lýsi og fjölvítamín. Góður kaffibolli rann svo ljúft niður með Mogganum. Dagurinn hófst á morgungöngu meðfram sjónum, það var bjart úti og veðrið yndislegt. Ég baka mikið þessa dagana og gott er að hafa gróft brauð í hádeginu beint úr ofninum, ég fæ krakkana alltaf til að borða gróft brauð ef það er nýtt og þannig fá þau trefjar fyrir daginn, ég læt upppskriftina fylgja, hún er svo auðveld og allir geta bakað þetta. Á þessum skrítnu tímum er ég með fjögur börn í fjarkennslu, þrjú eru í grunnskóla og einn í framhaldsskóla. Þetta gengur nokkuð vel og kennararnir halda þeim alveg við efnið, virkilega skemmtilegt að börnin eru að fá nýja reynslu af lærdómi eða nýrri tækni til að læra. Ég vona nú samt að þau komist í skólann eftir páskana því stutt er eftir af skólaárinu. Eftir að líkamstæktarstöðvarnar lokuðu tók við meiri hreyfing úti og einnig heimayoga, nóg er af framboði á netinu. Ég skellti mér í frábæran ONLINE yogatíma með Heiðbrá Björns yogakennara sem býður öllum að vera með daglega í yoga. Tók nokkur símtöl út á land, mikilvægt að heyra í foreldrum og vinum reglulega eða aðeins meira núna en vanalega til að deila sögum af lífinu í dag, það er svo margt annað sem fólk er að gera heldur en vanalega. Fór svo með dætrum mínum í góðan

göngutúr um miðjan daginn og við enduðum í hellinum hjá Skessunni, það er alltaf gaman að kíkja á hana. Ég ætlaði að vera extra dugleg og fara að flokka úr skápunum, en ég náði að fara í Byko og kaupa þrjá glæra kassa til að nota í flokkunina en ekkert fór í þá þennan dag, á morgun sagði sá lati. Eftir kvöldmat fór ég svo í kvöldgöngu með kallinum, það er ágætt að hreyfa sig eftir kvöldmat ef veðrið er gott áður en sófinn er tekinn með Netflix þáttum, en ég horfði einmitt á frábæran þátt þetta kvöldið English Game, mögnuð þáttaröð um upphaf knattspyrnunnar. Annars er ég að lesa góðar bækur og nýfarin að hlusta á rafbækur, er núna að hlusta á ævisögu Abraham Lincolns og hún er áhugaverð. Góðar stundir Anna Sigríður Jóhannesdóttir Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ

... það er ágætt að hreyfa sig eftir kvöldmat ef veðrið er gott áður en sófinn er tekinn með Netflix þáttum ...

Uppskrift

Skyrbrauð með sesamfræum 3 dl gróft spelt hveiti 1 dl haframjöl 1 dl skyr 2 tsk salt 1 dl sesamfræ ½ dl sólkjarnafræ 1 msk hunang 3 dl vatn 4 tsk lyftiduft Öllu blandað saman í skál, sett í form klætt með bökunarpappír. Bakað í ca 40 mín við 200 gr.

Njótið!


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

25 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Forstöðumaður félagsmiðstöðvar Grindavíkurbær auglýsir starf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar laust til umsóknar. Nánari upplýsingar á grindavik.is/atvinna

Viðburðir í Reykjanesbæ

Dagbjörg með góðar gjafir Það má með sanni segja að það sé mikill samtakamáttur og samhugur í samfélaginu á þessum sérstöku tímum. Fyrir síðustu helgi kom slysavarna deildin Dagbjörg færandi hendi með ýmislegt til dægrastyttingar fyrir íbúa Hrafnistu á Nesvöllum og Hlévangi. Púsluspil, ýmis borðspil og þrautir, kast hringur og minigolf var meðal þess sem slysavarnakonurnar gáfu á hjúkrunarheimilin. Hrafnista færir þeim þakkir fyrir á fésbókarsíðu sinni.

Hljómahöllinn: Fimmtudaginn 2. apríl kl 20:00 kemur hljómsveitin Moses Hightower fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar. Listasafnið Föstudag kl 14:00. Myndlistarfróðleikur dagsins, myndband frá sýningu safnsins úr safneign í sýningarstjórn Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur. Bókasafnið Laugardag kl. 11:30. Krakkajóga með Sibbu. Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu Reyjanesbæjar.

Tuttugu spjaldtölvur og heyrnartól til HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur síðustu daga fundið mikinn hlýhug í samfélaginu og meðal annars hafa borist tuttugu spjaldtölvur og heyrnartól fyrir inniliggjandi sjúklinga á legudeildinni í Reykjanesbæ og Víðihlíð í Grindavík. Lionsklúbbar og Lionessur í Reykjanesbæ gáfu fjögur sett, Slysavarnardeild Þórkötlu í Grindavík gaf slíkt hið sama, og velvildaraðilar sem vildu ekki láta nafns síns getið, gáfu tólf slík sett. Tækin munu koma sér vel fyrir skjólstæðinga HSS, bæði til samskipta við aðstandendur í heimsóknabanninu sem nú hefur staðið í tæpar þrjár vikur, og eins til afþreyingar. Starfsfólk og stjórnendur HSS kunna þessum aðilum, og öllum þeim sem hafa sýnt okkar starfi stuðning síðustu daga með ráðum og dáð, bestu þakkir fyrir samstöðuna.

Gáfu spjaldtölvur til íbúa Nesvalla og Hlévangs Íbúum Hrafnistuheimilanna á Nesvöllum og Hlévangi bárust höfðinglegar gjafir frá Lionsklúbbi Njarðvíkur, Lionsklúbbnum Æsu, Lionsklúbbi Keflavíkur og Lionessuklúbbi Keflavíkur en þau komu færandi hendi með fjórar spjaldtölvur ásamt sama fjölda heyrnartóla.

Þessar gjafir koma sér mjög vel þar sem engar heimsóknir eru leyfðar til íbúa á þessum fordæmalausu tímum og geta íbúar þá haft samskipti við og séð ættingja sína með því að nota myndsímtöl. Gjafirnar eru strax komnar í notkun og gleðja íbúa jafnt sem aðstandendur, segir á fésbókarsíðu Hrafnistu í Reykjanesbæ þar sem klúbbunum eru þakkaðar gjafirnar.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Störf í boði Allir grunnskólar – Kennarar Björgin Starfsmaður 50% hjá –Reykjanesbæ Björgin – Iðju- eða þroskaþjálfi

Háaleitisskóli – Skólastjóri Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskóli – Tölvuumsjónarmaður Stapaskóli – Þroskaþjálfi Stapaskóli – Matráður Stapaskóli – Leikskólakennari Stapaskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskóli – Náms- og starfsráðgjafi Fræðslusvið – Sálfræðingur Myllubakkaskóli - Þroskaþjálfi Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

RAFRÆN ÚTGÁFA Á ÓVISSUTÍMUM Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku!


ÁHUGALJÓSMYNDARINN HJÁLMAR ÁRNASON

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hið smáa í náttúrunni

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun. Uppáhalds ljósmyndara? Þeir eru nú svo margir. Flestir detta annað slagið niður á góðar myndir en get nefnt flotta gæja eins og Einar Fal Ingólfsson, Einar Erlendsson, Hilmar Braga, Ella Grétars, Rax, Guðmundur Falk (fuglamyndir) og fleiri slíka.

Hjálmar Waag Árnason nýtur þess frelsis að vera ekki í fastri vinnu. Hann dundar sér við verkefni sem eru skemmtileg og forðast leiðindi. Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Á unglingsárunum í Kópavogi var Æskulýðsráð með ljósmyndanámskeið þar sem Gísli Gestsson leiðbeindi. Fór með okkur í myndaleiðangra, kenndi okkur framköllun o.s.frv. Síðan hefur þessi áhugi blundað. Sinnti þessu ekki í nokkur ár en svo blossaði áhuginn upp að nýju – til allra hamingju.

Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Upphaflegt námskeið og síðar líklega þegar maður fór að sjá stöðugt meira af myndum hér og þar. Hver var fyrsta myndavélin þín? Mjög einföld og lítil Kodak vél fyrir filmur.

Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Námskeiðið í Kópavogi lagi grunninn. Síðan fór ég í góða upprifjun hjá Oddgeiri og Ella Grétars fyrir nokkrum árum. Það ýtti mér vel af stað aftur. S.l. haust sótti ég svo tvö krefjandi námskeið á netinu – ótrúlega vel gerð. Annað fyrir almenna ljósmyndun en hitt fyrir ljósmyndun á iPhine. Tók svo eitt kvöld í vetur hjá Origo. Þetta er stór heimur og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Svo er mjög gagnlegt einfladlega að spyrja reynda ljósmyndara sem alltaf virðast tilbúnir að gefa ráð. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? t.d. hvernig linsur og hvaða vél. Canon 70D með Tamron 18-200 linsu. Í töskunni eru svo linsur:

Canon 18-55, Canon 18-300 og Canon 18-400. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Skemmtilegast er að fanga augnablikið. Vera stöðugt með augu opin fyrir skemmtilegu motivi – smáu sem stóru. Leita mikið eftir fólki við sérstakar aðstæður, fuglamyndum, veiðimyndum, landslagi, borgarlífi og ekki síst hinu smáa í náttúrunni. Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í grírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Hvort tveggja á við. Er með iPhone 11 Pro og myndavélin í honum er frábær. Er þess vegna alltaf tilbúinn að grípa símann. Fer þess á milli í sérstakar ferðir með töskuna góðu og græjurnar. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu. Mestu finnst mér skipta að hafa áhugann og vera stöðugt að horfa eftir myndefni. Bæði kryddar það tilveruna að kíkja þannig eftir umhverfi sínu en líka opnar það á að ná skemmtilegum myndum sem maður

á svo áfrsam. Pæli alltaf í rammanum, s.s. forgrunni, baksviði, birtu o.s.frv. Finnst t.d. skkemmtilegra að hafa fólk í forgrunni á breiðum landslagsmyndum. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Alveg haug. Meirihluti mynda, sem maður tekur, eru bara ósköp hversdagslegar en svo poppar upp inn á milli MYNDIN sem maður vill varðveita. Þeim safna ég í sérstaka möppu sem kallast einfaldlega sérstakar myndir. Áttu uppáhalds staði til að ljósmynda? Staðurinn, sem ég er á hverju sinni, er minn uppáhaldsstaður til ljósmyndunar. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Hvaða hugbúnað ertu að nota. Er tiltölulega nýbyrjaður að fikra mig áfram í Lightroom og Snapseed. Þá má laga myndir töluvert á Google Photos.


27 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þegar tíu dropar verða að 18 árum

Árið 2020 Það er óhætt að segja að árið 2020 hafi fært okkur Grindvíkingum miklar og krefjandi áskoranir. Þetta ártal sem er í raun svo flott 2020! Í dag er þetta ártal sem flestir vilja gleyma. Vonandi verður þó þetta ár, það ár sem við tökum út margra ára lærdóm á örstuttum tíma. Lærdóm sem kenndi okkur að vera viðbúin og með áætlanir um viðbrögð og úrræði ef til slæmra tíðinda dregur. Það var óþægileg tilfinning að fá símtal eftir velheppnað þorrablót og fá boð með skyndi í Samhæfingarstöð Almannavarna, jörðin undir okkur byrjuð að rísa og skjálfa. Móðir náttúra hefur rækilega minnt á sig undanfarna 2 mánuði. Íbúafundur var skipulagður með hraði því mikilvægi upplýsingagjafar er ómetanleg. Góð samvinna allra viðbragðsaðila var til fyrirmyndar. Á örfáum vikum unnu viðbragðsaðilar ótrúlegt starf. Undirbúningur var allur eins og best verður á kosið. Vonandi þarf aldrei að grípa til þeirra aðgerða, en ef til þess kemur, þá erum við klár. Sem dæmi má nefna að verið er að skipuleggja færslu á Suðurstrandarveginum, og nú með hliðsjón af því að vegurinn geti nýst sem varnargarður og stýrt flæði hrauns. Fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þá bentum við hjá Framsókn á þetta, og málið fór inn í stefnuskrá okkar, en áttum við kannski ekki von á að innan við tveimur árum síðar yrði þetta að raunveruleika. Þegar við töldum að jarðhræringar væru á undanhaldi, þá hefur skollið á okkur og heimsbyggðinni allri þessi vá sem Covid 19 er. Þar reynir á okkur öll, en jörðin undir okkur er nú ekki á því að hætta að skjálfa og hefur haldið áfram að minna á sig. Við búum vel að því í Grindavík að bæjarsjóður stendur vel, skuldir bæjarins eru litlar sem engar enda hefur verið markmið undanfarin kjörtímabil að eiga sjóð, a.m.k. 1 milljarð króna. Um hann hefur þó verið deilt og sumir hafa ekki séð tilgang með honum, viljað eyða honum í framkvæmdir, markaðsstarf og ýmislegt annað. Við í Framsókn höfum barist fyrir því að fara ekki undir milljarðinn til að bregðast við ef til áfalla kæmi. Flestir sjá nú líklega tilganginn með því að eiga þennan varasjóð því áföll síðustu vikna hafa og munu væntanlega enn um sinn tak sinn toll. Vonandi munu þjóðir heims ná sér sem fyrst af þessum hremmingum en það mun taka tíma. Við munum finna fyrir þessu hér í Grindavík og nú þegar hefur komið til fjöldauppsagna í Bláa lóninu, Icelandair og

Isavia. Aðallífæð okkar sjávarútvegurinn mun verða fyrir tjóni á meðan flestir veitingastaðir út í heimi eru lokaðir því þá lokast á sölu fersk fisks. En sól mun rísa að nýju en þangað til mun Grindavíkurbær aðstoða eins og hægt er. Ný tækifæri munu koma, ferskar hugmyndir, og munum við leggjast í vinnu við að skoða hvað við getum gert til að efla nýsköpun, ekki vantar lóðir eða orkuna. Meðal aðgerða sem við höfum gripið til hjá Grindavíkurbæ, lögaðilar geta óskað eftir fresti á greiðslu fasteignagjalda vaxtalaust í 3 mánuði. Á meðan skólastarf er skert þá lagði Framsókn það til að nemendum sem mæta í skólann sé tryggð máltíð og mun Grindavíkurbær greiða fyrir þær út apríl. Einungis verður greitt fyrir þá daga sem börn mæta í leikskólann og leiga verður felld niður hjá dagmæðrum í húsnæði bæjarins svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru fyrstu skrefin og bætt verður í ef þarf. Á tímum þegar þrengir að kemur svo bersýnilega í ljós hversu mikil forréttindi það eru að tilheyra þessu þjóðfélagi. Samvinna og samheldni einkennir okkur sem þjóð og bæjarbúa og kemur samtakamátturinn víða fram og hafa undanfarnar vikur sýnt okkur það. Við getum verið stolt og þakklát fyrir það hvað fólkið okkar er að leggja á sig til að við stöndum sterk og upprétt þegar þessu lýkur. Við tökum utan um hvort annað þegar reynir á, nú er það erfitt, knúsin og faðmlögin bíða í nokkrar vikur. En við megum hreyfa okkur, þó að sundlaugar og líkamsrækrarstöðvar séu lokaðar og skipulagðar æfingar liggja niðri, þá er þetta frábær tími til að njóta þeirrar fegurðar og útivistarparadísar sem Reykjanesið er. Að lokum vil ég þakka þeim sem starfa í framlínunni, allt okkar heilbrigðisstarfsfólk, kennurum og starfsfólki í grunn og leikskólum og þeim sem sinna umönnunarstörfum. Munum svo að hlýða Víði. Sigurður Óli Þórleifsson forseti bæjarstjórnar Grindavíkur (B)

Stundum getur saklaust spjall yfir kaffibolla haft afleiðingar sem mann óraði ekki fyrir. Það var akkúrat það sem gerðist hjá mér. Samtal við Halla Valla vin minn yfir tíu dropum varð til þess að nokkrum vikum síðar leiddi ég kraftmikinn og skemmtilegan Þ-lista í bæjarstjórnarkosningum í Sandgerði. Helsti drifkrafturinn á bak við framboðslistann var ákall um breytingar. Við vorum að mestu ungt fólk sem fannst stefna í litla endurnýjun í bæjarstjórninni þegar við töldum vera þörf fyrir nýtt blóð. Í einhverri framboðsræðunni í þessum fyrstu kosningum sagði ég einmitt að ég að þegar ég væri búinn að sitja í bæjarstjórninni í átta ár yrði tímabært að sparka í mig og ýta mér út. Síðan eru liðin 18 ár og loksins er komið að því að ég hverfi af vettvangi. Þessi 18 ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Ég hef fengið tækifæri til að takast á við alls konar verkefni, leiða þrjá mismunandi framboðslista og verið í hringiðu mannlífsins. Ég hef tekið þátt í risastórum verkefnum eins og að móta svæðisskipulag fyrir Suðurnesin, að keyra Sandgerðisbæ upp úr fordæmalausri skuldastöðu og að búa til nýtt sveitarfélag. Ég hef líka tekið þátt í ótalmörgum smærri verkefnum

sem eru kannski ekkert svo lítil þegar maður hugsar til baka. Það dýrmætasta er samt allt fólkið sem ég hefur verið með mér á þessu ferðalagi. Það er fólkið sem hefur stutt mig og hjálpað mér eins og fjölskyldan mín og vinir, fólkið sem hefur kosið mig og treyst mér til að vinna að málum í þeirra umboði, fólkið sem hefur verið með mér á framboðslistum, bæjarstjórnum og alls konar nefndum, fólkið

sem hefur starfað á vegum sveitarfélaganna og allt það fólk sem ég hef haft samskipti við út af störfum mínum sem kjörinn fulltrúi. Tilgangurinn með þessari grein er einfaldlega að segja takk við allt þetta fólk sem hefur kennt mér svo margt og fært mér gleði, kraft og vilja. Það er þeim að þakka að ég fer vel nestaður til að takast á við ný verkefni á Vestfjörðum. Ólafur Þór Ólafsson

Sérstakar aðgerðir strax í atvinnumálum fyrir Suðurnesin Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum vegna kórónuveirunnar var samþykktur á Alþingi í aukafjárlögum sl. mánudagskvöld. Ég tel að aðgerðirnar séu góðar svo langt sem þær ná en gangi ekki nógu langt í því að lágmarka það tjón sem við stöndum frammi fyrir í þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú ríkja um allan heim. Formaður fjárlaganefndar viðurkenndi að þetta dygði ekki til en boðaði frekari aðgerðir. Miðflokkurinn studdi tillögur ríkisstjórnarinnar en lagði jafnframt fram breytingartillögur ásamt stjórnarandstöðuflokkunum um víðtækari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Tillögurnar eru hrein viðbót og hljóða upp á 30 milljarða króna til hinna ýmsu verkefna, má þar nefna Reykjanesbrautina, Hjúkrunarheimilis við Nesvelli, auk þess til Keilis og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, til að mæta brýnum aðstæðum vegna mikils atvinnuleysis á svæðinu.

Breytingartillögur minnihluta felldar sem fyrr

Ríkisstjórnarflokkarnir felldu allar tillögurnar og eru það mikil vonbrigði.

Sérstaklega þar sem Suðurnesin komu afar illa út úr efnahagsþrengingunum. Ríkisstjórnin lagði til 200 milljónir til framkvæmda við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að bæta aðkomu sjúkrabifreiða og aukið hlutafé til Isavia til framkvæmda. Í hafnarframkvæmdum er gert ráð fyrir dýpkun við Sandgerðishöfn og grjótverkefni í Keflavík og Njarðvík. Ljóst er að þessi verkefni duga engan veginn til að vinna á móti atvinnuleysinu, sem er það mesta á landinu og er spáð að verði allt að 20%. Ríkisstjórnin verður að koma strax með sérstakan aðgerðarpakka fyrir Suðurnesin.

Þingmenn svæðisins verða að standa saman

Nú reynir á sem aldrei fyrr að þingmenn kjördæmisins standi saman í því að mæta þeim mikla vanda sem Suðurnesin standa frammi fyrir í atvinnumálum. Þá þýðir ekki fyrir þingmenn stjórnarflokkana að kalla eftir samstarfi á erfiðum tímum en fella svo allar tillögur minnihlutans um aðgerðir fyrir Suðurnesin. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis.

Sjónvarpsperlur Víku FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

29 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla í Reykjanesbæ

COVID og Suðurnesin Atvinnuleysi vex mjög hratt á Suðurnesjum þessa dagana. Hópuppsagnir eru komnar vel á annan tug. Stærsti vinnustaðurinn, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og starfsemi við flugvöllinn liggur nánast alveg niðri. Hótelin tóm og flestir veitingarstaðir hafa skellt í lás. Tengd starfsemi lamast um leið. Hárgreiðslustofum, snyrtistofum og nuddstofum hefur verðið gert að loka. Uggur er í fólki og það er skiljanlegt. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af heilsufari okkar og okkar nánustu. Áhyggjur af efnahag koma seinna. En stjórnvöld verða að reyna að sjá fram í tímann, meta áhrifin og grípa til aðgerða til að vinna gegn því að faraldur sem gengur yfir valdi enn frekari skaða til lengri tíma. Skaða á samfélagi og efnahag fólks, fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga. Undanfarin ár hef ég talað fyrir því á Alþingi að litið verði sérstaklega til Suðurnesja og þjónustu stofnana ríkisins við svæðið og innviða samfélaganna sem standa veikir fyrir. Ég leyfi mér að segja það umbúðalaust að yfirleitt hefur ábendingum mínum og tillögum verið mætt af fálæti að hálfu stjórnvalda. Afleiðingar heimsfaraldursins skella þungt og með hraða á landsmönnum öllum. Suðurnesin standa sérlega berskjölduð með ferðaþjónustuna sem lang stærstu atvinnugreinina og heilbrigðisstofnun sem hefur fengið lang fæstar krónur á íbúa miðað við aðra landshluta í of mörg ár.

Skjól í stormi

Stjórnvöld verða að koma með ákveðnum og kröftugum hætti svæðinu til aðstoðar og styðja fólk og fyrirtæki á meðan að stormurinn fer yfir. Við þurfum öflugri Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fjölbreyttari menntunartækifæri og árangursrík virkniúrræði fyrir atvinnulausa. Ríki og sveitarfélög verða að skapa fleiri störf í boði fyrir atvinnuleitendur. Þetta þurfum við m.a. til viðbótar almennum aðgerðum stjórnvalda. Í júní í fyrra samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sem ég mælti fyrir í október 2018. Alþingi samþykkti þá að skipa nefnd sérfræðina fimm ráðuneyta og fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum til að koma með tillögur að aðgerðum

urfrétta

Staða aðstoðarskólastjóra í Heiðarskóla er laus til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og góða færni í mannlegum samskiptum.

Menntunar- og hæfniskröfur: • • • • • • •

Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi og/eða reynsla af stjórnunarstörfum Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum Góðir skipulagshæfileikar Metnaður til árangurs Frumkvæði og samstarfsvilji Áhugi og vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi

Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að: • • • • • •

Vera staðgengill skólastjóra og taka virkan þátt í daglegri stjórn skólans Veita faglega forystu Vinna að mótun og framkvæmd faglegri stefnu skólans Vinna að skipulagi skólastarfs og stuðla að framþróun þess Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins Hefur umsjón með starfsþróun og sjálfsmati skólans

Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/atvinna/laus-storf Umsókn fylgi ítarleg ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Upplýsingar veitir Bryndís Jóna Magnúsdóttir, skólastjóri, í síma 420-4500 / 868-4906 eða á netfangið bryndis.j.magnusdottir@heidarskoli.is Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

til að styrkja innviði samfélagsins. Nefndin átti að skila niðurstöðum 1. desember 2019. Ekkert bólar á niðurstöðum enda drógu stjórnvöld lappirnar við að setja starfið í gang, sem sýnir ekki mikinn áhuga fyrir verkefninu.

Sama fálætið sem fyrr.

Við stöndum í auga stormsins þessa dagana. Við Suðurnesjamenn verðum að standa saman og standa af okkur storminn. Ég skora á sveitarstjórnarmenn að standa þétt saman og sækja ákveðið þær bjargir sem ríkið getur veitt. Ríkisstjórnin og þingmenn svæðisins verða að gera mun betur. Ég vona að ykkur heilsist öllum vel og að þið virðið tilmæli Almannavarna og landlæknis. Takmarkanir eru og verða nauðsynlegar enn um sinn en öll él styttir upp um síðir og lífið fer aftur í eðlilegt horf þegar að faraldurinn er genginn yfir.

