Víkurfréttir 14. tbl. 41. árg.

Page 22

Norðurljósin og náttúran heilla

fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg.

22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ÁHUGALJÓSMYNDARINN GUÐLAUGUR OTTESEN

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Guðlaugur Ottesen er uppalinn í Sandgerði en er núna búsettur í Reykjavík, giftur með á fjögur börn. Hann starfar hjá Eldingu hvalaskoðun við ýmislegt. Hann fékk ljósmyndabakteríuna þegar hann starfaði í raftækjaverlsun fyrir um 15 árum síðan.

ar og Óla. Brúðkaup Sigurveig

Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Ég hef alltaf haft gaman af því að mynda. En líklega ekki fyrr en ég var að vinna í raftækjaverslun um 2004-5 sem ég „dat“” inn í þetta af einhverju ráði.

Útskrift, Eva Dís.

Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Líklega bara að vera að umgangast myndavélrnar i versluninni sem ég vann í og fór að fikta að einhverju ráði við myndavélarnar. Þurfti að læra á þetta til að geta selt þetta. Þannig fór boltinn af stað. Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta linsuvélin var Canon filmuvél. Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun. Uppáhalds ljósmyndara? Nei ekki beint. En hef litið upp til Olgeirs Andréssonar og Friðriks Hreinssonar svona eftir að maður kynntist þeim og því sem þeir hafa verið að gera. Annars heilla fallegar og góðar myndir mest sama hver tekur þær. Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Allt of lítið. Fór í byrjun á námskeið hjá einhverjum og jú jú, það hjálpaði

eitthvað að skilja betur stillingar en annars hef ég bara verið duglegur að fikta og spyrja þá sem eru í kring um mig. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Í dag er ég með Nikon D3 og D3s. Linsurnar eru Sigma 70-200mm 1:2, Sigma 24-70mm 1:2,8 og Sigma 150600 1:5-6,3. Nikon Flass, hreinsidót, kort og svona smádót. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Náttúran hefur heillað. Norðurljósin. Eins tek ég töluvert að íþróttamyndum sem er mjög skemmtilegt. Svo tek eg mikið af myndum í vinnunni sem er mjög gaman. Mikil áskorun getur verið í því. Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í grírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Bæði og. Ef ég veit t.d af leikjum eða spáin er góð í norðurljósin þá er hún við hendina. Svo koma alveg dagar þar sem maður þarf að setja sig í stellingar. En hún er aldrei langt undan.

Ertu að notast við símann við myndatökur? Mjög lítið. Ekki nema ef ljósmyndavélin er ekki við hendina. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Það sem skiptir máli er að vera vel stilltur og ná augnablikinu. Nei, ég velti myndbyggingu of lítið fyrir mér. Ekki nema að viðfangsefnið sé ákveðið fyrirfram. Annars er þetta bara að fanga viðfangsefnið og hafa það pínu villt ef svo má að orði komast. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Í íþróttunum já, en annars er ég nokkuð hóflegur þegar kemur að venjulegum myndum. Vinnumyndir geta líka verið nokkuð margar. Áttu uppáhalds staði til að ljósmynda? Náttúran einna helst. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Hvaða hugbúnað ertu að nota? Nei ég hef ekkert verið af því að nota slíkan búnað. Hef oft velt þessu fyrir mér og langað til að fara í Lightroom en ekki látið verða af. Finnst einhvern vegin meira spennandi að stilla vélina og ná myndinni góðri án þess að vinna hana.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 14. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu