Þess mynd tók ég af gamla vitanum í Garði í hríðarbil í janúar fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl.2020. // 41.Einn árg.af þessum dögum þar sem snjóaði lárétt. Mér fannst áhrifin verða meiri við að hafa hana svart/ hvíta og verður þannig nánast eins og blýantsteikning.
30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sonur minn hann Sigurður á 1. teig í Leirunni 2015. Hann hafði beðið mig um að fylgja sér einn hring og taka myndir af sér. Hér er upphafshöggið á 1. teig.
ÁHUGALJÓSMYNDARINN GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Garðskagi í uppáhaldi Guðmundur Sigurðsson er búsettur í Garðinum og giftur Karen Ástu Friðjónsdóttur. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn svo það er nóg að gera. Guðmundur starfar sem rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Ljósmyndaáhuginn vaknaði fyrir alvöru eftir aldamótin þegar hann eignaðist myndavél af gerðinni Canon 400D. Guðmundur segir að mikið frelsi fylgi stafrænni ljósmyndun. Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Sennilega hef ég alltaf haft áhuga á ljósmyndun og fékk fyrstu myndavélina um 12 ára gamall og var þá aðallega að taka myndir á hinum og þessum viðburðum, hvort sem það var innan fjölskyldunnar eða einhverjir viðburðir sem ég fór á. Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Þegar eiginkonan gaf mér Canon 400D skömmu eftir aldamótin kviknaði áhuginn fyrir alvöru og ég fór að taka myndir af öllu mögulegu og ómögulegu. Og í ljósi þess að ég hef ekki kunnáttu í að framkalla myndir þá fylgdi því mikið frelsi að geta hent öllum myndunum í tölvuna og skoðað og valið að vild þær myndir sem ég vildi eiga og vinna með. Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta vélin var líklega Kodak 83´ módel sem var stór, mjó og kassalega og ég var í góðu samstarfi við Hljómval á Hafnargötu að láta framkalla myndirnar.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun. Uppáhalds ljósmyndara? Get ekki sagt að ég hafi verið með einhvern ákveðinn sem fyrirmynd en hef mjög gaman af myndunum hjá RAX og svo er Ellert Grétarsson mikill snillingur sem hefur verið gaman að fylgjast með. Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Hef sótt stórfín námskeið hér og þar sem hafa reynst vel við að þekkja vélina, ákveða mynduppbygging og birtu og íhuga sjónarhorn og fókus, allt mjög gagnlegt. Og svo er það ómetanlegt að fikta sjálfur og prófa sig áfram og síðan er manni haldið ágætlega við í vinnunni. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Ég er með tvær vélar í dag sem ég nota mikið, Canon EOS 60D og Canon EOS 6D en linsurnar sem ég nota mest eru Canon 70-200 1:2.8 L IS sem ég nota mikið á íþróttaleikjunum. Sigma 17-50 1:2.8 EX og Canon 10-18 EFS sem ég nota í náttúrulífsmyndum og mannamótum.
Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Ég ljósmynda mikið íþróttaleiki, hef elt börnin og barnabörnin okkar í því sem þau hafa verið að taka þátt í. Hef t.d. tekið mikið af myndum í knattspyrnuleikjum Keflavíkur og Víðis í Garði síðustu ár sem fólk hefur haft gaman af. Hef líka gaman að taka myndir á mannamótum og náttúrulífsmyndir. Það er gaman að taka myndir í náttúrunni en myndir af íþróttaleikjum og mannamótum hafa svo mikið sögulegt gildi og með tilkomu samfélagsmiðla þá virkar það sem hvati á mig að taka myndir af t.d. knattspyrnuleikjum og láta þær myndir síðan á samfélagsmiðlana og leyfa öðrum að njóta. Það gefur mér mikið. Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í gírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Ég var duglegri við það að hafa ávallt myndavél við hendina og fanga þannig augnablikið en það hefur dregið aðeins úr því. Þegar við eiginkonan vorum að ferðinni hvort sem það var hér innanlands eða utanlands þá var alltaf myndavélin með í för og konan gerði góðlátlegt grín að því að hún væri á ferðinni með myndavélinni og mér. Núna er það meira að ég geri mér ljósmyndaleiðingur ef ég fer með myndavélina úr úr húsi.
lega tækifærismyndatökur og þegar vilji er til að sýna eitthvað sem er að gerast í rauntíma og til að sýna á samfélagsmiðlum. En þegar síminn er gripinn upp við tækifærismyndatökur þá vill það koma niður á gæðum myndanna. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Maður reynir að styðja sig við gullinsnið (þriðjungsregluna) að myndfletinum sé skipt í þriðjunga lárétt og lóðrétt og þar sem skurðlínurnar skerast eru áhugaverðir punktar á myndfletinum, en það þarf samt ekki að vera algilt. En þar sem ég tek mikið af íþróttamyndum reyni ég að taka myndirnar í augnhæð og spái í birtuna og ná augnablikinu með réttu sjónarhorni og focus. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Þegar ég er að taka myndir á t.d. knattspyrnuleik þá tek ég mikið af myndum í þeirri viðleitni að fanga
augnablikið og fer svo í gegnum myndirnar eftirá, ég skoða ekki mikið myndirnar á leiknum sjálfum því það er alltaf eitthvað að gerast sem maður myndi annars missa af. En þegar ég er að taka náttúrulífsmyndir þá gef ég mér dálítinn tíma í að byggja undir myndina. En með mannamót þá fylgist ég með fólkinu og reyni að láta það segja með myndinni hvað er um að vera. Áttu uppáhalds staði til að ljósmynda? Minn uppáhaldsstaður er að sjálfsögðu Garðskagi og þá sérstaklega gamli vitinn. Það er eitthvað við hann sem dregur mann að honum. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Ég vinn langflestar myndirnar mínar í myndvinnsluforritinu Lightroom. Hef ekki lagt Photoshop á mig en nota þetta forrit til að skerpa á litunum og kroppa þær aðeins til. Ég er ekki að bæta einhverju inn á myndirnar eða fjarlægja eitthvað úr þeim.
Ertu að notast við símann við myndatökur? Það er mjög handhægt að nota símann við myndatökur, sérstak-
Sonur minn, hann Sindri Þór, í leik með Keflavík árið 2019 en hann er núna að hefja sitt 4. ár með meistaraflokki Keflavíkur.
Já gamli vitinn í Garðinum hann heillar. Þessi er tekin árið 2015 og ekki búið að setja toppstykkið á hann en það er eitthvað við hann og náttúruöflin sem umlykja hann.
Bjargarsteinn í Garðinum í vetrarbúning.