LAUSAR STÖÐUR VIÐ HEILSULEIKSKÓLANN SUÐURVELLI Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða deildarstjóra og leikskólakennara til starfa. Suðurvellir er þriggja deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Virðing, umhyggja, samvinna og gleði eru leiðandi hugtök í leikskólanum og rík áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur: • • • •

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Leyfisbréf leikskólakennara Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veita: María Hermannsdóttir leikskólastjóri og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir aðstoðarleikskólastjóri, í síma 440-6240. Senda má fyrirspurnir á netfangið leikskoli@vogar.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands. Umsókn óskast fyllt út rafrænt á heimasíðu leikskólans www.sudurvellir.leikskolinn.is Umsóknarfrestur er til 14. apríl 2020. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.


Þess mynd tók ég af gamla vitanum í Garði í hríðarbil í janúar fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl.2020. // 41.Einn árg.af þessum dögum þar sem snjóaði lárétt. Mér fannst áhrifin verða meiri við að hafa hana svart/ hvíta og verður þannig nánast eins og blýantsteikning.

30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sonur minn hann Sigurður á 1. teig í Leirunni 2015. Hann hafði beðið mig um að fylgja sér einn hring og taka myndir af sér. Hér er upphafshöggið á 1. teig.

ÁHUGALJÓSMYNDARINN GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Garðskagi í uppáhaldi Guðmundur Sigurðsson er búsettur í Garðinum og giftur Karen Ástu Friðjónsdóttur. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn svo það er nóg að gera. Guðmundur starfar sem rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Ljósmyndaáhuginn vaknaði fyrir alvöru eftir aldamótin þegar hann eignaðist myndavél af gerðinni Canon 400D. Guðmundur segir að mikið frelsi fylgi stafrænni ljósmyndun. Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Sennilega hef ég alltaf haft áhuga á ljósmyndun og fékk fyrstu myndavélina um 12 ára gamall og var þá aðallega að taka myndir á hinum og þessum viðburðum, hvort sem það var innan fjölskyldunnar eða einhverjir viðburðir sem ég fór á. Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Þegar eiginkonan gaf mér Canon 400D skömmu eftir aldamótin kviknaði áhuginn fyrir alvöru og ég fór að taka myndir af öllu mögulegu og ómögulegu. Og í ljósi þess að ég hef ekki kunnáttu í að framkalla myndir þá fylgdi því mikið frelsi að geta hent öllum myndunum í tölvuna og skoðað og valið að vild þær myndir sem ég vildi eiga og vinna með. Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta vélin var líklega Kodak 83´ módel sem var stór, mjó og kassalega og ég var í góðu samstarfi við Hljómval á Hafnargötu að láta framkalla myndirnar.

Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun. Uppáhalds ljósmyndara? Get ekki sagt að ég hafi verið með einhvern ákveðinn sem fyrirmynd en hef mjög gaman af myndunum hjá RAX og svo er Ellert Grétarsson mikill snillingur sem hefur verið gaman að fylgjast með. Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Hef sótt stórfín námskeið hér og þar sem hafa reynst vel við að þekkja vélina, ákveða mynduppbygging og birtu og íhuga sjónarhorn og fókus, allt mjög gagnlegt. Og svo er það ómetanlegt að fikta sjálfur og prófa sig áfram og síðan er manni haldið ágætlega við í vinnunni. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Ég er með tvær vélar í dag sem ég nota mikið, Canon EOS 60D og Canon EOS 6D en linsurnar sem ég nota mest eru Canon 70-200 1:2.8 L IS sem ég nota mikið á íþróttaleikjunum. Sigma 17-50 1:2.8 EX og Canon 10-18 EFS sem ég nota í náttúrulífsmyndum og mannamótum.

Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Ég ljósmynda mikið íþróttaleiki, hef elt börnin og barnabörnin okkar í því sem þau hafa verið að taka þátt í. Hef t.d. tekið mikið af myndum í knattspyrnuleikjum Keflavíkur og Víðis í Garði síðustu ár sem fólk hefur haft gaman af. Hef líka gaman að taka myndir á mannamótum og náttúrulífsmyndir. Það er gaman að taka myndir í náttúrunni en myndir af íþróttaleikjum og mannamótum hafa svo mikið sögulegt gildi og með tilkomu samfélagsmiðla þá virkar það sem hvati á mig að taka myndir af t.d. knattspyrnuleikjum og láta þær myndir síðan á samfélagsmiðlana og leyfa öðrum að njóta. Það gefur mér mikið. Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í gírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Ég var duglegri við það að hafa ávallt myndavél við hendina og fanga þannig augnablikið en það hefur dregið aðeins úr því. Þegar við eiginkonan vorum að ferðinni hvort sem það var hér innanlands eða utanlands þá var alltaf myndavélin með í för og konan gerði góðlátlegt grín að því að hún væri á ferðinni með myndavélinni og mér. Núna er það meira að ég geri mér ljósmyndaleiðingur ef ég fer með myndavélina úr úr húsi.

lega tækifærismyndatökur og þegar vilji er til að sýna eitthvað sem er að gerast í rauntíma og til að sýna á samfélagsmiðlum. En þegar síminn er gripinn upp við tækifærismyndatökur þá vill það koma niður á gæðum myndanna. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Maður reynir að styðja sig við gullinsnið (þriðjungsregluna) að myndfletinum sé skipt í þriðjunga lárétt og lóðrétt og þar sem skurðlínurnar skerast eru áhugaverðir punktar á myndfletinum, en það þarf samt ekki að vera algilt. En þar sem ég tek mikið af íþróttamyndum reyni ég að taka myndirnar í augnhæð og spái í birtuna og ná augnablikinu með réttu sjónarhorni og focus. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Þegar ég er að taka myndir á t.d. knattspyrnuleik þá tek ég mikið af myndum í þeirri viðleitni að fanga

augnablikið og fer svo í gegnum myndirnar eftirá, ég skoða ekki mikið myndirnar á leiknum sjálfum því það er alltaf eitthvað að gerast sem maður myndi annars missa af. En þegar ég er að taka náttúrulífsmyndir þá gef ég mér dálítinn tíma í að byggja undir myndina. En með mannamót þá fylgist ég með fólkinu og reyni að láta það segja með myndinni hvað er um að vera. Áttu uppáhalds staði til að ljósmynda? Minn uppáhaldsstaður er að sjálfsögðu Garðskagi og þá sérstaklega gamli vitinn. Það er eitthvað við hann sem dregur mann að honum. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Ég vinn langflestar myndirnar mínar í myndvinnsluforritinu Lightroom. Hef ekki lagt Photoshop á mig en nota þetta forrit til að skerpa á litunum og kroppa þær aðeins til. Ég er ekki að bæta einhverju inn á myndirnar eða fjarlægja eitthvað úr þeim.

Ertu að notast við símann við myndatökur? Það er mjög handhægt að nota símann við myndatökur, sérstak-

Sonur minn, hann Sindri Þór, í leik með Keflavík árið 2019 en hann er núna að hefja sitt 4. ár með meistaraflokki Keflavíkur.

Já gamli vitinn í Garðinum hann heillar. Þessi er tekin árið 2015 og ekki búið að setja toppstykkið á hann en það er eitthvað við hann og náttúruöflin sem umlykja hann.

Bjargarsteinn í Garðinum í vetrarbúning.


31 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Við fengum Guðmund til að taka mynd sem myndi lýsa ástandinu í dag á tímum COVID-19.


Jón Ragnar slær hér á Á 10.SUÐURNESJUM teig í Sandgerði. Nokkrir 32Ástþórsson // VÍKURFRÉTTIR Í 40 ÁR félagar hans fylgjast með.

