Jón Ragnar slær hér á Á 10.SUÐURNESJUM teig í Sandgerði. Nokkrir 32Ástþórsson // VÍKURFRÉTTIR Í 40 ÁR félagar hans fylgjast með.
fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.
Fyrsta COVID-19 golfmótið á Íslandi haldið í Sandgerði Fyrsta COVID-19 golfmótið á Íslandi og kannski í heiminum var haldið á Kirkjubólsvelli í Sandgerði síðasta sunnudag. Níu kylfingar tóku þátt og léku níu holur í fínu vorveðri. Kept var í liðakeppni og svo fór að lokum að eitt þeirra vann. Úrslitin skiptu minnstu máli en kylfingarnir voru eins og beljur að vori og golfgleðin yfirtók alla veiruhugsun. Aðstæður á Kirkjubólsvelli voru fínar á miðað við árstíma og leikið á sumarflötum eins og alltaf í Sandgerði. Markmiðið var að halda í heiðri tveggja metra regluna og það þótti hafa tekist nokkuð vel. Fagnað var í COVID-19 stíl. Kylfuhausum var slegið létt saman. Ritstjóri Víkurfrétta og kylfingur.is var meðal þátttakenda og smellti nokkrum myndum og tók upp nokkur myndskeið sem sjá má með fréttinni. Kylfingur bíða nú í ofvæni að komast út á golfvöll og vonast eftir góðviðri um páskana eða bara næstu vikurnar.
Gunnar Oddsson er betur þekktur nálægt og inni á fótboltavelli. Hann ætlaði að kíkja í eina kók í skúrnum en fékk ekki afgreiðslu. Vippaði svo bara inn á flöt.
Teitur Örlygsson, einn besti körfuboltamaður Íslandssögunnar er áhugasamur kylfingur. Hér mundar hann kylfuna á 10. teig á Kirkjubólsvelli.
Margeir Vilhjálmsson, golfkennari og Gunnar sýna hér hvernig á að þakka fyrir leikinn.
Sigurður Garðarsson var formaður Golfklúbbs Suðurnesja í nokkur ár og sveiflar hér drævernum í Sandgerði.