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Fyrsta COVID-19 golfmótið á Íslandi haldið í Sandgerði Fyrsta COVID-19 golfmótið á Íslandi og kannski í heiminum var haldið á Kirkjubólsvelli í Sandgerði síðasta sunnudag. Níu kylfingar tóku þátt og léku níu holur í fínu vorveðri. Kept var í liðakeppni og svo fór að lokum að eitt þeirra vann. Úrslitin skiptu minnstu máli en kylfingarnir voru eins og beljur að vori og golfgleðin yfirtók alla veiruhugsun. Aðstæður á Kirkjubólsvelli voru fínar á miðað við árstíma og leikið á sumarflötum eins og alltaf í Sandgerði. Markmiðið var að halda í heiðri tveggja metra regluna og það þótti hafa tekist nokkuð vel. Fagnað var í COVID-19 stíl. Kylfuhausum var slegið létt saman. Ritstjóri Víkurfrétta og kylfingur.is var meðal þátttakenda og smellti nokkrum myndum og tók upp nokkur myndskeið sem sjá má með fréttinni. Kylfingur bíða nú í ofvæni að komast út á golfvöll og vonast eftir góðviðri um páskana eða bara næstu vikurnar.

Gunnar Oddsson er betur þekktur nálægt og inni á fótboltavelli. Hann ætlaði að kíkja í eina kók í skúrnum en fékk ekki afgreiðslu. Vippaði svo bara inn á flöt.

Teitur Örlygsson, einn besti körfuboltamaður Íslandssögunnar er áhugasamur kylfingur. Hér mundar hann kylfuna á 10. teig á Kirkjubólsvelli.

Margeir Vilhjálmsson, golfkennari og Gunnar sýna hér hvernig á að þakka fyrir leikinn.

Sigurður Garðarsson var formaður Golfklúbbs Suðurnesja í nokkur ár og sveiflar hér drævernum í Sandgerði.


33 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

MANNLÍFIÐ Í MYNDUM fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. PÁLL KETILSSON

Bræðurnir Margeir og Garðar Vilhjálmssynir voru helsáttir eftir 9 holur í Sandgerði.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Úr fótboltabúningum í golfskó

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, tífaldur klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja, er mikill safnari „Ég hef alltaf verði mikið fyrir að safna hlutum. Ég safnaði til að mynda fótboltabúningum i mörg ár, á um 130-140 slíka, þannig að golfskóa-söfnunin tók bara við þeirri söfnunaráráttu,“ segir kylfingurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson en hann á 61 par af golfskóm. Hann segist hugsa vel um golfskóna en elsta parið sé líklega brúnir Nike skór frá árinu 2003. Guðmundur hefur lengi verið einn besti kylfingur á Suðurnesjum og hefur til að mynda verið klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja tíu sinnum. Hvað finnst þér mikilvægast í skópari, útlitið eða þægilegheitin? Þeir verða að líta vel út en þægilegheitn eru nr. 1.

Hver eru markmið sumarsins þegar golftíðin hefst aftur? Bara fara á fullt. Spila á mótaröðinni, gera vel í meistaramótinu og lækka í forgjöf.

Uppáhaldsskópar eða pör? Þetta eru þrenn pör: Footjoy D.N.A., Footjoy Pro Sl og Ecco biom hybird.

Hvað væri það fyrsta sem þú myndir leiðbeina byrjanda með? Fara til kennara. Fá strax leiðbeiningar um réttu handtökin er algjört lykilatriði

Ertu farinn að kíkja í golf? Fór einu sinni í febrúar en þetta fer að koma. Er líka búinn að æfa í allan vetur hjá Sigga Palla golfkennara GS.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það? Ég byrjaði 1983, fór þá að elta ömmur mínar ömmu, Gerðu og ömmu Lórý.

Helstu afrek í golfinu? Tíu sinnum klúbbmeistari GS ,Stigameistari GSÍ 2001 og að hafa aldrei farið holu í höggi á meðan hann afi minn er búin að fara 5 sinnum!!! Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Löng saga en stutta útgáfan inniheldur magaverk, ekkert klósett og Ping handklæði. Segi ekki meira. Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? NEI!!

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? Helga Möller var einu sinni með mér í holli í móti í Grafarholtinu. Það er sennilega einn af skemmtilegri hringjum sem ég hef spilað. Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? Já, alltaf eitt tí, eitt grínmerki, einn gaffall og einn bursti í hægri vasanum. Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik? Stutta spilið. Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19? Erfitt. GS ætlaði t.d. að vera núna í æfingaferð í Portúgal.

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson aka Junior Aldur: 45 Klúbbur: GS Forgjöf: 0,1 Uppáhalds matur: Svínakjöt Uppáhalds drykkur: Red bull Uppáhalds kylfingar: Örn Ævar og Gummi Kristjáns hér heima en erlendis er það Tiger Woods en ég var mikil Payne Stewart maður. Þrír uppáhaldsgolfvellir? Leiran, Grafarholtið og Whispering Pines Golf í Texas. Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: Bergvíkin í Leirunni á hvítum, 15. braut í Grafarholtinu og 17. í Vestmannaeyjum.

Páll Ketilsson

Erfiðasta golfholan: Bergvíkin á öftustu

pket@vf.is

teigum í norðan roki. Erfiðasta höggið: Næsta högg á eftir góðu sjanki!! Ég hlusta á: Nánast allt en mikill U2 maður. Besta skor: 65 högg bæði í Leirunni og á Hvaleyri í Hafnarfirði. Besti kylfingurinn? Tiger Woods Golfpokinn: Srixon Dræver: Taylor Made SIM Brautartré: Srixon Járn: Srixon Z-forged Fleygjárn: Callaway jaws md5 Pútter: Odessey #1 wide Hanski: Footjoy Skór: Footjoy og Ecco

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


35 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Ljósmynd tekin við Garðvang í Garði fimmtudaginn 27. október 1983. Ljósmynd: Páll Ketilsson

Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag finnur þú á timarit.is


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Leið svolítið eins og ég væri persóna í skáldsögu Bryndís Jóna Magnúsdóttir er nýr skólastjóri Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Í samkomubanni er skólastarfið með allt öðrum hætti en venjulega. Bryndís Jóna Magnúsdóttir var nýlega ráðin skólastjóri Heiðarskóla í Reykjanesbæ en þar hefur hún starfað frá árinu 2009. Hún fer lítið annað en í matvörubúðir og í vinnuna og aðrir fjölskyldumeðlimir vinna og læra heima. Í samkomubanninu er skólastarfið með allt öðrum hætti en venjulega. Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Þetta er svo óvenjulegt ástand að ég á eiginlega ekki til réttu orðin sem lýsa upplifun minni á því. Þetta er allt voða skrítið. Hefurðu áhyggjur? Já, ég hef áhyggjur af stöðunni og þróuninni, það er ekki annað hægt. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Dóttir mín á grunnskólaaldri lauk sóttkví á föstudaginn síðasta en á meðan á henni stóð gerðum við tilheyrandi ráðstafanir á heimilinu. Það var vont að þurfa að halda henni frá sér en við erum annars mjög iðnar við það að gefa hvorri annarri vítamín fyrir sálina með faðmlögum. Hjartað var því hálf marið. Samneyti við fjölskyldu og vini hefur verið í algjöru lágmarki og vinnutilhögun er breytt. Ég fer lítið annað en í matvörubúðir og í vinnuna og aðrir fjölskyldumeðlimir vinna og læra hér heima. Undir eðlilegum kringumstæðum er mikil umferð hérna á heimlinu þar sem farið er til og komið frá vinnu og æfingum svo til allan daginn. Það hefur hægst mjög mikið á þeirri umferð. Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Ég er annan hvern dag á vinnustað mínum, Heiðarskóla og á móti vinn ég við tölvurnar heima. Í vinnunni er samgangur fólks í algjöru lágmarki og ég sé lítið sem ekkert af krökkunum. Hvort tveggja finnst mér voða leiðinlegt. Skilaboðasendingar, símtöl og fjarfundir hafa svo gott sem alveg komið í staðinn fyrir samtöl augliti til auglitis. Að vinnu lokinni fer ég heim, reyni þá að fá mér göngutúr og banka þá stundum upp á hjá mínu nánasta fólki til að athuga hvernig það hefur það en fer helst ekki inn. Ég hef hringt meira í fólkið mitt og sent texta- og myndskilaboð.

Svo erum við fjölskyldan farin að nýta okkur fjaræfingarnar hjá Helga Jónasi í Metabolic. Hann er í beinni frá Grindavík og gerir það allra besta úr stöðunni, svona eins og honum einum er lagið. Ég hef reynt að draga mikið úr búðarferðum og svo eru þrif hérna heima miklu tíðari. Við förum reglulega með sótthreinsiefni í tusku yfir helstu snertifleti. Við vinkonurnar hittumst einu sinni í mánuði í saumaklúbbi en nú er það ekki í boði svo við skelltum í fjarfundasaumó í síðustu viku. Hluti af vinnufélögunum hittist líka á netinu í lok vikunnar, svona til gamans. Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Ég starfa sem skólastjóri í Heiðarskóla og um mánaðamótin janúar/ febrúar fór viðbúnaður vegna COVID-19 að gera vart við sig. Þá var ráðist í að uppfæra viðbragðsáætlun almannavarna fyrir skólann, leiðbeiningar um handþvott voru festar á veggi á öllum salernum og komið var á skipulagi fyrir dagleg sótthreinsiþrif á helstu snertiflötum skólans. Þegar hættustigi var líst yfir um mánaðamótin febrúar/mars fór ég að gera mér grein fyrir að við værum líklega að sigla inn í fordæmalausa tíma. Í framhaldi fór verkefnum í tengslum við veiruna að fjölga. Þegar samkomubannið var loks boðað föstudaginn 13. mars blasti alvarleiki málsins við og yfir þá helgina unnu skólastjórar skólanna í Reykjanesbæ saman að því að skipuleggja skert skólastarf. Heilmikil vinna fór fram á mjög skömmum tíma og mér leið svolítið eins og ég væri persóna í skáldsögu. Þegar ég fékk síðan boð frá skóla dóttur minnar um að hún þyrfti að fara í sóttkví bankaði ástandið upp á mitt eigið heimili sem var sérstakt. Hvernig ert þú að fara varlega? Með auknum handþvotti og þrifum, með því að halda mig sem mest heima hjá mér, er í hönskum

þegar ég fer t.d. út í búð, dreg eins og hægt er úr snertingum, hósta og hnerra í olnbogabótina og huga að andlegri og líkamlegri heilsu. Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Einstaklega vel. Traust er gríðarlega mikilvægt á óvissutímum sem þessum. Ég ber fullt traust til bæði ríkisstjórnarinnar og þríeykisins. Ég trúi því og finn að það eru allir að gera sitt allra besta í verkefnum sem erfitt er að máta við nokkur önnur. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Traust og trú á að við komumst í gegnum þennan tíma eins fljótt og vel og hægt er. Náungakærleikur, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sérstaklega þegar ekki má knúsast. Yfirvegun og raunsæi. Húmor og bjartsýni. Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Það er eflaust alltaf hægt að gera meira en mér finnst sveitarfélagið vera að standa sig eins vel og hægt er í alvarlegu ástandi. Það eru allir að reyna að gera sitt besta. Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Ekki þannig. Ekki enn sem komið er a.m.k. Ég er frekar heimakær svo það fer ekkert sérstaklega illa í mig að þurfa að vera sem mest heima. Ef samkomubannið verður framlengt og jafnvel hert þá mun það þó vafalaust valda einhverjum óróleika. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Notar þú netið meira? Það fer ekki fyrir miklu öðru en matarinnkaupum en ég er ekki farin að panta matvörur á netinu. Ég hef pantað matarsendingar frá Eldum rétt, sem er svo sem ekkert nýtt fyrir mér.

LÆRDÓMSRÍKT Hvernig hefur skólastarfið gengið á tímum COVID-19? Í samkomubanninu er skólastarfið með allt öðrum hætti en venjulega. Nemendum í 1. - 6. bekk er skipt upp í tvo hópa sem koma í skólann annan hvern dag. Þetta hefur allt saman gengið vel í mjög stífum ramma þar sem nemendur þurfa að koma í skólann og fara heim stundvíslega á ákveðnum tíma og um ákveðna innganga skólans. Hópar mega ekki blandast, hvorki innan dyra né utan og starfsfólk tilheyrir svokölluðum sóttvarnarteymum. Aðgengi foreldra og utanaðkomandi aðila að skólanum er mjög takmarkað. Nemendahópar halda til í heimastofum sínum og fara ekki í hefðbundna íþrótta-, sund-, list- eða verkgreinatíma. Eldri nemendur vinna heimavinnu eftir fyrirmælum kennara og með stuðningi þeirra. Þeir tilkynna sig til umsjónarkennara sinna kl. 9 á morgana, fá fyrirmæli og geta leitað eftir aðstoð þeirra fram eftir degi. Þetta hefur gengið furðu vel og þarna eru notaðar samskiptaleiðir sem ekki hafa verið nýttar áður. Þetta hefur allt saman verið mjög lærdómsríkt og möguleikar tækninnar nýst sérstaklega vel. Starfsfólk skólans á mikið hrós skilið og foreldrar sömuleiðis en við vitum vel að ástandið er ekki auðvelt fyrir heimilin. Þó að fyrirkomulagið gangi vel þá hugsa ég að allir hlakki til þess að skólastarfið komist í eðlilegt horf. Það geri ég svo sannarlega. Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég vona að við verðum komin yfir erfiðasta tímann um miðjan eða undir lok maí og getum þá farið nokkuð kát inn í sumarið. Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Við fjölskyldan vorum búin að sjá fyrir okkur að ferðast innanlands næsta sumar og ég vona að við getum gert það. Það á eftir að koma í ljós hvort farið verður í íþróttaferðir til útlanda sem eru á dagskrá fjölskyldunnar í júlí og ágúst. Hvað getur þú sagt okkur um menntun þína og fyrri störf? Ég hef starfað í Heiðarskóla frá ársbyrjun 2009 og verið í stjórnunarteymi skólans frá 2013, fyrst sem deildarstjóri, síðan sem aðstoðarskólastjóri og undanfarið ár hef ég sinnt starfi skólastjóra tímabundið. Staðan var auglýst í byrjun árs eins og lög gera ráð fyrir, ég sótti um og mér var boðið starfið að loknu ráðningarferli. Það hefur verið frekar sérstakt að fara í gegnum ráðningarferli á svona óvenjulegum og sérstaklega krefjandi tímum en ég er spennt fyrir framhaldinu. Heiðarskóli er frábær skóli. Þar starfar einstakur starfsmannahópur og nemendur skólans eru ekki síðri. Heiðarskóli á gott samfélag sem gaman er að vera partur af. Ég lauk kennaranámi með B.Ed gráðu árið 2006 og stunda nú

meistaranám við Háskóla Ísland með áherslu á stjórnun menntastofnanna. Nú var skólinn fyrstur til að prófa spjaldtölvur í námi fyrir nokkrum árum. Hvernig hefur það þróast? Það hefur þróast þannig að í dag leiðum við almennt ekki hugann sérstaklega að því að í Heiðarskóla séu nýttar spjaldtölvur á unglingastigi. Það er engin saga til næsta bæjar. Þær eru orðnar mjög eðlilegur partur af skólastarfinu okkar. Spjaldtölvur og bækur eru notaðar jöfnum höndum og nemendur ráða því sjálfir hvort þeir vilji hafa bækur sínar rafrænar í spjaldtölvunum eða ekki. Bekkjarsett nýtast svo yngri nemendum og þurfum við helst að fjölga þeim því kennarar yngri bekkja eru alltaf að nýta möguleika tækninnar betur og betur. Spjaldtölvurnar auka fjölbreytni í námi og kennslu, auðvelda aðgengi nemenda að upplýsingum og hafa nýst afar vel í því að einstaklingsmiða nám nemenda. Ertu eitthvað farinn að sjá fram í vorið með skólastarfið, hvort þið klárið á sama tíma eða ekki? Við slítum skólunum líklega á réttum tíma en það er ómögulegt að segja núna með hvaða hætti skólastarfið verður fram að því. Í þessu ástandi er í raun bara hægt að taka einn dag í einu, í allra mesta lagi eina viku. Heilbrigðisyfirvöld stýra þessari ferð og við förum að tilmælum þeirra.

Ég hef reynt að draga mikið úr búðarferðum og svo eru þrif hérna heima miklu tíðari. Við förum reglulega með sótthreinsiefni í tusku yfir helstu snertifleti. Við vinkonurnar hittumst einu sinni í mánuði í saumaklúbbi en nú er það ekki í boði svo við skelltum í fjarfundasaumó í síðustu viku. Hluti af vinnufélögunum hittist líka á netinu í lok vikunnar, svona til gamans.


Pรกll Ketilsson pket@vf.is


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Ásgeir er liðtækur með trompetið. Hér leikur hann þekkt lag. Þið verðið að smella á myndskeiðið til að sjá og heyra :)

Bæði áhyggjufullur og vongóður ÁSGEIR EIRÍKSSON, BÆJARSTJÓRI Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM ÞURFTI AÐ FARA Í SÓTTKVÍ EFTIR AÐ HAFA VERIÐ Í FRÍI Á SPÁNI Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum var í orlofi á Spáni og þurfti því að fara í sóttkví þegar hann kom heim. Hann segir að það gangi ágætlega að aðlaga sig að aðstæðum á tímum Covid-19. Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Upplifunin er einkennileg að öllu leyti, enda hefur aldrei neitt sambærilegt komið upp áður. Hefurðu áhyggjur? Ég er bæði áhyggjufullur og vongóður. Það er full ástæða til að viðhafa ítrustu varúð, en á sama tíma ber maður mikið traust til yfirvalda sem virðast sem betur fer vera með góð tök á stöðunni. En ástandið er eigi að síður viðkvæmt. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Dagarnir eru sannarlega öðru vísi en venjulega. Einkennast af fjarvinnslu, bæði með aðstoð fjarfundabúnaðar og síma. Eðli málsins samkvæmt er maður lítið sem ekkert á ferðinni Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? Starfsemin er á hægagangi, skert þjónusta á öllum sviðum sveitarfélagsins. Allir fundir eru nú fjarfundir. Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? Já, við hjónin vorum í orlofi á Spáni og þurftum því að fara í 14 daga sóttkví þegar við komum heim. Það er ekkert annað í stöðunni en að laga sig að

þeim aðstæðum, og það gengur vonum framar. Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Það var ekki fyrr en eftir fyrstu vikuna í mars, að maður fór að átta sig á alvarleika málsins. Hvað varð til þess? Með auknum fréttaflutningi gerði maður sér betur grein fyrir ástandinu, sem og var það all sérstakt að upplifa útgöngubann á eigin skinni. Hvernig ert þú að fara varlega? Með því að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mælt er með, þ.e. forðast snertingu og halda fjarlægð Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Þríeykið“ stendur sig vel og eru traustvekjandi. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með tillögu stjórnvalda þegar kemur að innspýtingu í efnahagskerfið, lítið sem ekkert af þeim fjármunum ratar inn á okkar landshluta. Hér er þó þörfin brýn, ekki síst hvað varðar uppbyggingu HSS. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að standa saman, fara að fyrirmælum og sýna æðruleysi.

Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Það má án efa alltaf gera betur. Þessa dagana er unnið að útfærslu á aðgerðum, sem vonandi mæta þörfum íbúa sveitarfélagsins sem og atvinnustarfseminni. Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Já, það er t.d. búið að fresta einni jarðarför sem ekki er unnt að hafa fyrr en síðar. Hvernig hagar þú innkaupum í dag. Notar þú netið meira? Ég nýti mér pöntunarþjónustu í auknu mæli. Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég held að það muni líða langur tími þar til allt verður eins og áður var. Ég vona hins vegar að daglegt líf komist í eðlilegar skorður fyrir lok maí. Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Að svo stöddu eru engin ferðaplön, það bíður betri tíma að ákveða það.


NETLEIKHÚSIÐ fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

39 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR & VÍKURFRÉTTIR

NETLEIKHÚSIÐ // LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR & VÍKURFRÉTTIR Þökkum rúmlega

LITLA HRYLLINGSBÚÐIN

ÁVAXTAKARFAN

37.000

áhorfendum fyrir NETLEIKHÚSIÐ // LEIKFÉLAG KEFLAVÍKURKL. & VÍKURFRÉTTIR FÖSTUDAG SUNNUDAG 12:00 innlitið á Dýrin KL. 21:00 í Hálsaskógi sl. sunnudag!

Þökkum rúmlega

Sýnt á síðu37.000 Víkurfrétta á Facebook Netleikhúsið er á fésbók Víkurfrétta!

ÁHUGALEIKSÝNING ÁRSINS 2018

EKKI VIÐ HÆFI BARNA!

áhorfendum fyrir KILLER MYSTERY BOY JOE NETLEIKHÚSIÐ // LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR & VÍKURFRÉTTIR SIÐ // LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR & VÍKURFRÉTTIR

lega

00

29. MARS KL. 22:00

innlitið á Dýrin Það kostar ekkert aðí Hálsaskógi horfa! Þökkum rúmlega Munið bara eftir leikfélaginu þegar betur árar.

37.000

sl. sunnudag!

Mystery Boy og Killer Joe Netleikhúsið áhorfendum fyrir aðgengilegar á verða tímabundið á Dýrin er áinnlitið fésbók fésbók Víkurfrétta. tækifærið í Hálsaskógi Notið 27. MARS KL. 21:00 Víkurfrétta! MYSTERY BOY sl. sunnudag! og sjáið frábærar sýningar!

fyrir ýrin gi g!

sið ók ta!

27. MARS KL. 21:00

ÁHUGALEIKSÝNING ÁRSINS 2018

ÁHUGALEIKSÝNING ÁRSINS 2018

ÁHUGALEIKSÝNING ÁRSINS 2018

Netleikhúsið Það kostar ekkert að horfa!

EKKI VIÐ HÆFI BARNA!

Munið bara leikfélaginu þegar betur árar. er áeftir fésbók

27. MARS KL. 21:00 MYSTERY BOY

Víkurfrétta!

29. MARS KL. 22:00 KILLER JOE

27. MARS KL. 21:00 MYSTERY BOY

EKKI VIÐ HÆFI BARNA!

29. MARS KL. 22:00 KILLER JOE EKKI VIÐ HÆFI BARNA!

29. MARS KL. 22:00 KILLER JOE


fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Allir starfsmenn Njarðvíkurskóla fengu páskaegg Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi í skólann í vikunni til þess að færa öllum starfsmönnum skólans páskaegg sem þakklætisgjöf. Með þessari gjöf vill foreldrafélagið þakka starfsmönnum fyrir ómetanlegt starf hér innan skólans á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum og að standa í framvarðarsveit fyrir nemendur Njarðvíkurskóla. Þessi hugmynd kom frá foreldrafélaginu strax núna eftir helgina og viljum við þakka foreldrafélaginu og foreldrum nemenda fyrir hugulsemina það er svo ómetanlegt fyrir okkur að finna fyrir þakklæti á okkar störf á þessum tímum. Í bréfi frá foreldrafélaginu sem fylgir gjöfinni stendur: Kæra starfsfólk Njarðvíkurskóla! Foreldrar nemenda í Njarðvíkurskóla vilja koma á framfæri kærum þökkum til ykkar allra fyrir að standa í fram-

varðasveitinni fyrir okkur og börnin okkar. Jákvæðni ykkar, umhyggja og samtaða fyrir fjölskyldur og nemendur hefur ekki bara skilað sér í fjölbreyttu og lausnamiðuðu skólastarfi heldur líka ánægju og þakklæti nemenda og fjölskyldna þeirra. Við þökkum ykkur öllum fyrir ómetanlegt starf á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum. Foreldrar nemenda í Njarðvíkurskóla

Jón Axel freistar gæfunnar í NBAnýliðavalinu Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta ætlar að freista gæfunnar og taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum í sumar. Þetta kemur fram í viðtali við Morgunblaðið. Jón Axel er að ljúka námi frá Davidson háskólanum en þar hefur hann farið á kostum og slegið fjölda meta í sögu Wildcats, körfuboltaliðs skólans. Þrátt fyrir óvissu vegna Covid-19 segist Jón í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að reyna á þetta og byrjunin sé að fá sér umboðsmann.

Leggjum áherslu á að halda iðkendum virkum og mikilvægt að standa saman Þróttur í Vogum þarf að fella niður 30 til 35 skipulagðar æfingar í hverri viku og það hefur áhrif á um 200 iðkendur í skipulögðu starfi félagsins. Þetta hefur mikil áhrif á iðkendur, þjálfara, foreldra og aðra hjá Þrótti. Hlutverk félagsins er að halda iðkendum við efnið og hlúa að þeim á meðan þetta ástand varir. Stjórnendur og þjálfarar Þróttar eru í sömu sporum og öll önnur íþróttafélög í landinu en allt íþróttastarf hefur legið niðri síðan samkomubann tók gildi. Þróttur leggur áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Í þessu ástandi er það áskorun fyrir Þrótt og önnur íþróttafélög að halda uppi skipulögðu starfi með öðrum hætti þó æfingar falli niður. Hefur stjórn félagsins unnið að verklýsingu þar sem settar eru kröfur á alla þjálfara að senda iðkendum sínum heimaæfingar og aðstoða þá af bestu getu ef eitthvað er.

Við erum að gera okkar besta í þessari stöðu til að halda úti æfingum og okkar iðkendum virkum. Langar mig að hrósa foreldrum fyrir að taka virkan þátt í þessu með okkur og hvetja börnin til þess að gera æfingar heima. Það er mikilvægt að halda í alla þá rútínu sem við getum og það er til dæmis hægt með að stunda reglulega, skipulagða hreyfingu. Á meðan þetta ástand varir hefur tíminn verið nýtur til að horfa til framtíðar þannig að hægt sé að koma starfi aftur í eðlilegt horf um leið og hægt er. En þangað til verðum við að horfa á jákvæðu hliðarnar og njóta aukinna

samverustunda með fjölskyldunni, hreyfa okkur og hafa gaman. Eins og flestir í samfélaginu þá tökum við hjá Þrótti reglulega stöðuna og högum starfsemi í samræmi við nýjustu ráðleggingar stjórnvalda. Viljum við biðja alla um að halda áfram að sína okkur og stöðunni skilning en við erum öll í sama liði og okkar lið er að standa sig glæsilega. Áfram Þróttur!! Petra R. Rúnarsdóttir formaður Ungmennafélagsins Þróttar frá Vogum.


41 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Bangsar gleðja börnin


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Lífið áfram


43 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Þó hægst hafi á öllu atvinnulífi og mannlífi þá er ekki allt stopp. Bátarnir í Grindavík og víðar hafa verið að fara á sjó og þegar Víkurfréttir litu við í Grindavíkurhöfn síðasta sunnudag var verið að landa úr nágrannabátnum Margréti. Mávarnir eru vorboði og þeir voru mættir á kajann og biðu eftir bita.

heldur m!

MANNLÍFIÐ Í MYNDUM PÁLL KETILSSON


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Hestar, hundar og fólk er á ferðinni á veirutímum og kylfingar eru á leiðinni út á golfvöll. Þessar myndir eru úr Grindavík. Svangir hestar komu hlaupandi þegar ljósmyndari Víkurfrétta mætti með linsuna en ekkert brauð eða annað góðmeti. Húsatóftavöllur Golfklúbbs Grindavíkur er búinn að fá nokkrar ágjafir í vondum veðrum í vetur og hann bíður vors og sumars. Líka eigendur Bryggjunar sem hafa lokað veitingastaðnum til 1. maí á tímum Covid-19.

Hestar, hundar og fólk bíð vori og að veirutímu


45 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ða eftir um ljúki

MANNLÍFIÐ Í MYNDUM fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. PÁLL KETILSSON


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.


47 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

Ljósmyndir til sölu

GSM 898 2222 • HILMAR@VF.IS


facebook.com/vikurfrettirehf

Mundi

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Hvenær fæ ég svona vídeó ?

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Við erum öll samfélagið Í þessu ástandi sem nú varir berjast flest fyrirtæki í bökkum við að halda sinni starfsemi gangandi. Þetta á þó meira við um ferðaþjónustu og fyrirtæki tengd ferðaþjónustu þar sem flest öll flugfélög í heiminum hafa nánast lokað sinni starfsemi vegna faraldursins. Mörg fyrirtæki hafa stigið fram og sagst ekki ætla að fara í umfangsmiklar uppsagnir en þær fréttir koma aðallega erlendis frá. Halla Tómasdóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi forstjóri B Team í New York hefur haldið úti „live“ straumi frá einangrun sinni heiman frá og lýsir ástandinu vel í NY. Þar er enginn á ferli, ekki nokkur maður. Þar í borg er mikið verið að höfða til þess góða í forstjórum fyrirtækja að halda starfsfólki í vinnu þrátt fyrir hræðilegt ástand. Samfélagsleg ábyrgð í sinni fegurstu mynd. Förum aftur heim í okkar krúttlega hagkerfi. Í vikunni hlustaði ég á viðtal við forstjóra Isavia ohf. en þar fengu 100 starfsmenn brottfararspjaldið sitt í gær. Forstjórinn talaði um að eiginfjárstaða og lausafjárstaða fyrirtækisins væri mjög sterk, hún hafi í raun aldrei verið sterkari. Af hverju ætli það sé? Jú, Isavia (lesist: íslenska ríkið) hefur ekki farið varhluta af því gullæði sem hefur einkennt ferðaþjónustuna og hagnast ríkulega sl. 5-7 ár af íslenskum sem og erlendum flugfélögum sem lenda í Keflavík. Skyndilega er staðan (amk. tímabundið) mjög breytt og nú þarf ríkið að veita eina íslenska flugfélaginu sem enn er í rekstri duglega fjárhagsaðstoð svo það geti haldið uppi lágmarkssamgöngum til og frá landinu. Gott og vel. En punkturinn minn er þessi. Þetta er tímabundið ástand. Með því að Isavia sé að segja upp 100 manns til að sýna

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur

einhver viðbrögð og rekstrarlegt aðhald þá er félagið bara að færa kostnaðinn frá einum vasa (Isavia ohf.) yfir í annan (Vinnumálastofnun). Kostnaður okkar skattgreiðenda er nánast sá sami. En það sem þessi aðgerð sýnir er hversu lítið manneskjan er metin í fyrirtækjarekstri. Það hefur slæm áhrif á manneskju að vera sagt upp störfum. Þannig að þó að þetta komi út á eitt fyrir okkur skattborgara þá er verið að snúa lífinu hjá 100 fjölskyldum á hvolf mögulega að óþörfu. Í sama viðtali er forstjórinn að berja sér á brjóst yfir því að félagið hafi aldrei verið fjárhagslega sterkara. Frekar ósmekklegt allt saman að mínu mati. Þó að mér finnist þetta í besta falli ósmekklegt þá á ég varla nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á aðgerðum Bláa lónsins. Félagið sagði upp 164 starfsmönnum á fyrstu dögum farsóttarinnar og leitar svo á náðir okkar skattborgara með greiðslu hluta launa 400 manns til viðbótar. Þetta sama fyrirtæki hefur fleytt rjómann af ferðamannabólunni og greitt rúmlega 12.000 m.kr. í arð til eigenda sinna sl. 8 ár sem mjög litlir jafnvel engir skattar eru greiddir af vegna skattalegra útúrsnúninga. Eigið fé Bláa lónsins nam í lok árs 2018 litlum 12.400 m.kr. Í alvöru samlandar, hvar er ábyrgðin og samheldnin í okkar þjóðfélagi? Ég er ekki að tala um að þessi fyrirtæki ættu að vera að greiða fólki laun þegar enginn er peningurinn. En þessi fyrirtæki hafa hagnast um milljarða á milljarða ofan ár eftir ár!

BÍLAÚTSALAN ÞÍN!

Honda CR-V Ek. 82 þús. árg. 2014. Sjálfsk.

Suzuki Vitara Ek. 126 þús. árg. 2017. Sjálfsk.

Peugot 108 Ek. 37 þús. árg. 2017. Beinsk.

Honda Civic 5dr. Ek. 9 þús. árg. 2018. Sjálfsk.

Nizzan Leaf. Rafmagn. Árg. 2019. Ek. 3 þús.

Renault Zoe Rafmagn Ek. 17 þús. árg. 2018. Sjálfsk.

Tilboð 2.990.000 kr.

Tilboð 2.490.000 kr.

Tilboð 1.890.000 kr.

Tilboð 3.990.000.

Tilboð 840.000 kr.

Tilboð 2.690.000 kr.

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl?

sendibillinn.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 14. tbl. 41. árg.